Breyttur og betri brautryðjandi

26.2. Toyota RAV4 fagnar 25 ára afmæli á þessu ári, en bíllinn markaði þáttaskil er hann kom á götuna 1994 og ruddi brautina fyrir jepplinga og smærri jeppa framtíðarinnar. Þar var kominn íverugóður hálfjeppi á undirvagni fyrir fólksbíl, fær í margan sjó og ekki að furða að hann hefur eignast margan vininn á Íslandi. Það segir líka sitt um ágæti RAV4, að frá 1994 hafa 8,5 milljónir eintaka af honum komið á götuna, þar af 810.953 stykki árið 2017. Lukka hans hefur verið sígandi. Meira »

Allt sem prýða má einn bíl

19.2. Þegar ég sá nýja Porsche 911 fyrst, á planinu fyrir utan Ricardo Tormo kappakstursbrautina í Valensía, varð mér hugsað til Nicks Jonas. Meira »

Gasalega fágaður

5.2. ES 300h er að mínu mati íðilfagur. Skarpar línurnar minna helst á kattardýr eða skorna vöðva ballerínu og vígalegt framgrillið gefur honum töffaralegan svip. Það skrifast væntanlega á reynsluleysi undirritaðrar af tegundinni að miðað við útlitið bjóst ég við meira óargadýri og hugsaði í fyrstu að fleiri hestar undir húddinu hefðu ekki skemmt fyrir. Meira »

Mikið fyrir peninginn

21.1. Oooh, ég elska hvað þú ert fordómalaus!“ Þetta var það fyrsta sem ferðafélagi minn í reynsluakstrinum á Rexton hafði að segja um fararskjótann. Það var engu líkara en ég hefði boðið honum í bíltúr á kassabíl. SsangYong hefur nefnilega hingað til kannski ekki þótt fínt merki. Rexton vekur ekki sömu hughrif og dýrari jeppar í sama flokki. Með 2018-árgerð bílsins er samt tilefni til að endurskoða viðhorfið gagnvart framleiðandanum. Maður kaupir sér kannski ekki sjálfsvirðingu með SsangYong, en maður fær heilmikið annað fyrir aurinn. Meira »

Fullkomlega raunhæfur sem heimilisbíll

1.1. „Ég fékk Niro afhentan á flugvellinum í Nice til reynsluaksturs um sveitir Suður-Frakklands. Þrátt fyrir tæknilegt innvols er Niro við fyrstu sýn í raun merkilega venjulegur í útliti og lítur svona sirka nákvæmlega út eins og maður ímyndar sér hefðbundinn heimilisbíl í stærri kantinum, sem verður að mestu notaður í innkaupaferðir, skutl á íþróttaæfingar og annað snatt. Snotur, þó það drjúpi ekki af honum kynþokkinn. Þetta er allavega ekki bíll til að aka löturhægt niður Laugaveginn og baða sig í athygli. Meira »

Urrandi vél í fallegum umbúðum

10.12. Veloce er ítalska orðið yfir hraða og hafa kraftmeiri útgáfurnar frá Alfa Romeo hlotið þessa nafnbót í gegnum tíðina. Giulietta Veloce kom fyrst á markað erlendis árið 2016 en er núna í fyrsta sinn fáanleg hér á landi. Meira »

Kaggi fyrir keisara

28.1. Að áeggjan félaga míns ákvað ég að prófa í fyrsta skipti að aka Bláfjallahringinn svokallaða milli jóla og nýars. Veðrið var ekki upp á það besta, rigningarsuddi og hávaðarok og vegurinn grófur eins og gamalt og slitið þvottabretti með fjölmörgum, risastórum drullupollum inn á milli. Þetta væri nú vart í frásögur færandi nema vegna þess hve óvenju vel akandi ég var þessi áramótin. Meira »

Sagður töfrateppi á fjórum hjólum

8.1. Það er ekki að ástæðulausu sem bílagagnrýnendur hafa gripið til þeirrar lýsingar að það sé líkast því að fara um á töfrateppi að aka nýjustu kynslóð Range Rover. Meira »

Í þægilegum jeppa á glæponaslóðum

14.12. 2019-árgerðin af Jeep Cherokee hefur fengið andlitslyftingu að innan og utan. Sýnilegustu breytingarnar eru á ytra byrðinu sem er töluvert breytt milli árgerða. Til að mynda hafa umdeild framhljós, sem þóttu minna á pírð augu og margir hreintrúarmenn fengu hroll yfir, fengið að víkja fyrir nýjum og stærri LED-ljósum sem sverja sig útlitslega meira í ætt við aðra meðlimi Jeep-fjölskyldunnar. Meira »

Í jeppaleik í Frankfurt

15.11. Suzuki Jimny-smájepparnir hafa lengi verið vinsælir hér á landi, bæði meðal almennings og einnig hjá bílaleigum, enda er hægt að aka bílnum eins og greifi úti á vegi, en einnig böðlast á honum um torfærur sem hinn venjulegi fólksbíll kemst ekki yfir. Meira »
Sjá einnig: Reynsluakstur
(eldri bíladómar úr Finnur.is og Bílablaði Morgunblaðsins)