Er Musk að missa það?

Er Musk að missa það?

Í gær, 22:22 Frumkvöðullinn Elon Musk hefur oftsinnis átt í orðaskaki á samfélagsmiðlum við greinendur á Wall Street, blaðamenn og fleiri. En síðasta hviða hans á þeim vettvangi, þar sem hann sakaði einn þeirra sem kom að björgun drengjanna í taílenska hellinum um barnaníð, hefur vakið upp ýmsar spurningar. Meira »

Staðfesta lánshæfismat Arion banka

Í gær, 20:08 Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest langtímalánshæfismat Arion banka, BBB+ með stöðugum horfum. Skammtímalánshæfismat bankans er áfram A-2. Meira »

Stórfelld undanskot í 57 málum

Í gær, 17:10 „Í kjölfar loka rannsóknar SRS hefur 57 málum verið vísað til héraðssaksóknara þar eð rannsókn hefur leitt í ljós stórfelld undanskot.“ Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Oddnýjar Harðardóttur vegna rannsóknar skattrannsóknarstjóra á Panamagögnunum. Meira »

Eldri eignir hafa lækkað í verði

Í gær, 14:22 Það er einkum nýtt húsnæði sem skýrir hækkun á fasteignaverði undanfarna mánuði á meðan verð á húsnæði sem er eldra en 10 ára hefur lækkað um 1% frá áramótum. Meira »

Hlutabréf Netflix féllu um 13%

Í gær, 14:04 Hlutabréf Netflix féllu um 13 prósent eftir lokun markaða í gær. Fallið kom í kjölfar þess að fyrirtækið birti óvænt fall í vexti áskrifenda annan ársfjórðung í röð. Þá hafa einnig verið uppi áhyggjur vegna skorts á nýjum vinsælum þáttum og áhorf hefur dalað nokkuð vegna HM í knattspyrnu karla. Meira »

Nýr forstjóri Goldman Sachs

Í gær, 12:32 David Solomon hefur verið ráðinn forstjóri fjárfestingabankans Goldman Sachs. Í tilkynningu frá bankanum segir að Solomon muni taka við starfinu 1. október. Meira »

Græðir sárin hraðar en samkeppnisaðilinn

Í gær, 11:47 Samanburðarrannsókn á meðhöndlun þrálátra sára bendir til þess að sáravörur sem íslenska lækningavörufyrirtækið Kerecis vinnur á Ísafirði skili betri árangri en vara helsta samkeppnisaðilans. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á ársþingi bandarískra fótlækna í Washington. Meira »

Undirrita stærsta fríverslunarsamning heims

Í gær, 10:07 Evrópusambandið og Japan hafa undirritað víðfeðman fríverslunarsamning, sem fellir niður nær alla tolla á milli svæðanna. Samningurinn er sá stærsti sem undirritaður hefur verið, er litið er til hagkerfa samningsaðila. Saman standa Evrópusambandið og Japan undir þriðjungi heimsframleiðslunnar. Meira »

Eigendur IKEA fá hálfan milljarð í arðgreiðslu

Í gær, 09:27 Hagnaður Miklatorgs hf., sem á og rekur IKEA-verslunina á Íslandi, nam 982,5 milljónum króna á síðasta rekstrarári, sem miðast við september til ágúst ár hvert. Meira »

Við störf án réttinda

Í gær, 07:02 Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í Góu-Lindu sælgætisgerð ehf. að Garðahrauni í Garðabæ, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Meira »

43.000 flugvélar á 20 árum

15.7. Framleiða þarf 43.000 nýjar flugvélar á næstu tveimur áratugum, samkvæmt Dennis Muilenberg, framkvæmdastjóra bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing. Franski framleiðandinn Airbus telur að framleiða þurfi enn fleiri flugvélar á næstu 20 árum, eða 48.000. Meira »

„Ekki heil brú í kröfum Vodafone“

13.7. Lögfræðilega er ekki heil brú í skaðabótakröfum Vodafone á hendur Símanum og hafnar forstjóri Símans, Orri Hauksson, þeim sem gjörsamlega tilhæfulausum. Segir hann að lögfræðilega geti ekki verið heil brú í kröfunum og þær virðast augljóslega settar fram gegn betri vitund. Meira »

Viðskiptavinir fá lánaðan bíl

13.7. Viðskiptavinir IKEA munu geta fengið lánaðan bíl í tvær klukkustundir án endurgjalds til að flytja heim vörur sem þeir hafa keypt hjá versluninni. Er þetta hluti af samstarfsverkefni milli IKEA og Heklu sem gengur undir nafninu „Þvílíkt lán.“ Meira »

WOW air tapaði 2,4 milljörðum í fyrra

13.7. Tekjur WOW air í fyrra námu 486 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur um 52 milljörðum íslenskra króna. Það er aukning um 58% frá fyrra ári. Félagið tapaði 22 milljónum dala á síðasta ári samanborið við 35 milljóna dala hagnað í fyrra. Nemur tapið 2,4 milljörðum króna. Meira »

Sýn fer fram á 1,9 milljarða bætur

13.7. Sýn hf. hefur gert kröfu á hendur Símanum hf. um greiðsla á skaðabótum vegna tjóns sem félagið telur sig hafa orðið fyrir vegna aðgerða Símans sem Póst- og fjarskiptastofnun komst að niðurstöðu um að hafa falið í sér brot á fjarskiptalögum. Nemur bótakrafan 1,9 milljörðum. Meira »

Skrá Airbnb-íbúðir áður en vaktin hefst

13.7. Skráðum íbúðum í heimagistingu á landinu hefur fjölgað um á annað hundrað síðustu þrjár vikurnar og eru nú 1.427. 16 dagar eru síðan undirritaður var samningur um aukið eftirlit með heimagistingu. Samningurinn er hluti af átaki sem ætlað er að hvetja til skráningar á skammtímaútleigum. Meira »

Árvakur og 365 miðlar kaupa Póstmiðstöðina

13.7. Árvakur hf., útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, og 365 miðlar hf., eigandi Torgs ehf., útgáfurfélags Fréttablaðsins, hafa undirritað kaupsamning um kaup á 100% hlutafjár í Póstmiðstöðinni hf. af seljendunum Fiskisundi ehf, Stahan II ehf. og Hannesi Hannessyni. Meira »

Kaupa allar Iceland-verslanirnar

13.7. Allar Iceland-verslanirnar sjö, fimm 10-11 verslanir og báðar Háskólabúðirnar verða seldar til Samkaupa frá Basko verði kaupin samþykkt af Samkeppniseftirlitinu. Þetta kemur fram í samrunatilkynningunni sem barst Samkeppniseftirlitinu hinn 25. júní sl. Kaupverðið er trúnaðarmál. Meira »

Samkeppniseftirlitið skoðar samrunann

13.7. Samkeppniseftirlitið leitar sjónarmiða vegna kaupa Samkaupa á 14 verslunum Basko ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu en Morgunblaðið greindi frá fyrirhuguðum kaupum á miðvikudaginn. Basko rekur m.a. allar 10-11 verslanirnar, Iceland og Dunk­in´ Donuts en ekki hefur fengist upp gefið hvaða verslanir Basko verða seldar. Meira »

Búlgarar færast nær evrunni

13.7. Búlgaría, fátækasta ríki Evrópusambandsins, færðist einu skrefi nær því að taka upp evruna í gær. Talsmenn Evrópska seðlabankans og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sögðu þá, eftir fund fjármálaráðherra evrusvæðisins, að mat á hæfi Búlgara til að taka upp evruna gæti legið fyrir eftir um það bil ár. Meira »

Háar bætur vegna púðursins

13.7. Snyrtivöruframleiðandinn Johnson & Johnson hefur verið dæmdur til að greiða 22 konum 4,7 milljarða dala, um 506 milljarða króna, í bætur. Konurnar telja að notkun á púðri fyrirtækisins hafi valdið þeim krabbameini í eggjastokkum. Meira »

WOW air hættir að fljúga til Tel Aviv

12.7. WOW air mun hætta flugi til Tel Aviv í Ísrael í október. Félagið hefur flogið til borgarinnar fjórum sinnum í viku frá því í september í fyrra. Meira »

Eignir Björns Inga kyrrsettar

13.7. Eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns hafa verið kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að kröfu tollstjóra. Meira »

200 milljóna tap Vesturkots á fimm árum

12.7. Gæðingurinn og stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti fór sigri hrósandi frá Landsmóti hestamanna á dögunum þar sem hann hlaut æðstu viðurkenningu hrossaræktunar, Sleipnisbikarinn. Verðlaunin komu kannski ekki mikið á óvart enda hefur rúmlega fjórða hvert afkvæmi undan Spuna komið til dóms. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir