Markmiðið sem ég á eftir að ná

Körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir hefur ekki náð öllum sínum markmiðum þrátt fyrir að vera besta körfuboltakona sem Ísland hefur átt. Helena ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Hafnarfirði, leikmanna-, atvinnu, og landsliðsferilinn og þær áskoranir sem hún hefur þurft að takast á við á leiðinni á toppinn.

Eitthvað stórkostlegt í vændum

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í 12. sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi en margir höfðu gert sér vonir um að liðið myndi leika um verðlaun á mótinu. Fyrrverandi landsliðsmennirnir Bjarni Fritzson og Vignir Svavarsson gerðu upp mótið með Bjarna Helgasyni.

Hefur ofboðslega mikla þýðingu fyrir leikmennina

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er komið áfram í milliriðla á HM í Svíþjóð og Póllandi eftir sigra gegn Portúgal og Suður-Kóreu. Fyrrverandi landsliðsmennirnir Bjarni Fritzson og Vignir Svavarsson gerðu upp fyrsta hluta mótsins með Bjarna Helgasyni.

Þetta var „næstum því“ íþróttaár

Íþróttaárið 2022 bauð upp á bæði hæðir og lægðir en það vantaði hins vegar herslumuninn upp á að árið hefði orðið afar farsæt hjá íslensku afreksíþróttafólki. Íþróttafréttamennirnir Edda Sif Pálsdóttir á RÚV, Helga Margrét Höskuldsdóttir á RÚV og Hörður Snævar Jónsson hjá Torgi gerðu upp íþróttaárið 2022 með Bjarna Helgasyni.