Fréttir vikunnar


INNLENT „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja Landsfundar.“
ERLENT Samfélagsmiðilinn Twitter lokaði í gær nokkrum síðum á vegum íranskra ríkisfjölmiðla, vegna brota gegn notendaskilmálum. Í dag tilkynnti fyrirtækið svo að það hefði nánar tiltekið verið vegna áreitni í garð fólks sem aðhyllist bahá‘í trú.
ERLENT Rúmlega 20 þúsund manns komu saman í miðborg Moskvu í dag til að krefjast frjálsra og lýðræðislegra sveitarstjórnarkosninga þar í landi. Alexei Navalny, einn helsti andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta heima fyrir, var meðal mótmælenda.
ERLENT Bilal Saab og Rickard Hansson félagi hans áttu skammt í heimför úr lúðuveiðitúr í Finnmörku á miðvikudaginn þegar rifið er í línuna hjá Saab af jötunafli. Áður en þeir sneru heim höfðu þeir dregið 124 kílógramma lúðu upp á yfirborðið.

Ótrú unnustanum og hætti við brúðkaupið


(1 klukkustund, 2 mínútur)
SMARTLAND „Eftir að hafa dreymt hann mánuðum saman stundaði ég kynlíf með stjörnunni í badmintonliðinu okkar. Ég hætti við brúðkaup vegna hans en nú er ég með áhyggjur yfir því að ég hafi farið frá góðum manni vegna drauma.“

50 ár frá tungllendingunni


(1 klukkustund, 9 mínútur)
TÆKNI 50 ár eru í dag liðin frá því Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins og stigu fæti þangað fyrstir manna.

Sarri viðurkennir aðdáun sína á Pogba


(1 klukkustund, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, er hrifinn af Paul Pogba. Franski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Juventus í sumar og viðurkennt að hann vilji yfirgefa Manchester United.

47 ára í hörkuformi


(1 klukkustund, 57 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Jada Pinkett Smith hefur verið að sóla sig á baðfötunum og eins og sjá má er stjarnan í hörkuformi.

Andri hjá Val til 2022


(2 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Andri Adolphsson hefur framlengt samningi sínum hjá Val til ársins 2022. Hann kom fyrst til félagsins árið 2015, en hann er uppalinn á Akranesi.

Ragnar enn taplaus sem fyrirliði


(2 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rostov og Spartak Moskva gerðu 2:2-jafntefli í rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld á Rostov Arena-vellinum. Aleksander Zuev jafnaði fyrir Rostov í uppbótartíma.

Yfir sex hundruð tegundir


(2 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís.

Axel að stinga af og Ragnhildur efst


(2 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR KPMG-mótið í golfi hófst í gær, en það er fjórða mótið á mótaröð bestu kylfinga landsins á þessu tímabili. Keppt er um Hvaleyrarbikarinn hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel Bóasson er í forystu í karlaflokki og Ragnhildur Kristinsdóttir í forystu í kvennaflokki.

Hinsegin fólk grýtt í gleðigöngu


(2 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Fyrsta gleðiganga hinsegin fólks í pólsku borginni Bialystok fór fram í dag. Það ætti að vera og er vissulega fagnaðarefni, en ekki allir í borginni voru á sama máli. Fótboltabullur og fleiri köstuðu steinum, glerflöskum og öðru lauslegu að þeim sem tóku þátt í göngunni.

Kári með nýjan samning við ÍBV


(2 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksdeild ÍBV hefur gert nýjan tveggja ára samning við línumanninn Kára Kristján Kristjánsson. Félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni.

Jarðsettu ástvini 27 árum síðar


(2 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Líkamsleifar 86 múslima sem voru myrtir af hersveitum Bosníu-Serba í bosnísku borginni Prijedor í upphafi Bosníustríðsins voru jarðsettar í dag. Hundruð ættingja komu saman og lögðu ástvini sína til hinstu hvílu, 27 árum eftir að þeir voru myrtir.

Birtu myndband af hertökunni


(2 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Ríkisfjölmiðill Íran birti í dag myndband af því þegar íranski herinn hertók breska olíuskipið Stena Impero í gær. Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Breta, hvatti í dag Írana til að láta af hertökunni, sem hann sagði ólöglega.

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn


(3 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs.

Glæsilegur hringur og Lowry í kjörstöðu


(3 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Írski kylfingurinn Shane Lowry lék glæsilega á þriðja hring Opna mótsins á Royal Portrush-vell­in­um á Norður-Írlandi í dag. Lowry er með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn á morgun, en hann lék á 63 höggum í dag, átta höggum undir pari.

DV fékk ekki leyfi til að sitja fyrir fanga


(3 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri.

Drykkurinn sem er að gera allt vitlaust í Mosó


(3 klukkustundir, 25 mínútur)
MATUR Það er afar mikilvægt þegar viðrar jafn vel og gert hefur í sumar að hámarka stemninguna á pallinum og bjóða upp á vandaðar veitingar sem veita grönnum og gangandi gleði.

Fljúga ekki til Kaíró af öryggisástæðum


(3 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Breska flugfélagið British Airways hefur aflýst öllu flugi sínu til Kaíró næstu sjö daga. Ástæðan er sú að flugfélagið telji ekki öruggt að fljúga þangað, en breska utanríkisráðuneytið hefur nýlega gefið út að í Egyptalandi sé nú „aukin hætta“ á hryðjuverkum sem beinist að fluggeiranum.

Sverrir Bergmann á von á barni


(3 klukkustundir, 42 mínútur)
BÖRN Tónlistarmaðurinn Sverrir Bergmann og Kristín Eva Geirsdóttir eiga von á barni í febrúar.

Fimmti sigur Kórdrengja í röð


(3 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kórdrengir sitja sem fastast á toppi 3. deildar karla í fótbolta eftir 2:1-útisigur á Hetti/Hugin á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum í dag. Magnús Þórir Matthíasson gerði bæði mörk Kórdrengja og þar á meðal sigurmark á 89. mínútu. Ivan Bubalo jafnaði fyrir Hött/Hugin þess á milli.

Ungleg en töldu hana vera 63 og 89


(4 klukkustundir, 2 mínútur)
BÖRN Dætur Kristen Bell virðast ekki vera á sama máli og þeir sem segja að leikkonan líti ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25.

Selfoss tók toppsætið af Leikni


(4 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Selfoss er komið í toppsæti 2. deildar karla í fótbolta eftir 3:1-sigur á Fjarðabyggð á útivelli á Eskifirði í dag.

Arnór skoraði í fyrsta sigrinum


(4 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR CSKA Moskva vann sinn fyrsta sigur í rússnesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni er liðið lagði Orenburg í annarri umferðinni í dag. Arnór Sigurðsson skoraði annað mark CSKA á 38. mínútu.

Kringlan tilnefnd fyrir jólagjafaátak


(4 klukkustundir, 36 mínútur)
VIÐSKIPTI Verslunarmiðstöðin Kringlan hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna alþjóðlegra samtaka verslunarmiðstöðva, ICSC, í flokknum Þjónusta (e. customer service). Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Kringlunni.

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði


(4 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu.

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega


(4 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna.

Ísland á toppinn eftir sigur á Dönum


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ísland er komið í toppsæti D-riðils á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða karla í handbolta eftir glæsilegan 25:22-sigur á Danmörku í fjórða leik liðanna í riðlakeppninni í dag. Leikið er á Spáni.

Þór upp í annað sæti eftir dramatík


(4 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þór er kominn upp í annað sæti 1. deildar karla í fótbolta, Inkasso-deildarinnar, eftir 2:1-útisigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í dag. Króatinn Dino Gavric skoraði sigurmark Þórsara í uppbótartíma.

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls


(5 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður.

Ísland spilar um sjöunda sæti


(5 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta leikur um sjöunda sæti í B-deild Evrópumótsins í Portúgal. Ísland tapaði fyrir Hollandi í dag, 87:68 og mætir Georgíu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun.

Vantar gulrótina í endann


(5 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markmaður og fyrirliði Þórs/KA, var skiljanlega svekkt eftir 0:2-tap fyrir KR á útivelli í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í fótbolta í kvöld.

Stórlax á land á Laxamýri


(5 klukkustundir, 49 mínútur)
VEIÐI Í gær kom alvöru stórlax á land á svokölluðu Laxamýrarsvæði í Laxá í Aðaldal sem er einn sá stærsti sem frést hefur af það sem af er sumri.

Youtube Premium opnar á Íslandi


(5 klukkustundir, 50 mínútur)
VIÐSKIPTI Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni.

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn


(5 klukkustundir, 52 mínútur)
200 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri.

Óvíst hvort Ásdís nái úrslitaleiknum


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Tilfinningin er geðveikt góð og þetta er mjög gaman," sagði Ásdís Karen Halldórsdóttir, leikmaður KR, í samtali við mbl.is í dag. KR hafði betur gegn Þór/KA í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í dag, 2:0.

Mexíkósk ídýfa sem stelur senunni


(5 klukkustundir, 56 mínútur)
MATUR Þessi tryllta ídýfa er eins ekta mexíkósk og hún getur verið. Fullkomin þegar von er á góðum gestum, þú sérð um dippið og gestirnir koma með ölið.

Blómstrandi tré eru málið núna


(6 klukkustundir, 2 mínútur)
SMARTLAND Sigríður Helga Sigurðardóttir, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Markar, segir að fólk hafi mikinn áhuga á berja- og ávaxtatrjám. Hún segir líka að það færist í vöxt að fólk rækti krydd og salat í garðinum sínum.

111 ára Svíi á rafskutlu


(6 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Carl Mattsson frá Tjörn í Svíþjóð sló í síðustu viku metið elsti Svíi sem nokkru sinni hefur verið uppi þegar hann varð 111 ára og 125 daga gamall. Auk þess er hann elsti maður á Norðurlöndum, borðar tertu og þeysist um á rafskutlu.

Svava skoraði og lagði upp í stórsigri


(6 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5:0-stórsigri Kristianstad á útivelli gegn Kungsbacka.

Allir jafnir í Svíþjóð, líka rapparar


(6 klukkustundir, 15 mínútur)
FÓLKIÐ „Ríkisstjórn Svíþjóðar getur ekki og mun ekki reyna að hafa áhrif á saksóknara eða dómstóla í málinu,“ segir Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar. Allir séu jafnir fyrir sænskum lögum, líka rapparar.

Fimm lentu í umferðaróhappi


(6 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg.

Guðbjörg hársbreidd frá verðlaunasæti


(6 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir var hársbreidd frá verðlaunasæti í 200 metra hlaupi á Evr­ópu­móti U20 í frjálsíþrótt­um í Borås í Svíþjóð. Guðbjörg hafnaði í fjórða sæti á 23,64 sekúndum.

Skjálftahrina í Torfajökli


(6 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.

„Auðvitað erum við óánægð“


(6 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt.

Sækja göngumann á Morinsheiði


(6 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður.

Grillað lambaprime í sætri chili-sósu


(6 klukkustundir, 54 mínútur)
MATUR Lambaprime er með betri bitum sem hægt er að grilla og hér gefur að líta uppskrift með austurlensku ívafi sem er algjörlega upp á tíu. Það er meistari Berglind Guðmunds á GRGS sem á heiðurinn að þessari snilld.

Fjölnir skoraði fimm - Grótta bjargaði stigi


(6 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fjölnir styrkti stöðu sína á toppi Inkasso-deildar karla í knattspyrnu með því að bursta Hauka á útivelli, 5:1, í 13. umferðinni í dag. Þá er Grótta áfram í öðru sæti eftir 2:2-jafntefli gegn Víkingi Ólafsvík í toppbaráttuslag.

KR tryggði sér úrslitaleik við Selfoss


(7 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KR og Selfoss eigast við í bikarúrslitum í Mjólkurbikar kvenna í fótbolta. Það varð ljóst eftir 2:0-sigur KR á heimavelli gegn Þór/KA í undanúrslitum í dag.

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu


(7 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er.

Sú besta á HM til Atlético


(7 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan Sari van Veenendaal er gengin til liðs við Spánarmeistara Atlético Madrid en samningur hennar við Arsenal á Englandi rann út í sumar.

Langamma og 11 ára lönduðu samtímis


(8 klukkustundir, 1 mínúta)
VEIÐI Frábær morgun var á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal í morgun. Sjö löxum var landað og einn misstur. Þetta er besti morgun í Nesi í sumar. Sérstaka athygli vakti að veiðikonan Lilla frá Bretlandi var að veiða með barnabarnabarni sínu,

Tilræðismenn Hitlers heiðraðir


(8 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Þýsk stjórnvöld heiðruðu í dag Claus Schenk von Stauffenberg, sem var ofursti í þýska hernum, og aðra þá sem tóku þátt í misheppnaðri tilraun á þessum degi árið 1944 til þess að ráða Adolf Hitler, einræðisherra Þýskalands, af dögum.

Enginn í sveitinni að spá í hræin


(8 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi.

Missti afl og brotlenti


(8 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka.

Andri kom inn á í fyrsta leik


(8 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Andri Rúnar Bjarnason tók þátt af varamannabekknum í fyrsta leik Kaiserslautern í þýsku C-deildinni í knattspyrnu en tímabilið hófst í dag.

Krúnuleikastjörnurnar í nauðvörn


(8 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Leikhópurinn úr síðustu þáttaröð Krúnuleika, sem sýnd var í vor, komu þáttaröðinni til varnar, og voru í hálfgerðri nauðvörn, á Comic-con hátíðinni í San Diego í gær.

Kylie í notuðum fötum


(9 klukkustundir, 2 mínútur)
SMARTLAND Í sumarfríi sínu í Karíbahafi hefur Kylie Jenner klæðst sundfötum sem eru þremur árum eldri en hún sjálf, og sundbol og leggings sem eru sex árum eldri en hún.

Einhver ætti að negla mömmu


(9 klukkustundir, 2 mínútur)
FÓLKIÐ Pete Davidson segist búa með móður sinni sem er ekkja en vill endilega að hún finni sér kærasta.

Úlfarnir unnu meistarana í Asíu


(9 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Wolves hreppti gullverðlaunin í Asíubikarnum í knattspyrnu í Shanghai í Kína í dag með því að vinna Englandsmeistara Manchester City 3:2 í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma.

Táningur United sá um Inter


(9 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Manchester United og Inter mættust í æfingaleik í knattspyrnu í Singapúr í dag en enska félagið hafði betur í viðureigninni, 1:0.

Drottningin auglýsir eftir matreiðslumanni


(9 klukkustundir, 43 mínútur)
MATUR Langar þig að vinna í Buckingham-höll? Hefur þig alltaf dreymt um að baka skonsur handa drottningunni eða hertogahjónunum? Lúrir í þér lítill royalisti sem þráir ekkert heitar en að hanga með hábornum?

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum


(9 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi.

Höfðu deilt um forræði í tæp tvö ár


(10 klukkustundir, 2 mínútur)
BÖRN Óskar­sverðlauna­leik­kon­an Jenni­fer Hudson og barnsfaðir henn­ar Dav­id Ot­unga slitu tíu ára löngu sambandi sínu fyrir tæpum tveimur árum. Nú fyrst eru þau að ná samkomulagi um forræði.

Tólf létust í sprengingu í Kína


(10 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Tólf að minnsta kosti létu lífið þegar öflug sprenging varð í gas- og kolavinnslufyrirtæki í Kína síðdegis í gær. Þriggja er enn saknað samkvæmt frétt AFP.

Meistarinn langt frá toppnum


(10 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigurvegari Opna mótsins í fyrra, Francesco Molinari, var að ljúka þriðja hringnum á mótinu í ár en það fer fram á Royal Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Molinari átti nokkuð lítilfjörlegan hring í dag og er langt frá efstu mönnum.

Lítil fjölskylda lagði upp í leiðangur


(10 klukkustundir, 17 mínútur)
FERÐALÖG Litla fjölskyldan lagði upp í leiðangur á dögunum þar sem ætlunin var að skoða Snæfellsnesið og nágrenni í rólegheitum á einni helgi.

Hitinn fer í allt að 20 stig


(10 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina.

Mendy verður frá fyrstu vikurnar


(10 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy verður ekki með Englandsmeisturum Manchester City fyrstu vikurnar er úrvalsdeildin hefst í næsta mánuði en hann er enn að jafna sig af meiðslum.

Dansar þegar nýja nýrað kemur


(11 klukkustundir)
INNLENT María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni.

Ísland spilar um 5. sætið eftir sigur á Finnum


(11 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ísland hafði betur gegn Finnlandi, 23:19, í B-deild Evrópumeistaramóts U19 ára í handknattleik kvenna í Búlgaríu í morgun.

Bronsverðlaun í fyrsta leik Bruce


(11 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Newcastle vann 1:0-sigur á West Ham og hreppti bronsið í Asíubikarnum í Shanghai en ensku félögin eru þar á æfingaferðalagi í sumar.

Vilja að Íranar sleppi skipinu


(11 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Evrópuríki skoruðu í morgun á stjórnvöld í Íran að aflétta kyrrsetningu á olíuskipinu Stena Impero sem siglir undir fána Bretlands en er í sænskri eigu. Íranskir hermenn stöðvuðu skipið í Hormuz-sundi við mynni Persaflóa í gær.

Viðar Örn orðinn leikmaður Rubin Kazan


(11 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viðar Örn Kjart­ans­son, landsliðsmaður í knatt­spyrnu, er orðinn leikmaður Rubin Kazan í Rússlandi en hann kemur að láni frá Rostov út leiktíðina. Þetta staðfestir félagið á heimasíðu sinni.
MATUR Fyrir þá sem ekki vita þá er keppt í pönnukökubakstri hér á landi og það er ekkert grín að vinna þá keppni.

United hafnaði boði Inter í Lukaku


(12 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Manchester United hefur hafnað kauptilboði upp á 60 milljónir evra frá ítalska knattspyrnufélaginu Inter í sóknarmanninn Romelu Lukaku en breski miðillinn BBC greinir frá þessu.

Erna Sóley efst í riðlinum og í úrslit


(12 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Erna Sóley Gunnarsdóttir komst örugglega í úrslit í kúluvarpi á Evrópumóti U20 í frjálsíþróttum í Borås í Svíþjóð en hún varð efst í sínum riðli.

Lærdómslaust tap gegn Dortmund


(13 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool tapaði 3:2 gegn Dortmund í æfingaleik á Notre Dame-vellinum í Indiana í Bandaríkjunum í nótt en þetta var fyrsta tap Evrópumeistaranna á undirbúningstímabilinu.

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst


(13 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst.

Gunnhildur og stöllur björguðu stigi


(13 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og samherjar í Utah Royals gerðu 2:2 jafntefli á heimavelli gegn Portland Thorns í bandarísku atvinnumannadeildinni í knattspyrnu í nótt. Dagný Brynjarsdóttir var ekki með liði Portland í nótt en hún er mætt til Íslands í eigið brúðkaup.

Rut Kára hannaði fantaflotta þakíbúð


(13 klukkustundir, 32 mínútur)
SMARTLAND Þakíbúðin í Garðabæ hefur allt það sem góð þakíbúð þarf að bera, góða lofthæð, stóra partýstofu og þaksvalir með heitum potti.

Guðbjörg þriðja í undanúrslitum


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir komst örugglega í úrslitahlaupið í 200 metra hlaupi á Evrópumóti U20 í frjálsíþróttum í Borås í Svíþjóð.

Hélt upp á daginn með ösnum


(14 klukkustundir, 2 mínútur)
FÓLKIÐ Camilla hertogaynja af Cornwall hélt upp á 72 ára afmælisdaginn sinn í athvarfi fyrir asna og fékk að gefa folaldi nafn. Folaldið fékk nafnið Sweetpea eða „Sæta baun“ eins og það myndi útleggjast á íslensku.

Hamsturinn kominn heim


(14 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni.

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar


(14 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir.

Had to Fight to Earn Trust


(14 klukkustundir, 57 mínútur)
ICELAND Icelandic composer and cellist Hildur Guðnadóttir has been nominated for an Emmy award for the music she composed for the TV series Chernobyl.

Hvött til að stofna nýtt framboð


(15 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni.

Löngu vitað að Neymar vildi fara


(15 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri París SG í Frakklandi, segir að það sé langt síðan hann vissi af því að Brasilíumaðurinn Neymar vildi yfirgefa félagið.

625 nemendur í skóla fyrir 450


(15 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust.

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi


(15 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna.

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni


(15 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir.

Eignarhaldið virðist vera á huldu


(15 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi.

Púsluspil sem krefst skipulags


(15 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fremsta fjölþrautarkona landsins, María Rún Gunnlaugsdóttir, hefur alla tíð þurft að skipuleggja tíma sinn vel enda fer stór hluti af deginum hjá henni í æfingar.

Markvissar aðgerðir KSÍ hafa litlu skilað


(15 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mikill vilji er til þess innan Knattspyrnusambands Íslands að fjölga konum í dómgæslu hér á landi. Ekki einungis til þess að dæma hjá konum, enda hafa kvendómarar sannarlega sannað sig í karlaboltanum, heldur til þess að jafna kynjahlutfallið í hópi dómara og fá fleiri til starfa.

Kardashian ósátt með skólamatinn


(16 klukkustundir, 2 mínútur)
BÖRN Kourtney Kardashian sagði skoðun sína á skólamatnum hjá börnunum sínum. Hún hvetur fólk kenna börnum sínum um sjálfbæran lífstíl og matarsóun.

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný


(17 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða


(17 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Ákvörðun borgarinnar kemur á óvart


(17 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga.

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur


(17 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst.
INNLENT Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa.
INNLENT Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina.

Bræður sem vissu ekki hvor af öðrum


(17 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns.

Ekki drekka vatn eftir að hafa borðað chili


(17 klukkustundir, 55 mínútur)
MATUR Það er ekki auðvelt að vita hvernig maður eigi að bregðast við eftir að hafa borðað eitthvað rosalega sterkt og munnurinn stendur í ljósum logum.

Í sömu skónum í fjórða sinn í sumar


(18 klukkustundir, 2 mínútur)
SMARTLAND Katrín hertogaynja af Cambridge kann að velja skó við öll tilefni. Þessir skór passa svo sannarlega við hvaða tilefni sem er, enda hefur hún verið í þeim á fjórum viðburðum í sumar.

Ekkert samband hefur náðst við skipið


(23 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Jeremy Hunt utanríkisráðherra Bretlands segir að það muni hafa „alvarlegar afleiðingar“ ef Íran sleppi ekki olíuflutningaskipinu Stena Impero, sem siglir undir breskum fána, úr haldi. Ekkert samband hefur náðst við skipið frá því síðdegis í dag.

Fjölmenn skötumessa í Garðinum


(23 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla.

Birgir og Guðmundur úr leik


(23 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru báðir úr leik eftir tvo hringi á Euram Bank Open-mótinu í golfi. Mótið er á Áskorendamótaröðinni.

Ræddi við Kanye um A$AP Rocky


(23 klukkustundir, 56 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríkjaforseti segist ætla að hringja í Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar til þess að reyna að liðka fyrir því að bandaríski rapparinn A$AP Rocky, sem grunaður er um líkamsárás í miðborg Stokkhólms 5. júlí síðastliðinn, verði leystur úr haldi.
Meira píla