„Allt breyttist þegar ég hitti manninn minn“

Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi.
Sigríður Hrund Pétursdóttir forsetaframbjóðandi. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

Í tilefni komandi forsetakosninga ákvað Smartland að skyggnast á bak við tjöldin og spyrja forsetaframbjóðendur spjörunum úr. Forvitnast um það sem fáir vita en allir ættu hins vegar að vita.

Fimm spurningar fyrir forsetaframbjóðendur: Sigríður Hrund Pétursdóttir

Fyrsti kossinn? 

„Hann er löngu týndur - allt breyttist þegar ég hitti manninn minn og allt ástarlíf byrjaði að telja upp á nýtt.“ 

Hvaða plaköt prýddu veggi herbergis þíns á unglingsárunum? 

„Engin! Ég las mikið af bókum og oft margar í einu. Einnig var ég að vinna og upptekin af því. Vinkonur mínar hengdu upp plaköt og ætli ég hafi ekki látið það duga mér.“

Fyrstu tónleikarnir?

„Ég er hreinlega ekki viss. Við hjónin höfum alið börnin okkar á tónlist, bæði á tónleikum hjá Sinfóníuhljómsveitinni með mér og í harðari tónum hjá Baldri eiginmanni mínum, enda höfum við algerlega andstæðan tónlistarsmekk. Það finnst mér bæði gaman og virðingarvert.“ 

Uppáhalds árstíð?

„Engin. Ég er þeirri gæfu gædd að finna ávallt fegurð í hverju sem er og elska eitthvað við allar árstíðir. Vorið fyrir allt lífið sem er að brjótast fram, sumarið fyrir grósku, haustið fyrir uppskeru og veturinn fyrir snjó, kerti og kúr.“

Botnaðu setninguna: Minn forseti er: 

„Minn forseti er pólitískt óháður, kemur fyrir fólkið og stendur með þjóðinni óháð aðstæðum sem upp koma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál