Hörð keppni í Bikiníbotnum

10.10. Um síðustu helgi voru hundruð Íslendinga staddir á akstursíþróttasvæðinu að Bikiníbotnum, sem er nærri borginni Dyersburg í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Þar tóku tíu íslensk lið þátt í torfærukeppni, auk tveggja liða frá Bandaríkjunum. Meira »

Gerður til að ögra náttúrulögmálunum

4.9. Audi A7 er hlaðinn notendavænni tækni og gleður eigandann með ljósasýningu þegar ýtt er á takkann sem læsir dyrunum og tekur úr lás. Farangursrýmið í þessum hraðskreiða kúpubak má stækka svo að það rúmar til dæmis heilt reiðhjól. Meira »

Blanda af öllu því besta

28.8. Ég er örugglega ekki einn um að velta því stundum fyrir mér hvaða eina bíl ég myndi kaupa ef ég ætti marga milljónatugi inni á bankabók. Í huganum fer ég yfir langan lista af öndvegisbílum og strika þá út hvern á fætur öðrum þar til að eftir standa tvö tryllitæki: Annars vegar nýi Bentley Continental GT og hins vegar Lamborghini Huracán Performante. Meira »

Nýr Kia Ceed Sportswagon kynntur

10.10. Nýr Kia Ceed Sportswagon verður kynntur til leiks hjá Bílaumboðinu Öskju nk. laugardag kl. 12-16. Sportswagon er í langbaksútfærslu en hinn hefðbundni Ceed í hlaðbaksútfærslu en hann var kosinn Bíll ársins í flokki minni fólksbíla hjá Bandalagi íslenskra bílablaðamanna á dögunum. Meira »

Lengra bann við Reykjanesbraut

10.10. Frá og með mánudeginum 15. október verður heimilt að taka vinstri beygju frá Bústaðavegi norður Reykjanesbraut mánudaga til föstudaga frá kl. 7:30 til 9:30 og 14:30 til 18. Ný umferðarmerki verða sett upp á næstu dögum og tilheyrandi breytingar gerðar á tímastillingum umferðarljósa. Meira »

Fyrsti rafbíll Aston Martin

9.10. Breski sportbílaframleiðandinn Aston Martin segir, að fyrsti rafbíll bílsmiðjunnar myndi heita Rapide E. Hann verður ekki algeng sjón á vegum því aðeins verða smíðuð 155 eintök af bíl þessum. Meira »

Dacia Logan léttasti smærri dísilbíllinn

8.10. Eigin þyngd bíla hefur áhrif á afkastagetu þeirra, eldsneytisnotkun og rásfestu þeirra. Þyngdin getur því verið til vansa.  Meira »

Hreinsar göturnar hljóðlaust

6.10. Rafmagnsgötusóparnir frá Schmidt minnka útblástursmengun og raska ekki ró íbúa. Litla rafdrifna beltavélin getur nýst sem hjólastóll sem kemst auðveldlega yfir urðir og grjót. Meira »

Toyota sýnir úrvalið

5.10. Svonefnd októberfest sýning verður haldin hjá söluaðilum Toyota um allt land á morgun, laugardaginn 6. október.   Meira »

Umferðarslys kosta yfir 50 milljarða

5.10. Umferðarslys og óhöpp eru talin kosta yfir 50 milljarða á ári, og er þá ekki talinn sá sársauki og sorg sem slysunum fylgja. Þessi kostnaður samfélagsins er allt of hár og til mikils að vinna að draga úr slysum með öllum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Meira »

Nýr Forester fyrir býli sem bæ

5.10. Fyrsti fulltrúi fimmtu kynslóðar Subaru Forester var frumsýndur á bílasýningunni í New York í apríl og líður senn að því að hann komi á götuna í Evrópu. Meira »

Blaðið þarf að skila sér sama hvernig viðrar

7.10. Hrólfur hjá Blaðadreifingu er tryggur viðskiptavinur Mercedes-Benz og bindur miklar vonir við nýja Sprinterinn.   Meira »

Hertar reglur um útblástur

6.10. Volkswagen (VW), Mercedes-Benz, Porsche og fleiri bílaframleiðendur eru hættir að selja sumar gerðir tengiltvinnbíla í Evrópu vegna nýrra reglna um útblástur, að því er segir í Automotive News Europe. Meira »

300 milljóna Lamborghini-floti

5.10. Sjö ítalskir Lamborghini-lúxussportjeppar af gerðinni Lamborghini Urus eru nú hér á landi, hver að andvirði nærri 40 milljónir íslenskra króna. Heildarvirði bílaflotans er því nálægt þrjú hundruð milljónum króna. Meira »

Rafdrifinn ódýr smájepplingur

5.10. Á bílasýningunni í París sem nú stendur yfir kynnti forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, Carlos Ghosn, m.a. nýjan og lítinn rafdrifinn smábíl fyrir alþjóðamarkað sem boðinn verður á sérstaklega hagstæðu verði. Meira »

Toyota innkallar 2,4 milljónir tvinnbíla

5.10. Toyota hefur ákveðið að innkalla 2,43 milljónir tvinnbíla um heim allan vegna bilana sem lýsa sér í því að aflrásin slekkur óvænt og fyrirvaralaust á sér. Meira »

Aukinn hraði leiðir til fleiri slysa

4.10. Samgöngustofa hefur ekki orðið vör við fjölgun kvartana vegna léttra bifhjóla, sem eru m.a. rafmagns- eða bensínknúnar vespur sem aka má á gangstígum og -stéttum auk hjólastíga. Samgöngustofa er þó meðvituð um þann möguleika að hægt er að breyta hjólunum svo þau komist hraðar og þá hættu sem breyttum hjólum fylgir. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Þórhildi Elínardóttur, samskiptastjóra stofunnar, við fyrirspurnum Morgunblaðsins. Meira »

Kvartmíluklúbburinn sýnir tryllitæki

4.10. Kvartmíluklúbburinn heldur tryllitækjasýningu nk. laugardag og sunnudag í Brim húsinu við Reykjavíkurhöfn.  Meira »

Frumsýna nýjan og gjörbreyttan Jimny

4.10. Suzuki bílar hf. frumsýna nýjan og gjörbreyttan Jimny næstkomandi laugardag, 6. október frá kl. 12-17 í húsakynnum sínum í Skeifunni 17. Meira »

Volvo V60 „Bíll ársins“ á Íslandi

4.10. Bíll ársins á Íslandi í ár er Volvo V60. Það er niðurstaða Bandalags íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem stendur á ári hverju fyrir valinu. Var tilkynnt um úrslitin við athöfn í húsnæði Blaðamannafélags Íslands. Meira »