Leyndarmálið á bak við jólasíldina

í gær Síld er ómissandi hluti af jólahaldinu en það eru fáir sem vita hversu langt og strangt vinnsluferli liggur að baki vel heppnaðri síld. Meira »

Nýjar bragðtegundir frá Kellogg´s

í fyrradag Á komandi ári munu nýjungar í morgunkornaflórunni líta dagsins ljós. Hér er um þrjár nýjar bragðtegundir að ræða sem eiga eftir að koma litlum kroppum á óvart. Meira »

Þetta eru vinsælustu molarnir

10.12. Ef það er eitthvert sælgæti sem hefur fylgt þjóðinni um hátíðirnar svo lengi sem elstu menn muna þá er það Quality Street. En sitt sýnist hverjum um hvaða moli er bestur þannig að við hér á Matarvefnum höfum rannskakað málið og gert tilraunir á samstarfsfélögunum algerlega án þeirrar vitundar. Meira »

Nýjung fyrir neytendur - Bakaðar ostakökur

7.12. Ostakökurnar frá MS hafa alltaf notið mikilla vinsælda og hafa ýmsar bragðtegundir verið settar á markað á undanförnum árum. Nýjustu kökurnar eru hins vegar ólíkar hinum að því leyti að um er ræða bakaðar ostakökur sem eru þéttari í sér og eins og nafnið ber með sér, bakaðar. Meira »

Nýjasta Omnom-súkkulaðið er ævintýralegt

7.12. Á hverju ári býr Omnom Chocolate til sérstakt vetrarstykki sem minnir fólk á jólahátíðina. „Í ár vildum við draga fram það bragð sem minnir okkur einna helst á íslenska veturinn. Í okkar huga er ekkert vetrarlegra en kaldar nætur, myrkur, kertaljós, hlý föt og drykkir sem ylja,“ segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnenda Omnom. Meira »

Ertu með hitaeiningafjöldann á hreinu?

3.12. Núna þegar hátíð ljóss, friðar og heimabaksturs er að hefjast er gott að fara yfir nokkur mikilvæg atriði eins og hvernig maður kemst hjá því að hlaupa í spik yfir hátíðarnar. Meira »

Vitamix-aðdáendur geta glaðst

30.11. Nú geta þeir sem óska einskis heitar en að eignast sinn eigin Vitamix-blandara tekið gleði sína því hægt verður að fá gripinn á sögulegu tilboði um helgina. Meira »

Game of Thrones-viskí komið á markað

23.11. Nú geta aðdáendur Game of Thrones glaðst (ef þeir eru almennt hneigðir til drykkju) því komið er á markað sérlegt G.O.T.-viskí. Átta tegundir eru í boði sem tilheyra hinum ýmsu hópum Westeros. Næturverðirnir fá sína flösku sem er kolsvört og frekar flott. Meira »

Sainsbury hefur sölu á skordýrum (til átu)

21.11. Verslunarrisinn Sainsbury´s verður formlega fyrsta stórverslunin í Bretlandi til að hefja sölu á skordýrum til átu. Ristaðar engisprettur með BBQ-bragði verða settar í sölu í 250 verslunum keðjunnar frá og með næstu viku. Meira »

Omnom vinnur til virtra gullverðlauna

20.11. Á laugardaginn hlaut Omnom einn mesta heiður í súkkulaðigerð sem völ er á þegar súkkulaðið Milk of Nicaragua vann gulllverðlaun á heimsmeistaramótinu í súkkulaðigerð sem besta mjólkursúkkulaði í heimi. Meira »

Jólabjórinn kemur í vínbúðirnar í dag

15.11. Sala á jólabjórum hófst formlega í dag og þeir allra hörðustu hófu innkaup strax á miðnætti. Hér gefur að líta nýjungarnar frá Víking brugghúsi en þar kennir ýmissa grasa. Meira »

Stórkostleg nýjung frá Betty Crocker

1.12. Aðdáendur Betty Crocker og allur þeirra frændgarður getur formlega tekið tryllinginn af gleði því nýjasta afurðin frá Betty Crocker er mögulega það girnilegasta sem rekið hefur á fjörur vorar í lengri tíma. Meira »

Skírt smjör komið á markað

29.11. Íslenska fyrirtækið Bone & Marrow hefur sett á markað skírt smjör sem ætti að gleðja marga.   Meira »

Lenti í óforskömmuðum kökukeflasvindlurum

21.11. Lesandi Matarvefjarins hafði samband og sagði farir sínar hreint ekki sléttar. Eftir að hafa lesið frétt sem birtist á vefnum fyrr á þessu ári um kökukefli ákvað hún að panta sér eitt slíkt enda dáðist ristjórn Matarvefjarins ákaflega að gripnum. Meira »

KitchenAid í sérstakri afmælisútgáfu

20.11. Ein flottasta matvinnsluvél allra tíma mun fagna 100 ára afmæli á komandi ári og þá í sérstakri afmælisútgáfu.  Meira »

Jólajógúrtin komin í verslanir

19.11. Nú geta jólaaðdáendur og gourmet-gæðingar um land allt tekið gleði sína því jólajógúrtin frá Örnu er komin í verslanir. Um er að ræða gríska jógúrt með bökuðum eplum og kanil. Líkt og haustjógúrtin kemur hún í fallegri glerkrukku sem sultugerðarfólk um land allt safnar af miklum móð. Meira »

Metfjöldi bókaður í jólahlaðborð

14.11. Nú fer hver að verða síðastur að bóka sig í jólahlaðborð en þau hefjast með pompi og prakt á flestum stöðum um helgina.  Meira »