Radisson RED opnar í Reykjavík

Radisson RED opnar í Reykjavík

16:50 Fyrsta Radisson RED hótelið á Norðurlöndunum verður opnað í Reykjavík árið 2020. Hótelið er hluti af Radisson Hotel Group samsteypunni og í hæsta gæðaflokki hótelkeðjunnar. Meira »

Hæsta meðalverðið var 530.000 kr. á fermetra

16:20 Á árinu 2017 var hæsta meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 530 þús. kr. á m2 sem er um 7% hærra verð en á næsta hverfi. Næst dýrasta hverfið var Teigar og Tún og í þriðja sæti Melar og Hagar. Meira »

Berglind og Inga til Tjarnargötunnar

16:05 Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur ráðið inn þær Berglindi Pétursdóttur og Ingu Óskarsdóttur. Berglind mun starfa hjá fyrirtækinu sem viðskiptatengill og hugmyndasmiður en Inga í handritsgerð, framleiðslu og leikstjórn. Meira »

Álíta sjálfstæðið vera vesen

14:01 Aukinn þrýstingur af hálfu Evrópusambandsins í garð Íslands um að taka upp frekari reglur á sviði orkumála og matvæla er að skapa ergelsi, en þetta kemur fram í viðtali Telegraph við Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra. Meira »

Íslendingar þéna mest á Airbnb

12:13 Íslenskir Airbnb leigusalar hafa meira upp úr útleigunni en leigusalar annarra þjóða. Námu meðaltekjur íslenskra leigusala hjá Airbnb 1,2 milljón í fyrra að því er fram kemur í frétt á ferðavefnum Túristi.is Meira »

Kaupendur hlutabréfa fáir og hegða sér eins

11:30 Þegar hegðun íslenska hlutabréfamarkaðarins frá árinu 1993 til 2017 er skoðuð kemur í ljós mynstur sem bendir til hjarðhegðunar og mögulegra veikleika í markaðinum. Meira »
Svæði

Dregur úr fjölgun í ferðaþjónustu

10:50 Það hægir á fjölgun launþega í ferðaþjónustu. 24.700 launþegar störfuðu hjá 1.727 launagreiðendum í ferðaþjónustu í febrúar á þessu ári og hafði launþegum í ferðaþjónustu fjölgað um 700 samanborið við febrúar 2017. Meira »

Möguleg þíða í viðskiptastríði Bandaríkjanna og Kína

10:31 Steven Mnuchin, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum á laugardag að hann væri að íhuga heimsókn til Kína. Kvaðst hann vera „hóflega bjartsýnn“ um að þjóðirnar tvær gætu komist að samkomulagi um að binda enda á þær viðskiptadeilur sem blossað hafa upp á milli þeirra á þessu ári. Meira »

Tónleikasalur á heimsmælikvarða

í gær Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa hlaut nýverið virt byggingarlistaverðlaun United States Institute of Theatre Technology. Niðurstaða dómnefndar USITT er byggð á framúrskarandi hljómburði í Hörpu og þykir Eldborg standa vel undir nafni sem tónleikasalur á heimsmælikvarða. Meira »

Fimm milljónir viðskiptavina

í gær Viðskiptavinum Vínbúðanna fjölgaði um 4% í fyrra frá árinu áður og voru alls 4,9 milljónir. Þeir keyptu tæplega 22 milljónir lítra af áfengi, langmest af bjór. Í boði voru alls 3.350 vörutegundir. Þetta kemur fram í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2017. Þar kemur jafnframt fram að hlutur ríkisins af brúttósölu fyrirtækisins í fyrra hafi verið rúmir 25 milljarðar króna. Þar af var áfengisgjald tæplega 13 milljarðar. Meira »

SmugMug blæs lífi í Flickr

21.4. Ljósmyndavefsíðan Flickr hefur verið keypt af ljósmynda- og geymslufyrirtækinu SmugMug, en örlög Flickr hafa lengi verið í óvissu vegna kaupa Verzion á Yahoo. Meira »

Fyrstu íbúðirnar í Vatnsmýri í sölu

21.4. „Þetta eru mikil tímamót eftir mikla baráttu. Það trúðu því fáir að þarna myndi rísa byggð,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnufélagsins Vals, í tilefni af því að fyrstu íbúðir nýs hverfis við Hlíðarenda eru komnar í sölu. Meira »

Landsbankinn hafði betur gegn KSÍ

20.4. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem Knattspyrnusamband Íslands höfðaði gegn Landsbankanum. Krafðist KSÍ endurgreiðslu frá Landsbankanum upp á 340 milljónir króna. Meira »

N1 styrkir ÍBV næstu þrjú árin

20.4. N1 og stjórn ÍBV hafa undirritað samning sem felur í sér að N1 verður á ný aðalstyrktaraðili ÍBV í meistaraflokki karla í knattspyrnu og gildir samningurinn til næstu þriggja ára. Meira »

TripAdvisor kaupir Bókun

20.4. Bandaríska bókunarsíðan TripAdvisor hefur keypt allt hlutaféð í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun. Höfuðstöðvar Bókunar verða áfram staðsettar á Íslandi. Meira »

Afkoman 2 milljörðum umfram áætlun

20.4. Rekstrarafgangur Kópavogsbæjar nam 2,2 milljörðum króna árið 2017. Það er tæpum tveimur milljörðum meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Meira »

Minna aðhald en engin vá fyrir dyrum

20.4. Vegna betra árferðis er afkoma fjármála hins opinbera betri en á sama tíma í fyrra sem aftur virðist hafa leitt til slökunar í aðhaldi í þeim efnum. Þetta sagði Gunnar Haraldsson, formaður fjármálaráðs, meðal annars á fundi fjárlaganefndar Alþingis á opnum fundi nefndarinnar í morgun þar sem rætt var um fjármálaáætlun 2019-2023. Meira »

Eyrir Invest hagnast um tæpa 14 milljarða

20.4. Fjárfestingar Hagnaður Eyris Invest jókst um 163% á milli ára og nam 110 milljónum evra í fyrra, jafnvirði 13,6 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Eyris Invest var 34% á árinu og eiginfjárhlutfallið var 66% við árslok. Meira »

Þarf að bjóða 42 milljarða til viðbótar

20.4. Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi og forstjóri Brims, þarf að bjóða öllum hluthöfum HB Granda sama verð og hann bauð Kristjáni Lofts­syni og Hall­dóri Teitssyni. Þannig þarf Guðmundur að bjóða 42 milljarða króna til viðbótar við þá 21,7 milljarða sem hann bauð Kristjáni og Halldóri. Meira »

Vill leggja niður bílanefnd ríksins

20.4. Fjármálaráðuneytið hefur ekki tekið undir rök Ríkisendurskoðunar um að bílanefnd ríkisins sé óþörf þar sem samningar um kaup eða leigu bifreiða ættu að lúta sömu reglum og önnur innkaup og vera á ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana. Meira »

Origo kaupir Benhur

20.4. Origo hefur keypt hugbúnaðarfyrirtækið Benhur sem hefur selt og þjónustað hugbúnað fyrir rannsóknarstofur á heilbrigðissviði frá belgíska fyrirtækinu MIPS í 14 ár. Meira »

Kaupin skapa yfirtökuskyldu

20.4. Við kaup útgerðarfélagsins Brims hf. á 34,1% hlut Vogunar, dótturfélags Hvals hf. og Fiskveiðihlutafélagsins Venusar, í HB Granda, skapast yfirtökuskylda gagnvart öðrum hluthöfum fyrirtækisins. Meira »

Milljarðaávinningur af starfsemi VIRK

20.4. Heildarávinningur af starfsemi VIRK nam 14,1 milljarði króna í fyrra og ávinningur á hvern útskrifaðan einstakling var 12,6 milljónir króna samkvæmt nýrri skýrslu Talnakönnunar sem unnin var fyrir VIRK. Meira »

Dýrt að hækka laun á Íslandi

19.4. Veruleg hætta er á því að verðmæt og vel launuð störf, jafnvel hátæknistörf, flytjist smám saman úr landi ef ekki er hugað að samkeppnisskilyrðum atvinnulífsins, að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir