Fréttir vikunnar


FERÐALÖG „Það eru forréttindi að fá að ferðast að atvinnu og fá að sjá heiminn,“ segir Arna Björg Arnardóttir flugfreyja sem elskar bæði Róm og New York.
INNLENT „Nú er að hvessa hjá okkur og í dag er spáð suðaustan stormi á vesturhelmingi landsins,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
ICELAND Ground has been broken for a new service center by Hengifoss waterfall in Fljótsdalur valley, East Iceland.
K100 Reykjavíkurdætur feta á nýjar slóðir.
ÍÞRÓTTIR Malmö varð í gær sænskur meistari í knattspyrnu karla annað árið í röð og í 25. skipti samtals en sigurinn ekki verið naumari en í ár því félagið hreppti meistaratitilinn á markatölu.
INNLENT Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt en 98 mál voru skráð. Eitthvað var um slagsmál, ölvunarakstur, umferðaróhöpp og þjófnaði. Í dagbók sinni brýnir lögregla fyrir ökumönnum að mikið næturfrost er á götum borgarinnar á þessum tíma árs og því ber að haga hraða eftir aðstæðum.
200 Stærri skrúfa hefur verið lykillinn að kraftmiklu skipi með minni vél sem sparar mikla olíu og minnkar þar með kostnað og losun.

Árásarmaðurinn í Kaupmannahöfn ófundinn

(1 klukkustund, 14 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Kaupmannahöfn leitar árásarmanns eftir að hann skaut annan mann á kaffihúsi í Friðriksbergi í gærkvöldi. Maðurinn sem varð fyrir skotinu liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Um er að ræða þriðju skotárásina í Kaupmannahöfn á jafn mörgum dögum.

Telja brotið á sæmdarrétti

(1 klukkustund, 38 mínútur)
INNLENT „Okkur finnst þetta vera makalaust. Pabbi er höfundur verksins en hans er getið sem einhvers konar ráðgjafa. Við höfum því farið fram á að að hans sé getið sem höfundar á öllum merkingum við verkið og í allra umfjöllun um það en þeim kröfum hefur ekki verið svarað,“ segir Gunnhildur Hauksdóttir myndlistarmaður.

Jólagjafir fyrir börnin

(1 klukkustund, 38 mínútur)
BÖRN Að finna jólagjafir fyrir börnin er vandasamt verk þar sem þau eru hvað spenntust fyrir jólunum. Litir og áferð leikfanga eru einstök um þessar mundir, svo ekki sé talað um öll fallegu fötin sem fáanleg eru á börn í dag. Eftirfarandi gjafir eru gerðar til að gleðja.

Mourinho: Þess vegna þéna ég mun meira en þú

(1 klukkustund, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho, knattspyrnustjóri Roma, var ekki í góðu skapi eftir 0:3-tap á heimavelli gegn Inter í ítölsku A-deildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Fasteignasali keypti 220 milljóna höll

(1 klukkustund, 54 mínútur)
SMARTLAND Fasteignasalinn Bárður Hreinn Tryggvason og hjúkrunarfræðingurinn Lilja Hildur Hannesdóttir hafa fest á einstöku húsi sem birtist á Smartlandi á dögunum.

Heimagerður jólailmur í flösku

(3 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Hér er uppskrift að einfaldri blöndu sem færir jólin inn á heimilið - eða svona hér um bil. Þetta er blandan sem þú vilt nota óspart í desember og lengur ef því er að skipta.

Sýndu samstöðu á Austurvelli

(9 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Hópur fólks kom saman á Austurvelli í dag þar sem samstöðufundur með konum á flótta var haldinn. Kon­urn­ar sem sam­stöðufund­ur­inn bein­ir helst sjón­um sín­um að eru fjór­ar til fimm tals­ins en skipuleggjendur segja að vel geti verið að fleiri kon­ur í sömu stöðu séu úti í sam­fé­lag­inu.

Biden og Pútín funda á þriðjudag

(9 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín forseti Rússlands munu eiga myndbandsfund á þriðjudag vegna aukinnar óvissu í málefnum Úkraínu.

Minntust sex ára stuðningsmanns

(9 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumenn og stuðningsmenn minntust hins sex ára gamla Arthur Labinjo-Hughes víðsvegar á völlum á Englandi í dag. Labinjo-Hughes var myrtur af föður sínum og stjúpmóður á síðasta ári.

Drífa og Elsa heimsmeistarar

(9 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Drífa Harðardóttir og Elsa Nielsen urðu í dag heimsmeistarar í tvíliðaleik í badm­int­on í ald­urs­flokkn­um 40 ára og eldri. Áður hafði Drífa einnig orðið heimsmeistari í tvenndarleik.

Lausir munir gætu fokið í suðaustanstormi

(9 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Gular veðurviðvaranir taka gildi víða um land í fyrramálið, m.a. á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands gætu lausir munir fokið á Suðvesturhorninu, og hætta er á hálku þegar hlýnar með rigningu síðdegis.

Liðkast um málmbeinið

(10 klukkustundir, 3 mínútur)
FÓLKIÐ Tíunda hljóðversplata málmbandsins Trivium frá Flórída, In the Court of the Dragon, kom út fyrir skemmstu og hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem bera Trivium á höndum sér.

Bretar herða reglur á landamærum

(10 klukkustundir, 13 mínútur)
ERLENT Ferðalangar á leið til Bretlandseyja þurfa frá og með næsta þriðjudegi að framvísa neikvæðu PCR-prófi fyrir brottför. Er það gert til að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar og vegna óvissunnar með Ómíkron afbrigði hennar.

Wijnaldum kom meisturunum til bjargar

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR París SG tapaði stigum í öðrum leiknum í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Lens í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Real náði átta stiga forskoti

(10 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Real Madrid er með átta stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 2:0-útisigur á Real Sociedad í kvöld.

Spítalagrjótið mun nýtast vel

(10 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Jarðvinna vegna rannsóknahúss Nýs Landspítala er í fullum gangi og hefur gengið vel, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum NSLH. Enn er unnið að uppgreftri á lausu jarðefni og mun sú vinna standa yfir á næstunni.

Grindavík vann Stjörnuna eftir mikla spennu

(10 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindavík hafði betur gegn Stjörnunni, 92:88, í spennuleik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Staðan var 88:88 þegar skammt var eftir og skoruðu Grindvíkingar fjögur síðustu stigin.

Glæsileg nýjung frá Frederik Bagger

(10 klukkustundir, 36 mínútur)
MATUR Okkar ástsæli „kristalskóngur“ Frederik Bagger, var að kynna nýjung í vöruúrvalið sem er hreint út sagt glæsilegt.

Risaþurrkarar Héðins til Neskaupstaðar

(10 klukkustundir, 38 mínútur)
200 Þurrkarar vegna smíða nýrrar fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað voru afhentir á dögunum en þeir komu til landsins í vikunni.

Kærastan gefur kynlíf í jólagjöf

(10 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Annie Rees-Smith og Josh Waters hafa ólíkar væntingar í garð kynlífs. Hún vill að kynlífið sé snarpt og taki fljótt enda á meðan hann vill taka sér sinn tíma í rúminu. Hún hefur því tekið upp á því að gefa honum kynlíf í jólagjöf - kynlíf sem má taka mjög langan tíma.

Félagsskapurinn sem stendur upp úr

(10 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þegar allt kemur til alls er það félagsskapurinn sem stendur upp úr,“ sagði Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Hin mörgu andlit Laugavegar

(10 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Laugavegurinn er sú gata sem best endurspeglar tíðarandann í borginni á hverjum tíma. Hjónin Guðni Valberg arkitekt og Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur tóku höndum saman og skrifuðu bók um götu allra landsmanna.

Jafnt í spennuleik í Safamýri

(10 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fram og Afturelding skildu jöfn, 27:27, í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Færeyingurinn Vilhelm Poulsen tryggði Fram jafntefli með síðasta marki leiksins.

Óðinsbryggjan gamla er að hverfa

(11 klukkustundir, 8 mínútur)
200 Nýlega var hafist handa við að rífa Óðinsbryggjuna, gamla trébryggju sem er milli Sjóminjasafnsins og Kaffivagnsins. Bryggjan var dæmd ónýt og verður sams konar bryggja byggð í hennar stað.

Vann rúmar ellefu milljónir

(11 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Einn hepp­inn vinn­ings­hafi vann rúmar ellefu millj­ón­ir króna í Lottó-út­drætti kvölds­ins. Vinningsmiðinn var keyptur á lotto.is.

Danir með fullt hús

(11 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danmörk vann afar sannfærandi 33:18-sigur á Kongó í öðrum leik sínum á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta á Spáni í kvöld. Danska liðið var yfir allan tímann og var með 18:7-forskot í hálfleik.

Íshellan sigið um 50 metra

(11 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Íshell­an í Grím­svötn­um hef­ur lækkað um 50 metra frá því að hún tók að síga í byrjun mánaðarins. Hlaup í Grímsvötnum hefur enn ekki náð hámarki, en vatnsrennsli í ánni er nú um 2.200 rúmmetrar á sekúndu. Venjulega er rennslið um 100 rúmmetrar á sekúndu, en talið er að hámarksrennsli gæti náð yfir 4.000 rúmmetrum á sekúndu.

„Hittum á ákveðna galdrastund í hjólreiðum“

(11 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Við höfum metið þetta þannig að þetta hefur átt sinn lífstíma,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdarstjóri sölu hjá Símanum, í samtali við mbl.is um ákvörðun skipuleggjenda Cyclot­hon að hætta að halda þessa stærstu hjólreiðakeppni Íslands.
ÍÞRÓTTIR Neal Maupay skoraði jöfnunarmark fyrir Brighton í uppbótartíma annan leikinn í röð er liðið gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Tilþrifin: Jóhann Berg hársbreidd frá marki

(12 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Guðmundsson komst næst því að skora fyrir Burnley er liðið mátti þola 0:1-tap á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Mörkin: Portúgalinn með magnað mark

(12 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bernardo Silva átti stórleik í 3:1-útisigri Manchester City á Watford í lokaleik dagsins í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta.

Breikka kafla hringvegar í Mosfellsbæ

(12 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu og breikkun auk lagnavinnu á hringveginum í Mosfellsbæ. Um er að ræða 520 metra kafla milli Langatanga og Reykjavegar.

Jokic reyndist New York erfiður

(12 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Serbinn Nikola Jokic átti enn og aftur stórleik er hann og liðsfélagar hans í Denver Nuggets fögnuðu 113:99-útisigri á New York Knicks í NBA-körfuboltanum vestanhafs í kvöld.

Bayern vann Dortmund í fimm marka leik

(12 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bayern München er komið með fjögurra stiga forskot á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 3:2-útisigur á Dortmund í toppslag í kvöld.
ERLENT „Rót vandans liggur í þeirri staðreynd að það er víða vopnuð átök, ofsóknir og mannréttindabrot, loftslagsbreytingar og fátækt sem valda því að fólk neyðist til að flýja heimalönd sín,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, í samtali við mbl.is um fréttir af auknu streymi flóttafólks í Evrópu.

Ætlar til Maldíveyja um jólin

(12 klukkustundir, 38 mínútur)
FERÐALÖG Ronan Keating ætlar að verja jólunum á Maldíveyjum ásamt eiginkonu sinni og yngsta barni þeirra. Hann hefur aldrei verið á hlýjum stað á jólunum.

Ísland bætti við silfri í Portúgal

(12 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í hópfimleikum endaði í öðru sæti á EM í Portúgal í kvöld. Fyrr í dag varð kvennalandsliðið Evrópumeistari.

Naumur sigur Fram á Haukum

(12 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fram vann í kvöld 24:22-heimasigur á Haukum í Olísdeild kvenna í handbolta. Haukar fengu tækifæri til að jafna í 23:23 þegar skammt var eftir en þess í stað skoraði Fram sigurmarkið.

Stórsigur Blika í botnslagnum

(13 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breiðablik vann afar sannfærandi 122:94-heimasigur á Þór frá Akureyri í einvígi tveggja neðstu liða Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld.

Fjölmenni í Bláfjöllum í kuldanum í dag

(13 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Fjölmennt var í Bláfjöllum í dag á fyrsta almennilega degi fyrir gönguskíðaiðkendur á höfuðborgarsvæðinu. Sá gönguskíðafélagið Ullur til þess að jólalög ómuðu um svæðið og bauð félagið auk þess göngugörpum heitt kakó.

Sannfærandi City-menn á toppinn

(13 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi 3:1-útisigur á Watford í lokaleik dagsins.

„Hvaða hagsmuni er verið að verja með þessu?“

(13 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT „Þetta er klassískt dæmi um það sem í lögfræðinni heitir valdþurrð. Þetta er markleysa, og þarna er Persónuvernd að fara út fyrir það svið þar sem henni er ætlað að hafa vald,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um álit Persónuverndar á starfi fyrirtækisins í apríl á síðasta ári.

Glimmer nauðsynlegt yfir hátíðirnar

(13 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Hrafnhildur Garðarsdóttir, deildarstjóri í Hagkaup í Garðabæ, er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að því hvað er nýjast og best í snyrtivöruheiminum. Yfir hátíðirnar stefnir hún á farðanir með glimmeri, enda sjaldan betri tími til að taka út glimmerið heldur en yfir hátíðirnar.

Hvar er barnið úr The Holiday í dag?

(13 klukkustundir, 38 mínútur)
BÖRN Miffy Englefield var aðeins sex ára þegar hún vann hug og hjörtu áhorfenda fyrir leik sinn í jólamyndinni The Holiday sem skartaði þeim Jude Law, Kate Winslet, Jack Black og Cameron Diaz. Í dag er hún 22 ára og býr ásamt kærasta og barni í West Sussex.

Eva og Birnir nálægt verðlaunum

(13 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Norðurlandameistaramótið í sundi hélt áfram í Svíþjóð í dag og kepptu níu Íslendingar í úrslitum. Íslendingar unnu ekki til verðlauna í dag en Eva Margrét Falsdóttir og Birnir Freyr Hálfdánarson komust næst með að enda í fjórða sæti.

Jóladagskrá á Grandagarði

(13 klukkustundir, 51 mínúta)
MATUR Faxaflóahafnir ætla að auðga mannlífið á Grandagarði allar helgar í desember fram að jólum.

Full hús hjá Þýskalandi og Suður-Kóreu

(14 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýskaland og Suður-Kórea fara vel af stað á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta en bæði lið eru með full hús stiga eftir tvo leiki.

Hársbreidd frá tvennunni

(14 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arad hafði betur gegn Phoenix Constanta á heimavelli í efstu deild rúmenska körfuboltans í dag, 68:67.

Forsætisráðherra biðst afsökunar á grímuleysi

(14 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðist afsökunar á því að hafa verið grímulaus í verslun, fjórum dögum eftir að sett var á grímuskylda á ýmsum stöðum og í almenningssamgöngum í landinu.

Mörkin: Dramatískt sigurmark Liverpool

(14 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Divock Origi var hetja Liverpool í 1:0-útisigri á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Sterkur sigur Stjörnunnar á meisturunum

(14 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan vann afar góðan 27:20-heimasigur á Íslandsmeisturum KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta í dag.

Fyrsta stig HK kom í Eyjum – Selfoss vann Val

(14 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR HK náði óvænt í sitt fyrsta stig í Olísdeild karla í handbolta í dag er liðið gerði 39:39-jafntefli við ÍBV á útivelli.

Stormurinn hefur áhrif á Strætó

(14 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Vonskuveðrið sem gengur yfir landið á morgun, 5. desember mun hafa mikil áhrif á strætóferðir á landsbyggðinni. Spáð er hviðum allt að 40 til 45 metr­um á sek­úndu frá um klukk­an 9 í fyrramálið til klukk­an 5 síðdeg­is á ut­an­verðu Kjal­ar­nesi, und­ir Hafn­ar­fjalli og á Snæ­fellsnesi.

Konan sem fékk nóg af Excel

(15 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Margrét Erla Guðmundsdóttir, bókari, nýútskrifaður jógakennari, fyrrverandi ferðaþjónustuvalkyrja og Landsbankastarfsmaður, hrundi til grunna eftir erfitt ferðalag um lífið. Þrátt fyrir að stríða við svefnleysi og kvíða horfir hún björtum augum fram á veginn og lætur engan bilbug á sér finna.

Haukar úr leik þrátt fyrir sigur

(15 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukar eru úr leik í Evrópubikar karla í handbolta eftir 27:26-sigur á heimavelli gegn rúmenska liðinu Focsani í seinni leik liðanna í 32-liða úrslitum í dag. Sigurinn dugði ekki til því Focsani vann fyrri leikinn í Rúmeníu 28:26 og einvígið 54:53.

Slæmt gengi Barcelona heldur áfram

(15 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Barcelona tapaði 1:0 gegn Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í dag.

Hallinn 548 milljónum króna minni

(15 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Útlit er fyrir að halli á rekstri Reykjavíkurborgar, A-hluta, verði 548 milljónum kr. minni á næsta ári en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun næsta árs, sem lögð var fram í haust, vegna áhrifa nýrrar þjóðhagsspár Hagstofunnar.

Fyrsti sigur Newcastle - jafnt í suðurstrandarslagnum

(15 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Newcastle vann sinn fyrsta leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir unnu Burnley 1:0. Callum Wilson gerði eina mark leiksins á 40. mínútu.

1.800 tonn af kolmunna og nú tekur loðnan við

(15 klukkustundir, 38 mínútur)
200 Barði NK, gamli Börkur NK, kom til Neskaupstaðar í gærnótt með 1.800 tonn af kolmunna sem fékkst í færeyskri lögsögu. Hjörtur Valsson, skipstjóri á Barða, segir veiðiferðina hafa gengið ágætlega þrátt fyrir brælu.

Origi enn einu sinni hetjan - Liverpool á toppinn

(15 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1:0 sigri á Wolves. Allt útlit var fyrir að leiknum myndi ljúka með jafntefli en varamaðurinn Divock Origi reyndist hetjan þegar hann skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.

Ísland Evrópumeistari í hópfimleikum

(15 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum varð í dag Evrópumeistari. Liðið fékk jafnmörg stig og sænska landsliðið en vann fleiri greinar, og tók þar með titilinn.

Einn látinn og 41 illa brenndur vegna eldgoss

(15 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Einn lést og 41 eru illa brenndur eftir að eldgos hófst á eyjunni Jövu í Indónesíu í dag. Vitni lýsa gríðarstóru öskuskýi sem kemur frá Semeru-fjalli sem hefur skyggt á sólina og skilur eftir sig niðamyrkur.

Ekki vísindasiðanefndar að dæma í máli Kára

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT „Það er miður að það sé ekki skilningur á því að þetta sé rétta niðurstaðan að okkar mati samkvæmt skilgreindum lögum,“ Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, í samtali við mbl.is um viðbrögð Kára Stefánssonar.
SMARTLAND Jana Maren Óskarsdóttir á og rekur verslunina Hringekjuna ásamt eiginmanni sínum, Davíð Erni Jóhannssyni. Hjónin settu verslunina á fót í miðjum heimsfaraldri en Jana segir þann tíma hafa verið tilvalinn til að láta drauminn um að opna verslun með þessu sniði verða að veruleika.

Sævar skoraði en FH-ingurinn jafnaði

(16 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Køge og Lyngby skildu jöfn, 3:3, í fjörlegum leik á heimavelli fyrrnefnda liðsins í dönsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Svartur reykur á Seltjarnarnesi

(16 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum þegar svartur reykur barst frá bílaverkstæði á Seltjarnarnesi.

Naumur sigur Vals á HK

(17 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valur vann í dag nauman 18:17-sigur á HK í Olísdeild kvenna í handbolta. HK skoraði fjögur síðustu mörkin en Valskonur náðu að halda út.

Ráðherra skipar starfshóp um Hjalteyrarmálið

(17 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Jón Gunnarsson innanríkisráðherra hefur sett á fót starfshóp sem ætlað er að rannsaka starfsemi barna­heim­il­inu í Rich­ards­húsi á Hjalteyri, sem starf­rækt var á ár­un­um 1972-1979, væri kannaður.

Mörkin: Ótrúlegt sigurmark Hamranna

(17 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR West Ham vann 3:2 sigur á toppliði Chelsea á London-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Misskilin umhyggja

(17 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Mér finnst líklegast að einhver hafi hallað sér aftur í stólnum og hugsað: Hvenær sá ég eiginlega Stellu í orlofi síðast? Eða Skilaboð til Söndru. Var ekki Bubbi Morthens í henni? Það væri nú gaman að sjá hana aftur.

Heiðarlegasta jólahlaðborð landsins?

(17 klukkustundir, 51 mínúta)
MATUR Það er ekki töluð vitleysan á veitingastaðnum Kænunni í Hafnarfirði. Þar koma saman í hverju hádegi unnendur strangheiðarlegrar heimilismatargerðar.

Wolves og Liverpool sýndur beint á mbl.is

(18 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Wolves tekur á móti Liverpool í fimmtándu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Molineux-leikvanginum í Wolverhampton klukkan 15.00 og leikurinn er sýndur beint hér á mbl.is.

West Ham annað liðið til að vinna Chelsea

(18 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR West Ham vann frábæran 3:2 sigur á toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham lenti tvisvar undir í leiknum en vann að lokum sigur.

Hollendingar frömdu Tyrkjaránin

(18 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Þýðingar á Reisubók séra Ólafs Egilssonar hafa gjörbreytt þeirri mynd sem fólk hefur af Tyrkjaránunum sumarið 1627. Þau voru aðskilin, annað í júní í Grindavík og hitt á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum í júlí.

Bayern valtaði yfir Leverkusen

(18 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bayern München vann Bayer Leverkusen 7:1 í 1. deild kvenna í Þýskalandi í dag.

Ekkert staðfest um að gos sé hafið að nýju

(18 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Veðurstofan hefur fengið símtöl frá fólki í dag sem telur að gos sé hafið í Geldingadölum að nýju en ekkert slíkt hefur verið staðfest. Engin kvika hefur sést streyma upp úr gígnum enn sem komið er en Veðurstofan fylgist með þróun mála og hefur látið almannavarnir vita.

„Hey, eigum við að opna netkaffi hérna?“

(18 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lansetrið Ground Zero er að verða tuttugu ára gamalt en það var fyrst staðsett á Ingólfstorgi og flutti þaðan á Frakkastíginn en hefur nú aðsetur á Grensásvegi.

Flutti til Spánar og stofnaði fyrirtæki

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
FERÐALÖG Þegar patreksfirðingurinn Birta Eik F. Óskarsdóttir útskrifaðist með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands sá hún ekki fyrir að í desember sama ár myndi hún búa í Barselóna á Spáni og reka þaðan sitt eigið fyrirtæki. Birta segist sjálf geta verið svolítið óútreiknanleg en það var einmitt þess vegna að hún endaði í Barselóna.

Gróf mál sem fylltu mælinn

(19 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT „Ég held að fólki sé bara misboðið. Það heyrir af málum þessara kvenna í fjölmiðlum. Það kemur fram hjá lögmönnum þeirra hver staða þeirra er og ég held að fólk vilji bara safnast saman og sýna breiða samstöðu með þessum konum og fleirum í þeirra stöðu,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum samstöðufundar með konum á flótta sem haldinn verður á Austurvelli klukkan tvö í dag.

Ramos aftur meiddur

(19 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos, leikmaður PSG í Frakklandi, er meiddur á nýjan leik.

Svo kalt í húsinu að börnin vildu ekki ís

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
K100 Emmsjé Gauti og fjölskylda voru að krókna á eigin heimili.

Þetta eru jólagjafir húmoristanna!

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Þótt jólin séu stundum dramatísk þá er enginn sem segir að ekki sé hægt að létta aðeins andrúmsloftið með fyndnum gjöfum fyrir þá sem eru með góðan húmor. Gjafirnar á þessari síðu koma skemmtilega á óvart.

Gaf brjóst rétt fyrir rauða dregilinn

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
BÖRN Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock hefur haft í nógu að snúast undanfarið. Fyrir þremur mánuðum eignaðist Pinnock tvíbura ásamt unnusta sínum, Andre Grey. Að vera nýbökuð tvíburamamma, tónlistar- og leikkona getur verið vandasamt en Pinnock hefur einstakt lag á að halda öllum þessum boltum á lofti.

Drífa heimsmeistari

(19 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Drífa Harðardóttir varð rétt í þessu heimsmeistari í tvenndarleik í badminton ásamt dönskum meðspilara sínum; Jesper Thomsen í aldursflokknum 40 ára og eldri.

„Gosinu þannig séð lokið í bili“

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT „Við getum sagt að þessum fasa sé lokið í sjálfum sér,“ segir Ármann Hösk­ulds­son, eld­fjalla­fræðing­ur og pró­fess­or við HÍ, í samtali við mbl.is um lok eldgossins í Geldingadölum en rík­is­lög­reglu­stjóri í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um af­lýsti óvissu­stigi í gær.

Stormur á Suðvesturlandi á morgun

(20 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Útlit er fyrir suðaustanstorm suðvestanlands á morgun en Veðurstofa Íslands reiknar með snörpum hviðum allt að 40 til 45 metrum á sekúndu frá um klukkan 9 til klukkan 5 síðdegis á utanverðu Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og á Snæfellsnesi.

FH fær leikmann að norðan

(20 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild FH hefur samið við kantmanninn Colleen Kennedy um að leika með liðinu næsta sumar.

Liðsstyrkur til Vestmannaeyja

(20 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við bandaríska leikmanninn Sydney Carr um að leika með liðinu í efstu deild kvenna á næsta ári.
INNLENT Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af öllum kröfum manns sem stefndi því til greiðslu skaðabóta vegna liðskiptaaðgerðar. Málskostnaður var felldur niður. Stefnandinn gekkst undir liðskiptaaðgerð á mjöðm hjá bæklunarlækni í maí 2020.

Tilvalinn dagur til útivistar

(21 klukkustund, 18 mínútur)
INNLENT Fremur kalt er í veðri í dag en veðrið er fallegt og mælir Veðurstofa Íslands með útiveru. Ljósmyndari Morgunblaðsins náði myndinni hér að ofan við Reykjavíkurtjörn í morgun.

Handtóku foreldrana sem höfðu lagt á flótta

(21 klukkustund, 25 mínútur)
ERLENT Foreldrar Et­h­an Crumbley, sem myrti fjóra og særði sjö í skotárás í mennta­skóla í Oxford Michigan, hafa verið handtekinn eftir að þau lögðu á flótta.

Fékk undarlega póstsendingu

(21 klukkustund, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alfred Karlsson, einnig þekktur sem „RuStY“, er atvinnumaður í Counter-Strike en hann birti mynd af poka með saur á Twitter sem hann hafði fengið sendan heim með pósti.

Jafntefli í toppslagnum

(21 klukkustund, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fulham og Bournemouth gerðu 1:1 jafntefli í toppslag ensku B-deildarinnar í gærkvöldi. Liðin eru með gott forskot í efstu tveimur sætum deildarinnar og virðist fátt geta komið í veg fyrir endurkomu þeirra í úrvalsdeildina.
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur „raunhæfan möguleika“ á því að Íslendingum muni takast á næstu vikum og mánuðum að komast að mestu út úr kórónuveirufaraldrinum. „Hins vegar er óljóst hvort reglulega muni þurfa að gefa örvunarskammta í framtíðinni eða hvort þörf verði á nýjum bóluefnum.“

Hangikjöt að hætti Lindu Ben

(21 klukkustund, 40 mínútur)
MATUR Hér býður Linda Ben okkur upp á dýrindis hangikjöt sem hún parar með uppstúf og heimagerðu rauðkáli.

108 smit innanlands – Ómíkron-smit orðin 10

(21 klukkustund, 43 mínútur)
INNLENT 108 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 56 utan sóttkvíar. Þá greindust tvö smit á landamærunum. Um er að ræða bráðabirgðatölur.

Golden State stöðvaði sigurgöngu Pheonix

(22 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Níu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum í nótt. Golden State Warriors komu í veg fyrir að Pheonix Suns ynni sinn 19. leik í röð og Los Angeles Clippers unnu borgarslaginn gegn Lakers.

Jarðskjálftum fjölgar við Grímsfjall

(22 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT „Það hefur verið aukning á jarðskjálftum síðasta sólarhringinn,“ segir Sig­ur­laug­ Hjalta­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við mbl.is um skjálftavirkni við Grímsfjall.

Lést eftir að hafa borðað illa eldaða smalaböku

(22 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Uppskerukvöldverður kirkju í Northhampshire í Bretlandi endaði illa þegar einn gesturinn lést og 31 veiktist vegna smalaböku. Hún var fyllt með kjöti sem kokkurinn hafði ekki undirbúið með viðeigandi hætti.

„Þegar ég dey þá lifi ég samt á Spotify“

(22 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Íris Kristinsdóttir ætti að vera landsmönnum kunnug. Að minnsta kosti þeim sem orðnir voru stálpaðir einstaklingar um síðustu aldamót. Íris hefur oft verið kennd við hljómsveitina Buttercup, sem var ein sú allra vinsælasta á þeim tíma, þar sem hún söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar. Íris er titluð sem tónlistarmaður í símaskránni á Já.is en í dag segist hún vera óvirkur tónlistarmaður sem aðallega sinnir hlutverkunum móðir og eiginkona.

Segja Aron og Eggert ráðast gegn þolanda

(23 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér opið bréf til knattspyrnumannanna Arons Einars Gunnarssonar og Eggerts Gunnþórs Jóns­sonar sem hafa verið sakaðir um nauðgun en at­vikið á að hafa átt sér stað í Kaup­manna­höfn árið 2010.

Mesta frost vetrarins mældist á Mývatni

(23 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT „Nú er kalt hjá okkur og í nótt mældist mest 21,4 stiga frost við Mývatn. Það er mesta frost sem mælst hefur á landinu þennan veturinn,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Björgólfur og Kristín fögnuðu frú Ritchie

(23 klukkustundir, 23 mínútur)
FÓLKIÐ Athafnamaðurinn Björgólf­ur Thor Björgólfs­son og eiginkona hans, Kristín Ólafsdóttir, fögnuðu stórafmæli bresku stjörnunnar Jacqui Ritchie á dögunum.

Merkingin liggur hjá lesandanum

(23 klukkustundir, 23 mínútur)
FÓLKIÐ „Hugmyndin um ljósið er í einhverjum skilningi orðsins tengd því hvernig tilgangsríkustu hlutir geta afvegaleitt okkur,“ segir Guðni Elísson sem sent hefur frá sér skáldsöguna Ljósgildruna sem 1. desember var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Erfið sýn inn í líf utangarðsfólks

(23 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT „Ástæðan fyrir því að ég valdi að vinna heimildarverkefni um utangarðsfólk er sú að fósturbróðir minn tók sitt eigið líf í fangaklefa á Hverfisgötunni árið 2006. Hann var mjög illa farinn af sínum veikindum sem fíkill, en auk þess hef ég sjálfur þurft að takast á við alkóhólisma, en náði tökum á því á sínum tíma,“ segir Gísli Hjálmar Svendsen ljósmyndari, en bók hans Utangarðs kom út á dögunum.

Glíma knattspyrnumenn við einhvers konar ójafnvægi?

(23 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hafa knattspyrnumenn minna jafnvægi en aðrir íþróttamenn? Eru knattspyrnumenn meira eða minna að glíma við einhvers konar ójafnvægi vegna innra eyra eða eitthvað þess háttar?
K100 Helgarútgáfan í beinni á K100.

Samfagnað með „veiðisjúklingi“

(23 klukkustundir, 46 mínútur)
VEIÐI Bókaútgáfan Salka og „veiðisjúklingurinn“ Ólafur Tómas Guðbjartsson fögnuðu í gær útkomu bókarinnar Dagbók urriða sem Ólafur Tómas skrifaði. Fjölmargir veiðimenn lögðu leið sína á Hverfisgötuna og samfögnuðu með höfundi og útgefendum.

Alræmdur nuddbekkur Epsteins færður inn í dómssal

(23 klukkustundir, 52 mínútur)
ERLENT Saksóknarar í máli á hendur Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærustu og samstarfskonu barnaníðingsins Jeffrey Epstein, færðu alræmdan nuddbekk Epsteins inn í dómssalinn í gær og leyfðu honum að standa þar á meðan réttarhöldin fóru fram. Epstein og Maxwell eru sögð hafa brotið á unglingsstúlkum kynferðislega undir því yfirskyni að þær ættu einungis að veita Epstein nudd.