Bjössi í World Class þarf ekki að missa svefn

Um miðjan desember mun líkamsræktarstöðin Afrek opna í Skógarhlíð í Reykjavík. Að baki verkefnisins standa átta fjölskyldur úr ólíkum áttum en ástríða þeirra fyrir að sveifla ketilbjöllum leiddi þau saman. Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason er einn af þeim sem hefur unnið baki brotnu undanfarna mánuði við að gera stöðina klára. Meira.