Fréttir vikunnar


ERLENT Bensínsprengjum og eldörvum sem varpað er úr heimasmíðuðum valslöngvum eru meðal vopna sem mótmælendur í Hong Kong hafa gripið til í aðgerðum sínum gegn lögreglu.
200 „Skipverjarnir hafa það að minnsta kosti líkamlega gott en þetta tekur nú örugglega á sálina. Allir sluppu þeir þó heilir í land og allt í góðu með það,“ segir Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Íslandssögu sem gerir út Einar Guðnason ÍS sem strandaði í utanverðum Súgandafirði í gærkvöldi.
INNLENT „Sú tíð er liðin að fólk geti skýlt sér bak við furðu eða hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi,“ sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, þegar hann hóf sérstaka umræðu um spillingu á Alþingi.
ERLENT Bandaríkjamaður, sem talinn er vera liðsmaður vígasamtakanna Ríkis íslams, sem vísað var úr landi í Tyrklandi og Grikkir neituðu að taka við, verður sendur til Bandaríkjanna.
FÓLKIÐ Í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson er Eiður Smári Guðjohnsen opinskár um hversu erfitt það hafi verið að skilja við konuna sína.
200 „Svona aðstæður geta verið mjög fljótar að breytast,“ segir Jens Sigurðarson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, um mannbjörg sem varð er báturinn Einar Guðnason ÍS strandaði í utanverðum Súgandafirði í gærkvöldi.
FERÐALÖG Helsti áfangastaður Íslendinga í nóvember og desember er höfuðborg Bretlands, London. Þetta kemur fram í könnun leitarvefsins Dohop.is sem byggir gögnin á hótelbókunarkerfi sínu.
ÍÞRÓTTIR Andri Þór Björnsson, GR, Bjarki Pétursson, GKB, og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, eru á meðal 156 kylfinga sem keppa um 25 sæti í sterkustu atvinnumótaröð Evrópu næstu daga.

Bréf Eimskips halda áfram að falla

(1 klukkustund, 3 mínútur)
VIÐSKIPTI

Worry about Iceland’s Reputation

(1 klukkustund, 4 mínútur)
ICELAND Information published by WikiLeaks Tuesday night, suggesting dubious business practices in Namibia by Samherji, one of the leading companies in the Icelandic fishing industry, has shocked the Icelandic nation.

Erfitt að greina á milli vinar og forstjóra?

(1 klukkustund, 4 mínútur)
INNLENT „Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ítrekað gert mikið úr sjálfstæði sínu frá útgerðum en er engu að síður í miklu óformlegu sambandi við eigendur stærstu útgerðar landsins. Hann er fyrrverandi stjórnarformaður Samherja og æskuvinur núverandi forstjóra félagsins,“ sagði Halldóra Mogensen, þingkona Pírata, á þingi.

Ertu í rétta brjóstahaldaranum?

(1 klukkustund, 8 mínútur)
SMARTLAND Flestar konur eru ekki bara í vitlausri stærð heldur ganga líka um í allt of kynþokkafullum brjóstahöldurum að mati raunveruleikastjörnunnar Bethenny Frankel.
MATUR Ísbúðin Valdís hefur sett í sölu svokallaðan Samherjaís sem sagður er bragðast eins og spilling. Að mati ísgerðarfólksins er hin ákjósanlega bragðsamsetning sesambragð með jarðarberjasósu.
ÍÞRÓTTIR Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfuknattleik, hefur valið 12 manna leikmannahóp sinn fyrir leikinn gegn Búlgaríu í undakeppni EM en flautað verður til leiks í Laugardalshöllinni klukkan 20.

Geta valdið meiri skaða en bata

(1 klukkustund, 23 mínútur)
TÆKNI Mikilvægt er að upplýsa lækni um öll þau náttúrulegu lyf og óhefðbundnu aðferðir sem fólk er að taka inn og nýta sér ef það er með krabbamein. Sum þessara efna geta bókstaflega valdið skaða og hamlað lækningu.

Erfiðara að styðjast við innflutt hráefni

(1 klukkustund, 33 mínútur)
200 Innflutt loðna hefur verið mikilvægur viðauki í starfsemi fiskvinnslu hér á landi. Á þessu ári og því næsta verða engar loðnuveiðar í Barentshafi.

„Spillingarbæli“ eða óþarfa dramatík?

(1 klukkustund, 38 mínútur)
INNLENT „Ég óttast að Ísland sé að teiknast upp sem spillingarbæli í augum umheimsins,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi í morgun. Hann og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tókust harkalega á þegar þingmenn ræddu mál Samherja á þingi.

Hyundai með vörubíl knúinn vetni

(1 klukkustund, 39 mínútur)
BÍLAR Það eru nýmæli að kóreski bílsmiðurinn Hyundai skuli ætla að sækja inn á markað fyrir stóra flutningabíla í Bandaríkjunum.
INNLENT Sautján þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að gerð verði rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Farið er fram á að rannsóknin verði falin þriggja manna nefnd sem forseti Alþingis skipar.

Björgólfur hættir í stjórn Festar

(1 klukkustund, 44 mínútur)
VIÐSKIPTI Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt félaginu Festi um afsögn sína úr stjórn Festar vegna tímabundinnar ráðningar sinnar sem forstjóri Samherja. Festi er móðurfélag N1, Krónunnar, Elko og fleiri félaga og er skráð í Kauphöllina.
ÍÞRÓTTIR Fimm þjóðir geta í kvöld tryggt sér farseðilinn í úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu en sjö leikir fara fram í undankeppninni í kvöld.
VIÐSKIPTI Miklar vonir eru bundnar við sölu á ferðum þar sem gist verður í mongólskum yurt-tjöldum á Kjóastöðum 3.

Silva og Iniesta í sama liði?

(2 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR David Silva, fyrirliði Englandsmeistara Manchester City, er í viðræðum við japanska liðið Vissel Kobe um að ganga í raðir þess þegar samningur hans við City rennur út eftir tímabilið.

Báturinn ónýtur

(2 klukkustundir, 27 mínútur)
200 Varðskipið Týr er komið á strandstað þar sem báturinn Einar Guðnason ÍS strandaði við Gölt á ut­an­verðum Súg­andafirði í gær­kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er báturinn ónýtur og marar í kafi.

Þorsteinn Már stígur tímabundið til hliðar

(2 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Svona máttu alls ekki raða í uppþvottavélina

(2 klukkustundir, 33 mínútur)
MATUR Ef þú hélst að það væri ekkert mál að setja í uppþvottavélina leiðist okkur að þurfa að tilkynna þér að það eru allar líkur á að þú sért að gera það vitlaust að einhverju leyti.

Four Men Rescued in West Fjords: Video

(2 klukkustundir, 34 mínútur)
ICELAND A crew of four men was rescued late last night off the coast of Súgandafjörður fjord, the West Fjords, after their boat had stranded

Logandi hrædd við ástarsambönd

(2 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND „Eftir að hafa verið í sambandi í nokkur ár endaði það með að einstaklingurinn fór út af annari manneskju, hef ég verið að taka mig á í nokkur ár, en er enn logandi hrædd við að fara í samband og hleyp í burtu ef einstaklingur hefur einhvern áhuga.“

Miðflokkurinn með næstmest fylgi

(2 klukkustundir, 38 mínútur)
ERLENT Miðflokkurinn í Noregi mælist með næstmest fylgi norskra stjórnmálaflokka samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar, eða 20,9%. Flokkurinn hefur tvöfaldað fylgi sitt miðað við síðustu þingkosningar haustið 2017 en þá hlaut hann 10,3%.
ÍÞRÓTTIR Fróðlegt verður að sjá kvennalandsliðið í körfuknattleik í Laugardalshöllinni í kvöld. Langt er orðið síðan liðið lék mótsleik og nú hefst ný undankeppni.

Chris Pratt mættur á klakann

(2 klukkustundir, 55 mínútur)
FÓLKIÐ Hollywood-leikarinn Chris Pratt er mættur til landsins. Leikarinn birti myndskeið á Instagram þar sem hann var staddur á jökli á Íslandi. Pratt er á landinu við tökur á myndinni The Tomorrow War en fleiri stórstjörnur á borð við J.K. Simmons fara með hlutverk í myndinni.

Biðstöðvum lokað hjá Strætó

(2 klukkustundir, 58 mínútur)
INNLENT Tekin hefur verið ákvörðun um að loka eftirtöldum biðstöðvum strætisvagna í hringtorgum vegna óvissu um lögmæti þeirra. Um er að ræða biðstöðvar við Hagatorg, Hádegismóa og Vörðutorg í Áslandi.

Gögn ekki gjaldfrjáls nema fjármagn komi til

(3 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Samband íslenskra sveitarfélaga leggst gegn því að sveitarfélögunum verði gert skylt að greiða fyrir námsgögn grunnskólanemenda, nema ríkið leggi þeim til fjármagn vegna þess. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um frumvarp þessa efnis. Gjaldfrjáls gögn myndu kosta Hafnarfjörð 20-30 milljónir.

Færist nær United

(3 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Fabio Paratici, íþróttastjóri ítalska meistaraliðsins Juventus, er mættur til London til viðræðna við Manchester United um kaup félagsins á krótatíska landsliðsmanninum Mario Mandzukic.

Fleiri launagreiðendur en færri launþegar

(3 klukkustundir, 23 mínútur)
VIÐSKIPTI Frá október 2018 til september 2019 voru að jafnaði 18.536 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 244 (1,3%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan.

Missa dúfur tærnar vegna hára?

(3 klukkustundir, 27 mínútur)
TÆKNI Í lengri tíma hafa vísindamenn talið að ástæðan fyrir því að dúfur í borgarumhverfi misstu tærnar væri vegna einhverra sýkinga eða snertingar við skaðleg efni. En franskir vísindamenn telja sig nú vera komnir með aðra og réttari skýringu: mannshár.

Vopnað rán í Iceland

(3 klukkustundir, 31 mínúta)
INNLENT Tveir menn um tvítugt ógnuðu starfsfólki í verslun Iceland í Hafnarfirði með hnífum snemma í morgun er þeir reyndu að ræna verslunina.

17 ára á 140 km

(3 klukkustundir, 41 mínúta)
INNLENT Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði för 17 ára stúlku sem ók á 140 km hraða á Reykjanesbraut. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst.
ÍÞRÓTTIR Það verður auðvelt að samgleðjast Finnum tryggi þeir sér sæti á EM á morgun. Þar með yrði karlalandslið þjóðarinnar í fótbolta með á stórmóti í fyrsta sinn næsta sumar.

Segja upp fólki í sparnaðarskyni

(3 klukkustundir, 49 mínútur)
VIÐSKIPTI

Al Jazeera birtir Samherjaumfjöllun 1. desember

(3 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Katarski fjölmiðillinn Al Jazeera mun birta rannsókn sína sem tengist málefnum Samherja í Namibíu 1. desember, en þetta kemur fram í frétt á vef Al Jazeera sem birtist í gærkvöldi.

Færeyjum verður aftur lokað næsta vor

(4 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Helstu ferðamannastöðum á Færeyjum verður lokað helgina 16. - 17. apríl á næsta ári vegna viðhalds þar sem 100 sjálfboðaliðar munu undirbúa staðina fyrir sumarið. Svipað fyrirkomulag var haft á í vor og gafst það vel.

Drápu átta úr sömu fjölskyldu

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
ERLENT Vopnahlé tók gildi á Gaza í nótt eftir að samkomulag náðist milli Ísraela og Palestínumanna. 34 Palestínumenn voru drepnir af Ísraelsher á tveimur dögum. Þar á meðal átta úr sömu fjölskyldu. Af þeim voru fimm börn og tvær konur.
ÍÞRÓTTIR Mætir Ísland liði Ísraels, Rúmeníu eða Búlgaríu í undanúrslitum umspils á Laugardalsvelli 26. mars? Og hver yrði þá mögulega andstæðingur liðsins í úrslitaleik um sæti á Evrópumóti karla í fótbolta?

Reyna að ná bátnum af strandstað

(4 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Varðskipið Týr er væntanlegt í Súgandafjörð þar sem aðstæður verða skoðaðar og metið hvort hægt verði að ná bátnum Einari Guðnasyni ÍS af strandstað.

Sturlungasaga á 150.000 krónur

(4 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT „Það er alltaf áhugi á þessum skræðum og á þessum netuppboðum fáum við oft nýja kúnna,“ segir Ari Gísli Bragason bóksali.

Vetrarhátíð Hróksins og Kalak á Austur-Grænlandi

(4 klukkustundir, 25 mínútur)
FÓLKIÐ Hrókurinn og Kalak standa fyrir Air Iceland Connect-vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk á Grænlandi dagana 13. — 20. nóvember.

Navara og NV400 í úrslitum

(4 klukkustundir, 30 mínútur)
BÍLAR Nissan Navara og NV400 eru komnir í úrslit í vali á atvinnubíl ársins 2020; Navara í flokki pallbíla og NV400 í flokki sendibíla. Tilkynnt verður um úrslitin 20. nóvember við hátíðlega athöfn í Lyon í Frakklandi.
INNLENT Þáttur norska ríkisbankans DNB í bankaviðskiptum Samherja í Namibíu verður væntanlega rannsakaður af norskum yfirvöldum. Bankinn hefur síðustu ár lagt mikla áherslu á aðgerðir gegn peningaþvætti og annarri ólöglegri fjármálastarfsemi.

„Ég kom, sá og sigraði“

(4 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic hefur staðfest brottför sína frá bandaríska liðinu Los Angeles Galaxy en hefur ekki gefið það út hvað tekur við hjá honum eða hvort skórnir séu komnir á hilluna.
INNLENT Ellefu þingmenn úr fjórum flokkum á Alþingi hafa flutt þingsályktunartillögu um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa á Íslandi. Fyrsti flutningsmaður er Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Stefanía og Bergrún bættu sig á HM

(4 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Frjálsíþróttakonurnar Stefanía Daney Guðmundsdóttir og Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bættu persónulegan árangur sinn á HM í Dubai í morgun en þrátt fyrir það urðu þær stöllur að fella sig við að missa af úrslitum í sínum greinum. Stefanía keppti í langstökki í flokki T20 en Bergrún í 200 m hlaupi T37.

Tróð líkinu í ferðatösku en neitar morði

(4 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Maður sem er ákærður fyrir að hafa myrt rúmlega tvítuga breska konu á Nýja-Sjálandi neitar því að hafa myrt hana en játar að hafa komið líkinu fyrir.

Yfirlit um allt leitarsvæðið

(5 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Vaktstöð siglinga í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fær nú upplýsingar úr sjálfvirku auðkenningarkerfi skipa, AIS-kerfinu, úr gervihnöttum Evrópusambandsins beint inn á vöktunarskjái.

Hverjir spila í heimsmetslátum?

(5 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ljóst er að í það minnsta tvær breytingar verða á byrjunarliði Íslands frá því í leiknum við heimsmeistara Frakka í síðasta mánuði, þegar það mætir Tyrklandi í Istanbúl í dag.

Mannskæð skotárás í skóla

(5 klukkustundir, 29 mínútur)
ERLENT Nítján ára nemandi í framhaldsskóla í Amur-héraði í Rússlandi skaut samnemanda sinn til bana í morgun og særði þrjá áður en hann framdi sjálfsvíg.

Jolie ósátt út í Pitt barnanna vegna

(5 klukkustundir, 38 mínútur)
BÖRN Leikkonan Angelina Jolie er enn sögð reið út í Brad Pitt þrátt fyrir að þau hafi slitið hjónabandi sínu fyrir rúmlega þremur árum.

Harden magnaður - Boston og Lakers á toppnum

(5 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gömlu stórveldin Los Angeles Lakers og Boston Celtic halda áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfuknattleik.

Sól í dag en rok og rigning á morgun

(5 klukkustundir, 47 mínútur)
INNLENT Íbúar á Suður- og Vesturlandi eiga í vændum sólríkan dag en það gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm sunnan og vestan til á landinu seint í nótt og í fyrramálið með talsverðri úrkomu.

Hafði bein afskipti af rannsókninni

(5 klukkustundir, 56 mínútur)
ERLENT Háttsettur bandarískur stjórnarerindreki segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi haft bein afskipti af rannsókn stjórnvalda í Úkraínu á Joe Biden. Þetta kom meðal annars fram við yfirheyrslur leyniþjónustunefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær.

Sonurinn frétti af trúlofuninni á Instagram

(6 klukkustundir, 8 mínútur)
FÓLKIÐ Sonur Lamar Odom, Lamar yngri, virtist ekki sáttur við hvernig faðir hans kom fram við hann þegar körfuboltakappinn og raunveruleikastjarnan fyrrverandi greindi frá trúlofun sinni. Lamar yngri sem er fæddur árið 2002 frétti það á Instagram að faðir hans væri trúlofaður.

Þjófnaður og eignaspjöll

(6 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tilkynningar um þjófnað úr verslun í miðbænum og eignaspjöll í skátaheimili í Vesturbænum í gærkvöldi.

Herdís og Aron keyptu sér húsbíl 27 ára

(6 klukkustundir, 38 mínútur)
FERÐALÖG Herdís Helgadóttir og Aron Birkir Stefánsson falla ekki alveg inn í staðalímynd húsbílaeiganda. Þótt þau séu ekki orðin þrítug hafa þau átt húsbíl í nokkur ár og elska þennan ferðamáta.

Óttast um starfsframa fari þeir í orlof

(6 klukkustundir, 45 mínútur)
INNLENT Flestir foreldrar á Norðurlöndunum telja að best væri að fæðingarorlofi væri skipt jafnt á milli foreldra. Hvergi á Norðurlöndunum er orlofið jafn stutt og á Íslandi og eru íslenskir foreldrar þeir sem helst vilja að fæðingarorlofið verði lengt.

Fjórum skipverjum bjargað

(6 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar bjargaði fjögurra manna áhöfn fiskibáts sem strandaði við Gölt á á utanverðum Súgandafirði seint í gærkvöld. Reynt verður að bjarga bátnum í dag og er varðskip á leiðinni vestur.
INNLENT Félagarnir Stefán Hrafn Magnússon (t.v.), hreindýrabóndi á Grænlandi, Ingvar Garðarsson (t.h.), framkvæmdastjóri og meðeigandi Stefáns að hreindýrabúinu, og Jón H. Arnarson (fremst), verkfræðingur hafa unnið að því undanfarið að þróa og hanna flygildi sem hægt er að nota við hreindýrasmölun á Grænlandi.

Reykjavík með hæsta skatt

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT „Við fögnum að sjálfsögðu lækkunum fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á Akranesi, í Vestmannaeyjum, Kópavogi og Mosfellsbæ. Óbilgirni borgaryfirvalda í Reykjavík, sem halda fasteignaskatti á atvinnuhúsnæði í lögleyfðu hámarki, er hins vegar með talsverðum ólíkindum.“

Vagnstjórar Strætó gætu átt von á sekt

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT „Þetta er merkt hringtorg og þarna má nú finna strætóstoppistöð, en samkvæmt umferðarlögum er óheimilt að stöðva ökutæki á hringtorgi. Við höfum þegar komið okkar ábendingum á framfæri við Reykjavíkurborg og er boltinn hjá þeim.“

Vilja ekki sameina Árnessýslu

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Hrunamannahreppur er eina sveitarfélagið sem lýsir sig jákvætt til athugunar á sameiningu sveitarfélaganna í Árnessýslu sem bæjarráð Árborgar vill beita sér fyrir. Sveitarstjórnir fimm sveitarfélaga hafa ekki áhuga á slíkri vinnu.

Búist er við að atvinnuleysi aukist

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Erlendir ríkisborgarar án atvinnu í lok október voru 2.920 talsins eða um 38% allra atvinnulausra. Þessi fjöldi samsvarar um 8,3% atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara.

Pabbi færði allar eignir yfir á konuna sína

(7 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND „Varðandi arf, þá skildu foreldrar mínir og ég mun ekki erfa föður minn. Hann fór þá leið að setja allar eignir sínar á sína seinni konu til að koma í veg fyrir að ég fengi eitthvað. Þannig að það er hægt að komast að því að greiða börnunum úr fyrra hjónabandi arf.“
ERLENT Átök brutust út fyrir utan forsetahöllina í La Paz í Bólivíu í dag milli stuðningsmanna Evo Morales, fyrrverandi forseta landsins, og öryggissveita bólivíska hersins á fyrsta degi Jeanine Áñez í embætti forseta landsins.
ERLENT Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi af dómi í Flórens á Ítalíu. Ítalskir fjölmiðlar greindu frá þessu og sænska ríkisútvarpið fjallaði í kjölfarið um málið.

Ummæli Frakklandsforseta „óásættanleg“

(13 klukkustundir, 18 mínútur)
ERLENT Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, gagnrýndi ummæli Frakklandsforseta, Emmanuel Macron, harðlega á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í dag. Macron sagði í síðustu viku að Atlantshafsbandalagið (NATO) væri „heiladautt“ en Erdoğan sagði ummælin óásættanleg.

Man. City kvartar formlega yfir Oliver

(13 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Manchester City hefur sent enska knattspyrnusambandinu formlega kvörtun yfir frammistöðu Michael Oliver í leik liðsins við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudaginn var.

Trump er mikill aðdáandi Erdoğan

(14 klukkustundir, 8 mínútur)
ERLENT Donald Trump Bandaríkjaforseti er mikill aðdáandi Recep Tayyip Erdoğan, forseta Tyrklands. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrr í dag. „Tyrkland, eins og allir vita, er frábær samstarfsaðili okkar í NATO og hernaðarlega mikilvægt Bandaríkjunum. Ég er mikill aðdáandi forsetans,“ sagði Trump við blaðamenn.
SMARTLAND Við Laufengi í Grafarvogi stendur afar hugguleg 85,7 fm íbúð sem búið er að endurnýja mikið. Íbúðin stendur í húsi sem byggt var 1992 og hefur verið nostrað við íbúðina.

Í sjö vikna bann fyrir að hrinda þjálfara

(14 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR David Abraham, fyrirliði þýska knattspyrnufélagsins Frankfurt, var í dag úrskurðaður í sjö vikna bann fyrir að hlaupa niður Christian Streich, þjálfara Freiburg, í leik liðanna í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn var.

Erum enn að vinna okkur af stað

(14 klukkustundir, 50 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var kampakátur eftir fjórða sigur Vals í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Valur vann þá KA í Origo-höllinni, 31:23, í upphafsleik 10. umferðar deildarinnar. Með sigrinum er Valsliðið komið upp í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eins og Selfoss og FH sem eiga leik til góða á Valsmenn.

Nú getur þú keypt eldhús Kim og Kanye

(14 klukkustundir, 53 mínútur)
MATUR Sá böggull fylgir reyndar skamrifi að þú verður að kaupa alla íbúðina með en ofurparið hefur sett íbúð sína í Cabalas í Los Angeles til sölu.
INNLENT Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tók í dag við gjöfum frá minningarsjóði Jennýjar Lilju: fjórum lyfjadælum og tveimur blóð- og vökvahiturum, í flugskýli Landhelgisgæslunnar.

Skaðar orðspor greinarinnar og Íslands

(15 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT „Fyrir það fyrsta er auðvitað mikilvægt að málið verði rannsakað ítarlega og vandlega í ljósi alvarleika þeirra ásakana sem komið hafa fram og það er gott að komið hafi fram að bæði héraðssaksóknari og skattrannsóknastjóri hafi hafið slíka rannsókn.“

Síðari hálfleikur var erfiður

(15 klukkustundir, 10 mínútur)
ÍÞRÓTTIR „Til þess að vinna Val á heimavelli þeirra hefðum við þurft að ná betri leik, betri nýtingu og öflugri varnarleik og markvörslu,“ sagði Jónatan Þór Magnússon, annar þjálfari karlaliðs KA, eftir átta marka tap fyrir Val, 31:23, í upphafsleik 10. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld.

Hvalreki á fjörur Selfyssinga

(15 klukkustundir, 14 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bikarmeistarar Selfoss í knattspyrnu kvenna hafa heldur betur fengið liðsauka því landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er á heimleið frá Portland Thorns í Bandaríkjunum og hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

„Óþolandi að sitja undir upplognum ásökunum“

(15 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway sem ákærður hefur verið af embætti héraðssaksóknara í tengslum við fjármálagjörninga í kringum félagið EK1923, segir ákvörðun saksóknara koma sér verulega á óvart og að ákæran sé algjörlega fráleit. Sakar hann embættið um að elta geðþóttaóskir skiptastjóra búsins sem vísaði málinu til saksóknara.

Eiður Smári: Fyrsti veturinn á Íslandi var erfiður

(15 klukkustundir, 24 mínútur)
FÓLKIÐ Knattspyrnuhetjunni Eiði Smára Guðjohnsen þykir stundum erfitt að búa hér á Íslandi og segir frá því í viðtali við Loga Bergmann Eiðsson í þáttunum Með Loga.

Þór sterkari en Grindavík í framlengingu

(15 klukkustundir, 25 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þór Þ. hafði betur gegn Grindavík á heimavelli, 83:79, í framlengdum leik í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Grindavík var yfir stærstan hluta leiks, en Þórsarar neituðu að gefast upp og tryggðu sér framlenginu. Í framlengingunni voru heimamenn með yfirhöndina.

40 keppinautar Íslands í Rotterdam

(15 klukkustundir, 28 mínútur)
FÓLKIÐ 35 þjóðir hafa staðfest þátttöku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, sem fram fer í Hollandi næsta vor. Auk þjóðanna 35 eiga sex þjóðir fast sæti í lokakeppninni.

Mál sjúkraþjálfara fyrir gerðardóm

(15 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Tímabundið samkomulag hefur náðst milli Félags sjúkraþjálfara (FS) og Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um að fela gerðardómi að úrskurða um lagalega óvissu um gildistíma rammasamnings sem var í gildi milli Félags sjúkraþjálfara og SÍ.

Stjarnan marði Val eftir æsispennu

(15 klukkustundir, 38 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Stjarnan hafði betur gegn Val, 83:79, á heimavelli í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Stjarnan náði mest 22 stiga forskoti í fyrri hálfleik, en Valsmenn neituðu að gefast upp og komust yfir í síðasta leikhlutanum. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari í blálokin.

Fjórði sigur Valsmanna í röð

(15 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Valur komst upp í fjórða til sjötta sæti deildarinnar með 11 stig eins og Selfoss og FH eftir öruggan átta marka sigur á KA, 31:23, í upphafsleik tíundu umferðar Olís-deildar karla í handknattleik í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Valur var með tveggja marka forskot, 13:11, að loknum kaflaskiptum fyrri hálfleik. Þetta var fjórði sigur Vals í röð í deildinni.

Áttunda liðið komið í átta liða úrslitin

(15 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Haukar urðu í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handknattleik, Coca Cola-bikarnum, með því að sigra ÍBV á Ásvöllum, 29:25.

„Láttu ekki svona, Einar“

(15 klukkustundir, 53 mínútur)
200 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra fékk fyrst vitneskju um meinta spillingu í starfsemi Samherja í Namibíu þegar hann fékk tölvupóst frá Stundinni í síðustu viku. Hann hafði enga aðkomu að viðskiptum Samherja í Namibíu eða upplýsingar um þau þegar hann hitti þremenninga frá Namibíu, James, Tamson og Sacky, á skrifstofu Þorsteins Más Baldvinssonar árið 2014.

Skúli í Subway ákærður af héraðssaksóknara

(16 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Skúli Gunnar Sigfússon, sem jafnan er kenndur við Subway, hefur ásamt tveimur af stjórnendum fyrirtækja sinna verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að millifæra fjármuni af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. og rýra efnahag þess í aðdraganda þess að félagið var úrskurðað gjaldþrota.

Jólafreistingar frá Ferm Living

(16 klukkustundir, 7 mínútur)
MATUR Það er varla þorandi að reka inn nefið í verslanir þessa dagana þar sem freistingar fyrir jólin eru á hverju strái.

Kafarar að störfum í Landeyjahöfn

(16 klukkustundir, 23 mínútur)
INNLENT Vegagerðin þurfti í dag að kalla út kafara til að fjarlægja brak úr bryggjunni í Landeyjahöfn svo að Herjólfur gæti lagst að ekjubrúnni. Þil úr bryggjunni hafði fallið í höfnina ásamt keðjum og dekkjum sem kom í veg fyrir að Herjólfur gæti lagst þar að.

Skoraði 18 mörk í undanúrslitaleik

(16 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handbolta, átti stórkostlegan leik er Elverum hafði betur gegn Halden í undanúrslitum norska bikarsins í kvöld. Sigvaldi skoraði átján mörk og var stærsta ástæða þess að Elverum vann 32:29-sigur.

Verður frábær vinnustaður

(16 klukkustundir, 38 mínútur)
VIÐSKIPTI Forsvarsmenn flugfélagsins Play segja félagið vera tilbúið til flugs og að áætlaður vöxtur félagsins á næstu árum sé hóflegur í ljósi þess að félagið hyggst starfa með eigið flugrekstrarleyfi frá fyrsta degi. Að þeirra sögn er grunnfjármögnun félagsins vel yfir 40 milljónir evra, um 5,5 milljarðar.

Ólafur og Teitur nánast úr leik

(16 klukkustundir, 40 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólafur Andrés Guðmundsson, Teitur Örn Einarsson og samherjar þeirra í sænska liðinu Kristianstad gerðu í kvöld 29:29-jafntefli við Dinamo Bucharest frá Rúmeníu í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Góður leikur Elvars nægði ekki í Íslendingaslag

(17 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aalborg hafði betur gegn Skjern er liðin mættust í Skjern í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 30:28. Staðan í hálfleik var 18:15, Aalborg í vil.

Segi sig sjálft að orðspor Íslands hljóti hnekki

(17 klukkustundir, 13 mínútur)
INNLENT „Ef að rétt reynist þá eru þessar fréttir auðvitað áfall og háttsemin sem þarna er lýst auðvitað forkastanleg. En núna er náttúrulega mikilvægt að þetta mál verði rannsakað ofan í kjölinn af þar til bærum yfirvöldum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um fréttir af aðgerðum Samherja í Namibíu.

Er Archie að verða stóri bróðir?

(17 klukkustundir, 38 mínútur)
BÖRN Harry Bretaprins hefur greint frá því að hann vilji eignast tvö börn með eiginkonu sinni, Meghan hertogaynju. Harry ræddi við breska tveggja barna móðir á dögunum og var mjög forvitinn um líf hennar með tvö börn.
SMARTLAND Hin 31 árs gamla Nicole Caperilla léttist um 57 kíló á síðustu tveimur árum. Vinir hennar áttu erfitt með að henni hefði tekist að missa næstum helming líkamsþyngdar sinnar og gerðu grín að lífstílsbreytingu hennar. Hún hætti því samskiptum við þessa svokölluðu vini sína og gerðist einkaþjálfarar

Vildi aðeins tjá sig við karlkyns blaðamann

(17 klukkustundir, 43 mínútur)
FÓLKIÐ Farzid Sepahifar sagðist aðeins geta tjáð sig um sambandsslit hans og förðunarfræðingsins, Heiðdísar Rósar Reynisdóttur, við karlkyns blaðamann, helst giftan fjölskyldumann.

15 milljónir til verslunar í strjálbýli

(17 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt að úthluta 14,9 milljónum króna til verslunar í strjálbýli fyrir árin 2019 og 2020, að tillögu valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018 til 2024.

Liðsfélagi Gylfa ekki með Tyrkjum á morgun

(17 klukkustundir, 54 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Framherjinn Cenk Tosun verður ekki með Tyrkjum gegn Íslendingum á morgun í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta ytra vegna meiðsla. Tyrkneskir fjölmiðlar greina frá meiðslunum í dag.

G-wagon verður rafbíll

(17 klukkustundir, 56 mínútur)
BÍLAR Mercedes hefur staðfest að hinn annálaði jeppi G-class verði smíðaður sem hreinn rafbíll. Tegundarheiti hans verður að öllum líkindum EQG.

Magnús Geir lýkur störfum á RÚV á föstudag

(18 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Magnús Geir Þórðarson lætur af starfi sínu sem útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins á föstudag og verður starfið í kjölfarið auglýst um helgina. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Forstjórinn bætir við sig í Origo

(18 klukkustundir, 15 mínútur)
VIÐSKIPTI Finnur Oddsson, forstjóri Origo, keypti í dag 250 þúsund hluti í félaginu fyrir samtals 6,24 milljónir. Á hann nú 1.785.857 hluti í félaginu, en markaðsvirði þeirra í dag er um 44,5 milljónir.

Efast um áhrif styrkja á stjórnmál

(18 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, efast um að styrkir frá lögaðilum geti raunverulega haft áhrif á starfsemi stjórnmálaflokka hérlendis. Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki horft til þess að skila þeim styrkjum sem Samherji hefur gefið flokknum í gegnum árin vegna meintra mútugreiðslna fyrirtækisins.

Villa leggur skóna á hilluna

(18 klukkustundir, 27 mínútur)
ÍÞRÓTTIR David Villa, markahæsti leikmaður spænska knattspyrnulandsliðsins frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna, 38 ára að aldri, eftir 19 ára feril sem atvinnumaður.

Smyglaði of þungum ketti um borð

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
FERÐALÖG Rússinn Mikhail Galin reyndi á dögunum að smygla kettinum sínum, Viktori, um borð í flug frá Riga í Lettlandi til Vladivostok í Rússlandi. Kötturinn Viktor mátti ekki fylgja eiganda sínum inn í farþegarýmið þar sem hann var of þungur.

Kristján Þór: Ábyrgðin alltaf hjá fyrirtækinu

(18 klukkustundir, 38 mínútur)
INNLENT „Þetta var bæði sorglegt á að horfa og sömuleiðis gríðarlega mikill áfellisdómur ef þessar ásakanir sem þarna koma fram eiga sér ekki fullnægjandi skýringar. Það er bara þannig,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við mbl.is, spurður út í viðbrögð hans við umfjöllun um málefni Samherja í Namibíu. Hann hefur rætt málið við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.

Andrea og Rósa í Þrótt

(18 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnukonurnar Andrea Magnúsdóttir og Rósa Pálsdóttir hafa skrifað undir tveggja ára samninga við Þrótt Reykjavík. Þróttur leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð.

Tesla tók Gullna stýrið

(18 klukkustundir, 52 mínútur)
BÍLAR Hin eftirsótta viðurkenning „Gullna stýrið“, með öðrum orðum bíll ársins í Þýskalandi, var kunngjörð í vikunni. Viðurkenningin er veitt í sjö stærðarflokkum bíla.
INNLENT Reykjavík er eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu þar sem álagning fasteignaskatta er í lögleyfðu hámarki. Samkvæmt frumvörpum tíu af tólf stærstu sveitarfélaga landsins til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 ætla Akranes, Kópavogur, Mosfellsbær og Vestmannaeyjar að lækka fasteignaskatta.

„Ég get gleypt dverg og látið hann tala“

(19 klukkustundir, 8 mínútur)
K100 Skemmtikrafturinn dáði, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, hefur leyndan hæfileika.

Geti haft áhrif á orðspor íslensks sjávarútvegs

(19 klukkustundir, 13 mínútur)
200 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja það ætíð hafa verið afstaða samtakanna að allir félagsmenn skuli fara að lögum og eftir reglum. Gildi það einu hvar viðkomandi starfsemi fari fram, á Íslandi eða í útlöndum.

Ísland í hópi verstu mótherja Englendinga

(19 klukkustundir, 18 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Englendingar leika annað kvöld sinn þúsundasta karlalandsleik í knattspyrnu þegar þeir taka á móti Svartfellingum í undankeppni EM í kvöld.

Uppstokkun í nefnd um upplýsingamál

(19 klukkustundir, 37 mínútur)
INNLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nýja nefndarmenn í úrskurðarnefnd um upplýsingamál í samræmi við ákvæði upplýsingalaga. Nefndina skipa Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Sigríður Árnadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara.

Spaghettí með ekta ítalskri kjötsósu

(19 klukkustundir, 37 mínútur)
MATUR Við elskum að láta hugann taka okkur með til Ítalíu – þar sem við gæðum okkur á bragðgóðum mat eins og Ítalir eru þekktastir fyrir.

Skiptu súkkulaðinu út fyrir snyrtivörur

(19 klukkustundir, 38 mínútur)
SMARTLAND Það hefur sjaldan verið auðveldara að neita sér um súkkulaði fyrir jólin.

Forsetaheimsókn í Skjern

(19 klukkustundir, 46 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í danska úrvalsdeildarliðinu Skjern taka á móti Álaborg í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Stuðningsmenn Vals ósáttir við brottrekstur Sveins

(19 klukkustundir, 49 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Handboltamaðurinn Sveinn Aron Sveinsson var í gær rekinn frá Val í kjöl­far þess að hann var dæmd­ur í níu mánaða fang­elsi, þar af sjö mánuði skil­orðsbundna, fyr­ir sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás á bíla­stæði við Sæ­mund­ar­götu í Reykja­vík í sept­em­ber fyr­ir tveim­ur árum.

Reiðubúin að vera í rafrænum samskiptum við SÍ

(19 klukkustundir, 49 mínútur)
INNLENT Sjúkraþjálfarar lýstu því yfir strax í upphafi að þeir væru tilbúnir til að vera í rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) varðandi endurgreiðsluhluta skjólstæðings. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Félagi sjúkraþjálfara þar sem fullyrðingum Maríu Heimisdóttur, forstjóra SÍ, í kvöldfréttum RÚV í gær er mótmælt harðlega.

„Þarna var augljóslega saga“

(19 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT „Okkar aðkoma hófst síðastliðið haust þegar Jóhannes [Stefánsson] kom á minn fund og kynnti mér þann vilja sinn að opinbera þessi skjöl og stíga fram um leið sem uppljóstrari og bera vitni um sína aðild að málinu og umfang þess.“ Þetta segir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.

Esau segir engar sannanir fyrir spillingu

(20 klukkustundir, 23 mínútur)
ERLENT Bernhardt Esau, sem í dag sagði af sér sem sjávarútvegsráðherra Namibíu, segir að hann sé ekki spilltur og að ásakanir sem settar hafa verið fram á hendur honum séu hluti af ófrægingarherferð sem ætlað sé að sverta nafn hans og Swapo-flokksins, stjórnarflokks Namibíu.

Wenger snýr aftur í fótboltann

(20 klukkustundir, 24 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger samþykkti í dag að verða yfirmaður þróunarsviðs FIFA. Wenger var fyrst orðaður við starfið fyrir tveimur mánuðum síðan, en hann hefur undanfarið verið orðaður við stjórastarfið hjá Bayern München.
VIÐSKIPTI Á meðan Tottenham byggði nýjan leikvang og liðið þurfti að spila heimaleiki sína á Wembley sneri félagið vörn í sókn.

Hækka mætti launin um 10%

(20 klukkustundir, 55 mínútur)
VIÐSKIPTI Með styttingu grunnskólans úr 10 árum í 9 mætti hækka laun kennara um 10%. Þetta er mat sviðsstjóra hjá Samtökum atvinnulífsins sem segir mörg veigamikil rök hníga að því að stíga slíkt skref hér á landi.

Hjó höfuðið af ketti með öxi

(20 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa án heimildar ruðst inn á heimili barnsmóður sinnar og tekið þar kött sem hann átti. Þaðan fór hann með köttinn í kjallara og hjó af honum höfuðið með öxi.

Samherjamálið „sjokkerandi“

(21 klukkustund, 6 mínútur)
INNLENT Málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja voru þingmönnum ofarlega í huga þegar þingfundur hófst á Alþingi klukkan þrjú. Kallaði Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, eftir því að málið yrði rætt á þingfundi á morgun.

Tap í fyrsta leik íslensku strákanna

(21 klukkustund, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Íslenska U19 ára landslið karla í fótbolta mátti þola 0:3-tap fyrir Belgum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM í dag. Leikið er í Belgíu.

Samfylkingin skilar styrkjum til Namibíu

(21 klukkustund, 15 mínútur)
INNLENT Samfylkingin hyggst skila þeim styrkjum sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja. Ekki til fyrirtækisins þó heldur beint til Namibíu. Þetta staðfestir Logi Einarsson, þingmaður og formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is.

Viðar Örn ekki með gegn Tyrkjum

(21 klukkustund, 21 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Viðar Örn Kjartansson verður ekki með íslenska landsliðinu sem mætir Tyrkjum í undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta 2020 á morgun vegna veikinda.

„Samherji með hnefann á lofti“

(21 klukkustund, 30 mínútur)
INNLENT Um fátt annað hefur verið fjallað í innlendum fjölmiðlum það sem af er degi en umsvif Samherja í Namibíu eftir umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Erlendir miðlar sýna umfjölluninni athygli, ekki síst norskir, sökum aðkomu ríkisbankans DNB að millifærslum Samherja.

Opinberar vitnaleiðslur hefjast í dag

(21 klukkustund, 41 mínúta)
ERLENT Vitna­leiðslum vegna meintra embættisbrota Donald Trump Bandaríkjaforseta í samskiptum við forseta Úkraínu verður sjónvarpað en útsending hefst klukkan 15:00.

„Næstum ómögulegt“

(21 klukkustund, 43 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er meira en ánægður með stigasöfnun sinna manna en eftir tólf umferðir er Liverpool með 34 stig og er með átta stiga forskot á næstu lið sem eru Leicester og Chelsea.
ÍÞRÓTTIR „Mér finnst að ungmenna- og íþróttafélög á Íslandi eigi að slíta öllu sambandi við Samherja eins og skot. Einhverjir gætu bent á það að höggið væri mikið fyrir sum félög. En það er þá bara verkefni að finna peninga annars staðar ― peninga sem ekki eru rifnir úr höndum þróunarríkis,“ segir Bjartur Aðalbjörnsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sveitarstjórnarmaður á Vopnafirði og fyrirliði karlaliðs Einherja í knattspyrnu, á Facebook-síðu sinni.

Facebook ræsir óvart myndavél notenda

(21 klukkustund, 47 mínútur)
K100 Um leið og Facebook-forritið er opnað ræsist myndavélin í bakgrunni.

Sölumet á degi einhleypra

(22 klukkustundir, 1 mínúta)
VIÐSKIPTI Netsöludagurinn dagur einhleypra var á mánudaginn. Sala S4S sló þá öll met, og var 30 milljónir króna.

Eignir Crowe urðu eldinum að bráð í Ástralíu

(22 klukkustundir, 8 mínútur)
FÓLKIÐ Tvö hús brunnu á landareign leikarans Russell Crowe í skógareldum sem geisa nú í Ástralíu. Crowe birti myndir á Twitter og skrifaði að hann væri almennt heppinn, engin húsdýr hafi drepist og allir hestarnir væru við hestaheilsu.

Sofnaði líklega eða missti athygli

(22 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Líklegt er að ökumaður fólksbifreiðar, sem ekið var í veg fyrir vörubifreið á Kjalarnesi í janúar í fyrra með þeim afleiðingum að ökumaður bifreiðarinnar lést af sárum sínum, hafi annaðhvort sofnað eða misst athygli við aksturinn. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar samgönguslysa, en skýrsla um banaslysið var birt nýlega.

Í bann og sektaður vegna Twitter-færslu

(22 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Bernardo Silva, miðjumaðurinn snjalli í liði Englandsmeistara Manchester City, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins og er gert að greiða 50 þúsund pund í sekt sem jafngildir rúmum 8 milljónum króna.

Tengsl Kristjáns og Samherja „erfið“

(22 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Smári McCarthy, þingmaður Pírata, segir ljóst að Ísland muni þurfa að þola álitshnekki vegna meintra lögbrota Samherja. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á því að spilling eigi sér ekki stað og ef ásakanir á hendur Samherja reynist réttar sýni það að íslenskt eftirlit og löggjöf séu ekki nógu sterk.
INNLENT Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að „hellingur“ hafi komið fram í fréttaskýringarþættinum Kveik í gærkvöldi sem hafi verið „mjög afhjúpandi“. Það efni muni bætast við önnur gögn sem embættið hefur þegar aflað sér og rannsakar. Hann getur ekki svarað því hvenær embættið hóf rannsókn sína á starfsemi Samherja í Namibíu.

Nýtt jólasuðusúkkulaði frá Nóa Síríus

(22 klukkustundir, 21 mínúta)
MATUR Það er ekki á hverjum degi sem nýtt suðusúkkulaði lítur dagsins ljós en þær gleðifregnir berast nú að komið sé markað nýtt suðusúkkulaði sem á eftir að gera allt vitlaust meðal súkkulaðiunnenda ef að líkum lætur.

Icelandic Minister Met Namibian Officials

(22 klukkustundir, 30 mínútur)
ICELAND According to the whistleblower Jóhannes Stefánsson, Kristján Þór Júlíusson, who now serves as Iceland’s minister of fisheries, briefly met three men in 2014, when he was minister of health, who, in exchange for bribes, were working on providing the Icelandic company Samherji fishing quotas in Namibia.

Brottförum fækkaði um 18,4% í október

(22 klukkustundir, 36 mínútur)
VIÐSKIPTI Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru 163 þúsund í októbermánuði eða um 36 þúsund færri en í október árið 2018. Fækkun milli ára nemur 18,4%.

„Bein áhrif loftslagsbreytinga“

(22 klukkustundir, 43 mínútur)
ERLENT Umfangsmikil flóð í Feneyjum síðasta sólarhring eru bein afleiðing loftslagsbreytinga að sögn Luigi Brugnaro borgarstjóra og hyggst hann lýsa yfir neyðarástandi.

Áhorfsmet í rafíþróttum

(22 klukkustundir, 50 mínútur)
K100 Í dag eru yfir 400 milljónir manns sem fylgjast með rafíþróttum í heiminum. Stærstu viðburðirnir hafa sett áhorfsmet sem oft gefa hefðbundnum íþróttum ekkert eftir.

Inter vill fá Giroud

(22 klukkustundir, 51 mínúta)
ÍÞRÓTTIR Ítalska knattspyrnuliðið Inter er sagt tilbúið að losa franska landsliðsmanninn Olivier Giroud úr prísundinni hjá Chelsea þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.

Tryggvi ætlar ekki að borða neitt í tíu daga

(23 klukkustundir, 8 mínútur)
SMARTLAND Tryggvi Hjaltason hefur fengið teymi af sérfræðingum með sér í lið til að mæla heilsusamleg áhrif þess að fasta í lengri tíma. Hann er að fara af stað með tíu daga föstu og býður almenningi að taka þátt í því með sér.

Milljarða þrot eftir West Ham-ævintýrið

(23 klukkustundir, 9 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lýstar kröfur í þrotabú Hansa ehf., fjárfestingafélags sem var í eigu Björgólfs Guðmundssonar og hélt fyrst og fremst utan um eignarhluta í enska knattspyrnufélaginu West Ham, námu samtals 26,8 milljörðum.

Sveitarstjóra Borgarbyggðar sagt upp

(23 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum, en Gunnlaugur var ráðinn sveitarstjóri Borgarbyggðar fyrir þremur árum.

Katrín hefur áhyggjur af orðspori Íslands

(23 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef ásakanir á hendur Samherja séu á rökum reistar sé það mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf og til skammar fyrir Samherja. Málið geti haft áhrif á þjóðina í heild sinni. Katrín treystir sjávarútvegsráðherra þrátt fyrir hans tengsl við Samherja.

Benda hver á annan

(23 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT „Við höfum beðið í níu mánuði eftir fundi hér í ráðuneytinu til að ræða fimm kröfur í tengslum við ástand flóttafólks og leiðir til að gera líf þess bærilegra hér,“ segir Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, sem sat fund með dómsmálaráðherra í morgun ásamt fulltrúum úr hópi flóttafólks.

Spilar ekki meira á þessu ári

(23 klukkustundir, 23 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Rut Arnfjörð Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta og leikmaður danska meistaraliðsins Esbjerg, leikur ekki meira á þessu ári.

Félag í eigu Seðlabankans gjaldþrota

(23 klukkustundir, 31 mínúta)
VIÐSKIPTI Breskt félag sem var að öllu leyti í eigu Seðlabanka Íslands var tekið til opinberra skipta fyrr á þessu ári. Eigið fé félagsins var neikvætt sem nam hundruðum milljóna króna.

Ísak Ernir og Margrét Bjarna eiga von á barni

(23 klukkustundir, 38 mínútur)
BÖRN Margrét Bjarnadóttir og Ísak Ernir Kristinsson eiga von á sínu fyrsta barni. Margrét er dóttir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Þóru Margrétar Baldvinsdóttur innanhússráðgjafa.
ERLENT Kæmi til þess að trúarbrögð heyrðu sögunni til myndi það „veita fólki leyfi til þess að gera virkilega slæma hluti“. Þetta hefur breska dagblaðið Times eftir Richard Dawkins, fyrrverandi prófessors við Oxford-háskóla í Bretlandi og einhvers þekktasta trúleysinga heimsins.

Ráðherrarnir búnir að segja af sér

(23 klukkustundir, 48 mínútur)
ERLENT Bernhardt Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala dómsmálaráðherra landsins eru búnir að segja af sér embættum sínum. Frá þessu er greint á namibíska fréttamiðlinum The Namibian, sem hefur tekið þátt í umfjöllun sem byggir á yfir 30.000 skjölum frá íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja, í samstarfi við Wikileaks, RÚV, Stundina og Al Jazeera.

Sýndi óafsakanlegt dómgreindarleysi

(23 klukkustundir, 52 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Sveinn Aron Sveinsson segir í yfirlýsingu sem birt er á Vísi í dag að hann harmi að Valur hafi dregist inn í umræðu um dóm sem hann hlaut í síðustu viku.