Hljóðsjár hafa mikil áhrif á andarnefjur

16:15 Hljóðbylgjur frá hljóðsjám, sem meðal annars eru notaðar í sjóhernaði, hafa mikil áhrif á hegðun andarnefja á afskekktum svæðum á norðurslóðum, jafnvel þótt bylgjurnar séu sendar út í tuga kílómetra fjarlægð frá dýrunum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

San Francisco íhugar rafrettubann

15:45 Borgaryfirvöld í San Francisco í Kaliforníuríki Bandaríkjanna skoða nú að banna sölu rafsígaretta í borginni þar til heilbrigðisyfirvöld Bandaríkjanna hafa metið áhrif þeirra á heilsu fólks með fullnægjandi hætti. Meira »

Google sektað enn á ný

14:37 Evrópusambandið sektaði bandaríska tölvufyrirtækið Google í dag fyrir brot á samkeppnisreglum. Sektin nemur 1,7 milljörðum dollara og er þetta í þriðja sinn á þremur árum sem Google er gert að greiða háa sekt vegna brota á samkeppnisreglum. Meira »

Sæmd Abel-verðlaununum fyrst kvenna

Í gær, 22:00 Stærðfræðingurinn Karen Uhlenbeck, prófessor við Háskólann í Texas, var í dag sæmd norsku Abel-verðlaununum, fyrst kvenna. Hún hlýtur að launum 6 milljónir norskra króna. Meira »

Danir völdu Ericsson fram yfir Huawei

í gær Stærsta fjarskiptafyrirtæki Danmerkur, TDC, hefur ákveðið að sænska fyrirtækið Ericsson muni koma að uppbyggingu 5G-kerfisins þar í landi, en ekki kínverska fyrirtækið Huawei, sem einnig falaðist eftir verkinu í útboði. Greint er frá þessu á vef DR. Meira »

Tölvuþrjótar réðust á Norsk Hydro

í gær Tölvuþrjótar gerðu árás á norska álframleiðandann Norsk Hydro í morgun samkvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hverjir voru að verki samkvæmt frétt AFP. Meira »

Námu sprengingu yfir Beringssundi

18.3. Gríðarstór loftsteinn splundraðist yfir Beringssundi í desembermánuði, samkvæmt upplýsingum frá NASA. Sprengingin sem varð er loftsteinninn splundraðist við komuna inn í andrúmsloft jarðar var sú næstöflugasta af þessum sökum síðustu 30 árin. Meira »

Skannaði ráðhúsið inn á hálfum degi

17.3. Með tuttugu leysigeislamyndatökum var hægt að ná nákvæmri þrívíddarmynd af ráðhúsi Reykjavíkur þar sem nákvæmnin er upp á millimetra. Þegar kuldatímabilið gekk yfir í febrúar nýtti verkfræðingurinn Jón Bergmann Heimisson tækifærið og „skannaði“ ráðhúsið frá þeirri hlið sem snýr að Tjörninni. Meira »

Pí-met slegið á pí-deginum

14.3. Gildi fastans pí hefur verið reiknað upp á 31 billjón (þúsund milljarða) aukastafa. Er það stórbæting á fyrra meti, sem var 22 billjónir aukastafa. Meira »

Finnur fær verðlaun fyrir heimspekirannsóknir

14.3. Finnur Dellsén, doktor í heimspeki og dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og Inland-háskólann í Noregi, hlaut í dag Nils Klim-verðlaunin í Noregi fyrir rannsóknir sínar á sviði þekkingarfræði og vísindaheimspeki. Meira »

Facebook í lamasessi

13.3. „Við erum að vinna að því að leysa þetta eins fljótt og hægt er,“ segir í yfirlýsingu frá Facebook, en nokkrar af afurðum fyrirtækisins hafa verið að hluta til ónothæfar á heimsvísu frá því síðdegis í dag að íslenskum tíma. Meira »

Þurfa að setja vinnureglur til að verjast tölvuþrjótum

18.3. Ugglaust hafa margir lesendur kynnst því frá fyrstu hendi að tölvuþrjótar verða sífellt útsmognari. Orðalag og innihald svindlpósta er orðið mjög sannfærandi, þarf oft ekki nema andartaks hugsunarleysi til að annars grandvart fólk detti rakleiðis í gildru þrjótanna. Meira »

Farsímasaga Íslands til sölu

17.3. Gylfi Gylfason, fyrrverandi eigandi Símabæjar, er með farsímasögu Íslands til sölu. Hann auglýsti safnið á Facebook-síðunni „Brask og brall“ í vikunni en safnið er óselt. Í því eru um 400 farsímar, þar á meðal fyrstu farsímarnir sem fluttir voru til Íslands og Gylfi segir að seljist á tugi þúsunda. Meira »

Hefja rannsókn á hrjótandi börnum

15.3. Nýrri samnorrænni rannsókn sem snýr að hrotum og kæfisvefni barna var ýtt úr vör í dag, á alþjóðadegi svefns. Aðalmarkmiðið er að hanna og staðfesta gildi nýrra mælikvarða, til að geta sagt til um hvenær börn þurfa aðstoð vegna sjúkdómsástands í svefni og hvenær ekki. Meira »

Telegram græðir á bilun Facebook

14.3. Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, segir að skilaboða samskiptaforritið Telegram hafi bætt við sig um þremur milljónum notenda vegna tæknibilunar Facebook. Meira »

Svartur dagur í sögu Facebook

14.3. Samfélagsmiðlar í eigu Facebook áttu erfiðan dag í gær og sennilega þann svartasta í sögu fyrirtækisins þar sem fólk alls staðar í heiminum lenti í vandræðum með að setja inn færslur. Meira »

Læsi til framtíðar

13.3. Segja má að lestur sé lykilinn að öllum öðrum lyklum hvað varðar allt nám, þekkingarleit og þekkingarþróun. Við sem þjóð eigum því að sjá metnað okkar í því að allir sem eiga þess kost ættu að læra að lesa og hafa aðgang að skemmtilegum og fræðandi bókum til að lesa á bókasöfnum. Meira »

Ísland annað hraðasta land heims

13.3. Eins gígabita tenging er komin inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu tengdum Ljósleiðaranum og samkvæmt mælingum Speedtest.net fyrir árið 2018 er Ísland annað hraðasta land heims í fastlínu, en þar trónir Singapúr á toppnum. Meira »

Toyota til tunglsins

13.3. Toyota hefur nú í undirbúningi geimskot til tunglsins í samstarfi við japönsku geimferðastofnunina (JAXA).  Meira »

25% ótímabærra dauðsfalla vegna mengunar

13.3. Fjórðung allra ótímabærra dauðsfalla og sjúkdóma um heim allan má rekja til mengunar af mannavöldum og þess skaða sem jörðin hefur orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður svartrar skýrslu sem kynnt var í dag á umhverfisþingi Sameinuðu þjóðanna, sem nú stendur yfir í Naíróbí í Kenýa. Meira »

Klínískar rannsóknir hafnar hjá Alvotech

13.3. Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis. Fram kemur í fréttatilkynningu Alvotech að Humira sé söluhæsta lyf heims og hafi selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári (eða um 2.500 milljarðar króna). Meira »