Lengsta viðureign við lax sem hefur verið staðfest, átti sér stað árið 1866. Við ána North Esk í Skotlandi. Esk á ósa norðan við borgina Dundee og nánast miðja vegu milli hennar og Aberdeen, sem er nokkru norðar. Meira »

Flóð og fjara

23. apríl Fjara Flóð Fjara Flóð Fjara
Reykjavík 2:52
0,3 m.
8:58
3,6 m.
15:01
0,5 m.
21:21
3,7 m.
 
Ísafjörður 5:03
0,1 m.
10:54
1,8 m.
17:05
0,2 m.
23:17
2,0 m.
 
Siglufjörður   0:55
1,3 m.
7:03
0,0 m.
13:33
1,1 m.
19:19
0,3 m.
Djúpivogur 0:05
0,3 m.
5:56
2,0 m.
12:04
0,4 m.
18:21
2,2 m.
 

Heimild: Sjómælingar Íslands

„Geggjuð páskaveiði“ á Þingvöllum

Í gær, 10:38 Náttúrubarnið og veiðileiðsögumaðurinn Cezary Fijalkowski gerði „geggjaða páskaveiði“ á Þingvöllum í gær, í landi þjóðgarðsins. Hann landaði sjö urriðum á bilinu 75 til 90 sentímetrar og missti einn sem hann áætlar að hafi verið um ellefu kíló. Meira »

Eitthvað til að prófa í vatnaveiði

í fyrradag Nú þegar vatnaveiðin er að komast almennilega í gang er rétt að benda á tækni sem nokkrir veiðimenn hafa tileinkað sér. Þeir veiða úr tröppu sem komið er fyrir úti í vatninu á góðum botni. Meira »

Betri slóðar og meiri veiði

20.4. Veiðin í Eldvatni í Meðallandi hefur verið með ágætum í apríl. Komnir eru ríflega hundrað fiskar á land. Allt eru þetta sjóbirtingar þó svo að einn og einn staðbundinn urriði slæðist með. Miklar framkvæmdir hafa verið undanfarin ár í slóðagerð við vatnasvæðið. Meira »

Tungulækur kominn í 400 fiska

17.4. Vorveiðin í Tungulæk hefur verið prýðisgóð. Nú eru komnir á land um 400 sjóbirtingar. Uppistaðan í aflanum eru fiskar sem mælast 60 - 70 sentimetrar. Stærstu sjóbirtingarnir hafa verið að mælast allt að 85 sentimetrar. Meira »

Góð opnun á urriðamiðum

16.4. Urriðaveiðin í Þingvallavatni byrjaði af krafti á opnunardeginum í gær. ION-svæðið er rómað fyrir stóra urriða eða afkomendur ísaldarurriðans. Fiskur gaf sig strax í morgunsárið og þrátt fyrir rok og rigningu voru menn duglegir. Meira »

Nú þarf að fara yfir græjurnar

15.4. Vorið er á næsta leiti og nú er tíminn fyrir veiðimenn að fara yfir græjurnar. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu fer yfir þetta í nýjasta myndbandinu úr búðinni. Það er fátt vandræðalegra en að opna veiðitöskuna á bakkanum... Meira »

Fyrstu urriðarnir úr Villingavatni

14.4. Fyrstu urriðunum úr Villingavatni var landað í gær. Vatnið, sem stundum gengur undir nafninu Tjörnin er skammt frá syðsta hluta Þingvallavatns. Þar hafa oft gefið sig stórir urriðar og eru þeir af sama stofni og nágrannar þeirra, urriðarnir í Þingvallavatni. Meira »

Lönduðu 52 fiskum á bilinu 15 til 25 pund

12.4. Hópur Íslendinga stundar árlega veiði í Rio Grande í Argentínu. Þar er ekki óalgengt að setja í og landa 20 punda sjóbirtingi. Um 70 þúsund birtingar ganga árlega og hlutfall af stórfiski er hátt. Meira »

Hlaðvarpið Flugucastið í loftið

11.4. Fyrsta íslenska veiðihlaðvarpið, eða podcast um fluguveiði, hefur hafið göngu sína. Hlaðvarpið ber heitið Flugucastið. Þriðji þáttur var sendur út í dag og situr þar fyrir svörum Villimaðurinn ungi Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson. Meira »

Metaðsókn hjá IPF í sjóstöng

10.4. Fyrstu sjóstangaveiðimennirnir mættu vestur á Suðureyri í dag til að renna fyrir steinbít og væna þorska á Vestfjarðamiðum. Þetta eru þýskir veiðimenn og Þjóðverjar hafa verið fjölmennir sem viðskiptavinir hjá Iceland Profishing, eða IPF. Meira »

Stór urriðinn gaf sig í „læknum“

10.4. Fyrstu urriðarnir voru færðir til bókar í Minnivallalæk um helgina. Hrafn H. Hauksson og félagar hans lönduðu ellefu fallegum urriðum og voru þeir allt upp í 66 sentimetra langir. Meira »

„Villti laxinn hverfur – það er 100%“

9.4. Sænski blaðamaðurinn, rithöfundurinn og laxveiðimaðurinn Mikael Frödin er staddur á Íslandi til að kynna nýja heimildamynd, Artifishal, um skaðleg áhrif laxeldis í sjókvíum á vistkerfi. Meira »

Eldisvakt í Langadalsá í sumar

9.4. Gert er ráð fyrir því að báðar þekktustu laxveiðiár Vestfjarða verði vaktaðar með myndavélabúnaði í teljurum í sumar. Vöktunin miðar að því að fylgjast með og meta hlutdeild laxa af eldisuppruna í ánum. Meira »

Stærsti lax í heimi?

7.4. Þann sjöunda ágúst árið 1908 birti dagblaðið Daily Mail frétt þess efnis að veiðst hefði lax sem vó 103 pund. Samkvæmt fréttinni var laxinn veiddur árinu áður við ósa árinnar Devon í Skotlandi. Meira »

Samningur um netaveiði á laxi í uppnámi

6.4. „Það er allt í uppnámi vegna þessara frétta. Þetta er töluvert meiri veiði en við gerðum ráð fyrir,“ segir Friðleifur Egill Guðmundsson formaður NASF. Greint var frá því hér á mbl.is að heildarveiði grænlenskra veiðimanna á laxi í sjó Meira »

Veiddu tvöfaldan laxakvóta við Grænland

4.4. Kanadíska sjónvarpið, CBC greindi frá því í vikunni að grænlenskir veiðimenn hefðu veitt að minnsta kosti 45 tonn af laxi á síðustu vertíð, en ekki 18 tonn, eins og talið var. Meira »

Sumarútkall í Síðumúla

4.4. „Gleðilegt sumar,“ segja Óli og María í kór þegar ég treð mér inn í Veiðihornið í Síðumúla. Þétt pakkaðar auglýsingar veiðihjónanna í Morgunblaðinu í morgun vöktu mikla athygli. Þau buðu gleðilegt sumar á forsíðu blaðsins. Meira »

Braut sér vök og landaði þremur

3.4. Eftir mildan fyrsta dag veiðitímans fengu veiðimenn víða um land vetrarveður á öðrum degi. Það stöðvaði ekki alla og sennilega fara ekki margir í förin hans Valgarðs Ragnarssonar leigutaka Húseyjarkvíslar. Meira »

Hrun í laxveiði í Dee í Skotlandi

3.4. Áin Dee í Skotlandi er ein af nafntogaðri laxveiðiám á Bretlandseyjum. Árni Baldursson hefur veitt þar í þrjá áratugi og hefur aldrei fyrr lent í jafn lélegri veiði. „Það eru að koma fjórir laxar á dag í allri ánni og veitt er á yfir hundrað stangir. Ég er búinn að landa þremur á tólf dögum.“ Meira »