Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Haukar taka á móti Akureyri í Schenkerhöllinni í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik klukkan 18 í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Arna Sif Pálsdóttir gekk nýlega til liðs við ÍBV í Olís-deild kvenna í handknattleik en hún var augljóslega ekki ánægð með tap síns liðs gegn nýliðum HK þegar liðin áttust við í dag.
ÍÞRÓTTIR Fram tekur á móti KA í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Framhúsinu klukkan 18 í kvöld.
ERLENT Christ­ine Blasey Ford, sem hef­ur sakað Brett Kavanan­augh dóm­ara­efni Don­ald Trumps Banda­ríkja­for­seta um kyn­ferðis­legt of­beldi þegar þau voru á tán­ings­aldri, hefur samþykkt að bera vitni fyrir dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar.
ÍÞRÓTTIR Vilhelm Gauti Bergsveinsson, þjálfari HK, var himinlifandi með sigur sinna kvenna í Vestmannaeyjum í dag gegn ÍBV þegar liðin mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik. Leiknum lauk með eins marks sigri gestanna 22:21 en sigurmarkið gerði Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir á síðustu sekúndu leiksins.
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar Fram fá Val í heimsókn í Framhúsið í annarri umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik klukkan 20 í kvöld.
ERLENT Yfirvöld í Íran telja að ríki við Persaflóa, studd af Bandaríkjunum, séu á bak við skotárás á hersýningu í írönsku borginni Ahvaz í morgun, en að minnsta kosti 25 manns biðu bana í árásinni.
ÍÞRÓTTIR „Við áttum þennan leik frá fyrstu mínútu og svo fá þær víti í lokin fyrir ekki meira en þetta,“ sagði Sóley Guðmundsdóttir, fyrirliði ÍBV, eftir grátlegt 1:0 tap gegn Selfossi í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag.
ÍÞRÓTTIR ÍR vann sinn fyrsta leik í Olís-deild karla í handknattleik þetta tímabilið þegar ÍBV kom í heimsókn í 3. umferð í kvöld. ÍR vann þriggja marka sigur 31:27.
ÍÞRÓTTIR Eftir þrjá tapleiki í röð í öllum keppnum vann Tottenham langþráðan sigur þegar liðið heimsótti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 2:1 fyrir Tottenham.

KA/Þór sótti sigur suður til Hauka


(1 klukkustund, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handknattleik gerðu sér lítið fyrir og unnu Hauka, 24:23, þegar liðin mættust að Ásvöllum í 2. umferð deildarinnar í dag.

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“


(1 klukkustund, 17 mínútur)
SMARTLAND Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur.

Skagamenn unnu deildina á markatölu


(1 klukkustund, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍA tryggði sér nú rétt í þessu sigur í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, en lokaumferð deildarinnar var að ljúka. ÍA og HK enduðu bæði með 48 stig en ÍA tók toppsætið á markatölu.

Langir biðlistar eftir þjónustu


(1 klukkustund, 26 mínútur)
INNLENT Stefnt er að því að fjölga starfsmönnum í geðheilsuteymi austur en langir biðlistar hafa myndast eftir þjónustu þess. Staðan nú er óviðunandi segja stjórnendur þess. Bergþór Grétar Böðvarsson, Reykvíkingur ársins, er gott dæmi um mann sem hefur ekki látið geðraskanir stöðva sig í lífinu.

„Ætli Steini sé ekki bestur í starfið“


(1 klukkustund, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er alltaf leiðinlegt að tapa og þessi leikur var engin undantekning. Við vorum betri aðilinn meginhluta fyrra hálfleiks en Stjarnan var sterkari aðilinn í þeim síðari og því fór sem fór,“ sagði Halldór Jón Sigurðsson.

Skoðaði ekki sjúkraskrá af forvitni


(1 klukkustund, 43 mínútur)
INNLENT Persónuvernd hefur úrskurðað að framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hafi mátt skoða sjúkraskrá konu sem hafði kvartað til landlæknis yfir veitingu þjónustu á heilbrigðisstofnuninni.

Magnaður sigur nýliða HK í Eyjum


(1 klukkustund, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sterkt lið ÍBV úti í Vestmannaeyjum í Olís-deild kvenna í handknattleik dag með einu marki 22:21. Það var Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir sem gerði sigurmarkið einni sekúndu fyrir leikslok.

Sandra María best og Alexandra efnilegust


(1 klukkustund, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sandra María Jessen, leikmaður Þórs/KA, var í dag útnefnd leikmaður ársins 2018 í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu. Alexandra Jóhannsdóttir, leikmaður Breiðabliks, var útnefnd efnilegust.

Heimagerður snaps og þú slærð í gegn


(2 klukkustundir, 2 mínútur)
MATUR Þessa uppskrift tekur tíma að gera en er langt um betri en allt annað snaps sem þú hefur smakkað. En það er ekki eins og snaps sé bara drukkið einu sinni á ári, og því er þetta alveg upplagt að gera og eiga til þegar góða gesti ber að garði.

Þetta sumar tók verulega á


(2 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Katrín Ómarsdóttir, besti leikmaður KR í dag og reyndar í allt sumar, var ekki í skýjunum í leikslok í dag. Hún er markahæst í KR liðinu eftir sumarið, með 5 mörk. KR gerði sitt annað jafntefli í sumar en hefði með sigrinum getað landað sjöunda sætinu, en enduðu tímabilið í því áttunda og því halda þær sæti sínu í Pepsi deildinni að ári.

Mjög erfitt að kveðja


(2 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það var gríðarlega mikilvægt að klára þetta tímabil á sigri og að kveðja þjálfarateymið með þremur stigum,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar í samtali við mbl.is, eftir 2:0-sigur liðsins gegn Þór/KA í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í dag.

Alfreð áfram með kvennalið Selfoss


(2 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss, skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Læknanemar bjóða upp á þjónustu fyrir bangsa


(2 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Bangsaspítali verður starfræktur á sunnudaginn í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum. Öllum börnum, ásamt foreldrum og forráðamönnum, er boðið að koma í heimsókn með „veika eða slasaða bangsa“.

Ótrúlega ánægð með þetta sumar


(2 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Berglind Björg Þorvalsdóttir tryggði sér gullskóinn í Pepsi-deild kvenna er hún skoraði tvö mörk í 3:2-tapi Breiðabliks fyrir Val í lokaumferðinni í dag. Valur komst í 3:0, en Berglind lagaði stöðuna með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Berglind er markadrottning 2018


(2 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks, stóð uppi sem markadrottning Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu sumarið 2018. Hún skoraði 19 mörk í deildinni.

Systkini þingmanns stinga hann í bakið


(2 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Paul Gosar, þingmaður Repúblikanaflokksins í Arisona í Bandaríkjunum, hyggst reyna að ná endurkjöri í þingkosninum í nóvember, en hann tilheyrir mjög íhaldsömum armi flokksins. Systkini hans sex, sem óttast um framtíð sína, hafa tekið málin í sínar hendur hafa nú stillt sér á bak við sinn frambjóðanda í sjónvarpsauglýsingu

Gott að vinna besta lið landsins


(2 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er gott að klára þetta sterkt og vinna besta lið landsins. Það var kominn tími á að við næðum úrslitum á móti þessum toppliðum," sagði Dóra María Lárusdóttir, leikmaður Vals, eftir 3:2-sigur á Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í dag.

Jón Daði skoraði annan leikinn í röð


(2 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var á skotskónum fyrir Reading þegar liðið vann öruggan 3:0 sigur á Hull í ensku B-deildinni í dag.

Fanndís náði stórum áfanga


(3 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fanndís Friðriksdóttir landsliðskona í knattspyrnu bættist í dag í hóp þeirra leikmanna sem hafa skorað 100 mörk eða meira í efstu deild kvenna hér á landi.

Afturelding og Grótta upp en Höttur niður


(3 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu var að ljúka og óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið mikil. Afturelding og Grótta tryggðu sæti sitt í 1. deild en Höttur og Huginn falla í 3. deild.

Liverpool og City með afgerandi sigra


(3 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Liverpool skellti sér í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3:0-heimasigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá unnu Englandsmeistarar Manchester City stórsigur á Cardiff, 5:0, en Manchester United mátti sætta sig við jafntefli á heimavelli, 1:1-gegn Wolves.

„Ég á hræðilegt leyndamál“


(3 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT „Ég á hræðilegt leyndamál,“ sagði Christine Blasey Ford við eiginmann sinn Russell Ford þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um dómaraefni sitt til hæstaréttar. „Hvað á ég að gera við að gera við þetta leyndarmál,“ rifjar Russell Ford upp að kona sín hafi sagt.

Magni bjargaði sér á hádramatískan hátt


(3 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍR féll nú rétt í þessu úr 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir hreinan úrslitaleik við Magna um að halda sæti sínu í deildinni. Fjórum leikjum var að ljúka í lokaumferðinni.

Selfoss tók sjötta sætið eftir dramatík


(3 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það var ekki mikið í húfi þegar Selfoss tók á móti ÍBV í lokaumferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu í dag. Leikurinn bar þess merki og var tilþrifalítill á löngum köflum. Eyjakonur voru sterkari allan leikinn en tókst ekki að skora. En uppbótartíminn var dramatískur og þar fengu Selfyssingar vítaspyrnu sem Magdalena Reimus skoraði sigurmarkið úr, 1:0.

Valur sigraði Íslandsmeistarana


(3 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valur vann góðan 3:2-sigur á Breiðabliki í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í fótbolta á heimavelli sínum í dag. Valskonur komust í 3:0 og var sigurinn heilt yfir verðskuldaður, þrátt fyrir að Breiðablik hafi lagað stöðuna í lokin.

Stjörnukonur kvöddu Ólaf með sigri


(3 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan kláraði keppnistímabilið í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu á 2:0-sigri gegn Þór/KA í lokaumferð deildarinnar í Garðabænum í dag. Gestirnir frá Akureyri byrjuðu leikinn betur og fengu hættulegri færi til þess að byrja með og það var því gegn gangi leiksins þegar Lára Kristín Pedersen kom Stjörnunni yfir á 23. mínútu.

Markalaust hjá HK/Víkingi og KR


(3 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR HK/Víkingur tók á móti KR í síðustu umferð Pepsi deildar kvenna í knattspyrnu dag og leiknum lauk með markalausu jafntefli. Liðin höfðu þar af leiðandi ekki sætaskipti, en væntanlega eygðu KR-ingar þá von að koma sér ofar í töflunni.

Grindavík endar tímabilið með sigri


(3 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Grindavík og FH áttust við í dag á Grindavíkurvelli í síðustu umferð Pepsí-deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn var ljóst að bæði lið væru fallin og því var ekki keppt um annað en heiðurinn. Leikurinn endaði með 2:0 sigri Grindavíkur en mörk heimastúlkna skoruðu Helga Guðrún Kristinsdóttir og Rio Hardy.

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum


(4 klukkustundir, 9 mínútur)
200 Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir.

Múr Trump byrjaður að rísa í Texas


(4 klukkustundir, 12 mínútur)
ERLENT Landamæramúrinn, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að reisa á landamærum Bnadaríkjanna og Mexíkó er nú tekinn að rísa í Texas.

Auglýsingageirinn skemmti sér


(4 klukkustundir, 17 mínútur)
SMARTLAND Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning.

Þrír skollar hjá Birgi á þriðja hring


(4 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, spilaði á tveimur höggum yfir pari á þriðja hring Portugal Masters-mótsins á Evrópumótaröðinni í dag. Hann komst í gegnum niðurskurðinn í gær eftir frábær tilþrif.
INNLENT „Það er jákvætt skref að það komi fjármagn inn í uppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er yfirlýsing um að viðræður eru að hefjast. Það er það eina sem er skýrt af viljayfirlýsingunni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við mbl.is.

Hinar einu sönnu súkkulaðibitakökur


(5 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Súkkulaðibitakökur eru eins og kanilsnúðar – allir elska þær. Snilldin við þessa uppskrift er sú að þú getur búið til deigið í dag og sett í frysti, þá áttu alltaf til deig ef þú færð gesti um helgina og hefur engan tíma til að standa í stórbakstri.

Valur stóð heiðursvörð fyrir Blika


(5 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu hófst núna klukkan 14 en úrslitin á toppnum og botninum eru þegar ráðin. Breiðablik fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir sigur á Selfossi í síðustu umferð.

Önd í laxateljaranum


(5 klukkustundir, 21 mínútur)
VEIÐI Það eru ekki bara laxar sem eru festir á filmu í laxateljurum. Þessi gulönd gerði sér lítið fyrir og kafaði í gegnum teljarann í Krossá í Bitru fyrir nokkrum dögum.

Guðmundur Ingi á Global People’s Summit


(5 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, tekur í dag þátt í alþjóðlegri netráðstefnuna The Global People’s Summit, sem haldin er í tengslum við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna, þar sem hann ræðir um loftslagsbreytingar.

Stelpurnar í milliriðil eftir stórsigur


(5 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska stúlknalandsliðið, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, í knattspyrnu vann 6:0-stórsigur á heimaliði Moldóvu í undankeppni EM en riðill Íslands er spilaður þar.

Mitrovic bjargaði stigi fyrir Fulham


(5 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fulham og Watford skildu jöfn, 1:1, í hádegisleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu rétt í þessu.

Fannst á lífi tveimur dögum eftir slysið


(5 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Manni var í dag bjargað úr ferju sem hvolfdi á Viktoríuvatninu í Tansaníu á fimmtudag. Hafði maðurinn lifað af í loftrými sem myndaðist í ferjunni MV Nyerere, þegar henni hvolfdi í nágrenni Ukara-eyju.

Trúir því að bíó geti breytt heiminum


(6 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT „Kvikmyndin er gríðarlega sterkur miðill og getur haft heilmikil áhrif á fólk,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnanda RIFF. Ellefu daga kvikmyndaveisla er í vændum er fimmtánda Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík hefst næsta fimmtudag.

Biskup ákærður fyrir að nauðga nunnu


(6 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Indverskum biskupi, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga nunnu, var í dag synjað um að vera látinn laus gegn tryggingu. Nunnan lagði fyrst fram ákæru gegn honum í júní, en lögregla hóf ekki rannsókn sína fyrr en í þessum mánuði er vaxandi reiði tók að gæta.

Ólafía aftur tveimur höggum undir pari


(6 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti aftur góðan hring á Estrella Damm-mótinu á Terramar-vellinum á Spáni. Ólafía átt góðan hring í dag, lék á 69 höggum eða tveimur undir pari, rétt eins og í gær.

Vara við skilaboðaleka á Twitter


(6 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Twitter hefur tilkynnt ótilgreindum fjölda notenda sinna að einkaskilaboðum þeirra kunni að hafa verið lekið til þriðja aðila á yfir árs tímabili. BBC greinir frá. „Hugbúnaðarpaddan“, sem hefur nú verið löguð, hafði áhrif á einkaskilaboð milli notenda og fyrirtækja sem bjóða notendaaðstoð í gegnum Twitter.

Svandís mun ekki áfrýja dóminum


(7 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Heilbrigðisráðuneytið mun ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Ölmu Gunnarsdóttur. Þetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í þættinum Vikulokin hjá Helga Seljan í morgun.

Allt sem þú vissir ekki um píkuna


(7 klukkustundir, 17 mínútur)
SMARTLAND Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt.

Hætta að senda starfsfólk á kosningaskrifstofur


(7 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Facebook er hætt að senda starfsfólk sitt til starfa á kosningaskrifstofum stjórnmálamanna í kosningabaráttu, að fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Síðustu ár hefur samfélagsmiðillinn boðið upp á að aðstoð við að þróa kosningaherferð á internetinu

Sir Alex mættur aftur á Old Trafford


(7 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sir Alex Ferugson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er mættur aftur á Old Trafford til að styðja sína menn en hann hefur undanfarna mánuði verið að jafna sig eftir heilablóðfall.

Kanna fingraför þjófanna


(8 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu mun í dag skoða bílinn sem keyrt var inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu aðfaranótt föstudags. Munu fingraför innbrotsþjófanna einna helst vera könnuð sem og annað sem kann að leiða til vísbendinga um innbrotið.
MATUR Þetta er eitthvað sem allir verða að prófa. Pönnukökurnar eiga ættir að rekja til Svíþjóðar en Svíar eru eins og flestir vita afar hrifnir af slíku fæði. Það er Svava Gunnars á Ljúfmeti og lekkerheit sem á heiðurinn að þessari uppskrift og útfærslu.

Lögreglustjóri segir „ástandið alvarlegt“


(8 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn, Anne Tønnes, segir „ástandið alvarlegt“ eftir að þrír særðust í skotárás á Norðurbrú í Kaupmannahöfn í gærkvöldið. Hún hvatti íbúa engu að síður til að halda daglegum venjum sínum, en þetta er áttunda skotárásin í Kaupmannahöfn á viku.

Verð aldrei Superman


(8 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Markmiðið var að taka þátt í því aðkallandi verkefni að breyta danskri kvikmyndagerð til frambúðar. Það tókst en allt sem á eftir kom hefur farið langt fram úr hans villtustu draumum. Í dag er Mads Mikkelsen með annan fótinn heima í Kaupmannahöfn en hinn í henni Hollywood og dregur að milljónir.

Klopp vill að Liverpool sé uggvænlegt


(8 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, lætur sér það ekki nægja að liðið spili skemmtilegan sóknarbolta undir sinni stjórn heldur vill hann einnig að spilamennska liðsins sé á sama tíma sú ljótasta í deildinni.

Frítt í strætó í dag


(8 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Frítt verður í strætó á höfuðborgarsvæðinu í dag í tilefni af alþjóðlega bíllausa deginum. Hvetur Strætó sem flesta til að halda upp á daginn með því að skilja bílinn eftir heima og nýta sér vistvæna samgöngumáta, með því að ganga, hjóla eða taka strætó.
VIÐSKIPTI Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko og Nor­vík. Málið varðar ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því 2015, er Nor­vík hf. var gert að greiða 650 millj­óna króna sekt fyr­ir brot Byko á sam­keppn­is­regl­um.

Heldur sigurganga Liverpool áfram?


(9 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sjötta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst í dag með átta leikjum. Bæði Manchester-liðin ásamt Liverpool eiga leiki í dag og þá verður Jóhann Berg Guðmundsson að öllum líkindum í eldlínunni með Burnley.

„Ég er hinn góði Hitler“


(9 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Í Perú vonast Hitler til að halda völdum í litlum bæ í Andesfjöllunum, þrátt fyrir að honum stafi ógn af gagnrýnanda að nafni Lennin.

Beautiful autumn weather this weekend


(9 klukkustundir, 22 mínútur)
ICELAND Today is a wonderful day for going to the countryside to observe autumn hues in Icelandic nature. Clear skies and sunshine are expected in South and West Iceland today, Saturday.

Trump: ætlar að útrýma „viðvarandi ódauni“


(9 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti hét því í gær að útrýma „viðvarandi ódauni“ úr dómsmálaráðuneytinu. Orðin lét Trump falla eftir að New York greindi frá því að aðstoðardómsmálaráðherrann hefði rætt um að fá ráðherra stjórnarinnar til að beita 25. ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma Trump frá.

Úrslitaleikur í lokaumferðinni


(9 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lokaumferð fyrstu deildar karla, Inkasso-deildarinnar, fer fram í dag en þá ræðst hvaða lið fellur niður um deild með Selfossi og hvaða lið fagnar deildarmeistaratitlinum.

„Ég gat ekkert gert“


(9 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Sálfræðingar eru komnir til starfa á öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu en ekki hefur enn verið samþykkt á Alþingi að skólasálfræðingar verði í framhaldsskólum. Mikilvægi forvarna verður seint oflofað og kona sem var í geðrofsástandi í tvö ár varar fólk við hættunni af neyslu kannabis.

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós


(10 klukkustundir, 17 mínútur)
SMARTLAND Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert.

Átta börn farast í sprengingu


(10 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Átta börn hið minnsta létust og sex særðust er sprengja sprakk í Faryab héraði í Afganistan í dag. BBC segir börnin, sem eru á aldrinum 6-12 ára, hafa verið að leik í nágrenni lögreglustöðvar í héraðinu þegar sprengjan sprakk.

Betur fór en á horfðist með kornið


(10 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Heldur hefur ræst úr með kornuppskeru á Suðurlandi eftir erfitt kornræktarsumar. Uppskeran verður þó væntanlega þriðungi minni en í meðalári.

Bjartviðri sunnan og vestanlands


(10 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Bjartviðri og hægur vindur verður á landinu sunnan- og vestanverðu í dag, á meðan hægt og rólega dregur úr norðanáttinni og úrkomunni fyrir norðan og austan. Dálítil slydda eða snjókoma verður þó norðan- og austanlands og rigning á láglendi, en þurrt á Suður- og Vesturlandi.

Mæðgurnar sýndu kroppana


(11 klukkustundir, 7 mínútur)
FÓLKIÐ Kourtney Kardashian virðist gera lítið annað en að sleikja sólina. Henni tókst meira að segja að draga móður sína með sér í sólbað.

Ólafur er að komast af stað á ný


(11 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafur Andrés Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik, vonast til þess að geta í dag leikið sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með Svíþjóðarmeisturum Kristianstad þegar liðið sækir Vardar heim í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Fær viðbótarfrest til að taka ákvörðun


(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ERLENT Christine Blasey Ford, konunni sem hefur sakað Brett Kavananaugh dómaraefni Donald Trumps Bandaríkjaforseta um kynferðislegt ofbeldi þegar þau voru á táningsaldri, hefur fengið viðbótarfrest til að ákveða hvort að hún muni bera vitni fyrir dómaranefnd bandarísku öldungadeildarinnar.

Deilt um mastur og útsýnispall


(11 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Borgarráð Reykjavíkur hefur fallist á tillögu umhverfis- og skipulagsráðs að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði á toppi Úlfarsfells þar sem fyrirhugað er að reisa 50 metra hátt fjarskiptamastur fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli.

Fer í betra lið en ég var í


(11 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið í fjögur ár hjá Örebro. Þegar ég fékk tilboð frá liðinu á ákvað ég að slá til,“ sagði Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki, sem hefur gert samkomulag um að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Hylte/Halmstad Volley.

Festir ÍA sig í sessi?


(11 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Skagamenn fögnuðu sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Selfossi um síðustu helgi. Þeir eiga enn möguleika á að vinna Inkasso-deildina með sigri á Þrótti í dag en þá má HK ekki vinna Hauka.

Mikil þörf er á öflugri dráttarbáti


(11 klukkustundir, 40 mínútur)
200 Faxaflóahafnir sf. undirbúa smíði á nýjum og öflugum dráttarbáti, meðal annars með gerð útboðsgagna. Á stjórnarfundi í gær var samþykkt að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

„Misstum ekki taktinn“


(11 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „HK er í dag að vaxa mjög mikið og í yngri flokkunum eru margir iðkendur. Ég tel að HK eigi klárlega að vera með lið sem festir sig í sessi í efstu deild,“ segir Ásgeir Marteinsson, leikmaður HK sem í dag getur tryggt sér sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu með því að vinna Hauka í lokaumferðinni.

Nokkrir látnir eftir skotárás á hersýningu


(11 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Nokkrir létust og að minnsta kosti 20 særðust er skotárás var gerð á hersýningu í írönsku borginni Ahvaz nú í morgun. Eru árásarmennirnir sagðir hafa verið a.m.k. tveir og að þeir hafi skotið á almenna borgara og reynt svo að ná til herforingja sem voru á sérstökum áhorfendapöllum.

Líkamsárás í Hafnarfirði


(12 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Karl og kona voru handtekin upp úr miðnætti í nótt í kjölfar líkamsárásar í Hafnarfirði. Karlmaðurinn var handtekinn eftir að hann hann hafði ráðist á mann með fólskulegum hætti og svo var kona tekin höndum er hún reyndi að tálma handtöku og réðist að lögreglumanni.

Ótrúleg viðbrigði að verða mamma


(13 klukkustundir, 9 mínútur)
FJÖLSKYLDAN Þórunn Ívarsdóttir bloggari og samfélagsmiðlastjarna varð mamma 9. september þegar hún og maður hennar eignuðust dóttur. Hún segir erfitt að lýsa því hvað hún sé að upplifa núna því það sé svo stórbrotið.

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“

Áhersla á notkun hjálma


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur líkur á að maður sem lést í hjólreiðaslysi á Nesjavallavegi í fyrravor hefði lifað slysið hefði hann verið með hjálm. Í umræddu slysi lést hjólreiðamaðurinn af völdum höfuðáverka.

Leyfi Þríhnúkagígs verður auglýst


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Tillaga um að auglýsa eftir aðilum til að nýta Þríhnúkagíg og umhverfi hans til lengri tíma er til umfjöllunar hjá Kópavogsbæ. Tillaga þess efnis var ekki afgreidd á síðasta fundi skipulagsráðs bæjarins heldur frestað.

Heimilt að rífa stóra strompinn


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Niðurrif á reit Sementsverksmiðjunnar á Akranesi, sem var reist á árunum 1956 til 1958, stendur yfir. Niðurrifinu á að ljúka fyrir 1. október næstkomandi.

Meðalverðið 110 milljónir


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi.

Neytendur niðurgreiða póstsendingar frá Kína


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
VIÐSKIPTI Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum.

Rifu bragga frá stríðsárunum án athugasemda


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Verktakar í Kópavogi hafa á undanförnum vikum rifið niður græna braggann á Kársnesi. Ágúst Friðgeirsson húsasmíðameistari segir braggann vera frá stríðsárunum. Bragginn hafi staðið á lóð þar sem byggðar verða 86 íbúðir.

Umhverfisstofnun segir sektir eða fangelsi eiga við


(13 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Umhverfisstofnun sendi bandaríska listamanninum Kevin Sudeith bréf í upphafi mánaðar, þar sem óskað var eftir upplýsingum um meint ólöglegt athæfi hans með því að rista listaverk í kletta hjá Stöðvarfirði.

Geta skór hlaupið í þurrkara?


(14 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Þetta er hvorki grín-spurning né brandari. Hér er um að ræða háalvarlegt mál sem undirrituð lenti í á dögunum og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að ég er ekki ein um að glíma við það.

Repúblikanar biðjast afsökunar á auglýsingu


(19 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Bandaríski Repúblikanaflokkurinn hefur beðið fólk sem er hindúatrúar afsökunar, eftir að auglýsing sem ætluð var að höfða til þeirra reyndist þess í stað vera móðgandi. Auglýsingin var birt í tilefni að trúarhátíð hindúa og undir mynd af guðinum Ganesha stóð „Hvort myndir þú tilbiðja asna eða fíl?“

„Nú þurfum við allar að standa saman“


(19 klukkustundir, 51 mínútur)
ERLENT Hægri öfgamaðurinn Jair Bolsonaro sem kallað hefur konur hálfvita og gert grín að nauðgunum gæti innan nokkurra vikna orðið næsti forseti Brasilíu þar sem búa um 108 milljónir kvenna. Fylgi hans hefur farið vaxandi eftir að hann særðist hættulega í hnífaárás í byrjun september.

Fíkniefni reyndust vera svínakjöt


(19 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Seinni partinn í dag var tilkynnt um fíkniefnaviðskipti á Smiðjuvegi. Lögregla stöðvaði viðkomandi nokkru síðar sem viðurkenndi fúslega að hafa átt í viðskiptum og framvísaði svínakjöti sem hann hafði keypt.

Fylkir og Afturelding með fullt hús stiga


(20 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hrafnhildur Irma Jónsdóttir fór mikinn þegar Fylkir vann afar öruggan sigur á Stjörnunni U í 1. deild kvenna í handknattleik, Grill 66 deildinni, í Árbænum í kvöld. Hrafnhildur skoraði 10 mörk.

Fjölnir og HK byrja á sigrum


(20 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Einar Örn Sindrason og Eyþór Ólafsson skoruðu átta mörk hvor þegar FH U vann 31:28-sigur gegn ÍBV U í 1. deild karla í handknattleik, Grill 66 deildinni, í Vestmanneyjum í kvöld. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 15:15 en Daniel Griffin var atkvæðamestur í liði ÍBV u með 7 mörk.

Göngumaður fannst kaldur og hrakinn


(20 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld til að aðstoða við leit að manni sem villtist á göngu á Bláfjallaleið. Hópur frá Björgunarsveit Reykjavíkur fann manninn kaldan og hrakinn, en heilan á húfi um tuttugu mínútur í ellefu.

Ólíklegt að Benítez framlengi við Newcastle


(20 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, gæti hætt með félagið í lok tímabilsins en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu. Benítez er sagður afar ósáttur með það að fá ekki að kaupa þá leikmenn sem hann vill fá til félagsins.

Liðið tók sig saman í andlitinu


(20 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er ánægður með framfarirnar sem liðið hefur sýnt í undanförnum leikjum. United byrjaði tímabilið ekkert sérstaklega vel og tapaði meðal annars fyrir Brighton og Tottenham í upphafi leiktíðarinnar.

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta


(20 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í.

Lögregla lokar Escobar safni


(20 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Kólumbíska lögreglan hefur lokað litlu safni tileinkuðu eiturlyfjabaróninum Pablo Escobar í Medellín í Kólumbíu. Lögreglan réðst inn á safnið, sem er í eigu bróður Escobar, og lokaði því þar sem ekki var til staðar rekstarleyfi í ferðamannaiðnaði.

Losaði sig við lík 9 ára stúlku í skóginum


(20 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Saksóknarar í Þýskalandi segja karlmann hafa viðurkennt að hafa losað sig við lík níu ára stúlku sem hvarf fyrir 17 árum síðan. Stúlkan, Peggy Knobloch, hvarf á leið heim úr skóla í Bæjaralandi árið 2001 og hefur málið verið ein stærsta ráðgáta þýsku lögreglunnar.

Tiger og Rose efstir á lokamótinu


(21 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tiger Woods og Íslandsvinurinn Justin Rose eru efstir þegar lokamótið á PGA-mótaröðinni, Tour Championship, er hálfnað í Atlanta. Hafa þeir spilað fyrri 36 holurnar á 7 höggum undir pari.

Þarf líka að hugsa um sjálfan sig


(21 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gary Cahill gæti verið á förum frá enska knattspyrnufélaginu Chelsea en hann hefur ekki spilað mínútu fyrir félagið á þessari leiktíð. Cahill verður samningslaus næsta sumar og leikmaðurinn sjálfur segist vera tilbúinn að yfirgefa félagið í janúar, ef hlutirnir breytast ekki, en hann var fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð.

Vinnur að bók um bókband og bókbindara


(21 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Sigurþór Sigurðsson bókbindari hefur forðað mörgum bókbandsverkum frá glötun og hefur auk þess unnið óeigingjarnt starf við að safna upplýsingum um gamalt bókband og bókbindara í yfir þrjá áratugi með útgáfu í huga.

Þrír skotnir á Norðurbrú


(21 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Þrír urðu fyrir skotum í skotárás á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Ekki er vitað um líðan þeirra en þeir fá nú meðhöndlun á sjúkrahúsi, að DR hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn.

Árekstur við Hagkaup í Garðabæ


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Árekstur varð við Hagkaup í Garðabæ í kvöld. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru tveir sjúkrabílar sendir á staðinn, eftir að tilkynnt var um áreksturinn um níuleytið í kvöld.

Vonast til að geta flýtt tvöföldun Reykjanesbrautar


(21 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Miðað við nýja samgönguáætlun sem gildir frá árinu 2019 til 2023 og langtímaáætlun til ársins 2033 er ekki gert ráð fyrir því að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar ljúki fyrr en eftir fimmtán ár.

Tryggvi með fjögur stig í slæmu tapi


(21 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir lið sitt Obradoiro þegar liðið steinlá á heimavelli fyrir Real Madrid í undanúrslitum Meistarakeppni Spánar í körfuknattleik en leiknum lauk með 81:61-sigri Real Madrid.

136 látnir eftir ferjuslys


(22 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT 136 manns hið minnsta létust er ferjunni MV Nyerere hvolfdi á Viktoríuvatni í Tansaníu i gær. Margra er enn saknað og er óttast að tala látinna eigi enn eftir að hækka. Björgunaraðgerðum var haldið áfram í dag, en hlé var gert á þeim í kvöld.

Haukur spilaði í tapi í fyrsta leik


(22 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukur Helgi Pálsson spilaði í 12. mínútur og skoraði 2 stig fyrir Nanterre sem tapaði á útivelli fyrir Gravelines-Dunkerque í frönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld, 84:80.

Við erum of kappsöm í frístundum


(22 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT „Ég ætla að nálgast þetta sem starfandi sálfræðingur, en mér finnst eftirsóknarvert að skoða hvað felst í „hygge“ og hvernig hægt er að tileinka sér það,“ segir Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur, en hún verður með námskeið í næstu viku hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands um danska fyrirbærið hygge, eða eins og það er kallað á íslensku: Að hafa það huggulegt.

Neitar ráðabruggi um að koma Trump frá


(22 klukkustundir, 49 mínútur)
ERLENT Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, neitar því alfarið að hann hafi rætt um að víkja Donald Trump Bandaríkjaforseta af forsetastóli með vísun í 25. grein stjórnarskrárinnar. Hefur BBC eftir Rosenstein að fullyrðingin sé „ónákvæm og staðreyndalega röng“.

Helena áfram með ÍA


(22 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helena Ólafsdóttir verður áfram þjálfari ÍA í 1. deild kvenna í knattspyrnu en það er heimasíða félagsins sem greinir frá þessu í kvöld. Þá mun Aníta Lísa Svansdóttir áfram aðstoða Helenu, en Aníta hefur verið aðstoðarþjálfari liðsins, undanfarin tvö ár.

Hætt við göngugötur í miðborginni í vetur


(23 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Horfið hefur verið frá því að fram­lengja opnun á göngu­göt­um í miðbæn­um út árið. Í fréttatilkynningu frá borginni segir að tímabili göngugatna í miðborginni ljúki 1. október næstkomandi og þá verði um leið opnað aftur fyrir bílaumferð. Málið var enn á borði skipulags- og samgönguráðs.

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni


(23 klukkustundir, 17 mínútur)
SMARTLAND Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast.

Arnar skoraði í þægilegum sigri


(23 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði eitt mark þegar lið hans SönderjyskE vann fjögurra marka sigur á Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag en leiknum lauk með 29:25-sigri heimamanna í SönderjyskE. Arnar átti fjórar skot tilraunir í leiknum en aðeins ein af þeim fór í netið.

Þrjár milljónir deyja af völdum áfengis


(23 klukkustundir, 41 mínútur)
ERLENT Þrjár milljónir manna deyja af völdum áfengis í heiminum á hverju ári. Það eru fleiri en deyja af völdum AIDS, ofbeldis og umferðarslysa samanlagt, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þar kemur fram að karlar séu í sérstakri hættu.

Vilja efla Þorlákshöfn enn frekar


(23 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Fimm þingmenn Suðurkjördæmis vilja að Alþingi skipi starfshóp til að móta stefnu um hvernig megi bæta höfnina í Þorlákshöfn enn frekar, svo hún geti vaxið sem inn- og útflutningshöfn. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sem lögð var fram í gær.

Stuðningur tryggir festu í starfinu


(23 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Í kvöld munu fara fram þrjár æfingar Slysvarnarfélagsins Landsbjargar sem eru hluti af kynningar- og fjáröflunarátaki undir yfirskriftinni: Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig.

Vinsælustu bollar landsins nú í fleiri útgáfum


(23 klukkustundir, 52 mínútur)
MATUR Stafabollarnir vinsælu frá danska fyrirtækinu Design Letters hafa dreift úr sér í alls kyns öðrum varningi eins og diskum, vatnsflöskum, sængurverum og blómapottum svo eitthvað sé nefnt.

West Wien á toppinn í Austurríki


(23 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Hólmar Helgason skoraði fjögur mörk og Viggó Kristjánsson skoraði tvö þegar West Wien gerði jafntefli á heimavelli gegn Bregenz í austurrísku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag, 21:21.
Meira píla