Íþróttir
15. apríl 2022
Besta deild karla í knattspyrnu hefst á mánudaginn kemur, 18. apríl, þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík taka á móti FH í Fossvoginum. Þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis sem féll úr efstu deild síðasta haus, og Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá mbl.is og Morgunblaðinu, spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í deildinni og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tólf sem leika í Bestu deildinni í ár.