Blöskrar galskapurinn í kringum KSÍ

Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson ræðir KSÍ málið í Dagmálsþætti dagsins. Hann er afar ósáttur við hvernig stjórn KSÍ hélt á málum og telur að aðför RÚV að Knattspyrnusambandinu hafi orðið til þess að formaður þess var hrakinn úr starfi. Sigurður ræðir málið við Eggert Skúlason og fara þeir yfir ýmsa þætti sem tengjast málinu. Þarf að breyta lögum um kynferðisbrot? Af hverjur er íþróttahreyfingin farin að safna persónugreinanlegum upplýsingum um iðkendur vegna ábendinga utan úr bæ? Þessar spurningar og margar fleiri í þætti dagsins.

Persónukjör væri glapræði - óttast vinstristjórn

Brynjar Níelsson er að kveðja stóra sviðið í stjórnmálunum. Hann er hér í nokkurs konar uppgjörsviðtali eftir þann tíma. Hann gefur öllum stjórnmálaflokkum á þingi eins konar einkunn eftir samstarfið. Hann efast um að óbreytt stjórnarmynstur verði niðurstaða viðræðna flokkanna þriggja. Allt eins vinstri stjórn, telur hann. Loks er það samfélagsgerðin okkar sem er að breytast til hins verra að hans mati. Brynjar fer mikinn í Dagmálsþætti dagsins. Viðtalið var tekið upp áður en óvæntur liðsauki barst þingflokki Sjálfstæðisflokksins.

Starfsemi Skotfélagsins í uppnámi

Fyrirvaralaus lokun á skotvöllum Skotfélags Reykjavíkur kom félagsmönnum í opna skjöldu. Fulltrúar félagsins voru ekki kallaðir fyrir úrskurðarnefndina. Nú eru framundan skotvopnanámskeið og þarf að leita til skotfélaga utan höfuðborgarinnar til að sinna því verki. Fremsta skotíþróttafólk Íslands þarf að stunda æfingar daglega en það er ekki í boði nú. Guðmundur Gíslason, framkvæmdastjóri SR fer yfir þetta sérstaka mál í Dagmálaþætti dagsins.

Vissi ekki hvað ljósmóðir var þegar hún kom til landsins

Edythe Mangindin er sprenglærð ljósmóðir, doktorsnemi í ljósmóðurfræðum, fæðingarfræðslukennari og ein af þeim sem stendur að opnun Fæðingarheimilis Reykjavíkur en hún brennur fyrir ljósmæðrastarfinu. Hún hefur mikla ástríðu fyrir málum kvenna af erlendum uppruna sem fara í gegnum barneignarferlið hér á landi en sjálf er hún fædd og uppalin í Bandaríkjunum og upplifði það hvernig var að vera í þeim sporum að eiga barn á Íslandi án þess að kunna íslensku. Edythe ræddi um fæðingarreynslur kvenna, ljósmæðrastarfið á tímum Covid og margt fleira en hún var gestur Rósu Margrétar Tryggvadóttur í Dagmálum.