„Sum hjólför hverfa ekki“

15.7. Erlendir ferðamenn óskuðu í dag eftir aðstoð rekstraraðila í Kerlingarfjöllum, eftir að hafa fest tvær bifreiðar sínar í grennd við fjallið Loðmund, sem er á milli Kerlingarfjalla og Setursins, hálendisskála ferðaklúbbsins 4x4. Akstur er bannaður á svæðinu og lögregla var kölluð til. Meira »

Hondzilla!

3.7. Eftir langa bið leit nýr Honda NSX dagsins ljós árið 2016. Japanski bílarisinn hefur hlaðið bílinn nýjustu tækni og skapað framúrskarandi ökutæki á gjafverði miðað við aðra ofursportbíla. Meira »

Lipur og sportlegur Frakki

27.6. Krafturinn í bílnum, var þéttur og góður, en vélin er 110 hestöfl og það var sérlega ánægjulegt að gefa honum vel inn á völdum köflum úti á þjóðveginum. Meira »

Gruna Opel um græsku

14.7. Þýsk yfirvöld eru að rannsaka bílaframleiðandann Opel, en rannsóknin er tengd díselhneykslinu, útblásturs-skandalnum sem leiddi til þess að Volkswagen og fleiri bílaframleiðendur þurftu að greiða milljarða evra í skaðabætur fyrir að hafa blekkt neytendur og yfirvöld. Meira »

Viðskiptavinir fá lánaðan bíl

13.7. Viðskiptavinir IKEA munu geta fengið lánaðan bíl í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja heim vörur sem þeir hafa keypt hjá versluninni. Er þetta hluti af samstarfsverkefni milli IKEA og Heklu sem gengur undir nafninu „Þvílíkt lán.“ Meira »

Taka í notkun þrjá nýja Hoppara

13.7. Kynnisferðir hafa tekið í notkun þrjá nýja tveggja hæða strætisvagna sem notaðir verða í skoðunarferðir í Reykjavík. Vagnarnir eru af gerðinni Higer og koma í stað eldri strætisvagna. Nýju vagnarnir er með sæti fyrir 62 farþega og þægilegir í öllu aðgengi. Meira »

Kia aftur efst hjá J.D Power

11.7. Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílamerki sem ekki teljast til lúxusmerkja. Meira »

Gæti verið skynsamlegast að skattleggja notkunina

10.7. Íslensk stjórnvöld leggja há gjöld á ökutæki og eldsneyti og var fyrir nokkrum árum reiknað út að bíleigendur legðu hinu opinbera til liðlega 70 milljarða króna árlega í gegnum ýmiskonar gjöld og greiðslur. Meira »

Tandurhreinn bíll í tólf skrefum

9.7. „Ég og bræður mínir höfðum lengi talað um að skapa okkur vinnu með því að þvo bíla. Þeir gerðu samt aldrei neitt í því svo ég lét bara vaða sjálf,“ segir Sylvía Björk Jónsdóttir sem rekur Bílaþvott Sylvíu á Akranesi (facebook.com/bilathvottursylviu). Meira »

Gæti hækkað verðið um 850 þúsund

6.7. Dæmi eru um að nýjar mengunarreglur gætu hækkað opinber gjöld á nýjar bifreiðar úr 1,75 milljónum í tæpar 2,6 milljónir.   Meira »

Kia Niro mun draga 450 km

5.7. Kia kynnti nýjan Kia Niro EV sem er hreinn rafbíll á bílasýningunni í Busan í Suður-Kóreu. Bíllinn verður formlega frumsýndur á alþjóðlegu bílasýningunni í París í haust en hann mun koma á markað í byrjun næsta árs. Meira »

BMW flytur hluta framleiðslunnar frá BNA

10.7. Þýski bílaframleiðandinn BMW gaf í gær út að hann hygðist flytja hluta framleiðslu jepplinga sinna frá Bandaríkjunum. Ákvörðunin kemur í kjölfar tollalagningar Bandaríkjastjórnar á ýmsar erlendar vörur en Kínverjar svöruðu með 40 prósenta tolli á bíla framleidda í Bandaríkjunum. Meira »

Hærri gjöld myndu bitna á almenningi

10.7. Þau tólf ár sem Özur Lárusson hefur starfað sem framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins hafa verið í meira lagi viðburðarík. Hann sér fram á ýmsar áskoranir fyrir eigendur og seljendur bíla hér á landi, bæði til skemmri og lengri tíma litið, og hefur áhyggjur af þeirri stefnu sem stjórnvöld virðast vera að gera sig tilbúin að taka. Meira »

Fólksbílum fjölgar hratt

6.7. Meðalfjöldi fólksbifreiða á hverja 1.000 einstaklinga hér á landi var meiri en í flestum löndum Evrópu árið 2016. Alls voru 240.508 fólksbifreiðar skráðar á Íslandi árið 2016, en samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu var mannfjöldinn á sama tíma 338.349 manns. Meira »

Hraða þróun ratsjár sjálfakandi bíla

5.7. Hyundai Cradle, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki Hyundai Motor, hefur keypt hlut í bandaríska tæknifyrirtækinu Metawave Corporation til að flýta þróun fyrirtækisins á hönnun ratsjár fyrir sjálfkeyrandi bíla. Meira »

Tveir nýir jeppar í farvatninu hjá Alfa Romeo

3.7. Ítalski sport- og lúxusbílasmiðurinn Alfa Romeo mun samkvæmt nýrri fjögurra ára framleiðsluáætlun koma með sjö ný eða umbreytt módel á markað fram til ársloka 2022. Meira »

Hlaðanlegir yfir 50%

3.7. Norsk yfirvöld hafa boðað hækkun skatts á hlaðanlega rafbíla með undir 50 km rafdrægi frá og með 1. júlí. Það varð til þess að sala á þessum bílum jókst stórum í vor og var hlutfall þeirra í nýskráningum í júnímánuði yfir 50%. Meira »

„Leiksvæði“ fyrir dollaragrínin

2.7. Þeir sem hyggjast ganga í nýjan einkaklúbb áhugamanna um hraðakstur verða vera moldríkir því einungis aðildargjaldið að klúbbnum er 350.000 dollarar, eða jafnvirði um 37 milljónir íslenskra króna. Meira »

Hóta að svara bílatollum Trump

3.7. Hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tolla innflutning á evrópskum bifreiðum hefur lagst illa í evrópsk stjórnvöld sem hóta gagnaðgerðum. Meira »

17,5% samdráttur í júní

2.7. Sala á nýjum bílum í nýliðnum júní dróst saman um 17,5% en nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili voru 2.597 eintök samanborið við 3.146 í sama mánuði fyrra. Meira »