Hólmbert Aron til liðs við Aalesund

13:02 Sóknarmaðurinn Hólmert Aron Friðjónsson er genginn í raðir norska B-deildarliðsins Aalesund en hann skrifaði í dag undir þriggja ára samning við félagið. Meira »

Tvær breytingar á kvennalandsliðinu

10:09 Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem heldur til La Manga á fimmtudaginn og mætir Norðmönnum í vináttuleik þann 23. þessa mánaðar. Meira »

Það má alveg byrja aftur

Í gær, 14:58 „Það má alveg byrja aftur. Það eru engar reglur til í þessu,“ sagði Helgi Valur Daníelsson í samtali við mbl.is en hann hefur ákveðið taka fram skóna eftir næstum þriggja ára hlé og spila með uppeldisliði sínu, Fylki, í Pepsi-deildinni í sumar. Meira »

Helgi Valur til Fylkis

Í gær, 14:14 Helgi Valur Daníelsson er genginn í raðir Fylkis en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Árbæjarliðinu. Helgi er uppalinn hjá Fylki en lék lengi sem atvinnumaður, síðast með liði AGF í Danmörku en hann hefur ekkert spilað frá árinu 2015. Fylkir tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið haust. Meira »

Sex fengu nýliðamerki KSÍ

í gær Sex leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A-landsliði karla í leikjunum tveimur gegn Indónesíu og fengu afhent nýliðamerki KSÍ. Meira »

Íslandsmeistararnir byrja illa

í gær Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu karla hafa byrjað árið 2018 illa en þeir hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á Reykjavíkurmótinu. Mbl.is fer yfir fótboltaleiki helgarinnar en þar var keppt á fimm mótum í meistaraflokkum karla og kvenna. Meira »

Albert sýndi hvað hann er hættulegur

í fyrradag „Tveir sigrar í þessu verkefni og við nýttum dagana með strákunum mjög vel. Það er alltaf jákvætt að klára á þessum nótum,“ sagði Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir að Ísland vann 4:1-sigur á Indónesíu í Jakarta í síðari vináttulandsleik þjóðanna í dag. Meira »

Albert fór á kostum í öðrum sigri Íslands

í fyrradag Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu átti ekki í miklum vandræðum með Indónesíu þegar þjóðirnar áttust við í vináttulandsleik í Jakarta í dag. Lokatölur urðu 4:1 fyrir Ísland þar sem Albert Guðmundsson stal sannarlega senunni í sínum þriðja landsleik og skoraði þrennu. Meira »

Indónesar sýna íslenska landsliðinu mikinn áhuga – MYNDIR

13.1. Indónesar sína íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu mikinn áhuga en uppselt er á síðari viðureign þjóðanna sem mætast á Gelora Bung Karno-leikvanginum í Jakarta. Völlurinn tekur 76 þúsund manns í sæti. Meira »

Vonandi ekki alvarlegt

í fyrradag Sjúkraþjálfari sænska meistaraliðsins Malmö kveðst gera sér vonir um að meiðslin sem Arnór Ingvi Traustason varð fyrir í dag í vináttulandsleik Indónesíu og Íslands í knattspyrnu séu ekki alvarleg. Meira »

Fyrsta þrenna varamanns - sú tíunda í landsleik

í fyrradag Albert Guðmundsson varð í dag tíundi leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til að skora þrennu í A-landsleik. Meira »

Byrjunarlið Íslands – sex breytingar

14.1. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, gerir sex breytingar á byrjunarliði Íslands á milli leikja við Indónesíu, en þjóðirnar eigast við í síðasta vináttuleik sínum í Jakarta og hefst leikurinn klukkan 12 að íslenskum tíma. Meira »

Guðmundur Böðvar í raðir Blika

12.1. Miðjumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson er genginn í raðir knattspyrnuliðs Breiðabliks og hefur samið við félagið til tveggja ára. Meira »