Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Englandsmeistarar Liverpool í knattspyrnu staðfestu fyrir stundu að fyrirliðinn Jordan Henderson hafi þegar gengist undir aðgerð vegna tognunar í nára.
INNLENT Greiddar gistinætur á öllum tegundum gististaða í janúar síðastliðnum drógust saman um 89% samanborið við janúar 2020. Þar af fækkaði gistinóttum á hótelum um 90%, um 88% á gistiheimilum og um 76% á öðrum tegundum skráðra gististaða.
ÍÞRÓTTIR Malik Beasley, leikmaður Minnesota Timberwolves, hefur verið úrskurðaður í tólf leikja bann af NBA-deildinni í framhaldi af ákæru sem Beasley fékk.
K100 Ræddu um hvað fólki finnst mest ósexý í fari karlmanna.
FÓLKIÐ Harry Bretaprins segir að hann muni aldrei snúa baki við bresku konungsfjölskyldunni. Hann segist líta svo á að þau Meghan hafi stigið til hliðar en ekki snúið baki við fjölskyldunni. Prinsinn var gestur spjallþáttastjórnendans James Corden á dögunum og rúntuðu þeir saman í tveggja hæða rútu um Los Angeles.
BÍLAR Frá nýliðnum áramótum til febrúarloka hafa bílaumboð sjö sinnum innkallað bíla til að lagfæra eitt og annað til að treysta öryggi þeirra, samkvæmt upplýsingum Neytendastofu.
ÍÞRÓTTIR Brooks Koepka byrjaði vel og lék á 5 höggum undir pari á fyrsta hringnum á fyrsta heimsmóti ársins, World Golf Championships, sem lauk í gærkvöldi. Mótið fer fram á Concession vellinum á Flórída en til stóð að það yrði í Mexíkó en var fært vegna heimsfaraldursins.
INNLENT Jarðskjálfti 3,2 að stærð mældist klukkan 8.37 tvo kílómetra austur af Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.
VIÐSKIPTI Í dag hóf Dagmál göngu sína en um er að ræða viðtals- og umræðuþætti um hið helsta í íslensku samfélagi. Þættirnir eru opnir öllum áskrifendum Morgunblaðsins og má nálgast þá á mbl.is.

Nýir leigutakar með Gljúfurá

(1 klukkustund, 1 mínúta)
VEIÐI Veiðifélag Gljúfurár í Húnaþingi hefur gengið frá samningi við Hólabaksbúið ehf. um nýtingu veiðiréttar og aðstöðu við ána til næstu fimm ára. Að Hólabaksbúinu ehf. standa hjónin Ingvar Björnsson og Elín Aradóttir, en þau eru búsett á jörðinni Hólabaki sem liggur að Gljúfurá.

Tæpir átta milljarðar í tekjufallsstyrki

(1 klukkustund, 2 mínútur)
VIÐSKIPTI Um 1.400 rekstraraðilar hafa fengið um 7,8 milljarða króna greidda í tekjufallsstyrki vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Tekjufallsstyrkir nýtast rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli í heimsfaraldrinum og er markmiðið að viðhalda atvinnustigi og efnahagsumsvifum með því að styðja þau fyrirtæki og einyrkja þar sem tekjufall er meira en 40%.

Heiðar Helguson til Kórdrengja

(1 klukkustund, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dalvíkingurinn Heiðar Helguson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, er lagstur á árarnar Kórdrengjum sem leika í næstefstu Íslandsmótsins í knattpyrnu í sumar.

Áttundi sigur ofurliðsins í röð

(1 klukkustund, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ofurliðið Brooklyn Nets vann í nótt áttunda leikinn í röð í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar liðið fékk Orlando Magic í heimsókn.

Kia e-Niro var kosinn besti rafbíllinn

(1 klukkustund, 24 mínútur)
BÍLAR Kia e-Niro var kosinn besti rafbíllinn í ár­legri áreiðan­leika­könn­un banda­ríska grein­ing­ar­fyr­ir­tæk­is­ins J.D. Power.

Fjórir menn drukknuðu í Svíþjóð

(1 klukkustund, 25 mínútur)
ERLENT Fjórir karlmenn, á aldrinum 65 til 75 ára, drukknuðu þegar þeir féllu niður um vök á stöðuvatni í suðurhluta Svíþjóðar í gær.

Þurftu að öryggislenda í Moskvu

(1 klukkustund, 41 mínúta)
ERLENT Flugmenn Boeing 777-þotu þurftu að öryggislenda vélinni í Moskvu í morgun eftir að villuboð komu upp í hreyfilstjórnkerfi flutningavélarinnar.

Gósentíð fyrir bókaorma og lestrarhesta

(1 klukkustund, 41 mínúta)
INNLENT Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda hófst í nýju stúkubyggingunni á Laugardalsvelli í gær og verður hann starfræktur til 14. mars nk.

„Vilja gefa mér tíma“

(1 klukkustund, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það eru viðbrigði að vera kominn aftur til Evrópu, ef svo má segja, en miðað við byrjunina er gott að vera hérna í Cluj,“ segir Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í fótbolta.

Bjargað eftir 14 klukkustundir í sjónum

(1 klukkustund, 59 mínútur)
ERLENT Skipverja sem féll fyrir borð tókst að halda lífi með því að ná taki á „hluta af sjávarrusli“, sagði sonur hans.

Forsetafrúin gefur skilnaðarráð

(1 klukkustund, 59 mínútur)
SMARTLAND Dr. Jill Biden forsetafrú Bandaríkjanna gaf tónlistarkonunni Kelly Clarkson góð skilnaðarráð í viðtali hjá henni í vikunni. Clarkson stendur nú í ljótum skilnaði við Brandon Blackstock.

Áform um byggingu golfhótels

(2 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Áform eru um að byggja hótel við golfvöll Leynis við Garða á Akranesi.

Fundu líkamshluta konu sem hvarf í fyrra

(2 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT Ástralska lögreglan segist hafa fundið líkamshluta konu sem er grunuð um fjársvik en fjórir mánuðir eru síðan hún hvarf frá heimili sínu í Sydney.
VIÐSKIPTI „Þetta mun lækka fjármagnskostnað hjá okkur um hér um bil 200 milljónir á ári næstu 15 árin,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, um endurfjármögnun á skuld sveitarfélagsins við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (LSR), en henni er nú lokið eftir að viðræður við Lánasjóð sveitarfélaga báru árangur.

Olil Amble og Álfaklettur sigurvegarar í fimmgangi

(2 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keppni í fimmgangi F1 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í Samskipahöllinni í gærkvöld. Nýjar sóttvarnarreglur gáfu leyfi fyrir 200 áhorfendum í sal sem skapaði skemmtilega stemningu.

„Ekki fyllast skelfingu“

(2 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT „Mér líður ágætlega og ég hef það fínt,“ sagði fyrsti Norðmaðurinn sem greindist með kórónuveirusmit 26. febrúar 2020, fyrir einu ári, og bað þjóðina umfram allt að skelfast eigi. Einu ári og 3.767.906 veiruprófum síðar hafa Norðmenn séð mörg andlit kórónufaraldursins og hafa sum þeirra orðið norskum skáldum yrkisefni.

Gerðu loftárásir í Sýrlandi

(2 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Bandaríkjaher gerði loftárásir á búðir hersveita sem njóta stuðnings Írana í austurhluta Sýrlands í gær.

Aðdáendur missa sig yfir barnamynd Kidman

(2 klukkustundir, 59 mínútur)
BÖRN Leikkonan Nicole Kidman var algjör dúlla þegar hún var lítil telpa. Hollywood-stjarnan gladdi aðdáendur sína á dögunum þegar hún birti gamla og nýja mynd af sér.

Lærði steppdans í Covid

(2 klukkustundir, 59 mínútur)
K100 Það er magnað hvað heimurinn býr yfir mikilli fjölbreytni og getur alltaf verið að kenna manni eitthvað nýtt.

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

(3 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Óvissustig vegna snjóflóða er í gildi í Ólafsfjarðarmúla. Vetrarfærð er í flestum landshlutum en þó mikið til greiðfært á Vesturlandi, Suðurlandi og Suðausturlandi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Vætusamt og milt veður

(3 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Suðlæg átt í dag, víða 8-13 m/s og rigning eða skúrir og talsverð rigning á Suðausturlandi en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Það hefur hlýnað ört í nótt en í dag verður hiti yfirleitt á bilinu 4 til 11 stig.

Rúmlega 4.600 skjálftar

(3 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Rúmlega 4.600 jarðskjálftar hafa verið staðsettir með sjálfvirka jarðskjálftamælikerfi Veðurstofu Íslands frá því hrinan hófst 24. febrúar. Enginn skjálfti mældist yfir 3 stig í nótt en um sex í morgun varð skjálfti af stærð 2,9.

Var nakin þegar kærastinn bað hennar

(3 klukkustundir, 28 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ricki Lake var nakin þegar verðandi eiginmaður hennar Ross Burningham bað hana að eyða restinni af ævinni með sér. Lake ræddi bónorðið í þaula í viðtali við Andy Cohen í spjallþætti hans á dögunum.

Ert þú þessi bjarta og ljómandi vera?

(3 klukkustundir, 59 mínútur)
SMARTLAND Guðni Gunn­ars­son seg­ir að líf fólks verði betra ef það iðkar þakk­læti. Í sinni nýj­ustu bók, Mátt­ur þakk­læt­is, sem er verk­efna­bók, kenn­ir Guðni fólki að setja fókus­inn á þakk­læti. Hann seg­ir að þakk­læti sé frelsi, þakk­læti sé auðlegð, þakk­læti sé já­kvæð orka og að þakk­lætið sé lyk­ill­inn að vel­sæld.

Furðulegustu hlutirnir í öryggisleitinni

(3 klukkustundir, 59 mínútur)
FERÐALÖG Farangurinn sem við ferðumst með er jafn misjafn og við erum mörg. Ýmsir furðulegir hlutir hafa upptgötvast í öryggisleitinni á bandarískum flugvöllum. Öryggisleitin í Bandaríkjunum gaf á dögunum út myndband þar sem farið er yfir furðulegustu hlutina sem fundust árið 2020.

Grunaður um skartgripaþjófnað

(4 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Síðdegis í gær barst tilkynning til lögreglu um þjófnað úr skartgripaverslun í miðborginni. Sá sem er grunaður um þjófnaðinn var handtekinn skömmu síðar og er vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.

Staðfesti neitun um lokunarstyrk

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Yfirskattanefnd hefur staðfest þá ákvörðun Skattsins að hafna umsókn einkahlutafélags sem staðið hefur að viðburðahaldi og skipulagningu mannamóta um lokunarstyrk vegna samkomutakmarkana í veirufaraldrinum.

Gætu orðið algerlega út undan

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Margir hafa miklar áhyggjur af því að ungt atvinnulaust fólk verði algerlega út undan á vinnumarkaðnum.

Dagmál hefja göngu sína er birtir í dag

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Í dag klukkan 9:00 hefja Dagmál göngu sína, en það eru viðtals- og umræðuþættir um hið helsta í íslensku samfélagi.

Öflugasta eldgos Íslandssögunnar

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Sprengigosið mikla sem varð í Öræfajökli 1362 var öflugasta eldgos Íslandssögunnar og ólíkt flestum eldgosum á sögulegum tíma.

Tveir sýndu áhuga á hjúkrunarheimilum

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Tveir aðilar hafa lýst yfir áhuga á rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri. Viðræður við þessa aðila standa nú yfir, að sögn Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Smjörklípa til að koma höggi á RÚV

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Einar Logi Vignisson, framkvæmdastjóri RÚV sölu, segir það alrangt sem haldið er fram að RÚV hafi lækkað verð útvarpsauglýsinga.

Skera upp herör gegn glæpahópum

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Lögregla telur að 15 skipulagðir glæpahópar séu starfandi í landinu, en skipulögð brotastarfsemi hefur mjög færst í aukana undanfarin ár. Þeir eru af mörgu þjóðerni og starfa flestir innan lands sem utan.

Fékk að hanna sitt eigið súkkulaði

(4 klukkustundir, 50 mínútur)
MATUR Á síðasta ári fór heldur óvenjuleg samkeppni fram þar sem hvorki peningaverðlaun né lúxusbílar voru í verðlaun – en þó nóg af súkkulaði.

Ekki vitað um staðsetningu Navalnís

(9 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Rússnesk stjórnvöld hafa flutt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní úr fangelsi sínu í Moskvu á ótilgreindan stað. Fengu helstu samstarfsmenn hans ekki að vita um flutninginn, og óttast þeir að hann hafi verið sendur í fangabúðir til að hefja afplánun dóms, sem féll fyrr í mánuðinum.

35 kíló af ull náðust af Baarack

(10 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Ástralska kindin Baarack komst í langþráða snyrtingu á dögunum eftir að hafa vafrað um óbyggðir Viktoríu í fimm ár. Alls náðust 35 kíló af ull af hrútnum sem var orðinn illa lyktandi og afar drullugur. „Ég trúði því ekki að það væri kind undir allri þessari ull,“ sagði starfsmaður dýrathvarfs.

Ellen Calmon endurkjörin formaður

(10 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Ellen Calmon varaborgarfulltrúi og fulltrúi framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar var endurkjörin formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík með öllum greiddum atkvæðum á aðalfundi í kvöld.

Ræddi við konunginn um mannréttindi

(10 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi um mannréttindi í símtali við Salman, konung Sádi-Arabíu í dag.

Ekki búin að sofa saman í 10 ár

(10 klukkustundir, 29 mínútur)
SMARTLAND Kona á sjötugsaldri hefur ekki stundað kynlíf með eiginmanni sínum í 10 ár. Hún elskar hann og langar til að byrja að stunda kynlíf aftur en veit ekki hvernig hún á að fá hann til þess. Hún leitar ráða hjá ráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

„Gott að eiga góða úlpu“

(10 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég hlakkaði rosalega til að spila þennan leik. Við vorum búnir að vera hundlélegir síðustu leiki og vildum virkilega gera betur og vorum þess vegna mjög tilbúnir í leikinn,“ sagði Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfoss, sem sigraði ÍBV 27:25 í Suðurlandsslag í Olísdeild karla í handbolta á Selfossi í kvöld.

Uppsagnir hjá Coripharma

(10 klukkustundir, 48 mínútur)
VIÐSKIPTI Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sagt upp níu manns. Aðspurð segir Jónína Guðmundsdóttir forstjóri að uppsagnirnar tengist kórónuveirunni. Fyrirtæki sem Coripharma var að pakka fyrir ákvað að taka hluta af pökkunarverkefninu aftur til sín.

Óvænt tap hjá Aix

(10 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Aix, lið Kristjáns Arnar Kristjánssonar landsliðsmanns í handknattleik, missteig sig heldur óvænt í efstu deildinni í Frakklandi í kvöld.

Segir viðræður EFTA og Breta ganga vel

(11 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Fríverslunarviðræður Bretlands og EFTA-ríkjanna innan EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, voru efst á baugi á fjarfundi ráðherra utanríkisviðskipta þessara ríkja í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, segir viðræðurnar ganga vel og vonast til þess að fríverslunarsamningur geti tekið gildi á þessu ári.

Bænastund fyrir John Snorra og félaga

(11 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Fjölskylda og vinir fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar ætla að halda bænastund fyrir hann og félaga hans Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr við Vífilsstaðavatn á sunnudagskvöld.

Ferskari en ég bjóst við

(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var flottur handboltaleikur og aðeins ferskari leikur heldur en ég bjóst við. Það er búið að spila þétt en bæði lið náðu að rótera og láta þetta rúlla þannig að það stendur uppúr.

Tasmaníutígurinn líklega enn útdauður

(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Nick Mooney, dýralífssérfræðingur hjá Tasmanian Museum and Art Gallery, hefur vísað á bug fullyrðingum þess efnis að hinn útdauði tasmaníutígur hafi sést nýlega. Segir hann líklegra að þeir sem tilkynntu um það hafi séð lítið pokadýr sem á ensku kallast pademelon.

Fyrrverandi landsliðsþjálfari framdi sjálfsvíg

(11 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, framdi sjálfsvíg nokkrum klukkustundum eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot.

Háskaleg myndataka á jarðskjálftadegi

(11 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT Meðlimur í níu þúsund manna facebookhópnum Múmínmarkaðnum var hvergi banginn þegar hann valdi daginn í gær til að stilla upp múmínbollasafni sínu og taka af því mynd.

Svipuð hlutdeild þó mun færri horfi á fréttirnar

(11 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Meðaláhorf á fréttir Stöðvar 2 hefur fallið um ríflega helming frá því sjónvarpsstöðin ákvað að læsa fréttatíma sínum. Þrátt fyrir það er hlutdeild Stöðvar 2 af sjónvarpsáhorfi svipað og það var fyrir lokunina samkvæmt tölum Gallup.

Leicester úr leik - Milan naumlega áfram

(12 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Leicester er úr leik í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 0:2-tap fyrir Slavía Prag á heimavelli í kvöld. Fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Lukas Provod tékkneska liðinu yfir á 49. mínútu. Hálftíma síðar skoraði Abdallah Sima og þar við sat.

United komið áfram þrátt fyrir jafntefli

(12 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á heimavelli í kvöld. United vann fyrri leikinn 4:0 og einvígið því með sömu markatölu.

Stelur mat blindur og heyrnalaus

(12 klukkustundir, 27 mínútur)
MATUR Hann er blindur og heyrnalaus, en lætur það ekki stoppa sig í að hnupla mat. Þvi miður hefur hins vegar þessi 14 ára gamli hundur verið staðinn að verki – margsinnis.

Hver tekur við af Chris í lokaþættinum?

(12 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 Jæja, þá eru fréttir farnar að streyma um það hver gæti mögulega tekið við af Chris Harrison fyrir lokaþáttinn af Bachelor „After the final rose.“

„Margir hlutir á móti okkur í byrjun leiks“

(12 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka í Olís-deild karla í handbolta, hafði í mörgu að snúast í kvöld þegar Haukar sóttu KA heim.

„Síðan að mamma dó hef ég hatað spilakassa“

(12 klukkustundir, 39 mínútur)
SMARTLAND „Ég er búinn að vinna úr þessu eins mikið og hægt er og því á ég auðvelt með að tala um þetta. Ef ég væri ekki týpan sem ég er myndi þetta eflaust vega þyngra á mér. En þessu verður aldrei snúið við,“ segir Bjarni Jónsson, 38 ára karlmaður sem missti móður sína fyrir eigin hendi þegar hann var aðeins þrettán ára gamall. Bjarni sagði sögu sína í viðtali á vefnum lokum.is

Brim hagnaðist um 4,5 milljarða

(12 klukkustundir, 45 mínútur)
200 Brim hagnaðist um 29,4 milljónir evra á síðasta ári eða um í kringum 4,5 milljarða króna. Til samanburðar nam hagnaðurinn 34 milljónum evra árið áður.

„Áhorfendur gáfu aukakraft“

(12 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jónatan Magnússon, þjálfari KA í Olís-deild karla í handbolta, var kampakátur eftir að KA hafði lagt topplið Hauka í kvöld. Sigur KA kom Akureyrarliðinu í 3. sæti deildarinnar.

Sátt í kröfu Alex Más og Sjönu Rutar

(12 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT „Borgin hefur viðurkennt skaðabótaskyldu út af mistökum sem urðu árið 2008 þegar tilkynning barst um geranda í kynferðisbrotamáli gagnvart Alex og ábendingunni hafi ekki verið sinnt. Borgin telur að þau séu skaðabótaskild gagnvart mínum umbjóðanda og í dag náðist sátt í kröfu,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður Alex Más og Sjönu Rutar, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu manns sem starfaði fyrir Barnavernd Reykjavíkur þegar þau voru börn.

Bólusetningar „vikum á undan áætlun“

(12 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að 50 milljónir skammta af bóluefni við Covid-19 hafi verið notaðir síðan hann tók við embætti og segir að stjórnvöld séu „vikum á undan áætlun“.

Kjartan skoraði í leik Íslendingaliðanna

(13 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir Íslendingaliðið Esbjerg í dönsku b-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Lið Hauka styrkist gífurlega

(13 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukar tilkynntu í kvöld að Sara Rún Hinriksdóttir, lykilmanneskja í íslenska landsliðinu, hafi gert samkomulag við félagið um að leika með Haukum út þetta keppnistímabil í Dominos-deildinni í körfuknattleik.
INNLENT Meðferð kvörtunarmáls, sem hefur verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarna daga og tengist lækni sem starfaði áður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og hefur að undanförnu verið í endurmenntun og -þjálfun hjá Landspítala, er lokið af hálfu embættis landlæknis.

Bók Andra Snæs vekur athygli Westwood

(13 klukkustundir, 27 mínútur)
FÓLKIÐ Fatahönnuðurinn Vivienne Westwood minnist á bók Andra Snæs Magnasonar í pistli á bloggsíðu sinni Climate Revolution. Westwood las einnig texta upp úr bókinni í myndskeiði sem hún birti á YouTube. Þar fer hún með texta Andra Snæs um endalok jökulsins Oks.

Yngst í sögu Bifrastar til að ljúka grunnnámi

(13 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er yngsti nemandinn í sögu Háskólans á Bifröst til að ljúka grunnnámi frá skólanum en Þórhildur er ekki nema 20 ára gömul, fædd árið 2000.

Í helli þegar skjálftinn reið yfir

(13 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Leiðsögumaðurinn og rithöfundurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson var ásamt konu sinni staddur undir yfirborði jarðar í helli austan við Helgafell við Hafnarfjörð þegar seinni jarðskjálftinn, 5 að stærð, varð klukkan 10.30 í gær.

Sextán íslensk mörk hjá Magdeburg

(13 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, átti enn einn stórleikinn fyrir Magdeburg þegar liðið vann Tusem Essen í þýsku 1. deildinni 34:28 í kvöld.

Taphrinu Selfyssinga lokið

(13 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Það var enginn skjálfti í mönnum þegar Selfoss og ÍBV mættust á Selfossi í kvöld í Olísdeild karla í handbolta. Bæði lið mættu ákveðin til leiks og úr varð hörkuskemmtun sem lauk með 27:25 sigri Selfyssinga. Úrslitin réðust á lokasekúndunum.

Örverugildi innan marka við heimaslátrun

(13 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Enginn af þeim bæjum, sem þátt tóku í tilraunaverkefni um heimaslátrun á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, var með óásættanlegt gildi á heildarfjölda gerla né iðragerla við mælingar. Á langflestum bæjum voru sýrustigsmælingar á skrokki 24 klukkustundum eftir slátrun einnig innan marka. Alls tóku 25 bæir þátt í verkefninu. Á fimmtán bæjum mældust ekki iðragerlar úr stroksýnum.

Bóluefnasendingar fara stækkandi

(14 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT 38.000 bóluefnaskammtar, eru komnir til landsins frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Sendingarnar frá framleiðendunum fara stækkandi, að sögn framkvæmdastjóra Distica, fyrirtækisins sem sér um að dreifa skömmtunum.

Aubameyang hetja Arsenal – Molde skellti Hoffenheim

(14 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pierre-Emerick Aubameyang var hetja Arsenal þegar hann skoraði tvö mörk í 3:2 endurkomusigri liðsins í æsispennandi leik gegn Benfica í 32ja liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Arsenal vann þar með samanlagðan 4:3 sigur eftir 1:1 jafntefli liðanna í síðustu viku og er komið í 16 liða úrslitin.

KA lagði topplið Hauka

(14 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KA vann Hauka 30:28 þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld.

Maserati Ghibli valinn sá besti í Þýsklandi

(14 klukkustundir, 29 mínútur)
BÍLAR Þjóðverjar telja sig framleiða gæðamestu bíla heims og nægir þá að nefna merki eins og VW, Mercedes-Benz, BMW og Porsche. En köttur komst nýverið í ból bjarnar.

Neitaði að virða grímuskyldu

(14 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í verslun í hverfi 105 á fimmta tímanum í dag.

Stórsigur á söguslóðum

(14 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valencia vann stórsigur á Zenit þegar liðin mættust í þeirri sögufrægu borg St. Petersburg í Euroleague keppninni 91:62.

Orðinn sex barna faðir á áttræðisaldri

(14 klukkustundir, 59 mínútur)
BÖRN Tónlistarparið Katharine McPhee og David Foster eignaðist son á dögunum. Drengurinn litli er fyrsta barn foreldra sinna saman, en sjötta barn Fosters sem verður 72 ára á árinu.

Bolli frá Royal Copenhagen í takmörkuðu magni

(15 klukkustundir, 26 mínútur)
MATUR Þú þarft að vera snar í snúningum ef þú vilt ná þér í einn eftirsóttasta bolla frá Royal Copenhagen – því hann kemur í takmörkuðu magni.

Hér tekur þú þátt í bingó í beinni!

(15 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 Siggi Gunnars og Eva Ruza stýra sannkallaðri fjölskyldugleði hér á mbl.is þegar þau færa landsmönnum sjóðandi heitar bingótölur beint heim í stofu.

Hátíðir skipulagðar af bjartsýni með fyrirvörum

(15 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT „Við erum bara að vonast til að geta haldið Þjóðhátíð í ágúst,“ svarar Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV, spurður út í hver staðan sé á skipulagi Þjóðhátíðar í Eyjum fyrir sumarið 2021.

Ummæli verkalýðsforystunnar ekki átt rétt á sér

(15 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Hildur Leifsdóttir, lögmaður Eldum rétt, segir tilefni til þess að skoða hvort höfða beri skaðabótamál vegna dómsmáls sem Efling rak fyrir fjóra Rúmena gegn fyrirtækinu ásamt starfsmannaleigunni Menn í vinnu.

Tekur radarmynd af Reykjanesskaga

(15 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Sentinel, gervitungl Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA), mun klukkan 19 í kvöld taka radarmynd af Reykjanesskaga.

70 tonna sæeyrnaeldi á Eyrarbakka

(15 klukkustundir, 49 mínútur)
200 Matvælastofnun hefur gert tillögu að rekstrarleyfi fyrir Sæbýli ehf. á Eyrarbakka sem heimilar fyrirtækinu 70 tonna hámarkslífmassa á sæeyrum til klak- og matfiskeldis, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Eldgosið í Etnu lýsir upp næturhiminn

(15 klukkustundir, 59 mínútur)
FERÐALÖG Eldgosið í Etnu lýsir upp næturhimininn á Sikiley á Ítalíu um þessar mundir. Þetta sögufræga eldfjall minnti nýlega á sig með hávaða og látum en nú gýs úr gígnum suðaustan megin í fjallinu.

Ísland enn með sérstöðu

(16 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Ísland er áfram það ríki innan Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem er með fæst kórónuveirusmit á hverja 100 þúsund íbúa síðustu 14 daga.

Semja þyrfti við fyrirtæki talmeinafræðinga

(16 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Til þess hægt sé að fella burtu kröfu um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga án þess að það leiði til framúrkeyrslu fjárveitinga þyrfti að semja við fyrirtæki talmeinafræðinga en ekki einstaka veitendur um umfang þjónustunnar.

Besti árangur í fjárfestingum frá skráningu VÍS

(16 klukkustundir, 14 mínútur)
VIÐSKIPTI Tryggingafélagið VÍS hagnaðist um 1,8 milljarð króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn því saman frá árinu 2019 þegar hagnaðurinn var 2,5 milljarðar króna. Undirliggjandi tryggingarekstur síðasta árs var góður, m.a. vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

Snýr aftur sem Frasier

(16 klukkustundir, 17 mínútur)
FÓLKIÐ Grínleikarinn Kelsey Grammer snýr sem Dr. Frasier Crane í nýjum sjónvarpsþáttum um geðlækninn á nýju streymisveitunni Paramount+.

Sigurganga Breiðabliks heldur áfram

(16 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breiðablik hélt áfram sigurgöngu sinn í deildabikar karla í fótbolta, Lengjubikarnum, í dag og sigraði Eyjamenn 2:0 á Kópavogsvellinum.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum – konur

(16 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var formlega opnaður fimmtudaginn 18. febrúar en leikmenn hafa getað skipt um félag síðan keppnistímabilinu 2020 lauk í október.

Úrskurði um bókhald Samherja vísað í hérað

(16 klukkustundir, 31 mínúta)
VIÐSKIPTI Landsréttur hefur ómerkt og vísað heim í hérað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að endurskoðunarfyrirtækinu KPMG sé skylt að veita embætti héraðssaksóknara upplýsingar og afhenda gögn varðandi bókhald og reikningsskil allra félaga Samherja á árunum 2011 til 2020.

Svíar og Norðmenn næla strax í gull

(16 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svíar og Norðmenn voru ekki lengi að næla í gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum en fyrsti keppnisdagur var í dag.

Vill skýrslu vegna flutnings skimunar

(16 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, þingkona Viðreisnar, hefur óskað eftir því að heilbrigðisráðherra láti vinna skýrslu fyrir Alþingi um forsendur og áhrif breytinga á skipulagi skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Skýrslan verði unnin af óháðum aðila.

Fjórir af hverjum fimm bóluefnaskömmtum ónotaðir

(16 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Fjórir af hverjum fimm skömmtum af bóluefni AstraZeneca og Oxford háskóla sem borist hafa Evrópusambandslöndum hafa ekki verið notaðir, samkvæmt rannsókn Guardian. Kanslari þýskalands viðurkenndi í dag að yfirvöld þar í landi ættu erfitt með að fá fólk til að taka við bóluefninu.

Saltkarmellukakan sem smellpassar í veisluna

(17 klukkustundir, 7 mínútur)
MATUR Það eru fáir jafn flinkir í veisluhöldum og Berglind Hreiðarsdóttir en hún heldur úti bloggsíðuni Gotterí og gersemar sem nýtur mikilla vinsælda.

Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl

(17 klukkustundir, 25 mínútur)
VIÐSKIPTI Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi. Boðið verður upp á öfluga alhliða prentþjónustu þar sem persónuleg þjónusta verður í fyrirrúmi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Klara og Bomarz gefa út ábreiðu af Anyone

(17 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 Söngkonan Klara og tónlistarmaðurinn Bomarz gefa út ábreiðu af laginu Anyone með Justin Bieber.

Höfuðáverkar vegna olnbogaskots

(17 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir lék ekki með Val gegn Haukum í Dominos-deild kvenna í gær vegna þeirra áverka sem hún varð fyrir í leiknum gegn Skallagrími.

Segja hús örugg fyrir jarðskjálftum

(17 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Stutta svarið við því er að hús og önnur mannvirki hér á landi eru flest byggð með tilliti til þess að standast jarðskjálfta,“ segir í tilkynningu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sendi frá sér í dag. Margir á suðvesturhorni landsins hafa eflaust velt fyrir sér hvort húsnæði hér á landi þoli stóra skjálfta.

40% nemenda líður illa í fjarnámi

(17 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Um 22% nemenda líður vel í fjarnámi og 40% líður illa ef marka má niðurstöður könnunar á líðan, námi og aðstæðum framhaldsskólanema, sem lögð var fyrir fyrr í vetur. Kemur þetta fram á vef Stjórnarráðsins.
INNLENT Túlkun heilbrigðisráðuneytis Noregs á lögum um starfsréttindi heilbrigðisstétta útilokar möguleikann á því að íslenskir sérnámslæknar geti sloppið við að þurfa að endurtaka kandídatsár sitt þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti Noregs hefur ekki átt í samskiptum við íslenska heilbrigðisráðuneytið vegna þessa.

Hagnaður N1 dróst verulega saman

(17 klukkustundir, 58 mínútur)
VIÐSKIPTI Festi hf. hagnaðist um 2,5 milljarða króna á síðasta ári og dróst hagnaðurinn saman frá árinu á undan, þegar hagnaðurinn voru 2,8 milljarðar. Reksturinn gekk þó mjög vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður, er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni, forstjóra hlutafélagsins.
SMARTLAND „Oftast þegar við veljum hvernig við klæðum okkur og lítum út þá höfum við áhuga á því að tjá okkar einlægu sjálfsmynd og sérstöðu. Það á þó ekki alltaf við því við getum með klæðnaði blekkt aðra og þóttst vera önnur manneskja með allt aðra stöðu og jafnvel af öðru kyni en við raunverulega erum.“

Pirraður á liðsfélögum sínum?

(18 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur hjá Sky Sports, segist skynja mikinn pirring hjá Bruno Fernandes, miðjumanni Manchester United, þessa dagana.

Gengur sáttur frá borði eftir 33 ára feril

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis hefur fengið lausn frá embætti frá og með 1. maí næstkomandi. Tryggvi segist hafa notið þess að sinna störfum sínum og rækja það verkefni að greiða úr málum borgara í umboði Alþingis gagnvart stjórnsýslunni.

Tíu verðmætustu leikmenn heims

(18 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kylian Mbappé, sóknarmaður PSG í Frakklandi, er verðmætasti knattspyrnumaður heims í dag.

Nýtt verk eftir Ólaf Elíasson mánaðarlega

(18 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Þann þrettánda maí næstkomandi verða tíu ár liðin frá því að Harpa opnaði dyr sínar fyrir almenning. Í tilefni af því verður boðið upp á fjölbreytta afmælisdagskrá í ár sem hefst í kringum sumardaginn fyrsta, og lýkur á fullveldisdaginn 1. desember.

Býður 62 milljónir fyrir hundana

(18 klukkustundir, 29 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarkonan Lady Gaga er sögð vera í miklu uppnámi yfir að hundum hennar tveimur Koji og Gustav hafi verið rænt af árásarmönnum. Hún býður hálfa milljón bandaríkjadala, eða um 62 milljónir króna, ef hundunum verður skilað heilum á húfi.

Leikið á Englandi í sumar?

(18 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það bendir allt til þess að lokakeppni Evrópumótsins 2021 fari fram á Englandi næsta sumar.

Einu skrefi nær baðstað í Eyjafjarðarsveit

(18 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar auglýsir nú breytingar á aðalskipulagi og deiluskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að baðstaður rísi í Vaðlareit í landi Ytri-Varðgjár. Breytingarnar voru samþykktar í sveitarstjórn 14. janúar sl.

Jarðskjálfti 3,5 að stærð við Fagradalsfjall

(19 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti 3,5 að stærð mældist klukkan 14.35 rétt norðan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð, á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu.

Fyrirliðinn í landsliðshópnum og einn nýliði

(19 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson er í íslenska landsliðshópnum í handknattleik sem mætir Ísrael í undankeppni EM 2022 hinn 11. mars næstkomandi í Tel Aviv í Ísrael.

Brenndu heimili og skutu íbúa

(19 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Þjófagengi myrtu hið minnsta 18 manns í nokkrum árásum á minni þorp í Kaduna-héraði í Nígeríu.

Spænskur markvörður í Aftureldingu

(19 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski markvörðurinn Estanislao Marcellán er genginn til liðs við knattspyrnulið Aftureldingar í 1. deild karla, Lengjudeildinni.

Vinkona kenndi Halle Berry að fara í sleik

(19 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 Halle Berry lýsti því í nýjasta þættinum sínum á Instagram „Bad & Booshy“ hvernig hún lærði að ...jáhh, fara í sleik.

Félagaskiptin í íslenska fótboltanum – karlar

(19 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var formlega opnaður fimmtudaginn 18. febrúar en leikmenn hafa getað skipt um félag síðan keppnistímabilinu 2020 lauk í október.
FÓLKIÐ Tveir menn réðust á Ryan Fischer, aðstoðarmann tónlistarkonunnar Lady Gaga, í West Hollywood í Los Angeles í gærkvöldi. Fischer var fyrir utan heimili sitt að viðra hunda söngkonunnar sem er í fríi á Ítalíu.

Litakóðunarkerfið setur Þórólfi engar skorður

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki bundinn af litakóðunarkerfi almannavarna í tillögum sínum um aðgerðir vegna Covid-19 og að því geti alveg verið að samkomubann verði rýmkað í meira en 100 manns ef vel gengur í baráttunni við faraldurinn og bólusetningarferlinu.

Ósáttur í herbúðum United

(19 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dean Henderson, markvörður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er ósáttur í herbúðum félagsins.
200 Nýverið var gengið endanlega frá kaupum þýska iðnarfyrirtækisins Baader á meirihluta hlutafjár í íslenska fyrirtækinu Skaganum 3X.

Kampi kærir bókhaldsbrellur til lögreglu

(20 klukkustundir, 9 mínútur)
200 Brestir í bókhaldi rækjuvinnslunnar Kampa ehf. á Ísafirði hafa verið kærðir til lögreglu. Þetta staðfestir lögreglan á Vestfjörðum í skriflegu svari við fyrirspurn 200 mílna.

Beckham reyndi að hjóla í Ferguson

(20 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United þurftu að stíga á milli Davids Beckhams og Sir Alex Ferguson þegar upp úr sauð á milli þeirra í búningsklefa United eftir tap í ensku bikarkeppninni.

Kínverski rafbíllinn sem skákar Teslu

(20 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Kínverskur rafbíll fer nú sigurför um Kína og er farinn að seljast betur heldur en Teslur þar í landi, enda ekki á færi allra að festa kaup á lúxusbílnum síðarnefnda.

Þrjú ár fyrir nauðgun á salerni skemmtistaðar

(20 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Reebar Abdi Mohammed 34 ára karlmaður frá Kúrdistan var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun á kvennasalerni skemmtistaðar í Reykjavík á aðfararnótt föstudagsins 16. febrúar 2019.

Úrskurðuð í bann fyrir olnbogaskot

(20 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik, hefur verið úrskurðuð í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskot.

Tryggvi Gunnarsson hættir sem umboðsmaður

(20 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur beðist lausnar frá störfum og hefur forsætisnefnd þingsins fallist á beiðnina frá og með 1. maí. Frá þessu greindi Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í dag.

Mexíkóskt salat sem tikkar í öll box

(20 klukkustundir, 51 mínúta)
MATUR Stundum þarf það ekki að vera flókið. Hér erum við með mexíkóskt salat að hætti Maríu Gomez á Paz.is sem er hinn fullkomni hollustuverður sem bragðast samt svo frábærlega.
BÖRN „Hugsunin með föstudags fjörinu er að vekja vitund um Duchenne og sjaldgæfa sjúkdóma almennt en líka bara til að sýna öllum að það er alltaf hægt að hafa gaman sama hvernig lífið er og brosa þó ekki sé nema stutta stund.“

„Við setjum allt upp á borðið“

(21 klukkustund, 1 mínúta)
INNLENT Ekkert bendir til þess að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga en almenningur fær að vita af því um leið ef staðan breytist, að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Fulltrúar embættisins funduðu með fulltrúum Veðurstofu Íslands í morgun.

Stjóri Jóhanns að taka við Celtic?

(21 klukkustund, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley í ensku úrvalsdeildinni, þykir líklegastur til þess að taka við Skotlandsmeisturum Celtic.

Grindvíkingar fá Bandaríkjamann

(21 klukkustund, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikslið karla hjá Grindavík hefur fengið liðsauka frá Bandaríkjunum en Kazembe Abif hefur samið við Grindvíkinga um að leika með þeim út tímabilið.

GameStop rýkur aftur upp í verði

(21 klukkustund, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Hlutabréf í GameStop hafa enn á ný rokið upp. Þau tóku að hækka í verði fyrir lokun markaða í Bandaríkjunum í gær og enduðu á að hækka um 104% á milli daga. Nú kostar einn hlutur 91 Bandaríkjadal, samanborið við um 45 dali daginn áður.

ISK 100,000 Fine for Failure to Present Certificate

(21 klukkustund, 35 mínútur)
ICELAND A fine of ISK 100,000 (USD 795; EUR 650) may now be issued to travelers who fail to present a certificate upon arrival in Iceland, showing negative results of a PCR test.

Martraðarbyrjun í Tyrklandi

(21 klukkustund, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mesut Özil hefur ekki farið vel af stað með sínu nýja knattspyrnufélagi Fenerbahce í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Upplýsingafundum fækkað

(21 klukkustund, 39 mínútur)
INNLENT Upplýsingafundum almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins verður fækkað en næstu fundur verður haldinn eftir viku. Framvegis verður einn fundur í viku, á fimmtudögum klukkan 11.

Skellti sér út á lífið sem einhleyp kona

(21 klukkustund, 39 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian horfir fram á við eftir að hún sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Kanye West. Kardashian skellti sér út á lífið án giftingahringsins á þriðjudagskvöld.

Stevie Wonder ætlar að flytja til Gana

(21 klukkustund, 59 mínútur)
FERÐALÖG Bandaríski tónlistarmaðurinn Stevie Wonder ætlar að flytja til Gana. Wonder greindi sjónvarpskonunni Opruh Winfrey frá áætlunum sínum nýlega. Ástæða flutninganna er bandarískt samfélag.
INNLENT Halla Rut Bjarnadóttir, fyrrum forráðamaður starfsmannaleigunnar Manna í vinnu, fagnar niðurstöðu héraðsdóms í máli sem Efling sótti gegn fyrirtækinu og Eldum rétt. Hún íhugar nú að höfða skaðabótamál vegna málsins.

Seldi dóp á virkum dögum og djammaði um helgar

(22 klukkustundir, 8 mínútur)
SMARTLAND „Ég átti flókna æsku og það gekk mikið á. Pabbi minn og bræður mínir voru í mikilli neyslu og það mótaði mínar hugmyndir um lífið, þó að ég hafi kannski ekki fattað það. Ég var 5 ára gamall þegar ég sá í fyrsta skipti mjög alvarlegt ofbeldi og það sat lengi í mér og er í raun ein mín fyrsta minning.“

Sex létust í námuslysi

(22 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Sex létust og enn er eins saknað eftir að ólögleg gullnáma hrundi í Indónesíu á miðvikudag.

Þungt haldinn eftir aurskriðu

(22 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Ökumaður er alvarlega slasaður eftir að bifreið hans varð fyrir aurskriðu á veginum milli Bodø og Fauske í Nordland-fylki í Noregi í morgun. Umsvifamikil björgunaraðgerð var sett í gang er tilkynning barst um skriðuna og héldu lögregla og sjúkraflutningafólk á vettvang ásamt björgunarbáti og Sea King-björgunarþyrlu.

Á förum frá United

(22 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Juan Mata, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, mun yfirgefa félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.

Logi vill Tinder fyrir ketti

(22 klukkustundir, 29 mínútur)
K100 Jóhanna Ása Evensen, rekstrarstjóri Kattholts ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars um það hvort þær finni fyrir kattarskorti í þjóðfélaginu.

Vonlaust að láta fólk velja bóluefni

(22 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Ekki er hægt að láta fólk ákveða bóluefni það vill eða vill ekki. „Það er nánast vonlaust,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir þegar hann var spurður um fólk sem hafi hafnað bóluefni AstraZeneca.

Með virkt smit þrátt fyrir neikvætt próf

(22 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Frá 19. febrúar hafa tveir greinst með virkt kórónuveirusmit á landamærunum en annar þeirra var með vottorð um neikvætt PCR-próf fyrir komu til landsins. Skimun á landamærum var hins vegar jákvæð.

Rúmlega 19 þúsund bólusettir

(22 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Búið er að bólusetja 19.075 einstaklinga við kórónuveirunni á Íslandi. Þar af eru 12.376 fullbólusettir en 6.699 eru búnir að fá fyrri bólusetninguna. Lyfjastofnun hefur fengið 364 tilkynningar um aukaverkanir.

Sem betur fer mjög fáir í skólanum

(22 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT „Þetta reyndist vera gabb en auðvitað eru svona hótanir teknar mjög alvarlega,“ segir Steinn Jóhannsson, rektor MH, við mbl.is. Sprengju­hót­un barst á net­fang Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð í nótt og skólahald fellur af þeim sökum niður fyrir hádegi.

Orðnir þreyttir á Mourinho

(22 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leikmenn enska knattspyrnufélagsins Tottenham eru orðnir þreyttir á José Mourinho, knattspyrnustjóra liðsins.

Andri Snær og Guðrún Eva tilnefnd

(22 klukkustundir, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Skáldsögurnar Um tímann og vatnið eftir Andra Snæ Magnason og Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2021 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt í Gunnarshúsi fyrir stundu.
SMARTLAND Sigga Beinteins á stað í hjarta okkar allra enda hefur kraftmikil rödd hennar hljómað hátt og víða, svo áratugum skiptir. Hún er næsti gestur Loga Bergmanns í nýjustu þáttaröðinni af Með Loga og tekur á móti honum á heimili sínu.

Ekkert nýtt smit innanlands

(23 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn bíður niðurstöðu mótefnamælingar á landamærunum. Nýgengi smita innanlands miðað við 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 1,4 en 4,6 á landamærunum. Ekkert barn á Íslandi er með Covid-19.

Upplýsingafundur almannavarna

(23 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is boðuðu til upp­lýs­inga­fund­ar klukk­an 11 í dag. Farið var yfir stöðu mála varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Vill að mál systur sinnar verði rannsakað að nýju

(23 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Latifa Al Maktoum, dótt­ir leiðtoga Dúbaí sem talin er vera í gíslingu föður síns eftir að hún reyndi að flýja furstadæmið árið 2018, hefur biðlað til bresku lögreglunnar um að hefja að nýju rannsókn á máli eldri systur sinnar sem var rænt í Bretlandi fyrir rúmum 20 árum.

Earthquakes Send Rocks Rolling Down Mountains

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
ICELAND Two tremors in excess of magnitude 3 hit Southwest Iceland overnight.

Leynimerkjasendingar drottningar afhjúpaðar

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
MATUR Elísabet Bretlandsdrottning deyr ekki ráðalaus þegar kemur að því að koma sér úr erfiðum aðstæðum - eða kannski öllu heldur leiðinlegum aðstæðum.

Nokkuð ljóst hvor íþróttin verður í forgangi

(23 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heimildarmyndin „Hækkum rána“ sem fjallar um umdeildar þjálfunaraðferðir körfuboltaþjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar hefur vakið talsverða athygli og umræðu.

Sá markahæsti tekur við Kormáki/Hvöt

(23 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tryggvi Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari Kormáks/Hvatar á Blöndósi en liðið leikur í 4. deildinni.

Hagnaður Iceland Seafood dróst saman

(23 klukkustundir, 49 mínútur)
200 Sala Icelandic Seafood dróst saman um 15% árið 2020 samanborið við árið þar á undan. Var þar um að kenna takmörkunum sem í gildi voru vegna kórónuveirunnar m.a. í S-Evrópu. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir árið 2020 sem birt var í gær.

Nýtt afbrigði breiðist hratt út í New York

(23 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Nýtt afbrigði kórónuveirunnar breiðist nú hratt um New York-borg í Bandaríkjunum. Afbrigðið ber í sér stökkbreytingu sem getur haft slæm áhrif á virkni bóluefna, samkvæmt niðurstöðum tveggja teyma vísindamanna.