Dægurmál
12. mars 2021
Hildur Gunnlaugsdóttir, arkítekt og umhverfisfræðingur, segist oftar en einu sinni hafa upplifað það að vera ekki tekin alvarlega í lífi og starfi. Það sé henni til dæmis minnisstætt þegar hún var í arkítektúrnámi og mætti í yfirferð til að kynna verkefni fyrir framan panel af kennurum og arkítektum sem voru að standa sig vel í atvinnulífinu. Hún mætti í bleikum fötum frá toppi til táar, var í góðum gír og afskaplega ánægð með sig. Hins vegar hafi bekkjarfélagar hennar litið skringilega á hana. „Þau horfðu bara á mig og spurðu „Hvernig þorirðu þessu? Þú verður ekki tekin alvarlega svona.“