„Fólk getur helst ekki farið oftar en tvisvar í andlitslyftingu“

Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir á Dea Medica segir að bótox og fylliefni geti orðið svolítið þreytt og þá kjósi fólk oft að fara í andlitslyftingu. Hún ræddi þessi mál í Dagmálum Morgunblaðsins á dögunum. 

Það er mikil aukning í notkun á fylliefnum og bótoxi í heiminum í dag en hafa þau bara ákveðinn líftíma? Er bara hægt að nota þau í ákveðinn tíma?

„Það getur orðið svolítið þreytt. Það kemur tími að maður geti ekki verið að elta ellikerlingu með fylliefnum. Þegar ómögulegheitasvipurinn er kominn hingað niður við kjálkalínu þá er ekki hægt að setja mikið af fylliefnum til þess að fylla upp í það. Þá þarf maður að fara í andlitslyftingu.“

Hvað er fólk gamalt þegar það fer í andlitslyftingu?

„Það er ofsalega misjafnt. Úti í heimi eru konur að fara fyrr. Maður sér það á þingum. Svo segi ég stundum við skjólstæðinga mína, „ef við ætlum við að verða níræðar. Hvenær ertu sátt við að verða orðin ellikerling?“ Fólk getur helst ekki farið oftar en tvisvar í andlitslyftingu. Andlitslyfting dugar í sjö til tíu ár. Getur haldist lengur. Það fer eftir lifnaðarháttum og annað. Ef þú ætlar að fara 45 ára, ætlar þú þá að fara aftur þegar þú verður sextug. Það þarf aðeins að hugsa um framtíðina,“ segir Þórdís. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál