„Til hamingju, þú ert einhverf“

Þroskaþjálfinn og einhverfuráðgjafinn Laufey Gunnarsdóttir hefur áralanga reynslu af því að vinna með einhverfum og hefur sérhæft sig í einhverfu stúlkna og fullorðinna kvenna sem oft greinast síðar eða síður en drengir. Hún vekur athygli á mikilvægi þess að þekkja einhverfueinkenni stúlkna, sem oft eru minna áberandi en einkenni drengja, enda getur það haft mjög miklar afleiðingar fyrir einhverfa einstaklinga að fara í gegnum lífið án þess að vita hvers vegna þeir eru eins og þeir eru. Laufey er gestur Rósu Margrétar Tryggvadóttur í Dagmálum.

Þrýst á fátækar mæður að afsala sér börnum

Viðar Eggertsson leikstjóri og Árni H. Kristjánsson sagnfræðingur hafa báðir unnið hörðum höndum að því að vekja athygli á þeirri óhugnanlegu starfsemi sem fór fram á vöggustofum í Reykjavíkurborg á síðustu öld. Í þættinum ræða þeir við Hólmfríði Maríu um hvað átti sér stað á þessum vöggustofum og rannsóknina á þeim sem Reykjavíkurborg er nú að undirbúa.

Fattaði ungt að hán væri hvorki strákur né stelpa

Hekla Bjartur Haralds er 14 ára grunnskólanemi og aktívisti sem fattaði ungt að hán væri hvorki strákur né stelpa og notar kynsegin persónufornafnið hán. Bjartur opnaði sig um lífið sem kynsegin unglingur í Dagmálum þar sem hán var gestur Rósu Margrétar.

Konur þjást meira en þarf í daglegu lífi

Hagfræðingurinn og fjölmiðlakonan Sæunn Gísladóttir er þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur eftir Caroline Criado Perez sem hefur heldur betur vakið athygli víða um heim síðan hún kom út árið 2019. Þar bendir höfundur á sláandi rætur kynjamismunar og hvernig karlkynið er álitið sjálfgefið í stórum hluta gagna og hvernig konur gjalda þessari hlutdrægni dýrum dómi með heilsu sinni, tíma sínum og peningum. Sæunn var gestur Rósu Margrétar í Dagmálum.