Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Eldi fram úr fiskveiðum

200 mílur í gær Spá Efnahags og framfarastofnunar Evrópu, OECD, gerir ráð fyrir að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri sjávarútvegsskýrslu Íslandsbanka. Meira »

Lánshæfi ríkissjóðs staðfest

í fyrradag Matsfyrirtækið S&P Global staðfesti í dag óbreytta A/A-1 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í erlendum og innlendum gjaldmiðli með stöðugum horfum að því er segir í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Meira »

Marel lýkur skuldabréfaútboði

7.12. Marel lauk í dag langtímafjármögnun með útgáfu á Schuldschein-bréfum að fjárhæð 140 milljónir evra (um 19,5 milljarðar íslenskra króna) með föstum og fljótandi vöxtum til fimm og sjö ára. Þ Meira »

Samruni Kex Hostel og Fiskisunds samþykktur

7.12. Samruni Kex Hostel ehf. og Fiskisunds ehf. sem hefur verið til rannsóknar síðan í byrjun nóvember kemur ekki til með að raska samkeppni með umtalsverðum hætti og hefur verið samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Subway dæmt til að greiða 15 milljónir

7.12. Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway veitingastaðanna, þarf að greiða þrotabúi EK1923 15 milljónir eftir að Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að rifta framsali á kröfu EK1923 á hendur íslenska ríkinu til Stjörnunnar. Meira »

Er ósammála niðurstöðu Hæstaréttar

7.12. „Hæstiréttur virðist að mínu mati taka tímabundinn einkahag einstakra útgerða fram yfirþjóðarhag,“ segir Jón Bjarnason fyrrum sjávarútvegsráðherra um dóma Hæstaréttar sem féllu í gær þar sem skaðabótaskylda íslenska ríkisins vegna stjórnunar veiða á makríl á árunum 2011 til 2014. Meira »

Von á ákvörðun um matsmenn í Borgunarmáli

7.12. Von er á því að dómari við héraðsdóm velji á mánudaginn tvo matsmenn til að leggja mat á ársreikninga Borgunar í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun, fyrrverandi forstjóra félagsins og tveimur eignarhaldsfélögum. Meira »

Heimsferðir semja um flug á næsta ári

7.12. Flugfélagið Travelservice hefur samið við Heimsferðir um að sjá um allt leiguflug ferðaskrifstofunnar í vor-, sumar- og haustáætlun félagsins á næsta ári. Verður ein flugvél Travelservice staðsett á Íslandi og fljúga alla daga á sólaráfangastaði. Meira »

Ráðin mannauðsstjóri Hörpu

7.12. Elín Gränz hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hörpu og var valin úr stórum hópi umsækjenda.   Meira »

Frekari liðkun á fjármagnshöftum

7.12. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að leggja fram frumvarp þar sem lagt er til að aflandskrónueigendur geti losað aflandskrónueignir sínar að fullu með því að skipta þeim í gjaldeyri á álandsmarkaði eða eiga þær sem fullgildar álandskrónur þegar samfellt eignarhald er frá því fyrir fjármagnshöft. Meira »

Spáir 3,6% verðbólgu

7.12. Hagfræðideild Landsbankans spáir að verðbólgan fari í 3,6% í desember. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá bankans.  Meira »

Garðabær lækkar skatt á atvinnuhúsnæði

7.12. Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gær breytingartillögu við fjárhagsáætlun næsta árs, þess efnis að álagningarprósenta á atvinnu- og íbúðarhúsnæði verði lækkuð. Mun álagningarprósentan á atvinnuhúsnæði lækka úr 1,65% af fasteignamati í 1,63%. Meira »

Hvítbók frestað á ný

7.12. Hvítbók um fjármálakerfið verður ekki kynnt í dag, en vonað var að hún myndi verða kynnt fyrir helgi. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu hefur verkið tafist vegna þess að lokafrágangur hafi tekið lengri tíma en áætlað var og að mörg mál liggja fyrir þinginu og stefnir í langan þingfund. Meira »

„Fannst hugmyndin bara geggjuð“

7.12. Eldum rétt var stofnað árið 2014 en fyrirtækið skipuleggur og útvegar fersk hráefni og uppskriftir sem fólk eldar eftir. Vöxturinn hefur verið hraður og salan margfaldast á milli ára. Þau ætla að leggja sitt af mörkum í desember og gefa matargjafir til Fjölskylduhjálpar. Meira »

Landsframleiðsla jókst um 2,6%

7.12. Landsframleiðslan jókst á þriðja ársfjórðungi þessa árs um 2,6% að raungildi frá sama ársfjórðungi 2017. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 0,5% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar. Meira »

Óljóst um afhendingu flugvéla

7.12. Ekki liggur ljóst fyrir hvað verður um þær fjórar breiðþotur af gerðinni Airbus a330-900neo sem WOW air samdi um að taka í flota sinn á síðasta ári. Leigusalinn er sama fyrirtæki og WOW air upplýsti að það hefði skilað tveimur breiðþotum í liðinni viku. Meira »

Hendir ekki ruslinu í garðinn hjá nágrannanum

6.12. Lýsi hf. bættist nýlega í hluthafahóp fyrirtækisins Pure North Recycling sem er eina fyrirtækið á landinu sem endurvinnur plast. Ásamt því að endurvinna um 2. Meira »

Dómur Hæstaréttar „stórsigur“

6.12. „Þetta er stórsigur, það er ekki hægt að segja annað. Ég er mjög ánægður með þetta, réttlætinu var náð,“ segir Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Hugins ehf., í samtali við mbl.is. Íslenska ríkið var í dag dæmt skaðabótaskylt vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl á árunum 2011 til 2014. Meira »

Ljóst að endurskoða þurfi lög

6.12. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að ráðast þurfi í endurskoðun á lögum um úthlutun veiðiheimilda á makríl í kjölfar þess að skaðabótaskylda íslenska ríkisins gagnvart tveimur útgerðarfélögum var viðurkennd af Hæstarétti Íslands í dag. Meira »

Örn Þór ráðinn til Origo

6.12. Örn Þór Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo og tekur hann til starfa á næstu dögum.  Meira »

Þriðjungur veltunnar tengdur jólahátíðinni

6.12. Jómfrúin hefur fyrir löngu markað sér sess sem stofnun á íslenskum veitingamarkaði. Í tæp 23 ár hefur hún tekið á móti gestum í Lækjargötunni og reksturinn vaxið jafnt og þétt. Meira »

Útgerðirnar lögðu íslenska ríkið

6.12. Hæstiréttur Íslands hefur dæmt íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart útgerðunum Hugin og Ísfélagi Vestmannaeyja. Snýr Hæstiréttur þar með við sýknudómum Héraðsdóms Reykjavíkur. Ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækið Deloitte telur hagnaðarmissi félaganna nema rúmum 2,6 milljörðum króna. Meira »

Forstjóra Matís sagt upp störfum

6.12. Sveini Margeirssyni forstjóra Matís hefur verið sagt upp störfum. Þetta staðfestir Sjöfn Sigurgísladóttir formaður stjórnar Matís í samtali við mbl.is. Oddur Már Gunnarsson hefur tekið við af Sveini og er starfandi forstjóri Matís frá og með deginum í dag. Meira »

Lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu

6.12. WOW air flaug sitt fyrsta flug til Nýju-Delí í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingum býðst beint áætlunarflug til Indlands og verður flogið til Nýju-Delí þrisvar sinnum í viku. Breiðþota WOW air lagði af stað rétt fyrir hádegi í dag og er flugið lengsta áætlunarflug íslenskrar flugsögu. Meira »

Erlendar eignir sjóðanna aukast enn

6.12. Fjárfestingar Erlendar eignir lífeyrissjóðanna héldu áfram að aukast í október síðastliðnum og námu þá 1.140 milljörðum króna. Jukust eignirnar um 36 milljarða króna frá septembermánuði. Eignirnar hafa aukist í hverjum mánuði frá því í mars. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir