Syngjandi súpukokkur í útrás

Söngvarinn, súpukokkurinn og þúsundþjalasmiðurinn Daníel Óliver er gestur Ásdísar Ásgeirsdóttur í Dagmálum í dag. Þar segir hann meðal annars frá Súpufélaginu í Vík sem hann setti á fót ásamt fjölskyldu sinni og söngferlinum hér heima og í Svíþjóð.

Svíakóngur í slæmum félagsskap

Sigríður Klingenberg hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár sem stjörnuspekingur, spámiðill og skemmtikraftur. Sigga er lífskúnstner af guðs náð og með eindæmum jákvæð. Hún er uppalin á Snæfellsnesi og staðhæfir að orka Snæfellsjökuls hafi átt mikinn þátt í andlegum hæfileikum sínum. Hér ræðir hún við Berglindi Guðmundsdóttur um fjölskylduna, af hverju hún valdi að breyta nafni sínu, rangfeðrun, kynni sín við svíakonung og margt fleira.

Samkenndarnálgunin breytti öllu

Þegar sálfræðingurinn Anna Sigurðardóttir kynntist samkenndarnálgun í faginu segir hún tilfinninguna hafa líkst því að vera komin heim. Í grunninn er áhersla lögð á að viðurkenna þjáningar fólks og viðleitni til að lina þær með einhverjum hætti. Anna er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum og segir frá samkenndarsálfræði.

Vill lifa lífinu á eigin forsendum

„Mig langar að lifa lífinu sem ég ákveð fyrir mig,“ segir Sandra Björg Helga­dótt­ir viðmælandi Dóru Júlíu í Dagmálum í dag. Hún hefur þróað æfingakerfið Absolute training þar sem áhersla er lögð á andlega og líkamlega heilsu. Markmiðasetning er henni mikilvæg en hún hefur verið virk í starfi Dale Carnagie og er líka jógakennari.