Apple reisir 53 hektara þekkingarþorp

í fyrradag Apple kynnti í dag áform um að margfalda starfsemi sína í Austin í Texas. Fyrirtækið hyggst meðal annars fjárfesta einum milljarði Bandaríkjadala í byggingu nýs risaútibús í Austin. Meira »

Jáeindaskanni loks formlega opnaður

12.12. Formleg opnun jáeindaskannans á Landspítalanum fór fram skömmu eftir hádegi í dag. Hann hefur verið í notkun síðan seint í sumar en er nú kominn á fullt skrið. Meira »

Lýsti ónæmismeðferð í beinni frá Nóbelnum

12.12. Íslenskur læknir í Svíþjóð, Hildur Helgadóttir, yfirlæknir í krabbameinslækningum á Karolinska sjúkrahúsinu, var fengin til að vera í beinni útsendingu Sænska sjónvarpsins SVT frá afhendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi í fyrrakvöld. Meira »

Styrkjum sterku hliðarnar

12.12. Sé sterk áhugahvöt á bak við val á starfsferli eru miklu meiri möguleikar á að við verjum tíma í að verða góð í því sem við gerum. Einstaklingar ættu því að finna sitt áhugasvið og rækta sínar sterku hliðar. Til að ná árangri ætti að leggja áherslu á að þjálfa sig í því sem við erum þegar góð í. Meira »

Hreindýrum fækkað um helming

12.12. Hreindýrin sem lifa á lágvöxnum gróðri geta ekki lengur komist í gegnum ísbrynju sem myndast við breytt veðurskilyrði á heimskautasvæðunum. Fleira kemur til og veldur því að þeim hefur fækkað um helming á aðeins tveimur áratugum. Meira »

Skiptir „noise cancelling“ máli?

11.12. Heyrnartól sem útiloka umhverfishljóð eru orðin gríðarlega vinsæl og miklar líkur á að slík tæki rati í einhverja jólapakka í ár. En haldast gæði og verð í hendur? Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónamaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, fór yfir þau atriði sem honum finnst skipta máli. Meira »

„Ábyrgðarleysi“ gagnvart Parísarsamningnum

10.12. „Þetta ber vott um ákveðið ábyrgðarleysi og það veldur mér vonbrigðum,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, um viðhorf nokkurra ríkja gagnvart skýrslu vísindanefndar Loftslagssamningsins um áhrif 1,5 gráðu hlýnunar andrúmslofts. Meira »

Fundu uppblásna plánetu

8.12. Nýuppgötvuð fjarpláneta, sem er í um 124 ljósára fjarlægð frá jörðu, er full af heitu lofti. Andrúmsloft hennar er útbólgið af helíum, rétt eins og uppblásin blaðra. Meira »

„Sound of Vision“ hlaut fyrstu verðlaun

6.12. Rannsóknarverkefnið Sound of Vision, sem vísindamenn við Háskóla Íslands hafa haft forystu um, hlaut fyrstu verðlaun í flokknum „Tækni fyrir samfélag“ í úrslitum Nýsköpunarverðlauna framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Innovation Radar Prize 2018, sem afhent voru í Vínarborg í dag. Meira »

Líkir eftir þrautum hælisleitenda

4.12. Þrepin í netleiknum „Razor Wire“ eru verulega þung. Fyrst þarf leikmaðurinn að flýja stríð í heimalandi sínu. Síðan þarf að hann að komast undan lögreglu þegar hún gerir húsleit í flóttamannabúðunum og að lokum þarf hann að komast yfir á og forðast á sama tíma lík þeirra sem ekki komust yfir. Meira »

Fundu vísbendingar um árstíðabundna búsetu

3.12. Minjarnar sem fundust við fornleifarannsókn á Bæ, Sandvík á Ströndum, gefa fræðimönnum færi á að fylla í eyðurnar sem til staðar eru í landnámi Íslands. Ekki liggur enn fyrir hvers konar búseta var í víkinni, en auk ruslahaugsins fannst þar mannvirki sem bendir til árstíðarbundinnar búsetu. Meira »

Voyager 2 yfirgefur sólkerfið

10.12. Geimfarið Voyager 2 hefur nú fylgt farinu Voyager 1 eftir og yfirgefið sólkerfið, rúmlega 41 ári eftir að því var skotið á loft með það að markmiði að rannsaka ystu plánetur sólkerfisins. Meira »

„Stórt alþjóðlegt vandamál“

10.12. „Þarna var dregin upp raunsæ mynd af því að plastmengunin er stórt alþjóðlegt vandamál,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, eftir að hafa tekið þátt í pallborðsumræðum um plast, samhliða loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Unglingar sofa 6,5 tíma á nóttu

7.12. Einungis um fimmtungur 15 ára unglinga ná átta tíma viðmiðunarsvefni á nóttu að meðaltali og sofa framhaldsskólanemar í fjölbrautakerfi að jafnaði lengur en nemendur í bekkjarkerfi. Þá styttist svefntími unglinga um hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldur að meðaltali. Meira »

Sjáðu fuglafælni læknaða með sýndarveruleika

6.12. Ásgeir Páll, einn umsjónarmanna Ísland vaknar á K100, glímir við fuglafælni á háu stigi. Alda Karen Hjaltalín mætti á K100 með sýndarveruleikabúnað í farteskinu sem átti að hjálpa Ásgeiri að komast yfir þessa ofboðslegu hræðslu við fugla. Meira »

Far Nasa komið að Bennu

4.12. Eftir tveggja ára eftirför er mannlaust rannsóknarfar Nasa, Osiris-Rex, loks komið að smástirninu Bennu. Farið mun fara á braut um smástirnið á síðasta degi ársins. Meira »

Mesta ógn mannkyns í þúsundir ára

3.12. Sjónvarpsmaðurinn heimsþekkti David Attenborough segir loftslagsbreytingar mestu ógn mannkyns í þúsundir ára. Hann segir þær geta leitt til hruns siðmenningar og útrýmingar stórs hluta hins „náttúrulega heims“. Meira »

Trump-áhrifin ógna Parísarsamkomulaginu

3.12. Orð og gjörðir Donald Trumps Bandaríkjaforseta draga úr áhrifum alþjóðasamfélagsins til að minnka losun koltvísýrings. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu og er úrsögn Bandaríkjanna frá Parísarsamkomulaginu sögð veita stjórnvöldum annarra ríkja afsökun fyrir að hægja á aðgerðum sínum. Meira »

Fjölskyldusjúkdómur 21. aldar

1.12. Aldur er helsti áhættuþáttur heilabilunar og hlutfall aldraðra mun hækka hratt á næstu árum og áratugum. Því er mikilvægt að samfélagið sé undir það búið að hlúa að stækkandi hópi sjúklinga og aðstandenda þeirra. Meira »

Microsoft verðmætast í heimi aftur

2.12. Microsoft hefur steypt Apple af stóli sem verðmætasta fyrirtæki í heiminum og er nú aftur komið í fyrsta sæti, eftir fimmtán ára fjarveru. Meira »

Stjörnuhiminninn hvelfist yfir gesti

30.11. Það er mikil upplifun að sjá náttúru Íslands og norðurljósin hvelfast yfir mann í stjörnuverinu í Perlunni. Tæknin er svo háþróuð að hægt er að uppfæra myndirnar af reikistjörnunum nánast í rauntíma. Hægt er að tengja upplýsingar frá vísindamönnum beint inn í kerfið. Meira »