Valdís Þóra átta yfir á lokahringnum

22.4. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi lauk leik í 61. sæti á Lalla Meryem-mót­inu, sem er hluti af Evr­ópu­mótaröðinni og haldið var í Mar­okkó. Meira »

Valdís Þóra í 57. sæti

21.4. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir er í 57. sæti á Lalla Meryem-mótinu eftir þriðja hringinn í dag.  Meira »

Ólafía sex höggum frá niðurskurði

21.4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk rétt í þessu keppni á LA Open-golfmótinu í LPGA-mótaröðinni í Los Angeles og hún var langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni. Meira »

Valdís missti flugið í Marokkó

20.4. At­vinnukylf­ing­ur­inn Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir náði ekki að halda uptekknum hætti á Lalla Meryem-mót­inu í golfi sem fram fer í Mar­okkó. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni. Val­dís lék fyrsta hring­inn í gær á 71 höggi eða einu höggi und­ir pari og var á meðal efstu manna. Í dag lék hún hins vegar á 79 höggum, eða sjö höggum yfir pari og er hún samanlagt á sex höggum yfir pari vallarins. Meira »

Ólafía þarf að fara undir parið

20.4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur leik áfram á LA open mótinu í Los Angeles á LPGA-mótaröðinni í dag. Hún þarf að fara undir parið í dag til að eiga möguleika á því að komast áfram og spila um helgina. Meira »

Axel á leið til Tyrklands

20.4. Axel Bóasson, Íslandsmeistari í golfi úr Keili, er skráður til leiks á móti í Tyrklandi á Áskorendamótaröð Evrópu næsta fimmtudag. Meira »

Valdís á meðal efstu kylfinga

19.4. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir fór vel af stað á Lalla Meryem-mótinu í golfi sem fram fer í Marokkó. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni. Valdís lék fyrsta hringinn í dag á 71 höggi eða einu höggi undir pari. Meira »

Slæm byrjun gerir stöðu Ólafíu erfiða

19.4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lauk fyrir stundu fyrsta hringnum á LA Open-golfmótinu í Los Angeles en það er liður í LPGA-mótaröðinni. Hún lék hringinn á fjórum höggum yfir pari og er í erfiðri stöðu fyrir annan hringinn á morgun. Meira »

Í ráshópi með Þjóðverja og Bandaríkjamanni

18.4. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður í ráshópi með þýskum og bandarískum kylfingum þegar hún fer á teig á morgun í Los Angeles. Hefst þá Opna LA-mótið á LPGA-mótaröðinni. Meira »