Eigum eftir að sjá fleiri ný afbrigði af veirunni

Björn Ingi Hrafnsson, ristjóri netmiðilsins Viljinn.is hefur fylgst náið með heimsfaraldrinum. Hann segir ljóst að fleiri ný afbrigði veirunnar muni herja á okkur. Bretland er sérstakur suðupottur fyrir breytingar því þar ægir saman hálf bólusettum, bólusettum og fólki sem ekki vill bóluefni. Hann segir yfir 200 skráðir fylgikvillar vera þekktir eftir Covid veikindi. Þá býst hann allt eins við að Covid geti orðið stóra kosningamálið í haust.

Stærsta efnahagsmálið er að fjárfesta í fólki

Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra segir að ef gleraugu hagfræðinnar eru sett á mýkri málaflokka komi í ljós að þar sé um að ræða stærsta efnahagsmálið. Hann hefur breytt lögum til að tryggja að fleiri börn sem búa við slæmar aðstæður verði gripin. Að sama skapi að skapa úrræði sem bjóða föngum betri möguleika eftir að afplánun er lokið.

Unga fólkinu mætt á eigin forsendum

Sigurþóra Bergsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Bergsins headspace. Líðan og umhverfi ungs fólks eru hennar helsta ástríða og vill hún tryggja að ungt fólk hafi greiðan aðgang að stuðningi og aðstoð á eigin forsendum. Sjálf missti hún son á unglingsaldri sem tók eigið líf. Berglind Guðmundsdóttir ræðir við hana í þætti dagsins.

Batamenning í stað refsimenningar

Tolli Morthens listamaður leiddi starfshóp sem kom með tillögur að úrbótum í fangelsum og við endurhæfingu fanga. Margar þessara tillagna eru orðnar að veruleika og er Tolli í nýjum starfshópi sem á að fylgja eftir tillögunum. Hann vill gera fíkniefni lögleg og telur víst að eftir nokkrar kynslóðir verði fordæmd framkoma í garð fólks með fíknisjúkdóma. Hann telur lag að gera breytingar núna í anda þeirra mannúðarbyltingu sem nú ríður yfir