Áhugi á rafmagnsbílum aldrei meiri

10:04 Áhugi landsmanna á rafknúnum bílum hefur aldrei mælst meiri en núna, en 42% þeirra sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan næstu þriggja ára vildu helst að bíllinn væri knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Fyrir þremur árum var hlutfallið 20%. Meira »

Drífand góður Land Cruiser 150

í gær Um langt árabil hefur Land Cruiser-jeppinn frá Toyota verið í slíkum metum hjá stórum hópi landsmanna að við liggur trúarbrögðum. Það er út af fyrir sig skiljanlegt; í honum fer saman drifgeta og þónokkur broddborgarabragur. Meira »

Góður bíll gerður betri

13.2. Nýtt ár hefur í för með sér nýja áfanga fyrir þýska sportbílasmiðinn Porsche. Er fyrsti fulltrúi þriðju kynslóðar af Porsche Cayenne-jeppanum að koma á götuna um þessar mundir, í þremur mismunandi útgáfum, Cayenne, Cayenne S og Cayenne Turbo. Víst er að nýgræðingurinn mun fara langt með að styrkja yfirburðastöðu Porsche í lúxusjeppaflokki enn frekar. Meira »

Nýr Sprinter heimsfrumsýndur

10:01 Nýr Mercedes-Benz Sprinter var heimsfrumsýndur á dögunum en þetta er þriðja kynslóð þessa vinsæla sendibíls sem mætir nú til leiks í nýrri og endurbættri útgáfu. Hann er búinn nýjustu tækni og verður fáanlegur í átta mismunandi stærðum en hann er væntanlegur til landsins í sumar. Meira »

Tíu stærstu eiga 75% af markaðinum

í gær Tíu stærstu fyrirtækin á bílaleigumarkaðinum eiga um 75% af öllum þeim bílum sem eru í bílaleiguflotanum og 20 stærstu fyrirtækin eiga um 88% af bílaleiguflotanum. Restin skiptist á hendur margra minni aðila. Meira »

Keppinautar hafa sýnt Honda áhuga

í gær Þreifingar hafa átt sér stað um kaup á Bernhard, sem er með umboð fyrir Honda. Þær hafa þó ekki leitt til formlegra viðræðna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira »

Helmingur VW bíla enn á götunum

19.2. Það tók Volkswagen 69 ár að selja milljón bíla í Noregi. Hið athyglisverða í því sambandi er að rúmur helmingur þeirra er enn á götunum. Samkvæmt upplýsingastofnun vegamálastofnunarinnar (OFV) eru 508.054 VW-bílar í notkun. Meira »

Opel og SsangYong flytja, Porsche stækkar

16.2. Bílabúð Benna býður á morgun, laugardag, til glæsilegs opnunarfagnaðar, í tilefni af flutningi á sýningarsölum Opel og Ssang Yong, í nýtt húsnæði að Krókhálsi 9. Meira »

Danskar veikar fyrir frönskum

16.2. Danskar konur eru veikar fyrir frönskum bílum. Það sannast ítrekað þegar teknar eru saman upplýsingar um árssölu nýrra bíla. Árið 2017 voru konur skráðar fyrir 18,4% seldra einkabíla sem er 30,7% aukning frá árinu 2016. Meira »

Nýr Kia Ceed kynntur til leiks

16.2. Nýr Kia Ceed var kynntur til leiks í gær en bíllinn verður frumsýndur með viðhöfn á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Þetta er þriðja kynslóð Kia Ceed hlaðbaksins sem kemur nú í talsvert breyttri mynd. Meira »

Flytur sýningarsali Opel og SsangYong

15.2. Starfsmenn Bílabúðar Benna hafa staðið í ströngu og lýkur atinu með opnun sýningarsala fyrir Opel, SsangYong og notaða bíla á nýjan stað. Meira »

BMW X2 frumsýndur hjá BL á morgun, laugardag

16.2. X2 er nýr fram- eða fjórhjóladrifinn bíll í X-línu BMW sem BL frumsýnir á morgun, laugardag, 17. febrúar milli kl. 12 og 16. Meira »

Jeppasýning Toyota á morgun

16.2. Á morgun, laugardaginn 17. mars, klukkan 12 - 16 verður hin árlega jeppasýning Toyota haldin í Kauptúni. Þetta er 9. árið sem hún er haldin og er sýningin orðin einn af fastaþáttum í lífi og starfi jeppa- og útivistarfólks. Meira »

Öruggustu bílarnir hjá Euro NCAP 2017

16.2. Nýliðið ár var með þeim annameiri hvað frumsýningar nýrra bíla varðar. Sem hafði og í för með sér aukin umsvif og álag á öryggisstofnunina Euro NCAP. Meira »

Ekki láta gabba þig við kaup á notuðum bíl

16.2. Framboðið af notuðum bílum hefur sjaldan verið betra og geta kaupendur því staðið vel að vígi þegar semja þarf um verðið á næsta heimilisbílnum. Því fylgir þó alltaf viss áhætta að kaupa notaðan bíl frekar en nýjan, og aldrei gaman að kaupa köttinn í sekknum. Meira »

Þakið tjáir hugarástand

15.2. Rolls-Royce kann að bjóða upp á toppklæðningu prýddum stjörnuljósum en bandaríska netbúnaðarfyrirtækið Harman hefur stigið skrefinu ofar og státar sig nú af topplúgu fyrir bíla sem endurspeglar hugblæ ökumanns. Meira »

Magnaður rafjeppi

15.2. Sprotafyrirtæki að nafni Byton mætti til leiks á rafeindatækjasýninguna í Las Vegas í byrjun ársins (CES) með þróunareintak af rafjeppa með sama nafni. Staðhæft er að drægi hans verði rétt rúmlega 500 kílómetrar. Meira »

Upp himnastigann fór hann

14.2. Uppátækin í bílgreininni eru eru til marks um mikið hugmyndaflug þeirra sem um markaðsmál bílaframleiðenda sjá.   Meira »

Froskarnir fá forgang

14.2. Yfirvöld í heimabæ heimskautakönnuðarins Jean-Baptiste Charcot, sjóræningjaborginni Saint-Malo, hafa lokað götu á bæjarmörkunum fyrir bílum. Meira »

Kia vann til þriggja iF verðlauna

14.2. Kia fékk þrenn verðlaun fyrir bíla sína á hinum alþjóðlegu iF hönnunarverðlaunum 2018.   Meira »