Samtökin björguðu lífi mínu

Anna Hildur Guðmundsdóttir var óvænt kjörinn formaður SÁÁ fyrr á þessu ári, eftir mikla dramatík og flokkadrætti innan samtakanna. Nú stendur fyrir dyrum að kjósa nýjan formann til frambúðar. Anna Hildur lýsir því yfir í Dagmálaþætti dagsins að hún býður sig fram í því kjöri sem verður í næsta mánuði. Hún segir hér sögu sína og fer yfir stöðu samtakanna í ljósi þess sem á undan er gengið.

Tveir í orkumálum 40 í umhverfismálum

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson viðurkennir að við höfum ekki verið með þá áherslu á orkumálum, sem nauðsynlegt hefði verið. Nýútkomin grænbók um stöðu og áskoranir í orkumálum dregur upp dökka mynd af ástandinu. Rammaáætlun hefur ekki verið samþykkt frá árinu 2015 og líkur á orkuskorti í náinni framtíð hafa aukist. Ráðherra fer yfir þá stöðu sem blasir við og metnaðarfull markmið sem sett hafa verið um jarðefnaeldsneytislaust Ísland eftir átján ár. Orkumikið samtal í Dagmálum dagsins.

Sýnt fram á rýrnun á heila eftir Covid

Bresk rannsókn hefur sýnt fram á rýrnun á heila þeirra sem fengið hafa Covid. Nemur rýrnunin 0,2 til 2 prósentunum umfram það sem eðlilegt er. Stefán Yngvason, framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi, er gestur dagmála og ræðir eftirmál þessarar skæðu pestar. Hann áætlar að tíu til fimmtán prósent þeirra sem fengu Covid hafi upplifað langvarandi einkenni.

Óttast aukningu slysa í umferðinni

Ólafur Kr. Guðmundsson hefur miklar áhyggjur af íslenska vegakerfinu þegar við blasir mikil aukning ferðamanna í sumar. Hann telur að við höfum ekki nýtt Covid tímabilið nægilega vel til að bæta úr margskonar hættum. Brýnasta verkefnið er að hans mati að Alþingi staðfesti með lögum að vegir og samgöngumannvirki skuli vera samkvæmt evrópskum stöðlum. Ólafur er gestur Dagmála í dag. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Morgunblaðsins.