Líkaminn sagði stopp

Knattspyrnukonan Sif Atladóttir lagði skóna á hilluna á dögunum eftir afar farsælan feril á Íslandi, í Þýskalandi, í Svíþjóð og með landsliðinu. Sif ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, áskoranirnar sem hún hefur mætt á ferlinum og lífið eftir fótboltann.

Við erum allir snarofvirkir

BMX-hjólararnir Benedikt Benediktsson og Magnús Bjarki Þórlindsson skipa hjólahópinn BMX Brós ásamt Antoni Arnarssyni en vegferð þeirra hófst í skemmtiþættinum Ísland Got Talent árið 2015 og hafa þeir séð um að breiða út BMX-boðskapinn allar götur síðan. Þeir Benedikt og Magnús Bjarki ræddu við Bjarna Helgason um hjólasportið, fyrirtækið BMX brós og hjólasýninguna sína sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá ungum sem öldrum.

Finnst ég ekki búinn að gera nóg

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er kominn heim en hann gekk til liðs við uppeldisfélag sitt FH í sumar eftir fjórtán ár í atvinnumennsku. Aron ræddi við Bjarna Helgason um atvinnu- og landsliðsferilinn, bikarana og hæðirnar og lægðirnar á handboltaferlinum.

Þetta er fíkn

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hefur æft íþróttina í níu ár en hefur þrátt fyrir það farið á tvenna Ólympíuleika og komist í úrslit á stórmóti. Hann ræddi við Bjarna Helgason um ferilinn, lyftingarnar, framtíðarmarkmiðin og meiðslin sem hann hefur þurft að glíma við.