Fréttir vikunnar


INNLENT Talsvert er um það að þeir sem fá tímabundin afnot af borgarlandi vegna nýframkvæmda brjóti setta skilmála.
INNLENT Samfylkingin er næststærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri könnun Zenter rannsókna sem framkvæmd var fyrir Fréttablaðið og Fréttablaðið.is. Flokkurinn mælist með 18,5% fylgi og munar aðeins rúmu prósenti á flokknum og Sjálfstæðisflokknum, sem mælist stærstur, með 19,6% fylgi.
ÍÞRÓTTIR Þjálfarakapallinn svokallaði gekk upp í gær þegar Fylkir og Grótta tilkynntu um ráðningar sínar á þjálfurum fyrir karlalið sín í fótbolta.
ERLENT Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddi átökin á landamærum Sýrlands og Tyrklands í símtali við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í gær, að sögn stjórnvalda í Kreml, sem segja jafnframt að Erdogan hafi átt frumkvæði að símtalinu.
ÍÞRÓTTIR Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að skoða hugsanlegt agabrot Tyrkja vegna hegðunar leikmanna tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu í leikjunum gegn Albönum og Frökkum í undankeppni EM.
BÖRN Matarbloggarinn Hildur Rut Ingimarsdóttir eignaðist sitt annað barn, Eddu Vilhelmínu, í fyrra með unnusta sínum Birni Inga. Áður átti Hildur soninn Unnar Aðalstein sjö ára.
FÓLKIÐ Leikkonan Salma Hayek er kannski komin yfir fimmtugt en kann svo sannarlega að ná sér í „like“ og stóran fylgjendahóp á Instagram.
INNLENT Karlmaður var handtekinn í porti lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu um klukkan fjögur í nótt fyrir skemmdarverk á lögreglubifreið.

Þingmenn hrópuðu og kölluðu að Lam

(1 klukkustund, 8 mínútur)
ERLENT Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, neyddist til að hætta að flytja stefnuræðu heimastjórnarinnar á þinginu vegna óláta þingmanna.

Ebba fékk bónorð í rútu á nýársmorgni

(1 klukkustund, 40 mínútur)
FERÐALÖG Leikkonan Ebba Sig segir London alltaf vera í uppáhaldi hjá sér en þar lærði hún leiklist. Í dag þráir hún að ferðast til Balí og Póllands.

Alþjóðavæðingin á krossgötum

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
VIÐSKIPTI Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Íslendinga þurfa að endurmeta utanríkisstefnuna. Út frá smáríkjafræðum sé mikilvægt að Ísland hafi tryggan skjólsveitanda.

Vonar að útgerð aukist í Grímsey

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
200 „Ég held að það verði alltaf einhver byggð hér. Grímsey er vinsæll ferðamannastaður á sumrin og ferðamannatíminn er alltaf að lengjast í báða enda. Uppistaða heilsársbyggðar er þó útgerðin. Við skulum bara vona, eins lítið vit og ég hef á útgerð, að það gerist eitthvað sem leiði til þess að hér verði meiri útgerð.“

Fékk 7,5 milljónir fyrir rannsóknina

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Aldís Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri húsnæðisbótasviðs Íbúðalánasjóðs, hefur fengið 7,5 milljónir króna í verktakagreiðslur frá Samkeppniseftirlitinu á liðnum mánuðum meðfram störfum sínum fyrir sjóðinn.
INNLENT Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á fundi í gær að halda sig við fyrri ákvörðun um að nýr vegur um Gufudalssveit skuli liggja eftir svokallaðri Þ-H-leið sem Vegagerðin lagði til.

Hver greiðir framúrkeyrslu?

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt fyrir sitt leyti samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skipulag og fjármögnun á samgönguinnviðum, meðal annars borgarlínu, til fimmtán ára.

Stjórnvöld taki af skarið

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Auka þarf virknina á raforkumarkaðinum hér á landi og stjórnvöld þurfa að taka af skarið með stefnumörkun í orkumálum. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, en samtökin kynna í dag nýja skýrslu um raforkumarkaðinn og samkeppnishæfni hans á opnum fundi.

Tollgæslan fær peningahund til afnota

(2 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Tollgæslan í Reykjavík er að fá til afnota hund sem hefur verið þjálfaður til leitar að peningaseðlum.

Besta leiðin til að þrífa glerið í sturtunni

(2 klukkustundir, 36 mínútur)
MATUR Hvernig er best að þrífa sturtuglerið sem á það til að líta alltaf út fyrir að vera skítugt?

Hildur Vala og Jón Ólafsson selja Tómasarhagann

(2 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND Hjónin og tónlistarmennirnir Hildur Vala Einarsdóttir og Jón Ólafsson hafa sett sína huggulegu íbúð við Tómasarhaga á sölu.

22 fórust í aurskriðu

(7 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Björgunarsveitir þurftu að nota skurðgröfur til þess að grafa upp lík eftir að aurskriða féll á þorp í suðurhluta Eþíópíu.
ERLENT Rússnesk stjórnvöld hafa heitið því að koma í veg fyrir bein átök herja Tyrklands og Sýrlands í norðausturhluta þess síðarnefnda og hefur rússneski herinn því komið sér fyrir á milli þeirra.

Hvort var Kidman í síðum jakka eða kjól?

(8 klukkustundir, 6 mínútur)
SMARTLAND Líklegt er að fólk þurfi að rýna oftar en einu sinni, jafnvel oftar en tvisvar, í myndir sem teknar voru af leikkonunni Nicole Kidman á mánudag.

Valdís náði sér ekki á strik

(8 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valdís Þóra Jónsdóttir náði sér ekki á strik í öðrum hring sínum á öðru stigi úrtökumótanna fyrir LPGA-mótaröðina í golfi en keppnin fer fram í Venice í Flórída í Bandaríkjunum.

Áfram mótmælt í Katalóníu

(8 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Tugir þúsunda sjálfstæðissinnaðra Katalóna hafa streymt á götur út í Barcelona annan daginn í röð til þess að mótmæla fangelsisdómum leiðtoga aðskilnaðarsinna.

Fjölnir vann Reykjavíkurslaginn

(8 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fjölnir lagði SR að velli í efstu deild karla í íshokkí, Hertz-deildinni, í Egilshöllinni í Grafarvogi í kvöld. Leiknum lauk með 4:2-sigri Fjölnis sem komst í 3:0 í leiknum.

Birkir á leið til Al-Arabi

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Birkir Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að ganga til liðs við katarska efstudeildarliðið Al-Arabi en það eru fjölmiðlar í Katar sem greina frá þessu.

Eitt af fjórum bestu félagsliðum heims

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Mér líður vel, liðið virkar ferskt og við erum fullar tilhlökkunar að mæta Breiðabliki á morgun,“ sagði knattspyrnukonan Nadia Nadim, leikmaður PSG, í samtali við mbl.is eftir æfingu franska liðsins á Kópavogsvelli í kvöld.

Níu tónleikastaðir hljóta styrk

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti á ráðsfundi í gær tillögu þess efnis að níu tónleikastaðir og menningarhús er sinna lifandi tónlistarflutningi hljóti styrk úr nýjum úrbótasjóði tónleikastaða í Reykjavík.

Umboð stjórnar verði endurnýjað á hluthafafundi

(8 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Stjórn Símans hefur boðað til hluthafafundar þar sem efnt verður til stjórnarkjörs að beiðni Stoða hf., en félagið telur að vegna verulegra breytinga sem hafa orðið á eignarhaldi Símans undanfarið sé rétt að umboð stjórnar verði endurnýjað og ný stjórn kosin.

Dramatík þegar Spánn tryggði EM sætið

(9 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rodrigo reyndist hetja Spánverja gegn Svíum í Stokkhólmi í F-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í kvöld.

Jákvæðni að leiðarljósi

(9 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Rekstur einkarekinna fjölmiðla er ekki sjálfgefinn, en bjartsýni og jákvæðni eru Olgu Björt Þórðardóttur, útgefanda og ritstjóra, í blóð borin. Hún stofnaði útgáfufyrirtækið Björt útgáfa ehf., tók við rekstri Fjarðarpóstsins um liðin áramót eftir að hafa ritstýrt blaðinu í tvö ár og hefur þegar látið til sín taka.

Segja samning í augsýn

(9 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Viðræður vegna í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu eru sagðar á lokametrunum. Þetta herma breskir miðlar og hafa það eftir heimildarmönnum beggja vegna borðsins, þ.e. innan bresku ríkisstjórnarinnar og innan Evrópusambandsins.

Menn höfðu virkilega trú á þessu

(9 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir sigur á útivelli gegn ÍBV þegar liðin áttust við í 6. umferð Olísdeildar karla. Guðmundur Árni Ólafsson skoraði sigurmark gestanna þegar mínúta var eftir.

Biðu eftir heimsendi í níu ár

(9 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Hollenskur karlmaður faldi sig í kjallara í fjölda ára ásamt börnum sínum því hann bjóst við að heimsendir væri í nánd. Fólkið fannst þegar einn sona mannsins laumaðist út, fór á nærliggjandi krá þar sem hann bað um hjálp og sagði að þetta væri í fyrsta skiptið í níu ár sem hann færi út undir bert loft.

Aniston fylgir fyrrverandi á Instagram

(9 klukkustundir, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Jennifer Aniston er búin að skrá sig á Instagram og hennar fyrsta verk var að fylgja fyrrverandi eiginmanni sínum Justin Theroux á forritinu.

Le Creuset heldur áfram að toppa sig

(10 klukkustundir, 7 mínútur)
MATUR Við sögðum ykkur frá því á dögunum að væntanleg væri ný lína frá Le Creuset sem væri tileinkuð Star Wars. Samkvæmt fyrstu heimildum voru þetta ógnarfagrir pottar sem hver einasti aðdáandi söguheims George Lucas ætti að elska.

Það allra slakasta sem HSÍ býður upp á

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kristinn Guðmundsson, annar þjálfara ÍBV, var vonsvikinn og reiður eftir leik sinna manna gegn Aftureldingu í Olís-deild karla. Leikurinn tapaðist 23:24 en Afturelding var að elta allan leikinn þangað til þeim tókst að jafna metin þegar lítið var eftir.

Enginn einn geti drottnað yfir málefnum veiðifélaga

(10 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, leggur til að staða smærri aðila í veiðifélögum verði efld þannig að atkvæðavægi aðila og tengdra aðila verði takmarkað við 30%, að því er fram kemur í frumvarpi um breytingar á lögum um lax- og silungaveiði.

„Meiri eyðsla á hvern haus“

(10 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Nú stendur yfir mikil uppbygging við Gullfosskaffi þar sem um 3-5 þúsund ferðamenn staldra við á degi hverjum. Verið er að styrkja innviði rekstursins til að geta þjónustað ferðamenn betur. Eigandinn segir að breyting á samsetningu ferðamanna hafi dregið úr áhrifum fækkunar.

Lífsnauðsynlegur sigur Sviss

(10 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sviss vann afar mikilvægan 2:0-sigur gegn Írlandi í D-riðli undankeppni EM í knattspyrnu í Genf í Sviss í kvöld. Haris Seferovic kom Sviss yfir á 16. mínútu og staðan því 1:0 í hálfleik.

Aðalatriðið að ró komist á starfsemina

(10 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Svandís Svavarsdóttir segist ekki hafa skoðað sérstaklega reglugerð um Reykjalund sem var í gildi til ársins 2008. Á grundvelli reglugerðarinnar gátu stjórnvöld meðal annars skipað einstakling í stjórn SÍBS.

Huffman hefur fangelsisvistina

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Felicity Huffman hefur hafið afplánun 14 daga fangelsisvistar sem hún var dæmd til vegna háskólasvindlsmálsins svokallaða.
ÍÞRÓTTIR Helgi Kolviðsson og lærisveinar hans í landsliði Liechtenstein þurftu að sætta sig við stórt tap gegn Ítalíu á Rheinpark-vellinum í Liechtenstein í J-riðli undankeppni EM í kvöld.

Pence og Pompeo til Ankara á morgun

(11 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna og Mike Pompeo utanríkisráðherra fara á morgun til Ankara, höfuðborgar Tyrklands, til að þrýsta á tyrknesk stjórnvöld að stöðva árásir Tyrkja á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi.

Hætti að vera ofurkona

(11 klukkustundir, 23 mínútur)
K100 Gunna Stella tók afdrifaríka ákvörðun fyrir 15 árum sem gerði henni lífið betra. Ákvörðunin snerist um að hætta að reyna að vera ofurkona.

Tryggja viðbótarfjármagn í vikunni

(11 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT GAMMA stefnir á að tryggja Upphafi, fasteignafélagi fjárfestingasjóðs GAMMA, viðbótarfjármögnun í þessari viku og tryggja þar með rekstur félagsins. Þetta herma heimildir mbl.is. Framkvæmdastjóri GAMMA gat hvorki staðfest né neitað því. „Eins og við höfum áður gefið út náðum við góðum áfanga í síðustu viku með samþykki skuldabréfaeigenda. Við munum vinna áfram í málinu og kappkosta að ljúka þessu eins fljótt og hægt er.“

Ótrúleg endurkoma Mosfellinga í Eyjum

(11 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Árni Ólafsson reyndist hetja Mosfellinga þegar Afturelding sótti tvö stig til Vestmannaeyja í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í sjöttu umferð deildarinnar í kvöld.

Tillaga um seinkun skóladags til Dags

(11 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í kvöld að vísa tillögu borgarfulltrúa Flokks fólksins um að leitast verði við að seinka skólabyrjun í fleiri skólum til kl. 9 til skrifstofu borgarstjóra.

Bíll ökukennaranna 2019

(11 klukkustundir, 49 mínútur)
BÍLAR Kia Motors hefur hlotnast óvenjulegur heiður en bíllinn Kia Ceed hefur verið valinn „ökukennarabíll ársins 2019“.

Báðu ömmur sínar að vera blómastúlkur

(12 klukkustundir, 10 mínútur)
SMARTLAND Lyndsey og Tanner Raby sem giftu sig á dögunum í Benton í Bandaríkjunum ákváðu að fara nokkuð óhefðbundna en fallega leið og báðu ömmur sínar að vera blómastúlkur í brúðakaupinu.

„Aðstæður sem kröfðust neyðarréttar“

(12 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður SÍBS, segir þá stöðu sem upp er komin á Reykjalundi vera leiðinlega, en að horfa þurfi til framtíðar. Aðstæður hafi verið þannig að ekki kæmi annað til greina en að grípa til aðgerða.

Erfitt að ala upp dótturina með Thompson

(12 klukkustundir, 40 mínútur)
BÖRN Khloé Kardashian segir það vera erfitt að ala upp dóttur sína með manninum sem særði hana. Hún segir það mikilvægt að feðginin haldi sínu sambandi.

Yfirvöld réðust inn í skrifstofur Navalnys

(12 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Rússneskir rannsakendur réðust inn í kosningaskrifstofur stjórnarandstöðunnar víðsvegar um Rússland í dag í þeim tilgangi að auka þrýsting á leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Alexei Navalny, og bandamenn hans.

Hló að eina veikleika PSG

(12 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við erum aðeins að renna blint í sjóinn varðandi styrkleikann á þessu liði,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari knattspyrnuliðs Breiðabliks, í samtali við mbl.is á blaðamannfundi liðsins á Kópavogsvelli í dag.

Mæðurnar lengur í orlofi og fá minna

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Meira en tvöfalt fleiri feður fengu hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi 2015 - maí 2019 en mæður. Þær taka meira en tvöfalt lengra fæðingarorlof en feðurnir og 15 sinnum fleiri mæður en feður tóku sex mánaða fæðingarorlof. Á fjórða þúsund mæðra og feðra fengu engar greiðslur á þessu tímabili.

„Hærri bílar komnir í veruleg vandræði“

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Mikið hvassvirði er á Suður- og Suðausturlandi og verður áfram í kvöld og nótt. Veðurfræðingur varar fólk við því að vera á ferðinni.

Var gert að yfirgefa flugvél vegna klæðaburðar

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
FERÐALÖG Bandarísku raunveruleikastjörnunni Aubrey O'Day var skipað að skipta um föt í flugi með flugfélaginu American Airlines í september.

Uppskárum virkilega mikilvægan og sanngjarnan sigur

(13 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hörður Ingi Gunnarsson, leikmaður ÍA, átti skínandi góðan leik í vinstri bakvarðarstöðunni með íslenska U21 ára landsliðinu í knattspyrnu þegar það vann 1:0 sigur gegn Írum í undankeppni EM á Víkingsvellinum í dag.

Finnar eru skrefinu nær EM

(13 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Finnar eru í góðri stöðu í baráttunni um sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á Armenum í Turku í dag, 3:0.

Strákarnir voru tilbúnir í stríð

(13 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðs karla í knattspyrnu var ánægður með frammistöðu liðsins í 1:0 sigrinum gegn Írum í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvellinum í dag.

Fæstir treysti sér sjálfir í söluferlið

(13 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT „Það er ekkert sem bannar einstaklingum að selja eignir sínar sjálfir þó það heyri til algerrar undantekningar að fólk geri það, enda er að býsna mörgu að hyggja í kringum allt ferlið í fasteignaviðskiptum,“ segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.

Eftirsóttur og leist best á Gróttu

(14 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ágúst Gylfason nýráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu var eftirsóttur eftir að síðasta tímabili lauk en sjö eða átta félög höfðu samband við hann eftir að hann lét af störfum hjá Breiðabliki.

Bara gaman að liggja til baka

(14 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við erum búnar að bíða lengi eftir þessum leik og þetta leggst mjög vel í okkur,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji knattspyrnuliðs Breiðabliks, í samtali við mbl.is á blaðamannfundi liðsins á Kópavogsvelli í dag.
ÍÞRÓTTIR Atli Már Báruson handknattleiksmaður úr Haukum var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ og verður því ekki með Hafnarfjarðarliðinu í næsta leik í úrvalsdeild karla sem er gegn ÍBV miðvikudaginn 30. október.

Þjóðvegir og þéttbýli eins og sambúðarfólk

(14 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Þjóðvegum í þéttbýli fylgja hagsmunaárekstrar á milli þeirra sem þurfa að komast leiðar í gegnum þéttbýlið, hratt og örugglega og þeirra sem í þéttbýlinu búa og vilja komast leiðar sinnar á öruggan hátt. Margrét Silja Þorkelsdóttir, deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar á Akureyri, líkir þessum hagsmunaárekstrum við þá sem geta komið upp í sambúð tveggja einstaklinga – oftast sé sambúðin í lagi en stundum sé hún stormasöm og þurfi gott samstarf og vinnu til að ganga upp. Ákveðnum hluta sé svo best borgið með að skilja.

Ólafía er talsvert á eftir í baráttunni

(14 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á talsvert langt í að komast í slaginn um áframhald af öðru stigi úrtökumótanna fyrir LGPA-mótaröðina í golfi en hún og Valdís Þóra Jónsdóttir eru þar við keppni í Venice í Flórída.

Flott endurkoma hjá íslensku strákunum

(14 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U21 árs landsliðið vann í dag góðan 1:0 sigur gegn Írum í undankeppni EM í hryssingslegu veðri á Víkingsvellinum.

Búinn að vera á ketó síðan 2012

(14 klukkustundir, 52 mínútur)
MATUR Sumir nálgast ketó mataræðið sem tímabundna lausn eða tilraun til að breyta mataræðinu. Aðrir líta á það sem nýjan lífstíl og enn aðrir eru bara á því.... alltaf og að eilífu að því virðist.

„Vondar fréttir“ fyrir byggðina í Grímsey

(15 klukkustundir, 12 mínútur)
200 Rúmlega 1.100 þorskígildistonn hverfa frá Grímsey með sölunni á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Sigurbirni ehf. til Ramma hf., sem er með höfuðstöðvar sínar á Siglufirði. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar segir tíðindin alvarlegar fréttir fyrir byggðina í Grímsey og mikið áhyggjuefni.
ERLENT Fimm franskar konur hafa verið dæmdar í fimm til þrjátíu ára fanglesi fyrir að að skipuleggja hryðjuverk fyrir utan Notre Dame dómkirkjuna í miðborg Parísar, höfuðborgar Parísar, fyrir þremur árum.

Anna Eiríks: Framúrskarandi rass og læra æfingar

(15 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND „Þessa æfingalotu er gott að gera þrisvar sinnum í viku, þrjár umferðir í senn til þess að styrkja rass- og lærvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sek. Vandaðu þig við að gera æfingarnar eins vel og þú getur frekar en að gera þær of hratt. Byrjaðu strax í dag og þú finnur mun á styrknum í neðri hlutanum eftir nokkrar vikur,“ segir Anna Eiríksdóttir leikfimisdrottning með meiru.

Veðurfræðingur aldrei séð annað eins

(15 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Fatahönnuðurinn Sigga Maija tók ljósmynd af egglaga skýi sem prýddi himininn í Reykjavík í morgun. Skýið vakti athygli enda lítur það út eins og fljúgandi furðuhlutur. Sigga tók myndina fyrir utan Bíó paradís á Hverfisgötunni klukkan níu í morgun.

Juventus og Tottenham að skipta á leikmönnum?

(16 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnufélagið Juventus vill fá Christian Eriksen, sóknarmann Tottenham, til Ítalíu en það eru ítalskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Aksturskostnaður lækkað um 16,6 milljónir

(16 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Aksturskostnaður þingmanna lækkaði um 16,6 milljónir króna frá árinu 2017 til ársins 2019 en miðað er við áætlaðar greiðslur á þessu ári. Þetta kom fram í máli píratans Björns Leví Gunnarssonar á þingi í dag.

Kisujóga slær í gegn

(16 klukkustundir, 10 mínútur)
K100 Gagnstætt því sem einhverjir kynnu að halda er hér ekki um að ræða jóga fyrir ketti heldur eru æfingarnar gerðar í nærveru katta.

Telur samgöngusamkomulag brotið

(16 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, sagði á fundi borgarstjórnar í dag að Reykjavíkurborg hefði nú þegar brotið samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgönguinnviða. „Reykjavíkurborg er að brjóta samkomulagið með því að hafa farið af stað eitt sveitarfélaga. […] Reykjavíkurborg hefur ekki góða reynslu af því að vinna verkin ein,“ sagði Vigdís.

Gagnrýnir bréfaskrif Lífs án ofbeldis

(16 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT „Ég ætla að gera hér að umtalsefni bréf sem ég fékk, og reikna með að aðrir þingmenn hafi fengið líka, frá félagsskap sem heitir Líf án ofbeldis,“ sagði sjálfstæðismaðurinn Brynjar Níelsson á þingi. Hann sagði bréf af þessu tagi aðför að réttarríkinu.

Ágúst tekur við nýliðunum á Nesinu

(16 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ágúst Þór Gylfason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu en frá þessu var skýrt á fréttamannafundi sem var að hefjast í herbúðum félagsins við Vivaldi-völlinn á Seltjarnarnesi.

Google kynnir leikjaveituna Stadia

(16 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Tæknirisinn Google tilkynnti í dag um fyrirhugaða opnun leikjaveitunnar Stadia, en í henni verður hægt að leika tölvuleiki án leikjatölva eða annars búnaðar, einungis nettengingar verður þörf. Gangi áætlanir eftir, verður Stadia opnuð 19. nóvember.

Skilur ekki hvað fer fram á ráðstefnunum

(16 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki skilja hvað fer fram á ráðstefnum Vestnorræna ráðins. Inga er í ráðinu og fer ásamt fleiri fulltrúum Alþingis til Grænlands á fund þar til að ræða við vini, félaga og nágranna, eins og Inga orðaði það á þingfundi.

Sjö handteknir grunaðir um hópnauðgun

(16 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Drammen í Noregi handtók í nótt sjö karlmenn, sem grunaðir eru um að nauðga konu um tvítugt. Mennirnir voru teknir höndum á dvalarstað sínum í bænum Hønefoss sem er í Buskerud-fylki.

Makrílviðræður hófust í dag

(16 klukkustundir, 55 mínútur)
200 Fundurinn í London er reglulegur fundur strandríkja sem haldinn er á hverju hausti til að ræða um stjórn veiða fyrir næsta ár.

Ída Mekkín hlaut alþjóðleg verðlaun

(17 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ Hvítur, hvítur dagur heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Í gær var tilkynnt að myndin hefði hlotið aðalverðlaun á Hamptons kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum.

„Hugur fylgir máli í þessu vantrausti“

(17 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT „SÍBS eru sjúklingasamtök sem fara með tvo milljarða á ári. Það er ekkert fagfólk í stjórn. Það getur á einni nóttu umbylt 75 ára starfi, sem hefur verið helgað veiku fólki, og breytt því eftir eigin geðþótta. Það er hræðilegt að heilbrigðisyfirvöld hafa ekki lengur lagalega heimild til eins eða neins,“ segir Magdalena Ásgeirsdóttir læknir á Reykjalundi um stjórn SÍBS sem rekur Reykjalund.

Airwaves-dagskráin opinberuð

(17 klukkustundir, 37 mínútur)
FÓLKIÐ Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fram fer í Reykjavík 6.-9. nóvember næstkomandi, hefur verið gerð opinber. Nú geta þeir sem ætla sér að sækja hátíðina því glöggvað sig á því hvenær hljómsveitir munu spila og hvar og byrjað að raða upp eigin dagskrá.

Tyrkir „fengu að heyra það“ á þingi NATO

(17 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Þorgerður Katrín sat þing NATO í gær en þar var þungt yfir vegna innrásar Tyrkja í Sýrland. Þjóðverjar, Belgar, Frakkar og Hollendingar gagnrýndu Tyrki sérstaklega harðlega. NATO var einnig gagnrýnt fyrir linkind gagnvart Tyrkjum en Þorgerður segir að NATO sé fært um að beita Tyrki miklum þrýstingi ef vilji sé fyrir hendi.

„Áfall hvað varðar fagmennskuna á staðnum“

(17 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT „Það er áfall hvað varðar fagmennskuna á staðnum en ekki síður fyrir sjúklinga og almenning í landinu að þessi mikilvægi hluti heilbrigðisþjónustunnar byggi ekki á traustari grunni en þarna kemur fram.“ Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær um uppsagnir á Reykjalundi í óundirbúnum fyrirspurnartíma.

Bjarki Már valinn leikmaður mánaðarins

(18 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bjarki Már Elísson, hornamaðurinn knái í þýska liðinu Lemgo og íslenska landsliðinu, vann kosningu á leikmanni septembermánaðar í þýsku Bundesligunni í handknattleik.

Innbakaður aspas með brie

(18 klukkustundir, 14 mínútur)
MATUR Hér bjóðum við upp á geggjaðan forrétt eða léttan rétt sem kveikir í bragðlaukunum. Innbakaður aspas með brie osti er eitt af því besta sem maginn mun fá þessa dagana.
ÍÞRÓTTIR Borislav Mihaylo, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins, er hættur en öll spjót hafa staðið á honum eftir að tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM í gærkvöldi vegna rasisma búlgarskra stuðningsmanna.
ÍÞRÓTTIR „Ég get trúað því að það hafi komið mörgum á óvart þegar mitt nafn kom inn í umræðuna. Ég hef ekki verið inni í þessum margumtalaða þjálfarakapli hingað til,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson við mbl.is eftir að hafa skrifað undir samning við Fylki þar sem hann verður þjálfari karlaliðs félagsins ásamt Ólafi Stígssyni.

Maðurinn sem lýst var eftir fundinn

(18 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Stefáni Guðbrandssyni, 27 ára. Talið er að hann sé klæddur í svartan jakka og dökkar buxur og ljósgráa hettupeysu. Stefán, sem er grannvaxinn, er 80 kg og 190 sm á hæð, er með blágrá augu og skollitað hár og skeggjaður.

Grindvíkingar fá liðsauka

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindavík hefur bætt við sig litháískum körfuknattleiksmanni fyrir baráttuna í úrvalsdeild karla í vetur.

Féll í yfirlið þegar fimmta barnið kom í heiminn

(18 klukkustundir, 40 mínútur)
BÖRN Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay var viðstaddur sína fyrstu fæðingu þegar fimmta barn hans kom í heiminn.

Kílóin fuku ekki í ræktinni heldur vegna fíknar

(18 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND Áhrifavaldurinn Ashley Beeman þóttist fara í ræktina og lifa heilbrigðum lífstíl. Í rauninni var hún háð lyfseðilskylda lyfinu Adderall og því léttist hún svo mikið.

Íslendingur stal bíl og slasaði lögreglumenn

(18 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Íslenskur karlmaður, búsettur á Jótlandi í Danmörku, hefur verið dæmdur í eins og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa stofnað lífi sex lögreglumanna í hættu og fyrir að valda hættu í umferðinni 4. júlí í sumar. Maðurinn dró m.a. tvo lögreglumenn með bíl sínum og verður honum vísað úr landi.

Valur mætir gömlu Íslendingaliði

(18 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Valsmenn drógust í dag gegn austurríska liðinu Bregenz í Áskorendabikar karla í handknattleik en þeir hefja þar keppni í þriðju umferðinni í næsta mánuði.

Niall Horan aftur kominn á kreik

(18 klukkustundir, 58 mínútur)
K100 Írski söngvarinn Niall Horan, sem áður fór fyrir sveitinni One Direction, nýtur mikilla vinsælda. Nú er hann aftur kominn á kreik með nýtt lag sem ber heitið Nice to Meet Ya.
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams segist í upphafi ekki hafa skilið af hverju lagið Blurred Lines fékk neikvæða gagnrýni. Nú segist hann hinsvegar skilja það og skammast sín fyrir textann.

Ólafur Þór er nýr framkvæmdastjóri lækninga

(19 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Nýr framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi er Ólafur Þór Ævarsson læknir. Stöðunefnd embættis landlæknis hefur metið Ólaf hæfan til starfsins. Herdís Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri endurhæfingarsviðs, er settur forstjóri Reykjalundar á meðan auglýst er eftir nýjum forstjóra. Hún sinnir sínu fyrra starfi samhliða forstjórastarfinu til að byrja með.

Atli Sveinn og Ólafur ráðnir þjálfarar Fylkis

(19 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru nú í hádeginu kynntir til leiks sem nýir þjálfarar karlaliðs Fylkis í knattspyrnu.

Skúli selur án aðkomu Arion banka

(19 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Sala á húsi Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW Air, er á vegum Skúla, ekki Arion banka. Þetta segir Skúli í samtali við mbl.is. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið og lét ekkert uppi um það hvort salan á húsinu sé hluti af skuldauppgjöri við Arion banka. Skúli keypti húsið á um 300 milljónir en þá var það óklárað. Hefur lóð hússins verið stækkuð síðan þá.

Óprúttnir Íslendingar í Texas

(19 klukkustundir, 40 mínútur)
FERÐALÖG Þegar Texas tekur við af Oklahoma fer hið sanna hjarta Route 66 að slá. Þaðan og að leiðarlokum í Santa Monica er varla dauður punktur og enginn hörgull á athyglisverðum stöðum og minjum þar sem upplagt er að gera hlé á akstri og skoða.

Markaskorarinn tók ekki þátt

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Tyrknesku landsliðsmennirnir í knattspyrnu ögruðu Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, aftur í gærkvöldi þegar þeir heilsuðu að hermannasið í 1:1-jafnteflinu gegn Frakklandi í París. Markaskorari Tyrkja neitaði þó að taka þátt í umdeildum fagnaðarlátunum.

Gæsaveiðin komin á fullt skrið

(19 klukkustundir, 42 mínútur)
VEIÐI „Þetta hefur verið alla vega. Sumir morgnar hafa verið lélegir og aðrir alveg ofsalega góðir,“ sagði Stefán Sigurðsson hjá Iceland Outfitters, þegar hann var spurður út í gæsaveiðina í Melasveitinni, milli Akranes og Borgarnes, nú í haust.

Kolbeinn markahæstur í undankeppninni

(19 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í undankeppni EM en Kolbeinn jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen þegar hann innsiglaði sigurinn gegn Andorra á Laugardalsvellinum í gærkvöld.

Rammi hf. kaupir Sigurbjörn í Grímsey

(19 klukkustundir, 49 mínútur)
200 Rammi ehf. í Fjallabyggð hefur keypt allt hlutafé sjávarútvegsfyrirtækisins Sigurbjarnar ehf. í Grímsey. Aflaheimildir félagsins eru um 1.000 þorskígildistonn og eru kaupsamningar gerðir með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð er trúnaðarmál.

Mengun minnkar við minni bílhraða

(19 klukkustundir, 54 mínútur)
BÍLAR Lækkun hámarkshraða á vegum í Wales hefur dregið úr mengun og losun niturdíoxíðs í útblæstri bíla.

WOW Air CEO’s House for Sale

(19 klukkustundir, 56 mínútur)
ICELAND The oceanfront home of former WOW Air CEO Skúli Mogensen is for sale.

Afhenti ofbeldisfullum eiginmanni lögreglugögn

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Ástralskur lögreglumaður hefur verið dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hafa afhent vini sínum gögn um eiginkonu hans sem hann hafði beitt heimilisofbeldi.
VIÐSKIPTI Kaupþing ehf. samdi í fyrra við tryggingafélög vegna stjórnendaábyrgða sem bankinn hafði keypt fyrir bankahrun til að tryggja sig fyrir atferli stjórnenda. Í kjölfarið felldi félagið niður fimm dómsmál sem það hafði höfðað gegn fyrrverandi stjórnendum bankans.

Tvö innbrot í Laugardalnum í morgun

(20 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með tvö innbrot í Laugardalnum til rannsóknar. Bæði innbrotin áttu sér stað á áttunda tímanum í morgun, hið fyrra í fyrirtæki en seinna í vinnuskúr. Ekki er ljóst hvort innbrotin tengjast.

Ljúkum mikilvægu verki þegar við vinnum Ísland

(20 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þegar tveimur umferðum er ólokið í riðli Íslands í undankeppni EM bendir allt til þess að Tyrkir og Frakkar hafni í tveimur efstu sætunum og tryggi sér þar með farseðilinn á EM.

Standa saman sem eitt lið

(20 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu verður í eldlínunni á Víkingsvellinum í dag þegar það mætir Írum í undankeppni Evrópumótsins. Flautað verður til leiks í Víkinni klukkan 15.

Sektaði Húsasmiðjuna um 400.000

(20 klukkustundir, 48 mínútur)
VIÐSKIPTI Neytendastofa lagði fyrr í þessum mánuði 400.000 kr. stjórnvaldssekt á Húsasmiðjuna, sem með birtingu auglýsingar um Tax Free-afslátt, án þess að tilgreina prósentuhlutfall afsláttarins, braut gegn lögum um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, auk reglna um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði.

Var sagt að hann fengi Nóbelsverðlaun

(20 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Sænska akademían rannsakar nú uppruna símtals, sem írski rithöfundurinn John Banville fékk, þar sem honum var sagt að hann myndi hljóta Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. „Við höfum óskað eftir afriti af símtalaskránum okkar,“ segir Mats Malm ritari Nóbelsnefndar akademíunnar í skriflegu svari til SVT, en grunur leikur á um að símtalið hafi komið innan úr Börshúsinu, húsi sænsku akademíunnar við Stórtorgið í miðborg Stokkhólms, eða þá að einhver hafi látið líta út fyrir það.

Kúrdar veita mótspyrnu við landamærabæinn

(20 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Alþjóðlegar hjálparstofnanir hafa neyðst til að hætta starfsemi í norðausturhluta Sýrlands, sex dögum eftir að Tyrkir réðust gegn Kúr­d­um sem haf­ast við á svæðinu. Tyrkir reyna nú að ná landamærabænum Ras al-Ain á sitt vald en sveitir Kúrdar hafa veitt harða mótspyrnu og hófu gagnsókn í nótt.

Hildur ráðin til SFS

(20 klukkustundir, 57 mínútur)
200 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa ráðið til sín sérfræðing á sviði umhverfismála.
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Elton John segir tónlistarmanninn Michael Jackson hafa verið andlega veikan og hafi verið óþægilegt að vera í kringum hann.
INNLENT Einn starfsmaður á Reykjalundi sagði upp störfum sínum í síðustu viku. Þetta staðfestir Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Reykjalundar, við mbl.is.

Krefst uppsagnar vegna kynþáttaníðs

(21 klukkustund, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, krefst þess að forseti knattspyrnusambands landsins segi af sér eftir að tvívegis þurfti að stöðva leik Búlgaríu og Englands í undankeppni EM í gærkvöldi vegna rasisma búlgarskra stuðningsmanna.

Viggó kallaður inn í landsliðshópinn

(21 klukkustund, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson hefur dregið sig út úr íslenska landsliðshópnum í handknattleik vegna meiðsla fyrir vináttuleikina gegn Svíþjóð í lok mánaðarins.

Iceland Beats Andorra 2:0

(21 klukkustund, 8 mínútur)
ICELAND The Icelandic men’s national soccer team beat Andorra 2:0 in a qualifying match for the UEFA EURO 2020 at Laugardalsvöllur arena in Reykjavík last night

14 ára í dag - konungur í framtíðinni

(21 klukkustund, 11 mínútur)
ERLENT Einn góðan veðurdag verður hann konungur Danmerkur. En núna er hann 14 ára strákur með öllu því sem unglingsárunum fylgir. Kristján prins, elsti sonur Friðriks krónprins Danmerkur og Mary krónprinsessu á afmæli í dag og af því tilefni er flaggað víða um konungsríkið.

Porsche kynnir Taycan 4S

(21 klukkustund, 28 mínútur)
BÍLAR Hinn nýi rafsportbíll Porsche var frumsýndur í september síðastliðnum í þremur heimsálfum samtímis við mikla athygli.
VIÐSKIPTI Magnús Harðarson hefur verið skipaður nýr forstjóri Kauphallarinnar Nasdaq Iceland og mun hann þegar hefja störf. Tekur Magnús við af bróður sínum, Páli Harðarsyni sem hefur verið forstjóri síðan 2011. Tók Páll nýlega við sem fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq.
ÍÞRÓTTIR Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, vonast til þess leikmenn svari fyrir skellinn sem íslenska liðið fékk í leiknum gegn Svíum á laugardaginn þegar það mætir Írum í undankeppni Evrópumótsins á Víkingsvellinum klukkan 15 á morgun.

Hin fullkomnu skinkuhorn

(21 klukkustund, 34 mínútur)
MATUR Heimabökuð skinkuhorn eru um það bil það æðislegasta sem hægt er að gæða sér á eftir skóladaginn. Hið fullkomna millimál myndu margir segja.

Hafnaði næstum því á lögreglubíl

(21 klukkustund, 47 mínútur)
INNLENT Betur fór en á horfðist þegar bifreið, sem ekið var á móti lögreglubíl á Suðurnesjum um helgina, var skyndilega sveigt yfir miðju vegar svo lögreglumaðurinn sem ók hinni síðarnefndu þurfti að hemla og sveigja til hliðar til að forðast árekstur.

Svona er heimili Skúla Mogensen að innan

(21 klukkustund, 47 mínútur)
SMARTLAND Skúli Mogensen fyrrverandi forstjóri Wow air býr í einu dýrasta húsi landsins. Ekkert var til sparað þegar húsið var hannað að innan.
ÍÞRÓTTIR Heimsmeisturum Frakka mistókst að tryggja sér farseðilinn á EM eftir 1:1 jafntefli við Tyrki á Stade de France í París í gærkvöld.
INNLENT Tilkynnt verður um ráðningu nýs framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi á fundi sem boðaður hefur verið með starfsfólki í hádeginu í dag.

Strong Gale Warning Today

(22 klukkustundir, 7 mínútur)
ICELAND The Icelandic Met Office has issued a yellow alert for South and Southeast Iceland, effective from 1 pm till midnight.

Alexandra Helga safnaði 600 þúsund

(22 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ Alexandra Helga Ívarsdóttir afhenti Ljósinu 600 þúsund krónur. Fjárhæðinni safnaði Alexandra með fatasölu en einnig bauð hún upp treyju eiginmanns síns.

Fimm nýir starfsmenn til brandr

(22 klukkustundir, 10 mínútur)
VIÐSKIPTI Vörumerkjastofan brandr hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra og fjóra ráðgjafa. Fyrir utan að vinna að ráðgjöf á Íslandi hefur fyrirtækið markað sér sérstöðu erlendis undir nafninu Larsen Energy Branding sem eina ráðgjafafyrirtækið í heiminum sem hefur einbeitt sér að vörumerkjastjórnun í orkugeiranum. Þá heldur fyrirtækið ráðstefnur hér heima og erlendis undir vörumerkinu CHARGE.

Ferðamaður gripinn á 141 km hraða

(22 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann um helgina sem ók á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Ökumaðurinn er erlendur ferðamaður og greiddi hann sektina á staðnum, á annað hundrað þúsund krónur.

Samningur um Brexit gæti náðst í vikunni

(22 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Samn­ing­ur um út­göngu Bret­lands úr Evr­ópu­sam­band­inu gæti mögulega legið fyrir í vikunni, þrátt fyrir að erfitt geti reynst að komast að samkomulagi. Þetta segir Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB.

„Þakka samherjum og þjálfurum“

(22 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo þakkar samherjum sínum fyrir að hafa náð þeim áfanga að skora 700 mörk á ferli sínum.

UEFA verður að stöðva fávitana

(22 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu, UEFA, er undir mikilli pressu að sýna viðbrögð við kynþáttaníði sem beindist gegn leikmönnum enska landsliðsins á Levski-vell­in­um í Sofiu í Búlgaríu í gærkvöldi.

Rekinn fyrir að styðja innrásina í Sýrland

(22 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tyrkneski miðjumaðurinn Cenk Sahin hefur verið rekinn frá þýska B-deildarliðinu St.Pauli eftir að hafa lýst yfir stuðningi við hernaðaraðgerðir Tyrkja í Sýrlandi á Instagram-síðu sinni.

Tyrkir komnir með annan fótinn á EM

(22 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tyrkir stigu stórt skref í áttina að lokakeppni EM karla í fótbolta á Stade de France í gærkvöld þegar þeir náðu þar jafntefli, 1:1, gegn heimsmeisturum Frakklands í H-riðli undankeppninnar. Tyrkjum nægir nú jafntefli gegn Íslendingum í Istanbúl 14.

Lést þegar róla féll úr tívolítæki

(23 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Kona lést og önnur slasaðist alvarlega þegar þær féllu úr rólu í skemmtitæki á skemmtun í bænum Firminy í Frakklandi í gærkvöldi. Konurnar voru í meira en tíu metra hæð í tækinu, sem snýr rólum hratt í hring, þegar sá hluti tækisins, sem róla þeirra var fest við, féll til jarðar.

Vextir á íbúðalánum lækka

(23 klukkustundir, 15 mínútur)
VIÐSKIPTI Vextir á íbúðalánum hafa lækkað um 0,5 til 1,7 prósent frá því í maí í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans um 1,25%. Hins vegar hefur dregið úr nýjum íbúðalánum bæði frá fyrri mánuði og frá sama mánuði árinu áður. Þetta er meðal þess sem fram kemur í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir október.

Alþingismenn eru á faraldsfæti

(23 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Alþingismenn eru á faraldsfæti um þessar mundir. Alls sitja 10 þingmenn fundi og þing víðs vegar um heiminn þessa vikuna, auk þriggja starfsmanna Alþingis. Fjórir þingmenn sitja Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 13.-25. október. Þeir fara einnig í vinnuheimsókn til Washington.

Hansen enn að glíma við afleiðingar heilahristings

(23 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danska stórskyttan Mikkel Hansen hefur enn ekki snúið aftur inn á völlinn eftir að hafa fengið heilahristing á æfingu með franska meistaraliðinu Paris SG fyrir rúmum mánuði.

Áhugi á urriðum í ástarleik

(23 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Ástarævintýri Þingvallaurriðans voru í sviðsljósi um helgina þegar Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur sagði frá stórfiskunum sem að undanförnu hafa komið til hrygningar í Öxará.

Trump krafði Erdogan um vopnahlé

(23 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti ræddi við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta símleiðis í gær og krafðist þess að Tyrkir létu af hernaði sínum í norðausturhluta Sýrlands án tafar og semdu um vopnahlé.

Í Laugardalnum 26. mars?

(23 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, virðist eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í vetur: Gera völlinn kláran fyrir umspilsleik 26. mars 2020 og mögulega annan fimm dögum síðar.