Toppliðin gætu tapað stigum hér og þar

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst þriðjudaginn 26. apríl þegar ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn á Hásteinsvöll og Íslandsmeistarar Vals taka á móti Þrótti á Hlíðarenda. Fyrrverandi knattspyrnukonurnar Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Helena Ólafsdóttir spáðu í spilin fyrir komandi tímabili í Bestu deildinni og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tíu sem leika í deildinni í sumar.

Stefnir í harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn

Besta deild karla í knattspyrnu hefst á mánudaginn kemur, 18. apríl, þegar Íslands- og bikarmeistarar Víkings úr Reykjavík taka á móti FH í Fossvoginum. Þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis sem féll úr efstu deild síðasta haus, og Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá mbl.is og Morgunblaðinu, spáðu í spilin fyrir komandi tímabil í deildinni og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tólf sem leika í Bestu deildinni í ár.

Gæti orðið sú fyrsta í sögunni

Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir gæti orðið fyrsti Íslendingurinn til þess að keppa á bæði sumar- og vetrarólympíuleikum. Andrea, sem er 23 ára, er ríkjandi Íslandsmeistari í maraþonhlaupi, fyrsta konan til þess að hlaupa Laugaveginn á undir 5 klukkustundum og þá fagnaði hún sigri í Fossavatnsgöngunni á gönguskíðum á dögunum. Andrea ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Árbænum, hlaupa- og gönguskíðaferilinn, háskólanámið í Bandaríkjunum og framtíðarmarkmiðin.

Þú ert að fara að missa sjónina vinur

Spretthlauparinn og Ólympíufarinn Patrekur Andrés Axelsson var tvítugur þegar honum var tilkynnt að hann væri að missa sjónina. Patrekur, sem er 28 ára gamall, er í dag með 5% sjón en er þrátt fyrir það einn af spretthörðustu mönnum landsins á hlaupabrautinni. Patrekur ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Breiðholti, sjúkdómsgreininguna, frjálsíþróttaferilinn og þær þrautagöngur sem hann hefur þurft að takast á við á lífsleiðinni.