Benz fyrir byrjendur

3.1. Þegar ég var lítill polli leit ég á Mercedes-Benz sem bíl fyrir vel stæða gamla karla. Ég átti einmitt einn slíkan fyrir frænda, og man að hann ók um á agalega fallegum gylltum Benz-dreka. Meira »

Ný Kona komin á markaðinn

18.12. það er kunnara en frá þurfi að segja – alltént þeim sem lesa þetta blað að staðaldri – að hinn svokallaði „Compact Crossover“-flokkur, sem við getum kallað „sportlega borgarjepplinga“ eða eitthvað í þá áttina, hefur verið einn alvinsælasti stærðarflokkurinn undanfarna mánuði og misseri. Meira »

Roc & ról í boði Volkswagen

28.11. Það renna flest vötn bílabransans til snaggaralegra borgarjeppa með reffilegu yfirbragði um þessar mundir. Allir vildu Qashqai kveðið hafa og bæta um betur með litum og litasamsetningum sem einkum er beint að kaupendum í yngri aldurshópum. Meira »

Þegar hlustað er á það sem fólkið vill

6.11. Í flestum bókum um nýsköpun er að finna tilvitnun í Henry Ford, sem á að hafa sagt eitthvað á þá leið að það væri af og frá að leita til viðskiptavinanna eftir hugmyndum að nýjum vörum. „Ef ég hefði spurt fólkið hvers konar farartæki það vildi, þá hefði það beðið um hraðskreiðari hest,“ sagði Ford – en sagði samt ekki því fræðimenn hafa ekki enn getað sannreynt að ummælin séu frá honum komin. Meira »

Allir vegir færir

31.10. Að mínu mati er Audi Q5 einmitt rétta gerðin af bíl fyrir íslenskar aðstæður. Hann er nægilega mikill jeppi til að ráða við bíltúra út fyrir bæinn í slæmri færð en nógu nettur til að henta vel sem borgarbíll. Meira »

Sómasamlegur alþýðubíll

17.10. Dacia er það bílamerki sem vaxið hefur hvað hraðast á undanförnum árum í Evrópu. Frá því franski bílsmiðurinn Renault tók yfir rúmenska fyrirtækið árið 2004 eru komnar á götuna tæplega fimm milljónir Dacia-bíla. Sandero er minnstur í fjölskyldunni og jafnframt söluhæstur; höfðar enda til mjög stórs hóps kaupenda vegna lágs verðs. Meira »

Kia Stonic bætir sér í borgarjeppaslaginn

21.11. Eins og lesendum Bílablaðs Morgunblaðsins ætti að vera fullkunnugt um þá er svokallaður B-SUV- flokkur sá sem hvað mest gróska er í um þessar mundir. Hver framleiðandinn á fætur öðrum hoppar á vagninn og sendir frá sér bíl í flokkinn enda eftir allnokkru að slægjast; flokkurinn er sá sem vex örast þessi misserin og spár segja til um að téður flokkur verði sá stærsti í Evrópu 2020. Meira »

Leikbreytir á leiðinni frá Kia

3.11. Enn og aftur sýnir það sig hversu óendanlega klókt það var hjá Kia Motors að klófesta Þjóðverjann Peter Schreyer á sínum tíma, til að koma skikki á gæði jafnt sem hönnun bílanna frá þessum suður-kóreska framleiðanda. Herbragðið hefur í flestum aðalatriðum gengið upp og rúmlega það. Kia er eina bílamerkið, vel að merkja, sem hefur aukið söluna milli ára síðustu 8 árin. Meira »

Nýr og ferskur Polo fyrir nýja kynslóð

27.10. Það eru ekki margir bílaframleiðendur sem státa af því að hafa framleitt tiltekna gerð bíla síðan árið 1975, en það er einmitt tilfellið með Volkswagen Polo. Þessi smái en knái bíll hitti í mark á sínum tíma og hefur átt sinn kaupendahóp allar götur síðan. Meira »

Alveg passlegur

17.10. Ef Gullbrá ætlaði að kaupa sér Range Rover myndi hún velja nýja Velar. Þessi nýjasta viðbót við Range Rover-fjölskylduna hittir einhvern veginn á hárréttan stað; örlítið minni en hinn stæðilegi og stóri Range Rover og ögn stærri en Evoque, sem hefur frá upphafi haft á sér þann stimpil að vera jeppi hannaður fyrir konur. . Meira »
Sjá einnig: Reynsluakstur
(eldri bíladómar úr Finnur.is og Bílablaði Morgunblaðsins)