Stefnir á Ólympíugull í framtíðinni

Kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir varð í sumar fyrsta íslenska konan til þess að keppa í greininni á Ólympíuleikunum í París í Frakklandi. Erna Sóley ræddi við Bjarna Helgason um íþróttaferilinn, Ólympíuleikana í Frakklandi og framtíðarmarkmiðin.

Spá tveggja hesta kapphlaupi á Englandi

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu hefst í kvöld með upphafsleik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Bjarni Helgason ræddi við íþróttablaðamennina Jóhann Inga Hafþórsson og Jökul Þorkelsson og blaðamanninn Viðar Guðjónsson um tímabilið framundan á Englandi.

Mikil vinna að vera eldri leikmaður

Handboltamaðurinn Ásbjörn Friðriksson varð Íslandsmeistari með FH á dögunum eftir 3:1-sigur gegn Aftureldingu í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Ásbjörn ræddi við Bjarna Helgason um handboltaferilinn, tímabilið og lífið eftir handboltann.

17 ára og keppir með þeim bestu í heimi

Bergrós Björnsdóttir íþróttakona er aðeins 17 ára gömul og er strax á meðal þeirra bestu í heimi bæði í Crossfit-íþróttinni en einnig í ólympískum lyftingum. Bergrós hefur mikinn metnað til að ná góðum árangri og hefur nú þegar keppt á heimsleikunum í Crossfit í nokkur skipti, keppt á Evrópumóti fullorðinna í Crossfit og síðast en ekki síst keppti hún á heimsmeistaramóti í ólympískum lyftingum sem var einungis viku eftir Evrópumótið.