Fréttir vikunnar


Kebab veldur ólgu innan Evrópu

(1 hour, 57 minutes)
ERLENT Þjóðverjar hafa mótmælt tyrkneskri umsókn til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að döner kebab fái svipaða ESB-viðurkenningu og napólíska pítsan og spænska jamon serrano skinkan. Talið er að það sé vegna krafna Tyrklands um nákvæma gerð réttarins sem er vinsæll götumatur í Þýskalandi.
ERLENT Bandaríska alríkislögreglan FBI staðfesti í kvöld, að byssukúla hafi í raun lent í eyra Donalds Trumps, forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, á framboðsfundi í Pennsylvaníu fyrir hálfum mánuði.
ERLENT Panama sakaði í kvöld stjórnvöld í Venesúela um að hindra, að flugvél, með fjóra fyrrverandi forseta landa í Suður-Ameríku, kæmi til landsins.

Hver verður framherji Liverpool?

(2 hours, 56 minutes)
ÍÞRÓTTIR Liverpool mætir Real Betis í æfingaleik liðanna í Pittsburgh í Bandaríkjunum í kvöld en leikurinn hefst eftir hálftíma.
INNLENT „Þetta gerist nú stundum að loknum góðviðrisdegi þegar andar af hafi á sumrin. Þokan er úti á sjó og kemur svo inn um kvöldið“, segir Teitur Arason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um þétta þoku sem liggur yfir höfuðborgarsvæðinu um þessar mundir.
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Ryan Sessegnon er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt Fulham á ný.

„Hann ætti að vera ósýnilegur“

(3 hours, 37 minutes)
FÓLKIÐ Konunglegir sérfræðingar leggja áherslu á mikilvægi þess að Andrés prins haldi sig alveg til hlés í framtíðinni.
INNLENT Setningarathöfn Ólympíuleikanna fór fram í kvöld í París og þar voru mættir framámenn í íþróttahreyfingunni og þjóðarleiðtogar auk íþróttamannanna sjálfra sem hver á fætur öðrum sigldi niður Signu. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands, var á meðal gesta.

Jafntefli í Íslendingaslagnum mikla

(3 hours, 44 minutes)
ÍÞRÓTTIR Nýliðar Sönderjyske og Lygnby gerðu jafntefli, 1:1, í 2. umferð dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á heimavelli Sönderjyske í dag.
FÓLKIÐ Lögmaður bandaríska tónlistarmannsins og leikarans Justins Timberlakes hefur beðið dómara að vísa frá ákæru á hendur Timberlake fyrir ölvunarakstur á þeirri forsendu að söngvarinn hafi ekki verið ölvaður þegar hann var handtekinn í New York ríki í júní.

10 bestu kynlífsráð sérfræðings

(3 hours, 56 minutes)
SMARTLAND Kynlífsráðgjafinn Tracy Cox tók saman nokkur bestu kynlífsráðin að hennar mati. Tilefnið var andlát Dr. Ruth sem varð heimsfræg fyrir að tala um kynlíf með opinskáum hætti.
ERLENT Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna samþykktu á fundi í Rio de Janiero í Brasilíu kvöld að vinna saman að því að skattleggja ofurríka einstaklinga.

Finna fyrir auknu mótlæti í ár

(4 hours, 20 minutes)
INNLENT Druslugangan verður haldin í tólfta sinn á morgun. Skipuleggjendur hátíðarinnar segjast spenntir fyrir deginum en finna þó fyrir ákveðnu bakslagi í samfélaginu þegar það kemur að jafnréttismálum.

Markalaust hjá botnliðunum

(4 hours, 21 minutes)
ÍÞRÓTTIR ÍR og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í botnslag 1. deildar kvenna í knattspyrnu í Seljahverfinu í kvöld.

Fá vitjanabíl læknis á Akureyri

(4 hours, 27 minutes)
INNLENT Heilsugæslan Urðarhvarfi mun opna fyrir heimavitjanir á Akureyri með vitjanabíl læknis sem afhentur verður í ágúst. Eru þetta viðbrögð Heilsugæslunnar við kröfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að tveir fyrrum heimilislæknar bæjarfélagsins myndu einungis hafa aðsetur hjá heilsugæslunni í Urðarhvarfi í Kópavogi en þar gátu þeir aðeins sinnt skjólstæðingum sínum fyrir norðan með rafrænum hætti eða símleiðis.
ERLENT Donald Trump, forsetaframbjóðandi og fyrrum forseti Bandaríkjanna og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísreal funduðu í dag.

Vissum að þær myndu spila í tígli

(4 hours, 37 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Við ætluðum að vera þéttar til baka og sækja svo hratt,“ sagði Eva Rut Ásþórsdóttir fyrirliði Fylkiskvenna eftir að hafa tapað fyrir toppliði Breiðabliks með minnsta mun, 1:0, þegar liðin mættust í Kópavoginum í efstu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Syngur um gleðivímu Hinsegin daga

(4 hours, 42 minutes)
FÓLKIÐ Gleðivíma er lag Hinsegin daga 2024. Þetta er fyrsta lagið sem Margrét Rán Magnúsdóttir gefur út undir nafninu RÁN sem er sólóverkefni sem hún er nýfarin af stað með og með henni í laginu er Páll Óskar.

Félagaskiptin í enska fótboltanum

(4 hours, 56 minutes)
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskipti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta föstudaginn 14. júní og glugginn er opinn til loka ágústmánaðar.

Óþægileg forysta

(5 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR „Ég veit ekki hvort við vorum í einhverju basli en veit að mér fannst þetta ekki nógu gott hjá okkur,“ sagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðablik eftir 1:0 sigur á Fylki þegar liðin mættust í 14. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.
INNLENT „Kannski er punkturinn í þessu sá, að við sjáum ekki betur en að innlendir framleiðendur séu að stærstum hluta búnir að setja áhrifin af kjarasamningum út í verðlagið hjá sér,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
INNLENT Kona og íbúi í Langholtshverfi Reykjavíkur hefur varað aðra hverfisbúa við manni sem reyndi að ná tali af dóttur hennar á meðan hann þuklaði á kynfærum sínum í bifreið sinni. Setti konan færslu inn á Facebook hóp Langholtshverfis þar sem hún lýsir atvikinu og af athugasemdum af dæma hafa aðrir orðið mannsins vart.

16 ára skoraði sigurmark ÍBV

(5 hours, 21 minutes)
ÍÞRÓTTIR ÍBV vann sterkan útisigur á Gróttu, 1:0, í 12. umferð 1. deildar kvenna í knattspyrnu á heimavelli Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld.

Gordon Ramsay borðaði aftur á OTO

(5 hours, 26 minutes)
MATUR Gordon Ramsay, einn þekktasti matreiðslumaður heims, snæddi á veitingastaðnum OTO á dögunum.
FERÐALÖG Förðunarfræðingurinn Heiður Ósk Eggertsdóttir og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum, eru stödd í rómantísku ástarfríi í Króatíu um þessar mundir.

Humpback whales are social opportunists

(5 hours, 56 minutes)
ICELAND Humpback whales have been unafraid to hang out at Iceland's ports. There are now about ten humpback whales at the harbor in Borgarfjörður East, and a whale expert says they are sociable creatures that are not afraid of people, but there is one thing in particular that draws them so close to land.
INNLENT Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á lista yfir þá sem er boðið er að vera við setningu Höllu Tómasdóttir í embætti forseta Íslands.
ÍÞRÓTTIR Dalvík/Reynir, neðsta liðið í 1. deild karla í fótbolta, náði í kvöld óvæntu jafntefli gegn toppliði deildarinnar, Fjölni, eftir mikla dramatík á lokamínútunum í Grafarvogi.
ÍÞRÓTTIR Víkingur úr Reykjavík og Þróttur úr Reykjavík gerðu markalaust jafntefli í 14. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu á Víkingsvellinum í kvöld.

Tæpt hjá Blikum gegn Fylki

(6 hours, 4 minutes)
ÍÞRÓTTIR Varnarleikur var í fyrirrúmi þegar Fylkiskonur sóttu Blika heim í Kópavoginn þegar í kvöld í 14. umferð efstu deildar kvenna í fótbolta.
ÍÞRÓTTIR Leikmaður körfuknattleiksliðs Tindastóls sigldi niður ána Signu í kvöld sem einn af þátttakendunum í Ólympíuleikunum í París.

Bátarnir streyma niður Signu (myndir)

(6 hours, 16 minutes)
ÍÞRÓTTIR Setningarhátíð Ólympíuleikanna í París hófst klukkan 17.30 og bátar með íþróttafólkinu og fylgdarliði þeirra sigla nú niður ána Signu.

Skyggir á gullverðlaunin okkar

(6 hours, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR Framkvæmdastjóri kanadíska ólympíusambandsins segir að háttalag þjálfarateymis kvennaliðs Kanada í knattspyrnu geti varpað skugga á sigur liðsins á Ólympíuleikunum í Tókýó árið 2021.
FÓLKIÐ Strákasveitin IceGuys byrja tökur á sinna annari sjónvarpsseríu í ágúst!
SMARTLAND „Bleiku sjóstakkarnir seldust upp á tíu mínútum, ég hef ekki séð svona áður á Íslandi."

Vildi hafa bangsa á brúðarkjólnum

(6 hours, 56 minutes)
FJÖLSKYLDAN 38 ár eru liðin frá brúðkaupsdegi Söruh Ferguson og Andrésar prins en þau giftu sig þann 23. júlí árið 1986.
INNLENT Fótboltastelpur frá Malaví voru ánægðar að sjá til sólar í dag á knattspyrnumótinu Rey Cup. Þeim finnst kuldinn mikill, en segja Ísland góðan stað til að vera á.

Vésteinn ekki í íslenska bátnum

(7 hours, 4 minutes)
ÍÞRÓTTIR Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ er ekki í íslenska bátnum sem siglir niður Signu á setningarathöfn Ólympíuleikanna í París.
ERLENT Bandaríska tónskáldið Philip Glass, einn höfunda tónlistarinnar í ballettsýningunni Wuthering Heights, sakar Rússa, sem hyggjast setja verkið upp, um að nota tónlist sína og nafn sitt í auglýsingum fyrir sýninguna í leyfisleysi. Hann sakar þá um hreinan hugverkastuld.

Ætlar að snúa aftur til Grindavíkur

(7 hours, 18 minutes)
INNLENT Vilhjálmur Jóhann Lárusson, eigandi sjómannastofunnar Vör í Grindavík, segir að starfsemin hafi gengið mjög vel, en hann opnaði veitingastaðinn í febrúar.
ÍÞRÓTTIR Ísland á tvo fulltrúa í fimleikakeppni Ólympíuleikanna í París. Ekki þó keppendur heldur í röðum dómara.
INNLENT Halla Tómasdóttir, verðandi forseti lýðveldisins, hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hún segir að hún hafi ekki óskað sérkjara við kaup á bifreið frá Brimborg. Þá segir hún að auglýsing sem birt var á samfélagsmiðlum Brimborgar hafi verið birt án hennar vitundar.
ERLENT Á sama tíma og Rússar halda stríði sínu gangandi í Úkraínu virðist baráttan við verðbólguna innanlands vera að reynast þeim ofviða. Verðbólga mældist yfir 9% í Rússlandi í júní og stýrivextir Seðlabankans voru hækkaðir í dag í 18%.
ERLENT Rússnesk stjórnvöld segjast ekki hafa verið upplýst um að rússneskur maður hefði verið handtekinn í París í síðustu viku, þar sem hann er grunaður um að hafa skipulagt umfangsmiklar aðgerðir til að slá setningarathöfn ólympíuleikanna úr jafnvægi.

Blaut setningarhátíð á Signubökkum

(8 hours, 30 minutes)
ÍÞRÓTTIR Í París gengur á með snörpum rigningarskúrum en þar hefst setningarathöfn Ólympíuleikanna við ána Signu og á henni núna klukkan 17.30.
ÍÞRÓTTIR Leikur Sönderjyske og Lyngby í 2. umerð dönsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu er hafinn.

Ísland og Ísrael saman á báti

(8 hours, 53 minutes)
ÍÞRÓTTIR Hálftími er í að setningarathöfn Ólympíuleikanna 2024 hefjist á Signubökkum í París en þar mun íþróttafólkið og þeirra fylgdarlið sigla niður ána Signu á bátum.
K100 Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar eru ósammála um hver af þeim hafi mesta reynslu af sjómennsku og njóti sín mest á sjó.
INNLENT Facebook-færslu bílaumboðsins Brimborgar, þar sem kaup verðandi forsetans Höllu Tómasdóttur á nýjum Volvo-rafbíl voru auglýst, virðist nú hafa verið eytt.
VIÐSKIPTI „Það færi fráleitt að fara að hætta starfsemi miðað við alla þá uppbyggingu sem hefur átt sér stað," segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í nýjum hlaðvarpsþætti Þjóðmála.

Frá Malaví til Íslands á Rey Cup

(9 hours, 11 minutes)
INNLENT Á dögunum lentu ellefu ungar og efnilegar knattspyrnukonur frá Malaví á Keflavíkurflugvelli. Þær eru komnar hingað til lands til þess að taka þátt á Rey Cup knattspyrnumótinu sem fer fram um helgina.
ÍÞRÓTTIR Setningarathöfn Ólympíuleikanna í París hefst klukkan 17.30 en þar hafa nú fjölmargir áhorfendur þurft að bíða í röðum við bakka árinnar Signu langtímum saman.

Slæmt tap íslenska liðsins

(9 hours, 27 minutes)
ÍÞRÓTTIR U18 ára karlalandslið Íslands mátti þola slæmt tap fyrir jafnöldrum sínum frá Sviss, 87:63, í fyrsta leik liðsins í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.
200 Hnúfubakar hafa verið óhræddir við að spóka sig við hafnir Íslands. Nú erum um tíu hnúfubakar við höfnina í Borgarfirði eystri og segir hvalasérfræðingur þá vera félagslyndar verur sem hræðast ekki fólk, en eitt er þó sérstaklega sem dregur þá svona nálægt landi.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskiptin í íslenska fótboltanum miðvikudaginn 17. júlí og íslensku félögin í tveimur efstu deildum karla geta fengið til sín leikmenn til þriðjudagsins 13. ágúst.
INNLENT Halla Tómasdóttir, tilvonandi forseti lýðveldisins, er á „hálum ís“ eftir að hafa látið mynda sig í auglýsingu fyrir bílaumboðið Brimborg þegar hún keypti rafbíl á sérverði, að mati stjórnsýslufræðings.

Fyrirliðinn áfram hjá Grindavík

(10 hours, 8 minutes)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksmaðurinn Ólafur Ólafsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík.
ÍÞRÓTTIR Opnað var fyrir félagaskiptin í íslenska fótboltanum miðvikudaginn 17. júlí og íslensku félögin í tveimur efstu deildum kvenna geta fengið til sín leikmenn næstu vikurnar.
INNLENT Verðlag á matvöru hefur hækkað um 0,65% á milli mánaða, eða 9,2% á ársgrundvelli, samkvæmt nýjustu mælingum verðlagseftirlits ASÍ. Dæmi eru um tugprósenta hækkanir og var mesta hækkunin á sellerí í Krónunni um 54%.

Ajax lék Evrópuleik innanhúss

(10 hours, 50 minutes)
ÍÞRÓTTIR Hollenska liðið Ajax, sem Kristian Nökkvi Hlynsson leikur með, þurfti að leika heimaleik sinn í undankeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta gegn Vojvodina Novi Sad frá Serbíu með þakið yfir leikvangi sínum, Johan Cruijff Arena.

Íslandsmeistarinn ungi vann aftur

(11 hours, 20 minutes)
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistari kvenna í tennis, hin 13 ára gamla Garima N. Kalugade, sigraði í flokki U16 ára á Europe Icelandic Open-mótinu á Víkingsvöllunum í Fossvogi í gær.
ERLENT Franska rík­is­lest­ar­fyr­ir­tæk­ið SNCF hefur staðfest að þrjár hraðlestabrautir, Atlantique, Nord og Est, hafi orðið fyrir áhrifum meiriháttar spellvirkis á hraðlest­ar­kerfi Frakk­lands.
INNLENT Sýningin „How to Become Icelandic in 60 Minutes“, sköpunarverk Bjarna Hauks Þórssonar, hefur heillað og frætt ferðamenn og Íslendinga í tólf ár og mun á laugardaginn fagna sinni þúsundustu sýningu í Hörpu.

Flestar sýna góða aukningu milli ára

(11 hours, 48 minutes)
VEIÐI Það eru ekki bara stóru laxveiðiárnar sem eru að bæta við sig. Margar af minni ánum eru með góða aukningu og sumar hverjar mjög mikla bætingu frá í fyrra. Meðfylgjandi er listi yfir stöðuna í 29 laxveiðiám og vatnasvæðum.

Zico rændur í París

(11 hours, 55 minutes)
ÍÞRÓTTIR Zico, einn af fremstu knattspyrnumönnum í sögu Brasilíu, var rændur í gær þegar hann kom til Parísar til að fylgjast með sínum mönnum á Ólympíuleikunum.

Hvernig á að „mastera“ veislurnar?

(11 hours, 56 minutes)
SMARTLAND Það er ekki heiglum hent að vera frábær gestur eða gestgjafi í partýum.

Halla fær rafbíl á sérdíl

(12 hours, 14 minutes)
INNLENT Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, hefur fengið keyptan rafbíl á sérkjörum frá Brimborg. Bílaumboðið auglýsir kaupin með mynd á Facebook af Höllu og eiginmanni hennar, Birni Skúlasyni, þar sem þau taka á móti bílnum.
INNLENT Yfirheyrslum er lokið yfir þremur ferðamönnum sem grunaðir eru um meiri­hátt­ar lík­ams­árás fyrir tæpri viku og voru handteknir í kjölfarið. Rannsókn málsins er í hefðbundnum farvegi hjá lögreglunni en miðar vel. Þá er verið að yfirfara alls kyns gögn og getur rannsóknin tekið nokkrar vikur.

Olmo á leið til ensku meistaranna?

(12 hours, 23 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ensku meistararnir Manchester City eru komnir í baráttuna um spænska sóknartengiliðinn Dani Olmo sem leikur með RB Leipzig í Þýskalandi.
ERLENT Hryðjuverkasamtökin ISIS-Khorasan (ISIS-K) hafa reynt að bólstra lið sitt með ungmennum með því að nota samfélagsmiðla á borð við TikTok. Ný rannsókn sýnir að 38 ungmenni á aldrinum 13 til 19 ára voru meðal 58 meintra gerenda eða skipuleggjenda í 27 ISIS tengdum árásum eða áætlunum sem tókst að koma í veg fyrir.
K100 Hlustendur K100 geta á næstu dögum unnið svokallaða „ferða-tösku“ sem er stútfull af veglegum vinningum og fullkomin fyrir verslunarmannahelgina.

Frá KR til Grindavíkur

(12 hours, 46 minutes)
ÍÞRÓTTIR Körfuboltamaðurinn Oddur Rúnar Kristjánsson er genginn til liðs við Grindavík á ný eftir tíu ára fjarveru.

Nýdönsk gefur út nýtt lag

(12 hours, 54 minutes)
FÓLKIÐ Sjö ár eru liðin frá því síðasta plata hljómsveitarinnar kom út.

Framarar krækja í markvörð

(13 hours, 5 minutes)
ÍÞRÓTTIR Svartfellski handboltamarkvörðurinn Darija Zecevic er gengin til liðs við Fram og hefur samið við félagið um að leika með því á komandi keppnistímabili.
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Manchester United freistar þess nú að kaupa Noussair Mazraoui, landsliðsbakvörð Marokkó, af Bayern München.
ERLENT Anna Hidalgo, borgarstjóri Parísar, segir spellvirkin sem gerð voru á járnbrautarkerfið í París ekki koma til með að hafa áhrif á setningarathöfn Ólympíuleikanna sem haldin verður í kvöld.

Ráð fyrir ferskustu handklæðin

(13 hours, 26 minutes)
MATUR Enginn vill illalyktandi handklæði.

Mæta ekki Víkingum á heimavelli

(13 hours, 36 minutes)
ÍÞRÓTTIR Albanska meistaraliðið Egnatia verður ekki á eigin heimavelli þegar það tekur á móti Víkingum á fimmtudaginn kemur í seinni leik liðanna í 2. umferð undankeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta.

Olli slysinu en slasaðist ekki sjálfur

(13 hours, 56 minutes)
INNLENT Ökumaður fólksbílsins, annars tveggja bíla sem lentu í hörðum árekstri á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærkvöldi, var í órétti þar sem hann ók yfir á rauðu ljósi.

De Gea til liðs við Genoa?

(13 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR Spænski markvörðurinn David de Gea er líklega á leið til Genoa á Ítalíu en hann hefur verið samingslaus í heilt ár eftir að hann yfirgaf Manchester United. Albert Guðmundsson leikur fyrir Genoa.
INNLENT Umboðsmaður barna hefur óskað eftir svörum frá Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra. Bendir umboðsmaður á að ráðuneytið hafi ekki sinnt lögbundinni skyldu sinni þrátt fyrir áminningu af hálfu embættisins.

Ánægður hjá United

(14 hours, 16 minutes)
ÍÞRÓTTIR Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen segist ánægður með lífið hjá Manchester United en hann á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
ERLENT Saksóknaraembættið í París hefur hafið rannsókn á spellvirkjunum á járnbrautarkerfið í borginni.

Horfa nú til næstu tveggja vikna

(14 hours, 34 minutes)
INNLENT Öflugt kvikuhlaup úr Svartsengi gæti leitt af sér kvikugang suður fyrir Hagafell, sem líklega mun valda verulegum sprunguhreyfingum í Grindavík jafnvel þó ekki verði eldgos.

Snoop Dogg ber kyndilinn

(14 hours, 38 minutes)
ÍÞRÓTTIR Bandaríski rapparinn Snoop Dogg gengur nú með Ólympíueldinn um götur Parísar.

„Þetta var geggjað gaman“

(14 hours, 44 minutes)
INNLENT Vinirnir Þórbergur Rúnarsson og Einar Dagur Brynjarsson eru komnir til Akureyrar á undan áætlun, eftir að hafa hjólað alla leið frá Reykjavík. Þeir lögðu af stað á þriðjudagsmorgun og hafa safnað áheitum til styrktar Hringnum.
INNLENT Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur mælt rúmmál og flatarmál hraunsins við Grindavík og birt myndir sem sýna flæði og magn hraunsins vel.

Opnunarhátíðin á Signu

(14 hours, 55 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ólympíuleikarnir verða settir formlega síðdegis í dag en ólíkt hefðbundnum setningarathöfnum fer hún ekki fram á íþróttaleikvangi. Íþróttafólkið siglir með bátum niður ánna Signu.
ERLENT Franska veðurstöðin La Chaine Meteo segir 70-80% líkur á í meðallagi til mikillar rigningar á opnunarhátið Ólympíuleikanna í París í kvöld.
ERLENT Jean-Pierre Farandou, framkvæmdastjóri franska rík­is­lestar­fyr­ir­tæk­is­in SNCF, segir árásarmennina hafa kveikt eld í leiðslum sem bera „öryggisupplýsingar til lestarstjóra“.

Fimm Valsmenn í landsliðshóp

(15 hours, 24 minutes)
ÍÞRÓTTIR Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið æfingahóp fyrir undankeppni Evrópumótsins 2025. Fimm Valsmenn eru í hópnum, þar á meðal Kristófer Acox sem sagði í viðtali við mbl.is á dögunum að hann væri að íhuga að hætta að leika fyrir landsliðið.
FÓLKIÐ Kvikmyndin Hillbilly Elegy sem er byggð á ævisögu J.D. Vance, varaforsetaefnis Donalds Trumps, er nú komin í 10. sæti á vinsældarlista streymisveitunnar Netflix á Íslandi.

Harry óttast enn um öryggi Meghan

(15 hours, 38 minutes)
FÓLKIÐ Harry prins segir að enn sé óöruggt fyrir Meghan að heimsækja Bretland. Þetta segir hann í viðtali í nýjum heimildaþætti ITV Tabloids on Trial.

Slot segir erfitt að finna leikmenn

(15 hours, 41 minutes)
ÍÞRÓTTIR Arne Slot, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, segir félagið vera á höttunum eftir nýjum leikmönnum. Hollendingurinn segir erfitt að finna leikmenn sem styrkja liðið.
ERLENT Franskar öryggissveitir leita nú þeirra sem standa að baki skemmdarverkum sem unnin voru á franska lestarkerfinu í nótt.
SMARTLAND Ein mesta ferðahelgi landsmanna er framundan, verslunarmannahelgin, og því ekki vitlaust að byrja að plana hana tímanlega!
K100 Flestir Íslendingar kannast við endursölusíður á borð við bland.is og Brask og brall á Facebook en Kristín Sif kveðst vera „með ofnæmi“ fyrir viðskiptum á slíkum síðum.
ÍÞRÓTTIR Franska knattspyrnufélagið Bordeaux hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum í kjölfar þess að ekkert varð af því að eigendur Liverpool, Fenway Sports Group, keyptu félagið.
INNLENT Áralangri deilu Sorpu og Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) í tengslum við útboð á gas- og jarðgerðarstöð á Álfsnesi, Gaja, er nú lokið. Sorpa samþykkti nýlega að greiða ÍAV 26 milljónir króna í vexti en áður hafði Sorpa greitt verktakafyrirtækinu tæpar 89 milljónir króna í skaðabætur. Samtals hefur Sorpa því greitt 115 milljónir króna til ÍAV.

Óttast að ferillinn sé á enda

(16 hours, 15 minutes)
ÍÞRÓTTIR Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR í Bestu deild karla í knattspyrnu, meiddist á hné á æfingu liðsins á dögunum og óttast er um krossbandsslit sé að ræða. Elmar segir í samtali við 433.is að ef krossbandið sé slitið muni hann leggja skóna á hilluna.
ERLENT Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur lýst stuðningi sínum við Kamölu Harris varaforseta sem forsetaefni Demókrataflokksins.

Bolli og Kristín vissu ekki svarið

(16 hours, 26 minutes)
K100 Þór spurði út í stað á Íslandi en Kristín og Bolli giskuðu vitlaust þó Þór gæfi þeim skemmtilegar vísbendingar.

Norðmenn slegnir eftir tapið

(16 hours, 28 minutes)
ÍÞRÓTTIR Norska kvennalandsliðið tapaði gegn Svíum í fyrsta leik liðsins handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum og norskir fjölmiðlar spara ekki stóru orðin. Norðmenn höfðu ekki tapað fyrir Svíum á stórmóti í sex ár.
ERLENT Röskun á lestarsamgöngum í Frakklandi hefur ekki aðeins áhrif á opnunarhátíð Ólympíuleikanna heldur er þetta einnig sá tími árs sem margir Frakkar halda í sumarfríið sitt.

The arctic tern's nest is thriving

(16 hours, 42 minutes)
ICELAND The arctic tern’s nesting (Sterna paradisaea) at Seltjarnanes has gone beyond expectations and no minks attacked the nests.
INNLENT Skemmdarverk sem unnin voru á hraðlestarkerfi Frakka í nótt hafa ekki áhrif á íslensku ólympíufarana.

Segir arftaka Van Dijk fundinn

(16 hours, 57 minutes)
ÍÞRÓTTIR John Barnes, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir Jarrell Quansah vera framtíðarmann í vörn Liverpool og félagið þurfi ekki að kvíða því að missa Virgil van Dijk.

Uggandi yfir stöðu listamanna

(17 hours, 4 minutes)
INNLENT Anna Eyjólfsdóttir, formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), lýsir þungum áhyggjum vegna fjölda vinnustofa sem sambandið kemur til með að missa fljótlega. Hætta er á að yfir 100 myndlistarmenn missi vinnuaðstöðu sína á árinu og enn fleiri á því næsta.

Ósáttur við öskur gestanna

(17 hours, 17 minutes)
INNLENT Skemmtistaðurinn Skor við Geirsgötu í Reykjavík fær ekki að hafa opið til klukkan eitt á nóttunni um helgar og til klukkan 23 á virkum dögum.
INNLENT „Þetta er bara mál af þeirri stærðargráðu að það á skilið mikla umræðu og djúpa greiningu á því hvernig við tökumst á við það,“ segir formaður velferðarnefndar Alþingis, Steinunn Þóra Árnadóttir, um þær blikur sem eru á lofti um að geðheilsu barna fari hratt hrakandi og áhættuhegðun ungmenna sé að aukast.

Send heim fyrir njósnir

(17 hours, 21 minutes)
ÍÞRÓTTIR Kanadíska knattspyrnusambandið hefur vikið Beverley Priestman, þjálfara kvennalandsliðs þjóðarinnar, frá störfum fram yfir Ólympíuleikana fyrir sinn þátt í njósnum kanadíska þjálfarateymisins á æfingu Nýja-Sjálands á dögunum. Aðstoðarmaður hennar hefur verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi.

Þokubakkar úti við sjávarsíðuna

(17 hours, 35 minutes)
INNLENT Hæg norðlæg átt mun ríkja í dag með dálítilli rigningu á norðanverðu landinu og þokubökkum úti við sjávarsíðuna.

Arsenal vann í vító

(17 hours, 35 minutes)
ÍÞRÓTTIR Ensku úrvalsdeildarliðin Arsenal og Bournemouth mættust í æfingaleik í Los Angeles í nótt, leiknum lauk með 1:1 jafntefli en Skytturnar voru sterkari í vítaspyrnukeppni.
FERÐALÖG Hvernig pakkar þú niður?

Hefur áhrif á 800 þúsund farþega

(18 hours, 3 minutes)
ERLENT Skemmdarverk sem framin voru á hraðlestarkerfi Frakka í nótt hefur haft áhrif á 800 þúsund farþega, að sögn franska ríkislestarfyrirtækisins SNCF.

Varp kríunnar dafnar vel

(18 hours, 11 minutes)
INNLENT Kríuvarpið á Seltjarnanesi hefur gengið vonum framar og engir minkar herjað á varpið.

Umfangsmikil skemmdarverk framin

(18 hours, 41 minutes)
ERLENT Lestarkerfið í Frakklandi er í uppnámi aðeins nokkrum klukkustundum áður en opnunarathöfn Ólympíuleikanna er haldin í París eftir að umfangsmikil skemmdarverk voru framin á hraðlestarkerfi Frakka í skjóli nætur.

Enginn fær að búa heima hjá þeim

(18 hours, 56 minutes)
FJÖLSKYLDAN Margir hafa velt vöngum yfir því afhverju Vilhjálmur prins og Katrín prinsessa hafa kosið að hafa ekkert starfsfólk sem býr heima hjá þeim.
ÍÞRÓTTIR „Þetta er orðið spennandi, kominn skemmtilegur fiðringur og pressa. Þetta er að fara að skella á,“ sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee í samtali við Morgunblaðið. Anton keppir í 100 og 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París og …
INNLENT Lögregla handtók tvo grunaða um sölu og dreifingu fíkniefna.
FÓLKIÐ Ben Affleck fékk ekki boðskort í afmælið.

Ölvaður ökumaður króaður af

(19 hours, 16 minutes)
INNLENT Ökumaður stöðvaði ekki þegar lögregla gaf honum merki um að gera slíkt í umferðinni.
MATUR Föstudagspítsan þessa vikuna er syndsamlega ljúffeng hvít pítsa, eða „pizza bianca“, með sýrðum rjóma, kartöflum, rauðlauk, timían og chiliflögum.

Brýnt að Alþingi sé upplýst

(19 hours, 33 minutes)
INNLENT Bjarni Jónsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, segir að ekki eigi að breyta veigamiklum verkefnum í samgönguáætlun án aðkomu þingsins.

Hyggst skoða lög um nafnabreytingar

(19 hours, 46 minutes)
INNLENT „Þetta er auðvitað sérstakt mál. Ég verð að viðurkenna það. Og ber að með sérstökum hætti,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um nafnbreytingu afbrotamannsins Mohamads Kouranis, sem nýverið tók upp nafnið Mohamad Th. Jóhannesson.

Andlát: Hjörtur Þórarinsson

(19 hours, 51 minutes)
INNLENT Hjörtur Þórarinsson, fyrrverandi skólastjóri og framkvæmdastjóri Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi 23. júlí, 97 ára að aldri, eftir skammvinn veikindi.

Guðmundur Jörundsson á lausu

(19 hours, 56 minutes)
SMARTLAND Hann leitar að draumadísinni!