Fréttir vikunnar


INNLENT Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segist fagna því að Þór Saari og Birgitta Jónsdóttir hafi fundið sinn vettvang í flokki sósíalista. Þór og Birgitta voru áður Píratar, en sögðu bæði skilið við flokkinn árið 2019.
ÍÞRÓTTIR KA og Keflavík eigast við í Pepsi Max-deild karla í fótbolta klukkan 18. KA er í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig og Keflavík í áttunda sæti með 16 stig.
INNLENT Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá fjölgaði íbúum á landinu um 3.920 frá 1. desember 2020 eða um 1,1%. Á tímabilinu fjölgaði íbúum Reykjavíkur um 981 og íbúum Kópavogsbæjar um 570.
INNLENT Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu í dag þegar málaður var regnbogi á Ingólfsstræti, milli Hverfisgötu og Laugavegs. Til stóð að halda hátíðina með hefðbundnu sniði í ár en vegna heimsfaraldursins var það ekki hægt. Fjölbreytt dagskrá verður þó í boði á hátíðinni þrátt fyrir samkomutakmarkanir, að sögn Ásgeirs Magnússonar, formanns hátíðarinnar.
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksmennirnir og bræðurnir Pau og Marc Gasol hafa gefið það út að þeir hafi lagt landsliðskóna á hilluna en þeir hafa í áraraðir verið með bestu leikmönnum Spánverja.

Þrábeðin um að grennast

(1 klukkustund, 13 mínútur)
SMARTLAND Leikkonan Alicia Witt segir Hollywood hafa verið sprengjusvæði á tíunda áratug síðustu aldar. Hún segist hafa verið þrábeðin um að grennast og segir orðræðuna um holdafar kvenna hafa verið mjög eitraða.

Jógakennarinn Guru Jagat látin 41 árs

(1 klukkustund, 23 mínútur)
FÓLKIÐ Stjörnujógakennarinn Guru Jagat er látin 41 árs að aldri. Guru Jagat rak gríðarlega vin­sæl­ar og um­talaðar kundalini-jóga­stöðvar á sjö mismunandi stöðum í heiminum, meðal annars í Kaliforníu í Bandaríkjunum og á Mallorca.

Lykilmaður Liverpool framlengir

(1 klukkustund, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilíski knattspyrnumaðurinn Fabinho hefur framlengt samning sinn við enska félagið Liverpool. Ekki hefur verið gefið út hve langur nýi samningurinn er en samkvæmt heimasíðu Liverpool er um langtíma samning að ræða.

Sjá tækifæri í eldgosinu

(1 klukkustund, 36 mínútur)
VIÐSKIPTI Sigurður Guðjón Gíslason, formaður Landeigandafélags Hrauns sf., segir landeigendur gera ráð fyrir að svæðið í Geldingadölum verði vinsæll áfangastaður til langrar framtíðar.

Fluttur til Akureyrar eftir árás ísbjarnar

(1 klukkustund, 41 mínúta)
INNLENT Aðfaranótt mánudags fengu þrír kvikmyndagerðamenn óboðinn gest í heimsókn til sín í rannsóknarkofa sem tilheyrir Háskólanum í Árósum sem er í 400 metra fjarlægð frá Daneborg-stöðinni í austurhluta Grænlands. Um nóttina vaknaði einn þeirra við að ísbjörn hafði komist inn í gegnum glugga á herberginu þeirra.

Hafa gefið 1.000 tölvur

(1 klukkustund, 43 mínútur)
K100 Samtökin Material Focus vinna að því að endurvinna raftæki sem fólk ætlar að henda.

Fullkomin tvenna í bolluuppskrift

(1 klukkustund, 56 mínútur)
MATUR Við elskum góðar bolluuppskriftir og þessi er ein af þeim sem slá í gegn hjá fjölskyldunni. Hvað er betra en nýbakaðar bananabollur með súkkulaði? Mögulega ekkert ef þið spyrjið okkur.

1.200 manns fengu örvunarskammt í dag

(2 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Nokkuð vel gekk að bólusetja á Suðurlandsbraut í dag, en starfsmenn skóla sem bólusettir voru með Janssen fengu svokallaðan örvunarskammt af bóluefni. Um er að ræða starfsmenn sem eru fæddir í janúar og febrúar.

Chelsea bauð 100 milljónir evra í framherja

(2 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnufélagið Inter Mílanó hafnaði tilboði upp á 100 milljónir evra frá Chelsea í framherjann Romelu Lukaku. Chelsea bauð spænska varnarmanninn Marcos Alonso með í tilboðinu.

Heimilismaður og starfsmaður á Grund smitaðir

(2 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Einn heimilismaður og einn starfsmaður hjúkrunarheimilisins Grundar greindust með kórónuveiruna í fyrradag. Alls hafa nú þrír heimilismenn og nokkrir starfsmenn á Grund greinst með veiruna, auk eins starfsmanns á hjúkrunarheimilinu Ási, sem rekið er af Grundarheimilunum.

Fær bólusetningu og ætti að komast til Kanada

(2 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Komið er leyfi fyrir því að Baldur Ari, sem er á ellefta ári, fái bólusetningu og geti þar af leiðandi komist út til Kanada og haldið áfram þátttöku sinni í rannsókn á tilraunalyfi. Baldur Ari og bróðir hans Baldvin Týr, tólf ára, eru báðir þátttakendur í rannsókninni en þeir eru með Duschenne-vöðvarýrnunarsjúkdóminn.
ÍÞRÓTTIR Liðin F1LS Esports og Enigma Gaming gætu hugsanlega átt met í lengsta Valorant-leik á móti eftir leik liðanna á indverska ESPORTZ PREMIER SERIES mótinu um helgina. Fór leikur liðanna upp í heilar 50 umferðir, og endaði 26-24 Enigma Gaming í vil. Samsvaraði þetta um 95 mínútum í spilatíma.

Svala og Kristján héldu upp á sambandsafmælið

(3 klukkustundir, 13 mínútur)
SMARTLAND Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson héldu upp á eins árs sambandsafmæli sitt með því að ganga á Helgafell í Hafnarfirði um helgina. Parið fór á sitt fyrsta stefnumót í göngu á Helgafell.

Yfir 200 mál fyrir norðan

(3 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Þrátt fyrir að flestar útihátíðir helgarinnar hafi verið blásnar af sökum faraldursins var ekki lát á ferðavilja landans um helgina. Ef marka má samtal mbl.is við lögreglu var ekki heldur lát á almennri gleði landans um helgina. Á sumum stöðum á landsbyggðinni var hún jafnvel fullmikil.

Ástralir gjörsigruðu Argentínumenn

(3 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ástralía átti ekki í nokkrum einustu vandræðum með Argentínu þegar liðin mættust í fjórðungsúrslitum í körfuknattleik karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Forstjóri Blizzards lætur af stjórn

(3 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tölvuleikjafyrirtækið Blizzard tilkynnti í dag að J. Allen Brack forstjóri lætur af stjórn og munu Jen Oneal og Mike Ybarra taka við strax í dag.

Tiktokstjarna skotin til bana

(3 klukkustundir, 58 mínútur)
FÓLKIÐ Tiktokstjarnan Anthony Barajas er látinn 19 ára að aldri. Barajas særðist í skotárás í kvikmyndahúsi í Corona í Suður-Kaliforníu á mánudaginn fyrir viku. Hann lést af sárum sínum í síðustu viku.
INNLENT Skýrslutökur hófust í gær í máli mannsins sem lést í haldi lögreglu aðfaranótt sunnudags. Embætti héraðssaksóknara tók yfir rannsókn málsins á sunnudag líkt og kveðið er á um í lögum.

SRX ehf. og Ormsson ehf. sameinast

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
VIÐSKIPTI Fyrirtækið TT3 ehf. hefur keypt allt hlutafé í raftækjaheildversluninni SRX ehf. og Ormsson ehf. Með kaupunum sameinast fyrirtækin SRX ehf. og Ormsson ehf. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri SRX, mun stýra sameinuðu félagi en hann segist sjá mikil tækifæri með kaupunum.

Allur heimurinn „með ekka og tár“

(4 klukkustundir, 13 mínútur)
K100 Evert var án vafa ekki einn um að gráta með Annie.

Manuela og Eiður í sólinni á Tenerife

(4 klukkustundir, 13 mínútur)
FERÐALÖG Fegurðardrottningin Manuela Ósk Harðardóttir og kvikmyndaframleiðandinn Eiður Birgisson dvelja um þessar mundir á paradísareyjunni Tenerife.

Rúmlega 140.000 manns sáu myndbandið

(4 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Vífill útskrifast úr tölvunarfræði í HR árið 2012 á sama ári er hann að skipuleggja League of Legends-mótið sem var haldið á HRingnum í fyrsta skiptið það ár.

Spánn í úrslit eftir sigurmark í framlengingu

(4 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Marco Asensio var hetja spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar liðið hafði sigur gegn heimamönnum í Japan í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Festa selur 5% hlut í Skeljungi

(4 klukkustundir, 29 mínútur)
VIÐSKIPTI Festa lífeyrissjóður hefur selt 5% hlut í Skeljungi fyrir tæpar 1.063 milljónir króna. Gengi bréfanna í viðskiptunum var 11 sem er nokkru yfir skráðu gengi á markaði í Kauphöll.

Heimsmetshafinn í sérflokki í stangarstökkinu

(4 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svíinn Armand Duplantis tryggði sér afar öruggan sigur í úrslitum stangarstökks karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Hann stökk þá 6,02 metra, sem dugði honum til þess að tryggja sér ólympíugull.

Horfa verði til veikinda en ekki smitfjölda

(4 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ræddi ástand kórónuveirufaraldursins, komandi skólaár, örvunarskammta viðkvæmra hópa og ástand Landspítalans, sem hún segir áhyggjuefni, við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.
ÍÞRÓTTIR Þýskaland, sem Alfreð Gíslason þjálfar, er úr leik á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa tapað illa, 26:31, fyrir Egyptalandi í fjórðungsúrslitunum í handknattleik karla í dag.
MATUR „Skotheldar ostafylltar ítalskar kjötbollur í bragðmikilli pestósósu. Þetta er réttur sem getur ekki klikkað og smellpassar með góðu rauðvínsglasi,“ segir Snorri Guðmunds um þennan rétt.
ÍÞRÓTTIR Nýtt rafíþróttafélag LAVA esports hefur fengið til liðs við sig fjóra Rocket League-leikmenn og myndað lið sem mun taka þátt í Úrvalsdeildinni í Rocket League á tímabili 3.

Fiskeldisskólinn kominn til að vera

(4 klukkustundir, 55 mínútur)
200 Kennsla í Fiskeldisskóla unga fólksins fór í fyrsta sinn fram í sumar á Vestfjörðum annars vegar og Austfjörðum hins vegar.

Hvetja almenna borgara til að forða sér

(5 klukkustundir, 2 mínútur)
ERLENT Íbúar Lashkar Gah-borgar í Afganistan, sem er umsetin af talíbönum, hafa verið hvattir af stjórnvöldum til þess að forða sér og rýma borgina í aðdraganda árásar afganska hersins gegn talíbönum.

Heims- og ólympíumethafinn sigraði örugglega

(5 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pólski sleggjukastarinn Anita Wlodarczyk er ólympíumeistari í greininni þriðju leikana í röð eftir að hafa unnið með sannfærandi hætti í úrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Thompson-Herah nældi í enn eitt ólympíugullið

(5 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jamaíkakonan Elaine Thompson-Herah er ólympíumeistari í 200 metra hlaupi kvenna eftir að hafa komið langfyrst í mark í úrslitum greinarinnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Um helgina varð hún sömuleiðis ólympíumeistari í 100 metra hlaupinu.

Íslandsvinir eignuðust son

(5 klukkustundir, 13 mínútur)
BÖRN Queer Eye-stjarnan Tan France og eiginmaður hans Rob eru komnir með son sinn, Ismail France, í hendurnar. France-hjónin voru hér á landi í byrjun júlí í sínu síðasta ferðalagi áður en sonurinn kæmi í heiminn.

Rankaði við sér í fangaklefa

(5 klukkustundir, 13 mínútur)
SMARTLAND Saga Nazari upplifði mikið ofbeldi í æsku. Móðir hennar eignaðist hana þegar hún var aðeins 17 ára með fyrstu ástinni sinni, eldri manni sem er strangtrúaður múslimi.
ÍÞRÓTTIR Menntaskóli í Japan sem einungis er ætlaður stelpum heldur úti rafíþróttafélagi innan skólans. Félagar rafíþróttafélagsins eru allir sammála um að þátttaka þeirra í félaginu hafi hjálpað þeim með fleira en hæfni sína í rafíþróttum.

19 ára Bandaríkjakona vann ólympíugull

(5 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spretthlauparinn Athing Mu frá Bandaríkjunum kom fyrst í mark í úrslitum 800 metra hlaups kvenna á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag og tryggði sér ólympíugull með öruggum hætti á sínum fyrstu leikum, en hún er aðeins 19 ára gömul.

Stjórnvalda að taka ákvörðun um aðgerðir

(5 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að á þessum tímapunkti sé það stjórnvalda að ákveða hvort og þá til hvaða aðgerða verði gripið til að stemma stigu við þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi.

Skrópaði aftur á æfingu

(5 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Harry Kane, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Tottenham Hotspur, var hvergi sjáanlegur á æfingasvæði liðsins, annan daginn í röð, þegar það æfði í morgun.
VIÐSKIPTI Þriðja flugvél flugfélagsins PLAY er á leið til landsins og mun lenda á Keflavíkurflugvelli síðdegis.
K100 Ein öndunaræfing eða hugleiðsla á dag er ekki nóg samkvæmt Vilhjálmi Andra stofnanda Andra Iceland.

Helmingur íbúa ESB fullbólusettur

(6 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Helmingur allra íbúa innan Evrópusambandsins hefur verið fullbólusettur samkvæmt samantekt AFP-fréttastofunnar úr opinberum gögnum.

Hvaða skotleikur verður sá besti í ár?

(6 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þrír skotleikir í vinsælum leikjaröðum eru væntanlegir seinni parts ársins; Halo Infinite, Battlefield 2042 og nýr Call of Duty-leikur. Allt eru þetta leikir sem hafa áður náð gríðarlegum vinsældum og verður áhugavert að sjá hvort nýjustu leikir þeirra muni gera það sama.

Opinbera ástarsamband sitt

(6 klukkustundir, 33 mínútur)
FÓLKIÐ Söngkonan Rita Ora og leikarinn Taika Waititi opinberuðu ást sína í gær þegar þau mættu í fyrsta sinn saman á rauða dregilinn í Hollywood.

Stærsta bylgja faraldursins hingað til

(6 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Útbreiðslan á Covid-19 hefur aukist mikið hér á landi undanfarið, eins og víða annars staðar. Útbreiðslan hefur verið hröð, bæði meðal bólusettra og óbólusettra, og ljóst að bólusetning hér á landi hefur ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til. Um er að ræða stærstu bylgju Covid-19 sem sést hefur hér á landi til þessa.

Merkjanlegar breytingar á hegðun eldgossins

(6 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Hegðun eldgossins í Geldingadölum virðist vera að taka breytingum á ný en ekki hefur sést glóð í gígnum frá því í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Lovísu Mjöll Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

Katrín leiðir sósíalista í Reykjavík suður

(6 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Katrín Baldursdóttir, atvinnulífsfræðingur, blaðamaður og kennari, leiðir lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Breiðablik þarf að spila á Laugardalsvelli

(6 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu hefur verið gert að spila heimaleik sinn gegn Aberdeen frá Skotlandi í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu næstkomandi fimmtudag.

Sigmundur Ernir ritstjóri Fréttablaðsins

(6 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins og aðalritstjóri útgáfufélagsins Torgs ehf.

Þrír laumufarþegar í skipi Eimskips

(7 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um þrjá laumufarþega sem komu með skipi í eigu Eimskips frá Danmörku.

Upplýsingafundur almannavarna

(7 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is boða til upp­lýs­inga­fund­ar í dag klukk­an 11.

Brasilía í úrslit eftir sigur í vítakeppni

(7 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brasilíska karlalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér rétt í þessu sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Tókýó með sigri gegn Mexíxó í vítaspyrnukeppni.

Frakkar í undanúrslit eftir góðan sigur

(7 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Landslið Frakklands í körfuknattleik karla er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sterkan 84:75-sigur gegn Ítalíu í fjórðungsúrslitunum í morgun.

Matseðill vikunnar er „comfort food“

(7 klukkustundir, 42 mínútur)
MATUR Verslunarmannahelgin er að líða undir lok og það eru eflaust einhverjir sem þurfa svokallaðan „comfort food“ á borðið.

„Merkilegt“ hve vel fór þegar rúta valt

(7 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Betur fór en á horfðist þegar rúta valt í Biskupstungum í gærkvöldi, að sögn yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi. Fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem var á leið úr flúðasiglingu.

108 smit innanlands

(7 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT 108 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is.

Þórólfur og Víðir á upplýsingafundi

(7 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11.

Árbæingar styrkja sig

(8 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danski vængmaðurinn Malthe Rasmussen er genginn í raðir karlaliðs Fylkis í knattspyrnu og mun leika með liðinu út þetta tímabil.
SMARTLAND Bolli Kristinsson og Inga María Valdimarsdóttir létu pússa sig saman í Bústaðakirkju 1. ágúst. Þau hafa verið par í meira en áratug.

Biles sneri aftur og nældi í brons

(8 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríska fimleikastjarnan Simone Biles sneri aftur til keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar hún tók þátt í úrslitum einstaklingskeppninnar á jafnvægisslá í morgun. Hún krækti í bronsverðlaun en hinar kínversku Guan Chenchen og Tang Xijing röðuðu sér í efstu tvö sætin.

Danir ekki í vandræðum með Norðmenn

(8 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Heims- og ólympíumeistarar Danmerkur unnu þægilegan 31:25-sigur gegn nágrönnum sínum frá Noregi í fjórðungsúrslitum handknattleiks karla á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun.

Ásthildur stjórnarformaður Kaptio

(8 klukkustundir, 40 mínútur)
VIÐSKIPTI Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Tekur hún við af Eggerti Claessen sem hefur gegnt formennsku hjá félaginu síðan 2016.

Tveir af hverjum þremur nýorkubíll

(8 klukkustundir, 43 mínútur)
BÍLAR Tveir af hverjum þremur seldra nýrra bíla það sem af er ári voru svonefndier nýorkubíla, eða 65,5%. Hefur hlutfall rafmagns-, tengiltvinn-, tvinn- og metanbíla aukast jafnt og þétt, að sögn Bílgreinasambandsins (BGS).

Greindist með lungnakrabbamein

(8 klukkustundir, 48 mínútur)
FÓLKIÐ Grínistinn Kathy Griffin greindi frá því á dögunum að hún hefði greinst með lungnakrabbamein. Hin sextuga Griffin sagðist vera á leið í aðgerð þar sem helmingur vinstra lunga hennar yrði fjarlægður.
ÍÞRÓTTIR Malaika Mihambo er ólympíumeistari í langstökki kvenna eftir æsilega keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.
K100 Tryggvi Hjaltason er Vestmannaeyingur í húð og hár og segir það vera mesta lífsgæðastökk ævi sinnar að hafa flutt aftur úr borginni með fjölskyldunni til Vestmannaeyja.

Spánn marði Svíþjóð í æsispennandi leik

(9 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landslið Spánar í handknattleik karla er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Tókýó eftir að hafa unnið nauman 34:33 sigur gegn Svíþjóð í fjórðungsúrslitunum í nótt.
ÍÞRÓTTIR Ævintýri slóvenska landsliðsins í körfuknattleik karla, með stórstjörnuna Luka Doncic í broddi fylkingar, heldur áfram. Í nótt vann liðið öruggan 94:70-sigur á Þýskalandi í fjórðungsúrslitunum á Ólympíuleikunum í Tókýó, fyrstu leikum liðsins í sögunni.

Rúmur helmingur ánægður með styttingu vinnuviku

(9 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT 53% landsmanna eru ánægð með styttingu vinnuvikunnar á sínum vinnustað. 20,7% eru frekar eða mjög óánægð. Starfsmenn hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, eru ánægðari með styttingu vinnuvikunnar en starfsmenn á almennum vinnumarkaði.

Hvítrússneskur aðgerðasinni fannst látinn

(9 klukkustundir, 26 mínútur)
ERLENT Eftirlýstur hvítrússneskur aðgerðasinni fannst hengdur í almenningsgarði í Kiev í Úkraínu, að sögn lögreglu þar í landi í dag. Morðrannsókn er hafin á málinu.

Lærisveinar Arons mættu ofjörlum sínum

(9 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landslið Bareins í handknattleik karla, sem Aron Kristjánsson þjálfar, er úr leik á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir stórtap gegn Frakklandi í fjórðungsúrslitunum í nótt.

Stórleikur Rubio dugði ekki til gegn Bandaríkjunum

(9 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríkin tryggðu sér sæti í undanúrslitum karla í körfuknattleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt með sterkum 95:81 sigri á Spáni í fjórðungsúrslitum keppninnar. Ricky Rubio fór á kostum í liði Spánar á meðan Kevin Durant fór fyrir Bandaríkjunum.

Lygileg bæting Norðmannsins á eigin heimsmeti

(9 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norski spretthlauparinn Karsten Warholm setti nýtt heimsmet í 400 metra grindahlaupi karla þegar hann stórbætti eigið heimsmet í úrslitum greinarinnar á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

„Þórsmörk er algjör draumur“

(10 klukkustundir, 13 mínútur)
FERÐALÖG Kolbrún Ýr veit fátt skemmtilegra en að ferðast um Ísland og taka myndir. Hún á erfitt með að keyra fram hjá Friðheimum án þess að stoppa og fá sér súpu.

Vettel dæmdur úr leik

(10 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sebastian Vettel á Aston Martin naut ekki lengi annars sætisins í ungverska kappakstrinum þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir óregluleg sýni úr bensíntanki bílsins.

Formleg rannsókn á máli Timanovskayu hafin

(10 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Alþjóðlega ólympíunefndin hefur hafið formlega rannsókn á ásökunum hvítrússnesku frjálsíþróttakonunnar Krystinu Timanovskayu þess efnis að hún hafi verið neydd til þess að yf­ir­gefa Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó í kjöl­far þess að hún gagn­rýndi vinnu­brögð Íþrótta­sam­bands Hvíta-Rúss­lands.

Hinsegin dagar hefjast í dag

(10 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Hinsegin dagar 2021 hefjast í dag. Árleg litun regnbogalitanna, hinsegin fánalitanna, verður á Ingólfsstræti á milli Laugavegar og Hverfisgötu klukkan 12 í dag.

113 sjúkraflutningar á sólarhring

(11 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í 113 sjúkraflutningaverkefni síðastliðinn sólarhring. Þetta kemur fram á facebooksíðu slökkviliðsins.

Covid snýr aftur til Wuhan – allir íbúar skimaðir

(11 klukkustundir, 12 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í kínversku borginni Wuhan gáfu úr í dag að allir íbúar yrðu skimaðir fyrir Covid-19, eftir að fyrstu smit á milli manna í yfir ár greindust í borginni. Fyrstu tilfelli Covid-19 voru greind í borginni.

Opin fyrir því að senda Georg í burtu

(11 klukkustundir, 13 mínútur)
BÖRN Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín, eru ekki sögð mótfallin þeirri hugmynd að senda elsta son sinn í heimavistarskóla.

Víða síðdegisskúrir næstu daga

(11 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Útlit er fyrir að næstu daga verði hæg breytileg átt, skýjað með köflum og víða síðdegisskúrir um land allt og að hiti verði yfirleitt á bilinu 10 til 16 stig.

Kvaðst vera þreyttur og vildi komast heim

(11 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Bifreið var stöðvuð á þriðja tímanum í nótt vegna of hraðs aksturs, eftir hraðamælingu í Ártúnsbrekku.

Stærstu mistökin á litlum baðherbergjum

(12 klukkustundir, 13 mínútur)
SMARTLAND Baðherbergi eiga það til að vera lítil en það þýðir ekki að þau þurfi að vera öll úti í drasli eða hvít og leiðinleg. Fólk eyðir góðum tíma á baðherberginu á hverjum degi.

Bólusetning skólabarna í skoðun

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Eins og aðrir landsmenn bíðum við þess með öndina í hálsinum að sjá hvernig faraldurinn þróast og hver áhrifin verða á upphaf skólastarfs,“ segir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskólakennara.

Smitsjúkdómadeild að fyllast

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Hátt í 1.300 manns, þar af 202 börn, eru í eftirliti á Covid-göngudeild Landspítalans og búist er við að sá hópur fari stækkandi. „Því fleiri sem eru á göngudeildinni, þeim mun fleiri munu þurfa innlögn,“ segir Anna Sigrún Baldursdóttir, starfandi forstjóri Landspítalans.

Upplifun fólks við gosið er sterk

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Straumurinn að gosstöðvunum er stöðugur, allan sólarhringinn,“ segir Hörður Sigurðsson, ábúandi á Hrauni við Grindavík. Suðurstrandarvegur liggur við túnfótinn þar á bæ og Fagradalsfjall er í landi jarðarinnar.

Mikil gleði á Hellishólum yfir helgina

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Mikil gleði var á Hellishólum yfir verslunarmannahelgina. Víðir Jóhannsson, ferðaþjónustubóndi á Hellishólum, hélt þar fjölskylduskemmtun í 15. sinn.

Víða safnast saman á góðri stund

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Nýafstaðin verslunarmannahelgi var haldin með breyttu sniði í ár þar sem hertar sóttvarnir innanlands settu strik í reikninginn. Engu að síður kom fólk víða saman á góðri stund og var á faraldsfæti um helgina.

Bjóðast 800 milljónir og vilja vegina

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Verði sameining sveitarfélaga milli Þjórsár- og Skeiðarársands samþykkt, má vænta alls 800 milljóna kr. framlags frá ríkinu til verkefna í héraði.

Besta tannkrems-trix síðari ára

(13 klukkustundir, 9 mínútur)
MATUR Hvernig er best að nýta tannkremstúpuna sem best? Jú, með þessari aðferð hérna sem mun breyta öllu í framhaldinu. Þú þarft ekki að leita lengra en hingað inn á matarvefinn, þar sem heitustu húsráðin er að finna.

28% hafa ekki efni á vikufríi erlendis

(18 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT 28% íbúa í Evrópusambandinu hafa ekki efni á því að fara í frí erlendis í heila viku. Þetta kemur fram í rannsókn sem Evrópusamband Verkalýðsfélaga, ETUC, birti í dag.

Varasamt að skalla boltann

(18 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Varnarmenn í fótbolta eru líklegri til þess að verða fyrir skemmdum á heila og upplifa heilabilun og minnisglöp síðar á ævi sinni en leikmenn sem spila aðrar stöður á vellinum.

Gripu frumkvæðið og héldu því til leiksloka

(18 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður með 4:0-sigur liðs síns á Víkingum í úrvalsdeild karla í kvöld. Sigur Blika var mjög sanngjarn, þrátt fyrir að það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þá að vinna sig inn í leikinn eftir brösóttar upphafsmínútur. Óskar Hrafn segir það oft geta tekið tíma fyrir menn að vinna sig inn í leiki þegar mikið leikjaálag er.

„Allar væntingar stóðust og mun meira en það“

(19 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Annie Mist Þórisdóttir hlaut í gær bronsverðlaun á heimsleikunum í crossfit. Hún segist ótrúlega ánægð með árangurinn en henni þótti ekki raunhæft að gera sér vonir um að hún gæti náð svo langt eftir erfitt ár. Þá hafi markmiðið með þátttökunni verið að ná stjórn á líkama og huga og sjá hvar hún stæði.

Erum ennþá með í baráttunni

(19 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þungur á brún í leikslok í kvöld, en lið hans fékk skell á móti Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur leiksins urðu 4:0 fyrir heimamenn, þrátt fyrir að Víkingar hafi byrjað leikinn af miklum krafti, og átt nokkur mjög góð færi á fyrstu tólf mínútum leiksins. Arnar segir að sínir menn hafi mögulega fyllst of miklu sjálfstrausti eftir byrjunina og farið að slaka á.

Enn einn fjögurra marka sigurinn á Kópavogsvelli

(19 klukkustundir, 35 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Breiðablik vann frækinn 4:0 sigur á Víkingum í kvöld í Pepsi Max-deild karla. Þetta er í fimmta sinn í sumar sem Blikar vinna leik á heimavelli með fjórum mörkum gegn engu, en þeir skoruðu tvö mörk í sitthvorum hálfleiknum.

Frá Tottenham til Skotlands

(19 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumarkvörðurinn Joe Hart er að ganga í raðir skoska félagsins Celtic frá Tottenham á Englandi.

Sektaðir fyrir fölsuð bólusetningarvottorð

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Kanada hefur sektað tvo ferðalanga sem komu frá Bandaríkjunum en að sögn yfirvalda fölsuðu þeir bæði bólusetningarvottorð og neikvætt kórónuveirupróf.

Sjúklega lekkert frá Normann Copenhagen

(20 klukkustundir, 9 mínútur)
MATUR Eftirsóknarverð terracotta-keramík er nú fáanleg frá vinsæla húsbúnaðarfyrirtækinu Normann Copenhagen.
ÍÞRÓTTIR Hinn svokallaði „sumargluggi“ í íslenska fótboltanum var opinn frá lokum júní til miðnættis fimmtudagskvöldið 29. júlí, en þá gátu leikmenn haft félagaskipti milli íslenskra félaga, ásamt því að þau hafa getað fengið til sín leikmenn erlendis frá.

Náði annarri tvennu gegn gestgjöfunum

(20 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U16 ára piltalandsliðið í körfubolta mátti þola 67:76-tap fyrir Finnlandi í öðrum leik sínum Norður­landa­mót­inu í Kisakallio í Finn­landi í dag.

Fimmtíu í rútu sem valt í Biskupstungum

(21 klukkustund, 5 mínútur)
INNLENT Rútuslys varð í Biskupstungunum í kvöld. Fimmtíu manns voru í rútunni sem var á leið úr flúðasiglingu. Slys á fólki eru minniháttar og er ástandið betra en það leit út fyrir í fyrstu. Einhverjir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur og verður þeim komið undir læknishendur.

Vinkona Meghan ljóstrar upp skyrtuleyndarmálinu

(21 klukkustund, 13 mínútur)
SMARTLAND Bandaríska leikkonan Meghan Markle var óformlega klædd þegar hún kom í fyrsta sinn fram sem opinber kærasta Harrys Bretaprins árið 2017. Hún var í gallbuxum og hvítri skyrtu eftir Mishu Nonoo vinkonu sína.

Framarar fá markvörð frá FH

(21 klukkustund, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá tveggja ára samningi við Írenu Björk Ómarsdóttur. Hún kemur til félagsins frá FH.

Áhrif Hitlers á Ólympíuleikana

(21 klukkustund, 55 mínútur)
ERLENT Þegar Naomi Osaka tendraði ólympíueldinn á setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó á föstudag og markaði þar með upphaf leikanna sem nú fara fram, fetaði hún í fótspor Muhammads Ali, Waynes Gretzky, Steves Nash og annarra merkra íþróttamanna. Nú, og auðvitað í fótspor hins þýska Fritz Schilgen.

Þrír skotnir með pílum í Köln

(22 klukkustundir, 5 mínútur)
ERLENT Þrír einstaklingar í Köln, Þýskalandi, eru særðir eftir að hafa verið skotnir með pílum. Lögreglan telur að pílunum hafi verið skotið úr blásturspípu.

Alltaf að uppgötva eitthvað nýtt

(22 klukkustundir, 13 mínútur)
FERÐALÖG Hálendishringurinn, austurströndin og Fljótsdalshringurinn. Allt eru þetta nöfn á mismunandi ferðaleiðum á Austurlandi sem hægt er að keyra á einkabíl og njóta þess besta sem Austurland hefur upp á að bjóða.

Guðmundur Ágúst sigraði á Nesinu

(22 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðmundur Ágúst Kristjánsson bar sigur úr býtum á Einvíginu á Nesinu eftir baráttu við Ragnhildi Kristinsdóttur á lokaholunni.

20 mánaða og gengur frá í eldhúsinu

(23 klukkustundir, 13 mínútur)
BÖRN Breska móðirinn Myleene Klass setti myndband á samfélagsmiðilinn Twitter sem hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu sést yngsta barn hennar opna uppþvottavél í eldhúsinu og ganga frá leirtauinu.

Tvö íslensk mörk í Íslendingaslag

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnuliðin Vålerenga frá Noregi og Kristianstad frá Svíþjóð mættust í æfingaleik í dag og gerðu 2:2-jafntefli.

Huan Huan eignaðist tvíbura

(23 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Pandabjörnin Huan Huan hefur eignast tvíbura í dýragarðinum Beauval í Frakklandi. Þetta segir á vef BBC. Húnarnir fæddust snemma í morgun og vógu 149 og 129 grömm. „Þeir eru mjög líflegir, bleikir og bústnir,“ segir í yfirlýsingu frá dýragarðinum.