Best um helgina

4.2. Reykjavíkurleikarnir hófust fimmtudaginn 24. janúar og lauk í gær 3. febrúar með glæsilegri lokahátíð í Laugardalshöll. Þetta var í 12. sinn sem leikarnir fóru fram en í ár var keppt í 18 íþróttagreinum. Rúmlega sjö hundruð erlendir gestir af 45 mismundandi þjóðernum komu til landsins til að taka þátt í þessari miklu íþróttahátíð með flestu af besta íþróttafólki okkar Íslendinga. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir tekið þátt. Meira »

Reykjavíkurleikum lokið - myndasyrpa

4.2. Reykjavíkurleikunum lauk í gær en þeir stóðu yfir í höfuðborginni frá 24. janúar til 3. febrúar og keppt var í níu til tíu íþróttagreinum hvora helgi. Meira »

Svissneskur sigur í listskautum

4.2. Svissneska stúlkan Tanja Odermatt sigraði nokkuð óvænt í kvennaflokki í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna í gær. Odermatt var í þriðja sæti eftir skylduæfingarnar á laugardaginn en gerði virkilega vel í frjálsu æfingunum sem tryggðu henni sigurinn. Meira »

Átta Íslandsmet í keilu

4.2. Keilukeppni Reykjavíkurleikanna 2019 var bæði fjölmenn og spennandi. Hátt í 100 manns tóku þátt þar af 34 erlendir keppendur frá sex löndum. Átta Íslandsmet voru sett á mótinu. Meira »

Hafdís og Moore stigahæst

3.2. Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í dag. Flest af besta frjálsíþróttafólki landsins mætti feiknasterkum erlendum keppendum á mótinu en erlendir keppendur voru 31 talsins frá 7 löndum. Samkvæmt stigatöflu Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins áttu Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Marcellus Moore frá Bandaríkjunum bestu afrek mótsins. 6,49 m langstökk Hafdísar gaf 1.106 stig og 60 m hlaup Marcellus Moore gaf 1.092 stig. Meira »

Ásgeir þýskur meistari

3.2. Ásgeir Sigurgeirsson varð í dag þýskur meistari með liði sínu, Sgi Ludwigsburg, í skotfimi. Keppt er með liðafyrirkomulagi og eru karlar og konur saman í liði. Fimm liðsmenn keppa hverju sinni og skiptast keppendur á að taka þátt. Ásgeir gat ekki tekið þátt í úrslitaleiknum í dag þar sem hann var að keppa á Reykjavíkurleikunum í skotfimi um helgina. Meira »

Hlynur Örn sigraði í keilu

3.2. Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR sigraði í keilumótinu á Reykjavíkurleikunum sem lauk í kvöld. Hlynur sigraði Gunnar Þór Ásgeirsson úr ÍR í úrslitaviðureigninni með aðeins einum pinna, 234 gegn 233, og réðust úrslitin í síðasta kasti Hlyns þegar hann náði 9 keilum og sigraði þar með keppnina með aðeins einum pinna. Í undanúrslitum mættu þeir Svíanum Mattias Möller sem leiddi forkeppnina og Jóni Inga Ragnarssyni úr Keilufélagi Reykjavíkur. Jón Ingi varð í 3. sæti en Möller hafnaði í því 4. Meira »

Eysteinn og Sissal best í badminton

3.2. Um helgina var keppt í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum í TBR-húsinu en um síðustu helgi var alþjóðlegt fullorðinsmót á dagskránni. Alls voru 146 keppendur skráðir til þátttöku á unglingamótinu, þar af rúmlega 50 frá Færeyjum. Með keppendunum frá Færeyjum kom hópur af þjálfurum, fararstjórum og foreldrum og var heildarfjöldi hópsins því vel yfir 100 manns. Færeyingar hafa verið duglegir að taka þátt í þessu móti undanfarin ár og setja skemmtilegan svip á mótið. Meira »

Jórunn sigraði í skotfimi með loftriffli

3.2. Skotfimikeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll um helgina. Í dag var keppt með loftriffli. Að lokinni undankeppni var Jórunn Harðardóttir efst með 597,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir önnur með 590,1 stig en hvort tveggja er árangur yfir ólympíulágmarki. Í þriðja sæti var svo Guðmundur Helgi Christensen með 588,7 stig. Meira »

Vantaði upp á grimmdina

3.2. „Mér leið betur núna en á undaförnum æfingum og í undanförnum keppnum sem er jákvætt en það vantaði aðeins upp á grimmdina hjá mér í dag,“ sagði Aníta Hinriksdóttir frjálsíþróttakona í samtali við mbl.is í Laugardalshöllinni í dag en Aníta hafnaði í þriðja sæti í 800 metra hlaupi á tímanum 2:04,88 sem er aðeins frá hennar besta tíma á árinu sem er 2:01,05. Meira »

Allt á uppleið hjá Guðbjörgu

3.2. „Ég er mjög sátt með mína frammistöðu á þessu móti,“ sagði hin 16 ára gamla Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir frjálsíþróttakona í samtali við mbl.is í Laugardalshöllinni í dag en Guðbjörg, sem er ríkjandi Evrópumeistari U18 ára í 100 metra hlaupi, endaði í þriðja sæti í 60 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum í dag. Meira »

Kristín Valdís byrjaði vel

3.2. Listskautakeppni Reykjavíkurleikanna er nú í fullum gangi í Skautahöllinni í Laugardal. Í kvennaflokki eru níu keppendur þar af þrír Íslendingar, Eva Dögg Sæmundsdóttir, Skautakona ársins 2018, Margrét Sól Torfadóttir, Íslandsmeistari 2018 í kvennaflokki, og Kristín Valdís Örnólfsdóttir, sem er að taka þátt í fyrsta skipti í fullorðinsflokki. Meira »

Strákarnir koma langt að

3.2. Tveir strákar taka þátt í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna í ár. Skipuleggjendur mótsins segja það ávallt gaman að fá karlkyns keppendur í listhlaup á skautum til landsins enda auki það á fjölbreytnina í keppninni. Báðir eru þeir komnir langt að, Darian Kaptisch frá Ástralíu og Jang Elliot frá Kínverska-Taipei. Meira »