Er hún í alvöru ólétt núna?

Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu og leikmaður Lyon í Frakklandi, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hafnarfirði, atvinnumannaferilinn, landsliðsferilinn og móðurhlutverkið en hún á von á sér í nóvember á þessu ári. Sara Björk er samningsbundinn Lyon í Frakklandi, sem hefur verið besta kvennalið heims undanfarin ár, en samningur hennar við franska félagið rennur út næsta sumar.

Öllu sturtað niður í klósettið

Vigdís Jónsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sleggjukasti og landsliðskona í greininni, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Hafnarfirði, fimleikabakgruninn, feril sinn í frjálsum íþróttum og þá ákvörðun að hætta í íþróttinni einungis 25 ára gömul. Vigdís byrjaði að æfa frjálsar íþróttir árið 2012 og varð Íslandsmeistari sjö ár í röð, frá 2014 til 2020, en ákvað óvænt að leggja sleggjuna á hilluna á dögunum.

Tilfinningalaus á toppi Everest

Everestfararnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson ræddu við Bjarna Helgason um fjallamennsku, undirbúning sinn fyrir hæsta tind heims og tilfinningaflóðið sem fylgdi því að klífa Everest sem er í 8.849 metra hæð. Þeir æfðu báðir fótbolta á sínum yngri árum en snéru sér síðar að fjallamennsku sem þeir hafa stundað af kappi, undanfarin ár, en þeir tíundi og ellefti Íslendingurinn til að klífa fjallið.

Langvarandi einelti af hálfu liðsfélaga

Sylvía Rún Hálfdánardóttir, fyrrverandi landsliðskona í körfuknattleik, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hafnarfirði, körfuboltann og andlegu veikindi sem hún hefur þurft að glíma við undanfarin ár. Sylvía lagði skóna á hilluna í fyrra, þá 21 árs gömul, en hún var lögð í einelti af fullorðnum liðsfélaga þegar hún að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki 13 ára gömul og hafði það djúpstæð áhrif á hana.