Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Sóknarmaðurinn Jón Gísli Ström er genginn til liðs við Fjölni og mun leika með liðinu í Inkasso-deildinni á næstu leiktíð.
ERLENT Ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, vinnur nú að því að undirbúa útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Óvissa ríkir hvort Brexit-samningurinn, sem ríkisstjórnin og Evrópusambandið hafa náð sátt um, verði samþykktur á breska þinginu í janúar.
VIÐSKIPTI Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur fjárfest í fyrirtækinu Ankeri Solutions fyrir 60 milljónir króna. Eftir fjárfestinguna mun Nýsköpunarsjóður eiga um 12% hlut í félaginu, en hugmyndin er að fyrirtækið miðli upplýsingum milli eigenda og leigjenda flutningaskipa, meðal annars til að ná fram betri orkunýtingu og minni útblæstri skipaflotans.
VIÐSKIPTI Rautt einkennir flesta fjármálamarkaði í dag, hlutabréfavísitölur hafa lækkað og það sama á við um verð á hráolíu. Mikil lækkun á Wall Street í gærkvöldi og vonbrigði með ræðu Xi Jinping, forseta Kína, eru eins og olía á eld efasemdarmanna.
ÍÞRÓTTIR Það hafa margir tjáð sig á twiter um brottrekstur José Mourinho frá Manchester United en eftir tvö og hálft ár í starfi hjá Manchester-liðinu ákvað stjórn félagsins að reka Portúgalann.
MATUR Þessi uppskrift er í senn ósköp aðgengileg, einföld, vandræðalega ljúffeng og mögulega hápunktur dagsins. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á heiðurinn af þessari snilld sem á alltaf vel við.
INNLENT „Mér finnst það dapurlegt ef menn telja sig búna að skoða öll börn vegna þess að það er ekki búið og við vitum það alveg,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar.
ICELAND Bára Halldórsdóttir, who recorded six MP's at the Klaustur bar in Reykjavik was asked to appear at the Reykjavik District Court to make a statement for a possible case made against her. Crowds of people showed up outside court to show their support.
VIÐSKIPTI Landsréttur dæmdi á föstudaginn síðastliðinn Skúla Gunnar Sigfússon, kenndan við Subway, til að greiða þrotabúi EK1923 ehf. tæplega 2,3 milljónir í skaðabætur. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði Skúla af skaðabótakröfunni í janúar á þessu ári.

Rólegt yfir Hodeida


(41 mínúta)
ERLENT Fremur rólegt var yfir hafnarborginni Hodeida í Jemen í morgun eftir að til harðra bardaga kom í gær þrátt fyrir vopnahlé hefði tekið gildi fyrr um daginn.
ÍÞRÓTTIR Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Liechtenstein í knattspyrnu en frá þessu er greint á vef knattspyrnusambands Liechtenstein í dag.

Vann 84 leiki af 142


(57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho stýrði liði Manchester United í 142 leikjum en eins og fram kom hér á mbl.is var hann rekinn úr starfi knattspyrnustjóra félagsins í morgun.

Meintur morðingi í haldi


(1 klukkustund, 6 mínútur)
ERLENT Marokkóska lögreglan hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt tvær skandinavískar konur í Atlasfjöllunum í gær. Annars manns er einnig leitað í tengslum við morðin.

Björn Daníel laus frá AGF


(1 klukkustund, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danska knattspyrnufélagið AGF frá Árósum tilkynnti fyrir stundu að miðjumaðurinn Björn Daníel Sverrisson væri laus allra mála frá félaginu en flest bendir til þess að hann gangi til liðs við sitt gamla félag, FH, fyrir næsta tímabil.

16 ára í ástarsambandi við Woody Allen


(1 klukkustund, 23 mínútur)
FÓLKIÐ Babi Christina Engelhardt opnar sig í viðtali við The Hollywood Reporter þar sem hún segir frá ástarsambandi sínu og leikstjórans Woody Allen sem hófst árið 1976. Þá var Engelhardt aðeins 16 ára, Allen var hins vegar 41 árs þegar þau hittust.

Mourinho rekinn frá United


(1 klukkustund, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United hefur rekið José Mourinho úr starfi en félagið greinir frá þessu á vef sínum í dag.
ICELAND Strong winds caused damage in some parts of Reykjavik last night. Roof tiles blew off and a large tree was uprooted.

Brýtur reglu númer eitt


(1 klukkustund, 31 mínúta)
SMARTLAND Kim Kardashian er fyrirmynd þegar kemur að förðun en hún er þó enginn engill þegar kemur að húðumhirðu.

David James rekinn


(1 klukkustund, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR David James hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari indverska knattspyrnuliðsins Kerala Blasters.

Bjúgun eyðilögðust


(1 klukkustund, 41 mínúta)
INNLENT Nokkur hundruð bjúgu eyðilögðust þegar kviknaði í reykkofa á Kvíabryggju í gær en ekkert hangikjöt líkt og mishermt var í gær. Nýr reykkofi verður byggður, samkvæmt Facebook-færslu Fangelsismálastofnunar.

Aron iðinn við að safna titlum


(1 klukkustund, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson bætti enn einum titlinum í safn sitt um síðustu helgi þegar hann varð spænskur bikarmeistari með Barcelona eins og greint var frá hér á mbl.is.

Margrét tilnefnd fyrir Flateyjargátuna


(2 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Margrét Örnólfsdóttir er meðal sex handritshöfunda sem tilnefndir eru til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg. Tilnefninguna hlýtur hún fyrir sjónvarpsþáttaröðina Flateyjargátuna.

Íbúar beðnir um að vera vel á verði


(2 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Brotist var inn á 142 stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nóvember og hefur innbrotatilkynningum fjölgað mikið. Hlutfallslega fjölgar innbrotum í heimahús mest. Lögreglan biður fólk um að vera vel á verði og gæta vel að verðmætum.

Dýrt fyrir United að reka Mourinho


(2 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það mun kosta Manchester United drjúgan skildinginn ef sú ákvörðun verður tekin að reka knattspyrnustjórann José Mourinho úr starfi.

Hafði aldrei horft á tennisleik


(2 klukkustundir, 23 mínútur)
FÓLKIÐ Sverrir Guðnason segist ekki hafa horft á tennisleik áður en hann tók að sér hlutverk tennisstjörnunnar Björns Borg í kvikmyndinni Borg McEnroe. Hann var tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna fyrir leik sinn í henni.

Kína sækist ekki eftir heimsyfirráðum


(2 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Kína mun ekki vaxa og dafna á kostnað annarra landa, samkvæmt því sem fram kom í ræðu Xi Jinping, forseta landsins, sem hann hélt í tilefni þess að 40 ár eru síðan farið var í endurbyggingu kínversks efnahagskerfis með þeim afleiðingum að það varð annað stærsta hagkerfi heims.

Marques Oliver fer frá Haukum


(2 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Karlalið Hauka í Dominos-deildinni í körfuknattleik leitar nú væntanlega að bandarískum leikmanni til að styrkja leikmannahópinn. Félagið hefur í það minnsta ákveðið að láta Bandaríkjamanninn Marques Oliver fara.

Hannaði prump- og glimmersprengju


(2 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Verkfræðingurinn Mark Rober lenti í því, líkt og svo margir samborgarar hans, að pakka sem hann fékk heimsendan úr netverslun var stolið af veröndinni hjá honum. Þrátt fyrir að þjófarnir hafi náðst á öryggismyndavél var ekkert sem lögreglan gat gert. Rober ákvað því að grípa til sinna ráða.

Voru báðar háskólanemar í Noregi


(2 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Skandinavísku konurnar sem fundust myrtar í Marokkó voru báðar nemendur við háskólann í Telemark i Bø. Norskur lögreglumaður er á leið á staðinn þar sem þær fundust látnar.

Óvænt farið fram úr vonum


(3 klukkustundir)
ÍÞRÓTTIR „Gengi okkar hefur verið mjög gott og satt að segja nokkuð óvænt,“ sagði Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari norska B-deildarliðsins Volda, þegar Morgunblaðið heyrði í honum hljóð í gær.

Framkvæmdir við varnarvirki í útboð


(3 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Fyrirhugað er að bjóða út verkframkvæmd við varnarvirki neðan Urðarbotns og Sniðgils í Norðfirði um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári.

Audi fjárfestir í rafbílasmíði


(3 klukkustundir, 22 mínútur)
BÍLAR Lúxus- og sportbílasmiðurinn Audi hefur ákveðið að skrúfa upp tempóið í þróun og smíði rafbíla.

Hnéskelin fór úr lið


(3 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hornamaðurinn Leó Snær Pétursson hjá Stjörnunni, í Olís-deild karla, varð fyrir því óláni á dögunum að hnéskelin fór úr lið. Leó bíður eftir niðurstöðum úr myndatöku og í framhaldinu kemur í ljós hvort gerð verður aðgerð eða ekki.

Fær ekki milljarðana greidda


(3 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Les Moonves, sem var yfirmaður bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins CBS, mun ekki fá greiddan starfslokasamning en hann var rekinn frá störfum vegna ásakana um að hafa beitt fjölmargar konur kyn­ferðisof­beldi eða áreitt þær kynferðislega.

Kaupa þrjá dráttarbáta


(3 klukkustundir, 26 mínútur)
200 Öflugir dráttarbátar bættust nýverið í flotann er Icetug keypti þrjá slíka frá Hollandi. Bátarnir eru 30 metrar að lengd og átta metra breiðir. Þeir hafa fengið nöfnin Herkúles, Grettir og Kolbeinn grön.

Átta ára fékk hvatningarbréf frá Clinton


(3 klukkustundir, 45 mínútur)
BÖRN Hillary Clinton sendi átta ára gamalli stúlku í Bandaríkjunum hvatningarbréf eftir að hún tapaði í bekkjarforsetakosningum. Sagðist hún vita of vel að það væri ekki auðvelt að bjóða sig fram í stöðu sem strákar hafa bara sóst eftir.

Ræða skipulag loðnurannsókna


(3 klukkustundir, 46 mínútur)
200 Samráðshópur Hafrannsóknastofnunar og útgerða uppsjávarskipa hittist á fundi í vikulokin þar sem m.a. verður rætt um framhald loðnumælinga í janúar.
ÍÞRÓTTIR Karlalið Gróttu skoraði aðeins níu mörk í leik við Val í 13. umferð Olís-deildar karla í handknattleik á sunnudaginn.
ERLENT Hatur sem magnað er upp af samviskulausum stjórnmálamönnum er ein helsta ástæðan fyrir því að morðum á blaðamönnum fjölgar jafn mikið og raun ber vitni á milli ára.

Gaman að byrja á einu besta liði heims


(4 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það verður þvílíkt gaman að hefja nýtt tímabil á alvöruleikjum við eitt besta lið heims,“ sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður Malmö í Svíþjóð, við Morgunblaðið í gær eftir að sænska liðið dróst gegn enska stórliðinu Chelsea í 32ja liða úrslitum Evrópudeildar UEFA.

Harden fór á kostum


(4 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR James Harden fór mikinn með Houston Rockets þegar liðið lagði Utah Jazz að velli í nótt 102:97 í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Nigella neitar að láta grenna sig


(4 klukkustundir, 33 mínútur)
FÓLKIÐ Nigella Lawson segist þurfa að biðja sjónvarpsstöðvar um að breyta ekki maga sínum sem hún segir að standi út.

Slydda á aðfangadag


(4 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Veðurspáin gerir ráð fyrir kólnandi veðri á landinu og frosti um allt land á Þorláksmessu. Á aðfangadag er spáð rigningu eða slyddu.

Ekki sek um manndrápstilraun


(5 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Ung kona sem hefur setið á bak við lás og slá í meira en átján mánuði í El Salvador fyrir tilraun til manndráps hefur verið látin laus úr haldi. Konan var sökuð um að hafa brotið gegn lögum sem banna þungunarrof.

Útköll vegna veðurs í Reykjavík


(5 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi tengdu rokinu. Meðal annars fuku þakplötur og stórt tré riðaði til falls.

Grýtti bifreið í miðborginni


(5 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Lögreglan handtók mann í gærkvöldi sem var að grýta bifreið í miðborginni en hann var í annarlegu ástandi. Þrír ökumenn voru stöðvaðir sem allir voru undir áhrifum vímuefna. Tveir fíkniefna og einn lyfja. Sá síðastnefndi olli umferðaróhappi með aksturslagi sínu.

Stór samningur Mentis Cura í Japan


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Norsk-íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Mentis Cura undirritaði í gær stóran samning við japanska fyrirtækið Nihon Medi-Physics. Norska viðskiptablaðið Dagens Næringsliv segir að verðmæti samningsins sé nærri einn milljarður norskra króna (nærri 14 milljarðar íslenskra króna) á næstu tíu árum.

Einn merkasti minjastaður Íslands


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Minjastofnun kveður fast að orði um gildi Víkurgarðs, hins forna kirkjugarðs í miðbænum, í tillögu sinni sem fram kemur í bréfi til mennta- og menningarmálaráðherra um sérstaka friðlýsingu garðsins.

Dregur úr hvata til að byggja


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Samtök iðnaðarins (SI) reikna með að veiking krónunnar muni birtast í hækkandi verði innfluttra byggingarefna á næstu mánuðum. Það ásamt öðrum þáttum muni leiða til frekari hækkunar byggingarvísitölu. Ætti sú þróun að öðru óbreyttu að auka kostnað við smíði íbúða.

Bjartara yfir skuldabréfaeigendum


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
VIÐSKIPTI Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins eru skilmálabreytingar á skuldabréfaútgáfu flugfélagsins WOW air töluvert betri en margir héldu fram að þær yrðu.

Háskólinn fær Setberg


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Fulltrúar Þjóðminjasafns Íslands munu næstkomandi fimmtudag afhenda Háskóla Íslands húsið Setberg, sem stendur skammt norðan við aðalbyggingu HÍ, aftur til afnota, en þar hafa aðalskrifstofur safnsins verið undanfarin ár. Á vegum HÍ verður húsið nýtt fyrir margvíslegt þróunarstarf í kennsluháttum.

Umsóknum um vernd fækkar


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Alls sóttu 78 manns um vernd á Íslandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum frá Útlendingastofnun. Er það fækkun milli mánaða þar sem 100 manns sóttu um vernd í októbermánuði hérlendis.

Andlát: Eyþór Þorláksson


(5 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Eyþór Þorláksson, gítarleikari, lést 14. desember sl. á öldrunarlækningadeild K-1 á Landakotsspítala, 88 ára að aldri.

Þegar þú ert í átaki og jólin banka upp á


(5 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND „Jólin eru oft erfiður tími fyrir þá sem vilja taka sig á í mataræðinu eða hreyfa sig meira. Ég þekki þetta alveg sjálf. Það flæðir allt í eplaskífum, jólakökum, jólakonfekti, laufabrauði, jólaglöggi og svo má lengi telja.“

Fimm atriði sem þú þarft að gera daglega


(6 klukkustundir, 15 mínútur)
MATUR Þetta er ekki spurning um að þrífa heimilið hátt og lágt á hverjum degi. En það eru nokkur atriði sem er mikilvægt að gera daglega – til að halda heimilinu í nokkuð góðum málum.

Reykkofi á Kvíabryggju brann


(11 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Reykkofi fangelsisins á Kvíabryggju á Snæfellsnesi brann í kvöld og er ónýtur, samkvæmt frétt héraðsfréttamiðilsins Skessuhorns um málið.

Þarf undanþágu til að hitta dauðvona son


(12 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Jemensk kona hefur ekki fengið að heimsækja dauðvona son sinn til Kaliforníu í Bandaríkjunum, þar sem bandarísk yfirvöld hafa lagt bann við því að hún og aðrir jemenskir ríkisborgarar fái að ferðast til landsins. Beiðnum hennar um undanþágu frá ferðabanninu hefur ekki verið svarað.

Betur fór en á horfðist hjá Þóru


(12 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þóra Kristín Jónsdóttir, leikstjórnandi Hauka og landsliðskona í körfubolta, var besti leikmaður vallarins í sigri Hauka á Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld en hún var borin meidd af velli undir lokin.

Líkur á aurskriðum og krapaflóðum


(12 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Veðurstofan spáir áframhaldandi rigningu og vatnavöxtum í ám á Austfjörðum og auknum líkum á aurskriðum og krapaflóðum.

10 ástæður fyrir gráti í kynlífi


(12 klukkustundir, 40 mínútur)
SMARTLAND Það er bæði algengt og eðlilegt að fara að gráta í kynlífi. Oftast er það ekki alvarlegt enda hægt að líta á grátinn sem tilfinningasvita.

Rabiot vekur reiði PSG - Verður á bekknum


(12 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Afleiðingarnar eru alveg á hreinu. Hann verður á varamannabekknum hér eftir,“ segir yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG um franska miðjumanninn Adrien Rabiot sem virðist hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Málum ekki skrattann á vegginn


(13 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Björgvin Hólmgeirsson var kátur er mbl.is spjallaði við hann eftir 31:25-sigur ÍR á Aftureldingu í Olísdeildinni í handbolta í kvöld. Hann var hins vegar ekki viss um hvort sigurinn hafi verið sá sterkasti til þessa hjá ÍR á leiktíðinni.

Kvalalosti leiddi til manndráps


(13 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Breskur auðmaður, sem varð valdur að dauða kærustu sinnar með því að stórslasa hana í öfgafullum kynlífsathöfnum og skilja hana eftir bjargarlausa, var í dag dæmdur í þriggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir manndráp.

Tvær bifreiðar skullu saman


(13 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Tvær fólksbifreiðar skullu saman á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar í Reykjavík skömmu fyrir klukkan átta í kvöld.

Setjum ekki hausinn ofan í bringu


(13 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var það,“ viðurkenndi Júlíus Þórir Stefánsson, leikmaður Aftureldingar, aðspurður hvort 25:31-tap fyrir ÍR hafi verið stórt skref aftur á bak miðað við síðustu leiki. Liðin mættust í dag í lokaleik ársins í Olísdeildinni í handbolta.

Haukar og Keflavík verða í skálinni


(13 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukar þurftu að hafa verulega fyrir sigrinum á 1. deildarliði Grindavíkur í Geysisbikar kvenna í körfubolta í kvöld, 72:67. Bikarmeistarar Keflavíkur unnu efsta lið 1. deildar, Fjölni, hins vegar af miklu öryggi, 121:61.

Púðrið einnig notað í snyrtivörur


(13 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Tæplega 12 þúsund konur hafa höfðað mál á hendur hreinlætis- og lækningavöruframleiðandanum Johnson & Johnson þar sem þær telja að talkúm í barnapúðri frá fyrirtækinu hafi valdið þeim krabbameini. Dómar hafa fallið í nokkrum málanna og skaðabætur verið greiddar í einhverjum þeirra.

Njarðvík tók síðasta sætið af öryggi


(14 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Njarðvík vann Þór Þorlákshöfn af öryggi á útivelli í kvöld, 96:76, í lokaleik 16-liða úrslita Geysisbikars karla í körfubolta.

Íslensk verk tilnefnd til PEN-verðlauna


(14 klukkustundir, 16 mínútur)
FÓLKIÐ Bækur eftir íslensku skáldin Sjón og og Kristínu Svövu Tómasdóttur hafa verið tilnefndar til bandarísku PEN-bókmenntaverðlaunanna, en bæði verkin komu út vestanhafs í enskum þýðingum á þessu ári.

Maggie Q og Dylan McDermott mættu í hádegismat


(14 klukkustundir, 22 mínútur)
MATUR Klara Óskarsdóttir stendur vaktina alla daga í desember en hún er veitingastjóri á veitingastaðnum GOTT í Hafnarstræti. Miðbærinn iðar af lífi og mannmergð þessa dagana og gaman er að sjá hvernig þessi áður gleymdi hluti borgarinnar hefur lifnað við og orðið þungamiðja í skemmtilegu hátíðarhaldi.

ÍR í úrslitakeppnissæti um hátíðarnar


(14 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍR vann sannfærandi 31:25-sigur á Aftureldingu í lokaleik ársins í Olísdeild karla í handbolta. Með sigrinum fór ÍR upp fyrir KA og upp í áttunda sæti, sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Grönduðu 62 vígamönnum um helgina


(14 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Bandaríkjaher drap 62 vígamenn íslömsku hryðjuverkasamtakanna al-Shabab í sex loftárásum í Sómalíu um helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu Bandaríkjahers, sem erlendir miðlar hafa fjallað um í dag.

Gospelsöngurinn kallar fram gæsahúð


(14 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Jólaandinn var allsráðandi á aðventukvöldi sem fram fór í Lindakirkju í Kópavogi í gærkvöldi þar sem kór Lindakirkju söng fjölbreytt jólalög og sálma undir stjórn Óskars Einarssonar að 900 gestum viðstöddum.

Varað við ferðalögum í kvöld


(14 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Vegagerðin varar vegfarendur við því að vera á ferðinni þjóðvegi eitt á milli Hvolsvallar og Víkur í Mýrdal á milli klukkan 18:00 og 22:00 í kvöld vegna mikils hvassviðris. Hugsanlega geti komið til lokunar þessa kafla. Varað er einnig við ferðum um veginn um Öræfasveit.

Látinn svara fyrir lærlingsummælin


(15 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Neil Warnock, knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff, hefur verið krafinn um skýringar vegna ummæla sinna um dómarann Andrew Madley um helgina.

North alveg eins og mamma hennar


(15 klukkustundir, 5 mínútur)
BÖRN North dóttir þeirra Kim Kardashian West og Kanye West þykir ótrúlega lík mömmu sinni frá því hún var ung.

Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um milljónir


(15 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Lögmaður Rositu YuFan Zhang, eiganda Sjanghæ-veitingastaðanna, hefur sent Ríkisútvarpinu formlega kröfugerð, þar sem farið er fram á formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir króna í miskabætur vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um veitingastaðinn Sjanghæ á Akureyri í fyrra.

Vantrauststillaga á Theresu May


(15 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, hyggst leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra landsins og leiðtoga Íhaldsflokksins. Tillagan er einkum rökstudd með slælegum vinnubrögðum við að undirbúa Breta undir fyrirhugaða útgöngu úr Evrópusambandinu.

Vantar alla leiðtoga í hópinn


(15 klukkustundir, 32 mínútur)
K100 Li­verpool vann stórsigur á Manchester United um helgina í einum heitasta leik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu og velta men fyrir sér lélegu gengi Man. United. Hulda og Logi slógu á þráðinn til Hermanns Guðmundssonar sem fylgist vel með knattspyrnunni og hafði tjáð sig um málið á Facebook.

Drullar yfir jólakort systur sinnar


(15 klukkustundir, 53 mínútur)
FÓLKIÐ Samantha Markle, hálfsystir Meghan, er allt annað en ánægð með jólakortamyndina sem Meghan og Harry sendu frá sér. Um er að ræða mynd sem sýnir nýbökuð hjónin horfa á flugelda í brúðkaupsveislu þeirra í maí og sýnir því ekki andlit þeirra.

Fundust látnar í Marokkó


(15 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Norskir fjölmiðlar loga bókstaflega eftir að fréttir bárust í dag af því að tvær konur, Norðmaður og Dani, hefðu fundist látnar með áverka eftir eggvopn í fjalllendi í Marokkó.

Stóð ekki til að Bára gæfi skýrslu


(16 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT „Það var aldrei farið frá á að Bára gæfi skýrslu,“ segir Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður í samtali við mbl.is en hann er einn lögmanna Báru Halldórsdóttur sem hljóðritaði samtal sex þingmanna á kránni Klaustri 20. nóvember.

Samstiga skyttur og hundelskar


(16 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Á jólaborði þeirra er heilsteikt gæs sem þau hafa sjálf veitt. Kjartan og Gréta njóta þess að fara saman á skytterí með hunda sína en þá skarta þeir heimasaumuðum sokkum, til hlífðar þófum, ef færi er vont.

Tímamótasamningur vegna andlegrar heilsu


(16 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norsk knattspyrnufélög hafa gert tímamótasamning við leikmannasamtökin í Noregi sem gengur út á að hlúa að andlegri heilsu leikmanna.

Gul vesti rjúka ekki út


(16 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Sala á gulum vestum hefur ekki aukist undanfarna daga eða vikur þrátt fyrir sögusagnir á samfélagsmiðlum og umfjöllun fjölmiðla um stóraukna sölu. Þetta segja forsvarsmenn smásöluaðila sem selja slík vesti í samtali við mbl.is.

Segist búinn að finna bestu súpu á Íslandi


(16 klukkustundir, 21 mínúta)
MATUR Ef einhver veit sínu viti þegar kemur að mat er það klárlega Albert Eiríksson og þegar Albert úrskurðar að hann sé búin að finna bestu súpu á Íslandi þá leggjum við við hlustir.

Heiða og Guðmundur selja Öldugötu


(16 klukkustundir, 23 mínútur)
SMARTLAND Hjónin Heiða Kristín Helgadóttir framkvæmdastjóri Niceland og Guðmundur Kristján Jónsson hafa sett íbúð sína við Öldugötu á sölu.

Leggja til flugbætur í Kanada


(16 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Kanadísk stjórnvöld hafa lagt fram tillögur um að flugfélögum sem fljúga til og frá Kanada og innan landsins verði gert að greiða háar bætur til farþega sem verða til að mynda fyrir seinkunum, því að flugferðir eru felldar niður eða að missa af flugi vegna yfirbókunar.

Árið 2020 vinn ég kannski risamót


(16 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafía Þórunn Kristinsdóttir segir ákveðinn létti fylgja því að hafa ekki náð fullum keppnisrétti í LPGA-mótaröðinni í golfi fyrir næsta keppnistímabil, eftir erfitt en lærdómsríkt tímabil í ár.

Forsætisnefndin öll vanhæf


(17 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, og allir varaforsetar þingsins eru vanhæfir til þess að fjalla um Klaustursmálið í nefndinni vegna ummæla sinna um málið. Fulltrúar í forsætisnefnd komust að þessari niðurstöðu að fengnum athugasemdum frá þeim þingmönnum sem komu við sögu í málinu.

Mennirnir tveir fundnir á Kirkjufelli


(17 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Mennirnir tveir sem óskuðu aðstoðar eftir að hafa villst af leið er þeir voru við göngu á Kirkjufelli við Grundarfjörð síðdegis í dag eru báðir fundnir og á leið niður af fjallinu. Annar mannanna fannst rétt fyrir klukkan 17 en hinn fannst skömmu síðar.

Zlatan áfram í borg englanna


(17 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sænski markaskorarinn Zlatan Ibrahimovic mun spila áfram með LA Galaxy í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu eina leiktíð til viðbótar.

Nýttu alla stærstu samfélagsmiðlana


(18 klukkustundir, 3 mínútur)
ERLENT Rússnesk stjórnvöld nýttu sér alla stærstu samfélagsmiðla við afskipti sín af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem öldungadeild Bandaríkjaþings lét vinna og verður bráðum gerð opinber.

„Vandræðalegt en yndislegt“


(18 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT „Þetta er hálfvandræðalegt, en yndislegt,“ sagði Bára Halldórsdóttir, sem mætti í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna vegna mögulegs máls sem verður höfðað á hendur henni fyrir upptökurnar á Klaustri. Mikill fjöldi fólks mætti til að sýna henni samstöðu.

Saltfiskur sem slær alltaf í gegn


(18 klukkustundir, 19 mínútur)
MATUR Hér gefur að líta saltfiskuppskrift úr smiðju Ragnars Freys Ingvarssonar - sem er landsmönnum betur þekktur sem Læknirinn í eldhúsinu. Hér fáum við dýrari týpuna af uppskrift þar sem myndband fylgir með.

Þjálfari í fangelsi fyrir nauðgun


(18 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Fyrrverandi landsliðsþjálfari Frakklands í listadansi á hjólaskautum, Arnaud Mercier, hefur verið dæmdur í þrettán ára fangelsi eftir að hann var sakfelldur fyrir að hafa beitt tvær unglingsstúlkur kynferðislegu ofbeldi og nauðgað þeim.

Vopnað rán í Iceland í Glæsibæ


(18 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Vopnað rán var framið í verslun Iceland í Glæsibæ milli kl. 6:00 og 7:00 í morgun. Maður vopnaður hnífi gekk inn í verslunina og ógnaði starfsmanni með hnífnum en beitti honum ekki heldur sló til afgreiðslumannsins. Þetta staðfestir lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

„Áfram Bára“


(18 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Ég er að sýna samstöðu með Báru. Það eru margir saman komnir hér til að styðja við bakið á henni,“ sagði Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

„Þjóðin er að springa“


(18 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Hörður Torfason tónlistarmaður var staddur í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar Bára Halldórsdóttir mætti þangað í dag vegna Klaustursmálsins. Hann sagðist í samtali við blaðamann vera að sýna stuðning sinn við Báru, ekki veiti af því.

United heldur Martial til 2020


(18 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Manchester United hefur nýtt klásúlu í samningi við Anthony Martial til þess að framlengja samninginn um eitt ár, til ársins 2020.

6 ástæður til að forðast sykur


(18 klukkustundir, 53 mínútur)
SMARTLAND „Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast.“

Í vanda á Kirkjufelli


(19 klukkustundir)
INNLENT Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi voru kallaðar út fyrir skömmu til leitar að tveimur mönnum á Kirkjufelli við Grundarfjörð.

„Yngsti markaskorarinn“ reyndist ljúga


(19 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Indverski knattspyrnumaðurinn Gourav Mukhi hefur verið úrskurðaður í sex mánaða leikbann af indverska knattspyrnusambandinu eftir að hann sagði ósatt um aldur sinn.

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn


(19 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn fjórða árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki.

Jussi fer með góðar minningar frá Íslandi


(19 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Finninn Jussi Pitkänen, sem verið hefur afreksstjóri Golfsambands Íslands síðustu tvö ár með farsælum árangri, hættir því starfi sínu í febrúar á næsta ári.

„Mikilvægt“ að tryggja tilvist myndefnis


(19 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Reimar Pétursson lögmaður fjögurra þingmanna sem komu við sögu í Klaustursmálinu lagði í Héraðsdómi Reykjavíkur áherslu á mikilvægi þess að myndefni úr öryggismyndavélum verði lagt fyrir dóm. Mikilvægt sé að tryggja tilvist myndefnisins áður en varðveislutími þess rennur út.

Brot á lögum og beinlínis hættulegt


(19 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Vestfjörðum vinnur nú úr gögnum og sýnum í máli skipstjóra á fiskibáti sem handtekinn var á Suðureyri seint á föstudagskvöld, vegna gruns um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna og brota á lögskráningu sjómanna.

Áfram í farbanni eftir slagsmál


(19 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað að tveir menn skuli sæta farbanni til 1. febrúar að kröfu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Menn­irn­ir eru starfs­menn PCC á Bakka við Húsa­vík og eru grunaðir um lík­ams­árás hvor gegn öðrum í vist­ar­ver­um PCC.

Spilað í enska deildabikarnum í vikunni


(20 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spilað verður í átta liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu í vikunni þar sem stórleikurinn verður viðureign Lundúnaliðanna Arsenal og Tottenham.

Bára mætt í héraðsdóm


(20 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Bára Halldórsdóttir, sem hljóðritaði samtal sex þingmanna á kránni Klaustri í nóvember, er mætt í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem til stendur að taka skýrslu af henni að beiðni lögmanns fjögurra þingmannanna. Hefst þinghaldið klukkan korter yfir þrjú.

Hildur og Martin körfuboltafólk ársins


(20 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson hafa verið valin körfuknattleikskona og körfuknattleikskarl ársins 2018 af KKÍ.

Youtube-stjarna hrædd heima hjá sér


(20 klukkustundir, 39 mínútur)
FÓLKIÐ Youtube-stjarnan James Charles bað aðdáendur sína um að virða einkalíf sitt eftir að einn mætti heim til hans í Los Angeles. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Charles er truflaður á heimili sínu.

Flugmiðaverðið hækkaði um 27%


(20 klukkustundir, 43 mínútur)
VIÐSKIPTI Verð á flugmiða til fjögurra algengra áfangastaða WOW air og Icelandair hækkaði um 27% að meðaltali á tímabilinu 5. nóvember - 14. desember. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum.

Rekinn frá Anderlecht


(20 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hein Vanhaezebrouck var í dag rekinn úr starfi þjálfara hjá belgíska knattspyrnuliðinu Anderlecht.

Sofa á vinnustaðnum og öryggi ábótavant


(20 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Vinnueftirlitið hefur lokað byggingarvinnustað við Vesturberg 195 í Breiðholti, þar sem fyrirtækið Fylkir ehf. er í framkvæmdum. Vinna hefur verið bönnuð á öllu vinnusvæðinu þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna er talin hætta búin vegna slæms aðbúnaðar.

Þurftu að finna einhverjar lausnir


(21 klukkustund, 3 mínútur)
INNLENT „Við höfðum svolitlar áhyggjur af þessu, létum prófa þetta og það gekk vel,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Breytingar verða á leiðakerfi Strætó í byrjun næsta árs en tvær leiðir munu keyra þröngar götur miðbæjarins vegna lokunar gömlu Hringbrautar.

Dóttir Ágústu Evu með dásamlega rödd


(21 klukkustund, 5 mínútur)
BÖRN Rebekka dóttir Ágústu Evu og Arons Pálamsonar hefur ekki langt að sækja sönghæfileikana sína. Hún syngur eins og engill og gefur mömmunni ekkert eftir.

Guðrún Brá á parinu í dag


(21 klukkustund, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, Íslands­meist­ari í golfi úr Keili, lék annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í dag á pari en mótið er haldið í Marokkó.

Pútín rokselst í Japan


(21 klukkustund, 20 mínútur)
ERLENT Pútín að baða sig í ísköldu vatni Seliger, í íshokkí, að rífa í lóðin eða knúsa hund. Allt þetta og meira til má sjá Vladimír Pútín Rússlandsforseta gera í dagatali fyrir árið 2019 sem rokselst þessa dagana í Japan.

Disney plokkfiskur sem krakkarnir elska


(21 klukkustund, 22 mínútur)
MATUR Plokkfiskur klikkar aldrei og hér erum við með uppskrift úr Stóru Disney uppskriftabókinni sem kom út á dögunum og er algjörlega að slá í gegn. Uppskriftin er einföld og hugsunin er að krakkarnir geti því sem næst eldað þetta sjálf - ef þau fá smá aðstoð með það erfiðasta.

Daði til Framara


(21 klukkustund, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Daði Lárusson, fyrrverandi markvörður FH í knattspyrnu, hefur verið ráðinn markvarðarþjálfari hjá Fram en þetta kemur fram á vef félagsins.

Síðast vann Arsenal samanlagt 10:2


(21 klukkustund, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arsenal menn hljóta að vera ánægðir með dráttinn í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Lundúnaliðið mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi.

Arion banki hlaut tvenn verðlaun


(21 klukkustund, 41 mínúta)
VIÐSKIPTI Arion banki hlaut tvenn verðlaun á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni Banking Technology Awards sem var haldin í nítjánda sinn á fimmtudaginn.

Óásættanleg innilokun í Árneshreppi


(21 klukkustund, 46 mínútur)
INNLENT Stór innviðaverkefni í Árneshreppi þola enga bið. Verði ekkert að gert gæti byggðin lagst af og þar með væru „varanlega glötuð mikil verðmæti sem felast í menningu og mannlífi í þessu sérstæða og afar fallega byggðarlagi“.

Svona finnurðu rétta andlitsmaskann


(21 klukkustund, 53 mínútur)
SMARTLAND Þegar ég stend ráðalaus fyrir framan spegilinn er oft lítið annað í stöðunni en að maka á mig andlitsmaska og vona það besta. Útkoman er yfirleitt sléttari, þéttari og ljómameiri húð en ávinningurinn getur einnig falist í andlegri vellíðan.

Verður gaman að fara til Þýskalands


(21 klukkustund, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool gerir sér grein fyrir því að hans menn eiga í vændum erfiða leiki gegn þýsku meisturunum í Bayern München en liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Bíða skýrslu tæknideildar lögreglu


(22 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Rannsókn á upptökum eldsvoðans sem kom upp í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í nóvember stendur enn yfir á meðan beðið er eftir skýrslu tæknideildar lögreglunnar. Ekki er víst að hún muni skila óyggjandi niðurstöðum um orsakir eldsins segir aðstoðaryfirlögregluþjónn.

153% aukning í netverslun raftækja milli mánaða


(22 klukkustundir, 2 mínútur)
VIÐSKIPTI Í nóvembermánuði síðastliðnum jókst innlend kortavelta Íslendinga í netverslun um 15% frá sama mánuði í fyrra en velta innlendra greiðslukorta Íslendinga í verslun jókst um 5% á sama tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Viðar Ari á leið til Örebro?


(22 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viðar Ari Jónsson, knattspyrnumaður hjá Brann í Noregi, er líklega á leið til sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro, samkvæmt frétt Bergens Tidende í Bergen í dag.

Ráðinn hönnunarstjóri hjá Brandenburg


(22 klukkustundir, 28 mínútur)
VIÐSKIPTI Dóri Andrésson hefur verið ráðinn sem hönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni Brandenburg.
INNLENT Alþingi hefur samþykkt frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á lögum sem lagt var fram í því skyni að jafna aðgang þeirra sem þurfa á dvalarrými eða dagdvöl að halda, þannig að ekki sé lengur horft til aldurs heldur byggt á mati á þörf fólks fyrir þessi úrræði. Lögin öðlast þegar gildi.

Mourinho verður ekki rekinn


(22 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United hefur ekki uppi nein áform um að reka knattspyrnustjórann José Mourinho en fjölmargir stuðningsmenn félagsins vilja fá Portúgalann í burtu vegna slaks gengis liðsins á tímabilinu.

Arnór Ingvi og félagar mæta Chelsea


(22 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þrjú Íslendingalið voru í pottinum ásamt liðum eins og Chelsea og Arsenal þegar dregið var til 32-liða úrslitanna í Evrópudeild UEFA í knattspyrnu en dregið var til þeirra nú rétt í þessu.

Reynt að flýta aðgerðum í Frakklandi


(22 klukkustundir, 52 mínútur)
ERLENT Franska ríkisstjórnin leggur allt kapp á að koma skattalækkunarfrumvarpi sem og hækkun lágmarkslauna í gegnum þingið sem fyrst. Með þessu vonast ríkisstjórnin til þess að mótmælum gulu vestanna ljúki.

Bætti öryggi sitt eftir hamfarafærslur West


(22 klukkustundir, 53 mínútur)
FÓLKIÐ Drake er sagður hafa bætt við sig öryggisvörðum á föstudaginn eftir að kollegi hans, Kanye West, fór hamförum á Twitter og sagði Drake ógna fjölskyldu hans. Drake og West búa í sama lokaða hverfinu í Kaliforníu.

Kaupa fyrir 6,2 milljarða í Alvotech


(22 klukkustundir, 58 mínútur)
VIÐSKIPTI Japanska lyfjafyrirtækið Fuji Pharma hefur fjárfest í Alvotech fyrir um 50 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur 6,2 milljörðum króna, en um er að ræða 4,2% eignarhlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Nýr og stærri BMW X4


(23 klukkustundir, 10 mínútur)
BÍLAR Önnur kynslóð hins vinsæla sportjeppa BMW X4 er komin í hús hjá bílaumboðinu BL. Er hann bæði stærri og breiðari en forverinn, sem kynntur var til leiks árið 2014.

Hægt að kolefnisjafna losun sjókvíaeldis


(23 klukkustundir, 18 mínútur)
200 Kolefnisspor sjókvíaeldis er svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis samkvæmt nýrri skýrslu sem Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, afhenti Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í gær.

West Ham vill fá miðjumann United


(23 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR West Ham er að reyna að tryggja sér þjónustu frá miðjumanni Manchester United þegar opnað verður fyrir félagaskipti í næsta mánuði.

Hlutabréf Asos lækka um 35%


(23 klukkustundir, 28 mínútur)
VIÐSKIPTI Netverslunin Asos hefur gefið út afkomuviðvörun fyrir yfirstandandi rekstrarár vegna minni sölu í nóvember en gert hafði verið ráð fyrir. Markaðurinn brást harkalega við viðvöruninni og lækkuðu hlutabréf Asos um 35% í morgun.

Loka gömlu Hringbraut í sex ár


(23 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. Gjaldskrá Strætó verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Í janúar 2019 mun hluti gömlu Hringbrautar loka í sex ár vegna framkvæmda á nýjum Landspítala. Lokunin mun hafa nokkur áhrif á leiðakerfi Strætó.

Svefninn bíður fram að jólum


(23 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT „Þetta hefur gengið frábærlega,“ segir Ágúst Guðmundsson, einn slökkviliðsmannanna sjö sem eru búnir að róa stanslaust frá því á föstudag fyrir Frú Ragnheiði. Róðrinum lýkur á föstudag svo það er nóg eftir.

Ítalir bregðast við kröfum ESB


(23 klukkustundir, 41 mínúta)
ERLENT Stjórnvöld á Ítalíu hafa lagt fram fjögurra milljarða evra viðbótarframlag við fjárlagafrumvarp ríkisins til að koma til móts við kröfur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem hefur hafnað fjárlögunum í tvígang á þeim for­send­um að ekki hafi verið gerðar ásætt­an­leg­ar breyt­ing­ar á þeim.
INNLENT Auglýst hefur verið laust til umsóknar embætti ráðuneytisstjóra í nýju heilbrigðisráðuneyti sem tekur til starfa 1. janúar 2019. Ráðuneytið verður til við skiptingu velferðarráðuneytisins í heilbrigðisráðuneyti og félagsmálaráðuneyti.

Dæmdur til að greiða 238 milljónir


(23 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Ágúst Alfreð Snæbjörnsson hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu tæplega 238 milljóna í sekt til ríkisins fyrir skattabrot á árunum 2012-13 í tengslum við rekstur tveggja félaga. Þá er hann dæmdur vegna skilasvika í tengslum við uppgjör vegna byggingar tveggja skóla í Reykjavík.
Meira píla