Banna „forsíðu internetsins“ í Kína

15:02 Kínversk stjórnvöld hafa lokað á samskiptamiðilinn Reddit í landinu. Hann bætist nú á lista með Facebook, Netflix og Youtube, sem einnig eru bannaðar. Þá er Bangsímon bannaður í landinu. Meira »

Opportunity týnt í sandbyl á Mars

12:02 Ekkert hefur spurst til Opportunity, litla vélmennis NASA á Mars, í tvo mánuði. Vélmennið, sem hefur ráfað um yfirborð rauðu plánetunnar í fjórtán ár, hvarf sjónum vísindamanna 10. júní í miklum sandbyl. Meira »

Hafna „ósiðlegu“ kynlífsleiktæki

Í gær, 23:45 Einkaleyfaskrifstofa Indlands hefur hafnað kröfu kanadísks fyrirtækis um einkaleyfi á tegund af víbrator á þeim grundvelli að kynlífsleikföng brjóti í bága við „allsherjarreglu og almenna siðsemi“. Meira »

Fylgjast með grunlausu fólki

Í gær, 19:55 Fyrirtækið Google fylgist með ferðum notenda sinna jafnvel þegar þeir hafa beðið um að slíkt verði ekki gert og óskað eftir því að staðsetningin sé falin. Rannsókn fréttastofu Associated Press leiddi þetta í ljós. Meira »

Hálfrar aldar markmið að nást

í fyrradag „Það sem gerir þetta sögulegt er að þetta er fyrsta geimfar manna sem kemst svona rosalega nálægt sólinni,“ segir Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefjarins. Sólfarið Parker lagði af stað í átt til sólar í gær og er áætlað að það fari á 7 ára ferð sinni 24 sinnum inn í kórónu sólarinnar. Meira »

Sólarkanninn þotinn af stað

12.8. Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur skotið á loft ómönnuðu könnunarfari sem er ætlað að rannsaka sjálfa sólina. Geimflauginni var skotið frá Kanaveralhöfða í Flórída í morgun, en skotinu hafði verið frestað um sólarhring. Meira »

Horfðu til himins í fyrramálið

10.8. Í fyrramálið, laugardag, milli klukkan 8 og 9, sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.   Meira »

Sólmyrkvi á laugardaginn

9.8. Á laugardagsmorgun sést deildarmyrkvi á sólu frá öllu landinu, ef vel viðrar. Maður verður að hafa stjörnuskoðunargleraugu til að sjá hann. Meira »

Íslensk bein fundust sem talin eru vera frá 9. öld

9.8. Í Sandvík á Selströnd í Kaldrananeshreppi hafa fundist dýrabein sem talið er að séu frá 9. öld. Þau benda ótvírætt til mannabyggðar á þeim slóðum. Á næstu dögum verða fornleifafræðingar þar að bora. Meira »

Símanotkun leiðir til lægri einkunna

7.8. Notkun snjallsíma og spjaldtölva í kennslustundum hefur neikvæð áhrif á frammistöðu nemenda í lokaprófum og leiðir til lægri einkunna þegar slík tæki eru notuð í öðrum en akademískum tilgangi. Meira »

Samfélagsmiðlar draga úr þroska barna

6.8. Samfélagsmiðlar og tölvuleikir eru að skapa kynslóð barna með vitsmunalegan og tilfinningalegan þroska á við þriggja ára börn. Meira »

Sólarskoti frestað um sólarhring

11.8. Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur frestað skoti á ómönnuðu könnunargeimfari til sólarinnar, sem skjóta átti frá Kanaveralhöfða í Flórída í dag. Stefnt er að því að skjóta flauginni á loft á morgun. Meira »

Haldið í leiðangur til sólarinnar

9.8. Þótt hitabylgja hafi nýlega steikt mikinn hluta jarðarinnar hyggjast sumir nú kanna heitari slóðir. Bandaríska geimrannsóknarstofnunin NASA mun á laugardaginn skjóta ómönnuðu könnunargeimfari til sólarinnar. Meira »

Facebook harmar blöðrur og skrautræmur

9.8. Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist harma það að notendur miðilsins, sem tjáðu sig um jarðskjálftann mannskæða í Indónesíu, hafi séð skilaboð sín skreytt blöðrum og skrautræmum. Meira »

Samsung fjárfestir á nýjum sviðum

8.8. Suður-kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung tilkynnt í dag að fyrirtækið hygðist fjárfesta fyrir um 2.300 milljarða króna á næstu þremur árum í tækni á borð við gervigreind, sjálfkeyrandi bíla og líflyf (e. biopharmaceutical). Meira »

36 þúsund tonn af rusli í Barentshafi

7.8. „Við finnum rusl og plast bæði með botnvörpum, uppsjávartrollum og einnig á yfirborðinu. Maður vill gjarnan halda að Barentshafið sé hreint hafsvæði, en þar finnum við líka rusl,“ segir vísindamaðurinn Bjørn Einar Grøsvik hjá Hafrannsóknastofnun Noregs. Meira »

Verðmæti Apple skiptir ekki öllu

3.8. „Billjón bandaríkjadollarar, sem tala, gerir í raun ekkert meira en það að minna okkur á hvað þetta fyrirtæki er verðmætt. Að það hafi náð þessari stærðargráðu hefur ekkert að segja varðandi það hvort fólk sé að fara að fjárfesta í þessu félagi eða ekki. Eða hvert það stefnir héðan í frá,“ segir Björn Berg, fræðslustjóri Íslandsbanka, um þann áfanga sem Apple náði í gær. Meira »

CCP sækir inn á risamarkað farsímaleikja

3.8. Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur samið við kínverska risafyrirtækið Netease Games um gerð farsímaútgáfu af tölvuleiknum Eve Online. Netease er eitt stærsta net- og tölvuleikjafyrirtæki í heimi. Meira »

Algengi verkja meðal unglinga eykst

3.8. Algengi vikulegra verkja hefur aukist meðal ungmenna á aldrinum 11-16 ára hér á landi. Guðrún Kristjánsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði, hefur rannsakað algenga verki hjá unglingum í tæp þrjátíu ár en hún hóf að rannsaka efnið árið 1988. Hún segir að algengi verkjanna hafi aukist töluvert í gegnum árin. . Meira »

Gátan um Stonehenge ráðin að hluta

3.8. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir í heila öld hefur hingað til lítið miðað áfram í því að leysa að fullu ráðgátuna um hver byggði hið 5.000 ára stórvirki Stonehenge á Englandi og í hvaða tilgangi. Lítið var einnig vitað um þá sem grafnir eru innan steinhringsins mikla. Meira »

Gullmedalíu rúmfræðings stolið

2.8. 14 karata gullmedalíu stærðfræðingsins Caucher Birkar var stolið á verðlaunaafhendingu í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Aðeins nokkrum mínútum eftir að hafa veitt verðlaununum viðtöku tók Birkar eftir því að skjalataska hans, sem innihélt gullmedalíuna, veski og farsíma, var horfin. Meira »