Meistaraknapar í beinni

22.4. Í dag, mánudaginn 22.apríl, mun sigurvegari Meistaradeildarinnar Jakob Svavar Sigurðsson og vinningsliðið Hrímnir/Export hestar verða í beinni útsendingu á Facebook síðu Meistaradeildarinnar, Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, þar sem þau munu svara spurningum áhorfenda. Meira »

Jakob er meistarinn 2019

5.4. Í kvöld lauk æsispennandi Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á þessu ári. Það var mjótt á munum í einstaklingskeppninni en það fór svo að Jakob S. Sigurðsson er meistarinn 2019 með 55 stig. Meira »

Guðmundur fljótastur í höllinni

5.4. Þá er keppni í flugskeiði lokið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum og þar með er deildinni formlega lokið. Guðmundur Björgvinsson vann flugskeiðið á Glúmi frá Þóroddsstöðum en þeir fóru í gegnum höllina á 5,73. Meira »

Æsispennandi töltkeppni

4.4. Æsispennandi töltkeppni er lokið í Meistaradeildinni í hestaíþróttum en þá er einungis ein grein eftir og hefst keppni í flugskeiði seinna í kvöld. Meira »

Kveikur mætir í Meistaradeildina

3.4. Það stefnir allt í stærstu hestaveislu ársins í Fákaseli annað kvöld, fimmtudagskvöldið 4. apríl, en á ráslistanum í Meistaradeildinni eru engar smá bombur. Meira »

Góður dagur hjá Aðalheiði

30.3. Þá er skeiðmóti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum lokið en það voru nokkrar sviptingar í liðakeppninni og Aðalheiður Anna styrkti stöðu sína í einstaklingskeppninni. Sigurvegarar dagsins voru þeir Hans Þór Hilmarsson í 150 metra skeiðinu og Jóhann K. Ragnarsson í gæðingaskeiðinu, en Hans keppir fyrir lið Hrímni/Export hesta en Jóhann lið Hestvit/Árbakka/Sumarliðabæ. Meira »

Jóhann og Þórvör unnu gæðingaskeið

30.3. Gæðingaskeiði Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum er lokið og fór það svo að Jóhann Kristinn Ragnarsson á Þórvör frá Lækjarbotnum vann greinina með 8.17 í einkunn. Jóhann keppti fyrir Hestvik/Árbakka/Sumarliðabæ, en hann er ekki hluti af liðinu. Meira »

Elin og Frami unnu gæðingafimina

15.3. Keppni í gæðingafimi í Meistaradeildinni í hestaíþróttum fór fram í TM-höllinni í Víðidal í Reykjavík í kvöld. Það var Elin Holst sem vann með 8,18 í einkunn á hestinum Frama frá Ketilsstöðum en Elin og Frami voru einnig efst eftir forkeppni. Meira »

Fimmgangurinn á fimmtudag - myndskeið

5.3. Jakob S. Sigurðsson og Skýr frá Skálakoti sigruðu í fimmgangi síðasta fimmtudagskvöld þegar keppt var í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í Samskipahöllinni, eins og sagt var frá hér á mbl.is. Meira »

Hans og Vorsól unnu eftir æsispennu

30.3. Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði bókstaflega hirtu gullið á lokametrunum í 150 metra skeiði í Meistaradeildinni í hestaíþróttum í dag. Lokaspretturinn á milli Hans og Konráðs Vals Sveinssonar á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu var æsispennandi. Meira »

Skeiðmótinu frestað

22.3. Skeiðmóti Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað um viku vegna veðurs.  Meira »

Jóhanna og Kári hefja keppnina í kvöld

14.3. Það stefnir allt í hörkukeppni í gæðingafiminni í meistaradeildinni í hestaíþróttum sem fer fram í kvöld í TM-höllinni í Víðidal í Reykjavík. Jóhanna Margrét Snorradóttir er fyrst í braut en hún keppir á hestinum Kára frá Ásbrú fyrir hönd Hestvits/Árbakka/Sumarliðabæjar. Meira »

Jakob á Hálfmána með bestu einkunn

3.3. Fyrsta mót Fákaselsmótaraðarinnar, Hestvitstöltið, fór fram í gærkvöld. Það var góð skráning á mótið og var vel mætt í stúkuna. Meira »