Kraumandi óánægja eða lítill ósáttur minnihluti?

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, ræða störf Sjálfstæðisflokksins, áherslur og ágreining í aðdragandi formannskjörs á landsfundi um helgina.

Ekki góð úrslit fyrir borgarbúa

Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, hefur ekki misst áhuga á stjórnmálum og ræðir um úrslitin í borgarstjórnarkosningum og hvernig meirihluti varð úr. Hann telur að þar hafi ákall kjósenda verið hunsað.

Nýr meirihluti í Reykjavík

Borgarfulltrúar áttu ekki heimangengt í gær vegna anna í Ráðhúsinu, en tveir frambjóðendur minnihlutaflokka, þeir Þórður Gunnarsson og Stefán Pálsson, reyndust meira en til í að leggja orð í belg um nýja meirihlutann

Meirihlutaviðræður hefjast

Einar Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, bauð oddvitum fráfarandi meirihluta, að Vinstri grænum undanskildum, til formlegra meirihlutaviðræðna í morgun. Svo er að sjá hvernig semst og hvort Einar ber borgarstjórastólinn úr þeim býtum. Blaðamennirnir Andrés Magnússon, Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir stöðuna og hvað kunni að vera framundan.