Mun krefja Kaupþing um svör

Mun krefja Kaupþing um svör

16:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun falast eftir því við Seðlabankann að hann óski svara frá Kaupþingi um hvernig hann ráðstafaði 500 milljóna evra neyðarláni sem hann fékk 6. október 2008. Meira »

Nítján sagt upp hjá HB Granda

200 mílur 15:57 Nítján skipverjum um borð í Helgu Maríu AK, ísfisktogara HB Granda, hefur verið sagt upp. Ástæðan er óvissa innan útgerðarinnar um hvað gera skuli við skipið, en síðustu tvö ár hefur HB Grandi tekið við þremur nýjum ísfisktogurum. Meira »

Þjónustugjöld hækka langt umfram verðlag

15:16 Úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna sýnir að þjónustugjöld hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankakerfinu á síðustu árum. Meira »

„Megn pólitísk myglulykt“

14:27 „Fyrir mér blasir við að þarna lágu skýrir og greinilegir þræðir þvers og kruss á milli Seðlabankans, ríkisstjórnarinnar og Kastljóss RÚV. Megna pólitíska myglulykt lagði af þessu samráðsferli þá og leggur enn.“ Meira »

Bjóða forsætisráðherra til fundar

13:58 „Þrátt fyrir að Samherji hafi verið sýknaður af kröfum Seðlabankans í Hæstarétti Íslands og sérstakur saksóknari hafi tekið sérstaklega fram að félagið hafi skilað gjaldeyri af kostgæfni, heldur Seðlabankinn áfram að dylgja um að starfsmenn Samherja séu „samt sekir“ og „hafi sloppið“. Meira »

Valka með samning upp á 1,3 milljarða

10:05 Fyrirtækið Valka hefur samið við Murman Seafood um hönnun og uppsetningu á nýrri hátæknifiskvinnslu í borginni Kola í Murmansk í Rússlandi. Er fiskvinnslan sú fyrsta sinnar tegundar í landinu og verður tæknilegasta bolfiskvinnslan í Rússlandi að uppsetningu lokinni. Meira »

Nýtt met sett á markaði

07:09 Óviðjafnanlegur demantur var seldur á 50,3 milljónir svissneskra franka, sem svarar til 6,2 milljarða króna, í Genf í gærkvöldi. Demanturinn, sem er bleikur að lit, er tæplega 19 karöt og hefur aldrei fengist jafnhátt verð fyrir hvert karat. Meira »

Draga ársreikninga Primera í efa

06:25 Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Fleiri erlendir ríkisborgarar við vinnu

05:30 Atvinnulausum fjölgaði um 769 í október, miðað við sama mánuð á síðasta ári. Á sama tíma fjölgar atvinnuleyfum sem Vinnumálastofnun veitir erlendum ríkisborgurum. Meira »

Birta samninginn við Arion banka

05:30 Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu. Meira »

Franskur ferðarisi umsvifamikill í Leifsstöð

05:30 Lagardère Travel Retail er stærsti veitingastaður landsins á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki.  Meira »

Vissu ekki af kæru Seðlabankans í 3 ár

05:30 Eftir að hafa verið í rannsókn hjá Seðlabankanum kærði bankinn framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar og stjórn fyrirtækisins til embættis Ríkislögreglustjóra árið 2011. Fyrirtækið vissi hins vegar ekki af kærunni í þrjú ár. Meira »

Opna nýjan sjávarklasa í Seattle

Í gær, 21:45 Nýr systurklasi Sjávarklasans verður formlega stofnaður í húsakynnum Marel í Seattle á morgun. Í forsvari fyrir klasann verður Lára Hrönn Pétursdóttir sjávarútvegsfræðingur sem hefur meðal annars gegnt störfum skipstjóra, stýrimanns og háseta. Meira »

Annmarkar „höfðu víðtæk áhrif“

Í gær, 18:59 Seðlabanki Íslands mun meta verklag vegna málsmeðferðar innan bankans í sams konar tilvikum eftir að Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samherja hf. gegn Seðlabankanum. Meira »

Boeing sagt hafa leynt gallanum

í gær Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing er sagður hafa leynt upplýsingum um mögulegan galla í sjálfstýringarbúnaði í Boeing 737 MAX 8-farþegaþotum, en talið er að hann hafi átt þátt í því þegar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air Fórst í síðasta mánuði. Meira »

Svisslendingar eyða mestu á Íslandi

í gær Svisslendingar eru sá hópur ferðamanna sem eyddi mest í neyslu hér á landi á síðasta ári. Að meðaltali eyddi hver Svisslendingur 292 þúsund krónum í heimsókn sinni á Íslandi. Meira »

Rafmagn tryggt fyrir gagnaver á Blönduósi

í gær ON og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Borealis hafa gert með sér samning um rafmagnsviðskipti vegna uppbyggingar á gagnaverum á Blönduósi og á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er annað gagnaverið sem Orka náttúrunnar semur við og með samningnum við ON hefur fyrirtækið tryggt sér yfir 10 megavött sem eru að losna úr langtímasamningum. Meira »

Draga ráðgjöfina til baka

í gær Ráðgjöf fyrir veiðar á úthafskarfa, sem birt var á vef Hafrannsóknastofnunar í gær og Morgunblaðið greindi frá í dag, hefur verið dregin til baka. Samkvæmt ráðgjöfinni skyldu veiðar ekki stundaðar á stofnum efri og neðri úthafskarfa. Meira »

Alibaba slær áður þekkt netsölumet

í gær „Single´s Day“ hefur tekið við af Valentínusardeginum og gott betur ef marka má sölutölur kínversku netverslunarinnar Alibaba. Sölumet var slegið þegar verslað var fyrir um einn milljarð dollara, eða um 120 milljarða króna. Og það á 85 sekúndum. Meira »

Breytir atvinnuháttum í Súðavík

í gær „Þetta er stórt verkefni, sem hefur ákveðna breytingu í för með sér á atvinnuháttum í sveitarfélaginu, en myndi tryggja stöðu þorpsins. Við tókum meðvitaða ákvörðun 2014 þegar glitti í góðæri að safna fé og fara ekki í framkvæmdir meðan unnið væri að nýjum verkefnum. Það hefur leitt til þess að fjárhagsleg staða okkar er sterk.“ Meira »

Verk eftir Magritte á 3,3 milljarða

í gær Málverk eftir René Magritte var selt á 26,8 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 3,3 milljarða króna, á uppboði Sotheby's í New York. Er þetta hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk belgíska súrrealistans. Meira »

„Vinnan er í raun aldrei búin“

í gær Þann 19. nóvember næstkomandi verða Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent og er markmiðið með þeim að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna vébanda og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Meira »

Sérbýli hækka meira en fjölbýli

í gær Verð á sérbýlishúsum hefur hækkað meira en á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs. Að meðaltali tekur 88 daga að selja einbýli en 80 daga fjölbýli. Meira »

Óviðjafnanlegur demantur á uppboði

í gær Einstakur bleikur 19 karata demantur verður boðinn upp í Genf í dag og er búist við að nýtt met falli á uppboðinu þar sem fastlega er gert ráð fyrir að hann verði seldur á meira en 50 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 6,2 milljarða króna. Meira »

Ráðuneytið hefur ekki tekið afstöðu

í gær „Ráðuneytið hefur ekki átt frumkvæði að neinum fundum með fyrirtækinu og hefur hvorki lýst afstöðu sinni til sæstrengs né til tiltekinna verkefna eða hugmynda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Meira »

Leigutekjur Reita jukust um 6,5%

í fyrradag Stjórn Reita fasteignafélags hf. samþykkti á fundi sínum í dag árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu níu mánuði ársins. Leigutekjur námu 8.455 milljónum króna og jukust þær um 6.5% frá fyrra ári. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir