KSÍ svarar Leiknismönnum

18:45 Leiknir Reykjavík sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þeirrar ákvörðunar hjá KSÍ að afhæfast ekkert frekar í máli Þórarins Inga Valdimarssonar, leikmanns Stjörnunnar, eftir að hann fékk rautt spjald fyrir ósæmileg ummæli um geðsjúkdóma. Meira »

Eistneskur landsliðsmaður í Fylki

18:02 Knattspyrnudeild Fylkis gekk í dag frá samningi við eistneska landsliðsmanninn Tristan Koskor. Koskor er framherji sem spilaði síðast með Tammeka í heimalandinu. Þar skoraði hann 30 mörk í 56 leikjum. Meira »

Andorra valdi aðeins 20 leikmenn

17:49 Nú þegar rétt um tveir sólarhringar eru í leik Íslands og Andorra í fyrstu umferð undankeppni EM karla í knattspyrnu hefur knattspyrnusamband Andorra loks gefið út hvernig leikmannahópur liðsins verður skipaður. Meira »

Góð byrjun íslenska liðsins

17:46 Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta byrjaði vel í milliriðli EM í Þýskalandi í dag og vann 2:1-sigur á Slóveníu. Með sigrinum fór Ísland upp í toppsæti riðilsins þar sem heimamenn í Þýskalandi og Hvíta-Rússland skildu jöfn fyrr í dag, 1:1. Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

15:48 Fimmtudaginn 21. febrúar var félagaskiptaglugginn í íslensku knattspyrnunni formlega opnaður og þar með geta leikmenn skipt um félag fram í miðjan maímánuð. Meira »

Fyrirliðinn fær að einbeita sér að Wolfsburg

15:05 Fimm kunnar knattspyrnukonur verða ekki með landsliðinu í vináttuleikjunum tveimur gegn Suður-Kóreu ytra í apríl. Á það sér sínar skýringar að sögn Jóns Þórs Haukssonar landsliðsþjálfara sem kynnti leikmannahópinn á blaðamannafundi í dag. Meira »

Kom nýr andi með breytingunum

13:55 „Það verður gaman að liðið geti loksins farið að sýna sitt rétta andlit aftur,“ segir Ragnar Sigurðsson, landsliðsmiðvörður í knattspyrnu, fyrir fyrsta leik Íslands í undankeppni EM 2020 en Ísland mætir Andorra á gervigrasinu í Andorra la Vella á föstudagskvöld. Meira »

Yfirlýsing frá Leikni: KSÍ lagði blessun sína yfir hátterni Þórarins

12:52 Íþróttafélagið Leiknir í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna úrskurðar aga- og úrskurðarnefndar KSÍ vegna atviks sem kom upp í leik karlaliðs félagsins gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum. Meira »

Notar EM til að komast í gegnum daginn

10:50 Hannes Þór Halldórsson gaf ekkert upp um það hvort hann gæti verið á leið til Íslands í Pepsi Max-deildina í sumar þegar hann ræddi við blaðamenn í Peralada í dag, í aðdraganda leikjanna við Andorra og Frakkland í undankeppni EM í knattspyrnu. Meira »

Vilhjálmur dæmir í undankeppni EM

14:45 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fer fyrir íslenskum dómarakvartett sem sér um dómgæslu á leik í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu á laugardaginn kemur. Meira »

Fjórar reyndar ekki með í Suður-Kóreu

13:20 Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag hvaða leikmenn leika fyrir Íslands hönd í Suður-Kóreu í apríl. Liðið leikur tvo vináttulandsleiki í Suður-Kóreu 6. og 9. apríl gegn liði sem er í 14. sæti á heimslistanum og er að undirbúa sig fyrir lokakeppni HM í sumar. Meira »

Getið dæmt okkur af þessum leikjum

11:30 „Persónulega hef ég ekkert rosalega miklar áhyggjur af þessu,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um þá löngu hrinu leikja íslenska liðsins án sigurs sem vonir standa til að ljúki á föstudagskvöld þegar Ísland mætir Andorra ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2020. Meira »

Björn úr leik vegna meiðsla

10:09 Björn Bergmann Sigurðarson, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Rostov í Rússlandi, dró sig í morgun út úr landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Andorra og Frakklandi vegna meiðsla. Meira »