Mismælti sig illa: „Þetta er bein útsending!“

Ingvar Örn Ákason, stjórnandi Punktalínunnar, mismælti sig í beinni útsendingu í gær þegar hann var með þá Aron Pálmarsson, Bjarna Fritzson og Einar Braga Aðalsteinsson hjá sér í settinu.

Aron og Einar Bragi voru frábærir fyrir FH þegar liðið vann öruggan sigur gegn ÍBV, 36:31, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik í Kaplakrika.

Árni Bragi er flottur leikmaður

Ingvar og Bjarni, sem var sérfræðingur þáttarins, gerðu upp leikinn ásamt þeim Aroni og Einari Braga en Ingvar kallaði Einar Braga óvart Árna Braga í miðri útsendingu.

„Árni Bragi, þú virðist koma inn og ert funheitur,“ sagði Ingvar Örn.

„Árni Bragi er flottur leikmaður,“ sagði Einar Bragi þá.

„Þú vilt vera kallaður Einar Bragi. Þetta er bein útsending! Þetta verður klippt,“ sagði Bjarni þá en allir í settinu virtust hafa gaman af uppákomunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert