Áhuginn var ekki lengur til staðar

Knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir lagði skóna svo gott sem á hilluna í kyrrþey eftir tímabilið 2020 en lék 103 A-landsleiki og fór á þrjú stórmót með landsliðinu. Rakel ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, atvinnumennskuna og ástæðuna fyrir því að hún ákvað að hætta í fótbolta.

Ég er ennþá að átta mig á þessu

Íshokkí- og landsliðskonan Sigrún Agatha Árnadóttir varð Íslandsmeistari með Fjölni í fyrsta sinn í sögu félagsins um síðustu helgi eftir sigur gegn SA í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins. Sigrún ræddi við Bjarna Helgason um Íslandsmótið í íshokkí, leikmanna- og landsliðsferilinn og framtíð íþróttarinnar hér á landi.

Hefur ástríðuna til að takast á við embættið

Vignir Már Þormóðsson gefur kost á sér í formannsebætti KSÍ en hann hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og hefur starfað í knattspyrnuhreyfingunni frá árinu 2000. Vignir Már ræddi við Bjarna Helgason um leikmannaferilinn, tengsl sín við atvinnulífið og knattspyrnuhreyfinga ásamt áherslumálum sínum fyrir komandi kosningar á ársþingi KSÍ í lok febrúar.

Þarf að sameina knattspyrnuhreyfinguna

Knattspyrnumaðurinn og þjálfarinn fyrrverandi Þorvaldur Örlygsson gefur kost á sér í formanns­embætti KSÍ. Þorvaldur ræddi við Bjarna Helgason um leikmanna- og landsliðsferilinn, KSÍ og áherslumál sín fyrir komandi kosningar á ársþingi KSÍ í lok febrúar.