Áfallið kveikjan að árangrinum

Kristín Þórhallsdóttir byrjaði að æfa kraftlyftingar eftir að eins árs gamall sonur hennar greindist með mjög sjaldgæft heilkenni en hún starfar sem dýralæknir í Borgarfirði og á meðan kórónuveirufaraldurinn reið yfir landið útbjó hún æfingaaðstöðu í hlöðunni heima hjá sér. Kristín, sem er 37 ára gömul, er margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni en hún ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Borgarfirði og kraftlyftingaferilinn en hún vann til bronsverðlauna á HM í Halmstad í Svíþjóð á dögunum.

Móðir allra áskorana

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings í knattspyrnu, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin á Akranesi, fyrsta Íslandsmeistaratitil Reykjavíkurvíkinga í þrjátíu ár og þjálfara- og atvinnumannaferilinn. Arnar, sem er 48 ára gamall, tók við þjálfun Víkinga í október 2018 og var að klára sitt þriðja tímabil sem þjálfari liðsins en hann lék í fjölda ára sem atvinnumaður í Hollandi, Þýskalanid, Frakklandi, Englandi og Skotlandi meðal annars. Þá lék hann 32 A-landsleiki fyrir Ísland þar sem hann skoraði þrjú mörk.

Sögur sem stinga mann beint í hjartað

Eygló Ósk Gústafsdóttir, margafaldur Íslandsmeistari í sundi og fyrrverandi landsliðskona í greininni, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Breiðholti, sundferilinn, stórmótin og lífið eftir sundið en hún lagði sundhettuna á hilluna í júní 2020. Eygló, sem er 26 ára gömul, var kjörin íþróttamaður ársins árið 2015 en hún vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Netanya í Ísrael, í 100m og 200m baksundi, og varð um leið fyrst íslenskra kvenna til þess að komast á verðlaunapall á EM í 25 metra laug. Þá fór hún á tvenna Ólympíuleika, í London 2012 og Ríó 2016.

Landsliðið var grín fyrir komu Lagerbäcks

Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi atvinnumaður og landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Árbænum, fjórtán ára atvinnumannaferil sinn og landsliðsferilinn. Ragnar, sem er 35 ára gamall, gekk til liðs við uppeldisfélag sitt Fylki á dögunum en hann á að baki 97 A-landsleiki fyrir Íslands og hefur tekið þátt í tveimur stórmótum fyrir Íslands hönd; EM 2016 í Frakklandi og HM 2018 í Rússlandi.