Flestir mæla með Fjarðarkaupum

Flestir mæla með Fjarðarkaupum

19:04 Viðskiptavinir Fjarðarkaupa eru líklegri til þess að mæla með þjónustu Fjarðarkaupa en viðskiptavinir annarra fyrirtækja á Íslandi samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunnar MMR á meðmælavísitölu 85 þjónustufyrirtækja á einstaklingsmarkaði. Meira »

Markmiðið er 40/60 kynjaskipting

K100 18:40 Ráðstefna Jafnvægisvogarinnar verður haldin þann 31. október næstkomandi en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi. Meira »

Aldrei erfiðara að kaupa fyrstu eign

13:12 Íbúðaverð mun hækka um 8,2% að meðaltali á þessu ári, 5,5% á næsta ári og 4,4% árið 2020 samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenska íbúðamarkaðinn. Þá kemur fram að aldrei hafi verið erfiðara fyrir fólk að kaupa sína fyrstu fasteign. Meira »

Landsbankinn tekur í notkun kortaapp

10:19 Landsbankinn hefur tekið í notkun nýtt kortaapp þar sem viðskiptavinir bankans geta greitt fyrir vörur og þjónustu í snertilausum posum með símanum sínum. Appið sem heitir Kort er enn í prófun, en viðskiptavinir geta næstu vikuna tekið þátt í prófunum. Meira »

Verða að bregðast við öldrun þjóða

10:17 Ríkisstjórnir Evrópulanda verða að gera breytingar til að mýkja áhrifin sem öldrun íbúa álfunnar gæti haft á efnahagslífið. Þetta segir háttsettur stjórnandi hjá Seðlabanka Evrópu. Verði ekkert að gert muni áhrifin á efnahagslífið verða grafalvarleg. Meira »

Vonbrigði með St. Louis

08:32 WOW air mun draga úr flugi til Miðvesturríkja Bandaríkjanna frá næstu áramótum. Flugi til St. Louis verður hætt 7. janúar og ekki stendur til að borgirnar Cincinnati og Cleveland verði á sumaráætlun flugfélagsins næsta sumar. Meira »

Sjóðfélögum Lífsverks tryggður forgangur

05:30 Samkomulag hefur náðst á milli lífeyrissjóðsins Lífsverks og félagsins Íbúðir eldri borgara í Mörk ehf., sem er í eigu Grundar, um fjármögnun á allri nýframkvæmd félagsins á Suðurlandsbraut 68-70. Meira »

1.500 tonn af hvalaafurðum flutt til Japans

05:30 Hvalur hf. sendi tæplega 1.500 tonn af hvalaafurðum með frystiskipi frá Hafnarfirði til Japans á laugardaginn var, 13. október. Meira »

Nordea sakaður um peningaþvættisbrot

Í gær, 22:03 Stærsti banki Norðurlandanna, Nordea, hefur verið ásakaður um að brjóta gegn reglum um peningaþvætti. Fréttastofa Reuters greinir frá því að ásakanirnar hafi borist sænsku viðskiptaglæpadeildinni frá Hermitage Capital Management í dag. Meira »

„Pláss er orðið lúxusvara“

í gær Sölvi Blöndal, hagfræðingur hjá GAMMA, segir misvísandi merki á ferðinni á fasteignamarkaði í dag. Það hafi klárlega dregið úr hækkunarhraðanum, en að hann geti áfram sagt með vissu að það sé íbúðaskortur fyrir ákveðna tegund kaupenda. Meira »

7 þúsund íbúðir á þremur árum

í gær Talsvert fleiri íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu nú en í mars. Munar þar mestu um íbúðir á fyrstu byggingarstigum. 92% af heildarfjölda íbúða í byggingu eru í fjölbýli, en enn er þó byggt of lítið af litlum íbúðum miðað við eftirspurn. Frá 2018 til 20 er gert ráð fyrir 7 þúsund íbúðum á markað. Meira »

Óforsvaranlegt að samþykkja frumvarpið

í gær Nýtt frumvarp um veiðigjöld ýtir enn frekar undir tvöfalda verðmyndun í sjávarútvegi, mismunar fyrirtækjum og hefur neikvæð áhrif á samkeppni í greininni. Þetta segir í umsögn Félags atvinnurekenda og Samtaka fiskframleiðenda og -útflytjenda um frumvarpið. Meira »

Kröfurnar rúmir 16 milljarðar

í gær Kröfur í þrotabú danska hluta flugrekstrar Primera Air nema 16,4 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt frétt danska miðilsins Jyske Vestkysten. Kröfuhafar eru þegar orðnir um 500 talsins. Meira »

Ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis

í gær Stjórn HB Granda segir það ekki tækt að fara eftir tillögu Gildis lífeyrissjóðs, þess efnis að hluthafafundur félagsins tilnefni þrjá fulltrúa ótengda Útgerðarfélagi Reykjavíkur, til að annast verklýsingu og samningsgerð við Kviku banka um athugun bankans á kaupum HB Granda á útgerðinni Ögurvík. Meira »

Tekist á um bótagreiðslu Wow air

í gær Héraðsdómur Reykjavíkur tekur fyrir mál 71 farþega gegn flugfélaginu Wow air í hádeginu, en að sögn lögmanns farþeganna snýst málið um 400 evra greiðslu sem félagið neitaði að greiða fólkinu þrátt fyrir að 19 klukkustunda seinkun hafi orðið á flugi Wow air frá Varsjá til Íslands í apríl 2016. Meira »

WOW air flýgur á ný til Tel Aviv

í gær WOW air mun hefja flug á ný til Tel Aviv í Ísrael næsta sumar. Flugfélagið tilkynnti í júlí að flugi til borgarinnar yrði hætt í októ­ber en WOW air hóf flug til Ísrael í sept­em­ber í fyrra. Wow mun hins vegar hætta að fljúga til St. Louis. Meira »

Audi sektað um 108 milljarða

í gær Þýski bílaframleiðandinn Audi hefur verið sektaður um 800 milljónir evra, 108 milljarða íslenskra króna, fyrir frávik frá reglugerðum um díselvélar. Meira »

„Og með því breytti hann heiminum“

í gær „Ég er miður mín yfir dauða eins elsta og besta vinar míns. Einkatölvur hefðu ekki orðið til án hans.“ Þetta segir Bill Gates um Paul Allen sem lést í gær, 65 ára að aldri. Meira »

Aukin samkeppni á máltíðamarkaði

í gær Frá því að fyrirtækið Eldum rétt hóf innreið á máltíðamarkaðinn árið 2014 hefur fyrirtækið stækkað ört.  Meira »

Minnir á Bakkabræður

í fyrradag Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hafa fengið nærri tvo milljarða

í fyrradag Eftir því hefur verið tekið hve vel Íslendingum gengur að sækja fé í sameiginlega rannsóknar- og þróunarsjóði Evrópusambandsins. Þetta segir Andrés Vallés Zariova hjá spænsku ráðgjafarstofunni Inspiralia. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

15.10. Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Sjónarmiða hagsmunaaðila leitað

15.10. Samkeppniseftirlitið leitar nú sjónarmiða hagsmunaaðila vegna kaupa Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir Póstmiðstöðinni. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

15.10. Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

15.10. Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Fellur frá máli á hendur Jóhannesi

15.10. Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz hefur hætt við mál sitt gegn lögmanninum Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. Sakaði Tchenguiz Jóhannes, sem starfaði fyrir slitastjórn Kaupþings, um að hafa ásamt bresku end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­unni Grant Thornt­on, blekkt bresku efna­hags­brota­lög­regl­una, Ser­i­ous Fraud Office (SFO), til að hefja árið 2011 rann­sókn á viðskipt­um hans og Vincent bróður hans við Kaupþing. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir