Drífand góður Land Cruiser 150

20.2. Um langt árabil hefur Land Cruiser-jeppinn frá Toyota verið í slíkum metum hjá stórum hópi landsmanna að við liggur trúarbrögðum. Það er út af fyrir sig skiljanlegt; í honum fer saman drifgeta og þónokkur broddborgarabragur. Meira »

Góður bíll gerður betri

13.2. Nýtt ár hefur í för með sér nýja áfanga fyrir þýska sportbílasmiðinn Porsche. Er fyrsti fulltrúi þriðju kynslóðar af Porsche Cayenne-jeppanum að koma á götuna um þessar mundir, í þremur mismunandi útgáfum, Cayenne, Cayenne S og Cayenne Turbo. Víst er að nýgræðingurinn mun fara langt með að styrkja yfirburðastöðu Porsche í lúxusjeppaflokki enn frekar. Meira »

Engar málamiðlanir

30.1. Viðbrögðin létu ekki á sér standa þegar ég stalst til að setja mynd af Bufori Geneva á Facebook-síðuna mína í síðustu viku. Sumum þótti bíllinn ferlega ljótur, en öðrum fannst hann hrikalega flottur. Meira »

Ný Kona komin á markaðinn

18.12. það er kunnara en frá þurfi að segja – alltént þeim sem lesa þetta blað að staðaldri – að hinn svokallaði „Compact Crossover“-flokkur, sem við getum kallað „sportlega borgarjepplinga“ eða eitthvað í þá áttina, hefur verið einn alvinsælasti stærðarflokkurinn undanfarna mánuði og misseri. Meira »

Kia Stonic bætir sér í borgarjeppaslaginn

21.11. Eins og lesendum Bílablaðs Morgunblaðsins ætti að vera fullkunnugt um þá er svokallaður B-SUV- flokkur sá sem hvað mest gróska er í um þessar mundir. Hver framleiðandinn á fætur öðrum hoppar á vagninn og sendir frá sér bíl í flokkinn enda eftir allnokkru að slægjast; flokkurinn er sá sem vex örast þessi misserin og spár segja til um að téður flokkur verði sá stærsti í Evrópu 2020. Meira »

Leikbreytir á leiðinni frá Kia

3.11. Enn og aftur sýnir það sig hversu óendanlega klókt það var hjá Kia Motors að klófesta Þjóðverjann Peter Schreyer á sínum tíma, til að koma skikki á gæði jafnt sem hönnun bílanna frá þessum suður-kóreska framleiðanda. Herbragðið hefur í flestum aðalatriðum gengið upp og rúmlega það. Kia er eina bílamerkið, vel að merkja, sem hefur aukið söluna milli ára síðustu 8 árin. Meira »

Benz fyrir byrjendur

3.1. Þegar ég var lítill polli leit ég á Mercedes-Benz sem bíl fyrir vel stæða gamla karla. Ég átti einmitt einn slíkan fyrir frænda, og man að hann ók um á agalega fallegum gylltum Benz-dreka. Meira »

Roc & ról í boði Volkswagen

28.11. Það renna flest vötn bílabransans til snaggaralegra borgarjeppa með reffilegu yfirbragði um þessar mundir. Allir vildu Qashqai kveðið hafa og bæta um betur með litum og litasamsetningum sem einkum er beint að kaupendum í yngri aldurshópum. Meira »

Þegar hlustað er á það sem fólkið vill

6.11. Í flestum bókum um nýsköpun er að finna tilvitnun í Henry Ford, sem á að hafa sagt eitthvað á þá leið að það væri af og frá að leita til viðskiptavinanna eftir hugmyndum að nýjum vörum. „Ef ég hefði spurt fólkið hvers konar farartæki það vildi, þá hefði það beðið um hraðskreiðari hest,“ sagði Ford – en sagði samt ekki því fræðimenn hafa ekki enn getað sannreynt að ummælin séu frá honum komin. Meira »

Allir vegir færir

31.10. Að mínu mati er Audi Q5 einmitt rétta gerðin af bíl fyrir íslenskar aðstæður. Hann er nægilega mikill jeppi til að ráða við bíltúra út fyrir bæinn í slæmri færð en nógu nettur til að henta vel sem borgarbíll. Meira »
Sjá einnig: Reynsluakstur
(eldri bíladómar úr Finnur.is og Bílablaði Morgunblaðsins)