Fyrirhugaður samruni ógiltur

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18:01 Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Farsímasala dregst saman um allt að 10%

14:20 Innflutningur á farsímum hefur dregist saman um 5,5% og sala á farsímum um allt að 10% hjá stærri söluaðilum.  Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

14:10 Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

SEB-bankinn flæktur í stórt skattsvikamál

12:56 Sænski bankinn SEB sætir rannsókn þýskra skattayfirvalda vegna gruns um að bankinn hafi árið 2010 svikið um milljarð sænskra króna, jafnvirði um þrettán milljarða íslenskra króna, út úr þýska skattinum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins, sem birt var í morgun og unnin er í samstarfi við Correctiv, teymi þýskra rannsóknarblaðamanna. Fléttunni hefur verið lýst sem „stærsta skattsvikamáli Evrópu í seinni tíma“. Meira »

Kornið lokar útsölustöðum

12:10 Fjárhagsleg endurskipulagning leiðir til þess að útsölustöðum Kornsins fækkar að minnsta kosti um þrjá.  Meira »

Helgi nýr forstöðumaður hjá Advania

12:07 Helgi Björgvinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður yfir sölu á hugbúnaðarlausnum hjá Advania. Helgi fer fyrir sölu á sérsniðnum hugbúnaðarlausnum Advania auk lausna frá lykilbirgjum fyrirtækisins svo sem Salesforce, Software AG, Oracle og Outsystems. Meira »

„Bullandi tap“ í landsbyggðunum

11:44 Afkoma hótela og gistiheimila í landsbyggðunum fer versnandi og mörg þeirra eru rekin með tapi. Þá hefur hagnaður bílaleiga og hópbílafyrirtækja svo gott sem þurrkast út á allra síðustu árum, samkvæmt nýrri könnun KPMG á afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Tafir á greiðslum Kortaþjónustunnar

10:42 Færsluhirðing Viðskiptavinir Kortaþjónustunnar, m.a. kaupmenn, hafa orðið fyrir því í okkur skipti að undanförnu að uppgjör til þeirra hafa dregist. Meira »

„Mistök sem ég tek á mig“

10:15 Hrólfur Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, segir það á sinni ábyrgð að hafa ekki stigið inn þegar hluta af framúrkeyrslu, 120 milljónum króna, var eytt í framkvæmdir við braggann í Nauthólsvík án þess að heimild var fyrir því. Meira »

Eldsneytismarkaðurinn á tímamótum

10:12 Samrunaferli N1 og Festar hefði getað tekið mun skemmri tíma og heppilegra hefði verið ef Samkeppniseftirlitið hefði gefið út frá upphafi hvaða markmiðum það vildi ná. Meira »

Dómari krefur Tchenguiz um afsökunarbeiðni

08:35 Breskur dómari snupraði kaupsýslumanninn Robert Tchenguiz í gær og sagði kaupsýslumanninn skulda fólki og fyrirtækjum afsökunarbeiðni fyrir að málshöfðun á hendur þeim. Meðal annars fyrrverandi lögmanni Kaupþings, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. Tchenguiz ætlar ekki að biðjast afsökunar. Meira »

Krónan lækkað um 11%

08:08 „Það kom veikingarhrina fyrr í mánuðinum. Svo komu nokkrir rólegri dagar í kjölfarið, en nú er krónan aftur að veikjast,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, í samtali í ViðskiptaMogganum í dag, en gagnvart evru hefur krónan veikst um 11% frá því er best lét í sumar. Meira »

Hrun í bílasölu eftir að krónan gaf eftir

07:57 Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, áætlar að sala nýrra fólksbíla hafi dregist saman um 30% síðustu 3-4 vikur. Samdrátturinn hafi hafist eftir að gengi krónu fór að gefa eftir í sumarlok. Sala til bílaleiga er meðtalin en hlutur hennar í heildarsölunni hefur farið minnkandi. Meira »

Samið um hugverkaréttindi

07:40 Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur undirritað samstarfssamning (MOU) á milli íslenskra og kínverskra stjórnvalda um samstarf og samvinnu á sviði hugverkaréttinda (einkaleyfa og vörumerkja). Meira »

Ekkert bólar á kostnaðarmatinu

05:30 Hvorki stéttarfélögin í Starfsgreinasambandi Íslands og VR né Samtök atvinnulífsins hafa enn birt mat á kostnaði við kjarakröfur félaganna vegna endurnýjunar kjarasamninga. Meira »

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

í gær Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Saka Facebook um blekkingar

í gær Hópur auglýsenda hefur höfðað mál gegn Facebook fyrir að hafa blekkt þá. Auglýsendurnir halda því fram að þeir hafi keypt myndbandsauglýsingar á Facebook vegna þess að þeir héldu að notendur samfélagsmiðilsins væru að horfa á slíkar auglýsingar lengur en þeir voru að gera í raun og veru. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

í gær Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk-íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

í gær Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

í gær Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

í gær Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

í gær Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

í gær Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

í gær Íbúðaverð mun hækka um 8,2% að meðaltali á þessu ári, 5,5% á næsta ári og 4,4% árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Þá kemur fram að aldrei hafi verið erfiðara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

í gær Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir