Dægurmál
10. janúar 2023
Lífsviðhorf Sóleyjar Óskar Hafsteinsdóttur og fjölskyldu hennar hefur alltaf verið að minna sé meira og hafa þau með því viðhorfi náð að áaorka meiru en margir jafnaldrar þeirra á Íslandi. Sóley og eiginmaður hennar keyptu sína fyrstu íbúð rétt eftir tvítugt og hafa þau nú byggt heilt hús, stofnað blómstrandi skipulagsverslunina Heimaskipulag á meðan þau ala upp tvo drengi á skipulögðu og ástríku heimili. Sóley, sem verður 27 ára á árinu, lifir einföldu en innihaldsríku lífi, kaupir engan óþarfa og nýtur lífsins með fjölskyldunni sem ferðast mikið. Sóley ræddi um markmið sín í lífinu, um mínímalisma, fjármál og skipulag, um barnauppeldi og það að fylgja draumum sínum í viðtali við Rósu Margréti í Dagmálum.