Fréttir vikunnar


Björk hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör

(2 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Björk Þorgrímsdóttir hlaut í dag Ljóðstaf Jóns úr Vör sem var afhentur í 18. sinn við hátíðlega athöfn í Salnum á afmælisdegi skáldsins.

Svarthvítt sumar í klaustri hjá Chanel

(2 klukkustundir, 59 mínútur)
SMARTLAND Franska tískuhúsið Chanel sýndi hátískulínu sína fyrir vor og sumarið 2020 í Grand Palais-höllinni í París á þriðjudag. Þrátt fyrir að um sumarföt hafi verið að ræða voru litirnir svartir og hvítir í aðalhlutverki.
INNLENT Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur samþykkt samhljóða afgreiðslu byggðaráðs frá 17. janúar um að hafna erindi frá Eyjafjarðardeild Rauða krossins þar sem óskað er eftir tveggja milljóna króna styrk til að efla neyðarvarnir í Dalvíkurbyggð.

Vilja þyrlupall á Ísafjarðarflugvelli

(3 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir því við samgönguyfirvöld að komið verði upp upplýstum og upphituðum þyrlupalli á Ísafjarðarflugvelli og aðstöðu fyrir þyrlu á vellinum. Þannig verði mögulegt að þyrla verði staðsett á svæðinu til að stytta viðbragðstíma.
ÍÞRÓTTIR Dramatíkin var ótrúleg þegar Everton og Newcastle mættust á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Arsenal og Chel­sea skildu jöfn, 2:2, í stór­skemmti­leg­um loka­leik kvölds­ins í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta. Chelsea komst tvisvar yfir og lék manni fleiri í rúman klukkutíma, en tókst samt sem áður ekki að tryggja sér þrjú stig.

Sigurmarkið kom í uppbótartíma (myndskeið)

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ast­on Villa stöðvaði sig­ur­göngu Wat­ford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og vann 2:1 á Villa Park en þar skoraði Ezri Konsa sig­ur­markið í upp­bót­ar­tím­an­um.
ÍÞRÓTTIR Bour­nemouth lagði Bright­on 3:1 í mikl­um fallslag á suður­strönd­inni og lyfti sér upp í 18. sætið með 23 stig. Bright­on er í 15. sæt­inu með 25 stig og fall­bar­átt­an harðnaði til muna með úr­slit­um kvölds­ins.
ÍÞRÓTTIR Manchester City minnkaði for­skot Li­verpool á toppi ensku úrvalsdeild­ar­inn­ar í þrett­án stig í kvöld með því að sigra Sheffield United á úti­velli, 1:0.

Southampton fór upp fyrir Arsenal (myndskeið)

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sout­hampt­on held­ur áfram að klífa töfl­una í ensku úrvalsdeildinni og vann liðið góðan útisig­ur á Crystal Palace í London í kvöld, 2:0. Liðið er nú komið upp í ní­unda sæti deild­ar­inn­ar með 31 stig en Palace er með 30 stig í 11. sæt­inu.

Hæfnispróf sundkennara skorti skýra lagastoð

(4 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Umboðsmaður Alþingis telur að reglugerðarákvæði sem skyldar sundkennara til að gangast árlega undir hæfnispróf, svo sem próf í þolsundi, björgunarsundi í fötum og hraðsundi, skorti fullnægjandi lagastoð.
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens leggur til að 1. febrúar verði gerður að degi íslenskra munnmaka.

Umferðarslys á Reykjanesbraut við Bústaðaveg

(4 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Bústaðaveg rétt í þessu.

Mikil dramatík í grannslagnum

(4 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arsenal og Chelsea skildu jöfn, 2:2, í stórskemmtilegum lokaleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

„Geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð“

(5 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT „Að kalla lögreglu eina á vettvang til að eiga við manneskju í geðrofsástandi geta ekki talist ásættanleg vinnubrögð, sér í lagi þegar manneskjan er ekkert að brjóta af sér og verkefnið snýst fyrst og fremst um að reyna að róa hana niður,“ segir í yfirlýsingu frá Snarrótinni vegna máls Heklu Lindar.

Fyrsta tilfellið á bandarískri grundu

(5 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa tilkynnt um fyrsta tilfellið á bandarískri grundu þar sem manneskja veikist af völdum nýs lungnasjúkdóms sem á rætur sínar að rekja til kínversku borgarinnar Wuhan.
ÍÞRÓTTIR Gríðarleg dramatík var í lok tveggja leikja í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótartíma á Goodison Park og Aston Villa knúði fram dýrmætan sigur.

Svíar keyrðu yfir Ungverja í lokin

(5 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svíþjóð vann sinn fyrsta sigur í millriðli II á EM karla í handbolta í Malmö í kvöld. Lærisveinar Kristján Andréssonar höfðu þá betur gegn Ungverjalandi, 24:18. Svíþjóð skoraði sex síðustu mörkin. Sigurinn þýðir að Noregur er kominn áfram í undanúrslit.

Verulega ósáttur við Mehamn-ákæru

(5 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Héraðssaksóknarinn í Troms og Finnmörk gaf í dag út ákæru í sex liðum á hendur Gunnari Jóhanni Gunnarssyni þar sem honum er gefið að sök manndráp af ásetningi þegar hann skaut hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í apríl í fyrra. Verjandi Gunnars ræddi við mbl.is í kvöld.

Brúnkurútínan sem tröllríður öllu

(5 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Hin 16 ára gamla Fleur Hobson virðist vera meistari gervibrúnkunnar ef marka má þráð hennar á Twitter sem hefur tröllriðið Internetinu síðustu daga. Það sem vekur sérstaka athygli flestra sem rambað hafa á þráð Hobson er hversu gríðarlega vel henni tekst til, þá sérstaklega á höndunum sem eiga það til að vera erfitt svæði fyrir marga.

Tindastóll síðasta liðið í undanúrslit

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tindastóll varð í kvöld fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Geysisbikars karla í körfubolta. Tindastóll vann afar sannfærandi 99:69-heimasigur á Þór Akureyri á Sauðárkróki.

Stórkostlegar freistingar frá Ferm Living

(6 klukkustundir, 28 mínútur)
MATUR Þetta er sá tími ársins sem fyrirtæki birta fyrstu nýjungar fyrir vorið. Ferm Living kemur ár hvert með glæstar vörur og það er engin undantekning þetta árið ef marka má myndirnar.

Þetta var ekki handbolti á köflum

(6 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Leikurinn tapaðist í fyrri hálfleik og á fyrstu mínútunum,“ sagði svekktur Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, í samtali við mbl.is eftir 28:31-tap fyrir Noregi á EM karla í kvöld. Norðmenn skoruðu sjö fyrstu mörkin og tókst Íslandi ekki að jafna eftir það, þrátt fyrir sterkan seinni hálfleik.

Útlendingar hissa á stærð varnargarða hérlendis

(6 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Íslendingar eru í fararbroddi í heiminum í rannsóknum á snjóflóðavörnum og hvað varðar umgjörð uppbyggingar þeirra. Rétt er að halda því til haga, að sögn Kristínar Mörthu Hákonardóttur, byggingarverkfræðings hjá Verkís og sérfræðings í ofanflóðavörnum. Hún ræddi við mbl.is á Flateyri á föstudag um þann lærdóm sem hægt yrði að draga af flóðunum tveimur sem féllu þar í síðustu viku, með tilliti til uppbyggingar og endurskoðunar ofanflóðavarna.

Breski fáninn fer á safn

(6 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Breski fáninn, sem flaggað hefur verið til þessa fyrir utan þinghús Evrópusambandsins í Brussel, verður tekinn niður 31. janúar þegar Bretland gengur formlega úr sambandinu og framvegis varðveittur á safni um sögu þess í Brussel.

Lögreglumaður ákærður vegna handtöku

(6 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Karlmaður á sjötugsaldri krefst 2,7 milljóna króna í bætur auk vaxta vegna „frelsissviptingar, niðurlægjandi meðferðar, harðræðis og ofbeldis“ sem hann segist hafa verið beittur af hálfu lögregluþjóns.

Nýr Páll Jónsson GK kom í dag

(6 klukkustundir, 58 mínútur)
200 Fjölmenni var á kajanum í Grindavík í dag þegar nýtt skip Vísis, Páll Jónsson GK 7, kom til hafnar eftir siglingu frá Póllandi. Heimferðin tók hálfan sjöunda sólarhring og var bræla stóran hluta þess tíma.

Tillögu Sjálfstæðisflokks vísað frá

(7 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fallið verði frá skerðingu á þjónustutíma leikskóla Reykjavíkur var vísað frá á fundi borgarstjórnar í dag.

Endurkomu 737 MAX-vélanna seinkað

(7 klukkustundir, 21 mínúta)
VIÐSKIPTI Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing býst ekki við því að 737 MAX-vélar flugfélagsins verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrr enn í júní eða júlí.

Máttur hjartans

(7 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 „Megininntakið í bókinni er fyrirgefningin og að fá upp svarið við spurningunni um hvað þú vilt. Til þess að vilja viljandi þá verður þú að vilja þig. Ef þú hafnar þér og talar illa um þig þá viltu þig ekki.“

Það var nánast allt að klikka

(7 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það var gaman að fá að koma inn á og fá að spreyta sig og komast inn í þetta,“ sagði Haukur Þrastarson, 18 ára landsliðsmaður í handbolta, í samtali við RÚV eftir 28:31-tap fyrir Noregi á EM í dag.

Skynvilla á suðurskautinu

(7 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Fyrir skömmu leiddi Íslendingurinn Fiann Paul fyrsta róðurinn frá syðsta hluta S-Ameríku um Drake-sundið að suðurskautinu. Róið var á 90 mínútna vöktum samfleytt í tólf daga. Aðstæðurnar og svefnleysið hafa sterk áhrif á skilningarvitin.

Gerðum allt sem við gátum

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafur Andrés Guðmundsson var markahæsti leikmaður Íslands í 28:31-tapi gegn Noregi á EM í handbolta í dag. Ólafur skoraði sex mörk, en það dugði ekki til gegn sterku norsku liði sem skoraði sjö fyrstu mörkin.

Fór beint úr Kastljósi upp á bráðamóttöku

(7 klukkustundir, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Fréttamaðurinn Hildur Helga Sigurðardóttir mætti handleggsbrotin í Kastljós í gærkvöldi. Hildur Helga datt á sunnudaginn en fór ekki upp á bráðamóttöku fyrr en eftir Kastljós í gær.

Ashley Graham orðin léttari

(7 klukkustundir, 58 mínútur)
BÖRN Sonur fyrirsætunnar Ashley Graham og eiginmanns hennar Justin Ervin kom í heiminn 18. janúar.

Hörð gagnrýni demókrata við upphaf réttarhalda

(8 klukkustundir, 5 mínútur)
ERLENT Réttarhöldin yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust með látum þegar demókratar sökuðu Mitch McConnel, leiðtoga meirihlutans í öldungadeildinni, um að hvetja til yfirhylmingar með því að leggja til ákveðnar reglur sem fara skuli eftir í réttarhöldunum.

Þriggja marka tap gegn Noregi

(8 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Noregur vann Ísland 31:28 í næstsíðustu umferð milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Malmö Arena í sænsku borginni Malmö í dag. Noregur hefur unnið alla sex leiki sína og er á leið í undanúrslit nema þeir tapi fyrir Slóvenum með átta marka mun eða verr. Ísland á ekki lengur möguleika á að komast í undankeppni Ólympíuleikanna.

Bjarg byggir 58 íbúðir til viðbótar í Hraunbæ

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Borgarráð hefur samþykkt að úthluta Bjargi, íbúðafélagi verkalýðshreyfingarinnar, lóð og byggingarrétt fyrir 58 íbúðir í þremur stakstæðum húsum við Hraunbæ 133 í Árbæ.

Vill ekki grafa undan umboði samninganefndar

(8 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Borgarstjóri vill gera allt sem í hans valdi stendur til að flýta því að samningar náist í kjaraviðræðum Reykjavíkurborgar og Eflingar. Um leið vill hann ekki gera neitt sem grefur undan umboði samninganefndarinnar.

Leitar sér að nýju félagi

(8 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Kristinn Ingi Halldórsson verður ekki áfram í herbúðum Vals. Samningur hans við Val rann út eftir síðasta sumar og hefur félagið ekki boðið honum nýjan samning.

Reyna að stemma stigu við djammtúrisma

(8 klukkustundir, 58 mínútur)
FERÐALÖG Yfirvöld á Spáni hafa ráðist í það verkefni að stemma stigu við svokölluðum „djammtúrisma“ á eyjunum Mallorca og Ibiza.
SMARTLAND Kenningin er sú að þegar einstaklingar verða fyrir áföllum líkt og kulnun, ofbeldi eða sorg sem dæmi, þá getur oft myndast reiði, gremja, biturleiki, ótti eða kvíði.

Reynt að múta rannsakanda í Namibíu

(9 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Spillingarlögreglan í Namibíu hefur handtekið einstakling sem sagður er hafa reynt að hjálpa einum af sexmenningunum sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna Samherjaskjalanna fyrir að hindra framgang réttvísinnar með því að múta einum rannsóknarlögreglumanni og fá hann til þess að fjarlægja gögn um ákveðin greiðslu úr málsgögnunum.

Kallaði Eyþór Arnalds „treggáfaðan“

(9 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT „Ég veit ekki hvaða treggáfa er hlaupin í oddvita Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn, á fundi borgarstjórnar rétt í þessu.

Sigldu heim í 10 til 12 metra ölduhæð

(9 klukkustundir, 31 mínúta)
200 „Þetta er þokkalegasti afli sem fékkst í vitlausu veðri í Skeiðarárdýpinu. Janúar er búinn að vera skelfilegur veðurfarslega,“ segir skipstjóri Smáeyjar.

Átta handteknir vegna falsaðra skilríkja

(9 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Yfirheyrslur hafa farið fram í dag yfir átta mönnum sem voru handteknir í byggingu á Seljavegi í Reykjavík í morgun.

MS svarar kalli ketóaðdáenda

(9 klukkustundir, 45 mínútur)
MATUR Lágkolvetna- og ketómataræði hefur verið sérstaklega vinsælt á Íslandi síðustu misseri og þar leika ýmsar tegundir af osti stórt hlutverk því hann er alla jafna án kolvetna.

Tekur slaginn með Víkingi í sumar

(9 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild Víkings í Reykjavík hefur gengið frá samningi við Margréti Evu Sigurðardóttur. Samningurinn gildir næstu tvö árin.

Farbann í stað gæsluvarðhalds

(9 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um aðild að andláti manns sem féll fram af svölum þriðju hæðar í Úlfarsárdal í desember.

Geðhjálp kallar eftir endurskoðun á verkferlum

(10 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Geðrof er grafalvarlegt ástand og einstaklingur í slíku ástandi þarfnast hjálpar heilbrigðisstarfsmanna eins fljótt og auðið er,“ segir í ályktun frá stjórn Geðhjálpar, vegna umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kompáss í gær um mál ungrar konu sem lést eftir að lögregla var send henni til aðstoðar. Stjórn Geðhjálpar fer fram á að bæði lögregla og Neyðarlínan endurskoði starfshætti sína vegna málsins.

Pamela Anderson gifti sig í leyni

(10 klukkustundir, 12 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Pamela Anderson og framleiðandinn Jon Peters gengu í það heilaga í gær, mánudaginn 20. janúar. Hjónabandið kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti en fáir vissu að þau væru í sambandi. Þau hafa verið saman í nokkra mánuði en haldið sambandinu leyndu.

Slóvenar upp í annað sætið

(10 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Slóvenía er komin upp í annað sæti milliriðils Íslands á EM karla í handbolta eftir 29:24-sigur á Portúgal í Malmö.

Lítið örplast í íslensku drykkjarvatni

(10 klukkustundir, 17 mínútur)
TÆKNI Einungis lítið magn örplasts fyrirfinnst í íslensku drykkjarvatni, ef marka má rannsókn ReSource International ehf. sem kynnt var í dag.

„Engum líkar vel við hann“

(10 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir í nýrri heimildarmynd að engum líki vel við forsetaframbjóðandann Bernie Sanders.

Barði „illa anda“ úr börnum sínum

(10 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Gerrit Jan van Dorsten barði börn sín til að hrekja illa anda úr þeim og einangraði þau frá umheiminum um árabil, sögðu saksóknarar við þinghald í Hollandi fyrr í dag.

Ríkisstjórn Spánar lýsir yfir neyðarástandi

(10 klukkustundir, 31 mínúta)
ERLENT Ríkisstjórn Spánar hefur lýst yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og heitið því að leggja fram drög að frumvarpi um orkuskipti innan 100 daga.

Á leiðinni í læknisskoðun á Kýpur

(10 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Björn Berg­mann Sig­urðar­son, at­vinnumaður í knatt­spyrnu, fer í læknisskoðun hjá kýp­verska fé­laginu APOEL en þetta kem­ur fram á kýpverska miðlinum Politis. Björn kem­ur til fé­lags­ins frá rúss­neska úr­vals­deild­arliðinu Rostov þar sem hann hef­ur ekki átt fast sæti í byrj­un­arliðinu á þess­ari leiktíð.

„Hurðin þeyttist nokkra metra og splundraðist“

(10 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Sprengjurnar sem sprungu í norðvesturhluta Stokkhólms á þriðja tímanum í nótt sprungu með nokkurra mínútna millibili. Önn­ur sprengj­an sprakk í fjöl­býl­is­húsi í Kista, líklega á stigagangi, og hin í Hus­by, trúlega uppi á háalofti. Aðeins nokk­ur hundruð metr­ar eru á milli hús­anna. Sprengjan í Husby var öflugri en sú í Kista.

Lífeyrissjóðir ávöxtuðu vel í fyrra

(11 klukkustundir, 2 mínútur)
VIÐSKIPTI Landssamtök lífeyrissjóða áætla að raunávöxtun lífeyrissparnaðar landsmanna hafi verið að meðaltali vel yfir 11% í fyrra, miðað við vegið meðaltal ávöxtunar allra lífeyrissjóðanna, en þetta kemur fram í frétt á vef samtakanna í dag.

Tilboðið verra en lífskjarasamningurinn

(11 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT „Fyrsta tilboð borgarinnar og það eina sem þau hafa lagt fram í upphafi viðræðna var verra en hinn svokallaði lífskjarasamningur,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar um stöðu kjaraviðræðna við við borgina. Vinnustöðvun sé mjög líkleg.
VIÐSKIPTI Stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. hefur ákveðið að ráða Ásberg Konráð Ingólfsson í stöðu framkvæmdastjóra félagsins.

Krefjast rannsóknar á söluvirði sjávarafurða

(11 klukkustundir, 16 mínútur)
200 „Samninganefnd Sjómannasambands Íslands skorar á stjórnvöld að láta fara fram óháða rannsókn á söluvirði afurða í íslenskum sjávarútvegi,“ segir í fréttatilkynningu.

Bökuðu köku fyrir samninganefnd ríkisins

(11 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Fulltrúar ellefu aðildarfélaga BHM færðu samninganefnd ríkisins heimabakaða köku á samningafundi í morgun.

„Lúalegt“ að ala á samviskubiti foreldra

(11 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Kvenréttindafélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að mæla með styttingu starfstíma leikskóla borgarinnar, að þeim verði lokað kl. 16.30 í stað kl. 17.00.

Toppliðið fær liðsstyrk

(11 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksdeild Vals hefur gengið frá samningi við Micheline Mercelita og mun hún leika með kvennaliði félagsins út leiktíðina. Valur er í toppsæti Dominos-deildarinnar og ríkjandi Íslands- og bikarmeistari.

Nóróvírus fannst í ostrum

(11 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Dai Phat Trading ehf hefur, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, innkallað frosnar ostrur vegna nóróvíruss sem greindist í vörunni.
INNLENT Framleiðendur í sauðfjárrækt hafa fengið fyrstu stuðningsgreiðslur ársins 2020. Þær byggja á bráðabirgðaáætlun um heildarframlög vegna ársins 2020. Um er að ræða tvöfalda mánaðargreiðslu, fyrir janúar og febrúar. Bráðabirgðaáætlun er aðgengileg á Bændatorginu undir rafrænum skjölum.
MATUR Hér erum við með gríðarlega metnaðarfulla og flotta uppskrift sem er saga á bak við. María Gomez á Paz.is var mikill aðdáandi samnefndrar böku og dó ekki ráðalaus þegar hún hætti að versla þar.

Fast sótt að heilbrigðisráðherra á þingfundi

(11 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar efndi til samtals um heilbrigðiskerfið við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Það gerði Þorsteinn Víglundsson viðreisnarmaður einnig. „Er nóg gert? Þarf ekki að viðurkenna ástandið í heilbrigðiskerfinu og bregðast við af meiri alvöru?“ spurði Helga Vala. „Er verið að stýra heilbrigðiskerfinu?“ spurði Þorsteinn. „Já,“ sagði ráðherra.

Ozzy Osbourne greindur með parkinson

(12 klukkustundir, 13 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Ozzy Osbourne greindi frá því í nýju viðtali við The Good Morning Show að hann hefði greinst með parkinsonsjúkdóm.

Ólíklegt að matvælin séu í dreifingu

(12 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Það getur tekið fólk sem greinist með bótúlisma vikur og jafnvel mánuði að jafna sig og þurfa þeir jafnan öndunarvél eða aðra öndunaraðstoð á meðan eitrunin gengur yfir.

Borgarstjórn minntist Guðrúnar Ögmundsdóttur

(12 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Pawel Bartoszek, forseti borgarstjórnar, fór með minn­ing­ar­orð um Guðrúnu Ögmunds­dótt­ur við upp­haf fyrsta borgarstjórnarfundar nýs árs, sem hófst klukkan 14. Sem kunn­ugt er andaðist Guðrún á gaml­árs­dag, 69 ára að aldri, eftir baráttu við krabbamein.

Lagalisti gæludýra á Spotify

(12 klukkustundir, 22 mínútur)
K100 Það er ekki nóg með að Spotify geti búið til lagalista fyrir allan tilfinningaskalann eða aðstæður. Nú er einnig hægt að búa til lagalista fyrir gæludýr heimilisins.

Vilja ekki missa Shaqiri fyrr en í sumar

(12 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool hefur hafnað fyrirspurnum frá Roma á Ítalíu og Sevilla frá Spáni sem vildu bæði fá sóknartengiliðinn svissneska Xherdan Shaqiri lánaðan til loka tímabilsins.

500 kílóa sprengja fannst í Köln

(12 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Sprengjusérfræðingar gerðu óvirka sprengju í borginni Köln í Þýskalandi í dag. Þúsundir starfsmanna í skrifstofubyggingum á svæðinu þurftu að yfirgefa svæðið og þá varð truflun á lestarsamgöngum og skipasamgöngum um Rínarfljót.

Ólétt og grátandi á nýársdag

(12 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND „Ég man eftir þeim áramótum eins og gerst hafi í gær. Ég var kasólétt. Algjörlega að springa. Á gamlárskvöld fengum við fólk í mat. Ég stússaðist í eldhúsinu lengi vel, eldaði, vaskaði upp og vakti langt fram á kvöld. Á nýársmorgun vaknaði ég, ryksugaði húsið og gekk frá eftir gamlárskvöld og fór svo í mæðraskoðun. Þar var ég kyrrsett. Með allt of háan púls og allt of háan blóðþrýsting eftir jóla- og gamlárskvöldsatið.“

„Mikil afturför frá fyrri samningi“

(12 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Samningur sem samninganefnd Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu (SVF) og Sambands íslenskra sveitarfélaga gerði við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur og þjónustu ríflega 40 hjúkrunarheimila til næstu tveggja ára er mikil afturför frá fyrri samningi sem gilti árin 2016 til 2018.

Félagaskiptin í enska fótboltanum - janúarglugginn

(12 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskiptin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og víðar 1. janúar 2020 og félagaskiptaglugginn verður opinn til 31. janúar.

Þrenna hjá SsangYong

(12 klukkustundir, 52 mínútur)
BÍLAR Ekkert lát er á framrás bílaframleiðandans Ssang Yong frá Suður–Kóreu á Evrópumarkaði og hafa breskir ökumenn skipað sér fremst í flokk aðdáenda SsangYong.

Fór í golf og bjargaði líklega mannslífi

(12 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Jóhann Sveinbjörnsson, 86 ára gamall áhugakylfingur á Seyðisfirði, hefur verið valinn Austfirðingur ársins af lesendum Austurfréttar. Eitt kvöld í ágúst fór hann út á golfvöll að æfa sig frekar en að liggja yfir sjónvarpinu og sú ákvörðun varð sennilega til þess að lífi ungrar erlendrar ferðakonu fékkst bjargað.

„Skrítin tilfinning“

(12 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Falur Harðarson, þjálfari nýliða Fjölnis í Dominos-deild karla í körfuknattleik, er á leið með sína menn í úrslitahelgina í Laugardalshöll eftir að hafa skellt uppeldisfélagi sínu Keflavík 106:100 í gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR Steve Bruce knattspyrnustjóri Newcastle hefur krækt í sinn fyrsta leikmann í þessum janúarglugga því Newcastle gekk í dag frá lánssamningi við Schalke í Þýskalandi um að hafa miðjumanninn Nabil Bentaleb í sínum röðum út þetta tímabil.

Flogið á milli Belgrad og Pristínu á ný

(13 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Beint flug mun hefjast á ný á milli Belgrad höfuðborgar Serbíu og Pristínu höfuðborgar Kosóvó á næstunni, en ekkert flugfélag hefur farið beint á milli borganna tveggja frá því í stríðinu á Balkanskaga fyrir um tveimur áratugum.

Grunaður um tilræði gegn fyrrum samherja

(13 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR I serbneska fjölmiðlinum Telegraf er því haldið fram að Raul Bravo, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Leeds, hafi staðið á bak við tilræðið á hendur Darko Kovacevic í janúar.

No Travel Advised in Central Highlands Wednesday Night

(13 klukkustundir, 26 mínútur)
ICELAND The Icelandic Met Office has issued a yellow weather alert for Breiðafjörður in West Iceland, the West Fjords, Northwest Iceland and the central highlands.

Yfir níu þúsund miðar seldir á Níu líf

(13 klukkustundir, 35 mínútur)
FÓLKIÐ Nú hafa yfir 9.000 miðar selst á söngleikinn Níu líf, sem fjallar um Bubba Morthens í tali og tónum, en miðasalan hófst á laugardaginn.

Annað tap í Hvíta-Rússlandi

(13 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U17 ára landsliðs karla í knattspyrnu tapaði fyrir Georgíu 0:1 á móti í Hvíta-Rússlandi í dag.

Felix og Baldur verða afar á nýju ári

(13 klukkustundir, 58 mínútur)
BÖRN Leikaraparið Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Guðmundur Felixsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið komst að því í gær í skemmtilegri kynjaveislu að þau eiga von á dreng.

Airbus á fljúgandi siglingu

(14 klukkustundir, 4 mínútur)
VIÐSKIPTI Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus ætlar að setja aukinn kraft í framleiðslu á A321-farþegaþotum og setja upp aðra framleiðslulínu í Frakklandi til viðbótar við þá sem er starfandi í verksmiðju Airbus í Þýskalandi.

Dagur hafði betur gegn Aroni

(14 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dagur Sigurðsson hafði betur gegn Aroni Kristjánssyni þegar lið þeirra mættust á Asíu-mótinu í handknattleik í dag.

Loo to Build Christmas House in Hella

(14 klukkustundir, 28 mínútur)
ICELAND Malysian businessman Loo Eng Wah has plans to build a Christmas house and more in Hella, South Iceland.

Geggjuð uppskrift að spaghettí carbonara

(14 klukkustundir, 29 mínútur)
MATUR Við bjóðum þessa dásamlegu uppskrift að hversdagsmat kærlega velkomna á borðið. Spaghettí carbonara eins og þú færð á Ítalíu og getur svo sannarlega ekki klikkað.

„Hættuleg dúkka“ sem seld var í BYKO innkölluð

(14 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BYKO vegna innköllunar á dúkku frá Qmei Toys Factory. Dúkkan var seld í Byko árið 2019 og er 30 cm löng, með vörunúmerið 303817.

„Algjörlega verið að byrja á öfugum enda“

(14 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, telur að með því að stytta starfstíma á leikskólum Reykjavíkurborgar sé verið að byrja á öfugum enda. Styttingin dragi úr sveigjanleika við fjölskyldufólk og sé í raun þjónustuskerðing.

Nornaveiðar og blekkingar

(14 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir ákæruna á hendur honum blekkingarleik. Þetta kom fram í máli Trump þegar hann ræddi við blaðamenn í Davos í Sviss í morgun. Nokkrir klukkutímar eru þangað til ákæran verður rædd af öldungardeildarþingmönnum vestanhafs.

Valur og KR mætast í undanúrslitum

(14 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valur og KR mætast í undanúrslitum Geysisbikars kvenna í körfuknattleik í Laugardalshöll en dregið var til undanúrslita nú í hádeginu.
INNLENT Um helgina var bótúlismi staðfestur hjá fullorðnum einstaklingi hér á landi. Bótúlismi er eitrun af völdum Clostridium botulinum, sem er grómyndandi loftfælin baktería. Bakterían getur myndað mjög öflugt eitur. Eitrunarinnar hefur ekki orðið vart hjá öðrum einstaklingum.

Vænta niðurstöðu krufningar á morgun

(14 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurlandi býst við bráðabirgðaniðurstöðum úr krufningu á kínversku ferðamönnunum sem fundust látnir á Sólheimasandi í síðustu viku á morgun.
FERÐALÖG Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Eyrún Ingadóttir er fararstjóri ferðar á vegum Bændaferða til Namibíu nú í haust. Hún segir að ferð til Namibíu sé gríðargóð leið til þess að kynnast menningu Afríku.

7 einfaldir hlutir sem slá á sykurlöngun

(14 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND „Hver vill ekki læra um auðveldar leiðir sem slá á sykurlöngunina? Hér er listi yfir einfalda hluti sem þú getur byrjað að innleiða í þína daglegu rútínu strax í dag og kvatt þar með sykurpúkann,“ segir Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi hjá Lifðu til fulls.

Spáir fimm mörkum og sigri Arsenal (myndskeið)

(14 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ian Wright, sem skoraði á sínum tíma 128 mörk í 221 deildarleik með Arsenal, fer yfir leik Chelsea og Arsenal í meðfylgjandi myndskeiði, en liðin mætast í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld klukkan 20:15.

Varað við vonskuveðri

(14 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Von er á suðvestanhríð annað kvöld og hefur Veðurstofa Íslands gefið út gular viðvaranir víða. Búast má við samgöngutruflunum og lokanir á vegum eru líklegar.

Bercow verði að ganga í Verkamannaflokkinn

(15 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Fréttir fjölmiðla í Bretlandi herma að Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hafi í hyggju að tilnefna John Bercow, fyrrverandi forseta neðri deildar breska þingsins, í lávarðadeild þingsins.

Segir Eminem hafa farið yfir strikið

(15 klukkustundir, 13 mínútur)
FÓLKIÐ Liam Fray, liðsmaður hljómsveitarinnar The Courteeners telur að rapparinn Eminem hafi farið yfir strikið þegar hann vísaði til hryðjuverkaárásanna í Manchester í nýju lagi sínu.

Sendur heim af æfingu United

(15 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Óvíst er að sænski miðvörðurinn Victor Lindelöf verði með Manchester United gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu annað kvöld. Hann var sendur heim af æfingu í morgun.

Ólafur Örn ráðinn til Opinna kerfa

(15 klukkustundir, 31 mínúta)
VIÐSKIPTI Ólafur Örn Nielsen hefur verið ráðinn aðstoðarforstjóri Opinna kerfa.

Slasaðist í fjórhjólaferð

(15 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Par sem var í fjórhjólaferð á Hópsnesi síðastliðinn laugardag varð fyrir því að hjól þeirra valt. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en farþeginn var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala í Fossvogi.

Jarðskjálfti í Kötluöskjunni

(15 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti af stærð 2,8 varð klukkan 7:55 í sunnanverðri Kötluöskjunni. Að svo stöddu hafa engir eftirskjálftar mælst á svæðinu. 10. janúar varð einnig skjálfti af stærð 3,0 norðar í öskjunni.

Jóhann gæti spilað á Old Trafford

(15 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti spilað með Burnley á nýjan leik annað kvöld þegar lið hans sækir Manchester United heim á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni.

Líkamsárás í verslun

(15 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Óskað var eftir aðstoð lögreglu í verslun í Kópavoginum en þar hafði einstaklingur orðið fyrir líkamsárás.

Læknar og lyfjaframleiðendur semja um siðareglur

(15 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Formaður Læknafélags Íslands og framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka lyfjaframleiðenda á Íslandi, skrifuðu undir samning um samskipti lækna og fyrirtækja sem framleiða og flytja inn lyf við setningu Læknadaga 2020 í Hörpu í gær.

Náttfatasmánun í Kína

(15 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í Kína hafa beðist afsökunar á því að hafa smánað fólk fyrir að vera á náttfötunum á almannafæri.
INNLENT Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 59 milljónir í sekt til ríkissjóðs vegna meiri háttar skattalagabrota og bókhaldsbrota í eigin atvinnurekstri. Maðurinn, sem heitir Engilbert Runólfsson, hefur rekið nokkur verktakafyrirtæki á undanförnum árum og meðal annars fyrirhugað uppbyggingu á hóteli og verslunum á Akranesi.

Holstebro búið að semja við Óðin

(16 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danska handknattleiksfélagið Tvis Holstebro tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði gert eins árs samning við íslenska landsliðsmanninn Óðin Þór Ríkharðsson, sem nú leikur með GOG í dönsku úrvalsdeildinni.

23 þúsund sóttu um starf á eyðieyju

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Auglýsing um tvö sumarstörf á Great Blasket-eyju hefur vakið mikla athygli og bárust 23 þúsund umsóknir. Parið sem setti inn auglýsingu á samfélagsmiðlum nýverið á ekki orð yfir áhuganum og viðbrögðunum.

Norðmenn kalla inn markvörð fyrir skyttu

(16 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Örvhenta skyttan Magnus Rød leikur ekki meira með Noregi á Evrópumótinu í handknattleik vegna meiðsla, eins og áður hefur komið fram, og nú hefur Christian Berge tekið nýjan leikmann inn í hópinn í hans stað.

Proud to Have Lowest Rate of Prisoners

(16 klukkustundir, 42 mínútur)
ICELAND In 2017, Iceland had the lowest number of prisoners per 100,000 inhabitants, or 39, among European countries.

Facebook fjölgar starfsfólki um fjórðung í London

(16 klukkustundir, 52 mínútur)
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Facebook, Sheryl Sandberg, segir að yfir eitt þúsund ný störf verði til hjá samfélagsmiðlinum í London í ár. Er það gert til þess að bæta öryggi á miðlinum með stuðningi frá gervigreind.

Hannes á sigurbraut og með nýjan samning

(16 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hannes Þ. Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan samning sem þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Deisenhofen sem hefur átt mikilli velgengni að fagna undir hans stjórn síðustu átján mánuðina.
ÍÞRÓTTIR Íslendingum hefur gengið glettilega vel að glíma við Norðmenn á stórmótum karla í handknattleik. Ísland hefur unnið síðustu fimm leiki gegn Noregi og fara þarf aftur í frægan leik árið 2006 til að finna norskan sigur.

Tvær sprengjur sprungu í Stokkhólmi

(17 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Tvær sprengjur sprungu í norðvesturhluta Stokkhólms í nótt. Ein manneskja var flutt á sjúkrahús og er talið að um barn sé að ræða. 50 manns þurftu að yfirgefa heimili sín segir í frétt sænska ríkisútvarpsins.

„Vildi ekki vera partur af þessum skrípaleik“

(17 klukkustundir, 28 mínútur)
FÓLKIÐ Fegurðardrottningin Guðrún Sigurbjörnsdóttir er komin heilu og höldnu frá Mexíkó eftir dramatísk endalok á fegurðarkeppninni Miss Global þar í landi um helgina. Guðrún gerði upp keppnina og ferðalagið í pistli á Instagram.

Landsmenn spá Íslandi 7. sæti

(17 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Ríflega helmingur Íslendinga hefur mikinn áhuga á EM í handbolta sem fram fer þessa dagana í Svíþjóð, Austurríki og Noregi. Flestir telja að Noregur muni standa uppi sem sigurvegari, eða þriðjungur, en aðeins 8% svarenda spá Íslendingum sigri. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnusambandið hefur kært Manchester United fyrir að sjá ekki til þess að leikmenn liðsins sýndu sæmandi framkomu þegar atvik átti sér stað í fyrri hálfleik tapleiksins gegn Liverpool í úrvalsdeildinni á Anfield síðasta sunnudag.
SMARTLAND Spákonan Sigga Kling dvaldi á Landspítalanum yfir áramótin því skera þurfti burt sortuæxli sem hún greindist með.

Maðurinn á bak við slátrun jazída

(17 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Leyniþjónustur hafa borið kennsl á nýjan leiðtoga vígasamtakanna Ríkis íslams en hann heitir Amir Mohammed Abdul Rahman al-Mawli al-Salbi, samkvæmt frétt Guardian frá því í gær.

Fimm sigrar í fimm leikjum

(17 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í handknattleik fær heldur betur erfitt verkefni á EM í Malmö í dag. Ísland mætir þá Noregi í næstsíðasta leik sínum í milliriðli II en Noregur hefur unnið alla fimm leiki sína til þessa í mótinu.

Flýta afgreiðslu ákærunnar á hendur Trump

(18 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Öldungadeildarþingmaðurinn Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, greindi í gær frá fyrirkomulagi sem miðar að því að flýta afgreiðslu deildarinnar á ákæru fulltrúadeildarinnar á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot.

Gengur illa að selja miða á úrslitaleikina

(18 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enn eru 7.500 óseldir miðar á úrslitaleik Evrópumóts karla í handknattleik sem fram fer í Stokkhólmi á sunnudaginn.

Árangurinn nánast enginn

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Lofts­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg ávarpaði í morgun helstu kaupsýslumenn og pólitísku leiðtoga heimsins á viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Hún segir að eiginlega ekkert hafi verið gert í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þrátt fyrir baráttu hennar.

Um 190 fornbátar skráðir

(18 klukkustundir, 40 mínútur)
200 Alls eru um 190 bátar í fornbátaskrá sem Samband íslenskra sjóminjasafna gaf nýverið út. Jafnframt hefur stjórnin gefið út leiðarvísi við mat á varðveislugildi báta og skipa.
ÍÞRÓTTIR Heil umferð fer fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í vikunni þegar 24. umferðin verður leikin. Nokkrir mjög áhugaverðir leikir eru á dagskrá, en stærsti leikurinn er viðureign Arsenal og Chelsea í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Þórður Guðmundsson hefur gert breytingu á íslenska landsliðinu í handknattleik fyrir leikinn gegn Norðmönnum á Evrópumótinu sem hefst klukkan 17.15 í dag í Malmö.

Óvissustig á Siglufjarðarvegi

(18 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Siglufjarðarvegur er lokaður og er óvissustig í gildi þar. Kanna á með mokstur á Öxnadalsheiði eftir klukkan 8.

Solskjær ber ábyrgð á stöðu Rashfords

(18 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og núverandi leiklýsandi hjá BBC og ITV Sport, segir að Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, beri mikla ábyrgð á þeirri stöðu sem Marcus Rashford, markahæsti leikmaður liðsins, er kominn í en horfur eru á að Rashford spili ekki næstu mánuðina vegna bakmeiðsla.

Fyrrverandi forstjóri Interpol í 13 ára fangelsi

(18 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Fyrrverandi forstjóri Interpol, Meng Hongwei, sem var handtekinn þegar hann var í heimsókn í Kína árið 2018, var í dag dæmdur í rúmlega 13 ára fangelsi fyrir mútuþægni.

60% túrista nota bílaleigur

(19 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT „Ásókn erlendra ferðamanna í bílaleigubíla hefur aukist jafnt og þétt og ekki útlit fyrir neina breytingu á því,“ segir Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur. Athuganir fyrirtækis hans Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar sýna að gífurleg aukning hefur orðið á notkun erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hér á landi á undanförnum árum.

Sögulegur árangur í naumum sigri

(19 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Damian Lillard náði sögulegum árangri í nótt þegar hann varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar í körfuknattleik til að skora sextíu stig og gera í leiðinni tíu þriggja stiga körfur.

Umdeilt hús sett aftur á sölu

(19 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT „Við höfum verið að skoða þetta núna í ár varðandi ferðaþjónustu eða menningarstofnun hjá okkur. Við vildum líka kanna hvort það væri einhver annar sem vildi reka húsið sem slíkt – eða búa þar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.

Eiga Norðmenn besta handboltamann heims í dag?

(19 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ljóst er að ef Íslendingar ætla að gera sér vonir um að sigra öflugt lið Norðmanna á Evrópumóti karla í Malmö í dag þarf að sjá til þess að Sander Sagosen, sem margir telja besta handknattleiksmann heims um þessar mundir, nái ekki að sýna sínar bestu hliðar.
K100 Matarvefur mbl.is sagði frá nýjasta húsráðinu í gær; að setja mýkingarefni í klósettkassann til þess að fá góða lykt.

Harry kominn í faðm fjölskyldunnar

(19 klukkustundir, 30 mínútur)
FÓLKIÐ Harry Bretaprins kom til Kanada í gær og er þar í faðmi fjölskyldunnar, Meghan og Archie, samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla. Fylgst er með hverju fótspori fjölskyldunnar í fjölmiðlum beggja vegna Atlantsála.

Iceland Airwaves tilnefnd til NME

(19 klukkustundir, 44 mínútur)
FÓLKIÐ Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er tilnefnd sem besta litla tónlistarhátíðin á NME-verðlaunahátíðinni 2020.

Fjórir látnir og smit milli manna staðfest

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Fjórir eru látnir úr nýjum lungnasjúkdómi sem breiðist hratt út í Kína. Yfirvöld þar í landi hafa staðfest að veiran geti smitast milli manna.

Archie litli sá snjó í fyrsta sinn

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
BÖRN Harry og Meghan hafa gert allt vitlaust í Bretlandi síðustu daga. Átta mánaða gamall sonur þeirra, Archie Harrison, er hins vegar í rólegheitum í Kanada að upplifa margt í fyrsta sinn.

Skóþurrkari kostaði þær lífið

(20 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Nú þykir ljóst að eldsvoðinn í Bergen 4. janúar, sem varð fjórum mæðgum að bana, muni hafa átt upptök sín í skóþurrkara í þvottahúsi á fyrstu hæð hússins. Lögregla telur helst að tækið hafi bilað en vill þó ekki slá því föstu hvernig eldurinn hafi kviknað út frá því.

Mama June að verða peningalaus

(20 klukkustundir, 13 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjarnan Mama June virðist vera orðin hálfblönk ef marka má nýjustu fréttir af henni. Hún sást í veðlánabúð (e. pawn shop) í Stockbridge í Georgíu-ríki á dögunum þar sem hún seldi demantshring.

13 stiga hiti í hnúkaþey

(20 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Spáð er sunnan 13-20 metrum í kvöld og í nótt með talsverði rigningu. Það hlýnar töluvert með þessu en er búist við 5 til 13 stiga hita fyrri hluta dags á morgun. Hlýjast í hnúkaþey norðaustan til.

11 brunnu inni í Síberíu

(20 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Ellefu manneskjur létust þegar eldur kom upp í timburkofa í afskekktu þorpi í Síberíu.

Jón Gnarr lenti í hremmingum í Flórída

(20 klukkustundir, 58 mínútur)
FERÐALÖG Grínistinn Jón Gnarr fór til Flórída yfir áramótin en segir farir sínar ekki sléttar af bílaleigunni Avis í Bandaríkjunum.

Á gangi eftir flugbraut í nótt

(21 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT Tilkynnt var til lögreglunnar um mann fara yfir girðingu Reykjavíkurflugvallar á þriðja tímanum í nótt og var maðurinn á göngu eftir flugbraut þegar lögreglan kom á vettvang. Maðurinn var handtekinn og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Flugeldur kveikti í íbúð

(21 klukkustund, 8 mínútur)
INNLENT Eldur kom upp í íbúð í Hafnarfirði í gærkvöldi eftir að flugeldi hafði verið kastað inn um glugga á baðherbergi  íbúðarinnar. Íbúar urðu varir við sprenginguna og voru búnir að slökkva eldinn er lögregla kom á vettvang en eldur kviknaði í fatnaði og skemmdir urðu á innréttingu.

Þetta gerir Sunneva til að bæta heilsuna

(21 klukkustund, 13 mínútur)
SMARTLAND Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hefur verið að taka til í mataræðinu síðan hún kom heim frá Bandaríkjunum á dögunum. Eins og svo margir byrjar hún daginn á grænum ofurdrykk.

Örva þarf starfsemi minni fyrirtækja

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Miklar og heitar umræður urðu um ýmis mál við sérstakar stjórnmálaumræður sem fram fóru á Alþingi í gær á fyrsta þingfundi ársins eftir jólaleyfi. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, velti upp þeirri spurningu í ræðu sinni hvort Íslendingar kynnu ekki að búa við jafnvægi.

Andlát: Hrefna Sigvaldadóttir

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Hrefna Sigvaldadóttir, fyrrverandi skólastjóri Breiðagerðisskóla, lést á Droplaugarstöðum síðastliðinn sunnudag, tæplega níræð að aldri.

SA riðu á vaðið með skammtímasamninga

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur ásamt 10 öðrum BHM-félögum átt alls 40 fundi með ríkinu um nýja kjarasamninga án þess að samningar séu í sjónmáli.

Kom greinendum ekki á óvart

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Hlutabréfagreinendurnir Snorri Jakobsson hjá Capacent og Sveinn Þórarinsson hjá Landsbankanum segja að bráðabirgðauppgjör Marels, sem tilkynnt var um eftir lokun markaða á föstudaginn, hafi ekki komið þeim á óvart.

Leggja til frestun málsins

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Yfir 50 umsagnir höfðu síðdegis í gær borist um drög að frumvarpi um hálendisþjóðgarð og 20 umsagnir um drög að frumvarpi um þjóðgarðastofnun og starfsemi þjóðgarða. Neikvæðar umsagnir eru meira áberandi en jákvæðar og margir leggja til að málinu verði frestað og ágreiningsefni skoðuð betur.
MATUR Það eru engar vampírur eða varúlfar að koma hér við sögu – bara nokkur góð ráð um af hverju hvítlaukur er það besta fyrir þig á nóttunni.