Flytur inn fyrsta bitcoin-hraðbankann

Flytur inn fyrsta bitcoin-hraðbankann

Í gær, 22:00 Fyrsti bitcoin-hraðbankinn á Íslandi verður kynntur til sögunnar á morgun í gistihúsinu Hlemmur Square sem stendur við hlið Hlemms. Meira »

Verulegur viðsnúningur hjá Ístaki

Í gær, 22:12 Verktakafyrirtækið Ístak hf. hagnaðist um 193 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem lauk 30. september 2017, samanborið við 485 milljón króna tap árið á undan. Meira »

16,8 milljóna evra hagnaður Eimskipa

Í gær, 18:57 Hagnaður ársins 2017 hjá Eimskip nam 16,8 milljónum evra. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá fyrirtækinu vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs á síðasta ári. Meira »

„Þetta er bara annað módel“

Í gær, 16:18 „Þetta er bara annað módel,“ segir Ragnar Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is spurður út í áform félagsins um að stofna leigufélag á sama tíma og það er þátttakandi í slíku félagi innan Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og hvort það sé ekki ávísin á óhagræði. Meira »

Ákærðir fyrir Nutella-söluna

Í gær, 15:44 Frönsku Intermarche matvöruverslanirnar eiga nú yfir höfði sér málssókn vegna mikils afsláttar á Nutella súkkulaðismyrju. Afslátturinn leiddi til mikils handagangs í verslununum fyrr á þessu ári, er til átaka kom þegar neytendur reyndu að krækja í afsláttarkrukkurnar. Meira »

Kaupir 2.500 fermetra bankahús

Í gær, 15:28 Á morgun verður verslunin Sólargluggatjöld opnuð í nýju húsnæði í Ármúla 13a en í gegnum tíðina hafa ýmsar fjármálastofnanir verið þar til húsa. Meira »
Svæði

Níu ár að safna fyrir innborgun í nýja eign

Í gær, 14:32 Fermetraverð nýrra eigna er almennt hærra en eldri eigna. Þær eru jafnframt stærri og auk þess er verið að byggja á hlutfallslega dýrum svæðum. Það leiðir til þess að ungt fólk verður að meðaltali 9 ár að safna fyrir innborgun í nýjar eignir í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Meira »

Hefur nær tvöfaldað hlut sinn í Vodafone

Í gær, 13:36 Breski vog­un­ar­sjóður­inn Lans­dow­ne Part­nes hefur næstum tvöfaldað hlut sinn í Fjarskiptum, móðurfélagi Vodafone, frá því í október og á nú 11,16% í félaginu. Meira »

Laun hækkað um 7,3% síðustu 12 mánuði

Í gær, 12:53 Launavísitala í janúar 2018 er 635,6 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,3%. Meira »

„Innihaldslaust blaður“

Í gær, 12:26 Fjármálaráðherra segir að það sé að koma í ljós að yfirlýsingar Miðflokksins fyrir þingkosningarnar hafi verið gjörsamlega innihaldslausar. „Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi einn þriðja af Arion banka [...] þær voru innihaldslaust blaður.“ Meira »

Ekki annað hægt en að „segja bravó“

Í gær, 11:31 Fjármálaráðherra vísar því á bug að pukur og fúsk hafi verið uppi á borðum í tengslum við söluferlið á Arion banka. Hann segir að ef menn skoði stöðugleikasamningana þá sé ekki annað hægt að gera en að segja bravó. „Þetta gekk hundrað prósent upp.“ Meira »

Stjórnendasvikum stórfjölgar

Í gær, 10:43 Eftir að gjaldeyrishöftin voru afnumin hafa svokölluð stjórnendasvik færst í aukana en í þeim felst að fjársvikamenn villa á sér heimildir og þykjast vera stjórnendur í fyrirtæki sem svikatilraunin beinist gegn. Meira »

Breytingar á leiðakerfi tengdar Asíuflugi

Í gær, 09:20 Flug til Austur-Asíu er háð því að semjist við Rússa um yfirflugsheimild og áætlunarflug til Rússlands. WOW air hyggst byggja upp nýjan „banka“ með brottförum til Evrópu frá klukkan 12. Meira »

Segja öryggið fært inn í 21. öldina

Í gær, 08:38 Securitas hefur náð samningum um samstarf við Alarm.com, stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði.  Meira »

Bættu sjóðunum kostnaðinn

Í gær, 08:08 Kaupþing, sem í gegnum félagið Kaupskil, á langstærsta hlutinn í Arion banka, féllst á að greiða hópi lífeyrissjóða um 60 milljónir króna í sáttagreiðslu í kjölfar viðræðna þeirra um möguleg kaup lífeyrissjóðanna á umtalsverðum hlut í bankanum. Meira »

N1 hagnaðist um 2,1 milljarð

í fyrradag N1 hagnaðist um 2,1 milljarð króna á árinu 2017 samanborið við 3,4 milljarða árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,3% á síðasta ársfjórðungi ársins vegna hagstæðrar þróunar á heimsmarkaðsverði olíu og auknum umsvifum í bílaþjónustu. Meira »

Einskiptiskostnaður litaði afkomuna

í fyrradag Skeljungur hagnaðist um 1.143 milljónir króna á árinu 2017 samanborið við 1.262 milljónir árið áður en lækkunn nemur 9,4%.  Meira »

Stofna leigufélag án hagnaðarsóknar

í fyrradag Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gærkvöldi að stofna leigufélag fyrir félagsmenn VR sem ekki yrði rekið í hagnaðarskyni. Áður hafði trúnaðarráð félagsins hvatt til þess að slíkt félag yrði stofnað. Meira »

Olíuotkun áfram í vexti næstu 20 árin

í fyrradag Notkun á olíu sem orkugjafa mun líklega halda áfram að aukast og ná hámarki eftir 20 ár samkvæmt spá greinenda hjá breska olíurisanum BP. Meira »

Átta nýir stjórnendur hjá Icelandair

í fyrradag Gerðar hafa verið umtalsverðar skipulagsbreytingar á nýju rekstrarsviði Icelandair og hafa nýir forstöðumenn verið ráðnir til nýrra starfa. Meira »

Kostur í þrot að beiðni tollstjóra

í fyrradag Matvöruverslunin Kostur var tekin til gjaldþrotaskipta í síðustu viku að beiðni tollstjóra vegna vangreiddra opinberra gjalda. Meira »

Undirrituðu nýjan kjarasamning í nótt

í fyrradag Flugfreyjufélag Íslands og WOW air undirrituðu kjarasamning í nótt sem gildir til 29. febrúar 2020 verði hann samþykktur af félagsmönnum. Meira »

Auglýsa stöðu aðstoðarseðlabankastjóra

í fyrradag Forsætisráðuneytið auglýsir nú eftir aðstoðarseðlabankastjóra til þess að taka við keflinu af Arnóri Sighvatssyni í júlí en samkvæmt lögum um Seðlabankann getur hann ekki sótt aftur um starfið eftir tvær skipanir. Meira »

Lyf og heilsa kaupir gluggaframleiðanda

í fyrradag Lyfjaverslanakeðjan Lyf og heilsa hefur keypt allt hlutaféð í gluggaframleiðandanum Berki og hefur Samkeppniseftirlitið lagt blessun sína yfir samrunann. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir