Fréttir vikunnar


Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell


(3 klukkustundir, 8 mínútur)
SMARTLAND Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.

Fylgstu með lægðinni


(3 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Veðurstofan varar við suðaustan illviðri á höfuðborgarsvæðinu á milli klukkan 7 og 11 í fyrramálið. Á Suðurlandi er spáð suðaustan stormi eða roki, 20 til 28 metrum á sekúndu með vindhviðum yfir 40 metrum á sekúndu, einkum við fjöll.

Serena var nær dauða en lífi eftir fæðingu


(4 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tennisstjarnan Serena Williams hefur upplýst um það að hún hafi verið hætt komin er hún eignaðist sitt fyrsta barn í september síðastliðnum.

Tyrkir vilja gelda kynferðisbrotamenn


(4 klukkustundir, 21 mínútur)
ERLENT Tyrknesk stjórnvöld vilja gelda kynferðisbrotamenn með lyfjagjöf. Þessi umræða er ekki ný af nálinni en árið 2016 var það sama upp á teningnum en lög um slíkt voru ekki samþykkt. Nýverið braust út mikil reiði meðal almennings í Tyrklandi eftir að fjölmörg kynferðisbrot gegn börnum komu upp.

Listi X-D sagður tilbúinn


(4 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Marta Guðjónsdóttir verður eini sitjandi borgarfulltrúinn á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

„Þetta er algjör synd“


(4 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Cesc Fábregas, miðjumaður Chelsea, var svekktur eftir 1:1-jafntefli við sitt gamla félag Barcelona í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Líffæraþegar lifa í ótta vegna lyfjaskorts


(4 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Yasmiru Castano fannst hún öðlast nýtt tækifæri í lífinu þegar hún fékk grætt í sig nýtt nýra fyrir tæpum 20 árum síðan. Í kjölfarið gat hún lokið menntaskólanámi og fengið vinnu sem handsnyrtir. Vegna lyfjaskorts lifa margir líffæraþegar í Venesúela nú við stöðugan ótta.

Margir leikmenn sjálfir í áfengisbanni


(4 klukkustundir, 41 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV, var virkileg ánægð með fimm marka sigur gegn Selfossi í Olís-deild kvenna í handknattleik í kvöld, sérstaklega fyrir þær sakir að liðið er núna tryggt inn í úrslitakeppni mótsins.

Reiðmaður féll af baki


(4 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Tilkynnt var um reiðmann sem féll af baki við Kaldárselsveg laust fyrir klukkan 16 í dag.

„Nú er allt undir hjá okkur“


(4 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Örn Þrastarson og lið hans Selfoss töpuðu með fimm marka mun gegn sterku liði ÍBV í 18. umferð Olís-deildar kvenna í handknattleik kvöld. Leikurinn var í raun aldrei spennandi þar sem ÍBV leiddi með átta marka mun í hálfleik 15:7. Leiknum lauk síðan 28:23 en Selfyssingar unnu því seinni hálfleik með fjórum mörkum sem Örn var mjög ánægður með.

SA tók meistarana í kennslustund


(5 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það var sannkallaður toppslagur í Hertz-deild karla í íshokkí í kvöld þegar Skautafélag Akureyrar tók á móti Íslandsmeisturum Esju. Það er skemmst frá því að segja að Norðanmenn unnu gríðarlega öruggan 5:1-sigur, skutust á toppinn og eiga enn tvo leiki til góða á meistaraliðið.

Aðgerðastjórn virkjuð í fyrramálið


(5 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, björgunarsveita og lögreglunnar verður virkjuð klukkan sex í fyrramálið vegna óveðursins sem þá er spáð.

Messi tryggði jafntefli með sögulegu marki


(5 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stórmeistarajafntefli var niðurstaðan á Stamford Bridge í Lundúnum í kvöld þegar Chelsea og Barcelona skildu jöfn í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Bayern München er hins vegar nánast öruggt áfram í keppninni.

Getur verið jákvætt að berja sig frá botninum


(5 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur eftir 26:25-tap gegn toppliði Vals í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Stjarnan var yfir nánast allan leikinn, en missti af stigunum tveim í blálokin.

Vill banna búnað fyrir riffla


(5 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað tilskipun um að banna búnað sem er hannaður til að hálfsjálfvirkir hríðskotarifflar virki eins og sjálfvirkir rifflar.

Hélt ég væri örugglega ekki hröðust


(5 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Það er mjög sætt að vera einu sinni yfir í leiknum og það sé á lokaflautinu,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, hetja Valskvenna, eftir 26:25-sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Anna skoraði sigurmarkið 20 sekúndum fyrir leikslok og kom Val yfir í fyrsta skipti í leiknum.

Risasigrar Fram og Hauka


(5 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fram og Haukar fylgja toppliði Vals enn sem skugginn í Olís-deild kvenna í handknattleik, en í kvöld réðst hvaða lið eru örugg í úrslitakeppnina.

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg


(6 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði.

Stórhættulegur framúrakstur


(6 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT „Fólk er oft óþolinmótt að taka fram úr manni en þetta er langversta tilfellið sem ég hef séð,“ segir Guðmundur Kjartansson.

Toppliðið stal stigunum í lokin


(6 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Topplið Vals vann magnaðan 26:25-sigur á Stjörnunni í Olísdeild kvenna í handbolta í kvöld. Valskonur voru undir allan leikinn, eða þar til 20 sekúndum fyrir leikslok þegar þær komust yfir í fyrsta skipti. Möguleikar Stjörnunnar á að komast í úrslitakeppnina eru nú úr sögunni.

Eyjakonur öruggar í úrslitakeppnina


(6 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR ÍBV tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna í handknattleik þegar liðið vann fimm marka sigur gegn Selfossi í Eyjum. Leikurinn var aldrei spennandi og var staðan 15:7 í hálfleik en lokatölur voru 28:23.

Björgunarsveitir tilbúnar klukkan 6


(6 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Níu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verða með hópa í húsi í viðbragðsstöðu klukkan 6 í fyrramálið vegna óveðursins sem hefur verið spáð.

Óskar eftir aðstoð vegna barnaníðinga


(6 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Evrópulögreglan (Europol) hefur beðið almenning um að skoða myndir sem eru á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningunni segir að hlutir eða staðir á myndunum geti leitt yfirvöld á sporið í málum er varðar alvarleg brot gagnvart börnum.

Jonathan Glenn snýr aftur og nú til Fylkis


(7 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnudeild Fylkis tilkynnti nú í kvöld að sóknarmaðurinn Jonathan Glenn hefði samið við félagið til næstu tveggja ára.

Sylvester Stallone enn sprelllifandi


(7 klukkustundir, 7 mínútur)
FÓLKIÐ Sögusagnir um lát Sylvester Stallone voru hin mesta vitleysa og sá Rocky-stjarnan ástæðu til þess að leiðrétta þennan misskilning.

Breytingar á íslensku liðunum


(7 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst föstudaginn 9. febrúar, með fyrstu leikjum í Lengjubikar karla og 10. febrúar hófst Lengjubikar kvenna. Mbl.is fylgist með þeim breytingum sem verða á liðunum í tveimur efstu deildum karla og kvenna frá degi til dags.
MATUR 12 stangir koma úr uppskriftinni en hver stöng inniheldur 107 kaloríur, 5 g af sykri og 7 g af kolvetnum.

Sögulegri þátttöku Kóreu lokið


(7 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sam­eig­in­legt lið Norður- og Suður-Kór­eu í ís­hokkíi kvenna á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang vakti mikla athygli á leikunum, en þátttöku liðsins er nú lokið.

Ákærður fyrir brot gegn dætrum sínum


(7 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar grófu kynferðisofbeldi um margra ára skeið.

Sökkti sér ofan í súrkálsgerð


(7 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Súrkál er sælkeramatur að mati Dagnýjar Hermannsdóttur súrkálsgerðarkonu. Hún sendi nýverið frá sér uppskriftabókina Súrkál fyrir sælkera til að breiða súrkálsfagnaðarerindið út til Íslendinga.

Kristín Sif neitaði að gelta í dáleiðslunni


(7 klukkustundir, 33 mínútur)
FÓLKIÐ Jón Víðis Jakobsson dáleiddi dagskrárgerðarkonuna Kristínu Sif þannig að í hvert skipti sem nafnið hennar var nefnt rétti hún upp hægri höndina. Hún var þó ekki tilbúin að gelta og fékk hroll í hvert sinn sem það var reynt. Sjón er sögu ríkari í þetta sinn!

Sprengjum varpað á sex sjúkrahús


(7 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Sprengjum sýrlenska hersins hefur verið varpað á sex sjúkrahús á síðustu tveimur dögum í austurhluta Ghouta-héraðs þar sem sýrlenskir uppreisnarmenn hafast við.

Sigvaldi minnti vel á sig eftir tíðindin


(8 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigvaldi Guðjónsson fór mikinn fyrir Århus þegar liðið vann Ribe-Esbjerg 30:26 í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Ásakanir um undanskot komu Kára á óvart


(8 klukkustundir, 7 mínútur)
INNLENT Verjandi Kára Sturlusonar segir að umbjóðandi sinn muni leita réttar síns gagnvart bæði Sigur Rós og Hörpu vegna ólögmætra riftana á gerðum samningum og ærumissis ef máli hans verður vísað frá. Kári fékk greiddar 35 milljónir af miðasölutekjum fernra tónleika, sem Harpa reynir að sækja til baka.

„Það er voða góður andi í þessum kór“


(8 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Kvennakór Suðurnesja hóf 50 ára afmælishátíð föstudaginn 9. febrúar með opnun sögusýningar í Duus Safnahúsum. Þar er saga kórsins rakin í máli, myndum og munum.

Stefán Rafn og félagar fylgja meisturunum


(8 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stefán Rafn Sigurmannsson var í stóru hlutverki hjá liði sínu Pick Szeged sem fyrr þegar liðið vann öruggan útisigur gegn Eger, 33:24, í ungversku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Trump neitar að hafa kysst Crooks


(8 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði í dag ásökunum fyrrverandi móttökustúlku um að hann hefði kysst hana án hennar samþykkis fyrir framan lyftu í Trump-turninum og sagði forsetinn að um falskar ásakanir sé að ræða.

Agüero verður ekki refsað


(9 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sergio Agüero, framherji Manchester City, sleppur við refsingu frá enska knattspyrnusambandinu fyrir hegðun sína er City tapaði fyrir C-deildarliði Wigan, 1:0, í FA-bikarnum í gærkvöld.
ICELAND The Reykjavik Fire Department urges parents and guardians to follow weather announcements carefully. An orange alert has been issued for the Reykjavik capital area tomorrow morning. Younger children should by no means go to school unaccompanied.

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum


(9 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle.

Mesta hækkun íbúðaverðs síðan í maí


(9 klukkustundir, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,0% milli mánaða í janúar en það er mesta hækkun vísitölu íbúðaverðs milli mánaða síðan í maí í fyrra þegar íbúðaverð hækkaði um 1,8% milli mánaða.

Liðsfélagi Gylfa fær langtímasamning


(9 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Idrissa Gueye, liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton í knattspyrnu, hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við félagið.

Abbas vill alþjóðlega ráðstefnu


(9 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Mahmud Abbas, leiðtogi Palestínu, hefur óskað eftir því að alþjóðleg ráðstefna verið haldin um mitt þetta ár þar sem málefni Palestínu og friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs yrði rætt.

West Ham kært fyrir brot á lyfjareglum


(9 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið West Ham hefur verið kært af enska knattspyrnusambandinu fyrir brot á lyfjareglum sambandsins.

„Fólk noti hyggjuvitið“ í fyrramálið


(10 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT „Fólk verður að nota hyggjuvitið. Það verður snjór og blint í efri byggðum og talsverðar líkur á því að umferðin verði hæg og því færri sem eru á vegunum því betra,“ segir Elín Jóhannesdóttir, veðurfræðingur Veðurstofu Íslands, um veðrið í fyrramálið þegar flestir fara til vinnu.

Megi móðga erlenda þjóðhöfðingja


(10 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Fjórir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hafa lagt fram lagafrumvarp þess efnis að ekki verði lengur refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum að móðga þjóðhöfðingja erlendra ríkja.

Eiður Smári á milli steins og sleggju


(10 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það er stórleikur á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og Eiður Smári Guðjohnsen virðist þar vera á milli steins og sleggju.

Nærandi og hreinsandi gulrótarsúpa


(10 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Eldhúsfrömuðurinn Sigurveig Káradóttir á heiðurinn að þessari uppskrift sem fengin er frá islenskt.is sem er skemmtileg síða tileinkuð íslensku grænmeti en þar má finna mikinn og góðan fróðleik um grænmetið okkar góða.

Kemur til átaka Sýrlendinga og Tyrkja?


(10 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Hermenn hliðhollir stjórnvöldum í Sýrlandi eru komnir til bæjarins Afrin í norðurhluta landsins sem verið hefur á valdi Kúrda. Tyrkneskar hersveitir og sýrlenskir bandamenn þeirra hafa að undanförnu gert ítrekaðar árásir á bæinn en hann er skammt frá landamærum Tyrklands.

Jarðskjálftahrinan „vonandi að deyja út“


(10 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Dregið hefur verulega úr tíðni jarðskjálftanna í kringum Grímsey frá því sem var í gær og enginn skjálfti yfir þremur að stærð hefur mælst síðan klukkan þrjú í nótt.

Liðsfélagi Guðjóns og Alexanders úr leik


(10 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þýska meistaraliðið í handknattleik, Rhein-Neckar Löwen, varð fyrir áfalli í dag eftir að í ljós kom að einn þeirra besti leikmaður spilar ekki meira á tímabilinu.

Tómas ráðinn framkvæmdastjóri hjá WOW air


(10 klukkustundir, 52 mínútur)
VIÐSKIPTI Tómas Ingason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptasviðs WOW air. Undir viðskiptasvið mun heyra sala, markaðssetning, þjónusta og tekjustýring.

Farþegar Icelandair fylgist vel með veðri


(10 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Icelandair reiknar ekki með því að grípa til þess ráðs að flýta brottförum frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna vonskuveðurs, sem spáð er að muni ganga hratt yfir suðvesturhorn landsins í fyrramálið.

Berst gegn limlestingum á kynfærum kvenna


(10 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra skrifaði í dag undir endurnýjun á samningi við Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA) um stuðning til fjögurra ára við verkefni sem hefur það að markmiði að útrýma limlestingu á kynfærum kvenna og stúlkna.

Circumcision of boys already punishable in Iceland?


(11 klukkustundir, 7 mínútur)
ICELAND Brynjar Níelsson, high court lawyer and MP for the Independence Party points out on his Facebook page today that circumcision of boys is already punishable by law in Iceland. This comes in wake of the religious stir caused by a bill put forward by MP Silja Dögg Gunnarsdóttir of the Progressive Party recently to ban circumcision of boys.

Gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla


(11 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hvetur foreldra og forráðamenn til að fylgjast vel með veðri og tilkynningum í fyrramálið. Búið er að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæðið upp í appelsínugult vegna morgundagsins og því hefur svokölluð tilkynning 1 verið virkjuð.

„Gott að fá þessa brýningu“


(11 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT „Þetta er mjög gott fyrir okkur að fá þessa brýningu og ég veit það að utanríkisráðherra hefur tekið upp málefni Jemens á alþjóðavettvangi en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að heyra frá ykkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eftir að hafa tekið við áskorun frá Vinum Jemens í dag.

Var eftirlitsmaðurinn drukkinn?


(11 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bosníumenn eru allt annað en sáttir við ákvörðun Handknattleikssambands Evrópu, EHF, að úrskurða landsliði Sviss sigur á landsliði Bosníu, 10:0, í seinni leik þjóðanna í forkeppni heimsmeistaramótsins vegna þess að Bosnía tefldi fram leikmanni sem var ekki á skýrslu.

Tíu stærstu eiga 75% af markaðinum


(11 klukkustundir, 22 mínútur)
VIÐSKIPTI Tíu stærstu fyrirtækin á bílaleigumarkaðinum eiga um 75% af öllum þeim bílum sem eru í bílaleiguflotanum og 20 stærstu fyrirtækin eiga um 88% af bílaleiguflotanum. Restin skiptist á hendur margra minni aðila.
200 Landssamband veiðifélaga hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegsráðherra bréf þar sem þess er krafist að fram fari stjórnsýsluúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með sjókvíaeldi á laxi.

Brynjar er hættur með landsliðinu


(11 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Íslandsmeistara KR í körfuknattleik, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið.

Björguðu 441 flóttamanni


(11 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Líbíska strandgæslan bjargaði 441 flóttamanni úr tveimur bátum í gær. Í öðrum þeirra voru 324 ólöglegir flóttamenn þar af 35 konur og 16 börn sem fengu meðal annars aðstoð frá nálægum fiskibát, að sögn lækna og hersins.

Varað við brennisteinsmengun


(11 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk í ferðaþjónustu, sem og einstaklinga í hálendisferðum, til þess að kynna sér mögulega hættu vegna íshellis í Blágnípujökli, suðvestur af Hofsjökli, sem verið hefur vinsæll á meðal ferðamanna á undanförnum vikum.

Danskur landsliðsmaður andar léttar


(11 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það bárust góðar fréttir í dag úr herbúðum þýska stórliðsins Flensburg í handknattleik þegar í ljós kom að danski línumaðurinn Anders Zachariassen væri ekki alvarlega meiddur eins og óttast var.

Kjartan og Áslaug sett út í kuldann


(11 klukkustundir, 51 mínútur)
INNLENT Hvorki Kjartani Magnússyni né Áslaugu Maríu Friðriksdóttur var boðið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, samkvæmt heimildum mbl.is. Þeim mun hafa verið hafnað af kjörnefnd.

Sveinbjörg Birna selur húsið


(12 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974.

These roads will be closed on Wednesday morning


(12 klukkustundir, 7 mínútur)
ICELAND Tomorrow morning numerous roads are expected to close when a violent storm hits the country with hurricane force winds and rain and snow.

Epla-brownie að hætti Katrínar


(12 klukkustundir, 7 mínútur)
MATUR Það er fátt meira viðeigandi en að henda í ilmandi eplaköku á milli stormviðvaranna. Svo er bara að þeyta rjóma, sækja spil og njóta þess að vera með fjölskyldunni.

Þetta var ótrúleg tilfinning


(12 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Will Grigg, framherji Wigan, er í kastljósi enskra fjölmiðla í dag eftir að hann skaut Manchester City út úr ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gærkvöld.

Umskurður drengja þegar refsiverður?


(12 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hæstaréttarlögmaður, segir á Facebook-síðu sinni í dag að hann viti ekki til annars en að umskurður drengja sé þegar refsiverður hér á landi samkvæmt almennum hegningarlögum.

Yfir 3.000 umsóknir bárust


(12 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Alls bárust 3.176 umsóknir um hreindýraveiðileyfi fyrir árið 2018 en veiða má 1.450 dýr, 389 tarfa og 1.061 kú, þar af skulu 40 kýr veiddar í nóvember.

Farþegar mæti fyrr upp í flugstöð vegna óveðurs


(12 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT WOW air hvetur farþega sem eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið að mæta snemma upp í flugstöð þar sem flug muni taka fyrr af stað en upprunalega var áætlað. Félagið grípur til þessara ráðstafana vegna yfirvofandi óveðurs sem mun ganga yfir landið.
VIÐSKIPTI Íslandsbanki og Landsbankinn eru hvor með tvær stórar áhættuskuldbindingar sem samtals nema rúmum 20% af eiginfjárgrunni hvors banka. Í tilfelli Íslandsbanka er um að ræða félög í rekstri fasteigna annars vegar en í starfsemi tengdri ferðaþjónustu hins vegar.

Norðmenn og Þjóðverjar sigursælastir


(12 klukkustundir, 33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Norðmenn og Þjóðverjar hafa verið sigursælastir allra þjóða á Vetrarólympíuleikunum í í Pyeongchang í Suður-Kór­eu en ellefti keppnisdagurinn á leikunum var í dag.

„Við erum að ræða almannahagsmuni“


(12 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT „Ég hélt í augnablik að ég væri kominn aftur í Icesave-umræðuna þar sem menn stóðu og vöruðu við því að farið væri gegn alþjóðavaldinu eða gegn stórum ríkjum og svo framvegis. Háttvirtur þingmaður Óli Björn Kárason stóð og flutti nákvæmlega sömu ræðuna og hefði verið hægt að flytja í Icesave-umræðunni allri saman.“

Stína stuð og séra Baddi sigruðu


(12 klukkustundir, 50 mínútur)
FÓLKIÐ Leikhópurinn í sirkussöngleiknum Slá í gegn bragðaði á kokteilum úr smiðju samleikara sinna, þeirra Eddu Björgvins, Snæfríðar Ingvars og Ólafíu Hrannar á dögunum.

Mikið áfall fyrir Selfyssinga


(12 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Haukur Þrastarson hinn stórefnilegi leikmaður Selfyssinga í handbolta varð fyrir því óláni að fingurbrotna í leiknum gegn Haukum í Olísdeildinni á Selfossi á sunnudaginn.

Sá sem getur haldið Messi í skefjum


(13 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frank Lampard fyrrum leikmaður Chelsea er með einn leikmann í huga sem getur haldið Lionel Messi í skefjum þegar Chelsea og Barcelona hefja í kvöld einvígi sitt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.
ICELAND The Iceland Road Administration warns of a storm that will hit Iceland "like a bang" tomorrow morning.

Andrea skiptir um félag í Svíþjóð


(13 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Andrea Thorisson Diaz, knattspyrnukonan unga sem hefur verið á mála hjá sænska stórliðinu Rosengård undanfarin ár, er gengin til liðs við Kungsbacka sem leikur í sænsku B-deildinni.

Gott að hafa stjórn á skapinu


(13 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Iðunn Sigurðardóttir er 23 ára og starfar sem yfirkokkur á Matarkjallaranum. Iðunn er einn þeirra fimm keppenda sem komust áfram í úrslit um kokk ársins sem krýndur verður í Hörpu 24. febrúar.

Fjórir frá Haukum í landsliðshópnum


(13 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Craig Pedersen, landsliðsþjálfari Íslands í körfuknattleik, hefur valið 17 manna hóp fyrir leikina gegn Finnum og Tékkum í undankeppni HM sem fram fara í Laugardalshöllinni um næstu helgi.

Fimmtu gullverðlaun Fourcade


(13 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Frakkinn Martin Fourcade vann sín fimmtu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum þegar Frakkar tryggðu sér sigurinn blandaðri boðgöngu í skíðaskotfimi í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Felldu kjarasamning í annað sinn


(13 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Flugfreyjur hjá flugfélaginu WOW felldu kjarasamning við félagið í annað sinn á tæpum þremur mánuðum. Félagsmenn kusu um samninginn í gær. 54,5% sögðu nei, 44% sögðu já en 1,5% tók ekki afstöðu. Kjörsókn var 74% eða 360 af 486 félagsmönnum greiddu atkvæði.

Guðmundur kominn til Þróttara


(14 klukkustundir, 2 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Friðriksson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur frá Breiðabliki en félögin hafa náð samkomulagi um félagaskiptin að því er fram kemur á vef stuðningsmanna félagsins, blikar.is.

Jói Pé og Króli á Þjóðhátíð í Eyjum


(14 klukkustundir, 8 mínútur)
FÓLKIÐ Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson og rappararnir Jói Pé og Króli eru meðal þeirra listamanna sem koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum í ár.

Heimakonur vörðu titilinn


(14 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Suður-Kórea vann til gullverðlauna í 3.000 metra skautaboðhlaupi kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag.

Kjartan og Áslaug ekki á lista Sjálfstæðisflokks


(14 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Hildur Björnsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, skipar annað sæti lista uppstillingarnefndar Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, eru ekki á lista.

„Gerði þetta því mig verkjar í hjartað“


(14 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Rakhmat Akilov, hælisleitandinn frá Úsbekistan sem myrti fimm manns í Stokkhólmi á síðasta ári, segist hafa viljað hefna fyrir þátttöku Svía í baráttunni gegn Ríki íslams. „Ég gerði þetta því mig verkjar í hjartað og sálina vegna þeirra sem hafa þjáðst vegna sprenginga NATO,“ sagði Akilov.

Þessum vegum verður líklega lokað


(14 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Á morgun má búast við því að fjöldi vega verði ófær og lokaður er „veðurhvellur“ fer yfir landið.

Sá elsti á toppi heimslistans


(14 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Svissneski tenniskappinn Roger Federer hefur enn á ný skráð nafn sitt í sögubækurnar í tennisíþróttinni. Hann er aftur kominn í efsta sæti á heimslistanum og er þar með sá elsti sem er efstur á heimslistanum.

Kjúklingaskortur KFC versnar


(14 klukkustundir, 31 mínútur)
VIÐSKIPTI Skyndibitakeðjan KFC hefur þurft að loka fleiri skyndibitastöðum í Bretlandi en fyrirtækið glímir enn við umfangsmikinn kjúklingaskort.

Farþegarnir loks á leið til Íslands


(14 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Flestir farþegar sem ætluðu með flugvél Icelandair frá París, höfuðborg Frakklands, til Reykjavíkur í hádeginu á sunnudaginn eru nú á leið til landsins samkvæmt heimildum mbl.is en áætluð koma flugvélarinnar til Keflavíkur er um tvöleytið í dag.
ICELAND The Secret Solstice festival, which takes place in June in Laugardalur, Reykjavik, have confirmed heavy metal legends Slayer and rapper Gucci Maine as additions to a line-up that includes Bonnie Tyler.

Tíundi sigurinn hjá Bubba


(14 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bubba Watson vann Genesis Open mótið á sunnudag hér í Los Angeles eftir hörkubaráttu við hóp af kylfingum alla helgina.

Hvattir til að klaga vinnufélagana


(14 klukkustundir, 51 mínútur)
ERLENT Opinberir starfsmenn í Ástralíu hafa verið beðnir um að tilkynna nafnlaust ef vinnufélagar þeirra eru að slóra í vinnunni eða taka sér of langan matartíma.

Sex ára með 180 þúsund króna tösku


(15 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.

Skylda Hörpu að sækja milljónirnar 35


(15 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT „Það eru þarna 35 milljónir sem hafa farið í þennan ágæta umboðsmann og hans fyrirtæki. Við verðum auðvitað að komast að því hvað varð um þessa fjármuni og ég trúi nú ekki öðru en að þetta greiðist til baka,“ segir Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður Hörpu.

Fetar í fótspor föður síns


(15 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Isaac Drogba sonur goðsagnarinnar Didier Drogba er genginn í raðir franska knattspyrnuliðsins Guingamp.

Oxfam: rannsaka 26 ásakanir í garð samtakanna


(15 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Bresku Oxfam góðgerðarsamtökin greindu í dag frá því að verið væri að rannsaka 26 tilfelli til viðbótar þar sem grunur leikur á kynferðislegri misnotkun. Eru 16 þessara tilfella sögð tengjast alþjóðastarfi samtakanna.

Gerðu tilraun til ráns á hóteli


(15 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Par ógnaði starfsmanni hótels með hnífi um miðnættið og reyndi að ræna af honum tölvu. Öskrandi maður barði heimili í miðbænum að utan í nótt. Þá var bíl ekið á móti umferð eftir Kringlumýrarbraut um miðja nótt.

Kvöldið kostaði Jay-Z yfir 11 milljónir


(15 klukkustundir, 22 mínútur)
FÓLKIÐ Jay-Z á nóg af peningum sé tekið mið af því hversu miklu hann eyddi þegar hann fór út að skemmta sér í New York á sunnudaginn.

Ríkissjóður fengi góða ávöxtun af sölu


(15 klukkustundir, 22 mínútur)
VIÐSKIPTI Bankasýsla ríkisins telur að sala ríkisins á eignarhlutnum í Arion banka sé skynsamleg þar sem ríkissjóður Íslands muni fá betri ávöxtun en ríkissjóðir annarra landa hafa fengið við fyrstu sölu á eignarhlut í viðskiptabönkum.

Main road closes because of pork scattered in accident


(15 klukkustundir, 25 mínútur)
ICELAND Sæbraut, the street along the seaside south of Miklabraut is closed due to a traffic accident when the doors of a lorry containing pork opened and meat was scattered. It is now being cleaned up.

Eiður einn af þrettán (myndskeið)


(15 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það bíða margir spenntir eftir viðureign Englandsmeistara Chelsea og Barcelona sem mætast á Stamford Bridge í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.

Drífand góður Land Cruiser 150


(15 klukkustundir, 37 mínútur)
BÍLAR Um langt árabil hefur Land Cruiser-jeppinn frá Toyota verið í slíkum metum hjá stórum hópi landsmanna að við liggur trúarbrögðum. Það er út af fyrir sig skiljanlegt; í honum fer saman drifgeta og þónokkur broddborgarabragur.

Slayer á Secret Solstice


(15 klukkustundir, 37 mínútur)
FÓLKIÐ Bandaríska þungarokkssveitin Slayer mun koma fram á Secret Solstice hátíðinni í sumar. Sveitin hefur verið starfandi lengi og verið ein sú farsælasta og áhrifamesta í þessum geira rokksins. Íslenskir rokkunnendur ættu því að kætast en þetta mun vera síðasta tónleikaferðalag Slayer.

Vara við „veðurhvelli“


(15 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Vegagerðin vekur athygli á „veðurhvelli“ sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.

„Þeir geta ekkert farið“


(15 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT „Þeir geta ekkert farið, ekkert flúið undan stríðinu,“ segir Arwa Ahmed Hussein Al-Fadhli um ástandið í Jemen. Hún hefur búið á Íslandi í áratug og segir líf sitt hafa byrjað er hún fékk hér ríkisborgararétt. Hún hvetur íslensk stjórnvöld til að beita sér í málefnum Jemen.

Þjálfari Wolfsburg sagði upp


(15 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Martin Schmidt sagði upp starfi sínu sem þjálfari þýska knattspyrnuliðsins Wolfsburg en hann hafði aðeins verið við stjórnvölinn hjá félaginu í fimm mánuði.

Tugir barna látist í árásunum


(15 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Sýrlandshers í austurhluta Ghouta-héraðs í dag. Að minnsta kosti 127 almennir borgarar, þar af 39 börn, létust í árásum hersins í gær. Ghouta-hérað hefur verið í herkví frá árinu 2013. Svæðið er eitt síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu.

„Takk fyrir ekkert!“


(15 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT „Við höfum sýnt mikla biðlund. Við héldum að við værum í kjaraviðræðum en við lítum svo á að þær hafi verið frekar tilgangslausar,“ segir Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður Félags náttúrufræðinga, um kjaradeilu þeirra sem hefur verið á borði rík­is­sátta­semj­ara síðustu sex mánuði.

Mislingatilfellum fjölgar um 400%


(16 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Mislingatilfellum í Evrópu fjölgaði um 400% milli áranna 2016 og 2017 og varar Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) við þróuninni. Rúmlega 20.000 mislingatilfelli greindust í álfunni í fyrra og leiddu mislingar til dauða í 35 tilfellum.

Vildi sleppa við Rússland


(16 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég var nú svona að vonast eftir því að sleppa við Rússland en það er lítið hægt að gera í þessu og sætta okkur við þennan drátt,“ sagði stórskyttan Sigurbergur Sveinsson, leikmaður ÍBV, þegar leitað var eftir viðbrögðum hans um dráttinn í 8-liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu þar sem Eyjamenn mæta rússneska liðinu Krasnodar.

Viktor og Hulda urðu stigahæst


(16 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Viktor Samúelsson og Hulda B. Waage úr Kraftlyftingafélagi Akureyrar urðu stigahæst á Íslandsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fór fram á Akureyri um síðustu helgi í umsjón Kraftlyftingafélags Akureyrar.

Flug til Grænlands í uppnámi


(16 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT „Við urðum að fella niður flugið í gær og í raun er það þannig að ef Kulusuk er lokaður, eins og hann er núna, þá er má segja allt okkar flug til og frá Grænlandi í uppnámi,“ segir Árni Gunnarsson, forstjóri Air Iceland Connect, í samtali við mbl.is.

Rafmagnslaust í Grindavík í nótt


(16 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Rafmagn fór af Grindavík um þrjúleytið í nótt, eftir að truflun varð í flutningskerfinu á Reykjanesi og varði rafmagnsleysið í nokkra klukkutíma. Í frétt á vef Landsnets segir að ástæða bilunarinnar hafi verið bilaður eldingarvari á Fitjalínu.

Einungis 16 kílóum þyngri en sonurinn


(16 klukkustundir, 37 mínútur)
FÓLKIÐ Sonur Kortney Kardashian er venjulegur átta ára drengur sem er 28 kíló. 38 ára gömul móðir hans er ekki mikið þyngri en hann.

Viðgerð lokið í herbergjum á lungnadeild


(16 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Tvö herbergi á lungnadeild Landspítala í Fossvogi verða væntanlega tekin aftur í notkun í dag, en Vinnueftirlitið greindi frá því á vefsíðu sinni að þeim hefði verið lokað vegna rakaskemmda og fúkkalyktar. Viðgerð var þegar hafin þegar Vinnueftirlitið kom á staðinn þann 29. janúar síðastliðinn.

Markaðssetja kameldýraþurrmjólk fyrir börn


(16 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Matvælafyrirtæki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hefur nú sett á markað þurrmjólkurformúlu fyrir börn sem unnin er úr mjólk kameldýra. Er formúlan ætluð þeim börnum sem eru með ofnæmi fyrir kúamjólk.

Reitir greiða rúman milljarð í arð


(16 klukkustundir, 51 mínútur)
VIÐSKIPTI Á aðalfundi fasteignafélagsins Reita verður lögð fram tillaga um arðgreiðslu sem nemur 1.060 milljónum króna en það samsvarar 1,50 krónum á hvern hlut.

Eyjamenn til Rússlands


(16 klukkustundir, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eyjamenn mæta rússneska liðinu Krasnodar í 8-liða úrslitum í Áskorendakeppni Evrópu í handknattleik en dregið var til þeirra í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssambandsins í Vín nú rétt í þessu. Þá var einnig dregið til undanúrslitanna.

Yfir 200 manns mæla með þessum laxaborgara


(17 klukkustundir, 7 mínútur)
MATUR Þessi uppskrift er afar vinsæl en bæði er hægt að bera klattana fram eina og sér með sítrónusneið, hrísgrjónum, salati og jógúrtsósu eða smella þeim í hamborgarabrauð.

Plast í plastpokum í gráu tunnuna


(17 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Íbúar Hafnarfjarðar geta frá og með 1. mars sett allt plast saman í lokuðum plastpoka beint í gráu sorptunnuna.

Með meira fylgi en þýskir jafnaðarmenn


(17 klukkustundir, 21 mínútur)
ERLENT Þýski stjórnmálaflokkurinn AfD, eða Valkostur fyrir Þýskaland, mælist í nýrri skoðanakönnun með meira fylgi en Jafnaðarmannaflokkur landsins. AfD mælist nú annar stærsti flokkur Þýskalands í stað jafnaðarmanna.

Fær Agüero langt bann?


(17 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnusambandið mun í dag hefja rannsókn á því sem gerðist eftir leik Wigan og Manchester City í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld þar sem C-deildarliðið gerði sér lítið fyrir og sló City úr leik.

Keppinautar hafa sýnt Honda áhuga


(17 klukkustundir, 27 mínútur)
BÍLAR Þreifingar hafa átt sér stað um kaup á Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda. Þær hafa þó ekki leitt til formlegra viðræðna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

„Sannur heimsborgari fallinn frá“


(17 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, komst við er hún flutti minningarræðu um Hinrik prins í morgun. Útför prinsins fer fram í dag. „Sannur heimsborgari er fallinn frá og við syrgjum öll þennan ástúðlega og örláta andans mann,“ sagði hún.

Meðgöngukílóin fóru á 14 mánuðum


(17 klukkustundir, 43 mínútur)
FÓLKIÐ Leikkonan Katherine Heigl eignaðist son fyrir fjórtán mánuðum nú er Heigl kominn í sitt gamla form enda byrjar hún í nýrri vinnu í apríl.

120 grísaskrokkar fara beint í ruslið


(17 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Búið er að opna Sæbrautina aftur eftir henni hafði verið lokað til suðurs um sjöleytið í morgun í kjölfar umferðaróhapps. Flutningskassi á flutningabíl á vegum Stjörnugríss brotnaði af í akstri og dreifðust grísaskrokkar um götuna.

Þriðja lyfjamálið komið upp í Pyeongchang


(17 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þriðja lyfjamálið er komið upp á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang en Ziga Jeglic, leikmaður íshokkíliðs Slóveníu, féll á lyfjaprófi og verður sendur heim af leikunum.

7.000 nýburar deyja á hverjum degi


(17 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Í nýrri skýrslu UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, kemur fram að börn sem fæðast í efnaminni ríkjum heimsins eru 50 sinnum líklegri til að deyja á fyrsta mánuði lífs síns en þau börn sem fæðast í efnamiklum ríkjum.

Skólastúlkur flúðu árás Boko Haram


(17 klukkustundir, 57 mínútur)
ERLENT Skólastúlkur í heimavistarskóla í norðausturhluta Nígeríu náðu í gær að flýja árás vígamanna Boko Haram ásamt kennurum sínum.

Í stærð 16 og hamingjusöm


(18 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö.

Eiður Smári: Minntu mig á Ísland á EM


(18 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eiður Smári Guðjohnsen var einn sparkspekinga á Sky Sports í gærkvöld þar sem hann ræddi meðal annars um tap Manchester City gegn Wigan í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.

Sæbraut lokuð vegna umferðaróhapps


(18 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Sæbraut er lokuð til suðurs við Miklubraut vegna umferðaróhapps, en flutningabíll með grísakjöti opnaðist og dreifðist kjöt um götuna. Verið að þrífa kjötið af vettvangi.

Spáir sólríkum marsmánuði


(18 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir því að veður hér á landi í mars verði fremur hæglátt. Spáir hann mildum suðaustlægum vindum og að það verði sólríkt og þurrviðrasamt.

Vill að Noregur banni umskurð drengja


(18 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Umboðsmaður barna í Noregi vonast til þess að Noregur fylgi í fótspor Íslendinga og leggi fram frumvarp sem banni umskurð ungra drengja. Norska ríkisútvarpið NRK segir umboðsmanninn, Anne Lindboe, styðja frumvarpið.

„Framfaraskref að fara til Elverum“


(18 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég hlakka fyrst og fremst til vegna þess að ég hef góða tilfinningu fyrir þessari breytingu,“ sagði Sigvaldi Björn Guðjónsson, handknattleiksmaður, sem skrifað hefur undir tveggja ára samning við norska meistaraliðið Elverum. Sigvaldi Björn gengur til liðs við liðið í sumar þegar samningur hans við Århus Håndbold í Danmörku rennur út.

Neyðarástandi lýst yfir


(18 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Borgaryfirvöld í Christchurch og á svæðum í grennd hafa lýst yfir neyðarástandi vegna fellibyljarins Gitu. Tugum skóla hefur verið lokað sem og götum á Suðureyju Nýja-Sjálands.

Starfshópur um frjálsíþróttavöll


(18 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Borgarráð hefur samþykkt tillögu borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur ráðuneyta, Reykjavíkurborgar og FRÍ til að annast nauðsynlegar viðræður og undirbúning að þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir.

Óðinn spilar handbolta í fyrirsögnum


(18 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði FH sigur á Val 31:30 á elleftu stundu þegar liðin mættust í Kaplakrika í Olís-deildinni í handknattleik í gær.

Telja ákvörðun skipulagsnefndar ólögmæta


(19 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Biokraft sem á tvær vindrafstöðvar í Þykkvabæ telur að ákvörðun skipulags- og umferðarnefndar Rangárþings ytra um að synja breytingum á deiliskipulagi sem heimila stærri vindrafstöðvar sé ólögmæt.

Bað bænirnar eftir magnaðan sigur


(19 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Paul Cook knattspyrnustjóri enska C-deildarliðsins Wigan lokaði augunum og bað bænirnar eftir magnaðan sigur á móti Manchester City í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöld.

Fékk forræði allra 13 barnanna


(19 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Dómstóll í Bangkok hefur dæmt japönskum manni forræði yfir þrettán börnum sem hann gat með taílenskum staðgöngumæðrum. Dómurinn felur í sér að maðurinn er einn skráður foreldri barnahópsins.

Segist engu nær eftir 4 ára þrautagöngu


(19 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa hefur hafnað öllum kröfum Karls Sigurhjartarsonar á hendur Orkuveitu Reykjavíkur vegna hitunarkostnaðar sumarhúss Karls í Borgarfirði.

Hvert fara Eyjamenn?


(19 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Karlalið ÍBV í handbolta verður í skálinni í dag þegar dregið verður í 8-liða úrslit Áskorendabikars Evrópu. Raunar verður einnig dregið til undanúrslita við þetta tækifæri, í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Evrópu í Vínarborg í hádeginu.

Útför Hinriks prins í dag


(19 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Um sextíu aðstandendur og nánir vinir Hinriks prins, eiginmanns Margrétar Danadrottningar, verða viðstaddir útför hans í dag.

Glæsilegur gulldans (myndskeið)


(19 klukkustundir, 51 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tessa Virtue og Scott Moir frá Kanada tryggðu sér gullið í ísdansi para með frjálsri aðferð á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í nótt.
ERLENT Lögreglan í Birmingham hefur óskað eftir aðstoð almennings til að bera kennsl á mállausa stúlku sem fannst á vergangi á götum borgarinnar fyrir sex dögum.

Fékk taugaáfall eftir sambandsslitin


(20 klukkustundir, 7 mínútur)
FÓLKIÐ Kylie Minouge og leikarinn Joshua Sasse slitu trúlofun sinni fyrir ári. Söngkonan er öll að koma til en sambandsslitin höfðu mikil áhrif á hana.

Taylor var boðið til æfinga hjá NFL-liði


(20 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ryan Taylor, sem leikið hefur við hvern sinn fingur með ÍR í Dominos-deildinni í körfuknattleik í vetur, var boðið til æfinga hjá liði úr NFL-deildinni í amerískum fótbolta.

Hvessir mjög á landinu


(20 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Spáð er suðaustanstormi eða -roki víða á landinu á morgun, jafnvel ofsaveðri vestantil.

Vilja banna myndatökur undir pils


(20 klukkustundir, 27 mínútur)
ERLENT Hópur fólks hvetur bresk stjórnvöld til að banna óvelkomnar myndatökur undir pils með lögum. Þessi hegðun kallast „upskirting“ á ensku og ætti að mati stuðningsmanna lagasetningar að teljast sem kynferðisbrot. Fórnarlömbin eru allt í niður í tíu ára stúlkur.

Sprengdu fæðingarstofu í loft upp


(21 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti tuttugu börn eru meðal þeirra 100 óbreyttu borgara sem féllu í loftárásum Sýrlandshers í austanverðu Ghouta-héraði í gær. Herinn lét sprengjum rigna yfir svæðið sem hefur verið í herkví stjórnvalda árum saman. Nú undirbýr herinn áhlaup á jörðu niðri.

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?


(21 klukkustundir, 7 mínútur)
SMARTLAND Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar.

Minni skjálftar í nótt


(21 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Tugir skjálfta urðu við Grímsey í nótt en allir voru þeir litlir, sá stærsti var 2,2 stig. 71 jarðskjálfti yfir 3 af stærð hefur orðið á landinu síðustu tvo sólarhringa.

Búist við enn stærri skjálfta


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Skjálftahrinur eru algengar á Grímseyjarbeltinu, en hrinur af svipaðri stærð og sú sem nú stendur yfir urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013.
INNLENT Nauðsynlegt getur reynst að fara í umfangsmikla hreinsun áður en ný íbúðarbyggð rís við Skerjafjörð. Vitað er að mikil olíumengun er í jarðvegi þar sem athafnasvæði Skeljungs var á árum áður.

Háar dagsektir vegna rafvagna


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Strætó bs. reiknar 50 þúsund króna sektir á vagn á kínverska rafbílaframleiðandann Yutong Eurobus fyrir hvern dag sem afhending strætisvagna frá fyrirtækinu dregst.

Alls óákveðið hjá ASÍ


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Þau fjórtán aðildarfélög BHM sem gengu frá endurnýjun kjarasamninga við samninganefnd ríkisins á dögunum hafa nú samþykkt samningana.

Girt fyrir lán gegn veðum í eigin bréfum


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
VIÐSKIPTI Bönkum hefur verið óheimilt að lána gegn veði í eigin hlutabréfum frá árinu 2010. Hið sama gildir um aðra samninga sé undirliggjandi áhætta á eigin bréf þeirra.

Sveitarfélög ráði fjölda fulltrúa


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT „Við teljum að sveitarfélögin eigi að ákveða sjálf fjölda fulltrúa í sveitarstjórn,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum.

Lítið næði til loðnuveiða vegna veðurs


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
200 Íslensk, færeysk og grænlenskt loðnuskip voru í gær að veiðum út af Vík, en lítið næði hefur verið til veiða þar vegna veðurs síðan á sunnudag og veðurútlit er ekki gott í vikunni.

Ljósabekkjum fækkar stöðugt


(21 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Ljósabekkjum hefur fækkað umtalsvert á síðustu árum, samkvæmt talningu sem Geislavarnir ríkisins stóðu fyrir.

Búrið hjá Mandy Moore tekið í gegn


(21 klukkustundir, 52 mínútur)
MATUR Bandaríska leikkonan Mandy Moore hefur verið að taka heimili sitt í gegn undanfarna mánuði og við sýndum ykkur myndir á dögunum.
Meira píla