„Gylfi er fullfær um að taka sínar eigin ákvarðanir“

„Ég veit að allir FH-ingar hefðu viljað fá hann í FH,“ sagði fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson í Dagmálum.

Emil, sem er 39 ára gamall, lagði skóna á hilluna síðasta sumar eftir afar farsælan atvinnumannaferil en er búsettur á Ítalíu í dag og stefnir á umboðsmennsku í framtíðinni. 

Aðstæður breytast hjá mönnum

Emil og Gylfi Þór Sigurðsson eru góðir vinir og báðir uppaldir hjá FH í Hafnarfirðinum en margir FH-ingar voru svekktir með ákvörðun Gylfa Þórs að ganga til liðs við Val á dögunum.

„Svo breytast aðstæður hjá mönnum og boltinn hérna heima er orðinn aðeins öðruvísi en það var,“ sagði Emil.

„Gylfi er fullfær um að taka sínar eigin ákvarðanir og ef hann hefur ákveðið að fara í Val er eitthvað sem býr þar að baki.

Ég vona að hann eigi geggjað tímabil og að hann verði valinn aftur í landsliðið,“ sagði Emil meðal annars.

Viðtalið við Emil í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert