„Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“

„Útlitið nánast aldrei jafn dökkt og nú“

í fyrradag Fulltrúar fjögurra japanskra fyrirtækja segja það grafalvarlegt mál ef engin íslensk loðna kemur inn á markaðinn í ár. Í fyrra keyptu japönsk fyrirtæki tuttugu þúsund tonn af loðnu frá Íslandi en auk þess eru Japanar helstu kaupendur loðnuhrogna. Meira »

Tóku í notkun fyrsta 5G-sendi landsins

í fyrradag Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur tekið í notkun fyrsta 5G-sendinn á Íslandi og hóf í gær prófanir á 5G-farsíma- og netþjónustu. Meira »

Iceland Seafood sameinar dótturfélög

200 mílur í fyrradag Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að hefja sameiningu á tveimur dótturfélögum sínum á Spáni, Iceland Seafood Spain og Icelandic Ibérica. Félagið Icelandic Ibérica varð hluti af ISI-samsteypunni í september á síðasta ári, í kjölfar kaupa ISI á Solo Seafood sem þá var aðaleigandi Icelandic Ibérica. Meira »

Teatime vekur mikla athygli

21.2. Íslenska fyrirtækið Teatime Games gaf út Hyperspeed í gær, fyrsta leikinn af mörgum sem byggjast á nýrri hugmyndafræði sem vakið hefur mikla athygli erlendis. Meira »

Milliliðalaus tengsl gera viðskiptin skjótari og ódýrari

21.2. Þrjú íslensk fjármálafyrirtæki hafa á skömmum tíma gerst aðilar að dönsku kauphöllinni, Nasdaq Copenhagen; Fossar markaðir, Íslandsbanki og Kvika banki, þau tvö síðastnefndu fyrr í þessum mánuði. Meira »

Fuglinn lærir að fljúga með aðferðum gervigreindar

21.2. Sprotafyrirtækið Flygildi sem hannar fuglsdróna hefur tryggt sér tugmilljóna fjárfestingu til þess að hefja markaðssókn erlendis. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

21.2. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Kaupir helmingshlut í Sea Data Center

21.2. Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmingshlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Meira »

Vel undir veturinn búin

21.2. „Við erum vel undir veturinn búin,“ sagði Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, á opnum fundi í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem rætt var um skýrslu peningastefnunefndar og stöðu efnahagsmála í landinu. Meira »

Frá Samskipum til Daga

21.2. Pálmar Óli Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Daga, en fyrirtækið annast fasteignir, ræstingar og veitingaþjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Pálmar Óli, sem áður var forstjóri Samskipa, tekur við stöðunni 1. mars. Meira »

Tíunda kynslóð Galaxy kynnt

21.2. Tíunda kynslóð Galaxy-símans frá Samsung var kynnt í London í gær en tíu ár eru síðan sá fyrsti kom á markað. Nýju símarnir nefnast Samsung Galaxy S10, S10+ og S10e. Meira »

Draga Boeing og Airbus að borðinu

21.2. Icelandair Group hefur sent flugvélaframleiðendunum Boeing og Airbus erindi þar sem kallað er eftir formlegum viðræðum um möguleg kaup félagsins á nýjum þotum sem ætlað er að bætast við flota þess á komandi árum. Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

20.2. Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Jón Ólafur býður sig fram til formanns SVÞ

20.2. Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, en SVÞ eru hagsmunasamtök fyrirtækja sem starfa í verslun og þjónustu á Íslandi. Meira »

25 sagt upp hjá Ölgerðinni

20.2. Tuttugu og fimm manns hefur verið sagt upp störfum hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni samhliða skipulagsbreytingum hjá félaginu. Rúmlega 400 manns vinna hjá Ölgerðinni og því er um rúmlega 5% starfsmanna að ræða. Meira »

Sameining hefur alvarlegar afleiðingar

20.2. Fyrirhugaður samruni tvegga risa á breskum matvörumarkaði, Sainsbury og Asda (sem er í eigu Walmart), vekur upp alvarlegar áhyggjur af áhrifum á samkeppni á matvörumarkaði. Þetta kemur fram í skýrslu breskra samkeppnisyfirvalda, Competition and Markets Authority (CMA). Meira »

Græn skuldabréf fyrir 3,5 milljarða

20.2. Orkuveita Reykjavíkur (OR) gaf fyrr í mánuðinum út svokölluð „græn skuldabréf“ í fyrsta skipti. Þetta var jafnframt fyrsta opna útboðið á grænum skuldabréfum hér á landi og var eftirspurn meiri en OR hefur áður merkt í skuldabréfaútboðum sínum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá OR. Meira »

Mögulega bakað félaginu tjón

20.2. Rannsóknir skiptastjóra þrotabús Primera Air á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafa „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Væntingar um hærri laun

20.2. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, segir að ætla megi að umsækjendur um stöðu bankastjóra LÍ hafi horft til launa í öðrum stórfyrirtækjum. Meira »

Tölvupóstur er streituvaldur heima

19.2. „Bara það eitt að geta átt von á tölvupóst [er] nóg til að vera streituvaldandi,“ segir Steinar Þór Ólafsson sem flutti fyrirlestur um skaðlega vinnustaðamenningu í Hí í dag. Enn fremur séu væntingar um tölvupósta streituvaldur hjá öðru heimilisfólki, þetta hafi nýleg rannsókn leitt í ljós. Meira »

Taka afstöðu til rannsóknar

19.2. Á hluthafafundi eignarhaldsfélagsins Klakka ehf., sem á fjármálafyrirtækið Lykil fjármögnun hf., áður Lýsingu hf., verður tekin fyrir tillaga hluthafa félagsins um að sérstök rannsókn verði framkvæmd á tilgreindum atriðum er varða starfsemi Klakka. Meira »

Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra

19.2. Kvörtun fjögurra félaga gegn lögmanninum Sveini Andra Sveinssyni verður tekin fyrir í héraðsdómi á morgun, en félögin telja að Sveinn Andri hafi ekki sem skiptastjóri þrotabúsins EK1923 upplýst kröfuhafa um mikinn áfallinn kostnað, meðal annars vegna málshöfðana gegn fyrrverandi eiganda félagsins. Meira »

4,8 milljónir hóflegt og samkeppnishæft

19.2. Bankastjórn Íslandsbanka segir laun og önnur starfskjör bankastjóra Íslandsbanka, Birnu Einarsdóttur, vera í samræmi við starfskjarastefnu bankans, sem miðar að því að bjóða skuli samkeppnishæf og hófleg kjör, að því er segir í svari stjórnar Íslandsbanka við fyrirspurn Bankasýslu ríkisins. Meira »

Launakostnaður mikill í samanburði

19.2. Samkvæmt nýju verðmati ráðgjafafyrirtækisins Capacent sem Morgunblaðið hefur undir höndum er Icelandair Group nú metið á 12 kr. á hlut sem er 40% yfir markaðsvirði. Meira »

Fyrndar kröfur ekki á vanskilaskrá

19.2. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Creditinfo að fyrirtækið reki hvorki miðlægan grunn um lánasögu einstaklinga, líkt og haldið hafi verið fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið, né séu fyrndar kröfur birtar á vanskilaskrá. Meira »

Telur launin hófleg og ekki leiðandi

19.2. Bankaráð Landsbankans segir laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra bankans, vera að mati þess í samræmi við eigendastefnu ríkisins þar sem fram kemur að starfskjarastefna bankans skuli vera samheppnishæf en hófleg. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir