Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Íslendingar mæta Serbum í hreinum úrslitaleik um að komast áfram í milliriðil á Evrópumótinu í handknattleik í dag en flautað verður til leiks í Split klukkan 17.15 að íslenskum tíma.
200 Íslenski fiskiskipaflotinn landaði 107 þúsund tonnum meira af afla árið 2017 en árið þar áður. Heildarafli skipanna á nýliðnu ári nam 1.176,5 þúsund tonnum og má rekja hið aukna aflamagn nær eingöngu til meiri loðnu- og kolmunnaafla.
FÓLKIÐ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin á svið aftur eftir 13 ára hlé en um helgina var leikritið Efi frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Hún kíkti í Magasínið ásamt leikstjóranum Stefáni Baldurssyni. Söguþráðinn mætti yfirfæra að einhverju leyti yfir á umræðuna á Íslandi í kjölfar MeToo umræðunnar.

Segist enn vera í neyslu


(14 mínútur)
FÓLKIÐ Oasis-bróðirinn Liam Gallagher segist ekki geta sagt börnum sínum að neyta ekki eiturlyfja þar sem hann geri það enn þá. Hann getur heldur ekki komið í veg fyrir að synir sínir rífist enda talar hann sjálfur ekki við bróður sinn.
INNLENT Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á mótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um áttaleytið í morgun. Einn er töluvert slasaður en tveir minna.

Sóley aðstoðar Ásmund


(28 mínútur)
INNLENT Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ráðið Sóleyju Ragnarsdóttur aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu.
ÍÞRÓTTIR Sænska blaðið Expressen segir að Norrköping hafi hafnað tilboði frá belgísku félagi í landsliðsmanninn Jón Guðna Fjóluson.
ERLENT Myndskeið af því þegar slökkviliðsmenn björguðu barni úr brennandi húsi í borginni Decatur í Georgia í Bandaríkjunum hefur farið eins og eldur í sinu um netheima.
ÍÞRÓTTIR Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson segist kunna vel við sig í Spaladium-höllinni í Split þar sem Ísland leikur í A-riðli á EM í handknattleik. Fram undan í dag er úrslitaleikur við Serba um að komast áfram í milliriðil í Zagreb.
INNLENT Stjórnskipuð samstarfsnefnd um sóttvarnir mun funda í dag vegna jarðvegsgerla sem hafa mælst í neysluvatni í Reykjavík.
ERLENT Bandarískir gagnnjósnarar vöruðu tengdason forseta Bandaríkjanna, Jared Kushner, við því að kínversk/bandaríska kaupsýslukonan, Wendi Deng Murdoch, kynni að notfæra sér vinskap þeirra til hagsbóta fyrir kínversk yfirvöld.
ERLENT Umferðarbrú í smíðum í Kólumbíu hrundi með þeim afleiðingum að í það minnsta tíu létu lífið og átta slösuðust. Brúin átti að liggja yfir mikið gljúfur og tengja Bogota og borgina Villavicencio.
SMARTLAND Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu.

„Algjört fíaskó“


(59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Danska pressan fer ekki fögrum orðum um danska karlalandsliðiðið í handknattleik eftir tap gegn Tékkum á Evrópumótinu í Króatíu í gærkvöld.

Flytja 300 rohingja á dag


(1 klukkustund, 4 mínútur)
ERLENT Stjórnvöld í Bangladess segja að búið sé að leggja línurnar um hvernig og hvenær hundruð þúsundum rohingja verður komið aftur til síns heima. Ronhingjar eru minnihlutahópur múslima sem sættu ofsóknum í heimalandinu Búrma og flúðu því í þúsundavís til nágrannalandsins Bangladess, aðallega síðustu mánuði.

Fundu lík í rústunum


(1 klukkustund, 8 mínútur)
ERLENT Slökkviliðsmenn í Antwerpen fundu tvö lík í húsarústunum þar sem gassprenging varð í gærkvöldi. 15 voru fluttir á sjúkrahús í gærkvöldi eftir sprenginguna og er einn í lífshættu. Fimm eru alvarlega slasaðir.

Viðar næstmarkahæstur


(1 klukkustund, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viðar Örn Kjartansson er orðinn næstmarkahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hann skoraði tvö marka Maccabi Tel Aviv í 3:1-útisigri liðsins gegn Maccabi Haifa í gærkvöld.

Spurt & svarað um neysluvatn


(1 klukkustund, 33 mínútur)
INNLENT Á vef Veitna eru birtar spurningar og svör um neysluvatn og mengun af völdum jarðvegsgerla. Það er því m.a. svarað hvort jarðvegsgerlar séu hættulegir.

Skyrið í útrás og yfir 20 þúsund tonn í ár


(1 klukkustund, 36 mínútur)
VIÐSKIPTI Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr.

Miklar tafir á umferð vegna slyss


(1 klukkustund, 37 mínútur)
INNLENT Þrír eru slasaðir eftir tveggja bíla árekstur á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar (við golfæfingasvæðið Bása í Grafarholti). Búast má við miklum töfum á umferð.

Lifa fyrir leiki sem þessa


(1 klukkustund, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði Íslands, segir landsliðsmennina vera á ágætum stað fyrir leikinn mikilvæga gegn Serbíu í Split á EM í handknattleik í dag en hann hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma.

Synnøve Søe er látin


(1 klukkustund, 51 mínútur)
ERLENT Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Synnøve Søe er látin. Hún fannst látin á heimili sínu í Árósum í gær.

Tjáði sig um Sánchez og Mkhitaryan


(1 klukkustund, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United var spurður út í hugsanleg félagaskipti Alexis Sánchez og Henrikh Mkhitaryan eftir sigur sinna manna gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga


(1 klukkustund, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers.

Snjókoma og kuldi í Skandinavíu


(2 klukkustundir, 6 mínútur)
ERLENT Mjög slæmt veður er í Noregi og hafa orðið miklar tafir á umferð víða um land og aflýsa hefur þurft flugferðum. Í Svíþjóð er varað við mikilli snjókomu og hvassviðri í dag.

Hvað þarf að gerast í Split í kvöld?


(2 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Til að Ísland komist í milliriðil á EM karla í handknattleik þarf eftirfarandi að gerast í lokaumferðinni í Split í kvöld.

Farþegum fjölgar en ferðavenjur eins


(2 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, telur samning Reykjavíkurborgar og ríkisvaldsins um árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta hafa verið mikilvægan.

Vonskuveður á leiðinni


(2 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Hríðarbakki með hvössum norðvestan vindi og jafnvel stormi allt að 18-22 m/s stefnir á Vestfirði, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en veginum um Súðavíkurhlíð var lokað snemma í morgun. Mjög hefur snjóað þar í alla nótt. Veðrið versnar mjög um níuleytið.

Í lífshættu eftir sprengingu í Antwerpen


(2 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús eftir að hús hrundu í sprengingu í belgísku hafnarborginni Antwerpen í gærkvöldi. Einn er í lífshættu og fimm eru alvarlega slasaðir. Yfirvöld útiloka að um hryðjuverk hafi verið a ræða.

„Staða sem var líklegt að kæmi upp“


(2 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmaðurinn Arnór Atlason segir ánægjulegt að örlög Íslendinga séu í þeirra eigin höndum í riðlakeppninni á EM í handknattleik. Með sigri á Serbíu í dag kemst Ísland áfram í milliriðil í Zagreb og tekur með sér 2 stig fyrir sigurinn á Svíum. Sendir þá jafnframt Serba heim verði það úrslitin.

Harðlega gagnrýnd fyrir horaða fyrirsætu


(2 klukkustundir, 54 mínútur)
FÓLKIÐ Fatahönnuðurinn Victoria Beckham mætir nú harðri gagnrýni fyrir að nota horaða fyrirsætu í nýjustu herferð sinni. Er fyrirsætan meðal annars sögð líta út fyrir að vera veik.

Ekkert gengur hjá LeBron og félögum


(2 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Meistararnir í Golden State báru sigurorð af Cleveland, 118:108, í uppgjöri liðanna í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en þau hafa mæst í úrslitum um NBA-meistaratitilinn síðustu þrjú árin.

Hlekkjuðu börnin við rúmin


(3 klukkustundir, 22 mínútur)
ERLENT Hjón í Kaliforníu voru handtekin á sunnudag og ákærð fyrir pyntingar eftir að þrettán börn þeirra á aldrinum tveggja til 29 ára fundust á heimilinu. Sum þeirra voru hlekkjuð við rúm á heimili sínu þegar lögregla kom á vettvang.

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“


(3 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa.

Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu


(3 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Vegagerðin hefur lokað veginum um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Mjög hefur snjóað fyrir vestan í nótt að sögn varðstjóra í lögreglunni á Ísafirði. Spáð er hvassri norðvestanátt með snjókomu eða éljum og erfiðum akstursskilyrðum norðvestan- og vestanlands í dag, fyrst á Vestfjörðum.

Davíð Oddsson sjötugur


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Davíð Oddsson ritstjóri verður sjötugur á morgun, miðvikudaginn 17. janúar. Árvakur, útgefandi Morgunblaðsins, mbl.is og K100, mun af því tilefni halda afmælishóf honum til heiðurs í húsakynnum félagsins í Hádegismóum.

Pattstaða uppi hjá kennurum


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Það er í raun bara alger pattstaða uppi og lítið annað að frétta en það að við ætlum að funda hjá ríkissáttasemjara,“ segir Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í samtali við Morgunblaðið.

1% nemenda ógnar og truflar verulega


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Um 1% nemenda í grunnskólum Reykjavíkur sýnir öðrum nemendum og starfsfólki skólanna ógnandi hegðun. Þau valda töluverðri truflun á skólastarfi og þau úrræði sem hingað til hafa verið reynd hafa ekki dugað sem skyldi.

Vilja bjóða nemendum aukið val


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Tillagan felur í sér að nemendum verði gefinn kostur á að taka unglingastigið, þ.e. 8. til 10. bekk, á tveimur árum kjósi þeir það.“

Um 43% hærri en árið 2013


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Tekjur sveitarfélaganna af útsvari voru um 178 milljarðar í fyrra. Það er 10,5% aukning frá 2016 og um 43% aukning frá árinu 2013.

Skoða næringu mæðra á meðgöngu


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Næring móður á meðgöngu getur haft áhrif á framtíðarhorfur barnsins sem fullorðins einstaklings.

Eiríkur situr ekki áfram


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, ætlar ekki að sækjast eftir embættinu áfram að loknum bæjarstjórnarkosningum.

80´s eldhús drauma minna


(4 klukkustundir, 39 mínútur)
MATUR Þetta eldhús er svo stórkostlegt að okkur skortir eiginlega orð til að lýsa því. Í raun er það ekkert svo fjarri lagi þar sem fátt er heitara en frumskógarþemað þessi dægrin en hér er áttundi áratugurinn með öllu sínu kraðaki upp á sitt besta.

Íbúar á Seltjarnarnesi sjóði neysluvatn


(9 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis segir að fjölgun jarðvegsgerla hafi mælst í kalda vatninu á Seltjarnarnesi eins og í sumum hverfum í Reykjavík sem fá vatn úr ákveðnum borholum í Heiðmörk. Í varúðarskyni mælir eftirlitið með því að neysluvatn á Seltjarnarnesi sé soðið fyrir viðkvæma neytendur.

Faðir nútíma-gospeltónlistar látinn


(9 klukkustundir, 59 mínútur)
FÓLKIÐ Gospelsöngvarinn Edwin Hawkins er látinn, 74 ára að aldri. Hawkins var án efa þekktastur fyrir gospel-slagarann „Oh Happy Day“. Þá var hann einnig mikill frumkvöðull í gospeltónlist og var hann titlaður sem einn af feðrum nútíma-gospeltónlistar.

Viktor er hjá Tromsø


(10 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viktor Karl Einarsson, leikmaður 21-árs landsliðsins í knattspyrnu og AZ Alkmaar í Hollandi, er kominn til reynslu hjá norska úrvalsdeildarliðinu Tromsø.

Spennandi toppbarátta


(10 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Toppbaráttan í 1. deild karla í körfuknattleik harðnar enn. Topplið Skallagríms lagði Snæfell að velli í miklum Vesturlandsslag í Stykkishólmi, 100:95, og Breiðablik vann botnlið Skagamanna, 99:85, í Smáranum.

Simone Biles: Nassar misnotaði mig


(10 klukkustundir, 45 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, segir að hún hafi verið kynferðislega misnotuð af Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins.

Oliver snýr aftur til Þórs


(10 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Marques Oliver er á leið til liðs við Þór á Akureyri á nýjan leik og mun spila með liðinu á lokaspretti Dominos-deildar karla.

Veitur leiðrétta lista yfir hverfi


(11 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Veitur hafa sent frá sér tilkynningu þar sem birtur er leiðréttur listi yfir þau hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mælst hefur aukinn fjöldi jarðvegsgerla. Hverfin eru öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarness sem og Seltjarnarness.

Chelsea vill fá Sánchez


(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska úrvalsdeildarliðið Manchester City hefur ekki lengur áhuga á að fá knattspyrnumanninn Alexis Sánchez í sínar raðir frá Arsenal og nú hefur Chelsea bæst í kapphlaupið. Þetta segir í fréttum Sky Sports frá því í kvöld.

Kyn­lífið sem fólk hræðist


(11 klukkustundir, 28 mínútur)
SMARTLAND Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi.

Funda vegna jarðvegsgerla á morgun


(11 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, telur að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi fylgt öllum verklagsreglum vegna jarðvegsgerla sem greinst hafa í neysluvatni í nokkrum hverfum borgarinnar.
ERLENT Eiginmaður Janne Jemtland, norsku konunnar sem saknað hefur verið frá því fyrir áramót, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið konunni að bana.

Neysluvatn soðið á Landspítalanum


(11 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Landspítalinn beinir þeim tilmælum til starfsmanna sinna að sjóða allt neysluvatn til sjúklinga og starfsfólks á spítalanum þar til „neyðarástandi“ hefur verið aflétt. Þetta kemur fram í færslu á facebooksíðu spítalans.

Auðvelt hjá United sem saxar á City


(12 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Manchester United lagði Stoke örugglega að velli 3:0 í lokaleik 23. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Veginum lokað í fyrramálið vegna snjóflóðahættu


(12 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Vegna snjóflóðahættu verður veginum milli Súðavíkur og Ísafjarðar lokað eigi síðar en klukkan sex í fyrramálið. Ákvörðunin er í höndum lögreglunnar á Vestfjörðum og er tekin í samráði við snjóflóðavakt Veðurstofunnar og Vegagerðina.

Contamination detected in Reykjavik drinking water


(12 klukkustundir, 31 mínútur)
ICELAND The Reykjavik Health Authority has issued a statement to warn people that slight contamination has been found in drinking water in some areas of the city. "It's a very small level of water pollution but above the recommended levels so we thought it right to warn the public," said Árný Sigurðardóttir at the City of Reykjavik.

Fitjar upp á handleggina og prjónar með höndunum


(12 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði.

Viðar með glæsilegt mark – myndskeið


(12 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk í 3:1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa í kvöld í efstu deild Ísraels í knattspyrnu. Fyrra mark hans var einkar glæsilegt.

Danir töpuðu afar óvænt


(12 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það var markvörður Tékka, Martin Galia, sem var hetja liðsins sem lagði Dani gríðarlega óvænt að velli, 28:27, á EM í handknattleik sem fram fer í Króatíu. Á sama tíma unnu Makedónar Svartfellinga með eins marks mun, 29:28.

Engin hætta á ferðum


(12 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT „Þetta er frekar lítil mengun, en yfir mörkum samkvæmt íslensku neysluvatnsreglugerðinni, og okkur þótti rétt að láta almenning vita, eins og rétt er,“ segir Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

„Hver ber ábyrgð á þessu?“


(13 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.

„Allir elskuðu hana“


(13 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Zainab litla fannst látin á ruslahaug í síðustu viku. Þangað var henni hent eftir að hafa verið nauðgað og síðan drepin. Zainab er meðal átta barna og ungmenna sem hefur verið nauðgað og síðan drepin í borginni Kasur í Pakistan síðustu tólf mánuði.

Lifir í glæðum á kjúklingabúi


(13 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Eldur kom upp að nýju í glæðum í vegg á kjúklingabúi á Oddsmýri í Hvalfirði og er slökkvilið Akraness á vettvangi. Fyrr í dag kviknaði í búinu út frá hitablásara og drápust 12.000 kjúklingar. Björn Fálki Valsson, kjúklingabóndi á Oddsmýri,segir tjónið líklega um 10 milljónir króna.

Gervitunglið sem kemst í bakpoka


(14 klukkustundir, 14 mínútur)
TÆKNI Það lætur ekki mikið yfir sér gervitunglið sem er til sýnis í HÍ. Tækið sjálft er einungis 4 kíló að þyngd en safnar 5-6 terabætum af gögnum á degi hverjum en slík gagnasöfnun verður sífellt umfangsmeiri og það er hlutverk fólks að hanna algóritma til að lesa úr gögnunum. mbl.is kíkti á gripinn.

Atli hættur með Kristianstad


(14 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Atli Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari Íslands, er hættur störfum sem þjálfari sænska knattspyrnuliðsins Kristianstad, samkvæmt frétt Kristianstadsbladet í kvöld.

Ríkir velja sér vini öðruvísi


(14 klukkustundir, 28 mínútur)
SMARTLAND Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða.

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík


(14 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Fjölgun jarðvegsgerla hefur mælst í kalda vatninu í Reykjavík. Í tilkynningu frá Veitum kemur fram að tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð.

Rúnar lánaður til St. Gallen?


(14 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður lánaður frá Grasshoppers til St. Gallen en bæði liðin leika í svissnesku úrvalsdeildinni.

Jafnt hjá Slóvenum og Þjóðverjum í spennutrylli


(14 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Slóvenar og Þjóðverjar skildu jafnir, 25:25, í sannkölluðum spennutrylli og Spánverjar unnu nauman sigur á Ungverjum, 27:25, í tveimur leikjum sem var að ljúka rétt í þessu á EM í handknattleik sem haldið er í Króatíu.

Leggja bann við að rukka fyrir kortanotkun


(14 klukkustundir, 44 mínútur)
VIÐSKIPTI Nýjar reglur frá Evrópusambandinu fela í sér að fyrirtæki geti ekki rukkað viðskiptavini sérstaklega fyrir að nota debet- eða kreditkort.

Jónmundur á Apótekinu vann keppnina


(14 klukkustundir, 46 mínútur)
MATUR Á milli jóla og nýárs komu saman nokkrir af bestu barþjónum landsins og kepptu sín á milli í Monkey Shoulder-kokteilkeppni.

Ég sá jörðina koma í boga


(15 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT „Það er mikilvægt að eiga sér draum í lífinu og missa aldrei sjónar á takmarkinu. Stundum þarf maður að bíða lengi en viljinn nýtist alltaf. Þetta eru mín stóru skilaboð til krakkanna,“ segir fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson.

WOW dæmt til að greiða farþegum bætur


(15 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Flugfélagið WOW air var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur farþegum bætur vegna seinkunar sem varð á flugi félagsins frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar í desember 2016.

Söngkona Cranberries látin


(15 klukkustundir, 23 mínútur)
FÓLKIÐ Dolores O'Riordan, söngkona írsku rokksveitarinnar The Cranberries, lést í dag, 46 ára að aldri. Frá þessu greinir talskona hennar í tilkynningu til fjölmiðla. O'Riordan var í London ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar við upptökur.

Sparkaði í leikmanninn vegna stingandi sársauka


(15 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knatt­spyrnu­dóm­ar­inn Tony Chapron hefur útskýrt hvers vegna hann ákvað að sparka í Diego Carlos, leikmann Nantes, í efstu deild frönsku knattspyrnunnar í gær, eftir að sá síðarnefndi rakst í Chapron með þeim afleiðingum að hann féll til jarðar. Þetta kemur fram á BBC.

Breytingar á ensku liðunum – janúarglugginn


(15 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frá og með 1. janúar 2018 var opnað fyrir öll félagaskipti í ensku knattspyrnunni í einn mánuð. Félögin geta keypt og selt leikmenn til 31. janúar en þá er glugganum lokað á ný til loka tímabilsins.

Lægstu leikskólagjöldin í Reykjavík


(15 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykjavík. Gjöldin hækkuðu milli ára í sjö af sextán sveitarfélögum landsins en lækkuðu í þremur sveitarfélögum og héldust óbreytt í sex. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ á leikskólagjöldum sveitarfélaganna.

Hvað í fjandanum var þetta?


(16 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, gerði sig sekan um sprenghlægileg mistök í viðtali í beinni útsendingu eftir 4:3 sigur Liverpool á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattpsyrnu en hann ræddi við íþróttafréttamenn á bandarísku sjónvarpstöðinni NBC.

Enn á ný skítur í göngunum


(16 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Greint var frá því á föstudaginn síðasta að líklega hefði verið mannaskítur í und­ir­göng­um í Grafar­vogi. Í morgun var einnig skítur í göngunum en mbl.is hafði samband við hverfastöð Reykjavíkurborgar í Jafnaseli, sem sér um Grafarvoginn, sem þreif upp skítinn í morgun.

Gróðursetja til jafns við bæklingana


(16 klukkustundir, 29 mínútur)
VIÐSKIPTI Bæklingadreifing hefur samið við Skógræktarfélag Íslands (SÍ) um gróðursetningu trjáa sem svara því pappírsmagni bæklinga sem Bæklingadreifing dreifir á ári.
ICELAND Travel blogger Joe Goes paid a visit to Reykjavik's famous Phallological Museum and shared his findings with viewers.

Léttur jógúrtís sem gott er að grípa í


(16 klukkustundir, 46 mínútur)
MATUR Þó að það sé almennur aðhaldstími þýðir ekki að lífið sé tóm leiðindi. Þvert á móti er þetta stórkostlegur tími til að prufa sig áfram í eldhúsinu og búa til eitthvað sem maður hefur mögulega ekki smakkað áður.

Flautukarfa Ægis á Spáni - myndskeið


(16 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson var hetja liðsins Castelló í spænsku B-deildinni í körfuknattleik á dögunum er hann setti niður flautukörfu og tryggði liði sínu sigur gegn Araberri. Körfuna má sjá hér að neðan.

Fjöruverðlaunin afhent í 12. sinn


(16 klukkustundir, 56 mínútur)
FÓLKIÐ Kristín Eiríksdóttir, Unnur Jökulsdóttir og Kristín Helga Gunnarsdóttir hrepptu Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, í ár, en þau voru afhent í 12. sinn í Höfða fyrr í dag.

Framlög Íslands náðu til milljóna barna


(17 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Framlög frá utanríkisráðuneytinu til UNICEF árið 2016 náðu til milljóna barna. Ráðuneytið hefur nú birt upplýsingar um hvernig fjárframlögum ráðuneytisins til barna í neyð var varið árið 2016.
ÍÞRÓTTIR Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, fer í læknisskoðun á morgun hjá franska liðinu Nantes þar sem metið verður hvort kappinn eigi sér framtíð hjá félaginu.

Frábær frumsýning


(17 klukkustundir, 28 mínútur)
SMARTLAND Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar.

1.000 ungmenni ákærð í Danmörku


(17 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Rúmlega eitt þúsund ungmenni í Danmörku verða ákærð fyrir að hafa dreift á netinu kynferðislegu efni af börnum yngri en fimmtán ára.

Eldur í kjúklingabúi


(17 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Eldur kom upp á kjúklingabúi á bænum Oddssmýri í Hvalfirði á þriðja tímanum í dag og drapst fjöldi kjúklinga. Eldurinn var ekki mikill, en allt tiltækt lið slökkviliðs Akraness, um 15 manns á fjórum bílum, var sent á vettvang.

Tvö og hálft ár fyrir nauðgun


(17 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri, Eldin Skoko, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu aðfaranótt laugardagsins 1. júlí í fyrra.

Mun leita ráða hjá Ferguson


(18 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ryan Giggs, nýráðinn þjálfari velska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mun leita ráða hjá Sir Alex Ferguson, sínum gamla þjálfara til langs tíma hjá Manchester United. Þetta kemur fram í frétt Sky Sports í dag.

Vujin verður ekki með


(18 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stórskyttan Marko Vujin verður ekki með Serbíu gegn Íslandi vegna meiðsla. Honum var í dag skipt út úr leikmannahópi Serba á EM.

More bad weather for Iceland on Tuesday morning


(18 klukkustundir, 24 mínútur)
ICELAND The area of low pressure which hit Iceland yesterday will return tomorrow morning causing bad weather, storms and snowfall.

Kólerufaraldur í uppsiglingu í Kongó


(18 klukkustundir, 41 mínútur)
ERLENT Miklar líkur eru á að kólerufaraldur brjótist út Kongó eftir mikla rigningu og flóð í höfuðborginni Kinshasa í byrjun janúar, samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Í borginni búa á milli 10 og 12 milljónir.

Það má alveg byrja aftur


(18 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það má alveg byrja aftur. Það eru engar reglur til í þessu,“ sagði Helgi Valur Daníelsson í samtali við mbl.is en hann hefur ákveðið taka fram skóna eftir næstum þriggja ára hlé og spila með uppeldisliði sínu, Fylki, í Pepsi-deildinni í sumar.
INNLENT Lægðin sem olli hríðarveðri á landinu í gær ætlar enn og aftur að leika landsmenn grátt á morgun og það strax snemma í fyrramálið. Búast má við slæmu vetrarveðri; hvassviðri eða stormi með snjókomu, fyrst á Vestfjörðum en svo víðar um land.

Rostov reynir aftur við Hörð Björgvin


(19 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rússneska knattspyrnuliðið Rostov hyggst gera aðra tilraun til að fá landsliðsmanninn Hörð Björgvin Magnússon til liðs við sig frá enska B-deildarliðinu Bristol City.

Sér eftir að hafa unnið með Woody Allen


(19 klukkustundir, 21 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Rebecca Hall bættist í hóp leikkvenna sem sjá eftir því að leika fyrir leikstjórann Woody Allen. Saga Dylan Farrow, dóttur Allen, hefur verið Hall hugleikin undanfarið.

Lítið starfsöryggi dagforeldra


(19 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT „Starfsöryggi dagforeldra er ekki gott,“ segir Halldóra Björk Þórarinsdóttir, dagmamma og formaður Barnsins, félags dagforeldra í Reykjavík.

Helgi Valur til Fylkis


(19 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helgi Valur Daníelsson er genginn í raðir Fylkis en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Árbæjarliðinu. Helgi er uppalinn hjá Fylki en lék lengi sem atvinnumaður, síðast með liði AGF í Danmörku en hann hefur ekkert spilað frá árinu 2015. Fylkir tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið haust.

Mahrez fer hvergi


(19 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Riyad Mahrez mun ekki yfirgefa Leicester City í janúarglugganum að sögn Claude Puel, knattspyrnustjóra félagsins.

Vinsælasti mánudagsfiskurinn


(19 klukkustundir, 42 mínútur)
MATUR Það er fátt betra á mánudegi en ferskur fiskur. Hér skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli hvernig hann er eldaður enda fiskur eitt fjölbreyttasta hráefni sem til er.

Bað hlustendur að ræða nauðganir og fullnægingar


(19 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Vinsæll belgískur stjórnandi útvarpsþáttar hætti störfum í beinni útsendingu í dag eftir að hafa í síðustu viku vakið gríðarlega hörð viðbrögð er hann velti upp spurningunni hvort konur gætu fengið fullnægingu er þeim væri nauðgað.

„Tókum góðan púls í morgun“


(19 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mbl.is spjallaði við línumanninn litríka Kára Kristján Kristjánsson á hóteli íslenska landsliðsins í Split í dag. Hann segir landsliðshópinn hafa farið yfir Króatíuleikinn í morgun og nú sé horft til leiksins mikilvæga á morgun gegn Serbíu.

Margt jákvætt þrátt fyrir stórt tap


(20 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er skrýtið að segja það eftir sjö marka tap, en mér fannst margt jákvætt í leik íslenska liðsins í þessum leik,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Króatíu í gær.

Banna kynlíf og „slæmar venjur“


(20 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Sjónvarpsefni sem sýnir kynlíf og ýtir undir „slæmar venjur“ er bannað samkvæmt lögum sem voru samþykkt í Túrkmenistan um helgina. Í lögunum er jafnframt tekið fram að þetta sé gert til að skapa „jákvæða ímynd“ landsins.

December coach accident claims another life


(20 klukkustundir, 14 mínútur)
ICELAND A Chinese man has died of his injuries received in the coach accident which occurred on December 27th in South Iceland. A Chinese woman died in the accident. The man's parents had spent the last few days with him.

Köstuðu upp vegna fnyksins


(20 klukkustundir, 19 mínútur)
200 „Lyktin var alveg hræðileg,“ sagði Hjálmar Sigurjónsson, skipstjóri á Ljósafelli, eftir að hann kom í land með fimmtíu tonn af afla aðfaranótt föstudags, en til þeirra tíðinda bar í túrnum að áhöfnin fékk hræ af hval í trollið.

Björgvin snéri sig


(20 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmarkvörðurinn, Björgvin Páll Gústavsson, snéri sig á ökkla í upphitun fyrir leik Íslands og Króatíu á EM í handknattleik í gær.

Giggs ráðinn landsliðsþjálfari Wales


(20 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ryan Giggs var nú rétt í þessu ráðinn landsliðsþjálfari Wales í knattspyrnu. Hann tekur við þjálfun landsliðsins af Chris Coleman sem ákvað að stíga til hliðar í nóvember.

Airbnb gæti tekið fram úr gistihúsum


(20 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Airbnb myndi selja fleiri gistingar hér á landi en öll gistihús landsins samanlögð í fyrra jafnvel þó að vöxtur þess á árinu yrði helmingi hægari en á síðasta ári.

Arnar og María eiga von á barni


(20 klukkustundir, 48 mínútur)
SMARTLAND Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára.

Mkhitaryan til Arsenal upp í kaupin á Sánchez?


(20 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ein af ástæðum þess að Arsenal er reiðubúið að láta Sílemanninn Alexis Sánchez fara til Manchester United frekar en Manchester City er Armeninn Henrikh Mkhitaryan.

Spánn fer fram úr Bandaríkjunum


(20 klukkustundir, 53 mínútur)
VIÐSKIPTI Frakkland er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum og allt bendir til þess að fleiri hafi sótt Spán heim í fyrra en Bandaríkin.

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?


(20 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr.

Lést í kjölfar rútuslyssins


(20 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Kínverskur karlmaður sem fluttur var af vettvangi rútuslyss í Eldhrauni á gjörgæslu Landspítala er látinn. Foreldrar mannsins, sem fæddur var 1996, höfðu verið hjá honum undanfarna daga og notið aðstoðar starfsmanna kínverska sendiráðsins.

Icelandic women priests join the #metoo movement


(20 klukkustundir, 59 mínútur)
ICELAND Women priests in Iceland have released a statement in connection with the #metoo movement speaking out against sexual violence, harassment and prejudice within their ranks. They urge the bishop of Iceland and the church commission to push for change.

Dómarinn settur í bann (myndskeið)


(21 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudómarinn Tony Chapron hefur verið settur í ótímabundið bann af franska knattspyrnusambandinu eftir atvik sem átti sér stað í leik Paris SG og Nantes í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöld.

Brexit án samnings þýðir mikinn samdrátt


(21 klukkustundir, 12 mínútur)
ERLENT Ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings þá mun það leiða til 8,5% samdráttar í skosku hagkerfi, segir Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands.

Stakk tungunni upp í hana


(21 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT „Við heilsuðumst með faðmlagi, ég og kollegi minn, í sameiginlegu rými þeirra er koma að kirkjulegum athöfnum líkt og algengt er. Hann snýr andlitinu að mínu, setur varirnar að mínum og stingur tungunni upp í mig. Ég fraus,“ segir í einni af frásögnum kvenna í prestastétt vegna #metoo.

Dagsektir á kúabú vegna vanhirðu


(21 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Matvælastofnun hefur lagt dagsektir á kúabú á Norðurlandi vegna meðferðar nautgripa. Við endurtekið eftirlit höfðu kröfur stofnunarinnar um úrbætur vegna bindinga, hreinleika og að klaufir kúnna hafi ekki verið virtar.

Rannsókn hætt á nauðgunum á börnum


(21 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Franskur rannsóknardómari hefur lokið rannsókn á ásökunum um að franskir hermenn hafi nauðgað börnum í Mið-Afríkulýðveldinu þegar þeir sinntu friðargæslu þar. Niðurstaða dómarans er að engar sannanir séu fyrir því að þeir hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi.

Tveir skjálftar við Bárðarbungu í dag


(21 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Tveir skjálftar að stærð 3,5 og 3,3 urðu rétt við Bárðarbungu í Vatnajökli núna í morgun. Voru þeir á 5,3 til 6,8 kílómetra dýpi. Jarðskjálftafræðingur segir þetta dæmi um kvikusöfnun og örlitla lyftingu á öskjugólfi öskjunnar.

Eina taplausa liðið í fimm sterkustu deildunum


(21 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Barcelona er nú eina taplausa liðið í fimm sterkustu deildunum í Evrópu eftir að Manchester City tapaði fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Flutningabíll fór út af á Holtavörðuheiði


(21 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Flutningabíll fór út af á Holtavörðuheiði núna rétt fyrir hádegi og lenti bíllinn á hliðinni utan vegar. Einn maður var í bílnum, en að sögn vegfaranda sem kom að slysinu virtist maðurinn ekki mikið slasaður.

Lítið tjón í stöðvarhúsinu


(21 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Tjón vegna elds sem upp kom í Hellisheiðarvirkjun á föstudag er að mestu bundið við inntaksrými loftræstibúnaðar. Öflug brunahólfun kom í veg fyrir að eldur bærist í loftræsibúnaðinn sjálfan í aðliggjandi rými.

Krafa kvennanna sanngjörn og eðlileg


(22 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, segir kröfu prestvígðra kvenna bæði sanngjarna og eðlilega. Hún segir sögurnar ekki koma sér á óvart, hún hafi sjálf starfað innan kirkjunnar í nær 40 ár og bæði upplifað og séð ýmislegt.

Lambert tekur við Stoke


(22 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leit Stoke City eftir nýjum knattspyrnustjóra hefur loks borið árangur en Paul Lambert var í morgun ráðinn nýr stjóri liðsins.

Teva sektað um milljarða fyrir mútur


(22 klukkustundir, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Yfirvöld í Ísrael hafa sektað lyfjarisann Teva Pharmaceuticals um 22 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2,3 milljarða króna, fyrir mútugreiðslur.

Konur í prestastétt segja frá


(22 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Konur í prestastétt hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna #metoo byltingarinnar og segja að þær hafi, líkt og aðrar konur, búið við kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun. Skora þær á biskup Íslands, kirkjuráð, kirkjuþing, presta og sóknarnefndir að beita sér fyrir siðbót.

Mundi hálsbrotna ef hún liti niður


(22 klukkustundir, 24 mínútur)
FÓLKIÐ Djásn bresku konungsfjölskylunnar eru falleg á að horfa en öllu erfiðara er að bera þau ef marka má lýsingar Elísabetar Englandsdrottningar. Drottningin fagnar 65 ára valdaafmæli sínu á þessu ári.

Stoke ekki unnið á Old Trafford í 42 ár


(22 klukkustundir, 31 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United getur minnkað forskot granna sinna í Manchester City niður í 12 stig en United tekur í kvöld á móti liði Stoke í lokaleik 23. umferðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fjölskyldan komin með húsnæði


(22 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Fjölskylda sem missti allt sitt í eldsvoða í Mosfellsbæ í síðustu viku er komin með bráðabirgðahúsnæði og langtímahúsnæði er innan seilingar. Í ljós hefur komið að fjölskyldan var með innbústryggingu og fær því tjónið að miklu leyti bætt.

Skýrsla Hannesar í yfirlestri


(22 klukkustundir, 41 mínútur)
INNLENT Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði, um erlenda áhrifaþætti bankrahrunsins er í yfirlestri. Ekki er ljóst sem stendur hvenær hún kemur út en ólíklegt er að það verði í þessari viku.

Alls ekki affrysta kjöt í örbylgjuofni


(22 klukkustundir, 49 mínútur)
MATUR Flestir eru sammála um að fljótlegasta leiðin til að affrysta kjöt (og flest annað) sé í örbylgjuofninum.

Tveir Norðmenn markahæstir


(22 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tveir Norðmenn eru markahæstir á Evrópumóti karla í handknattleik en 2. umferð riðlakeppninnar lýkur í kvöld.

Einn áfram í gæsluvarðhaldi


(22 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum í tengslum við skipulagða brotastarfsemi rann út á föstudag og var ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra. Hinn var aftur á móti úrskurðaður í gæsluvarðhald til 9. febrúar á grundvelli almannahagsmuna.

Punktafríðindin að renna út


(23 klukkustundir, 13 mínútur)
VIÐSKIPTI Síðasti notkunardagur Points-punktanna á Mastercard-kortum er 28. febrúar en eftir það verða punktarnir ekki aðgengilegir á heimasíðu Points. Í þeirra stað kemur nýtt fríðindakerfi.

Sex fengu nýliðamerki KSÍ


(23 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sex leikmenn léku sinn fyrsta landsleik með A-landsliði karla í leikjunum tveimur gegn Indónesíu og fengu afhent nýliðamerki KSÍ.

DiCaprio í Manson-mynd Tarantinos


(23 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Leikstjórinn Quentin Tarantino er að safna stórstjórnum í nýja mynd sína um fjöldamorðingjann Charles Manson. Leonardo DiCaprio og Tarantino eru sagðir ætla að leiða saman hesta sína á ný.

„Ég ætlaði bara í vinnuna“


(23 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Milljónir hafa skemmt sér yfir að horfa á myndskeið af manni sem gengur jakkafataklæddur í átt að bíl sínum en tekur svo að renna í glerhálku niður innkeyrsluna. „Ég ætlaði bara í vinnuna,“ segir maðurinn.

Fimmti stærsti demantur heims


(23 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Demantur sem talið er að sé fimmti stærsti demantur heims fannst nýverið í Lesótó. Demanturinn er metinn á um 40 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til tæplega 4,2 milljarða króna.

Leikskipulagið gott og staðan enn góð


(23 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þegar leikurinn er skoðaður í heild sinni þá er frammistaðan góð. Leikskipulagið var gott og við framkvæmdum okkar aðgerðir vel lungann úr leiknum,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari karlaliðs Aftureldingar í handbolta, í samtali við Morgunblaðið eftir tapið gegn Króatíu í gærkvöld.

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið


(23 klukkustundir, 44 mínútur)
SMARTLAND Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju.
ICELAND A tourist travelling from Iceland to England using British Airways was arrested for wearing eight trousers and ten shirts. The reason he put on all his clothes was to evade a fee for excess luggage.

Styttri vinnuvika og engin launaskerðing


(23 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Leikskólar stúdenta; Mánagarður, Sólgarður og Leikgarður, sem reknir eru af og eru í eigu Félagsstofnun stúdenta (FS), munu stytta vinnuviku starfsmanna sinna sem nemur um fimm klukkustundum, niður í 35 tíma.

Íslensk fyrirtæki virkust á samfélagsmiðlum


(23 klukkustundir, 57 mínútur)
VIÐSKIPTI Hvergi í Evrópu nota fleiri fyrirtæki samfélagsmiðla en á Íslandi. Árið 2017 notuðu 79% fyrirtækja á Íslandi semfélagsmiðla en í Evrópu var hlutfallið að meðaltali 47%.

Höfðum lausnir á öllu


(23 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lino Cervar, landsliðsþjálfari Króata í handknattleik, var ánægður með leik sinna manna gegn Íslendingum á Evrópumótinu í handknattleik í Split í gærkvöld en Króatar lönduðu sjö marka sigri, 29:22, og eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í A-riðlinum.
Meira píla