GSÍ leggst gegn breytingu á klukkunni yfir sumarið

í gær Golfsamband Íslands telur að breyting á klukkunni á sumrin, eins og til skoðunar er í forsætisráðuneytinu, muni hafa slæm áhrif á íþróttina hérlendis. Kylfingar hafi skemmri tíma til að spila með tilheyrandi tekjutapi fyrir Golfklúbba landsins sem eru 65 talsins. Meira »

McIlroy í 4. sæti heimslistans

18.3. Norður-Írinn Rory McIlroy fór upp í 4. sæti heimslistans í golfi eftir sigurinn á Players Championship í gærkvöldi. McIlroy var í 6. sæti og fór upp um tvö sæti á listanum. Meira »

N-írskur sigur á degi Heilags Patreks

17.3. Norður-Írinn Rory McIlroy sigraði í kvöld á Players Championship einu sterkasta mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi. McIlroy lauk leik á samtals 16 höggum undir pari og lék lokahringinn á 70 höggum. Hinn 48 ára gamli Jim Furyk hélt dampi og hafnaði í 2. sæti á 15 undir pari. Meira »

Spánverjinn stal senunni

17.3. Spánverjinn með íslenska nafnið, Jon Rahm, stal senunni á þriðja hringnum á Players Championship á PGA-mótaröðinni í golfi. Lék hann TPC Sawgrass á aðeins 64 höggum og hefur forystu fyrir lokadaginn en þekkt nöfn narta í hæla hans. Meira »

Fleetwood og McIlroy efstir

15.3. Englendingurinn Tommy Fleetwood og Norður-Írinn Rory McIlroy eru efstir þegar Players Championship er hálfnað á TPC Sawgrass vellinum á Flórída. Þeir eru á 12 höggum undir pari og hafa þriggja högga forskot. Meira »

Eyjaholan fór illa með Tiger Woods

15.3. Tiger Woods lék sautján holur af átján prýðilega á Players Championship mótinu á Flórída en setti tvo bolta í vatnið þegar hann glímdi við eyjaholuna frægu sem er 17. holan á TPC Sawgrass. Annar reynslubolti, Jim Furyk, fór á kostum í dag og er meðal efstu manna. Meira »

Ótrúlegt draumahögg (myndskeið)

15.3. Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore sló draumahöggið á hinni frægu 17. holu á TPC Sawgrass þar sem Players Championship fer nú fram á PGA-mótaröðinni í golfi. Meira »

Á ýmsu gekk hjá Tiger Woods

14.3. Englendingurinn Tommy Fleetwood byrjaði virkilega vel á fyrsta keppnisdegi á Players Championship á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída í dag en mótið er með þeim stærri í PGA-mótaröðinni í golfi. Tók Fleetwood forystuna snemma dags en Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley jafnaði í kvöld og eru þeir efstir að loknum fyrsta hring. Meira »

Bakið stöðvaði Valdísi Þóru

14.3. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir hefur verið að glíma við bakmeiðsli undanfarna mánuði en ætlaði sér að leika eitt mót til viðbótar áður en hún kæmi heim í meðhöndlun hjá sérfræðingum vegna meiðslanna. Meira »

Valdís tekur gott stökk upp á heimslistanum

13.3. Skagakonan Valdís Þóra Jónsdóttir tekur gott stökk upp á heimslistanum í golfi eftir að hafa hafnað í fimmta sæti á NWS-golfmótinu sem lauk í Nýja-Suður-Wales í Ástralíu um síðustu helgi en mótið var hluti af Evrópumótaröðinni. Meira »

Tiger með á Players

13.3. Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur sögunnar, verður á meðal keppenda þegar Players Championship hefst í Flórída á morgun. Woods hætti við þátttöku á Bay Hill í síðustu viku vegna meiðsla í hálsi. Meira »

Eru í baráttu um að komast á Ólympíuleikana

12.3. Í dag eru 500 dagar þar til Ólympíuleikarnir verða settir í Tókýó í Japan og eins og staðan er í dag eru kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir inni á keppendalistanum í kvennaflokki. Þetta kemur fram á golf.is. Meira »

Frábær lokahringur hjá Molinari

11.3. Ítalinn Francesco Molinari fagnaði sigri á Arnold Palmer Invitational-golfmótinu sem lauk á Bay Hill-vellinum í Flórída í Bandaríkjunum í gær en mótið var hluti af PGA-mótaröðinni. Meira »