Ísland eina landið í heiminum sem ekki leyfir box

„Maður er lélegur í öllu þangað til maður verður góður í því,“ segir Kolbeinn Kristinsson, nýkrýndur heimsmeistari í hnefaleikum, sem er gestur Kristínar Sifjar Björgvinsdóttur í Dagmálum dagsins. Fyrir um mánuði síðan gerði Kolbeinn sér lítið fyrir og tryggði sér WBF-heimsmeistaratitilinn í hnefaleikum eftir frækinn bardagasigur gegn Mike Lehnis í sjöttu lotu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika síðan 2007 og keppt í atvinnuhnefaleikum frá árinu 2014 en atvinnuna verður hann að stunda utan landsteinana því að hans sögn er Ísland eina landið í heiminum sem ekki heimilar atvinnuhnefaleika.

Var tilbúinn að hætta í handbolta

Handboltamaðurinn fyrrverandi Aron Pálmarsson lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril þar sem hann varð þrettán sinnum landsmeistari í Þýskalandi, Ungverjalandi, á Spáni og á Íslandi. Þá lék hann 184 A-landsleiki og skoraði í þeim 694 mörk en hann hefur verið landsliðsfyrirliði frá árinu 2020 og vann til bronsverðlauna á EM 2010 í Austurríki. Aron ræddi við Bjarna Helgason um handbolta- og landsliðsferilinn og lífið eftir handboltann.

Erfiðara að verja bikar en vinna hann

Besta deild kvenna í knattspyrnu hefst í dag, 15. apríl, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti Stjörnunni og Þróttur fær nýliða Fram í heimsókn. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, Helena Ólafsdóttir og Þóra Helgadóttir fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tíu sem leika í Bestu deildinni í ár.

Spá tveggja liða baráttu um titilinn

Besta deild karla í knattspyrnu hefst á laugardaginn kemur, 5. apríl, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar á Kópavogsvelli. Jóhann Ingi Hafþórsson, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu, Viðar Guðjónsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Víðir Sigurðsson, fréttastjóri íþrótta hjá Morgunblaðinu, fóru yfir spá íþróttadeildar mbl.is og Morgunblaðsins og veltu fyrir sér möguleikum liðanna tólf sem leika í Bestu deildinni í ár.