Skyrið í útrás og yfir 20 þúsund tonn í ár

Skyrið í 20 tonna útrás

08:18 Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði seld yfir 20 þúsund tonn eða um 120 milljón dósir af skyri víða um heim. Salan hefur aukist með hverju árinu og ýmislegt er í farvatninu, en skyr er nú markaðssett undir alþjóðlega vörumerkinu ÍSEY skyr. Meira »

Áform uppi um gagnaver á Grundartanga

07:57 Franskir aðilar áforma að reisa og reka gagnaver á Grundartanga, en heimild var gefin á fundi stjórnar Faxaflóahafna síðasta föstudag, að tímabundnu vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11, til byggingar og reksturs gagnavers. Meira »

Leggja bann við að rukka fyrir kortanotkun

Í gær, 19:10 Nýjar reglur frá Evrópusambandinu fela í sér að fyrirtæki geti ekki rukkað viðskiptavini sérstaklega fyrir að nota debet- eða kreditkort. Meira »

WOW dæmt til að greiða farþegum bætur

Í gær, 18:44 Flugfélagið WOW air var í dag dæmt í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur farþegum bætur vegna seinkunar sem varð á flugi félagsins frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar í desember 2016. Meira »

Gróðursetja til jafns við bæklingana

Í gær, 17:25 Bæklingadreifing hefur samið við Skógræktarfélag Íslands (SÍ) um gróðursetningu trjáa sem svara því pappírsmagni bæklinga sem Bæklingadreifing dreifir á ári. Meira »

Airbnb gæti tekið fram úr gistihúsum

Í gær, 13:08 Airbnb myndi selja fleiri gistingar hér á landi en öll gistihús landsins samanlögð í fyrra jafnvel þó að vöxtur þess á árinu yrði helmingi hægari en á síðasta ári. Meira »
Svæði

Spánn fer fram úr Bandaríkjunum

Í gær, 13:01 Frakkland er vinsælasti áfangastaður ferðamanna í heiminum og allt bendir til þess að fleiri hafi sótt Spán heim í fyrra en Bandaríkin. Meira »

Teva sektað um milljarða fyrir mútur

Í gær, 11:42 Yfirvöld í Ísrael hafa sektað lyfjarisann Teva Pharmaceuticals um 22 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2,3 milljarða króna, fyrir mútugreiðslur. Meira »

Punktafríðindin að renna út

Í gær, 10:41 Síðasti notkunardagur Points-punktanna á Mastercard-kortum er 28. febrúar en eftir það verða punktarnir ekki aðgengilegir á heimasíðu Points. Í þeirra stað kemur nýtt fríðindakerfi. Meira »

Íslensk fyrirtæki virkust á samfélagsmiðlum

Í gær, 09:57 Hvergi í Evrópu nota fleiri fyrirtæki samfélagsmiðla en á Íslandi. Árið 2017 notuðu 79% fyrirtækja á Íslandi semfélagsmiðla en í Evrópu var hlutfallið að meðaltali 47%. Meira »

Carillion á leið í þrot

í gær Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leið í þrot sem getur þýtt að þúsundir missa vinnuna.   Meira »

Metinn á um 184 milljarða króna

í gær Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir er metinn á 1,8 milljarð bandaríkjadala, eða um 184 milljarða króna, að því er fram kemur í nýbirtum lista Forbes yfir milljarðamæringa á heimsvísu. Er hann eini Íslendingurinn á listanum og er þar númer 1161. Meira »

Sveitarfélögin greiða til Brúar

í gær Sveitarfélög landsins, launagreiðendur sjóðfélaga í Brú lífeyrissjóði, þurfa að reiða fram um 40 milljarða króna framlag til sjóðsins til þess að koma honum í jafnvægi til framtíðar. Meira »

Borgin hefur orðið af fimm milljörðum

í gær Árlegt eins milljarðs króna framlag ríkisins til samgöngubóta í Reykjavík sem borgaryfirvöld afþökkuðu 2013 og láta renna til reksturs Strætó er tilraun sem mistókst. Meira »

750 krónur fyrir íslenskt vatn

í fyrradag Vegafarandi, sem átti leið um veitingastaðinn Þrastalund í Grímsnesi, rak upp stór augu þegar hún sá verð á vatni. Greiða þurfti 750 krónur fyrir 750 ml af íslensku vatni og 850 krónur fyrir einn lítra. Þetta staðfestir starfsmaður staðarins við mbl.is. Meira »

Lactalis innkallar þurrmjólk frá 83 löndum

í fyrradag Franski mjólkurvöruframleiðandinn Lactalis hefur nú látið innkalla rúmlega 12 milljónir askja af þurrmjólk sem sendar höfðu verið til 83 landa, vegna salmonellusmits sem kom upp hjá fyrirtækinu. Meira »

Lögðu verslanir H&M í rúst

13.1. Lögreglan í Suður-Afríku skaut gúmmíkúlum á hóp fólks sem réðst inn í verslanir tískufyrirtækisins H&M í og við Jóhannesarborg. Margir eru mjög reiðir yfir því að fyrirtækið hafi birt umdeilda mynd af ungum svörtum dreng sem klæddist hettupeysu sem á stóð: „Svalasti apinn í frumskóginum“. Meira »

Ísland dýrast í Evrópu

13.1. Ísland er dýrasti áfangastaður í Evrópu samkvæmt samanburði þýsku ferðaskrifstofunnar TUI, sem er sú stærsta í heimi. Ísland er rúmlega tvöfalt dýrara en Spánn, 20% dýrara en Danmörk og 11% dýrara en Noregur. Meira »

Isavia kært til Samkeppniseftirlitsins

13.1. Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line (Allrahanda GL ehf.) hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna þess sem það segir vera misnotkun Isavia á einokunaraðstöðu á Keflavíkurflugvelli. Fer Grey Line þess á leit við Samkeppniseftirlitið að til bráðabirgða verði stöðvuð fyrirhuguð gjaldtaka Isavia. Meira »

Bónus opnar á brunareit

12.1. Hagar hf., móðurfélag Bónuss og fleiri verslunarkeðja, hafa ákveðið að flytja tvær Bónusverslanir seinni hluta ársins. Meðal annars verður næstelsta Bónusverslunin flutt. Meira »

„Wow, í alvöru?“

12.1. Elsa M. Jakobsdóttir vandar Wow air ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni. Hún missti af flugi til Danmerkur í gær, þar sem hún býr, vegna þess að hún var skráð í flugið sem Elsa María María en ekki Jakobsdóttir. Hún fékk miðann ekki endurgreiddan og þurfti að kaupa dýrt flug á síðustu stundu heim. Meira »

5,6 milljarða sölusamdráttur hjá Högum

12.1. Smásölufyrirtækið Hagar hagnaðist um 1,93 milljarða á þriðja ársfjórðungi rekstrarárs félagsins sem lauk í lok nóvember. Vörusala á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins, sem hefst í mars, var 54,1 milljarður samanborið við 59,6 milljarða á sama tímabili árið áður. Meira »

Borgin kaupir Sævarhöfða

12.1. Gengið var frá kaupum Reykjavíkurborgar á Sævarhöfða 33 af Faxaflóahöfnum í dag. Kaupin eru gerð í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni og landfyllingu henni tengdri. Heildargreiðslur fyrir landið og húseignir eru nær 1,1 milljarður króna. Meira »

226 milljóna kr. kaup í Gufunesi

12.1. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær að selja fyrirtækinu Loftkastalanum þrjár fasteignir og byggingarrétt í Gufunesi. Loftkastalinn greiðir 226 milljónir króna fyrir fasteignirnar og byggingarrétt með gatnagerðargjöldum. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir