Eldhús sem breyta skilgreiningunni á eldhúsi

Í gær, 19:38 Í hugum okkar flestra er eldhús fremur hefðbundið fyrirbæri sem haft er í afmörkuðu rými, inniheldur innréttingu, ákveðinn fjölda heimilistækja, rennandi vatn og þess háttar. Meira »

Dökku og drungalegu eldhúsi breytt í algjöran draum

16.4. Það er fátt skemmtilegra en að taka eldhús í gegn. Það er líka svo gott fyrir sálina og maður á það til að borða umtalsvert betra fæði sé það framreitt úr fínu eldhúsi (þó að umbótatímabilið kalli oft á óheyrilegt magn af subbumat – en það er önnur saga). Meira »

Eldhúsið hjá Beyonce og Jay Z

16.4. Beyonce og Jay Z fundu loksins draumahúsið sitt eftir mikla leit. Húsið er einstaklega glæsilegt og eldhúsið fær eflaust þó nokkuð marga til að andvarpa af aðdáun. Meira »

Funkis-eldhús fær yfirhalningu

12.4. Þrátt fyrir að landfræðileg staðsetning þessa eldhúss sé reyndar ekki í 108 þá er hér um að ræða afar hefðbundið og fallegt fúnkis-hús eins og algeng eru víða hér á landi – og þá ekki síst í Fossvoginum sem þekktur er fyrir sambærileg hús. Meira »

Breytingarnar tóku fjóra mánuði

10.4. Eldhúsið í þessu húsi er afskaplega vel heppnað en það var gert algjörlega frá grunni eins og sjá má á myndunum.   Meira »

Iðnaðareldhús með mjúkum undirtónum

9.4. Hrátt útlit þessa fagra eldhúss höfðar eflaust til margra og minnir helst á iðnaðarhúsnæði í New York þar sem svokölluð loft eru vinsæl. Lofthæðin er geggjuð og gluggarnir líka. Meira »

Pínulitlu eldhúsi umbreytt svo um munaði

4.4. Þetta er ekkert míní-meikóver eins og það myndi kallast á engilsaxnesku heldur harðkjarna rúst svo fagmál sé notað.   Meira »

Tímamótaeldhús hönnunargúrús

1.4. Við vitum vel að mest seldu eldhúsinnréttingarnar hér á landi eru hvítar og afskaplega hefðbundnar og það er nákvæmlega ekkert að því. Eldhúsinnrétting er töluverð fjárfesting og því er snjallt að halda grunninum öruggum og leika sér þá frekar með fylgihluti, málningu og annað því um líkt sem kostar lítið að skipta út. Meira »

Eldhúsbreytingarnar kostuðu ekki krónu

26.3. Stundum þarf ekki að kosta miklu til þegar óspennandi eldhús er annars vegar. Hvernig má það vera? kunna margir að spyrja og hér er svarið. Meira »

Stórkostlegt eldhús fremsta textílhönnuðar Svía

14.3. Textílhönnuðurinn Gunila Axén er engri lík. Litríkur persónuleiki sem elskar að hafa náttúruna allt í kringum sig og plöntur ráða ríkjum á heimili hennar. Gunila býr í fallegu gömlu steyptu húsi í Gautlandi í Svíþjóð. Meira »

KitchenAid kynnir fyrsta lit ársins

10.3. Það er alltaf jafnspennandi þegar KitchenAid og Le Creuset kynna nýja liti sem hægt er að fárast yfir og jafnvel þrá í leyni. Meira »

Sjúklega svalt Kaliforníueldhús

7.4. Afslöppuð stemning, opið skipulag, úthugsuð smáatriði, gott vinnurými og litlagleði er meðal þess sem einkennir það en eigendur þess eru sérlega ánægðir með útkomuna. Meira »

Gjörbreytti eldhúsinu fyrir 18 þúsund krónur

3.4. Það er alltaf gaman að breyta til heima hjá sér og ekki síst í eldhúsinu. Hér má sjá virkilega vel heppnaða breytingu á eldhúsinu fyrir norðan. Meira »

Ofursvalt IKEA-eldhús Stine Goya

29.3. Danski hönnuðurinn Stine Goya er eitursvöl og því kom það ekki á óvart að eldhúsið hennar væri það líka.   Meira »

Lífstílsbloggari umbreytti eldhúsinu á 24 tímum

24.3. ...og umbreytingin kostaði um 60.000 krónur. Það er merkilegt hvað það þarf oft lítið til að umbreyta rými sem má muna sinn fífil fegri. Meira »

Ísskápurinn kostar rúmar fimm milljónir

12.3. Heimilistæki eru oft þyngdar sinnar virði og gott betur. Sérstaklega ef þau eru í senn hágæða- og hönnunarvara eins og í tilfelli nýju SMEG-línunnar sem státar af samstarfi við ítalska hönnunarparið Dolce & Gabbana. Meira »

Bjóst aldrei við að eignast stell

25.2. Borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir lumar á tveimur forláta stellum sem er ekki annað hægt en að dást að. Hún segist nota stellin við hvers kyns tilefni og í öllum barnaafmælum sem mörgum þykir eflaust bera vott um mikið hugrekki. Meira »