„Þú veist að stjórnsemi er líka meðvirkni“

Valgeir Magnússon viðskipta-og hagfræðingur þekkir það af eigin raun að eiga afkvæmi á biðlista í að komast í meðferð. Hann datt í mikla í stjórnsemi til þess að reyna að hjálpa en það virkaði þveröfugt. Hann segir að refsingar virki ekki á fólk með fíknisjúkdóma.

Húsnæðissparnaðurinn fór í eggheimtuaðgerð

Árlega greinast um 100 konur á barneignaraldri með krabbamein og standa frammi fyrir auknum líkum á ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Guðrún Blöndal er ein þeirra en hún greindist með eitlakrabbamein aðeins 21 árs. Í kjölfarið fór hún í eggheimtuaðgerð sem hún þurfti að greiða úr eigin vasa með húsnæðissparnaði sínum. Í þætti dagsins varpa þær Guðrún Blöndal, málari, og Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, fulltrúi Snjódrífanna og góðgerðarfélagsins Lífkrafts, ljósi á bága stöðu krabbameinssjúkra kvenna þegar litið er til frjósemisaðgerða.

Með harðan skráp á skjön við staðalímyndir

Vinsældir fegrunaraðgerða hafa farið stigvaxandi síðustu ár, ekki einungis hér á landi heldur í heiminum öllum. Þrátt fyrir þær staðreyndir verða einstaklingar sem stunda fegrunaraðgerðir oft fyrir fordómum á förnum vegi vegna útlits síns. Viktor Heiðdal Andersen, hjúkrunarfræðingur, ræðir um fegrunaraðgerðir og fordóma í Dagmálum dagsins en hvort tveggja þekkir hann vel af eigin raun.

Tengsl efnaskiptaaðgerða og alkóhólisma

Esther Helga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í át- og matarfíkn, og Rut Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni Ármúla, ræða tengsl milli efnaskiptaaðgerða og alkóhólisma.