Ghosn verður áfram forstjóri

Í gær, 22:14 Franski bílaframleiðandinn Renault hefur skipað framkvæmdastjóra sinn sem aðstoðarforstjóra og á hann að sjá um daglega stjórnun á fyrirtækinu eftir að Carlos Ghosn var handtekinn. Ghosn verður áfram forstjóri Renault. Meira »

Í jeppaleik í Frankfurt

15.11. Suzuki Jimny-smájepparnir hafa lengi verið vinsælir hér á landi, bæði meðal almennings og einnig hjá bílaleigum, enda er hægt að aka bílnum eins og greifi úti á vegi, en einnig böðlast á honum um torfærur sem hinn venjulegi fólksbíll kemst ekki yfir. Meira »

Urrandi sportbíll í dulargervi

8.11. Fyrstu stefnumót geta verið taugatrekkjandi. Jú, vissulega leit Ítalinn út fyrir að vera vöðvastæltur og rennilegur á mynd. Og á pappír hljómaði hann eins og tíu af tíu mögulegum. En hvað ef hann getur svo ekkert? Eða reynist vera með óþægilega nærveru, pirrandi rödd eða, quelle horreur, er hreinlega leiðinlegur? Meira »

Draumabílskúr Tómasar Jónssonar

í gær Þegar kemur að því að finna rétta bílinn er tónlistarfólk oft með allt aðrar þarfir og áherslur en gengur og gerist. Tómas Jónsson hljómborðsleikari þurfti t.d. nýlega að kaupa bíl sem gæti rúmað heilt Hammond-orgel. Meira »

Líkindi Dacia Duster og Mustang

í fyrradag Bandaríski bílavefurinn Motor1 vitnaði nýlega til umfjöllunar Autocar sem fjallaði nýlega um vinsældir sem Dacia Duster nýtur meðal almennings í Evrópu. Motor1 fræddi lesendur sína í Norður Ameríku um Duster sem þarlendir neytendur kannast lítt eða ekkert við nema af afspurn enda bíllinn ekki á markaði Norður-Ameríku og auk þess ekki búinn átta strokka vél sem margir Ameríkanar kjósa helst undir húddið. Meira »

Bílaheimurinn leikur á reiðiskjálfi

í fyrradag Einn þekktasti kaupsýslumaður heims, Carlos Ghosn, stjórnarformaður bílaframleiðandans Nissan, hefur verið handtekinn í Japan en hann er sakaður um fjármálamisferli. Meira »

Ætla að losa sig við Ghosn

í fyrradag Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur lagt til að Carlos Ghosn, stjórnarformanni fyrirtækisins, verði vikið úr stöðu sinni vegna gruns um fjármálalegt misferli. Meira »

Heimsmethafi í akstri fallinn frá

17.11. Irv Gordon, maðurinn sem var heimsfrægur fyrir mest keyrða einkabíl í heimi, er látinn í Kína, 78 ára að aldri. Hann átti sama Volvo frá því árið 1966. Meira »

Hekla framúrskarandi

16.11. Hekla hf. tók í vikunni við viðurkenningu sem „Framúrskarandi fyrirtæki 2018“ en þetta er annað árið í röð sem Hekla tekur á móti þessari viðurkenningu. Meira »

Kynna Kona í Garðabæ

16.11. Hyundai á Íslandi kynnir á morgun, laugardaginn 17. nóvember milli kl. 12 og 16, rafknúna borgarsportjeppann Kona, sem er fyrsti jepplingurinn á Evrópumarkaði sem boðinn er í 100% rafdrifinni útgáfu. Meira »

Piparkökuakstur hjá Toyota

15.11. Forskot verður tekið á jólastemmninguna hjá Toyota Kauptúni frá kl. 12 til 16 næstkomandi laugardag, 17. nóvember.   Meira »

Langförull rafbíll í geimnum

18.11. Tesla Roadster rafbíl sem skotið var á braut um jörðu þann 6. febrúar síðastliðinn hafði í gær lagt að baki 306 milljónir kílómetra á ferð sinni um óravíddir geimsins. Meira »

Eins og að reykja 180 sígarettur

16.11. Það er ekki einvörðungu óspennandi að sitja fastur í umferðarteppu; það getur líka haft skaðleg áhrif á heilsuna.  Meira »

Danskur rafbíll kom á óvart

16.11. Danir komu á óvart á rafeindatækjasýningu sem nú stendur yfir í Sjanghai í Kína. Sýndu þar rafbíl sem Biomega-fyrirtækið er að smíða í samstarfi við þekkta hönnuði. Meira »

Volkswagen skoðar að hraða rafbílavæðingu

15.11. Rekstrarráð Volkswagen mun hittast á föstudag til að greiða atkvæði um tillögur um yfirgripsmiklar breytingar sem gætu leitt til þess að stærsti bílaframleiðandi heims flýtti áætlunum sínum um að auka framboðið á rafmagnsbílum. Meira »

Hlaupahjól í bann á gangstéttum

15.11. Rafknúnum hlaupahjólum hefur fjölgað mjög hratt í stórum frönskum bæjum og borgum undanfarin misseri. Nú hefur verið bannað, að viðlagðri sekt, að aka þeim á gangstéttum í París. Meira »

Nýr Kia e-Soul frumsýndur í LA

15.11. Nýr Kia e-Soul rafbíll verður frumsýndur á bílasýningunni í Los Angeles síðar í mánuðinum. Ný kynslóð e-Soul verður talsvert breytt í hönnun sem og aksturseiginleikum frá núverandi rafbíl Soul EV. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

14.11. Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Hamilton málaður á bíl

15.11. Listmálari að nafni Paul Karslake hefur fagnað fimmta heimsmeistaratitli Lewis Hamilton í formúlu-1 með óvenjulegum hætti.  Meira »

Aston Martin prófar DBX jeppann

14.11. Aston Martin hefur hafið umfangsmiklar aksturstilraunir með sinn fyrsta jeppa, sem fengið hefur heitið DBX. Til hans sást við þróunarakstur í rallbraut í Wales í byrjun vikunnar. Meira »