Fréttir vikunnar


VIÐSKIPTI Fyrsta flugvél Play hefur verið máluð í „keppnislitina“. Von er á vélinni til landsins í mánuðinum, en fyrsta áætlunarflug flugfélagsins verður til Lundúna 24. júní.
ÍÞRÓTTIR Holland vann 3:2-sigur á Úkraínu eftir líflegar lokamínútur í Amsterdam er liðin mættust í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu.

Morð skekur Færeyjar

(34 mínútur)
INNLENT Hannis Martinsson, reynslumikill færeyskur blaðamaður, sem starfar í Danmörku, fær óvænt skilaboð frá dóttur sem hann vissi ekki að hann ætti heima í Færeyjum. Dóttirin, sem er aðgerðasinni og hvalavinur með meiru, er í þann mund að ljóstra upp um mikið leyndarmál og óttast að líf hennar sé í hættu.
VIÐSKIPTI Frumvarp Sigurðar Inga um að tímabinda gestaflutninga erlendra hópbifreiðafyrirtækja hefur verið samþykkt.
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksmaðurinn Júlíus Orri Ágústsson heldur vestur um haf og spilar með liði í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en hann er á leiðinni í háskóla þar í landi.
ERLENT Benjamin Netanyahu hefur tapað völdum í Ísrael eftir 12 ára valdatíð en kosið var um nýja ríkisstjórn á ísraelska þinginu í dag
INNLENT Maður sem fór yfir nýstorknað hraun nærri gíg eldgossins í Geldingadölum hefur birt myndband af glóandi hrauni flæða í átt að honum. Maðurinn átti fótum sínum fjör að launa á föstudag þegar hraun tók að flæða úr gígnum án fyrirvara.

Skoraði glæsimark í stórsigri

(1 klukkustund, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Samú­el Kári Friðjóns­son, leikmaður norska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vik­ing, skoraði glæsimark í 4:1-sigri liðsins í efstu deildinni í kvöld.

Malbika akrein Miklubrautar til vesturs

(1 klukkustund, 34 mínútur)
INNLENT Annað kvöld, 14. júní, og aðfararnótt þriðjudagsins 15. júní er stefnt á að malbika akrein á Miklubraut til vesturs frá gatnamótum við Sæbraut og fram yfir gatnamót við Skeiðavog.

Keflvíkingurinn heldur aftur til Bandaríkjanna

(1 klukkustund, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikskonan Thelma Dís Ágústs­dótt­ir er á leiðinni aftur til Bandaríkjanna en hún spilaði með Keflavík í undanúrslitunum á Íslandsmótinu í sumar.
ÍÞRÓTTIR „Við þurftum bara að gjöra svo vel að læra á þetta, tengja þetta saman og stilla.“ Þannig kemst Theódór Árni Hansson að orði um LAN-viðburði sem haldnir voru á Íslandi fyrir aldamótin.

Drottningin skar kökuna með sverði

(1 klukkustund, 42 mínútur)
MATUR Elísabet Bretlandsdrottning sýndi það og sannaði á dögunum að hún er mikill húmoristi.
ERLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir á morgun fund leiðtoga Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Þetta er fyrsti fundur forsætisráðherra erlendis í meira en ár. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra sækir einnig fundinn.

Andardráttur eldfjallsins

(2 klukkustundir, 4 mínútur)
FERÐALÖG Gosið í Geldingadölum tekur á sig nýja mynd daglega og því eðlilegt að fólk leggi leið sína á gosstöðvarnar aftur og aftur og aftur. Slíkt er aðdráttaraflið.

„Hún var meira aðlaðandi þegar hún var yngri“

(2 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Hægt er að festast í kvalafullum ástarhringum þar sem annar er reiður og pirraður og hinn fer í forðun.

Frá Hamri til Hauka

(2 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksdeild Hauka hefur gengið frá ráðningu á Máté Dalmay og tekur hann við karlaliði félagsins. Haukar féllu úr efstu deild í vetur.

Biden-hjónin hittu Englandsdrottningu

(2 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetafrúin Jill Biden hittu Elísabetu Englandsdrottningu í Windsor-höllinni í dag.
INNLENT Arnar Þór Jónsson, frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lítur á niðurstöðuna sem eindregna stuðningsyfirlýsingu við sig og þau sjónarmið sem hann hefur fært fram.

Saknar margs úr starfi sjómannsins

(2 klukkustundir, 57 mínútur)
200 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun láta af embætti í haust enda sækist hann ekki eftir endurkjöri. Hann segist ganga þakklátur og stoltur frá borði og kveðst ekki vita hvað taki nú við.

Níu landsleikja Dani til Stjörnunnar

(3 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur samið við danska miðjumanninn Casper Sloth og mun hann spila með liðinu síðari hluta tímabilsins. Sloth á níu A-landsleiki að baki fyrir Danmörku.

Austurríki vann fyrsta leik

(3 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Austurríki vann 3:1-sigur á Norður-Makedóníu í fyrsta leik liðanna í C-riðli Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fór í Svíþjóð í dag. Hollendingar og Úkraína, sem einnig leika í C-riðli, mætast í kvöld.

Carlsberg hannar húsgögn úr bjórtunnum

(3 klukkustundir, 27 mínútur)
MATUR Danski „vínbóndinn“ Carlsberg kynnir ný garðhúsgögn sem framleidd eru úr gömlum endurunnum bjórtunnum – og þykja ansi smart.

Serbinn hafði betur eftir fjóra klukkutíma

(3 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Serbinn Novak Djokovic vann Opna franska mótið í tennis eftir sigur í hörku úrslitaeinvígi gegn Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í dag.

Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásar

(3 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna stunguárásar fyrir utan Fjallkonuna við Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaður í fimm daga varðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, eða til 18. júní.

Aron Evrópumeistari í þriðja sinn

(3 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona unnu í dag Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla með gífurlega öruggum 36:23 sigri gegn Álaborg í úrslitaleik í Köln í Þýskalandi. Þetta er í þriðja sinn sem Aron vinnur titilinn.

Yngsti leikmaðurinn til að spila á EM

(3 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham varð í dag yngsti leikmaðurinn til að spila á Evrópumeistaramóti landsliða er hann kom inn sem varamaður fyrir England í 1:0-sigri gegn Króatíu í dag.

Floni fjarlægir plötu með Auði af Spotify

(4 klukkustundir, 6 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Floni, hefur fjarlægt plötu sem hann gaf út með Auðuni Lútherssyni, Auði, af spotifysíðu sinni.

Allra síðasta veiðiferðin í Aðaldal

(4 klukkustundir, 10 mínútur)
VEIÐI Tökur standa nú yfir á kvikmyndinni Allra síðasta veiðiferðin, sem er framhald gamanmyndarinnar vinsælu, Síðasta veiðiferðin. Sögusviðið er Laxá í Aðaldal þar sem veiðifélagarnir úr síðustu mynd hittast á nýjan leik.

Bjarki markahæstur í sigri gegn botnliðinu

(4 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson hélt uppteknum hætti og var jafnmarkahæstur í 27:23 sigri Lemgo gegn botnliði Coburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla í dag.

Alltaf getað leitað til Vigdísar

(4 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Í næstu viku verður formlega opnuð ný íslensk-frönsk veforðabók, Lexía. Frú Vigdís Finnbogadóttir og Rósa Elín Davíðsdóttir hafa báðar lagt hönd á plóg til þess að orðabókin fengi litið dagsins ljós.

KR-ingar á toppinn

(4 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KR vann fimmta leik sinn í röð í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, þegar liðið lagði Víking úr Reykjavík 2:1 á útivelli í dag. Með sigrinum fer KR upp í efsta sæti deildarinnar.
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH náði sínum besta tíma á árinu er hann hljóp 100 metra hlaup á 10,89 sekúndum og kom fyrstur í mark á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag. Liðsfélagi hans hjá FH, Kristófer Þorgrímsson, varð annar á 11,23 sekúndum.

Martin tekur við Sindra

(4 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spán­verj­inn Isra­el Mart­in verður þjálfari körfuknattleiksliðs Sindra í fyrstu deild karla á næstu leiktíð.

Bætti við þriðja gullinu

(5 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍR-ingurinn Erna Sóley Gunnarsdóttir var með yfirburði í kúluvarpi á 95. Meist­ara­móti Íslands í frjálsíþrótt­um á Þór­svelli á Ak­ur­eyri í dag. Hún kastaði lengst 16 metra, tæpum sex metrum lengra en Rakel Ósk Dýrfjörð Björnsdóttir úr KFA sem varð önnur. Katharina Ósk Emilsdóttir úr ÍR vann kringlukast af öryggi en hún kastaði lengst 40,29 metra.

Svona lokkar þú alvöru álfa í garðinn þinn

(5 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Flest elskum við að horfa á falleg blóm og annan gróður í görðum okkar en hvað ef það væri hægt að bæta við eins og nokkrum lifandi álfum?
ÍÞRÓTTIR Raheem Sterling var hetja enska landsliðsins í knattspyrnu þegar hann skoraði sigurmarkið í 1:0 sigri gegn Króatíu í fyrsta leik D-riðilsins á Evrópumótinu.

Þetta lofar góðu fyrir framhaldið

(5 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Elín Metta Jensen segir íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu á réttri leið en liðið mætir Írlandi í vináttulandsleik í annað sinn á nokkrum dögum á Laugardalsvellinum á þriðjudaginn.

Setti heimsmet í baksundi

(5 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ástralska sundkonan Kaylee McKeown setti í dag heimsmet í 100 metra baksundi í undankeppni í Adelaide í Ástralíu fyrir Ólympíuleikana í Japan.

París hirti þriðja sætið

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR París Saint-Germain vann landa sína í Nantes í leiknum um bronsverðlaun Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla í Köln í Þýskalandi í dag.

England byrjaði á sigri

(6 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska landsliðið í fótbolta fer vel af stað á Evrópumótinu í fótbolta því liðið vann 1:0-sigur á Króatíu á Wembley í dag. Raheem Sterling skoraði sigurmarkið á 57. mínútu.
INNLENT Pólitískt skipaðar barnaverndarnefndir verða lagðar niður og í stað þeirra verður starfrækt barnaverndarþjónusta og umdæmisráð barnaverndar á vegum sveitarfélaga. Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í gærkvöldi, á síðasta þingdegi þessa þings, en þau eru fyrri hluti heildarendurskoðunar barnaverndarlaga.

Eriksen fór í hjartastopp

(6 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danski knatt­spyrnumaður­inn Christian Erik­sen fór í hjartastopp er hann hneig niður á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn í fyrsta leik Dana á EM gegn Finnum í gær.
INNLENT Sigþrúður Ármann kvaðst fyrst og fremst þakklát fyrir þann stuðning sem hún fékk í fyrsta prófkjöri sínu fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi en hún náði 6. sæti listans. Sigþrúður segir stuðninginn hafa komið úr ólíkum áttum frá fólki á ólíkum aldri.
ÍÞRÓTTIR Hin 18 ára gamla Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, kylfingur úr GR, braut blað í íslenskri golfsögu um helgina þegar hún komst alla leið í úrslit Opna breska áhugamannamótsins, fyrst Íslendinga. Mótið fór fram, í 118. sinn, á Barassie-vellinum í Kilmarnock í Skotlandi dagana 8.-12. júní.

Göngutúr sem varð að partíi

(7 klukkustundir, 12 mínútur)
K100 Lífið er göngutúr sem getur allt í einu orðið að danspartíi

Tilþrif og spenna í annarri keppni sumarsins

(7 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það var hart tekist á í öðru Íslandsmóti Kvartmíluklúbbsins á Kvartmílubrautinni í Hafnarfirði nú um helgina en keppt var í fjórum flokkum bíla og þremur flokkum mótorhjóla. Veðrið á laugardaginn lék við þátttakendur og voru aðstæður til keppni því góðar, brautin þurr og ágætis grip.

Fyrsti sigur Tékkans

(7 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hin tékkneska Barbora Krejcikova vann sitt fyrsta risamót í tennis er hún hafði betur gegn Anastacia Pavlyuchenkova frá Rússlandi í úrslitaleik Opna franska meistaramótinu í gær.

Einn milljarður skammta til fátækari ríkja

(7 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Leiðtogar G7-ríkjanna hafa samþykkt að gefa einn milljarð skammta af bóluefni gegn Covid-19 til fátækari ríkja. Þetta kom fram í máli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fréttamannafundi að loknum leiðtogafundi ríkjanna í dag.

Aron í hópinn og slær met

(7 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson er kominn inn í lið Barcelona sem mætir Álaborg í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Köln í dag klukkan 16.
INNLENT Ekki eru allir íbúar í Bríetartúni 9-11 sáttir við að ráðast skuli í byggingu ungbarnaleikskóla á jarðhæð hússins. Skortur á samráði Reykjavíkurborgar við íbúa hússins valdi reiði.

Svona veistu hvort þú þarft að skipta um kodda

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
MATUR Hversu oft eigum við að skipta um kodda? Til að svara þessari spurningu er einfalt trix sem þú þarft að fara eftir.

Excess Success snéru blaðinu við

(7 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Excess Success tryggði sér miða á erlenda stórmótið Telia Masters þegar liðið vann VITA 2-0 í úrslitaviðureign neðri riðils í Vor deild LoL Major 2021 í tölvuleiknum League of Legends í gær. Excess Success mætir því Sans í viðureign upp á bikarmeistaratitilinn í kvöld klukkan 19.

Vigdís hættir aðeins 26 ára

(8 klukkustundir)
ÍÞRÓTTIR Vigdís Jónsdóttir, önnur af tveimur fremstu sleggjukastskonum landsins, hefur tilkynnt það að hún sé hætt keppni. Síðasta mót Vigdísar var Meistaramót Íslands á Akureyri en hún hafnaði í öðru sæti í greininni í gær.

Hafði lengi dreymt um notalegt glerhús

(8 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Fjölskylda í Kópavogi gerði fallega viðbót við garðinn nýverið þegar hún setti upp huggulegt glerhús fyrir plöntur og borðstofu úti í garði.

Loka fyrir umferð inn á gossvæðið

(8 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð inn á gossvæðið í Geldingadölum í dag af öryggisástæðum. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra eftir að hraun fór að flæða upp úr sunnanverðum Geldingadölum, yfir gönguleið A og niður í Nátthaga.

England með ósanngjarnt forskot

(8 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Luka Modric, fyrirliði Króatíu, segir England vera með ósanngjarnt forskot í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu þar sem liðið fái að spila alla þrjá leiki sína í riðlinum á Wembley í Lundúnum.

Gæti áfram orðið grátt næstu daga

(8 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Í morgun vöknuðu íbúar í Mývatnssveit upp við að snjóað hafði um nóttina. Víða á Norður-, Norðaustur- og Austurlandi mátti einnig sjá snjó þegar komið var upp á heiðar og fjallvegi. Búast má við áframhaldandi úrkomu fram eftir degi á þessu svæði og fram á nótt Austanlands. Krapi gæti myndast á vegum sem gæti reynst varasamt fyrir bíla á sumardekkjum.

Áskorun að taka nýtt skip í notkun

(9 klukkustundir, 22 mínútur)
200 Það var bjart og stillt í Norðfirði er nýsmíði Síldarvinnslunnar sigldi til heimahafnar í fyrsta sinn í fylgd Beitis NK á fimmtudag. Heimamenn voru mættir til að fagna komu skipsins, sem er nýjasta skip í flota landsins.

Fleiri munu afplána með samfélagsþjónustu

(9 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Samþykktar voru á þingi aðgerðir með það markmið að stytta boðunarlista til afplánunar refsinga og fækka þannig fyrningum refsinga og stytta bið þeirra, sem dæmdir hafa verið, eftir afplánun.

Brotnaði á tveimur stöðum í augntóft

(9 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Timothy Castagne, leikmaður Leicester City og belgíska landsliðsins í knattspyrnu, brotnaði á tveimur stöðum í augntóft í leik Belgíu gegn Rússlandi á Evrópumótinu í gær og þarf á skurðaðgerð að halda. Þátttöku hans á mótinu er því lokið.

Hnífstunga fyrir utan Fjallkonuna í nótt

(9 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið handtekinn vegna gruns um að hafa stungið annan mann í kviðinn með hníf fyrir utan veitingastaðinn Fjallkonuna í Hafnarstræti í nótt.

Sýnir traust til formanns og þingmanna

(9 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Jón Gunnarsson, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir niðurstöðu prófkjörsins í Suðvesturkjördæmi fela í sér traustyfirlýsingu til formanns flokksins og þingmanna hans. Hann hlaut annað sæti en litlu munaði á þeim Bryndísi Haraldsdóttur.

Einn greindist með smit í gær

(9 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Einn greindist hér á landi í gær með Covid-19-smit í innanlandsskimunum. Var viðkomandi í sóttkví. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavörnum, en tölur eru ekki birtar á covid.is um helgar. Þá greindust tveir í landamæraskimun.

Fimmtán fengu íslenskan ríkisborgararétt

(9 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Þingið samþykkti í gær að veita 15 einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt, að tillögu allsherjar- og menntamálanefndar. Nú er ljóst að eftirfarandi aðilar eru orðnir íslenskir ríkisborgarar.

Greindist með veiruna og missir af EM

(9 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Joao Cancelo, bakvörður Manchester City og portúgalska landsliðsins, hefur greinst með kórónuveiruna. Af þeim sökum mun hann ekki leika með Portúgal á Evrópumótinu.

Gæslan skoðar hvort einhver sé innlyksa

(10 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Landhelgisgæslan var kölluð til nú á ellefta tímanum í dag til að athuga hvort einhver hefði orðið innilyksa við gosstöðvarnar eftir að hraun fór að flæða upp úr Geldingadölum að sunnan og yfir gönguleið A og ofan í Nátthaga að vestanverðu. Við þessa breytingu varð til stór óbrynnishólmi sem áður var hluti af vinsælustu gönguleiðinni að gosinu.

Leikmenn og starfslið fengu áfallahjálp

(10 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leikmenn og starfslið danska landsliðsins í knattspyrnu karla hafa fengið áfallahjálp eftir atvikið óhugnanlega í leik liðsins gegn Finnlandi á Evrópumótinu í gær, þar sem Christian Eriksen hneig niður og barðist fyrir lífi sínu.

Flæðir upp úr Geldingadölum yfir gönguleiðina

(10 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Hraunið frá eldgosinu í Geldingadölum flæðir nú upp úr Geldingadölum að sunnanverðu og yfir gönguleiðina sem þekkt er sem gönguleið A og ofan í Nátthaga. Þar með er komið ný rás niður í Nátthagann, en áður hafði flætt þangað úr suðurhluta Meradala. Miðað við vefmyndavél mbl.is frá Nátthaga náði tungan saman við hraunið sem áður var í Nátthaga um klukkan níu í morgun.

Stjörnur Clippers sáu um Utah

(10 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það verður annasamt í úrslitakeppni NBA deildarinnar í kvöld og nótt. Þrír leikir fara fram og munu þeir skýra stöðuna í átta-liða úrslitunum.
INNLENT Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, var ræðukóngur 151. þings Alþingis sem lauk í nótt. Var heildarræðutími Birgis einn dagur, þrjár klukkustundir, 20 mínútur og sex sekúndur, en samtals flutti hann 324 ræður.

„Planið að njóta en ekki þjóta“

(11 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND „Báðir foreldrar mínir eru fallnir frá og því átti nálægð við ömmu og afa drengjanna stóran þátt í þeirri ákvörðun að flytja í Skagafjörðinn. Við erum þrjú systkinin og fjölskyldan er mjög tengd Flateyri. Þar eigum við hús sem við nýtum vel og þar eigum við líka náið frændfólk og vini. Við höfum líka verið dugleg að fá gesti með okkur vestur sem endar iðulega á veisluhöldum, varðeldi og ferð á Vagninn.“

Frí hugleiðsla á miðvikudögum

(11 klukkustundir, 12 mínútur)
K100 Jógastúdíóið Sólir er þekkt fyrir fjölbreytta jógatíma og ýmsa nærandi viðburði fyrir líkama og sál.

Fá heimild til að beita nauðung

(12 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT „Frumvarpið byggir eins og önnur er lúta að frelsisskerðingum á skaðalögmáli Johns Stuarts Mills,“ segir Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, um frumvarp heilbrigðisráðherra um lög og réttindi sjúklinga sem nú liggur fyrir Alþingi.

Pétur fór til Nepals í leit að sannleika

(12 klukkustundir, 12 mínútur)
FERÐALÖG Pétur Óskar Sigurðsson leikari og tónlistarmaður gefur út tónlist undir nafninu Oscar Leone. Pétur er mikill heimshornaflakkari, lærði alþjóðasamskipti í Boston og leiklist í París. Eins og aðrir hefur hann dvalið töluvert meira á Íslandi undanfarið en útþráin er farin að toga í hann.

Serbnesk landsliðskona til Vestmannaeyja

(12 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksdeild ÍBV og serbneska landsliðskonan Marija Jovanovic hafa komist að samkomulagi um að hún leiki með liðinu næstu tvö tímabil.

Var tilbúin að eignast barnið

(12 klukkustundir, 12 mínútur)
BÖRN Harry og Meghan, hertogahjónin af Sussex, eignuðust sitt annað barn þegar dóttir þeirra kom í heiminn föstudaginn 4. júní. Vinur þeirra segir að Meghan hafi ekki getað beðið eftir því að eignast annað barn.

Skatturinn flytur í skrifstofuturn

(12 klukkustundir, 20 mínútur)
VIÐSKIPTI Ríkiseignir, fyrir hönd fjármálaráðuneytisins, og Íþaka fasteignir hafa undirritað samning um leigu á skrifstofuhúsnæði í Katrínartúni 6 á Höfðatorgi.

Komið að úrslitastundu í Ísrael

(12 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Þingmenn í Ísrael greiða í dag atkvæði um nýtt ríkisstjórnarsamstarf átta ólíkra flokka sem sameinast hafa um að mynda ríkisstjórn án Benjamins Netanyahus og steypa honum þannig af stóli eftir tólf ára samfellda setu í stóli forsætisráðherra.

Tveir borgarísjakar í Hornvík

(13 klukkustundir, 7 mínútur)
200 Landhelgisgæslan fékk í gær tilkynningu frá skipstjóra, sem var á veiðum út af Hornvík, um tvo borgarísjaka. Sá stærri var á reki út víkina, en sá minni virtist strandaður.

Popular Destination This Summer: Hengifoss?

(13 klukkustundir, 8 mínútur)
ICELAND Björn Steinbekk will be traveling around Iceland this summer, writing articles about his travels, and posting drone videos on mbl.is’ travel section.

Grét mikið því ég var hræddur

(13 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Romelu Lukaku skoraði tvö mörk fyrir Belgíu í 3:0-sigrinum á Rússlandi á EM karla í fótbolta í Sankti-Pétursborg í gærkvöldi.

Þrjár líkamsárásir í miðbænum

(13 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir í miðbænum í nótt. Tvær af árásunum áttu sér stað á eða við skemmtistaði samkvæmt dagbók lögreglunnar.

Eldur í tveimur bifreiðum

(13 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt tvisvar tilkynningu um eld sem hafði komið upp í bifreiðum. Í annað skiptið var um bifreið að ræða sem var á Kársnesi en í hitt skiptið í Árbæ. Báðir brunarnir áttu sér stað eftir miðnætti.

Þriðji sigur Leiknis í röð - markalaus botnslagur

(13 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði unnu í gær sinn þriðja leik í röð í 2. deild karla í fótbolta en þá lauk sjöttu umferð deildarinnar.

Andaði ekki og var ekki með púls

(14 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen barðist fyrir lífi sínu á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn í fyrsta leik Dana á EM gegn Finnum í gær.

Óvíst hvort þau missa sig eða fara varlega

(14 klukkustundir, 37 mínútur)
SMARTLAND Sérfræðingar eru ekki alveg sammála um hvort þeir sem eru á lausu muni missa sig í ást og kynlífi eftir faraldurinn eða hvort þeir muni hafa hófsemi í öndvegi.

Hvernig væri að prófa þetta í svefnherberginu?

(16 klukkustundir, 5 mínútur)
MATUR Stundum höfum við ekkert val um hvernig svefnherbergið raðast upp, en ef þú býrð svo vel að vera með rúmgott herbergi – þá er þetta kannski eitthvað sem þú ættir að skoða.

Áralangri þingsetu Steingríms lokið

(19 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Síðasta þingfundi þessa kjörtímabils hefur verið slitið og var þingi frestað þegar klukkuna vantaði um tuttugu mínútur í tvö í nótt. Þing verður rofið síðar í sumar og kosið til Alþingis þann 25. september.

Munaði aðeins þrettán atkvæðum á 2. og 3. sæti

(20 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Einungis munaði þrettán atkvæðum á öðru sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi hvers úrslit urðu ljós fyrr í kvöld.

Tvö mótsmet og gríðarleg spenna

(21 klukkustund, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keppnin var gríðarlega hörð í sleggjukasti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag þegar tvær bestu konur landsins mættust. Að lokum stóð Elísabet Rut Rúnarsdóttir uppi sem sigurvegari með kast upp á 59,51 metra á meðan Íslandsmethafinn Vigdís Jónsdóttir varð önnur með 59,37 metra kast.

Jón Gunnarsson í öðru sæti í Kraganum

(21 klukkustund, 30 mínútur)
INNLENT Jón Gunnarsson, ritari Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Fjórir sitjandi þingmenn fylla fyrstu fjögur sætin eftir prófkjörið sem fram fór um helgina.

Sigraði með besta kasti ársins

(21 klukkustund, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðni Valur Guðnason úr ÍR vann öruggan sigur í kringlukasti á 95. Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Þórsvelli á Akureyri í dag en þá fór fyrri hluti mótsins fram. Guðni kastaði kringlunni 61,60 metra sem er besta kast ársins á Íslandi. Íslandsmet hans er 69,35 metrar.

Stærsta útskrift HA frá upphafi

(22 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Háskólahátíð Háskólans á Akureyri fór fram í dag og í gær, í þremur athöfnum. 543 kandídatar brautskráðust af þremur fræðasviðum og er það stærsti útskriftarárgangur háskólans frá upphafi. Þar af 367 í grunnnámi og 167 í framhaldsnámi.

„Fyrst og fremst mjög þakklátur“

(22 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, var svekktur með 74:92 tapið gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í Þorlákshöfn í kvöld, enda þýðir það að tímabili Garðbæinga er lokið.

14 særðir eftir skotárás í Texas

(22 klukkustundir, 30 mínútur)
ERLENT Skotárás braust út í fjölförnu hverfi í Austin í Texas í Bandaríkjunum um klukkan hálftvö í nótt að staðartíma.

Stefndum á úrslitin og viljum nú vinna þau

(22 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ragnar Örn Bragason, leikmaður Þórs frá Þorlákshöfn, var að vonum kátur þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla með öruggum 92:74 sigri gegn Stjörnunni í oddaleik í undanúrslitum í Þorlákshöfn í kvöld.

Voru gjörsamlega búnir á því andlega

(22 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var mjög erfitt kvöld og við vorum minnt á hvað er mikilvægast í lífinu. Það eru fjölskyldur og vinir. Við erum allir að hugsa um Christian og fjölskylduna hans,“ sagði Kasper Hjulmand, landsliðsþjálfari Dana í fótbolta, á blaðamannafundi eftir 0:1-tap liðsins gegn Finnlandi á Evrópumótinu í kvöld.

Með hjólabakteríuna á hæsta stigi

(22 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Birgir Bjarnason, kennari á eftirlaunum, veit fátt skemmtilegra en að hjóla. Hann á hjól fyrir malbikið, annað fyrir mölina og þriðja fyrir fjöllin.

Sannfærandi Þórsarar flugu í úrslitin

(23 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þór frá Þorlákshöfn vann frábæran 92:74 sigur gegn Stjörnunni á heimavelli í oddaleik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla í kvöld og tryggði sér þar með sæti í úrslitunum gegn Keflavík. Stórkostlegur síðari hálfleikur heimamanna lagði grunninn að sigrinum.

Twitter logaði vegna Eriksens – samstaðan mögnuð

(23 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það má segja að öllum þeim sem horfðu á leik Danmerkur gegn Finnlandi hafi brugðið harkalega í brún undir lok fyrri hálfleiks þegar Christian Erik­sen, miðjumaður danska landsliðsins, féll og missti meðvitund.

Streita vinnur ekki með þér í rúminu

(23 klukkustundir, 12 mínútur)
SMARTLAND Streita getur verið fín í vinnu en hún vinnur ekki með fólki í rúminu.

Eriksen valinn maður leiksins

(23 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Christian Eriksen var valinn maður leiksins af UEFA í leik Danmerkur og Finnlands á EM karla í fótbolta. Leikið var á Parken í Kaupmannahöfn.

Gáfu þroskaskertum róandi lyf fyrir bólusetningu

(23 klukkustundir, 31 mínúta)
ERLENT Fylkislæknirinn í Innlandet í Noregi kveður sveitarfélag hafa gerst brotlegt við lög þegar starfsfólk á vegum þess gaf tveimur þroskaskertum skjólstæðingum sveitarfélagsins róandi lyf áður en þeir gengust undir bólusetningu fyrir kórónuveirunni.
ÍÞRÓTTIR „Mér fannst FH hafa tögl og hagldir á leiknum fyrsta kortérið, náðu þá að skapa sér færi og njörva okkur niður, sem er ekki beint okkar stíll en við náðum að sitja það af okkur, komumst inn í leikinn,“ sagði Kári Árnason varnarjaxl Víkinga eftir 2:0 sigur á FH í Fossvoginum í dag þegar 8. umferð efstu deildar karla í fótbolta hófst, Pepsi Max-deildarinnar.

Grindavík upp í efstu deild eftir magnaða endurkomu

(23 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindavík komst í kvöld upp í efstu deild kvenna í körfubolta með 75:68-sigri á Njarðvík á útivelli í fimmta leik liðanna í úrslitum umspilsins. Grindavík vann einvígið 3:2 eftir að Njarðvík komst í 2:0.