Hanna glæsileg eldhús sem eiga engan sinn líka

Hér mætist einfaldleikinn og fagurfræðin í stórkostlegri hönnun á eldhúsi.
Hér mætist einfaldleikinn og fagurfræðin í stórkostlegri hönnun á eldhúsi. Samsett mynd

Danska hönnunarfyrirtækið Vipp hannar glæsileg eldhús sem eiga sér engan sinn líka og hafa slegið í gegn undanfarin ár. Eldhúshönnun Vipp er hugsuð þannig að notandinn getur raðað saman sínu draumaeldhúsi eftir þörfum og óskum.

V3 eldhúsið færir kunnuglegri eldhúshönnun Vipp sérstakan karakter og ferska …
V3 eldhúsið færir kunnuglegri eldhúshönnun Vipp sérstakan karakter og ferska ásýnd klætt pressuðu áli. Samsett mynd

Eins og skúlptúrverk eitt og sér

V3 eldhúsið færir kunnuglegri eldhúshönnun Vipp sérstakan karakter og ferska ásýnd klætt pressuðu áli. Eldhúsið hvílir nánast reynslulaust á fjórum fótum, og tókst verkfræðingum Vipp enn aftur að blanda hversdagslegu notagildi eldhúss við mínimalíska fagurfræði Vipp húsgagna. Hér mætist einfaldleikinn og fagurfræðin í stórkostlegri hönnun á eldhúsi.

„Ég held að okkur hafi tekist að búa til einstakt eldhús sem er eins og skúlptúrverk eitt og sér,“ segir Kasper Egelund, forstjóri og þriðju kynslóðar Vipp eigandi.

Gaman er að geta þess að dagana 23. - 25. maí verður sérfræðingur frá Vipp í verslun Epal í Skeifunni og þá gefst gestum og gangandi að njóta ráðlegginga hans og fá hugmyndir að lausnum þegar kemur að því að raða saman draumaeldhúsinu. Í tilefni heimsóknar sérfræðingsins til Íslands verður 15% afsláttur af öllum vörum frá Vipp.

Eldhúshönnun Vipp er hugsuð þannig að notandinn getur raðað saman …
Eldhúshönnun Vipp er hugsuð þannig að notandinn getur raðað saman sínu draumaeldhúsi eftir þörfum og óskum. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert