Ein á húsbíl í heilt ár

Eygló Sigurðardóttir er að leggja af stað í ársferðalag um Evrópu á húsbíl.

Heilsubrestir og skert lífsgæði sökum skjaldkirtilssjúkdóma

Berglind Guðmundsdóttir ræðir hér við Kristjönu Marín Ásbjörnsdóttur og Rakel Jónsdóttur um einkenni, greiningar og meðferðir skjaldkirtilssjúkdóma þar sem þær deila sinni persónulegu reynslu af þessu þrennu. Talið er að einn af hverjum tíu einstaklingum greinist með skjaldkirtilssjúkdóma einhvern tímann yfir ævina, konur og karlar á öllum aldri. Fyrir flesta er sjúkdómurinn krónískur og krefst ævilangrar meðferðar. Einkenni skjaldkirtilssjúkdóma eru mismunandi og fara eftir því hvort um er að ræða ofvirkan skjaldkirtil eða vanvirkan, hvort um sjálfsofnæmissjúkdóm er að ræða og hversu lengi sjúkdómurinn hefur verið til staðar. Engar tvær manneskjur eru eins og einkenni geta því verið mismunandi á milli einstaklinga. Kristjana Marín Ásbjörnsdóttir er lífeindafræðingur og formaður Skjaldar - félag um skjaldkirtilssjúkdóma. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem nefnist Hashimoto en sjúkdómurinn veldur vanvirkni í skjaldkirtli. Kristjana var í mörg ár með sjúkdóminn áður en hún fékk greininguna. Rakel Jónsdóttir, leiðsögumaður, er einn af stofnendum Skjaldar, félags um skjaldkirtilssjúkdóma, og fyrrverandi varaformaður og formaður félagsins. Rakel var árum saman með ógreindan vanvirkan skjaldkirtil og tók það tók hana mörg ár að fá rétta greiningu. Félagið er með lokaðan hóp á Facebook fyrir félagsmenn Skjaldar. Heimasíða: www.skjaldkirtill.is Facebook síða: Skjöldur- félag um skjaldkirtilssjúkdóma Instagram síða: Skjoldur_felag ,,Spjallhópur fólks með skjaldkirtilssjúkdóma" á Facebook.

Mannrækt er málið

,,Mannrækt er málið,” að sögn Aldísar Örnu Tryggvadóttur, sem starfar við streituráðgjöf, markþjálfun og fræðslu til forvarna hjá Heilsuvernd og Streituskólanum. Í Dagmálsþætti dagsins ræðir hún við Berglindi Guðmundsdóttur um hvernig hægt er að takast á við streitu og kvíða.

Hvað ætli fólk haldi um mig?

„Hvað ætli fólk haldi um mig?“ er hugsun sem kemur gjarnan í huga fólks sem er að velta því fyrir sér að leggjast í ferðalög upp á eigin spýtur. Þetta er þröskuldur sem getur verið erfitt að komast yfir segir Bryndís Alexanders sem hefur ferðast mikið ein en hún vinnur nú að sjónvarpsþáttaseríu um efnið.