Bandaríkjamenn í efstu þremur sætunum

Í gær, 19:11 Kylfingarnir Jordan Spieth, Xander Schauffele og Kevin Kisner eru efstir á The Open sem fram fer á Carnoustie-vellinum á austurströnd Skotlands eftir að allir kylfingar hafa lokið þriðja hring sínum á mótinu. Meira »

Tiger alsæll með hringinn

Í gær, 17:01 Tiger Woods var brosmildur þegar hann kom til fundar við blaðamenn að loknum þriðja hring sínum á The Open Championship í dag. Tiger lék á 66 höggum sem er fimm undir pari á Carnoustie og er samtals á fimm undir pari í mótinu. Meira »

Guðrún komin með þægilega forystu

Í gær, 14:56 KPMG-Hval­eyr­ar­bik­ar­inn í Eimskipsmótaröðinni í golfi hélt áfram í dag er kylfingar léku sinn annan hring á Hvaleyrarvelli. Meira »

Öldungurinn skákaði þeim bestu

Í gær, 12:06 Þrír af fimm efstu kylfingunum á heimslistanum í golfi eru úr leik á Opna breska meist­ara­mót­inu, The Open Champ­i­ons­hip, sem fram fer á Carnoustie-vellinum í Skotlandi um þessa helgi. Meira »

Sá gamli hafði betur gegn Íslendingnum

í gær Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fékk að kynnast því í gær hversu erfið glíman getur verið við hinn 176 ára gamla völl Carnoustie á austurströnd Skotlands. Meira »

Ekkert svigrúm til að jafna sig á Carnoustie

í fyrradag „Ekki er hægt að standa á neinu æfingasvæði og undirbúa sig undir þetta,“ sagði Haraldur Franklín Magnús úr GR um upplifun sína af því að spila á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, fyrstur Íslendinga. Haraldur er úr leik eftir að hafa spilað á 72 og 78 höggum. Meira »

Tveir á toppnum og Tiger á pari

í fyrradag Zach Johnson og Kevin Kisner eru efstir á The Open á Carnoustie-vell­in­um á aust­ur­strönd Skot­lands eftir að allir kylfingar hafa lokið öðrum hring sínum á mótinu. Meira »

Haraldur úr leik eftir erfiðan hring

í fyrradag Haraldur Franklín Magnús úr GR er úr leik á Opna breska meistaramótinu, The Open Championship, á Carnoustie í Skotlandi. Haraldur lék sinn annan hring á mótinu í dag og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Meira »

Guðrún og Egill efst eftir fyrsta hring

í fyrradag KPMG-Hvaleyrarbikarinn fór af stað í dag en mótið er hlui af Eimskipsmótaröðinni í golfi.  Meira »

Haraldur fer seint út

í fyrradag Haraldur Franklín Magnús, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fer á teig á Carnoustie í dag um það leyti sem Íslendingar setjast niður í þrjúkaffið. Ráshópur Haraldar er sá þriðji síðasti sem ræstur er út í dag á öðrum degi The Open Championship. Meira »

Árangurinn kemur ekki á óvart

20.7. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá kemur mér alls ekki á óvart að Haraldur skuli hafa náð svona langt, og ég lít á þátttöku hans á Opna breska meistaramótinu sem eðlilega framvindu á keppnisferli hans. Haraldur stefndi að því að komast á endanum á þetta mót og var nægilega sterkur á heimslista til að eiga möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt (með þátttöku í úrtökumóti).“ Meira »

Haraldur sýndi keppnishörku

20.7. Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var sjálfum sér og Íslendingum til sóma þegar hann keppti á sögufrægasta golfmóti heims, The Open Championship, fyrstur Íslendinga á Carnoustie á austurströnd Skotlands í gær. Haraldur lék á 72 höggum, eða höggi yfir pari vallarins. Sýndi hann mikla keppnishörku og fékk fimm fugla á seinni hluta hringsins eftir að hafa verið í nokkrum erfiðleikum á fyrri níu holunum. Meira »

Haraldur sló D.J. við

19.7. Efsti kylfingur heimslistans, Dustin Johnson, fór illa út úr 18. og síðustu holunni á Carnoustie á The Open Championship í dag og lék hana á 7 höggum. Lauk hann leik á 75 höggum en betur gekk hjá Rory McIlroy. Meira »