Yfirliðsvaldandi eldhús sem þolir íslenskar aðstæður

17.6. Það er fátt meira lekkert en eldhús sem líður áfram - úr eldhúsinu og úr á pall. Það þýðir gott fólk að hægt er að halda eldamennskunni áfram utandyra eins og ekkert hafi í skorist og til að toppa herlegheitin er vinnusvæðið allt falið á bak við marmaraplötu. Meira »

Svona er eldhúsið hjá Mörthu Stewart

10.6. Mörthu Stewart þarf vart að kynna en hún þykir afar smekkleg þegar kemur að eldhúsum og tekur eldhúsin sín reglulega í gegn. Hún á nokkur... enda á hún töluvert af fasteignum eins og frægar sjónvarsdrottningar eiga til að safna. Meira »

Eldhús í sykursætum pastel litum

5.6. Það bara hlýtur að vera lystaukandi að sitja í sjávarfroðu-grænu eldhúsi, eða við fölar rósa-bleikar innréttingar, nú eða fá sér sopa af kaffi úr lofnarblóma-lilluðum bolla. Meira »

Eldhúsið hjá Meghan Markle

2.6. Hertogaynjan af Sussex, betur þekkt sem Meghan Markle, hefur sett íbúð sína í Toronto á sölu. Ekki er annað að sjá en að hún hafi búið afar vel og er eldhúsið afskaplega vel heppnað og vel til þess fallið að taka á móti gestum og elda góðan mat. Meira »

Snjallasta eldhúsbreyting síðari ára

28.5. Það er ótrúlegt hvað hægt er að gera þegar góður smekkur, töluvert verkvit og afburðar smekklegheit mætast.  Meira »

Litaglöð eldhús

27.5. Stílhrein eldhús hafa haldið velli síðustu ár, með dass af gráu og slettu af kopar hjá þeim sem lifa á ystu nöf. Við viljum hinsvegar meina að litir séu bráðnauðsynlegir fyrir sálartetrið og kunnum því vel að meta eldhús þar sem litagleðin fær að njóta sín og persónuleikinn skín í gegn. Meira »

Sjóðheit sumarbústaðareldhús

12.5. Það er fátt skemmtilegra á þessum árstíma en að leiða hugann aðeins að sumarbústaðnum og þá hvernig hægt er að gera hann enn meira kósí. Sumarbústaðaeldhús eiga það nefnilega til að vera nákvæmlega eins og frekar óspennandi. Meira »

Guðdómlega græn eldhús

8.5. Við höfum heyrt að grænn litur sé róandi og tengist friðsæld og kyrrð. Því hlýtur það að vera alveg sérlega slakandi og jafnast á við bestu hugleiðslu að dedúa við matseld í fagurgrænu eldhúsi. Meira »

Hermdi eftir uppáhalds eldhúsinu mínu

1.5. Ég á mér uppáhalds eldhús sem ég hef áður skrifað um hér á Matarvefnum. Eldhús sem sameinar allt það sem mér þykir fallegast án þess að ég hefði endilega hugmynd um það fyrr en ég sá það. Meira »

Pöruðu svarta skápa við marmara og fiskibeinaparket

29.4. Í þessu gamla húsi var eldhúsið tekið rækilega í gegn með frábærum árangri. Eigendurnir völdu að vera eingöngu með neðri skápa og pöruðu svarta skápana með hvítum marmara. Meira »

Eru þetta ljótustu eldhús veraldar?

21.4. Áhugi ritstjórnar Matarvefsins á eldhúsum er alkunnur og reglulega birtum við fréttir af fallegum eldhúsum.  Meira »

Leynist gersemi í þínu eldhúsi?

25.5. Flestir kannast við svona eldhúsinnréttingu þegar að er gáð. Til siðs hefur verið að rífa gamla dótið út og skella inn glænýju eldhúsi sem oft rúmast ekki jafn-vel inni í rýminu og þessar innréttingar gerðu. Meira »

5 snarbiluð eldhús

10.5. Við hér á matarvefnum kunnum vel að meta flippið. Hvort sem eftirfarandi eldhús eru snargalin á góðan eða slæman hátt verður hver að ákveða fyrir sig, en öll þessi eldhús eiga það sameiginlegt að vera skemmtilega flippuð og út fyrir rammann. Meira »

Ofursvalt eldhús Gwen Stefani

6.5. Það var ekki hægt að búast við örðu en að eldhúsið hjá hinni einu sönnu Gwen Stefani væri algjörlega í hennar anda.  Meira »

Íðilfagurt eldhús í Vesturbænum

30.4. Unnur Skúladóttir, flugfreyja hjá Icelandair, og Sindri Tryggvason, sem starfar hjá flutningastýringardeild Samskipa, búa í smekklega innréttaðri íbúð í Vesturbænum ásamt tveggja ára syni sínum, Bjarti. Meira »

Ofur-afslappað eldhús hjá Sigurd Larson

28.4. Danski arkítektinn Sigurd Larson er þekktur fyrir fallega hönnun en hann rekur hönnunarstúdíó í Berlín þar sem hann býr.  Meira »

Af hverju litur ársins virkar ekki í eldhús - eða hvað?

21.4. Pantone kynnir árlega til leik lit ársins og að þessu sinni er það Ultra Violet liturinn sem varð fyrir valinu og er afskaplega áberandi í allri hönnun. Meira »