Fréttir vikunnar


INNLENT Agnes Smáradóttir hefur verið ráðin yfirlæknir lyflækninga krabbameina á lyflækningasviði Landspítala frá 1. desember 2018 til næstu 5 ára.
INNLENT Gefin hafa verið út byggingarleyfi fyrir 1.344 íbúðir í borginni á fyrstu tíu mánuðum ársins og er árið orðið metár í byggingu nýrra íbúða í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnu málþingi borgarstjóra um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík sem stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur.
INNLENT Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann um tvítugt fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og hættu- og umferðarlagabrot 24. febrúar á þessu ári. Í fyrri ákæruliðnum kemur að hann hafi ekið bifreið af ásetningi á aðra bifreið á Hafnarfjarðarvegi með þeim afleiðingum að hún skall á vegrið og valt.
ÍÞRÓTTIR Theódór Elmar Bjarnason hefur fengið samningi sínum við tyrkneska knattspyrnufélagið Elazigspor rift. Hann er með nokkur tilboð í höndunum um samning hjá öðrum tyrkneskum félögum en útilokar ekki að snúa aftur til Íslands og þá kæmi aðeins eitt félag til greina.
ERLENT Indónesísk kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi af hæstarétti landsins fyrir að hafa tekið upp kynferðislega áreitni af hálfu yfirmanns hennar. Hæstiréttur sneri þar við dómi undirréttar sem hafði sýknað hana af ákæru um að hafa brotið lög með því að birta upptöku með ósæmilegu efni.
SMARTLAND „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“

Stórleikur hjá Jóni Axel


(33 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, átti stórleik fyrir Davidson í Bandaríkjunum í nótt.

Raggi Sig kominn með nýja


(1 klukkustund, 9 mínútur)
FÓLKIÐ Ragnar er enn kvæntur Ragnheiði Theodórsdóttur samkvæmt Þjóðskrá en greinilegt að hjónabandið er búið þar sem hann er kominn með rússneska konu upp á arminn.

55,7% milljarðar í rannsóknir og þróunarstarf


(1 klukkustund, 16 mínútur)
INNLENT Heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs á árinu 2017 voru 55,7 milljarðar króna en það jafngildir 2,13% af vergri landsframleiðslu.

Uppbygging íbúðarhúsnæðis í beinni


(1 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins kynningarfundar í ráðhúsinu í dag um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á mbl.is.

Leiguflug milli Rotterdam og Akureyrar


(1 klukkustund, 29 mínútur)
VIÐSKIPTI Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur hafið sölu á skipulögðum ferðum til Akureyrar með leiguflugi frá Hollandi.

Finnst að ég eigi að skora úr svona færi


(1 klukkustund, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Við getum alveg tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik. Við vorum mjög þéttir til baka og þeir opnuðu okkur ekkert sérstaklega mikið. En að sama skapi náðum við ekki að stíga nógu oft fram og pressa á þá. Heilt yfir erum við ágætlega sáttir með þetta, fyrir utan úrslitin,“ sagði Albert Guðmundsson. Albert lék sinn fyrsta mótsleik fyrir íslenska landsliðið í gærkvöld í 2:0-tapinu gegn Belgum í Þjóðadeildinni í knattspyrnu.

Fallegt bréf frá Elizu til Guðna


(1 klukkustund, 37 mínútur)
INNLENT Eliza Reid forsetafrú birtir á Facebook í dag fallegt bréf sem hún skrifaði til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á íslensku árið 1999. Þarna hafði hún nýlega kynnst Guðna og vildi heilla hann með málsnilld sinni. Eliza óskar Íslendingum til hamingju með daginn, Dag íslenskrar tungu.

Framúrskarandi undirvefur í loftið


(1 klukkustund, 41 mínúta)
VIÐSKIPTI Nýr og glæsilegur undirvefur viðskiptavefs mbl.is, í samstarfi við lánshæfismatsfyrirtækið Creditinfo, var tekinn í notkun á miðvikudag.

Unglingsstúlka stakk aðra stúlku til bana


(1 klukkustund, 44 mínútur)
ERLENT Fjórtán ára gömul sænsk stúlka er talin bera ábyrgð á dauða annarrar unglingsstúlku á heimili fyrir ungt fólk í Trollhätten á miðvikudagskvöldið.

Fylgist með framgangi rannsóknarinnar


(2 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur upplýst Icelandair um að mögulega hafi afstöðuskynjari vélar Lion Air gefið frá sér mælingar sem gert hafi flugmönnum hennar erfitt um vik að stýra henni.

Frost á Hlíðarenda


(2 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það varð algjört hrun í sóknarleik Valskvenna á örlagaríku augnabliki þegar liðið fékk Fram í heimsókn á Hlíðarenda í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik í gær.

„Söfnun byggð á lygi“


(2 klukkustundir, 11 mínútur)
ERLENT Bandarískt par, sem setti af stað söfnun fyrir heimilislausan mann, hefur verið ákært fyrir þjófnað og segir saksóknari að söfnunin hafi byggt á lygi. Maðurinn sem parið safnaði fyrir er einnig ákærður.

Þúsundir taka þátt í áfallarannsókn


(2 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT „Þessar fyrstu niðurstöður koma okkur verulega á óvart og fjöldi þeirra sem segjast hafa orðið fyrir þessu ofbeldi er meiri hér en í erlendum rannsóknum,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í Morgunblaðinu, um fyrstu niðurstöður rannsóknarverkefnisins Áfallasaga kvenna.

Houston burstaði Golden State


(2 klukkustundir, 32 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Houston Rockets vann stórsigur 107:86 á meistaraliðinu Golden State Warriors í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt en Golden State er enn án Stephens Curry sem er meiddur í nára.

Styttist í sviðslistafrumvarpið


(2 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vonast til að geta lagt frumvarp til laga um sviðslistir fram í desember eða janúar næstkomandi. Það ræðst af því hvernig gengur að ljúka vinnu við frumvarpið.

Gerðu eins vel og hægt var


(2 klukkustundir, 57 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslendingar luku keppni í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu án stiga og með markatöluna 1:13 í þokunni í Brussel í gærkvöld þar sem Belgar hrósuðu 2:0 sigri. Vængbrotið íslenskt lið gerði eins vel og það gat en eitt besta lið í heimi í dag var of stór biti fyrir okkar menn.

Eignaðist barn eftir fjölmörg fósturlát


(3 klukkustundir, 9 mínútur)
BÖRN Gabrielle Union missti fóstur átta og níu sinnum en eignaðist barn í vikunni 45 ára gömul með hjálp staðgöngumóður.

Hverjum var Mourinho að fylgjast með?


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
ÍÞRÓTTIR José Mourinho var á meðal áhorfenda á leik Belgíu og Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brussel í gærkvöld.

Hristi rassinn og hoppaði í split


(3 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Cardi B minnti á Simone Biles þegar hún hristi rassinn duglega og hoppaði svo beint í split. Áður en rappkonan steig á við mætti hún á rauða dregilinn með bert á milli.

Varað við stormi


(3 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð undir Hafnarfjalli og Kjalarnesi. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu.

Kári á leið í aðgerð


(3 klukkustundir, 34 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, getur ekki leikið með íslenska landsliðinu gegn Belgíu í undankeppni EM í Laugardalshöllinni síðar í þessum mánuði. Kári er á leið í aðgerð vegna meiðsla og verður lengi frá.

631 er enn saknað


(3 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Alls er 631 enn saknað í Norður-Kaliforníu eftir skógareldana og 66 eru látnir. Fjöldi þeirra sem er saknað hefur tvöfaldast á aðeins sólarhring en flestir þeirra sem eru látnir urðu Camp-eldinum að bráð. Tæplega 12 þúsund hús hafa eyðilagst í skógareldunum.

Verk eftir Hockney á 11,3 milljarða


(3 klukkustundir, 48 mínútur)
VIÐSKIPTI Málverk eftir breska myndlistarmanninn David Hockney var selt á 90,3 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 11,3 milljarða króna, á uppboði í New York í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir núlifandi myndlistarmann.

Dæmdir fyrir þjóðarmorð


(4 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Tveir leiðtogar Rauðu khmeranna voru í dag fundnir sekir um þjóðarmorð tæplega fjörutíu árum eftir að þeir fóru frá völdum. Yfir fjórðungur íbúa Kambódíu var myrtur á þeim fáu árum sem öfgasamtökin réðu ríkjum í landinu. Alls um tvær milljónir manna.

Pokarnir eru ekki svo slæmir


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu.

Hrun hjá haustfeta


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.

Þverárkot í vegasamband


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar.

Fjöldi veitingastaða í pípunum í borginni


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni.

Kanni bótaskyldu vegna Banksy


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr.

Úrræðaleysið algjört


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir.

Leggja til bann á rafrettum gegnum netið


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum.

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu


(4 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð.

Er skápafýla af fötunum þínum?


(5 klukkustundir, 12 mínútur)
MATUR Eins ótrúlegt og það kann að virðast getur fremur auðveldlega myndast skápafýla eða geymslufýla sem virðist hafa sérstakt lag á að koma sér þægilega fyrir í fatnaði. En hvað er til ráða?

Atkvæði handtalin í Flórída


(9 klukkustundir, 32 mínútur)
ERLENT Yfirvöld í Flórída í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að öll atkvæðin sem voru greidd í kosningunum til öldungadeildarinnar í byrjun mánaðarins verði handtalin. Afar mjótt er á mununum milli frambjóðenda repúblikana og demókrata, en sá fyrrnefndi er með örlítið forskot á þann síðarnefnda sem á sæti í efri deild þingsins.

Eigum marga hæfileikaríka unga leikmenn


(10 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég get ekki annað en verið sáttur við frammistöðu liðsins,“ sagði Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir 2:0 tap gegn Belgum í lokaleik íslenska liðsins í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu í Brussel í kvöld.

Höfða mál gegn Boeing vegna flugslyssins


(10 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Fjölskylda eins þeirra sem fórust er farþegaþota indónesíska flugfélagsins Lion Air hrapaði í hafið úti fyrir strönd Jövu í síðasta mánuði hefur nú höfðað mál gegn framleiðanda flugvélarinnar vegna meints galla í hönnun hennar.

Ísland er gott varnarlið


(10 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Í fyrri hálfleik leyfðum við íslenska liðinu að spila sinn leik of mikið,“ sagði Roberto Martinez landsliðsþjálfari Belga eftir sigur sinna manna gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í Brussel í kvöld.

Banna dýrar úlpur í skólanum


(10 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Nemendum í framhaldsskóla í Merseyside í Liverpool hefur verið bannað að mæta í dýrum yfirhöfnum í skólann til að koma í veg fyrir að efnaminni nemendur finni fyrir skammartilfinningu vegna sinna yfirhafna.

Mun taka nokkur ár að endurreisa Paradise


(10 klukkustundir, 54 mínútur)
ERLENT Nokkur ár mun taka að endurreisa bæinn Paradise, sem varð illa úti í gróðureldum sem geisað hafa í Kaliforníuríki að sögn stjórnanda FEMA, al­manna­varna Banda­ríkj­anna. Tala látinna er nú komin upp í 59 í gróðureldunum í Kaliforníu sem eru þeir mannskæðustu í sögu ríkisins.

Morðingi Lennon skammast sín æ meira


(11 klukkustundir, 4 mínútur)
FÓLKIÐ Banamaður Johns Lennon, Mark Chapman, skammast sín meira og meira með hverju árinu sem líður. Hann sagði þetta þegar hann sótti um reynslulausn í tíunda skiptið í sumar. Kvaðst nú átta sig á, að verknaður hans myndi um aldur og ævi valda fólki sársauka.

Erum að gera eitthvað rétt


(11 klukkustundir, 12 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ef við töpum fyrir besta liði í heiminum og tvenn mistök kostuðu okkur tvö mörk, erum við að gera eitthvað rétt,“ sagði Ari Freyr Skúlason eftir 0:2-tap íslenska landsliðsins fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Leiðinlegt að hanga ekki á núllinu


(11 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Kári Árnason sagði í samtali við mbl.is í kvöld að landsliðið gæti tekið margt gott með sér frá leiknum við Belga í kvöld þrátt fyrir tapið. Liðið væri að venjast breyttum varnarleik og hann hefði að mörgu leyti heppnast vel, þrátt fyrir tveggja marka tap, 2:0, í Brussel í lokaleik Þjóðadeildarinnar í knattspyrnu.

Fresta orkupakkanum til vors


(11 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn.

Fimm mistök sem fólk sem vill léttast gerir


(11 klukkustundir, 19 mínútur)
SMARTLAND Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni.

Þetta var ólýsanleg tilfinning


(11 klukkustundir, 22 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta var ólýsanleg tilfinning. Ég er þvílíkt stoltur og það er heiður að spila fyrsta landsleikinn.“

„Það er allt í vitleysu hérna“


(11 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“.

Einn eitt áfallið dundi á


(11 klukkustundir, 31 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Mér fannst við gera vel að mörgu leyti í dag. Við komumst þokkalega frá þessu þótt við séum aldrei sáttir þegar við töpum leikjum,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins í fótbolta, í samtali við mbl.is eftir 1:2-tap fyrir Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Getum verið stoltir af frammistöðunni


(11 klukkustundir, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þeir skapa sér eiginlega ekkert í fyrri hálfleik og fram að fyrsta markinu voru engin dauðafæri. Hannes þurfti ekki að verja mikið,“ sagði Sverrir Ingi Ingason í samtali við mbl.is eftir 0:2-tap íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Belgum í Þjóðadeildinni í kvöld.

Blindandi eistnaskoðun framtíðin?


(11 klukkustundir, 54 mínútur)
TÆKNI Á ráðstefnu í Nýja-Sjálandi er kynntur til leiks nýr eistnaskoðunarklefi. Í honum er skilrúm milli sjúklings og læknis.

120 milljónir til eflingar byggða


(11 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar.
ÍÞRÓTTIR „Við vissum allan tímann að þeir myndu vera mikið með boltann. Við vörðumst vel fannst mér og þeir sköpuðu lítið af opnum færum. Svo fengum við klaufaleg mörk á okkur,“ sagði varnarmaðurinn Kári Árnason í samtali við Stöð 2 sport eftir 0:2-tap fyrir Belgíu í lokaleik Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld.

Bosnía upp í A-deild Þjóðadeildarinnar


(12 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bosnía og Hersegóvína er komin upp í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta eftir markalaust jafntefli við Austurríki á útivelli í kvöld. Úrslitin þýða að Austurríki heldur sæti sínu í B-deildinni á kostnað Norður-Írlands, sem er fallið.

Notalegt rok og rigning um helgina


(12 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s.

Sannfærandi sigur í svanasöng Rooney


(12 klukkustundir, 17 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska landsliðið í knattspyrnu vann öruggan 3:0-sigur á Bandaríkjamönnum í vináttuleik á Wembley í kvöld. Wayne Rooney kom inn á sem varamaður á 58. mínútu í sínum 120. og síðasta landsleik, en hann er markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi með 53 mörk.

Dramatískur sigur Króata á Spánverjum


(12 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Króatía vann dramatískan 3:2-heimasigur á Spánverjum í 4. riðli A-deildar Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Tin Jedvaj skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartímans.

Bronslið HM reyndist of sterkt


(12 klukkustundir, 41 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í fótbolta þurfti að sætta sig við 2:0-tap á útivelli fyrir Belgíu í lokaleik liðsins í 2. riðli í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Íslenska liðið, sem var fallið niður í B-deildina fyrir leikinn, tapaði öllum leikjum sínum í riðlinum.

Orðlaus eftir frammistöðuna


(12 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er mjög svekkt með þennan leik. Það kemur upp eitthvað andleysi hjá okkur undir restina og það fer með leikinn,“ sagði Lovísa Thompson, leikmaður Vals, í samtali við mbl.is eftir 27:22-tap liðsins gegn Fram í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld.

Við gætum opnað sendiráð í 120 löndum


(12 klukkustundir, 49 mínútur)
VIÐSKIPTI Á aðeins fjórum árum hefur skrifstofufyrirtæki þeirra Tómasar Hilmars Ragnarz og eiginkonu hans Fríðu Rúnar Þórðardóttur, Regus, áður Orange Project, sprungið út í orðsins fyllstu merkingu, en það byrjaði með útleigu á nokkrum skrifstofurýmum á einni hæð í Ármúla en býður nú skrifstofuaðstöðu með öllu inniföldu um allan heim.

Búnar að ganga í gegnum erfiða tíma


(12 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Ég er hrikalega sátt með þennan sigur. Þetta hefur verið erfitt hjá okkur að undanförnu og það var því mjög mikilvægt að vinna hérna í kvöld,“ sagði Ragnheiður Júlíusdóttir, leikmaður Fram, í samtali við mbl.is eftir 27:22-sigur liðsins gegn Val.

Boðið inn af ókunnri „stúlku“


(13 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn.
ÍÞRÓTTIR Íslandsmeistarar KR, Þór Þorlákshöfn og Keflavík unnu í kvöld sigra í Dominos-deild karla í körfubolta. Nikolas Tomsick tryggði Þór 110:107-sigur á Breiðabliki með þriggja stiga körfu á síðustu sekúndu og Keflavík vann Skallagrím í Borgarnesi með tveggja stiga mun, 97:95.

May hefur þetta líklega ekki af


(13 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT „Það er erfitt að telja saman meirihluta fyrir þessum samningi,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, í samtali við mbl.is. Hann útilokar samt ekki að May komi málinu í gegn.

Fram nýtti sér hrun Valskvenna


(13 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þær Ragnheiður Júlíusdóttir og Steinunn Björnsdóttir fóru mikinn í liði Fram þegar liðið vann fimm marka sigur gegn toppliði Valskvenna í 9. umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik á Hlíðarenda í kvöld en leiknum lauk með 27:22-sigri Fram.

Framúrskarandi stemning í Hörpu


(13 klukkustundir, 19 mínútur)
VIÐSKIPTI Bekkurinn var þétt setinn í Hörpu í gær þar sem lánshæfismatsfyrirtækið Creditinfo fagnaði með þeim með fyrirtækjum sem hlutu vottun þess, Framúskarandi fyrirtæki ársins 2018.

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu


(13 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól.

Elmar farinn frá Elazigspor


(13 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason er farinn frá tyrkneska félaginu Elazigspor. Þetta staðfesti hann á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Líkamsræktarhátíð í Höllinni


(13 klukkustundir, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Þetta er festival, þetta er meira en bara eitthvert fitnessmót,“ segir Konráð Valur Gíslason mótshaldari um Iceland Open sem verður í Laugardalshöll 15. desember. Þar verður keppt á fjórum alþjóðlegum mótum: í kraftlyftingum, vaxtarrækt, brasilísku jiu-jitsu á vegum Mjölnis og Nocco-þrautabraut.

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna


(13 klukkustundir, 48 mínútur)
SMARTLAND Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út.

Segir El Chapo hafa mútað Interpol


(13 klukkustundir, 55 mínútur)
ERLENT Fíkniefnabaróninn Joaquin „El Chapo“ Guzman, sem nú er réttað yfir í Bandaríkjunum, greiddi saksóknurum, lögreglu og hernum í Mexíkó háar fjárhæðir í mútur og gerði raunar það sama við Interpol. Þetta fullyrti einn helsti uppljóstrari í málinu gegn El Chapo fyrir rétti í dag.

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar


(14 klukkustundir, 4 mínútur)
200 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum.

Torsóttur sigur hjá Kiel


(14 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í THW Kiel náðu torsóttum sigri í kvöld þegar þeir sóttu Arnór Þór Gunnarsson og samherja hans í Bergischer HC heim í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Það var ekki fyrr en á lokamínútum leiksins sem Kiel komst fram úr og vann með fjögurra marka mun, 27:23, og treysti þar með stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig að loknum 14 leikjum.

Alfreð datt út úr byrjunarliðinu


(14 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alfreð Finnbogason átti að vera í byrjunarliði Íslands í leiknum við Belgíu sem nú er nýhafinn í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu en er hins vegar ekki með.

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig


(14 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingafélög á staðinn og meta stöðuna.

Austin sleppur við refsingu


(14 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Charlie Austin fær ekki refsingu fyrir ummæli sín í garð dómara leiks Southampton og Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á laugardaginn var. Austin skoraði mark í stöðunni 1:0 fyrir Southampton um miðjan seinni hálfleik en það var dæmt af. Watford jafnaði metin undir lokin og var Austin allt annað en sáttur.

Ekkert meinlæta megrunarfóður hér á ferð


(14 klukkustundir, 50 mínútur)
MATUR Á dögunum kom út bókin Grænkerakrásir Guðrúnar Sóleyjar vegan-uppskriftir fyrir mannúðleg matargöt eftir fjölmiðlakonuna Guðrúnu Sóleyju Gestsdóttur.

„Loksins komin til Tijuana“


(14 klukkustundir, 59 mínútur)
ERLENT Stór hópur þeirra hælisleitenda sem nú eru á leið í gegnum Mexíkó að landamærum Bandaríkjanna kom til landamæraborgarinar Tijuana í dag. Um 1.500 hælisleitendur eru nú komnir til borgarinnar. „Ég get ekki beðið eftir að sjá landamærin,“ segir Carmen Soto sem kom með börn sín frá Hondúras.

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar


(15 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna.

Bieber hættur í tónlist í bili


(15 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Justin Bieber er að leita að köllun sinni og hana er ekki endilega að finna í tónlistinni. Á meðan eyðir hann tíma með eiginkonu sinni en þau Hailey Baldwin hafa sést njóta lífsins að undanförnu.

Sjö barna móðir á von á tvíburum


(15 klukkustundir, 19 mínútur)
BÖRN Hin breska Alana Burns virðist vera frjórri en margar konur en Burns, sem er 38 ára gömul og sjö barna móðir, á ekki bara von á einu barni í mars heldur tveimur.

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi


(15 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall.

Gríðarlega sterkt byrjunarlið Belga


(15 klukkustundir, 29 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Eins og við var að búast er byrjunarlið Belga fyrir leikinn við Ísland í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld gríðarlega sterkt. Belgar eru í efsta sæti FIFA-listans og hefur liðið aðeins tapað einum af síðustu 29 leikjum sínum.

Volkswagen skoðar að hraða rafbílavæðingu


(15 klukkustundir, 34 mínútur)
BÍLAR Rekstrarráð Volkswagen mun hittast á föstudag til að greiða atkvæði um tillögur um yfirgripsmiklar breytingar sem gætu leitt til þess að stærsti bílaframleiðandi heims flýtti áætlunum sínum um að auka framboðið á rafmagnsbílum.

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar


(15 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu.

Markmiðið skilaði 1.000 km og 315 edrú dögum


(15 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 Tómasz Þór Veruson tók eitt skref í einu í bókstaflegri merkingu, í átt að stóra markmiðinu sínu 2018. Eftir að hafa náð því markmiði að ganga 1.000 kílómetra á fjalli, opinberaði hann árangurinn.

10 geðhjúkrunarrými í viðbót


(15 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Hjúkrunarheimilið Mörk óskaði eftir því við heilbrigðisráðuneytið að fá að breyta 10 almennum hjúkrunarrýmum í sérhæfð geðhjúkrunarrými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur fallist á þetta.

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu


(15 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Belgíu í lokaleik sínum í Þjóðadeildinni kl. 19:15 og er byrjunarlið Íslands klárt. Mikið er um meiðsli byrjunarliðsmanna í íslenska hópnum og fá því aðrir leikmenn tækifæri til að spreyta sig.

Rykmagn veldur háum styrk svifryks


(16 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Gerrard eins og svampur í kringum Klopp


(16 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi leikmaður Li­verpool og nú­ver­andi knatt­spyrn­u­stjóri Ran­gers í Skotlandi, líkir sjálfum sér við svamp er hann var í kringum Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Gerrard stýrði unglingaliði Liverpool á meðan Klopp stýrði aðalliðinu og lærði Gerrard mikið af Þjóðverjanum.

Stefna Heiðveigar þingfest á morgun


(16 klukkustundir, 27 mínútur)
200 Stefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn Sjómannafélagi Íslands verður þingfest fyrir félagsdómi á morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar, í samtali við mbl.is. „Það er búið að birta stefnuna og þetta verður þingfest í félagsdómi á morgun,“ segir Kolbrún.

May heldur drögunum til streitu


(16 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Theresa May gefur ekki undan og heldur drögunum til streitu. Hún flutti ávarp til þjóðarinnar á blaðamannafundi á fimmta tímanum. Hún svarar litlu um innherjadeilur í Íhaldsflokknum.

Gunnar Zoëga hættir hjá Origo


(16 klukkustundir, 55 mínútur)
VIÐSKIPTI Gunnar Zoëga, sem hefur verið framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo hf., hefur beðist lausnar frá störfum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Danir líða ekki illa meðferð á samkynhneigðum


(17 klukkustundir, 7 mínútur)
ERLENT Danir neita að láta 65 milljóna danskra króna styrk sem annars var fyrirhugaður í hendur ríkisstjórnar Tansaníu eftir „óviðunandi ummæli um samkynhneigða“ kjörinna fulltrúa þarlendis. Þróunarstyrkurinn sem dreginn var til baka er andvirði 1,3 milljarða íslenskra króna.

Mikið áfall fyrir Lakers


(17 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríska körfuboltaliðið Los Angeles Lakers varð fyrir áfalli í nótt er leikstjórnandinn Rajon Rondo handarbrotnaði í sigrinum á Portland. Rondo lenti illa í gólfinu í fjórða leikhlutanum og þurfti að fara af velli.

Tvöfaldur fjölskylduharmleikur í Ohio


(17 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Lögreglan í Ohio hefur handtekið fjögurra manna fjölskyldu sem er grunuð um að hafa myrt átta manns úr sömu fjölskyldu á heimili þeirra, kannabis-búgarði í Pike-sýslu, árið 2016.

Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum


(17 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni af 35 ára afmæli hópsins.

Yfirliðsvaldandi marengsdraumur


(17 klukkustundir, 16 mínútur)
MATUR Það eru að koma jól þannig að þið þarna krútt sem hélduð að nóvember væri einhverskonar dulkóðun fyrir no-sugar getið tekið gleði ykkar því nú skal haldið partý. Aðalstjarnan í því verður svo þessi marengsdraumur sem er í senn yfirliðsvaldandi og mögulega hjartaáfallsvaldandi...
VIÐSKIPTI Arion banki gaf í dag út skuldabréf eiginfjárþáttar 2 að fjárhæð 500 milljónir sænskra króna. Skuldabréfin, sem eru fyrsta víkjandi útgáfa Arion banka, eru með fljótandi vexti 310 punkta ofan á millibankavexti í sænskum krónum.

Úðuðu vatni vegna asbestmengunar


(17 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Beita þurfti sérstökum aðferðum við niðurrif á húsinu sem brann á Kirkjuvegi á Selfossi vegna þess að asbest var á klæðningu þess að utan og að hluta til að innan. Slökkviliðsmenn úðuðu vatni á húsið til að koma í veg fyrir að asbestmengun breiddist út í andrúmsloftið þegar klæðningin brotnaði.

Hildur Eir og Heimir skilin


(17 klukkustundir, 22 mínútur)
SMARTLAND Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni.

Sakaði meirihlutann um blekkingarleik


(17 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT „Formaður fjárlaganefndar kallar þetta ábyrgar ráðstafanir og segir að ekki sé verið að taka neitt af neinum,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í annarri umræðu um fjárlög ársins 2019 á þingi í dag.

Ráðherra keyrði hringinn á Vatnsnesvegi


(17 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segist hafa fundið fyrir mikilli samstöðu íbúa, ekki aðeins á Vatnsnesi, heldur á öllu svæðinu, og sveitarstjórnar um umbætur á Vatnsnesvegi. „Samstaða hjálpar alltaf til þegar við þurfum að úthluta fjármagni og forgangsraða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.

Alfreð með eitt flottasta markið (myndband)


(17 klukkustundir, 47 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alfreð Finnbogason skoraði eina mark Íslands í Þjóðadeildinni í fótbolta til þessa er hann minnkaði muninn í 2:1 á móti Sviss fyrir mánuði síðan á Laugardalsvelli. Markið var aldeilis glæsilegt; langskot upp í hornið.

Fimm milljónir í listsjóð á Akureyri


(18 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Samkomulag um stofnun listsjóðsins Verðandi var undirritað í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í dag. Megintilgangur sjóðsins er að styrkja listafólk til að nýta Menningarhúsið Hof og Samkomuhúsið sem vettvang fyrir listsköpun sína.

1.500 milljóna endurfjármögnun


(18 klukkustundir, 9 mínútur)
VIÐSKIPTI „Það er ljóst að það þurfti að endurfjármagna fyrirtækið og við höfum í sjálfu sér ekki tæmt þá umræðu,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar, í samtali við mbl.is um heimild til að endurlána Íslandspósti allt að 1,5 milljörðum króna árið 2019.

Ríkið sýknað af 320 milljóna kröfu


(18 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknað af 320 milljóna króna skaðabótakröfu Garðabæjar vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Ísafoldar á árunum 2013 til 2015.

Hjó hendurnar af eiginkonunni


(18 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Eiginmaður Margaritu Gracheva hjó af henni báðar hendurnar í desember árið 2017. Hún komst á spítala í tæka tíð og hendurnar hennar voru saumaðar aftur á hana.

KA vann grannaslaginn og fór á toppinn


(18 klukkustundir, 20 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KA vann góðan 3:0-sigur á Völsungi er liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í gær. Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar, 25:21 og 25:21 en KA sigldi öruggum sigri í þriðju hrinu, 25:14, og eru norðankonur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki.

Svala Björgvins leitar að leiguíbúð


(18 klukkustundir, 36 mínútur)
FÓLKIÐ Söngkonan Svala Björgvinsdóttir leitar að leiguíbúð í Hafnarfirði. Ef þú ert með íbúð á lausu þá máttu endilega hafa samband við hana.

Nemendur umkringdu skólann


(18 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Nemendur Háteigsskóla umkringdu skól­ann í dag og sungu af­mæl­is­söng­inn, en skólinn fagnar hálfrar aldar afmæli á laugardaginn. Með þeim gjörningi voru nemendur og starfsfólk að ramma inn höfuðáherslur skólans; virðing, samvinna og vellíðan.

Hjúkrunarrýmum fjölgar um 200 á 2 árum


(18 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Hjúkrunarrýmum fyrir eldri borgara fjölgar um 200 á næstu tveimur árum. Á næsta ári átti að verja 45,9 milljörðum í málaflokkinn en nú stendur til að sú upphæð verði 733,6 milljónum lægri.

Piparkökuakstur hjá Toyota


(18 klukkustundir, 48 mínútur)
BÍLAR Forskot verður tekið á jólastemmninguna hjá Toyota Kauptúni frá kl. 12 til 16 næstkomandi laugardag, 17. nóvember.

Frávísunarkröfu hafnað


(18 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina.

Hildi líkar vel í Vigo


(18 klukkustundir, 59 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, á góðu gengi að fagna í upphafi keppnistímabilsins á Spáni þar sem hún leikur með Celta Zorka í b-deildinni.

Stal 650 kg af humri og keyrði ölvaður


(19 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í síðustu viku karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar af ellefu mánuði skilorðsbundna, fyrir að stela 650 kg af humri, auk fleiri brota. Kona sem var samverkamaður hans í öðrum þjófnaði var dæmd í tveggja mánaða fangelsi, þar af annan skilorðsbundinn.

The Proclaimers halda tónleika á Íslandi


(19 klukkustundir, 12 mínútur)
FÓLKIÐ Skoska hljómsveitin The Proclaimers er væntanleg til landsins á næsta ári hún hún mun koma fram í Eldborg mánudagskvöldið 15. apríl til að skemmta Íslendingum með öllum sínu helstu smellum sem og glænýju efni.

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa


(19 klukkustundir, 19 mínútur)
SMARTLAND Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur.

Englendingar taka upp myndbandsdómgæslu


(19 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Myndbandsdómgæsla verður leyfð í ensku úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili samkvæmt fréttum BBC en á ensku er hún kölluð VAR. Knattspyrnuunnendur sáu þessa tækni til að mynda nýtta á HM í Rússlandi í sumar.

Snorri fær 3,5 milljónir í bætur


(19 klukkustundir, 34 mínútur)
INNLENT Hæstiréttur hefur dæmt Akureyrarbæ til að greiða Snorra Óskarssyni 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna uppsagnar hans sem grunnskólakennara við Brekkuskóla. Bæturnar voru þar með lækkaðar um 3 milljónir króna en Héraðsdómur Norðurlands hafði dæmt Akureyrarbæ til að greiða honum 6,5 milljónir króna.

Segir rannsóknina „þjóðarskömm“


(19 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningum í Bandaríkjunum sé „þjóðarskömm“.

Nær allir orðið vitni að slysi


(19 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT „Það er ekkert eðlilegt við það ástand og kvíðvænlegt fyrir íbúa að búa við þann ótta að einn daginn þegar þú kemur að bíl utan vegar sé einhver lífshættulega slasaður eða jafnvel látinn.“ Nær allir ábúendur á Vatnsnesi hafa horft upp á eða komið að slysi á Vatnsnesvegi.

„Ísland að merkja sér áhugaverða hillu“


(19 klukkustundir, 59 mínútur)
200 Svifaldan, verðlaunagripur fyrir framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar, hefur verið veitt í áttunda sinn. Kom gripurinn í hlut þeirra Davíðs Freys Jónssonar, Gunnars Þórs Gunnarssonar og Kára Ólafssonar, fyrir hugmynd að þróun vélar til sæbjúgnavinnslu.

Hlaupahjól í bann á gangstéttum


(20 klukkustundir, 1 mínúta)
BÍLAR Rafknúnum hlaupahjólum hefur fjölgað mjög hratt í stórum frönskum bæjum og borgum undanfarin misseri. Nú hefur verið bannað, að viðlagðri sekt, að aka þeim á gangstéttum í París.

Háskólakonur héldu upp á 90 ára afmæli sitt


(20 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT „Félagið var stofnað af fimm kjarnakonum árið 1928 í þeim tilgangi að hvetja ungar konur til mennta og berjast um leið fyrir réttindum þeirra,“ segir Margrét Kristín Sigurðardóttir, formaður Félags háskólakvenna, í samtali við Morgunblaðið, en í gær var þess minnst að liðin eru 90 ár frá stofnun Félags háskólakvenna. Af því tilefni var blásið til afmælishátíðar sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands.

Íhaldsmenn leggja fram vantraust á May


(20 klukkustundir, 14 mínútur)
ERLENT Jacob Rees-Mogg, þingmaður Íhaldsflokksins og einn helsti stuðnings­maður Brex­it, hyggst leggja fram vantrauststillögu á formennsku Theresu May í flokknum. Rees-Mogg safnar nú liði en 48 þingmenn þurfa að skrifa undir skjal og afhenda stjórn flokksins, svokallaðri 1922-nefnd, svo vantrauststillagan verði tekin gild.

Police worried about increased heroin use in Iceland


(20 klukkustundir, 16 mínútur)
ICELAND News of increased violence in the drug world of Iceland and an increase in young people dying of an overdose have been prominent in the last few days.

KR 2.0


(20 klukkustundir, 16 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Leikmannahópur Íslandsmeistara karla í körfuknattleik, KR-inga, hefur tekið stakkaskiptum frá því keppnistímabilið hófst. Finnur Atli Magnússon verður í leikmannahópnum í kvöld.

Opnar sig um frjósemisvandamál


(20 klukkustundir, 17 mínútur)
BÖRN „Fyrir fjórum árum var mér sagt að ég gæti aldrei eignast börn,“ sagði Íslandsvinkonan Jessie J á tónleikum sínum á dögunum.

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA


(20 klukkustundir, 18 mínútur)
BÍLAR Nýr Kia e-Soul rafbíll verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles síðar í mánuðinum. Ný kynslóð e-Soul verður talsvert breytt í hönnun sem og aksturseiginleikum frá núverandi rafbíl Soul EV.

Sjötugur og enn á hliðarlínunni


(20 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Flest fólk sem komið er um og yfir sjötugt er ýmist komið á eftirlaun eða farið að huga að því að setjast í helgan stein. En það á ekki við um Karl Bretaprins, sem í gær fagnaði sjötugsafmæli sínu, og bíður enn eftir því að taka við starfinu sem honum hefur verið lofað; Bretakonungur.

Jólabjórinn kemur í vínbúðirnar í dag


(20 klukkustundir, 19 mínútur)
MATUR Sala á jólabjórum hófst formlega í dag og þeir allra hörðustu hófu innkaup strax á miðnætti. Hér gefur að líta nýjungarnar frá Víking brugghúsi en þar kennir ýmissa grasa.

89% verkefna fram úr áætlun


(20 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Vísbendingar eru um að mikill meirihluti opinbera framkvæmda fara framúr kostnaðaráætlun og er hvergi til miðlægur gagnagrunnur um opinberar framkvæmdir á Íslandi svo hægt sé að læra af reynslu fyrri verkefna. Þetta kom fram í máli Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við verkfræðideild HR.

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá


(20 klukkustundir, 49 mínútur)
SMARTLAND Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum.

Ronaldo sagður trúlofaður


(20 klukkustundir, 51 mínúta)
FÓLKIÐ Cristiano Ronaldo er búinn að biðja Georgina Rodriguez ef marka má portúgalska fjölmiðilinn Correio da Manha.
ERLENT Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tekur drögunum að Brexit-samningnum fagnandi en varar við því að ef breska þingið neiti að samþykkja samninginn, sem allt bendir til, geti það leitt til verstu mögulegu niðurstöðu, það er útgöngu Breta úr ESB án samnings.

Á brattann að sækja


(21 klukkustund, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Það er hætt við því að það verði á brattann að sækja fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu á King Baudouin-leikvanginum í Brussel í kvöld þegar það mætir Belgum í lokaleik sínum í Þjóðadeild UEFA.

89 milljónir króna til Íslaga


(21 klukkustund, 7 mínútur)
VIÐSKIPTI Kostnaður eignarhaldsfélagsins Lindarhvols, sem annaðist umsýslu, fullnustu og sölu á þeim stöðugleikaeignum sem framseldar voru ríkinu í apríl árið 2016 vegna þeirrar þjónustu sem lögfræðifyrirtækið Íslög ehf.

„Tókst alveg frábærlega“


(21 klukkustund, 11 mínútur)
INNLENT „Þetta tókst alveg frábærlega og eins og fyrir var lagt,“ segir Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfjarðarhöfn. Þrír dráttarbátar stýrðu Fjordvik inn í flotkví í morgun, eða Magni frá Faxaflóahöfnum og bátarnir Hamar og Þróttur frá Hafnarfjarðarhöfn.

Tala krónuna niður og verðbólguna upp


(21 klukkustund, 20 mínútur)
INNLENT Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vandar Samfylkingunni ekki kveðjurnar í færslu sem hann birti á Facebook. Hann segir að Samfylkingin telji ekki nóg að gert í fjárlögum næsta árs. Þau vilji hins vegar auka útgjöldin á sama tíma og þau tali krónuna niður og verðbólguna upp.

Drottningin búin að taka Camillu í sátt


(21 klukkustund, 29 mínútur)
FÓLKIÐ Það andaði lengi köldu á milli Elísabetar Bretadrottningar og Camillu Parker Bowles. Nú þegar Karl sonur hennar er orðinn sjötugur virðist móðir hans hafa tekið tengdadóttur sína í sátt.

Helena með Val út tímabilið


(21 klukkustund, 39 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Helena Sverrisdóttir, landsliðskona í körfuknattleik, skrifaði í hádeginu undir samning við Val um að leika með liðinu í Dominos-deildinni út keppnistímabilið.

Mælingar fornleifafræðinga standa yfir


(21 klukkustund, 56 mínútur)
INNLENT Mælingar hafa staðið yfir á þeim kistuleifum sem fundust í lagnaskurði í Víkurgarði í fyrradag. Eftir það verður grafið þar yfir. Næstu daga og vikur tekur hefðbundið framkvæmdaeftirlit við, að sögn Völu Garðarsdóttur fornleifafræðings.

Var orðið tímabært að hleypa heimdraganum


(22 klukkustundir, 4 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Mér líkar afar vel hér ytra,“ sagði handknattleiksmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Svíþjóðar í gær.

Sleppti fundum til að fá sér kríu


(22 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Rodrigo Duterte, for­seti Fil­ipps­eyja, missti af nokkrum fundum á leiðtogafundi ríkja í suðurhluta Asíu vegna þess að hann var að leggja sig (e. taking power naps).

Mikil vinna fram undan


(22 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Þrátt fyrir að ríkisstjórn Bretlands hafi samþykkt drög­in að Brex­it-samn­ingn­um er mikil vinna fram undan, beggja vegna samningaborðsins. Þetta segir Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í viðræðum við bresk stjórnvöld um útgöngu Breta úr ESB.

Byrjað að rífa húsið á Kirkjuvegi


(22 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Byrjað er að rífa húsið á Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í lok október. Þetta staðfestir samskiptastjóri VÍS. Að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, er rannsókn á málinu í fullum gangi. Krafist hefur verið sakhæfismats á meintum geranda í málinu.

Síðasta löndun Vilhelms á Íslandi


(22 klukkustundir, 21 mínúta)
200 Vilhelm Þorsteinsson EA-11 kom úr sinni síðustu veiðiferð í gærmorgun til Neskaupstaðar með fullfermi af frosinni síld. Lýkur þar með 18 ára sögu skipsins hér á landi en það hefur verið selt erlendum kaupanda í Rússlandi.
VIÐSKIPTI „Við lítum á þetta sem náttúrulegan þátt í okkar starfsemi,“ segir Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu, sem var verðlaunað af Creditinfo fyrir samfélagslega ábyrgð í Hörpu í gær. Fyrirtækið hafi t.a.m. lagt mikinn metnað í átt að jafnlaunavottun að undanförnu.

Hamilton málaður á bíl


(22 klukkustundir, 36 mínútur)
BÍLAR Listmálari að nafni Paul Karslake hefur fagnað fimmta heimsmeistaratitli Lewis Hamilton í formúlu-1 með óvenjulegum hætti.

Jonathan Glenn aftur til Eyja


(22 klukkustundir, 37 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Framherjinn Jonathan Glenn er genginn í raðir ÍBV á nýjan leik og mun leika með liðinu í úrvalsdeildinni í knattspyrnu næsta sumar.

Íbúar búa sig undir það versta


(22 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Þorbjörg Gísladóttir tók við starfi sveitarstjóra Mýrdalshrepps í haust. Hún segir íbúa hreppsins taka tilvist Kötlu með stóískri ró. Rýmingaráætlun og allur undirbúningur miðist við verstu hugsanlegu aðstæður.

Töluverð aukning eftir lokun útibús VÍS


(22 klukkustundir, 48 mínútur)
VIÐSKIPTI Haraldur Ingólfsson útibússtjóri Sjóvár á Akranesi, segist í samtali við ViðskiptaMoggann finna fyrir töluverðri fjölgun viðskiptavina hjá útibúinu í kjölfar þess að tryggingafélagið VÍS lokaði útibúi sínu á staðnum í lok september sl.

Allir stjórnmálamenn kona í stríði


(22 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ „Ég setti þessi LUX-verðlaun á höfuðið, samkvæmt hefð,“ sagði Benedikt Erlingsson leikstóri í gær, skömmu eftir að hann tók við LUX-verðlaununum, kvikmyndaverðlaunum Evrópuþingsins, fyrir kvikmynd sína Kona fer í stríð.

Guðni biðst afsökunar á ananas-„hatrinu“


(22 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á ummælum sínum þess efnis að það ætti að banna ananas sem álegg á pítsu. Guðni sagði í skólaheimsókn í febrúar í fyrra að hann væri ekki hrifinn af álegginu og að helst vildi hann banna ananas á pítsur.

Alexander framlengdi við Löwen


(22 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alexander Petersson, fyrrverandi landsliðsmaður í handknattleik og Íþróttamaður ársins 2010, er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við þýska liðið Rhein Neckar Löwen til 2021.

Kæra mann vegna grjótkasts og ofbeldis


(23 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Ólafur Ásberg Árnason og eiginkona hans, Ragna Bachman Egilsdóttir, ætla að leggja fram kæru gegn manni sem veittist að Rögnu og hundunum þeirra tveimur síðdegis á mánudag. Maðurinn sveiflaði einhjóli í annan hundinn, tók upp grjót og kastaði í hann og öðru grjóti í hinn hundinn.

Hótaði lögregluþjónum lífláti


(23 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 60 daga skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í tvö ár. Hann var ákærður fyrir að hafa ekið bifreið suður Höfðabakka undir áhrifum áfengis í september í fyrra og lent á kyrrstæðri bifreið á gatnamótum við Bíldshöfða.

Neyddist til að flytja inn til mömmu


(23 klukkustundir, 19 mínútur)
FÓLKIÐ Illdeilur Rob Kardashian og Blac Chyna leiddu til þess að Kardashian skortir fé til að greiða meðlag með dóttur sinni, missti fyrirtækið og býr heima hjá mömmu sinni.

Heil­steikt­ur kjúk­ling­ur með feta­ostasósu


(23 klukkustundir, 20 mínútur)
MATUR Þessi réttur er eins „rustik“ og hugsast getur - og bragðgóður eftir því. Að auki er hann auðveldur í framkvæmd, húsið fyllist af girnilegri matarlykt og lífið verður bara nokkuð frábært í leiðinni.

Mendy fór í hnéaðgerð


(23 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Benjamin Mendy, varnarmaður Englandsmeistaranna í Manchester City, verður ekki með liðinu á næstunni þar sem hann fór í aðgerð í gær.

Farið fram á dauðarefsingu yfir fimm mönnum


(23 klukkustundir, 42 mínútur)
ERLENT Saksóknari í Sádi-Arabíu hefur farið fram á dauðarefsingu yfir fimm sádiarabískum embættismönnum sem sakaðir eru um að hafa myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. Þeir eru sakaðir um að hafa byrlað honum eitur og aflimað.

Fjordvik sett í flotkví í dag


(23 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Verið er að undirbúa að setja Fjordvik í flotkví í Hafnarfjarðarhöfn. Búið er að gera allar þær ráðstafanir sem til þarf, meðal annars að þyngja skipið að framan til að rétta það af, auk þess sem búið er að koma olíuvarnargirðingum og öðru fyrir. Á annað hundrað tonn eru komin framan á skipið.

Kostnaðaráætlanir standist að jafnaði vel


(23 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Að jafnaði hafa stór verk Vegagerðarinnar undanfarinn áratug aðeins farið 7 prósent fram úr kostnaðaráætlun hefðbundinna verkefna í vegagerð. Í jarðgangaverkum er kostnaðurinn tæp 109 prósent af kostnaðaráætlun að meðaltali.

Vivaldi smíðar tölvupóst


(23 klukkustundir, 46 mínútur)
VIÐSKIPTI Fólk sem notar mikið tölvupóst er markhópurinn fyrir tölvupóstinn nýja í Vivaldi-vafranum, sem kemur á markaðinn fljótlega.

Fjölbreytt efnistök á ráðstefnunni


(23 klukkustundir, 48 mínútur)
200 Sjávarútvegsráðstefnan hefst í Hörpu í dag og lýkur síðdegis á morgun. Hún er mikilvægur vettvangur fyrir fólk í atvinnugreininni til að koma saman og ráða ráðum sínum, segir Helga Franklínsdóttir, stjórnarformaður ráðstefnunnar.

Rauður bær í bláu landi


(23 klukkustundir, 49 mínútur)
FÓLKIÐ „Ég hafði áhuga á að segja sögu af mönnum sem höfðu fallega hugsjón og vildu breyta samfélaginu en hlutirnir fóru kannski ekki alveg eins og þeir vildu,“ segir Grímur Hákonarson um heimildarmynd sína Litla Moskva sem sýningar hefjast á í dag í Bíó Paradís.

Elvar með Njarðvík út tímabilið


(23 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfuknattleik, mun leika með Njarðvíkingum út tímabilið en þetta var staðfest á heimasíðu UMFN í morgun.

Segja ráðherra fara með rangt mál


(23 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþega hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við.
Meira píla