Fréttir vikunnar


ERLENT Á annað hundrað manns eru látnir eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,8 gekk yfir Tyrklandi og Sýrland í nótt. Þar af eru að minnsta kosti 110 látnir og 516 slasaðir í Sýrlandi.
INNLENT Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að inflúensan sé á niðurleið í samfélaginu. Háum toppi var náð í lok árs en nú sé hún á niðurleið.
INNLENT Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir fullyrðingar Strætó um að byrjunarörðugleikar séu ástæðan fyrir því að fjöldi fólks lendir í vandræðum með greiðslukerfi Strætó ekki lengur halda vatni.
INNLENT Róbert Bjarnason, frumkvöðull og framkvæmdastjóri Íbúa ses., heldur í vikunni námskeið þar sem kennt verður á vinsæl gervigreindarforrit á borð við tungumálaforritið ChatGPT og myndvinnsluforritið Dall-E 2.
SMARTLAND Öllum finnst sjálfsagt að við þurfum að halda áfram að hreyfa okkur til að glata ekki krafti og hreyfigetu. Alveg á sama hátt þurfum við að viðhalda færninni til að afla okkur þekkingar og halda því áfram alla ævi.
MATUR Margir vilja meina að ‘þeirra’ aðferð að raða í uppþvottavélin sé sú rétta - því öll erum við með okkar eigin vana á hvernig eigi að gera hlutina.
INNLENT Krapaflóð féll um klukkan 14 í gær, sunnudaginn, í Geirseyrargili á Patreksfirði. Krapaflóð féll á sama stað á laugardaginn í þarsíðustu viku.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskiptin í íslenska fótboltanum fimmtudaginn 2. febrúar og glugginn verður opinn til 26. apríl.

Orðin EGOT-verðlaunahafi

(7 hours, 20 minutes)
FÓLKIÐ Leikkonan Viola Davis varð í kvöld 18. manneskjan til að verða svokallaður EGOT-verðlaunahafi þegar hún hlaut Grammy-verðlaun fyrir hljóðbók sína Finding Me.
ÍÞRÓTTIR Úrslit Valorant-deilda á Íslandi fóru fram í rafíþróttahöllinni Arena um helgina og liggur nú fyrir hverjir eru deildarmeistarar þessa tímabils í opna- og kvennaflokknum.
ERLENT Emma Pattinson, rektor Epsom-háskóla á Bretlandi, fannst látin í byggingu á lóð skólans ásamt eiginmanni sínum og sjö ára gamalli dóttur.
ÍÞRÓTTIR „Það er það skrítna við kvennaliðin í Evrópu,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Lítið um útköll um helgina

(7 hours, 59 minutes)
INNLENT Þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir í flestum landshlutum í dag var lítið um útköll hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg um helgina.
ÍÞRÓTTIR Arnar Gunnlaugsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Brasilíumaðurinn Casemiro, leikmaður Manchester United, fékk beint rautt spjald fyrir að taka Will Hughes, leikmann Crystal Palace, hálstaki er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardag.
ERLENT Dómstóll í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum hefur dæmt karlmann sem skaut á börn sem köstuðu snjóboltum í bíl hans í 16 ára fangelsi.
INNLENT Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar á þriðjudag þess efnis að greiddur verði 200 þúsund króna foreldrastyrkur mánaðarlega til þeirra foreldra sem annað hvort þurfa eða kjósa að vera heima með börn sín að fæðingarorlofi loknu.

Átta stiga forskot Barcelona

(8 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR Barcelona er með átta stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir sannfærandi 3:0-heimasigur á Sevilla í kvöld.
ÍÞRÓTTIR „Þetta var gaman í kvöld. Það er alltaf jafn stressandi að vera á bekknum en við lokuðum þessum leik á jákvæðan hátt,“ sagði Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, í samtali við mbl.is eftir góðan sigur Selfyssinga á Haukum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld, 31:28.
SMARTLAND Raunveruleikastjarnan Kyle Richards segir pirrandi að sögusagnir gangi um Hollywood að hún hafi notast við nýjasta töfralyfið, lyfið Ozempic sem ætlað er sykursjúkum, til að léttast. Hún segist vakna milli hálf sex og sex á hverjum morgni til þess að fara í ræktina.
INNLENT Sogslína 2, lína á milli Írafoss og Geitháls, leysti út um klukkan hálf tíu í kvöld. Er þetta önnur truflun á kerfi Landsnets í dag og segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, að eldingar gætu hafa verið orsökin, ekkert sé þó staðfest.

„Skelfilegir í seinni hálfleik“

(8 hours, 52 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Mér fannst við rosa flottir í fyrri hálfleik og þá vorum við að gera meira af þessum hlutum sem við viljum gera, keyra á þá og spila fína vörn. En þetta var kaflaskipt, við vorum skelfilegir í seinni hálfleik,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, eftir 31:28 tap gegn Selfossi í Olísdeild karla í handbolta í kvöld.

Inter vann slaginn um Mílanóborg

(8 hours, 56 minutes)
ÍÞRÓTTIR Inter Mílanó hafði betur gegn grönnum sínum í AC Milan í slagnum um Mílanóborg í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld.

Viðburðarík vika fram undan

(9 hours, 2 minutes)
INNLENT Viðburðarík vika er fram undan í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA).

Íslands sigraði í liðakeppninni

(9 hours, 2 minutes)
ÍÞRÓTTIR Danskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram laugardaginn 4. febrúar. Liðakeppnin fór fram í Laugardalshöll þar sem norðurlöndin öttu kappi.

Stjörnumenn upp í fjórða sætið

(9 hours, 42 minutes)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan fór upp í fjórða sæti Olísdeildar karla í handbolta með 31:27-heimasigri á Gróttu í kvöld.

Selfoss upp um tvö sæti

(9 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Selfoss fór upp úr áttunda sæti og í það sjötta er liðið vann 31:28-heimasigur á Haukum í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Haukar eru nú í áttunda sæti, en tapið var það fyrsta hjá Haukum eftir þrjá sigra í röð.
INNLENT Umferðarljósin á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar eru óvirk og verða óvirk í það minnsta eitthvað frameftir degi á morgun mánudag 6. febrúar.
ERLENT Oleksí Rezni­kov, varn­ar­málaráðherra Úkraínu, verður vikið úr starfi og Kyrylo Budanov, yf­ir­maður leyniþjón­ustu úkraínska hers­ins, gerður að ráðherra í hans stað.

Eiður Smári: Risastórt áhyggjuefni

(10 hours, 23 minutes)
ÍÞRÓTTIR Erling Haaland, norski framherjinn hjá Manchester City, átti ekki góðan leik er liðið tapaði fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Hægt að fá sérhönnuð húsgögn

(10 hours, 24 minutes)
MATUR Carl Hansen & Søn er einn þekktasti húsgagnaframleiðandi Danmerkur og þó víðar væri leitar. Fyrirtækið býður nú upp á sérhönnuð húsgögn fyrir hótel, veitingastaði og skrifstofur.
ERLENT Kafarar bandaríska sjóhersins vinna nú að því að endurheimta brak kínverska njósnaloftbelgsins sem var skotinn niður í gær við strönd Suður-Karólínu.

Tunglfiskur fannst í Noregi

(10 hours, 40 minutes)
ERLENT Gro Marie Torfinnsdatter-Sponberg Adsen í Ørland í Þrændalögum í Noregi fann dauðan tunglfisk við sjávarsíðuna er hún gekk þar sér til heilsubótar. Tegundin er sjaldgæf við Noregsstrendur, berst annað veifið með Golfstraumnum norður á bóginn en þolir kaldan sjóinn illa enda telja fræðingar Hafrannsóknastofnunar Noregs að þessi hafi hreinlega frosið í hel.

„Mér finnst fólk mun hressara“

(10 hours, 52 minutes)
FERÐALÖG Sigurður flutti til Danmerkur árið 2001 og bjó þar til ársins 2019. Hann þekkti því gömlu herraþjóðina vel þegar hann byrjaði að taka á móti Íslendingum fyrir tæpum 20 árum.

Tilþrifin: Kane í sögubækurnar

(10 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR Harry Kane skráði sig enn og aftur í sögubækurnar hjá Tottenham er hann skoraði sigurmarkið gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
ERLENT Tugþúsundir Dana mótmæltu í dag áætlunum ríkisstjórnarinnar að afnema niður kóngs­bænadag, eða Store bededag, sem verið hef­ur al­menn­ur frí­dag­ur í land­inu all­ar göt­ur síðan 1686 og er fjórði föstu­dag­ur eft­ir páska.

Forðast göngustíga vegna rafskútanna

(11 hours, 19 minutes)
INNLENT „Þetta er auðvitað mjög handhægur ferðamáti innanbæjar og við setjum okkur ekki upp á móti honum. Það hefur hins vegar skort upp á að notendur átti sig á að frelsinu sem þessi farartæki færa fylgir líka ábyrgð,“ segir Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
ÍÞRÓTTIR Kolstad er enn með fullt hús stiga eftir 15 leiki í norsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir tíu marka sigur á Runar á útivelli í dag, 36:26.

Tryggvi stóð enn og aftur fyrir sínu

(11 hours, 33 minutes)
ÍÞRÓTTIR Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik fyrir Zaragoza er liðið mátti þola 79:91-tap á útivelli gegn Baskonia í efstu deild Spánar í körfubolta í kvöld.
ÍÞRÓTTIR Bayern München er með eins stigs forskot á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 4:2-útsigur á Wolfsburg í dag.

Kane markahæstur í sögu Tottenham

(11 hours, 45 minutes)
ÍÞRÓTTIR Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane varð í dag markahæsti leikmaðurinn í sögu enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham, en Kane skoraði sigurmark liðsins í 1:0-sigrinum á Manchester City.

Sony þróar táknmálakerfi

(11 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Sony hefur sett mikið púður í hönnun hjálparbúnaðar bæði fyrir Playstation og aðrar vörur sínar.
SMARTLAND „Við settum innbyggðan infrarauðan klefa á stærra baðherbergið, sem var ósk eigenda. Það kom mjög vel út og býr til smá spa-stemningu.“

Ólafsvíkurlína 1 leysti út

(12 hours, 9 minutes)
INNLENT Ólafsvíkurlína 1 leysti út á jarðstraumsvörn um fimmleytið í dag. Ekkert rafmagnsleysi varð þó í kjölfarið.
ERLENT Ayatollah Ali Khamenei, æðsti leiðtogi Írans, hefur samþykkt að náða fjölda fólks sem var handtekið vegna mótmæla eftir dauða hinn­ar 22 ára gömlu Mahsa Am­ini.

Tottenham lagði Englandsmeistarana

(12 hours, 22 minutes)
ÍÞRÓTTIR Tottenham Hotspur hafði betur gegn ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City, 1:0, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Tilþrifin: Laglegt sigurmark Johnsons

(12 hours, 53 minutes)
ÍÞRÓTTIR Brennan Johnson reyndist hetja nýliða Nottingham Forest þegar liðið vann 1:0-sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.
INNLENT Brotist var inn í húsnæði Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara í Síðumúla í Reykjavík einhvern tímann á tímabilinu 28. janúar til 4. febrúar en að sögn Gísla Geirs Harðarsonar, formanns Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, var engu verðmætu stolið.

Íslendingar blótuðu í kirkju

(12 hours, 58 minutes)
INNLENT Íslendingar í Noregi fjölmenntu á þorrablót Íslendingafélagsins í Ósló í gærkvöldi og töldu sumir ekki eftir sér að leggja land undir fót frá fjarlægari byggðum á borð við Bergen og Stavanger til að sækja blótið sem taldi um 150 gesti. Guðmundur Gíslason, fornfrægur umboðsmaður hljómsveita á Íslandi og stjórnarmaður í Íslendingafélaginu, ræddi við mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Bandaríkjakonan Chase Ealey, heimsmeistari í kúluvarpi utanhúss, tók í dag þátt á Reykjavíkurleikunum annað árið í röð þegar hún keppti innanhúss í frjálsíþróttahöll Laugardalshallarinnar.
SMARTLAND Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og Ebenezer Þórarinn Einarsson eru orðin hjón eftir að hafa verið 12 ár í sambandi. Birna segir frá giftingunni á Instagram og fer fögrum orðum um lífsförunaut sinn.
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Höður Gunnarsson, spretthlaupari úr FH, kveðst aldrei hafa verið í betra formi en um þessar mundir. Hann stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi innanhús á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í dag.

Bjargaði sér við illan leik

(13 hours, 57 minutes)
INNLENT Sumir dagar eru betri en aðrir hjá lögreglunni sem betur fer. Í dag var einn þessara daga þar sem fá mál voru tilkynnt.
INNLENT Mikil rigning, hlýindi og hvöss eða allhvöss sunnanátt er á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Að sögn veðurfræðinga gætu hlýindi og hnjúkaþeyr valdið snjóbráðnun sem auka líkur á snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum. Meiri hætta er á svæðum sem ekki rignir þar sem er töluverður snjór.
ÍÞRÓTTIR Magdeburg tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í handbolta með sætum 35:34-útisigri á Kiel í framlengdum spennuleik.

Staðan í Austur-Úkraínu versnar

(14 hours, 17 minutes)
ERLENT Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að ástandið á víglínum landsins í austri sé að versna.
ÍÞRÓTTIR Íslenska U17 ára landslið kvenna í fótbolta vann 2:0-sigur á Slóvakíu á alþjóðlegu móti í Portúgal í dag.

Ellefu íslensk mörk í Svíþjóð

(14 hours, 29 minutes)
ÍÞRÓTTIR Skara mátti þola naumt tap á heimavelli gegn Önnered í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leynibarnið mætti með látum

(14 hours, 34 minutes)
BÖRN Hulda Vigdísardóttir, fegurðardrottning og fyrirsæta, og Birgir Örn Sigurjónsson flugmaður, eignuðust barn hinn 30. janúar síðastliðinn. Í heiminn kom lítill drengur sem vildi lítið láta bíða eftir sér og reyndi að drífa sig í heiminn í stigaganginum heima. Verðandi foreldrar komust sem betur fer á fæðingardeildina því drengurinn var ekki í höfuðstöðu.
ÍÞRÓTTIR Nottingham Forest vann 1:0-heimasigur á Leeds í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Brennan Johnson skoraði sigurmarkið á 14. mínútu með glæsilegu skoti eftir aukaspyrnu.

Stærsta flugvél heims flýgur á ný

(14 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Árið 1985 leit stærsta flugvél heims dagsins ljós, en hún bar nafnið Antonov AN-225 eða „Mriya“.
SMARTLAND Deginum er yfirleitt lokið um klukkan sjö á kvöldin en stundum tekur meira við

Hraustustu menn tárfelldu

(14 hours, 52 minutes)
INNLENT Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi forstjóri, fékk Akureyrarveikina árið 1948, þá sautján ára gamall. Veikindin áttu eftir að lita allt hans líf, en alls ekki til hins verra þegar allt kemur til alls.

Upped her physical game in her 70s

(14 hours, 57 minutes)
ICELAND “Everything is possible. People should not see closed doors, it is up to us to open the door,” says Bessí Jóhannsdóttir, who decided to start exercising vigorously when she left her job as a regular history teacher at the Commercial College of Iceland four years ago.
ÍÞRÓTTIR Bandaríkjakonan Chase Ealey, ríkjandi heimsmeistari í kúlvarpi kvenna utanhúss, reyndist hlutskörpust í greininni innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.
INNLENT Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag.

Irma hársbreidd frá sínu besta

(15 hours, 20 minutes)
ÍÞRÓTTIR Irma Gunnarsdóttir úr FH reyndist hlutskörpust í langstökki kvenna innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.

Gulu úlfarnir ekki lengur nafnlausir

(15 hours, 27 minutes)
FÓLKIÐ Söngvarar norsku hljómsveitarinnar Subwoolfer felldu grímuna á úrslitakvöldi norsku söngvakeppninnar, Meloddi Grand Prix, í gær. Hingað til höfðu þeir haldið því leyndu hverjir þeir væru í raun og veru. Nú er ljóst að gulu úlfarnir heita Ben Adams og Gaute Ormåsen.
MATUR Dagatölin frá Kontor hafa undanfarin ár aflað sér mikilla vinsælda meðal fagurkera og smekkfólks almennt þar sem þau eru einstaklega fögur.

Kolbeinn stórbætti eigið Íslandsmet

(15 hours, 33 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark og stórbætti eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi karla innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.

Óvænt tap Real á Mallorca

(15 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR Real Madrid tapaði óvænt fyrir Mallorca, 0:1, á útivelli er liðin mættust í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag.

Loksins undir sama þaki

(15 hours, 47 minutes)
INNLENT Eftir að hafa selt húsnæði sitt í Sigtúni í Reykjavík til Öryrkjabandalags Íslands er Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, þessa dagana að koma sér fyrir í íþróttamiðstöðinni við Engjaveg í Laugardalnum. Þar hefur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, einmitt lengi verið til húsa.
ÍÞRÓTTIR Aris Leeuwarden mátti þola tap á útivelli gegn Zwolle, 76:93, í BNXT-deildinni, sameiginlegri deild Hollands og Belgíu, í körfubolta í dag.

Musharraf látinn

(16 hours, 2 minutes)
ERLENT Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistan er látinn, 79 ára að aldri. Hann hafði glímt við veikindi í nokkur ár og fór til Dúbaí árið 2016 til að sækja sér læknisþjónustu hefur búið þar síðan.

Kolbeinn hjó nærri Íslandsmetinu

(16 hours, 11 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Höður Gunnarsson úr FH kom fyrstur í mark í 60 metra hlaupi karla innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöll Laugardalshallarinnar í dag.
ÍÞRÓTTIR Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR kom fyrst í mark í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalshöll í dag.
ÍÞRÓTTIR Napólí vann sannfærandi 3:0-útisigur á Spezia er liðin mættust í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag.

Júlía endaði sextánda

(16 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Úrslit í Junior-flokkunum í skautahlaupi á Reykjavíkurleikunum réðust í gær, en þrír íslenskir keppendur voru skráðir til leiks.

Þröstur lætur af störfum hjá Rúv

(17 hours, 11 minutes)
FÓLKIÐ Þröstur Helgason hættir sem dagskrárstjóri Rásar 1 Ríkisútvarpsins hinn 1. mars næstkomandi.
ÍÞRÓTTIR Liverpool hefur gengið bölvanlega í ensku úrvalsdeildinni eftir að HM í Katar í knattspyrnu lauk skömmu fyrir jól.
INNLENT „Spáin er að ganga eftir og viðbragðsaðilar eru klárir á þeim stöðum þar sem spáin er verst, á Norðurlandi,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, í samtali við mbl.is.
ÍÞRÓTTIR Borðtennismót Reykjavíkurleikanna 2023 fór fram í TBR-Íþróttahúsinu í Laugardal 4. febrúar 2023 í umsjón Borðtennisdeildar Víkings.

Gengurðu með metsölubók í maganum?

(17 hours, 47 minutes)
SMARTLAND Síðastnefndi hópurinn stækkar hratt enda hefur lífið í landinu breyst gríðarlega á undanförnum áratugum og það sem við miðaldra fólkið munum eftir er í huga unga fólksins framandi veröld sem var.

Efling kúgi félagsmenn sína

(17 hours, 49 minutes)
INNLENT Drífa Snædal, fyrrverandi forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), óttast að verið sé að veikja verkalýðshreyfinguna. Hún sakar forystu Eflingar um valdníðslu og skoðanakúgun.
INNLENT Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gerir ráð fyrir því að Efling muni áfrýja niðurstöðunni ef héraðsdómur kemst að þeirri niðurstöðu að Efling þurfi að afhenda ríkissáttasemjara félagaskrá sína.

Þrír í bann eftir slagsmál

(18 hours, 10 minutes)
ÍÞRÓTTIR Tveir leikmenn Orlando Magic og einn leikmaður Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfuknattleik hafa verið úrskurðaðir í leikbönn eftir að slagsmál brutust út í leik liðanna í fyrrinótt.

SA burstaði SR annan daginn í röð

(18 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR SA lenti ekki í nokkrum vandræðum með SR þegar liðin áttust við annan daginn í röð á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi, Hertz-deildinni í Skautahöllinni á Akureyri í morgun.
ÍÞRÓTTIR Sébastien Haller var á skotskónum hjá Borussia Dortmund þegar liðið vann öruggan 5:1-sigur á Freiburg í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu karla í gær.

Samruninn kunni að bæta lánskjör

(19 hours, 9 minutes)
VIÐSKIPTI Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra líst ágætlega á sameiningu Íslandsbanka og Kviku banka hf. Hann telur þó að málið verði ekki afgreitt fyrr en eftir eitt til tvö ár skyldi Íslandsbanki taka vel í sameininguna. Þetta kom fram í máli hans í Silfrinu í dag.

Frestað í Breiðholti

(19 hours, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR Leik ÍR og ÍBV, sem átti að fara fram í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Breiðholti í dag hefur verið frestað.
ÍÞRÓTTIR Síðustu tíu daga hefur verið keppt í 23 íþróttagreinum á Reykjavíkurleikunum, sem lýkur í dag.
VIÐSKIPTI Hlaðvarp Þjóðmála gerði sér mat úr sósusamanburði Samkeppniseftirlitsins.
INNLENT „Þó ég telji mikilvægt að standa með konum í karllægum geirum, þá geri ég það ekki skilyrðislaust,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúa Vinstri grænna.
ÍÞRÓTTIR Brasilíumaðurinn Lucas Paquetá skoraði jöfnunarmark West Ham United í 1:1-jafntefli liðsins gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi.
ERLENT Kínverjar segja að sú aðgerð Bandaríkjamanna að skjóta niður kínverskan loftbelg, sem talinn var njósnaloftbelgur, vera ofsafengin viðbrögð. Enda hafi verið um að ræða ómannað loftfar í eigu óbreyttra borgara.
MATUR Hin eina sanna Adele er þessa dagana í Las Vegas þar sem hún verður næstu mánuði á Cecars Palace hótelinu með reglulega tónleika.
ÍÞRÓTTIR LA Lakers mátti sætta sig við naumt tap, 126:131, fyrir New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt. LeBron James átti enn einn stórleikinn og nálgast met Kareems Abdul-Jabbars yfir flest stig skoruð óðfluga.
SMARTLAND „Ég veit að margir sem hætta snögglega að vinna verða fyrir ákveðnu áfalli. Þetta varð til þess að ég ákvað að byggja sjálfa mig upp og koma mér í gott stand.“

Gylfi Þór sakaður um ítrekuð brot

(20 hours, 52 minutes)
ÍÞRÓTTIR Mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er nú komið inn á borð saksóknaraembættis bresku krúnunnar.

Tilkynnt um efnaleka í Kópavogslæk

(21 hours, 2 minutes)
INNLENT Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um efnaleka í Kópavogslæk í gærkvöldi. Vegfarandi tilkynnti málið.

Fimm ára undrabarn slær í gegn

(21 hours, 17 minutes)
K100 Þvílíkt hæfileikabúnt.
INNLENT Appelsínugular viðvaranir taka gildi á öllu Norðurlandi og Ströndum rétt fyrir hádegi og munu þær gilda til til klukkan 15 í dag. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjóra á þessum svæðum lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna veðurs.
ÍÞRÓTTIR „Persónulega þá fíla ég ekki þessa þróun,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.
INNLENT Betur fór en áhorfðist þegar eldur varð laus í svefnherbergi í íbúðarhúsnæði í Garðabæ í gær. Íbúar komust út af sjálfsdáðum og gerðu rétt með því að loka herberginu.

Húsvíkingar í átta liða úrslitin

(22 hours, 17 minutes)
ÍÞRÓTTIR Völsungur frá Húsavík komst í gær í átta liða úrslitin í bikarkeppni karla í blaki, Kjörísbikarnum, með því að vinna Blakfélag Hafnarfjarðar, 3:0, á Húsavík en bæði liðin leika í 2. deild Íslandsmótsins.

Uppselt og langur biðlisti Andakílsá

(22 hours, 18 minutes)
VEIÐI Veiðileyfi í Andakílsá í Borgarfirði eru í fyrsta skipti í sölu hjá heimamönnum sjálfum. Síðustu tuttugu árin hefur áin verið leigð út til Stangaveiðifélags Reykjavíkur.
FERÐALÖG Flug er ekki það sama og flug. Það vita þau sem hafa farið í yfir tíu klukkustunda löng flug til framandi áfangastaða. Þarfirnar breytast þegar flugferðirnar eru lengri en sex klukkustundir og þá er gott að vera vel útbúinn.

Mamma skammaðist sín alltaf

(22 hours, 47 minutes)
ÍÞRÓTTIR Breski Belginn Will Still er yngsti þjálfarinn í bestu deildum Evrópu, aðeins þrítugur að aldri. Hann þjálfar Reims í Frakklandi og er að ná prýðilegum árangri. Still kveðst löngu kominn fram úr sínum villtustu draumum.
INNLENT Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi á sunnanverðum Vestfjörðum vegna ofanflóðahættu, en óvissustigið tók gildi klukkan 4 í nótt, að segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Innbrotsþjófar staðnir að verki

(23 hours, 3 minutes)
INNLENT Um klukkan hálf þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á svæði sem heyrir undir lögreglustöð 3, en hún sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Héðinn rekinn áfram eftir boðaföll

(23 hours, 17 minutes)
INNLENT Viggó Vigfússon, veitingamaður á Héðni Kitchen & Bar, segir leitt hvernig fór þegar rekstrarfélag staðarins var tekið til gjaldþrotaskipta með dómsúrskurði í lok janúar. Hann snýr nú vörn í sókn eftir þungan róður heimsfaraldurs og síhækkandi kostnaðar, kominn með annað félag í rekstur sinn og hyggst standa storminn af sér með sínu starfsfólki.
INNLENT „Þetta er alrangt. Í fyrsta lagi erum við ekki hálaunastétt og í öðru lagi erum við ekki bara karlar því fleiri en ein kona vinnur sem bílstjóri hjá okkur í Olíudreifingu,“ segir Örvar Þór Guðmundsson, bílstjóri og trúnaðarmaður hjá fyrirtækinu, í samtali við mbl.is.
ÍÞRÓTTIR „Þetta hljómar ógeðslega vel,“ sagði Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Hauka í úrvalsdeildinni, í Dagmálum.

Danska leiðin í uppeldi unglinga

(23 hours, 47 minutes)
BÖRN Unglingsárin geta verið krefjandi fyrir bæði unglinga og foreldra þeirra. Danska leiðin snýst um að veita unglingum bæði frelsi og ábyrgð og á sama tíma geta rætt opinskátt um allt á milli himins og jarðar, eins og til dæmis kynlíf.