Umbúðalaust
23. desember 2022
Sagnameistarinn og ræðukóngurinn, Guðni Ágústsson er gestur Dagmála á Þorláksmessu. Nýja bókin hans, Flói bernsku minnar er kveikjan að samtalinu en Guðni fer um víðan völl. Hann rifjar upp gullkornin sem honum hafa verið eignuð. Hann segir flest þeirra smíðuð upp í sig en er löngu hættur að þræta fyrir þau. Veik staða þingsins, hópfífl, hefnd Bandaríkjamanna vegna Fischers og jólaandinn koma við sögu í fjörlegu spjalli við héraðshöfðingja þeirra sunnlendinga.