Fréttir vikunnar


MATUR Þau gleðitíðindi berast að uppáhalds hnetusteik ansi margra sé loksins komin í verslanir.
SMARTLAND Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, annar af ritstjórum Stundarinnar, greindist með kórónuveiruna og er nú á 24. degi í einangrun. Í einlægum pistli á Stundinni lýsir hún því hvernig henni er búið að líða.
K100 Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar fengu að vanda bréf sent frá íslensku pari sem stundar swinger-lífsstílinn en að þessu sinni sendi parið plan með 30 „sexí“ áskorunum fyrir pör. Þáttastjórnendur ræddu um áskorunina í þættinum í gær.
BÖRN Mikilvægt er að útskýra vel fyrir börnum á einhverfurófi hvað COVID-19 sé og af hverju þau þurfi að dvelja heima. Einnig er mikilvægt að útskýringarnar séu eins einfaldar og skorinorðar og mögulegt er.

Gæsluvarðhald framlengt

(7 mínútur)
INNLENT Gæsluvarðhald yfir karlmanni á sextugsaldri vegna andláts eiginkonu hans á heimili þeirra hefur verið framlengt til 15. apríl, eftir úrskurð Héraðsdóms Reykjaness.
INNLENT Í gær var tilkynnt að ríkið myndi setja fjóra milljarða króna í aukið hlutafé í Isavia með því skilyrði að þeim fjármunum yrði ráðstafað í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir þetta gott skref í rétta átt, en að fjölmörg önnur vandamál blasi við rekstri sveitarfélaga og í efnahagslífi bæjarfélagsins.
ÍÞRÓTTIR Tom Brady, sigursælasti leikstjórnandi í sögu NFL-deildarinnar í ruðningi, gekk á dögunum í raðir Tampa Bay Buccaneers frá New Englad Patriots, þar sem hann hafði spilað allan ferilinn.
INNLENT 11 börn gerðu Barnavernd viðvart um vandamál heima fyrir í marsmánuði. Opin umræða í samfélaginu um vanda inni á heimilum um þessar mundir virðist skila sér í fleiri tilkynningum til nefndarinnar.
ÍÞRÓTTIR Formenn sambanda Norðurlanda um íslenska hestinn hafa komist að þeirri niðurstöðu að Norðurlandamótinu 2020 sem fram átti að fara í Svíþjóð 28. júlí til 2. ágúst verði aflýst vegna kórónuveirunnar.
INNLENT Með fjármagni frá félagsmálaráðuneytinu ræðst Reykjavíkurborg í aðgerðir til að mæta vanda þeirra sem eiga ekki í nein hús að venda vegna COVID-19-faraldursins. Aðgerðirnar eru hugsaðar fyrir heimilislausa.
INNLENT Alls bárust 60 tilkynningar um heimilisofbeldi í mars og fjölgaði þeim milli mánaða. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins.
INNLENT Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví er 31 og fækkar því um sjö frá í gær.

Heiðdís Rós fór í útsýnisflug í sóttkví

(1 klukkustund, 4 mínútur)
FERÐALÖG Þrátt fyrir að vera í sjálfskipaðri sóttkví í Miami-borg í Flórída í Bandaríkjunum er nóg að gera hjá förðunarfræðingnum Heiðdísi Rós Reynisdóttur þessa dagana.
ÍÞRÓTTIR Sóknarmaðurinn Sadio Mané skilur það vel ef Liverpool verður ekki krýnt Englandsmeistari í knattspyrnu vegna kórónuveirunnar. Lærisveinar Jürgens Klopp eru með 25 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og tveimur sigrum frá því að tryggja sér titilinn.

Coutinho gæti orðið liðsfélagi Gylfa

(1 klukkustund, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilíski knattspyrnumaðurinn Philippe Coutinho mun að öllum líkindum yfirgefa spænska knattspyrnufélagið Barcelona í sumar.

Safna peningum svo Gugga geti jarðað Jóa sinn

(1 klukkustund, 48 mínútur)
SMARTLAND Jóhann Traustason, eða Jói eins og hann var kallaður, féll frá 31. mars síðastliðinn en hann var með krabbamein í lifur. Hann var þekktur í samfélagi manna ásamt eiginkonu sinni, Guðbjörgu Ingu Guðjónsdóttur, eða Guggu eins og hún er kölluð. Þau áttu í mikilli baráttu við áfengi og vímuefni en fyrir um áratug náðu þau að verða edrú.

Sluppu ómeiddir þegar brú hrundi

(1 klukkustund, 51 mínúta)
ERLENT Tveir ítalskir sendibílstjórar sluppu svo til ómeiddir þegar brú sem þeir keyrðu yfir hrundi. Um er að ræða brú yfir á í norðurhluta Ítalíu, en stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að vanrækja vegainnviði, ekki síst eftir að 43 létust þegar brú hrundi í Genúa í ágúst 2018.

Þingmaður gerist sjálfboðaliði

(1 klukkustund, 52 mínútur)
ERLENT Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Rand Paul staðfesti á twittersíðu sinni í gær að hann hygðist starfa sem sjálfboðaliði á spítala í heimaríki sínu, Kentucky. Ætlar hann með þessu að leggja sitt á vogarskálarnar í baráttunni við kórónuveiruna þar í landi.

Saman getum við sigrast á þessu

(2 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumaðurinn Juan Mata hvetur alla knattspyrnumenn til að gera meira í baráttunni við kórónuveiruna. Mata, sem leikur með Manchester United, hefur verið duglegur að láta til sín taka í góðgerðarmálum.

Umferð að aukast um Borgarnes

(2 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT „Við sjáum að umferðin er að aukast, það er meira að gera í búðunum í Borgarnesi. Það er ljóst að sumir ætla að fara í sumarbústað um páskana,“ segir Ásmundur Kristinn Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á Vesturlandi.

Áfram sektað

(2 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Sumt breytist aldrei og bílastæðaverðir láta ekki deigan síga vegna kórónuveirufaraldursins á meðan engin augljós ástæða er til. Þeir eru á ferli um bæinn og hver sá sem fer á svig við gjaldskyldu eða aðrar reglur á áfram á hættu að fá sekt.

Tap í fyrri undanúrslitaleiknum

(2 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Willum Þór Willumsson og samherjar hans í BATE Borisov þurftu að sætta sig við 0:1-tap á útivelli gegn Slavia Mozyr í fyrri leik liðanna í undanúrslitum hvítrússneska bikarsins í fótbolta í dag.

Læknirinn í eldhúsinu með nýja þætti

(2 klukkustundir, 43 mínútur)
FÓLKIÐ Ragnar Freyr Ingvarsson stendur í ströngu þessa dagana og er yfirlæknir á COVID-19-göngudeild Landspítalans. Við sjáum aðra hlið á Ragnari í nýjum matreiðsluþáttum í Sjónvarpi Símans Premium. Þar ferðast hann til Frakklands þar sem hann kynnir sér matar- og vínmenningu heimamanna í heillandi sjónvarpsþáttum.
INNLENT „Mín skoðun er sú að við höfum ekki efni á því að fórna lífi eða heilbrigði fólks fyrir skammtímaefnahagsávinning.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á hádegisfundi í dag. Sagði hann að vægari aðgerðir væru ekki líklegri til að skila Íslandi fyrr í mark varðandi að koma efnahagslífinu fyrr af stað.
INNLENT „Þetta er í fyrsta sinn sem sett er fram opinber stefna í þessum mikilvæga málaflokki hér á landi og löngu tímabært“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, en heilbrigðisráðuneytið hefur birt aðgerðaáætlun í þjónustu við fólk með heilabilun til ársins 2025.

88% telja að fyrirtækið sitt hafi það af

(2 klukkustundir, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI Langflestir í Félagi atvinnurekenda telja líklegt að fyrirtækið sitt komist í gegnum erfiðleikana sem nú standa yfir. Þeir eru miklu ánægðari með aðgerðir ríkisvaldsins en sveitarfélaganna.

Tapið að minnsta kosti milljarður punda

(2 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Richard Marsters, stjórnarformaður ensku úrvalsdeildarinnar, segir deildina tapa að minnsta kosti einum milljarði punda takist ekki að klára yfirstandandi tímabil.

Steikin sem smellpassar með páskasósunni

(3 klukkustundir, 2 mínútur)
MATUR Páskasósan er ekkert grín og því mikilvægt að vera með hárrétta steik með henni.

Tímabundin afskráning ökutækja heimil

(3 klukkustundir, 3 mínútur)
BÍLAR Nú geta allir bíleigendur, ekki einungis bílaleigur, afskráð ökutæki sín tímabundið úr umferð.

Tinna Brá lokar Hrími við Laugaveg

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
SMARTLAND „Með blóði, svita og tárum hef ég rekið Hrím hönnunarhús á Laugvegi í 8 ár. Í dag er staðan sú að við erum að loka þeirri verslun endanlega. Ég er ekkert að grínast þegar ég hef kallað Hrím barnið mitt, búðin á Laugavegi varð svo miðjubarnið þegar Hrím var opnað í Kringlunni 2015,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir, eigandi Hríms, en hún tilkynnti það á Facebook að hún ætlaði að loka búðinni.

Bernie Sanders dregur sig í hlé

(3 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Bernie Sanders hefur ákveðið sækjast ekki lengur eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Úr fangaklefa yfir á lúxushótel

(3 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Ronald­in­ho og bróðir hans hafa verið látn­ir laus­ir úr fang­elsi í Parag­væ. Voru þeir hand­tekn­ir með ólög­leg vega­bréf á leiðinni frá Bras­il­íu til Parag­væs í síðasta mánuði.

Geislafræðingar að störfum á LSH

(3 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Geislafræðingar Landspítala á röntgendeild klæða sig í og úr hlífðarfatnaði, taka viðeigandi myndir og vinna þrískiptar vaktir allan sólarhringinn. Röntgendeild Landspítala er með umfangsmikla starfsemi í Fossvogi og við Hringbraut.

Ekkert samsæri gegn vegan-pylsusölum

(3 klukkustundir, 50 mínútur)
K100 Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir að ónákvæm svör starfsmanns hafi orðið til þess að það hafi litið út fyrir að vegan-skyndibitastaðnum Jömm hefði verið neitað um afgreiðslu SS sinneps í heildsölu fyrirtækisins. Vísar hann því alfarið á bug.

„Þetta er bara orðinn Dallas"

(3 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, hrósaði Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni, Ölmu Möller landlækni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á blaðamannfundi almannavarna. „Fólkið mitt fyrir aftan mig hlustar á ykkur alla daga. Þetta er bara orðinn Dallas, aðalþátturinn,“ sagði Þórunn og brosti.

Enginn Joe og Loksins á vellinum

(4 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT 70 Íslendingar í vél Icelandair frá Alicante ættu að óbreyttu að komast heim síðdegis. Þeir lenda þó á tómlegum Keflavíkurflugvelli. Þar eru daglegar flugferðir teljandi á fingrum annarrar handar og Joe and the Juice og Loksins bar eru lokaðir.

Fjöldi rúma á gjörgæslu tvöfaldaður

(4 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Landspítalinn er breyttur í dag fyrir alla, bæði fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn. Það er gríðarleg áskorun, sagði Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala, á blaðamannafundi.

Kredia verður NúNú

(4 klukkustundir, 25 mínútur)
VIÐSKIPTI Smálánafyrirtækið Kredia Group Ltd. mun starfa undir nýju nafni á Íslandi í kjölfar þess að Orka Holding hefur nú keypt öll hlutabréf félagsins. Nýja nafnið er NúNú.

Akstur strætó yfir páska

(4 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Páskahátíðin sem gengur senn í garð hefur áhrif á akstur strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Sjá nánar hér á vefsíðu strætó.

Boris John­son er að braggast

(4 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, svarar meðferð vegna kórónuveirunnar vel. Hann var lagður inn á sjúkrahús á sunnudaginn og þetta er því þriðji dagurinn sem hann liggur á sjúkrahúsi vegna veirunnar. Hann fékk súrefnisgjöf en þurfti ekki að tengjast öndunarvél.

Appið komið í 121 þúsund síma

(4 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Alls var smitrakningarappið komið í rúmlega 121 þúsund síma á miðnætti. Þetta sagði Alma Möller landlæknir á blaðamannafundi. Hún segist mjög þakklát fyrir það og því fleiri sem sæki appið þeim mun meira gagn geri það.

Frjálsíþróttasumar án fordæma

(4 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ljóst er að sumarið 2022 verður einstakt hvað stórmót í frjálsíþróttum varðar eftir að Alþjóða frjálsíþróttasambandið komst að niðurstöðu um hvað gert yrði við heimsmeistaramótið utanhúss sem fram átti að fara sumarið 2021.
SMARTLAND Er þig farið að þyrsta í sól og sumaryl? Og ertu orðin grá og guggin eftir þennan langa vetur? Ef svo er þá gæti brúnkukrem gert eitthvað fyrir þig.
ERLENT Yfir 750 þúsund tilfelli kórónuveirunnar hafa verið greind í Evrópu. Í heiminum öllum eru staðfest smit orðin 1.438.291. Yfir helmingur smita hefur því greinst í Evrópu.

Heimilar að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum fiski

(4 klukkustundir, 44 mínútur)
200 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð um vigtun og skráningu sjávarafla. Með breytingunni verður heimilt að draga 0,6% frá óunnum ofurkældum (íslausum) afla sem veginn er á hafnarvog.

Faraldurinn er á niðurleið

(4 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Kórónuveirufaraldurinn er á niðurleið hér á landi eins og staðan er núna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi. „Við getum sagt að við séum búin að ná toppnum. Fjöldi þeirra sem er að batna er meiri en nýgreindra,“ sagði hann.

Hefur streita áhrif á kórónuveiruna?

(5 klukkustundir, 10 mínútur)
SMARTLAND „Hvers vegna er svona misjafnt hversu veikir einstaklingar verða sem smitast af kórónuveirunni? Hvers vegna leggst kórónuveiran verr á heimsbyggðina en t.a.m. hefðbundnar flensur? Hvernig verjum við okkur,“ segir Sara Pálsdóttir, lögfræðingur og dáleiðari, í sínum nýjasta pistli á Smartlandi:

Blaðamannafundur vegna kórónuveiru

(5 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag 8. apríl klukkan 14:00. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma D. Möller og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.

5 milljarðar í breikkun Suðurlandsvegar

(5 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Vegagerðin og Íslenskir aðalverktakar undirrituðu verksamning um verkið Biskupstungnabraut - Hveragerði, 2. áfangi; Biskupstungnabraut – Gljúfurholtsá, í hádeginu fyrir utan húsnæði Vegagerðarinnar í Reykjavík.

Varnarmaður United æfir með sænsku liði

(5 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Victor Lindelöf, miðvörður enska knattspyrnuliðsins Manchester United, æfir þessa dagana með sænska B-deildarliðinu Västerås.
TÆKNI Flestar stökkbreytingar breyta litlu eða bækla kórónuveiruna. Örsjaldan koma fram stökkbreytingar sem gera veiruna þróttmeiri, það er auka sýkingarhæfni hennar eða hæfni hennar til að koma veirum áfram í sem flesta hýsla.

„Það má enginn reyna að skjóta sér undan“

(5 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, segir að meðal næstu skrefa sem ríkisstjórnin horfir til þegar kemur að efnahagslegum aðgerðum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sé að skoða hlutabótaleiðina í víðara samhengi. Þá leggur hann áherslu á mikilvægi frumkvöðlastarsemi.

Kaupa yfir tvær milljónir lítra af áfengi á viku

(5 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Sala í áfengisverslunum norska ríkisins, Vinmonopolet, hefur verið í hæstu hæðum í kjölfar aðgerða þarlendra yfirvalda til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar.

Laun æðstu ráðamanna hækkuðu um áramótin

(5 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn ríkisins fengu launahækkun 1. janúar síðastliðinn í samræmi við lög þar sem launafyrirkomulag þjóðkjörinna fulltrúa, dómara og hópa embættismanna var lögfest.

Framferði mitt ekki í samræmi við reglur

(6 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham hefur viðurkennt að hafa brotið reglur um umgengni fólks á meðan kórónuveiran geisar um Bretlandseyjar.
BÖRN Meadow Walker, dóttir leikarans Pauls Walkers, deildi áður óséðu myndbandi af pabba sínum í gær. Myndbandið virðist vera tekið á afmæli leikarans fyrir nokkrum árum.

Jömm fékk ekki afgreitt sinnep

(6 klukkustundir, 4 mínútur)
K100 „Við vissum bara ekki að svona viðskiptahættir væru stundaðir yfir höfuð og okkur fannst þetta eitthvað svo tryllingslega fyndið að við gátum ekki stillt okkur um að birta þetta,“ segir Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir, framkvæmdastjóri og einn eigandi vegan-skyndibitastaðarins Jömm, en staðurinn birti færslu á Facebook í gær þar sem greint var frá því að Sláturfélag Suðurlands hefði neitað að selja þeim sinnep úr heildsölu þar sem þau seldu ekki pylsur frá SS.

Smitum fjölgaði um 30

(6 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Staðfest­um kór­ónu­veiru­smit­um fjölgaði um 30 síðastliðinn sól­ar­hring og er heild­ar­fjöldi staðfestra smita því orðinn 1.616.

Domino's bætir enn við þjónustuna

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
MATUR Í vikunni kynnti Domino's bílastæðaafhendingu, nýjan kost fyrir þá sem vilja sækja sér pítsu án þess að þurfa að fara út úr bílnum.

Starfsmaður Sóltúns greindist með smit

(6 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Sóltúni hefur greinst með kórónuveirusmit í slembiúrtaki. Starfsmenn smitrakningardeildar almannavarna létu vita af þessu í dag. Þetta kemur fram á vef Sóltúns og tekið fram að unnið sé að smitrakningu.
ÍÞRÓTTIR Ítalinn Donato Sabia sem komst í úrslit í 800 metra hlaupi á tvennum Ólympíuleikum í röð er látinn af völdum kórónuveirunnar, 56 ára að aldri.

Skilaboð frá Wuhan: „Lærið af okkar mistökum“

(6 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Lífið er aftur að komast í fyrra horf í kínversku borginni Wuhan þar sem kórónuveiran átti upptök sín. Ellefu vikna útgöngubanni hefur verið aflétt á sama tíma og fjöldi smitaðra hefur dregist mjög saman. Engin dauðsföll vegna veirunnar voru skráð í gær.

Hjónabandinu lauk á 42 dögum

(6 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Dóttir leikkonunnar Meryl Streep, leikkonan Grace Gummer, giftist tónlistarmanninum Tay Strathairn hinn 10. júlí í fyrra en skildi við hann aðeins 42 dögum síðar að því er fram kemur á vef People.

Vélmenni í stað nemenda við útskrift

(6 klukkustundir, 31 mínúta)
TÆKNI Í kjölfar útbreiðslu kórónuveirunnar í Japan hefur nú verið gripið til þess ráðs í háskóla þar í landi að vélmenni taki við prófskírteinum í stað nemenda við útskrift. Viðskiptaháskólinn í höfuðborg landsins, Tókyó, brá á þetta ráð þegar ljóst var að ekki var hægt að halda útskriftir með hefðbundnu sniði í ár.
ÍÞRÓTTIR Samtök franskra atvinnuknattspyrnumanna hafa komist að samkomulagi við félögin um tímabundna lækkun launa.
ERLENT Gæludýraeigendur í Bretlandi eru hvattir til að halda köttum sínum inni til að hindra að kettir beri kórónuveirusmit sín á milli. Hins vegar segja samtök breskra dýralækna „að eigendur ættu ekki að óttast“ að smitast af veirunni af gæludýrum sínum.

Aría dagsins: „Un bel dì, vedremo“

(6 klukkustundir, 59 mínútur)
FÓLKIÐ Aría dagsins sungin af sópransöngkonunni Maríu Jónsdóttur. Hér hljómar arían „Un bel dì, vedremo“ úr óperunni Madama Butterfly eftir Giacomo Puccini.

Ekki rétti tíminn til að slaka á aðgerðum

(7 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Ekki er tímabært að huga að tilslökunum aðgerða vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, þrátt fyrir að jákvæð teikn séu á lofti víða í Evrópu. Þetta er mat Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Vill senda Kínverjum reikninginn

(7 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Bandaríski öldungadeildarþingamaðurinn og repúblikaninn Lindsey Graham telur að eðlilegt væri ef Kína myndi bera kostnaðinn af þeim efnahagslega skaða sem heimsbyggðin hefur orðið fyrir sökum kórónuveirunnar „Ef ég réði þá ætti allur heimurinn að senda Kínverjum reikninginn,“ sagði þingmaðurinn í viðtali á Fox News í gær.

Neyðast til að fljúga í tómum flugvélum

(7 klukkustundir, 4 mínútur)
FERÐALÖG Þrátt fyrir að fáir séu á faraldsfæti um þessar mundir þurfa margir flugþjónar að halda áfram að sinna störfum sínum. Ekki öll flugfélög hafa fellt niður ferðir sínar og þrátt fyrir að fáir farþegar séu um borð í vélunum þarf að manna fulla vakt hjá starfsfólkinu.

Picking up 17 Tons of Medical Supplies

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
ICELAND An Icelandair aircraft took off this morning from Keflavík International Airport, headed for Shanghai, China, to pick up 17 tons of medical supplies.

Beint: Fjármálaráðherra fer yfir stöðu mála

(7 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fer yfir stöðu mála í beinni útsendingu á facebooksíðu Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi klukkan 12.

Gleymir því seint að liggja inni á A7

(7 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Eyjamaðurinn Arnar Richardsson er á batavegi eftir að hafa verið á sjúkrahúsi eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Í facebookfærslu á síðunni Heimakletti lýsir hann því sem hann gekk í gegnum eftir að hann veiktist.
ÍÞRÓTTIR Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði sænska liðsins Kristianstad, gefur iðkendum góð ráð um æfingar í samkomubanninu í myndskeiði sem Handknattleikssamband Íslands hefur birt á samfélagsmiðlum.

Hætt að lítast á blikuna

(7 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Mardís Heimisdóttir og eiginmaður hennar, Viðar Jónsson, hafa verið búsett í New York undanfarin fjögur ár og eignuðust sitt fyrsta barn, Veru Maríu, um miðjan febrúar síðastliðinn. Þeim er hins vegar hætt að lítast á blikuna í borginni og hafa fengið hjálp utanríkisráðuneytisins til þess að komast heim til Íslands á meðan hið versta gengur yfir.

Nýr vefur umboðsmanns barna

(7 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Nýr vefur umboðsmanns barna, www.barn.is, er nú kominn í loftið. Nýjum vef er ætlað að bæta aðgengi barna að embættinu með einfaldari leiðum til að senda fyrirspurnir og nálgast svör við algengum spurningum frá börnum. Þá mun börnum gefast tækifæri til að senda inn skilaboð í gegnum netspjall sem tekið verður til notkunar síðar og kynnt sérstaklega.

Óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi

(7 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Lögreglustjórinn á Suðurnesjum mun óska eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir karlmanni á sextugsaldri sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 2. apríl vegna andláts konu í heimahúsi í umdæminu.

Leggur til milljarð í baráttu við veiruna

(7 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Jack Dorsey, for­stjóri og einn stofn­enda sam­fé­lags­miðils­ins Twitter, ætlar að leggja til einn milljarð bandaríkjadala í baráttunni við kórónuveiruna. Dorsey greindi frá því í twitterfærslu í gær.

Inga Steinunn nýr sölustjóri hjá Origo

(7 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Inga Steinunn Björgvinsdóttir hefur verið ráðin sölustjóri fyrir skýja- og öryggislausnir hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo. Hlutverk Ingu verður að efla og samræma sölustarf og auka ráðgjöf til viðskiptavina.

John Prine látinn af völdum veirunnar

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríski tónlistarmaðurinn John Prine er látinn, 73 ára gamall, eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni. Í síðustu viku greindi eiginkonan hans frá því að Prine hefði verið í átta daga á gjörgæslu í öndunarvél og væri með lungnabólgu í báðum lungum.

Heima um páskana með Helga Björns

(7 klukkustundir, 59 mínútur)
FÓLKIÐ Aðdáendur tónlistarmannsins Helga Björnssonar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki á ball um páskana því Helgi heldur áfram með tónleika sína á laugardagskvöldið. Tónleikarnir verða sýndir í Sjónvarpi Símans klukkan 20:00 á laugardagskvöldið og verður þeim einnig streymt beint hér á mbl.is.

Páskasósan í ár!

(8 klukkustundir, 2 mínútur)
MATUR Gott fólk. Það tilkynnist hér með að páskasósan í ár er þessi guðdómlega sósa sem Berglind okkar Hreiðarsdóttir á Gotteri.is á heiðurinn af.

Frá Kaupmannahöfn í Fossvoginn

(8 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enn einn ungi leikmaðurinn er á leið til Víkings í Reykjavík frá erlendu félagi en samkvæmt fotbolti.net kemur Kristall Máni Ingason til Fossvogsliðsins í láni frá FC Köbenhavn í Danmörku.
ERLENT Nýlegt yfirlit yfir kórónuveirusmit hjá 2.143 börnum í Kína sýndi að börn á öllum aldri geta smitast en einkenni voru yfirleitt vægari hjá börnum en fullorðnum. Hugsanlegt er þó að börn yngri en sex ára fái alvarlegri sýkingar. Þó þarf að hafa í huga að hjá þeim börnum sem gögnin frá Kína tóku til var einungis minnihluti tilfella með staðfest kórónuveirusmit, eða um þriðjungur þeirra.

US Citizens Encouraged to Return Home from Iceland

(8 klukkustundir, 14 mínútur)
ICELAND The US Embassy in Iceland encourages all US citizens not prepared to remain abroad for an indefinite period to return to the US.

Meira sorp frá heimilum

(8 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Heildarmagn sorps sem kom inn á urðunarstað SORPU bs. dróst saman um 10% í febrúar og mars miðað við sömu mánuði í fyrra. Baggaður úrgangur sem barst til urðunar minnkaði um 23% frá sama tímabili í fyrra, sem bendir til að samdráttur í sorpmagni sé meiri meðal rekstraraðila en heimila.

Vestmannaeyingar hafi sýnt mikið æðruleysi

(8 klukkustundir, 24 mínútur)
K100 „Ég dáist að Vestmannaeyingum eins og öðrum Íslendingum hvað við aðlögumst þessum aðstæðum ótrúlega fljótt,“ sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í viðtali við Síðdegisþáttinn í fyrradag. Hún losnaði úr sóttkví fyrir rúmri viku en yfir 200 manns eru í sóttkví og hátt í 2000 manns eða um 45% bæjarbúa hafa farið í sýnatöku vegna COVID-19.

Banaslys í miðbæ Reykjavíkur

(8 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Karlmaður á þrítugsaldri lést í gærmorgun þegar hann féll til jarðar af þriðju hæð í fjölbýlishúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta staðfestir Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem er með banaslysið til rannsóknar.

Gerður í Blush fékk kórónuveiruna á Ibiza

(8 klukkustundir, 26 mínútur)
SMARTLAND Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush er búin að vera heima hjá sér í sóttkví en hún smitaðist af kórónuveirunni á Ibiza á dögunum. Hún er á batavegi en segir að fyrstu vikuna hafi hún fundið fyrir litlum einkennum en svo orðið veikari í viku tvö.

Yfirmaður í bandaríska sjóhernum segir af sér

(8 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Settur flotamálaráðherra Bandaríkjanna, Thomas Modly, hefur sagt af sér í kjölfar mikillar óánægju með viðbrögð hans vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í flugmóðurskipinu Theodore Roosevelt.

Verkefnum yngri landsliðanna aflýst

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Engin verkefni verða í sumar fyrir yngri landslið Íslands í körfuknattleik en körfuknattleikssamband Evrópu, FIBA Europe, tilkynnti í dag að öllum mótum þeirra sem fram áttu að fara í sumar hefði verið aflýst.

Eitt aflamesta skip Íslands selt til Mexíkós

(8 klukkustundir, 42 mínútur)
200 Á þeim 43 árum sem Síldarvinnslan gerði skipið út nam heildarafli þess 1.546.235 tonnum og er talið líklegt að ekkert íslenskt fiskiskip hafi komið með jafn mikinn afla að landi.

Mané byggir sjúkrahús og skóla

(8 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané hefur heldur betur tekið til hendinni við uppbyggingu í heimabæ sínum í Senegal og jafnframt aðstoðað heilbrigðisyfirvöld í landinu til að takast á við útbreiðslu kórónuveirunnar.
ICELAND A group of nationally known Icelandic musicians released a music video last night, which became an instant success.

Loftgæðamælistöðvar fluttar til

(8 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur hafa nú verið fluttar annars vegar á opið svæði borgarinnar á Hringbraut næst Víðimel og hins vegar á opið svæði á gatnamótum Bústaðavegar/Háaleitisbrautar.
VIÐSKIPTI Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. Þorsteinn hefur störf hjá félaginu þann 16. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla.

Bankar taki virkan þátt í aðgerðum stjórnvalda

(9 klukkustundir, 17 mínútur)
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlits-, fjármálastöðugleika- og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingar í kjölfar nýlegra funda nefndanna vegna kórónuveirunnar.

Valsmaðurinn skoraði flest mörk í vetur

(9 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valsmaðurinn Patrick Pedersen skoraði flest mörk allra leikmanna úrvalsdeildarliðanna í knattspyrnu í mótsleikjum vetrarins.

Tónleikum Andrea Bocelli frestað

(9 klukkustundir, 27 mínútur)
FÓLKIÐ Tónleikum ítalska tenórsins Andrea Boccelli, sem fara áttu fram 23. maí í Kórnum, hafa verið færðir til 3. október. Í pósti sem sendur hefur verið á miðaeigendur kemur fram að frestunin sé sökum útbreiðslu kórónuvírussins.
ERLENT Yfir 1.800 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar voru tilkynnt í Bandaríkjunum í gær og hafa aldrei verið fleiri á einum sólarhring. Hæsta talan til þessa var 1.344 sem tilkynnt var síðustu helgi.

Þriðjungur vann heima

(9 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands á fjórða ársfjórðungi 2019 unnu alls 33,3% launamanna á aldrinum 25 til 64 ára aðalstarf sitt venjulega eða stundum í fjarvinnu heima.

Gat ekki sagt nei við þessari áskorun

(9 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT „Þarna kom tækifæri og áskorun sem ég gat illa sagt nei við,“ segir Þorsteinn Víglundsson sem ætlar að yfirgefa Alþingi og taka við starfi á vettvangi atvinnulífsins. Hann segir að þetta hafi átt sér nokkuð skamman aðdraganda og nefnir að fréttatilkynning komi síðar í dag um hvert hann er að fara.

Erfitt sumar framundan hjá báðum nýliðunum?

(9 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar Fjölnis og Gróttu eiga erfitt keppnistímabil fyrir höndum ef marka má útkomuna í mótsleikjum vetrarins hjá liðunum í úrvalsdeild karla í fótbolta.

Klopp misreiknaði Mané við fyrstu sýn

(10 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann hafi ekki metið Sadio Mané rétt þegar hann sá hann fyrst en þá var Klopp við stjórnvölinn hjá Borussia Dortmund og Mané var leikmaður Salzburg í Austurríki.

„Mikill missir að Þorsteini“

(10 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, segir að það hafi komið sér á óvart þegar hún frétti af því að Þorsteinn Víglundsson, varaformaður flokksins, ætlaði að hætta þingstörfum.

Netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára

(10 klukkustundir, 17 mínútur)
VIÐSKIPTI Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum frá mars í fyrra. Kortavelta í verslun er samt í heildina nær óbreytt frá sama mánuði í fyrra en þjónustuflokkarnir taka höggið. Netverslun ríflega tvöfaldast á milli ára.

Verðum í góðri stöðu eftir faraldurinn

(10 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United segir að félag sitt verði í góðri stöðu til að styrkja sig á leikmannamarkaðnum þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður í sumar.

Einmanalegt á slökkvistöðinni

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT „Þetta er vissulega öðruvísi en maður hefur vanist hingað til. Í gær stóð ég meirihlutann af vaktinni einn niðri á gólfi á slökkvistöðinni en restin af minni starfsstöð fór í sjúkraflug,“ kemur fram í máli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns á Akureyri en starfsstöðvum er skipt upp til að koma í veg fyrir manneklu vegna mögulegs kórónuveirusmits.

Villtasta fjórhjól heims

(10 klukkustundir, 32 mínútur)
BÍLAR Meðal bíla sem til stóð að sýna í Genf í byrjun mars var slóvakískt farartæki sem er hreint ekki venjulegt fjórhjól.

Ýmislegt sem gekk á í vetur

(10 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þónokkur óvissa ríkir hjá handknattleiksþjálfaranum Snorra Steini Guðjónsyni og lærisveinum hans í karlaliði Vals í handknattleik.
INNLENT „Það er mikilvægt að hafa í huga að börn á ofbeldisheimilum hafa ekkert val,“ sagði Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, á blaðamannafundi almannavarna í gær. Hún fór þar yfir það hvernig þolendur og gerendur heimilisofbeldis geti leitað sér aðstoðar en hætta er á að heimilisofbeldi verði bæði tíðara og hættulegra á tímum sem þessum.

Þorsteinn Víglundsson hættir á þingi

(10 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur sagt af sér þingmennsku og hyggst hann taka við „spennandi verkefni á vettvangi atvinnulífsins“, að því er segir í tilkynningu frá fráfarandi þingmanninum.
ÍÞRÓTTIR Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, sem lék með Liverpool í átta ár og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2005, lenti í bílslysi ásamt dóttur sinni í nótt.

Matur fyrir harðasta kjarnann

(11 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Umferð á Suðurlandvegi hefur dregist svo mikið saman að undanförnu að Svanur Gunnarsson, veitingamaður í Litlu kaffistofunni í Svínahrauni, er búinn að loka staðnum fyrir öðrum en harðasta kjarna viðskiptavina sinna.

Sigursæll markvörður hættir í sumar

(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Einn þekktasti handknattleiksmarkvörður síðari ára, Arpad Sterbik, hefur tilkynnt að hann leggi skóna á hilluna þegar yfirstandandi keppnistímabili lýkur.

Boris Johnson aftur á gjörgæslu í nótt

(11 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varði nóttinni á gjörgæslu, aðra nóttina í röð. Talsmaður Down­ingstræt­is seg­ir að Johnson sé undir ströngu eftirliti en hann var fluttur á gjörgæslu á mánudagskvöld að ráðlegg­ingum lækna. Hann er ekki í öndunarvél en hefur verið gefið súrefni.

Endurheimt votlendis meiri en nýrækt

(11 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Landgræðslan og Votlendissjóðurinn endurheimtu rúmlega 150 hektara votlendis á síðasta ári. Er það í fyrsta sinn sem endurheimt er meiri en það land sem ræst er fram.

Nýtt tímabil fyrir ólympíulágmörkin

(11 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt nýtt tímabil fyrir ólympíulágmörk þau sem munu gilda fyrir Ólympíuleikana 2020 sem fram fara í Tókýó sumarið 2021.

Trump hótar að stöðva greiðslur til WHO

(11 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst stöðva greiðslur Bandaríkjanna til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Konungsbörnin senda myndskilaboð til ömmu

(12 klukkustundir, 4 mínútur)
BÖRN Georg prins og Karlotta senda langömmu sinni og langafa, Elísabetu Englandsdrottningu og Filippusi, myndbönd reglulega. Konungsbörnin dvelja nú í Norfolk með foreldrum sínum og yngri bróður en Elísabet drottning er í Windsor.

Landsbankinn lækkar útlánsvexti

(12 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Útlánsvextir hjá Landsbankanum lækka þegar ný vaxtatafla tekur gildi 14. apríl. Þannig lækka breytilegir vextir íbúðalána um 0,10 prósentustig, fastir óverðtryggðir íbúðalánavextir lækka um 0,30-0,40 prósentustig og fastir verðtryggðir íbúðalánavextir til 60 mánaða lækka um 0,10 prósentustig. Innlánsvextir í íslenskum krónum verða óbreyttir.

Náðu ekki samkomulagi um aðgerðapakka ESB

(12 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Fjármálaráðherrum Evrópusambandsríkjanna tókst ekki að komast að samkomulagi um sameiginlegan aðgerðapakka vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins á maraþonfundi sem lauk undir morgun.

Fyrrverandi hjón saman í sóttkví

(12 klukkustundir, 34 mínútur)
FÓLKIÐ Leikarahjónin fyrrverandi Bruce Willis og Demi Moore skildu fyrir 20 árum en eru nú saman í sjálfskipaðri sóttkví ásamt dætrum sínum.

Reyndi að fela sig fyrir lögreglu

(12 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Brotist var inn í fyrirtæki í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Tilkynning barst lögreglu eftir endurtekin innbrotsboð frá eftirlitskerfi og þegar lögregla koma á vettvang reyndi karlmaður á fertugsaldri að fela sig.

Í sóttkví en sparkaði í bíla í miðbænum

(12 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi á níunda tímanum í gærkvöldi í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn stundaði það að sparka í bíla og var fluttur á lögreglustöð.

Ætlaði að vera í fyrsta skipti erlendis

(13 klukkustundir, 4 mínútur)
FERÐALÖG Páskarnir í ár verða töluvert öðruvísi en söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir lagði upp með. Hún gerir ráð fyrir að vera heima um páskana og borða súkkulaði.

Íslendingar háma í sig súkkulaði í ástandinu

(13 klukkustundir, 4 mínútur)
K100 Súkkulaðigerðarmaðurinn og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, Kjartan Gíslason, mætti í Stúdíóið á K100 í gær og ræddi um súkkulaðimál við stjórnendur þáttarins. Sagði hann að vinsælasta súkkulaðið í sóttkví væri karamellu- og mjólkursúkkulaðið og súkkulaðið með lakkrís og hafsalti en Omnom gefur út handgerðu súkkulaðikanínuna Mr. Carrots úr lakkríssúkkulaðinu vinsæla í tilefni páskanna.

Svona nærðu slökun í allri streitunni

(13 klukkustundir, 4 mínútur)
SMARTLAND „Hvert sem við lítum loga áminningar um hættuna sem við búum við um þessar mundir, ásamt skilaboðum um að koma sér í öruggt skjól. Það er skrítin tilfinning að geta ekki faðmað fólkið sitt. Að hafa sífellt á tilfinningunni að mögulega geti maður verið að smita aðra eða bera smit heim í kæruleysi.“

Fæðuöryggi ekkert hjal

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI „Það hefur orðið viðsnúningur. Fólk áttar sig á að fæðuöryggi er ekki bara eitthvert hjal og sömuleiðis hefur orðið mikil vitundarvakning um mikilvægi hreinleika matvælanna og þar er Ísland í allra fremstu röð á heimsvísu,“ segir Ari Edwald, forstjóri Mjólkursamsölunnar. Í samtali við ViðskiptaMoggann segist hann lengi hafa skynjað aukna velvild í garð landbúnaðar.

Breytingar á kosningalögum

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Bráðabirgðabreytingar á lögum um framboð og kjör forseta Íslands eru nú til skoðunar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ef þær verða samþykktar munu forsetaframbjóðendur geta safnað meðmælum rafrænt.

Lítil bílaumferð komin í jafnvægi

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Stórfelldur samdráttur í bílaumferðinni á höfuðborgarsvæðinu frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst, virðist nú hafa hægt verulega á sér eða jafnvel stöðvast á undanförnum dögum.

Nýtt íbúðahverfi mun rísa á Álftanesi

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Framkvæmdir við uppbyggingu fjöl- býlishúsabyggðar í Breiðamýri á Álftanesi eru komnar af stað.

Lögreglan öflug um páskana

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurlandi mun halda uppi öflugu eftirliti um páskana. Slíkt helst í hendur við tilmæli almannavarna um að fólki haldi sig heima þessa daga, segir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn.

Fjárfesta fyrir tugi milljarða

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Flest sveitarfélög landsins hafa samþykkt fjölþættar aðgerðir til að bregðast við samdrættinum sem faraldur kórónuveirunnar hefur í för með sér.

Komið verður til móts við viðskiptavini

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Misjafnt er hvernig stóru tryggingafélögin þrjú, VÍS, TM og Vörður, hyggjast bregðast við útspili Sjóvár nú um helgina.

Tóku eldhúsið í húsbílnum í gegn með tilþrifum

(13 klukkustundir, 55 mínútur)
MATUR Við elskum þegar fólk tekur eldhúsið hjá sér í gegn og umbreytir því algjörlega án þess að kosta miklu til.

Áminna leikmennina um að halda réttri fjarlægð

(19 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur áminnt leikmenn sína um að fara að reglum og halda tveggja metra fjarlægð eftir að myndskeið á samfélagsmiðlum sýndu nokkra þeirra fara á svig við reglurnar.

Amgen nýti rannsóknir ÍE á kórónuveirunni

(19 klukkustundir, 14 mínútur)
TÆKNI Íslensk erfðagreining mun veita upplýsingar byggðar á rannsóknum á sjúklingum sem ná bata eftir að hafa sýkst af kórónuveirunni.

Íbúum Wuhan leyft að yfirgefa borgina

(19 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Frá og með morgundeginum má fólk yfirgefa kínversku borgina Wuhan í fyrsta sinn síðan 23. janúar. Sömuleiðis verður fólki aftur leyft að nota almenningssamgöngur. 28. mars síðastliðinn var fólki leyft að fara til borgarinnar á nýjan leik en ekki yfirgefa hana. Fyrsta smit kórónuveiru kom upp í Wuhan.

Svarið sem aldrei fæst

(20 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Hver eða hverjir kveiktu eld um borð í ferjunni Scandinavian Star 7. apríl 1990 með þeim afleiðingum að 160 manns köfnuðu eða brunnu til bana? Líklega verður þeirri spurningu ekki svarað úr því sem komið er. Hún hljómar þó enn hátt nú 30 árum síðar í Skandinavíu og verður seint knúin til kyrrðar.

Ensk goðsögn lögð inn á spítala

(20 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Jimmy Greaves hefur verið lagður inn á spítala. Greaves er goðsögn hjá Tottenham og enska landsliðinu.

Svona frískar þú upp á baðherbergið

(20 klukkustundir, 25 mínútur)
MATUR Þar sem allir eru í tiltektargír þessa dagana með hækkandi sól í samkomubanni – þá er baðherbergið eitt af þeim rýmum sem eflaust þurfa á yfirhalningu að halda.

Smitið áfall, en ekki alveg nógu mikið

(20 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT „Eftir á að hyggja voru það mikil mistök,“ viðurkennir austurrískur veitingamaður, sem hefði átt að loka skíðabarnum sínum um leið og grunur kom upp um kórónusmit í byrjun mars. Barinn hélt þó ekki aðeins áfram störfum eftir að grunurinn kom upp, heldur líka eftir að smit var staðfest.

Gjörónýtur að framan eftir ákeyrslu

(20 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Vagnstjóri missti stjórn á strætisvagni í Breiðholtinu á tíunda tímanum í kvöld og keyrði yfir umferðareyju. Vagninn hafnaði loks á tré. Einn farþegi var í vagninum og sóttu sjúkraflutningamenn hann. Hann slapp þó með skrámur.

Ronaldinho að losna úr fangelsi

(20 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho og bróðir hans verða á næstu dögum látnir lausir úr fangelsi í Paragvæ og færðir yfir í stofufangelsi. Voru þeir handteknir með ólögleg vegabréf á leiðinni frá Brasilíu til Paragvæs í síðasta mánuði.

Framúrskarandi fjölskylduíbúð í 107

(21 klukkustund, 4 mínútur)
SMARTLAND Við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fjölskylda búið sér einstakt heimili. Íbúðin sjálf er 139,1 fm að stærð en húsið sjálft var byggt 1938.

Félög í efstu deild fá greitt fyrirfram

(21 klukkustund, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KSÍ birti í dag skýrslu frá fundi sambandsins hinn 2. apríl síðastliðinn. Fór fundurinn rafrænt fram og var af ýmsu að taka vegna áhrifa kórónuveirunnar á knattspyrnu hér á landi.

Bubbi mættur í sjónvarpið með Níu líf

(21 klukkustund, 18 mínútur)
FÓLKIÐ Bubbi Morthens er samofinn þjóðarsálinni í öllum sínum birtingarmyndum. Stjarnan sem rís úr slorinu, skoðanaglaði gasprarinn, skrifblinda ljóðskáldið, fíkillinn sem reis upp, kvennamaðurinn og sá sem elskar aðeins eina konu, veiðimaðurinn, friðarsinninn og boxarinn. Sögur Bubba Morthens eru sögur okkar allra.
INNLENT Bandaríska sendiráðið hvetur alla bandaríska ríkisborgara sem eru ekki tilbúnir að dvelja á Íslandi til ófyrirsjáanlegrar framtíðar til að snúa aftur til síns heima. Þetta kom fram í færslu á facebooksíðu sendiráðsins rétt í þessu.

Aperol-ostakaka

(21 klukkustund, 40 mínútur)
MATUR Ein svaðalegasta ostakaka síðari ára er komin á borðið og það verður ekki aftur snúið. Þessi verður sú vinsælasta þegar saumaklúbbar landsins byrja að hittast aftur eftir samkomubann. Aperol-ostakaka gjörið svo vel!

Lönduðu þeir laxbirtingi í Leirá?

(21 klukkustund, 42 mínútur)
VEIÐI Opnunin í Leirá í Leirársveit vakti mikla athygli. Þessi litla á hefur ekki verið hátt skrifuð en þar er nú hörkuveiði og veiðimenn sem veiddu hana í dag lönduðu fjórtán sjóbirtingum og líkast til tveimur laxbirtingum. Slíkir fiskar eru afkvæmi lax og sjóbirtings eins og nafnið gefur til kynna.

Banna líkamsrækt utandyra

(21 klukkustund, 44 mínútur)
ERLENT Frá og með miðvikudegi verður Parísarbúum óheimilt að stunda líkamsrækt utandyra að degi til. Bannið gildir á milli tíu að morgni til og fram til sjö að kvöldi. Borgarstjóri Parísar segir að bannið muni leiða til þess að fólk stundi frekar líkamsrækt utandyra þegar minni umferð er um götur borgarinnar.

Skattspor Brims 7,6 milljarðar króna

(21 klukkustund, 57 mínútur)
200 Verðmætasköpun af rekstri samstæðu Brims hf. á árinu 2019 nam 32,7 milljörðum króna og nam skattbyrði samstæðunnar vegna ársins 2019 tæplega fjórum milljörðum króna eða 12,1%.

Býst við að Messi fari til Ítalíu

(21 klukkustund, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Massimo Moratti, fyrrverandi forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter Mílanó, á von á því að félagið gangi frá kaupum á Lionel Messi í sumar. Messi hefur leikið með Barcelona allan ferilinn, en síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Argentínumanninn hjá félaginu.

Hlýddu Víði og keyptu páskaeggin fyrr

(22 klukkustundir, 16 mínútur)
VIÐSKIPTI Hert samkomubann hafði áhrif á framleiðslu páskaeggja í ár en eftirspurn eftir páskaeggjum er meiri en í fyrra að mati tveggja framkvæmdastjóra, hvors hjá sínum sælgætisframleiðanda. Líklegt er að einhverjar tegundir páskaeggja seljist upp fyrir páskadag.

Gamla kempan útskrifuð af spítala

(22 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rustu Rec­ber, fyrr­ver­andi landsliðsmarkvörður Tyrk­lands í knattspyrnu, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Recber greindist með kórónuveiruna á dögunum og var lagður inn á gjörgæslu. Líðan hans hefur hins vegar batnað töluvert og hefur hann því fengið að halda heim.

Stjörnur hvetja fólk til að ferðast innanhúss

(22 klukkustundir, 44 mínútur)
K100 Hópur landsþekktra íslenskra tónlistarmanna hefur sent frá sér myndband þar sem hann syngur lagið „Ferðumst innanhúss“ og hvetur þannig landsmenn til að fylgja fyrirmælum yfirvalda um að vera heima um páskana. Er lagið betur þekkt á Íslandi sem „Góða ferð“ en nýja útgáfan er flutt við texta eftir Leif Geir Hafsteinsson sem stendur fyrir verkefninu ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni Fjallabróður.

Talaði aldrei við uppáhaldssamherjann

(22 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov átti góðan feril sem knattspyrnumaður og lék hann m.a. með Manchester United og Tottenham. Þar lék hann með þónokkrum stórstjörnum, en þrátt fyrir það er hans uppáhaldssamherji ekki úr þeirra röðum.
ERLENT 731 lét lífið undanfarinn sólarhring í New York sem er hæsta dánartala af völdum veirunnar í ríkinu til þessa. Um talsvert áfall er að ræða eftir tvo daga í röð þar sem tölur höfðu lækkað. Andrew Cuomo ríkisstjóri hefur þó reynt að efla trú fólks.

Byrja aftur án áhorfenda

(23 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Hollenska knattspyrnusambandið ætlar sér að halda keppnum innan sambandsins áfram hinn 19. júní næstkomandi og þá án áhorfenda. Sambandið fundaði með félögum og hluthöfum í dag.

Heilbrigðiskerfið að sýna hvað í því býr

(23 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Heilbrigðisráðherra fundaði fyrr í dag með forstjórum allra heilbrigðisstofnana landsins þar sem farið var yfir stöðu mála vegna kórónuveirunnar. „Það sem ég tek út úr þessum fundi er fyrst og fremst hvað kerfið okkar er öflugt og sveigjanlegt,“ segir Svandís Svavarsdóttir og bætir við að þyngsti hluti faraldursins sé núna að líkindum að ganga yfir.