„Getum ekki beðið eftir þér lengur“

Aron Ólafsson og Fanney Dóra Veigarsdóttir ásamt dóttur þeirra.
Aron Ólafsson og Fanney Dóra Veigarsdóttir ásamt dóttur þeirra. Skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn Fanney Dóra Veigarsdóttir og unnusti hennar Aron Ólafsson eiga von á sínu öðru barni saman. Þau greindu frá gleðifregnunum í mars síðastliðnum, en um helgina fengu þau að vita kynið. 

Fanney og Aron eiga fyrir eina dóttur sem fæddist árið 2021. Þau birtu fallegt myndband á samfélagsmiðlum sínum um helgina þar sem þau tilkynntu hvort þau ættu von á syni eða dóttur. 

Í myndbandinu halda þau á umslagi sem þau opna og draga upp bláa samfellu og buxur í stíl, en það gefur til kynna að lítill drengur sé á leiðinni. Við færsluna skrifuðu þau: „Getum ekki beðið eftir þér lengur.“

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert