Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Konur sem elska líkama sinn segja frá

6.12. Í bókinni Fullkomlega ófullkomin segja íslenskar konur sögur sínar og beina spjótum sínum að jákvæðri líkamsímynd.   Meira »

Drukku í sig nýjustu tískustrauma

6.12. Geysir gaf út sitt 7. tölublað á dögunum og var því fagnað með pompi og prakt. Fullt var út úr dyrum í versluninni Geysir karlmenn á Skólavörðustígnum og létu helstu tískuspekúlantar og fagurfræðingar landsins sig ekki vanta. Meira »

Kata í Lýsi á aðventugleði kvenna í iðnaði

6.12. Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis og fleiri flottar konar í iðnaði komu saman nýverið á aðventugleði Samtaka iðnaðarins. Ánægja var meðal kvennanna að fá tækifæri til að kynnast, spjalla og sýna drifkraftinn sem konur í iðnaði búa yfir. Meira »

Skíðastjarnan heillaði upp úr skónum

3.12. Skíðamyndin Hoji var sýnd í Bíó Paradís á dögunum. Hún fjallar um hinn kanadíska Eric Hjorleifsson, sem er af íslenskum ættum. Hann er mikil skíðahetja sem lætur ekkert stoppa sig. Meira »

Glaumur og gleði í jólaboðinu

3.12. Jólaboð Forlagsins var haldið með glæsibrag á föstudaginn. Helstu rithöfundar þjóðarinnar mættu og skemmtu sér saman.   Meira »

Fögnuðu bókinni á viðeigandi hátt

2.12. Bókin Myndir á háalofti eftir Sigríði Svönu Pétursdóttur kom út á dögunum var fagnað ákaft í Gallerí Fold. Í bókinni segir frá ævi listamannsins og vélstjórans Guðmundar Víborg Jónatanssonar og fjölskyldu hans á Íslandi og í Vesturheimi. Urður bókafélag gefur bókina út. Meira »

Dóra Júlía mætti með mömmu

30.11. Einn heitasti DJ landsins, Dóra Júlía Agnarsdóttir, mætti með mömmu sína með sér á konukvöld Ellingsen.   Meira »

Stuð og stemning hjá Steinda

30.11. Steindi fagnaði útkomu bókar sinnar, Steindi í orlofi, á Kexi í gær. Vel var mætt í boðið og mikið stuð eins og sést á myndunum. Meira »

Hrefna Sætran hélt geggjað partí

29.11. Hrefna Sætran bauð í glæsilegt teiti á Grillmarkaðnum til að fagna samnefndri bók. Vel var mætt í boðið.   Meira »

Aron hélt ræðu og táraðist

29.11. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, og eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari, komu sérstaklega til landsins til að kynna bókina, Aron - Sagan mín, sem kom út í síðustu viku. Í tilefni af útkomu bókarinnar var slegið upp teiti á Kornhlöðunni. Meira »

Vera Illugadóttir lét sig ekki vanta

25.11. Vera Illugadóttir lét sig ekki vanta þegar bók Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur var fagnað. Sú fyrrnefnda las upp úr bókinni.   Meira »

Bestu skíðamenn Íslands mættu

22.11. Það var allt á útopnu í Bíó Paradís þegar skíðamyndin ALL IN var sýnd í gær. Myndin er ákaflega vel heppnuð og sýnir að stelpur geta líka skíðað eins og heljarmenni. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

19.11. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

Afmælisstuð í hámarki hjá Spektra

11.11. Ráðgjafafyrirtækið Spektra ehf. hélt upp á 5 ára afmælið sitt á dögunum og af því tilefni bauð fyrirtækið í afmælispartí í húsakynnum sínum að Laugavegi 178. Meira »

Mágkonurnar létu draumana rætast

26.11. Á dögunum fögnuðu Ninna Stefánsdóttir og Íris Dögg Einarsdóttir útgáfu sinnar fyrstu bókar, Macramé - hnútar og hengi, hjá Hlín Reykdal úti á Granda. Margt var um manninn í útgáfuboðinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Valdimar og Örn Eldjárn fluttu nokkur lög í veislunni við góðar undirtektir gestanna. Meira »

Helga fagnaði 10 ára afmælinu með stæl

23.11. Helga Ólafsdóttir fagnaði 10 ára afmæli iglo+indi í nýrri verslun fyrirtækisins í Garðabænum. Fullt var út úr dyrum af glæsilegum gestum. Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

19.11. Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Lekkerheit í franska sendiráðinu

9.11. Það var glatt á hjalla þegar Graham Paul, sendiherra Frakka, bauð í móttöku vegna komu Jacquys Pfeiffers til Íslands.  Meira »

Kótelettukvöldið stendur fyrir sínu

9.11. Kótelettukvöld Samhjálpar er haldið árlega til fjáröflunar fyrir félagið. Guðni Th. Jóhannesson hreyfði við salnum í ræðu sinni. Meira »

Ásdís Halla fann blóðföður sinn 43 ára

9.11. Ásdís Halla Bragadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hornauga, í Ásmundarsal í gær. Troðfullt var út úr dyrum í boðinu.   Meira »

Egill og Tanja Ýr eru komin í jólaskap

8.11. Það var glatt á hjalla í Húsgagnahöllinni þegar forskot var tekið á jólin en þar á meðal voru Egill Fannar Halldórsson og Tanja Ýr Ástþórsdóttir. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í glimmerteiti

8.11. Danska hönnunarmerkið Reflections þykir ansi smart. Í gær var Julie Hugau, annar hönnuður merkisins, stödd í Snúrunni og var því fagnað. Meira »

Viðskiptalífið fagnaði í Gallery Gamma

7.11. Ragnar Jónasson fagnaði nýjustu bók sinni, Þorpið, í Gallery Gamma. Um er að ræða splunkunýja glæpasögu eftir þennan þekkta höfund sem hefur verið að sigra heiminn. Meira »

Allt á útopnu á Dönsku kránni

6.11. Það var húllumhæ frá hádegi með tilheyrandi stuði, tombólu fyrir gesti, svo kom lúðrasveit Hafnarfjarðar og spilaði. Með þessu öllu var boðið upp á léttar veitingar. Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir spiluðu fyrir gesti. Meira »

Fannar Sveins mætti með soninn

5.11. Ný grínsería hefur litið dagsins ljós, Venjulegt fólk, og var hún frumsýnd í Smárabíói. Fannar Sveinsson leikstjóri mætti með Eyvind son sinn sem er alveg að verða eins árs. Meira »

Drengnum sem var skilað

5.11. Það var gleði og glaumur þegar Hasim Ægir Khan og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fögnuðu útkomu bókarinnar um þann fyrrnefnda. Hann var ættleiddur til Íslands en skilað af fósturforeldrum sínum. Meira »

Bæjarstjórahjónin mættu á frumsýninguna

4.11. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og eiginmaður hennar, Hafþór Jónsson, sjómaður og útgerðarmaður, létu sig ekki vanta þegar Leikfélag Akureyrar frumsýndi Kabarett. Meira »

Eru konur auðveldara skotmark?

2.11. Ungar athafnakonur stóðu fyrir panel-umræðum á þriðjudaginn var. Yfirskriftin var „Eru konur auðveldara skotmark?“   Meira »

Ófeigur bauð í teiti á Holtinu

2.11. Rithöfundurinn Ófeigur Sigurðsson fagnaði nýjustu bók sinni, Heklugjá – leiðarvísir að eldinum, á Hótel Holti. Vel var mætt og góð stemning. Meira »

Björgólfur og Kristín í teiti í LA

1.11. Fjölmennt var á opnun Mireyu Samper í listgalleríi Gullu Jónsdóttur í Los Angeles. Björgólfur Thor Björgólfsson mætti ásamt Kristínu Ólafsdóttur eiginkonu sinni, Baltasar Kormákur lét sig ekki vanta og heldur ekki Guðni Gunnarsson. Meira »

Geislandi glöð í Þjóðleikhúsinu

27.10. Rúnar Freyr Gíslason og Guðrún Jóna Stefánsdóttir mættu kampakát í Þjóðleikhúsið í gærkvöldi þegar Samþykki var frumsýnt.   Meira »

Stórkostlegt þrekvirki og því þurfti að fagna

27.10. Það var glatt á hjalla í Ásmundarsal þegar útkomu Vítis Dantes var fagnað. Margir af gestunum hafa tengingu við Ítalíu enda er Víti Dantes hluti af Guðdómlega gleðileiknum sem saminn var fyrir 700 árum. Meira »