35 ára afmæli Bónus fagnað

Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus segir að afmælisdeginum verði fagnað með …
Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus segir að afmælisdeginum verði fagnað með því að bjóða valdar vinsælar vörur með 35% afslætti. Hér má sjá Baldur með nýja grísnum. Samsett mynd

35 ára afmæli Bónus er fagnað í dag, mánudaginn 8. apríl, og afmælisfögnuður verður í öllum Bónusverslunum landsins í tilefni dagsins. Í 35 ár hefur Bónus barist fyrir lægra vöruverði og á afmælisdaginn býður Bónus 35 vörur á veglegum 35% afmælisafslætti í öllum verslunum sínum.

Bónus var stofnað árið 1989 þegar fyrsta verslunin var opnuð við Skútuvog 13 í Reykjavík. Viðtökur landsmanna við hinni nýju verslun voru frábærar enda vöruverð mun lægra en þá þekktist. Verslunum hefur fjölgað jafnt og þétt og eru þær í dag alls 33 talsins, 20 staðsettar á höfuðborgarsvæðinu og 13 á stórum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Markmið Bónuss sem lágvöruverðsverslunar hefur alla tíð verið að tryggja neytendum um land allt lægsta mögulega vöruverð hverju sinni og bjóða sama verð um allt land.

Þetta kostaði Prins Pólo súkkulaðið fyrir 35 árum í fyrstu …
Þetta kostaði Prins Pólo súkkulaðið fyrir 35 árum í fyrstu verslun Bónus. Ljósmynd/Bónus

Valdar vinsælar vörur á 35% afslætti

Hvernig á að fagna stóra deginum í dag?

„Við fögnum þessum áfanga í öllum okkar verslunum með 35% afslætti á yfir 35 vörum. Þetta eru alveg vinsælar vörur sem Íslendingar þekkja vel eins og Kristall, Coke Zero og Pepsi Max, Nóa Kropp, Prins Póló og Freyju Draumur ásamt hollari valkostum eins og eplum og vatnsmelónum. Hvet bara fólk til að mæta, fagna með okkur og sjá hvað er í boði,“ segir Baldur Ólafsson markaðsstjóri Bónus með bros á vör.

 Hvernig er stemningin fyrir deginum meðal starfsmanna?

„Starfsmenn eru gríðarlega peppaðir fyrir þessu og má búast við hátíðarstemningu í okkar verslunum. Við höfum verið að undirbúa þetta með frekar stuttum fyrirvara þar sem þetta er strax eftir páska en okkar frábæra teymi ásamt okkar samstarfsaðilum hreyfa sig hratt sem er afar ánægjulegt.“

Þegar gamli grísinn kvaddi okkur fyrir nýrra og ferskara útlit

 Nú hefur þú verið markaðsstjóri hjá Bónus í 5 ár, hvað finnst þér standa upp á þessum tíma?

„Ég tók við þessu starfi á ákveðnum tímamótum í Bónus sem þá var að verða 30 ára en ég hafði einmitt u.þ.b 1 mánuð til að undirbúa 30 ára afmæli Bónus 2019 sem var afar skemmtilegt verkefni. Hins vegar það sem stendur upp úr er klárlega þegar ásýnd Bónus var uppfærð og gamli grísinn kvaddi okkur fyrir nýrra og ferskara útlit. Þessi breyting hefur tekist einkar vel og verslanirnar hafa jafnt og þétt fengið yfirhalningu sem okkar viðskiptavinir hafa verið mjög ánægðir með.“

Gamli grísinn kvaddi fyrir þennan, sem býður upp á nýtt …
Gamli grísinn kvaddi fyrir þennan, sem býður upp á nýtt og ferskara útlit. Ljósmynd/Bónus

Leiðarljósið að láta viðskiptavininn njóta hluta ábatans

Hvernig er að vinna hjá Bónus?

„Það er frábært að vinna í Bónus en þéttur og samstilltur hópur fólks sem hefur gríðarlega reynslu í þessum geira með sama markmið, að koma vörum frá framleiðanda til neytanda á sem hagkvæmasta hátt, gerir hvern dag skemmtilegan en á sama tíma krefjandi. Bónus er með þekktari vörumerkjum Íslands og að fá að hugsa um það á hverjum degi og móta ásýndina er mikill heiður,“ segir Baldur og bætir við að þetta sé líka gefandi starf. „Eitt af leiðarljósum Bónus hefur ávallt verið að láta viðskiptavininn njóta hluta ábatans af því þegar nást hagstæðir innkaupasamningar með lágri álagningu og að það er sama verð í öllum Bónus verslunum á landinu. Við viljum með þessum degi þakka traustið sem Íslendingar hafa sýnt Bónus í gegnum tíðina þessi 35 ár.“

Svona leit fyrsta goshillan út og fyrsta afgreiðsluborðið. Einfaldleikinn í …
Svona leit fyrsta goshillan út og fyrsta afgreiðsluborðið. Einfaldleikinn í fyrirrúmi. Ljósmynd/Bónus
Fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi.
Fyrsta verslunin opnaði í Skútuvogi. Ljósmynd/Bónus
Klassísk uppsetning á vörunum þegar reksturinn byrjaði.
Klassísk uppsetning á vörunum þegar reksturinn byrjaði. Ljósmynd/Bónus
Grænmetið selt beint upp úr kössunum.
Grænmetið selt beint upp úr kössunum. Ljósmynd/Bónus
Einu sinni var, hér fylgist Jóhannes Jónsson heitinn, stofandi og …
Einu sinni var, hér fylgist Jóhannes Jónsson heitinn, stofandi og fyrsti eigandi Bónus, grannt með. Ljósmynd/Bónus
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert