Svona standa leikar á Landsmóti hestamanna

Elvar Þormóðsson er fyrsti Landsmótssigurvegarinn í ár, en hann sigraði …
Elvar Þormóðsson er fyrsti Landsmótssigurvegarinn í ár, en hann sigraði gæðingaskeiðið. Ljósmynd/Óla myndir

Fyrsti Landsmótssigurvegarinn 2022 var krýndur í gær, en það var hann Elvar Þormarsson sem bar sigur úr býtum í gæðingaskeiði á merinni Fjalladís frá Fornuströndum.

Veðrið stríddi hestamönnum í gær og setti mark sitt á dagskránna, það var þó ekki að sjá bilbug á nokkrum manni við setningarathöfnina og veðrið hefur aldeilis tekið við sér í dag.

Nú er hægur vindur og hlýtt í veðri, en heyra má fólk kvarta yfir að hafa valið sér of hlýja yfirhöfn milli þess sem það óskar hvoru öðru gleðilega hátíð. Túnin eru orðin þétt skipuð fjölbreyttum bílakosti og langar raðir teknar að myndast á flestum veitingabásum. 

Góð stemmning er í brekkunni, bjart og hlýtt í veðri.
Góð stemmning er í brekkunni, bjart og hlýtt í veðri. mbl.is/Hákon Pálsson

Fljótustu kappar kappreiðanna

Sigurvegari kappreiðanna í 250 metra skeiði er Konráð Valur Sveinsson á hestinum Kjark frá Árbæjarhjáleigu. Þeir voru einnig með besta tímann í þessari grein á síðasta Landsmóti, en í ár voru þeir 22,10 sekúndur að ljúka við sprettinn.

Sigurbjörn Bárðarson leggur ekki í vana sinn að fara bikarlaus heim af Landsmóti. Hann sigraði 150 metra skeiðið á hestinum Vökuli frá Tunguhálsi II. En þeir voru ekki nema 14,17 sekúndur a klára þann sprett. 

Sigurvegarar í íþróttagreinum

Sara Sigurbjörnsdóttir og hesturinn Flóki frá Oddhóli, sem er jafnframt í hennar eigu, stóðu uppi sem sigurvergarar í fimmgangi meistara í morgun með einkunnina 7,8. 

Í fjórgangi meistara sigraði parið Jóhanna Margrét Snorraddóttir og Bárður frá Melabergi með einkunnina 7,97.   

Sigurverar í slaktaumatölti meistara voru þeir Hinrik Bragason og Kveikur frá Hrísdal, með einkunnina 8,33. 

Ljóst hverjir taka þátt í hápunktinum

Þá liggja einnig fyrir niðurstöður í B-úrslitum og því ljóst hverjir taka þátt í A-úrslitum gæðingagreinanna á morgun, sem eru hápunktur Landsmótsins. 

Katla Sif Snorradóttir sigraði B-úrslit á hestinum Flugari frá Morastöðum, með einkunnina 8,1 í flokki ungmenna.

Sigurður Steingrímsson og merin Hátíð frá Forsæti II unnu sé þátttökurétt í A-úrslitum unglinga með einkunnina 8,9 og í barnaflokki voru það þeir félagar Hákon Þór Kristinsson og Magni frá Kaldbak, sem komust upp í A-úrslit með einkunnina 8,7.

Kolskeggur frá Kjarnholti er sá hestur sem ásamt knapanum Sigurði Sigurðssyni, komust upp í A-úrslit í A-flokki meistara, þar sem sýndar eru allar fimm gangtegundir íslenska hestsins. 

Í B-flokki meistara, þar sem allar gangtegundir nema skeið eru sýndar, voru það þeir Jakob Svavar Birgisson og hestur hans, Tumi frá Jarðbrú, sem sigruðu B-úrslit með einkunnina 9,1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert