Fréttir vikunnar


ÍÞRÓTTIR Kia mun bæta við rafbíl og tengiltvinnbílum í bílaflotann á næstunni. Kia Sorento í Hybrid útfærslu kemur á markað nú í haust.
200 Sterklega er gefið í skyn í heimildarþætti sem gerður er fyrir Samherja að Helgi Seljan hafi átt við gögn sem hann lagði til grundvallar ásakanna um að fyrirtækið væri að selja karfa á undirverði til eigins dótturfélags árið 2012.
ÍÞRÓTTIR Markvörður­inn ungi Elías Rafn Ólafs­son hefur gengið til liðs við FC Fredericia að láni frá Midtjylland í Danmörku. Hann mun því spila í dönsku B-deildinni á næsta tímabili.
FÓLKIÐ Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry birti mynd af sér í appelsínugulum stundfötum á Instagram. Aðdáendur hennar voru fljótir að sjá líkindin með klæðnaði hennar á myndinni og klæðnaðinum í atriði í James Bond-myndinni Die Another Day.
INNLENT Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur afhent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað sem varðar sóttvarnaráðstafanir vegna faraldurs kórónuveirunnar.
ICELAND On Saturday, a photographer on Reynisfjara beach, South Iceland, made a narrow escape from a huge wave that hit the spot where he was standing.
ERLENT Fyrsta innanlandssmitið greindist á Nýja-Sjálandi í 102 daga greindist í dag. Forsætisráðherra landsins hefur ákveðið að herða sóttvarnareglur í stærstu borg landsins í kjölfarið.
ERLENT Hurð skall nærri hælum í Bamble í Suður-Noregi þar sem þrír ítalskir knattspyrnuþjálfarar áttu að kenna 90 börnum á vikulöngu knattspyrnunámskeiði. Sveitarfélaginu barst ábending og greindist einn mannanna smitaður á elleftu stundu.
TÆKNI Hér á landi eru notaðar tvær aðferðir við að prófa fyrir SARS-CoV-2-smiti. Bæði prófin eru mjög næm, en þó er ekki unnt að segja með neinni vissu hversu mörg prósent sýktra einstaklinga mælast neikvæð þrátt fyrir að vera sýkt af veirunni.
INNLENT Stefnt er á að malbika og fræsa akrein á Reykjanesbraut á milli Vogavegar og Vatnsleysustrandar, í átt að Hafnarfirði, á morgun, miðvikudag.
SMARTLAND Feðgarnir Gunnar og Haraldur Nelson eru nýjustu gestirnir í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur, pabbi Gunna, segist hafa þurft að skrifa bréf til írskra yfirvalda svo Conor gæti komið til Íslands að æfa.

Leikur KR í Meistaradeildinni í hættu?

(1 klukkustund, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Skosk yfirvöld hóta nú að stöðva alla leiki í efstu deild í knattspyrnu þar í landi tímabundið eftir að leikmaður skosku meistaranna í Celtic braut sóttvarnareglur. Celtic á að taka á móti KR í Meistaradeildinni 18. ágúst.

Verða fyrir mjög þungu höggi

(1 klukkustund, 1 mínúta)
INNLENT Ljóst er að menningar- og íþróttalíf hér á landi hefur orðið miklu höggi sökum faraldurs kórónuveiru. Fjölda viðburða hefur verið aflýst auk þess sem óvíst er hvernig veturinn kemur til með að þróast. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri viðburða hjá Senu, segir að verið sé að gera fyrirtækjum í skemmtanaiðnaði gríðarlega erfitt fyrir.

Fann sér lið fyrir næstu ár

(1 klukkustund, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksmaðurinn Viggó Kristjánsson mun í haust spila með liði Stuttgart í þýsku efstu deildinni en þetta er hans þriðja félag í landinu. Viggó gekk í raðir Leipzig frá West Wien í Austurríki á síðasta ári en eftir aðeins þrettán leiki skipti hann yfir í Wetzlar, þar sem hann kláraði tímabilið. Eða öllu heldur, þangað til tímabilinu var aflýst í apríl vegna kórónuveirunnar.

Fyrsta bóluefnið tilbúið í Rússlandi

(1 klukkustund, 41 mínúta)
TÆKNI Rússar hafa þróað fyrsta bóluefnið sem veitir varanlegt ónæmi gegn kórónuveirunni segir forseti Rússlands, Vladimír Pútín.

114 þúsund Bretar misstu vinnuna í júlí

(1 klukkustund, 47 mínútur)
ERLENT Alls hafa 730 þúsund misst vinnuna í Bretlandi frá því í mars og er atvinnuleysi þar 3,9%. Nánast allt athafnalíf Bretlands lamaðist í mars þegar kórónuveirufaraldurinn geisaði sem harðast þar.

Taphrina Lakers á enda

(1 klukkustund, 56 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Los Angeles Lakers batt enda á taphrinu sína í NBA-deildinni í körfuknattleik í nótt er liðið vann 124:121-sigur á Denver Nuggets. Los Angeles hefur fyrir löngu tryggt sér toppsæti vesturdeildarinnar og sæti í úrslitakeppninni en LeBron James og félagar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir viðureignina í nótt.

Enginn COVID-flutningur

(2 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Síðasta sólarhringinn fór sjúkraflutningafólk slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 84 verkefni á sjúkrabílum en þar af voru 24 forgangsverkefni. Ekkert verkefnanna tengdist COVID-19.

Ráðist að vandanum

(2 klukkustundir, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Þegar blaðamaður tók Bjarka Pétursson, Íslandsmeistara í golfi, tali á Hlíðavelli í Mosfellsbæ á sunnudag, barst í tal hvort Bjarki hefði sofið vel fyrir lokahringinn á mótinu en hann hafði þá forystuna. Bjarki virtist ráða vel við taugastríðið sem fylgt getur því að vera efstur á fjögurra daga móti þar sem keppendur eru úti á velli í liðlega tuttugu klukkustundir samtals.

Auðvelda fólki að versla á netinu

(2 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Íslendingar hafa tekið hraustlega við sér í verslun á netinu undanfarið misseri og fjölmörg fyrirtæki hafa slegið í klárinn í viðleitni sinni til að bjóða sem fjölbreyttastar tegundir heimsendinga.

Óvenjukalt og sólarlaust

(2 klukkustundir, 26 mínútur)
INNLENT Sólskinsstundir hafa mælst aðeins 12,1 í Reykjavík það sem af er ágústmánuði og hafa aðeins einu sinni verið færri fyrstu tíu daga ágústmánaðar, það var 1916. Eins er óvenjukalt í Reykjavík þessa dagana en ágúst hefur oftast verið hlýr á þessari öld.

Mögulegt smit getur komið í veg fyrir heimkomu

(2 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er með til skoðunar að setja nýjar reglur sem heimila landamæravörðum að banna bandarískum ríkisborgurum og þeim sem eru með landvistarleyfi í Bandaríkjunum að koma til landsins erlendis frá ef talið er mögulegt að viðkomandi sé smitaður af kórónuveirunni.

Heimila nafn vegna tilfinningagildis

(2 klukkustundir, 44 mínútur)
INNLENT Mannanafnanefnd hefur heimilað umsækjanda notkun millinafnsins Haveland þótt nafnið uppfylli ekki öll skilyrði laga um mannanöfn, þar sem það er ekki dregið af íslenskum orðstofni.

Verðlauna Hyundai fyrir samgönguhugmyndir

(2 klukkustundir, 46 mínútur)
BÍLAR Hyundaihlaut tvenn verðlaun fyrir hugmyndir sínar á sviði framtíðarsamgangna á verðlaunahátíð Future Mobility of the Year sem fram fór í Seol í Kóreu í lok júlí.

Eldflaug Skyrora skotið frá Langanesi

(3 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Skoska fyrirtækið Skyrora er nú á lokastigum leyfisveitinga vegna tilraunaskots Skylark Micro eldflaugar fyrirtækisins á Langanesi. Fyrsti skotglugginn er frá 12. til 16. ágúst.

5G mál málanna í heimsókn Pompeo

(3 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kom til Prag í morgun en Tékkland er fyrsti áfangastaður hans í fimm daga heimsókn til ríkja í Mið-Evrópu.

Ferðafólk beðið um að sýna aðgát

(3 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna vætusamrar tíðar á vestanverðu landinu.

Kanye West fær fjölskylduna til að hlæja

(3 klukkustundir, 41 mínúta)
BÖRN Rapparinn Kanye West er einstaklega náinn dóttur sinni North. Í nýlegu myndbandi sést hann dansa á götum úti fyrir hana. Það heyrist í Kim Kardashian hlæja í bakgrunni myndbandsins, sem gefur til kynna að fjölskyldan sé sameinuð að nýju.

Hitastiginu misskipt milli landshluta

(3 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Sunnanátt víða 5-10 m/s í dag og rigning sunnan og vestan til á landinu og hiti 10 til 15 stig. Annað upp á teningnum um norðaustanvert landið, þurrt og bjart á þeim slóðum og hiti 16 til 23 stig yfir daginn að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Stal úr spilakassa

(3 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Lögreglunni var tilkynnt um þjófnað úr spilakassa í söluturni í Árbænum síðdegis í gær. Þar hafði maður skemmt spilakassa og stolið úr honum peningaboxinu.

Aniston leið og vill drífa 2020 af

(3 klukkustundir, 56 mínútur)
FÓLKIÐ Tökum á nýjum þætti af Vinum hefur enn og aftur verið frestað. Það eru ekki bara aðdáendur sem eru svekktir. Leikkonan Jennifer Aniston segist í viðtali við Deadline einnig vera afar leið.

Byltingarkennt Alzheimerslyf fær flýtimeðferð

(3 klukkustundir, 58 mínútur)
TÆKNI Fyrsta lyfið sem gæti snúið við hrörnun af völdum Alzheimers-sjúkdómsins er í þróun í Bandaríkjunum. Lyfið hefur fengið flýtimeðferð hjá bandarískum eftirlitsaðilum og gæti verið komið í almenna notkun eftir sex mánuði, að því er Telegraph greinir frá.

8 staðir til fyrirmyndar

(4 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Lögreglumenn heimsóttu 14 veitingahús í miðborginni í gærkvöldi þar sem kannað var með ráðstafanir varðandi sóttvarnir og tveggja metra reglu.

Tsikanovskaja komin til Litháen

(4 klukkustundir, 39 mínútur)
ERLENT Helsti andstæðingur forseta Hvíta-Rússlands í nýliðnum kosningum, Svetlana Tsikanovskaja, er komin til Litháen að sögn utanríkisráðherra landsins.
SMARTLAND „Ég veit ekki hvað það er enn þegar að kemur að því að ég hitti stelpu og þá aðallega þessa sem ég er að tala við núna Þá set ég sjálfan mig í annað sæti og lyfti henni í fyrsta sæti og þar af leiðandi hugsa ég um hana eins og drottningu. Ég kem henni á óvart, plana allar ferðirnar okkar og fer með hana reglulega út að borða, gef henni gjafir og blómvönd og svo mikið meira, ég er þannig séð að kasta mér fram af fyrir hana.“

Íslendingar flykkjast í Vök Baths

(4 klukkustundir, 41 mínúta)
FERÐALÖG Vök Baths eru heitar náttúrulaugar við Urriðavatn, í einungis 5 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Laugarnar þykja fullkominn áfangastaður allra þeirra sem vilja upplifa beina snertingu við náttúruna og um leið næra líkama og sál.

Héldu að platan auglýsti kynlífsunað

(4 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 Söngkonan Bergrós hefur nú gefið út sína fyrstu plötu en hún segir erfiðlega hafa tekist að auglýsa plötuna, sem heitir Bedroom Thoughts, en samfélagsmiðillinn tók fyrstu auglýsinguna út af miðlinum. Fékk Bergrós þá skýringu að miðillinn gæti ekki auglýst „kynlífsunað“ sem hún segir að hafi ekki verið meiningin með nafngift plötunnar.

Tap á rekstri Omnom þrátt fyrir mikinn tekjuvöxt

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
VIÐSKIPTI Súkkulaðiframleiðslufyrirtækið Omnom jók tekjur sínar um nær 30% á nýliðnu rekstrarári. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2019.

Katrín furðar sig á tækifærismennsku

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á ákvarðanatöku vegna Covid-19.

Leitað til Feneyjanefndar

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur óskað eftir því að Feneyjanefndin veiti umsögn um stjórnarskrártillögur sem unnið er að á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram á vefsíðu nefndarinnar.

Slapp naumlega í Reynisfjöru

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Ljósmyndari í Reynisfjöru í Mýrdal bjargaði sér og tækjum sínum á síðustu stundu þegar þung alda komst býsna nálægt honum. Maðurinn hafði gengið fram á sandbrún í fjörunni og sett þar upp þrífót undir myndavél sína.

Brúnar tunnur í Hamrahverfið

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Undirbúningur er hafinn á sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í Hamrahverfi í Grafarvogi. Verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar um sérsöfnun á lífrænum eldhússúrgangi og endurvinnslu á honum.

Aukinn fjöldi umsókna

(5 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Svo virðist sem talsverður fjöldi barnafjölskyldna sem búsettar eru erlendis ætli að dvelja á Íslandi í vetur. Fjölgun hefur verið á nemendum í grunnskólum vegna heimfluttra Íslendinga, en einnig útlendinga sem af ýmsum ástæðum vilja dvelja hér yfir veturinn.
MATUR Jessica Spencer greindist með átröskun í yfirþyngd – sjúkdóm sem margir glíma við, jafnvel án þess að vita af því.

Fjarlægði grímu og hóstaði á ungling

(10 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Kwame Kwei-Armah, list­ræn­n stjórn­andi Young Vic-leikhússins í London, sagði að kona hefði nýlega fjarlægt andlitsgrímu og hóstað á 15 ára gamlan son sinn í lest.

Hefja skimun á Gardermoen

(11 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Frá og með næstu viku hefst skimun fyrir komufarþega utan- og innanlandsflugs á Gardermoen-flugvellinum við Ósló sem þar með fylgir fordæmi flugvallanna í Bergen og Stavanger. Farþegum ber þó engin skylda til að gangast undir próf og allir farþegar sem koma frá „rauðum löndum“ fara í sóttkví óháð niðurstöðu.

Engum boðið í sextugsafmæli Banderas

(11 klukkustundir, 42 mínútur)
FÓLKIÐ Spænski leik­ar­inn Ant­onio Banderas greindist nýverið með kórónuveiruna, skömmu fyrir afmælisdaginn en kappinn hélt upp á sextíu ára afmæli sitt í einangrun í dag.

Ferðamenn fangelsaðir svindli þeir á sóttkví

(11 klukkustundir, 44 mínútur)
ERLENT Ferðamenn sem koma til Finnlands frá svæðum þar sem nýgengi kórónuveirusmita er hátt verða að gjöra svo vel að fara í tveggja vikna sóttkví við komuna. Geri þeir það ekki eiga þeir von á sekt eða þriggja mánaða fangelsisvist.

Íslenski táningurinn bálreiður

(11 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenski knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson var allt annað en sáttur við störf Kristoffers Karlsson dómara leiks Norrköping og Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bruno klárar yfirleitt dæmið

(12 klukkustundir, 7 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, var skiljanlega kátur eftir 1:0-sigur lærisveina sinna á FC Kaupmannahöfn í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld í framlengdum leik.

Maður skotinn við Hvíta húsið – Trump í byrgið

(12 klukkustundir, 30 mínútur)
ERLENT Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur skotið vopnaðan mann utan við Hvíta húsið í Washington. Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir sjálfur frá þessu. Blaðamannafundi forsetans var slitið í snatri og forsetinn færður í byrgi sitt.

Ævilöng svipting fyrir ítrekuð umferðarlagabrot

(12 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Karlmaður hefur verið sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir ítrekuð umferðarlagabrot. Þá hefur var hann dæmdur til að greiða 153.612 krónur í sakarkostnað og sæta 60 daga fangelsisvist, auk sektargreiðslu vegna brotanna. Maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuréttindum tímabundið þegar þau brot sem dómurinn nær til hófust.

Slæmar aðstæður í Básum

(12 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Veðurstofan beinir því til ferðafólks að há vatnsstaða er í ám og lækjum vegna vætusamrar tíðar á Suður- og Vesturlandi. Mestu vatnavextirnir hafa verið á sunnanverðu hálendinu, þar sem mikið vatn er í ám og viðvaranir hafa verið gefnar út.
SMARTLAND „Við hjónin eigum landareign sem aðeins makinn minn er skráður fyrir. Það sem flækir málin er að við erum þessi týpíska íslenska fjölskylda það er börnin hans og börnin okkar. Ef makinn fellur frá þá er ég ekki skráð fyrir þessari eign. Hvernig gerum við afsal þar sem makinn afsalar mér 50% eða jafnvel eins og við höfum talað um 100%, án þess að nein peningagreiðsla komi á móti?“

United áfram eftir framlengingu

(12 klukkustundir, 58 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester United er komið áfram í undanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1:0-sigur á FC København í framlengdum leik í Köln í kvöld.

Eldhúsið sem marga dreymir um

(13 klukkustundir, 5 mínútur)
MATUR Velkomin heim til Önnu Barnett, matarbloggara og bókahöfundar. Hún býr í gullfallegu húsi með eldhús sem marga dreymir um.

Inter fyrst í undanúrslit

(13 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ítalska liðið Inter Mílanó varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á Bayer Leverkusen frá Þýskalandi í Düsseldorf.

Einstakt hundrað metra vatnsfall

(13 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Dynjandi er án vafa eitt tilkomumesta vatnsfall landsins en hann er um 100 metra hár og stendur við Arnarfjörð á Vestfjörðum. Efst er hann um 30 metra breiður en 60 metrar neðst. Flestir sem heimsækja Vestfirði kíkja á Dynjanda en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá fossinn frá ýmsum sjónarhornum.

Danskur ráðherra eyðir svívirðingum um FCK

(13 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnufélagið FC Kaupmannahöfn hefur farið fram á að útlendinga- og aðlögunarráðherra Danmerkur, Mattias Tesfaye, biðjist afsökunar á að hafa óskað þess á Twitter að liðið myndi tapa leik sínum gegn Manchester United í Evrópukeppninni, sem fram fer í kvöld.

Táningur játar hatursglæp

(14 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT 15 ára enskur piltur játaði að hafa kýlt námsmann í Singapúr í andlitið í lok febrúar og kallað til hans í kjölfarið: „Ég vil ekki kór­ónu­veiruna þína hingað.“

Fyrrverandi leikmaður Vals tekinn við ensku liði

(14 klukkustundir, 26 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska B-deildarfélagið Bristol City hefur staðfest Dean Holden sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Holden var áður aðstoðarmaður Lee Johnson sem var rekinn eftir fjögurra og hálfs árs veru hjá Bristol-félaginu.
FERÐALÖG Áhrifavaldurinn Sólrún Diego hefur verið á faraldsfæti í sumar. Hún hefur heimsótt Eyjafjarðarsveit, Hvalfjörðinn og Miðhúsaskóg svo eitthvað sé nefnt.

Spennandi nýjung frá Norðlenska

(15 klukkustundir, 10 mínútur)
MATUR Norðlenska hefur sett á markað eina mest spennandi nýjung sem sést hefur lengi.

Ekki þverfótað fyrir Dönum í Leifsstöð

(15 klukkustundir, 21 mínúta)
INNLENT Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 45.600 í nýliðnum júlí samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia, eða 80,3% færri en í júlí í fyrra, þegar þær voru um 231 þúsund talsins. Danir voru fjölmennastir í mánuðinum.

Lagt til að Ísland fari á rauða listann

(15 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Landlæknir Noregs hefur lagt það til við stjórnvöld að Íslandi verði bætt á rauðan lista stjórnvalda, en ferðamenn sem koma frá þeim ríkjum þurfa að sæta tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lýðheilsustofnun Noregs (Folkehelseinstituttet).

Þrjár kynslóðir alveg eins

(15 klukkustundir, 41 mínúta)
BÖRN Leikkonan og athafnakonan Gwyneth Paltrow er stolt af konunum í fjölskyldu sinni og fékk bæði dóttur og móður til að sitja fyrir á myndum með sér.
FÓLKIÐ Ingólfur Þórarinsson tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er kallaður, sá um brekkusönginn í beinni útsendingu í Sjónvarpi Símans.

„Baby“ snýr aftur í Dirty Dancing 2

(15 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 Jennifer Grey, sem þekkt er fyrir túlkun sína á persónunni Frances „Baby“ Housemann í dansmyndinni sígildu Dirty Dancing mun snúa aftur í væntanlegri framhaldsmynd af kvikmyndinni sem kom út fyrir 33 árum.

Lögregla beitir táragasi og gúmmíkúlum

(15 klukkustundir, 47 mínútur)
ERLENT Lögregla í Hvíta-Rússlandi skaut gúmmíkúlum og beitti táragasi gegn mótmælendum sem létu í sér heyra eftir umdeildar forsetakosningar í landinu í gær.

Ísak skoraði fallegt mark í Svíþjóð (myndskeið)

(15 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Hinn 17 ára gamli Ísak Bergmann Jóhannesson gerði annað mark Norrköping í 2:3-tapi á útivelli gegn Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
INNLENT Hefðbundin seglbrettaaiðkun hjá Steinþóri Óskarssyni rétt undan ströndum Gautaborgar snerist í síðustu viku snögglega yfir í baráttu upp á líf og dauða og má í raun segja að ekki hafi miklu mátt muna að Steinþór væri ekki til frásögu um atburðina. Hann sagði mbl.is frá atburðinum.

2,5% verkfræðinga misstu vinnuna

(16 klukkustundir, 9 mínútur)
INNLENT 14% félagsmanna í Verkfræðingafélagi Íslands fóru í hlutastarf vegna kórónuveirufaraldursins og um 2,5% félagsmanna misstu vinnunna. Rúmlega þriðjungur vinnuveitenda félagsmanna nýtti sér hlutabótaleið stjórnvalda.
ÍÞRÓTTIR Mánudaginn 27. júlí var félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu opnaður og félögin geta keypt og selt leikmenn allt til 5. október.

20 milljónir til matvælaaðstoðar í Líbanon

(16 klukkustundir, 15 mínútur)
ERLENT Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld veiti tuttugu milljónum króna til matvælaaðstoðar í Líbanon vegna hamfarasprenginganna í Beirút í nýliðinni viku. Framlagið kemur til viðbótar því fé sem stjórnvöld verja nú þegar til mannúðaðstoðar í landinu.

Grikkinn orðinn leikmaður Liverpool

(16 klukkustundir, 36 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur gengið frá kaupum á gríska leikmanninum Kostas Tsimikas frá Olympiacos á langtímasamningi. Tsimikas er 24 ára og hefur leikið þrjá landsleiki fyrir Grikkland.

Lærði í mánuð en prófinu frestað

(16 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Smit sem kom upp hjá starfsmanni Samgöngustofu síðastliðinn föstudag mun hafa áhrif á próftöku fjölmargra flugnema. Prófum sem áttu að fara fram 10.-14. ágúst hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Flugnemi segir vonbrigðin mikil þó viðbrögð Samgöngustofu séu skiljanleg.

Sérlega falleg 56 fm íbúð við Vesturgötu

(16 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND Við Vesturgötu í Reykjavík stendur afar falleg 56 fm íbúð sem er fantavel skipulögð. Húsið sjálft var byggt 1924 og hefur verið vel við haldið.

Bandaríkjamaðurinn áfram í Breiðholti

(16 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bandaríkjamaðurinn Evan Singlet­ary hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild ÍR til loka komandi tímabils.

Árekstur á Reykjanesbraut

(17 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Þrír sjúkrabílar og dælubíll slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins voru kallaðir út þegar tveir bílar lentu saman á Reykjanesbraut til móts við Sprengisand laust eftir klukkan fimm.

Gassprenging í Baltimore – Einn látinn

(17 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Að minnsta kosti einn er látinn og þrír alvarlega særðir eftir gassprenginu í heimahúsi í bandarísku borginni Baltimore. Þrjú hús voru jöfnuð við jörðu í sprengingunni en orsök hennar er enn óljós.

Björgvin Páll orðinn leikmaður ÍR

(17 klukkustundir, 30 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR. Kemur Björgvin frá uppeldisfélagi sínu Fjölni þar sem hann hefur leikið alla tíð.

Sögðu af sér í skugga mótmæla

(17 klukkustundir, 35 mínútur)
ERLENT Ríkisstjórn Líbanons hefur formlega sagt af sér í skugga mótmæla víða um landið í kjölfar sprengingar sem olli dauða yfir 200 manns.

Flestir fara eftir reglum

(17 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Öll lögregluembætti landsins hafa nú farið í eftirlitsferðir á skemmtistaði, í verslanir og á veitingahús og gengið úr skugga um að sóttvarnarreglur séu ekki brotnar.

Sala hráolíu tekur við sér

(17 klukkustundir, 51 mínúta)
VIÐSKIPTI Forstjóri sádíska olíurisans Saudi ARAMCO, Amin Nasser, segist bjartsýnn um að heimsmarkaðsverð á hráolíu taki aftur við sér eftir að hafa tekið dýfu vegna kórónuveirufaraldursins. Sala hráolíu á dagsgrundvelli sé nú um 90 milljónir tunna á dag, aðeins 10 milljónum minna en fyrir upphaf faraldursins.

Þjóðskrá biður um frest

(17 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Þjóðskrá hefur óskað eftir frest til 24. ágúst til að svara fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis um eftirlit stofnunarinnar með skráningu lögheimilis og aðseturs. Tekið er fram að æskilegt sé að svar berist fyrir formlegan frest.

Óheimilt að fagna mörkum með snertingu

(18 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR KSí birti í dag drög að ítarlegum reglum um framkvæmd knattspyrnuleikja ef hægt verður að hefja keppni á nýjan leik næstkomandi föstudag. Á heimasíðu KSÍ segir að núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst, en vonast til er til að hægt verði að leika keppnisknattspyrnu hér á landi frá og með föstudeginum 14. ágúst.

Forvarnir langbesta meðferðin

(18 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Sértæk meðferð fyrir þá sem veikjast alvarlega af COVID-19 og víðáttumikil þekking á framvindu sjúkdómsins eru meðal þess sem áunnist hefur á því hálfa ári sem liðið er síðan kórónuveiran fór að láta á sér kræla á Íslandi.

Fimm daga skoðun í heimahús

(18 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Svokölluð fimm daga skoðun nýbura mun nú fara fram í heimahúsum en ekki á Landsspítala til að minnka smithættu á spítalanum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítalans en samningi milli sjúkratrygginga Íslands og ljósmæðra um vitjanaþjónustu var breytt tímabundið svo hægt væri að koma þessu fyrirkomulagi á.
200 Góð hol fengust í Smugunni um helgina þar sem skip voru á makrílveiðum. Síðan hefur þó hægt á veiðunum eftir að makríllinn hefur í auknum mæli sótt í norska og færeyska lögsögu.

Hæsta sólblóm landsins gnæfir yfir húsið

(18 klukkustundir, 41 mínúta)
K100 Í Hertfordshire í Englandi er að finna stærsta sólblóm Bretlands. Sólblómið stendur í garði manns að nafni Douglas Smith, en 4 ára sonur Smith’s, drengur að nafni Stellan, hafði beðið föður sinn að gróðursetja sólblóm sem yrði hærra en húsið þeirra.

Hætta framleiðslu eftir 35 ár

(18 klukkustundir, 41 mínúta)
TÆKNI Japanski risinn Toshiba seldi nýverið síðasta hlut sinn í tölvuframleiðandanum Dynabook og er því með öllu hætt aðkomu sinni að tölvuframleiðslu. Fyrsta Toshiba-fartölvan kom á markað árið 1985 og er því 35 ára sögu fyrirtækisins sem tölvuframleiðanda lokið.

McDonald's kærir fyrrverandi framkvæmdastjóra

(18 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Skyndibitakeðjan McDonald's hefur nú kært fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins, Steve Easterbrook, fyrir að ljúga til um kynferðislegt samband sitt við aðra starfsmenn fyrirtækisins.

Keppa í umhverfisvænum gagnalausnum

(18 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Á miðvikudag mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setja nýsköpunarkeppnina Gagnþon fyrir Umhverfið í setningarathöfn sem sjónvarpað verður í beinni útsendingu á facebook. Öll keppnin mun fara fram rafrænt vegna kórónuveirunnar.

Kerlingarfjöll friðlýst

(18 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Kerlingarfjöll og nærliggjandi svæði hafa verið friðlýst. Svandís Svavarsdóttir, settur umhverfisráðherra, undirritaði friðlýsinguna í dag. Friðlýsingin hefur verið á áætlun frá því árið 2016 er starfshópur var skipaður um málið.

Bolvíkingurinn til Danmerkur

(19 klukkustundir, 5 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Andri Rúnar Bjarnason hefur gert tveggja ára samning við Esbjerg í Danmörku. Kemur hann til félagsins frá Kaiserslautern í Þýskalandi.

Fólk gefi upp tengsl sín við kórónuveiruna

(19 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Nokkuð hefur borið á því að fólk gefi ekki upp hugsanleg tengsl sín við kórónuveiruna þegar það óskar eftir heilbrigðisþjónustu, af ótta við að það hljóti ekki viðunandi þjónustu.

43 létust í aurskriðu

(19 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Minnst 43 eru látnir, þeirra á meðal þrjú börn, eftir að aurskriða féll á húsþyrpingu í indverska héraðinu Kerala.

Frá Juventus til liðs við Beckham

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnumaðurinn Blaise Matuidi er á förum frá Juventus og mun ganga til liðs við David Beckham í Inter Miami í Bandaríkjunum.

Búi sig undir þann 200. á 100. fundi

(19 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Hundraðasti upplýsingafundur almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins fór fram í dag og aðspurður sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að við skyldum búa okkur undir að fundirnir yrðu 200.

Bikarkeppninni frestað um tvær vikur

(20 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands hefur verið frestað um tvær vikur en hún átti að fara fram í flokkum fullorðinna og 15 ára og yngri á Selfossi næsta laugardag, 15. ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu FRÍ sem segist hafa tekið ákvörðunina í samráði við formenn félaganna sem skráð eru til leiks.

Ríkisstjórn Líbanons segir af sér

(20 klukkustundir, 9 mínútur)
ERLENT Viðbúið er að ríkisstjórn Líbanons stígi til hliðar síðar í dag, en mótmæli hafa staðið yfir í höfuðborginni Beirút síðustu daga í kjölfar sprengingar sem olli dauða yfir 200 manns.

Eins metra regla við ákveðnar aðstæður

(20 klukkustundir, 24 mínútur)
INNLENT Til skoðunar er að taka upp eins metra fjarlægðartakmarkanir í stað tveggja við ákveðnar aðstæður, svo sem í skólum, og leyfa íþróttir með snertingu að nýju.

Fjórir í einangrun í Vestmannaeyjum

(20 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT Fjórir eru í einangrun í Vestmannaeyjum eftir að tveir greindust með kórónuveiruna í gær, en þeir voru báðir í sóttkví.

Til skoðunar að leyfa íþróttir með snertingu

(20 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir segir koma til skoðunar að leyfa aftur íþróttir með snertingu en þetta kemur fram í minnisblaði sem embætti sótt­varna­lækn­is mun afhenda heilbrigðisráðherra. Ekkert hefur verið spilað á Íslandsmótinu í knattspyrnu síðan 30. júlí þegar yfirvöld tilkynntu hertar aðgerðir til að sporna við kórónuveirunni.

Heimkomusmitgát til endurskoðunar

(20 klukkustundir, 27 mínútur)
INNLENT Óvenjumörg sýni voru tekin á landamærunum í gær, sunnudag, en hluti þess fjölda er úr annarri sýnatöku Íslendinga í heimkomusmitgát.

Einn um tvítugt á sjúkrahúsi

(20 klukkustundir, 32 mínútur)
INNLENT Þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar, þar af einn á gjörgæslu. Einn var lagður inn á Landspítala vegna kórónuveirusmits í gær, en hann er um tvítugt.

Frægir Íslendingar ferðast með stíl

(20 klukkustundir, 34 mínútur)
FERÐALÖG Íslendingar hafa ekki látið rigninguna undanfarna daga stoppa sig í að ferðast um landið. Nú þegar sumarið er í hámæli þá er gaman að sjá hvert fólk er að fara.

Hringborði Norðurslóða aflýst

(20 klukkustundir, 36 mínútur)
INNLENT Arctic Circle ráðstefnunni Hringborð Norðurslóða, sem fram átti að fara hér á landi í október, hefur verið frestað fram á næsta ár sökum kórónuveirufaraldursins.

Brad Pitt bað Jennifer Aniston afsökunar

(20 klukkustundir, 41 mínúta)
FÓLKIÐ Brad Pitt og Jennifer Aniston eru orðnir góðir vinir aftur. Það gerðist vegna þess að Brad Pitt tók ábyrgð á skilnaði þeirra. Hann segist hafa verið orðinn leiður á sjálfum sér en ekki sambandinu og því hafi hann farið í leit að meiri spennu.

Hanna Stína og Níels skrá sig í samband

(20 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND Innanhússarkitektinn Hanna Stína og flugstjórinn Níels Dungal eru búin að skrá sig í samband á Facebook.

Upplýsingafundur almannavarna

(20 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra boðar til upp­lýs­inga­fund­ar klukk­an 14 í dag, en upp­lýs­inga­fund­ur­inn er sá 100. síðan kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn hófst.

Hrefna biðlar til veitingamanna

(20 klukkustundir, 46 mínútur)
MATUR Hrefna Sætran, veitingamógúll með meiru hefur biðlað til kollega sinna um að farið sé eftir reglum.

Reyndu að mýkja höggið

(20 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Skipuleggjendur Menningarnætur vissu að litlar líkur á að Menningarnótt myndi fara fram með hefðbundnu sniði í ár, en undirbúningur hátíðarinnar bar þess merki. Þetta segir Arna Schram, sviðstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar í samtali við mbl.is

„Síðasta stórmóti sumarsins“ aflýst

(20 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR TM móti Stjörnunnar í knattspyrnu hefur verið aflýst vegna kórónuveirufaraldursins.

Þrefalt fleiri hafa dvalið í sóttvarnahúsinu

(20 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT „Það hafa fleiri verið hjá okkur núna en allt tímabilið síðast,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsanna, í samtali við mbl.is. Rúmlega þrefalt fleiri hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsunum nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins hérlendis.

Sautján partísmit stöðvuðu fótboltann

(21 klukkustund, 1 mínúta)
ÍÞRÓTTIR „Þetta er bara einn leikur, það gæti aukið möguleikann á að komast áfram. Það er oft erfitt í tveimur leikjum en svo er hægt að ramba á sigur í einum leik,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, um dráttinn í Evrópudeildinni en Hafnfirðingar mæta slóvakís­ka liðinu Dunaj­ská Streda á heimavelli 27. ágúst.
INNLENT Inga Þóra Þóroddsdóttir náði mögnuðu myndskeiði af geitungi festast í Venusargildru, einnig þekkt sem flugugrípa.

Leikreglunum hefur verið breytt

(21 klukkustund, 18 mínútur)
INNLENT „Frekar en að stefna að hundrað þúsund manns sem koma í vikudvöl [til Íslands] væri áhugavert að sjá hvort einhverjar þúsundir væru til í að dvelja í lengri eða skemmri tíma og taka vinnuna með sér.“ Þessa hugmynd viðrar Andri Snær Magnason rithöfundur á Facebook-síðu sinni.

Spánverjinn farinn frá Chelsea

(21 klukkustund, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Spænski knatt­spyrnumaður­inn Pedro hefur yfirgefið enska félagið Chelsea en hann kom til Lundúna frá Barcelona árið 2015.

Allt að 24 stig á Norðausturlandi

(21 klukkustund, 28 mínútur)
INNLENT Hiti mun ná allt að 24 stigum á norðaustanverðu landinu næstu tvo sólarhringa. Spáð er 23 stigum á Húsavík í dag og er talið að hitinn verði enn hærri á öllu Norðausturlandi á morgun. Lágskýjað og rigning með köflum suðvestantil.

Nýja landsliðstreyjan vinsæl hjá útlendingum

(21 klukkustund, 31 mínúta)
K100 Forsala á nýju landsliðstreyjunni frá PUMA hófst kl. 10.08 í morgun og eru nú í boði nokkur hundruð treyja sem afhentar verða síðar í ágústmánuði. Eftirtektarvert þykir hve mikill fjöldi fólks frá Evrópu og Bandaríkjunum hefur keypt treyjurnar.

Barn Pratts og Schw­arzenegger komið í heiminn

(21 klukkustund, 41 mínúta)
BÖRN Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans, Kat­her­ine Schw­arzenegger, eru búin að eignast barn. Schw­arzenegger er elsta dótt­ir Arnolds Schw­arzeneggers og Mariu Shri­ver.

„Þjóðfundarsamtal“ um styttingu vinnuviku

(21 klukkustund, 41 mínúta)
INNLENT Um sextíu til sjötíu manns eru um þessar mundir að störfum í tengslum við innleiðingu styttingar vinnuvikunnar hjá heildarsamtökum launafólks og hjá atvinnurekendum á opinberum vinnumarkaði. Samið var um styttinguna í síðustu kjaraviðræðum.

Crowded Bars in Capital Area

(21 klukkustund, 46 mínútur)
ICELAND Saturday night, police officers visited 24 bars and restaurants in Reykjavík and vicinity to make sure that rules regarding disease prevention and restrictions on public gatherings were being followed.

FH-ingar bíða í von og óvon

(22 klukkustundir, 6 mínútur)
ÍÞRÓTTIR FH-ingar fá heimaleik gegn slóvakís­ka liðinu Dunaj­ská Streda í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu þann 27. ágúst en dregið var í dag. Hins vegar bíða Hafnfirðingar nú eftir svari frá yfirvöldum hvort þeir fái að spila leikinn í Kaplakrika eða ekki.

Konan komin í leitirnar

(22 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT Kona á þrítugsaldri sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir á föstudag er komin í leitirnar. Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.

Lokað fyrir heitavatnsleiðslur 18. ágúst

(22 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Lokað verður fyrir heitavatnsleiðslur á hluta höfuðborgarsvæðisins frá kl. 02:00 á þriðjudaginn næsta 18. ágúst til klukkan 09:00, miðvikudaginn 19. ágúst. Lokað verður í Hafnarfirði, hluta Garðabæjar, efri byggðum Kópavogs og Norðlingaholti í Reykjavík

16 ökumenn teknir fyrir hraðakstur

(22 klukkustundir, 29 mínútur)
INNLENT Sextán ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Vestfjörðum í nýliðinni viku.

Ómótstæðilegt ítalskt salat með grillosti

(22 klukkustundir, 35 mínútur)
MATUR Nýi grillosturinn mælist vel fyrir hjá neytendum enda frábært að loksins sé til innlendur ostur með einstaka eiginleika halloumiosts.
ICELAND Two celebrities in Vestmannaeyjar islands moved into their new 32,000-square-meter (344,000-sq-ft) home on Friday.
ÍÞRÓTTIR Íslenski félagaskiptaglugginn í knattspyrnunni var opnaður á ný miðvikudaginn 5. ágúst og verður opinn til mánaðamóta.

Menningarnótt í Reykjavík aflýst

(22 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Menningarnótt í Reykjavík hefur verið aflýst vegna heimsfaraldurs Covid-19. Þetta var ákveðið á fundi neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar í morgun.

Fá bónus þjálfarans ef þeir slá út Man. United

(22 klukkustundir, 44 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ståle Solbakken, þjálfari FC Köbenhavn, hefur lofað leikmönnum sínum kaupauka takist þeim að slá enska stórliðið Manchester United úr Evrópudeildinni í kvöld.

Í frí til þess að bjarga hjónabandinu

(22 klukkustundir, 51 mínúta)
FÓLKIÐ Kim Kardashian og Kanye West fóru í fjölskyldufrí til þess að bjarga hjónabandinu. Hjónin lentu í Miami með einkaflugvél á sunnudaginn eftir frí í Dóminíska lýðveldinu sem gerði þeim gott.

Hætta útgáfu og styrkja prentun

(22 klukkustundir, 53 mínútur)
VIÐSKIPTI Ásprent-Stíll ætlar að hætta útgáfu miðla og hefur selt miðlastarfsemina til Útgáfufélagsins ehf. Samhliða þessu mun Ísafoldarprentsmiða koma inn í hluthafahóp Ásprents.

Á annan tug grindhvala í Kollafirði á Ströndum

(22 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Á annan tug grindhvala var í flæðarmálinu í vestanverðum Kollafirði á Ströndum í síðustu viku. Eitt dýr var sært og drapst skömmu síðar.

Fluttur með sjúkraflugi eftir vinnuslys

(23 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Vinnuslys varð um borð í bát við Bíldudalshöfn á föstudag.

Samherji birtir stiklu fyrir eigin þátt

(23 klukkustundir, 17 mínútur)
200 Útgerðarfélagið Samherji birti í morgun stiklu á YouTube-rás sinni þar sem gefið er í skyn að fyrirtækið muni á morgun birta eigin þátt um ásakanir sem hafa verið uppi gegn félaginu.

Skólasetningu frestað vegna hópsýkingar

(23 klukkustundir, 19 mínútur)
ERLENT Skólasetningu hefur verið frestað í Árósum vegna fjölgunar smita meðal skólabarna. Yfir helmingur allra nýrra smita í Danmörku um helgina er í Árósum.

FH fær heimaleik - Breiðablik heimsækir Rosenborg

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Dregið var til fyrstu umferðar í undankeppni Evrópudeildar UEFA í knattspyrnu í höfuðstöðvum sambandsins í Sviss í morgun. FH, Breiðablik og Vík­ing­ur eru full­trú­ar Íslands í keppninni og nú ligg­ur fyr­ir hvaða liðum þau mæta.

Pípí flaug út í frelsið

(23 klukkustundir, 28 mínútur)
INNLENT Þrastarunginn Pípí vakti athygli í síðustu viku þar sem hann fékk skjól í unglingaherbergi í Kópavogi eftir að hafa lent í gini kattar. Eftir að hafa fengið næringu frá móður sinni á svölum heimilisins braggaðist hann og byrjaði að æfa flugtökin. Fyrir helgi tók hann svo flugið á vit ævintýranna.

Tvö innanlandssmit

(23 klukkustundir, 30 mínútur)
INNLENT Tvö ný kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhring. Bæði greindust hjá Íslenskri erfðagreiningu, þar sem 59 sýni voru tekin. Eitt virkt smit greindist við landamærin, en niðurstöðu úr mótefnamælingu er beðið í einu tilfelli.

Tala látinna heldur áfram að hækka

(23 klukkustundir, 30 mínútur)
ERLENT Talið er að fleiri en 200 íbúar Beirút séu nú látnir eftir sprengingu sem varð í borginni síðasta þriðjudag. 5.000 slösuðust og 300.000 misstu heimili sín í sprengingunni.

Segir mótmælendum stýrt að utan

(23 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Forseti Hvíta-Rússlands, Alexander Lúkasjenkó, segir þá sem mótmæla hafa niðurstöðu forsetakosninga þar í landi í gær og í dag, vera að ganga erinda erlendra ríkja. Lúkasjenkó var í gær endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands, sjötta kjörtímabilið í röð. Mótmælaalda geisar nú í landinu og eru niðurstöður kosninganna sagðar falsaðar.

Ákærðir fyrir stórtæka amfetamínframleiðslu

(23 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Tveir karlmenn á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir framleiðslu og hafa haft í fórum sínum 11,2 kg af amfetamíni. Telst það sem stórfellt fíkniefnalagabrot, en tæplega 4 kg af efninu var með 20% styrkleika og 7,2 kg með 6-9,2% styrkleika.

Óþekkjanleg 38 kílóum léttari

(23 klukkustundir, 41 mínúta)
SMARTLAND Raunveruleikaþáttastjarnan fyrrverandi Kelly Osbourne er búin að léttast mikið að undanförnu en hún greindi frá því á Instagram nýlega að hún hefði lést um að minnsta kosti 38 kíló.

Luis Suárez til liðs við Heimi?

(23 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnustjarnan Luis Suárez, leikmaður Barcelona á Spáni, og Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands, gætu orðið samherjar í vetur ef marka má blaðamann beIN Sports frá Katar.

Söfnun lífræns úrgangs hefst í Grafarvogi

(23 klukkustundir, 51 mínúta)
INNLENT Reykjavíkurborg hefur hafið undirbúning á sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi í Hamrahverfi í Grafarvogi, en verkefnið er hluti af aðgerðaáætlun um sérsöfnun á lífrænum eldhúsúrgangi og endurvinnslu á honum.