Margþættur ávinningur sköpunargleði

Birna Dröfn Birgisdóttir, viðskiptafræðingur og sérfræðingur í sköpunargleði, segir skapandi hugsun vera efnivið sem hægt sé að nýta til verðmætasköpunar í leik og starfi. Birna ræddi árangur þess að virkja skapandi hugarfar við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum dagsins.

Af krónprinsum og varaskeifum

Enn á ný hafa fjölskylduerjur innan bresku konungsfjölskyldunnar fangað sviðsljósið í kjölfar nýrrar bókar Harrys bretaprins; Spare. Guðný Ósk Laxdal, sem heldur úti Instagram-reikningnum Royal Icelanders, ræddi bræðurna tvo, fjölskylduna og allt þar á milli.

Minna er meira

Lífsviðhorf Sóleyjar Óskar Hafsteinsdóttur og fjölskyldu hennar hefur alltaf verið að minna sé meira og hafa þau með því viðhorfi náð að áaorka meiru en margir jafnaldrar þeirra á Íslandi. Sóley og eiginmaður hennar keyptu sína fyrstu íbúð rétt eftir tvítugt og hafa þau nú byggt heilt hús, stofnað blómstrandi skipulagsverslunina Heimaskipulag á meðan þau ala upp tvo drengi á skipulögðu og ástríku heimili. Sóley, sem verður 27 ára á árinu, lifir einföldu en innihaldsríku lífi, kaupir engan óþarfa og nýtur lífsins með fjölskyldunni sem ferðast mikið. Sóley ræddi um markmið sín í lífinu, um mínímalisma, fjármál og skipulag, um barnauppeldi og það að fylgja draumum sínum í viðtali við Rósu Margréti í Dagmálum.

Hvað gera jólasveinarnir restina af árinu?

Fáir þekkja betur til jólanna en sveinarnir 13 sem koma til byggða ár hvert til þess að gleðja landsmenn og gefa börnum gjafir. Grýlubörnin Hurðaskellir og Skjóða settust niður til þess að ræða jólin í ár og fyrri ár, enda hafa þau marga fjöruna sopið á sínum áralanga ferli.