Hallast að óbreyttum vöxtum

Hallast að óbreyttum vöxtum

17:43 Skiptar skoðanir gætu orðið innan peningastefnunefndar Seðlabankans á næsta fundi nefndarinnar um vaxtaákvörðun í ljósi þess hve september hefur verið tíðindaríkur að mati greiningardeildar Arion banka. Engu að síður hallast deildin að því að nefndin haldi stýrivöxtum óbreyttum líkt og verið hefur undanfarna mánuði. Meira »

Valka ræður þrjá nýja stjórnendur

200 mílur 17:17 Hátæknifyrirtækið Valka hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.  Meira »

Suðurnesjabúar snúi viðskiptum annað

15:00 „Ég er búinn að skrifa undir uppsögnina,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur ákveðið að beina tryggingaviðskiptum sínum annað eftir að VÍS hóf að loka útibúum sínum á landsbyggðinni. Vilhjálmur hafði verið í viðskiptum við félagið frá upphafi. Meira »

Pétur nýr forstöðumaður lánastýringar

14:23 Pétur Aðalsteinsson hefur verið ráðinn nýr forstöðumaður lánastýringar Viðskiptabanka Íslandsbanka.   Meira »

Háskólarnir gætu styrkt stöðu útlendinga

14:04 Ný rannsókn bendir til þess að útlendingar sem hafa menntað sig við íslenska háskóla standi mun betur að vígi á vinnumarkaði hér á landi en þeir sem fengu menntun sína erlendis. Meira »

Primera Air efst á svörtum lista

13:01 Flugfélagið Primera Air er efst á svörtum lista sænska ferðatímaritsins Vagabond og neytendasamtakanna Råd & Rön yfir flugfélög sem reyna að koma í veg fyrir eða seinka að bæta fyrir skaða sem farþegar þeirra verða fyrir, til dæmis í tengslum við seinkanir flugferða. Meira »

750.000 laxar drápust á nokkrum klukkustundum

11:55 Um 750 þúsund laxar drápust á fáeinum klukkustundum í eldiskvíum fyrirtækisins Bakkafrosts í síðustu viku. Ekki er vitað hvers vegna fiskurinn drapst. Meira »

Hækka tolla á kínverskar vörur

06:47 Bandarískir tollar á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða dollara hækkuðu á miðnætti í nótt en áður höfðu bandarísk stjórnvöld lagt tolla á kínverskar vörur fyrir um 50 milljarða dollara. Kínversk stjórnvöld segja Bandaríkin hafi hafið „stærsta viðskiptastríð í sögunni“. Meira »

Hleypur á hundruðum milljóna

05:30 Rekja má stóran hluta af tapi Íslandspósts til niðurgreiðslna fyrirtækisins á erlendum póstsendingum en kostnaðurinn hleypur á hundruðum milljóna. Meira »

Fagna aukinni umferð aðkomutogara

í gær Aðkomutogarar í Neskaupstað hafa landað þar tæplega 1.700 tonnum í sumar. Hafa skipin verið að veiðum úti fyrir Austfjörðum og hagkvæmara reynst að landa aflanum þar eystra. „Auðvitað fögnum við þessari auknu umferð skipa um hafnirnar, hún er afar jákvæð,“ segir Hákon Ásgrímsson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna. Meira »

Sjálfbærni fjárhagslega hagkvæm

í gær „Sjálfbærni skilar ekki bara samfélagslegum og umhverfislegum ávinningi heldur líka fjárhagslegum ábata.“ Þetta segir Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti Meira »

Bregðast þarf við breyttum aðstæðum

22.9. Veiðar og vinnsla gengu vel hjá Síldarvinnslunni á nýliðnu fiskveiðiári. Veiðigjöld taka til sín 13% af aflaverðmæti fiskiskipanna og þensla á vinnumarkaði veldur því að áskorun verður að manna sum skip flotans ef fram heldur sem horfir. Meira »

Send­ir Landsrétti at­huga­semd­ir vegna Byko-máls­ins

22.9. Eft­ir­lits­stofn­un EFTA hef­ur sent Landsrétti skrif­leg­ar at­huga­semd­ir í máli Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gegn Byko og Nor­vík. Málið varðar ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því 2015, er Nor­vík hf. var gert að greiða 650 millj­óna króna sekt fyr­ir brot Byko á sam­keppn­is­regl­um. Meira »

Meðalverðið 110 milljónir

22.9. Nýjar íbúðir á Hafnartorgi í Reykjavík kosta að meðaltali 110 milljónir. Það kann að vera hæsta meðalverð sem um getur í fjölbýli á Íslandi. Meira »

Niðurgreiða póstsendingar frá Kína

22.9. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu vekur athygli á því í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, að samkvæmt alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að beri póstþjónustufyrirtækjum í þróuðum ríkjum að greiða á bilinu 70-80% af kostnaði við póstsendingar frá þróunarríkjum. Meira »

Vilja sýna hógværð í launagreiðslum

21.9. Stjórn N1 hefur ákveðið að leggja fram nýja tillögu að starfskjarastefnu fyrir hluthafafundinn sem fer fram í næstu viku. Breytingarnar fela m.a. í sér að kaupauki forstjóra getur orðið að hámarki 3 mánuðir frá og með 1. janúar 2019 í stað 6 mánaða áður. Með þessu vill N1 skapa fordæmi í með því að sýna hógværð í breytilegum launagreiðslum til æðstu stjórnenda. Meira »

Flestir fangelsaðra bankamanna íslenskir

21.9. Alls voru 47 bankamenn í heiminum dæmdir í fangelsi vegna atvika sem tengdust efnahagshruninu árið 2008. Þar af voru 25 frá Íslandi „sem hafði langhæsta tíðni sakfellinga sem enduðu með fangelsisvist.“ Þetta kemur fram í grein á vef Financial Time Meira »

SÍ greip inn í og seldi 9 milljónir evra

21.9. Í síðustu viku, þegar krónan hafði veikst um tæplega 7% frá mánaðarmótum og um rúmlega 2% innan dags, greip Seðlabankinn inn í og seldi 9 milljónir evra. Þetta eru fyrstu inngrip Seðlabankans síðan í nóvember 2017, þegar bankinn keypti 3 milljónir evra. Meira »

Lækkun tryggingagjaldsins vonbrigði

21.9. Samtök iðnaðarins lýsa yfir vonbrigðum yfir því að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar skuli ekki vera gert ráð fyrir meiri lækkun tryggingargjalds en raun ber vitni. Hátt tryggingagjald kemur verst niður á fyrirtækum þar sem laun og launatengd gjöld eru stór hluti kostnaðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum. Meira »

Birkir Hólm ráðinn forstjóri Samskipa

21.9. Stjórn Samskipa hefur ráðið Birki Hólm Guðnason sem forstjóra Samskipa hf. Áður starfaði Birkir í 18 ár hjá Icelandair, þar af 6 ár á erlendum mörkuðum, en hann var framkvæmdastjóri félagsins frá 2008. Ásbjörn Gíslason er nýr stjórnarformaður Samskipa. Meira »

Skilyrðum kaupsamnings fullnægt

21.9. Kaup Regins hf. á dótturfélögum FAST-1 slhf., HTO ehf. Og FAST-2 ehf. eru formlega gengin í gegn og hefur afhending farið fram. Skilyrðum kaupsamnings, sem var undirritaður 18. maí, var fullnægt í dag með greiðslu og afhendingu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fasteignafélaginu Reginn hf. Meira »

Veritas Capital kaupir Stoð stoðtækjasmíði

21.9. Veritas Capital ehf. hefur keypt allt hlutafé í Stoð hf., stoðtækjasmíði. Stoð er þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði, á Íslandi og í Danmörku, sem stofnað var árið 1982. Meira »

Líður að lokum makrílvertíðar

21.9. Makrílaflinn á vertíðinni er kominn yfir 110 þúsund tonn en heildarkvóti ársins er 146 þúsund tonn. Farið er að síga á seinni hluta vertíðar og flestar útgerðir uppsjávarskipa nálgast þau mörk að mega flytja það sem er óveitt af aflaheimildum yfir á næsta ár en heimilt er að flytja 10% á milli ára. Meira »

Rannsaka tengsl breskra fyrirtækja

21.9. Rannsókn er hafin á tengslum breskra fyrirtækja við peningaþvætti í gegnum útibú Danske Bank í Eistlandi. Breska lögreglustofnunin National Crime Agency fer fyrir rannsókninni. Talskona stofnunarinnar segir að haldbær gögn liggi fyrir um að fyrirtæki skráð í Bretlandi tengjast málinu. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir