Fjögur merki um að streita hafi áhrif á hárið

13.1. Streita hefur neikvæð áhrif á okkur líkamlega og andlega. Of mikil streita hefur til dæmis áhrif á hárið og hárvöxtinn. Lærðu að þekkja einkennin. Meira »

Tilgangur lífsins að rækta hið góða

13.1. Pétur Einarsson er einn af þeim sem verða bara betri með árunum. Hann hefur þrisvar tekið þátt í Járnmanninum, hann varð einn fyrsti Íslendingurinn til að klára öll aðalmaraþonin. Hann byrjaði í þríþraut 2006 og hefur hjólað mörg þúsund kílómetra og er nú með það nýja markmið að keppa á fjallaskíðum. Meira »

Stundar ísböð og fer fáklæddur í göngutúra

13.1. Stuttu fyrir jól í miklum kulda gekk Arnór Sigurgeir Þrastarson upp fjall í Póllandi í stuttbuxum. Gangan var lokaverkefni á Wim Hof-námskeiði en Arnór heillaðist af aðferðum Hollendingsins ótrúlega fyrir nokkrum árum. Meira »

Líkaminn í góðu formi út lífið

11.1. Brynja Rós Bjarnadóttir er sérfræðingur hjá Fangelsismálastofnun. Hún er gift Guðmundi Birgissyni og saman eiga þau tvö börn, þau Birgi og Lydíu Líf. Brynja hefur vakið athygli síðustu misseri fyrir að hafa tekið heilsuna í gegn. Meira »

„Ég er 15 kg léttari og allur að styrkjast“

10.1. Kristján Berg Ásgeirsson er stofnandi Fiskikóngsins. Hann er giftur Sólveigu Lilju Guðmundsdóttur og saman eiga þau sex börn, þau Alexander Örn, Eyjólf, Ægi, Ara, Kjartan og Kára. Meira »

Einstæð og berst við krabbamein

9.1. Alma Geirdal er einstæð þriggja barna móðir sem berst við krabbamein. Hún greindist með brjóstakrabbamein í október og fór í aðgerð í nóvember þar sem brjóstið var fjarlægt. Alma segist hafa fengið mikið áfall þegar hún greindist með krabbamein og nú bætast fjárhagsáhyggjur ofan á allt annað. Meira »

Læknir mælir með þessu fyrir betri svefn

8.1. Á nýju ári hugsar margir um að bæta heilsuna, allir eru í lífstílsátaki. Það sem skiptir hve mestu máli fyrir heilsuna er að fá nægan svefn og þá þarf ekki endilega að leita langt yfir skammt. Meira »

„Mér finnst ég alltaf bara 25“

7.1. Anna Eiríksdóttir deildarstjóri í Hreyfingu varð fertug í lok árs. Hún stendur á tímamótum en á afmælisdaginn opnaði hún vefinn annaeiriks.is þar sem hún er með uppskriftir, æfingaplön og góð ráð. Meira »

Söfnuðu 3 milljónum á Karolina Fund

7.1. Dans og jóga Hjartastöðin var opnuð á haustmánuðum ársins 2017 í Skútuvogi 13a. Stofnendur stöðvarinnar þau Theodóra S. Sæmundsdóttir og Jóhann Örn Ólafsson eru fagurkerar sem gera hlutina með hjartanu. Meira »

Fæðingar í sinni náttúrulegu mynd

6.1. Fæðingar eru eins og annar heimur sem er hulinn flestum þeim sem hafa ekki upplifað eina slíka. Ljósmyndarinn Lacey Barratt tekur að sér að mynda fæðingar og segist ekki afsaka hráleika myndanna. Meira »

Áfengislaus janúar?

6.1. Reglulega koma fram greinar sem ýmist hallmæla eða hvetja til drykkju. Við lesum ýmist um að eitt glas af rauðvíni á dag eigi að koma skapinu í lag eða að alkóhól sé slæmt fyrir heilsuna. Meira »

Ætlaði að svipta sig lífi en ...

5.1. Vilhjálmur Þór var tvítugur, of þungur og verulega þunglyndur þegar hann tók ákvörðun um að svipta sig lífi. Hann skrifaði kveðjubréf til fjölskyldunnar og var við það að smeygja snörunni um hálsinn. Meira »

Ertu með móral eftir jólin?

4.1. Gunnar Már Sigfússon einkaþjálfari segir að það skipti máli að taka út sykur og hveiti til að ná árangri á nýju ári. Hann segir að það sé engin skylda að dæla í sig chia-fræjum. Meira »

Taktu sykurinn út á virkum dögum

3.1. „Ef mataræðið þitt hefur farið algjörlega úr böndunum yfir hátíðirnar þá skaltu reyna að snúa blaðinu við en gott ráð er til dæmis að taka út sykurinn á virkum dögum, minnka skammtana og borða vel af ávöxtum og grænmeti, þetta hjálpar þér að snúa blaðinu við. Það er mjög erfitt og í rauninni ekki vænlegt til árangurs að fara á einhvern kúr sem er uppfullur af boðum og bönnum.“ Meira »

Sundlaugarferðir allra meina bót

3.1. Dr. Eiríkur Bergmann segir að sundlaugarmenning okkar Íslendinga sé framlag okkar til siðmenningar. Sjálfur fer hann helst daglega í sund og saknar Vesturbæjarlaugarinnar þegar hann er erlendis. Meira »

Kvöldsullið heyrir sögunni til með föstunni

6.1. Oddný Arnarsdóttir tók upp á því ásamt eiginmanni sínum í vetur að fasta. Hún er á 14/10 föstunni og finnur mikinn mun á sér bæði líkamlega og andlega. Meira »

Detox-leyndarmál stjarnanna

5.1. Galdurinn á bak við frísklegt útlit stjarnanna er ekki bara nóg af vatni og átta tíma svefn. Þær skella sér reglulega á heilsuhæli til afeitrunar og eru þá ýmsar aðferðir prófaðar. Sumt er auðvelt að gera heimavið á meðan öðru mætti mögulega sleppa. Meira »

Fyrsta sjokk ársins!

4.1. „Nýja árið byrjaði hjá mér, sem og svo mörgum öðrum, með því að vekjaraklukkan hringdi og fyrsta hugsunin var; hvaða djöfulsins hávaði er þetta um miðjar nætur! En jú, það var víst kominn annar janúar og ekkert annað í stöðunni en að horfast í augu við blákaldan hversdagsleikann, drífa sig í sturtu og skola burtu stírurnar.“ Meira »

Nakinn í ræktina 2018

3.1. Áhugafólk um líkamsrækt og tískubylgjur bíður spennt eftir nýjustu líkamstræktartískubylgjunni. Eitt sem gæti mögulega komið sterkt inn á nýju ári eru líkamsræktartímar þar sem fólk er nakið. Meira »

„Algjör viðbjóður í lokin“

2.1. Fitness-kærustuparið Hjálmar og Þorbjörg leggja mikið á sig til þess að geta skinið skært uppi á sviði, brún og vöðvastælt. Undirbúningstímabilið er erfitt en Hjálmar segir að erfiðið sé þess virði þegar komið er upp á svið. Meira »

Mögnuðustu líkamsræktarafrekin 2017

1.1. Heilsan var okkur ofarlega í huga árið 2017. Við tókum viðtöl og sögðum fréttir af fólki sem náði framúrskarandi árangri á árinu sem er að líða. Meira »

Kraftaverkapillan og lífsgæðin

1.1. „Með því að stunda reglulega styrktarþjálfun alla ævi stuðlar þú að því að halda þér í kjörþyngd, halda líkamsstöðu með reisn og kemur í veg fyrir aldurstengda vöðvarýrnun. Vöðvarnir þurfa reglulega áskorun, og í raun eina leiðin til að veita þeim hana er að stunda markvissa styktarþjálfun, helst með lóðum og bæta jafnt og þétt við þyngd þeirra til að viðhalda áskoruninni. Á seinnihluta ævinnar er styrtkarþjálfun enn mikilvægari en áður og einn af lyklunum að því að bæta lífsgæðin ævilangt.“ Meira »

Að eiga systur gerir þig hamingjusamari

30.12. Systur geta verið mjög pirrandi en eiga þó sínar góðu stundir inn á milli. Reyndar svo góðar að þær hafa góð áhrif á tilfinningalíf heilu fjölskyldnanna. Meira »

Sagði upp vinnunni og stakk af til Gvatemala

27.12. Tinna Sverrisdóttir segir að einn súkkulaðibolli sé besti morgunmaturinn. Tinna vinnur nú að því að stofna fyrsta súkkulaðisetur Reykjavíkur ásamt Láru Rúnarsdóttur, samstarfskonu sinni. Meira »

Þrjóska lengir lífið

24.12. Háöldruð gamalmenni á Ítalíu eiga það sameiginlegt að vera þrjósk en jafnframt bjartsýn. Þrátt fyrir að líkamleg heilsa hafi verið betri var andleg heilsa þeirra betri en þeirra sem yngri voru. Meira »

Þurfti að létta sig fyrir kynleiðréttingu

18.12. „Planið var að fara í þessa aðgerð í fyrra en það gekk ekki því ég var of feit,“ segir hún hreinskilin og segir að þetta sé ekkert til að skammast sín fyrir. Meira »

5 leiðir til að koma í veg fyrir andremmu

17.12. Það vill enginn fæla fólk burt vegna andremmu. Þegar tannburstinn er ekki við hönd er hægt að grípa til örþrifaráða sem eru ekki svo flókin. Fyrir utan þetta hefðbundna, tyggjó og myntu, er margt annað sem hjálpar í baráttunni. Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Rassaæfing Adriönu Lima

9.12. Adriana Lima sýndi það á tískusýningu Victoria's Secret að hún gleymdi ekki að æfa rassvöðvana. Hér er rassæfing sem Lima gerði þegar hún bjó sig undir tískusýninguna. Meira »

Þrenn mistök sem fólk gerir fyrir svefninn

6.12. Það er ekki nóg að koma reglu á svefntímann og halda herberginu svölu og dimmu þar sem ákveðin atriði geta komið í veg fyrir góðan nætursvefn. Meira »

Drakk bara vatn í heila viku

6.12. Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP, fastaði í heila viku í nóvember. Í heila viku borðaði hann ekki neitt heldur drakk eingöngu vatn. Hann segir að áhrifin af föstunni séu stórkostleg þótt þetta hafi verið erfitt á köflum. Meira »

Fastar á aðventunni

5.12. Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi ferðaskrifstofunnar Mundo, hefur haldið allskonar jól í gegnum tíðina. Ólíkt mörgum öðrum tekur hún sig taki á aðventunni og fastar. Meira »

Fjórar ástæður fyrir píkukláða

1.12. Píkan er með sjálfhreinsibúnað auk þess að vera viðkvæm svo ekki er ráðlagt að nota sterkar hreinlætisvörur á svæðið. Það eru ekki bara kynsjúkdómar sem valda píkukláða. Meira »

Hlaupabretti með fleiri bakteríur en klósettseta

30.11. Tæki í líkamsræktarstöðvum geta verið þakin bakteríum samkvæmt könnun. Hlaupabrettin voru til dæmis með að meðaltali 74 sinnum fleiri bakteríur en klósettseta á almenningsklósetti. Meira »
Meira píla