Íris Mist Magnúsdóttir

Íris Mist Magnúsdóttir

Íris Mist Magnúsdóttir, tvöfaldur Evrópu- og Norðurlandameistari, ræddi við Bjarna Helgason um uppvaxtarárin í Garðabæ, fimleikaferilinn og lífið eftir fimleikana. Íris Mist byrjaði að æfa fimleika þegar hún var sjö ára gömul en skipti yfir í hópfimleika árið 2002. Hún lagði skóna á hilluna árið 2013 eftir nítján ára feril en hún starfar í dag hjá fimleikasambandi Íslands.

Snorri Einarsson

Snorri Einarsson

Snorri Einarsson, margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin, lífið í Noregi og ferilinn en hann á íslenskan föður og norska móður. Snorri hafði alla tíð búið í Noregi, að undanskyldu einu ári á Íslandi þegar hann var sjö ára gamall, þegar hann tók þá ákvörðun að byrja keppa fyrir Íslands hönd í skíðagöngu árið 2016. Hann náði besta árangri sem Íslendingur hefur náð í skíðgöngu þegar hann kom 18. í mark á HM 2019 í norrænum greinum í Seefeld í Austurríki og þá náði hann bestum árangri Íslendings í heimsbikarnum í skíðagöngu þegar hann kom 18. í mark í Meråker í Noregi árið 2020.

Ágústa Edda Björnsdóttir

Ágústa Edda Björnsdóttir

Ágústa Edda Björnsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í hjólreiðum, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin á Seltjarnarnesi og fimleika- og handboltaferilinn en hún varð Íslandsmeistari í þrígang með Val og einu sinni bikarmeistari. Þá ræddi ún einnig hjólreiðaferil sinn sem hófst eftir að handboltaskórnir fóru á hilluna en hún er fyrsta konan til þess að keppa fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti í hjólreiðum.

Guðmundur Eggert Stephensen

Guðmundur Eggert Stephensen

Guðmundur Eggert Stephensen, margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis, ræddi við Bjarna Helgason um æskuárin í Laugarnesinu og fyrsta Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann einungis ellefu ára gamall. Þá ræddi hann einnig atvinnumannaferil sinn í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Frakklandi og Hollandi, tíma sinn með landsliðinu og hugsanlega endurkomu í íþróttina.