Saga af fæðingu

20.5. Jesús minn eini! Verkurinn sem kom eftir að vatnið fór! Ég hef ALDREI upplifað jafn mikinn sársauka á ævi minni fyrr en hausinn á dóttir minni var alveg að koma út. Ég leit á skjáinn með hjartslættinum hennar og sá að hann var að minnka, sá báðar ljósmæðurnar tala en heyrði ekki hvað þær sögðu og sá að ein þeirra hringdi og bað um lækni á meðan hin ljósan reyndi að róa mig Meira »

Notaði átta óléttupróf

19.5. Breska sjónvarpsstjarnan Christine Lampard á von á barni með eiginmanni sínum Frank Lampard, fyrrum leikmanni Chelsea, en hún trúði ekki að hún væri ólétt fyrr en hún var búin að pissa á átta óléttupróf. Meira »

Steypiboð fegurðardrottningar

16.5. „Laumuplottið var búið að standa yfir í lengri tíma hjá systrum Fanneyjar og hélt Fanney að hún væri á leið í systrahitting í kósýheit og pizzuát. Planið breyttist smám saman yfir í að þær yrðu að mæta aðeins í fínni kantinum, til að geta tekið myndir af sér saman. Þar sem það gerist ekki daglega því þær búa út um allt land.“ Meira »

Saga af gangsetningu

14.5. „Ég var eins og ég veit ekki hvað, get ekki lýst því, ég var hlægjandi, dansandi, grátandi á milli hríða, en svo fóru verkirnir að magnast, ofboðslega vondir en bærilegir. Um klukkan 21 var ég enn í baðinu, en ljósan vildi fá mig úr baðinu, mér leið svo vel að ég neitaði, hún skoðaði því útvíkkunina undir vatni og sagði mig vera komna með 7 í útvíkkun." Meira »

„Ertu ennþá með hana á brjósti?!“

11.5. Sumir eru ótrúlega afskiptasamir um það hvernig annað fólk hagar sér. Þetta er oft áberandi gagnvart foreldrum og ungum pörum, hvort þau ætli ekki að koma með eitt lítið, hvort þau ætli ekki að koma með annað lítið, hvort móðirin ætli virkilega ekki að hafa barnið á brjósti og svo hvort hún ætli ekki að fara hætta með barnið á brjósti. Meira »

Hvernig er best að undirbúa fæðingu?

9.5. Kona sem er við góða heilsu áður en meðganga hefst og leggur áherslu á að rækta líkama og sál, getur búist við að meðganga og fæðing gangi að óskum. Nánast allar konur á Íslandi leita til heilsugæslu í meðgöngueftirlit og fá þar gott tækifæri til að fræðast um breytingarnar sem fylgja meðgöngunni. Meira »

Sársaukafull fullnæging á meðgöngu

5.5. Ólétt kona fær mikla verki samhliða fullnægingu snemma á meðgöngu. Hún sendir fyrirspurn á doktor.is sem bendir á að um afar óvenjulegt óvenjulegt ástand sé að ræða og hún þurfi að leita til læknis. Meira »

Fjalla um fósturgreiningu

2.5. Fjöldi fæðingarlækna, með fósturgreiningu og meðgöngusjúkdóma sem sérgrein, tekur þátt í norrænni ráðstefnu sem verður í vikunni á Hótel Natura. Meira »

Sýrustillar geta valdið astma

28.4. Mikil er mæði kvenna á meðgöngu. Margar konur þjást af bakflæði, sumar jafnvel strax á fyrstu mánuðum meðgöngunnar, og fleiri finna fyrir því eftir því sem tíminn líður, kúlan stækkar og plássið minnkar í maganum. Meira »

Rétt fæða eykur frjósemi

27.4. Það hljómar næstum of gott til að vera satt en þó er margt sem bendir til þess að fæðuval pars sem fjölga vill mankyninu geti haft töluverð áhrif á frjósemi þess. Undanfarin tíu ár hafa vísindamenn sýnt fram á tengsl milli fæðu og þeirra hormóna sem kvenlíkaminn þarf á að halda til að verða barnshafandi og líkama karla til að halda sæðisframleiðslunni öflugri. Meira »

Á átta þunganir að baki

25.11. Solveig Thelma Einarsdóttir þurfti að hafa talsvert meira fyrir því að koma börnum sínum í heiminn en gengur og gerist, en hún hefur margoft misst fóstur auk þess sem börnin hennar fæddust töluvert fyrir tímann. Þá á hún að baki alls átta þunganir og fjórar meðgöngur. Meira »

Töngin til bjargar

8.5. Dóttir mín fékk mikla magakveisu tveggja mánaða gömul og mér fannst alltaf að eitthvað hefði farið úrskeiðis í fæðingunni. Eitthvað sem hugsanlega hefði raskað líkamsró barnsins. Nokkrum árum seinna þegar ég varð aftur ófrísk hugsaði ég sífellt út í þessa bévítans töng. Meira »

Stærð fósturs í samanburði við ávexti

2.5. Foreldrar sem eiga von á barni velta gjarna fyrir sér nákvæmri stærð fóstursins hverju sinni enda með ólíkindum að oggulítið egg og enn minni sáðfruma sem urðu eitt verði að fullburða barni á níu mánuðum. Meira »

Erfitt ferðalag sáðfrumunnar

1.5. Verðandi foreldrar gera fæstir þeir sér grein fyrir því að leið sæðisfrumunnar að egginu og í átt að getnaði er þyrnum stráð. Eftir sáðlát eiga frumurnar um það bil 20 sm langa sundferð að egginu sem líkja má við í tveggja km langa sundferð fyrir fullvaxta einstakling við afar erfiðar aðstæður. Meira »

Fær barnið næga brjóstamjólk?

28.4. Ungbarnamæður sem hafa eignast sitt fyrsta barn velta því oft fyrir sér hvort barnið hafi fengið nóg enda útilokað að sjá eða vigta magnið sem barnið fær í hverri máltíð. Hér eru fimm atriði sem mæður geta haft til viðmiðunar. Meira »

Að eignast barn með nýjum maka

25.4. Þessi reynslusaga vekur verðandi foreldra vissulega til umhugsunar um hvort of mikill tími fari í að velja útlit á barnaherbergið með aðstoð pinterest þegar stóru málin eru órædd. Meira »

Lífið umturnaðist þegar ég varð mamma

11.10. Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir lögfræðingur er nýorðin tveggja barna móðir. Hún á tvær dætur, fjögurra ára og rúmlega tveggja mánaða. Hún segir að líf sitt hafi tekið miklum breytingum eftir að hún varð mamma. Meira »