Valdís í 33. sæti fyrir síðasta hringinn

Í gær, 20:35 Valdís Þóra Jónsdóttir er í 33. sæti eftir þrjá hringi á Ladies European Tailand Championship-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi. Meira »

Ein hola fór illa með Birgi Leif

Í gær, 17:55 Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék á 75 höggum eða þremur höggum yfir pari á þriðja hring sínum á BMW International Open-mótinu sem fram fer í Þýskalandi á Evrópumótaröðinni. Meira »

Axel í góðum málum í Skotlandi

Í gær, 16:35 Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr GK hefur lokið leik á þriðja degi SSE Scottish Hydro Challenge-mótsins sem er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni. Hann lék á 69 höggum, annan daginn í röð og er hann samtals á pari. Meira »

Birgir komst áfram í Þýskalandi

í fyrradag Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG komst í dag í gegnum niðurskurðinn á BMW Interntional mótinu í golfi í Pulheim í Þýskalandi. Aðstæður hafa verið krefjandi fyrir kylfingana og komust menn í gegnum niðurskurðinn á fjórum yfir pari. Birgir er á þremur yfir pari en hann lék á 73 höggum í dag eða á höggi yfir pari. Meira »

Ólafía á 69 höggum í Arkansas

í fyrradag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur byrjaði vel á Walmart-mótinu í Arkansas á LPGA-mótaröðinni í golfi í dag. Meira »

Konurnar á ferð og flugi í golfinu

í fyrradag Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hefur leik í dag á móti á LPGA-mótaröðinni í golfi sem haldin er í Arkansas-ríki, á heimaslóðum kylfingsins Johns Daly og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Meira »

Birgir á sama skori og Fleetwood

21.6. Birgir Leifur Hafþórsson, úr GKG, komst ágætlega frá fyrsta hringnum á hinu sterka BMW International móti sem leikinn var við krefjandi aðstæður í Þýskalandi á Evrópumótaröðinni í golfi í dag. Birgir lék á 74 höggum og á ágæta möguleika á að ná niðurskurði keppenda á morgun. Meira »

Birgir keppir við stórstjörnur

20.6. Birgir Leifur Hafþórsson verður á meðal keppenda á BMW International sem er stórt mót á Evrópumótaröðinni og hefst á fimmtudaginn. Nokkrar stórstjörnur í golfíþróttinni eru skráðar til leiks í mótinu. Meira »

Valdís endaði í 5.-9. sæti í Tékklandi

17.6. Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir endaði í 5.-9. sæti á AXA mótinu sem fram fer í Tékklandi. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki. Meira »