50 ár frá tungllendingunni

í fyrradag 50 ár eru í dag liðin frá því Bandaríkjamennirnir Neil Armstrong og Buzz Aldrin lentu tunglfarinu Erninum á yfirborði tunglsins og stigu fæti þangað fyrstir manna. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

í fyrradag Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Leiðtogar óttast Zuckerberg

19.7. G7-ríkin, sjö helstu iðnríki heims, hafa sett Facebook ströng skilyrði sem þau ætlast til að rafmyntin libra, sem Facebook vill koma á koppinn, uppfylli. Ætlunin er að libra verði undir sömu sökina seld og aðrir gjaldmiðlar. Meira »

Rússar hefja svartholsrannsóknir

13.7. Einn umfangsmesti geimleiðangur rússneskra stjórnvalda frá Sovéttímanum hófst í gær þegar Spektr-RG-sjónaukanum var skotið á loft frá Baikonur á landamærum Rússlands og Kasakstan. Meira »

Macron áformar geimher

13.7. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í dag að hann hefði samþykkt stofnun sérstakrar geimdeildar innan franska flughersins, að sögn til að bæta varnargetu franska hersins. Meira »

Ofurbaktería ónæm fyrir sótthreinsun

13.7. Hættulegar ofurbakteríur geta haldið sér á lífi í læknasloppum og öðrum verkfærum á sjúkrahúsum, jafnvel þótt þau séu sótthreinsuð. Þetta leiðir ný rannsókn við Háskólann í Plymouth í ljós. Talið er að 1.600 dauðsföll í Bretlandi megi árlega rekja til veirunnar. Meira »

Netskattur þrátt fyrir hótanir Bandaríkja

11.7. Franska þingið hefur samþykkt lög um innleiðingu sérstaks skatts á stafræna starfsemi, þrátt fyrir hótanir bandarískra stjórnvalda sem segja skattinum beint að bandarískum tæknirisum. Meira »

Bráðnun suðurskauts að verða óafturkræf

9.7. Bráðnun jökla á suðurskautinu stefnir nú hraðbyri í að verða óafturkræf, jafnvel þótt dragi úr hlýnun jarðar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar NASA, sem bendir til þess að bráðnun Thwaites-jökulsins muni valda hálfs metra hækkun á yfirborði sjávar. Meira »

Þörungar blómstra fyrir vestan land

6.7. Ísland skartaði sínu fegursta á mynd sem tekin var úr TERRA gervitungli NASA í dag, en heiðskýrt var yfir stærstum hluta landsins, þó örlítill skýjabakki væri yfir Norðausturlandi. Þá sést vel að þörungar í Faxaflóa og fyrir vestan land blómstra vel þessa dagana. Meira »

Kvennaþvagskálar á útihátíðirnar

4.7. Ójafnvægi í salernisaðstöðu kynjanna á útihátíðum gæti mögulega verið úr sögunni gangi hugmyndir danska fyrirtækisins Lapee eftir en það hefur sett upp 48 samnefndar einingar fyrir konur á Hróarskelduhátíðinni sem nú stendur yfir. Í hverri Lapee skál geta þrjár konur létt á sér á fljótlegan hátt. Meira »

Facebook og Instagram liggja niðri

3.7. Samfélagsmiðlarnir Facebook, Instagram og WhatsApp liggja niðri víða í Bandaríkjunum og Evrópu. Þá hefur einnig verið greint frá bilunum í Brasilíu. Þúsundir tilkynninga hafa borist frá óþolinmóðum notendum. Meira »

Methá sekt Facebook í Bandaríkjunum

12.7. Viðskiptanefnd Bandaríkjanna hefur ákveðið að sekta Facebook um 5 milljarða dala, andvirði um 630 milljarða króna, fyrir að misnota persónuupplýsingar notenda. Meira »

Mun veðrið í Reykjavík minna á Belfast?

10.7. Árið 2050 mun veðurfarið í London minna mest það veðurfar sem við í dag tengjum við Madrid á Spáni. Loftslagið í París mun minna mest á Canberra í Ástralíu, Stokkhólmur á Búdapest og Reykjavík á Belfast. Meira »

Leki staðfestir tengsl Huawei við Kínastjórn

7.7. Starfsfólk tæknifyrirtækisins Huawei virðist hafa mun nánari tengsl við kínversk stjórnvöld en áður var talið. Þetta kemur fram í nýleknum gögnum sem breska blaðið Telegraph hefur undir höndum. Meira »

Sólarhring til að fjarlægja hatursorðræðu

4.7. Franskir þingmenn samþykktu í dag frumvarp sem skyldar samfélagsmiðla og opin svæði á netinu til að fjarlægja hatursorðræðu innan sólarhrings, eða sæta ellegar sektu. Undir hatursorðræðu fellur meðal annars rasismi, andsemítismi, kynjamismunum og hatur í garð samkynhneigðra. Meira »

„Áhrifaríkasta sjónarspil náttúrunnar“

3.7. „Þetta var hreint út sagt stórkostlegt,“ segir Sævar Helgi Bragason, landsþekkt­ur vís­inda­fræðari, sem varð í nótt, eftir því sem best er vitað, fyrsti Íslendingurinn til að upplifa þriðja almyrkva á sólu á lífsleiðinni. Meira »

Felldu tár við almyrkva á sólu

3.7. Mörg hundruð þúsund manns söfnuðust saman við La Silla-stjörnustöðina í norðurhluta Chile í nótt til að fylgjast með almyrkva á sólu. Meira »

Rafbílar losa 75-80% minna

3.7. Það er lífseig mýta að rafbílar séu engu umhverfisvænni en bensínbílar, þar sem framleiðsla þeirra setur meira mark á umhverfið. Rétt er að þeir eru miklu umhverfisvænni, sérstaklega á Íslandi. Meira »

Rafbílar verði með vélarhljóð

1.7. Rafbílum sem alla jafna heyrist lítið vélarhljóð í verður gert að gefa frá sér hefðbundið bílahljóð eins og flestir þekkja, samkvæmt reglugerð Evrópusambandsins. Þetta er gert til að auðvelda gangandi vegfarendum að heyra í rafbílum í umferðinni. Meira »

Lauma njósnaforriti í síma ferðalanga

2.7. Kínverskir landamæraverðir hafa um nokkurt skeið laumað njósnaforriti í síma erlendra ferðamanna sem sækja Kína heim. Forritið sækir upplýsingar úr símanum, svo sem tölvupósta, smáskilaboð og tengiliði. Meira »

Twitter hyggst varúðarmerkja tíst

28.6. Twitter tilkynnti að fyrirtækið hyggst merkja öll tíst embættismanna og stjórnmálamanna sem brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. Talið er að aðgerðir fyrirtækisins geti haft talsverð áhrif á virka notendur Twitter á borð við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Meira »