Haraldur bestur Íslendinganna á Spáni

15:37 Haraldur Franklín Magnús náði bestum árangri af Íslendingunum þremur sem kepptu á PGA Catalunya Resort-mótinu í golfi, sem fram fór í Girona á Spáni. Mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, en Axel Bóasson vann mótaröðina á síðustu ári. Haraldur lék hringina þrjá á 212 höggum eða tveimur höggum undir pari og hafnaði hann í 33. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Meira »

Tiger skipaður varafyrirliði

09:07 Jim Furyk, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, hefur valið Tiger Woods og Steve Stricker sem varafyrirliða fyrir Ryder-bikarinn sem verður á Le Golf National-vellinum rétt fyrir utan París í Frakklandi í september. Meira »

Mætast á nýjan leik í nótt

07:18 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir hefja í nótt keppni á Australian Ladies Classic golfmótinu í Bonville í Ástralíu en það er þriðja mót keppnistímabilsins á Evrópumótaröðinni, Ladies European Tour. Meira »

Tíundi sigurinn hjá Bubba

í gær Bubba Watson vann Genesis Open mótið á sunnudag hér í Los Angeles eftir hörkubaráttu við hóp af kylfingum alla helgina.  Meira »

Watson hrósaði sigri

19.2. Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á Genesis Open-mótinu sem lauk í Los Angeles í Bandaríkjunum í gærkvöld. Meira »

Valdís gerði vel í Ástralíu

19.2. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, lauk leik á tveimur höggum yfir pari samtals á lokahring opna ástralska mótsins í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni, þeirri sterkustu í heimi. Meira »

Hola í höggi hjá Daly (myndskeið)

18.2. Rokkstjarna golfsins, John Daly, fór holu í höggi á lokadegi Chubb Classic-mótsins á Öldungamótaröð PGA (50 ára og eldri) í dag. Meira »

Ánægð en á helling inni – tveimur yfir á lokahringnum

18.2. Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni frá Akranesi, lauk leik á tveimur höggum yfir pari á lokahring sínum á opna ástralska mótinu í golfi en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi, þeirri sterkustu í heimi. Hún endar því í 57.-61. sæti á +4 sem verður að teljast afar góður árangur hjá Valdísi sem er með keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. Meira »

Tiger komst ekki í gegnum niðurskurð

17.2. Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn á opna Genesis mótinu sem leikið er á Riviera vellinum í Kaliforníu.  Meira »