Fjölskyldur Samherja-frænda tengjast á ný

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Hornið traust í 40 ár

Í gær, 21:06 Á veitingastaðnum Horninu á mótum Hafnarstrætis og Pósthússtrætis mátti fá mat að ítölskum hætti í fyrsta sinn á Íslandi og staðurinn hefur kætt matgæðinga í nær 40 ár. Meira »

Vísar ásökunum um svik á bug

Í gær, 18:16 „Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.“ Meira »

Sakaðir um svik og samsæri

Í gær, 15:16 Bresku kaupsýslumennirnir Kevin Stanford og Karen Millen vanda ekki þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemburg, kveðjurnar í aðsendri grein í Kjarnanum þar sem þau segja farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við þá og saka þá um svik. Meira »

Gagnamagnið mun aukast gríðarlega

Í gær, 13:15 Mikil tækifæri felast í raforkusölu til gagnavera. Gagnamagn í heiminum mun margfaldast á komandi árum.  Meira »

Loka síðasta útsölustaðnum

Í gær, 12:30 Verslun Dogma í Kringlunni hefur verið lokað og eru vörur verslunarinnar í fyrsta skipti í 17 ár eingöngu fáanlegar á netinu. Meira »

Einn af risum 20. aldarinnar fallinn frá

Í gær, 12:00 Jack Bogle, einn áhrifamesti maðurinn á bandarískum fjármálamarkaði til áratuga, lést í gær, 89 ára að aldri.  Meira »

Það er erfiðara að leynast

Í gær, 11:30 Bryndís Kristjánsdóttir segir gríðarlegar breytingar hafa orðið í alþjóðlegri skattasamvinnu eftir hrun sem gjörbreytt hafi umhverfi til skattrannsókna. Hún hefur staðið í hringiðunni í málum sem fylgdu fjármálahruninu árið 2008 og verið í forsvari hjá embætti sem aldrei hefur mætt meira á en á síðustu árum. Meira »

Segir reksturinn ganga blómlega

Í gær, 11:03 Svokallaðir draumadagar Flying Tiger Copenhagen hérlendis tengjast ekki fregnum um að móðurfélag verslanakeðjunnar sé að reyna að forðast greiðslustöðvun eftir lélega jólasölu. Þetta segir framkvæmdastjóri verslananna á Íslandi. Meira »

Kostnaður enn íþyngjandi hjá Sýn

Í gær, 10:40 Skortur á samlegðaráhrifum vegna samruna við 365 miðla og brotthvarf enska boltans hafa áhrif á gengi Sýnar á markaði  Meira »

Skilmálar líklega samþykktir

Í gær, 10:15 Kröfuhafar WOW air, sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við, telja miklar líkur á að breytingatillögur við skuldabréfaútgáfu félagsins verði samþykktar í dag. Frestur til þess rennur út í dag. Meira »

Sigríður Margrét til Lyfju

Í gær, 08:44 Sigurbjörn Gunnarsson framkvæmdastjóri Lyfju hf. hefur óskað eftir því að láta af störfum hjá félaginu eftir tólf ára starf. Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lyfju í hans stað og mun hefja störf 1. febrúar. Meira »

Komin undir 600 milljarða

Í gær, 05:30 Heildarskuldir ríkissjóðs, að frádregnum endurlánum og sjóðsstöðu ríkissjóðs, námu um 593 milljörðum um áramótin, samkvæmt Lánamálum ríkisins. Hrein skuld ríkissjóðs hefur því lækkað um rúma 290 milljarða frá desember 2013. Meira »

Hótað og reynt að múta

Í gær, 05:30 Bryndísi Kristjánsdóttur, skattrannsóknarstjóra ríkisins, hefur margsinnis verið hótað og reynt að múta henni í starfi en hún tók við embættinu árið 2007. Aukinheldur hefur starfsmönnum embættisins verið hótað sem og stofnuninni sem slíkri, meðal annars pólitískum afskiptum í einstökum málum. Meira »

Ingólfur ráðinn til Infront

í fyrradag Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Íhuga ákæru á hendur Huawei

í fyrradag Bandarísk yfirvöld eru komin langt á leið með sakamálarannsókn, sem gæti endað með ákæru á hendur kínverska fyrirtækinu Huawei, samkvæmt frétt bandaríska blaðsins Wall Street Journal, sem birtist í dag. Meira »

Vilhelm Már nýr forstjóri Eimskips

í fyrradag Vilhelm Már Þorsteinsson hefur verið ráðinn í starf forstjóra Eimskipafélags Íslands og hefur hann störf 24. janúar. Fram kemur í fréttatilkynningu að Vilhelm hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestasviðs Íslandsbanka hf. undanfarin ár. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

í fyrradag Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Vísitala leiguverðs lækkar um 0,7%

í fyrradag Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desember um 0,7% milli mánaða. Var vísitalan 193,6 stig í desember 2018. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitalan þó hækkað um 2,1% og síðastliðna 12 mánuði um 7,8%. Meira »

Játar vanda en tjáir sig annars ekki

í fyrradag „Við höfum átt í einhverjum vandamálum með að afla fjár, en við höfum stjórn á stöðunni og höldum áfram með öll okkar verkefni. Þannig að það er engin dramatík í þessu,“ segir Hans Christian Munck, framkvæmdastjóri Munck Íslandi ehf., við mbl.is þegar hann er spurður um lausafjárstöðu félagsins. Meira »

Bilun í búnaði RB

í fyrradag Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gerir það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Kaupir meirihlutann í Bako Ísbergi

í fyrradag Bjarni Ákason athafnamaður hefur keypt meirihlutann í félaginu Bako Ísbergi. Fyrirtækið er þjónustufyrirtæki fyrir veitingageirann og býður upp á heildarlausnir fyrir stóreldhús fyrirtækja, stofnana og veitingastaða. Meira »

Ráðin skrifstofustjóri SVÞ

í fyrradag Sara Dögg Svanhildardóttir hefur verið ráðin til SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu sem skrifstofustjóri og í umsjón með mennta- og fræðslumálum. Meira »

Versta afkoman í áratug

15.1. Framlegð fiskvinnslufyrirtækja á Íslandi reyndist að meðaltali 10,61% á árinu 2017 og hafði ekki mælst lægri í áratug þar á undan. Hæst reyndist framlegðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án afláts frá árinu 2011 þegar hún mældist 19,1%. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

í fyrradag Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

„Alltaf að keppa á móti Argentínu“

15.1. Minnkandi skuldsetning Landsvirkjunar og stærð, eða smæð, fyrirtækisins í alþjóðlegu samhengi vakti athygli hagfræðinga sem unnu skýrslu fyrir Landsvirkjun um íslenskan raforkumarkað. Lagst er gegn því að skipta Landsvirkjun upp með það að markmiði að auka samkeppni. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir