Sjáðu helstu tilþrif síðustu umferðar

Það vantar ekki fjörið í íslensku senunni í Rocket League en í myndbandinu hér að ofan má horfa á helstu tilþrif tíundu umferðar RLÍS, sem fór fram í síðustu viku.

Aðeins tvær vikur eru eftir af tímabilinu en það þýðir að úrslitin verða ráðin eftir fjórar umferðir.

Nánast jafnir á toppnum

Breiðablik situr á toppnum með átján stig líkt og LAVA Esports, sem stendur alveg uppi í hárinu á þeim, en þó með fjögurra marka forskot.

Þór situr í þriðja sæti deildarinnar eins og er en með fjórtán stig. Á myndinni hér fyrir neðan má skoða stöðu deildarinnar þessa stundina.

Staða deildarinnar í Rocket League á Íslandi.
Staða deildarinnar í Rocket League á Íslandi. Grafík/RLÍS

Sýna frá tilþrifum hverrar umferðar

Myndbönd með tilþrifum hverrar umferðar RLÍS eru birt á YouTube-rás íslenska samfélagsins í Rocket League og í myndbandinu hér neðst í fréttinni má til dæmis horfa á tilþrif níundu umferðar deildarinnar.

Að sama skapi fara fregnir af deildinni sem og umræður tengdar leiknum fram á Discord-rás íslenska Rocket League-samfélagsins.

Þykir því tilvalið fyrir áhugasama að sækja sér félagsskap þangað hafi þeir hug á að kynnast fleiri íslenskum leikmönnum og jafnvel taka þátt í senunni.mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert