Tiger hrífst af golfsveiflu Curry

Í gær, 14:51 Bandaríski netmiðillinn Bleacher Report fékk næstsigursælasta kylfing sögunnar, Tiger Woods, til þess að kíkja á golfsveiflu NBA-meistarans Stephens Curry sem er mjög frambærilegur kylfingur. Tiger hreifst mjög af sveiflunni. Meira »

Fleetwood reynir að ná Molinari

Í gær, 13:51 Mikil spenna er í Dubai þar sem lokamót Evrópumótaraðarinnar á þessu ári er hálfnað. Francesco Molinari og Tommy Fleetwood berjast um efsta sæti peningalistans. Meira »

Ólafía og Valdís gætu báðar komist á ÓL

14.11. Eins og staðan er í dag eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni báðar á meðal þeirra sextíu kylfinga sem myndu fá boð um að keppa í kvennaflokki í golfi á Ólympíuleikunum í Tókíó 2020. Meira »

Vel undir pari en dugði ekki til

13.11. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG er úr leik á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda eftir fjóra hringi þrátt fyrir að vera á fjórum höggum undir pari samtals. Meira »

Bakslag hjá Birgi í Katalóníu

12.11. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG átti ekki góðan dag á golfvellinum á sinn mælikvarða í Tarragona í Katalóníu í dag þegar hann lék þriðja hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Féll hann nokkuð niður listann í dag. Meira »

Biðinni lauk þegar kylfuberinn fékk frí

12.11. Englendingurinn Lee Westwood vann í gær sinn fyrsta sigur á móti á stærstu mótaröðunum í fjögur ár þegar hann sigraði á Nedbank Challenge-mótinu í Suður-Afríku. Westwood er 45 ára og var þetta hans tuttugasti og fjórði sigur í Evrópumótaröðinni en hann var orðinn efins um að hann næði aftur að afreka slíkt. Meira »

Birgir áfram í góðri stöðu

11.11. Birgir Leifur Hafþórsson lék annan hringinn sinn á loka­úr­töku­mót­inu fyr­ir Evr­ópu­mótaröðina í golfi á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari og er hann samanlagt á sjö höggum undir pari eftir tvo hringi af sex. Meira »

Guðrún Brá missti flugið í lokin

10.11. Guðrún Brá Björgvinsdóttir náði ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu sinni framan af á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi, næststerkustu atvinnumótaraðar Evrópu, sem lauk í dag. Guðrún var efst fyrir lokahringinn en hafnaði að lokum jöfn fleiri kylfingum í 17. sæti. Meira »

Frábær byrjun Birgis á lokaúrtökumótinu

10.11. Birgir Leifur Hafþórsson spilaði í dag fyrsta hringinn af sex á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi, en mótið fer fram rétt utan við Barcelona á Spáni. Meira »

Guðrún Brá á toppnum í Barcelona

9.11. Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í efsta sæti og í harðri baráttu um sigurinn á lokamóti LET Access mótaraðarinnar í golfi, næststerkustu atvinnumótaraðar Evrópu. Meira »

Guðrún Brá í öðru sæti í Barcelona

8.11. Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Santander Golf Tour LETAS-mótinu á LET-Access-mótaröðinni í Barcelona í dag. Mótið er lokamót tímabilsins í mótaröðinni og lék Guðrún á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Meira »

25 efstu komast á mótaröðina

8.11. Birgir Leifur Hafþórsson, úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, þarf að vera á meðal tuttugu og fimm efstu kylfinganna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Meira »

Góð spilamennska skilaði Birgi á lokaúrtökumótið

6.11. Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður með á lokastigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröðina í golfi.  Meira »