Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Yves Bissouma, miðjumanni enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton & Hove Albion, skortir ekki sjálfstraust, enda telur hann einfaldlega að sé besti miðjumaður deildarinnar.
INNLENT Landhelgisgæsla Íslands og danski heraflinn hafa undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingi sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til syðsta hluta Grænlands á skútunni Laurel þann 8. ágúst. Ekkert hefur spurst til mannsins.
INNLENT 25 kórónuveirusmit greindust í gær. Daginn þar áður voru þau 37 talsins.
INNLENT Níu sjúklingar liggja inni á Landspítala vegna Covid-19. Þar af eru tvö börn.
K100 Það kom ýmislegt í ljós um Bjarna Ben í Síðdegisþættinum.
ÍÞRÓTTIR Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir gekk í síðasta mánuði til liðs við Þýskalandsmeistara Bayern München eftir fjögurra ára dvöl hjá sænsku meistaraefnunum í Rosengård.
MATUR Yfir 10.000 gestir hafa lagt leið sína á veitingastaðinn Bál á Borg29 á þeim fjórum mánuðum sem liðnir eru frá því að staðurinn opnaði og því óhætt að segja að staðurinn hafi slegið í gegn.
SMARTLAND Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur Baltasarsson eru komin með lögheimili á sama stað.
INNLENT Ellefu mál hafa komið á borð stjórnenda Landsvirkjun vegna ásakana um kynferðislega áreitni, áreiti eða ofbeldi á síðustu fjórum árum.
ÍÞRÓTTIR Stikla fyrir nýjan íslenskan tölvuleik, sem væntanlegur er á næsta ári, var birt í gær. Ber leikurinn nafnið Island of Winds, eða eyja vindanna. Íslenska leikjafyrirtækið Parity sér um útgáfu leiksins.
ÍÞRÓTTIR The International, oft kallað TI, er stærsta mót sem haldið er í leiknum Dota 2. Er mótið eitt það stærsta í heimi, og eru mót í leiknum Dota 2 þekkt fyrir að hafa háar fjárupphæðir í verðlaun. Næsta mót í mótaröð The International verður TI10, sem fram fer í október.
INNLENT Veðurstofan stendur í dag fyrir æfingu þar sem æfð eru viðbrögð við eldgosi í Öskju. Nokkur æsingur hefur gripið um sig á meðal fólks erlendis, sem fylgist grannt með gangi mála í eldstöðvum hér á landi, og ekki síst eftir þá athygli sem eldgosið í Fagradalsfjalli hefur vakið.

Jónas í sinfónískum útsetningum

(1 klukkustund, 3 mínútur)
FÓLKIÐ Jónas Sig. og hljómsveit koma fram með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi annað kvöld, 18. september og hefur tónskáldið og hljómsveitarstjórinn Þórður Magnússon unnið með Jónasi og hljómsveit að sinfónískum útsetningum á vel völdum lögum hans auk nýs efnis.

Ölgerðin innkallar Hindberjagos og Helgu

(1 klukkustund, 9 mínútur)
INNLENT Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Hindberjagos frá Öglu gosgerð 0,33l gler og Helgu 0,33l dós frá Borg brugghús. Þetta á við um allar framleiðslulotur af þessum vörum. Innköllun er hafin úr búðum.

New Eruption Turns Out to Be Moon

(1 klukkustund, 17 mínútur)
ICELAND The Icelandic Met Office received numerous phone calls overnight regarding a potential new volcanic eruption east of the Fagradalsfjall eruption.

Wendy Williams lögð inn á sjúkrahús

(1 klukkustund, 18 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríska sjónvarpskonan Wendy Williams var lögð inn á sjúkrahús fyrr í vikunni vegna andlegra veikinda.
INNLENT Stórfelldar endurbætur eru nú hafnar á fangelsinu á Litla-Hrauni enda hefur lengi legið fyrir að húsnæðið þar sé ófullnægjandi á alla mælikvarða. Stefnt er að því að endurbótum ljúki árið 2023 og munu þær kosta um 1,9 milljarða króna. Turninn á byggingunni, sem hefur verið kennileiti hússins, mun heyra sögunni til.

Segja galla í hönnun nýs rannsóknahúss

(1 klukkustund, 23 mínútur)
INNLENT Fjórir yfirlæknar á Landsspítalanum segja að galli sé í hönnun nýs rannsóknahúss spítalans. Um sé að ræða tvo galla sem kunni að verða dýrkeyptir. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þeir segja að þeir hafi án árangurs reynt að vekja athygli innan veggja sjúkrahússins á þessum tveimur hönnunargöllum.

„Þetta er búið að vera hræðilegt“

(1 klukkustund, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, sýtir það að vera sífellt að missa fleiri leikmenn í meiðsli.

Með hníf, hnúajárn og neyðarblys

(1 klukkustund, 44 mínútur)
INNLENT Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð í nótt vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist vera með hníf, hnúajárn og lyf í bifreið sinni.

Alþjóðleg ráðstefna um framtíð laxins

(1 klukkustund, 44 mínútur)
VEIÐI Félagið Six Rivers Project, sem er í eigu auðkýfingsins Jim Ratcliffe og heldur utan um rekstur á laxveiðiám á Norðausturlandi, stendur fyrir ráðstefnu um verndun Atlantshafslaxins í næstu viku. Ráðstefnan er haldin í Reykjavík 21. og 22. september.

Vilja samtal um fiskeldi á Vestfjörðum

(1 klukkustund, 56 mínútur)
200 Vestfjarðastofa efnir til funda um fiskeldi til eflingar samtals allra hagsmunaaðila á Vestfjörðum undir merkjum „Framtíðarsýn í fiskeldi - þróun atvinnugreinar“.

Framhlaup af hrauni í nótt

(2 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Framhlaup af hrauni sem safnast hafði saman í pollum varð í nótt við eldgosið í Geldingadölum. Nokkur virkni hefur verið í eldgosinu undanfarna daga en svipað framhlaup átti sér stað fyrir örfáum dögum þegar hraun rann niður í Nátthaga. Atburðurinn í nótt var þó ekki jafn umfangsmikill.

Mourinho ósáttur þrátt fyrir stórsigur

(2 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho, knattspyrnustjóri ítalska félagsins Roma, var alls ekki sáttur við spilamennsku liðs síns þrátt fyrir afar öruggan 5:1 sigur gegn CSKA Sofia í Sambandsdeild Evrópu í gær.

Leituðu að manni við gosstöðvarnar

(2 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Leit var gerð að manni við gosstöðvarnar fyrr í vikunni. Tveir erlendir ferðamenn voru saman á svæðinu. Þegar annar þeirra skilaði sér ekki á bílastæðið við Fagradalsfjall eftir þriggja klukkustunda bið hins var haft samband við lögreglu.

Þúsundir safnast saman undir brú

(2 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Um tíu þúsund flóttamenn hafa safnast saman undir brú við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó síðustu daga.

„Þetta mark var fyrir þig pabbi“

(2 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nathan Aké, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester City, skoraði sitt fyrsta mark í Evrópukeppni þegar hann kom City á bragðið í 6:3 sigri gegn RB Leipzig á miðvikudagskvöld. Skömmu eftir að hann skoraði lést faðir hans.

Fundur um launajafnrétti í opnu streymi

(3 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Rafrænn fundur forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um launajafnrétti fer fram í opnu streymi milli klukkan 8:30 og 9:30, í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum.

Reynsluboltinn skoraði fimm mörk í stórsigri

(3 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hin þaulreynda bandaríska knattspyrnukona Carli Llloyd gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk þegar Bandaríkin unnu gífurlega auðveldan 9:0 stórsigur í vináttuleik gegn Paragvæ í nótt.

Stöðva þarf auðsöfnun fárra

(3 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT „Það er merkilegt að skoða kannanir núna. Sjálfstæðisflokkurinn dálítið sér á parti, en síðan eru hinir flokkarnir hnífjafnir og fastir í sömu stöðu, þannig að ég held að þetta verði spennandi síðasta vika,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í viðtali við Dagmál.

Fór í draumanámið í draumalandinu

(3 klukkustundir, 33 mínútur)
FERÐALÖG Þuríður Kristín Kristleifsdóttir, grafískur hönnuður, tónlistarkona og plötusnúður, hélt nýverið á vit ævintýranna ásamt fjölskyldu sinni og flutti til Ítalíu.

Afgreiddu 79 mál á fáum dögum

(3 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Mikill hraði hefur færst í úrvinnslu umsagna vegna mála til umfjöllunar í samráðsgátt stjórnvalda. Klukkan fimm síðdegis í gær höfðu verið birtar niðurstöður í 79 málum í samráðsgátt stjórnvalda frá því á mánudag og bíða nú aðeins 163 mál úrvinnslu. Ráðuneyti segja úrvinnsluna taka tíma.

Tröllvaxinn kúpusvarmi í Breiðholti

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Fágætur kúpusvarmi fannst á gangstíg í Breiðholti viku af september, en undanfarið hefur borist töluvert af fiðrildum til landsins frá Evrópu með hlýjum loftstraumum. Á facebooksíðunni Heimur smádýranna segir að þetta sé aðeins í þriðja skiptið sem kúpusvarmi finnist hér á landi.

Kínverskir geimfarar lentu heilir á húfi

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
ERLENT Þrír kínverskir geimfarar lentu á jörðu niðri snemma í morgun eftir 90 daga leiðangur.
FÓLKIÐ Breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran er ekki hrifinn af andrúmsloftinu sem myndast á verðlaunahátíðum í Bandaríkjunum. Í viðtali eftir MTV VMA verðlaunahátíðina síðustu viku sagði hann að samkeppnin á hátíðunum væri óheilbrigð.

Sólblóm sem mynda von, bókstaflega

(4 klukkustundir, 33 mínútur)
K100 Falleg leið til að dreifa gleði.
BÖRN Guðbjörg M. Sveinsdóttir, formaður Uppbyggingar sjálfsaga, segir félagið kenna nýjar leiðir í samskiptum starfsmanna skóla og nemenda þar sem mið er tekið af uppbyggjandi jákvæðum samskiptum sem efla sjálfsábyrgð einstaklingsins.

17 Covid-flutningar og þrjú útköll

(4 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Slökkvilið fór í þrjú útköll vegna viðvörunarkerfa síðasta sólarhringinn og voru þau öll minniháttar og auðleyst.

Ríkisstjórnin heldur ekki velli

(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Ríkisstjórnin heldur ekki velli í nýrri könnun Prósents sem var gerð fyrir Fréttablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21,3 prósenta fylgi, Framsókn 12,6 prósent og VG fengi slétt 10 prósent. Samanlagt fylgi nemur um 44 prósentum.

Lét fjarlægja fitu úr kinnunum

(4 klukkustundir, 52 mínútur)
SMARTLAND Fyrirsætan Chrissy Teigen lét fjarlægja andlitsfitu, nánar tiltekið úr kinnunum. Teigen greindi frá aðgerðinni á Instagram um helgina en þetta er ekki fyrsta fegrunaraðgerðin sem Teigen hefur farið í.

Handtekinn í sóttvarnahúsi eftir líkamsárás

(5 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Maður í mjög annarlegu ástandi var handtekinn í sóttvarnahúsi eftir líkamsárás, eignarspjöll og brot á sóttvarnarlögum þar sem hann er með staðfest Covid-smit.

Þurrt suðvestanlands í dag

(5 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Spáð er vestan og norðvestan 3 til 10 metrum á sekúndu og víða dálítilli vætu, en yfirleitt verður þurrt um landið suðvestanvert.

Álverið í Straumsvík á réttan kjöl

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
VIÐSKIPTI Leiðtogi samfélagsmála og samskipta hjá Rio Tinto á Íslandi segir álverið í Straumsvík að skila hagnaði á ný. Þegar greint var frá samningi álversins og Landsvirkjunar um miðjan febrúar var álverðið tæplega 2.100 dalir á tonnið í kauphöllinni með málma í London (LME). Það er nú tæplega 2.900 dalir.

Sumar í jörð hefur lengst

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Sumarið í jarðveginum hefur ekki bara hlýnað heldur almennt lengst í báðar áttir. Það sem kom mér mest á óvart var hvað það er sterkt samband á milli breytinga á ársmeðalhita og hita á 100 sentimetra dýpi í jörð.

Vekur upp spurningar um hæfi

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Mjólkursamsalan ehf. gerir alvarlegar athugasemdir við kostað kynningarblað, sem fylgdi með Fréttablaðinu í gær, en það bar heitið „Fögnum frelsinu – samkeppni lifi“.

17% vilja ekki vera aftur í samninganefnd

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Stór hluti fólks í kjaraviðræðum eða um 40% allra í samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda sem hafa tekið þátt í gerð kjarasamninga í samningalotunni sem hófst í byrjun árs 2019, eru fyrsta sinn í samninganefnd um kjarasamninga og nær einn af hverjum fimm eða 17,2% segjast ekki geta hugsað sér að vera í samninganefnd aftur.

Við erum að hita upp matinn kolvitlaust

(6 klukkustundir, 31 mínúta)
MATUR Ein mesta og besta uppfinning í eldhúsinu er örbylgjuofninn. En samkvæmt nýjustu fréttum erum við að hita matinn upp í ofninum á alveg kolrangan máta.

Annað gos reyndist vera tunglið

(11 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Næturvakt Veðurstofunnar hefur fengið töluvert af tilkynningum í kvöld varðandi hugsanlegt annað eldgos, austan við Fagradalsfjall. Reyndist þar vera um tunglið að ræða.

B-2 sprengjuflugvél brotlenti

(11 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni Nort­hrop Grumman B-2 brotlenti í fyrradag á Whiteman-herflugvelli í Missouri, heimavelli vélanna. Þetta er í annað skipti sem flugvél af þessari gerð brotlendir en vélin er metin á um 100 milljarða króna.

Fer ekki leynt með hvað hann kýs

(12 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Jón Elvar Hjörleifsson, bóndi á Hrafnagili í Eyjafirði, fer ekki leynt með hvaða flokk hann kemur til með að kjósa í alþingiskosningunum en hann tók af skarið og tætti listabókstaf Miðflokksins í kornekrur sínar þrjár.

„Stór og falleg demantssíld“

(12 klukkustundir, 25 mínútur)
200 Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK, kveðst hæst ánægður með síldina sem skipið kom með til Neskaupstaðar í gærkvöldi.

Albert lagði upp mark í Danmörku

(12 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Albert Guðmundsson lagði upp fyrsta mark AZ Alkmaar þegar liðið gerði 2:2-jafntefli gegn Randers í D-riðli Sambandsdeildar UEFA í knattspyrnu í Danmörku í kvöld.

Eiginkonan keypti titrara

(13 klukkustundir, 33 mínútur)
SMARTLAND Karlmaður og faðir skilur ekki af hverju konan hans, sem segist vera of þreytt fyrir kynlíf, var að kaupa sér titrara. Hann leitaði hjálpar hjá ráðgjafa Guardian, Pamelu Stephenson Connolly.

Stuð í gígnum í kvöld

(13 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Hraunflæði í eldgosinu í Geldingadölum jókst um sjöleytið í kvöld. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að stuð sé í gígnum núna, og er aukning hraunflæðisins svipuð og hefur áður átt sér stað síðustu daga.

Stjarnan mætir Njarðvík í úrslitum

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan mætir Njarðvík í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, eftir fimm stiga sigur gegn Tindastól á Mathús Garðabæjarhöllinni í Garðabæ í kvöld.
INNLENT Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur að minni sveiflur verði í hagkerfinu ef tekin verður upp evra. Því sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því að gjaldmiðillinn fylgi ekki sveiflum hagkerfisins.

„Sést á vellinum að ég er ánægður“

(13 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nicolás Richotti, argentískur bakvörður Njarðvíkinga, spilaði skínandi vel fyrir þá heimamenn í kvöld þegar þeir lögðu ÍR og tryggðu sér þar með sæti í úrslit bikarkeppni karla í körfuknattleik.

Mikil spurn eftir lóðum í Skagafirði

(14 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsti í gær fjórtán einbýlishúsalóðir lausar til umsóknar við götuna Nestún á Sauðárkróki.

Kölluð úr fríi til að kanna stöðu vínkjallarans

(14 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Til stendur að gera könnun á birgðastöðu vínkjallara Bessastaða og verður Helga Einarsdóttir, ráðsmaðurinn á Bessastöðum, kölluð úr fríi til að framkvæma birgðakönnunina.

Titilvörnin hófst á sigri

(14 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistararnir í Val hófu titilvörnina á sigri í kvöld í 1. umferð Olís-deildar karla í handknattleik.
INNLENT Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu gegn orkuvinnslu í samræmi við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Hönnuður Spectrum-tölvunnar látinn

(14 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Uppfinningamaðurinn Sir Clive Sinclair lést í morgun á heimili sínu, 81 árs að aldri. Sinclair fann meðal annars upp á fyrsta vasareikninum, en hann hannaði meðal annars Sinclair ZX81 og Sinclair Spectrum-heimilistölvurnar, sem þóttu brautryðjandaverk á sínum tíma.

Á parinu í Frakklandi

(14 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er í fínum málum eftir fyrsta keppnisdag á Opna franska mótinu á Evrópumótaröðinni golfi.

Hommagrín sem er tíu árum of seint á ferðinni

(15 klukkustundir, 3 mínútur)
K100 Tvær stjörnur af fimm.

Slitnað upp úr vináttunni

(15 klukkustundir, 13 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjörnurnar fyrrverandi Kourtney Kardashian og Scott Disick eru ekki lengur vinir. Samband þeirra snýst eingöngu um börnin þeirra þrjú, Mason, Penelope og Reign. Parið fyrrverandi var þekkt fyrir að halda góðu vinasambandi þrátt fyrir að ástarsambandi þeirra væri lokið.

Pure North Recycling hlaut Bláskelina

(15 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling hlaut í dag Bláskelina, viðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir framúrskarandi lausn í plastmálefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Gömlu græjurnar öðlast aukalíf

(15 klukkustundir, 20 mínútur)
TÆKNI Origo hefur samið við fyrirtækið Foxway um förgun og endurnýjun á notuðum síma- og tölvubúnaði. Foxway sérhæfir sig í endurvinnslu á raftækjum með því að gera við þau og eða nýta í varahluti sem og farga því sem ekki er hægt að nýta á sem umhverfisvænastan hátt.

Elsta viskí heims boðið upp hjá Sotheby

(15 klukkustundir, 26 mínútur)
MATUR Í byrjun október verður boðin upp afar fágæt flaska sem inniheldur elsta viskí heims.

Varði mark Midtjylland í Evrópudeildinni

(15 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Elías Rafn Ólafsson varði mark Midtjylland þegar liðið gerði 1:1-jafntefli gegn Ludogoretz í F-riðli Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í Danmörku í kvöld.

Selja hús á Ítalíu á eina evru

(15 klukkustundir, 33 mínútur)
FERÐALÖG Litli bæir á Ítalíu hafa laðað til sín fólk með því að bjóða húsnæði á spottprís. Nýlega var hús í bænum Maenza ekki langt frá Róm auglýst til sölu á aðeins eina evru.

Njarðvík leikur til úrslita eftir stórsigur

(15 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Njarðvík tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik, VÍS-bikarnum, þegar liðið vann stórsigur gegn ÍR í Ljónagryfjunni í Njarðvík í undanúrslitum keppninnar í kvöld.

Rúnar byrjar með látum hjá ÍBV

(15 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR KA og ÍBV fóru náðu í tvö stig á höfuðborgarsvæðinu þegar liðin hófu keppni á Íslandsmóti karla í handknattleik í kvöld.

Stofnaði vinsælustu leikjasíðu Íslands

(15 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Margir muna eflaust eftir íslensku leikjasíðunni leikjanet.is en þar gat maður spilað ýmsa leiki á vefnum og voru þá vinsælastir leikir á borð við Bubbles, Tetris, Mahjong og einfaldan kapal.

Skömm á ekki að ríkja um þessi mál

(16 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Okkar reynsla er sú að greining er einungis kerfisstimpill en segir ekkert um rót vandans og ekki heldur um hvað er hjálplegt. Einnig getur ákveðinn skaði fylgt því að fá greiningu. Mörg okkar upplifa að fá mismunandi greiningar á mismunandi tímum, af því líðan okkar var mismunandi og ólíkir fagaðilar greindu okkur.“

Því meiri fræðsla því minni fórdómar

(16 klukkustundir, 3 mínútur)
BÖRN „Strákarnir eru farnir að þekkja Ægi og vita veikleikana hans og vildu reyna að hvetja hann áfram. Hugsa sér hvað þetta getur skipt miklu máli fyrir börn eins og Ægi, að fá hvatningu frá jafnöldrum, að vera samþykktur. Þetta hvatti Ægi það mikið að hann er alveg ákveðinn í því að halda áfram að æfa. Það er virkilega gaman að heyra að krakkarnir sýni Ægi svona mikinn stuðning og skilning.“

Daninn bjargaði stigi fyrir Tottenham

(16 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pierre-Emile Höjberg reyndist hetja Tottenham þegar liðið heimsótti Rennes í G-riðli Sambandsdeildar UEFA í knattspyrnu í Frakklandi í kvöld.

Ómar átti þátt í þrettán mörkum

(16 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ómar Ingi Magnússon átti beinan þátt í þrettán mörkum þegar Magdeburg vann Wetzlar í efstu deild þýska handboltans í kvöld.

West Ham vann í Króatíu

(16 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Michail Antonio og Declan Rice skoruðu mörk West Ham þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Dinamo Zagreb í H-riðli Evrópudeildarinnar í í Króatíu í kvöld.

Framfarir eru mikilvægastar

(16 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT „Ég hef knýjandi þörf til að bæta samfélagið okkar. Mér finnst Ísland vera mjög gott samfélag, en það er hægt að bæta það enn frekar með margvíslegum hætti,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Íslendingarnir fengu mínútur í Sambandsdeildinni

(16 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Köbenhavn vann góðan sigur gegn Slovan Bratislava í F-riðli Sambandsdeildar UEFA í Serbíu í kvöld.
SMARTLAND Hefur þig lengi dreymt um einbýlishús sem vönduðum innréttingum og nóg af herbergjum. Ef svo er þá gæti þetta verið draumahúsið þitt.
INNLENT Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í dag að Akstaðará á Þórsmerkurleið þar sem rúta með 32 manns um borð sat föst í ánni.

Mikil vöntun á A plús og O mínus blóðgjöfum

(16 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Mikil vöntun er á blóði í blóðflokkum A plús og O mínus og óskar því Blóðbankinn eftir blóðgjöfum í færslu á Facebook-síðu sinni.

Verða í Frostaskjóli meðan framkvæmdum stendur

(16 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Á morgun munu hefjast framkvæmdir á leikskólanum Ægisborg í Reykjavík þar sem skipt verður um gólfefni. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Sigurgeir kveðst ánægður með hönnunina

(17 klukkustundir, 1 mínúta)
200 Slippurinn á Akureyri mun annast hönnun, smíði og uppsetningu á nýjum vinnslubúnaði í ísfisktogarann Frosta ÞH-229 og er gert ráð fyrir að uppsetning hefjist í október.

Fimm frábær hlaðvörp: Unnur Eggerts gefur álit

(17 klukkustundir, 3 mínútur)
K100 Fimm geggjuð meðmæli um góð hlaðvörp frá Unni Eggertsdóttur leikkonu og hlaðvarpsstjórnanda.

Tap hjá Kielce í Meistaradeildinni

(17 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Pólska liðið Kielce mátti sætta sig við tap í Meistaradeild karla í handknattleik í dag þegar liðið fór til Rúmeníu.

Ræður sér Hollywood lögfræðing

(17 klukkustundir, 8 mínútur)
FÓLKIÐ Andrés prins hefur ráðið Hollywood lögfræðinginn Andrew Brettler til þess að verja sig gegn kæru Victoriu Giuffre. Valið þykir sérstakt þar sem prinsinn er ekki dæmigerður skjólstæðingur Brettlers.

Smart kynnir nýjan bíl og hefur samstarf á Íslandi

(17 klukkustundir, 12 mínútur)
BÍLAR Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi bílaframleiðandinn Smart hinn nýja Concept #1 rafbíl. Hann telst til svokallaðra borgarjepplinga og er fjórhjóladrifinn.

Laus stjórastaða hjá fornfrægu liði

(17 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Nottingham Forest sagði upp knattspyrnustjóranum Chris Hughton en tilkynnt var um uppsögnina í dag.

Vara við eldgosi á Kanaríeyjum

(17 klukkustundir, 31 mínúta)
ERLENT Fleiri en 4.200 skjálftar hafa mælst á eynni La Palma, sem tilheyrir Kanaríeyjum, síðan á laugardag. Sterkasti skjálftinn til þessa var 3,4 að styrkleika. Kvika færist hratt upp á við og búast má við öflugri skjálftum.

Nýtt kerfi skili 9 milljörðum í stað 5

(17 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að nær tvöfalda megi veiðigjöldin á útgerðina með nýju fyrningakerfi sem Viðreisn boðar. Hún treystir markaðnum best til að ákveða verðið á fiskveiðiheimildunum.

Úr Árbænum í Fossvoginn?

(17 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arnór Borg Guðjohnsen er í viðræðum við Víkinga úr Reykjavík um að ganga til liðs við félagið. Þetta staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við mbl.is.
INNLENT Í dag féll dómur í máli Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd Bláfugls ehf. í Félagsdómi. Dómurinn staðfesti ólögmæti uppsagna Bláfugls á flugmönnum sem eru meðlimir í FÍA.

Óboðlegt að nýtt flugskýli bíði lengur

(18 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kveðst ótrúlega ánægð með að nýtt flugskýli sé nú loks að verða að veruleika enda sé það nauðsynlegt fyrir starf Landhelgisgæslunnar. Segir hún það jafnframt algjörlega óboðlegt að betri aðstaða Gæslunnar hafi verið sett í biðstöðu vegna umræðna um Reykjavíkurflugvöll enda varði það öryggi þjóðarinnar.

Sigríður Thorlacius orðin móðir

(18 klukkustundir, 12 mínútur)
BÖRN Ein ástsælasta söngkona þjóðarinnar, Sigríður Thorlacius, er orðin móðir. Hún og unnusti hennar eignuðust son í síðustu viku.

Viskí frá Þoran distillery komið í tunnur

(18 klukkustundir, 32 mínútur)
MATUR Úrval af íslensku viskíi mun brátt aukast en ný tegund af íslensku viskíi frá bruggverksmiðjunni Þoran fór í tunnur í fyrsta sinn á þessu ári.

Vinnuumhverfið tryggt í leikjaiðnaðinum

(18 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fyrr í dag hittust fulltrúar Samtaka leikjaframleiðanda (IGI), Rafíþróttasamtaka Íslands (RÍSÍ) og Game Makers Iceland (GMI) til þess að undirrita sáttmála um örugga vinnustaði í höfuðstöðvum CCP.

Ný heildarmynd með 50 þúsund króna jakka

(18 klukkustundir, 33 mínútur)
SMARTLAND Katrín hertogaynja af Cambridge klæddist dökkbláum útvíðum buxum og ljósum jakka þegar hún heimsótti bresku flugstöðina, Brize Norton, í gær.

Fjögurra ára bann þjálfarans stendur

(18 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þjálfarinn frægi, Alberto Salazar, má ekki koma nálægt þjálfun frjálsíþróttafólks næstu árin.

Smitaðir fá skilaboð í Heilsuveru

(19 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Einstaklingar sem greinast jákvæðir með Covid-19 munu nú fá skilaboð í Heilsuveru líkt og þeir sem greinast neikvæðir.

Furðar sig á að SÍ veiti ekki undanþágu

(19 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Fríða Bragadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sykursjúkra, segir það ekki stórt vandamál meðal sykursjúkra að birgðir þeirra af strimlum sem þeir fá úthlutað af Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) á ári klárist. Kvótinn dugar lang flestum en þó furðar hún sig á því að ekki sé hægt að veita undanþágur í þau skipti sem hann gerir það ekki.

250 sýni tekin á Reyðarfirði

(19 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT 250 sýni voru tekin í dag á Reyðarfirði en í morgun voru tíu Covid-smit staðfest í grunn­skóla Reyðarfjarðar.

Olíubíll valt á Efri-Jökuldal

(19 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Olíubíll fór út af veginum og valt við Arnórsstaði á Efri-Jökuldal fyrr í dag. Ökumaðurinn var fluttur á brott í sjúkrabíl og síðar með sjúkraflugi suður.

Ætlum okkur að vinna Holland

(19 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska kvennalandsliðsins og leikmaður stórliðs Bayern München, segir Holland hafa tekið gífurlegum framförum frá því að hún mætti þeim fyrst fyrir sjö árum.

Bað Britney og Sam afsökunar á ummælunum

(19 klukkustundir, 33 mínútur)
K100 Octavia Spencer hefur beðið nýtrúlofaða parið Britney Spears og Sam Asghari afsökunar á ummælum sínum.

Verkjaður eftir fall og frestar tónleikum

(19 klukkustundir, 48 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Elton John hefur neyðst til að fresta lokatónleikaferð sinn um Bretland eftir að hann datt illa. Í tilkynningu frá söngvaranum segir að hann hafi verið mjög verkjaður eftir fallið og verkirnir versnað.

Segja bandalagið ábyrgðarlaust

(19 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í Kína segja bandalag Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Ástr­al­íu (Aukus) til að styrkja flota­getu sína á Ind­lands­hafi og Kyrra­hafi vera „ákaflega ábyrgðarlaust“ og „þröngsýnt“.
INNLENT „Á næstsíðasta þing þessa kjörtímabils, var lögð upp sú taktík í stjórnarandstöðunni, sem píratar tóku ekki þátt, að sjá til þess að ríkisstjórnin næði í gegn sem fæstum málum. Þau sem ákváðu að gera þetta, var alveg sama þó þau væru að koma í veg fyrir góð mál. Markmiðið var að láta ríkisstjórnina líta illa út,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í nýju kosningamyndbandi flokksins.

„Viljum vera með þeim bestu í heimi“

(20 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, leikmaður Orlando Pride í Bandaríkjunum og ein reyndasta landsliðskona núverandi A-landsliðshóps, segir leikmenn ólma vilja komast á heimsmeistaramót í fyrsta skipti eftir að hafa komist á fjögur Evrópumót í röð.

Vona að hann breyti nógu andskoti miklu

(20 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þorsteinn Halldórsson, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, segir að það verði áhugavert að sjá hollenska landsliðið undir stjórn nýs þjálfara.

Dýrindis eplakökumúffur

(20 klukkustundir, 33 mínútur)
MATUR Uppskriftir með eplum fylgja haustinu og Berglind Hreiðars á Gotteri.is segist mikil haustmanneskja enda elski hún allt sem því fylgi; lyktina, kuldann, litina og ekki síst rútínuna. Hér deilir hún með okkur æðislegri uppskrift að eplakökumúffum sem svíkja engan.

Pétur Markan biskupsritari

(20 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Biskup Íslands, séra Agnes M. Sigurðardóttir, hefur ráðið nýjan biskupsritara, Pétur Georg Markan, samskiptastjóra Biskupsstofu. Mun hann taka við starfinu 1. október nk. Hann mun sinna báðum hlutverkum, a.m.k. fyrst um sinn.

Diljá kölluð inn í landsliðshópinn

(20 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Diljá Ýr Zomers, leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, verður kölluð inn í leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Boris stokkaði upp í ríkisstjórninni

(20 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ákvað í gær að stokka upp í ríkisstjórn sinni. Var aðgerðin sögð viðbragð við dvínandi vinsældum ríkisstjórnarinnar, en henni hefur nýlega orðið fótaskortur í baráttunni gegn kórónuveirunni, í skattamálum, sem og í brottflutningnum frá Afganistan.

Fær að æfa en ólíklegt að hann semji

(20 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, segir að félagið vilji gjarna hjálpa Jack Wilshere að koma ferli sínum af stað á ný en að ólíklegt sé að samið verði við hann.

Forsíða Time vekur furðu

(21 klukkustund, 11 mínútur)
FÓLKIÐ Forsíða tímaritsins Time hefur vakið mikla athygli fyrir heldur sérstaka mynd af Harry og Meghan en þau prýða nú forsíðuna fyrir að lenda á lista yfir áhrifamesta fólkið árið 2021.

Evran hefði reynst betur í faraldrinum

(21 klukkustund, 18 mínútur)
INNLENT Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur að evran hefði reynst betur sem gjaldmiðill þjóðarinnar þegar kórónuveirufaraldurinn gekk yfir. Ekki sé víst að atvinnuleysi hefði aukist meira.

Víða verið góð haustveiði

(21 klukkustund, 29 mínútur)
VEIÐI Vikulegur listi yfir aflahæstu laxveiðiár á landinu var birtur í morgun. Þar eru litlar breytingar á efsta hluta listans og er Ytri-Rangá með flesta laxa og er að nálgast þrjú þúsund. Ekki langt undan er Eystri-Rangá og svo koma Miðfjörður, Norðurá, Þverá/Kjarrá, Haffjarðará og Urriðafoss.

Sigurboganum pakkað inn í 16 daga

(21 klukkustund, 33 mínútur)
FERÐALÖG Þeir sem hyggja á ferðalög á allra næstu dögum ættu að íhuga að fara til Parísar þar sem nú gefst tækifæri til þess að sjá Sigurbogann innpakkaðann.

Listaverkið er sannkölluð orkustöð

(21 klukkustund, 33 mínútur)
INNLENT „Við unnum bókstaflega með tveggja til þriggja daga gamalt hraun. Við byggjum verkið á nýrunnu hrauni úr Geldingadölum og fengum leyfi hjá björgunarsveit og lögreglu til að fara inn á svæðið og ná í efnið.“

Raunveruleikastjarna varð fyrir býflugnaárás

(21 klukkustund, 33 mínútur)
K100 Það versta er að Richards er með bráðaofnæmi fyrir býflugum.

Dóra bað Egils á spunasýningu

(21 klukkustund, 33 mínútur)
SMARTLAND Dóra Jóhannsdóttir leikkona fór á skeljarnar á spunasýningu Improv Íslands og bað kærasta síns, Egils Egilssonar flugmanns.

Verðlaunapeningum James rænt

(21 klukkustund, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Reece James, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins í knattspyrnu karla, varð fyrir þeirri óskemmtilegu upplifun að innbrotsþjófar brutust inn til hans og rændu verðmætum.

„Ýmislegt mátt mun betur fara“

(22 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT „Þetta kom okkur í opna skjöldu og við urðum fyrir smá áfalli vegna þess að það einhvern veginn á ekki af okkur að ganga varðandi viðfangsefnin á borði stjórnar,“ segir Líf Magneu­dótt­ur, stjórn­ar­for­maður Sorpu, í samtali við mbl.is. Í gær var greint frá því að myglu­gró hafi greinst í ág­úst í lím­tré­sein­ing­um í þaki og burðar­virki GAJU, gas- og jarðgerðar­stöð Sorpu.

„Nú get ég talað“

(22 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Tryggvi Gunnarsson, fyrrverandi umboðsmaður Alþingis, og íbúi í Rangárþingi ytra, hvatti íbúa til að kjósa með sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi. „Ég held að við stöndum á tímamótum og það sé rétt að stíga þetta skref,“ sagði Tryggvi á íbúafundi í Rangárþingi ytra sem fór fram á Hellu í gær.

Grét eftir baul eigin stuðningsmanna

(22 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sergi Roberto, bakverði spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sárnaði það mjög þegar stuðningsmenn félagsins bauluð á hann í hvert skipti sem hann fékk boltann í 0:3 tapi liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í vikunni.

Hundrað milljónir renna til styrktar Splitgate

(22 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tölvuleikjafyrirtækið 1047 Games hefur hlotið hundrað milljónir bandarískra dala í styrk fyrir fyrstu persónu skotleikinn þeirra Splitgate.

Dill heldur Michelin-stjörnunni

(22 klukkustundir, 32 mínútur)
MATUR „Þetta voru algjörlega frábær tíðindi,“ segir Gunnar Karl Gíslason, veitingamaður á Dill, en staðurinn hlaut í vikunni Michelin-stjörnu, annað árið í röð.

Höfuðpaur innan raða Isis myrtur

(22 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Höfuðpaur undirsamtaka Isis-hryðju­verka­samtakanna hefur verið drepinn af frönskum hermönnum. Emmanuel Macron Frakklandsforseti greindi frá þessu á Twitter í gær.

Beint: Hvað veist þú um trans börn?

(22 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar verður haldinn hátíðlegur í dag kl. 12:50, með rafrænum hætti. Þemað í ár er trans börn. Trans börn eru að koma út bæði yngri og í meira mæli en áður og er því mikilvægt að styðja vel við bakið á þessum hóp með aukinni fræðslu.

Kári í nýtt hlutverk hjá Víkingi

(22 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kári Árnason, miðvörður karlaliðs Víkings úr Reykjavík í knattspyrnu, er að taka við nýrri stöðu hjá félaginu, yfirmanni knattspyrnumála.

Tveggja ára barn á gjörgæslu vegna fylgikvilla

(22 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Tveggja ára barn liggur nú á gjörgæslu Landspítala vegna fylgikvilla af Covid-19. Þetta staðfestir Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir í samtali við mbl.is. Því lögðust tvö börn inn á Landspítala í gær vegna Covid-19.

Bestu framherjarnir í FIFA 22

(23 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Nú fer að líða að því að leikurinn FIFA 22 komi út, en leikurinn kemur út þann 26. september næstkomandi. Fyrri FIFA-leikir hafa notið vinsælda og er ekki við öðru búist en að nýi leikurinn geri það sama. En hverjir eru stigahæstu framherjar nýjasta leiksins?

Minntust Pelagusslyssins í Vestmannaeyjum

(23 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Minningarathöfn var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi við minnisvarða um Pelagusslysið sem reistur var fyrr á árinu um það þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði við Heimaey 22. janúar 1982. Viðstaddir voru m.a. Frank Arnauts, sendiherra Belgíu á Íslandi ogBart Gulpen, einn þeirra sem bjargaðist, þá aðeins 17 ára.

Margeir fámáll um ósannaðar kenningar lögreglu

(23 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn getur ekki sagt af hverju þess er ekki getið í skýrslu um rannsóknarhætti lögreglu í Rauðagerðismálinu að Angjelin Sterkaj hafi sjálfur gefið fyrirmæli, sem annar sakborningur í málinu er ákærður fyrir að hafa veitt.

Biles: „Hvers virði er lítil stúlka?“

(23 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fimleikastjarnan Simone Biles bar í gær vitni fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í tengslum við áratuga langt níð fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins, Larry Nassar, í garð landsliðsstúlkna og -kvenna, en Biles var eitt fórnarlamba hans.

On-Time Departure, Plus or Minus a Day

(23 klukkustundir, 49 mínútur)
ICELAND Flocks of brants, a.k.a. brent geese (Branta bernicla), have been spotted in the western part of Iceland recently.

Um 20% úr Orkusjóði í haftengda starfsemi

(23 klukkustundir, 55 mínútur)
200 Alls fengu fyrirtæki er tengjast haftengdri starfsemi rúmar 97 milljónir úr Orkusjóði vegna verkefna er tengjast orkuskiptum. Um er að ræða níu fyrirtæki en aðeins tvö þeirra eru sjávarútvegsfyrirtæki. Þá eru tvö fyrirtæki í fiskeldi, eitt er afurðastöð og síðustu fjögur þjónusta sjávarútveg.