FÓLKIÐ
Heimildamyndin A Song Called Hate var í gær valin besta heimildamyndin í fullri lengd á ítölsku kvikmyndahátíðinni See You Sound. Leikstjóri myndarinnar er Anna Hildur Hildibrandsdóttir en myndin fjallar um Hatara og þátttöku þeirra í Eurovision fyrir Íslands hönd.
ÍÞRÓTTIR
Harvey Barnes, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Leicester, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.
VIÐSKIPTI
Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur yfirgripsmikla reynslu og þekkingu af forvarnastarfi, að því er fram kemur í tilkynningu.
INNLENT
Katrín Jakobsdóttir telur að rétt hafi verið að fara í bóluefnasamstarf við ESB, þótt á ýmsu hafi gengið þar, og ítrekar þá skoðun að búið verði að bólusetja meirihluta Íslendinga fyrir mitt ár.
ÍÞRÓTTIR
Jóhannes Kristinn Bjarnason er genginn til liðs við sænska knattspyrnufélagið Norrköping.
INNLENT
Þriðjudaginn 2. mars og miðvikdaginn 3. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu 81 árs og eldri, þ.e. fæddum 1939 eða fyrr, Covid-19-bólusetningu í Laugardalshöllinni.
ÍÞRÓTTIR
Paul Scholes var harðorður í garð Thomas Tuchels, knattspyrnustjóra Chelsea, eftir leik Chelsea og Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Stamford Bridge í London í gær.
SMARTLAND
Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir er búin að léttast um 8,9 kíló það sem af er ári. Það er þó aðeins bara byrjunin því Anna ætlar sér að léttast um 22 kíló á árinu. Þótt árangurinn sé góður þá segir Anna frá því í dagbókarfærslu sinni á Facebook í dag að hún hafi ekki náð markmiði sínu, sem var að vera komin undir 90 kíló þann 1. mars. Hún birtir mynd af vigtinni sem sýnir 90,7 kíló.
ICELAND
The swarm of earthquakes that began Wednesday in Southwest Iceland shows no signs of abating.
K100
Ásakanir síðustu vikna á hendur Marilyn Manson voru víst bara toppurinn á stórum ísjaka.
ERLENT
Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði stuðningsmönnum sínum í gær að hann væri að íhuga að bjóða sig fram til embættis forseta að nýju árið 2024. Hann ætlaði sér ekki að stofna nýjan flokk heldur yrði hann áfram í Repúblikanaflokknum.
INNLENT
Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti veitingastaði í umdæminu um helgina til að athuga hvort sóttvarnareglum væri framfylgt. Staðan var til fyrirmyndar á öllum nema einum þar sem enn var verið að afgreiða matargesti eftir klukkan 23.00.
ÍÞRÓTTIR
Talið er að Tiger Woods, einn sigursælasti kylfingur allra tíma, hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að bíll hans fór út af veginum í alvarlegu bílslysi í Kaliforníu í Bandaríkjunum í síðustu viku.
VIÐSKIPTI
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum.
INNLENT
Tuttugu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum frá föstudegi og yfir helgina. Sá sem hraðast ók mældist á 159 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km.
ERLENT
Tyrknesk unnusta sádiarabíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbul árið 2018 segir að refsa eigi krónprinsinum fyrir aðild að morðinu.
ÍÞRÓTTIR
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi, bestu knattspyrnumenn heims undanfarinn áratug, gætu orðið liðsfélagar í Bandaríkjunum á næstu árum.
ERLENT
Kínversk stjórnvöld nota kórónuveirufaraldurinn sem enn eitt tæki til þess að stjórna blaðamönnum. Samkvæmt samtökum blaðamanna hafa stjórnvöld þar í landi notað faraldurinn sem afsökun til að fylgjast enn betur með og hindra aðgang blaðamanna enn frekar.
INNLENT
„Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ár,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhússins á Rauðarárstíg. Eitt ár er síðan húsið var tilbúið til notkunar og fyrsti gesturinn kom þangað til dvalar 7. mars 2020. Þar hafa alls 1.100 manns dvalið vegna Covid-19-faraldursins.
ÍÞRÓTTIR
Senegalski knattspyrnumaðurinn Kalidou Koulibaly er á óskalista Evrópumeistara Bayern München.
INNLENT
Yfir þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti, þar af níu yfir 3 að stærð. Sá stærsti varð klukkan hálftvö í nótt, 4,9 að stærð.
MATUR
Þú skalt lesa þig í gegnum þessa grein ef þú ert í hugleiðingum með að skipta út þurrkaranum á heimilinu – þú gætir orðið örlítið efnaðri fyrir vikið.
INNLENT
Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur farið af stað með söfnunarátak. Það er ekki smátt í sniðum. Safna á 35 milljónum króna á einu ári til mikilvægrar tæknilegrar uppfærslu.
FÓLKIÐ
Harry Bretaprins, sem hefur gagnrýnt fjölmiðla og segir að þeir hafi átt hlut að máli þegar móðir hans, Díana prinsessa, lést árið 1997, segist óttast að sagan endurtaki sig.
ÍÞRÓTTIR
Giannis Antetokounmpo fór á kostum fyrir Milwaukee Bucks þegar liðið vann fimm stiga sigur gegn Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfuknattleik í Milwaukee í nótt.
ÍÞRÓTTIR
Vel hefur gengið hjá enska knattspyrnufélaginu Everton á tímabilinu. Liðið er í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu og komið í fjórðungsúrslit enska bikarsins.
ERLENT
Forsætisráðherra Ástralíu hafnar því að reka ráðherra ríkisstjórnarinnar frá völdum sem er sakaður um nauðgun. Segir hann að ekkert sé hæft í ásökunum á hendur ráðherranum sem ekki hefur verið nafngreindur.
K100
Kraftmikil hvatningarorð til þess að byrja daginn.
BÖRN
Albert Mónakófursti er stoltur tvíburafaðir. Í viðtali segir Mónakófurstinn systkinin vera mjög ólík þrátt fyrir að vera tvíburar. Erfinginn Jacques heldur sig meira til hlés en tvíburasystir hans Gabríella.
INNLENT
Suðvestanátt í dag, víða talsverður strekkingur norðan til á landinu, annars mun hægari. Léttskýjað um landið austanvert en dálítil él fram eftir degi vestanlands. Hiti 0 til 6 stig.
INNLENT
Tæplega 800 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi frá miðnætti. Er virknin áfram einkum bundin við svæðið suðvestan við Keili og við Trölladyngju. Klukkan 01:31 í nótt varð skjálfti af stærð 4,9 og fannst hann víða.
FÓLKIÐ
Mikill fögnuður greip um sig meðal fólks af asískum uppruna þegar Chloe Zhao skráði sig á spjöld sögunnar með því að verða fyrsta asíska konan til að hljóta Golden Globe-verðlaunin fyrir leikstjórn í gærkvöldi.
SMARTLAND
Natalie Kristín Hamzehpour skólastjóri Makeup Studio Hörpu Kára farðaði Kristjönu Elvu Karlsdóttur með einfaldri vorförðun sem tók ekki nema tíu mínútur.
FERÐALÖG
Leikarinn Liam Hemsworth virðist ekki láta gagnrýni heimamanna í Byron Bay á sig fá. Í vikunni skellti Hemsworth sér á ströndina við Byron Bay með kærustunni sinni Gabrielle Brooks.
INNLENT
Ökumaður sem missti stjórn á bifreið sinni á Þingvallavegi í gærkvöldi ók út af og hafnaði á hvolfi í skurði. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku á Landspítalann en að lokinni aðhlynningu þar var hann fluttur í fangageymslur lögreglu.
INNLENT
Vinir Vatnsendahvarfs hafa ákveðið að kæra ákvörðun Skipulagsstofnunar um að mæla ekki fyrir um nýtt umhverfismat vegna lagningar síðasta áfanga Arnarnesvegar.
INNLENT
Ekki hafa fengist heimildir til að bólusetja flugliða og annað starfsfólk flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og fólk erlendis vegna starfa sinna.
INNLENT
Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna, segir að starfsfólk HS Veitna hafi ekki jafn miklar áhyggjur af þessari skjálftahrinu sem gengur nú yfir og þeirri sem gekk yfir á síðasta ári í grennd við Grindavík.
INNLENT
Jón Ívar Einarsson, prófessor við læknadeild Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, skorar á stjórnvöld hér að fara að dæmi Breta og lengja bilið á milli bólusetninga gegn Covid-19 í þrjá mánuði.
200
Uppboð fer fram á miðvikudaginn kemur, 3. mars, á báti með því sögufræga nafni Jón forseti. Þetta er framhaldsuppboð, sem fram fer að kröfu Faxaflóahafna. Jón forseti er eikarbátur, 31 tonn að stærð.
MATUR
Þó að þú þvoir ekki hárið í einhverja daga hugsarðu væntanlega ekki út í að þrífa hárburstann – sem þú ættir eflaust að gera.
INNLENT
Sterkur jarðskjálfti reið yfir suðvesturhorn landsins nú um klukkan 01.31.
INNLENT
Snarpur jarðskjálfti skók Reykjanesskagann upp úr miðnætti.
INNLENT
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur unnið og birt nýtt hraunflæðilíkan.
ERLENT
Samkomubann utandyra, lokun verslana og allra veitingastaða nema þeirra sem sækja má mat til og sérreglur á byggingarvinnustöðum er meðal þess sem Óslóarbúar munu búa við frá miðnætti annað kvöld og að minnsta kosti til 15. mars, eftir því sem fram kom á blaðamannafundi formanns borgarráðs í kvöld eftir enn eina smitholskefluna í höfuðstaðnum.
INNLENT
Aftur er farið að örla á skjálftavirkni á svæðinu við fjallið Þorbjörn, sem liggur nærri Grindavík.
INNLENT
Orsök þess að vefur Veðurstofu Íslands lá niðri í rúma klukkustund eftir að skjálfti reið yfir í kvöld er ekki að finna í álagi heldur í annars konar bilun.
ÍÞRÓTTIR
Ozan Kabak, miðvörðurinn ungi sem gekk til liðs við Liverpool á láni frá Schalke í byrjun mánaðarins, hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í sínum fyrstu leikjum og var hann óöruggur í 2:0-sigri liðsins gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
INNLENT
Gunnar Karl Haraldsson, framhaldsskólakennaranemi sem barðist fyrir réttindum fatlaðs fólks, er látinn 26 ára að aldri.
INNLENT
Fólksbíll fór út af veginum í Mosfellsdal um níuleytið í kvöld og endaði í skurði.
ÍÞRÓTTIR
„Þetta er algjört óviljaverk og það er ekkert að gerast þarna,“ sagði Gylfi Einarsson um vítaspyrnuatvikið í stórleik Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
ÍÞRÓTTIR
„Margir eru búnir að afskrifa okkur og það er í góðu lagi,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir að lærisveinar hans unnu 2:0-sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
INNLENT
Vefur Veðurstofu Íslands lá niðri í rúma klukkustund eftir að jarðskjálfti af stærðinni 3,8 gekk yfir Reykjanesskaga upp úr klukkan hálftíu í kvöld.
ÍÞRÓTTIR
Atlético Madríd er með fimm stiga forystu og á leik til góða á toppi spænsku efstu deildarinnar í knattspyrnu en liðið vann 2:0-sigur á Villarreal í kvöld.
SMARTLAND
Apolloart.is var opnað síðasta haust en um er að ræða stafrænt listagallerí. Fjöldi listamanna hefur selt verk sín í gegnum fyrirtækið og hefur vöxtur á milli mánaða verið yfir 30% í hverjum mánuði síðustu mánuði og hundruð listaverka fundið heimili.
ERLENT
Ítalskir fornleifafræðingar fundu nýverið hátíðarvagn skammt frá hinni ævafornu rómversku borg Pompei.
ÍÞRÓTTIR
KR vann 91:84-sigur á ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í kvöld.
INNLENT
Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga klukkan 21.36. Skjálftinn varð um 1 km suðvestur af Keili og var 3,8 að stærð.
ÍÞRÓTTIR
Englandsmeistarar Liverpool unnu 2:0-sigur á botnliði Sheffield United í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en höfðu þar áður tapað fjórum deildarleikjum í röð.
ERLENT
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segist hafa áreiðanlegar upplýsingar um að að minnsta kosti 18 manns hafi verið drepnir í átökum lögreglu og mótmælenda í Mjanmar í dag.
ERLENT
Indverskur maður sem hafði fest hníf við fót hana í hans eigu, til að gera hann hættulegri í hanaati sem eigandinn ætlaði sér að græða á, lét lífið eftir að haninn veitti honum áverka með hnífnum.
ÍÞRÓTTIR
Selfoss vann 29:28 sigur á Stjörnunni í Olísdeild karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Selfoss hafði frumkvæðið lengst af en lokamínúturnar voru æsispennandi.
ERLENT
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, hefur fallist á að fram fari óháð og sérstök rannsókn á meintri kynferðislegri áreitni hans í garð tveggja fyrrverandi starfsmanna hans. Cuomo neitar sök.
ÍÞRÓTTIR
Englandsmeistarar Liverpool eru loks komnir aftur á sigurbraut í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hafa lagt botnlið Sheffield United að velli, 2:0, á Bramall Lane í kvöld.
MATUR
Fyrsta lúxushótel fyrir hunda hefur litið dagsins ljós og það býður upp á allt það sem okkur mannfólkið dreymir um og meira til.
ÍÞRÓTTIR
Fjölnir vann 4:3-sigur á Leikni úr Reykjavík í markaleik í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag. Fjölnismenn skoruðu þrjú mörk seint í leiknum í Egilshöllinni.
INNLENT
„Ég áttaði mig strax á því að þarna var stór atburður á ferðinni og að skrásetja þyrfti hann í myndum. Á sama tíma var ljóst að ekki væri hægt að hleypa fjölmiðlum eða neinum utanaðkomandi inn á spítalann og var það því á mínum herðum, og kvikmyndatökumanns spítalans, að skrásetja í myndum ástandið,“ segir Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Landspítalans.
ÍÞRÓTTIR
Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en gríðarlega umdeilt atvik setti svip sinn á leikinn.
INNLENT
Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir jarðskjálftann sem varð um sjöleytið í kvöld hafa verið þann sjöunda í röðinni sem mælist 4 að stærð eða meira í dag. Upptök skjálftans, sem var 4,7 að stærð, voru tvo km suðsuðvestur af Keili. Hann fannst bæði í Fljótshlíð og á Hvolsvelli.
200
Drög sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum á sviði fiskveiðistjórnunar til að styrkja eftirlit Fiskistofu hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt.
VIÐSKIPTI
Bankastjóri og aðstoðarbankastjóri Arion banka eru á meðal þeirra sem keyptu áskriftarréttindi að nýjum hlutum í bankanum.
ÍÞRÓTTIR
Glenn Hoddle ræddi við þá Loga Bergmann og Eið Smára Guðjohnsen á Vellinum á Símanum Sport eftir að Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
VIÐSKIPTI
Dómari við alríkisdómstól í Bandaríkjunum hefur samþykkt sáttagerð í hópmálsókn 1,6 milljóna notenda Facebook í Illinois-ríki gegn tæknirisanum. Facebook samþykkti að greiða 650 milljónir Bandaríkjadala, sem nemur um 83 milljörðum króna.
ÍÞRÓTTIR
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var gríðarlega óánægður með dómgæsluna í markalausa jafnteflinu gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
INNLENT
Kröftugur jarðskjálfti gekk yfir Reykjanesskaga rétt í þessu. Samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands var hann um 4,7 að stærð og átti upptök sín um 1,5 km vestur af Keili. Skjálftinn fannst víða, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.
BÖRN
Drew Barrymore segist hafa verið lögð inn á geðdeild í átján mánuði þegar hún var þrettán ára. „Ég var stjórnlaus. Ég var að fara á skemmtistaði, stal bílnum af mömmu og svo framvegis,“ segir Barrymore í viðtali hjá Howard Stern hjá SiriusXM.
SMARTLAND
Sigrún Björk Ólafsdóttir hannar tískufatnað og búninga undir nafninu Sigrún Design. Sigrún sýnir hönnun sína á tískuvikunni í London um helgina. Sigrún hafði búið í London síðan árið 2002 þegar hún flutti heim í fyrra. Hún fór þó ekki í fatahönnunarnám fyrr en hún var búin að eignast börn og útskrifaðist árið 2019.
INNLENT
Helga Sverrisdóttir hefur starfað í heilt ár með rakningarteyminu, sem skipað er bæði hjúkrunarfræðingum og lögreglumönnum. Í teyminu er unnið við að rekja smit, hringja í fólk og setja í einangrun og sóttkví, sem og leysa ýmis vandamál sem upp koma varðandi veiruna.
INNLENT
Hinn 23. júlí 1929, eða fyrir næstum einni öld, varð stærsti jarðskjálftinn sem vitað er um að hafi orðið á Reykjanesskaga. Hann var 6,3 að stærð, fannst víða um land og olli umtalsverðu tjóni í Reykjavík og nágrenni.
ÍÞRÓTTIR
Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórslag helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
FERÐALÖG
Fólk er orðið svo ferðaþyrst að margir myndu gefa upp maka, kynlíf eða vinnu til þess að komast í ferðalag í heimsfaraldrinum.
ÍÞRÓTTIR
Keflavík er áfram með fullt hús stiga í Dominos-deild kvenna í körfuknattleik eftir 71:67-sigur á Skallagrími í Borgarnesi í dag. Keflavík er nú búin að vinna alla níu leiki sína en liðið þurfti að hafa aðeins fyrir sigrinum að þessu sinni.
ÍÞRÓTTIR
Tveir Íslendingar tóku þátt á heimsmeistaramótinu í norrænum greinum sem fram fer í Oberstdorf í Þýskalandi og gekk þeim vel í keppni dagsins, liðaspretti.
ERLENT
Dr. Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, hvatti í dag landsmenn sína til að láta bólusetja sig með hvaða bóluefni sem er, af þeim þremur „mjög áhrifaríku“ bóluefnum sem almenningi standa til boða í stað þess að afþakka tíma í bólusetningu í þeim tilgangi að fá aðgang að öðru bóluefni.
INNLENT
Hæfileikakeppnin Skrekkur er fram undan, en úrslitakvöldið er 15. mars í beinni útsendingu á RÚV. Mikil spenna ríkir hjá unglingum Reykjavíkurborgar. Niðurstöður rannsóknar sýna að Skrekkur hefur mjög jákvæð áhrif á ungmenni.
ÍÞRÓTTIR
Skíðakonan Katla Björg Dagbjartsdóttir úr Skíðafélagi Akureyrar vann svigmót í keppni í Abetone á Ítalíu í alþjóðlegu mótaröð FIS í dag. Yfir 100 keppendur voru skráðir til leiks.
INNLENT
Maður var handtekinn af lögreglunni í miðbæ Reykjavíkur í dag eftir að kvartað var yfir hegðun hans. Hann hafði verið að angra gesti og gangandi á veitingastað í miðbænum.
K100
Binni Löve mætti í morgunþáttinn Ísland vaknar og ræddi þar við þau Kristínu Sif, Ásgeir Pál og Jón Axel um það hvernig eigi að verða fræg samfélagsmiðlastjarna.
ÍÞRÓTTIR
Wales-verjinn Gareth Bale sýndi allar sínar bestu hliðar er Tottenham vann 4:0-stórsigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Bale skoraði tvö og lagði upp eitt mark í leiknum.
VIÐSKIPTI
Um 150 starfsmenn Arion banka og dótturfélaga hans keyptu 48,5% af heildarútgáfu áskriftarréttinda að nýjum hlutum í bankanum.
ÍÞRÓTTIR
Íslendingarnir í Magdeburg voru atkvæðamiklir í 27:24-sigri liðsins gegn Melsungen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Magdeburg er í 4. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 17 leiki, sex stigum frá toppliði Flensburg.
200
Landburður af loðnu. Þróarrými er á þrotum. Setningar sem þessar mátti sjá í blöðum á árum áður þegar loðnu var mokað upp við landið.
INNLENT
Enn einn jarðskjálftinn varð fyrir skömmu og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að hann hafi mælst 4,3 að stærð og átti hann upptök sín vestur af Keili. Fyrir um klukkutíma síðan varð skjálfti af stærðinni 4,1 og átti hann upptök sín á svipðum stað.
ÍÞRÓTTIR
Fram vann 26:22-sigur á KA í Framhúsinu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni í dag. KA var taplaust í sex leikjum í röð og í þriðja sæti deildarinnar er liðið mætti í Safamýrina.
INNLENT
Engin umferðaróhöpp hafa orðið og lítið hefur farið fyrir hraðakstri í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Þetta segir varðstjóri lögreglunnar í samtali við mbl.is. Margir lögðu leið sína norður um helgina í skíðaferðir en urðu fyrir vonbrigðum þegar komið var í Hlíðarfjall enda var lokað í fjallinu vegna veðurs um helgina.
ÍÞRÓTTIR
Jón Guðni Fjóluson skoraði fyrsta mark Hammarby í öruggum 3:0 sigri liðsins gegn Oskarshamn í riðli 8 í sænsku bikarkeppninni í dag.
INNLENT
Jarðskjálfti af stærðinni 4,1 varð upp úr klukkan hálffjögur í dag. Hann átti upptök sín 1,5 km vestur af Keili.
SMARTLAND
Það var fjör í Háskólabíói þegar heimildamyndin A Song Called Hate, Hatrið á íslensku, var forsýnd. Fræga fólkið flykktist á myndina en hún segir frá svaðilför Hatara í Eurovision 2019 og hvað gerðist þar á bak við tjöldin.
INNLENT
Vöktun á Reykjanesskaga sýnir engin skýr merki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, efstu 5-6 km, en ekki er hægt að útiloka slíkt þar sem hreyfingar sem tengjast skjálftavirkni geta hulið ummerkin.
ÍÞRÓTTIR
Tottenham Hotspur vann afar öruggan 4:0 sigur gegn Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Gareth Bale sýndi gæði sín í leiknum með því að skora tvö mörk ásamt því að leggja annað upp.
ÍÞRÓTTIR
Hákon Daði Styrmisson átti stórleik er ÍBV vann 32:23-stórsigur á ÍR í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í dag. Hákon skoraði tæplega helming marka heimamanna, 15 talsins úr aðeins 16 skotum.
ÍÞRÓTTIR
Valur vann öruggan sigur gegn Víkingi Ólafsvík á Origo-vellinum í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins í dag. Undir lok leiks gulltryggði Patrick Pedersen sigurinn en fékk svo beint rautt spjald skömmu síðar.
ÍÞRÓTTIR
Selfoss vann 3:1-sigur á KR í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu á Jáverk-vellinum á Selfossi í dag. Leikurinn var liður í annarri umferð riðils 1.
MATUR
Hin 105 ára Lucia DeClerck sigraðist á Covid-19-sjúkdómnum og segir það aðallega því að þakka að hún borði níu rúsínur á hverjum morgni sem hafa legið í gini.
ÍÞRÓTTIR
Brasilíski vængmaðurinn Willian minnti á sig þegar hann lagði upp tvö mörk í góðum 3:1 endurkomusigri Arsenal gegn Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.
INNLENT
Aukin skipulögð brotastarfsemi birtist lögreglunni helst í fjölgun fíkniefnatengdra mála og fjársvikamála, auk þess sem algengara er að þessir glæpir séu stundaðir undir yfirskyni hefðbundinna fyrirtækja.
INNLENT
Málefni íslenskra sérnámslækna í Noregi sem útlit er fyrir að þurfi að endurtaka kandídatsár sitt eru í forgangi hjá heilbrigðisráðuneytinu hér á landi. Málið er til umfjöllunar í vinnuhópi og er markmið hans að vinna sem skjótast að lausn þess. Þá verður leitast við að leysa mál einstakra lækna sem eru í vandræðum vegna stöðunnar.
INNLENT
Vegagerðin hefur biðlað til vegfarenda um að sýna aðgát vegna hreindýrahjarða á Austurlandi og Suðausturlandi.
ÍÞRÓTTIR
Tveir Íslendingaslagir, annar í 1. deild og hinn í B-deild, fóru fram í spænska körfuknattleiknum í dag. Haukur Helgi Pálsson mætti Martin Hermannssyni og Kári Jónsson mætti Sigtryggi Arnari Björnssyni.
ÍÞRÓTTIR
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR fagnaði sigri í 200 metra hlaupi á meistaramóti 15-22 ára í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll í dag.
ERLENT
Rannsókn er hafin á lækni í Sacramento í Kaliforníu-ríki eftir að hann tók þátt í réttarhöldum á Zoom í miðri skurðaðgerð.
ÍÞRÓTTIR
Hægri skyttan Rúnar Kárason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV. Hann gengur til liðs við félagið í sumar að loknu núverandi leiktímabili með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.
ÍÞRÓTTIR
Arsenal vann sterkan 3:1-sigur á Leicester á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leicester komst yfir snemma leiks en Arsenal svaraði vel og var sigurinn verðskuldaður.
K100
Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna sem reka nokkra veitingastaði landsins, ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum um nýjustu breytingu á sóttvarnareglunum.
ÍÞRÓTTIR
Crystal Palace og Fulham gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnaslag dag í leik þar sem Fulham réð lögum og lofum.
ÍÞRÓTTIR
Svisslendingnum Christian Gross hefur verið sagt upp störfum sem þjálfari Schalke, sem situr sem fastast á botni þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Gross er fjórði þjálfarinn sem er látinn taka pokann sinn á tímabilinu.
FÓLKIÐ
Tónlistarkonan Kelly Clarkson hefur notað skilnað sinn við Brandon Blackstock sem innblástur í tónlistarsköpun. Í skilnaðinum hefur hún samið 60 lög sem fjalla á einn eða annan hátt um skilnaðinn.
ERLENT
Minnst tíu hafa látist í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Mjanmar í dag. Um er að ræða mannskæðasta dag mótmælanna, sem hófust í kjölfar valdaráns mjanmarska hersins 1. febrúar.
INNLENT
GPS-mælar verðir settir upp í námunda við Fagradalsfjall til að geta betur mælt breytingar á yfirborði landsins og vaktað þar með hugsanlega kvikusöfnun. Þetta var ákveðið á fundi almannavarna, vísindamanna og annarra viðbragðsaðila í hádeginu.
INNLENT
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, vekur athygli á skipulagsslysum 20. aldarinnar á Twitter.
ERLENT
Útgöngubann tók gildi í morgun í Auckland, stærstu borg Nýja-Sjálands. Jacinda Ardern forsætisráðherra tilkynnti bannið í gær, en það gildir í sjö daga. Ákvörðunin er tekin eftir að 12 kórónuveirusmit, sem ekki hefur tekist að rekja, komu upp í borginni.
ERLENT
Átta voru handteknir í fjölmennum mótmælum gegn sóttvarnareglum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Hópur sem kallar sig Men in Black stóð að baki mótmælunum, en hann hefur staðið fyrir nokkrum uppákomum víða um Danmörku síðustu vikur og mánuði.
INNLENT
Umferðarslys varð á Snæfellsnesi, rétt innan við Ólafsvík, skömmu fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Snæfellsbæjar valt bifreið út af veginum eftir að hafa runnið í krapa að því er virðist.
SMARTLAND
S. Helga María Helgadóttir tók fyrst upp prjónana þegar hún var 19 ára gömul og glímdi við mikil veikindi. Eftir að hafa gert vettlinga á alla í fjölskyldunni lagði hún prjónana niður og ætlaði sér aldrei að taka þá aftur upp. Þegar frænka hennar kom til hennar árið 2019 með poka af garni í lopapeysu og sagði henni að fara prjóna aftur tók hún upp prjónana að nýju og síðan þá hafa margar peysur dottið af prjónunum hjá henni.
BÖRN
Það eina sem tónlistarmanninn John Mayer skortir er eiginkona og börn. Mayer var spurður hvað hann ætti eftir að gera í lífinu.
ÍÞRÓTTIR
Timo Werner, sóknarmaður Chelsea, viðurkennir að hann sé sakbitinn yfir brottrekstri Franks Lampards í síðasta mánuði. Werner gekk illa að skora um langt skeið og finnst því sem hann eigi sök að máli.
INNLENT
Samgöngur geta verið mikilvægt öryggistæki þegar jarðskjálftar, eldgos eða snjóflóð eru annars vegar. Vegagerðin vaktar nú vegi og brýr, en sprunga hefur komið í Suðurstrandarveg í jarðskjálftahrinu sem nú gengur yfir Reykjanesskaga.
ÍÞRÓTTIR
Skotbakvörðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur verið orðaður við endurkomu í KR í Domino‘s-deildinni í körfuknattleik. Darri Freyr Atlason, þjálfari KR, segir þó engar viðræður í gangi og að Þórir ætti að stefna hærra en að spila hér á landi.
FERÐALÖG
Íslendingar voru á ferð og flugi um síðustu helgi. Margir fóru á skíði á Akureyri en það var ekki síður mikil aðsókn að Draugasetrinu á Stokkseyri um helgina að sögn Ágústs Guðbjörnssonar, eins af forsvarsmönnum setursins. Ágúst segir mikinn áhuga á afturgöngum og öðrum kynjaverum.
INNLENT
Stór skjálfti reið yfir Reykjanesskaga klukkan 11:31. Skjálftinn fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu.
ÍÞRÓTTIR
Lewis Dunk, fyrirliði Brighton & Hove Albion, var ekki sérlega sáttur við Lee Mason dómara eftir að hann dæmdi af mark sem Dunk skoraði í 0:1 tapi gegn West Bromwich Albion í gær.
MATUR
Gordon Ramsay ætti helst ekki að koma fram í beinni útsendingu þar sem mikið er í húfi.