Páll Melsted hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

17.5. Dr. Páll Melsted, prófessor við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir árið 2018 sem voru afhent í dag á Rannsóknarþingi. Meira »

Í beina samkeppni við Spotify og Apple

17.5. YouTube ætlar, þann 22. maí, að afhjúpa nýja streymisveitu fyrirtækisins sem kemur til með að bjóða notendum upp á hlusta á tónlist og skoða myndbönd. Veitan mun bera nafnið YouTube Music og mun innihalda gríðarlegt magn af lögum, plötum, lagalistum auk aukaefnis líkt og upptökur af tónleikum. Meira »

Líkamsklukkan sögð tengjast geðheilsu

16.5. Þegar líkamsklukkan truflast getur það haft afleiðingar fyrir í geðheilsu manna, samkvæmt niðurstöðum sálfræðirannsóknar sem birt var í vísindatímaritinu Lancet Psychiatry. Meira »

Zuckerberg til í að funda með þingmönnum ESB

16.5. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur samþykkt að mæta á fund þingmanna Evrópuþingsins til að svara spurningum þeirra um notkun á persónuupplýsingum notenda samfélagsmiðilsins. Meira »

Fyrsta umhverfisvottaða hverfið

16.5. Byggja á rannsóknarmiðstöð á sviði blágrænna regnvatnslausna í Urriðaholti en þar verður langtímavöktun á veðurfari. Urriðaholt er fyrsta BREEAM umhverfisvottaða hverfið á Íslandi og fyrsta hverfið þar sem blágrænar regnvatnslausnir voru innleiddar sem aðallausn á ofanvatni til verndar Urriðavatni. Meira »

Telur Heilsuveru heppilegri en Arfgerð

15.5. „Ég held að almennt séð og í stærra samhengi sé eðlilegra að þetta sé gert í gegnum Heilsuveru. Niðurstaða starfshóps sem heilbrigðisráðherra skipaði var á þann veg, að Heilsuvera.is væri það aðgangskerfi sem fólk hefði að sínum heilbrigðisupplýsingum sem til væru í kerfinu. Ég taldi það mjög góða lausn,“ segir Jón Jóhannes Jónsson, yfirlæknir Meira »

Örflaga grædd í starfsmenn

14.5. Hópur sænskra sjálfboðaliða tekur nú þátt í tilraun þar sem örflaga er grædd undir húð þeirra en með flögunni er hægt að opna dyr á skrifstofunni og hlið í líkamsræktarstöðinni svo dæmi séu tekin. Meira »

Facebook bannar 200 öpp

14.5. Facebook hefur bannað um 200 smáforritum (öppum) að nota samfélagsmiðlinn í tengslum við rannsókn á misnotkun á persónuupplýsingum notenda. Meira »

Svefn undirstaða vellíðanar barna

9.5. Svefnleysi veldur því að börn og ungmenni eru líklegri til þess að sækja í óholla næringu og sýna einkenni ofvirkni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi í Háskóla Íslands um svefn og næringu barna og ungmenna. Meira »

Tesla til Íslands?

6.5. Elon Musk, forstjóri Tesla, segist ætla að flýta fyrir opnun þjónustustöðvar Telsabíla á Íslandi. Þetta kemur fram á Twitter. Meira »

Tekjur tæknifyrirtækja af sjávarútvegi 47 milljarðar

5.5. Alls starfa um 1.500 manns eða 0,8% launþega hjá iðn- og tæknifyrirtækjum hér á landi við störf sem tengjast sjávarútvegi.   Meira »

Ert þú með BRCA2?

15.5. Íslensk erfðagreining opnaði nú í hádeginu vefgátt sína Arfgerð.is. Á síðunni er hægt að skrá sig inn til þess að komast að því hvort þeir beri erfðabreytuna BRCA2 genið sem eykur líku á krabbameini. Meira »

Upplýst samþykki liggi til grundvallar

14.5. „Virða þarf rétt þeirra sem ekki vilja vita, en það má ekki verða til þess að þeir sem vilja og þurfa að vita fái ekki upplýsingarnar.“ Þetta var áherslan í vinnu starfshóps sem falið var að gera tillögur um nýtingu erfðaupplýsinga í einstaklingsmiðuðum forvörnum. Meira »

17 sæðisgjafar hafa getið af sér 500 börn

13.5. 17 breskir sæðisgjafar hafa samtals getið af sér yfir 500 börn, samkvæmt nýjum tölum frá frjóvgunar- og fósturfræðideild bresku heilbrigðisstofnunarinnar. Meira »

Sprunga og mögulegt berghlaup

9.5. Sprunga sem fannst í vor sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar er talin tengjast sprungu sem bændur á Svínafelli fundu haustið 2014 norðan Svínafellsjökuls. Almannavarnir benda á að við aðstæður eins og hér um ræðir þurfi að gæta sérstakrar varúðar í ferðum á jökulinn vegna hættu á skriðuföllum. Meira »

Hneykslismálið breytir ekki Facebook-notkun

6.5. Flestir Facebook-notendur í Bandaríkjunum halda tryggð við samfélagsmiðilinn þrátt fyrir fréttir af notkun fyrirtækisins Cambridge Analytica á persónuupplýsingum þeirra til að aðstoða Donald Trump við að hafa sigur í bandarísku forsetakosningunum. Meira »

Skipsflök fundust við leit að MH370

4.5. Tvö skipsflök sem fundust á botni Indlandshafs við leitina að flugi MH370 eru bresk kolaflutningaskip frá 19. öld, samkvæmt áströlskum fræðimönnum sem hafa notað sónarmyndir og gamlar skipaskrár við rannsóknir sínar. Meira »

Mengandi stóriðja tilheyri sagnfræði

4.5. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hóf ársfund Umhverfisstofnunnar á ávarpi en fundurinn fer fram á Grand hóteli. Yfirskrift fundarins er: Hvernig verður stefna að veruleika? - raunhæfar leiðir til árangurs. Meira »

Hvetja notendur til að skipta um lykilorð

3.5. Samskiptamiðillinn Twitter hvatti í dag notendur til að breyta lykilorði sínu, eftir að galli í hugbúnaði fyrirtæksins fletti óvart ofan af lykilorðunum. Meira »

Litlar líkur á pólskiptum

4.5. Litlar líkur er á pólskiptum í nánustu framtíð samkvæmt rannsókn sem alþjóðlegur hópur vísindamanna undir forystu Maxwells Brown, sérfræðings við Jarðvísindastofnun Háskólans, hefur unnið Meira »

Rúntuðu um Hörpu í sjálfstýrðu ökutæki

3.5. Fyrsta sjálfstýrða bifreiðin á Íslandi, n.t.t. af fjórða stigi sjálfkeyrandi bíla, var til sýnis og reynslu á ráðstefnunni Snjallborgin Reykjavík, sem fram fer í Hörpu í dag. Bifreiðinni var ekið stutta leið í kringum Hörpu. Farþegar í fyrsta akstri bifreiðarinnar voru m.a. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherrra og Dagur Eggertsson borgarstjóri. Meira »