Klippti fötin sem hún vildi ekki klæðast

Halldóra Sif Guðlaugsdóttir er mikill lífskúnstner, listakona, náttúruunnandi, Mosfellingur, þriggja barna móðir og eigandi og listrænn stjórnandi tískumerkisins Sif Benedicta. Halldóra er klæðskeri að mennt og er einnig með gráðu í fatahönnun. Hún hefur alla tíð haft mikla ástræðu fyrir tísku og verið samkvæm sjálfri sér í fatavali.Halldóra Sif var gestur Dóru Júlíu þar sem þær ræddu um litasamsetningar, list, innblástur, tískuheiminn, tímann hennar hjá tískurisanum Alexander McQueen, að elska að alast upp á Íslandi, tengsl við náttúruna, að hafa trú á sér og leyfa sér stundum að vera frekur, að reka sitt eigið fyrirtæki, umhverfisvæna hönnun í okkar samtíma og margt fleira ótrúlega skemmtilegt.

„Eitthvað í mér vildi verða betri“

Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga fékk snemma áhuga á andlegum málefnum. Hann var mikill biblíusögustrákur og sunnudagsskólinn var dýrmætur hluti af hans tilvist. Guðni var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum.

Tilfinningarnar í forgunni

Júlíanna Ósk Hafberg er fjölhæf listakona sem sérhæfir sig meðal annars í tilfinningum og kvenlegri orku. Viðfangsefni Júlíönnu eru fjölbreytt en litagleði, afslöppun og fegurð er gjarnan í fyrirrúmi. Það er fátt sem Júlíanna treystir sér ekki í en hún hefur smíðað sína eigin ramma, gefið út skartgripalínu, skrifað ljóð, málað myndir og unnið með ótal ólík listform. Í viðtalinu ræðir Júlíanna um innblástur, tilfinningar, íslenska náttúru, náttúrulega nekt, jákvæða líkamsímynd, uppbyggilegan samanburð og fleira fallegt, áhugavert og skemmtilegt.

Feimnin átti ekki séns

Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN, skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 eftir að hún gaf út sólóplötuna Hvað ef. Hún hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með sinni seiðandi röddu og stórkostlegu hæfileikum. Nýlega sló hún í gegn í Netflix-seríunni Kötlu þar sem hún fór með hlutverk Grímu, aðalpersónu þáttanna.