Sjálfkeyrandi bíll drepur vegfaranda

Í gær, 19:16 Leigubílaþjónustan Uber hefur stöðvað sjálfkeyrslu-verkefni sitt eftir að einn af bílum hennar ók á gangandi vegfaranda í bandaríska ríkinu Arizona með þeim afleiðingum að hann lést. Meira »

Framleiða eigin skjái í leynilegri verksmiðju

Í gær, 13:12 Tæknirisinn Apple hefur verið að framleiða sína eigin skjái í fyrsta sinn í leynilegri verksmiðju nálægt höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu. Um er að ræða framleiðslu á fáum eintökum af nýstárlegum skjáum í tilraunaskyni. Meira »

Hlaða bílana á mesta álagstíma

í fyrradag Rafbílaeigendur hlaða flestir bíla sína á mesta álagstíma raforkukerfisins. Sé raforkuálaginu hins vegar stýrt getur Orkuveitan vel annað 50.000 rafbílum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í lokaverkefni Kristjáns E. Eyjólfssonar til BS-gráðu í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Meira »

Nýttu persónuupplýsingar á Facebook

í fyrradag Ríkissaksóknari Massachusetts rannsakar nú ásakanir um að fyrirtækið Cambridge Analytica hafi nýtt persónuupplýsingar Facebook notenda til að reyna að fá ókveðna kjósendur til að kjósa Donald Trump í bandarísku forsetakosningunum haustið 2016, að því er BBC greinir frá. Meira »

WHO kannar áhrif örplasts í vatni

15.3. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hafið skoðun á plastmengun í drykkjarvatni. Við könnun sína mun stofnunin styðjast við nýjar rannsóknir um útbreiðslu svokallaðs örplasts í vatni. Er þetta gert vegna frétta um að örplast sé að finna í mörgum tegundum vatns sem selt er í plastflöskum. Meira »

Snæddi hádegisverð með Hawking

14.3. Kristján Rúnar Kristjánsson, doktor í eðlisfræði og starfsmaður í áhættustýringu hjá Íslandsbanka, hitti breska eðlisfræðinginn og heimsfræðinginn Stephen Hawking í Kína árið 2006 en Hawking lést í nótt á heimili sínu í Cambridge. Meira »

Dó á pí-deginum

14.3. Fjölmargir minnast breska eðlisfræðingsins Stephen Hawking á samfélagsmiðlum en hann lést í nótt, 14. mars á pí-deginum svonefnda. En dag­setn­ing­in er víða skrifuð 3.14, sem er hlut­fallið milli um­máls hrings og þver­máls hans. 14. mars er einnig fæðingardagur Alberts Einstein. Meira »

Fylgstu með loftgæðum heimsins

10.3. Hægt er að fylgjast með loftgæðum víða um heim í rauntíma á internetinu á vefsíðu verkefnisins World Air Quality Index, samfélagsverkefni sem hófst í Peking í Kína árið 2007 og safnar rauntímagögnum um loftgæði og smáagnir í andrúmsloftinu frá fleiri en 10.000 mælistöðvum í yfir 80 löndum. Meira »

Loftlagsáhrifin meiri á konur

8.3. Loftlagsbreytingar hafa meiri áhrif á konur en karla að því er fram kemur í rannsóknum. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru 80% þeirra sem eru á vergangi vegna loftlagsbreytinga konur. Meira »

Fundu óvænt faldar mörgæsabyggðir

2.3. Á afskekktum eyjum undan Suðurskautsskaganum hafa fundist blómlegar mörgæsabyggðir sem telja hátt í 1,5 milljónir mörgæsa af tegundinni Adélie, sem farið hefur hratt hnignandi annars staðar á jörðinni. Uppgötvunin hefur komið vísindamönnum mjög á óvart. Meira »

Rannsaka netárás á þýsk ráðuneyti

1.3. Þýska varnarmálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið urðu fyrir árásum hakkara sem komust inn í innri net ráðuneytanna. Málið er nú til rannsóknar hjá yfirvöldum í Þýskalandi að því er BBC greinir frá. Meira »

Besti hliðarvindur í heimi

14.3. Bjarni V. Tryggvason, fyrsti íslenski geimfarinn, er staddur hér á landi til þess að vinna með Isavia að þróun á flugvélaprófunum á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að prófa nýjar flugvélar og þessi flugvöllur er með mjög góð skilyrði fyrir slíka prófanir“ segir Bjarni við mbl.is. Meira »

Skapari vefjarins harðorður í garð netrisanna

12.3. Tim Berners-Lee, skapari veraldarvefjarins, fer hörðum orðum um netrisana Facebook, Google, og Twitter fyrir að koma rangindum og vafasömum pólitískum auglýsingum á framfæri á meðan þeir nýta sér persónuupplýsingar notenda. Meira »

Skimunin sögð „bitlaust verkfæri“

8.3. Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli bjargar ekki mannslífum og kann að hafa meira illt í för með sér en gott ef marka má niðurstöður viðamikillar rannsóknar sem fjármögnuð var af góðgerðarsamtökunum Cancer Research UK. Meira »

Elsta húðflúr heims fundið

3.3. Húðflúr fannst á 5.000 ára gömlum egypskum múmíum og er því um að ræða elstu húðflúr sem hingað til hafa fundist.  Meira »

Ekki tvær gerðir sykursýki heldur fimm

2.3. Ekki eru bara til tvær gerðir af sykursýki eins og talið hefur verið hingað til, heldur eru þær fimm og sérsníða þarf meðferðina að hverri gerð sjúkdómsins. Þetta eru niðurstöður norrænar rannsóknar, sem byggir á ítarlegri blóðrannsókn á 14.775 sykursýkissjúklingum. Meira »

Greiða sjálfkeyrandi bílum leið í Kísildal

27.2. Yfirvöld í Kaliforníu hafa gefið bílaframleiðendum og tæknifyrirtækjum grænt ljós á að prófa sjálfkeyrandi bíla án ökumanns. Meira »

Kunna ekki að halda á blýanti

27.2. Börn eiga sífellt erfiðara með að halda á blýöntum og pennum þar sem þau nota snjalltæki það mikið að vöðvar í fingrum þeirra fá ekki þá þjálfun sem þarf til þess að geta haldið rétt á blýöntum og pennum, segir þekktur barnalæknir í Bretlandi. Meira »

Nýr Samsung-snjallsími á markað

26.2. Meðal nýjunga í Samsung Galaxy S9-snjallsímanum eru nýjar útfærslur í myndavél símans, svo sem ný tegund linsu fyrir myndatökur í myrkri. Meira »

Vilja innleiða blágrænar ofanvatnslausnir

27.2. Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnir (BGO) í Reykjavík en það felst í því að veita ofanvatni á náttúrulegan hátt niður í jarðveginn í stað þess að veita því í hefðbundin fráveitukerfi. Meira »

Einföld ráð til að draga úr plastnotkun

25.2. Langar þig að leggja þín lóð á vogaskálarnar svo draga megi úr pastmengun í umhverfinu, m.a. hafinu? Hér er að finna tíu einföld ráð til að hefja lífsstílsbreytinguna. Meira »