Fréttir vikunnar


INNLENT Framkvæmdum við Geirsgötu og gatnamót við Lækjargötu og Kalkofnsveg miðar vel áfram og stefnt er á að framkvæmdum á gatnamótunum ljúki í haust. Búið er að hleypa umferð á allar fjórar akreinar Kalkofnsvegar, auk þess sem ný umferðarljós á gatnamótunum hafa verið virkjuð.
200 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 var staddur norður af Patreksfirði um klukkan fimm í nótt þegar svokölluð undirlyftustöng í aðalvél skipsins brotnaði. Skipið átti þá eftir rúman sólarhring á veiðum en um 140 tonna afli er í lest skipsins, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra.
ÍÞRÓTTIR Belgía vann sannfærandi 3:0-sigur á Panama í Sochi í fyrsta leik liðanna í G-riðli heimsmeistaramótsins í Rússlandi rétt í þessu. Öll mörkin komu í síðari hálfleik.
VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 0,8% á öðrum viðskiptadegi með bréfin og nam umfang viðskiptanna 148 milljónum króna. Dagslokagengi var 88,05 krónur á hlut en í útboðinu var fjárfestum seldur hluturinn á 75 krónur.
ÍÞRÓTTIR Túnis og England hefja leik á heimsmeistaramótinu í Rússlandi er þau mætast í fyrsta leik sínum í G-riðli í Volgograd í kvöld.
INNLENT Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, telur vandséð að ójöfn samkeppni hafi verið fyrir hendi á auglýsingamarkaði í aðdraganda heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Þetta kemur fram í skriflegu svari hans til mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Stuðningsmenn sem eru að ferðast til Volgograd í Rússlandi þar sem nokkrir leikir heimsmeistaramótsins fara fram eru að mæta gífurlegum moskítófaraldri.

Skjálftinn bætir upplifunina


(1 klukkustund, 2 mínútur)
INNLENT Ein tilkynning barst Veðurstofunni frá gesti Bláa lónsins um jarðskjálfta í morgun norðvestan af Grindavík. Sigþrúðru Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur segir að því tilkynning um skjálftann hafi verið send út í samræmi við verklagsreglur. „Þegar einhver finnur skjálfta í byggð þá setjum við það á vefinn.“
ERLENT Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur nú skilgreint tölvuleikjafíkn sem nýja tegund af geðröskun í elleftu útgáfu stofnunarinnar á Alþjóðlegum Skilgreiningum Sjúkdóma, betur þekkt sem ICD.

LGBT-stuðningsmenn órólegir í Rússlandi


(1 klukkustund, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þeir knattspyrnuunnendur sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir eða transfólk og dvelja nú í Rússlandi vegna heimsmeistaramótsins eru órólegir yfir afstöðu rússneskra yfirvalda gagnvart LGBT-hreyfingunni og kjósa að hafa ekki hátt um kynhneigð sína.

Eva áfram oddviti Árneshrepps


(1 klukkustund, 16 mínútur)
INNLENT Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí.

Trump talar niður þýsk stjórnvöld


(1 klukkustund, 20 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti tók til Twitter í dag, sem fyrri daginn. Í þetta sinn til að gagnrýna þýsk stjórnvöld. Í færslu sem birtist fyrir stuttu segir Trump þýskan almenning vera að snúast gegn stjórnvöldum þar í landi og kennir innflytjendastefnu stjórnvalda um. Segir Trump glæpatíðni í Þýskalandi á uppleið, án þess að gefa frekari skýringar á þeim tölum.

30 skólar fá styrk til forritunarkennslu


(1 klukkustund, 27 mínútur)
INNLENT 30 skólar víðs vegar á landinu fengu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins. Heildarúthlutun sjóðsins í ár nemur 4,1 milljón króna í formi fjárstyrkja og 4,55 milljónir króna í formi tölvubúnaðar, að því er segir í tilkynningu sjóðsins.

Íslendingar nokkuð bjartsýnir


(1 klukkustund, 45 mínútur)
INNLENT Íslenska þjóðin er hóflega bjartsýn á gengi íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi samkvæmt könnun MMR. Rúmlega helmingur taldi íslenska liðið líklegt til að komast upp úr riðlakeppninni en þar af töldu tæplega tuttugu prósent aðspurðra að liðið kæmist í 8-liða úrslit eða lengra.

Mat á afkastagetu „ónákvæmt“


(1 klukkustund, 51 mínútur)
INNLENT Í sjálfbærnismati fyrir Hellisheiðarvirkjun eru gerðir annmarkar við ákvörðunina að byggja virkjunina. Þá er tekið fram að afkastageta og umhverfisáhrif hafi verið vanmetin sem leitt hafi til aukinna fjárahagsskuldbindinga sem draga úr arðsemi virkjunarinnar.

„Falleg aðgerð í minningu bróður hans“


(1 klukkustund, 54 mínútur)
INNLENT „Þegar ég hitti hann þá sá ég að hann vill leysa þetta eða gera það sem hann getur til þess. Hann er byrjaður á því að gera eitthvað sem við teljum að þurfi að gera og er líklegt að skili árangri, en ég vil ekki fara nákvæmlega út í hvað það er. Mér fannst eins og hann tæki okkur alvarlega.“

Króatar senda mann heim vegna ósættis


(1 klukkustund, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Króatar hafa sent Nikola Kalinic heim eftir að framherjinn neitaði að koma inn á í fyrsta leik liðsins á heimsmeistaramótinu gegn Nígeríu í fyrradag.

Að tala við börn um stríð


(2 klukkustundir, 4 mínútur)
FJÖLSKYLDAN Margir foreldrar eru tregir til að tala um stríð, átök og hryðjuverk við börnin sín enda erfitt og oft óskiljanlegt umræðuefni fyrir fullorðna. Hvernig ætlum við að útskýra stríðið í Sýrlandi þegar við skiljum það varla sjálf?

May: Pilsfaldalög samþykkt á næstunni


(2 klukkustundir, 6 mínútur)
ERLENT Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segist vilja að frumvarp sem gerir myndatöku undir pilsfaldi kvenna ólöglega fari gegnum þingið von bráðar. Ummælin koma í kjölfar þess að einn þingmanna hennar flokks, Íhaldsflokksins, kom í veg fyrir að það næði fram að ganga.

Óeining innan OPEC um að auka olíuframleiðslu


(2 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Hossein Kazempour Ardebili, fulltrúi Írans hjá OPEC, Samtökum olíuútflutningsríkja, segir að auk Írans muni Venesúela og Írak greiða atkvæði gegn hugmyndum Sádi-Arabíu og Rússlands um að auka olíuframleiðslu að nýju.

Guðný María með nýtt myndband


(2 klukkustundir, 7 mínútur)
FÓLKIÐ Guðný María sló í gegn með páskalagi og seinn með laginu Nú fer ég í helgarfrí. Bæði lögin hafa náð miklum vinsældum á Youtube.

Rúnar Alex genginn í raðir Dijon


(2 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Alex Rúnarsson einn af markvörðunum í íslenska landsliðshópnum sem leikur á HM í Rússlandi er genginn í raðir franska 1. deildarliðsins Dijon að því er fram kemur á vef danska úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland sem Rúnar Alex hefur spilað með undanfarin ár.

FIFA ákærir Mexíkó


(2 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR FIFA hefur ákært mexíkóska knattspyrnusambandið fyrir fordómafulla söngva sem heyrðust á leik Mexíkó og Þýskalands í gær.

Akurey vélarvana vestur af Vestfjörðum


(2 klukkustundir, 18 mínútur)
200 Ísfisktogarinn Akurey AK-10 varð vélarvana djúpt vestur af Vestfjörðum í nótt og barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni um aðstoð frá skipstjóra Akureyjar á sjöunda tímanum í morgun.

Weather: Wednesday will be this week's sunniest day


(2 klukkustundir, 20 mínútur)
ICELAND June hasn't seen many days of sunshine yet and this week, Wednesday is the best bet if you're planning on outdoor activities.
MATUR Þá geta Vesturbæingar loksins dregið andann léttar en komið er á hreint að það verður mexíkósk matargerð sem mun ráða ríkjum á Ægissíðunni næstu misseri.
ERLENT Um 43% kvenna á tónleikahátíðum í Bretlandi segjast hafa orðið fyrir einhvers konar kynferðislegri áreitni á hátíðunum. Þetta kemur fram á vef BBC. Alls hafa 22% hátíðagesta orðið fyrir ofbeldi eða áreitni. Þetta kemur fram í könnun YouGov þar sem 1188 tónleikagestir voru þátttakendur. Samkvæmt könnuninni tilkynna aðeins 2% gesta þessi atvik til lögreglu.

Landsliðsmennirnir ekki nógu sexí


(2 klukkustundir, 36 mínútur)
SMARTLAND Íslensku landsliðsmennirnir hafa heillað marga en þó ekki Elle og Vogue. Engin úr landsliðshópnum komst á lista yfir þá sem þykja heitastir á HM í Rússlandi að mati Vogue og Elle.

Leyndarmál Kristó: Besti brauðraspur í heimi


(3 klukkustundir, 11 mínútur)
MATUR Matreiðslumeistari Árvakurs (já við erum að sjálfsögðu með einn slíkan) Kristófer Helgason þykir með þeim betri í bransanum og ber ábyrgð á því að almenn vinnugleði í Hádegismóum er mikil.

Leggja til 9% meiri heildarafla


(3 klukkustundir, 12 mínútur)
200 Landssamband smábátaeigenda leggur til að leyfilegur heildarafli á komandi fiskveiðiári verði rúmum 9% meiri en Hafrannsóknastofnun hefur þegar ráðlagt stjórnvöldum. Leggur sambandið til að heimilt verði að veiða 289 þúsund tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2018/2019, eða 24.600 tonnum meira en Hafrannsóknastofnun ráðlagði.

Svíar fara vel af stað


(3 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Í hádeginu mættust Svíþjóð og Suður-Kórea á í F-riðli heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Leikurinn endaði 1:0 fyrir Svíþjóð með marki úr vítaspyrnu frá Andreas Granqvist. Leikurinn fór fram í Nishnij Novgorod.

300 dalir duga ekki í 20 tíma á Íslandi


(3 klukkustundir, 36 mínútur)
FÓLKIÐ Samfélagsmiðlastjarnan Yuseir Nassin, sem birtir myndbönd á Facebook-síðunni Nas Daily komst að því á dögunum að 300 dalir duga tæplega í 20 klukkustunda stoppi á Íslandi.

Ekki of seint að ákveða að fara á HM


(3 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT KSÍ vill fá sem flesta íslenska stuðningsmenn út til Rússlands og mun hjálpa þeim sem setja sig í samband við að verða sér úti um svokallað Fan-ID, sem stuðningsmenn þurfa að hafa til þess að komast til Rússlands án vegabréfsáritunar. Tíminn er knappur en þetta er hægt, segir Klara Bjartmarz.

Þrír látnir eftir lestarslys í Lundúnum


(3 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Þrjár manneskjur eru látnar eftir að hafa orðið fyrir lest nálægt Loughborough í London að því er fram kemur á fréttavef BBC. Sjúkralið var kallað á vettvang um hálf átta í morgun að staðartíma vegna tilkynninga um látið fólk. Lögreglumenn eru enn á vettvangi og reyna að bera kennsl á líkin.

Eftirlaunaþegar skora á bankastjóra


(3 klukkustundir, 55 mínútur)
VIÐSKIPTI Hópur eftirlaunaþega Lífeyrissjóðs bankamanna ætlar að mæta í afgreiðslu Landsbankans í Austurstræti um ellefuleytið á morgun með áskorun til bankastjórnar.

Earthquake at Blue Lagoon today


(3 klukkustundir, 56 mínútur)
ICELAND An earthquake of the magnitude 3.0 was detected North West of Grindavík at 10:24 today.

Brjóstsviði á meðgöngu


(3 klukkustundir, 58 mínútur)
FJÖLSKYLDAN Margar óléttar konur kannast við brjóstsviða á meðgöngu. Hjá sumum byrjar hann um leið og konan kemst að því að hún er með barni en hjá fleirum byrjar brjóstsviðinn þegar litli bumbubúinn er farin að taka aukið pláss.

Jörð skalf við Bláa lónið


(4 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti að stærð 3,0 mældist skammt norðvestur af Grindavík kl. 10:24 í dag.

Hítará opnaði í morgun


(4 klukkustundir, 13 mínútur)
VEIÐI Hítará á Mýrum opnaði í morgun og á fyrstu klukkutímunum var þegar búið að landa nokkrum löxum.
ICELAND See the atmosphere it Ingólfstorg square in Reykjavik on Saturday at the end of the Iceland- Argentina match.

Axel velur æfingahóp


(4 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Axel Stefánsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta, hefur valið 26 leikmenn til æfinga í lok júlí. Hópurinn verður að mestu skipaður leikmönnum úr íslensku deildinni. Þá munu þeir leikmenn sem taka þátt í HM U-20 í Ungverjalandi í sumar fá frí í þessu verkefni.

Hattur Napóleons á uppboði


(4 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Tvíhornahattur sem tilheyrði herklæðum Napoleon Bonaparte, verður seldur á uppboði í Lyon í Frakkalandi í dag. Sagan segir að hatturinn hafi verið hirtur af vígvellinum eftir ósigur leiðtogans frækna við Waterloo árið 1815.

Athvarf eða fangelsi fyrir börn?


(4 klukkustundir, 31 mínútur)
ERLENT Starfsfélagar Antar Davidson báðu hann, er 3 brasilísk börn komu í Estrella del Norte búðirnar í Arizona, að segja þeim að þau mættu ekki faðmast. Börnin voru systkyni, 6, 10 og 16 ára gömul og full örvæntingar eftir að hafa verið skilin frá foreldrum sínum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Vísindaskólinn aldrei vinsælli


(4 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Vísindaskóli unga fólksins hefst í fjórða skiptið í dag innan veggja Háskólans á Akureyri. Skólinn hefur aldrei verið vinsælli en alls eru um níutíu börn skráð í skólann og er hópur barna á biðlista eftir þátttöku. Þátttakendur eru á aldrinum ellefu til þrettán ára og koma alls staðar að af landinu.

Óboðinn næturgestur á Suðurnesjum


(4 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Miklum verðmætum var stolið úr íbúðahúsnæði á Suðurnesjum um helgina samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Þar kemur fram að innbrotið átti sér stað á meðan húsráðandi var sofandi.

Hitinn gæti strítt Íslendingunum


(4 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Næsti leikur Íslendinga á HM í knattspyrnu verður í Volgograd á föstudaginn en þá verða mótherjarnir Nígeríumenn.

Eldur kom upp á Keflavíkurflugvelli


(5 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Eldur kom upp í þaki húsnæðis IGS á Keflavíkurflugvelli um klukkan ellefu í morgun. Slökkviliðinu á Suðurnesjum gekk greiðlega að slökka eldinn og stórtjóni var forðað að sögn Jóns Guðlaugssonar slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Dvalarleyfi afgreidd á 180 dögum


(5 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Vegna mikillar fjölgunar umsókna um dvalarleyfi hefur Útlendingastofnun ákveðið að lengja viðmið um afgreiðslutíma fyrir umsókn um fyrsta leyfi úr 90 dögum í 180 daga.

Kryddpíurnar brjálaðar og hættar við


(5 klukkustundir, 6 mínútur)
FÓLKIÐ Kryddpíurnar áttu að koma saman á tónleikum í september en enn og aftur er Victoria Beckham miðpunktur rifrildis þeirra á milli.

Patrekur setti tvö Íslandsmet


(5 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson frá frjálsíþróttadeild Ármanns gerði sér lítið fyrir og setti tvö Íslandsmet í flokki T11 (alblindir) á franska meistaramótinu í frjálsíþróttum fatlaðra í París um helgina.

Ólafur Elíasson hannar fyrir IKEA


(5 klukkustundir, 22 mínútur)
SMARTLAND Einn frægasti listamaður Íslands, Ólafur Elíasson, ætlar að vinna með IKEA og búa til ljós sem knúið er áfram með sólarorku. Samstarfið var kynnt á árlegum hönnunardögum IKEA sem fram fóru í Almhult í Svíþjóð á dögunum.

Aðstæður um borð ekki lengur boðlegar


(5 klukkustundir, 38 mínútur)
200 Stjórnvöld Íslands hafa vanrækt skyldu sína til að sjá til þess að hafrannsóknir við landið séu ætíð í fremstu röð. Kaupa verður skip í stað hafrannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og huga þarf strax að skipi til að taka við af Árna Friðrikssyni. Þetta segir í ályktun Sjómannasambands Íslands, Félags skipstjórnarmanna, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Takmarkaðir möguleikar á jarðstrengjum


(5 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Óvíst er hversu stóran hluta af flutningskerfi raforku á Vestfjörðum er hægt að leggja í jörðu, en Landsnet vinnur nú að greiningu á því. Greiningin er hluti af viðræðum Landsnets og Vesturverks um það hvernig mögulegri tengingu Hvalárvirkjunar við meginflutningskerfi raforku verði háttað.

Jákvætt sjálfbærnismat Hellisheiðarvirkjunar


(5 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Samkvæmt sjálfbærnismati á rekstri Hellisheiðarvirkjunar hefur virkjunin lítil neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Hún hefur hinsvegar mikilvæg jákvæð áhrif á félagslega og hagræna þætti, samkvæmt úttektinni og fær hæstu einkunn í sex þáttum af fjórtán.

Metáhorf á leik Íslands og Argentínu


(5 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Áhorf landsmanna á leik Íslands og Argentínuer það mesta sem mælst hefur á íþróttaviðburð, en meðaláhorfið var 60%. Mest mældist áhorfið kl. 14.54, sem var síðasta mínútan í uppbótartíma leiksins, en hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99,6%.

Þjóðverjar undir mikilli pressu


(5 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Thomas Müller segir að þýska landsliðið í knattspyrnu sé undir gríðarlega mikilli pressu eftir tapið fyrir Mexíkó um helgina.

Kanadabúar breyta neyslu vegna deilna


(5 klukkustundir, 51 mínútur)
VIÐSKIPTI Könnun sem birt var á föstudag bendir til þess að 70% Kanadamanna hyggist ætla að reyna að sniðganga bandarískar vörur. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið Ipsos sem gerði könnunina um miðja síðustu viku og náði hún til 1.001 Kanadabúa og 1.

Vasilij Utkin datt af stól í beinni


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
K100 Vasilij Utkin er ekki í miklu uppáhaldi hjá íslensku þjóðinni eftir að hafa kallað okkur „víkingaaula“ og líkt landsliðinu við ójöfnu í vegi.

Mesta áhorf á íþróttaviðburð frá upphafi


(5 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup hefur aldrei fleiri verið meira áhorf á íþróttaviðburð á Íslandi en leikur Íslands og Argentínu á HM í knattspyrnu sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV á laugardaginn.
ICELAND This year marks the 72nd anniversary of the independence of Iceland. The day was celebrated yesterday on June 17th from morning until 6 pm.

Lofa betri leik gegn Íslendingum


(6 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR John Ogu leikmaður nígeríska landsliðsins lofar betri frammistöðu gegn Íslendingum heldur en í leiknum gegn Króötum á HM í knattspyrnu í Rússlandi.

Býst við öflugum eftirskjálftum næstu daga


(6 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT „Búast má við öflugum eftirskjálftum næstu tvo til þrjá daga,“ sagði Yoshihide Suga, talsmaður ríkisstjórnar Japan, við fjölmiðla eftir jarðskjálftann sem reið yfir Osaka í gærkvöldi. Þrír eru látnir, þar á meðal ung stúlka, og rúmlega 200 slasaðir.

Vel að viðurkenningunni kominn


(6 klukkustundir, 25 mínútur)
200 Forseti Íslands sæmdi Sigurð Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra hjá Landhelgisgæslunni, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að Sigurður Steinar sé ákaflega vel að viðurkenningunni kominn.

Páll Óskar vaknar á undan túristunum


(6 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Páll Óskar er í fríi á Krít og hefur nú fundið hina fullkomnu leið til að slaka á og vera eins og Palli sem var einn í heiminum.

Réttindalaus á 170 km hraða


(6 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært rúmlega tuttugu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 170 km hraða á móts við Stapann á Reykjanesbraut. Þegar hann framvísaði erlendu ökuskírteini kom í ljós að hann ók sviptur ökuréttindum.

Hazard til Real Madrid?


(6 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Belgíski knattspyrnumaðurinn Eden Hazard lét hafa það eftir sér í viðtali við franska íþróttablaðið L'Equipe að Real Madrid vissi hvað þeir þyrftu að gera ef þeir vildu kaupa hann frá Chelsea.

Stuðningslag sem kemur gullinu heim?


(6 klukkustundir, 51 mínútur)
FÓLKIÐ Hljómsveitin í Kajak hefur fulla trú á sínum mönnum enda hafa þeir gefið út stuðningslag sem nefnist Gullið kemur heim.

Íhuga yfirtöku á Norwegian


(6 klukkustundir, 58 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutabréf í Norwegian hækkuðu í morgun um nær 10% eftir að greint var frá því að þýska flugfélagið Lufthansa væri að skoða möguleikann á að taka norska félagið yfir.

„Snarpur en mjög sterkur“ skjálfti


(6 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT „Við fundum fyrir kippinum í morgun, hann var snarpur en mjög sterkur,“ segir Hörður Magnússon, íslenskur ferðamaður, í samtali við mbl.is, um harðan jarðskjálfta sem varð í Osaka í Japan. Þrír eru látnir og rúmlega 200 slasaðir.
MATUR Það er fátt betra á degi sem þessum en gómsætur lax sem við kjósum að kalla lúxuslax. Hér er um að ræða ákaflega skemmtilega bragðsamsetningu sem við hvetjum ykkur til að prófa - þó ekki væri nema bara til að lyfta ykkur aðeins upp. Jarðarber og fetaostur tóna hér skemmtilega saman og útkoman er alveg hreint frábær.

Afríkuþjóðirnar fara illa af stað á HM


(7 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Afríkuþjóðunum sem eru búnar að spila á HM í Rússlandi hefur ekki vegnað vel hingað til en ein slík verður næsti andstæðingur Íslands á föstudaginn.

Ég held þau elsk'ann!


(7 klukkustundir, 8 mínútur)
FJÖLSKYLDAN „Ég held þau elski hann x,“ skrifaði Viktoría á Instagram í gær í tilefni af alþjóðlegum feðradegi sem reyndar fór framhjá flestum Íslendingum, sem höfðu öðrum hnöppum að hneppa í rigningunni í gær.

Tekjuhæsta teiknimynd frá upphafi


(7 klukkustundir, 21 mínútur)
FÓLKIÐ Teiknimyndin The Incredibles 2 kom út um helgina. Hún sló öll met í miðasölu í kvikmyndahúsum í Bandaríkjum en miðar voru seldir fyrir 180 milljónir bandaríkjadollara.

Andy Murray snýr aftur


(7 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breski tenniskappinn Andy Murray mun á morgun snúa aftur eftir rúmlega árs fjarveru frá tennisvellinum þegar hann mætir Ástralanum Nick Kyrgios í fyrstu umferð á Queen’s Club mótinu.
ICELAND "It's a dream come true, it's incredible that this happened," said goalkeeper Hannes Þór Halldórsson speaking to mbl.is following the 1:1 draw against Argentina in Iceland's first match at the World Cup on Saturday.

Svalasta grill sem sögur fara af


(7 klukkustundir, 51 mínútur)
MATUR Þetta grill er í senn gríðarlega öflugt og svo er það með því smartara sem sést hefur. Til að toppa herlegheitin þá er það líka fjarstýrt með appi þannig að hægt að sitja inni meðan grillið sér um að útbúa matinn. Er það svindl? Mögulega en eins og veðrið hefur verið þá ætlum við að skilgreina það sem öflugt hjálpartæki.

Forstjóri Audi handtekinn


(8 klukkustundir)
BÍLAR Rupert Stadler, stjórnarformaður þýska bílsmiðsins Audi, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi.

Þúsundir minntust Dixon


(8 klukkustundir)
ERLENT Þúsundir tóku þátt í minningarathöfn í Melbourne í dag þar sem Eurydice Dixon var minnst. Dixon, sem var 22 ára gömul, var nauðgað og hún myrt í síðustu viku þegar hún var á heimleið af skemmtun sem hún kom fram á í borginni.

Tafir á umferð um Sæbraut


(8 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Verið er að malbika á Sæbraut í akstursstefnu til vesturs, frá Kringlumýrarbraut að Katrínartúni.

Rúrik rakaði hárið á Aroni


(8 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, lét Rúrik Gíslason raka af sér hárið í gær. Þegar menn eru fastir í útlöndum og frekar uppteknir við störf sín þurfa þeir nefnilega að hjálpa hver öðrum.

Lifa að meðaltali sex árum lengur


(8 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Meðalævilengd íslenskra karla er sú mesta í Evrópu en frá 1987 hafa karlar bætt við sig tæplega sex árum og konur rúmlega fjórum í meðalævilengd Á 10 ára tímabili var ungbarnadauði á Íslandi að meðaltali 1,7 af hverjum 1.000 lifandi fæddum. Hvergi í Evrópu var ungbarnadauði jafn fátíður og hér.

Króatar að senda mann heim?


(8 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Samkvæmt króatíska dagblaðinu 24sata verður framherjinn Nikola Kalinic sendur heim af heimsmeistaramótinu eftir að hann neitaði að koma inn á í 2:0 sigri Króata á Nígeríu.

Aðskilnaður getur valdið óbætanlegu tjóni


(8 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Zeid Ra'ad Al Hussein, hvetur bandarísk yfirvöld til þess að hætta að skilja börn að frá foreldrum sínum á landamærum og segir stefnu þeirra óforsvaranlega.

„Salah er ekki í heimsklassa“


(9 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það lítur allt út fyrir að knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah verði orðinn leikfær fyrir leik Egypta og Rússa sem fer fram á morgun. Fyrir Egypta og knattspyrnuunnendur almennt eru þetta góðar fréttir enda er Salah í hópi bestu leikmanna heims. En það eru ekki allir jafn miklir aðdáendur Mohamed Salah.

9 ára í meðferð vegna Fortnite


(9 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ 9 ára stúlka þurfti að fara í meðferð vegna Fortnite-tölvuleiksins sem börn víða um heiminn eru að spila um þessar mundir.

Kaupið Alfreð í sumar


(9 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle vilja að félagið kaupi íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason í sumar en Alfreð skoraði fyrsta mark Íslands frá upphafi á HM þegar hann jafnaði metin gegn Argentínumönnum í fyrsta leik Íslands á HM í Rússlandi á laugardaginn.

Óljóst hver ber ábyrgð á árás


(9 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Tæplega fjörutíu erlendir hermenn sem berjast við hlið Sýrlandshers voru drepnir í loftárásum í austurhluta Sýrlands, skammt frá landamærum Írak.

Eini spjaldalausi leikurinn


(9 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ellefu leikjum er lokið á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Rússlandi og hefur ekkert rautt spjald litið dagsins það sem af er keppninnar.

7 ástæður fyrir hárlosi


(9 klukkustundir, 36 mínútur)
SMARTLAND Það þarf ekki að þýða að menn séu að verða sköllóttir þó þeir séu að missa hárið. Fölmargar aðrar ástæður geta útskýrt hárlos.

Meghan grét þegar hún fékk fréttirnar


(9 klukkustundir, 41 mínútur)
FÓLKIÐ Faðir hertogaynjunnar af Sussex, Thomas Markle, segir að Meghan hafi farið að gráta þegar hann greindi henni frá því að hann gæti ekki verið viðstaddur brúðkaup hennar og Harry prins, að því er fram kemur í morgunþætti ITV, Good Morning Britain.

Neymar biður um vernd


(10 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar bað í viðtölum eftir leikinn gegn Sviss um meiri vernd frá dómurum.

Mágur konungs í fangelsi


(10 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Mágur Spánarkonungs, Inaki Urdangarin, hóf í dag afplánum fimm ára og tíu mánaða fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir fjármálamisferli.

Verða nú að taka áhættu


(10 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heimir Hallgrímsson segir úrslitin ein og sér í leik Nígeríu og Króatíu gefa sér gagnlegar upplýsingar í undirbúningnum fyrir föstudag en þá stýrir landsliðsþjálfarinn Íslandi gegn Nígeríumönnum í Volgograd, í öðrum leik liðsins á HM í knattspyrnu.
ÍÞRÓTTIR Einn frægasti íþróttafréttamaður Rússlands hefur gagnrýnt íslenska landsliðið í knattspyrnu harkalega, sem og Íslendinga almennt.

Miðvikudagurinn verður bestur


(10 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Spáð er norðanátt í dag og svalt verður fyrir norðan og rigning en þurrt og jafnvel bjart með köflum sunnanlands þar sem hiti fer líklega upp í 16 stig. Spáin er góð fyrir miðvikudag.

Bera ábyrgð á þriðjungi seinkana


(10 klukkustundir, 41 mínútur)
VIÐSKIPTI Um þriðjungur allra seinkana á flugi í Evrópu er vegna verkfalla franskra flugumferðarstjóra og úr sér gengnum búnaði sem þeir hafa yfir að ráða í starfi, samkvæmt frétt Le Parisien.

Lokuðu með hengilási og hentu lyklinum


(10 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Augu heimsbyggðarinnar eru áfram á íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu. Áhuginn á því fyrir leikinn gegn Argentínu í Moskvu var gríðarlegur og eftir jafnteflið óvænta á Spartak-leikvanginum á laugardaginn, 1:1, er ljóst að athyglin mun halda áfram að beinast að Heimi Hallgrímssyni og strákunum hans sem komust á blað í frumraun sinni í lokakeppni heimsmeistaramóts með því að taka stig af tvöföldum heimsmeisturum Argentínu.

Ók inn í hóp vegfarenda


(11 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Einn lést og þrír eru alvarlega slasaðir eftir að sendibifreið var ekið upp á gangstétt við tjaldstæði stórrar tónlistarhátíðar í Hollandi í nótt. Ökumaðurinn flúði af vettvangi og er sendibílsins og ökumannsins leitað að sögn lögreglu.

Ofurölvi velti í Ártúnsbrekku


(11 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Ökumaður bifreiðarinnar sem valt í Ártúnsbrekku upp úr klukkan 22 í gærkvöldi var ofurölvi og er hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar eftir að rannsókn á bráðamóttöku leiddi í ljós að hann hafði sloppið ótrúlega vel frá bílveltunni.

Fimm dagblöð vega að Listhaug


(11 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Norski þingmaðurinn og fyrrverandi ráðherrann Sylvi Listhaug á ekki sjö dagana sæla og sækja leiðarahöfundar fimm norskra dagblaða nú að henni fyrir nýjustu Facebook-sprengju hennar sem er vægast samt umdeild í Noregi.

Mannskæður jarðskjálfti í Japan


(11 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Þrír eru látnir, þar á meðal níu ára gömul stúlka, eftir harðan jarðskjálfta í Osaka í Japan.

Lög sem vinna gegn mismunun


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Lög um jafna meðferð á vinnumarkaði voru samþykkt undir lok þings í byrjun vikunnar.

Fáar sólarstundir og mikil úrkoma


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Sólskinsstundir hafa verið afar fáar í Reykjavík þennan júnímánuðinn en „aðeins tvisvar er vitað um færri sólskinsstundir sömu daga, það var 1988 og 2013“, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggi sínu.

Víða vantar sveitarstjóra


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Bæjar- og sveitarstjóra vantar nú til starfa víða um land en eftir sveitarstjórnarkosningar fylgir að þegar nýir meirihlutar eru myndaðir er ráðinn nýr maður sem stjórnandi viðkomandi sveitarfélags.

Golfvelli í Haukadal lokað


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Haukadalsvöllur við Geysi verður ekki opinn í sumar til golfleiks. Mikið tjón varð á stórum svæðum vallarins sem kom óvenju illa undan hörðum vetri.

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
VIÐSKIPTI Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.

Góð áhrif á þjóðarsálina


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT „Það eru allir í góðu skapi meðan á HM stendur og Íslendingum gengur vel. Þetta hefur góð áhrif á þjóðarsálina. Áhrifin eru þó sjaldnast langvarandi, nema kannski að áhugi ungra stráka og stelpna á því að æfa fótbolta eykst.“

Þyrlan er þarfaþing við framkvæmdirnar


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Þyrla hefur síðustu daga verið notuð til efnisflutninga við stígagerð í Reykjadal inn af Hvergerði.

RÚV sætir harðri gagnrýni


(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT „Það er bara þurrð á þessum markaði, þeir ryksuguðu þetta upp,“ segir María Björk Ingvadóttir, framkvæmdastjóri sjónvarpsmiðilsins N4.

Ástæðan fyrir „fýlu“ Heimis


(16 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þegar spennan er að byggjast upp þá eru það oft litlir hlutir sem verða til þess að pirra mann,“ segir Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, þegar hann útskýrði fyrir mbl.is hvers vegna hann fór í „fýlu“ í aðdraganda leiks Íslands við Argentínu.

Enginn vissi hver hann var


(17 klukkustundir, 37 mínútur)
SMARTLAND Nýjasti nafnið í tískuheiminum er án efa franski hönnuðurinn Simon Porte Jacquemus. Fyrir einungis fimm árum vissi nánast enginn hver hann var. Viðskiptaveldið hans hefur farið á fimm árum frá nánast engu í að nú starfa í kringum 30 manns fyrir hann.

Melania Trump vill binda enda á aðskilnað


(18 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að bandarísk stjórnvöld hætti að aðskilja börn frá foreldrum sínum sem koma með ólögmætum hætti til landsins frá Mexíkó.

Elvar kominn til Frakklands


(18 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson hefur samið við franska B-deildarfélagið Denain og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð. Tímabilið verður það fyrsta sem Elvar leikur sem atvinnumaður í körfubolta, en hann hefur verið í bandaríska háskólaboltanum að undanförnu.

Bíll valt í Ártúnsbrekkunni


(18 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Fólksbíll fór út af veginum neðarlega í Ártúnsbrekkunni upp úr klukkan tíu í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu valt bíllinn og endaði á toppnum.

Duque næsti forseti Kólumbíu


(19 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Íhaldsmaðurinn Ivan Duque fór með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Kólumbíu með rúm 54 prósent atkvæða.

Valdís endaði í 5.-9. sæti í Tékklandi


(19 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 5.-9. sæti á AXA mótinu sem fram fer í Tékklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki.

Stolið frá leigusala en fær enga aðstoð


(19 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Maður sem leigði íbúð sína öðrum manni fær hvorki hjálp frá lögreglu né lögmönnum í kjölfar þess að leigjandi hans stal öllum húsgögnum og búnaði úr íbúð og bílskúr mannsins. Hann brá því á það ráð að auglýsa eftir lögmanni í atvinnublaði Fréttablaðsins í gær.

Kosið öfga á milli í Kólumbíu


(19 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Kjörstöðum í Kólumbíu hefur verið lokað eftir aðra umferð forsetakosninga þar í landi sem fram fór í dag, en í kosningunum 27. maí fékk enginn frambjóðandi afgerandi meirihluta atkvæða. Búast má við niðurstöðum á næstu klukkustundum, að sögn fréttastofu BBC.

Mikið um dýrðir á bíladögum


(19 klukkustundir, 49 mínútur)
BÍLAR Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir.

Blásið til tónlistarveislu í Þorlákshöfn


(20 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Rekstur veitingastaðarins Hendur í höfn í Þorlákshöfn hefur gengið vonum framar, en hann fagnaði nýlega fimm ár afmæli og í maí flutti hann í stærra og endurbætt húsnæði við aðalgötuna í bænum. Í sumar verður svo blásið til tónleikaraðar á veitingastaðnum.

Ásakaður um yfirlætislega karlrembu


(20 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United og franska landsliðsins í knattspyrnu, hefur komið sér í klandur og er harðlega gagnrýndur fyrir atferli sitt á sjónvarpsstöðinni ITV í dag.

Fíknigeðdeild lokuð fram í ágúst


(20 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Þrátt fyrir að minna sé um lokanir á geðdeildum Landspítalans nú en í fyrra verða margar þeirra lokaðar stóran hluta sumars. Fíknigeðdeild lokaði þann 15. júní og opnar ekki aftur fyrr en 7. ágúst.

Forstjórar í góðri sveiflu


(20 klukkustundir, 36 mínútur)
SMARTLAND Forstjórar, tækni- og framkvæmdastjórar fjölmenntu á Origo-golfmótið sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á dögunum. Um 80 golfarar tóku þátt í mótinu sem byggir á því besta frá golfmótum Applicon og Nýherja, sem nú mynda Origo.

Messi og Birkir höfðu treyjuskipti


(20 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lionel Messi fyrirliði Argentínu fékk treyjuna hans Birkis Bjarnasonar eftir leik Íslands og Argentínu á HM á Spartak vellinum í Moskvu í gær.

Búið að grafa helming ganganna


(20 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Búið er að grafa 49,9% af heildarlengd Dýrafjarðarganga, eða 2.646,7 metra.

„Við höfum tapað leikjum áður“


(21 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum ósáttur með 1:0-tapið gegn Mexíkó í fyrsta leik liðanna á HM í Rússlandi í dag.

Munkur á daginn og plötusnúður á kvöldin


(21 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Í afskekktu búddistahofi í Japan lifir Akinobu Tatsumi tvöföldu lífi. Hann er búddista munkur á daginn sem snýr skífum á kvöldin og hélt lengi vel báðum heimum vandlega aðskildum. „Fólkið hérna kallar mig fönk-munkinn,“ segir hann.

Skutu 100 kílógramma birnu


(21 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Skyttur á vegum Náttúruverndarstofnunar Noregs felldu í dag um 100 kílógramma þunga birnu sem braust gegnum rafmagnsgirðingu til verndar sauðfé. „Svona lagað hefur ekki gerst í mörg ár,“ sagði ráðgjafi fylkismannsins í Þrændalögum í samtali við mbl.is.

Lýsi er ógeðslegt – En það virkar


(21 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT „Frá víkingum til súrs hákarls – Tíu ástæður fyrir því að Íslendingar eru svona sterkir“ er fyrirsögn greinar þýska vefmiðilsins Kölner Stadt-Anzieger þar sem þjóðverjarnir reyna að gera sér í hugarlund ástæður þess að Íslendingar séu svo sterkir.

Sleppt að loknum yfirheyrslum


(21 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Mennirnir tveir sem voru yfirheyrðir í dag, grunaðir um að hafa fótbrotið karlmann, var sleppt úr haldi seinnipartinn að loknum yfirheyrslum.

Brasilíu tókst ekki að leggja Sviss að velli


(21 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilía og Sviss gerðu 1:1-jafntefli í fyrsta leik liðanna á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag en leikið var í Rostov.

Fengu lýðveldishátíðarköku í Vatnaskógi


(21 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Um eitt hundrað drengir úr sumarbúðunum í Vatnaskógi fengu lýðveldishátíðarköku í dag, enn í gleðivímu eftir leik Íslands og Argentínu í gær.
MATUR Það er fátt meira lekkert en eldhús sem líður áfram - úr eldhúsinu og úr á pall. Það þýðir gott fólk að hægt er að halda eldamennskunni áfram utandyra eins og ekkert hafi í skorist og til að toppa herlegheitin er vinnusvæðið allt falið á bak við marmaraplötu.

Þetta var skammarlegt


(22 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Argentínska goðsögnin Diego Maradona var ekki sátt við leik sinna manna gegn Íslendingum á HM í gær en liðin skildu jöfn 1:1 á Spartak vellinum í Moskvu.

Oliver og Heiða halda í sjávarútveginn


(22 klukkustundir, 24 mínútur)
VIÐSKIPTI Rekjanleiki á fiski er grunnhugmynd á nýju vörumerki sem verður dreift í Bandaríkjunum undir heitinu Niceland. Það mun endanlegur kaupandi í matvörubúð eða á veitingastað geta séð hvaðan fiskurinn er veiddur og hvenær það var.

Einn á kajak meðfram vesturströnd Evrópu


(22 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Toby Carr, breskur 36 ára arkítekt og kajakræðari, er um þessar mundir að hefja ferðalag sitt sjóleiðina um Vestur-Evrópu á kajak. Carr hlaut styrk frá minningarsjóði Winston Churchill til þess að rannsaka allar þær 31 siglingaveðurstöðvar sem lesnar eru upp í sjóveðurspám Bretlands.

Hátíðlegt á Akureyri og Húsavík: Myndir


(23 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Norðlendingar héldu 17. júní hátíðlegan eins og aðrir landsmenn. Á Akureyri fór skrúðganga niður Gilið, auk þess sem venjan er að útskrifa stúdenta á þjóðhátíðardeginum.

Höskuldur reyndist hetja Halmstad


(23 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son reynd­ist hetja sinna manna í Halmstad í sænsku B-deild­inni í dag er hann skoraði sig­ur­mark leiks­ins gegn Eskilstuna í toppbaráttunni. Leiknum lauk 2:1.

Um 2.500 mættu í Zaryadye-garðinn


(23 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Talið er að rúmlega 2.500 stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu hafi mætt í upphitunargleði í Zaryadye-garðinum í Moskvu í gær fyrir leik Íslands og Argentínu.

„Þetta er mjög karllægur geiri“


(23 klukkustundir, 36 mínútur)
SMARTLAND Birgitta Rún Sveinbjörnsdóttir og Hugrún Rúnarsdóttir ákváðu að elta drauminn og stofna sitt eigið fyrirtæki. Þær stofnuðu vefsíðugerðarfyrirtækið Studio Yellow.

Vatnsleki í kjallara í Hjaltabakka


(23 klukkustundir, 41 mínútur)
INNLENT Tveir dælubílar frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru sendir í fjölbýlishús í Hjaltabakka í Breiðholti vegna vatnsleka.

Rakel jók á eymd botnliðsins


(23 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rakel Hönnudóttir skoraði bæði mörkin er Limhamn Bunkeflo vann 2:0-sigur á botnliði Kalmar í sænsku efstu deildinni í knattspyrnu kvenna.

Almenningur telur sig harðari


(23 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT „Í samstarfi við norræna kollega sýndum við að almenningur hefur tilhneigingu til að vanmeta refsiþyngd dómstóla, einkum í kynferðisbrotamálum, segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,sem hefur í fjölda ára rannsakað glæpi frá öllum hliðum.
Meira píla