Rafíþróttir

Hægt að ná árangri með notkun tölvuleikja í kennslu

Rannsókn var gerð í Ástralíu nýlega þar sem hegðun sjö og átta ára barna í skólum þar í landi sem spila tölvuleiki var rannsökuð. Niðurstaðan sýndi að hægt er að ná árangri með notkun tölvuleikja í kennslustofum. Meira.

Rafíþróttamaður vikunnar

Íslendingur einn af 350 bestu spilurum Norður-Ameríku

Kjartan Daníel Helgason, 20 ára, er nemi við Ohio State-háskóla í Bandaríkjunum þar sem hann lærir tölvunarfræði og hefur gert síðustu tvö ár. Ásamt því að vera nemi við skólann spilar hann einnig fyrir League of Legends-lið skólans.

Vodafone-deildin

Stig L U/T M
Dusty 26 14 13/1 102
KR 24 14 12/2 81
XY 22 14 11/3 62
HaFiÐ 10 14 5/9 -28
Tindastóll 10 14 5/9 -22
Þór 10 14 5/9 -44
Fylkir 8 14 4/10 -51
Aurora 2 14 1/13 -100

Vodafone-deildin er úrvalsdeild stórmóts RÍSÍ í CS:GO (CounterStrike: Global Offensive) sem haldið er tvisvar á ári. Sjá meira hér.

Græjuhornið

Garmin Instinct – Esports Edition