Horfði á Hulu undir stýri

í fyrradag Ökumaður sjálfkeyrandi Uber-bílsins, sem ók á gangandi vegfaranda í Arizona með þeim afleiðingum að hann lét lífið, gæti hafa komið í veg fyrir áreksturinn ef hann hefði ekki verið annars hugar við stýrið samkvæmt rannsókn lögreglu. Rannsókn leiddi í ljós að hann gæti hafa verið að horfa á Hulu. Meira »

Sænska sigurförin heldur áfram

22.5. Það viðrar vel í Volvo-landi um þessar mundir, og hefur reyndar gert um nokkurra ára skeið þegar hér er komið sögu. Hinn sænsk-ættaði framleiðandi sem áður fyrr þótti ferkantaður og þunglamalegur í flesta stað, þó sannarlega væri hann öruggur, hefur undanfarin misseri ekki sent frá sér annað en framúrskarandi bíla sem eru í senn hörkuflottir að sjá, skemmtilegir að keyra og sem fyrr þrælöruggir, bæði fyrir farþega og í auknum mæli gangandi vegfarendur sömuleiðis. Meira »

Ítölsk fágun að hætti Alfa Romeo

24.4. Tvennt hefur mátt taka sem gefnum hlut í heimi bílanna á síðustu misserum; annars vegar er það stríður straumur smágerðra borgarjeppa frá nánast hverjum framleiðanda sem vera skal, og hins vegar að ólíklegustu sport- og lúxusbílaframleiðendur eru að fikra sig yfir á jeppamarkaðinn. Meira »

Á kappakstursbrautinni daglega

22.6. Hópur íslenskra bíladellumanna efnir reglulega til keppni í vinsælum tölvuleik þar sem upplifunin er nauðalík því að vera á bak við stýrið á alvöru kappakstursbíl. Sextán geta keppt í einu og í lengstu kappökstrunum þarf m.a.s. að skipta um dekk og fylla á bensíntankinn. Meira »

Hyundai og Audi þróa vetnistækni saman

22.6. Hyundai Motor Group í Suður-Kóreu og Audi AG í Þýskalandi undirrituðu nýlega langtímasamning um samstarf við frekari þróun vetnistækninnar sem orkugjafa í næstu kynslóðum nýrra bíla beggja framleiðenda ásamt Kia, dótturfyrirtækis Hyundai, og Volkswagen, móðurfyrirtækis Audi. Meira »

Porsche kaupir sig inn í Rimac

22.6. Þýski sportbílaframleiðandinn Porsche hefur keypt sig inn í króatísku bílsmiðjuna Rimac Automobili sem framleiðir ofurbíla. Eignast Porsche og sama hlut í dótturfélaginu Greyp sem framleiðir rafknúin reiðhjól. Meira »

Skoðunarstöðin fer um landið

21.6. Aðalskoðun tók á dögunum í notkun nýja og færanlega skoðunarstöð. Af því tilefni var viðskiptavinum boðið í höfuðstöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði þar sem nýja stöðin var til sýnis. Meira »

Golf á toppnum 44 ár í röð

21.6. Einn er sá bíll sem borið hefur höfuð og herðar yfir aðra bíla í Evrópu hvað vinsældir varðar. Er þar um að ræða Volkswagen Golf, sem verið hefur söluhæsti fólksbíllinn í Evrópu 44 ár í röð. Meira »

Landsmót Fornbílaklúbbsins á Selfossi

20.6. Fimmtánda landsmót Fornbílaklúbbsins verður haldið á Selfossi komandi helgi, 22. – 24. júní. Aðalliðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur úr höfuðborginni og keyrsla um Selfoss kl. 20:30 sem endar með mótssetningu. Meira »

Suzuki birtir myndir af nýjum Jimny

20.6. Myndum af nýrri útgáfu vinsæla jeppans Suzuki Jimny voru birtar í gær, í kjölfar þess að nokkrum myndum af þróunarakstri bílsins hafði verið lekið á netið. Er þar um að ræða lítinn bíl sem ætti að vera knár til aksturs utan hefðbundinna bílvega, eins og forverar hans. Meira »

María Jóna ráðin framkvæmdastjóri BGS

19.6. María Jóna Magnúsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Hún tekur við starfinu af Özuri Lárussyni sem lætur senn af störfum. Meira »

Fáðu Citroën C4 Cactus heim til þín

21.6. Til þess að hverjum og einum nýtist tíminn sem best hefur Brimborg ákveðið að fara nýja leið við kynningu og markaðssetningu Citroenbíla. Meira »

Margir snúa baki við bílasýningum

20.6. Sænski bílsmiðurinn Volvo hefur ákveðið að taka ekki þátt í bílasýningunni í Genf í mars á næsta ári. Þá afboðar hvert fyrirtækið af öðru þátttöku í Parísarsýningunni komandi haust. Meira »

Peugeot 208 á toppnum

20.6. Fyrstu fimm mánuði ársins er franski fólksbíllinn Peugeot 208 mest seldi bíllinn í Danmörku.   Meira »

Fyrstu langdrægu Nissan e-NV200 uppseldir

19.6. Nissan hefur búið e-NV200, mest selda rafknúna sendibíl Evrópu, nýrri og öflugri 40kWh rafhlöðu. Nýja rafhlaðan hefur 60% meira drægi en forveri hennar og skilar hún um 300 km drægi á hleðslunni samkvæmt nýja mælistaðlinum WLTP. Meira »

Forstjóri Audi handtekinn

18.6. Rupert Stadler, stjórnarformaður þýska bílsmiðsins Audi, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi. Meira »

Mikið um dýrðir á bíladögum

17.6. Hátt í þrjú hundruð bílar tóku þátt í bílasýningu á Akureyri í dag sem batt endahnútinn á hina árlegu bíladaga í bænum sem voru haldnir um helgina þar sem mikið var um dýrðir. Meira »

Freistuðust í torfærur í fyrstu tilraun

16.6. Ari Arnþórsson stendur á bakvið fyrsta fjöldaframleidda íslenska bílinn, Ísar Torveg, sem fór í sína fyrstu prufukeyrslu á dögunum. „Ég er búinn að vera með þetta í höfðinu og síðan í höndunum í meira en áratug. Svo er þetta orðið að bíl og það kemur í ljós að hann gerir það sem maður vonaðist til.“ Meira »

Alonso vann í Le Mans

17.6. Toyota vann sólarhringskappaksturinn í Le Mans í Frakklandi í dag og er þetta fyrsti sigur japanska bílsmiðsins. Honum óku til skiptis Fernando Alonso, Japaninn Kazuki Nakajima og Svisslendignurinn Sebastien Buemi. Meira »

„Slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur“

16.6. „Ef stjórnvöld gera ekkert í breytingum á vörugjöldum bifreiða fyrr en við gerð fjárlagafrumvarps á haustþingi, þá mun væntanlega ekkert gerast fyrr en um áramót og það eru slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Meira »