Á hverju sumri fara fram svokallaðir Barnadagar í Elliðaánum á vegum Stangveiðifélags Reykjavíkur fyrir ungt veiðifólk.  Meira »

Flóð og fjara

17. júlí Fjara Flóð Fjara Flóð Fjara
Reykjavík 3:27
0,2 m.
9:38
3,8 m.
15:41
0,4 m.
21:59
4,0 m.
 
Ísafjörður 5:34
0,2 m.
11:34
2,1 m.
17:46
0,4 m.
23:50
2,3 m.
 
Siglufjörður   1:34
1,5 m.
7:50
0,0 m.
14:17
1,3 m.
19:59
0,2 m.
Djúpivogur 0:32
0,4 m.
6:31
2,1 m.
12:45
0,3 m.
19:04
2,3 m.
 

Heimild: Sjómælingar Íslands

Telja sig hafa veitt eldislax í Botnsá

í fyrradag Guðmundur Atli Ásgeirsson sem tengist Botnsá í Hvalfirði tók myndir af laxi sem veiddist síðastliðinn fimmtudag í ánni og telja menn sig nokkuð vissa að um að þar hafi eldislax verið á ferðinni. Meira »

Víða góð silungsveiði

13.7. Hörkuveiði hefur verið í Köldukvísl á Holtamannaafrétti. Kaldakvísl fellur í dag í Sporðöldulón og er kallað Ós, þar sem kvíslin kemur í lónið. Þar er mikið magn af bleikju og hægt að gera hreint ótrúlega veiði. Meira »

Smálaxaþurrð í Húnavatnssýslum

13.7. Í laxveiðiánum í Húnavatnssýslum hefur almennt verið heldur minni veiði en síðastliðið sumar og er það rakið til þess að smálaxinn virðist vera heldur seint á ferðinni á Norðvesturlandi og eru margir sem bíða óþreyjufullir eftir komu hans þar sem hann hefur lítið látið sjá sig fram að þessu. Meira »

„Segja að ég lendi ekki aftur í svona ævintýri“

13.7. Arnór Maximilian Luckas átti sannkallaða draumavakt þegar hann var við laxveiðar ásamt föður sínum, Karli Udo, á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal í fyrrakvöld. Meira »

Fjórar risalúður og 28 kg þorskur

13.7. Sjóstangaveiðimenn frá Evrópu og Bandaríkjunum hafa streymt til Vestfjarða í sumar til að veiða stórfiska í vestfirskum fjörðum. Að sögn Róberts Schmidt hefur sumarið gengið vel og veiðin á köflum verið hörkugóð. Meira »

Á að miða við 60 sentimetra í sleppingum?

12.7. Í Norðurá og Haffjarðará er að ganga mikið af smálaxi. Einar Sigfússon, rekstraraðili Norðurár, segir um tvenns konar fisk að ræða. Fisk á bilinu 50 til 65 sentimetrar og fisk sem mælist allt að 70 sentimetrar. Meira »

Öflug fluga í nýrri útgáfu

12.7. Fluga vikunnar fyrir lax er ný og spennandi útgáfa af Frances. Fyrir silunginn er það Daddy Hog. Þurrfluga í stærri kantinum en kjörin fyrir þá sem eru að byrja þurrfluguveiði. Meira »

Arnór fékk stærsta lax sumarsins

12.7. Það má segja að lukkan hafi fylgt Arnóri Maximilian Luckas í nótt þegar hann veiddi stærsta lax sumarsins í Laxá í Aðaldal og var laxinn 108 sm og vó um 28 pund. „Þeir áttu þarna fallega stund saman feðgarnir,“ segir Árni Pétur Hilmarsson, umsjónarmaður Nesveiða, í samtali við mbl.is Meira »

Alltaf þrír varalitir í veiðijakkanum

11.7. Harpa Hlín Þórðardóttir er veiðimaður vikunnar. Vörumerki Hörpu er varalitur og naglalakk. Hún birtir mikið af myndum af sér á samfélagsmiðlum í veiði og er alltaf stíf-varalituð og naglalökkuð. Meira »

SVFR hvetur til sleppinga í Hítará

10.7. Stangaveiðifélag Reykjavíkur - SVFR mælist góðfúslega til þess við veiðimenn að öllum veiddum fiski verði sleppt í Hítará í sumar. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu félagsins svfr.is. Meira »

250 merki fyrir 20 pundara í Nesi

10.7. Viðurkenningamerki fyrir merkislaxa eru að færast í vöxt í veiðinni. Nessvæðið í Laxá í Aðaldal reið á vaðið yrir sex árum og bjuggu til sérstakt merki sem veiðimenn sem veiddu tuttugu punda lax, voru sæmdir. Nú er búið að afhenda um 250 slík merki, að sögn Árna Péturs Hilmarssonar, staðarhaldara. Meira »

Löxum í Hítará gæti fækkað um 20%

10.7. Sigurður Már Einarsson hjá Hafrannsóknarstofnun hefur metið það sem svo að heildarframleiðslugeta vatnasvæðis Hítarár minnki um 20% vegna skriðunnar úr Fagraskógarfjalli sem stíflaði ána. Áhrifin koma þó ekki fram enn um sinn þó að áhrif á laxveiði komi fram í strax sumar. Meira »

Lítur vel út með smálaxinn

10.7. Víða á Vesturlandi er kominn kraftur í smálaxagöngur. Neðst í Langá, Grímsá, Laxá í Kjós og víðar er mikið af fiski á neðri svæðum. Vatnsmiklir fossar og kalt vatn hægja á dreifingu fisksins. Það mun ekki gerast af krafti fyrr en sumarið lætur sjá sig. Meira »

Veiði í Hítará gengur illa vegna gróðurs

9.7. „Það rigndi mikið í gærkvöldi og í nótt og áin er að rífa meira með sér af gróðri og svoleiðis. Veiðimönnum gengur ver að veiða í augnablikinu, það festist í önglinum hjá þeim,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár. Meira »

Nýja Hítará verður betri laxveiðiá

9.7. Engan bilbug er að finna á nýjum leigutaka Hítarár, þrátt fyrir hamfarirnar um helgina. Félagið Grettistak er nýr leigutaki að Hítará á næsta ári. Orri Dór Guðnason veitir félaginu forstöðu og hann er bjartsýnn á að nýja Hítará verði meira spennandi og betri laxveiðiá þegar upp verður staðið. Meira »

Þverá/Kjarrá yfir 1.000 laxa

9.7. Mjög góð veiði er í Þverá/Kjarrá í Borgarfirði þessa dagana og göngur smálaxa sterkar í bland við nokkurn stórlax sem er enn að ganga. Meira »

Kattarfoss fyrir og eftir hamfarirnar

8.7. Vatnsmagn hefur aukist á nýjan leik í Hítará eftir að áin braut sér leið yfir í hliðarána Tálma. Má segja að Hítará sameinist því sínum gamla farvegi þar sem áður voru ármót Tálma og Hítarár. Meira »

Hamfarahollið með 30 laxa

8.7. Veiðimenn við Hítará sem voru við veiðar á meðan hamfarirnar dundu yfir lönduðu 30 löxum. Nýtt holl tekur við síðdegis í dag. Veiði í Laxá í Kjós er komin yfir 200 laxa og óvenjumikið er af stórlaxi í ánni. Tveir tuttugu pundarar veiddust í vikunni í Kjósinni. Meira »

Sumarið lætur bíða eftir sér á Arnarvatnsheiði

8.7. Fram kemur í fréttum frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar að sumarið þar hafi verið bæði kalt og blautt það sem af er. Það virðist þó lítil áhrif hafa á tökugleði fiskanna og hefur veiðin verið ágæt. Meira »

Sporðaköst, 3. þáttaröð 1996

Velja þátt: 1 2 3 4 5 6