Fréttir vikunnar


VIÐSKIPTI Icewear og Hafnarsamlag Norðurlands hafa gert fimm ára samning um rekstur og umsjón Vitans, þjónustumiðstöðvar fyrir farþega skemmtiferðaskipa sem hafa viðkomu á Akureyri.
INNLENT Á næstu fimm árum er áformað að ráðast í uppbyggingu hjúkrunarrýma á landsvísu fyrir 10,5 milljarða króna. Á að byggja 300 hjúkrunarrými til viðbótar við þau áform sem þegar hafa verið kynnt, en hlutur ríkisins er tæplega níu milljarðar króna.

Tekur Gerrard við Rangers?


(18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, þykir líklegastur hjá veðbönkum að verða næsti stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers.
FÓLKIÐ Tæpur mánuður er í brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle en fyrir það má sjá Meghan ganga að eiga annan mann.
ÍÞRÓTTIR Eiður Smári Guðjohnsen spilar á sínum gamla heimavelli, Stamford Bridge, í næsta mánuði þegar gamlar stjörnur úr Chelsea mæta kollegum sínum í liði Inter.
VIÐSKIPTI Olíufélagið Skeljungur hefur hækkað afkomuspá sína fyrir árið 2018 um rúmlega 7% vegna betri afkomu af eldsneytissölu og einskiptishagnaðar.

Óttast gervivísindi


(47 mínútur)
INNLENT Ari Edwald, forstjóri MS, líkir samkeppniseftirliti á Íslandi við gervivísindi. Hann að litið sé framhjá stórum þáttum í samkeppni á Íslandi sem geri stöðu fyrirtækja mjög erfiða og þau óttist samkeppnisyfirvöld.
INNLENT Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í 19 daga gæsluvarðhald af hollenskum dómara í Héraðsdómi Amsterdam í dag. Þetta staðfestir Fatima el Gueriri, fjölmiðlafulltúi héraðsdómstólsins, í samtali við mbl.is.

Við höfum Lewandowski


(57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jupp Heynckes, þjálfari þýska meistaraliðsins Bayern München, segir að Real Madrid ætti að hafa jafnmiklar áhyggjur af Robert Lewandowski og Bayern af Cristiano Ronaldo en Bayern München tekur á móti Evrópumeisturum Real Madrid í fyrri rimmu liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Gætu þurft að endurvekja innflytjendaúrræði


(1 klukkustund, 14 mínútur)
ERLENT Nú hefur þriðji alríkisdómarinn fyrirskipað að ríkisstjórn Donald Trump skuli endurvekja svokallað Daca-úrræði þar sem ungir innflytjendur fá leyfi til að dvelja í Bandaríkjunum á ákveðnum forsendum.

Hörð í horn að taka


(1 klukkustund, 15 mínútur)
FÓLKIÐ Thandie Newton stígur fram og ræðir mikilvægi þess að konur fái greitt sömu laun og karlar fyrir sömu stöður í leiklistariðnaðinum. Tilkynning hennar kemur í kjölfar þeirrar stefnu sem HBO hefur tekið, að borga konum jöfn laun og körlum.

Aron og Björgvin í banastuði


(1 klukkustund, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eyjamenn komust í 1:0 í einvígi ÍBV og Hauka í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í gærkvöldi.

Farsælt fólk á þetta sameiginlegt


(1 klukkustund, 30 mínútur)
SMARTLAND Það nær enginn árangri með því að sitja á sundlaugarbakkanum og drekka kokteila allan daginn. Að vakna snemma, lesa sér til gagns og sofa nóg er meðal þess sem farsælt fólk á sameiginlegt.

Lofaði morðingja fyrir árásina


(1 klukkustund, 30 mínútur)
ERLENT Alek Minassian, sem varð 10 manns að bana er hann ók á gangandi vegfarendur í Toronto á mánudagskvöldið, lofaði morðingjann Elliot Rodger á Facebook nokkrum mínútum áður en hann lét til skara skríða að því er BBC greinir frá.
ICELAND "People are anxious and find this very uncomfortable," says head midwife Hilda Friðfinnsdóttir at the National University Hospital in Reykjavik maternity ward. Parents with their newborns have to leave the ward today without secured home care.

Sjúkdómur eða sæmdarmorð


(1 klukkustund, 33 mínútur)
ERLENT Réttarmeinafræðingar lögreglunnar í Pakistan rannsaka í dag lík ítalskrar konu en talið er að hún hafi verið myrt af ættingjum sínum í Pakistan. Um sæmdarmorð sé að ræða. Mikið hefur verið fjallað um málið í ítölskum fjölmiðlum að undanförnu.

Henry Kristófer danskur meistari


(1 klukkustund, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Henry Kristó­fer Harðar­son varð í gærkvöldi Danmerkurmeistari í íshokkí með liði Aalborg Pirates.

Fyrsti hvítabjörn hitabeltisins allur


(1 klukkustund, 49 mínútur)
ERLENT Inuka, fyrsti hvítabjörninn sem fæddist í hitabeltinu, var aflífaður í dag eftir að heilsu hans tók að hraka hratt. Starfsmenn dýragarðsins í Singapúr syrgja björninn sem var eitt mesta aðdráttarafl garðsins.

Nýr meðeigandi hjá Deloitte


(1 klukkustund, 56 mínútur)
VIÐSKIPTI Björgvin Ingi Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Deloitte Consulting. Samhliða verður Björgvin einn eigenda Deloitte.

Meiri möguleikar en á móti Barcelona


(2 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eusebio Di Francesco, þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins Roma, trúir á annað kraftaverk sinna manna.

Frásagnir úr einstökum undraheimi


(2 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Fjölmenni var á svonefndu Háfjallakvöldi sem Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Íslands stóðu fyrir í gærkvöldi í Háskólabíói í samvinnu við Félag íslenskra fjallalækna.

Hæsta lágmarksverð sögunnar


(2 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Settar eru 150 milljónir Bandaríkjadala, 15,2 milljarðar króna, á málverk ítalska myndlistarmannsins Amedeo Modigliani á uppboði í næsta mánuði.

Markvörður meistaranna úr leik?


(2 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helena Jónsdóttir, markvörður Íslandsmeistaraliðs Þórs/KA í knattspyrnu, slasaðist á hné á upphafsmínútum úrslitaleiks Lengjubikarsins gegn Stjörnunni á Akureyri í gærkvöld.

Allsherjarúttekt gerð á göngunum


(2 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Hvalfjarðargöngin verða lokuð í fimm nætur í þessari viku. Þetta er óvenju langur tími því auk vorhreingerningar og reglulegs viðhalds verður gerð allsherjarúttekt á ástandi mannvirkisins.

Hefur dulbúist í meira en áratug


(2 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT „Ég hef aldrei litið á mig sem stúlku,“ segir Sitara Wafadar, 18 ára gömul afgönsk stúlka sem hefur dulbúist sem drengur í meira en áratug. Foreldra hennar dreymdi um að eignast son en þess í stað eignuðust þau fimm dætur.

Lenti undir mótorhjólinu


(2 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Ef eitthvað er að færð á veturna eru göturnar saltaðar og sandaðar í hvelli. Nú þegar sumarið er komið eiga menn þá að vera fljótir að sópa þessu burt,“ segir Bjarni Vestmann, sendifulltrúi í utanríkisráðuneytinu.

„Sá besti í heimi í dag“


(2 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool, var ekkert að skafa af hlutunum þegar hann ræddi um Egyptann Mohamed Salah eftir 5:2 sigur Liverpool gegn Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á Anfield í gærkvöld.

„Þetta er spennandi mannskapur“


(3 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Sigtryggsson hefur skrifað undir samning við Stjörnuna um að stýra karlaliði félagsins í handbolta næstu þrjú árin.

Verkfalli afstýrt


(3 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Skrifað var undir kjarasamning flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni um klukkan 6:30 í morgun og því verður ekkert af boðuðu verkfalli sem hefjast átti klukkan 7:30 ef ekki næðust samningar.

Rigning sunnan- og vestanlands


(3 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Spáð er norðaustlægri átt í dag, 5-13 m/s en hægari á Austurlandi. Dálítil úrkoma í flestum landshlutum, rigning með köflum sunnan- og vestanlands en dálítil él norðan til.

Ólafur missti 50 kíló á 11 mánuðum


(3 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT „Já, ég er búinn að losa mig við 50 kíló og það er eitthvað vel yfir einn þriðji af því sem ég var,“ segir Ólafur Arnarson hagfræðingur varðandi þyngartap sitt í kjölfar magaermaraðgerðar. Í aðgerðinni voru um 80% af maganum fjarlægð og í kjölfarið getur viðkomandi borðað miklu minna en áður.

Kylie Minogue orðin kát aftur!


(3 klukkustundir, 30 mínútur)
FÓLKIÐ Kylie Minogue er fallegri en nokkru sinni fyrr á forsíðu ástralska Vogue sem kemur út í maí. Tilefni þess að hún er á forsíðunni er að hún fagnar síðar í mánuðinum 50 ára afmæli sínu.

Hálkublettir á Holtavörðuheiði


(3 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Vegir eru víðast hvar greiðfærir en á Vestfjörðum eru hálkublettir á Steingrímsfjarðarheiði, hálkublettir eru á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.

Ísland niður um 3 sæti


(3 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir þau ríki þar sem fjölmiðlar búa við mest frelsi. Ísland er í 13. sæti listans. Noregur er í efsta sæti og Svíþjóð í öðru en Danmörk fellur niður um 5 sæti og er í því níunda í ár.

Meistararnir komnir áfram


(3 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Meistararnir í Golden State eru komnir í undanúrslitin í Vesturdeildinni í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir sigur gegn San Antonio Spurs, 99:91, í nótt.

Tjónið töluvert


(3 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Brunaeftirliti slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Perluna lauk um tvö í nótt en slökkvistarfi var lokið um klukkan 23. Ljóst er að tjónið er töluvert en fulltrúar tryggingafélaganna hófu að meta tjónið um miðnætti.

Í lífshættu eftir árás við Anfield


(4 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Tveir stuðningsmenn Roma á þrítugsaldri eru í haldi bresku lögreglunnar eftir að til átaka kom á milli stuðningsmanna Liverpool og Roma fyrir leik liðanna á Anfield í gær. 53 ára gamall maður er á gjörgæslu eftir átökin og er hann í lífshættu.

Vinsælustu léttvínin hér á landi


(4 klukkustundir, 1 mínúta)
MATUR Léttvín eru vinsæl hér á landi þrátt fyrir að bjórinn beri höfuð og herðar yfir aðrar tegundir í sölu.

Múrað um miðja nótt


(4 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Það er langt frá að vera hvunndagsviðburður að sjá múrara að störfum í Hvalfjarðargöngum og það um miðja nótt.

Morgunrútína Oliviu Wilde


(4 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND Leikkonan Olivia Wilde var ekki mikil morgunmanneskja áður fyrr. Nú er hún tveggja barna móðir og vaknar ekki við vekjaraklukku.

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur


(4 klukkustundir, 41 mínútur)
INNLENT Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar.

Trúarleiðtogi dæmdur fyrir nauðgun


(4 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Indverskur trúarleiðtogi, sem er með milljónir fylgjenda um allan heim, var dæmdur sekur um nauðgun í morgun.
INNLENT „Starfsmaðurinn vann sína vinnu í samræmi við reglur og gerði engan greinarmun á því hvort viðkomandi væri þingmaður eða ekki. Öryggisleit gengur best þegar góð samvinna er á milli flugöryggisvarða og farþega.“

Yfirvöld firra sig ábyrgð


(5 klukkustundir)
INNLENT Þekkingu hefur verið ýtt til hliðar í bæði menntastefnu Reykjavíkurborgar og aðalnámsskrá grunnskólanna að mati Jóns Péturs Zimsen, skólastjóra Réttarholtsskóla í Reykjavík. Jón Pétur hættir sem skólastjóri í vor eftir tuttugu ára starf í Réttarholtsskóla.

Hækkun sekta ýtir á ökumenn


(5 klukkustundir)
INNLENT Mikið annríki hefur verið á dekkjaverkstæðum síðustu daga enda er orðið tímabært fyrir bílstjóra að láta skipta yfir á sumardekkin.
INNLENT Meðallaun þjóðkjörinna fulltrúa hækkuðu um tæp 27% milli ára 2016 og 2017. Þá hækkuðu laun presta um tæpt 21%.

Leik- og grunnskóli saman


(5 klukkustundir)
INNLENT Kópavogsbær ætlar að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957.

Samkomulag um lífeyrismál


(5 klukkustundir)
INNLENT Gengið var frá samkomulagi í gær um breytingar á kjarasamningi Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins um lífeyrismál frá 12. desember 1995. Samningurinn á uppruna sinn í samkomulagi frá árinu 1969.
INNLENT Hrafnar voru farnir að tína sprek og glys í laup ofan á stalli á þríbýlishúsi í Vogahverfinu í Reykjavík, beint fyrir ofan svalir einnar íbúðarinnar, en Morgunblaðinu barst ábending þess efnis með mynd.

Perlan verður vöktuð í nótt


(10 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Slökkvistarfi er lokið við Perluna í Reykjavík en við tekur eftirlit í nótt til þess að tryggja að eldur kvikni ekki á nýjan leik samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Samið við Sinfóníuhljómsveitina


(10 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Saminganefndir Starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands og fjármála- og efnahagráðherra fyrir hönd ríkissjóðs undirrituðu kjarasamning á fimmta tímanum í gær samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissáttasemjara.

Vilja nýjan samning við Íran


(10 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, og Donald Trump Bandaríkjaforseti kölluðu eftir því í dag að gerður yrði nýr samningur við stjórnvöld í Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Trump hefur sagt að núverandi samningur sé galinn.
ÍÞRÓTTIR „Hjá okkur var mjög mikill munur á þessum leik og öðrum leiknum á Hlíðarenda. Í síðasta leik vorum við svolítið slakar og ekki tilbúnar andlega. Við mættum tilbúnar andlega í þennan leik og tilbúnar til að taka sigur og mér fannst það sjást í kvöld,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, bakvörður Hauka, þegar Morgunblaðið ræddi við hana að sigurleiknum loknum gegn Val á Ásvöllum í kvöld.

„Nánast eins og hittni á æfingum“


(11 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta er nánast eins og hittni á æfingum,“ sagði Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals, í samtali við mbl.is eftir tapið fyrir Haukum 96:85 í þriðja leik liðanna í úrslitarimmu Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Haukar hittu 48% fyrir utan þriggja stiga línuna í leiknum. Haukar eru 2:1 yfir í rimmunni en vinna þarf þrjá leiki til að verða meistari.

Staðan sem við vildum vera í


(11 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, stýrði liði sínu til sigurs gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Vestmannaeyjum.

Verður að ráðast að rót vandans


(11 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gerði að umtalsefni sínu í ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í dag var staða mála í Sýrlandi og Jemen og ábyrgð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Ekki vinir þegar flautað er á


(11 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður ÍBV, átti sannkallaðan stórleik þegar Eyjamenn sigruðu Hauka með tveggja marka mun í kvöld. Aron varði nítján skot í markinu og ÍBV því 1:0 yfir í einvígi liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.

„Það er búin að vera fínasta veiði“


(11 klukkustundir, 46 mínútur)
200 Venus NS er á leið í land með rúmlega 2.600 tonna kolmunnaafla og er skipið væntanlegt til hafnar á Vopnafirði síðdegis á morgun. Skörp kolmunnaveiði er í færeysku lösögunni að sögn Róberts Axelssonar skipstjóra.

Tímabilið búið hjá Oxlade-Chamberlain?


(11 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var þungur á brún, spurður um meiðsli enska landsliðsmannsins Alex Oxlade-Chamberlain í kvöld en hann var borinn af velli í 5:2-sigrinum á Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
FÓLKIÐ Katrín hertogaynja ætlar að taka sér lengri tíma en áður til þess að sinna þriðja barni sínu. Sex vikum eftir fæðingu Georgs var hún mætt til þess að sinna opinberum skyldum sínum.

Forréttindi að fá að spila svona leiki


(12 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, átti algjöran stórleik, sem dugði þó ekki til þegar ÍBV og Haukar mættust í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Björgvin varði sextán bolta en félagi hans í marki ÍBV, Aron Rafn Eðvarðsson, varði nítján skot.

Bókin selst í 600.000 eintökum


(12 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Bók James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI, um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta seldist í 600 þúsund eintökum fyrstu vikuna eftir að hún fór í sölu. Þetta upplýsti útgefandi bókarinnar í dag.

Viljum útrýma svona höfuðhöggum


(12 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var að mörgu leyti ánægður með leik sinna manna, þrátt fyrir tveggja marka tap í fyrsta leik liðsins gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik.

Ráð frá sambandsgúrú Gwyneth Paltrow


(12 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND Katherine Woodward Thomas er höfundur hugtaksins „conscious uncoupling“ en hugtakið vísar til aðferðar um hvernig eigi að skilja á farsælan hátt. Gwyneth Paltrow og Chris Martin eru þekkt fyrir að hafa farið eftir ráðum hennar.

Meinað að leita meðferðar í Vatíkaninu


(12 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Dómstóll í Bretlandi hefur úrskurðað að for­eldr­ar Alfie Evans, tæp­lega tveggja ára gam­als drengs sem er með ban­væn­an sjúk­dóm, megi ekki fljúga með son sinn til Vatíkansins til að leita læknismeðferðar.

Telur að slökkvistarfi ljúki um miðnætti


(12 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT „Það er mikið tjón, bæði af eldinum og ekki síður vatnstjón. Þetta var í lokuðum rýmum sem við þurftum að sprauta inn í og þá lak náttúrlega vatn út um allt,“ segir Birgir Finnsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu.

Þetta eru samt stórkostleg úrslit


(13 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir leikmenn sína hafa spilað svo gott sem fullkomlega í 80 mínútur af leiknum við Roma í kvöld, í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

„Viltu ekki bara kaupa af mér hótelið“


(13 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Magnús Bragason og Adda Jóhanna Sigurðardóttir ventu óvart kvæði sínu í kross fyrir sjö árum og keyptu hótel sem nú ber nafnið Hótel Vestmannaeyjar. Meðfram hótelrekstrinum hlaupa hjónin sér til gleði og heilsubótar.

KA sigri frá úrvalsdeildarsæti


(13 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KA er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrvalsdeild karla í handbolta eftir fimm marka sigur á HK í Digranesi í kvöld, 25:20. KA er þar með 2:0 yfir í einvíginu.

Dauðafæri fyrir íslenskuna


(13 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Skrafl er orðaleikur sem hefur notið vinsælda á Íslandi sem og víða annars staðar í heiminum. Reynir Hjálmarsson, bókmenntafræðingur, þýðandi og útgefandi í Garðabænum, er formaður Skraflfélags Íslands og fyrrverandi Íslandsmeistari í skrafli.

Aron tapaði í Derby


(13 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Einar Gunnarsson og samherjar í Cardiff töpuðu í kvöld þýðingarmiklum leik í ensku B-deildinni í knattspyrnu þegar Derby County lagði þá að velli, 3:1.

Stefnum á að vinna leikina sem eftir eru


(13 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þeir voru með mjög sterkt lið, en ég veit ekki hvort þeir voru betri en ég bjóst við. Þeir voru mjög góðir í að nýta færin sem þeir fengu og þeir fengu mikið af færum," sagði Andri Már Mikaelsson, leikmaður íslenska landsliðsins í íshokkí eftir 11:1-tap á móti heimamönnum í Hollandi í 2. deild heimsmeistaramótsins.

Haukar sigri frá titlinum


(13 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukar eru 2:1 gegn Val í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir sigur 96:85 á heimavelli sínum á Ásvöllum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.

„Tek enga áhættu með fjórtán menn um borð“


(13 klukkustundir, 43 mínútur)
200 Línu- og netabáturinn Tómas Þorvaldsson GK hefur legið bundinn við bryggju síðan í byrjun febrúar. Ástæðan er veikleiki sem fannst í bátnum og er kostnaður við viðgerð talinn geta numið allt að 50 milljónum króna.

Góð staða Liverpool eftir sýningu Salah


(13 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool er í góðri stöðu í einvígi sínu við Roma í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, eftir 5:2-sigur á Anfield í kvöld í fyrri undanúrslitaleik liðanna. Mohamed Salah fór hamförum í leiknum gegn sínum gömlu félögum.
ÍÞRÓTTIR Fjórir íslenskir atvinnumenn í körfuknattleik voru á ferðinni með liðum sínum í kvöld og vegnaði misjafnlega. Sandra Lind Þrastardóttir er komin í oddaleik um danska meistaratitilinn en Jakob Örn Sigurðarson er fallinn út í undanúrslitum í Svíþjóð.
INNLENT Nanna Elísa Jakobsdóttir varð fyrir ömurlegri lífsreynslu í ágúst síðastliðnum þegar henni var nauðgað af samnemanda við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. Hún tók erfiða ákvörðun um að tilkynna skólayfirvöldum um atvikið, án þess að vita hver viðbrögðin yrðu.

Forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu


(14 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að forgangsraða fjármunum borgarinnar í grunnþjónustu og margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar.

Maðurinn sem missti meðvitund látinn


(14 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Karlmaður, sem sóttur var af þyrlu Landhelgisgæslunnar í Heimaklett í Vestmannaeyjum eftir að hann hneig meðvitundarlaus niður, er látinn. Þetta staðfestir lögreglan.

Eyjamenn lögðu Hauka


(14 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍBV sigraði Hauka, 24:22, í æsispennandi fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í kvöld.

Yfirburðir Hollendinga á heimavelli


(14 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska landsliðið átti ekki möguleika í það hollenska er þau mættust í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg í dag. Heimamenn sóttu nánast stanslaust frá byrjun og unnu sannfærandi 11:1-sigur.

Brjóta heilann yfir dularfullum ísglufum


(14 klukkustundir, 29 mínútur)
TÆKNI Dularfullar glufur í ís norðurheimskautsins hafa síðustu mánuði valdið vísindamönnum bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA miklum heilabrotum.

Kristianstad tapaði í Lundi


(14 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lugi jafnaði metin gegn Svíþjóðarmeisturum Kristianstad í 1:1 í undanúrslitunum um sænska meistaratitilinn í handknattleik karla í Lundi í kvöld með sigri í hörkuspennandi leik, 26:25.

Kvíðir að fara með nýbura heim


(14 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT „Fólk er kvíðið og finnst þetta mjög óþægilegt,“ segir Hilda Friðfinnsdóttir, yfirljósmóðir á meðgöngu -og sængurlegudeild Landspítalans, þar sem senda þarf nýbakaða foreldra heim af deildinni í dag án þess að þeim sé tryggð heimaþjónusta. Hún segir að ástandið muni versna hratt.

Páll fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu


(14 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Páll Ingi Jóhannesson, sem búsettur er í Kaupmannahöfn, var fyrstur Íslendinga í mark í Boston-maraþoninu í síðustu viku. „Ef ég get farið úr því að reykja pakka á dag og unnið 60-70 tíma á viku á skrifstofu yfir í að hlaupa maraþon, þá geta þetta allir,“ segir hann.

Trump dustaði flösu af Macron


(15 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét sem hann væri að dusta flösu af öxlum Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag en sá síðarnefndi er í opinberri heimsókn í Washington. Trump sagði þetta merki um að forsetarnir tveir ættu „alveg einstakt samband“.

Má bjóða þér fléttað svínakjöt?


(15 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Það er alltaf hressandi þegar við fáum uppskriftir sem mann rekur í rogastans yfir. Eins og þessi hér en auðvitað er það bara okkar eini sanni læknir í eldhúsinu sem lætur sér detta í hug að flétta kjöt.

Þór/KA er deildabikarmeistari


(15 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þór/KA varð í kvöld deildabikarmeistari kvenna í knattspyrnu í annað skipti með því að sigra Stjörnuna í vítaspyrnukeppni eftir að fjörugur leikur liðanna í Boganum endaði 2:2.

Kaupaukar séu sýnilegir og hóflegir


(15 klukkustundir, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI „Stóra málið er ekki hvort að það eigi að vera kaupaukar eða ekki, heldur hvort að þeir kaupaukar sem eru til staðar séu sýnilegir,“ sagði Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, á fundi Samtaka sparifjáreigenda.

Saga um bata við lífshættulegri röskun!


(15 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND „Næstu 4 mánuði átti ég að ímynda mér að vera í gipsi á báðum fótum upp að mitti og haga mér samkvæmt því! Settur í bómull. Öll erfið samskipti t.d. við fyrri sambýliskonu voru tekin yfir af öðrum. Átti að forðast staði, fólk og allt sem gæti valdið streitu og triggerað ofsakvíðakast. Markmið næstu 4 mánaða var að byggja upp orku til að taka næsta skref,“ segir Einar Áskelsson.
INNLENT „Það lítur út fyrir að íshellirinn okkar sé í lagi og að jöklasýningin okkar sé í lagi,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Perlu norðursins. Eldur kom upp í hitaveitutanki Perlunnar í dag sem verið er að innrétta sem stjörnuver.

Missti meðvitund í Heimakletti


(16 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að sækja karlmann sem missti meðvitund á svonefndri Hettu í Heimakletti í Vestmannaeyjum samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni.

Tilkynnt um eld í skipi


(16 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálfsex vegna elds í báti í flotkví við Hafnarfjarðarhöfn. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn.

Skutu 18 manns til bana í kirkju


(16 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Byssumenn skutu 18 manns til bana í árás á kirkju í Nígeríu í dag. Þar á meðal tvo presta að því er segir í frétt AFP. Talið er að árásarmennirnir hafi verið um 30 talsins.

Snjöll öryggislausn málar heiminn appelsínugulan


(16 klukkustundir, 56 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutanetið svokallaða, eða Internet of Things (IoT), er smátt og smátt að fikra sig meira inn í líf fólks hér á Íslandi sem og annars staðar.

Robbie Sigurðsson ekki með í kvöld


(17 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sóknarmaðurinn Robbie Sigurðsson verður ekki með íshokkílandsliðinu í leiknum á móti Hollendingum í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg. Robbie er að glíma við smávægileg veikindi og ætti að vera klár í á móti Belgum á fimmtudaginn kemur.

Minna plast hjá MS með umhverfisvænni umbúðum


(17 klukkustundir, 28 mínútur)
MATUR Á næstu dögum munu plastdósir undir KEA skyrdrykki hverfa úr hillum íslenskra verslana og í staðinn fara skyrdrykkirnir góðu í umhverfisvænni pappafernur. Í framhaldinu stendur til að flytja alla drykki sem áður voru í plastdósum yfir í slíkar fernur og er þá átt við Ab-skyrdrykki og létt jógúrtdrykki til viðbótar við KEA skyrdrykkina.

Jakkaföt og Hjálmar í Tilburg


(17 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í íshokkí mætir ávallt í sínu fínasta pússi í leiki á heimsmeistaramótum. Þegar liðið mætti í höllina fyrir leikinn á móti Hollandi sem hefst kl. 18 í kvöld, beið þess ljúfir tónar frá Hjálmum.

Colourful, stylish home in Reykjavik up for grabs


(17 klukkustundir, 30 mínútur)
ICELAND A colourful home is up for grabs in 105 Reykjavik in a quiet residential area not far from the city centre. The home is refreshingly different to the minimalist Nordic style that's become quite ubiquitous in Iceland.

Reistur verður samrekinn leik- og grunnskóli


(17 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Til stendur að reisa samrekinn leik- og grunnskóla upp í 4. bekk við Skólagerði í Kópavogi í staðinn fyrir skólabyggingu Kársnesskóla sem þar hefur staðið allt frá árinu 1957 en til stendur að rífa eftir að mikil mygla fannst í henni.

Allt tiltækt slökkvilið kallað út


(17 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Allt starfsfólk slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað í Perluna þar sem eldur logar í klæðningu á hitaveitutanki. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að verkefnið sé mjög erfitt. Slökkviliðið telur sig hafa tekist að koma í veg fyrir útbreiðslu eldsins.

Hrafnhildur ósátt við heilbrigðisráðherra


(17 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Hrafnhildur Agnarsdóttir segist ósátt við ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um að slíta samstarfi við hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustuna Karitas. Í opnu bréfi til ráðherrans biður Hrafnhildur Svandísi um að endurskoða ákvörðunina.

Eigum jafn mikla möguleika og Holland


(18 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við erum búnir að taka einn æfingaleik á móti Hollandi en þá vantaði 13 leikmenn í liðið þeirra. Nú er liðið öðruvísi og enn sterkara og þeir gerðu vel á móti Kína í gær, þetta er mjög sterkt lið," sagði Vladimir Kolek, landsliðsþjálfari karlaliðsins í íhokkí í stuttu spjalli við mbl.is fyrir leik liðsins við Holland kl. 18 í kvöld.

Sarah Jessica Parker hannar brúðarkjóla


(18 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND Tískudrottningin Sarah Jessica Parker sendi frá sér brúðarlínu en ef einhver þekkir brúðarkjóla þá er það vinkona hennar, Carrie Bradshaw.

HB Grandi kaupir kerfi frá Marel


(18 klukkustundir, 31 mínútur)
200 HB Grandi hefur undirritað samning við Marel um kaup á FleXicut kerfi og pökkunarflokkara til notkunar um borð í nýjum frystitogara félagsins.

Frekar óraunverulegt og skrítið


(18 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT „Ég var niðri í bæ í erindagjörðum við sömu götu og á sama tíma og árásin var gerð,“ segir Naomi Grosman, sem er íslensk en búsett í Toronto. Hún segir skrítna tilfinningu að árás sem þessi hafi verið gerð í borginni.

Hugbúnaðarlausn Origo í úrslit hjá IBM


(18 klukkustundir, 33 mínútur)
TÆKNI CCQ hugbúnaðarlausnin frá Origo komst í lokaúrslit Beacon nýsköpunarkeppni IBM að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, en hátt í 500 lausnir alls staðar að úr heiminum tóku þátt í keppninni.

Ummæli ráðherra koma á óvart


(18 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT „Staðan hjá okkur er sú sama,“ segir Ell­en Bára Val­gerðardótt­ir, ljós­móðir á Land­spít­ala og sjálf­stætt starf­andi ljós­móðir í heimaþjón­ustu, við mbl.is. Allar 95 ljósmæður í heimaþjónustu lögðu niður störf í gær og munu ekki taka til starfa aftur fyrr en nýr samningur verður undirritaður.
VIÐSKIPTI Í kjölfar skipulagsbreytinga hjá Icelandair hafa Guðmundur Guðnason og Valeria Rivina tekið að sér að leiða starfsemi félagsins á sviði stafrænnar þróunar.

Ökumaðurinn ákærður fyrir morð


(18 klukkustundir, 51 mínútur)
ERLENT Kanadamaðurinn Alek Minassian, sem ók á vegfarendur í miðborg Toronto í gær, hefur verið ákærður fyrir morð. Minassian kom fyrir dóm í dag þar sem gefin var út ákæra á hendur honum fyrir manndráp af fyrstu gráðu. Hann er einnig ákærður fyrir margar tilraunir til manndráps.

Múffur með kókos og banönum


(19 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Þessar múffur ættu að slá í gegn á einhverjum heimilum enda framúrskarandi blanda af góðgæti þar á ferð. Svo má færa sannfærandi rök fyrir því að þær séu bráðhollar enda stútfullar af ávöxtum alls kyns fíneríi.

Sindri úrskurðaður í gæsluvarðhald í Amsterdam


(19 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í eins sólarhrings gæsluvarðhaldi af Héraðsdómi Amsterdam í Hollandi. Þetta upplýsir samskiptaskrifstofa héraðsdómsins í samtali við mbl.is.

Ekki eyðileggja jörðina með hreinsiefnum


(19 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND Heilsan og umhverfið haldast gjarnan hönd í hönd, því það sem er skaðlegt fyrir jörðina er líka skaðlegt fyrir líkamann. Því er mikilvægt að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem sem skaða ferskvatn eða sjó með mengandi innihaldsefnum.

Þýskaland sækir um EM 2024


(19 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýskaland hefur sótt um að fá að halda Evrópumót karla í fótbolta árið 2024. Reinhard Grindel, forseti þýska knattspyrnusambandið sendi inn formlega umsókn til UEFA í dag.

Hafði verið vakandi í tólf daga


(19 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT „Ég man ekki nákvæmlega það sem gerðist en ég var í mikilli neyslu og hafði verið vakandi í tólf daga þegar þetta gerðist,“ sagði Rafal Nabakowski þar sem mál gegn honum og bróður hans var tekið fyrir í Landsrétti.

Skipað í samstarfsráð um nýjan Landspítala


(19 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Búið er að skipa samstarfsráð til að styrkja samvinnu um uppbyggingu Landspítalans og efla samráð og miðlun upplýsinga. Þetta kemur fram í frétt frá velferðarráðuneytinu.

Vilja kaupa fyrir milljarða á Vínlandsleið


(19 klukkustundir, 41 mínútur)
VIÐSKIPTI Reitir fasteignafélag hf. hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur Vínlandsleiðar ehf., um kaup Reita á félaginu. Heildarvirði kaupanna nemur 5,9 milljörðum króna.

Eldur í Perlunni


(19 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir skömmu vegna eldsvoða í klæðingu á hitaveitutanki Perlunnar. Búið er að rýma húsið.

Iceland's puffin in danger of extinction


(19 klukkustundir, 44 mínútur)
ICELAND The report, which provides a comprehensive look at the health of bird populations globally, has found that the extinction crisis has spread so far that even some well-known species are now in danger. T

Heiðraði eldhuga í umhverfismálum


(19 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heiðraði í dag nokkra eldhuga í umhverfismálum fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Öll hafa þau sýnt frumkvæði að öflugu hreinsunarátaki í borginni að því er fram kemur í frétt á vef borgarinnar.

Gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa staðfest


(19 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness í máli stuðningsfulltrúa sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir. Skal maðurinn sæta varðhaldi til 11. maí.

Daníel aftur til Grindavíkur


(19 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karla- og kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta. Daníel hefur verið þjálfari karlaliðs Njarðvíkur undanfarin tvö tímabil, en Einar Árni Jóhannsson tók á dögunum við liðinu af honum.
FÓLKIÐ Macaulay Culkin 37 ára en hefur lítið breyst síðan hann var tíu ára og lék í Home Alone. Culkin hefur lítið þurft að vinna á fullorðinsárum sínum vegna barnastjörnuferils síns.

Andar enn án öndunarvélar


(20 klukkustundir)
ERLENT Faðir hins tæplega tveggja ára gamla Alfie Evans segir að læknar hafi verið furðulostnir er drengurinn hélt áfram að anda eftir að slökkt var á öndunarvél hans. Foreldrar drengsins töpuðu dómsmáli þar sem þau reyndu að koma í veg fyr­ir að lækn­ar slökktu á önd­un­ar­vélinni.

Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi


(20 klukkustundir, 4 mínútur)
VIÐSKIPTI Fundur um rekstrarumhverfið fyrirtækja á Íslandi hefst kl 14.30 í Hörpu og verður sýnt beint frá fundinum á mbl.is. Tilefni fundarins er að nú sé liðið ár frá því að gjaldeyrishöftin voru afnumin að stærstum hluta.

WOW fær afhenta nýja A321ceo-þotu


(20 klukkustundir, 23 mínútur)
VIÐSKIPTI Nýjasta vél WOW air lenti í dag Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýja Airbus A321ceo-þotu sem kemur beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg og verður strax notuð í áætlunarflug.

Trudeau: Óttinn má ekki sigra


(20 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanda, hvetur landa sína til að láta óttann ekki yfirtaka líf sitt í kjölfar þess að maður ók viljandi á gangandi vegfarendur í Toronto með þeim afleiðingum að tíu létust og fimmtán særðust. Trudeau kallar árásina „glórulausa“.

Lífvörður Bin Laden á bótum í Þýskalandi


(20 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Túnisískur karlmaður, sem sagður er hafa verið lífvörður Osama Bin Laden um tíma þiggur nú bætur hjá þýska ríkinu.

Kári féll úr leik á Spáni


(20 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kári Gunnarsson, Íslandsmeistari í badmintoni, er úr leik í einliðaleik á Evrópumótinu á Spáni. Hann mátti þola 2:0-tap fyrir Íranum Nhat Nguyen í 1. umferðinni í dag, 21:16 og 21:17.

Mál Hauks í algjörum forgangi


(20 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Katrín Jakobsdóttir segir að mál Hauks Hilmarssonar hafi verið í algjörum forgangi hjá utanríkisráðuneytinu frá því það kom upp. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi leitað allra leiða til að komast að afdrifum Hauks og lögð hafi verið áhersla á að vinna náið með fjölskyldu Hauks.

Helgi Már ekki meira með KR


(20 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helgi Már Magnússon mun ekki klára úrslitarimmu KR og Tindastóls á Íslandsmótinu í körfubolta þar sem hann er farinn aftur til Bandaríkjanna vegna anna í vinnu.

Hvað á prinsinn að heita?


(20 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ Veðmangarar hafa að sjálfsögðu efnt til veðmáls um hvaða nafn þriðja barn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju mun fá. Sonur þeirra fæddist í gær en fyrir eiga hjónin Georg og Karlottu.

Ætlum að gera mikið betri hluti


(20 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta er bara fínt. Samkvæmt þjálfurum og fyrirliðum er allt fyrir ofan 12. sæti þá mjög gott,“ segir Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV, en bikarmeisturunum er spáð neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í ár.
ÍÞRÓTTIR Þriðji leikur Hauka og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfubolta fer fram á Ásvöllum kl. 19:15 í kvöld. Staðan í einvíginu er 1:1 og hafa liðin unnið sitt hvorn heimaleikinn til þessa.
INNLENT Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að kona sem varð fyrir alvarlegum kynferðisbrotum þegar hún var barn eigi ekki rétt á tæpum fimm milljónum króna bótagreiðslu sem hún sótti um samkvæmt lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota.

„Ég sé ógeðslega eftir þessu“


(21 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT „Mér finnst voðalega leiðinlegt það sem gerðist en ég ætlaði aldrei að drepa neinn,“ sagði Marcin Nabakowski í málflutningi í máli gegn honum og bróður hans, Rafal Nabakowski, í Landsrétti í morgun.

Leaf og Micra með gullverðlaun


(21 klukkustundir, 29 mínútur)
BÍLAR Samkvæmt nýrri könnun sem Driver Power study lét gera eru eigendur Leaf og Micra sérdeilis ánægðir með bílinn sinn.

Undanúrslitin byrja í Eyjum


(21 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Undanúrslit Íslandsmóts karla í handbolta fara af stað í Vestmannaeyjum kl. 18:30 í kvöld. Eyjamenn fá þá heimsókn frá Haukum. Eyjamenn unnu 2:0-sigur á ÍR í átta liða úrslitum og Haukar lögðu Íslandsmeistara Val af velli, einnig 2:0.

Starr í lagi en ekki Hjartar


(21 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Millinafnið Starr er í lagi en ekki millinafnið Hjartar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í úrskurði mannanafnanefndar.

Reyndi að kynna Watson fyrir samfélaginu


(21 klukkustundir, 50 mínútur)
FÓLKIÐ Smallville-leik­kon­an All­i­son Mack reyndi að kynna Emmu Watson fyrir mansalshring sem dulbúinn var sem sjálfshjálparhópur fyrir konur.
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnusambandið hefur boðið Carlo Ancelotti stöðu landsliðsþjálfara karlaliðsins. Ancelotti er búinn að vera atvinnulaus síðan hann var rekinn frá Bayern München í september eftir 3:0-tap fyrir PSG í meistaradeildinni.

Skapar mikinn vanda


(22 klukkustundir)
INNLENT Það skapar mikinn vanda að ljósmæður sem sinnt hafa þjónustu við sængurkonur og börn þeirra hafi lagt niður störf. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Landspítalans.

Breytingar á íslensku liðunum


(22 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst föstudaginn 9. febrúar, með fyrstu leikjum í Lengjubikar karla og 10. febrúar hófst Lengjubikar kvenna. Mbl.is fylgist með þeim breytingum sem verða á liðunum í tveimur efstu deildum karla og kvenna frá degi til dags.

Finnar hætta borgaralaunatilrauninni


(22 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að hætt verði með borgaralaunatilraun að loknu tveggja ára tilraunatímabili. Segir í frétt Guardian um málið að finnsk stjórnvöld hafi hafnað beiðni um aukið fjármagn til að útvíkka tilraunina og að þess í stað ætli þau að herða á bótareglum.

Sambúðin býr til meiri fjölskyldustemningu


(22 klukkustundir, 30 mínútur)
SMARTLAND „Ekkert var til í ísskápnum svona á venjulegum degi hjá mömmunni og ekki oft til aukapeningur til að vera með matarboð og slíkt þannig að kannski kann ég betur að meta að eiga heimili aftur en þeir sem hafa ekki þurft að sakna þess.“

Þær unnu sér sætið og eiga að stýra skútunni


(22 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er með nokkuð stóran hóp leikmanna sem gerði að verkum að ég gat dreift álaginu í leikjum án þess að það kæmi niður á getu liðsins,“ sagði Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari kvennaliðs HK í handknattleik, sem nú getur búið sig undir þátttöku í úrvalsdeild kvenna á næsta keppnistímabili eftir að hafa slegið út Gróttu í þremur viðureignum í umspili.

Rukka aukalega fyrir fótarýmið


(22 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI Icelandair er byrjað að rukka aukalega fyrir sæti við neyðarútganga þar sem fótarýmið er meira en við önnur sæti.

Bikarmeisturunum spáð botnsæti


(22 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar Vals munu verja titil sinn á komandi leiktíð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu samkvæmt spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í deildinni sem birt var í dag.
INNLENT Vesturverk, sem hyggst reisa Hvalárvirkjun á Ófeigsfjarðarheiði í Árneshreppi, á nú í viðræðum við Orkubú Vestfjarða um að hraða lagningu þriggja fasa rafstrengs og ljósleiðara frá Hólmavík til hreppsins. Ef af virkjun verður býðst fyrirtækið til að taka þátt í kostnaði verkefnisins.

Sindri fyrir dómara síðdegis


(22 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald yfir Sindra Þór Stefánssyni í héraðsdómi Amsterdam í Hollandi eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Franklin Wattimena, fjölmiðlafulltrúi saksónara embættisins í Amsterdam í samtali við mbl.is.

Aukið fé í fangelsismál


(22 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Fjárframlög til fangelsismála verða aukin á næstunni, samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir óskiptu framlagi til löggæslu, landhelgisgæslu, fangelsismála ofl. upp á 7,5 milljarða króna á árunum 2019-2023.

Sigrún Ella aftur í Stjörnuna


(22 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan Sigrún Ella Einarsdóttir er á leið í Stjörnuna á nýjan leik en hún hefur leikið með Fiorentina á Ítalíu síðan í ágúst á síðasta ári. Þetta herma áreiðanlegar heimildir mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari fór ásamt þremur keppendum til Ísraels í dag en þar munu þeir taka þátt í Evrópumeistaramótinu í júdó sem haldið er í Tel Aviv dagana 26.–28. apríl.
FÓLKIÐ Þú getur greinilega verið 14 ára og talin ein áhrifamesta persónan á þessu ári ef marka má tímaritið Times. Millie Bobby Brown stelur senunni á lista Times á þessu ári.

Rúnar Sigtryggsson tekur við Stjörnunni


(23 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur gengið frá ráðningu Rúnars Sigtryggssonar og verður hann næsti þjálfari karlaliðs félagsins. Rúnar skrifar undir þriggja ára samning.

Steinar Ingi oddviti L-listans


(23 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Steinar Ingi Þorsteinsson mun leiða L-listann á Fljótsdalshéraði, en samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði – Héraðslisti samþykktu samhljóða tillögu uppstillingarnefndar um lista frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí nk.

„Við erum að byggja upp stein fyrir stein“


(23 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við teljum okkur vera með samkeppnishæfan hóp en erum um leið meðvitaðir um að okkur vantar aðeins upp á til þess að geta gert aðeins betur,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA/Þórs, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann er hvergi banginn vegna næsta keppnistímabils.

LKL kjúklingur með avókadó og lime


(23 klukkustundir, 31 mínútur)
MATUR Lágkolvetnafæði nýtur mikilla vinsælda og skyldi engan undra. Hér gefur að líta eins gómsæta uppskrift að kjúklingi með avókadó, lime og tómatsalsa.

Swedbank fjárfestir fyrir 371 milljón í Meniga


(23 klukkustundir, 38 mínútur)
VIÐSKIPTI Swedbank, einn stærsti banki Norðurlanda, hefur fjárfest fyrir 3 milljónir evra, eða sem nemur 371 milljón króna, í íslenska fjártæknifyrirtækinu Meniga.

Tafir í nauðgunarmáli


(23 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Aðalmeðferðar í máli manns sem ákærður hefur verið fyrir ítrekuð brot gegn tveimur drengjum átti að ljúka í dag. Vegna tafa á aðalmeðferðinni standa vonir nú til að málinu ljúki á fimmtudag.

Bæta norðankonur við öðrum bikar?


(23 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna í fótbolta fer fram í Boganum, Akureyri kl. 17:15 í dag. Íslandsmeistarar Þórs/KA mæta þá Stjörnunni.

Vel gengur á kolmunna við Færeyjar


(23 klukkustundir, 54 mínútur)
200 Veiðar á kolmunna syðst í færeyskri lögsögu hafa gengið vel undanfarið. Stærri skipin hafa oft náð fullfermi á 3-4 sólarhringum og þau sem eru með minni burðargetu hafa jafnvel fyllt sig á tveimur sólarhringum.

Útbúa leiðbeiningar um dýr á kaffihúsum


(23 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Matvælastofnun vinnur nú að gerð leiðbeininga um matvælaöryggi á þeim veitinga- og kaffihúsum sem vilja leyfa gestum að koma með hunda og ketti sína þangað inn. Gert er ráð fyrir að leiðbeiningarnar verði tilbúnar í byrjun sumars að sögn Dóru Gunnarsdóttur, forstöðumanns Neytendaverndar hjá MAST.
Meira píla