Hamrén sér marga nýja í Katarferð

15:47 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, fær tækifæri til að prófa nýja leikmenn þegar Ísland mætir Svíþjóð og Kúveit í vináttulandsleikjum í Doha í Katar dagana 11. og 15. janúar. Meira »

Fyrsta tap Íslendingaliðsins í Ástralíu

13:27 Adelai­de United, lið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur og Fanndísar Friðriksdóttur, tapaði fyrsta leik sínum á keppnistímabilinu í dag þegar liðið tapaði fyrir FC Sydney 5:2 í leik sem tók langan tíma að ljúka. Meira »

Skellum í íslenskan lás

12:45 Guðrún Arnardóttir flyst til Stokkhólms í byrjun næsta árs og mun þar leika með Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira »

Fyrstur til að skora á Santiago Bernabéu

10:45 Arnór Sigurðsson skráði sig í sögubækurnar í gærkvöld með því að verða fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til þess að skora á heimavelli spænska stórveldisins Real Madrid, Santiago Bernabéu. Meira »

Viðbrigði að byrja undankeppni EM í Andorra

09:55 Eftir að hafa leikið á glæsilegum leikvöngum í Moskvu, Volgograd og Rostov í lokakeppni HM síðasta sumar og mætt Sviss, Frakklandi og Belgíu í haust verða það gríðarleg viðbrigði fyrir íslensku landsliðsmennina í knattspyrnu þegar þeir hlaupa inn á látlausan Estadi Nacional-leikvanginn í fjallaríkinu litla Andorra 22. mars 2019. Meira »

Tveir KR-ingar til Gróttu

08:45 Grótta hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin í 1. deild Íslandsmóts karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, næsta sumar. Meira »

Arnór er næstur á eftir Eiði Smára

07:28 Hinn 19 ára gamli Arnór Sigurðsson skoraði sitt annað mark fyrir CSKA Moskva í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld, í glæsilegum og óvæntum útisigri liðsins á Evrópumeisturum Real Madrid, 3:0, á Santiago Bernabéu-leikvanginum í Madríd í gærkvöld. Meira »

Yfirgefa LB eftir dramatíska björgun

í gær Landsliðskonurnar Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir verða ekki áfram í herbúðum Limhamn Bunkeflo í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Meira »

Tveir landsleikir í janúar

í gær Karlalandsliðið í knattspyrnu mun leika tvo vináttulandsleiki í janúar en ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða.   Meira »

Orða Andra við Tromsö

08:19 Andri Rúnar Bjarnason, sem unnið hefur sér inn markakóngstitil tvö ár í röð, er í norska blaðinu Aftenposten sagður í sigti norska úrvalsdeildarfélagsins Tromsö. Meira »

750 miðum bætt við ársmiðasölu

í gær KSÍ hefur ákveðið að bæta við 750 ársmiðum til sölu á leiki íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni EM.  Meira »

Valur selur Pedersen

í gær Patrick Pedersen, leikmaður ársins á Íslandsmóti karla í knattspyrnu, er á förum frá Íslandsmeisturum Vals og mun leika í Moldóvu. Meira »

Heimir byrjar á besta liðinu

í gær Heimir Hallgrímsson byrjar ferilinn sem þjálfari knattspyrnuliðsins Al Arabi í Katar á því að mæta besta liði landsins, Al Duhail, í deildabikarnum föstudaginn 21. desember. Meira »