Fréttir vikunnar


Annað markið leit skringilega út

(3 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er svekktur því við hefðum klárlega átt að vinna þennan leik,“ sagði Kristinn Steindórsson, leikmaður Breiðablik, í samtali við mbl.is eftir 3:3-jafntefli liðsins gegn FH í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kópavogsvelli í kvöld.

12 ár fyrir að myrða son fyrrverandi forseta

(3 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Þýskur maður að nafni Gregor S var dæmdur til 12 ára vistunar á geðdeild fyrir að myrða Dr. Fritz von Weizsäcker, sem var sonur Richard von Weizsäcker fyrrverandi forseta Þýskalands. Fritz var hafði nýlokið við að flytja fyrirlestur á sjúkrahúsi í Berlín þegar hann var stunginn til bana.

Burnley gæti komist í Evrópukeppni (myndskeið)

(3 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í Burnley eru komnir á fleygiferð í slaginn um sæti í Evrópudeild UEFA eftir góðan útisigur á West Ham í London, 1:0.

Veit ekki hvað kostar á völlinn

(3 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var hörkuleikur og ég geri fastlega ráð fyrir því að þetta hafi verið skemmtilegur leikur á að horfa,“ sagði Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, í samtali við mbl.is eftir 3:3-jafntefli liðsins gegn Breðabliki í úrvalsdeild karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Kópavogsvelli í kvöld.

„Það er auðvitað alvarlegt mál“

(3 klukkustundir, 54 mínútur)
VIÐSKIPTI „Nei nei við stöndum við það sem við höfum sagt – að ef félaginu tekst að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu, eins og hún hefur verið kynnt fyrir okkur þá stöndum við við okkar áform um að styðja við lánalínu með ríkisábyrgð,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is.

Sigurmarkið kom í uppbótartímanum (myndskeið)

(3 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sheffield United styrkti mjög stöðu sína í slagnum um Evrópusæti með dramatísku sigurmarki gegn Wolves á Bramall Lane í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

„Kærastinn vill að ég sofi hjá öðrum“

(3 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Kærasti konu biður hana oft í hitaleiksins um að stunda kynlíf með öðrum karlmönnum. Þetta veldur konunni miklu hugarangri og veit hún ekki hvort hann meinar það eða ekki.

Reðasafnið stendur vel

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
VIÐSKIPTI Rólegt á Reðasafninu í nýju húsnæði við Hafnartorg. Eigendur bera sig vel og segja safnið aldrei hafa verið glæsilegra.

Öll áhersla á sóknarleikinn í Kópavogi

(4 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sex mörk litu dagsins ljós þegar Breiðablik og FH mættust í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Kópavogsvöll í kvöld en leiknum lauk með 3:3-jafntefli.

Óskabyrjun Liverpool á suðurströndinni

(4 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool lagði Brighton að velli, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld og er komið með 92 stig þegar fjórum umferðum er ólokið.

Markaveislan í Manchester (myndskeið)

(4 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester City gæti enn náð að skora 100 mörk í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessu tímabili en liðið skoraði fimm gegn Newcastle á Etihad-leikvanginum í dag.

„Það er vor ... þú sem ert á himnum“

(4 klukkustundir, 30 mínútur)
FÓLKIÐ Skemmtileg umræða spratt upp á Twitter í dag um fyndinn misskilning netverja þegar þeir voru börn.

Skiltinu á Steini stolið

(4 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Í síðustu viku var skiltinu á Steini fyrir neðan Þverfellshorn á Esjunni stolið. Þar hafði það verið í um tuttugu ár eða síðan Jóhann Kristjánsson og félagar hans úr ÍR festu það á Stein fyrir tuttugu árum. Þegar Jóhann frétti af þessu beið hann ekki boðanna og lét smíða nýtt skilti sem hann festi á Stein í gær ásamt Sigurjóni Sigurbjörnssyni og Gauta Höskuldssyni.

Biðjast afsökunar á handtöku spretthlaupara

(4 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lögreglan í Lundúnum hefur beðið spretthlauparann Biöncu Williams afsökunar á „óþægindum“ sem hún varð fyrir við líkamsleit í borginni. Myndband af leitinni hefur verið birt á netinu, en þar sést hvernig lögregla dregur hana og eiginmann hennar, portúgalska hlauparann Ricardo dos Santos úr bíl þeirra og handjárnar á meðan þriggja mánaða sonur þeirra er í bílnum.

Naumt hjá Barcelona sem felldi granna sína

(4 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Barcelona heldur enn í veika von um spænska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir nauman sigur á Espanyol í grannaslag í spænsku 1. deildinni á Camp Nou í kvöld.

Værukærir Skagamenn náðu aldrei sömu hæðum

(4 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍA og HK skildu jöfn, 2:2, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í skemmtilegum leik á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Skagamenn komust tvisvar yfir, en HK-ingar neituðu að gefast upp og jöfnuðu í tvígang.
ÍÞRÓTTIR Botnslagurinn í Pepsi Max-deild karla byrjaði hægt í Grafarvoginum í kvöld og náðu hvorki heimamenn í Fjölni né Grótta að skapa færi svo talist gæti í fyrri hálfleik.

Ekki boðleg frammistaða

(5 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Þetta er virkilega svekkjandi. Við erum bara niðurlægðir hér í dag, 3:0 á heimavelli. Gróttuliðið var sprækt og stóð sig vel, við koðnuðum bara niður og þeir löbbuðu yfir okkur. Þetta er ekki frammistaða sem er boðleg fyrir okkar lið,“ segir Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, eftir 3:0 tap gegn Gróttu í botnslag Pepsi Max-deildarinnar í knattspyrnu í Grafarvoginum í kvöld.

Þetta víti var grín

(5 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Við erum mjög svekktir, þetta eru tvö töpuð stig finnst mér,“ sagði svekktur Viktor Jónsson, framherji ÍA, í samtali við mbl.is eftir 2:2-jafntefli við HK í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld. ÍA komst tvisvar yfir í leiknum, en HK gafst ekki upp og jafnaði í bæði skiptin.

Íslendingarnir á Ítalíu voru í tapliðum

(5 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Báðir Íslendingarnir sem leika í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu voru á ferðinni með liðum sínum í kvöld en báðir urðu þeir að sætta sig við tap.
ÍÞRÓTTIR „Þetta var fyrst og fremst frábær sigur hjá okkur, að halda hreinu og skora þrjú mörk. Við fórum auðvitað með þessum tilgangi í leikinn og náðum að stimpla okkur vel inn,“ segir Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Gróttu, eftir 3:0 sigur á Fjölni í Pepsi Max-deild karla í Grafarvoginum í kvöld, og jafnframt fyrsta sigur Gróttu í efstu deild.

Garcia var Leiknismönnum dýrmætur

(5 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leiknir frá Fáskrúðsfirði vann í kvöld annan leik sinn í röð í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, en Leiknismenn lögðu þá Þrótt úr Reykjavík að velli í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði, 1:0.

Við erum ekki sáttir

(5 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við erum ekki sáttir, við vildum vinna þennan leik og við komum hingað til þess,“ sagði Atli Arnarson, miðjumaður HK, eftir 2:2-jafntefli við ÍA í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld.

Enn bætist í afabarnahópinn hjá Felix og Baldri

(5 klukkustundir, 24 mínútur)
BÖRN Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergson og stjórnmálafræðingurinn Baldur Þórhallsson urðu einu afabarninu ríkara nú í júlí. Dóttir Baldurs, Álfrún Perla Baldursdóttir, og kærasti hennar Árni Freyr Magnússon, eignuðust stúlku þann 4. júlí síðastliðinn.

Seven Covid-19 cases discovered at border screening

(5 klukkustundir, 29 mínútur)
ICELAND The majority of Covid-positive samples are from individuals who do not have an active infection.

Þjóðhátíð í undirbúningi en miðasalan engin

(5 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er í undirbúningi. Glöggir veittu því athygli að búið er að koma vörubrettum fyrir í Herjólfsdal, sem væntanlegur eldsmatur fyrir brennu. Fyrirkomulag hátíðarhaldanna er enn í lausu lofti og það eina sem fyrir liggur er að til stendur að halda hana í einhverri mynd.
BÍLAR Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes-Benz, og bandaríska tæknifyrirtækið Nvidia hafa gert með sér samstarfssamning um þróun tölvubúnaðar fyrir ökutæki. Tækninni er ætlað að styðja við þróun sjálfkeyrandi bíla í framtíðinni með sérstakri áherslu á öryggi, þægindi og upplifun notenda.

Þrítugasti sigur Liverpool

(5 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Englandsmeistarar Liverpool unnu í kvöld sinn þrítugasta sigur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar þeir sóttu Brighton heim á suðurströndina og sigruðu 3:1.

Sjö mörk á fyrstu 38 mínútunum

(5 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Suðurnesjaliðin Grindavík og Keflavík skildu jöfn í ótrúlegum markaleik, 4:4, í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, í Grindavík í kvöld en sjö mörk voru skoruð á fyrstu 38 mínútum leiksins.

Kanye gegn bólusetningum og fóstureyðingum

(6 klukkustundir, 8 mínútur)
ERLENT Rapparanum Kanye West virðist vera alvara með að bjóða sig fram sem forseta Bandaríkjanna, ef marka má viðtal Forbes sem birtist í dag. West segir að hann muni bjóða sig fram undir merkjum hans eigin stjórnmálaflokks, nefndur „the Birthday party,“ og að hans helstu ráðgjafar séu eiginkona hans, Kim Kardashian, og frumkvöðullinn Elon Musk.

Horfa til unga fólksins á Kex hosteli

(6 klukkustundir, 28 mínútur)
VIÐSKIPTI Forsvarsmenn Kex hostels leita leiða til að gæða staðinn lífi. Ekki síst er horft til yngra fólks. Pítsustaður opnaður á næstunni og heimavist til skoðunar.

Óvæntur sigur vestanmanna á Akureyri

(6 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar Vestra frá Ísafirði unnu óvæntan sigur gegn Þór á Akureyri í kvöld, 1:0, í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, en þetta er fyrsti sigur vestanmanna og fyrstu stigin sem Þórsarar tapa á tímabilinu.

Einn lést þegar byggingarkrani hrundi

(6 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Einn lét lífið og fjórir slösuðust þegar byggingarkrani hrundi á íbúðarhús í austurhluta Lundúna. Kraninn, sem var 20 metrar á hæð, lenti á tveimur húsum og á byggingarsvæði.

Söknuðu sinna bestu manna gegn Val

(7 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og skoruðu fimm mörk þegar liðið heimsótti Víkinga í 5. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, á Víkingsvöll í Fossvogi í kvöld en leiknum lauk með 5:1-sigri Valsmanna.

Forsætisráðherra lést eftir ríkisstjórnarfund

(7 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Amadou Gon Coulibaly, forsætisráðherra Fílabeinstrandarinnar, lést í dag, skömmu eftir að hafa verið fluttur í skyndi af ríkisstjórnarfundi á sjúkrahús. Hann var nýkominn aftur frá Frakklandi þar sem hann fékk meðferð vegna hjartaveikinda.

Svona dekkar þú upp borð yfir sumartímann

(7 klukkustundir, 24 mínútur)
MATUR Þegar kemur að því að dekka upp borð þá þarf oft ekki svo mikið til. Fyrir utan fersk blóm í vasa þá er líka gaman að skreyta aðeins í kringum matardiskana með blómum eða jafnvel mat.

Leikaraskipti í lokaseríu The Crown

(7 klukkustundir, 34 mínútur)
FÓLKIÐ Mikil leynd hvílir yfir fimmtu og síðustu þáttaröðinni af The Crown. Þó liggur fyrir að skipt verður út öllum helstu leikurum. Þættirnir eru taldir dýrustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Óhjákvæmilegt að ríkið stígi inn í

(7 klukkustundir, 39 mínútur)
VIÐSKIPTI Áframhaldandi óvissa í kjaraviðræðum flugfreyja og Icelandair flækir enn stöðu Icelandair, en samningaviðræðurnar verða þó ekki það sem ræður úrslitum um afdrif fyrirtækisins. Þetta segir Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair, í samtali við mbl.is.

Mótmælt í Belgrad

(7 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Fjöldi lögreglumanna og mótmælenda særðust í óeirðum fyrir utan serbneska þingið í nótt.

Usain Bolt frumsýnir dótturina

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
BÖRN Spretthlauparinn Usain Bolt birti í fyrsta skipti myndir af dóttur sinni í gær. Eiginkona Bolt, Kasi Bennett átti afmæli í gær og nýttu þau daginn í að kynna heiminn fyrir dóttur sinni sem kom í heiminn í byrjun sumars.

Nýjustu ráð Íslendinga gegn lúsmýi

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
K100 Upp á síðkastið hefur facebookhópurinn „Lúsmý á Íslandi“ vaknað úr hálfgerðum dvala eftir að lúsmýið illvíga fór aftur á kreik en hópurinn var stofnaður síðasta sumar þegar lúsmýið lét til skarar skríða gegn fólki. Ráð gegn flugunni óvinsælu rigna inn á hópinn enda vilja flestir komast hjá óþægindunum sem fylgja því að vera bitinn.

Svona hressirðu upp á augnsvæðið

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Húðin í kringum augun segir oft til um lífsstílsvenjur okkar. Þú getur blekkt gests augað með vel völdum húð- og snyrtivörum sem gera þig frísklegri ásýndar, hvort sem innistæða sé fyrir ferskleikanum eða ekki.

Loka Vestfjarðagöngum vegna viðgerða

(7 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Vestfjarðagöng á milli Tungudals og gatnamóta við Breiðadals- og Botnsdalslegg verða lokuð á morgun á milli klukkan 22:00 og 01:00 vegna malbiksviðgerða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdaaðilanum Hlaðbær Colas.
ÍÞRÓTTIR Manchester City er langt komið með að tryggja sér annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Newcastle í kvöld og Burnley er komið á fullri ferð í baráttuna um Evrópusæti.

Three who died in June fire were Polish nationals

(7 klukkustundir, 59 mínútur)
ICELAND A fourth person injured in the fire remains in intensive care

Íslensk vegabréf í 12. sæti

(8 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Íslensk vegabréf eru í 12. sæti á lista yfir þau vegabréf sem veita aðgang að flestum löndum án vegabréfsáritunar, samkvæmt samantekt Henley and Partners.

Íslendingur vann 2 milljónir króna

(8 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Enginn vann fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í Vikinglotto en tveir hlutu annan vinning og fá tæplega 18 milljónir króna hvor. Miðarnir voru keyptir í Danmörku og Noregi.

Stærsti skjálfti frá 27. júní

(8 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti af stærð 4,2 varð um 13 kílómetrum vestnorðvestan af Gjögurtá klukkan 17:41 á 4,8 kílómetra dýpi. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá 19. júní og hafa yfir 10.000 misstórir skjálftar riðið yfir. Skjálftinn nú er sá stærsti síðan ...
FERÐALÖG Að fara í helgarferð til Egilsstaða er frekar góð skemmtun enda þrá flestir einhverja tilbreytingu yfir sumartímann.

Öryrki lagði Tryggingastofnun

(9 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Óheimilt er að skerða sérstaka framfærsluuppbót á þeim forsendum að bótaþegi hafi búið hluta starfsævi sinnar erlendis. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, sem felldi í síðasta mánuði dóm í máli konu gegn Tryggingastofnun ríkisins vegna þeirrar framkvæmdar stofnunarinnar.
INNLENT „Hvar væru Íslendingar staddir í baráttunni við Covid-19 ef Íslensk erfðagreining hefði ekki verið til staðar og hjálpað okkur í baráttunni?“ spyr Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, á Facebook. Hún segir þjóðina heppna að hafa Kára og hans fólk og það sé langt frá því sjálfsagt mál.

Bæjarstjórn mótmælir lokun fangelsisins harðlega

(9 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Bæjarstjórn Akureyrar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Fangelsismálastofnunar að loka fangelsinu á Akureyri án nokkurs samráðs við bæjaryfirvöld eða aðrar sveitarstjórnir á svæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bæjarstjórn Akureyrarbæjar.

Komnir í þriðja sætið eftir stórsigur

(9 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslendingaliðið CSKA frá Moskvu er komið í þriðja sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Orenburg á útivelli í dag, 4:0.

Rafræn sakavottorð fyrir 2.500 krónur

(9 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Hægt er að nálgast sakavottorð sitt á netinu með notkun rafrænna skilríkja. Þessi breyting tók gildi nýlega en dómsmálaráðherra vekur athygli á því á Instagram. Þannig getur fólk sloppið við ferðina til sýslumanns og er skjalið sent í gegnum pósthólfið á ísland.is.

Prófa sameiningu Messenger og WhatsApp

(9 klukkustundir, 54 mínútur)
K100 Prófanir virðast vera í gangi hjá samfélagsmiðlarisanum Facebook á sameiningu samskiptaforritanna Facebook Messenger og WhatsApp. Greint er frá þessu á breska fréttavefnum Metro.

MIT og Harvard kæra

(9 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Háskólarnir Harvard og MIT hafa kært ríkistjórn Donalds Trump og beðið dómstóla um að stöðva ákvörðun bandarískra stjórnvalda um að fella úr gildi land­vist­ar­leyfi er­lendra stúd­enta sem stunda þar nám ef all­ir áfang­ar sem þeir eru skráðir í verða kennd­ir í fjar­námi vegna kórónu­veirufar­ald­urs­ins.

Vara við gasmengun við Múlakvísl

(10 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Rafleiðni í Múlakvísl hefur farið hægt vaxandi síðustu daga og er talið að jarðhitavatn undan Mýrdalsjökli sé að leka í ána. Veðurstofan varar við gasmengun sem því fylgir.

Jóhann Berg byrjar á bekknum

(10 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Burnley í ensku úrvalsdeildinni, byrjar á varamannabekk liðsins sem heimsækir West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 17.

Tilbúinn aftur eftir tíu daga

(10 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur ekki síðustu þrjá leikina með Levski Sofia í úrslitakeppninni um meistaratitilinn í Búlgaríu.

Leikur Manchester City og Newcastle sýndur á mbl.is

(10 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viður­eign Manchester City og Newcastle í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu hefst klukk­an 17 á Etihad-leikvanginum í Manchester og er leik­ur­inn sýnd­ur beint hér á mbl.is.

Vara við aðför að tjáningafrelsinu

(10 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Um það bil 150 rithöfundar, mannréttindafrömuðir og fræðimenn, meðal annars J.K. Rowling höfundur Harry Potter bókanna og Margaret Atwood, hafa skrifað undir opið bréf þar sem varað er við hömlum á rökræður.

Þrefað um verðið á Þjóðverjanum

(10 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Chel­sea er að vinna kapp­hlaupið um einn eft­ir­sótt­asta leik­mann heims, Kai Havertz sem spilar fyrir Leverkusen en forráðamenn félaganna eru þó sagðir þrefa um kaupverðið á sóknarmanninum.

Segir kröfur sjómanna óraunhæfar

(10 klukkustundir, 48 mínútur)
200 Kröfur Sjómannafélags Íslands í kjaradeilu sinni við Herjólf ohf. fælu í sér grundvallarkerfisbreytingar á rekstri félagsins og eru langt umfram getu þess. Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.

Öll sem létust voru pólskir ríkisborgarar

(11 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Rannsókn lögreglu á bruna við Bræðraborgarstíg miðar vel og hafa kennsl einstaklinganna þriggja sem létust í brunanum verið staðfest af kennslanefnd Ríkislögreglustjóra.

Lengi verið draumur að komast aftur til Spánar

(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var alltaf í kortunum þangað til að allt stoppaði vegna kórónuveirunnar. Þeir vildu þá klára sín mál og vera ekki að hrófla við mannskapnum sem ég skildi fullkomlega. En svo var þetta klappað og klárt um leið og þeir kláruðu tímabilið,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, landsliðmaður í körfuknattleik, í samtali við mbl.is í dag, stuttu eftir að tilkynnt var að hann væri genginn í raðir Andorra sem leikur í spænsku A-deildinni.

Skimanir á landamærum „sóun á almannafé“

(11 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Ragn­ar Freyr Ingvars­son, um­sjón­ar­lækn­ir á göngu­deild COVID-19 á Land­spít­al­an­um, segir það að Landspítalinn verji milljörðum í skimanir á landamærum sé sóun á almannafé. „Það er furðuleg hugmynd að Landspítalinn taki að sér að skima fríska ferðamenn við landamæri. Hvað er næst, að við sinnum þrifum í Smáralind?“ skrifar Ragnar á Facebook-síðu sína.

Orkuveitan ætlar að áfrýja 747 milljóna dómi

(11 klukkustundir, 26 mínútur)
VIÐSKIPTI Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Landsréttar, en héraðsdómdur dæmdi fyrirtækið til að greiða 747 milljónir auk dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga við Glitni á árunum fyrir hrun.

Tottenham ætlar ekki að áfrýja

(11 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tottenham ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu enska knattspyrnusambandsins sem úrskurðaði miðjumanninn Eric Dier í fjögurra leikja bann og sektaði hann um 40 þúsund pund fyr­ir hegðun sína eft­ir leik Totten­ham og Norwich í enska bik­arn­um í mars.. Þetta staðfesti José Mourinho, stjóri Lundúnaliðsins, á blaðamannafundi sínum í dag.

Orkuveitan dæmd til að greiða Glitni 747 milljónir

(11 klukkustundir, 35 mínútur)
VIÐSKIPTI Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið gert að greiða Glitni holdco 747,3 milljónir auk dráttarvaxta síðustu 11-12 ár. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en dómur í málinu var kveðinn upp nú á fjórða tímanum. Þá var Orkuveitunni einnig gert að greiða Glitni 15 milljónir króna í málskostnað.

Nýir kokteilar í dós frá Jack Daniel's

(11 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Nýir og ferskir kokteilar í dós eru það allra nýjasta frá Jack Daniel's. Drykkir sem setja sólina hærra á loft þetta sumarið og kitla bragðlaukana.

Haukur Helgi samdi við Andorra

(11 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukur Helgi Pálsson landsliðsmaður í körfuknattleik leikur í spænsku A-deildinni á komandi keppnistímabili en í dag var tilkynnt að hann væri genginn til liðs við lið Andorra sem leikur í þeirri deild.

Tíu sýna aðferðin notuð víða

(11 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Þetta er aðferð sem er notuð víða og er mikið notuð í öðru samhengi svo fræðilega er þetta alveg í lagi,“ segir Ólafur Guðlaugsson, smitsjúkdómalæknir og formaður sóttvarnaráðs, um aðferð sem Landspítalinn ætlar að taka upp til að anna auknu álagi: að greina tíu sýni samtímis.

Keppni í Ryder-bikarnum frestað

(11 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keppni í Ryder-bikarnum í golfi, þar sem lið Bandaríkjanna og Evrópu mætast jafnan á tveggja ára fresti, hefur verið frestað um eitt ár en keppa átti í Sohler í Wisconsin-ríki 22. til 27. september.

Matargestir fái 50% afslátt af reikningnum

(12 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Fjármálaráðherra Bretlands hefur tilkynnt að gestir veitingahúsa fái 50% afslátt af reikningum sínum í ágústmánuði, en um er að ræða lið í aðgerðum stjórnvalda til að koma bresku efnahagslífi aftur á skrið í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Sá stærsti úr Blöndu í sumar

(12 klukkustundir, 16 mínútur)
VEIÐI Stærsti fiskur sumarsins í Blöndu veiddist í morgun á Breiðunni að norðanverðu. Það var breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem setti í þennan risa hæng og landaði honum eftir ævintýralega baráttu. Leiðsögumaður Nigels var Róbert Haraldsson.

920 tonn á rúmum tveimur sólarhringum

(12 klukkustundir, 19 mínútur)
200 Hoffell kom til hafnar á Fáskrúðsfirði í morgun með um 920 tonna afla. Aflinn skiptist þannig að 780 tonn eru makríll og 140 tonn eru síld.

Ekkert rætt um að Kári hætti við að hætta

(12 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, ræddu Katrín og Kári það að stjórnvöld ættu áfram þann kost að leita í reynslubanka og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar vegna kórónuveirunnar, samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu.

Ánægðir en að sama skapi svekktir

(12 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við erum auðvitað mjög ánægðir en að sama skapi er ákveðið svekkelsi í þessu, hvernig þetta endaði allt,“ sagði Gunnar Ólafsson, körfuboltamaður Stjörnunnar, eftir að hafa fengið afhentan deildarbikarinn á fundi KKÍ í Laugardalnum í dag.

Jóhannes, Jón og Ástráður sækja allir aftur um

(12 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Sjö sóttu um embætti tvö embætti dómara við Landsrétt, en umsóknarfrestur til að sækja um embættin rann út á mánudaginn. Meðal þeirra sem sóttu um voru Ástráður Haraldsson héraðsdómari, Jóhannes rúnar Jóhannsson lögmaður og Jón Höskuldssóm héraðsdómari, sem allir hafa verið kenndir við svokölluð Landsréttarmál. Þetta er í fimmta skiptið sem Ástráður sækir um embætti dómara í dómstólinn.
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti rétt í þessu að hætt hefði verið við þátttöku í Norðurlandamóti yngri landsliða drengja og stúlkna sem fram á að fara í Finnlandi í byrjun ágúst.

Dreifir huga sjúklinga með tónlist

(12 klukkustundir, 44 mínútur)
K100 Hjúkrunarfræðingurinn Damaris Silva í Santiago, Chile spilar tvisvar sinnum í viku á fiðluna sína að lokinni vakt fyrir sjúklinga á spítalanum sem hún starfar á. Sjúklingarnir hafa tekið mjög vel í þetta og er greinilegt að tónlistin dreifir huga þeirra og færir þeim gleði.
INNLENT Ríkissáttasemjari hefur skipað í gerðardóm í deilu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Dóminn skipa þau Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, sem jafnframt er formaður, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.

Fyrsta konunglega brúðkaupið eftir kórónuveiru

(12 klukkustundir, 51 mínúta)
FÓLKIÐ Raiyah prinsessa af Jórdaníu giftist Ned Donovan í Bretlandi á þriðjudag. Donovan er breskur blaðamaður og barnabarn rithöfundarins Roald Dahls og leikkonunnar Patriciu Neal.

„Algjörlega komin að sársaukamörkum“

(12 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir niðurstöður atkvæðagreiðslu Flugfreyjufélags Íslands mikil vonbrigði. Hann segir félagið ekki hafa meira svigrúm til þess að mæta kröfum FFÍ.
VIÐSKIPTI Íslensk skrifstofa bandaríska upplýsingatæknifyrirtækisins NetApp er eina skrifstofan af 79 alls, í þrjátíu löndum, sem er opin. Allar hinar starfsstöðvarnar verða lokaðar a.m.k. fram í október vegna kórónuveirufaraldursins.

Stærra en körfuboltinn og við sjálf

(13 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari og fyrirliði Vals í körfuknattleik, spjallaði við mbl.is eftir að Valsarar fengu afhentan deildarbikarinn með óhefðbundnu sniði í dag. Valsarar voru krýndir deildarmeistarar þegar Íslandsmótið var flautað af í mars vegna kórónuveirunnar og fengu bikarinn afhentan í Laugardalnum í dag.

Ákvörðun ÍE ekki tilefni til að stíga til baka

(13 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Hætta er á því að falskar neikvæðar niðurstöður komi upp þegar tíu sýni eru prófuð samtímis og hinir sýktu eru með mjög lítið af veirunni í sér, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ætlar að viðhafa þá aðferð eftir að Íslensk erfðagreining hættir að greina sýni á þriðjudag.

Norræna kemur með 750 farþega

(13 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið með um 750 farþega. Tíu manna sýnatökuteymi starfsfólks HSA auk tæknimanna er komið til Færeyja og skimar farþega á leið ferjunnar til Seyðisfjarðar.

„Þetta var afgerandi“

(13 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir gott að afstaða félagsmanna í garð kjarasamnings við Icelandair sé komin á hreint.

Settu í átta laxa á ómerktum stað

(13 klukkustundir, 37 mínútur)
VEIÐI Ævintýrið í Eystri Rangá heldur áfram. Þeir Ásgeir Heiðar og Bjarni Júlíusson er við veiðar þar núna. Þeir voru að aka milli veiðistaða í morgun þegar Ásgeir Heiðar bað Bjarna um að stoppa. „Þetta er staðurinn,“ sagði Ásgeir.

Deildarbikararnir afhentir Stjörnunni og Val

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Deildarmeistararnir í körfuknattleik, Stjarnan í karlaflokki og Valur í kvennaflokki, fengu bikarana afhenta á blaðamannafundi KKÍ í Laugardalnum í dag en keppnistímabilið 2019-2020 var flautað af í mars vegna kórónuveirufaraldursins.
ÍÞRÓTTIR Ísland verður í riðli með Grikklandi, Litháen og Norður-Makedóníu í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram fer um mánaðamótin nóvember/desember en dregið var í dag í höfuðstöðvum EHF.

Kjarasamningur flugfreyja felldur í atkvæðagreiðslu

(13 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning við Icelandair sem aðilar skrifuðu undir hjá ríkissáttasemjara 25. júní síðastliðinn.

Segir filtera gefa óraunhæfa mynd

(13 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Kristín Stefánsdóttir sem rekur verslunina No Name segir færslu á Facebook að svokallaðir „beauty filterar“ sem vinsælir eru ýta undir æskudýrkun og gefa óraunhæfa mynd af persónunni.

Rekinn af velli fyrir að bíta mótherja

(13 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Patric gæti átt yfir höfði sér langt keppnisbann eftir að hann var rekinn af velli í leik Lazio og Lecce í ítölsku efstu deildinni í gærkvöldi fyrir að bíta andstæðing.

Banna drónaflug í Sundahöfn

(14 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið setja á bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði vegna komu herskipa og kafbáta NATO sem verða við landið vegna Dynamic Mongoose æfingarinnar.

„Getið ekki ímyndað ykkur helvítið“

(14 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Frans páfi fordæmir búðir sem flóttafólki er haldið í af yfirvöldum í Líbýu. „Stríðið er skelfilegt eins og við vitum en þið getið ekki ímyndað ykkur helvítið sem fólk býr við þarna, í fangabúðunum. Og þetta fólk kom með þá einu von um að komast yfir hafið,“ sagði páfi við messu í Páfagarði í dag.

Tvöfaldur heimsmeistari snýr aftur í formúluna

(14 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spánverjinn Fernando Alonso er snúinn aftur í formúlu-1 en hann verður einn af ökuþórum Renault-liðsins á næsta tímabili. Hann hætti keppni í formúlunni árið 2018 en er nú snúinn aftur til liðsins sem hann vann heimsmeistaratitlana tvo með.

Kári fór á fund Katrínar í morgun

(14 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mætti á fund Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðinu í morgun.

„Skiptið ykkur ekki af annarra málum“

(14 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT „Skiptið ykkur ekki af annarra málum,“ segir í færslu rússneska utanríkisráðuneytisins á Twitter. Um er að ræða svar rússneskra stjórnvalda við færslu talskonu bandaríska sendiráðsins í Moskvu þar sem hún lýsti áhyggjum af hömlum á fjölmiðlafrelsi í landinu.

15% verðhækkun hjá World Class

(14 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Líkamsræktarkeðjan World Class hefur hækkað verð á almennum kortum um 15%. Verðið hafði verið óbreytt frá ársbyrjun 2014.

Einn sá besti í heimi orðinn stúdent

(14 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danska stór­stjarn­an Mikk­el Han­sen, einn besti handknattleiksmaður heims, er orðinn stúdent en hann fékk hvítu húfuna um helgina eftir að hafa klárað stúdentspróf við Vestskoven-skólann í Albertslund.

Sjáðu lúxushótelið sem Jenner dvelur á

(14 klukkustundir, 54 mínútur)
FERÐALÖG Raunveruleikastjarnan Kylie Jenner nýtur nú lífsins á einstaklega fallegu lúxushóteli í eyðimörkinni í Utah-ríki í Bandaríkjunum. Jenner fer ævinlega í frí til framandi staða en vegna heimsfaraldursins neyðist hún til þess að ferðast innanlands.

Kristín og Lella til markaðsdeildar Póstsins

(14 klukkustundir, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI Þær Kristín Inga Jónsdóttir og Lella Erludóttir hafa verið ráðnar í markaðsdeild Póstsins en þær hafa þegar tekið til starfa. Báðar eru þær sérfræðingar í markaðsmálum en Kristín sinnir stafrænum miðlum ásamt efnissköpun og Lella sér um ritstýringu, stefnumótun og samþættingu skilaboða fyrir vef fyrirtækisins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Hótel og Booking deila um greiðslur

(15 klukkustundir, 5 mínútur)
VIÐSKIPTI Íslenskir hóteleigendur hafa margir hverjir deilt við bókunarsíðuna Booking.com um greiðslur af fyrirframgreiddum bókunum þegar veittur er sérstakur aukaafsláttur.

Umferðartafir á Reykjanesbraut

(15 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Vegna malbikunarframkvæmda á suðurakbraut Reykjanesbrautar á milli Strandgötubrúar og Krýsuvíkurgatnamóta í dag verður umferð frá Keflavík færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót og Ásbraut og umferð frá Reykjavík færð á hjáleið um Krýsuvíkurgatnamót.
200 Félagsmenn Sjómannafélags Íslands sem starfa hjá Herjólfi vinna þrjár helgar af fjórum mánaðarlega, að sögn Jónasar Garðarssonar, formanns samninganefndar Sjómannafélags Íslands. Ekki var kosið um kjarasamning sem Sjómannafélagið Jötunn gerði við Herjólf og forsvarsmenn Herjólfs telja að gildi fyrir félagsmenn Sjómannafélags Íslands, að sögn Jónasar.

Depp segir Heard vera siðblinda

(15 klukkustundir, 24 mínútur)
FÓLKIÐ Johnny Depp fór hörðum orðum um fyrrverandi eiginkonu sína Amber Heard við vitnaleiðslur í réttarhöldum hans gegn The Sun. Hann segir Heard hafa beitt sig viðvarandi ofbeldi í hjónabandinu og hafi aðeins gifst honum til þess að koma sjálfri sér á framfæri.

Skórnir á hilluna eftir 24 ára feril

(15 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gamla knattspyrnukempan Claudio Pizzaro hefur lagt skóna á hilluna eftir 24 ára feril sem framherji, lengst af í þýsku efstu deildinni. Perúmaðurinn verður 42 ára í vetur.

Súkkulaðitertan í Flatey

(15 klukkustundir, 46 mínútur)
MATUR Albert Eiríks segir að þetta sé frábær súkkulaðikaka enda kemur hún úr Flatey þar sem hægt er að gæða sér á henni á Hótel Flatey.

Sjö ný smit við landamærin

(15 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Sjö ný smit kórónuveirunnar greindust við landamæraskimun í gær, þar af eru tvö óvirk og beðið er eftir mótefnamælingu vegna hinna fimm.

Sveinn Andri orðinn afi

(15 klukkustundir, 49 mínútur)
BÖRN Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinson er orðinn afi. Dóttir Sveins, Sara Messíana Sveinsdóttir og Bjarni Geir Gunnarsson eignuðust litla dóttur þann 4. júlí síðastliðinn.

Sex hlutu dóma í amfetamínsmáli

(15 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Sex manns hlutu í morgun þriggja til fjögurra ára fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í tengslum við framleiðslu á amfetamíni. Málið komst í hámæli í febrúar þegar sexmenningarnir voru handteknir á leið sinni úr Borgarfirði, þar sem framleiðslan átti sér stað, en þau voru handtekin við Hvalfjarðargöng.

Fylgjast með magakveisu mjaldranna

(15 klukkustundir, 54 mínútur)
K100 Flutningi mjaldranna Litlu-Grárrar og Litlu-Hvítrar í griðasvæði þeirra í Klettsvík hefur verið frestað, að minnsta kosti í nokkrar vikur, vegna vægrar bakteríusýkingar í maga hvalanna en til stóð að mjaldrarnir yrðu færðir í griðasvæðið í síðustu viku. Þetta staðfestir Audrey Padgett framkvæmdastjóri Sea Life Trust í Vestmannaeyjum í samtali við K100.is.

Manchester United fær frest til 10. ágúst

(16 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester United þarf að taka ákvörðun um hvort það ætli að kaupa sóknarmanninn Jadon Sancho frá Dortmund fyrir 10. ágúst en forráðamenn þýska félagsins ætla ekki að leyfa óvissu að ríkja um framtíð leikmannsins eftir þann tíma.

Stjórnvöld áhyggjufull vegna landvistarleyfa

(16 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna ákvörðunar bandarískra stjórnvalda um landvistarleyfi erlendra stúdenta, bæði í samtali við sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og í samskiptum sendiráðs Íslands í Washington við bandarísk stjórnvöld. Þetta staðfestir María Mjöll Jónsdóttir í samtali við mbl.is

Norskt sölufyrirtæki annast sölu á íslenskum laxi

(16 klukkustundir, 16 mínútur)
200 Norska sölufyrirtækið Seaborn mun selja íslenskan eldislax undir eigin vörumerki og munu helstu markaðir vera Bandaríkin og Asía.

Ganga ekki í störf annarra

(16 klukkustundir, 17 mínútur)
200 Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna á meðan verkfallsaðgerðum félagsmanna í Sjómannafélagi Íslands stendur, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu Félags skipstjórnarmanna og Félags vélstjóra og málmtæknimanna.

Telja sig hafa fundið sjaldgæfa fílsungatvíbura

(16 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Þjóðgarðsverðir í Minneriya í Sri Lanka komu auga á tvo fílsunga drekka frá sömu fílsmóður á dögunum og telja það fullvíst að um sé að ræða tvíbura.

Ekki með nægilega sterk gögn til að kæra

(16 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Lögreglan á Suðurlandi náði tali af hópi erlendra ökumanna sem var leitað í gær, þriðjudag. Hópurinn, sem kom til landsins með Norrænu, hafði varið nokkrum dögum í að keyra um landið á stórum jeppum. Hópurinn birti myndbönd af akstri sínum á Facebook og grunur liggur á að þeir hafi m.a. ekið utanvegar á ólöglegum svæðum.

Fjögurra leikja bann fyrir að slást við áhorfanda

(16 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enski miðjumaður­inn Eric Dier hefur verið úrskurðaður í fjögurra leikja bann og sektaður um 40 þúsund pund af enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína eftir leik Tottenham og Norwich í enska bikarnum í mars.

Lokuðu netfíkin börn inni í 10 daga

(16 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Hópur karlmanna sem ráku einkareikna meðferðarstöð við netfíkn í suðaustur Kína voru í gær fundnir sekir um að halda börnum í einangrun í allt að tíu daga. Þeir voru dæmdir til fangelsisvistar vegna brota sinna. Meðferðarheimilið er eitt af hundruðum sambærilegra sem hafa opnað víðsvegar um Kína á síðastliðnum tíu árum.

Dóttir Lindu vill flytja til Rússlands

(16 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Feg­urðardrottn­ing­in Linda Pét­urs­dótt­ir er gest­ur Sölva Tryggva­son­ar í nýj­asta hlaðvarpsþætti hans. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún sé að reyna að múta dóttur sinni til að fara frekar til Bretlands en Rússlands í nám.

Camilla Rut og Rafn eignuðust son

(16 klukkustundir, 59 mínútur)
BÖRN Samfélagsmiðlastjarnan Camilla Rut Rúnarsdóttir og eiginmaður hennar Rafn Hlíðkvist Björgvinsson buðu son sinn velkominn í heiminn nú á dögunum. Camilla tilkynnti um fæðingu sonarins í dag.

Landsliðskona framlengir í Svíþjóð

(17 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir landsliðskona í knatt­spyrnu hefur framlengt samning sinn við sænska félagið Rosengård og mun hún spila með liðinu til ársins 2022.

Mary Kay Letourneau látin 58 ára að aldri

(17 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Fyrrverandi kennarinn Mary Kay Letourneau er látin 58 ára að aldri. Letourneau vakti mikla athygli seint á síðustu öld þegar hún var dæmd í fangelsi fyrir að nauðga 12 ára nemanda sínum. Hún og nemandinn, Vili Fualaau, héldu sambandinu áfram á meðan hún sat inni og giftu sig að lokum.

Virðist ekki eiga framtíð hjá City

(17 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR John Stones, varn­ar­maður enska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Manchester City, virðist ekki eiga framtíð hjá félaginu en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola gaf það í skyn á blaðamannafundi sínum í gær.

Albert í alsælu í Flatey

(17 klukkustundir, 31 mínúta)
MATUR Albert Eiríksson heldur áfram ferðalagi sínu um Ísland þar sem hann uppgötvar skemmtilega veitingastaði og áhugaverða staði. Hann var staddur í Flatey á dögunum þar sem hann kunni ákaflega vel við sig. Síðast en ekki síst gaf hann Elínborgu hótelstýru á Hótel Flatey framúrskarandi einkunn og bar matnum vel söguna.

Eignast íbúð fyrir þrítugt

(17 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Hlutfall einstaklinga sem eignast sitt fyrsta íbúðarhúsnæði fer hækkandi frá 18 ára aldri og nær hámarki í kringum 27 og 28 ára aldur en fer þá aftur lækkandi.

Nýleg fyrirtæki leggja frekar upp laupana

(17 klukkustundir, 38 mínútur)
VIÐSKIPTI Fyrirtæki sem hættu starfsemi 2014-2016 höfðu í 68% tilfella starfað í fimm ár eða skemur samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands.

Einn af hverjum 100 smitaður

(17 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Á meðan kórónuveiran geisaði sem harðast í einhverjum ríkjum Bandaríkjanna var lítið um smit í Flórída og nýttu margir sér það með því að fara þangað í sjálfskipaða einangrun. Nú hefur staðan heldur betur breyst í Flórída og er tæplega einn af hverjum 100 íbúum sólarríkisins smitaður af COVID-19.

Skagastrákurinn leikmaður umferðarinnar

(17 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skagastrákurinn og knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga en hann skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark á dögunum fyrir Norrköping og hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína.

Skerðing á akstri Strætó

(18 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Miklar skerðingar verða á leið 5 í Árbæ og Norðlingaholti vegna vegaframkvæmda í dag.

Viðbúið að glæpamenn muni selja bóluefni

(18 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Heimsfaraldur kórónuveiru hefur leitt til mikillar aukningar á kaupum og sölu á grímum, spritti og öðrum lækningavörum sem standast ekki kröfur, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum sem vara við þróuninni í skýrslu sem kom út í dag og segja að lífum sé stefnt í hættu vegna þessa.

Gary Martin biður Leiknismenn afsökunar

(18 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sóknarmaðurinn Gary Martin hefur beðið Leiknismenn afsökunar eftir að hann skoraði með hendinni í 4:2-sigri ÍBV í leik liðanna í Breiðholtinu í gærkvöldi.

Varðskip bjargaði vatnsbirgðum Flateyjar

(18 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Við vorum orðin afskaplega vatnstæp. Baldur er bilaður og við urðum að útvega okkur vatn með öðrum hætti,“ segir Magnús A. Jónsson, bóndi í Krákuvör í Flatey og eftirlitsmaður Flateyjarveitna. Varðskipið Týr fyllti á stóra vatnstankinn þannig að nú er Flatey aftur í góðum málum.

Umtalsvert magn fíkniefna og vopn

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum fann umtalsvert magn af meintum fíkniefnum, amfetamíni, við húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu fyrr í vikunni.

Keyptur á 70 milljónir króna af grísku stórveldi

(18 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson mun ganga til liðs við gríska knattspyrnufélagið Olympiacos þegar yfirstandandi tímabili lýkur í grísku úrvalsdeildinni en Grikklandsmeistararnir borguðu tæplega 70 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn í gær.

Afmælisrit SVFR og Sportveiðiblaðið

(18 klukkustundir, 48 mínútur)
VEIÐI Það er ekki skortur á úrvalslesefni fyrir áhugasama veiðimenn. Í síðustu viku kom út áttatíu ára afmælisrit Veiðimannsins í tilefni af afmæli Stangaveiðifélags Reykjavíkur á síðasta ári. Í sömu viku var lögð lokahönd á veglegt eintak af Sportveiðiblaðinu.

Söfnuðu 19,5 milljörðum í nýjan sjóð

(18 klukkustundir, 48 mínútur)
VIÐSKIPTI Júpíter rekstrarfélag hf. hefur lokið fjármögnun á nýjum sjóði sem ber nafnið ACF III slhf. Sjóðurinn er samlagshlutafélag sem kemur að fjármögnun fyrirtækja. Heildaráskriftarloforð sjóðsins nema 19,5 milljörðum króna og fjárfestingartímabil hans er þrjú ár.
INNLENT Það er af sem áður var þegar flugleiðir í Íslandsflugi skiptu tugum og flogið var á hvert horn. Nú eru fáar leiðir taldar nægilega arðbærar án beinnar niðurgreiðslu úr ríkissjóði.
ÍÞRÓTTIR Ástralski snjóbrettameistarinn Alex „Chumpy“ Pullin lést í dag, 32 ára að aldri.

Tóbaksþjófar kallaðir fyrir dóm

(19 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Reykjaness hefur með tilkynningu í Lögbirtingablaðinu kallað fyrir dóminn tvo ríkisborgara Litháen vegna þess sem kallað er stórfelldur þjófnaður á reyktóbaki úr Fríhafnarversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

180 teknir af lífi án dóms og laga

(19 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Allt bendir til þess að 180 menn hafi verið teknir af lífi án dóms og laga af hernum í Búrkína Fasó. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Human Rights Watch en lík þeirra eru grafin skammt frá bænum Djibo.

Flestir fá rúmlega milljón á mánuði

(19 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Flestir sveitarstjórnarfulltrúar fá laun á bilinu 50 til 99 þúsund krónur á mánuði fyrir setu í sveitarstjórn en næstflestir fá á bilinu 100 – 149 þúsund krónur á mánuði. Í tveimur sveitarfélögum eru fulltrúar með yfir 400 þúsund krónur í laun á mánuði.

Átti upphaflega að heita öðru nafni

(19 klukkustundir, 54 mínútur)
BÖRN Beatrice prinsessa átti upphaflega að heita öðru nafni. Andrés prins og Sarah Ferguson hertogynja höfðu valið annað nafn á hana en þurftu svo að skipta eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning lét skoðun sína í ljós og stakk upp á öðru nafni - Beatrice.

Hefur leikið sinn síðasta leik með Liverpool

(19 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að enski miðjumaðurinn Adam Lallana hafi leikið sinn síðasta leik með liðinu, en Lallana verður samningslaus eftir tímabilið.

Bjartir kaflar víða um land

(19 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Útlit er fyrir vestan- og norðvestanátt, á bilinu 5-10 m/s, í dag og má búast við björtum köflum víða um land.

Umferðartafir á Sæbraut

(20 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Stefnt er að því að malbika Sæbraut frá Dalbraut að Langholtsvegi til suðurs í dag, miðvikudag.

Veittist að barni og konu

(20 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Óskað var eftir skjótri aðstoð lögreglu að söluturni í Breiðholti síðdegis í gær en þar hafði karlmaður í mjög annarlegu ástandi veist að barni og konu.

Segir Kína mestu ógn Bandaríkjanna

(20 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), Christopher Wray, segir að mesta ógn Bandaríkjanna til lengri tíma séu njósnir og þjófnaður kínverskra stjórnvalda.

Nautahlaupi frestað vegna kórónuveirunnar

(20 klukkustundir, 54 mínútur)
FERÐALÖG Ferðalangar sem ætluðu sér að sjá nautahlaupið í Pamplóna verða að bíða betri tíma. Ákveðið hefur verið að fresta hinni árlegu San Fermin-hátíð í Pamplóna vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta er í fyrsta sinn í áratugi sem nautahlaupið hefur verið blásið af.

Reri á móti straumnum með kærustunni og mömmu

(20 klukkustundir, 54 mínútur)
K100 DJ Dóra Júlía segir frá ferð sinni til Akureyrar og lærdómi ferðarinnar í ljósa punktinum á K100.

Hrefna Sætran fær sér aldrei morgunmat

(20 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Stjörnukokkurinn Hrefna Rósa Sætran á Grill- og Fiskmarkaðnum elskar sushi. Hún er fagurkeri sem kann að meta góða hluti í eldhúsinu.

Siglt strax eftir miðnætti

(20 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Herjólfur sigldi strax eftir miðnætti í nótt er sólarhringsverkfalli félagsmanna í Sjómannafélagi Íslands lauk.

Fyrstu kartöflur á markað

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT „Hin seinni ár hafa menn oft byrjað um þetta leyti. Þetta eru fljótsprottnar premier-kartöflur sem við ræktum undir plasti,“ segir Hjalti Egilsson, kartöflubóndi á Seljavöllum í Hornafirði. Hann tók í gær upp fyrstu kartöflurnar til að senda á markað á höfuðborgarsvæðinu.

Huawei óttast ekki útilokun á Íslandi

(21 klukkustund, 24 mínútur)
TÆKNI Innleiðingu 5G-fjarskiptatækninnar fylgja mikil tækifæri á Íslandi. Meðal annars getur hún aukið framleiðni, stutt við nýsköpun og stuðlað að hagræðingu.

Inntökuprófin á netinu

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT Runólfur Oddsson, ræðismaður Íslands í Slóvakíu og umboðsmaður Jessenius-læknaskólans, segir þrjú inntökupróf munu fara fram á næstu vikum vegna náms ytra.

Rafskúturnar minna á villta vestrið

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT „Þetta má ekki vera eins og ber stundum fyrir sjónir: Eins og þetta sé villta vestrið, að menn ani upp á gangstétt og upp á götu á mikilli ferð,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um akstur rafskúta.

Hið íslenzka reðasafn í nýju ljósi

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT Hið íslenzka reðasafn hefur verið opnað í nýjum húsakynnum við Hafnartorg og njóta gripirnir sín nú í betri lýsingu og stærra rými.

Algeng laun 1,1-1,7 millj.

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT Algengast er að laun framkvæmdastjóra eða sveitarstjóra í 56 sveitarfélögum hafi verið á bilinu 1.101 til 1.700 þúsund kr. á mánuði í fyrra.

Loftbelgurinn leið um loftin blá

(21 klukkustund, 24 mínútur)
INNLENT Nánast draumkenndur svipur var yfir öllu þegar loftbelgur sveif yfir Ytri-Rangá í gærmorgun.

Nýtt morgunkorn komið á markað

(21 klukkustund, 49 mínútur)
MATUR Við elskum að uppgötva nýjar bragðtegundir af morgunkornum – og hvað þá að smakka! General Mills tilkynnti á dögunum tvær nýjar morgunkornstegundir og eina gamla sem er væntanleg aftur að ósk neytenda.