„Ekki í lagi að sparka svona“

07:01 Birkir Bjarnason viðurkennir að það hafi rifið í skapið á honum þegar Miguel Layun sparkaði aftur fyrir sig, undir lok vináttuleiks Íslands og Mexíkó og nótt. Á tímabili virtist hreinlega stutt í slagsmál á vellinum en Birkir segir þá hafa tekist í hendur að leik loknum. Meira »

Emil: „Aldrei aukaspyrna að mínu mati”

06:26 Þó Emil Hallfreðssyni finnist landsliðið vel hafa getað gert betur gegn Mexíkó í nótt var hann nokkuð jákvæður þegar mbl.is náði af honum tali að leik loknum. Meira »

Aron: „Bara fínt að fá smá skell núna”

05:46 Aron Einar Gunnarsson var nokkuð vonsvikinn eftir 3-0 tap landsliðsins gegn Mexíkó í Santa Clara í nótt. Hann viðurkenndi að andstæðingarnir hefðu vissulega verið betri á ýmsum sviðum en telur markatöluna ekki gefa alveg rétta mynd af leiknum. Meira »

Óþarflega stórt tap gegn Mexíkó

04:30 Íslenska landsliðið í knattspyrnu varð að sætta sig við 3:0-tap gegn Mexíkó í vináttuleik í Santa Clara í Kaliforníu í nótt. Þrátt fyrir markatöluna var margt jákvætt í leik íslenska liðsins og tapið óþarflega stórt miðað við gang hans. Meira »

Hvað eru Mexíkanar að æpa?

03:11 Mexíkóskir aðdáendur hætta sér á hálan ís á vináttulandsleik Íslands og Mexíkó sem með því að æpa orðið „puto“ við hvert útspark Íslendinga. Hér er um vinsæla hefð að ræða, ekki ósvipaðri Víkingaklappinu, en öllu umdeildari og fordómafyllri. Meira »

Byrjunarlið Íslands - Albert byrjar

01:32 Heimir Hallgrímsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem byrja inn á í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt. Albert Guðmundsson er í byrjunarliðinu en hann spilaði mjög vel með landsliðinu í Indónesíu í janúar. Meira »

Fjórða skiptingin leyfð í framlengingu

Í gær, 17:43 Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda samþykkti á dögunum reglubreytingar á knattspyrnulögunum sem heimilar liðum að gera sína fjórðu skiptingu í framlengingu. Ísland verður fyrsta þjóðin til að taka breytingarnar alfarið í gildi. Meira »

FH fær unglingalandsliðsmann frá Breiðabliki

Í gær, 16:20 FH hefur gengið frá tveggja ára samningi við knattspyrnumanninn unga Egil Darra Makan Þorvaldsson. Egill er fæddur árið 2001 og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Meira »

Fyrrverandi Íslandsmeistari til Fylkis

Í gær, 12:57 Knattspyrnukonan Þórhildur Ólafsdóttir er gengin í raðir Fylkis og mun leika með Árbæjarliðinu í 1. deildinni í sumar.  Meira »

Valsmenn leika til úrslita

Í gær, 20:02 Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld með 3:1-sigri á Stjörnunni á Valsvellinum. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val. Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

Í gær, 16:25 Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst föstudaginn 9. febrúar, með fyrstu leikjum í Lengjubikar karla og 10. febrúar hófst Lengjubikar kvenna. Mbl.is fylgist með þeim breytingum sem verða á liðunum í tveimur efstu deildum karla og kvenna frá degi til dags. Meira »

Serbnesk landsliðskona í KR

Í gær, 13:30 Kvennalið KR í knattspyrnu hefur fengið liðsauka fyrir komandi keppnistímabil en landsliðskona frá Serbíu er komin í raðir Vesturbæjarliðsins. Meira »

Vitum hverjir við erum

Í gær, 12:35 Þeir voru alvarlegir í bragði, þjálfari og fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir settust niður í gráu, teppalögðu pressuherberginu í Levi's Stadium í gær, andspænis yfir 40 fréttamönnum og ljósmyndurum. Meira »