Það jákvæða í tilverunni

Það jákvæða í tilverunni

Sól­veig Ösp Ösp Haraldsdóttir er viðskipta­lög­fræðing­ur og fyrr­um banka­starfsmaður. Fyr­ir nokkr­um árum sneri hún al­gjör­lega við blaðinu og hóf veg­ferð sína að inni­halds­rík­ara og betra lífi og nú hjálpar hún öðrum að finna sömu leið. Hún er gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálsþætti dagsins.

 Þorsteinn V. Einarsson

Þorsteinn V. Einarsson

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur og forsprakki samfélagsmiðilsins Karlmennskan spjallar við Dóru Júlíu um feminisma og baráttu sína í jafnréttismálum.

Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir

Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir

Allar konur fara á einhverjum tímapunkti í gegnum breytingaskeiðið en þrátt fyrir það virðist umræðan og fræðslan vera lítil sem engin. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur, ræðir hér við Kristbjörgu Elínu Kristmundsdóttur um breytingaskeiðið.

Hildur Gunnlaugsdóttir

Hildur Gunnlaugsdóttir

Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt og umhverfisfræðingur, segist oftar en einu sinni hafa upplifað það að vera ekki tekin alvarlega í lífi og starfi. Það sé henni til dæmis minnisstætt þegar hún var í arkítektúrnámi og mætti í yfirferð til að kynna verkefni fyrir framan panel af kennurum og arkítektum sem voru að standa sig vel í atvinnulífinu. Hún mætti í bleikum fötum frá toppi til táar, var í góðum gír og afskaplega ánægð með sig. Hins vegar hafi bekkjarfélagar hennar litið skringilega á hana. „Þau horfðu bara á mig og spurðu „Hvernig þorirðu þessu? Þú verður ekki tekin alvarlega svona.“