Fréttir vikunnar


Newcastle skoraði tvö í Sheffield (myndskeið)

(1 klukkustund, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Newcastle gerði góða ferð til Sheffield í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið heimsótti Sheffield United í kvöld.

Brighton jók á vandræði Arsenal (myndskeið)

(1 klukkustund, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Neal Maupay tryggði Brighton sigur gegn Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í kvöld.

„Ég hata ekki nokkurn mann“

(1 klukkustund, 59 mínútur)
ERLENT Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, brást reið við á blaðamannafundi í dag er fréttamaður spurði hana hvort hún hataði Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Ég hata ekki nokkurn mann, ekki neinn í heiminum,“ sagði Pelosi við fréttamanninn, en er spurningin var borin upp hafði Pelosi áður tilkynnt að fulltrúadeildin ætlaði sér að leggja fram ákæru á hendur forsetanum.

Heldur áfram að gera það gott í Svíþjóð

(2 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Elvar Már Friðriksson heldur áfram að gera það gott í efstu deild Svíþjóðar í körfuknattleik en hann átti stórleik fyrir lið sitt Borås sem vann fjögurra stiga sigur gegn Nässjö á heimavelli í kvöld.

Versta gengi Arsenal í 22 ár

(2 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Arsenal mátti þola 2:1-tap fyrir Brighton á heimavelli sínum, Emirates Stadium, í London í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sverrir Guðna í tveimur kvikmyndum á Sundance

(2 klukkustundir, 11 mínútur)
FÓLKIÐ Íslenski leikarinn Sverrir Guðnason leikur í tveimur kvikmyndum sem sýndar verða á Sundance-kvikmyndahátíðinni í janúar á næsta ári. Yfir 15 þúsund kvikmyndir voru sendar inn til kvikmyndahátíðarinnar og af þeim voru valdar 118 kvikmyndir til sýningar.

Lilla Steinke er Ungskáld Akureyrar 2019

(2 klukkustundir, 42 mínútur)
FÓLKIÐ Lilla Steinke er Ungskáld Akureyrar 2019, en úrslit í ritlistakeppni Ungskálda voru kunngerð á Amtsbókasafninu á Akureyri síðdegis í dag. Sandra Marín Kristínardóttir hlaut önnur verðlaun og Daniel Ben þriðju verðlaun.

Vilja að flugfarþegar borði kaffibollana

(2 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Ríkisflugfélag Nýja-Sjálands, Air New Zealand, er að prófa sig áfram með ætilega kaffibolla um borð í vélum flugfélagsins. Tilgangurinn er að draga úr magni úrgangs sem til fellur meðan á flugi stendur, en alls hella flugþjónar félagsins kaffi í átta milljón bolla á ári hverju.

Vandræði Arsenal héldu áfram gegn Brighton

(3 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Frakkinn Neal Maypay reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-völlinn í London í kvöld.

Furða sig á „rangfærslum og ósamræmi VR“

(3 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Ölgerðin segist harma rangfærslur um fyrirtækið sem komið hafi fram í máli Stefáns Sveinbjörnssonar framkvæmdastjóra VR í kvöldfréttum Stöðvar 2, en þar sagði Stefán Ölgerðina vera eina fyrirtækið þar sem reynt hafi verið að færa fólk til annars stéttarfélags til að komast hjá því að starfsmennirnir fengju kjarasamningsbundna vinnutímastyttingu.

Léttari en fólk kallar hana samt feita

(3 klukkustundir, 11 mínútur)
SMARTLAND Breska fjölmiðlakonan Gemma Collins hefur lést um tæp 20 kíló á síðustu mánuðum en segir að fólk kalli sig feita samt sem áður.

Ísbirnir gera sig heimakomna í mannabyggð

(3 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Yfir fimmtíu ísbirnir hafa gert sig heimakomna í bænum Ryrkaypiy í Chukotka-héraði í norðurhluta Rússlands.

Pólska lögreglan klófesti tvö tonn af kókaíni

(3 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Pólska lögreglan kom höndum yfir tveggja tonna kókaínsendingu í vikunni, en kókaínið var líklega ætlað til sölu víða um Evrópu. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra landsins greindi frá þessu í dag.

Miðbærinn sjaldan jólalegri

(3 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Miðbærinn er kominn í jólaham. Nova-svellið er komið á sinn stað ásamt jólaskreytingum borgarinnar og verslana. Nú þegar snjórinn er kominn er líklega hægt að slá því föstu að sjaldan hafi verið jafn jólalegt um að litast í bænum eins og sést í myndskeiðinu.

Fimmti sigur Newcastle á tímabilinu

(3 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Newcastle er komið í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2:0-útisigur gegn Sheffield United í kvöld.

Njósnaði um milljónir farþega

(3 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Norska öryggislögreglan PST liggur undir alvarlegu ámæli eftirlits- og greiningarnefndar Stórþingsins fyrir að hafa ólöglega safnað upplýsingum um eina milljón farþega flugfélagsins Norwegian og fleiri félaga á ári gegnum bókunarkerfi og farþegalista. Öryggislögreglan ber við hryðjuverkaógn.

Hakakrossar málaðir á legsteina gyðinga

(3 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Lögregla í Frakklandi hefur hafið rannsókn á mögulegum hatursglæp eftir að hakakrossar og annað hatursfullt veggjakrot var málað á 107 legsteina í kirkjugarði gyðinga nærri Strasbourg.

Aldrei of seint að skrifa og gefa út bækur og rit

(3 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Bókin Sólardansinn eftir Þóru Jónsdóttur er enn ein staðfesting þess að aldur getur verið afstæður. Þóra verður 95 ára í janúar og hún samdi örsögurnar í bókinni á nýliðnum tveimur árum. Bókaútgáfan Sæmundur gefur út.

Skoruðu 75 stig í fyrri hálfleiknum

(4 klukkustundir, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildarlið Stjörnunnar, Tindastóls og Vals tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla körfuknattleik, Geysisbikarsins, í kvöld.

Íslenskt félagsmet í Vejle

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kjartan Henry Finnbogason hefur sett nýtt félagsmet í markaskorun á einu ári fyrir danska knattspyrnuliðið Vejle en félagið skýrði frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Læknar óska eftir svörum vegna kjaraskerðinga

(4 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, segist vonast til þess að þær kjaraskerðingar sem læknar á Landspítalanum standi nú frammi fyrir leiði ekki til uppsagna.

„Var ekki í fullri reisn“

(4 klukkustundir, 42 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Jason Derulo segir að það gildi ekki það sama um karla og konur þegar kemur að myndbirtingu á Instagram. Instagram eyddi mynd sem hann hafði birt af sér berum að ofan.

Myndin sem allt varð brjálað út af

(5 klukkustundir, 2 mínútur)
MATUR Í fyrstu er þetta ósköp sakleysisleg mynd sem Chris Pratt birti af sér á Instagram til að auglýsa samstarf sitt við Amazon. Í kjölfarið tók önnur kvikmyndastjarna tryllinginn, en af hverju?

Silva rekinn frá Everton

(5 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Everton hefur rekið Portúgalann Marco Silva úr starfi en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hvernig er hægt að hjálpa þunglyndu frænkunni

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
BÖRN „Þannig er mál með vexti að mágkona mín er haldin miklu þunglyndi og kvíða. Hún er öryrki en er í námi sem stendur sem er henni nánast ofviða (að minnsta kosti andlega). Hún var mikill þunglyndissjúklingur fyrir 2-3 árum en náði sér aðeins á strik eftir meðferð í Virk og lífið virtist aðeins vera komast í betra horf hjá henni.“

Markahæst þegar Kristianstad fór á toppinn

(5 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Landsliðskonan Andrea Jacobsen fór mikin fyrir Kristinstad þegar liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Nacka í sænsku B-deildinni í handknattleik í kvöld.

Lögþvingun líklega samþykkt fyrir jól

(5 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Búist er við því að Alþingi afgreiði frumvarp varðandi stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir jól. Í því eru áform stjórnvalda um lögþvingun sameiningar sveitarfélaga.

Eldhaf breiddist út vegna brennandi potts

(5 klukkustundir, 35 mínútur)
INNLENT Upptök eldsvoða sem varð í kjallaraíbúð við Mávahlíð í Reykjavík aðfaranótt 23. október eru talin mega rekja til þess að eldur hafi komið upp í olíu í potti og að eigandi íbúðarinnar hafi reynt að hlaupa með hann út, en potturinn dottið í gólfið. Ungt par brenndist afar illa í brunanum og hafa þau farið í fjölda aðgerða, bæði hér á landi og í Svíþjóð, þar sem konan dvelur enn. Fjallað var um málið kvöldfréttum RÚV.

Sá besti hrósar Mané í hástert

(5 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Lionel Messi, besti knattspyrnumaður heims í dag, hrósaði Sadio Mané, sóknarmanni Liverpool, mikið í viðtali á dögunum.

Sigga Heimis hætt í IKEA og komin með nýtt starf

(6 klukkustundir, 11 mínútur)
SMARTLAND Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis er hætt að vinna fyrir sænska móðurskipið IKEA eftir rúmlega 20 ára starf hjá fyrirtækinu.

Hátt í milljón manns mótmæltu í Frakklandi

(6 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir í Frakklandi, þær stærstu árum saman, hafa lamað stóran hluta landsins í dag. Skólum hefur verið lokað og samgöngur hafa farið úr skorðum.

Lykilmaður nálgast endurkomu

(6 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Antonio Rüdiger, varnarmaður enska knattspyrnufélagsins Chelsea, nálgast nú endurkomu á knattspyrnuvöllinn en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

„Vel giftir karlar verða utan við sig“

(6 klukkustundir, 28 mínútur)
K100 Pistill sem Gauti Einarsson ritaði á vikudagur.is á Akureyri hefur farið víða í netheimum.

Íslendingur sagður hafa stungið mann á Strikinu

(6 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Íslenskur maður er sagður hafa stungið mann í hálsinn fyrir utan bar á Strikinu í miðborg Kaupmannahafnar síðasta laugardagskvöld. Fjallað var um málið á vef Ekstra Bladet það sama kvöld, en DV vakti athygli á málinu fyrst íslenskra miðla í dag.
FÓLKIÐ „Við vorum vanir að streyma tölvuleiknum Fortnite alla fimmtudaga árið 2018 og fyrri part ársins 2019. Svo vorum við líka að senda frá okkur vlog og vorum með podcast. Okkur langaði að einfalda þetta og blanda þessu öllu saman. Svo nýji þátturinn okkar verður hálfpartinn blanda af beinu útsendingunum okkar, podcastinu og vloggunum okkar,“ segir Stefán Atli Rúnarsson annar af meðlimum Icecold.

Landsliðið til Póllands?

(6 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Póllandi í vináttulandsleik þann 9. júní á næsta ári en það eru pólskir fjölmiðlar sem greina frá þessu.

Bíll valt á Elliðavatnsvegi

(6 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Bílvelta varð á Elliðavatnsvegi í hádeginu í dag, en ökumaður sem var þar einn á ferð missti stjórn á bifreiðinni sökum hálku. Bíllinn fór eina veltu og endaði aftur á hjólunum.

Ganga frá 4,3 milljarða fjármögnun

(7 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Icelandair hefur fengið 4,3 milljarða króna að láni frá bandaríska bankanum CIT Bank til fimm ára. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu, en þar segir að um sé að ræða endurfjármögnun í kjölfar uppgreiðslu skuldabréfaflokks félagsins fyrr á þessu ári.

Íransstjórn gæti hafa myrt yfir þúsund manns

(7 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Brian Hook, æðsti erindreki Bandaríkjanna í málefnum Írans, segir að klerkastjórnin í Teheran „gæti hafa myrt yfir þúsund“ manns frá því að mótmæli spruttu upp í ríkinu um miðjan síðasta mánuð. „Við getum ekki verið viss, þar sem ríkisstjórnin veitir engar upplýsingar,“ er haft eftir Hook í frétt AFP um málið í dag. Hann sagði Bandaríkin þó vita fyrir víst að „mörghundruð“ mótmælendur hefðu verið felldir í aðgerðum yfirvalda.

Fishley áfram í Garðabænum

(7 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonan Shameeka Fishley leikur áfram með Stjörnunni í úrvalsdeild kvenna næsta sumar en þetta staðfesti félagið á Twitter-síðu sinni í dag.
FERÐALÖG Þær Alexandra Helga Ívarsdóttir og Móeiður Lárusdóttir skelltu sér á vinsælasta veitingastað Lundúna. Ferðavefurinn mælir með því að bóka borð.

Safnaði milljón fyrir UNICEF á rúmum sólarhring

(7 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Áhrifavaldurinn og ljósmyndarinn Helgi Ómarsson safnaði á rúmum sólarhring einni milljón króna sem fer í kaup á Sönnum gjöfum UNICEF á Íslandi. Helgi segist meyr yfir því hve mikið sé til af góðu fólki, en upphaflega var markmiðið að sagna fyrir neyðartjaldi að andvirði 158.000 króna.

Hársbreidd frá verðlaunasæti

(7 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Anton Sveinn McKee hafnaði í fjórða sæti í 200 metra bringusundi á EM í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Glasgow í Skotlandi í dag.

Segja búvörulög þurfa heppilegri farveg

(7 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Hópur félagasamtaka hefur sent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, yfirlýsingu þar sem tekið er fram að frumvarp Kristjáns um breytingu á búvörulögum og tollalögum eigi ekki að samþykkja í núverandi mynd.

Klopp fljótari en Ferguson

(7 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrði sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið fékk Everton í heimsókn.

Sjö stafræn barnaníðsmál til rannsóknar

(7 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með sjö mál til rannsóknar þar sem íslenskir karlmenn hafa keypt eða hlaðið niður barnaníðsefni á netinu. Nokkrir hafa verið handteknir vegna rannsóknanna.

Umdeild skólasókn fíkniefnahunda

(8 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Skýrar verklagsreglur um notkun fíkniefnaleitarhunda í norskum framhaldsskólum eru nú væntanlegar í kjölfar umdeildra heimsókna og fíkniefnamála sem upp hafa komið þegar lögregla heimsækir skólana með hunda til að ræða við nemendur um skaðsemi fíkniefna.

Bestu veitingastaðirnir í Borgarnesi

(8 klukkustundir, 9 mínútur)
MATUR Það hefur sennilega ekki farið fram hjá þeim sem hafa átt leið um Vesturland hversu fjölbreytt flóra er af matsölustöðum í og við Borgarnes.

Stjarnan harðlega gagnrýnd

(8 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar samdi í gær við landsliðsmanninn Gunnar Ólafsson.

„Þolinmæði hjúkrunarfræðinga er á þrotum“

(8 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Hjúkrunarráð Landspítala hefur sent frá sér ályktun, þar sem fjármála- og efnahagsráðuneytið og Samninganefnd ríkisins (SNR) eru minnt á „þann mikla vanda sem hefur skapast í íslensku heilbrigðiskerfi vegna skorts á hjúkrunarfræðingum.“ Gerðardómur var settur á kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við ríkið árið 2015, en féll úr gildi í lok mars á þessu ári.

Þurfa að vera þrettán fyrir Instagram

(8 klukkustundir, 21 mínúta)
ERLENT Instagram ætlar að biðja nýja notendur sína um að staðfesta að þeir séu að minnsta kosti þrettán ára þegar þeir skrá sig á samfélagsmiðilinn, sem er í eigu Facebook.

Jafnar út gluggatjöldin með klósettrúllum

(8 klukkustundir, 34 mínútur)
SMARTLAND Sophie Hinchliffe notar klósettrúllur til þess að halda bilinu á milli fellinganna á gluggatjöldunum sínum jöfnum.

Missir af stærsta leik tímabilsins

(8 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Eden Hazard, sóknarmaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid, verður fjarri góðu gamni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í lok nóvember.

Frumsýningar um helgina

(8 klukkustundir, 42 mínútur)
K100 Það er margt nýtt í boði á Netflix um helgina og í bíó. Björn Þórir Sigurðsson mætir vikulega í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 til að mæla með því helsta sem er í boði.

Gerður hlaut heiðursverðlaun Samtóns

(8 klukkustundir, 56 mínútur)
FÓLKIÐ Gerður G. Bjarklind hlaut heiðursverðlaun Samtóns á hátíðlegri athöfn í Iðnó í dag í tilefni af degi íslenskrar tónlistar.

Nánast ósyndur fjórtán vikum fyrir keppni

(9 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hjörvar Hermannsson, 32 ára gamall Kópavogsbúi, gerði sér lítið fyrir um síðustu helgi og kláraði heilan Járnmann (Iron Man) í Buenos Aires í Argentínu.

Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

(9 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Félagsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálráðherra, mun skipa í embættið til fimm ára. Umsóknir verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem ráðherra skipar.

Gleðitíðindi sem trompa jólin

(9 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Björk Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur starfað í fangelsiskerfinu síðustu 27 ár. Hún segir nýtt geðheilsuteymi og breytingar sem verði í geðheilbrigðisþjónustu við fanga, sem kynnt var í morgun, hafa rosalega mikla þýðingu. „Þetta er það sem við erum búin að bíða eftir,“ segir hún í samtali við mbl.is.

Tvær þyrlur sendar í sjúkraflug

(9 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Landhelgisgæslunni barst á þriðja tímanum í dag tilkynning vegna veikinda skipverja á skipi sem er djúpt undan landi.
INNLENT Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað reglugerð sem kveður á um að foreldrar barna sem eru langveik eða alvarlega fötluð fái greidda desemberuppbót. Óskert desemberuppbót er 59.748 krónur.

Íslandsmetið var einnig Norðurlandamet

(9 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Anton Sveinn McKee hefur farið á kostum í sundlauginni á Evrópumótinu í Glasgow. Anton hefur synt fjögur sund og gert sér lítið fyrir og bætt Íslandsmet í þeim öllum.

Íslensk sjókort opin almenningi á netinu

(9 klukkustundir, 48 mínútur)
200 Íslensk sjókort hafa verið gerð aðgengileg með nýjum vefsjá Landhelgisgæslunnar.

57 milljóna starfslokasamningur

(9 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Kostnaðarmat starfslokasamnings ríkislögreglustjóra með launatengdum gjöldum nemur 56,7 milljónum króna en án launatengdra gjalda 47,2 milljónum. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fjárlaganefndar Alþingis vegna starfsloka Haraldar Johannessen, að því er segir á vef Stjórnarráðs Íslands.

Emma Stone trúlofuð

(9 klukkustundir, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Óskarsverðlaunaleikkonan Emma Stone er trúlofuð Saturday Night Live-leikstjóranum David McCary. McCary birti mynd af þeim á Instagram þar sem Stone sýndi stóran demantshring á baugfingri.

Opinbert uppeldi hjá Berglindi og Dóra DNA

(9 klukkustundir, 56 mínútur)
BÖRN Fjölmiðlakonan Berglind Pétursdóttir, eða Berglind festival, og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, eða Dóri DNA, ræddu heimalestur sonar síns á Twitter í dag. Berglind og Dóri eiga soninn Kára saman, en eru þó ekki saman.

Leggja fram ákæru á hendur Trump

(9 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir að deildin muni leggja fram ákæru á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot.

83 manns syntu í land við illan leik

(10 klukkustundir, 6 mínútur)
ERLENT Að minnsta kost 58 flóttamenn drukknuðu þegar bátur þeirra sökk úti fyrir strönd Máritíus við vesturströnd Afríku. Hins vegar náðu 83 einstaklingar að synda til lands og var þeim veitt aðhlynning.

Tapaði rúmum 7 milljónum á einni nóttu

(10 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enski knattspyrnumaðurinn Andros Townsend tapaði 46.000 pundum, 7,3 milljónum króna, á veðmálasíðu á einni nóttu er hann var lánsmaður hjá Birmingham árið 2013.

Vill eingöngu húsdýr í Húsdýragarðinn

(10 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT „Mér finnst Húsdýragarðurinn í dag ekki í samræmi við tíðarandann, velferð dýra og dýravernd,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, við mbl.is. Hún lagði fram tillögu í borgarráði í morgun þess efnis að í Húsdýragarðinum skyldi eingöngu haldin húsdýr sem unnt væri að bjóða lífvænleg skilyrði.

Nýr Kia Niro tengiltvinnbíll frumsýndur

(10 klukkustundir, 13 mínútur)
BÍLAR Nýr Kia Niro Plug-in Hybrid verður frumsýndur í Kia húsinu að Krókhálsi 13 nk. laugardag kl. 12-16.

Dagblöð koma út þrátt fyrir vinnustöðvun

(10 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Vinnustöðvun blaðamanna sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, auk ljósmyndara og tökumanna, hófst klukkan 10 í morgun og stendur yfir til klukkan 22 í kvöld. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir vinnustöðvunina hafa farið fram samkvæmt áætlun. „En mér sýnist nú samt að blöðin komi út á morgun, sama hvernig það er gert, væntanlega er eitthvað unnið fyrirfram en það kemur bara í ljós,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Ætlar að kæra úrslit kosninganna

(10 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Pand­u­leni Itula, 62 ára fyrr­ver­andi tann­lækn­ir, sem er í SWAPO en bauð sig fram sem óháð for­seta­efni í forsetakosningunum í Namibíu í lok síðasta mánaðar, hyggst stefna yfirkjörstjórn landsins eftir kosningarnar.

Munu rannsaka sýklalyfjaónæmi á Íslandi

(10 klukkustundir, 28 mínútur)
TÆKNI Teymi íslenskra og bandarískra vísindamanna hefur verið sett á laggirnar til að rannsaka sýklalyfjaónæmi á Íslandi. Sérstaða landsins gerir það að ákjósanlegum vettvangi til að rannsaka þessa vaxandi ógn við lýðheilsu. Rannsókn teymisins er ætlað að skapa þekkingu til að viðhalda lágu hlutfalli ónæmis í landinu og vinna gegn þróun ónæmis annars staðar í heiminum.

Viðvarandi mengunarástand

(10 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) er hár í borginni í dag skv. mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Styrkur efnisins hefur þegar farið þrisvar yfir leyfilegt klukkustundargildi sem er 200 míkrógröm á rúmmetra. Klukkan 12:00 var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 207,9 míkrógrömm á rúmmetra.

Ömurlegur endasprettur í Keníu

(10 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór illa að ráði sínu á fyrsta hring á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi í Keníu í dag. Valdís spilaði vel á fyrri níu holunum en náði sér engan veginn á strik á síðari níu holunum.
200 Sæbjúguveiðar á suðursvæði út af Austurlandi hafa verið bannaðar í samræmi við ráðgjöf Hafró.

Björgólfur: Erfiðara en Seðlabankamálið

(11 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir að Samherjamálið svokallaða, sem hann kallar „víðtæka árás á félagið“, hafi verið enn erfiðara viðfangs en Seðlabankamálið. Þá segir hann að fyrirtækið reyni að bregðast við ásökunum á ábyrgan hátt og að þær sem hafi verið settar fram eigi að stórum hluta ekki við rök að styðjast. Þetta er meðal þess sem kemur fram í pósti Björgólfs til starfsmanna Samherja.

Neita því að vinna til sjötugs

(11 klukkustundir, 25 mínútur)
ERLENT Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir í Frakklandi hafa lamað stóran hluta landsins í dag. Flestum skólum hefur verið lokað, auk þess sem samgöngkerfi landsins er í lamasessi.

Andri Guðjohnsen skoraði tvö fyrir Real Madríd

(11 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hinn 17 ára gamli Andri Lucas Guðjohnsen var á skotskónum fyrir U18 ára lið Real Madríd er liðið vann úrvalslið Indónesíu á Balí í gær. Real hafði betur, 5:4.

Birta endanlega dagskrá hluthafafundar Brims

(11 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Á dagskrá eru aðeins þrír liðir: Tillaga um kaup á öllu hlutafé í Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf., tillaga Útgerðarfélags Reykjavíkur hf. (ÚR) um að leita leiða til að auka erlendar fjárfestingar í fyrirtækinu og að lokum önnur mál.

Bocelli með stórtónleika í Kórnum

(11 klukkustundir, 51 mínúta)
FÓLKIÐ Ítalski tenórinn Andrea Bocelli heldur stórtónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí á næsta ári. Boccelli kemur fram með 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstökum gestum.

11% nota ljósabekki

(11 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Ljósabekkjanotkun fullorðinna á Íslandi mælist 11% og hefur nokkurn veginn staðið í stað síðan árið 2013. Þetta sýnir könnun um notkun ljósabekkja sem nýlega er lokið og framkvæmd var af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, embættis landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Fékk svör um starfslokasamning Haraldar

(11 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Fjárlaganefnd Alþingis hefur fengið svör við fyrirspurn sem hún sendi í gær til dómsmálaráðherra um starfslokasamning Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra.

Sýni ábyrgð og haldi aftur af hækkunum

(11 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Alþýðusambandið ítrekar nauðsyn þess að sveitarfélög sýni ábyrgð og styðji við lífskjarasamningana með því að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám, rétt eins og yfirlýsing Sambands íslenskra sveitarfélaga frá síðasta vori kvað á um.

Stúlkan í leirpottinum fullfrísk

(12 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Ný­fætt stúlku­barn, sem fannst í leirpotti sem graf­inn hafði verið í jörð í Utt­ar Pra­desh-héraði í norður­hluta Ind­lands um miðjan október, braggast vel og er orðið fullfrískt að mati lækna.

Enn vinna Noregur og Þórir

(12 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Noregur vann sinn fjórða sigur í jafnmörgum leikjum er liðið lagði Angóla, 30:24, á EM kvenna í handbolta í Japan í dag. Angóla stóð lengi í þeim norsku og munaði aðeins einu marki í hálfleik, 13:12.

Sekúndubrot að klúðra málum

(12 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT „Við höfðum hundruð milljóna lífefna á jörðinni og á sekúndubroti í jarðfræðilegu samhengi hefur okkur tekist að klúðra málum,“ sagði listamaðurinn Ólafur Elíasson í viðtali í Norðurslóðablaði Morgunblaðsins á dögunum. Búið er að opna sýningu hans þar sem breytingar á jöklum landsins eru skoðaðar.

Spiderman-stjarna á von á barni

(12 klukkustundir, 11 mínútur)
BÖRN Leikkonan Felicity Jones á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum Charles Guard. Jones og Guard gengu í hjónaband fyrir rúmu ári.

Stjúpmamma Sólrúnar jafn gömul henni

(12 klukkustundir, 11 mínútur)
SMARTLAND Freyja Ösp Burknadóttir, nýja stjúpmamma Sólrúnar Diego, er jafngömul Sólrúnu en þær stjúpmæðgurnar eru fæddar það herrans ár 1991.

Perry nakin í nýju jólamyndbandi

(12 klukkustundir, 11 mínútur)
FÓLKIÐ Hvorki jólasveinninn né tónlistarkonan Katy Perry eru mjög spéhrædd í nýjasta jólatónlistarmyndbandi Perry sem kom út á dögunum.

Most Passengers from Germany

(12 klukkustundir, 16 mínútur)
ICELAND Figures are in for the number of passengers who arrived in Reykjavík and Akranes by cruise ship last summer.

Leið yfir mann sem var hýddur opinberlega

(12 klukkustundir, 24 mínútur)
ERLENT Karlmanni frá Indónesíu, sem féll í yfirlið þar sem hann var húðstrýktur opinberlega vegna þess að hann stundaði kynlíf fyrir hjónaband, var komið aftur til meðvitundar til að hægt væri að ljúka refsingunni. Síðan var farið með manninn með hraði á sjúkrahús.

Hvetja SÍ til þess að lækka stýrivexti

(12 klukkustundir, 24 mínútur)
VIÐSKIPTI Samtök iðnaðarins segja þrengt að vexti fyrirtækja og telja að svigrúm sé fyrir því að Seðlabanki Íslands lækki frekar stýrivexti sína nú í desember.
INNLENT Ásta Dóra Finnsdóttir, 12 ára píanóleikari úr Garðabæ, komst ekki áfram úr annarri umferð Hnetubrjótsins, sjónvarpskeppni ungra tónlistarmanna hjá TvKultura í Rússlandi í gærkvöldi. Kennari Ástu Dóru og faðir voru þó einstaklega ánægð með frammistöðu hennar.

Ítalskt dagblað harðlega gagnrýnt fyrir rasisma

(12 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska íþróttadagblaðið Corriere dello Sport hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir forsíðufyrirsögn sína í dag, þar sem leikur Inter og Roma í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu er auglýstur. Forsíðufyrirsögnin er „Black Friday“, eða svartur föstudagur.

Nálgast þrettán þúsund bíla á árinu

(12 klukkustundir, 58 mínútur)
BÍLAR Í nýliðnum nóvember voru 733 fólks- og sendibílar nýskráðir hér á landi. Ellefu fyrstu mánuðina voru 12.392 fólks- og sendibílar nýskráðir samanborið við 19.304 á sama tímabili 2018. Nemur samdrátturinn tæpum 36% milli ára.

Áhrifin af falli WOW í takt við spá

(12 klukkustundir, 59 mínútur)
VIÐSKIPTI Staða efnahagsmála hefur breyst mikið á síðustu tólf mánuðum. Atvinnuleysi hefur aukist mikið og halli verður á rekstri ríkissjóðs. Fall flugfélagsins WOW air er ein helsta orsökin.

ESA rannsakar meinta ríkisaðstoð

(13 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur ákveðið að hefja rannsókn á hugsanlegri ríkisaðstoð til Gagnaveitu Reykjavíkur (GR).

Fyrsta kakan kom með flugi frá Egilsstöðum

(13 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Eins og landsmenn ættu að vita fer jólabaksturkeppni Matarvefjarins fram í dag. Skila á kökum í höfuðstöðvar Árvakurs í dag milli klukkan 13 og 14 en fyrsta kakan er þegar komin í hús.

Farið að kólna hjá Önnu Kristjáns á Tenerife

(13 klukkustundir, 11 mínútur)
FERÐALÖG Skammdegið er skollið á hjá Önnu Kristjáns á Tenerife. Hún getur ekki klæðst bara hlýrabol á morgnana og kvöldin.

Fjórtán saknað eftir mannskæðan eldsvoða

(13 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Fjórtán manns er saknað eftir að eldur kom upp í námsmannaíbúðum í úkraínsku borginni Odessa í gær. 16 ára stúlka lést í eldsvoðanum og að minnsta kosti 27 slösuðust.

„Stenst samanburð við það besta í heiminum“

(13 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT „Þetta markar þau tímamót að núna erum við í fyrsta skipti að bjóða upp á, ekki bara ásættanlegt ástand í geðheilbrigðismálum fanga, heldur ástand sem er til fyrirmyndar.“ Þetta segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við mbl.is í kjölfar þess að nýtt samkomulag um geðheilbrigðismál fanga var kynnt í morgun.

Timberlake biður eiginkonu sína afsökunar

(13 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Tónlistarmaðurinn Justin Timberlake hefur beðið eiginkonu sína, leikkonuna Jessicu Biel, og fjölskyldu sína afsökunar á hegðun sinni á skemmtistað fyrir nokkrum vikum.

Lykilmenn Liverpool missa af HM

(13 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tilkynnti í dag 23 manna hóp sem ferðast til Katar síðar í desember til að taka þátt í HM félagsliða. Liverpool spilar í undaúrslitum 18. desember og fer úrslitaleikurinn fram 21. desember.

Rjómakennt kjúklingalasagne

(13 klukkustundir, 48 mínútur)
MATUR Hér ræðir um ekta lasagne sem gleður sálina – þú færð það ekki betra en þetta hér. Stundum er þörfin bara svo sterk að við þurfum að fá akkúrat svona mat í magann.

Sluppu með skrámur

(13 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Betur fór en á horfðist þegar flutningabíll og tveir fólksbílar skullu saman á Vesturlandsvegi skammt frá Kjalarnesi um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Stærsta ákall Barnahjálpar SÞ

(13 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Í árlegri skýrslu UNICEF, Humanitarian Action for Children, sem birt hefur verið, kemur fram að stofnunin þurfi 4,2 milljarða Bandaríkjadala í framlög til að ná til 59 milljóna barna í 64 löndum um allan heim á næsta ári. 4,2 milljarðar dala jafngilda 520 milljörðum íslenskra króna. Er þetta stærsta ákall Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna í sögunni.

Geothermal Lagoon to Open in 2021

(14 klukkustundir, 4 mínútur)
ICELAND Work has begun on a new geothermal lagoon on Kársnes point in Kópavogur, just south of Reykjavík, Morgunblaðið reports.

Tengja rafrettur við sjaldgæfan lungnajúkdóm

(14 klukkustundir, 5 mínútur)
TÆKNI Læknar sem meðhöndla sjúkling með sjaldgæfan lungnasjúkdóm, sem venjulega greinist á meðal stáliðnaðarmanna, telja að rafrettunotkun hans sé um að kenna.
INNLENT Þær ráðstafanir sem ráðist er í samkvæmt samkomulagi Sjúkratrygginga Íslands og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem skrifað var undir í morgun, munu hafa mjög mikla þýðingu fyrir fanga hér á landi. Bæði mun þetta auka aðgengi þeirra að geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu sjálfu auk þess að búa til tengingu yfir á geðdeildir landsins. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir um byltingu að ræða.

Vilja slíta viðskiptatengsl við Ísland

(14 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Samtökin Angola Reflection Platform hafa sent íslenska sendiherranum sem sér um landið bréf þar sem óskað er eftir því að íslensk stjórnvöld hætti viðskiptum við Angóla þar til komist hefur verið til botns í Samherjaskjölunum.

Opna Coolshop netverslun fyrir íslenskan markað

(14 klukkustundir, 8 mínútur)
VIÐSKIPTI Samsteypan sem rekur leikfangaverslanirnar Kids Coolshop opna nú netverslun sína fyrir íslenskan markað.
INNLENT Jólaúthlutanir hjálparstofnana fara fram í desember. Fjölskylduhjálp Íslands tekur á móti umsóknum um jólaaðstoð á morgun og mánudaginn í Reykjavík og í Reykjanesbæ. Þeir sem sækja um verða að sýna skattframtal.

Rúmri sekúndu frá sæti í undanúrslitum

(14 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Snæfríður Sól Jór­unn­ar­dótt­ir var rúmri sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 100 metra skriðsundi á Evrópumótinu í 25 metra laug í Glasgow í dag.

Holland í milliriðil eftir stórsigur

(14 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Holland vann 36:23-stórsigur á Serbíu í fjórða leik liðanna á HM kvenna í handbolta í Japan í dag. Með sigrinum tryggðu Hollendingar sér sæti í milliriðil en Serbía þarf að vinna Slóveníu á morgun til að fylgja þeim þangað.

Aflaverðmætið jókst um 13,6%

(14 klukkustundir, 33 mínútur)
200 Í septembermánuði nam aflaverðmæti íslensks sjávarútvegs 12,4 milljörðum króna. Jókst það um 13,6% miðað við sama mánuð í fyrra. Mun meiri verðmæti fengust úr botnfiski en í september í fyrra en nokkur samdráttur er í uppsjávarfiski.

Fjórða Íslandsmetið í fjórum tilraunum

(14 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Anton Sveinn McKee bætti við sínu fjórða Íslandsmeti á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í dag. Anton synti 200 metra bringusund á 2:03,67 mínútum og bætti eigið Íslandsmet um 0,76 sekúndur.

Tvö börn létust í gassprengingu

(14 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti sex manns þar af tvö börn létust í gassprengingu í fjallakofa á skíðasvæði í Szczyrk í Suður-Póllandi. Tveggja barna er enn saknað.

McDonalds komið í tískubransann

(14 klukkustundir, 45 mínútur)
MATUR Ekki er öll vitleysan eins og það nýjasta er að hamborgaraveldið McDonalds er komið í tískubransann og hefur sett í sölu nokkuð veglegt úrval af fatnaði og aukahlutum.

Breytingar á yfirstjórn Sýnar

(14 klukkustundir, 51 mínúta)
VIÐSKIPTI Yngvi Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Sýnar og hefur því sagt sig úr stjórn félagsins. Samhliða þessu hefur Þorvarður Sveinsson rekstrarstjóri látið af störfum hjá fyrirtækinu.

Bright Idea to Visit Iceland in Darkness of Winter

(14 klukkustundir, 56 mínútur)
ICELAND Increasingly, tourists find it a bright idea to visit Iceland during the darkest days of winter.

Ómars Inga nýtur ekki við en Alexander snýr aftur

(14 klukkustundir, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þau tíðindi urðu í gær að Alexander Petersson, einn af ólympíuverðlaunahöfunum frá 2008, gefur kost á sér í landsliðið í handknattleik á nýjan leik. Lék hann síðast landsleik á EM í Póllandi árið 2016.
INNLENT Aðventukransar eru ómissandi í aðdraganda jólanna á flestum heimilum en þeim geta fylgt ýmsir óboðnir gestir. Flestir þeirra eru þó meinlausir og það á einmitt við um einitítuna sem er nokkuð árviss slæðingur sem boðar jól.

Annað sæti dugði ekki til

(15 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sundkonurnar Ingi­björg Krist­ín Jóns­dótt­ir og Jó­hanna Elín Guðmunds­dótt­ir komust ekki í undanúrslit í 50 metra flugsundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í skotlandi í dag.

Þyngdist um 25 kíló og skilur nú venjulegar konur

(15 klukkustundir, 11 mínútur)
SMARTLAND Ofurfyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley átti ekki auðvelt með að komast í sitt fyrra form eftir barnsburð eftir að hún eignaðist son sinn árið 2017.

Arion banki fjárfestir í Leiguskjóli

(15 klukkustundir, 20 mínútur)
VIÐSKIPTI Arion banki hefur skrifað undir samstarfssamning við fjártæknifyrirtækið Leiguskjól ásamt því að fjárfesta í félaginu. Eignarhlutur bankans er 51%.

Tvöföldun fiskeldis í Grindavík samþykkt

(15 klukkustundir, 22 mínútur)
200 Matvælastofnun hefur veitt Samherja fiskeldi ehf. rekstrarleyfi fyrir 3.000 tonna seiða- og matfiskseldi á laxi og bleikju.

Áhrifavaldur spyr hvort Jóhannes sé á lausu

(15 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Margir hafa áhuga á Jóhannesi Stefánssyni eftir að hann kom fram í þættinum Kveik á RÚV. Athyglin hefur þó ekki bara breitt úr sér hérlendis heldur víðs vegar um heim. Nú spyr namibíski áhrifavaldurinn Ndilimeke hvort þessi Jóhannes sé á lausu.

Magnaður miðvikudagur

(15 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Anton Sveinn McKee átti hreint út sagt frábæran dag á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Glasgow í gær. Hann stakk sér þrisvar til sunds í 50 metra bringusundi, setti Íslandsmet í öll skiptin og hafnaði í sjöunda sæti í greininni þegar upp var staðið.

Stjóri Gylfa rekinn í dag

(15 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, verður rekinn í dag. Phil McNulty, knattspyrnusérfræðingur hjá BBC, greinir frá í morgun. David Moyes kemur til greina sem eftirmaður Silva, en hann stýrði liðinu í ellefu ár, áður en hann tók við Manchester United árið 2013.

Stofna geðheilsuteymi fanga

(15 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Í morgun skrifuðu Sjúkratryggingar Íslands og heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu undir samning þess efnis að heilsugæslunni yrði falið að sinna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í öllum fangelsum landsins. Stofnað verður sérhæft þverfaglegt geðheilsuteymi fanga sem mun starfa með og styðja við starfsemi heilsugæslunnar í fangelsum.

Heilsubrestur hrjáir fjórðung þjóðarinnar

(16 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Þriðjungur íbúa á Íslandi stríðir við langvarandi veikindi. Hlutfall fólks sem býr við takmarkanir í daglegu lífi sökum heilsufars hefur aukist undanfarin 10 ár. Árið 2008 var hlutfallið 16,1%, en það var 26,0% 10 árum seinna. Heilsufar kvenna er mun verra en karla.

Skoraði fjögur mörk gegn meisturunum

(16 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Keflavík vann óvæntan 4:2-sigur á Val á Bose-móti kvenna í fótbolta í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi. Jafntefli hefði dugað Íslandsmeisturum Vals til að vinna mótið, en Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fjögur mörk fyrir Keflavík í leiknum.

Segir að Anna hafi ekki hunsað Trump

(16 klukkustundir, 15 mínútur)
FÓLKIÐ „Anna prinsessa hunsaði ekki Trump-hjónin og drottningin lét hana ekki heyra það í kjölfarið.“ Þetta skrifar Valentine Low, blaðamaður breska blaðsins The Times, á Twitter en töluvert var gert úr því í gær að prinsessan hefði ekki heilsað Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Kveikt í fórnarlambi nauðgunar

(16 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Ung indversk kona berst fyrir lífi sínu eftir að kveikt var í henni þegar hún var á leið í dómsal þar sem hún átti að bera vitni í nauðgunarmáli.

Góð áminning frá lögreglunni

(16 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Verum ábyrg og munum alltaf að skafa vel af öllum rúðum ökutækis áður en haldið er út í umferðina.

Gríska undrið með 13 sigurleiki í röð

(16 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Milwaukee Bucks gengur allt í haginn í NBA-deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Liðið vann sinn þrettánda sigur í röð í nótt er það hafði betur gegn Detroit Pistons á útivelli, 127:103.

Snýst um getu kennara ekki græjur

(16 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT „Nei. Ástæðan fyrir því er að ekkert hefur verið gert fyrir náttúruvísindagreinar,“ segir Auður Pálsdóttir við menntavísindasvið Háskóla Íslands, spurð hvort hún hafi reiknað með betri útkomu nemenda í læsi í náttúruvísindum í PISA frá síðustu mælingu árið 2015.

Jólastjörnurnar blómstra

(16 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Þessa dagana er litadýrðin ráðandi í gróðurhúsum Birgis S. Birgissonar í Hveragerði. Ræktun og framleiðsla á jólablómum er langt komin; nærri 9.000 jólastjörnur eru farnar út úr húsi og orðnar stáss og yndisauki á heimilum landsmanna. Flestar eru þær rauðar, en einnig má í flórunni finna hvítar og bleikar stjörnur.

Skaut tvo samherja sína til bana

(16 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Bandarískur sjóherliði skaut tvo til bana áður en hann fyrirfór sér í herstöð Bandaríkjanna í Pearl Harbor á Havaí í gær.

Fleiri sjaldgæf orð í íslensku þýðingunni

(16 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Niðurstöður benda til að hlutfall algengustu orða sé lægra í textum íslensku þýðingarinnar í lesskilnings- og náttúruvísindahluta PISA-prófanna 2018 en í ensku frumtextunum og að hlutfall orða í flokki sjaldgæfustu orðanna sé umtalsvert hærra í íslensku textunum en þeim ensku. Þá virðist dreifing orða á milli orðtíðniflokka vera jafnari í ensku en íslensku þýðingunni.

Wolves upp í Evrópusæti (myndskeið)

(17 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gott gengi Wolves í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hélt áfram í gærkvöldi er liðið vann 2:0-sigur á West Ham á heimavelli. Síðasta tap Wolves í deildinni kom gegn Chelsea 19. september.

Ferðamenn njóta hátíðanna hér

(17 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Jólin og áramótin hafa fest sig í sessi sem einn af hápunktum ferðaþjónustu vetrarins hér á landi. Boðið er upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir ferðafólkið og veitingahús sem flest voru lokuð á árum áður á stórhátíðardögum jóla og áramóta eru nú mörg hver opin fyrir gestum.

„Þú ættir að skammast þín“

(17 klukkustundir, 16 mínútur)
ERLENT Forsetafrú Bandaríkjanna, Melania Trump, gagnrýndi opinberlega lagaprófessor sem notaði nafn 13 ára sonar þeirra hjóna til að gera grein fyrir máli sínu fyr­ir dóms­mála­nefnd full­trúa­deild­ar Banda­ríkjaþings í gær.

Konur fara oftar í golf, karlar spila fleiri holur

(17 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Þegar karlar fara í golf er líklegra að þeir leiki 18 holur, sem tekur gjarnan á fimmta klukkutíma. Konur spila hins vegar oftar golf en karlarnir, en fara þá oftar aðeins níu holur.

Southampton vann sex stiga botnslag (myndskeið)

(17 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Southampton vann gríðarlega mikilvægan 2:1-sigur á Norwich á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Verkföll lama Frakkland

(17 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Allt útlit er fyrir að athafnalíf Frakklands lamist að mestu í dag þar sem milljónir taka þátt í verkfallsaðgerðum.

Stórkostlegar staðreyndir um bjór

(18 klukkustundir, 2 mínútur)
MATUR Bjór er ekki bara bjór – en við höfum drukkið bjór í meira en 5000 ár, og drykkurinn góði er ekki bara til að skemmta sér yfir því hann er jafnt drykkur sem músagildra.

Hætti að reykja til að kaupa jólagjafir

(18 klukkustundir, 11 mínútur)
BÖRN Móðir í Bretlandi hætti að reykja í janúar á þessu ári svo hún gæti keypt fjölda gjafa handa dóttur sinni þessi jólin.

Leicester og Vardy óstöðvandi (myndskeið)

(18 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leicester City vann sinn áttunda leik í röð í öllum keppnum er liðið vann botnlið Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi, 2:0.

Varla hálfdrættingar á við aðra

(18 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að vanda verði til verka ef stýra þarf aðgengi að skólanum og þá myndi samræmt stúdentspróf vera betri kostur en svokallað A-inntökupróf sem notað hefur verið á undanförnum árum. Hann hyggst sækjast eftir að gegna embætti rektors áfram næstu 5 árin.

Ætla að birta pósta Jóhannesar

(18 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Samherji hyggst birta tölvupósta uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi stjórnanda Samherjafélaganna í Namibíu. Ekki verða þó birtir póstar sem snúa að persónulegum málefnum Jóhannesar, heldur eingöngu þeir sem snúa að starfi hans.

Hélt fram hjá með 18 konum á 1 ári

(18 klukkustundir, 26 mínútur)
FÓLKIÐ Húðflúrarinn Kat Von D segir að einn fyrrverandi maki hennar hafi haldið fram hjá henni með 18 mismunandi konum á einu ári.

12 stiga frost á Suðurlandi

(18 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Norðlæg átt verður ríkjandi á landinu í dag og verður léttskýjað og frost allt niður í 12 stig á Suðurlandi. Aftur á móti er hvöss vestanátt á Austurlandi og getur vindur þar farið í 20 m/s í strengjum við fjöll.

Fann skjól í tónlistarhúsi

(18 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Tilkynnt var til lögreglu um innbrot í tónlistarhús í miðborginni á fimmta tímanum í nótt en öryggisverðir höfðu séð einhvern á ferli í húsinu.

Bretar draugfullir í skíðabrekkunum

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
FERÐALÖG Niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi benda til þess að margir Bretar fá sér vel í aðra tána áður en þeir renna sér niður skíðabrekkurnar.

Hreinsunarstarf gengur vel

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Unnið hefur verið að hreinsun gatna og stíga í Reykjavík síðan 3:30 í nótt þar sem mikilvægt er að ljúka því áður en frystir meira. Hreinsunarstarfið gengur vel og útlit fyrir að færðin verði góð áður en flestir leggja af stað til vinnu eða skóla.

Miðlun símtalaskrár talin brot

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Persónuvernd hefur úrskurðað að miðlun vinnuveitanda á símtalaskrá úr vinnusíma fyrrverandi starfsmanns til fyrrverandi eiginkonu mannsins hafi ekki samrýmst ákvæðum persónuverndarlaga.

Póstsendingum hefur fækkað um allt að 15%

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Póstsendingum til landsins hefur fækkað um 12-15% á þessu ári. Fækkunin er einkum rakin til nýs sendingargjalds Íslandspósts sem tók gildi í sumar og leggst þyngst á smærri sendingar.

Milljónir í bílaleigubíla

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Aksturskostnaður alþingismanna á eigin bifreiðum hefur minnkað mikið og er nú aðeins brot af því sem hann var á árunum 2017 og fyrr. Á móti hefur kostnaður við bílaleigubíla aukist verulega en samt hefur heildarkostnaður vegna aksturs þingmanna minnkað stórlega.

Baðlón opnar á Kársnesi á árinu 2021

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Framkvæmdir eru hafnar við nýtt baðlón vestast á Kársnesi í Kópavogi. Það mun opna dyr sínar fyrir gestum á árinu 2021. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir heitu baðlóni við sjóinn með útsýni út á hafið og til Bessastaða, kaldri laug og gufuböðum.

Samþykkt með atkvæðum 77% bænda

(19 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Kúabændur samþykktu samkomulag bændaforystunnar við ríkið í almennri atkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær. „Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna. Við höfum stefnt að þessu í þrjú ár og nú er málið í höfn,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda.
SMARTLAND Linda Björg Árnadóttir, hönnuður og eigandi Scintilla, býr ásamt eiginmanni sínum, Bárði Sigurgeirssyni, húðlækni á Húðlæknastöðinni, í fallegu húsi í Hafnarfirði. Hjónin giftu sig í sumar og segir Linda að hún sé að festa rætur eftir að hafa búið á 100 stöðum síðan hún var krakki. Ekki bara á Íslandi heldur líka úti í hinum stóra heimi.