Fréttir vikunnar


FÓLKIÐ Í miðjum júlí hélt hljómsveitin Grateful Shred tónleika í Kaliforníuríki þar sem talið er að orðið hafi hópsmit. Smitið má rekja til hljómsveitarinnar.
INNLENT Kamilla S. Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnarlæknis, segir að verið sé að skoða hvers vegna hlutfall smitaðra Janssen-þega er sexfalt hærra en hlutfall smitaðra sem þegið hafa annað bóluefni.
MATUR Hér er brauðuppskrift sem þú munt vilja bera fram fyrir gesti – því það glæsilegt og umfram allt svakalega gott.
ÍÞRÓTTIR Selemon Barega frá Eþíópíu fékk fyrstu gullverðlaun frjálsíþróttakeppninnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag þegar hann sigraði í 10.000 metra hlaupi karla eftir æsilegan endasprett.
INNLENT Flutningabíll bilaði nú skömmu eftir hádegi í Hvalfjarðargöngum. Bíllinn var á leiðinni upp úr göngunum norðanmegin við fjörðin þegar hann bilaði.
INNLENT Níu sjúklingar liggja inni á Landspítala með Covid-19, sjö á legudeildum og tveir á gjörgæslu.Hvorki voru innlagnir né útskriftir síðastliðinn sólarhring en einangrun var aflétt af einum sjúklingi, að því er kemur fram á vefsíðu Landspítalans.
200 Kennslu í Sjávarútvegsskóla unga fólksins er lokið í ár. Um er að ræða níunda starfsár skólans í röð. Kennt var á fimm stöðum á Austurlandi í ár, fjórum stöðum á Norðurlandi og í Reykjavík í júní og júlí. Nemendur við skólann voru á aldrinum 13-16 ára og voru 360 sumarið 2021.
ÍÞRÓTTIR Alfreð Gíslason og þýska karlalandsliðið í handknattleik stigu stórt skref í átt að átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag með því að vinna sannfærandi sigur á Norðmönnum, 28:23.
K100 Það má segja að Skímó hiti upp fyrir Helga annað kvöld en hljómsveitin hefur nú tilkynnt væntanlega tónleika í október.
ÍÞRÓTTIR Bandaríkin höfðu betur gegn Hollandi í síðasta leik fjórðungsúrslitanna í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit eftir frábæran leik.
ÍÞRÓTTIR Xander Schauffele frá Bandaríkjunum lék manna best á öðrum hring golfkeppni karla á Ólympíuleikunum í dag en ekki var hægt að ljúka hringnum vegna veðurs.
INNLENT Fundað var um afdrif Reykjavíkurmaraþonsins í morgun. Til stóð að halda hlaupið 21. ágúst en óljóst er hvort hægt verður að halda það með hefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að taka endanlega ákvörðun um það á miðvikudag, að sögn Silju Úlfarsdóttur, upplýsingafulltrúa Íþróttabandalags Reykjavíkur.
ÍÞRÓTTIR Countdown Cup, fjórða, og á ákveðinn hátt síðasta, mót núverandi tímabils Overwatch deildarinnar (Overwatch League) hefst í dag. Eins og í þremur fyrri mótum verða umspil í þrjár helgar og svo fjórðu helgina verður útsláttarkeppni þar sem liðin hafa tækifæri til að vinna sér inn stig til að komast í úrslitakeppni deildarinnar.

Innblástur frá postulínsdiskum ömmu

(1 klukkustund, 15 mínútur)
FÓLKIÐ Innblástur getur komið frá ótrúlegustu stöðum og eru eflaust margir listamenn sem tengja við það. Listakonan og fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er eigandi tískumerkisins Sif Benedicta sem sérhæfir sig í fallegum mynstrum og litagleði. Halldóra er menntaður klæðskeri og útskrifaðist úr fatahönnun frá Háskóla Íslands. Hún segist hafa áhuga á áhugaverðum litasamsetningum og fjölbreyttum listmiðlum og sækir sér innblástur á virkilega skemmtilega vegu.
ÍÞRÓTTIR Daninn Mikkel Hansen er orðinn markahæsti leikmaðurinn í sögu handknattleikskeppni karla á Ólympíuleikum eftir að hann skoraði níu mörk fyrir Dani í sigrinum á Portúgölum í dag, 34:28.
INNLENT Útlit er fyrir ágætisveður um allt land um verslunarmannahelgina, hægan vind, víða bjartviðri og að mestu þurrt, samkvæmt upplýsingum frá Birgi Erni Höskuldsson veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
INNLENT Kamilla segir að tölur dagsins yfir fjölda kórónuveirusmita séu ekki orðnar alveg marktækar ennþá. „Það sem þær sýna er þó að við erum með miklu fleiri smit en nokkru sinni fyrr, dag eftir dag.“
BÖRN Leikkonan Kristen Bell segir nafn yngri dóttur sinnar heldur óheppilegt á þessum tímapunkti í heimsfaraldrinum en að nafn bjórsins Corona sé þó mun óheppilegra. Yngri dóttir Bell og leikarans Dax Shepherds ber nafnið Delta, líkt og afbrigðið af kórónuveirunni sem stór hluti heimsbyggðarinnar er að kljást við um þessar mundir.

Fernt sem þú vissir ekki um Jackie Kennedy

(1 klukkustund, 45 mínútur)
SMARTLAND Jacqueline Kennedy Onassis, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, hefði orðið 92 ára 28. júlí síðastliðinn hefði hún lifað. Jackie, eins og hún var ætíð kölluð, var dáð og dýrkuð af bandarísku þjóðinni, bæði fyrir viðmót sitt og tískustíl sem hefur staðist tímans tönn.

Sólveig hætt í handboltanum

(1 klukkustund, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleikskonan reynda Sólveig Lára Kjærnested hefur lagt skóna á hilluna eftir tuttugu ára feril með Stjörnunni en hún hefur leikið með Garðabæjarliðinu nær óslitið frá fimmtán ára aldri.

Flestir bólusettra og smitaðra fengu Janssen

(2 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Af þeim sem eru fullbólusettir og greindust með kórónuveiruna í júlí voru 345 með bóluefni Janssen eða 53%. Þetta kemur fram í svari embættis landlæknis við fyrirspurn mbl.is.

Draumur Djokovic úr sögunni

(2 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Serbinn Novak Djokovic verður ekki ólympíumeistari í einliðaleik í Tókýó en hann var í dag sleginn út í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum.
ÍÞRÓTTIR Rannsókn var gerð í Ástralíu nýlega þar sem hegðun sjö og átta ára barna í skólum þar í landi sem spila tölvuleiki var rannsökuð. Niðurstaðan sýndi að hægt er að ná árangri með notkun tölvuleikja í kennslustofum.

Danmörk ekki í vandræðum með Portúgal

(2 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danmörk vann þægilegan 34:28 sigur gegn Portúgal í B-riðlinum í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Óli Halldórs hættir við að leiða

(2 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Óli Halldórsson, kjörinn oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, hefur vikið frá áformum sínum um að leiða lista hreyfingarinnar í alþingiskosningunum í september.

Svíar slógu heimakonur út

(2 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svíþjóð er komin í undanúrslitin í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum eftir að hafa unnið sterkan 3:1-sigur á gestgjöfunum í Japan á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Albert þeytti rjómann í smjör

(3 klukkustundir, 1 mínúta)
MATUR Meistari Albert Eiríks lenti í því á dögunum að ofþeyta rjóma með þeim afleiðingum að hann varð að smjöri.

Andri Þór fór holu í höggi á par 4-braut

(3 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Andri Þór Björnsson, atvinnukylfingur úr GR, fór holu í höggi á sjöttu braut Garðavallar á Akranesi í gær. Brautin er par 4 og 278 metra löng.
ÍÞRÓTTIR Ástralía er komið áfram í undanúrslitin í knattspyrnu kvenna eftir magnaðan 4:3-endurkomusigur gegn Stóra-Bretlandi í framlengdum leik á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Veit ekki hve lengi hann fær að lifa

(3 klukkustundir, 15 mínútur)
K100 Nóg er fyrir stafni hjá Jóhannesi Hauki stórleikara en hann er nú við tökur á annarri seríu af Vikings: Valhalla.

Líkur á skúrum og jafnvel eldingum

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Svokallað veltimætti reiknast hátt í veðurspám í dag. Er það vísbending um getu loftsins til að rísa og mynda skúraský, en gildið er upp á rúmlega 800 yfir Suðurlandi klukkan 18. Aðrar spár sýna fram á hærra gildi. Líkur eru á skúrum og jafnvel eldingum, að sögn Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings.

Fylgdist með syni sínum verða að dóttur sinni

(3 klukkustundir, 30 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Jamie Lee Curtis greindi frá því í forsíðuviðtali við AARP-tímaritið að dóttir hennar Ruby væri transkona. Ruby á Curtis með eiginmanni sínum Christopher Guest og er hún yngsta barn þeirra.

Kanada í undanúrslit eftir sigur í vítakeppni

(3 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kanada er komið áfram í undanúrslitin í knattspyrnu kvenna eftir að hafa unnið 4:3-sigur gegn Brasilíu í vítaspyrnukeppni í fjóðrungsúrslitunum í morgun.
ÍÞRÓTTIR Hinn svokallaði „sumargluggi“ í íslenska fótboltanum er opinn en frá lokum júní til miðnættis í kvöld, fimmtudagsins 29. júlí, geta leikmenn haft félagaskipti milli íslenskra félaga, ásamt því að þau geta fengið til sín leikmenn erlendis frá.

Heimsfrægar leikkonur á Íslandi

(3 klukkustundir, 45 mínútur)
FERÐALÖG Leikkonurnar Emma Watson, sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Hermione Granger í Harry Potter-kvikmyndunum, og Michelle Yeoh, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í Bond-kvikmyndinni Tomorrow Never Dies og Crazy Rich Asians, eru hér á Íslandi. Þær eru þó ekki saman hér á landinu.

Óttast hrun heilbrigðiskerfisins í Japan

(3 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Japönsku læknasamtökin óttast að heilbrigðiskerfið þar í landi hrynji haldi kórónuveirufaraldurinn áfram að láta að sér kveða.

112 smit innanlands

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT 112 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is.
ÍÞRÓTTIR „Maður er í smá spennufalli í dag. Þetta voru náttúrlega ótrúleg úrslit og hrikalega gaman að hafa átt það fyllilega skilið að slá þá út,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við mbl.is.

Stór hópur í vinnusóttkví vegna smitanna

(4 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Ekki hafa greinst fleiri smit tengd því sem greindist á krabbameinsdeild Landspítalans í gær en stór hópur er í vinnusóttkví uns skimað verður í seinna skiptið. „Einstaklingar þurfa að matast afsíðis, mega ekki sækja fundi og ekki vera í sameiginlegum rýmum,“ segir verkefnastjóri farsóttarnefndar spítalans.
INNLENT María Pétursdóttir, myndlistamaður, öryrki og aðgerðasinni, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Þór Saari hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður skipar annað sætið.

Hætta að senda smitaða í einangrun

(4 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Innan þriggja vikna munu þeir sem smitast af Covid-19 í Alberta-fylki í Kanada ekki þurfa að fara í einangrun.

Tilhugsunin er súrrealísk

(4 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Í aðdraganda Ólympíuleikanna var talið svo gott sem öruggt að gullverðlaunin í fjölþraut kvenna í fimleikum yrðu hengd um háls Simone Biles frá Bandaríkjunum. Rétt eins og á leikunum í Ríó árið 2016.

Westbrook á leið til LA Lakers?

(4 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR CBS hélt því fram í gærkvöldi að Los Angeles Lakers væri á góðri leið með að næla í einn öflugasta leikmann deildarinnar, Russell Westbrook. Lakers er í viðræðum við Washington Wizards sem Westbrook lék með á síðasta tímabili.
ÍÞRÓTTIR Hinn svokallaði „sumargluggi“ í íslenska fótboltanum er opinn en frá lokum júní til miðnættis í kvöld, fimmtudagsins 29. júlí, geta leikmenn haft félagaskipti milli íslenskra félaga, ásamt því að þau geta fengið til sín leikmenn erlendis frá.

Smitaður starfsmaður á Ási í Hveragerði

(5 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Starfsmaður Áss hjúkrunarheimilis í Hveragerði hefur greinst með kórónuveiruna. Starfsmaðurinn mætti til vinnu í fyrradag.

Skúli og Gríma opna dyrnar í Hvammsvík

(5 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND Skúli Mogensen og Gríma Björg Thorarensen búa vel í Hvammsvík í Hvalfirði.

Óvænt snjókoma í Brasilíu

(5 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Í brasilíska ríkinu Rio Grande do Sul, sem venjulega er sólríkt, skemmtu íbúarnir sér yfir óvæntri snjókomunni.

Skógareldar í Finnlandi

(5 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Umfangsmiklir skógareldar geisa nú í Kalajoki í Finnlandi. Eldarnir eru þeir mestu sem logað hafa í landinu í yfir hálfa öld.

Smit í herbúðum United

(5 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur tilkynnt að áætlaður vináttuleikur liðsins gegn Preston North End, sem átti að fara fram á morgun, hafi verið blásinn af vegna nokkurra jákvæðra niðurstaðna úr skimun fyrir kórónuveirunni innan leikmannahópsins.

Skilja ekki áhuga á „hrognatei“

(5 klukkustundir, 45 mínútur)
K100 Kristín Sif og Þóra á matarvef mbl.is deildu upplifun sinni af svokölluðu Boba-tei sem virðist vera að tröllríða öllu hjá krökkum um þessar mundir

Meirihlutinn heldur sig á landinu

(5 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Rúmlega þriðjungur landsmanna ætlar í frí erlendis á árinu eða hefur þegar farið í frí til útlanda. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru mun líklegri til utanlandsferða en fólk af landsbyggðinni, en 45 prósent höfuðborgarbúa hafa farið eða ætla í frí til útlanda.

Egyptar skelltu Svíum

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Egyptaland gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27:22-sigur á Svíþjóð í B-riðlinum í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.
ERLENT Ríkisstarfsmenn í Tékklandi munu fá tvo daga til viðbótar í orlof ef þeir eru bólusettir.

Herinn fylgir eftir takmörkunum

(6 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í Ástralíu hafa sent hundruð hermanna til Sydney til að framfylgja útgöngubanni vegna kórónuveirunnar í borginni.

Vilhjálmur hættur með mál Ingós veðurguðs

(6 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður er ekki lengur lögmaður Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns.

Frakkar unnu toppslaginn

(6 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frakkland vann góðan 36:31-sigur gegn Spáni í uppgjöri tveggja efstu liða A-riðilsins í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Mistök heilbrigðisstarfsfólks þurfi annan farveg

(6 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál þurfti til þess að læknir fengi skýrslu afhenta um atvik sem hann tengdist. Læknirinn var sviptur lækningaleyfi tímabundið í kjölfar atviksins en Læknafélag Íslands gætti hagsmuna mannsins í málinu fyrir úrskurðarnefndinni.

Helgi verslunarmanna heima í stofu

(6 klukkustundir, 39 mínútur)
FÓLKIÐ Helgi Björnsson, tónlistarmaður, leikari og þjóðargersemi, mun annað kvöld trylla lýðinn í beinni útsendingu frá Hótel Borg. „Þetta eru bara tónleikar í beinni,“ sagði Helgi þegar Morgunblaðið náði tali af honum.

Falin perla við Tungnaá

(6 klukkustundir, 45 mínútur)
FERÐALÖG Stakahnjúksvatn státar af litum og umhverfi sem verður best sýnilegt þegar dróni er notaður og þegar þessi myndbrot voru fönguð var snjór byrjaður að skreyta toppa fjallanna að Fjallabaki.

Félagaskiptin í enska fótboltanum – sumarglugginn

(6 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Opið hefur verið fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu frá 9. júní og „sumarglugganum“ í deildinni verður lokað að kvöldi þriðjudagsins 31. ágúst, átján dögum eftir að keppni í deildinni hefst á tímabillinu 2021-22.

Gosið getur staðið í einhver ár

(6 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Meðalhraunrennsli úr gígnum í Geldingadölum frá 2. júlí til 27. júlí var um 11 m3/sek. Nýjar mælingar voru gerðar þriðjudaginn 27. júlí þegar teknar voru loftmyndir með myndavél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins.

Hátíðin flutt úr Dalnum heim á lóð

(7 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Allt er til reiðu í Herjólfsdal fyrir Þjóðhátíð 2021, sem ekki verður. Ljósaskreytingar, brennan á Fjósakletti, götumerkingar fyrir hvítu tjöldin, myllan og vitinn svo helstu kennileiti séu nefnd eru á sínum stað.

Lausum störfum fjölgar

(7 klukkustundir, 32 mínútur)
VIÐSKIPTI Afleiðingar kórónuveirufaraldursins hafa komið mest fram á vinnumarkaðnum, fyrst og fremst í auknu atvinnuleysi, en einnig í minni atvinnuþátttöku og styttri vinnutíma. Sé litið á fjölda starfa á öllum vinnumarkaðnum á síðustu árum var fjöldi starfa mestur á 3. ársfjórðungi 2019, um 226 þúsund störf. Á fyrri hluta þessa árs voru störf aftur á móti um 183 þúsund, eða u.þ.b. 80% af því sem mest var.

„Fallegur dagur í vændum“

(7 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Í dag léttir til og hlýnar um allt land. „Fallegur dagur í vændum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Töluvert færri flutningar en síðustu daga

(7 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti töluvert færri sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en sólarhringana þar á undan, alls 115.

Var bjargað úr holræsi og fékk nýja fjölskyldu

(7 klukkustundir, 45 mínútur)
K100 Draumar geta svo sannarlega ræst og var það tilfellið hjá unglingsstúlku í Bandaríkjunum en alla sína ævi hafði hana dreymt um að eiga hvolp.

Planið var ekki að eignast barn ein 44 ára

(7 klukkustundir, 45 mínútur)
BÖRN Poppstjarnan Na­talie Imbruglia eignaðist sitt fyrsta barn 44 ára árið 2019. Hún fór í tæknifrjóvgun og fékk sæðisgjafa og nú er hún byrjuð að gefa af sér. Imbruglia sagðist nýlega hjálpa ókunnugum konum sem þyrftu stuðning.

Lindex opnar stórverslun á Selfossi

(8 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Níunda Lindex-verslunin á Íslandi var opnuð í gær. Verslunin er á Selfossi og er sú stærsta utan höfuðborgarsvæðisins.

Klippti fötin sem hún vildi ekki klæðast

(8 klukkustundir, 15 mínútur)
FÓLKIÐ Fatahönnuðurinn Halldóra Sif Guðlaugsdóttir hefur í gegnum tíðina alltaf verið samkvæm sjálfri sér í klæðaburði og vitað hvað hún vill þegar kemur að því að velja föt á sig. Halldóra rekur nú tískumerkið Sif Benedicta sem hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana, meðal annars fyrir falleg munstur og litagleði.

Sló starfsmann í andlitið

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Í gær var tilkynnt um þjófnað úr verslun í miðbænum. Starfsmenn verslunarinnar fóru á eftir þjófnum og endurheimtu þýfið, en þjófurinn sló annan starfsmanninn í andlitið þegar þýfið var endurheimt. Þjófurinn komst síðan undan og er málið í rannsókn samkvæmt dagbók lögreglu.

Steingeitin: Tími til að hafa gaman

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Steingeitin mín, þú þarft að afkasta svo miklu til þess að vera sátt og ánægð í eigin skinni. Þú ert forystusauður, svo hjörðin fylgir þér. Það er líka svo skemmtilegt hvað þú ert skýr í því sem þú vilt að gerist og talar bæði ákveðið og fallega.

Ljónið: Þörf til að skapa

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Ljónið mitt, þú ert að fara inn í tímabil þar sem þú sérð stjörnunar, himininn og sjóinn í miklu skýrari litum. Þú finnur hjá þér þörf til að skapa og búa eitthvað til. Og þú verður að láta undan þessari þörf til þess að sálin þín víkki út og færi þér hamingjustraumana.

Vatnsberinn: Þinnar eigin gæfu smiður

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Vatnsberinn minn, þú ert að fara inn í góða tíma þar sem þú nýtur þín alveg í botn. Þú ert að breyta einhverju skipulagi og skemmtir þér betur en þú bjóst við. Þeir sem eru í ástarhug eiga bara að gera eitthvað í málunum, ekki bíða eftir að eitthvað gerist, það er lausnin. Þú ert náttúrlega sérstakt listaverk og það er alls ekki hægt að segja þú fallir inn í neins konar form.

Fiskarnir: Umvafin ást og gleði

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Fiskurinn minn, þú ert svo margslunginn. Annaðhvort elskarðu breytingar eða þolir þær ekki og þarft að hafa skoðun á öllu sem þér tengist og öllum. Það býr mikil fórnfýsi og stundum viltu líka vera fórnarlamb, því að vera venjulegur er eitur í þínum beinum.

Krabbinn: Margt smátt verður stórt

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Krabbinn minn, láttu alls ekki tilfinningarnar bera þig ofurliði í neinu á þessu sérstaka tímabili sem þú ert að ganga inn í. Þú mátt alveg vita að þú getur gert greinarmun á réttu og röngu, svo íhugaðu að gera ekkert annað en að feta þann veg þar sem hið réttara skal sannara reynast. Það getur oft verið erfitt fyrir þig, yndið mitt, að halda með réttlætinu og hinu rétta. Og á sama tíma líka að standa fyrir utan allt sem þarf að taka ákvarðanir um, en þú færð aukakraft til þess að klára málin.

Tvíburinn: Getur flogið hvert sem er

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Tvíburinn minn, ég hef alltaf sagt að það ætti að kenna samskipti í skólum frekar en dönsku eða stærðfræði, en þú fékkst samskiptahæfni í vöggugjöf. Og þú ert að fara inn í langt tímabil þar sem þessi hæfileiki á eftir að njóta sín og lýsa eins og friðarsúlan hennar Yoko Ono úti í Viðey.

Sporðdrekinn: Þolir ekkert kjaftæði

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Sporðrekinn minn, það er svo mikil og yndisleg mystík yfir þér. Svo margir eru að spá og langar að vita hvað þú ert að hugsa, en það er ekki séns að þeir komist inn í hjartaræturnar þínar. Þú hefur sveiflast eins og brotin fánastöng undanfarið, en munt vakna við það í kringum 8. ágúst að þú fáir þann styrk sem þú þarft að hafa og þú vitir að þú ert alltaf sigurvegari. Þú ert eina stjörnumerkið sem sagt er að sé stöðugt vatnsmerki. Þar af leiðandi hreyfir þú þig ekki þó aðrir vilji hreyfa þig til og það þarf sérstakan útbúnað til þess að sjá eitthvað í þessu vatni.

Vogin: Verður í essinu þínu

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Vogin mín, það er svo gott þú hafir í þínu eðli að vera sáttasemjari. Nýttu þér það bæði til þess að gefa eftir eða finna út hvernig hinn aðilinn sem þú ert að semja við gefi líka rétt eftir. Þú ert loftmerki og sumir segja að þú sért merkiloftmerki. En það þýðir að þú ert frumkvöðull í svo miklu fleiru en þú sérð sjálf. Þér líkar best að það sé hreinlega vindur úr öllum áttum, þá er enginn sáttari en þú. En þegar það er logn og þú heyrir ekkert nema tístið í sjálfri þér geturðu fundið fyrir þreytu sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Bogmaðurinn: Einlægni hlýja og ástríki

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Bogmaðurinn minn, þú ert svo mikil ævintýramanneskja, en það hafa ekki öll ævintýrin þín endað eins og þú vildir. Seinna muntu samt sjá að allt hefur verið leiðin að draumum þínum. Það býr í þér svo sterkur heimspekingur að þú getur haft áhuga á öllu eða engu sama daginn. Og með þetta frjóa ímyndunarafl finnurðu réttu lausnirnar og rétta fólkið og þessi bjartsýni er í kringum þig.

Ágústspá Siggu Kling er lent!

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Spákonan Sigga Kling er búin að spá í spilin fyrir ágústmánuð og sjón er sögu ríkari. Að sögn Siggu er tími til að skemmta sér í ágúst, grípa þau tækifæri sem bjóðast og treysta á sjálfan sig.

Hrúturinn: Tækifærin blasa við

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Hrúturinn minn, þú sterka og skoðanamikla alheimsafl sem ýtir svo sannarlega við okkur hinum þegar þess þarf. Það er svo margt og mikið búið að takast í sumar, en þér finnst það alls ekki nóg. Þú verður að vita að sú setning sem Alda Karen lífskúnstner sagði, „þú ert nóg“, er eitthvað sem þú þarft að tileinka þér núna.

Nautið: Að segja já er lykilinn

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Nautið mitt, ég fæ hreinlega gæsahúð yfir því hvað lífið á eftir að gefa þér. Þú færð verðlaun eða hrós frá ótrúlegustu stöðum og þú vinnur svo sérstaklega vel undir hrósi og/eða einlægni. En það kemur fyrir að þú finnur ekki árangur af erfiði þínu og þá máttu sleppa því um stund eða víkja hugsunum þínum annað.

Meyjan: Orð þín eru rétt

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Elsku Meyjan mín, þú ert svo blíð og hefur svo fallegar hugsanir. Og það er staðreynd að þú ert það sem þú hugsar. Ef þú hugsar bjart þá líður þér vel, ef þú hugsar svart ertu í svörtu orkunni. Það er þitt að taka ákvörðun um hvað þú hugsar, því þú ert svo sterkt í hugsanaorkunni.

Skipt upp í fjögur hólf á Hömrum

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Tjaldsvæðinu á Hömrum hefur verið skipt upp í fjögur sóttvarnahólf og geta mest 200 gestir dvalið í hverju hólfi. Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti tekur um 200 gesti og er því eitt sóttvarnahólf.

Lætur reyna á Covid-reglugerð

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Rafn Líndal Björnsson, læknir í Noregi, ætlar að óska eftir því við lækna á Covid-göngudeild Landspítalans að einangrun sonar hans verði aflétt.

Loksins sól og blíða í borginni

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Sól og blíða var á höfuðborgarsvæðinu í gær. Hiti mældist hæst tuttugu stig í Reykjavík en var að jafnaði rétt undir tuttugu stigum frá hádegi.

Fámennt en góðmennt á tjaldsvæðum landsins

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Verslunarmannahelgin er fram undan og eflaust margir sem vilja stinga af með fjölskyldunni í tjaldútilegu. Nú gildir þó 200 manna samkomubann og því ljóst að snúið verður að finna pláss.

Alvarlegt ástand á farsóttarhúsunum

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Mikið álag hefur verið á farsóttarhúsunum og opnaði Rauði krossinn þriðja slíka húsið á dögunum. Það virðist ekki duga mikið lengur því allt stefnir í að húsin verði stútfull í dag eða á morgun, en nú eru 250 manns í einangrun í farsóttarhúsunum.

PCR-prófin fæla ferðamenn frá

(9 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Mikill samdráttur hefur orðið í bókunum hjá mörgum ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi síðastliðna viku. Nemur samdrátturinn í sumum tilvikum mörgum tugum prósenta.

Drykkurinn sem er að gera allt vitlaust á TikTok

(9 klukkustundir, 31 mínúta)
MATUR Nú erum við eiginlega bara orðlaus. Þessi uppskrift segir sig sjálf og er svo fáránlega girnileg að okkur langar eiginlega að prófa hana strax.

Aron lagði Dag að velli á Ólympíuleikunum

(11 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Kristjánsson hafði betur í uppgjörinu við Dag Sigurðsson þegar íslensku þjálfararnir mættust með lið sín í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt.

Guðni komst ekki áfram

(11 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðni Valur Guðnason hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó en undankeppninni í kringlukasti karla var að ljúka.
ÍÞRÓTTIR Suðurafríska sundkonan Tatjana Schoenmaker setti í nótt nýtt heimsmet í 200 metra bringusundi þegar hún varð ólympíumeistari í greininni í Tókýó.

Austria Wien fær yfirhalningu heima fyrir

(14 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Austurrískir fjölmiðlar gagnrýna frammistöðu Austria Wien gegn Breiðabliki í kvöld harðlega. Blaðið Kronen Zeitung segir að frammistaða liðsins hafi verið skelfileg og það hafi orðið sér til skammar.

Ríkisstarfsmenn krafðir um bólusetningarstöðu

(14 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, kynnti í dag nýjar aðgerðir til þess að stemma stigu við útbreiðslu Delta-afbrigðisins þar ytra. Ríkisstarfsmenn munu nú þurfa að gefa upp bólusetningarstöðu sína. Séu þeir ekki fullbólusettir eru starfsmennirnir skyldugir til þess að vera með grímu og fara í skimun.

Svarta ekkjan kærir Disney

(15 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Scarlett Johansson hyggst kæra Disney-samsteypuna vegna ákvörðunar þess efnis að gefa út nýjustu Marvel-ofurhetjumyndina „Black Widow“ á streymisveitu sinni Disney+ á sama tíma og myndin fór í sýningu í kvikmyndahúsum. Telur Johansson að það brjóti á skilmálum í samningi hennar við fyrirtækið.

Telja nauðsyn að börn verði bólusett

(15 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Umræða hefur verið um hvort kominn sé tími til að hefja bólusetningar á börnum gegn Covid-19. Nýlega birtist stutt grein í blaðinu Pediatric Infectious Disease Journal (PIDH) eftir prófessorana Ásgeir Haraldsson, Þorvarð Jón Löve og Valtý Stefán Thors.

Netflix krefst þess að starfsmenn fái bólusetningu

(15 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Streymisveitan Netflix hefur ákveðið að bólusetning við Covid-19 verði skylda fyrir leikara og starfsmenn við kvikmyndaframleiðslu fyrirtækisins.
ÍÞRÓTTIR „Ég held að þetta sé besta ákvörðun sem Biles hefur tekið í lífinu,“ segir Andrea Sif Pétursdóttir fimleikakona í samtali við mbl.is um ákvörðun bandarísku fimleikakonunnar Simone Biles að draga sig úr keppni á Ólympíuleikunum.

Taka á móti færri gestum þessa verslunarmannahelgi

(15 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna á Akureyri, segir að gert sé ráð fyrir að gestir muni streyma á tjaldsvæðin í kvöld og á morgun fyrir verslunarmannahelgina.

Makríllinn er á víð og dreif

(15 klukkustundir, 45 mínútur)
200 Fyrstu niðurstöður leiðangursins benda til þess að meira magn sé af makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu í ár heldur en í fyrrasumar.

Rökkvi endaði í fjórða sæti á heimsleikunum

(15 klukkustundir, 51 mínúta)
FÓLKIÐ Rökkvi Guðnason lenti í fjórða sæti í unglingaflokki á heimsleikunum í crossfit. Keppt var í níu þrautum og vann Rökkvi tvær þeirra. Í unglingaflokki keppa sextán og sautján ára keppendur.

Fyrsti leikurinn hjá van Dijk í 285 daga

(15 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hollenski knattspyrnumaðurinn Virgil van Dijk lék í kvöld sinn fyrsta leik með Liverpool síðan hann slasaðist illa á hné í leik gegn Everton í október á síðasta ári.

Frágangur eftir sandspyrnu Top Gear langt kominn

(16 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Frágangur eftir sandspyrnuatriði fyrir breska þáttinn Top Gear við Hjörleifshöfða er langt kominn. Þetta segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, í samtali við mbl.is.
INNLENT Seinni hluta júlímánaðar var haldin tónlistarsmiðja fyrir börn í félagsheimilinu á Þingeyri. Ein vinsælasta söngkona landsins, Bríet Ísis Elfar, sem alla jafna er kölluð Bríet, stóð fyrir smiðjunni í samstarfi við þá Þorleif Gauk Úlfarsson tónlistarmann og Rubin Pollock, gítarleikara hljómsveitarinnar Kaleo.

Segir Íslendinga lifa í blekkingu um brottkast

(16 klukkustundir, 7 mínútur)
200 „Sjálfur var ég á togurum Útgerðarfélags Akureyrar til margra ára og það var ekkert smotterí sem fór út um lensportin. Sá „afli“ fór, eftir því sem ég best veit, ekki í skipsbækurnar. Það kann þó að vera verðugt rannsóknarefni hvort í þeim leynast upplýsingar í þessum efnum,“ segir Arthúr Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, í aðsendri grein í Bændablaðinu.
ERLENT Að sögn vísindamanna finnur Bretland nú þegar fyrir afleiðingum sem loftslagsbreytingar hafa, með aukinni úrkomu, sólskini og hitastigi.

Engin kennsla fyrr en vorið 2022

(17 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Endurbætur vegna tjóns sem varð í kjölfar vatnsleka í húsakynnum Háskóla Íslands eru ekki enn hafnar. Húsnæðið sem fór verst út úr lekanum verður því líklega ekki nothæft fyrr en vorið 2022.

Afar mikilvægur sigur Þróttara

(17 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þróttarar eru ekki af baki dottnir í næstefstu deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, og galopnuðu í kvöld baráttuna um að halda sæti sínu í deildinni.

Ótrúlegar fyrir-og-eftir-myndir lýtalæknis

(17 klukkustundir, 45 mínútur)
SMARTLAND Bandaríski lýtalæknirinn Andrew Jacono komst í fréttirnar í vikunni þegar tískuhönnuðurinn Marc Jacobs birti mynd af sér á Instagram.

Sjö Íslendingalið komust í þriðju umferð

(17 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sjö Íslendingalið víðsvegar að úr Evrópu komust í kvöld í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta en fjögur féllu úr keppni.

Leiðrétta orð Víðis um sektir á landamærum

(17 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, sagði á upplýsingafundi í dag að ekki væri notast við sektir ef upp kæmi sú staða að ferðamenn kæmust til landsins án þess að framvísa neikvæðu Covid-19-prófi. Þetta er leiðrétt í tilkynningu frá almannavörnum, en 100 þúsund króna sekt bíður þeirra sem ekki framvísa slíku prófi.

Björn með á ný og Molde sló út Servette

(18 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Björn Bergmann Sigurðarson lék á ný með norska liðinu Molde eftir tæplega þriggja mánaða fjarveru þegar það sló Servette frá Sviss út í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Hákon Arnar Haraldsson, átján ára Skagamaður, þreytti í kvöld frumraun sína með aðalliði danska félagsins Köbenhavn þegar það vann stórsigur á útivelli í Sambandsdeild Evrópu.

Eistland vann Ísland örugglega

(18 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eistland vann Ísland örugglega í vináttulandsleik karla í körfuknattleik í Eistlandi í kvöld 93:72.

Leynigestur á tónleikum eiginmannsins

(18 klukkustundir, 24 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríska tón­listarparið Gwen Stef­ani og Bla­ke Shelt­on, sem gengu í það heilaga fyrr í mánuðinum, tók lagið saman á tónleikum Shelton í Nashville í Tennesseeríki á dögunum.

Tveir skjálftar mældust í Kötlu

(18 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Tveir skjálftar mældust í norðaustanverðri Kötluöskju nú þegar að klukkan var tuttugu mínútur gengin í átta í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
MATUR Það er hér með staðfest. Matreiðsluþáttur Parísar Hilton er svakalegur ef marka má myndbrotið hér að neðan. Við erum að tala um eitt stórt, risastórt, splatterfest þar sem allt sem getur farið úrskeiðis fer úrskeiðis!

Gummi og Lína njóta í borg ástarinnar

(18 klukkustundir, 45 mínútur)
FERÐALÖG Lína Birgitta Sig­urðardótt­ir og kær­asti henn­ar Guðmund­ur Birk­ir Pálma­son flugu til Parísar í morgun.

Breiðablik sló út Austria Wien og mætir Aberdeen

(19 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breiðablik er komið í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir glæsilegan sigur á Austria Wien frá Austurríki á Kópavogsvelli í dag, 2:1.
FERÐALÖG Margir Íslendingar slógu til eftir að samkomutakmörkunum var aflétt hérlendis í júní og keyptu sér flugmiða til útlanda. Mánuði síðar er staðan hins vegar orðin önnur og Ísland nú orðið appelsínugult á korti sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu sem var uppfært í dag. En hvað þýðir það fyrir ferðalög á helstu áfangastaði Íslendinga?

Þora ekki að tjá sig af ótta við uppsögn

(19 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Niðurstöður úr könnun Menntamálastofnunar sem gefa til kynna vantraust og einelti má jafnvel rekja til þess hvernig staðið var að samrunanum sem varð að MMS á sínum tíma, að mati Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns pírata og fyrrverandi starfsmanns Menntamálastofnunar.

Djassgleði alla helgina

(19 klukkustundir, 45 mínútur)
K100 Djassunnendur geta notið helgarinnar.

Velkomin til Hollands

(19 klukkustundir, 45 mínútur)
BÖRN „Þegar maður verður foreldri leggur maður af stað í eitt það skemmtilegasta, óvæntasta, erfiðasta en jafnframt yndislegasta ferðalag sem lífið býður upp á. Að eignast heilbrigt barn er það sem allir óska sér, en stundum er lífið ekki þannig,“ skrifar Hulda Björk Svansdóttir í sínum nýjasta pistli.

Lögreglan í vandræðum með Vestfjarðagöng

(19 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Örtröð myndaðist í Vestfjarðagöngum nú á sjötta tímanum í kvöld. Lögreglubíll og sjúkrabíll lentu í verulegum vandræðum með að komast í gegnum göngin sökum umferðar. Sjúkrabíllinn var þá að ferja veikan einstakling á Ísafjörð.

Rosenborg sló út fjórða íslenska liðið

(19 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rosenborg vann FH 4:1 í seinni leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Lerkendal-leikvanginum í Þrándheimi í dag og heldur áfram í 3. umferð keppninnar.

„Það þarf ekki alltaf 200 manna hópa til“

(20 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Kórónuveirusmit hafa undanfarið greinst í tengslum við útihátíðir, brúðkaupsveislur, vinafundi, íþróttaæfingar og fleiri viðburði. Staðgengill sóttvarnalæknis segir ljóst að ekki þurfi 200 manna hópa til þess að hópsýkingar verði til en ekkert sé komið í ljós með það hvort herða þurfi sóttvarnaaðgerðir enn frekar vegna stöðunnar.

X Factor ekki aftur á skjáinn

(20 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Breska sjónvarpsstöðin ITV stefnir ekki að því að framleiða aðra seríu af raunveruleikaþáttunum X Factor. Síðasta sería af þáttunum fór í loftið árið 2018 en viðhafnarsería af þáttunum var gefin út árið 2019.

Guðlaugur lýsir áhyggjum vegna ástandsins á Kúbu

(20 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra birti færslu á twittersíðu sinni nú í dag þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af mannréttindabrotum og grundvallarfrelsisskerðingum sem íbúar Kúbu búa við.

Valur átti ekki roð í Noregsmeistarana

(20 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Valur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu karla eftir annað 0:3 tap gegn Noregsmeisturum Bodö/Glimt í seinni leik liðanna í annarri umferð keppninnar í Bodö í dag. Valsmenn töpuðu þar með einvíginu 0:6 samanlagt.

„Getum ekki svarað þessu fyrir hvern og einn“

(21 klukkustund, 27 mínútur)
INNLENT Farsóttarnefnd ákvað í samráði við starfandi sóttvarnalækni, Landspítala og persónuverndarfulltrúa spítalans að bólusetningarstaða þeirra sem leggjast inn á spítala verði ekki gefin upp í einstaka tilfellum.

Hegðun konunnar hafi verið óviðeigandi

(21 klukkustund, 36 mínútur)
INNLENT „Það mega allir hafa sínar skoðanir en það að koma þeim á framfæri með þessum hætti er ekki viðeigandi,“ segir Margrét Héðinsdóttir, verkefnastjóri bólusetninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, um það þegar kona veittist að ófrískum konum á leið í bólusetningu í morgun.

Bieber fer fyrir nýjustu línu Balenciaga

(21 klukkustund, 45 mínútur)
SMARTLAND Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er nýjasta andlit spænska hátískuhússins Balenciaga.

Annie efaðist um sjálfa sig fyrir leikana

(21 klukkustund, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir efaðist um sjálfa sig áður en blásið var til leiks á heimsleikunum í crossfit í Madison í gær. Í færslu á Instagram segist hún hafa mætt kvíðin til leiks.

Sönnun þess að fólk á öllum aldri getur dansað

(22 klukkustundir, 45 mínútur)
K100 Eldri maður að nafni Mike hefur slegið í gegn víðsvegar fyrir ótrúlega flotta danstakta.

Vilja fá Englandsmeistarann til Skotlands

(22 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skoska knattspyrnufélagið Celtic hefur gert markverðinum Joe Hart tilboð en hann á sér ekki framtíð með aðalliði Tottenham.
ÍÞRÓTTIR The Pegasus Dream Tour, sem er tölvuleikur sem byggir á Ólympíumóti fatlaðra, hefur verið gefinn út á farsíma. Er þetta í fyrsta sinn sem opinber leikur byggður á mótinu er gefinn út.

Sjaldan jafnmikill kraftur í gosinu

(23 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Allar fréttir af tilvonandi „dauða“ eldgossins í Geldingadölum standa ekki lengur undir sér, að því er nýjustu mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands benda til. Þetta er mat Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings.

„Mistök eins og okkur grunaði“

(23 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur látið eyða upptökunum úr gistiaðstöðu unglingsstúlkna á ReyCup um helgina. „Það virðist enginn hafa verið að horfa á þetta svo þetta hafa bara verið mistök, eins og okkur grunaði,“ segir Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi.

Liverpool býðst að kaupa leikmann United

(23 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélaginu Liverpool hefur boðist að kaupa Paul Pogba af erkifjendum sínum í Manchester United.
FÓLKIÐ Augu heimsins beinast nú að Tókýó í Japan þar sem Ólympíuleikarnir fara fram. Það sem fæstir fá þó að sjá er það sem gerist inni í Ólympíuþorpinu sjálfu, þar sem keppendur leikanna dvelja.

Sjúklingur á krabbameinsdeild smitaður

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Undanfarna tvo daga hafa greinst tvö kórónuveirusmit hjá starfsmönnum og eitt hjá sjúklingi sem liggur inni á blóð- og krabbameinslækningadeild 11EG.

West Ham fær markvörð frá París

(23 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur fengið franska markvörðinn Alphonse Areola lánaðan frá París SG út komandi keppnistímabil.

73% strandveiðiafla verið landað

(23 klukkustundir, 35 mínútur)
200 Farið er að síga á seinni hluta strandveiða þessa árs. Þokkalegur gangur hefur verið á veiðunum til þessa. Alls hefur 661 bátur landað afla á strandveiðum í ár.

Breyta stefnu um upplýsingar til fjölmiðla

(23 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Landspítali mun í samráði við sóttvarnalækni gefa út bólusetningarstöðu þeirra sem þurfa að leggjast inn vegna Covid-19 ef innlögnum fer að fjölga. Framkvæmdastjórn Landspítala telur um viðkvæmar upplýsingar að ræða og því verða þær ekki gefnar út í einstaka tilvikum þegar fjölmiðlar leita eftir þeim.

Betrumbættu götubita Gordon Ramsay

(23 klukkustundir, 39 mínútur)
MATUR Hér er á ferðinni ekta „street food“-matur og það er leikur einn að útbúa þennan rétt heima hjá sér og koma gestum skemmtilega á óvart með útkomunni.
ICELAND It is not unlikely that next week Iceland will be red listed

Austurríkismaður efstur eftir fyrsta hringinn

(23 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sepp Straka frá Austurríki er með forystu eftir fyrsta hringinn í golfkeppni karla á Ólympíuleikunum í Tókýó en hann lék mjög vel í dag og lauk hringnum á 63 höggum, átta undir pari vallarins.

Fá bæði smitaða starfsmenn og aðstandendur

(23 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT „Við erum að fá inn á heimilin bæði smitaða starfsmenn og aðstandendur,“ segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, í samtali við mbl.is. María Fjóla segir þó að ekki hafi neinn heimilismaður greinst smitaður.