Fréttir vikunnar


ERLENT „Ég var í borginni Broumana, sem í tæplega 20 kílómetra fjarlægð frá Beirút, og allt í einu fundum við jörðina skjálfa og heyrðum sprengingu,“ segir Líbaninn Nour Bour Malhab við mbl.is. Að minnsta kosti 78 eru látin og rúmleg þrjú þúsund slösuð eftir tvær sprengingar sem sprungu í Beirút, höfuðborg Líbanon um miðjan daginn.
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnufélögin Manchester United og Dortmund eru á öndverðum meiði varðandi verðmat á sóknarmanninum Jadon Sancho.
ERLENT Lögreglan í Þrændalögum í Noregi rannsakar nú hvort jarðneskar leifar manneskju, sem fundust í stöðuvatninu Holden í Steinkjer á laugardaginn, geti varpað ljósi á örlög rjúpnaskyttu frá Þrándheimi sem hvarf sporlaust á þessum slóðum árið 1981.

Vorum í vandræðum fyrir ári síðan

(1 klukkustund, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er stoltur af því hvað þetta lið gerði í kvöld,“ sagði sigurreifur Scott Parker, knattspyrnustjóri Fulham, eftir 2:1-sigur á á Brent­ford í úr­slita­leik um­spils­ins í B-deild­inni á Wembley í kvöld. Grípa þurfti til fram­leng­ing­ar þar sem lærisveinar Parkers höfðu betur.

Landaði tuttugu pundara úr Fnjóská

(1 klukkustund, 18 mínútur)
VEIÐI „Þetta var mjög skemmtilegt. Ég er svo glaður að þetta skyldi vera fiskur úr Fnjóská og svona stór. Hann fer í klak og mun hjálpa ánni í framtíðinni,“ sagði Gunnar Jónsson á Akureyri um 100 sentímetra laxinn sem hann landaði í Fnjóská í vikunni.

Útflutningsgreinar líða fyrir samdrátt erlendis

(1 klukkustund, 37 mínútur)
VIÐSKIPTI Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum og í Evrópu á öðrum ársfjórðungi sem nýlega var tilkynnt um hefur mest áhrif á útflutningsgreinarnar hér á landi, þar á meðal álfyrirtæki.

„Mjög margir sem sýkjast fá lítil einkenni“

(1 klukkustund, 38 mínútur)
INNLENT Rannsókn Oxfordháskóla á 9 þúsund heilbrigðisstarfsmönnum sýndi fram á að þeir sem hefðu fengið væg einkenni COVID-19 væru ólíklegri til að fá jákvæða svörun út úr mótefnamælingu en þeir sem hafi sýnt meiri einkenni. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að niðurstöður rannsóknarinnar sýni nákvæmlega það sama og rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefni veirunnar í Íslendingum.

Liverpool hefur haft samband

(1 klukkustund, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Englandsmeistarar Liverpool eru farnir að undirbúa leikmannakaup í sumar en forráðamenn félagsins hafa verið í samskiptum við Watford varðandi kaup á sóknarmanninum Ismaila Sarr.

Hrikalegar fréttir – tala látinna hækkar

(1 klukkustund, 54 mínútur)
ERLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir hug Íslendinga hjá þeim sem eiga um sárt að binda í Líbanon í kjölfar tveggja sprenginga sem urðu í Beirút í dag. Alls eru 73 látin og mörg þúsund slösuðust.

Fulham í úrvalsdeildina

(2 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fulham mun leika í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á Brentford í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni á Wembley í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og þar skoraði Joe Bryan tvö mörk.
SMARTLAND Kristín Sigurðardóttir hjá versluninni Magnolia segir að nú sé ósk þeirra að rætast og í nýju húsnæði verði hægt að leigja fallega íbúð sem er útbúin nýjustu vörum verslunarinnar.

Virgin óskar eftir gjaldþrotameðferð

(2 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Flugfélagið Virgin Atlantic óskaði eftir gjaldþrotameðferð fyrir félag sitt í Bandaríkjunum í dag. Samkvæmt Reuters sótti flugfélagið um vernd frá kröfuhöfum sínum samkvæmt 15. kafla bandarískra gjaldþrotalaga.

De Gea fann tvífara sinn

(2 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR David de Gea, markvörður Manchester United, virðist hafa fundið tvífara sinn en Stuart Kettlewell, knattspyrnustjóri skoska liðsins Ross County, er ískyggilega líkur spænska markverðinum.

Yfir 50 látnir í Beirút

(3 klukkustundir, 13 mínútur)
ERLENT Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, óskaði í kvöld eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins en hafnarsvæðið í höfuðborginni Beirút er rústir einar eftir tvær sprengingar sem urðu þar síðdegis. Yfir 50 eru látnir og 2.500 slasaðir eftir sprengingarnar.
ÍÞRÓTTIR Körfuboltamaðurinn Jón Arn­ór Stef­áns­son mun spila með Val á Íslandsmótinu í körfubolta á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Körfunnar og verða félagsskiptin tilkynnt á næstunni.

Erfitt að halda tveggja metra reglu í Leifsstöð

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Myndir úr Leifsstöð hafa sýnt að þar sé erfitt að halda tveggja metra reglunni í hávegum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Ferðamannastraumurinn virðist bara aukast en yfir 2.000 sýni hafa verið tekin daglega í landamæraskimun síðustu tvo daga og er fjöldi sýna þannig orðinn meiri en veirufræðideild Landspítalans hefur gefið út að deildin geti ráðið við.

Kylie Jenner deilir leynivopni úr eldhúsinu

(3 klukkustundir, 32 mínútur)
MATUR Samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner deilir daglega frá lífi sínu í gegnum Instagram – stundum með sjóðheit förðunarráð, en það nýjasta eru eldhúsleyndarmál.

Þjóðverjinn skreppur frá

(3 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þjóðverðinn Dennis Schröder er kominn í frí frá NBA-búðunum í Orlando og leikur ekki næstu leiki með Oklahoma City Thunder.

Ísland besta landið til að stofna fjölskyldu

(3 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Hvergi er betra að stofna fjölskyldu en á Íslandi samkvæmt nýrri könnun Asher & Lyric. Bandaríkin eru aftur á móti í 34. sæti á lista 35 OECD-ríkja um hvar sé best að stofna fjölskyldu samkvæmt könnuninni, en aðeins Mexíkó fær lægri einkunn.

Birgitta mætti í hvítum galla með kúrekahatt

(4 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ Birgitta Haukdal kom fram í Heima með Helga um helgina. Hún stal senunni í hvítum samfestingi, hvítum stígvélum og með hvítan kúrekahatt.

Torres orðinn leikmaður Manchester City

(4 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Manchester City hefur staðfest kaupin á Ferran Torres frá Valencia. Kaupverðið er um 23 milljónir evra.
ÍÞRÓTTIR Mánudaginn 27. júlí var félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu opnaður og félögin geta keypt og selt leikmenn allt til 5. október.

19 af hverjum 20 ekki með COVID

(4 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Tjald sem mun nýtast við sýnatöku vegna kórónuveiru hefur nú risið við gamla Orkuhúsið við Suðurlandsbraut 32. Þar munu ökumenn geta farið í kórónuveirupróf. Tveir bílar eiga að geta verið í tjaldinu samtímis, að sögn Óskar Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Tvíburar fæddu syni með sólahrings millibili

(4 klukkustundir, 40 mínútur)
BÖRN Nikki og Brie Bella eru svo samrýndar að þær eignuðst syni næstum því sama dag en önnur systirin fæddi son 31. júlí en hin 1. ágúst.

Vísa fólki frá yfirfullum sjúkrahúsum

(4 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Sjúkrahús í Beirút hafa neyðst til að vísa særðum frá vegna þess að þau eru yfirfull í kjölfar sprenginga sem urðu í borginni um miðjan daginn í dag. Að minnsta kosti 25 eru látin og á þriðja þúsund slösuð.

Njarðvík heldur áfram að styrkja sig

(4 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Úrvals­deild­arlið Njarðvík­ur heldur áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í vetur en liðið hefur gengið frá samningum við tvo nýja leikmenn. Í gær var sagt frá því að Norðmaðurinn Johannes Dolven væri kominn til liðsins og í dag staðfesti körfuknattleiksdeildin að Bandaríkjamaðurinn Ryan Montgomery hefur bæst við.

Undirbúa takmörk á ferðamannafjölda

(5 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT „Við erum ekki að smíða reglugerð sem á að taka upp einn, tveir og þrír en við erum aftur á móti að undirbúa okkur undir það að vera í viðbragðsstöðu ef eitthvað gerist vegna þess að við vitum auðvitað ekkert um það hvernig faraldurinn þróast,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra um reglugerð sem miðar að því að takmarka þann fjölda ferðamanna sem kemur hingað til lands ef þess þarf.

Robinson til Hornafjarðar

(5 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksdeild Sindra hefur samið við Ger­ald Robin­son um að leika með liðinu í vetur. Robin­son er 36 ára gam­all og hef­ur bæði banda­rísk­an og hol­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt. Sindri spilar í fyrstu deildinni en liðið lauk keppni í 8. sæti á síðustu leiktíð.
FERÐALÖG Jón Þór Ólafsson þingmaður ákvað í fyrsta skiptið í 23 ár að fara ekki í malbiksvinnu heldur að njóta sumarsins, fara í ferðalög og klára þingspilið sem hefur átt hug hans allan að undanförnu.

Er þetta eitt best skipulagða eldhús veraldar?

(5 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND Arkitektastofan Carter Williamson hefur unnið til fjölda verðlauna í sínu sviði. Það kemur líklega engum á óvart sem skoðar verk þeirra enda eru þau þekkt fyrir frumleika, fegurð og að fá það allra besta út úr hverjum fermetra.

„Huggum okkur við að þau fengu að fara saman“

(5 klukkustundir, 55 mínútur)
K100 Þungbær ákvörðun var tekin á dögunum um að svæfa öldruðu ljónin Hubert og Kalisa , sem hafa verið óaðskiljanleg síðan þau hittust, vegna versnandi heilsu dýranna og aldurstengdum sjúkdómum.

Músíktilraunum aflýst

(5 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Músíktilraunum 2020 hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Er þetta í annað skiptið í sögu Músíktilrauna, sem ná aftur til ársins 1982, sem keppnin fellur niður.

Nýtt piparkökudeig væntanlegt

(6 klukkustundir, 1 mínúta)
MATUR Já gott fólk, þið lásuð rétt – það er nú þegar byrjað að hita upp fyrir komandi tíð með nýju piparkökudeigi frá Pillsbury.

Frá Manchester United til Frakklands

(6 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ungi sókn­ar­maður­inn Ang­el Gomes hefur samið við franska knattspyrnufélagið Lille en hann yfirgaf Manchester United á frjálsri sölu í síðasta mánuði.

Tíu látnir eftir sprengingarnar

(6 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir öflugar sprengingar sem urðu í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðdegis í dag. Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir heimildum úr heilbrigðisráðuneyti Líbanon.

Allt lék á reiðiskjálfi

(6 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Allt lék á reiðiskjálfi í Beirút, höfuðborg Líbanons, þegar tvær stórar sprengingar urðu í borginni nú fyrir skömmu. Svartur reykjarmökkur steig til himins en eldar loga enn á vettvangi, við höfnina.

Wig­an í mikl­um erfiðleik­um

(6 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knatt­spyrnu­fé­lagið Wig­an At­hletic er endanlega fallið úr B-deildinni en félagið var lýst gjaldþrota í sumar og missti fyrir vikið tólf stig í deildinni. Sá stigafrádráttur varð til þess að liðið endaði tímabilið í fallsæti.

Rúmlega fimmtíu kærðir fyrir hraðakstur

(6 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Rúmlega fimmtíu ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum dagana fyrir og um verslunarmannahelgina.

Tillögur að matsáætlun borgarlínu kynntar

(6 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Verkefnastofa borgarlínu hefur nú kynnt tillögur sínar að matsáætlun borgarlínu. Tillögunum er ætlað að varpa ljósi á hvernig standa megi að umhverfismati fyrir verkefnið. Opið er fyrir athugasemdir um tillögurnar til 25. ágúst næstkomandi.

Virtu ekki grímuskyldu í Herjólfi

(6 klukkustundir, 50 mínútur)
200 Farþegar í Herjólfi virtu ekki grímuskyldu sem nú er í gildi um borð í skipinu. Kona sem sigldi með ferjunni kl 17:00 í gær sendi mbl.is myndir af farþegum um borð sem báru andlitsgrímu en höfðu dregið hana niður fyrir höku svo vit þeirra voru ekki hulin. Konan segist hafa gert áhöfn viðvart en að hún hafi ekki aðhafst í málinu.

Týr við eftirlit í Síldarsmugunni

(7 klukkustundir, 9 mínútur)
200 Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, hefur verið við eftirlit í Síldarsmugunni síðan á fimmtudag. Í morgun voru sjö íslensk uppsjávarskip á svæðinu en í síðustu viku voru þau flest 14.

Færeyingarnir mættir í Safamýrina

(7 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Færeysku landsliðsmennirnir Vilhem Poulsen og Rógvi Dal Christiansen eru mættir í Safamýrina en þeir spila með handknattleiksliði Fram í vetur.

Uppsagnir og lokanir hjá Pizza Express

(7 klukkustundir, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Veitingahúsakeðjan Pizza Express ætlar að leggja niður 1.100 störf og loka um 67 pítsustöðum í Bretlandi vegna „fordæmalausra áskorana“ af völdum kórónuveirunnar.

Risasprenging í Beirút

(7 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Gríðarstór sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, í dag. Sprengingin varð á hafnarsvæði borgarinnar en ekki liggur fyrir hvað olli sprengingunni.

Leikjum frestað til 7. ágúst

(7 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands funduðu í dag með fulltrúum almannavarna um málefni knattspyrnuhreyfingarinnar og þeirrar stöðu sem nú er uppi í samfélaginu vegna kórónuveirunnar.

Greina fleiri einkennalitla en áður

(7 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Erfitt er að segja hvort önnur bylgja kórónuveirufaraldursins hérlendis sé skæðari eða vægari en fyrsta bylgjan, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis sem vill kanna málið betur. Fleiri hafa greinst smituð af kórónuveirunni án þess að sýna mikil einkenni nú en áður, að sögn Þórólfs.

Efnilegur leikmaður framlengir við United

(7 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hinn 19 ára gamli Brandon Williams hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Manchester United til ársins 2024.
SMARTLAND Það eru margir að velta fyrir sér hvernig þeir geta komist hjá því að veikjast um þessar mundir. Þetta gera sérfræðingar í Bandaríkjunum í dag.

Reykjavíkurmaraþoninu aflýst

(8 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram átti að fara 22. ágúst næstkomandi hefur verið aflýst.

Októberfest SHÍ aflýst

(8 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur tilkynnt að árlegt októberfest SHÍ verði ekki haldið í ár. Ekki sé unnt að halda hátíðina vegna þeirra samkomutakmarkana sem nú eru í gildi. Vill stúdentaráð sýna samfélagslega ábyrgð með því að aflýsa hátíðinni.

Jóakim útskrifaður af sjúkrahúsi

(8 klukkustundir, 17 mínútur)
FÓLKIÐ Jóakim Danaprins, yngri sonur Margrétar II drottningar, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa gengist undir heilaskurðaðgerð vegna blóðtappa.

Hafa ekki gefið menningarnótt upp á bátinn enn

(8 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Arna Schram, sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort menningarnótt verði haldin í ár eða ekki.

Gerrard kaupir fyrrverandi leikmann Víkings

(8 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skoska knattspyrnufélagið Rangers hefur gengið frá kaupum á enska framherjanum Kemar Roofe frá Anderlecht í Belgíu. Gerir Roofe fjögurra ára samning við félagið.

Ljósleiðari við Hveragerði slitnaði

(8 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Slit varð á ljósleiðaralandshring Mílu, á milli Hveragerðis og Selfoss, í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Mílu ætti slitið ekki að hafa mikil áhrif þar sem um hringtengingu er að ræða.

Standa saman gegn COVID í magnaðri auglýsingu

(8 klukkustundir, 30 mínútur)
K100 Segja má að ný auglýsing frá Nike hafi sett netið á hliðina á dögunum en yfir 41 milljón hefur þegar horft á auglýsinguna frá því hún var gefin út á Youtube fyrir helgi.

Langt í að hægt verði að treysta á vottorð

(8 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Langt er í að hægt verði að treysta á vottorð sem segja til um að fólk hafi fengið kórónuveiruna og sé með mótefni og ekki stendur til að hleypa ferðamönnum hingað til lands með slíku skilyrði.

Nýr íslenskur grillostur kominn á markað

(8 klukkustundir, 41 mínúta)
MATUR Þær stórfréttir berast úr herbúðum MS að kominn sé á markað grillostur frá Gott í matinn.

Chelsea reiðubúið að selja tíu leikmenn

(8 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Chelsea er reiðubúið að selja tíu leikmenn og þar á meðal markvörðinn Kepa Arrizabalaga, miðjumanninn Jorginho og varnarmennina Antonio Rüdiger, Kurt Zouma og Andreas Christiansen. Sky Sports greinir frá.

Grímuskylda vari ferðin lengur en 30 mínútur

(8 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Gerð verður sú breyting hérlendis að skýrt verður gert hversu mörgum viðskiptavinum sé heimilt að vera inni í matvöruverslunum. Einnig verður skýrt kveðið á um að nota skuli andlitsgrímu í almenningssamgöngum vari ferðin lengur en þrjátíu mínútur.

Eiginkona Ellenar DeGeneres stendur með henni

(9 klukkustundir, 1 mínúta)
FÓLKIÐ Leikkonan Portia de Rossi gaf út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist styðja eiginkonu sína, spjallþáttastjórnandann Ellen DeGeneres. Lítið hefur heyrst frá de Rossi á meðan DeGeneres hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur vegna ásakana um slæma framkomu í garð starfsmanna sinna.

Telur Blöndutilraun gefa góða raun

(9 klukkustundir, 6 mínútur)
VEIÐI Miklar breytingar voru gerðar á veiðifyrirkomulagi í Blöndu í sumar. Maðkur var bannaður og sleppiskylda sett á stórlax og kvóti á smálax. félagið Starir sem kemur að leigu á Þverá/Kjarrá og Víðidalsá gerði leigusamning um Blöndu í kjölfar þess að Árni Baldursson og Lax-á ehf sögðu sig frá leigusamningi um ána.

Heilsugæslan fjölgar sýnatökum

(9 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að fjölga sýnatökum vegna kórónuveirunnar næstu daga og verða sýni tekin á öllum heilsugæslustöðvum umdæmisins á hverjum degi næstu daga.

Mættur til starfa í Danmörku

(9 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuþjálfarinn Ólafur Kristjánsson er mættur til starfa hjá danska liðinu Esbjerg en hann hætti með FH á dögunum og tók við danska liðinu.

Of snemmt að fagna árangri aðgerða

(9 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Of snemmt er að fagna árangri þeirra hertu aðgerða sem gildi tóku í síðustu viku þrátt fyrir að aðeins þrjú ný innanlandssmit hafi greinst í gær. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna, en hann segir viðbúið að fjöldi nýsmita sveiflist á milli daga.

Mér fannst ég ekki vera nógu góður pabbi

(9 klukkustundir, 28 mínútur)
BÖRN „Ég áttaði mig fljótlega á því að þetta var kvíði gagnvart föðurhlutverkinu og hafði ekkert með handbolta að gera. Ég var kominn í mikla streitu og það var veikt barn heima og ég var í raun með stanslausar hugmyndir um að ég væri ekki nógu góður pabbi og fattaði að ég var með óeðlilega fullkomnunaráráttu.“

115 milljóna gjaldþrot Bryggjunnar brugghúss

(9 klukkustundir, 32 mínútur)
VIÐSKIPTI Samtals bárust 115 milljóna króna kröfur í þrotabú BAR ehf., rekstrarfélags Bryggjunnar brugghúss, sem úrskurðað var gjaldþrota í apríl. Skiptunum lauk í byrjun júlí án þess að nokkrar eignir væri að finna í búinu.

Beint: Upplýsingafundur almannavarna

(9 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag.

30 í sóttkví eftir smit hjá sjúkaþjálfara

(9 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Þrjátíu skjólstæðingar á sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri hafa verið sendir í sóttkví eftir að sjúkraþjálfari á stöðinni greindist með kórónuveiruna um helgina.

Norðurlandamótinu á Íslandi frestað

(9 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norðurlandamótinu í júdó sem átti að fara fram 12.-13. september í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar.

Nýtt nafn ritað á bikarinn

(10 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Góðgerðarmótið skemmtilega, Einvígið á Nesinu, fór fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi í gær venju samkvæmt. Hert tilmæli sóttvarnalæknis settu þó sinn svip á mótshaldið því engir áhorfendur voru leyfðir í þetta skiptið.

Fá undanþágu til heilbrigðisstarfa í Perú

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Stjórnvöld í Perú hafa ákveðið að leyfa þúsundum heilbrigðisstarfsmanna sem flýðu heimaland sitt, Venesúela, að starfa sem slíkir í landinu, hið minnsta á meðan á kórónuveirufaraldrinum stendur.
SMARTLAND „Ég á mömmu sem hefur skuldað skattinum í ég veit ekki hvað mörg ár. Ég vil samt taka það fram að hún hefur alltaf borgað þeim og standið í skilum við allt, nema það að hún lenti í bílslysi og er í dag öryrki. Samt hefur hún alla tíð unnið frá 8 á morgnanna til 8 á kvöldin og verið hörku dugleg í vinnu. Hún tók sér varla sumarfrí og aldrei veikindardaga.“

Hafþór Júlíus tók þátt í steypiboði Kelsey

(10 klukkustundir, 40 mínútur)
BÖRN Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson skemmtu sér vel um verslunarmannahelgina en Kelsey fékk óvænt steypiboð. Þau Hafþór og Kelsey eiga von á barni í október og er allt að verða tilbúið.

Glænýr langdrægur Peugeot rafbíll sýndur

(10 klukkustundir, 40 mínútur)
BÍLAR Brimborg frumsýnir glænýjan, langdrægan Peugeot e-2008, 100% hreinan rafbíl með jeppalagi, góða veghæð og háa sætisstöðu. Hann er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél, varmadælu sem eykur orkunýtingu og drægi.

Sagður í útlegð í Dóminíska lýðveldinu

(10 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er sagður vera kominn í útlegð til Dóminíska lýðveldisins.

Óttast að missa stjórn á útbreiðslu veirunnar

(10 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Sóttvarnayfirvöld í Frakklandi óttast að þau missi stjórn á útbreiðslu kórónaveirunnar þar í landi. Í tilkynningu til frönsku ríkisstjórnarinnar segja þarlend sóttvarnayfirvöld að veiran hafi sótt í sig veðrið að undanförnu. Sjúklingum fjölgar á gjörgæslu í fyrsta sinn síðan í apríl og tala látinna í landinu er komin yfir 30.000. AFP greinir frá.

Einn sá besti leggur hanskana á hilluna

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knattspyrnumarkvörðurinn Iker Casillas hefur lagt hanskana á hilluna eftir magnaðan 22 ára feril.

Íslendingurinn ungi gerði fimm ára samning

(11 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn ungi Andri Fannar Baldursson hefur framlengt samning sinn við ítalska A-deildarfélagið Bologna um fimm ár og er hann nú samningsbundinn félaginu til 2025.

Halldóra og Ingi skipuð héraðsdómarar

(11 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Dómsmálaráðherra hefur skipað Halldóru Þorsteinsdóttur lektor í embætti dómara með fasta starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness frá 1. ágúst 2020. Ingi Tryggvason lögmaður hefur jafnframt verið skipaður í embætti dómara við sama dómstól frá 31. ágúst 2020.

Saka Bandaríkin um einelti vegna TikTok

(11 klukkustundir, 33 mínútur)
ERLENT Kínverjar saka Bandaríkin um einelti vegna smáforritsins TikTok eftir að forsetinn Donald Trump sagðist ætla að loka því í Bandaríkjunum ef þarlent fyrirtæki kaupir ekki TikTok fyrir miðjan september.

Ókostir húsbílalífsins

(11 klukkustundir, 40 mínútur)
FERÐALÖG Margir hafa ferðast um í húsbílum í sumar. En er eitthvað varið í það að vera á flakki allt árið þar sem veðrið er gott og búa hreinlega í húsbíl?

Juventus heldur enn yfirráðum

(11 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Juventus varð um helgina ítalskur meistari í knattspyrnu níunda árið í röð. Félagið hefur haft algjört tak á ítalska boltanum í tæpan áratug, ráðið þar lögum og lofum og félagið ávallt státað af mikilli velmegun. Nýliðið tímabil var þó langt frá því að vera fyrsta flokks í Tórínó og þó leikmenn liðsins hafi auðvitað brosað sínu breiðasta við verðlaunaafhendinguna á laugardaginn, þá var eitthvað dapurlegt og fálátt við fögnuðinn miðað við oft áður.
ERLENT Egyptar hafa boðið Elon Musk, stofnanda Tesla og SpaceX, að heimsækja pýramídana frægu í landinu eftir að hann tísti á Twitter að geimverur hefðu reist þá.

Þurfa smit í 15 til 20 daga í röð

(12 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Mögulegt er að drög að nýju spálíkani vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi verði kynnt í lok þessarar viku. Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir að fleiri dagar þurfi að líða áður en hægt verður að fullvinna spálíkanið.
K100 Rúmlega fjórir mánuðir eru liðnir frá því Regína Ósk söngkona var greind með smitsjúkdóminn COVID-19 og missti í kjölfarið allt bragð- og lyktarskyn. Þrátt fyrir að hafa náð sér af sjúkdómnum og myndað mótefni gegn veirunni glímir söngkonan enn við skerta virkni fyrrnefndra skynfæra.

Hamingjuóskum rignir yfir Meghan

(12 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ Meghan hertogaynja fagnar 39 ára afmæli sínu í dag í Kaliforníu ásamt Harry Bretaprins og syni þeirra Archie. Breska konungsfjölskyldan hefur verið dugleg að óska Meghan til hamingju á samfélagsmiðlum.

Hið fullkomna sumarbústaðaráð Þórunnar

(12 klukkustundir, 13 mínútur)
MATUR Albert Eiríks er með augun opin og tók eftir því á dögunum þegar að Þórunn Sigurðar deildi ráði og uppskrift sem hún segir að sé hin fullkomna leið til

Leikmaður Manchester United í sárum

(12 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Chris Smalling er hryggur yfir því að mega ekki leika með Roma í Evrópudeildinni í mánuðinum.

Has Traveled Around Iceland Five Times this Summer

(12 klukkustundir, 29 mínútur)
ICELAND Photographer Jón Ragnar Jónsson, a.k.a. Jon from Iceland, has been traveling Iceland since the start of the COVID-19 pandemic.

Þrjú innanlandssmit í gær

(12 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, tvö á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu.

„Ég varð hreinlega fyrir áfalli“

(12 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Tromsø í Noregi hefur hafið rannsókn á norsku farþegaskipaútgerðinni Hurtigruten og hver tildrög þess voru að á fjórða hundrað farþegum í tveimur vikulöngum siglingum MS Roald Amundsen var ekki tilkynnt fyrr en undir kvöld á föstudag, að farþegi í fyrri siglingunni greindist með kórónuveirusmit á miðvikudaginn var.

Hlutur PAR í Icelandair undir 11%

(12 klukkustundir, 49 mínútur)
VIÐSKIPTI Banda­ríski fjár­fest­inga­sjóður­inn PAR Capital Mana­gement held­ur áfram að selja hluti sína í Icelanda­ir. Sjóðurinn er nú kominn undir 11% hlut í fyrirtækinu sem og hefur því selt tæplega 0,3% frá því hluthafalistinn var síðast uppfærður.

Landsliðsþjálfarinn framlengir um eitt ár

(12 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari karlaliðs Íslands í handbolta og Handknattleikssamband Íslands hafa komist að samkomulagi um framlengingu á samningi um eitt ár.
ERLENT Þó nokkrir kunnir rithöfundar og Hollywood-stjörnur hafa beðið egypsk stjórnvöld um að leysa úr haldi aðgerðasinnann Sanaa Seif og fleiri pólitíska fanga.

Þröstur afar hress með veiðina í sumar

(13 klukkustundir, 15 mínútur)
VEIÐI Þröstur Elliðason sem á og rekur veiðifélagið Strengir er býsna kátur þessa dagana. Staðan er nú framar vonum eftir afar erfitt ár 2019. Í fyrra leit út fyrir gott ár í Jöklu og var veiðin stigvaxandi.

Engir áhorfendur þegar Ísland mætir Englandi

(13 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að engir áhorfendur verði leyfðir á landsleikjum á vegum sambandsins í september vegna kórónuveirunnar. Norska knattspyrnusambandið greindi frá í dag.

Border Testing Reaching Maximum Capacity

(13 klukkustundir, 38 mínútur)
ICELAND More than 2,000 people a day have been tested for the coronavirus at Icelandic borders for the past two days.

Trump vill fá hluta kaupverðsins

(13 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að bandaríska ríkisstjórnin ætti að fá hluta kaupverðs TikTok ef bandarískt fyrirtæki kaupir forritið.

Ronaldo vildi fara til Frakklands

(13 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hafði áhuga á að fara til Frakklandsmeistara PSG í sumar áður en kórónuveiran setti strik í reikninginn. France Football greinir frá.

SOS-merki kom þeim til bjargar

(13 klukkustundir, 51 mínúta)
ERLENT Þremur sjómönnum frá Míkrónesíu, sem voru strandarglópar á pínulítilli afskekktri eyju í Kyrrahafi, var bjargað á sunnudag eftir að áhafnir bandarískra og ástralskra herþota sáu risastórt neyðarmerki, SOS, á ströndinni.

Jórunn Frímanns og fjölskylda selja Einimelinn

(13 klukkustundir, 52 mínútur)
SMARTLAND Jórunn Frímannsdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi borgarfulltrúi, og Hörður Ólafsson læknir hafa sett sitt einstaka einbýli við Einimel á sölu.

Yfir 300.000 rafbílar

(14 klukkustundir, 5 mínútur)
BÍLAR Það tók Renault átta ár að smíða fyrstu 200.000 rafbíla sinna. Þeim áfanga var náð um áramótin 2018/19.

Kvæntist ungu konunni með hjálp Zoom

(14 klukkustundir, 10 mínútur)
FÓLKIÐ Óskarverðlaunaleikarinn Sean Penn gekk í hjónaband með kærustu sinni til fjögurra ára, leikkonunni Leilu George. Penn sýndi hringinn glaður í spjallþætti Seth Meyers í gær en brúðkaupið tók mið af kórónuveirufaraldrinum.

Telja sig geta skotið upp nokkrum bombum

(14 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Einhver afskipti þurfti að hafa af hávaða í heimahúsum í þéttbýli á Suðurlandi og fréttir bárust af hópi hrossa sem hlupu í girðingar þegar einhver tók sig til í uppsveitum Árnessýslu og fór að skjóta upp flugeldum

Frá Vestmannaeyjum í dönsku C-deildina

(14 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Portúgalski þjálfarinn Pedro Hipólito hefur verið ráðinn til starfa hjá Næstved í dönsku C-deildinni eftir að liðið féll úr B-deildinni í sumar.

Dansi línudans með nýjum skilmálum

(14 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir kortafyrirtækin dansa línudans með skilmálabreytingum sem setji viðskiptavini þeirra í erfiðari stöðu og auki þannig eigin áhættu. Borgun hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum að 10% heildarfjárhæðar allra færslna verði haldið eftir með svokallaðri veltutryggingu.

Óskar með þríeykinu í dag

(14 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14:00 í dag.

Ólýsanleg sorg

(14 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Ekki er hægt að lýsa sorg foreldra sem missa börn sín með þessum hætti í orðum. Þetta er skelfilegt og reiði almennings í garð glæpagengja er greinileg segir Mikael Damberg, innanríkisráðherra Svíþjóðar.

Sjötti sigur meistaranna í röð

(14 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Meistarar Toronto Raptors unnu sinn sjötta leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta er liðið lagði Miami Heat 107:103 í Florida. Er liðið sem fyrr í öðru sæti Austurdeildarinnar á eftir Milwaukee Bucks.

½ milljón fornbíla

(15 klukkustundir, 1 mínúta)
BÍLAR Þýskir bílar eldast hratt samkvæmt upplýsingum frá þýska bifreiðaeftirlitinu.

Stakk upp í sig fullum poka af kannabis

(15 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Brotist var inn í bifreið sem stóð við Grindavíkurafleggjara á föstudaginn og úr henni stolið tveimur golfsettum, nokkrum pörum af íþróttaskóm og fatnaði.

Verðmætasti leikur heims

(15 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Verðmætasti knattspyrnuleikur ársins á Englandi verður spilaður á Wembley-leikvanginum í London klukkan 18:45 í kvöld er Lundúnaliðin Brentford og Fulham leiða saman hesta sína í úrslitaleik í umspili B-deildarinnar. Verðlaunin fyrir sigurliðið er lykill að draumalandinu, ensku úrvalsdeildinni. Er úrslitaleikur umspilsins oft kallaður verðmætasti staki knattspyrnuleikur í heimi.

Seljast eins og heitar lummur

(15 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Fjöldi fólks hafði samband við Ölbu Indíönu Ásgeirsdóttur þegar hún setti inn færslu á Facebook og auglýsti handsaumaðar andlitsgrímur.

Fjöldi Breta flutti eftir Brexit-atkvæðagreiðslu

(15 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Bretum sem hafa flutt búferlum til ríkja Evrópusambandsins hefur fjölgað um 30% frá því þjóðaratkvæðagreiðslan um Brexit var haldin í júní 2016.

Kalt, hvasst og kaflaskipt sumar

(15 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Sumarið hefur verið kaflaskipt og það hefur verið laust við meiri háttar hitabylgjur, segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, spurður um veðurfarið í samtali við Morgunblaðið.

Hreinn rafbílabær

(15 klukkustundir, 45 mínútur)
BÍLAR Franskur smábær, Appy, í Pýrenneafjöllum hefur skorað Norðmenn á hólm í rafbílavæðingu.

Taka ákvörðun um maraþonið

(16 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Íþróttabandalag Reykjavíkur mun funda í dag um hvort Reykjavíkurmaraþonið mun fara fram, en fundurinn hefst klukkan níu árdegis.

Laumast út þrátt fyrir einangrun

(16 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Erfiðlega hefur gengið að fá fólk sem er smitað af kórónuveirunni í Victoria-ríki í Ástralíu til að halda sig heima. Yfirvöld hóta því að leggja háar fjársektir við brotum á sóttvarnareglum.

Mígrenið versnaði eftir fæðingu

(16 klukkustundir, 40 mínútur)
BÖRN Khloé Kardashian byrjaði að fá mígreniköst þegar hún var 12 ára. Í dag er hún 36 ára og hafa köstin versnað síðustu ár og þá sérstaklega eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrir rúmum tveimur árum.

Tvö brunaútköll í nótt

(16 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í tvígang í nótt vegna eldsvoða.

Grímuklæddir menn stálu fjölda myndavéla

(17 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Brotist var inn í ljósmyndavöruverslun í austurborginni í nótt og fjölda myndavéla stolið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru tveir grímuklæddir menn þar að verki. Málið er í rannsókn lögreglunnar.

Yfir 30 m/s í hviðum

(17 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi á miðnætti og gildir til klukkan 10 í fyrramálið, miðvikudag. Spáð er norðaustan 18-23 m/s við ströndina vestan Öræfa með hviðum yfir 30 m/s aðra nótt.

Andamamma ól upp 76 unga

(17 klukkustundir, 10 mínútur)
K100 Einstök andamamma náðist á filmu með hóp 76 andarunga. Ekki er óalgengt að ein önd sameini stóran hóp af ungum þar sem talið er að endur ali ungana sína upp í kerfi sem kallast creche. Hins vegar er svona stór hópur óalgengur og er greinilega ofurmamma hér á ferð.

Stökk út í Jöklu í Stuðlagili

(17 klukkustundir, 40 mínútur)
FERÐALÖG Elín Signý W. Ragnarsdóttir hoppaði út í Jöklu þegar hún heimsótti Stuðlagil í júlí. Elín Signý fer í kalt vatn á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri sem henni gefst til að hoppa út í vötn eða ár.

Styttist í að Boeing 737 Max taki flugið

(17 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Stjórnendur bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing vonast til þess að 737 MAX-farþegaþota félagsins geti tekið flugið að nýju snemma á næsta ári.

„Víti til varnaðar fyrir einkaaðila“

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Róbert Guðfinnsson, veitingamaður, hóteleigandi og eigandi Rauðku ehf. á Siglufirði, telur Fjallabyggð ekki hafa staðið við samkomulag um uppbyggingu í bænum, í samræmi við samning sem undirritaður var árið 2012.

Landamærin við þolmörk

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Yfir 2.000 sýni hafa verið tekin daglega á landamærum Íslands síðustu tvo daga, eða umfram það viðmið sem lagt var upp með að heilbrigðiskerfið gæti annað þegar skimun hófst.Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í Morgunblaðinu í dag, að það sé áhyggjuefni.

Gestum tjaldsvæða vísað í burtu

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT „Þetta var það versta sem ég hef lent í, í rekstri tjaldsvæðis í tuttugu ár,“ segir Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Hamra, rekstraraðila tjaldsvæðanna á Akureyri, í Morgunblaðinu í dag.

Vilja ekki tengjast smálánum

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Björn Líndal Traustason, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Strandamanna, segir að forsvarsmenn sjóðsins vilji koma því á hreint að sjóðurinn þjónusti ekki fyrirtæki sem koma að smálánastarfsemi.

Júlíus Vífill áfrýjar til Hæstaréttar

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Hæstiréttur hefur veitt Júlíusi Vífli Ingvarssyni leyfi til að áfrýja dómsúrskurði Landsréttar, sem sakfelldi hann fyrir peningaþvætti í maí síðastliðnum.

Undirbúa mótmæli

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Hópur tengdur Frjálshyggjufélaginu undirbýr nú mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda.

Allt er háð hlutafjárútboðinu

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
VIÐSKIPTI Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að allir angar fjárhagslegrar endurskipulagningar félagsins séu háðir því að hlutafjárútboð gangi vel. Stefnt er að því að það fari fram í ágúst.

Aftur í form eftir mestu sukkhelgi ársins

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
SMARTLAND Verslunarmannahelgin er eins og jól og áramót. Að lokum tekur rútínan við og þá kjósa margir að byrja að hreyfa sig og borða hollt.

Leynihráefnið sem þú þarft að eiga í frysti

(18 klukkustundir, 31 mínúta)
MATUR Þegar við þurfum mest á því að halda, þá er ekkert til í frystinum! Við erum að tala um kælipoka þegar neyðin er stærst.