Fréttir vikunnar


Bretar skoða loftbrýr til landa með lítið smit

(1 klukkustund, 40 mínútur)
ERLENT Bresk stjórnvöld hafa staðfest að þau skoði nú áform um að reisa loftbrýr til landa þar sem lítið er um smit kórónuveiru.

„Þín verður ekki saknað“

(1 klukkustund, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið West Brom tók þátt í að minnast George Floyd, sem lést eft­ir harka­lega meðferð lög­reglu­manns við hand­töku í Bandaríkjunum á dögunum, á samfélagsmiðlum sínum og var snöggt að svara ósáttum stuðningsmanni.

Ölvaður hestamaður fluttur á sjúkrahús

(1 klukkustund, 46 mínútur)
INNLENT Ölvaður hestamaður var fluttur á sjúkrahús á Akureyri í dag eftir að hafa dottið af hestbaki.

Feginn að ég búi ekki í Bandaríkjunum

(2 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn DeAndre Yedlin segir að afi hans sé ánægður að hann búi ekki lengur í Bandaríkjunum en mikil óeirð er þar í landi eftir að George Floyd, óvopnaður svartur maður, var drep­inn af lög­reglu­manni sem kraup á hálsi hans og þrengdi þannig að önd­un­ar­vegi hans þangað til hann kafnaði.

Útlit fyrir slydduél á fimmtudag

(2 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Útlit er fyrir ört kólnandi veður á fimmtudag með skúrum eða slydduéljum norðaustantil á landinu, og éljum á fjallvegum. Akstursskilyrði geta orðið varasöm og eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.

Fleiri en áttatíu skotnir í Chicago

(2 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Síðasta helgi var ein sú ofbeldisfyllsta á síðari tímum í Chicago-borg. Fleiri en áttatíu manns voru skotnir í borgnni um helgina og þar af létust fleiri en tuttugu.

„Dóttir mín skammast sín fyrir mig!“

(2 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND „Hún fyrirlítur mig og finnst ég bæði ógeðslega frek, feit og ómerkileg i samskiptum. Segist skammast sín fyrir mig og ég hafi alla tíð valdið henni skömm og kvíða. Þessi samskipti hafa komið mér út í horn í fjölskyldunni. Ég hef dregið mig í hlé og forðast sársaukann og gef ekki færi á mér. Hef tekið þá ákvörðun að virða hennar afstöðu gagnvart mér.“

Þórir loks að framlengja við Noreg

(2 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handknattleik síðan 2009 og mun hann á næstunni skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við norska handknattleikssambandið.

Segja Zuckerberg setja „hættulegt fordæmi“

(3 klukkustundir, 1 mínúta)
TÆKNI Hópur mannréttindafrömuða varar við því að Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri tæknirisans Facebook, setji „hættulegt fordæmi“ með því að fjarlægja ekki færslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Klopp skilur ekki af hverju fólk notar ekki grímu

(3 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vill að leikmenn sínir noti andlitsgrímur og hanska til að forðast kórónuveiruna en stutt er í að enska úrvalsdeildin hefji göngu sína á ný.

Lofuðu Kína sem á sama tíma hélt eftir gögnum

(3 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Kínversk stjórnvöld voru treg til að deila mikilvægum upplýsingum um kórónuveiruna með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Þessi tregða pirraði æðstu embættismenn stofnunarinnar og dró úr viðbragðsgetu vegna faraldursins. Þetta sýna skjöl sem AP-fréttastofan hefur undir höndum, auk fjölda viðtala.

Spennandi nýjung frá lakkrískónginum

(3 klukkustundir, 39 mínútur)
MATUR Eftir 13 ára ævintýri með lakkrís í allskyns útfærslum, þá er Johan Bülow mættur með nýja vöru sem skilur sig frá öllu öðru.

Lögreglan muni sýna samstöðu

(3 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Samstöðufundur með mótmælendum í Bandaríkjunum fer fram á Austurvelli á morgun. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína og er fólk hvatt til að gæta að sóttvarnartakmörkunum. Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir aðstandendur fundarins hafa haft samband við lögreglu að fyrra bragði.

Njótið þess að spila fótbolta aftur

(4 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sóknarmaðurinn Karim Benzema er sannfærður um að stórlið Real Madríd muni fara vel af stað þegar spænska deildin í knattspyrnu hefur loks göngu sína á ný 14. júní eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins.

Svona mismunar kerfið svörtum Bandaríkjamönnum

(4 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Dauði George Floyd í haldi bandarísku lögreglunnar kom af stað mótmælaöldu í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, en það var þó aðeins neistinn sem kveikti bálið, enda hafa svartir Bandaríkjamenn lengi þurft að sitja undir ofbeldi af hálfu lögreglunnar og verið misrétti beittir innan bandarísks réttarkerfis.

5 uppeldisráð Helgu Baldvins

(4 klukkustundir, 31 mínúta)
BÖRN Helga Baldvins Bjargardóttir mannréttindalögmaður á þrjú ung börn. Hún segir það mikilvægt að leggja áherslu á fjölbreytileika lífsins og að leyfa sér stundum að vera fullkomlega ófullkomið foreldri.

Á botni laugarinnar í sjö mínútur

(4 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Eldri karlmaður sem lést við sundiðkun í Sundhöllinni á Selfossi í gær var á botni laugarinnar í sjö mínútur áður en eftir því var tekið.

Keppnisbann Rússa tekið fyrir í nóvember

(4 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóða íþróttadómstóllinn, CAS, í Sviss mun taka fyrir fjögurra ára keppnismann Rússa frá öllum stórum íþróttaviðburðum ef þeir voru úrskurðaðir í bannið af WADA, Alþjóðalyfjanefndinni, í desember á síðasta ári.

Ákærður fyrir að nauðga konum með alzheimer

(4 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Karlmaður um sjötugt hefur verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum um áttrætt sem báðar eru með alzheimer á háu stigi. Ákæran var gefin út í byrjun apríl og þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í maí.

Hjörtur stóð vaktina vel eftir langt hlé

(5 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Varnarmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilaði allan leikinn í vörn Bröndby sem vann 1:0-heimasigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Íslendingarnir í gestaliðinu voru fjarri góðu gamni.

Servíettur með boðskap til styrktar Krafti

(5 klukkustundir, 14 mínútur)
MATUR Það er fallegt og sterkt þegar fyrirtæki taka sig saman og mynda samstöðu með að styrkja gott málefni. Nú getur þú keypt servíettur með boðskap þar sem allur ágóðinn rennur til Krafts.

Áfram í undanúrslit eftir sigur í framlengingu

(5 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sandra María Jessen og stöllur í Leverkusen eru komnar í undanúrslit í þýska bikarnum í knattspyrnu eftir 3:2-sigur á Hoffenheim í framlengingu í dag.
INNLENT Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, taldi ekki ástæðu til að víkja frá niðurstöðu lögbundinnar hæfnisnefndar við skipun í embætti ráðuneytisstjóra á síðasta ári. Þetta kemur fram í skriflegu svari aðstoðarmanns ráðherra, en kær­u­nefnd jafn­rétt­is­mála komst að þeirri niður­stöðu að Lilja hefði brotið jafn­rétt­is­lög þegar hún skipaði Pál Magnússon sem ráðuneyt­is­stjóra í ráðuneyti sínu.

MBA-nemar kunna svo sannarlega að skemmta sér

(5 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND Það var stuð og stemning í loftinu þegar MBA-nemar við Háskóla Íslands ákváðu að sletta úr klaufunum eftir veturinn. Gleðin fór fram á Vinnustofu Kjarval síðasta föstudag. Frímann Gunnarsson lífskúnstner stýrði veislunni ásamt dr. Svölu Guðmundsdóttur sem er stjórnarformaður MBA-námsins.

Félags landsliðsmanns þarf 120 milljónir

(6 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ný stjórn danska handknattleiksfélagsins Kolding þarf að safna um fimm til sex milljónum danskra króna til að bjarga félaginu frá gjaldþroti. Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson samdi við félagið fyrr á árinu.

Ekki víst að allir geti kosið

(6 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT „Að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að kjósa er í flestum tilfellum talin nægilega góð ástæða til að ferðast,“ segir María Mjöll Jónsdóttir, deild­ar­stjóri upp­lýs­inga­deild­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, um Íslendinga sem búsettir eru erlendis og hyggjast nýta kosningarétt sinn í forsetakosningunum 27. júní.

Myllumerkið #BlackLivesMatter logar

(6 klukkustundir, 11 mínútur)
K100 Samfélagsmiðlar hafa bókstaflega logað eftir að mótmælaalda braust út í Bandaríkjunum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést eftir harkalega meðferð lögreglumanns við handtöku. Samfélagsmiðillinn TikTok er ekki undanskilin hér en myllumerkið #BlackLivesMatter er eitt vinsælasta myllumerkið á miðlinum í dag.

United-baninn með tilboð í höndunum

(6 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ungstirnið Matthew Longstaff vakti heldur betur athygli í knattspyrnunni þegar hann skoraði sigurmark Newcastle gegn Manchester United í frumraun sinni í enska boltanum síðasta haust. Nú er miðjumaðurinn tvítugi með tilboð frá liði í ítölsku efstu deildinni en hann verður samningslaus í sumar.

Endurreisnin þurfi að vera græn

(6 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Borgarstjórn samþykkti í dag Græna planið, áætlun Reykjavíkurborgar um græn skref fyrir efnahagslega viðspyrnu og endurreisn eftir efnahagsáfall af völdum faraldurs kórónuveirunnar.

Pakkaðu í töskuna og komdu þér af stað

(6 klukkustundir, 41 mínúta)
FERÐALÖG Ferðalög á Covid-19 tímum eru nauðsynlegri en ferðalög hafa verið hingað til. Enda kynnist maður sjálfum sér og öðru fólki þegar maður leggur af stað á nýjar slóðir.

Kynna áform um friðlýsingu Lundeyjar

(6 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Lundeyjar í Kollafirði sem friðland. Áformin eru kynnt í samstarfi við Reykjavíkurborg og landeiganda.

Manchester United dregið á asnaeyrunum?

(7 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Spænski knatt­spyrnumaður­inn Saúl Nigu­ez gerði Manchester United stuðningsmenn heldur betur spennta þegar hann greindi frá því á í fyrradag Twitter að hann ætlaði að tilkynna nýtt félag eftir þrjá daga eða miðvikudaginn 3. júní. Nú virðist sem svo að Spánverjinn hafi einfaldlega haft Manchester-menn að fíflum.

„Þú fæðist ekki reiður“

(7 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Bandaríski leikstjórinn Spike Lee segir Bandaríkjamenn vera reiða vegna þess að þeir „lifa hvern dag í þessum heimi þar sem kerfið er ekki hannað til þess að þú getir sigrað“.

Spænskur framherji í Laugardalinn

(7 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þróttur Reykjavík hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Lengjudeildinni í sumar en liðið hefur samið við spænskan framherja. Þróttarar segja frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.

Heyrði í sírenum og þyrlum fyrir utan heimilið

(7 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT „Það tók kannski steininn svolítið úr í nótt. Þetta er í þriðja sinn sem ég bý hérna í New York og ég hef aldrei áður upplifað hræðslu eða ótta hérna, en ég held að ég sé ekki alveg laus við það núna.“ Þetta segir Halla Tómasdóttir sem er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni, um ástandið í borginni og Bandaríkjunum öllum.

Naan brauð sem er betra en búðarkeypt

(7 klukkustundir, 40 mínútur)
MATUR Það er svo miklu betra að baka naan brauðin sín sjálfur. Þessi uppskrift er í það minnsta betri en allar búðarkeyptar - hér með stórkostlegu mangó-gúrku-raita.

Forréttindi að vera fædd á Íslandi

(7 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 Dóra Júlía skrifar Ljósa punktinn úr Mývatnssveit og talar um það hversu magnað það er fyrir sálina að ferðast um landið okkar. „Undanfarið hef ég verið svo glöð í hjartanu að það er næstum því yfirþyrmandi,“ segir hún í Ljósa punktinum.

Landsliðsþjálfarinn mætir ekki á völlinn

(7 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ga­reth Southga­te, þjálf­ari enska landsliðsins í knatt­spyrnu, telur það hvorki viðeigandi né nauðsynlegt að hann mæti á leiki í úrvalsdeildinni þegar mótið hefst í júní.

Lenti undir framhjóli veghefils og lést

(7 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Stjórnandi veghefils, sem var við vinnu á Ingjaldssandsvegi í júní í fyrra, reyndi að forða sér áður en hefillinn lenti utan vegar en varð að hluta undir framhjóli hefilsins og lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust.

Hjúkrunarfræðingar greiða atkvæði um verkfall

(8 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. Samningaviðræður hafa nú staðið yfir í mánuð eftir að kjarasamningur var felldur í lok apríl.

Segja enga kröfu um fjárnám hafa borist

(8 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Tryggingastofnun segir það rangt sem fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag, að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi boðað forstjóra stofnunarinnar til fyrirtöku um fjárnám.

Brot Lilju með þeim verri sem hafa sést

(8 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Af rökstuðningi kærunefndar jafnréttismála er erfitt að draga aðra ályktun en að um ásetningsbrot hafi verið að ræða þegar Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra skipaði Pál Magnússon í embætti ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins.
200 Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar segir að ítrekaðar tilraunir til sátta í makrílmálinu hafi verið hafnað.

Baskin fær dýragarð Exotic

(8 klukkustundir, 25 mínútur)
FÓLKIÐ Dýragarðurinn sem áður var í eigu Joe Exotic, aðalstjörnu heimildaþáttaraðarinnar Tiger King, mun verða eign konunnar sem hann var dæmdur fyrir að hafa reynt að koma fyrir kattarnef.

Nýr markvörður í FH

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR FH hefur fengið knattspyrnumarkvörðinn Telmu Ívarsdóttir til liðs við sig tímabundið en hún lék með Augnabliki í 1. deildinni í fyrra.

180 þúsund farþegar í stað 1,1 milljónar

(8 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Við mat á mögulegri fjölgun ferðamanna og vexti ferðaþjónustunnar í kjölfar kórónuveirunnar skiptir miklu hvenær hægt verður að nýta Keflavíkurflugvöll að nýju sem flutningsmiðju yfir Atlantshafið.

Grímuklætt konungsfólk í Mónakó

(8 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND Prins Albert II af Mónakó og Charlene prinsessa mættu grímuklædd við opnun Place du Casino sem nýlega hefur gengist undir endurbætur. Grímurnar voru ekki af verri endanum en þær voru sérmerktar með skjaldarmerki fjölskyldunnar.

Gæti verið refsað fyrir að minnast George Floyd

(8 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýska knattspyrnusambandið skoðar nú hvort fjórir leikmenn hafi brotið reglur með því að minnast Banda­ríkja­manns­ins Geor­ge Floyd í leikjum í efstu deildinni um helgina. Alþjóðaknattspyrnusambandið hefur biðlað til sérsambanda um að sýna skynsemi og næmni í slíkum málum.

Orð Floyd „bergmála um þjóðina alla“

(9 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT „Ég get ekki andað. Ég get ekki andað. Síðustu orð George Floyd, en þau deyja ekki með honum.Þau heyrast enn, bergmála um þjóðina alla.“ Svona hófst ávarp Joe Biden, forsetaefnis Demókrata, í ráðhúsi Philadelphia í Pennsylvaníu fyrri skömmu.

Nýskilinn og kominn með nýja

(9 klukkustundir, 6 mínútur)
FÓLKIÐ This Is Us-leikarinn Justin Harley og leikkonan Sofia Pernes eru nýjasta parið í Hollywood. Parið var myndað að kyssast um helgina en ástin kviknaði í kórónuveirufaraldrinum.

Ýmsum spurningum enn ósvarað

(9 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að enn eigi eftir að svara ýmsum spurningum varðandi komu ferðamanna hingað til lands, meðal annars hvort og þá hversu mikið þeir þurfa að greiða fyrir sýnatöku.

Hilmar aftur til uppeldisfélagsins

(9 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Karlalið Hauka í körfuknattleik er orðið enn sterkara á pappírunum margfrægu en liðið hefur endurheimt Hilmar Pétursson.

„Orð án gjörða eru eins og líflaust hjarta“

(9 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT „Fallegar ræður um jöfnuð og velferð skipta engu máli á meðan Sjálfstæðisflokknum er leyft að ráða ferðinni,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Djúsí ofnbakað pasta

(9 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Girnilegur og einstaklega góður pastaréttur með nautahakki og dásemdar ostasósu – a la Hildur Rut. Rétturinn kallast „million dollar spaghetti“ en í þessari uppskrift er notast við penne pasta.
K100 Vélaverkfræðingurinn og fyrrverandi starfsmaður NASA, Mark Rober, hefur tekið upp á ýmsu á Youtube-síðu sinni en hann hannaði sérstakan „íkornaheldan“ fuglafóðurkassa á dögunum. Hafði hann lent í vandræðum með að halda íkornum frá fóðurkassa ætluðum fuglum í garðinum en íkornarnir virtust alltaf ná að finna leið til að opna kassann og komast í fóðrið

Fæðingastað Hitlers breytt í lögreglustöð

(9 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Austurísk stjórnvöld kynntu í dag áætlanir um að fæðingastað Adolfs Hitler verði breytt í lögreglustöð. Stjórnvöld vonast til að húsið verði með breytingunum „hlutlaust svæði“.

Eldsneytisleki mun minni en talið var

(9 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Atlantsolíu á horni Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á öðrum tímanum í dag vegna tilkynningar um mikinn eldsneytisleka en fram kom að bensín spýttist án afláts úr bensíndælu.

Kjartan Atli og Pálína eiga von á barni

(10 klukkustundir, 11 mínútur)
BÖRN Sjónvarpsstjarnan Kjartan Atli Kjartansson á von á sínu öðru barni með sambýliskonu sinni, Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - konur

(10 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var opnaður 22. febrúar. Þegar Íslandsmótinu var frestað vegna kórónuveirunnar var glugganum jafnframt lokað snemma í apríl en hann verður síðan opinn á ný frá 3. til 30. júní.

Skrítnar reglur sem ýta undir svindl

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Reglur sem settar hafa verið í Danmörku er varða opnun landamæra fyrir ferðamenn frá Íslandi, Nor­egi og Þýskalandi 15. júní nk. eru til þess fallnar að ýta undir svindl. Þá er flækjustigið jafnframt umtalsvert. Þetta segir Björg Birkhol Magnúsdóttir, sem búsett er í Albertslundi skammt frá höfuðborg Danmerkur Kaupmannahöfn.

23 hópuppsagnir í maímánuði

(10 klukkustundir, 36 mínútur)
VIÐSKIPTI Alls var tilkynnt um hópuppsagnir hjá 23 fyrirtækjum í maímánuði. Nemur fjöldi einstaklinga sem misstu vinnuna í uppsögnunum 1.323 talsins. Þetta segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, í samtali við mbl.is. Að hennar sögn benda nýjustu tölur til þess að hægst hafi á uppsagnarhrinu undanfarinna mánuða.

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

(10 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Karlalandsliðið í handknattleik verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2022 um miðjan júní.

Bókabúð Máls og menningar lokað tímabundið

(10 klukkustundir, 51 mínúta)
VIÐSKIPTI Bókabúð og kaffihúsi Máls og menningar hefur verið lokað um óákveðinn tíma. Frá þessu er greint á Facebook-síðu bókabúðarinnar, en Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, annar eigenda Máls og menningar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

8 mínútur og 46 sekúndur

(10 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Þekktir mannréttindalögfræðingar hafa tekið að sér mál barnsmóður George Floyd, Roxie Williams, og sex ára gamallar dóttur þeirra, Gianna. Floyd var, líkt og flestir ætti að vita, drepinn af lögreglumanni fyrir rúmri viku síðan. Þrýst var að öndunarvegi hans í 8 mínútur og 46 sekúndur.

Rætt við starfsfólk og farið yfir upptökur

(11 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi rannsakar aðdraganda þess að maður lést við sundiðkun í Sundhöll Selfoss skömmu fyrir hádegi í gær. Krufning á eftir að fara fram.

Borgarlína, hjólandi og gangandi í forgang

(11 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Græna plan Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnahagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og tryggja að þær verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar.
ICELAND The June 15 easing of restrictions regarding arriving passengers in Iceland was just announced by the Icelandic government.

Loftrýmisgæsla Ítala hefst í júní

(11 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst á Íslandi um miðjan júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið og fara svo aftur í 14 daga sóttkví við komuna til landsins.

Ekkert nýtt smit

(11 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Ekkert nýtt smit kórónuveirunnar greindist hér á landi síðasta sólarhringinn.
ÍÞRÓTTIR Gérard Lopez, eigandi franska knattspyrnufélagsins Lille, segir að Frakkar hafi gert mistök með því að aflýsa tímabilinu í frönsku 1. deildinni vegna kórónuveirufaraldursins.

Grænt plan borgarinnar - bein útsending

(11 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Grænt plan Reykjavíkurborgar verður kynnt á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 13:00 í dag. Grænar áherslur verða í öllum ákvörðunum borgarinnar.

„Það er engin skammtímalausn við þessu“

(11 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT „Ástandið er mjög eldfimt og þessi viðbrögð forsetans gera ekkert til að slá á mótmælin. Í stað þess að rétta út sáttarhönd og sýna einhvern vilja til þess að koma til móts við kröfur mótmælenda, sem eru auðvitað að mótmæla lögregluofbeldi, og ekki bara drápinu á George Floyd, heldur ítrekuðum drápum á svörtu fólki, mætir hann þessu með hörku.“

Ráðherra féllst á tillögu sóttvarnalæknis

(12 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fallast á tillögu sóttvarnalæknis, sem fjallað var um á fundi ríkisstjórnar í morgun, um breytingu á reglum um komur ferðamanna til Íslands.

Elísabet í veikindaleyfi

(12 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir sem stýrt hefur úrvalsdeildarliði Kristianstad í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð hefur tekið sér ótímabundið veikindaleyfi en þetta kom fram í samtali hennar við staðarblaðið í Kristianstad, Kristiandstadsbladet.

Sölvi og Kristín farin hvort í sína áttina

(12 klukkustundir, 26 mínútur)
SMARTLAND Sölvi Snær Magnússon og Kristín Ásta Matthíasdóttir eigendur The Landromat Café eru farin hvort í sína áttina.

Hvernig áttu að leigja húsbíl?

(12 klukkustundir, 41 mínúta)
FERÐALÖG Það eru eflaust margir að skoða þann valmöguleika að kanna landið okkar fallega í sumar á húsbíl. Erlendir ferðamenn hafa án efa verið í meirihluta síðustu ár þegar kemur að húsbílum á þjóðvegum landsins en í ár verður breyting á því.

Framlengdi við Southampton

(12 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ralph Hasenhüttl, knattspyrnustjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni, hefur framlengt samning við félagið en þetta staðfesti Southampton á heimasíðu sinni í dag.

Háskólar í Wuhan opna að nýju

(12 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Háskólar í Wuhan-héraði í Kína munu bjóða útskriftarnemendum að snúa aftur frá og með 8. júní nk. Þetta kemur fram í tilkynningu sem skólarnir sendu frá sér í gær. Verður útskriftarnemendum þannig gert kleift að klára námið við umrædda skóla. Að því er fram kemur í minnisblaði frá Wuhan-háskóla munu nemendur snúa til baka í hópum tvívegis í júní.

Ofbeldið gegn 11-12 ára stelpum kom mest á óvart

(12 klukkustundir, 55 mínútur)
K100 Sólborg Guðbrandsdóttir fyrirlesari sem heldur úti Instagram-síðunni Fávitar segir það hafa komið sér mest á óvart hversu ungir krakkar væru að senda henni skilaboð um kynferðisofbeldi sem þeir hafi orðið fyrir.

Bruninn í Hrísey líklega íkveikja eða slys

(12 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Samkvæmt fyrstu niðurstöðu rannsóknar tæknideildar lögreglu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunanum í frystihúsinu í Hrísey er nánast útilokað að um rafmagnsbilun hafi verið að ræða. Eldurinn var því líklega af mannavöldum.

Skotmark Liverpool til Chelsea?

(13 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Timo Werner, framherji þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig, gæti gengið til liðs við Chelsea í sumar en það er ESPN sem greinir frá þessu.

Búið að slökkva eldinn á Snartarstöðum

(13 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Eldurinn í Borgarfjarðardölum í nótt kviknaði á sveitabænum Snartarstöðum í Lundarreykjadal.

Allt svart á samfélagsmiðlum

(13 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Þegar fólk opnar samfélagsmiðla sína í dag ætti svört mynd að birtast fólki. Fólk úti um allan heim, þar á meðal Íslandi, sýnir mótmælum í Bandaríkjunum stuðning með því að birta myndir af svörtum bakgrunni á samfélagsmiðlum.

Hjartsláttartruflanir og aðrar aukaverkanir

(13 klukkustundir, 21 mínúta)
TÆKNI „Hýdroxíklórókín er gamalt lyf sem er á markaði á Íslandi undir nafninu Plaquenil. Farið var að nota lyfið við malaríu upp úr 1950.“ Þetta kemur fram í svari Magnúsar Jóhannssonar, prófessors emeritus í líflyfjafræði við Háskóla Íslands, við spurningu á Vísindavefnum.

More Borders to Open to Icelanders

(13 klukkustundir, 28 mínútur)
ICELAND “Things are slowly moving in the right direction.”

Heiða Björk og Benedikt Valsson eignuðust dreng

(13 klukkustundir, 30 mínútur)
BÖRN Benedikt Valsson sem oft er kenndur við Hraðfréttir og unnusta hans, Heiða Björk Ingimarsdóttir, eignuðust dreng 28. maí.

Rússar nálgast lyf gegn veirunni

(13 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í Rússlandi staðfestu um helgina að nú sé unnið að því að framkvæma prófanir á nýju lyfi, Avifavir, er virka á sem lausn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið sem vinnur að prófunum er ChemRar Group en fyrstu vísbendingar benda til þess að umrætt lyf sýni góða virkni gegn veirunni.

Kristín Sif og Aaron skrá sig í samband

(13 klukkustundir, 41 mínúta)
FÓLKIÐ Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpsstjarna á K100 og Aaron Kaufmann eru búin að skrá sig í samband á Facebook. Smartland greindi frá því í febrúar að Kristín Sif hefði fundið ástina á ný eftir að hafa misst unnusta sinn, Brynjar Berg Guðmundsson, en hann lést í október 2018.

Vilja bikarkeppni fyrir neðri deildir

(13 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þrettán félög í neðri deildum íslenska fótboltans hafa skorað á KSÍ, knattspyrnusamband Íslands, að leggja fram tillögu á næsta ársþingi sambandsins um að setja á laggirnar bikarkeppni fyrir neðri deildirnar samkvæmt heimildum mbl.is.

Rannsaka árás lögreglu á fréttamenn

(13 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Áströlsk yfirvöld rannsaka árás bandarísku lögreglunnar á tvo starfsmenn ástralskrar sjónvarpsstöðvar fyrir utan Hvíta húsið í gær. Utanríkisráðherra Ástralíu lýsir yfir miklum áhyggjum vegna árásarinnar.

Skýrslan gríðarleg vonbrigði

(13 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Búið er að gefa út 1.000 blaðsíðna bráðabirgðaskýrslu ríkislögreglustjórans í Týról í Austurríki um viðbrögð yfirvalda við faraldri kórónuveiru. Eins og mbl.is greindi frá í maímánuði voru sjö Íslendingar í hópi um 6.000 manna er boðað hafði hópmálsókn gegn stjórnvöldum í Týról. Sakaði hópurinn yfirvöld um að hafa vísvitandi haft hljótt um útbreiðslu faraldursins.

Margrét Ormslev til liðs við Brunn Ventures

(13 klukkustundir, 58 mínútur)
VIÐSKIPTI Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hefur gengið til liðs við Brunn Ventures, vísisjóð sem hefur fjárfest í 11 íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum. Brunnur Ventures vinnur nú að því að koma á fót átta milljarða vísisjóði (e. venture capital fund) sem bera mun nafnið Brunnur vaxtarsjóður II.

Skagamaður setti Íslandsmet

(14 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knútur Haukstein Ólafsson, 27 ára gamall Skagamaður, setti á dögunum Íslandsmet í að halda bolta á lofti en það voru Skagafréttir sem greindu fyrst frá þessu.

Lúxus-bolognese með beikoni

(14 klukkustundir, 8 mínútur)
MATUR Við megum alveg við smá lúxus annað slagið og þessi réttur er sannarlega á þeim nótunum. Hvítvínslagað bolognese með beikoni úr smiðju Snorra Guðmunds hjá Mat og myndum.

Vill blása til balls á sjómannadaginn

(14 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT „Við erum að vonast til að geta opnað núna um helgina ef öll tilskilin leyfi fást,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður. Vísar hann í máli sínu til opnunar Barion Bryggjunar, sem áður bar heitið Bryggjan brugghús.

Útkall vegna ofeldunar á sviðahaus

(14 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Sex útköll voru á dælubíla slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Þar af eitt vegna ofeldunar á sviðahaus.

Enginn grunur um saknæmt athæfi

(14 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Dánarorsök mannsins sem fannst látinn í Laxá í Aðaldal í fyrrinótt er ókunn á þessari stundu. Ekki er ljóst hvort um drukknun eða veikindi hafi verið að ræða og þarf krufning að leiða það í ljós.

Screening Process Soon to Be Explained

(14 klukkustundir, 31 mínúta)
ICELAND Icelandic authorities are expected to announce today or tomorrow how screening of arriving tourists at Keflavík International Airport will be conducted.

Heimskur heigull sem felur sig í Hvíta húsinu

(14 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Gregg Popovich, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í körfuknattleik og San Antonio Spurs í NBA-deildinni vestanhafs, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi Donald Trump Bandaríkjaforseta og viðbrögð hans við andláti George Floyds á dögunum.

Diplómat sem máli skiptir

(14 klukkustundir, 40 mínútur)
BÍLAR Flestir átta sig á því að tækni sem tengir saman vélar knúnar eldsneyti og mótora sem ganga fyrir rafmagni er mikilvægt skref í átt til algjörrar rafvæðingar. Innan eins eða tveggja áratuga má gera ráð fyrir að nær öll ný ökutæki á götunum verði knúin áfram með rafmagni, annaðhvort sóttu beint í rafhlöður eða í vetni sem með efnahvörfum er breytt í rafmagn á leið sinni út í mótor.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum - karlar

(14 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var opnaður 22. febrúar og félögin geta fengið til sín nýja leikmenn þar til honum verður lokað, væntanlega seinnipartinn í júní.

Minnisblað lagt fyrir ríkisstjórnarfund

(14 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir afhenti heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í gær um útfærslu opnunar landamæra og skimunar á Keflavíkurflugvelli.

Framvísi heilbrigðisvottorðum

(14 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Á sama tíma og aðrir hlutar heimsins eru á leið til eðlilegs lífs að nýju fjölgar nýjum smitum og um leið dauðsföllum af völdum kórónuveirunnar í Rómönsku-Ameríku. Alþjóðaflugmálastofnunin hefur gefið út heilbrigðisleiðbeiningar fyrir flugfélög.

Vonast eftir stuðningsmönnum á Ítalíu

(14 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gabriele Gravina, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, vonast til þess að áhorfendur og stuðningsmenn geti snúið aftur á völlinn áður en tímabilið er á enda þar í landi en þetta kom fram í samtali hans við ítölsku úrvarpsstöðina Radio 24.

Margrét Lára gæsuð fyrir sumarbrúðkaupið

(15 klukkustundir, 6 mínútur)
FÓLKIÐ Knattspyrnustjarnan Margrét Lára Viðarsdóttir var gæsuð um helgina en Margrét Lára gengur í hjónaband með unnusta sínum, Einari Erni Guðmundssyni, seinna í sumar.

Vilja bæta besta árangur Fylkis

(15 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Fylkis, er á leiðinni í fjórða tímabil sitt í Árbænum en á tíma hennar þar hafa skipst á skin og skúrir.

Sjötti læknirinn frá Wuhan-spítala látinn

(15 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Læknir frá Wuhan sem starfaði með Li Wenliang, sem sagði kínverskum stjórnvöldum fyrst frá kórónuveirunni, lést af völdum veirunnar í síðustu viku.

Rakel og Helgi Þorgils buðu í teiti

(15 klukkustundir, 37 mínútur)
SMARTLAND Listmálarinn Helgi Þorgils Friðjónsson hefur rekið galleríið stofugang á vinnustofu sinni í 40 ár. Af því tilefni var boðið í fertugsafmæli gangsins.

Eldsupptökin á efri hæðinni

(15 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Efri hæðin á sveitabæ í Borgarfjarðardölum þar sem eldur braust út í nótt er mjög illa farin.

Býðst til að borga fyrir jarðarförina

(15 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather yngri hefur boðist til þess að borga fyrir jarðarför George Floyds, Bandaríkjamanns sem lést í haldi lögreglunnar þar í landi 25. maí, en það er bandaríski miðillinn TMZ sem greinir frá þessu.

Össur lýkur kaupum á College Park Industries

(15 klukkustundir, 54 mínútur)
VIÐSKIPTI Eftir langt skoðunarferli hafa bandarísk samkeppnisyfirvöld lagt blessun sína yfir kaup Össurar hf. á stoðtækjaframleiðandanum College Park Industries.

„Þessir gömlu karlar líta mjög vel“

(16 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Akureyringurinn Atli Sigurjónsson er spenntur og klár í slaginn þegar Íslandsmótið í fótbolta fer af stað á nýjan leik síðar í mánuðinum.

Rafbílar efstir í Bretlandi

(16 klukkustundir, 14 mínútur)
BÍLAR Tveir rafbílar, Tesla Model 3 og Jaguar I-Pace, eru í efstu sætum lista yfir söluhæstu bíla Bretlands í nýliðnum aprílmánuði.

655 samningafundir í Karphúsinu á einu ári

(16 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Stórar samningalotur ollu miklu annríki hjá embætti Ríkissáttasemjara í fyrra, á ári Lífskjarasamninganna og nokkurra harðra kjaradeilna.

Stefna á bikarafhendingu á Anfield

(16 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu fer aftur af stað 17. júní að öllu óbreyttu en deildin hefur verið í hléi frá því 9. mars vegna kórónuveirufaraldursins.

Heimilin eiga sjö þúsund milljarða

(16 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Eignir heimilanna á Íslandi jukust í fyrra um tæpa 200 milljarða króna og voru komnar í 7.165 milljarða um seinustu áramót. Þetta kemur fram í samantekt fjármálaráðuneytisins á álagningu opinberra gjalda á einstaklinga fyrir 2019.

Fjölskylda komst út úr brennandi húsi

(16 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Fjögurra manna fjölskylda komst út úr brennandi húsi í Borgarfjarðardölum í morgun en tilkynning um eldsvoðann barst til slökkviliðs Borgarbyggðar á fimmta tímanum í morgun.

Allt að 18 stiga hiti fyrir austan

(17 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Vestlæg átt, gola eða kaldi í dag en strekkingsvindur norðvestanlands í kvöld. Skýjað veður, úrkomulítið og milt vestan til á landinu. Bjart með köflum eystra og þar kemst hitinn líklega í 16 til 18 stig. Snýst í norðanátt síðdegis á morgun og léttir víða til.

Skjálfti upp á 2,8 stig

(17 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Vísbendingar eru um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn við Grindavík en jarðskjálfti sem mældist 2,8 stig reið yfir um tvö í nótt rúmlega 5 km vestsuðvestur af Reykjanestá.

Litaði hræðilegar augabrúnir á ungbarn

(17 klukkustundir, 41 mínúta)
BÖRN Fólk hefur gert ýmislegt til þess að drepa tímann í samkomubanni. Hin bandaríska Morgan ákvað að teikna augabrúnir á ungbarn sitt.

Eldar loga og ráðist á lögreglu

(17 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Fjórir lögreglumenn hafa verið fluttir á sjúkrahús í St. Louis eftir að hafa orðið fyrir skothríð en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í borginni eru þeir allir með meðvitund. Óeirðir hafa fylgt mótmælum víða um Bandaríkin undanfarin kvöld og nætur.

MUNA: Filterar eru algjört klúður

(18 klukkustundir, 2 mínútur)
SMARTLAND „Það er alveg ótrúlegt að þú; þessi alvitra fagmanneskja, viskubrunnur og gullkornasmiður, gleymir reglulega þínum eigin predikunum. Halló! Fór kjarnakonan í útilegu og skildi þig hálfa eftir í rugli? Þarf ég aftur að minna þig á að ekkert býr til meira klúður en að filtera kjarnann í sjálfri þér og snilldina sem þú komst hingað til að deila með heiminum? (flúrar á ennið til áminningar),“ segir Aníta Sigurbergsdóttir.

Tryggingastofnun átti fjárnám yfir höfði sér

(18 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Sýslumaður boðaði forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins til fyrirtöku um fjárnám hjá stofnuninni í síðustu viku.

„Hungrið í fólkinu var áþreifanlegt“

(18 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 „Viðbrögðin, þó að það hafi verið bara 500 sem voru í salnum, voru eins og frá þúsund manns. Maður fann alveg á andrúmsloftinu að hungrið í fólkinu var áþreifanlegt,“ sagði Páll Óskar um tónleika sína með Sinfóníuhljómsveit Íslands sl. fimmtudag.

Er búin að panta næstu utanlandsferð

(18 klukkustundir, 41 mínúta)
FERÐALÖG Rósa Soffía Haraldsdóttir er með ferðabakteríu á háu stigi og þrátt fyrir að utanlandsferðir séu ekki á dagskrá í sumar vegna kórónuveirunnar er hún búin að plana sumarið 2021.

Stal bíl, beitti ofbeldi á heimili og ók í vímu

(18 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Lögreglan handtók mann í Mosfellsbæ á níunda tímanum í gærkvöldi sem er grunaður um margvísleg brot.  

Hækkar mest um 17,8%

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Fasteignamat íbúða hækkar mest í Akrahreppi, eða um 17,8%, á milli áranna 2020 og 2021 ef litið er til einstaka bæjarfélaga, samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands fyrir árið 2021, sem birta á í dag.

Fagnar 103 árunum heima á Hlíðarvegi

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Helga Guðmundsdóttir frá Bolungarvík varð 103 ára 17. maí, skömmu eftir að hún jafnaði sig á COVID-19, elst Íslendinga sem hafa fengið sjúkdóminn.

Fjölgi ekki uppsögnum

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Forsætisráðherra vonast til þess að ný lög um framlengda hlutabótaleið og stuðning við greiðslu launa á uppsagnarfresti verði ekki til þess að margir færi sig úr fyrrnefndu úrræði yfir í hið síðarnefnda.

Ekkert mat, engin þátttaka

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Þrátt fyrir að reglugerðarbreyting vegna barna sem þurfa meðferð við skarði í vör og/eða gómi hafi tekið gildi 1. janúar síðastliðinn og kveði á um að börn sem vilji þátttöku Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna þess þurfi að gangast undir mat hjá tannlæknadeild Háskóla Íslands virðist enginn vera almennilega tilbúinn að framkvæma slíkt mat.

Hefur lagt fram 340 fyrirspurnir

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram samtals 340 fyrirspurnir til ráðherra síðan hann settist fyrst á þing árið 2014. Hann hefur nú skotist rækilega fram úr Jóhönnu Sigurðardóttur sem átti fyrra met, 255 fyrirspurnir.

Vonar að SA sjái ljósið

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Samtök atvinnulífsins (SA) og Norðurál höfnuðu kröfu Verkalýðsfélag Akraness um kjarasamninga á grundvelli lífskjarasamnings, að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness.

Engin óhöpp í umferðinni

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Töluverð umferð var inn til Reykjavíkur í gær og þyngdist eftir því sem leið á daginn. Að sögn lögreglu gekk hún þó smurt fyrir sig og kom ekkert teljandi upp á.

Svona heldur þú flísunum fínum

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
MATUR Finnst þér þú hafa nýlokið við að þrífa baðherbergisflísarnar þegar þær eru farnar að láta á sjá aftur? Þá er þetta einfalda ráð eitthvað fyrir þig.