ÍÞRÓTTIR
KR og Valur mætast í úrslitaleik bikarkeppni karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi klukkan 16.30.
ÍÞRÓTTIR
Haukar mæta Izvidac frá Bosníu í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handknattleik á Ásvöllum klukkan 16 en þetta er fyrri viðureign liðanna.
SMARTLAND
„Ég er búinn að velja fermingarfötin og ætla að vera í jakkafötum úr Jack & Jones, með bindi og í strigaskóm við.“
ÍÞRÓTTIR
Valur er deildabikarmeistari karla í knattspyrnu í fimmta skipti eftir endurkomu sigur á Fylki, 3:2, í Árbænum í dag.
INNLENT
Blaðaljósmyndarafélag Íslands veitti Eggert Jóhannessyni, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, verðlaun fyrir fréttamynd ársins 2024.
ÍÞRÓTTIR
ÍBV og Selfoss gerðu dramatískt jafntefli, 27:27, í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag.
INNLENT
Aðalsteinn Kjartansson hefur verið ráðinn í starf aðstoðarritstjóra á Heimildinni.
INNLENT
Enn stendur yfir leit að manninum sem leitað hefur verið að við Kirkjusand í allan dag. Leitarsvæðið hefur verið stækkað og viðbúnaður er mikill.
ÍÞRÓTTIR
Njarðvík er bikarmeistari kvenna í körfubolta árið 2025 eftir sigur á Grindavík, 81:74, en leikið var í Smáranum í Kópavogi í dag.
ÍÞRÓTTIR
Danska landsliðskonan Pernille Harder skoraði þrennu í endurkomusigri Þýskalandsmeistara Bayern München á Wolfsburg, 3:2, í undanúrslitum þýska bikarsins í dag.
INNLENT
Mómæli eru fyrir framan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík.
ÍÞRÓTTIR
Ensku knattspyrnufélögin Arsenal og Liverpool ætla sér að berjast um sænska framherjann Alexander Isak í sumar.
INNLENT
Kristín Þorsteinsdóttir er sveitastelpa úr Hrútafirði sem búið hefur víða um heim, þar af tólf ár í Singapúr með fjölskyldu sinni. Þau hafa notið dvalarinnar og nýtt tímann til að skoða sig um í Asíu en hyggjast flytja til Evrópu á næstunni.
INNLENT
Öll komandi flug Icelandair á Heathrow-flugvöllinn í London eru á áætlun. Eldur kviknaði í orkustöð í nágrenni við flugvöllinn í gærmorgun sem olli því að flugvellinum var lokað vegna rafmagnsleysis. Öllum flugferðum Icelandair til Heathrow var aflýst í gær.
ERLENT
Enn dynja daglega á Úkraínumönnum árásir Rússa, hvort sem er úr lofti á saklausa borgara eða á víglínunni úr norðri og austri, jafnvel þótt færri fréttir séu nú fluttar af því en í upphafi þess stríðs sem hófst með innrás rússneska hersins í febrúar fyrir rúmlega þremur árum.
ÍÞRÓTTIR
Thomas Tuchel, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, hrósaði Myles Lewis-Skelly undrabarni Arsenal í hástert eftir frammistöðu hans í gærkvöldi.
VIÐSKIPTI
Töluverð umræða hefur verið að undanförnu um Tesla sem framleiðanda og tengingar kaupanda bifreiða félagsins og fyrirtækisins sjálfs við helsta eiganda þess, Elon Musk.
INNLENT
Sorpa hefur farið þess á leit við Úrvinnslusjóð að fá hærri greiðslur frá sjóðnum til að mæta auknum kostnaði byggðasamlagsins vegna handflokkunar drykkjarumbúða frá öðrum blönduðum pappír í fyrra.
INNLENT
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur að talsverðan skýrleika vanti inn í þá atburðarás sem leiddi til þess að Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér embætti mennta- og barnamálaráðherra.
ÍÞRÓTTIR
Alisson, markvörður enska knattspyrnuliðsins Liverpool, verður klár í slaginn með Liverpool eftir landsleikjahléið þrátt fyrir að hafa dregið sig úr brasilíska landsliðshópnum.
ERLENT
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hyggist draga til baka dvalarleyfi hjá hálfri milljón einstaklinga, einstaklingarnir munu í kjölfarið hafa örfáar vikur til þess að yfirgefa Bandaríkin.
SMARTLAND
Vorið er næstum því komið!
ÍÞRÓTTIR
Cleveland Cavaliers, sem er í toppsæti Austurdeildar bandarísku NBA-deildar karla í körfubolta, tapaði fjórða leik sínum í röð í nótt.
INNLENT
Þóra Rós Guðbjartsdóttir kennir börnum jóga í nýjum þáttum sem heita Ævintýrajóga. Hún telur mikilvægt að börn fái rými til að hvíla sig frá hraðanum sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Jóga og hugleiðsla geta slegið
á kvíða sem hrjáir mörg börn í dag.
ÍÞRÓTTIR
Thiago Almada skoraði sigurmark Argentínu í mikilvægum útisigri liðsins á Úrúgvæ, 1:0, í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM í fótbolta á næsta ári.
INNLENT
Börn og unglingar strjúka ítrekað af meðferðarheimilinu í Blönduhlíð á Vogi og eru dæmi um að sama barnið hafi strokið að minnsta kosti níu sinnum á tveimur vikum, samkvæmt heimildum mbl.is.
INNLENT
Boðað hefur verið til ríkisráðsfunda á Bessastöðum á morgun. Hefst sá fyrri klukkan 15 en sá síðari klukkan 15.15.
VIÐSKIPTI
Stofnandi netöryggisfyrirtækisins Keystrike hefur persónulega reynslu af netglæpum.
INNLENT
Fjölmiðlanefnd hefur lagt tveggja milljóna króna sekt á Sýn hf. Sektin er lögð á vegna auglýsinga sem birtust á Vísi sem að mati Fjölmiðlanefndar voru auglýsingar á áfengi en bann við slíkum auglýsingum er að finna í lögum um fjölmiðla.
VEIÐI
Mars hefur verið óvenju mildur og nánast gert tilkall til þess að vera hluti af vorinu. Veðurspá er enn á sömu nótum. Milt áfram og frekar hlýtt. Nú þegar níu dagar eru í að sjóbirtingsveiðin hefjist eru að teiknast upp afar spennandi skilyrði.
INNLENT
Tveir eru á sjúkrahúsi eftir stunguárás og hópslagsmál í miðborginni í nótt.
ÍÞRÓTTIR
Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, og Arnar Daði Arnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, hafa báðir tjáð sig um ummæli sem Kára Árnason lét falla eftir fyrri leik Kósovó og Íslands í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn.
VIÐSKIPTI
Ísframleiðandinn Ben & Jerry’s hefur höfðað mál gegn móðurfélagi sínu, Unilever, og sakað það um að brjóta gegn samningum um samruna fyrirtækjanna með því að reka forstjórann David Stever án samþykkis stjórnarinnar
ERLENT
Heathrow-flugvöllur í London hefur verið opnaður og er starfsemi þar á bæ hafin að nýju.
INNLENT
„Það er mikill áhugi hjá okkur á hjartadeildinni að innleiða stafrænar lausnir inn í hefðbundna klíníska heilbrigðisþjónustu. Þetta er verkefni sem mun taka tíma og er auðvitað talsverð breyting á hefðbundnu vinnulagi og margt sem þarf að huga að.“
VIÐSKIPTI
”  Öflug fyrirtæki geta farið í vel heppnað frumútboð við lakar markaðsaðstæður og öfugt.
INNLENT
Ásthildur Lóa Þórsdóttir sagði af sér sem barna- og menntamálaráðherra eftir að í ljós kom að hún hefði haft samræði við dreng þegar hún var 22 ára gömul. Upphafið að endinum í ráðherrastólnum hófst ellefu dögum fyrir afsögn.
200
Innri og ytri þættir búa til hindranir í rekstri íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrirtækin í greininni eiga það öll sameiginlegt að stefnumótunin hjá þeim er sveigjanleg.
INNLENT
Mikill viðbúnaður er nú við Kirkjusand þar sem leitað er að manni. Þyrla Landshelgisgæslunnar aðstoðar við leitina, kafarar eru einnig á svæðinu sem og björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið.
ÍÞRÓTTIR
Bandaríski hnefaleikakappinn fyrrverandi George Foreman lést í gær, 76 ára aldri.
SMARTLAND
Viktor Böðvarsson er 35 ára markaðsfræðingur og eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Reykjavík Rollers, ásamt kærustu sinni Köru Rut Hanssen. Þau halda úti hlaðvarpinu, Átján plús, og stunda fjölástir.
INNLENT
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, á lögum samkvæmt rétt á biðlaunum í þrjá mánuði eftir að hún sagði af sér ráðherradómi.
FÓLKIÐ
Í dag, laugardaginn 22. mars, blása nemendur tónlistarskóla FÍH til mikils fögnuðar í húsakynnum skólans að Rauðagerði 27.
ÍÞRÓTTIR
Bikarveislan heldur áfram í dag þegar úrslitaleikir bikarkeppni karla og kvenna í körfuknattleik fara fram í Smáranum í Kópavogi. Karla megin fer fram sannkallaður Reykjavíkur- og erkifjendaslagur þegar KR og Valur eigast við klukkan 16.30. Kvenna megin fer svo fram Suðurnesjaslagur Njarðvíkur og Grindavíkur fyrr um daginn, klukkan 13.30.
VIÐSKIPTI
Agnar Tómas Möller, sagnfræðinemi og fjárfestir, var gestur í viðskiptahluta Dagmála sem sýndur er á mbl.is Þar var rætt um málefni ÍL-sjóðs, skuldabréfamarkaði og erlendar og innlendar efnahagshorfur.
INNLENT
Útlit er fyrir rólegt veður á landinu í dag, að mati veðurfræðings Veðurstofu Íslands.
ÍÞRÓTTIR
Íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is heldur áfram að gramsa í myndasafni Morgunblaðsins og birta á mbl.is á laugardögum.
FERÐALÖG
Sóldís Alda hefur ferðast síðastliðin fimm ár og meðal annars fjármagnað það með því að kaupa og selja hlutabréf.
INNLENT
Mikið var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Svo margir voru handteknir að fangageymslur á Hverfisgötu og Suðurnesjum fylltust og þurfti að vista menn á Akranesi fyrir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.
ERLENT
Við dómkirkju heilags Mikaels í Kænugarði stendur veggur alsettur þúsundum mynda af úkraínskum hermönnum, sem fallið hafa fyrir hendi Rússa í innrásarstríði þeirra.
INNLENT
Soffía Sigurðardóttir, systir höfundar nýrrar bókar um Geirfinnsmálið, hefur gefið lögreglunni á Suðurlandi formlega skýrslu um upplýsingar um hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1974.
INNLENT
Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafi komið til álita að taka mál Ásthildar Lóu á einhvern hátt til umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar.
ÍÞRÓTTIR
Ísland mætir Kósovó í seinni leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildar karla í fótbolta á Estadio Nueva Condomina-vellinum í Murcia á Spáni á morgun, sunnudag, klukkan 17.
MATUR
„Ég var að passa litlu frænkur mínar alla síðustu helgi og ákváðum við að taka smá forskot á sæluna þar sem ég fer aftur til London bráðlega og fórum við í páskaeggjaleit með litlum Dubai-eggjum. Það sló algjörlega í gegn.“
SMARTLAND
Eymundur endurskoðandi svarar spurningum lesenda.
INNLENT
Stunguárás virðist hafa átt sér stað á Ingólfstorgi fyrir skömmu og í hið minnsta einn hefur verið fluttur á slysadeild. Þrír sjúkrabílar hafa verið sendir á vettvang.
INNLENT
Inga Sæland kveðst harmi slegin og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, eigi allan hennar hug. Inga segir að það sé Ásthildar að meta hvort að hún haldi áfram á þingi.
INNLENT
Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins og gestur í Dagmálum mbl.is, frábiður sér allt tal um að það sé rasískur undirtónn í málflutningi hans gagnvart innflytjendum.
ÍÞRÓTTIR
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, skipaði Orra Stein Óskarsson nýjan landsliðsfyrirliða á dögunum.
ÍÞRÓTTIR
Framherjinn Benoný Breki Andrésson lék fyrri hálfleikinn er hann og liðsfélagar hans í U21 árs landsliðinu í fótbolta sigruðu Ungverjaland, 3:0, í vináttuleik í Pinatar á Spáni í dag.
INNLENT
Á góðum degi á útmánuðum er gaman að fara á hestbak eins og fólkið í Miðhúsum við Hvolsvöll gerir. Þar í Rangárþingi er fjallið Þríhyrningur fallegur bakgrunnur, í sveitum þar sem atvinnuhættir hafa gjörbreyst á fáum árum
ÍÞRÓTTIR
Martin Hermannsson hafði hægt um sig þegar lið hans Alba Berlín heimsótti Panathinaikos til Grikklands í Evrópudeildinni í körfubolta í kvöld.
ERLENT
Hraðbanki nokkur í Grønland-hverfinu í Ósló olli straumhvörfum í fíkniefnasölu og ofbeldi þegar hann var einfaldlega fjarlægður á dögunum, enda hafði þá komið í ljós við eftirgrennslan borgaryfirvalda að bankinn var aldrei löglega staðsettur þar sem hann stóð.
INNLENT
Málarekstur Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, fyrir dómstólum vakti nýverið athygli landsmanna og ekki síst fyrir þær sakir að ráðherrann fráfarandi vandaði dómstólum landsins ekki kveðjurnar í kjölfar þess að hún laut í lægra haldi fyrir íslenska ríkinu sem hún hafði krafið um skaðabætur.
ÍÞRÓTTIR
Myles Lewis-Skelly var á skotskónum fyrir England þegar liðið tók á móti Albaníu í K-riðli undankeppni HM 2026 á Wembley í Lundúnum í kvöld.
ERLENT
Þýsk stjórnvöld greindu frá því í dag að þau hefðu kyrrsett gamalt olíutankskip sem talið er tilheyra hinum svokallaða „skuggaflota“ Rússa og hefur legið við festar við þýsku eyjuna Ré í Eystrasalti (þýs. Rügen) síðan í janúar er það varð vélarvana úti fyrir ströndum eyjarinnar.
FÓLKIÐ
„Þessi kjóll færir mér svo mikla huggun og ró,“ segir hún grátandi.
ÍÞRÓTTIR
„Það var gaman að spila þennan leik og alltaf gaman að spila fyrir landsliðið,“ sagði Helgi Fróði Ingason í samtali við mbl.is eftir að hann og liðsfélagar hans í U21 árs landsliðinu í fótbolta unnu öruggan sigur á Ungverjalandi, 3:0, í vináttulandsleik í Pinatar á Spáni í dag.
ÍÞRÓTTIR
Ída Margrét Stefánsdóttir var markahæst hjá Gróttu þegar liðið tók á móti Stjörnunni í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld.
INNLENT
Forsætisráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur brást konunni sem uppljóstraði um að Ásthildur Lóa Þórsdóttir hefði haft samræði við dreng þegar hún var 22 ára gömul.
ÍÞRÓTTIR
Andrea Rut Bjarnadóttir reyndist hetja Breiðabliks þegar liðið tók á móti Val í undanúrslitum deildabikars kvenna í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld.
FERÐALÖG
Það væsir ekki um brasilísku ofurfyrirsætuna Gisele Bündchen og kærasta hennar, jui jitsu-kennarann Joaquim Valente um þessar mundir.
ÍÞRÓTTIR
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti góðan leik fyrir Magdeburg þegar liðið tók á móti Füchse Berlín í stórleik þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld.
INNLENT
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kveðst ekki finna til ábyrgðar þrátt fyrir að aðstoðarmaður hennar hafi látið Ásthildi Lóa Þórsdóttur fá nafn konunnar sem sem sendi inn erindi varðandi Ásthildi.
FÓLKIÐ
Það var heldur betur margt um að vera á samfélagsmiðlinum TikTok í vikunni!
INNLENT
Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir flug til Ísafjarðar vera grundvöll fyrir m.a. atvinnulíf og jöfn búsetuskilyrði. Það sé skylda höfuðborgarinnar að hafa tengingar við landið og því þurfi að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
ÍÞRÓTTIR
Gil Manzano dæmir síðari leik Íslands og Kósovó í umspili Þjóðadeildar karla í fótbolta í Murcia á sunnudaginn kemur.
K100
Spacestation er mætt með nýja plötu og verðlaun í farteskinu.
SMARTLAND
„Áður fyrr voru meiri tarnir, fermingartörnin, brúðkaupstörnin og jólatörnin. Sem betur fer er þetta mun dreifðara í dag. Fólk er farið að gifta sig allt árið um kring og það er orðið algengara að fermingarbörn vilji geyma myndatökuna fram á seinni hluta vors eða fram á sumar.“
INNLENT
Landsréttur hefur staðfest fjögurra ára dóm yfir Snæþóri Helga Bjarnasyni, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart fyrrverandi kærustunni sinni en hann réðst á hana með kaldrifjuðum hætti í Kópavogsdal í ágúst 2023. Einnig var hann sakfelldur fyrir aðra aðra sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart sömu konu í júní 2022.
ÍÞRÓTTIR
Nikolaj Hansen, fyrirliði karlaliðs Víkings úr Reykjavík í fótbolta, er meiddur aftan í læri og missir af þeim sökum af fyrstu leikjum Íslandsmótsins.
INNLENT
Konan sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra, og hóf þar með atburðarás sem endaði með afsögn barna- og menntamálaráðherra, kveður sér hafa ofboðið að Ásthildur hafi haft samræði við 15 ára strák.
ÍÞRÓTTIR
Alisson Becker, markvörður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, fór meiddur af velli í nótt þegar Brasilía lagði Kólumbíu í undankeppni HM 2026 í Federal District.
INNLENT
Raðir bifreiða ná niður að Rauðagerði og út eftir Reykjanesbraut allt upp að Smiðjuvegi í kjölfar umferðaróhapps á Vesturlandsvegi, á móts við Ölgerðina, nú síðdegis.
ÍÞRÓTTIR
Íslenska U23-ára landslið kvenna í fótbolta mætir Skotlandi í tveimur vináttulandsleikjum ytra í sumar.
INNLENT
Carbfix, dótturfélag OR, hefur hætt við áform sín um uppbyggingu niðurdælingarstöðvar fyrir koldíoxíð í Straumsvík undir heitinu Coda Terminal. Sigla átti með koldíoxíð í fljótandi formi til landsins og dæla því ofan í jörðina í Straumsvík.
ÍÞRÓTTIR
Norski knattspyrnumaðurinn Benjamin Stokke er genginn til liðs við norska C-deildarfélagið Eik Tönsberg.
SMARTLAND
Sannkölluð lúxuskerra!