Gott landsmót samvinnuverkefni

16.2.2017 „Mig langar að ná fram þessum gamla góða anda sem fylgir landsmótum hestamanna þar sem fólk kemur saman bæði til að horfa á hross og til að hittast,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna í Reykjavík 2018 sem fer fram 1.-8. júlí. Meira »

„Þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna“

13.11.2016 „Það eru margir litlir hlutir sem mynda eina heild. Fyrst og fremst þarf að hafa óbilandi áhuga á því sem maður er að gera og hafa gaman að því. Þetta gerist ekki á einni nóttu og það þarf að færa ýmsar fórnir. Það þýðir ekki að líta alltaf á klukkuna þegar verið er að temja og þjálfa hesta.“ Meira »

Gekk allt upp

3.7.2016 „Í fyrsta lagi þarf maður að hafa ofboðslega góðan hest og þekkja hann vel. Ég vissi að ef ég ætlaði að vinna þetta þyrfti allt að ganga upp. Þetta voru mjög sterk úrslit með frábærum hestum,“ segir Eyrún Ýr Pálsdóttir en hún sat Hrannar frá Flugumýri II sem vann A-flokkinn á Landsmóti. Meira »

„Stefnt á þetta lengi“

2.7.2016 „Ég hef stefnt á þetta lengi. Auðvitað stefnir maður alltaf að því að vinna en það er meira en að segja það á svona stóru og sterku móti að vinna B-flokk,“ segir Jakob Svavar Sigurðsson, knapi Nökkva frá Syðra-Skörðugili sem vann B-flokkinn á landsmóti. Meira »

Besti tími heims í 100 metra skeiði

2.7.2016 „Þetta er alveg magnað,“ segir Konráð Valur Sveinsson sem fór sprettinn í 100 metra skeiði á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II á besta tíma ársins í heiminum til þessa, 7,42 sekúndur. Fjölskylda og vinir fögnuðu Konráð hressilega eftir sprettinn og sprautuðu yfir hann kampavíni. Meira »

Tilvalið að fræðast

2.7.2016 Þar sem allri keppni lýkur í kvöld mun landsmót bjóða upp á hestatengda dagskrá á mótssvæðinu á sunnudaginn 3. júlí frá kl. 10 til 15. Dagurinn verður undirlagður hestatengdum viðburðum, s.s. fyrirlestrum og sýnikennslu frá fremstu fræðimönnum og reiðkennurum íslenska hestsins. Meira »

Sjens er „úrvalshestur“

2.7.2016 „Þetta er úrvalshestur með frábærar gangtegundir,“ segir Kristján Árni Birgisson um hestinn Sjens frá Bringu. Kristján Árni vann barnaflokkinn með einkunnina 8,95. Hann hefur stundað hestamennsku frá því hann man eftir sér en meira síðustu fjögur árin, að eigin sögn. Meira »

„Þetta kom mér mikið á óvart“

2.7.2016 „Þetta kom mér mikið á óvart. Ég var neðarlega eftir hæga töltið en brokkið er gott,“ segir Hafþór Hreiðar Birgisson sem vann unglingaflokkinn á landsmóti á hryssunni Villimey frá Hafnarfirði með einkunnina 8,82. Meira »

Bjarni endurtekur leikinn

1.7.2016 „Þetta er voðalega gaman,“ segir Bjarni Bjarnason eftir að heims- og Íslandsmetið hans í 250 metra skeiði var staðfest. Hann fór sprettinn á Heru frá Þóroddsstöðum á 21,4 sekúndum en fyrra metið var 21,49. Bjarni endurtekur leikinn frá því á síðasta landsmóti. Meira »

Arður hlýtur Sleipnisbikarinn

2.7.2016 Stóðhesturinn Arður frá Brautarholti hlýtur heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á Landsmótinu. Sleipnisbikarinn sem hefur verið veittur á hverju Landsmóti frá árinu 1950, eru ein æðstu verðlaun í íslenskri hrossarækt. Meira »

„Alvörugæðingur“

2.7.2016 „Þetta er alvörugæðingur, rúmur og alltaf tilbúinn að taka á því. Það hentar vel í þessa keppni,“ segir Gústaf Ásgeir Hinriksson sem vann ungmennaflokkinn á Pósti frá Litla-Dal með einkunnina 8,88. Þetta er í annað sinn sem hann vinnur ungmennaflokk á Landsmóti. Meira »

Sigrar annað árið í röð

1.7.2016 Árni Björn Pálsson og Stormur frá Herríðarhóli unnu töltið með einkunnina 9,22. Þetta er í annað sinn sem þetta par sigrar í tölti á landsmóti. Meira »

Mögulegt heimsmet og Íslandsmet?

1.7.2016 Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddstöðum fóru á tímanum 21,41 í 250 metra skeiði. Þetta er mögulega nýtt Íslands- og heimsmet ef það fæst staðfest en verið er að kanna vallaraðstæður og vindstyrk. Núgildandi heimsmet er 21,49 sekúndur. Meira »