Fréttir vikunnar


SMARTLAND Harpa Rún Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og búandkerling hefur sjaldan haft það betra en núna. Hún nýtur þess að vinna og snýr sér að næsta verkefni til að brjóta upp daginn.
INNLENT „Ég spyr hæstvirtan forsætisráðherra hvaða augljósu, skýru og sannfærandi skýringar hún vill gefa almenningi fyrir því að vikið sé í veigamiklum atriðum frá tillögum sem áður voru samþykktar í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu,“ spurði Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati á Alþingi og beindi spurningunni til forsætisráðherra.
INNLENT Átján ára piltur var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fimm vikna síbrotagæslu, eða til 23. nóvember, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Smit um borð í Norrænu

(6 mínútur)
INNLENT Von er á Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið. Að sögn lögreglunnar á Austurlandi kom í ljós, skömmu eftir brottför ferjunnar frá Hirtshals í Danmörku á laugardag, að tveir í áhöfn er komu þar um borð voru smitaðir.
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, viðurkennir að hann hafi verið sannfærður um að Van Dijk yrði lengi frá vegna meiðsla eftir að hafa séð leikmanninn haltra af velli í 2:2-jafntefli liðsins gegn Everton á Goodison Park í Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
ERLENT Átján ára piltur ræðst á grunnskólakennara og afhöfðar fyrir það eitt að hafa sinnt skyldum sínum sem kennari, að ræða tjáningarfrelsið við nemendur sína.
ÍÞRÓTTIR Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, verður í byrjunarliði Burnley í dag þegar lið hans sækir WBA heim í ensku úrvalsdeildinni.
200 „Segja má að túrinn hafi gengið vel og veðurfarið hefur verið einstakt. Það sem einkenndi túrinn var sannkölluð sumarblíða,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson, skipstjóri á Blængi.
ERLENT Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir það hafa verið rétta ákvörðun hjá Frank Jensen að segja af sér sem borgarstjóri Kaupmannahafnar í kjölfar umfjöllunar um kynferðislega áreitni.
ÍÞRÓTTIR Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, á enn möguleika á sæti í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki á næsta ári eftir stórsigur á Umeå á útivelli í dag, 4:0.
ÍÞRÓTTIR Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, meiddist illa á hné í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park í Liverpool á laugardaginn síðasta.
INNLENT Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur barst tilkynning frá Veitum síðastliðinn fimmtudag um að olía væri að berast inn í hreinsistöðina í Klettagörðum. Um talsvert magn var að ræða og megna lykt lagði um stöðina. Olían kom frá notanda í kerfinu en hreinsistöðin í Klettagörðum tekur við fráveituvatni frá stórum hluta höfuðborgarsvæðisins og því afar erfitt að rekja uppruna mengunarinnar.

Smárabíó opnað á ný

(1 klukkustund, 8 mínútur)
INNLENT Smárabíó í Smáralind verður opnað á ný á morgun, þriðjudag, en bíóið hefur verið lokað um tveggja vikna skeið vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja um að gera hlé á starfsemi sinni.

Landsliðið getur ekki æft á Íslandi

(1 klukkustund, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kvennalandsliðið í knattspyrnu mun halda til Gautaborgar strax á morgun og æfa þar fram að leiknum mikilvæga gegn Svíum í undankeppni EM 2022.
INNLENT Alls eru 27 sjúk­ling­ar nú inniliggj­andi á Land­spít­al­an­um vegna Covid-19. Þeir hafa alls verið 63 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Þar af eru þrír á gjör­gæslu og tveir í önd­un­ar­vél. 1.261 sjúk­ling­ur er í eft­ir­liti Covid-19 göngu­deild­ar, þar af 218 börn.

World Class opnað á morgun

(1 klukkustund, 50 mínútur)
INNLENT Reglugerð sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í gær heimilar opnun líkamræktarstöðva með ströngum skilyrðum. Crossfit-stöðvar og World Class hafa þegar auglýst opið frá og með morgundeginum.

Bleikja með fennel- og appelsínusalati

(1 klukkustund, 51 mínúta)
MATUR Mánudagsfiskurinn verður ekki betri en þessi uppskrift hér – grilluð bleikja með fennel- og appelsínusalati sem nær nýjum hæðum.
ÍÞRÓTTIR Spænska knattspyrnufélagið Atlético Madrid hefur staðfest að meiðsli sem framherjinn reyndi Diego Costa varð fyrir í leik með liðinu gegn Celta Vigo í spænsku 1. deildinni um helgina þýði að hann verði frá keppni um sinn.

Fjárfesta 81 milljarð í loftræstikerfi

(1 klukkustund, 58 mínútur)
ERLENT Þýsk stjórnvöld fjárfesta nú 500 milljónir evra eða því sem nemur um 81 milljarði íslenskra króna í að bæta loftræstikerfi í opinberum byggingum í viðleitni til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.
INNLENT Börn sem búa við fíknisjúkdóm aðstandenda fá aðgang að sálfræðiþjónustu SÁÁ-samtakanna, en samningur þess eðlis var undirritaður á milli SÁÁ og ríkisins í dag. Með samningnum mun félagsmálaráðuneytið fjármagna eina stöðu sálfræðings til eins árs, til þess að auka sálfræðiþjónustu til barna skjólstæðinga SÁÁ.

Jarðskjálfti fannst í Hveragerði

(2 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Jarðskjálfti af stærð 2,7 varð 2,4 kíló­metra suðvestur af Hróm­und­art­indi í ná­grenni Hvera­gerðis nú á tólfta tím­an­um. Upp­tök skjálft­ans voru á 4,9 kíló­metra dýpi.

Spila innanhúss í fyrsta sinn í sænsku deildinni

(2 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stórleikur Djurgården og Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld fer ekki fram undir beru lofti. Eigendur Tele2 Arena, leikvangsins þar sem Djurgården spilar heimaleiki sína, tilkynntu í dag að þeir yrðu að draga þakið yfir leikvanginn fyrir leikinn.

Páll Óskar flutti „My Way“ af mikilli innlifun

(2 klukkustundir, 20 mínútur)
K100 Páll Óskar skemmti hlustendum K100 á föstudagskvöld með „Pallaballi í beinni“.
SMARTLAND Förðunarmeistarinn Natalie Hamzehpour, sem starfar hjá Nathan og Olsen, segist ekki vera hrifin af ýktri andlitsskyggingu. Hún vill hafa skygginguna eðlilega og oft notar hún gloss eða eitthvert dót úr snyrtibuddunni til að skyggja andlitið með. Hún segir að kaldir litir komi oft að góðum notum þegar andlitið er skyggt.
FÓLKIÐ Tónleikum einleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, sem fara áttu fram í Menningarhúsinu Hofi 25. október, verður frestað vegna hertra fjöldatakmarkana. Ný dagsetning tónleikanna er laugardagurinn 13. mars 2021. Miðaeigendur halda sínum sætum en þeim sem vilja fá endurgreitt er bent á að hafa samband við miðasöluna í Hofi.

Tveimur leikjum Arons frestað vegna smits í liðinu

(2 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson og félagar í spænska meistaraliðinu í handknattleik, Barcelona, geta ekki spilað næstu tíu dagana í kjölfar þess að þrír leikmenn liðsins hafa greinst með kórónuveiruna.

120 þúsund færslum eytt

(2 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Alls hefur 120 þúsund færslum verið eytt á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram þar sem talið var að þeim hafi verið ætlað að hafa óeðlileg áhrif á bandarísku forsetakosningarnar.

Eins og að vera í leikskóla að umgangast hann

(2 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal og núverandi þróunarstjóri FIFA, kveðst ekki láta José Mourinho, núverandi knattspyrnustjóra Tottenham, raska ró sinni þó Portúgalinn hafi sent sér tóninn í kjölfarið á bókinni sem Wenger gaf út á dögunum og fjallaði um líf hans hjá Arsenal.
FERÐALÖG George Clooney tók upp myndina The Midnight Sky á Íslandi í fyrra. Veðrið lék ekki alltaf við stórstjörnuna uppi á jökli á Íslandi.

Fólk hvatt til að halda sig sem mest heima

(3 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Tölur um ný smit annars vegar og tölur um fjölda í sóttkví hins vegar gefa til kynna að árangur sé að hafast í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í þessari þriðju bylgju. Það hefur einungis gerst vegna samstöðu þjóðarinnar í að fylgja þeim reglum, leiðbeiningum og tilmælum sem hafa verið í gildi.

Bjóst við fleiri innlögnum

(3 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Staðan á Landspítala, með tilliti til Covid-19-innlagna, er „þokkaleg“ að sögn yfirlæknis sem hafði vænt þess að meira yrði um innlagnir í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hérlendis. Hann segir að hertar aðgerðir í samfélaginu vegna útbreiðslu smita hafi tvímælalaust skilað árangri.

Eiður: Tottenham ekki klárt í algjöra toppbaráttu

(3 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tottenham og West Ham gerðu ótrúlegt 3:3-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Komst Tottenham í 3:0 snemma leiks en West Ham neitaði að gefast upp og tryggði sér stig með þremur mörkum á lokakaflanum.
ÍÞRÓTTIR Wayne Rooney, leikmaður og aðstoðarstjóri enska knattspyrnuliðsins Derby County og fyrrverandi landsliðsfyrirliði Englands, er kominn í tíu daga sóttkví eftir að hafa fengið heimsókn frá vini sínum sem reyndist vera smitaður af kórónuveirunni.

Afhenda þingmönnum kröfu 41.000 Íslendinga

(3 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Undirskriftir 41.000 Íslendinga sem vilja nýja stjórnarskrá verða afhentar formönnum stjórnmálaflokka á þingi á morgun klukkan 13. Afhendingin fer fram fyrir utan Alþingishúsið en hún tekur mið af sóttvarnareglum.

Með skipið í togi á leið til hafnar

(3 klukkustundir, 35 mínútur)
200 Áhöfninni á skipinu sem varð vélarvana innarlega í Ísafjarðardjúpi, þegar það var við veiðar, tókst að kasta út akkerum til þess að minnka rek og þannig draga úr hættu á að skipið myndi stranda.

Græðir meira á einni Instagram-mynd

(3 klukkustundir, 36 mínútur)
FÓLKIÐ Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West segir að hún fái meiri pening fyrir að birta eina mynd á Instagram heldur en fyrir heila seríu af raunveruleikaþáttunum Keeping Up With The Kardashian.

Sprittaði ræninginn enn ófundinn

(3 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki haft uppi á manni sem framdi fyrir helgi vopnað rán á skyndibitastaðnum Chido í vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn ógnaði starfsfólki með eggvopni og komst undan á hlaupum.

Missir Karabatic af Ólympíuleikunum?

(4 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Franski heims- og ólympíumeistarinn í handknattleik, Nikola Karabatic, sleit krossband í leik með stórliðinu París Saint Germain á laugardaginn.

Fyrstu vikurnar ekki dans á rósum

(4 klukkustundir, 10 mínútur)
BÖRN Kristbjörg Jónasdóttir var blaut á bak við eyrun þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Eftir þrjár fæðingar veit hún að fyrstu vikurnar eru ekki eins og dans á rósum.

Vikumatseðill er mættur!

(4 klukkustundir, 12 mínútur)
MATUR Oft þarf ekki að orðlengja um hlutina. Vikumatseðillinn er mættur og það ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk á honum.

Smit rakin til nokkurra stöðva

(4 klukkustundir, 12 mínútur)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að ein aðaluppspretta þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins hér á landi væri á líkamsræktarstöðvum; ekki einni heldur fleiri.

Mál og Menning Book Store Permanently Closed

(4 klukkustundir, 15 mínútur)
ICELAND Most people who have visited Reykjavík are no doubt familiar with the Mál og Menning book store, at Laugavegur 18.

Engin refsing fyrir brotið

(4 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Jordan Pickford, markvörður Everton, fær enga refsingu fyrir brotið á Virgil van Dijk, varnarmanni Liverpool, í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

Markmaðurinn farinn frá Grindavík

(4 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Serbneski markvörðurinn Vladan Djogatovic sem hefur varið mark Grindvíkinga undanfarin tvö ár er farinn heim til sín og verður ekki með í síðustu þremur leikjum liðsins ef keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu verður lokið.

Vélarvana skip fær aðstoð

(4 klukkustundir, 47 mínútur)
200 Björgunarskip á Ísafirði var kallað út klukkan hálfellefu í dag vegna vélarvana skips innarlega í Djúpinu. Skipið sem var á veiðum varð vélarvana og rekur nú hægt að landi með þrjá menn um borð.

Á þriðja tug smita á landamærunum

(4 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Alls greindust 22 með kórónuveirusmit á landamærunum í gær en allir komu þeir frá Póllandi. Beðið er mótefnamælingar til að sjá um hvort virk smit er að ræða.

42 innanlandssmit - 19 bíða mótefnamælingar

(4 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT Alls voru 42 ný kórónuveirusmit greind innanlands í gær. Af þeim voru 74% í sóttkví en 11 voru utan sóttkvíar. Nítján bíða nú niðurstöðu mótefnamælingar eftir að hafa greinst með smit á landamærunum. Alls greindust þrjú virk smit í seinni landamæraskimun í gær.
K100 Það getur verið erfitt á tímum sem þessum að halda skemmtilegt danspartí og verður maður að leita skapandi leiða til að skemmta sér heima fyrir. Þegar þú hefur sjálfa/n þig þá er samt hægt að dansa.
ÍÞRÓTTIR Hlynur Andrésson langhlaupari frá Vestmannaeyjum er orðinn handhafi sex Íslandsmeta utanhúss eftir að hann sló metið í hálfu maraþoni á heimsmeistaramótinu í þeirri grein, 21 km hlaupi, í Póllandi á laugardaginn.

Þetta kom fram á fundi dagsins

(5 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn fóru yfir stöðu mála varðandi framgang Covid-19-faraldursins hér á landi á upplýsingafundi almannavarna.

Reykjavík’s Empty Pools: Video

(5 klukkustundir, 12 mínútur)
ICELAND Did you ever wonder what the swimming pools in Reykjavík look like these days, when closed?
ÍÞRÓTTIR Ekkert verður af því að Ari Freyr Skúlason og samherjar hans í belgíska knattspyrnuliðinu Oostende sæki lið Waasland-Beveren heim í A-deildinni þar í landi í kvöld eins og til stóð.

Náði fyrsta sigrinum 35 ára gamall

(5 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak hafði keppt á 222 mótum í PGA-mótaröðinni í golfi þegar hann mætti á teig í Las Vegas á fimmtudaginn. Í gær stóð hann uppi sem sigurvegari í móti á PGA í fyrsta skipti.

Borgarstjóri Kaupmannahafnar segir af sér

(5 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, sagði af sér í morgun. Hann hafði setið í ellefu ár en hrökklast nú frá störfum vegna ásakana um kynferðislega áreitni sem nýlega litu dagsins ljós.

Eru bætiefni glötuð eða geggjuð?

(5 klukkustundir, 31 mínúta)
SMARTLAND „Alveg bæði sko, sumt er glatað og annað er geggjað. Það er rosalega mikið til af allskonar bætiefnum, stafrófin af allskonar vítamínum, steinefnum, fitusýrum, jurtum, amínósýrum, góðgerlum og guð má vit hvað.

Starfsmaður Bónuss smitaður

(5 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Starfsmaður Bónuss í Ögurhvarfi greindist jákvæður fyrir Covid-19 seint í gærkvöldi, sunnudag. Í samráði við rakningarteymi almannavarna voru allir starfsmenn verslunarinnar sem voru í samskiptum við umræddan starfsmann sendir í sóttkví.

People Urged not to Leave Town; 2-M Rule Nationwide

(5 klukkustundir, 40 mínútur)
ICELAND New rules regarding disease prevention in Iceland take effect tomorrow, October 20.

Skilja eftir 21 árs hjónaband

(5 klukkustundir, 40 mínútur)
FÓLKIÐ The Hangover-stjarnan Rob Riggle og eiginkona hans Tiffany Riggle standa nú í skilnaði eftir 21 árs hjónaband.

Hermann verður áfram í Vogunum

(5 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Þróttar úr Vogum en hann er með liðið í toppbaráttu 2. deildar karla eftir að hafa tekið við stjórn þess snemma á þessu tímabili.
INNLENT Smit kom upp í gær innan starfsmannahóps Vínbúðarinnar í Skútuvogi. Verður búðin þrifin og sótthreinsuð í dag og verður hún því opnuð seinna en venjulega, en vonast er til þess að það takist um miðjan dag.

Ungur Norðmaður sló í gegn

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tvítugur Norðmaður, Lucas Braathen, sigraði á fyrsta mótinu í heimsbikarkeppni karla í alpagreinum í Austurríki í gær.

Lést í eldsvoða í Borgarfirði

(6 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Einn lést þegar eldur kom upp í íbúðar­húsi sveita­bæj­ar í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar síðdegis í gær. Ekki er vitað um eldsupptök og er rannsókn á frumstigi.

Euronext stöðvar viðskipti á fjórum mörkuðum

(6 klukkustundir, 9 mínútur)
VIÐSKIPTI Euronext, alþjóðlegur rekstraraðili hlutabréfamarkaða, hefur í dag stöðvað öll viðkipti í Amsterdam, París, Lissabon og Brussel vegna tæknilegra erfiðleika.

Seldi þakíbúðina með tapi

(6 klukkustundir, 20 mínútur)
VIÐSKIPTI Breski auðmaðurinn og hugvitsmaðurinn James Dyson hefur selt þakíbúð sína í Singapúr. Íbúðina keypti hann fyrir ári á 54 milljónir bandaríkjadala, sem svarar til 7,5 milljarða.

Englendingurinn farinn frá Keflavík

(6 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Jonathan Ngandu er farinn frá Keflvíkingum en hann kom til þeirra í láni frá enska B-deildarfélaginu Coventry City síðsumars.

Um 5% hagvöxtur í Kína

(6 klukkustundir, 25 mínútur)
VIÐSKIPTI 4,9% hagvöxtur var í Kína á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt opinberum gögnum, og er efnahagur Kína þar með fyrsti stóri efnahagurinn sem er byrjaður í sínu bataferli síðan heimsfaraldur Covid-19 skall á.

Viggó og Bjarki fara vel af stað

(6 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðsmennirnir Viggó Kristjánsson og Bjarki Már Elísson eru í öðru og þriðja sæti yfir markahæstu menn í þýsku 1. deildinni í handknattleik, sterkustu deild heims.
ÍÞRÓTTIR Þjóðverjar eru vanir að sækjast eftir stórmótum í íþróttum og halda þau upp á eigin spýtur en nú hafa þeir lagt inn ásamt tveimur nágrannaþjóðum sínum umsókn um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta árið 2027.

Kaupmáttaraukningin 0,7%

(6 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2019 um 6,1% frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 3,8% á milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 0,7%.

Klúbbarnir geta opnað golfvellina á morgun

(7 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu geta opnað vellina á ný á morgun ef þeim sýnist svo samkvæmt fréttatilkynningu frá GSÍ og viðbragðshópi sambandsins.

Miklu fleiri smit en í vetur

(7 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Útgöngubann að næturlagi tók gildi í Belgíu í dag og í Sviss er skylda að vera með grímu innanhúss á opinberum stöðum. Yfir 250 þúsund hafa látist í Evrópu af völdum Covid-19 og svo virðist sem mun fleiri séu að smitast þar nú heldur en í fyrstu bylgjunni síðasta vetur.

Segir Trump hafa hvatt til hryðjuverka

(7 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan í Bandaríkjunum, segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa hvatt til hryðjuverka í Bandaríkjunum á fjöldafundi þegar hann sagði að það ætti að „læsa þau öll inni“. Ráðgjafi Trumps vísar því á bug og segir forsetann einungis hafa verið að skemmta sér á fjöldafundi.

Tom Brady minnti á sig

(7 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigursælasti leikstjórnandi í NFL-deildinni frá upphafi, Tom Brady, minnti á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers burstaði Green Bay Packers 38:10 sem ekki hafði tapað leik fram að því.

„Við viljum ljúka mótinu“

(7 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Mikil óvissa ríkir um Íslandsmótið í knattspyrnu þessa dagana eftir að íslensk stjórnvöld framlengdu æfinga- og keppnisbann á höfuðborgarsvæðinu um tvær til þrjár vikur.

Smitin hafa aldrei verið jafn mörg

(7 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Yfir 40 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í heiminum og af þeim eru tæplega 1.114 þúsund látin.

Ótímabært að byggja flugvöll

(8 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Það er augljóslega ótímabært og andstætt markmiðum samkomulags ríkis og borgar að fjárfesta í flutningi kennslu- og einkaflugs frá Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins á meðan rannsóknir standa yfir á mögulegu flugvallarstæði í Hvassahrauni.

Hvað geta önnur lönd lært af Íslandi?

(8 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Ísland hefur ítrekað komist í heimsfréttirnar vegna viðbragða hér við kórónuveirufaraldrinum. Meðal annars vegna þess hversu lág dánartíðnin er.

Tókst á loft og slasaðist

(8 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Maður var fluttur á bráðamóttökuna eftir að hafa tekist á loft við Gróttu þar sem hann var við leik á fallhlífarknúnu brimbretti síðdegis í gær.
BÖRN Leikarahjónin fyrrverandi Brad Pitt og Angelina Jolie eiga enn í forræðisdeilu. Nú vill Pitt fá að verja meira en bara jóladegi með börnum sínum.

Instagram til rannsóknar á Írlandi

(9 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Yfirvöld á Írlandi eru nú með til rannsóknar hvernig samfélagsmiðillinn Instagram fer með persónulegar upplýsingar um börn.

Varað við hálku

(9 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Útlit fyrir hægviðri á landinu í kvöld og að það frysti allvíða en þá eru líkur á að hálka myndist á vegum.

Piltur fluttur á sjúkrahús eftir árás

(9 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Flytja þurfti sextán ára gamlan pilt á bráðamóttöku Landspítalans í gærkvöldi eftir að hann varð fyrir líkamsárás af hálfu tveggja drengja.  
FERÐALÖG Eva H. Baldursdóttir segir einstakt að ferðast á tímum kórónuveirunnar. Hún hlítir öllum reglum en lætur ástandið ekki stoppa sig.
SMARTLAND La Semaine Paris er töff fyrirtæki sem gerir vandaðan fatnað fyrir hugsandi konur. Að mati tískuhúsins ættu allar konur að vinna að því að tileinka sér eiginleika sterkra kvenna.

Þarf á hjálp að halda

(10 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Átján ára piltur sem er í haldi lögreglu hefur framið þrjú vopnuð rán á tveimur dögum í Reykjavík. Á sjöunda tímanum í gær rændi hann pylsusölu í miðborginni en þar náði hann að ræna reiðufé.

Eitt prósent borgarbúa í sóttkví

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT 2.214 eru í sóttkví á höfuðborgarsvæðinu, sem er um 1% heildarfjölda íbúa á svæðinu. Hlutfall þeirra sem eru í sóttkví er hvergi nærri eins hátt annars staðar á landinu, þó að íbúa sé að finna í öllum landshlutum í sömu stöðu.

Vilja flugvöllinn í þjóðaratkvæði

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að framtíð Reykjavíkurflugvallar verði borin undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Brýnt að tryggja aðgang að Bretlandi

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Fríverslunarviðræður Íslands, Noregs og Liechtensteins við Breta munu halda áfram, jafnvel þótt ekki náist samkomulag á milli Bretlands og Evrópusambandsins fyrir næstu áramót.

Nám fjarri skólasvæðinu

(10 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Gert er ráð fyrir því að ríkissjóður greiði 750-900 milljónir króna í leigu og rekstur á bráðabirgðahúsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á 4-5 ára tímabili, á meðan hluta starfseminnar þarf að flytja af skólasvæðinu vegna framkvæmda þar.

Besta leiðin til að steikja nautahakk

(10 klukkustundir, 54 mínútur)
MATUR Ertu í hópi þeirra sem vilja enga „köggla“ í steiktu nautahakki og hamast á pönnunni með sleifinni til að ná öllu hakkinu sem mest í sundur á meðan það steikist. Ekki lengur!
SMARTLAND Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakklands, segir lykilinn að hamingjuríku hjónabandi vera heppni. Bruni giftist fyrrverandi forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, árið 2008.
ÍÞRÓTTIR Liverpool og Everton skildu jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Mörg vafaatriði voru í leiknum og þá voru myndbandsdómarar í aðalhlutverki eins og oft áður.

Van Dijk tjáir sig um meiðslin

(17 klukkustundir, 15 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Í dag kom í ljós að hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk þarf að fara í uppskurð vegna alvarlegra hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Verður van Dijk lengi frá vegna meiðslanna og óvíst hvort hann spilar aftur á leiktíðinni.

„Þetta má ekki vera svona“

(17 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT „Allt of margir nú þegar hafa lýst því yfir að þetta muni ekki gagnast þeim,“ segir Ásgeir Guðmundsson, talsmaður Félags sjálfstætt starfandi tónlistarfólks.

Eiður: Vandræðalegt fyrir Chelsea-mann

(17 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport þar sem leikir helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eru gerðir upp.

Segist njóta stuðnings til að sitja áfram

(17 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Frank Jensen, borgarstjóri Kaupmannahafnar, segist hafa stuðning samflokksfólks síns í Jafnaðarmannaflokknum til að sitja áfram í embætti. Fjöldi kvenna hafa sakað Jensen um kynferðislega áreitni.

Iceland sendi kjúklinganagg út í geim

(17 klukkustundir, 40 mínútur)
ERLENT Menn, simpansar og nú kjúklinganaggur. Vísindamenn hafa sent fjölda fólks og ýmiss konar hluti út í geim, en nú hefur breska verslunarkeðjan Iceland orðið fyrst til að senda kjúklinganagg út í geim.

„Við höfum ekki haft svona marga í húsi “

(17 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Aldrei hafa fleiri dvalið í farsóttarhúsunum en nú. Hátt í 90 manns dvelja nú í húsunum að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, umsjónarmanns þeirra.

Bjuggu til stafrænt listagallerí

(18 klukkustundir, 10 mínútur)
VIÐSKIPTI Tveir ungir frumkvöðlar hafa stofnað sölusvæði og markaðstorg fyrir íslenska myndlist, einskonar stafrænt gallerí undir nafninu Apollo Art. Það eru þeir Pétur Jónsson og Ellert Lárusson sem standa að Apollo Art.
ÍÞRÓTTIR Manchester United vann 4:1-sigur á Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Átti Bruno Fernandes afar góðan leik fyrir United og var Portúgalinn umræðuefni í Vellinum á Símanum sport.
INNLENT Umhverfis-og auðlindaráðuneytið hefur gefið út að engar breytingar verði gerðar á veiðitíma rjúpu þetta árið, þrátt fyrir að full ástæða hafi verið til að endurskoða árs gamla ákvörðun að mati Skotveiðifélags Íslands.

Hertar aðgerðir á Ítalíu

(18 klukkustundir, 30 mínútur)
ERLENT Yfirvöld á Ítalíu tilkynntu í dag hertar aðgerðir vegna þróunar kórónuveirufaraldursins þar í landi. Smitum hefur fjölgað að undanförnu.

Nota fjögur tungumál daglega

(18 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Skólasókn innflytjenda í leikskóla, framhaldsskóla og háskóla er að jafnaði lægri en skólasókn innlendra á Íslandi. Mestur er munurinn í framhaldsskóla og háskólum. 13,7% allra leikskólabarna og 11,5% allra grunnskólabarna eru með annað móðurmál en íslensku samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Markið: Skaut Villa upp í annað sætið

(18 klukkustundir, 48 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ast­on Villa er í öðru sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta eft­ir 1:0-útisig­ur á Leicester í kvöld. Ross Barkley lánsmaður frá Chel­sea skoraði sig­ur­markið með skoti af löngu færi í upp­bót­ar­tíma.
SMARTLAND World Class-erfinginn Birgitta Líf Björnsdóttir er mikill fagurkeri og velur það besta. Þeir sem fylgjast með Birgittu á samfélagsmiðlum hafa ef til vill tekið eftir því að hún keyrir um á einstaklega flottum Range Rover sem skartar rauðum leðursætum.

Beit markvörðinn í andlitið

(19 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Markvörðurinn Jerome Prior hjá Valenciennes í frönsku B-deildinni í fótbolta lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að vera bitinn í andlitið af Ousseynou Thioune leikmanni Sochaux er liðin mættust í dag.

Skoraði tvö og brenndi af víti

(19 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Vålerenga vann í kvöld sannfærandi 3:0-sigur á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Eins og oft áður var Viðar Örn Kjartansson áberandi hjá Vålerenga.

Veggur við hegningarhúsið lagður undir herferðina

(19 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Hópur sem berst fyrir lögfestingu „nýju stjórnarskrárinnar“ tók sig til og letraði skilaboð í þágu þess á vegg við hegningarhúsið. Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, deilir mynd af tilstandinu á Facebook og lætur eftirfarandi fylgja:

Villa með fullt hús eftir sigurmark í lokin

(19 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aston Villa er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-útisigur á Leicester í kvöld. Ross Barkley, lánsmaður frá Chelsea, skoraði sigurmarkið með skoti af löngu færi í uppbótartíma.

Skaut föstum skotum á Trump

(19 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, skaut föstum skotum á Donald Trump Bandaríkjaforseta á kosningafundi í Durham í Norður-Karólínu í dag, í tilefni ummæla sem Trump lét falla um helgina um gott gengi í baráttunni við faraldurinn.

Eldur kviknaði í íbúðarhúsi í Borgarfirði

(19 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Eldur kviknaði í íbúðarhúsi sveitabæjar í uppsveitum Borgarfjarðar fyrr í kvöld.

Lagði upp mark í Belgíu

(20 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Union Saint-Gilloise vann 2:0-útisigur á Lierse Kempenzonen í belgísku B-deildinni í fótbolta í dag.

Nostalgía á veitingastað

(20 klukkustundir, 21 mínúta)
MATUR Þetta er kannski nákvæmlega það sem við þurfum á að halda – að hendast nokkur ár aftur í tímann og rifja upp gamlar stundir. Þegar gsm-síminn var á stærð við strigaskó og samfélagsmiðlar ekki til.

Mögnuð troðsla Tryggva í dag (myndskeið)

(20 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Tryggvi Snær Hlinason og samherjar hans í Zaragoza unnu kærkominn 98:86-heima­sig­ur á Murcia í efstu deild Spán­ar í körfu­bolta í dag. Landsliðsmaðurinn stóri og stæðilegi átti ein bestu tilþrif leiksins er hann skoraði með glæsilegri troðslu, beint eftir innkast.

Endurskilgreina hugtakið „ofurkona“

(20 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Hundruð hafa tekið þátt í samfélagsmiðlaherferð Ungra athafnakvenna og deilt ofurkonunum í lífi sínu á samfélagsmiðlum, undir myllumerkinu #ofurkona.
BÖRN Bachelorette-stjarnan Becca Kufrin ætlar ekki að renna út á tíma þegar kemur að barneignum.
SMARTLAND Anna Fjeldsted, eiginkona Arnaldar Indriðasonar, keypti fasteignina Hrólfsskálavör 3 af Sigríði Heimisdóttur iðnhönnuði.
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann með aðstoð sérsveitarinnar eftir vopnað rán. Um er að ræða þriðja vopnaða rán mannsins á rúmum sólarhring, en maðurinn var einnig handtekinn í gær.
ÍÞRÓTTIR Drama­tík­in var lygi­leg er Totten­ham og West Ham átt­ust við í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta á Totten­ham-vell­in­um í dag. Eft­ir ótrú­leg­an leik urðu loka­töl­ur 3:3.

Nýjasti landsliðsmaðurinn sterkur í sigri

(21 klukkustund, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Drammen vann nauman 24:23-sigur á Runar í norsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Óskar Ólafsson nýjasti landsliðsmaður Íslands var sterkur hjá Drammen og skoraði fjögur mörk.

Hafið samband, það er alltaf von!

(21 klukkustund, 45 mínútur)
INNLENT „Hafið samband! Það er hjálp til staðar og það er alltaf von.“ Þetta eru skilaboð Hildar Guðnýjar Ásgeirsdóttur, verkefnastjóra sjálfsvígsvarna hjá Embætti landlæknis, til fólks sem líður illa úti í samfélaginu og glímir jafnvel við sjálfsvígshugsanir.

Neitaði að nota grímu og smitaði hundrað

(21 klukkustund, 45 mínútur)
ERLENT Belgískur heimilislæknir hefur smitað hið minnsta 100 sjúklinga sína af kórónuveirunni eftir að hafa neitað að nota andlitsgrímu við störf sín.

Vorum með leikinn í vasanum

(21 klukkustund, 55 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég verð að skoða seinni hálfleikinn en ég vil hrósa trúnni sem West Ham hafði þrátt fyrir slæma stöðu,“ sagði José Mourinho knattspyrnustjóri Tottenham í samtali við BBC eftir 3:3-jafntefli lærisveina sinna gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
FERÐALÖG Fjölmargir Íslendingar eru vanir að ferðast reglulega á milli landa. Sumir þeirra eru í fjarsamböndum við einstaklinga í útlöndum. Vegna kórónuveirunnar hafa þessir einstaklingar náð að hittast minna en venulega. Það ætti þó enginn að láta ástandið sigra sambandið.
ÍÞRÓTTIR Ísak Bergmann Jóhannesson lagði upp annað mark Norrköping þegar liðið vann 3:1-sigur gegn Varberg í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tottenham missti niður þriggja marka forskot

(22 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dramatíkin var lygileg er Tottenham og West Ham áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Tottenham-vellinum í dag. Eftir ótrúlegan leik urðu lokatölur 3:3.

Hársbreidd frá tvennunni

(22 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Zaragoza vann 98:86-heimasigur á Murcia í efstu deild Spánar í körfubolta í dag. Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason lék mjög vel með Zaragoza.

Van Dijk á leið í aðgerð – tímabilið búið?

(22 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Virgil van Dijk, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er með sködduð liðbönd í hné en það er BBC sem greinir frá þessu.

Taka niður nýnasistaáróður

(23 klukkustundir)
INNLENT Límmiðar frá nýnasistahreyfingunni Norðurvígi á biðstöð strætó hafa vakið nokkurn óhug og hvetur Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi strætó, farþega til þess að kroppa límmiðana í burtu, verði þeir varir við þá.

Svona færðu graskerið til að endast lengur

(23 klukkustundir, 1 mínúta)
MATUR 31. október er dagurinn sem haldið er upp á hrekkjavökuna – ógnvekjandi stund fyrir mörg börn og barnslegar sálir – þar sem látinna er minnst og sælgæti svífur í loftum.

Með veiruna nokkrum dögum eftir Íslandsferð

(23 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Belgíski markvörðurinn Simon Mignolet tilkynnti á twittersíðu sinni í dag að hann hefði greinst með kórónuveiruna. Mignolet var með belgíska landsliðinu á Íslandi í síðustu viku og lék á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni.

Mörkin: Mark og rautt á viðburðaríkum lokakafla

(23 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Al­ex­is Mac Allister reynd­ist hetja Bright­on þegar liðið heim­sótti Crystal Palace í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu á Sel­hurst Park í London í dag.

Mörkin: Dramatík í botnslagnum

(23 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sheffield United og Ful­ham fengu sín fyrstu stig í ensku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu þegar liðin mætt­ust á Bram­all Lane í Sheffield í dag. Urðu lokatölur 1:1 í dramatískum leik.
INNLENT Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi þriðjudaginn 20. október hafa verið staðfestar og verða birtar í Stjórnartíðindum á morgun. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar.
INNLENT Vopnað rán var framið í Krambúðinni í Mávahlíð í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er talið að gerandinn sé sá sami og sérsveitin handtók á Austurvelli í gær.