Segir vellíðan ekki nást með valdboði

Segir vellíðan ekki nást með valdboði

11:52 Fjölskylduábyrgð hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og áratugi. Staðan er breytt frá því þegar karlmenn voru fyrirvinnur, sá tími er sem betur fer liðinn, en nú leitar fólk að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Meira »

Æskilegt að stilla arðgreiðslum í hóf

11:04 Æskilegt er að bankarnir stilli arðgreiðslum í hóf, að því er kemur fram í nýjasta riti Fjármálastöðugleika sem Seðlabanki Íslands gefur út. Þar segir ennfremur, að áhætta í fjármálakerfinu hafi aukist en sé enn hófleg. Meira »

Nikkei lækkar um 2,67%

06:36 Japanska hlutabréfavísitalan Nikkei lækkaði um 2,67% í kauphöllinni í Tókýó í dag og er lækkunin rakin til áhyggna af pólitísku ástandi víða í heiminum. Eins er stutt í að fyrirtæki birti afkomu sína. Meira »

Hærri laun fækka störfum

05:30 Vísbendingar eru um að launahækkanir muni þrýsta á um sjálfsafgreiðslu í íslenskri verslun á kostnað starfa. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir fyrirtækið vera að innleiða sjálfsafgreiðslu í Hagkaup. Meira »

Lækkar lánshæfiseinkunn Ítalíu

Í gær, 19:22 Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hegur lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu í Baa3 úr Baa2 með stöðugum horfum vegna fyrirhugaðra fjárlaga landsins. Meira »

Hefja flug til Vancouver

í gær WOW air mun í dag hefja sölu á flugsætum til Vancouver í Kanada en áætlunarflug þangað hefst 6. júní. Flogið verður sex sinnum í viku til að byrja með, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum, fimmtudögum, föstudögum og sunnudögum. Meira »

Hagnaður Ryanair dregst saman

í gær Hagnaður írska flugfélagsins Ryanair dróst saman um 7% á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok september. Nam hagnaðurinn 1,2 milljörðum evra. Tímabilið hefur einkennst af verkföllum og aðgerðum flugmanna og annarra í áhöfnum félagsins. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

í gær Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »

Smíða síðustu bobbingana

í fyrradag „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »

Vill sjá meiri samvinnu Hafró og útgerða

í fyrradag „Öðru fremur hefur það verið pólitíkin og þessi pólitíski rétttrúnaður um það að aldrei megi leita að neinu úr smiðju útvegsmanna, sem hefur verið til skaða,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. 200 mílur tóku hann tali í vikunni vegna fyrirhugaðrar loðnuleitar, en enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnuvertíðina eftir að ekki fannst nægt magn af loðnu í loðnuleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Máttu ekki miðla dagskránni ólínulega

19.10. Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær þann héraðsdóms að Sýn, áður Fjarskiptum, hefði verið óheimilt að taka upp og miðla sjónvarpsefni sjónvarpsstöðva Símans með ólínulegum hætti. Í yfirlýsingu sem Síminn sendi frá sér í kvöld segir að fyrirtækið fagni dómnum. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

19.10. „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

Hjá Höllu opnar í flugstöðinni

19.10. Veitingastaðurinn Hjá Höllu var formlega opnaður í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í gær. Er staðurinn rekinn af Höllu Maríu Svansdóttur sem hefur rekið veitingastað undir sama merki í Grindavík. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

19.10. Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Fletta ofan af risavöxnu skattsvikamáli

19.10. Hópur alþjóðlegra blaðmanna hefur birt gögn sem sýna að nokkrir af stærstu bönkum heims eru flæktir inn risavaxið fjár- og skattsvikamál, líklega það stærsta í sögunni. Í gögnunum, sem nefnast Cumex-skjölin, sést að jafnvirði þúsunda milljarða króna hefur verið svikið undan skatti í ellefu Evrópuríkjum. Skattrannsóknarstjóri hefur fengið vitneskju um gögnin og hyggst skoða innihald þeirra nánar. Meira »

Nick Clegg til liðs við Facebook

19.10. Nick Clegg, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Bretlands og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins þar í landi, hefur verið ráðinn sem yfirmaður samskiptasviðs Facebook. Meira »

Flutningur á grænmeti kolefnisjafnaður

19.10. Sölufélag garðyrkjumanna og Kolviður hafa undirritað samning sem felur í sér að flutningur á grænmeti frá grænmetisbændum í Sölufélagi garðyrkjumanna í verslanir verður kolefnisjafnaður að fullu. Meira »

30.000 rafbílar í pöntun

19.10. Þrjátíu þúsund Norðmenn eru í biðröð eftir nýjum rafbíl. Flestir, eða þriðjungurinn, hafa skráð sig fyrir Tesla Model 3 og næstflestir fyrir hinum nýja Audi e-tron. Meira »

Óraunhæfar launakröfur hafi veikt gengið

19.10. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir tilkynningar frá áhyggjufullum félagsmönnum streyma inn út af veikingu krónu. Meira »

Icelandair taldi gengið ósjálfbært

19.10. „Við höfum gert ráð fyrir að staða krónunnar undanfarin ár væri ósjálfbær. Við höfum átt von á einhverri veikingu. Hún er að koma fram núna,“ segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair Group. Meira »

Yfir 5.000 farþegar frá Bretlandi

19.10. Breska ferðaskrifstofan Super Break mun meira en tvöfalda flugframboð sitt frá Bretlandi til Akureyrar í vetur. Hún fjölgar ferðum þannig að ferðatímabilið verður lengra og notar einnig heldur stærri flugvélar. Meira »

Fyrirhugaður samruni ógiltur

18.10. Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Lyfja og heilsu hf. á Opnu ehf. Ef samruninn yrði að veruleika myndi sú samkeppni sem Apótek MOS veitir umræddu útibúi Lyfja og heilsu hverfa, að því er fram kemur í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Farsímasala dregst saman um allt að 10%

18.10. Innflutningur á farsímum hefur dregist saman um 5,5% og sala á farsímum um allt að 10% hjá stærri söluaðilum.  Meira »

SEB-bankinn flæktur í stórt skattsvikamál

18.10. Sænski bankinn SEB sætir rannsókn þýskra skattayfirvalda vegna gruns um að bankinn hafi árið 2010 svikið um milljarð sænskra króna, jafnvirði um þrettán milljarða íslenskra króna, út úr þýska skattinum. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska ríkisútvarpsins, sem birt var í morgun og unnin er í samstarfi við Correctiv, teymi þýskra rannsóknarblaðamanna. Fléttunni hefur verið lýst sem „stærsta skattsvikamáli Evrópu í seinni tíma“. Meira »

Verðum að ná áttum með greinina

18.10. Þegar launakostnaður hjá hótelum er orðinn um og yfir 50% af tekjum þeirra er ljóst að sá rekstur er ekki sjálfbær til lengri tíma, segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við mbl.is. Ný skýrsla KPMG sýnir fram á versnandi afkomu í ferðaþjónustu. Meira »

Kornið lokar útsölustöðum

18.10. Fjárhagsleg endurskipulagning leiðir til þess að útsölustöðum Kornsins fækkar að minnsta kosti um þrjá.  Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir