Enn snargalnir í grænan

18.8. Ekkert lát virðist vera á vinsældum græna litarins sem tröllríður tískublöðum og hefur gert undanfarin misseri. Hvort kenna megi Pantone-litaspekúlöntunum um það eða þakka skal ósagt látið en græna bylgjan er sannarlega að hreyfa við mörgum. Meira »

Ertu djarfur í eldhúsinu?

16.8. Myndir þú þora að mála eldhúsið bleikt eða setja litríkar flísar á veggina? Eldhús eru líka stór fjárfesting og því ekkert skrítið að fólk fari öruggu leiðina í litavali. Meira »

Pastellituð viðbót í eldhúsið frá IKEA

13.8. IKEA lætur sjaldan sitt eftir liggja og kemur hér með stílhreina og smekklega viðbót í eldhúsið. Póstulínsdiskar og -skálar undir nafninu MORGONTE voru að lenda í verslunum IKEA í vikunni. Meira »

Eldhússtólarnir sem slegist er um

11.8. Þið hafið mögulega séð þá á myndum úr eldhúsi Chrissy Teigen. Þeir minna helst á taflmenn og draga nafn sitt af þeim. Stílhreinir, ögrandi og óvenjulegir enda þarf að sérpanta þá og stykkið kostar tæpar 300 þúsund krónur. Meira »

Hills-stjarna tekur eldhúsið í gegn

5.8. Hills-stjarnan Whitney Port tók eldhúsið sitt í gegn á dögunum en það var víst orðið frekar þreytt. Hún fékk alls konar amerísk fyrirtæki til liðs við sig en án þess þó að herlegheitin kostuðu augun úr. Meira »

Flottustu Airbnb-eldhúsin: Bullandi sveitarómantík

29.7. Hér er búið að taka sveitabæ og gera hann upp eftir kúnstarinnar reglum. Hugmyndaflugið er í hámarki hér og nýjustu straumum í hönnun blandað saman við gamla muni og sveitalegt útlit. Meira »

Vöfflujárn fyrir Star Wars nörda

25.7. Vöfflujárnið yrði að sjálfsögðu hin mesta prýði í eldhúsum Star Wars aðdáenda, heldur gerir hún líka vöfflur sem verða í laginu eins og geimskipið. Það verða því ljúfir sunnudagsmorgnarnir framundan með Millenium Falcon vöfflu undir tönn. Meira »

Eldhústrend sem eru komin úr tísku

20.7. Það vilja allir vera með ægilega smart eldhús og flest reynum við að hafa sæmilega huggulegt í kringum okkur. Við fylgjumst með nýjustu straumum í eldhúshönnun og fylgjum straumnum eins og rollur á leið í réttir... eða því sem næst. Meira »

Klassískt eldhús-„trend“: Pastel-litir

18.7. Mjúkir pastel-tónar koma sérstaklega vel út í eldhúsum með nútímalegu ívafi. Það kallast skemmtilega á við föla, gamaldags liti. Meira »

Gjörbreytti eldhúsinu fyrir 12.250 krónur

16.7. Það kostar oftast nær fúlgur fjár að umbreyta eldhúsinu en endrum og eins finnast afar snjallar lausnir sem kosta lítið en útkoman er alveg hreint æðisleg. Meira »

Íslensk hönnun í eldhúsið

12.7. Það er af nægu að taka af fallegum munum sem hæfileikaríkir íslenskir hönnuðir og listamenn standa á bak við. Höfum við tekið saman nokkra muni sem myndu sóma sér vel í hvaða eldhúsi sem er. Meira »

Flottustu Airbnb eldhúsin: Eyjan var indverskur peningaskápur

26.7. Eldhúsperlur þessa lands eru ótal margar og nú ætlum við að kanna það sem við köllum Flottustu Airbnb eldhúsin. Við byrjum á Flateyri en þar gefur að líta hús sem búið er að gera upp í eins upprunalegum stíl með ævintýralegu eldhúsi sem á sér merkilega sögu. Meira »

Sjúklega snjöll lausn sem hægt er að leika eftir

22.7. Marmari er málið eins og allir vita en heilu marmaraveggirnir eru gjörsamlega að tröllríða hönnunarheiminum. En eins og allir vita kostar marmari töluverða peninga og þó að IKEA sé með hræódýra eldhúsbekki með marmaraáferð er tæplega hægt að raða þeim upp á eldhúsvegg. Meira »

Stjörnuprýdd eldhús

19.7. Þar sem við gerum ekki ráð fyrir því að vera boðin í kaffi til Jennifer Lopez neitt á næstunni eða í tebolla til Lady Gaga látum við nægja að skoða myndir af eldhúsunum þeirra og hjá fleiri góðum. Meira »

Dásamlegt postulín frá Fornasetti

17.7. Margir bíða eflaust spenntir eftir nýjungum úr herbúðum Fornasetti en nú hefur ný lína af postulíni litið dagsins ljós, og eru það þrjár litlar uglur með mismunandi mynstri sem voru að detta í búðirnar. Hinni íkonísku uglu bregður einmitt oft fyrir í hönnun ítalska hönnunarhússins. Meira »

Svona eru eldhús hinna ríku og frægu

15.7. Forvitnin er stundum að fara með mann. Sérstaklega þegar kemur að því að sjá hvernig aðrir búa, og fyrir mataráhugafólk er sérstaklega gaman að sjá hvernig eldhúsin eru útbúin. Við tökum hér saman nokkur eldhús hjá Hollywood-stjörnum og pólitíkusum sem eru hreint ekkert slor. Meira »

Heitustu eldhústrendin 2018

7.7. Það er alltaf gaman að vera með á nótunum, spá og spekúlera og fá skemmtilegar hugmyndir að klassískri hönnun sem má ef til vill nýta sér. Við höfum því tekið hér saman heitustu trendin sem af er ári, og þau útlit sem spáð er miklum vinsældum út árið 2018. Meira »