Starfsmannaleigur fái vottun

Starfsmannaleigur fái vottun

Í gær, 23:19 Þær starfsmannaleigur sem eru með allt sitt í lagi gætu á næstunni fengið vottun hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandinu. Meira »

Leiðakerfi WOW stækkað um 15%

Í gær, 20:14 Flugfélagið WOW air ætlar að stækka leiðarkerfi sitt um 15% á næsta ári. Auka á tíðni flugferða til stærstu áfangastaða félagsins í Bandaríkjunum vegna eftirspurnar Indverja þegar WOW hefur flug til Delí á Indlandi. Meira »

Saka Facebook um blekkingar

Í gær, 19:57 Hópur auglýsenda hefur höfðað mál gegn Facebook fyrir að hafa blekkt þá. Auglýsendurnir halda því fram að þeir hafi keypt myndbandsauglýsingar á Facebook vegna þess að þeir héldu að notendur samfélagsmiðilsins væru að horfa á slíkar auglýsingar lengur en þeir voru að gera í raun og veru. Meira »

Léttlestir og rafvagnar til umræðu

Í gær, 19:33 Fulltrúi frá franska samgöngulausnafyrirtækinu Alstom ræddi á fundi um Borgarlínu í dag. Fyrirtækið hannar kerfi bæði fyrir rafdrifna strætisvagna og léttlestir en það var fransk íslenska viðskiptaráðið sem stóð fyrir fundinum og hann sóttu m.a. fulltrúar frá sveitastjórnum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Í gær, 19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

Í gær, 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Lögbannskröfu á Tekjur.is hafnað

Í gær, 18:30 Lögbannskröfu Ingvars Smára Birgissonar á vefinn Tekjur.is var hafnað af sýslumanni. Í synjunarbréfi sýslumanns, sem mbl.is hefur undir höndum, er fallist á að brotið sé gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda. Ingvar Smári hyggst leita réttar síns fyrir dómstólum. Meira »

Minna álag með styttri vinnuviku

Í gær, 14:58 Stytting vinnuvikunnar hefur almennt haft jákvæð áhrif á starfsfólk Reykjavíkurborgar og ríkisins, en viðmælendur í skýrslu sem unnin var fyrir BSRB fundu almennt fyrir jákvæðum áhrifum á líkamlega og andlega líðan. Þá gerði stytting vinnuviku starf á vinnustöðum markvissara og dró úr veikindum. Meira »

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

Í gær, 13:12 Íbúðaverð mun hækka um 8,2% að meðaltali á þessu ári, 5,5% á næsta ári og 4,4% árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Þá kemur fram að aldrei hafi verið erfiðara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Meira »

Aðeins tveir fengið skattskrána

Í gær, 11:45 Einungis tveir aðilar hafa fengið skattskrá allra Íslendinga yfir 18 ára afhenta frá ríkisskattstjóra og koma þannig til greina sem aðilar á bak við vefsíðuna tekjur.is „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef frá starfsmönnum ríkisskattstjóra þá hafa bara tveir aðilar fengið þetta á pappír.“ Meira »

32 milljónir fyrir aðkeypta vinnu

Í gær, 11:00 Forsætisráðuneytið hefur gert verksamninga um aðkeypta ráðgjöf, sérverkefni og verkefnisstjórn við 23 aðila frá því að sitjandi ríkisstjórn tók við. 8. október síðastliðinn hafði ráðuneytið greitt 32.646.798 kr. vegna þessara verkefna. Meira »

Landsbankinn tekur í notkun kortaapp

Í gær, 10:19 Landsbankinn hefur tekið í notkun nýtt kortaapp þar sem viðskiptavinir bankans geta greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum með símanum sínum. Appið sem heitir Kort er enn í prófun, en viðskiptavinir geta næstu vikuna tekið þátt í prófunum. Meira »

Verða að bregðast við öldrun þjóða

Í gær, 10:17 Ríkisstjórnir Evrópulanda verða að gera breytingar til að mýkja áhrifin sem öldrun íbúa álfunnar gæti haft á efnahagslífið. Þetta segir háttsettur stjórnandi hjá Seðlabanka Evrópu. Verði ekkert að gert muni áhrifin á efnahagslífið verða grafalvarleg. Meira »

Vonbrigði með St. Louis

Í gær, 08:32 WOW air mun draga úr flugi til Miðvesturríkja Bandaríkjanna frá næstu áramótum. Flugi til St. Louis verður hætt 7. janúar og ekki stendur til að borgirnar Cincinnati og Cleveland verði á sumaráætlun flugfélagsins næsta sumar. Meira »

Vænta lækkunar og fresta skiptum

Í gær, 07:57 Farið er að bera á því að erfingjar dánarbúa séu farnir að gera sér væntingar um að skattstofn erfðafjárskatts lækki eftir næstu áramót og óski eftir frestum á skiptalokum fyrirliggjandi dánarbúa fram yfir þann tíma. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

Í gær, 05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

Í gær, 05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

Nordea sakaður um peningaþvættisbrot

í fyrradag Stærsti banki Norðurlandanna, Nordea, hefur verið ásakaður um að brjóta gegn reglum um peningaþvætti. Fréttastofa Reuters greinir frá því að ásakanirnar hafi borist sænsku viðskiptaglæpadeildinni frá Hermitage Capital Management í dag. Meira »

„Pláss er orðið lúxusvara“

í fyrradag Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá GAMMA, segir misvísandi merki á ferðinni á fasteignamarkaði í dag. Það hafi klárlega dregið úr hækkunarhraðanum, en að hann geti áfram sagt með vissu að það sé íbúðaskortur fyrir ákveðna tegund kaupenda. Meira »

7 þúsund íbúðir á þremur árum

í fyrradag Talsvert fleiri íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu nú en í mars. Munar þar mestu um íbúðir á fyrstu byggingarstigum. 92% af heildarfjölda íbúða í byggingu eru í fjölbýli, en enn er þó byggt of lítið af litlum íbúðum miðað við eftirspurn. Frá 2018 til 20 er gert ráð fyrir 7 þúsund íbúðum á markað. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

í fyrradag Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

í fyrradag Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

í fyrradag Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

WOW air flýgur á ný til Tel Aviv

í fyrradag WOW air mun hefja flug á ný til Tel Aviv í Ísrael næsta sumar. Flugfélagið tilkynnti í júlí að flugi til borgarinnar yrði hætt í októ­ber en WOW air hóf flug til Ísrael í sept­em­ber í fyrra. Wow mun hins vegar hætta að fljúga til St. Louis. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

í fyrradag Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

Audi sektað um 108 milljarða

í fyrradag Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur verið sektaður um 800 milljónir evra, 108 milljarða íslenskra króna, fyrir frávik frá reglugerðum um díselvélar. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir