Urrandi sportbíll í dulargervi

8.11. Fyrstu stefnumót geta verið taugatrekkjandi. Jú, vissulega leit Ítalinn út fyrir að vera vöðvastæltur og rennilegur á mynd. Og á pappír hljómaði hann eins og tíu af tíu mögulegum. En hvað ef hann getur svo ekkert? Eða reynist vera með óþægilega nærveru, pirrandi rödd eða, quelle horreur, er hreinlega leiðinlegur? Meira »

Gerður til að ögra náttúrulögmálunum

4.9. Audi A7 er hlaðinn notendavænni tækni og gleður eigandann með ljósasýningu þegar ýtt er á takkann sem læsir dyrunum og tekur úr lás. Farangursrýmið í þessum hraðskreiða kúpubak má stækka svo að það rúmar til dæmis heilt reiðhjól. Meira »

Blanda af öllu því besta

28.8. Ég er örugglega ekki einn um að velta því stundum fyrir mér hvaða eina bíl ég myndi kaupa ef ég ætti marga milljónatugi inni á bankabók. Í huganum fer ég yfir langan lista af öndvegisbílum og strika þá út hvern á fætur öðrum þar til að eftir standa tvö tryllitæki: Annars vegar nýi Bentley Continental GT og hins vegar Lamborghini Huracán Performante. Meira »

Hondzilla!

3.7. Eftir langa bið leit nýr Honda NSX dagsins ljós árið 2016. Japanski bílarisinn hefur hlaðið bílinn nýjustu tækni og skapað framúrskarandi ökutæki á gjafverði miðað við aðra ofursportbíla. Meira »

Sænska sigurförin heldur áfram

22.5. Það viðrar vel í Volvo-landi um þessar mundir, og hefur reyndar gert um nokkurra ára skeið þegar hér er komið sögu. Hinn sænsk-ættaði framleiðandi sem áður fyrr þótti ferkantaður og þunglamalegur í flesta stað, þó sannarlega væri hann öruggur, hefur undanfarin misseri ekki sent frá sér annað en framúrskarandi bíla sem eru í senn hörkuflottir að sjá, skemmtilegir að keyra og sem fyrr þrælöruggir, bæði fyrir farþega og í auknum mæli gangandi vegfarendur sömuleiðis. Meira »

Lipur smájeppi frá Ford

17.4. Það er gömul saga og ný að bílaframleiðendur bjóða ekki bara upp á stallbak, hlaðbak, skutbíl og jeppa í vöruvali sínu heldur tugi mismunandi tegunda af bílum, allt frá smæstu smábílum til voldugustu jeppa. Meira »

Sportbíll hins kurteisa manns

17.7. Suður af Tókýó liðast Hakone-vegurinn um fjallshlíðarnar og þar er hvorki hraðamyndavélar né lögreglumenn að sjá. Á þessum mergjaða vegi sýndi Lexus LC 500h hvað í honum býr. Meira »

Lipur og sportlegur Frakki

27.6. Krafturinn í bílnum, var þéttur og góður, en vélin er 110 hestöfl og það var sérlega ánægjulegt að gefa honum vel inn á völdum köflum úti á þjóðveginum. Meira »

Ítölsk fágun að hætti Alfa Romeo

24.4. Tvennt hefur mátt taka sem gefnum hlut í heimi bílanna á síðustu misserum; annars vegar er það stríður straumur smágerðra borgarjeppa frá nánast hverjum framleiðanda sem vera skal, og hins vegar að ólíklegustu sport- og lúxusbílaframleiðendur eru að fikra sig yfir á jeppamarkaðinn. Meira »

EcoSport: lipur smájeppi frá Ford

12.4. Komin er fram á sjónarsviðið ný kynslóð smájeppans EcoSport frá Ford og fellur hann í flokk einhvers staðar á milli fólksbíls og jepplings; yfirbyggingin er nett enda bíllinn á sömu grind og Ford Fiesta, en um leið er veghæðin feikileg, svo vel hæfir jeppa. Meira »
Sjá einnig: Reynsluakstur
(eldri bíladómar úr Finnur.is og Bílablaði Morgunblaðsins)