Sviptur gullverðlaunum eftir undarlegan lokasprett

He Jie var sviptur verðlaunum sínum.
He Jie var sviptur verðlaunum sínum. AFP/William West

Kínverski hlauparinn He Jie hefur verið sviptur gullverðlaunum í hálfmaraþoninu í Peking sem fram fór á dögunum.

He Jie vann en lokasprettur hlaupsins var undarlegur. Keníamennirnir Robert Keter og Willy Mnangat ásamt Dejene Hailu frá Eþíópíu virtust viljandi hleypa Jie fram úr sér. 

Atvikið var mjög grunsamlegt og vakti mikla athygli. Kom fljótlega hávær orðrómur um hagræðingu úrslita. 

Í viðtali sagði Keníamaðurinn Willi Mnangat fyrst að þeir hefðu leyft honum að vinna en breytti síðan orðræðu sinni. Þá sagði hann að hann hafi verið héri fyrir Kínverjann en að mistök hefðu verið gerð með merkingu hans. 

Hafa þeir allir verið sviptir verðlaunum sínum og er gert að skila þeim ásamt verðlaunafénu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert