Fundu yfir 2400 ára gamalt skipsflak

Í gær, 22:43 Fornleifafræðingar hafa fundið skipsflak á botni Svartahafs sem talið er að sé elsta ósnortna skipsflak sem fundist hefur í heiminum. Rannsókn fornleifafræðinganna hefur leitt í ljós að sennilega hefur flakið legið á hafsbotni í yfir 2400 ár. Meira »

Plast orðið hluti af fæðukeðjunni

Í gær, 20:20 Plastagnir fundust í hægðum fólks frá Evrópu, Rússlandi og Japan í lítilli rannsókn sem gerð var á átta sjálfboðaliðum og gefa niðurstöðurnar vísbendingu um að plast sé orðið hluti af fæðukeðjunni. Meira »

Vísindamenn vara við afleiðingum Brexit

Í gær, 06:51 Á fjórða tug vísindamanna hafa varað forsætisráðherra Bretlands, Theresu May, og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, við afleiðingum þess ef ekki næst góður samningur um útgöngu Bretlands úr ESB. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

í fyrradag Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Náðu „hauslausu hænunni“ á mynd

21.10. Syndandi djúpsjávarsæbjúga náðist nýverið á mynd í fyrsta sinn í Suðurhafi við austurhluta Suðurskautslandsins. Þykja myndirnar nokkuð merkilegar þar sem dýrið lifir á mikilli dýpt og hefur áður aðeins náðst á mynd í Mexíkó-flóa. Meira »

Ofsóttur af hundraða manna tröllabúi

20.10. Jamal Khashoggi hóf hvern morgun á að skoða símann sinn til að sjá hvaða árásir hefðu verið gerðar á hann meðan hann svaf. Við honum blöstu jafnan verk hers nettrölla á Twitter, sem réðust á hann og aðra sádi-arabíska áhrifamenn sem höfðu vogað sér að gagnrýna ráðamenn Sádi-Arabíu. Meira »

Félagsvísindadeild í sæti 251-300

18.10. Háskóli Íslands er annað árið í röð í sæti 251-300 yfir bestu háskóla heims á sviði félagsvísinda samkvæmt nýjum lista Times Higher Education University Rankings sem birtur var í gær. Meira »

Saka Facebook um blekkingar

17.10. Hópur auglýsenda hefur höfðað mál gegn Facebook fyrir að hafa blekkt þá. Auglýsendurnir halda því fram að þeir hafi keypt myndbandsauglýsingar á Facebook vegna þess að þeir héldu að notendur samfélagsmiðilsins væru að horfa á slíkar auglýsingar lengur en þeir voru að gera í raun og veru. Meira »

YouTube lá niðri

17.10. Myndbandaveitan YouTube lá niðri í um tvo tíma í nótt en er nú komin aftur í gagnið.   Meira »

Netþrjótar náðu til 2.500 Íslendinga

16.10. Öryggisbrestur sem varð hjá Facebook í síðasta mánuði hafði áhrif á tæplega 2.500 notendur samfélagsmiðilsins á Íslandi. Persónuvernd tekur þátt í rannsókninni ásamt persónuverndarstofnunum annarra EES-ríkja. Meira »

Árásin náði til 29 milljóna notenda

12.10. Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Facebook greindu frá því í dag að netglæpamönnum hefði tekist að komast í upplýsingar 29 milljóna notenda miðilsins í síðasta mánuði. Áður hafði komið fram hjá fyrirtækinu að árásin hefði náð til 50 milljóna notenda. Meira »

Rannsaka falsfréttaflóð vegna kosninga

20.10. Embætti brasilíska ríkislögreglustjórans rannsakar nú mikið magn rangra upplýsinga sem deilt hefur verið á samfélagsmiðlum gegn forsetaframbjóðendunum tveimur sem taka þátt í seinni umferð forsetakosninganna í landinu. Meira »

Stór hópur mun græða fleiri ár

17.10. „Mér líst mjög vel á þetta,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um breytingar á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Nái frumvarpið fram að ganga verður hægt að veita einstaklingum upplýsingar um lífshættulegt ástand þeirra. Meira »

Repja knýi allan flotann

17.10. Skinney-Þinganes fékk verðlaun á Umhverfisdegi atvinnulífsins í dag fyrir framtak ársins á sviði umhverfismála. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og veitti Gunnar Ásgeirsson stjórnarformaður Skinneyjar-Þinganess þeim viðtöku. Meira »

Nýr „lófasnjallsími“ vekur furðu

16.10. Smágerður Android-snjallsími, sem ætlað er að vera eins konar minni útgáfa og aukahlutur snjallsíma fólks, er kominn á markað í Bandaríkjunum og ber nafnið Palm, eða „Lófi“. Meira »

„Og með því breytti hann heiminum“

16.10. „Ég er miður mín yfir dauða eins elsta og besta vinar míns. Einkatölvur hefðu ekki orðið til án hans.“ Þetta segir Bill Gates um Paul Allen sem lést í gær, 65 ára að aldri. Meira »

Hægt að sjá hvort tölvur hafi sýkst

12.10. Landsbankinn hvetur alla sem fengu svikapóst og smelltu á hlekk sem vísaði yfir á svikasíðuna og hlóðu þar niður skrá, að taka málið alvarlega. Póst­arn­ir komu frá net­fang­inu log­regl­an@logrei­an.is og voru þess eðlis að viðtak­end­ur voru boðaðir í skýrslu­töku hjá lög­reglu og beint inn á vef sem var lík­ur vef lög­regl­unn­ar. Meira »

Heimila að bergbrot hefjist á ný

12.10. Bergbrot (e. fracking) til að vinna leirsteinsgas hefur nú verið heimilað á ný í Bretlandi, í fyrsta skipti frá því að slík vinnsla var bönnuð árið 2011 vegna vísbendinga um að hún gæti ollið jarðskjálftum. Var það dómari í hæstarétti Lancashire sem úrskurðaði að vinnsla geti hafist. Meira »

12 ár stuttur tími

11.10. Ekki er þörf fyrir íslensk stjórnvöld að verja 2,5% af vergri þjóðarframleiðslu til baráttunnar gegn gróðurhúsaáhrifum. Þjóðin í heild þarf þó að taka sig á í baráttunni gegn loftslagsbreytingum, segir formaður loftslagsráðs og fyrrverandi forstöðumaður loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Einstakur 1.000 ára fundur

12.10. Einstakur gripur frá því fyrir kristni fannst fyrir tilviljun í Þjórsárdal í síðustu viku. Þetta er þórshamar úr sandsteini sem einhver hefur að líkindum borið um hálsinn fyrir meira en þúsund árum. Meira »

Hybrid-tækni ryður sér til rúms

11.10. „Þetta er hybrid-dróni og sennilega sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Dróninn er smíðaður fyrir stórgripa- og hreindýrasmölun, en einnig er hugmyndin sú að nýta tækið við leitarstörf og þá með hitamyndavél,“ segir drónasérfræðingurinn Jón Halldór Arnarson. Meira »