Heilsuspillandi lakkrís er víða

09:45 „Það er áhyggjuefni að lakkrís er kominn alls staðar. Þú ferð varla út að borða án þess að fá lakkrís í sósuna út á lambakjötið, lakkrís í eftirréttinn eða lakkrís í bjórnum sem er drukkinn með matnum,“ segir prófessor og sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum. Meira »

Umdeildar rafmagnsveiðar verði bannaðar

Í gær, 21:14 Evrópuþingið hefur í dag kallað eftir því að nokkurs konar raflínuveiðar innan Evrópusambandsins verði bannaðar, en þær hafa einkum verið stundaðar í Norðursjó. Veiðarnar hafa þótt umdeildar en í þeim felst að straumi er hleypt á línur, sem svo eru lagðar rétt yfir botni sjávar, í því skyni að hrekja sjávardýr af botninum og í troll fiskiskipa. Meira »

Kæfði hnerra og reif háls

í gær Það getur verið stórhættulegt að reyna að kæfa kröftugan hnerra með því að halda fyrir munn og nef. Breskur maður reif hálsinn á sér við slíkt athæfi. Slíkt getur gerst þegar loftþrýstingurinn sem fylgir hnerra finnur sér enga útgönguleið nema að rífa sig í gegnum mjúkvefi í öndunarvegi. Meira »

Sóttu erfðamengi löngu látins manns

í gær Í grein sem birtist í gær í vísindatímaritinu Nature Genetics, er greint frá því hvernig vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru að því að raða saman erfðamengi Hans Jónatans, úr litningabútum 182 afkomenda hans. Meira »

Gervitunglið sem kemst í bakpoka

15.1. Það lætur ekki mikið yfir sér gervitunglið sem er til sýnis í HÍ. Tækið sjálft er einungis 4 kíló að þyngd en safnar 5-6 terabætum af gögnum á degi hverjum en slík gagnasöfnun verður sífellt umfangsmeiri og það er hlutverk fólks að hanna algóritma til að lesa úr gögnunum. mbl.is kíkti á gripinn. Meira »

Mikil áhrif á umhverfið

15.1. Áhrif eldgossins í Holuhrauni haustið 2014 á eðlis- og efnafræðilega eiginleika umhverfisins voru mikil og meiri en talið hefur verið. Þetta segir í kynningu á nýju riti vísindamanna sem ber yfirskriftina Áhrif Holuhraunsgossins á umhverfi og heilsu. Meira »

„Fyrirtæki eru í meiri mæli að nota netmiðla“

13.1. Andri Már Kristinsson er ráðgjafi hjá Hugsmiðjunni þar sem hann sérhæfir sig í stefnumótun og markaðssetningu á vefnum. Við spurðum Andra um nýtt námskeið á vegum Hugsmiðjunnar í AdWords. Meira »

Boða breytingar á Facebook

12.1. Facebook er að gera töluverðar breytingar á samfélagsmiðlinum þar sem póstar frá fyrirtækjum, fjölmiðlum og vörumerkjum verða gerðir minna áberandi. Meira »

„Veggurinn“ frá Samsung á næsta leiti

9.1. Raftækjaframleiðandinn Samsung kynnti á dögunum „Vegginn“ sem er gríðarstórt sjónvarp, heilar 146 tommur að stærð. Fyrirtækið hefur enn ekki sett verðmiða á þessa nýjung. Meira »

„Konurnar“ reyndust vélmenni

8.1. Fjölda kínverskra stefnumótaappa hefur verið lokað eftir að í ljós kom að konur sem þar var að finna voru ekki af holdi og blóði heldur afsprengi tölvuforrita. Meira »

Kraftar náttúrunnar árið 2017

7.1. Veður kom við sögu í fjölda frétta um heim allan árið 2017. Fellibyljir og önnur náttúrufyrirbæri ollu miklu tjóni og mannskaða og þurrkar og flóð voru sitt á hvað í kastljósi fjölmiðla. En fegurðin, sem aðeins náttúran getur skapað, vakti einnig athygli. Meira »

Vetrarfitan kann að helgast af sólarleysi

13.1. Lægðirnar sem ganga yfir landið og skammdegismyrkrið ýta trúlega undir að margir fleygja sér upp í sófa hvenær sem færi gefst, liggja þar afvelta og horfa á sjónvarpið þar til Óli Lokbrá kemur í heimsókn. Meira »

Bálkakeðjan á erindi við fiskinn

12.1. Með bálkakeðjutækninni væri hægt að auka sjálfvirkni í viðskiptum með fisk og bjóða upp á meiri rekjanleika. Fara þarf varlega í sakirnar og kynnast tækninni betur áður en tekin væru risaskref. Meira »

Taldi sig hafa lengst um 9 sm

10.1. Japanskur geimfari hefur beðist afsökunar á því að hafa haldið því fram á samfélagsmiðlum að hann hefði lengst um níu sentimetra síðan hann kom í alþjóðlegu geimstöðina, ISS, fyrir rúmum þremur vikum. Meira »

Þróa nefúða við spilafíkn

8.1. Finnskir vísindamenn ætla að hefja rannsókn á því hvort hægt sé að meðhöndla spilafíkn með fljótvirkum nefúða.  Meira »

117 gráða munur milli staða

8.1. Sydney var heitasti staður á jörðinni í gær. Þar mældist 47,3 stiga hiti. Washington-fjall var kaldasti staður jarðar á laugardag. Þar mældist um 70 stiga frost með vindkælingu. Meira »

Fundu beinagrindur stúlkubarna

7.1. Beinagrindur tveggja ungbarna sem fæddust og létust í Alaska fyrir um 11.500 árum gefa vísbendingar um líf þjóðar sem hingað til hefur verið óþekkt. Í grein um fundinn í Nature segir að bein barnanna styðji við þá kenningu að allir frumbyggjar Norður-Ameríku séu afkomendur sömu þjóðarinnar. Meira »

Ókunnug fjölskylda í myndasafninu

6.1. Myndir af ókunnugri fjölskyldu birtust skyndilega í stafrænu myndasafni hjá Karli Pétri Jónssyni þegar hann var að búa til myndasyrpur af liðnum aðfangadagskvöldum. Meira »

Facebook fer í sjálfsskoðun

5.1. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, sagði í gær að markmið hans árið fyrir 2018 væri að treysta grunn fyrirtækisins.   Meira »

Nýir öryggisgallar snerta alla

5.1. Segja má að gallinn snerti nær allar hefðbundnar tölvur, farsíma og svokölluð ský. Þeir gefa óprúttnum aðilum möguleika á að komast yfir minni örgjörva tölvunnar en þannig má nálgast ýmsar upplýsingar, til að mynda lykilorð, kreditkortanúmer og það sem slegið hefur verið inn í lyklaborðið. Meira »

Heilsu kóralrifanna hrakar

5.1. Kóralrifum heimsins stafar ógn af endurteknum tímabilum hlýs sjós sem um þau streymir. Við rannsókn á 100 kóralrifum kom í ljós að síðustu áratugi hefur sífellt styttra verið á milli fölnunar þeirra. Er breytingin sögð gífurleg í grein um rannsóknina sem birt er í Science. Meira »