Meirihlutaviðræður hefjast

Einar Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, bauð oddvitum fráfarandi meirihluta, að Vinstri grænum undanskildum, til formlegra meirihlutaviðræðna í morgun. Svo er að sjá hvernig semst og hvort Einar ber borgarstjórastólinn úr þeim býtum. Blaðamennirnir Andrés Magnússon, Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna og hvað kunni að vera framundan.

Ekki einhugur um Einar Þorsteinsson

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir Hildi Björnsdóttur geta gert tilkall til stóls borgarstjóra. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna telur eðlilegast að Einar Þorsteinsson taki við embættinu en forseti Ungra jafnaðarmanna eygir enn von um að flokkurinn geti haldið í áhrif sín í borginni.

Meirihlutamyndanir í brennidepli

Rykið er að setjast eftir sveitarstjórnakosningarnar um helgina, en víða er eftirleikurinn við meirihlutamyndun eftir. Þar beinast augu manna sérstaklega að borginni. Blaðamennirnir Gísli Freyr Valdórsson og Andrés Magnússon fara yfir flókna stöðu og spá í spilin.

Viðreisn heldur öllum möguleikum opnum

Pawel Bartoszek, sem hlaut kosningu sem varaborgarfulltrúi fyrir Viðreisn næsta kjörtimabilið segir Viðreisn ekki útiloka samstarf til hægri þótt flokkurinn hafi ákveðið að vera í samfloti með Samfylkingu og Pírötum í meirihlutaviðræðum. Katrín Atladóttir, fráfarandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur ósennilegt að Framsóknarflokkurinn muni njóta góðs af samstarfi við hinn fallna meirihluta.