Fréttir vikunnar


VIÐSKIPTI Nafni aflþynnuverksmiðjunnar Becromal í Eyjafirði hefur verið breytt í TDK Foil Iceland, en það er í samræmi við nafn móðurfélagsins sem heitir TDK corporation. Breytingin tók gildi fyrr í mánuðinum og hefur nýtt skilti verið sett upp utan á verksmiðjunni með nýju nafni hennar.
ÍÞRÓTTIR Írska knattspyrnusambandið er búið að reka landsliðsþjálfarann Martin O’Neill sem og aðstoðarmann hans, Roy Keane, úr starfi en hvorki hefur gengið né Írum undir þeirra stjórn.
FÓLKIÐ Donald Trump var í hátíðarskapi þegar hann og Melania Trump fengu veglegt jólatré afhent á mánudaginn.
INNLENT Vegagerðin telur að frekar ætti að lækka leyfðan ökuhraða almennrar umferðar á þjóðvegum landsins heldur en að hækka leyfðan ökuhraða vörubifreiða og annarra ökutækja sem nú er bundinn við 80 kílómetra hámarkshraða á klukkustund á bundnu slitlagi.
ÍÞRÓTTIR Færeyski landsliðsmaðurinn René Joensen staðfesti eftir leik Færeyja og Möltu í D-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í gærkvöld að hann muni leiki áfram með Grindvíkingum.
K100 Gunnar Sigurðarson, sem oftast hefur verið nefndur Gunnar samloka eða Gunnar á Völlum, hefur verið ráðinn viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins. Hulda og Logi slóu á þráðinn til að forvitnast um starfið.
MATUR Þakkargjörðarhátíðin er afskaplega amerísk hefð sem margir hafa gaman af að halda upp á. Aðallega út af matnum en nú nýverið einnig út af útsölunum.
ERLENT Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa fangelsað að minnsta kosti tíu konur og sjö karla sem þau segja ógn við þjóðaröryggi en fólkið hefur tekið þátt í starfi mannúðarsamtaka. Fólkið hefur verið pyntað og beitt öðru ofbeldi í varðhaldi.
SMARTLAND „Ég hef aldrei upplifað ást við fyrstu sýn. Það væri mjög ólíkt mér ef slíkt gerðist. En ég heillaðist af því hvað hann var vel gefinn, fróður og skemmtilegur og síðla árs 1973 var ég orðin mjög ástfangin.“
ÍÞRÓTTIR Kvennalandsliðið í körfuknattleik leikur í kvöld sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumótsins þegar það mætir Bosníu í Laugardalshöllinni.

81 látinn í gróðureldunum


(1 klukkustund, 4 mínútur)
ERLENT Tala látinna eftir gróðureldana sem geisað hafa í norðurhluta Kaliforníuríkis er nú komin upp í 81, eftir að tveir til viðbótar fundust látnir í gær. 870 manns er nú saknað og segir lögreglustjóri Butte-sýslu töluna hafa hækkað á ný eftir að lögregla náði að vinna sig í gegnum fjölda tilkynninga.
ÍÞRÓTTIR Eftir enn eitt landsleikjahléið verður þráðurinn tekinn upp í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um næstu helgi og gleður það eflaust marga knattspyrnuáhugamenn.

Skilja eftir 20 ára langt hjónaband


(1 klukkustund, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Robert De Niro og eiginkona hans, Grace Hightower, búa ekki lengur saman eftir að hafa verið gift í 21 ár.

Frost descends on North East Iceland


(1 klukkustund, 36 mínútur)
ICELAND The latest weather forecast predicts frost of up to minus 10 degrees Celsius tonight with clear skies. On the south coast however, temperatures are much warmer.

Drepinn með boga og örvum eyjaskeggja


(1 klukkustund, 37 mínútur)
ERLENT Bandarískur ferðamaður fannst látinn eftir árás ættbálks á afskekktu indversku eyjunni North Sentinel Island. Ættbálkar á eyjunni, sem tilheyrir Andaman-eyjaklasanum, njóta verndar og ólöglegt er að hafa við þá samskipti.

Hefur góða tilfinningu fyrir tímabilinu


(1 klukkustund, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Okkur hefur gengið vel á þessu tímabili og erum í toppbaráttu. Hinsvegar þarf allt að ganga upp til þess að við förum upp því deildin er jöfn og liðin geta unnið hvert annað. Munurinn á þeim flestum er ekki mikill,“ sagði handknattleiksmaðurinn Oddur Gretarsson sem er á sínu öðru keppnistímabili með Balingen-Weilstetten sem situr um þessar mundir í 3. sæti þýsku 2. deildarinnar.

85 þúsund börn sultu til bana


(1 klukkustund, 44 mínútur)
ERLENT Allt að 85 þúsund börn yngri en fimm ára hafa soltið til bana eða dáið úr farsóttum í Jemen á síðustu þremur árum. Óttast er að hungursneyð herji á 14 milljónir Jemena ef ekkert verður að gert. Íbúar landsins eru 28 milljónir talsins.

Framboði Heiðveigar Maríu hafnað


(1 klukkustund, 57 mínútur)
200 Mótframboði Heiðveigar Maríu Einarsdóttur til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands gegn lista stjórnar félagsins, A-lista, var hafnað á fundi kjörstjórnar félagsins í gær.
ERLENT Yfirlýsing Donald Trumps Bandaríkjaforseta um áframhaldandi stuðning stjórnvalda við ráðamenn í Sádi-Arabíu hefur vakið töluverð viðbrögð í Bandaríkjunum. Segja fjölmiðlar forsetann hafa svikið bandarísk gildi með yfirlýsingu sinni og sýnt einræðisherrum heims hversu langt þeir geti gengið.

Dybala og Icardi komnir á blað


(2 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mauro Icardi og Paulo Dybala tryggðu Argentínumönnum 2:0 sigur í vináttuleik gegn Mexíkó í nótt.

Finnar handteknir fyrir að dreifa trúarriti


(2 klukkustundir, 13 mínútur)
ERLENT Fjórir Finnar eru í haldi malasísku lögreglunnar en þeir eru sakaðir um að hafa dreift kristilegum bæklingum á eyjunni Langkawi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm verði þeir fundnir sekir.

Varð fyrir flugvél í flugtaki og lést


(2 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Maður lést á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi í gærkvöld þegar flugvél í flugtaki keyrði á hann. Samkvæmt rússneskum fréttamiðlum hafði maðurinn millilent á flugvellinum á leið sinni frá Spáni til Armeníu.

Geta ekki fengið neinn frá Liverpool í bráð


(2 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Barcelona getur ekki keypt leikmann frá Liverpool fyrr en árið 2021. Frá þessu greina spænskir fjölmiðlar.

Jólabjalla setur svip á Bankastræti


(2 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Rúmur mánuður er til jóla en þau eru samt farin að minna á sig. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru í gær að setja upp jólaskreytingar í miðborginni.

Braut gegn 300 norrænum drengjum


(2 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Ríkissaksóknari Noregs hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum drengjum. Fórnarlömb mannsins, sem var knattspyrnudómari, eru um 300 talsins. Aðeins tvö þeirra hafa stigið fram og greint frá ofbeldinu.

Hlynur Morthens leysir Kára af


(2 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Hlynur Morthens, markvörður Íslandsmeistaraliðs Vals í handknattleik vorið 2017, er orðinn markvarðaþjálfari færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik. Hann hefur tekið við af Kára Garðarssyni sem sagði starfi sínu lausu vegna anna í aðalstarfi sínu.

Veggjöld fjármagni vegagerðina


(2 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Viðræðuhópur Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins hefur skilað niðurstöðu varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu. Fulltrúar ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu nú yfirfara tillögurnar.

Minni olía notuð til að ná í betra hráefni


(3 klukkustundir, 12 mínútur)
200 Nýr Cleopatra-bátur, Indriði Kristins BA 751, sem Þórsberg ehf. á Tálknafirði hefur keypt frá Trefjum gerir útgerðinni kleift að minnka olíukostnað. Áhöfnin getur lagt tvær lagnir í hverjum róðri og þannig minnkað stímið um helming.

Rúnar að braggast


(3 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur ekki getað, vegna meiðsla, leikið með liði sínu Ribe Esbjerg í tveimur síðustu leikjum þess í dönsku úrvalsdeildinni.

Kröftug sprengja sprakk í Malmö


(3 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Kröftug sprengja sprakk um miðnætti í Malmö. Að sögn lögreglu er um mun öflugri sprengju að ræða en þær sem hafa sprungið í borginni áður og heyrðist hvellurinn víða í borginni.

Kim Jong-yang nýr forstjóri Interpol


(3 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Kim Jong-yang hefur verið kjörinn nýr forstjóri Interpol á ársfundi alþjóðalögreglunnar í Dúbaí. Mjög hefur verið tekist á um hver ætti að hreppa hnossið undanfarna daga en til stóð að Rússinn Alexander Prókoptsjúk tæki við embættinu.

Óttar hjá Vendsyssel


(3 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Framherjinn Óttar Magnús Karlsson gæti orðið liðsfélagi Jóns Dags Þorsteinssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Vendsyssel.

Þér er boðið í Disney-teiti í Hádegismóum


(3 klukkustundir, 49 mínútur)
BÖRN Gleðin verður við völd á fimmtudaginn þegar Disney verður með sitt árlega jólaboð. Kakó og piparkökur verða í boði og aldrei að vita nema jólasveinn kíki í heimsókn.

Green var hetja Toronto


(3 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Danny Green var hetja Toronto Raptors þegar liðið lagði Orlando Magic að velli í NBA-deildinni í körfuknatteik í nótt.

Allt að tíu stiga frost í nótt


(3 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Spáð er allt að tíu stiga frosti í innsveitum á Norðausturlandi í nótt en gert er ráð fyrir að þar verði heiðskírt. Ekki er spáð frosti með suðurströndinni.

Ítölskum hjálparstarfsmanni rænt


(3 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Vopnaðir menn rændu ítalskri konu sem starfaði sem sjálfboðaliði hjálparsamtaka í þorpi í suðausturhluta Kenýa í gærkvöldi. Greint var mannráninu í morgun. Árásarmennirnir skutu á íbúa í þorpinu og særðu fimm þeirra.

Malcolm í miðjunni fullorðinn og trúlofaður


(3 klukkustundir, 59 mínútur)
FÓLKIÐ Barnastjarnan Frankie Muniz er orðinn 33 ára og ekki sami krúttlegi strákurinn og í fjölskylduþáttunum Malcolm í miðjunni.

Þjófnaður á bókasafninu


(4 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Kona varð fyrir því óláni að stolið var frá henni munum þar sem hún var á bókasafninu í miðborginni síðdegis í gær. Meðal annars var síma hennar stolið, greiðslukorti og lyfjum.

8 vandamál í rúminu sem eru eðlileg


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Stundar þú alltaf kynlíf í sömu stellingunum eða hugsar jafnvel um einhvern annan en maka þinn í rúminu? Oftast eru áhyggjur af vandamálum tengdum kynlífi óþarfar.

Myrtur eftir útgáfuboð


(5 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Fyrrverandi leiðtogi dansks glæpagengis, Nedim Yasar, sem er að gefa út æviminningar sínar, var skotinn til bana þegar hann kom úr útgáfuhófinu í Kaupmannahöfn á mánudagskvöldið. Bókin fjallar um það hvernig hann yfirgaf heim skipulagðrar glæpastarfsemi og kom út í gær.

Vill kaupa 8 milljarða hlut í lóninu


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé framtakssjóðsins Horns II í Bláa lóninu. Hlutur sjóðsins í fyrirtækinu er tæplega 20% og er metinn í bókum hans á ríflega 8 milljarða króna.

100 manns í megrunaraðgerðir


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT „Mér fannst fáránlegt að horfa upp á þessa biðlista og sjálfsagt að bjóða upp á þennan valkost. Þetta er frábært sjúkrahús með læknum sem menntaðir eru í London og víðar á Vesturlöndum,“ segir Guðjón Ólafur Sigurbjartsson, hjá Hei Medical Travel sem býður upp á heilbrigðisþjónustu í Lettlandi.

Isavia vill fá að sekta fyrir stöðubrot


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Isavia, sem annast rekstur Keflavíkurflugvallar, telur æskilegt að félagið fái sjálfstæða lagaheimild í umferðarlögum til að leggja á og innheimta gjöld eða sektir af ökumönnum.

Tíminn er að hlaupa frá okkur


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT „Tíminn er að hlaupa frá okkur. Margir bændur bíða með ákvörðun um það hvort þeir treysta sér til að halda áfram eftir því hvort og þá hver aðkoma ríkisins verður.“

Hönnun Landsbankans að ljúka


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuðstöðva Landsbankans eru á lokastigi. Áætlað er að í desember verði þeir sendir til byggingarfulltrúa Reykjavíkur. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa bankans.

Viðkvæm en ekki í hættu


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
200 Langreyður er ekki lengur flokkuð sem tegund í hættu (EN) á heimslista Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN). Tegundin er nú flokkuð sem viðkvæm (VU).

Borgarlínan meðal verkefna í pípunum


(5 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Fulltrúar ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa fengið niðurstöður starfshóps varðandi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þar er m.a. fjallað um áform um borgarlínu.

Þvottaleiðbeiningar sem auðvelda allt


(5 klukkustundir, 44 mínútur)
MATUR Hvað þýða öll þessi þvottatákn og hvernig á maður að muna allt sem þau gera? Oftar en ekki getur þvotturinn farið úr böndunum á stórum sem litlum heimilum.

Vara við salati vegna E.coli


(10 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa varað neytendur við að borða romaine-salat og eiga þeir að henda því ef þeir eiga það til heima hjá sér. Ástæðan er útbreiðsla E.coli-bakteríunnar.

Höfuðpaurinn látinn svara til saka


(11 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Utanríkisráðherra Tyrklands vill að sá sem fyrirskipaði morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi verði látinn svara til saka. Krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hefur verið bendlaður við ódæðið.

Ísland og Þýskaland í sama styrkleikaflokki


(11 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Styrkleikaflokkarnir fyrir undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu eru klárir, en Þjóðadeild UEFA lauk í kvöld. Ísland verður í öðrum styrkleikaflokki, eins og Þýskaland, en gengi þýska liðsins hefur ekki verið gott á árinu.

Prestur eyddi sóknarfénu í netsvik


(11 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Kaþólskur prestur í Þýskalandi hefur viðurkennt að hafa eytt sóknarfénu í svikamyllu á netinu þar sem honum var heitið skjótum hagnaði. Presturinn játaði brot sitt fyrir söfnuðinum við messu á mánudag, en hann hafði þá stolið 120.000 evrum úr sjóðum safnaðarins.

Tillögu vegna SÁÁ vísað frá


(11 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Tillögu Egils Þórs Jónssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að auka fjárveitingar til SÁÁ um 140 milljónir króna vegna skorts á stuðningi og úrræðum við ákveðna hópa með fíknivanda var vísað frá á fundi borgarstjórnar nú í kvöld.

Flutti jómfrúarræðu sína


(12 klukkustundir)
INNLENT Ragna Sigurðardóttir, 2. varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, flutti jómfrúarræðu sína í borgarstjórn í kvöld í umræðum um tillögur stýrihóps um að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.

Meistararnir skoruðu níu


(12 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar SA voru í stuði er SR heimsótti þá í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld og skoruðu níu mörk, en lokatölur urðu 9:2, SA í vil.

Óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag


(12 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur.

Verðum að grípa skóflur og fara að moka


(12 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Allt sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis, í fyrri hálfleik sérstaklega, við þurfum að ráða fram úr því hvern andskotann við erum að gera. Þetta er ekki búið að vera nógu gott, við erum ekki að bjóða fólkinu okkar upp á það sem við eigum að geta boðið þeim upp á með þetta lið í höndunum,“ voru fyrstu orð Kristins Guðmundssonar, aðstoðarþjálfara ÍBV, eftir tap sinna manna 30:32 gegn KA á heimavelli.

Ghosn verður áfram forstjóri


(12 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Franski bílaframleiðandinn Renault hefur skipað framkvæmdastjóra sinn sem aðstoðarforstjóra og á hann að sjá um daglega stjórnun á fyrirtækinu eftir að Carlos Ghosn var handtekinn. Ghosn verður áfram forstjóri Renault.

Vilja 300 milljónum meira


(12 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Fordæmalaus spurn eftir leiknu íslensku sjónvarpsefni hefur skapast að mati félaga þeirra sem koma að íslenskri kvikmynda- og sjónvarpsgerð og hvetja þau alla alþingismenn til þess að taka undir hækkun framlaga til sjónvarpssjóðs um 300 milljónir króna.

Vinsælasti tíminn til framhjáhalds


(12 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Ertu viss um að þú vitir hvar maki þinn er klukkan kortér í sjö á föstudagskvöldum? Hann gæti verið að halda fram hjá.

Svíar síðastir upp í A-deildina


(12 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Svíþjóð tryggði sér í kvöld sæti í efstu deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta með 2:0-heimasigri á Rússlandi. Victor Lindelöf, varnarmaður Manchester United, og Marcus Berg skoruðu mörk Svía sem fóru upp fyrir Rússa með sigrinum og upp í A-deild.

Breytingar á hönnun kostað 23 milljónir


(13 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Breytingar á hönnun nýrrar skrifstofubyggingar Alþingis hafa kostað rúmar 23 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata.

Neymar og Mbappé tæpir fyrir Liverpool


(13 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilíska stórstjarnan Neymar entist aðeins í sex mínútur er Brasilía vann 1:0-sigur á Kamerún í vináttuleik í fótbolta í Milton Keynes á Englandi í kvöld. Neymar var í byrjunarliði Brasilíumanna en haltraði af velli.

„Ég skil ekki svona vinnubrögð“


(13 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT „Þetta fyrirtæki, Stakksberg, er að halda kynningarfund annað kvöld klukkan átta. Ég verð að segja það að mér finnst það sæta mikilli furðu hversu illa sá fundur sé kynntur,“ segir Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, um íbúafund sem Stakksberg heldur annað kvöld.

Ár síðan KA tapaði fyrir ÍBV U


(13 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stefán Árnason, þjálfari KA, var ótrúlega ánægður með sigur sinna manna á ÍBV úti í Vestmannaeyjum, en liðin áttust við í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Leiknum lauk 30:32 og var sigurinn verðskuldaður en gestirnir léku heilt yfir mun betur.

Viðræðuhópur skilar niðurstöðum


(13 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Viðræðuhópur um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað niðurstöðum sínum til ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Nefbraut liðsfélaga á æfingu


(13 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Belgíski knattspyrnumaðurinn Yannick Carrasco nefbraut liðsfélaga sinn hjá kínverska liðinu Dalian Yifang er kapparnir rifust á æfingu í ágúst. Spænski miðilinn Marca greinir frá.

Ræddi við íþróttaiðkendur í Kópavogi


(13 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, ræddi í dag við unga íþróttaiðkendur í HK og Breiðabliki. Heimsóknin var hluti af innleiðingu á verkefninu TUFF-Ísland í Kópavogi.

Enn hægt að sjá Danadrottningu


(14 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Dagskráin hjá Margréti Þórhildi Danadrottningu vegna 100 ára fullveldisafmælis Íslands 1. desember næstkomandi er þétt. Enn er hægt að tryggja sér miða á sinfóníska sagnaskemmtun í Hörpu, þar sem drottningin mun flytja stutt ávarp í upphafi sýningar.

KitchenAid í sérstakri afmælisútgáfu


(14 klukkustundir, 15 mínútur)
MATUR Ein flottasta matvinnsluvél allra tíma mun fagna 100 ára afmæli á komandi ári og þá í sérstakri afmælisútgáfu.

Mynduðu skýstrokk á Ítalíu


(14 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Myndband náðist af gríðarstórum skýstrokki færa sig frá sjónum og yfir til borgarinnar Salerno í suðvesturhluta Ítalíu í dag.

Góður íslenskur sigur á Kína


(14 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann öruggan 30:24-sigur á Kína í vináttuleik í Noregi í dag. Staðan í hálfleik var 13:11, Kína í vil, en glæsilegur seinni hálfleikur íslenska liðsins tryggði góðan sigur.

Huginn lengdur um 7,2 metra


(14 klukkustundir, 34 mínútur)
200 Huginn VE-55 kom til heimahafnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku, eftir talsverðar breytingar í skipasmíðastöð í Póllandi. Heimferðin gekk vel. Huginn er frystiskip og fjölveiðiskip og var smíðaður árið 2001 í Chile en var nú lengdur um 7,2 metra.

Grátlegt tap hjá Ágústi


(14 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ágúst Elí Björgvinsson átti þokkalegan leik fyrir Sävehof sem tapaði á grátlegan hátt fyrir Redbergslids í efstu deild Svíþjóðar í handbolta í kvöld, 30:29. Redbergslids skoraði sigurmarkið í blálokin eftir æsispennu.

Óttast áhrif á tæknigeirann


(14 klukkustundir, 43 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutabréf féllu víða um heim í dag og óttast fjárfestar að viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína gæti haft áhrif á fyrirtæki í tæknigeiranum.

KA sótti sigur til Eyja


(14 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KA-menn sóttu tvö stig á heimavöll Íslands-, bikar- og deildarmeistara ÍBV í kvöld þegar liðið vann tveggja marka sigur, 32:30, í Olísdeild karla í handbolta. Sigurinn var verðskuldaður en KA-menn spiluðu heilt yfir miklu betur en Eyjamenn fyrir utan 10 mínútna kafla í seinni hálfleik.

Hreyfum okkur hægar en vandinn eykst


(14 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Það gengur mjög hægt að útskrifa,“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landspítalans. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, vakti athygli á því í pistli sínum um helgina að „frá­flæðis­vand­inn“, eða út­skrift­ar­vandi aldraðra, sé nú í áður óþekkt­um hæðum.

Átta mánuði að svara um Helguvík


(14 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Þórólfur Dagsson, talsmaður andstæðinga við stóriðju í Helguvík, hefur beðið tæplega átta mánuði eftir svari við fyrirspurn til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um hvort gert hafi verið óháð áhættumat um nálægð málmbræðsluofna við olíudreifingar- og geymslustöðvar í Helguvík við íbúabyggð.

Baka milljón kökur


(15 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Nú þegar komið er fram í síðari hluta nóvembermánaðar dettur inn á degi hverjum eitthvað sem tengist jólunum. Ljósaseríur, klementínur, konfekt og blandan góða af malti og appelsíni eru komin í búðirnar og nú síðast laufabrauðið.

Gunnar orðinn aðstoðarþjálfari Grindavíkur


(15 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gunnar Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Grindavíkur í fótbolta. Srdjan Tufegdzic tók við Grindavík af Óla Stefáni Flóventssyni eftir sumarið og Gunnar verður honum til halds og trausts.

Samskipti við Sádi-Arabíu óbreytt


(15 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, gæti hafa vitað af morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Það muni aftur á móti ekki hafa áhrif á samskipti ríkjanna tveggja.

Ellefti sigur Stefáns í röð


(15 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stefán Rafn Sigurmannsson og liðsfélagar hans hjá ungverska liðinu Pick Szeged eru enn með fullt hús stiga eftir ellefu leiki í efstu deild í handbolta þar í landi. Stefán og félagar unnu öruggan 36:29-heimasigur á Dabas í dag.

Samherji undirbýr skaðabótamál


(16 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Samherji er að undirbúa skaðabótamál á hendur Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál.

Harry Poter kom, sá og sigraði


(16 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Harry Poter er fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn af yorkshire terrier kyni. Hann er líka sá fyrsti til að landa meistaratitli á öllum fimm Norðurlöndunum. Hann er víðförull, fæddist í Lettlandi en var fluttur inn til Íslands eins árs og hefur nú flakkað um öll Norðurlöndin.

Segir ketó virka til lengri tíma litið


(16 klukkustundir, 24 mínútur)
SMARTLAND Klámstjarnan Jenna Jameson tekur ekki mark á fólki sem gagnrýnir ketó-mataræðið. Hún er búin að vera á ketó í sjö mánuði og segist aldrei hafa liðið betur.

5 uppeldisráð Sifjar Sigmarsdóttur


(16 klukkustundir, 25 mínútur)
BÖRN Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, býr í Lundúnum ásamt eiginmanni og tveimur börnum, tveggja og fimm ára, sem ganga undir heitinu „kostnaðarliður 1“ og „kostnaðarliður 2“.

Undir áhrifum fíkniefna í banaslysi


(16 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Karlmaður sem lést í hörðum árekstri tveggja bifreiða á Reykjanesbraut í október fyrir um tveimur árum var ekki í öryggisbelti og var undir áhrifum fíkniefna þegar slysið varð.

Guðbjörg framlengir við uppáhaldsfélagið


(16 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkmaður í fótbolta, framlengdi í dag samninginn sinn við sænska félagið Djurgården til ársins 2019. Guðbjörg kann greinilega vel við sig hjá félaginu því hún lék fyrst með því frá 2009 til 2012 og svo sneri hún aftur árið 2016.

Bailey's-súkkulaðið tryllir snappara landsins 


(16 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Bailey‘s-unnendur hérlendis eru ófáir enda er líkjörinn dísæti og dásamlegi vinsæll í eftirrétti sem og til drykkjar. Við á Matarvefnum höfum birt ófáar uppskriftir með líkjörnum ljúfa sem hafa fengið feiknamikinn lestur.

Börnin stjórnuðu þingi í Laugarnesskóla


(16 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Alþjóðadagur barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna var haldinn hátíðlegur í dag, en yfirskrift átaks UNICEF vegna dagsins í ár er #börnfáorðið. Í tilefni þess var barnaþing haldið í Laugarnesskóla, sem er einn fyrsti réttindaskóli UNICEF á landinu.
INNLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sóttu ráðstefnuna Global Positive Forum í París í dag.

Handtekinn fyrir að reykja á salerni


(17 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Karlmaður sem var farþegi í flugvél WOW air frá Brussel var handtekinn við komuna á Keflavíkurflugvöll í dag.

Liverpool gæti fengið leikmann til baka


(17 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Liverpool íhuga að fá velska framherjann Ben Woodburn til baka úr láni frá Sheffield United í B-deildinni í janúar. Woodburn var ekki í leikmannahópi liðsins gegn grönnunum í Sheffield Wednesday fyrir landsleikjahléið.

Hagnaður Eimskips lækkar um 28,7%


(17 klukkustundir, 34 mínútur)
VIÐSKIPTI Eimskip hagnaðist um 6,3 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 8,8 milljóna evra hagnað á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 28,7%. Tekjur félagsins jukust um 4,8% og voru 182,2 milljónir evra, en rekstrargjöld hækkuðu á sama tíma um 6,4%.

Steinsteypa ekki nóg


(17 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn telja mikilvægt að staðið verði við að fjölga leikskólarýmum enda stefnt að því að tryggja 12 mánaða börnum rými.

Fiskeldisfyrirtækin fá undanþágu


(17 klukkustundir, 42 mínútur)
200 Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur veitt fyrirtækjunum Arctic Sea Farm hf. og Fjarðalaxi hf. tímabundna undanþágu frá kröfu um starfsleyfi, með skilyrðum. Arctic Sea Farm hf. er þar með veitt heimild til að framleiða 600 tonn árlega og Fjarðalaxi hf. 3.400 tonn árlega af laxi í sjókvíum í Patreksfirði og Tálknafirði.

Ráðnir til að ráðast á Dropbox


(17 klukkustundir, 57 mínútur)
TÆKNI „Þeir ráða okkur til að ráðast á þá,“ segir Theódór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Stórfyrirtækið Dropbox hefur opinberað hugbúnaðargalla sem það uppgötvaði í samstarfi við íslenska öryggisfyrirtækið Syndis.

Sýknaður af nauðgunarákæru


(18 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Héraðsdómur Norðurlands vestra hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á síðasta ári.

Ásbjörn í eins leiks bann


(18 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ásbjörn Friðriksson, fyrirliði FH, var í dag úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ fyrir brot sitt á Róberti Aroni Hostert í leik gegn Val í Olísdeildinni í handbolta í gærkvöldi. Ásbjörn braut illa á Róberti á lokasekúndum leiksins og fékk í kjölfarið rautt spjald.

Loftmengun mælist yfir heilsuverndarmörkum


(18 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Klukku­tíma­gildi svifryks við Strandgötu á Akureyri mælist nú 199 míkró­grömm á rúm­metra. „Þetta gerist gjarnan við þessi skilyrði sem eru núna; þurrar götur, stillt veður og frekar svalt í lofti,“ segir Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, við mbl.is

Hækka frítekjumark veiðigjalda


(18 klukkustundir, 15 mínútur)
200 Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að hækka frítekjumark til þess að koma til móts við smærri og meðalstórar útgerðir, einnig leggur meirihlutinn til að nytjastofnar sem mynda lítið aflaverðmæti verði undanþegnir veiðigjöldum.

Farah gæti snúið aftur


(18 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Breski langhlauparinn Mo Farah gæti mætt til leiks á Ólympíuleikana í Tokyo 2020 og keppt í 10.000 metra hlaupi. Farah hætti hlaupi á braut í lok síðasta árs, en hann hefur gert það afar gott í maraþonhlaupum síðan.

Breytt eignarhald á Bláa lóninu


(18 klukkustundir, 40 mínútur)
VIÐSKIPTI Eignarhaldsfélagið Kólfur ehf. sem er 75% í eigu Gríms Sæmundssonar, forstjóra Bláa lónsins, mun eignast alla hluti í Hvatningu hf., sem fer með 39,1% eignarhlut í Bláa lóninu, samkvæmt kaupsamningi þess efnis, að því er segir í fréttatilkynningu frá Bláa lóninu.

Rifu ræsið burt til að laga holuna


(18 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT „Við rifum bara ræsið burt og setjum nýtt,“ segir yf­ir­verk­stjóri Vega­gerðar­inn­ar á Ak­ur­eyri. Mbl.is greindi frá því um helgina að stærðar hola hefði myndaðist í gamla Vaðlaheiðar­veg­in­um og hafði jörðin opnaðist með þeim hætti að hefði bíll keyrt þar ofan í hefði hann getað stór­skemm­st.

Hafrannsóknastofnun leitar að togara


(18 klukkustundir, 45 mínútur)
200 Ríkiskaup, fyrir hönd Hafrannsóknastofnunar, hafa óskað eftir tilboðum í leigu á togara til að mæla stofna botnfiska á Íslandsmiðum. Að þessu sinni er óskað eftir einum togara á norðausturhorni landsins, en gert er ráð fyrir að leigan muni standa yfir í þrjár vikur í komandi marsmánuði.

Robertson fór næstum til Stoke


(18 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skoski knattspyrnumaðurinn Andy Robertson var næstum genginn í raðir Stoke City frá Hull sumarið 2017. Að lokum gekk hann hins vegar í raðir Liverpool, þar sem hann er búinn að vera afar mikilvægur að undanförnu.

Omnom vinnur til virtra gullverðlauna


(18 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Á laugardaginn hlaut Omnom einn mesta heiður í súkkulaðigerð sem völ er á þegar súkkulaðið Milk of Nicaragua vann gulllverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð sem besta mjólkursúkkulaði í heimi.

Rannsókn lokið og vitna leitað


(19 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Rannsókn lögreglu á vettvangi brunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á föstudagskvöld er lokið og hefur hann verið afhentur tryggingafélagi. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök.

Í mál við McDonalds vegna barnamáltíða


(19 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Fjölskyldufaðir í Quebec í Kanada hefur höfðað mál gegn McDonalds-skyndibitakeðjunni vegna barnamáltíða fyrirtækisins, sem hann segir brjóta í bága við stranga löggjöf fylkisins varðandi auglýsingar ætlaðar börnum.

Good weather expected in next few days


(19 klukkustundir, 24 mínútur)
ICELAND No storms are in the cards for the moment and towards the weekend the weather is expected to be dry, bright and clear with a little frost in the North but warmer on the South and West coast.

Átti að deyja í Sex and the City 3


(19 klukkustundir, 29 mínútur)
FÓLKIÐ Ein persóna átti að deyja eftir hjartaáfall í sturtu í þriðju myndinni um vinkonurnar í New York. Myndin verður líklega aldrei gerð vegna þess að Kim Cattrall vill ekki taka þátt.

Verður Harder fyrir valinu í fimmta sinn?


(19 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pernille Harder, liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá þýska liðinu Wolfsburg, á möguleika á að verða valin leikmaður ársins í Danmörku í fimmta sinn.

Ítalska lögreglan hirðir glæsihýsi af mafíu


(19 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Róm á Ítalíu hefur lagt hald á átta glæsihýsi sem ítalska mafían byggði með ólögmætum hætti í úthverfi í suðausturhluta borgarinnar. Til stendur að jafna húsin við jörðu.

Stjarna Lof mér að falla flytur


(19 klukkustundir, 37 mínútur)
SMARTLAND Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona, sem fór með eitt af aðalhlutverkið í Lof mér að falla, hefur sett sína fallegu 114 fm íbúð á sölu.

„Ísland á að vera eign þjóðarinnar“


(19 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT „Þetta kemur eins og blaut tuska í andlitið á manni,“ segir Jóna A. Imsland um kaup breska kaupsýslumannsins Jim Ratcliffe á jörðum á Norðausturlandi. Jóna stendur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á Alþingi að herða reglur um jarðakaup á Íslandi.

40 farast í sjálfsvígsárás í Kabúl


(20 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT 40 manns hið minnsta létust er sprengja sprakk á fundi æðstu klerka í Kabúl í Afganistan í dag. Segja afgönsk yfirvöld sprenginguna vera eina þá mannskæðustu í höfuðborginni undanfarna mánuði.

Bryndís Lára samdi við Þór/KA


(20 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir markvörður úr Þór/KA hefur framlengt samning sinn við Akureyrarliðið að því er fram kemur á heimasíðu félagsins í dag.

Segir stöðu Icelandair flókna


(20 klukkustundir, 9 mínútur)
VIÐSKIPTI „Það er vandasamt að ræða áhrifin núna,“ sagði Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, á hádegisverðarfundi á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga. Þar var rætt um kaup Icelandair á WOW air og nýtt landslag í flugi.

Gunni „samloka“ með nýtt starf


(20 klukkustundir, 14 mínútur)
FÓLKIÐ Gunnar Sigurðarson eða Gunni „samloka“ er kominn með nýtt starf sem viðskiptastjóri á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins.
ICELAND The relatives of the two mountaineers who disappeared in Pumori thirty years ago and whose remains were found recently have accepted an offer by mountaineer Leifur Örn Svavarson to try to fetch the bodies and bring them home to Iceland.

Með 115 plastglös og sandala í maganum


(20 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Sex kíló af plasti fundust í maga dauðs búrhvals sem skolaði á land í Indónesíu í gærkvöldi. Meðal þess sem finna mátti í maga hvalsins voru 115 plastglös, fjórar plastflöskur, 25 plastpokar og flip-flop sandalar.

Frjálsíþróttafólk ársins tilnefnt


(20 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilnefnt þau sem koma til greina í vali á frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarli ársins 2018 en valið verður kunngert í hófi 4. desember.

Pasta pomodoro a la Ása Regins


(20 klukkustundir, 48 mínútur)
MATUR Gott pasta er í miklu uppáhaldi hjá matgæðingnum Ásu Regins sem býr á Ítalíu ásamt fjölskyldu sinni. Hér deilir hún einfaldri uppskrift að pasta pomodoru eða tómatpasta sem er í senn afar einföld en stórkostlega góð.

Strákarnir úr leik á EM


(20 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U-19 ára lið karla í knattspyrnu náði ekki að vinna sér sæti í milliriðli í undakeppni EM í knattspyrnu í dag.

Í beinni: Er gætt að geðheilbrigði?


(21 klukkustund, 1 mínúta)
INNLENT Öryrkjabandalag Íslands heldur í dag málþing þar sem farið er yfir stöðuna á stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum sem nú er á miðju tímabili. Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu.

Nýr fimm ára samningur á borðinu


(21 klukkustund, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Forráðamenn Chelsea eru vongóðir um að franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skrifi undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Lifðu af 84 hæða fall í lyftu


(21 klukkustund, 9 mínútur)
ERLENT Gríðarleg hræðsla greip um sig meðal fólks sem var inni í lyftu sem féll stjórnlaust niður 84 hæðir í Chicago. Sex einstaklingar voru í lyftunni, þar á meðal ófrísk kona. Fólkið hélt að dagar þess væru taldir en á einhvern ótrúlegan hátt lifðu þau öll af.

Í vandræðum með Facebook og Instagram


(21 klukkustund, 10 mínútur)
TÆKNI Vefsíður og smáforrit Facebook og Instagram virðast ekki virka sem skyldi hjá fjölda notenda samfélagsmiðlanna. Fjöldi fólks hefur tilkynnt um vanvirkni miðlanna á vefsíðu Outage Report frá hádegi að íslenskum tíma.

Meiðslavandræði hjá United


(21 klukkustund, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mikið er um meiðsli í herbúðum Manchester United en liðið tekur á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Fresti sjóböðum og fjöruferðum


(21 klukkustund, 33 mínútur)
INNLENT Vegna viðhalds á dælustöð við Arnarnesvog á morgun, þar sem sett verður á yfirfall á meðan, er ekki mælst til þess að fólk stundi sjóböð eða fjöruferðir við Arnarnesvog fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðbæ.

Áslaugu Thelmu sagt upp vegna frammistöðuvanda


(21 klukkustund, 34 mínútur)
INNLENT Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanni hjá Orku náttúrunnar, var sagt upp vegna frammistöðuvanda. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun.

Furðar sig á kæru Landverndar


(21 klukkustund, 47 mínútur)
200 Erfitt er að skilja markmið Landverndar með kæru samtakanna til ESA, sem varðar samþykki Alþingis til að veita sjávarútvegsráðherra heimild til framlengingar fiskeldisleyfa. Þetta segir Sigurður Pétursson, stofnandi laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish, í opnu bréfi til framkvæmdastjóra Landverndar.

Hnífstungurannsókn á lokametrunum


(21 klukkustund, 47 mínútur)
INNLENT Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hnífaárás við útibú Arion banka á Geislagötu á Akureyri er á lokastigum. Skýrslutökum er lokið en beðið er eftir niðurstöðum úr sýnarannsóknum. Þetta staðfestir rannsóknarlögreglan á Akureyri.

Valdís keppir á lokamóti LET-mótaraðarinnar


(21 klukkustund, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir tekur þátt í lokamóti LET-mótaraðarinnar í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Mótið heitir Andalucia Costa del Sol Open Espana og verður leikið á La Quinta-vellinum á Spáni.

Hólmbert tilnefndur sem leikmaður ársins


(22 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hólmbert Aron Friðjónsson er tilnefndur sem besti leikmaður norsku B-deildarinnar í knattspyrnu á þessu tímabili en valið verður kunngert í hófi um næstu helgi.

Fjögurra ára beindi geisla að umferðinni


(22 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Sterkum grænum geisla var beint að umferð í Reykjanesbæ um helgina. Geislanum var meðal annars beint að bifreið lögreglumanns sem var á ferðinni og lék enginn vafi á hvaðan geislinn kom að sögn lögreglu.

Amy Schumer berar bumbuna


(22 klukkustundir, 25 mínútur)
BÖRN Grínleikkonan er komin með myndarlega óléttukúlu og sýndi fylgjendum sínum á Instagram. Hún hefur þurft að gera töluverðar breytingar á vinnu sinni á meðgöngunni.

Tók upp dótturina heyra í fyrsta sinn


(22 klukkustundir, 28 mínútur)
BÖRN Viðbrögð tveggja mánaða stúlku voru ekki stórkostleg þegar hún heyrði í móður sinni í fyrsta skipti. Móðir hennar sá þó breytingu hjá dóttur sinni.

Í fyrsta sinn sem ég græt inni á vellinum


(22 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tim Cahill lék í morgun kveðjuleik sinn með ástralska landsliðinu þegar það vann Líbanon 3:0 í vináttuleik í Sydney að viðtöddum 33 þúsund áhorfendum.

Mun kanna hvort um fjárkúgun sé að ræða


(22 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Stjórn Orkuveitunnar hefur falið Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra OR, að fara yfir alla skýrsluna og gera tillögur um meðferð einstakra þátta sem fjallað er um í skýrslunni og leggja til viðeigandi málsmeðferð.

Setja 4,5 milljarða í kísilverksmiðju


(22 klukkustundir, 51 mínúta)
VIÐSKIPTI Félagið Stakksberg áætlar að fjárfesta fyrir um 4,5 milljarða króna í úrbótum á kísilverksmiðju félagsins í Helguvík. Samkvæmt tilkynningu miða úrbætur að því að gera verksmiðjuna fullbúna til framleiðslu, koma til móts við athugasemdir íbúa í Reykjanesbæ og uppfylla skilyrði Umhverfisstofnunar.

Freista þess að flytja félagana heim


(23 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Svavarsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú.

Hættir ekki að léttast


(23 klukkustundir, 9 mínútur)
FÓLKIÐ „Ég var grönn þegar ég var unglingur. Ég hataði það og ég hata það núna,“ sagði Cardi B sem vill alls ekki vera of grönn.

17 ára á 140 km hraða


(23 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Meghan glitraði fyrir allan peninginn


(23 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi.

Fallslagur í Eyjum í kvöld


(23 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti KA í Vestmannaeyjum í kvöld í leik sem varð að fresta í 9. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Fyrir leik er hvort lið með sex stig, stigi frá fallsæti.

Hinn fullkomni hversdagsmatur


(23 klukkustundir, 45 mínútur)
MATUR Við þurfum að hafa einn svona rétt í okkar lífi – einn sem er bragðgóður og auðvelt er að matreiða. Stroganoff er hinn fullkomni hversdagsmatur og má bera fram með ýmiss konar meðlæti sem kætir bragðlaukana.

Viðgerðir ganga vel


(23 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga.

Liverpool blandar sér í baráttuna um Jovic


(23 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool hefur blandað sér í baráttuna um að fá framherjann Luka Jovic til liðs við sig frá þýska liðinu Eintracht Frankfurt.
Meira píla