Arion lækkaði lítillega í Kauphöllinni

Arion lækkaði lítillega í Kauphöllinni

17:01 Gengi hlutabréfa í Arion banka lækkaði um 0,8% á öðrum viðskiptadegi með bréfin og nam umfang viðskiptanna 148 milljónum króna. Dagslokagengi var 88,05 krónur á hlut en í útboðinu var fjárfestum seldur hluturinn á 75 krónur. Meira »

Óeining innan OPEC um að auka olíuframleiðslu

15:30 Hossein Kazempour Ardebili, fulltrúi Írans hjá OPEC, Samtökum olíuútflutningsríkja, segir að auk Írans muni Venesúela og Írak greiða atkvæði gegn hugmyndum Sádi-Arabíu og Rússlands um að auka olíuframleiðslu að nýju. Meira »

Eftirlaunaþegar skora á bankastjóra

13:41 Hópur eftirlaunaþega Lífeyrissjóðs bankamanna ætlar að mæta í afgreiðslu Landsbankans í Austurstræti um ellefuleytið á morgun með áskorun til bankastjórnar. Meira »

Jákvætt sjálfbærnismat Hellisheiðarvirkjunar

11:50 Samkvæmt sjálfbærnismati á rekstri Hellisheiðarvirkjunar hefur virkjunin lítil neikvæð áhrif á umhverfi og samfélag. Hún hefur hinsvegar mikilvæg jákvæð áhrif á félagslega og hagræna þætti, samkvæmt úttektinni og fær hæstu einkunn í sex þáttum af fjórtán. Meira »

Kanadabúar breyta neyslu vegna deilna

11:45 Könnun sem birt var á föstudag bendir til þess að 70% Kanadamanna hyggist ætla að reyna að sniðganga bandarískar vörur. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið Ipsos sem gerði könnunina um miðja síðustu viku og náði hún til 1.001 Kanadabúa og 1. Meira »

Íhuga yfirtöku á Norwegian

10:38 Hlutabréf í Norwegian hækkuðu í morgun um nær 10% eftir að greint var frá því að þýska flugfélagið Lufthansa væri að skoða möguleikann á að taka norska félagið yfir. Meira »

Forstjóri Audi handtekinn

09:36 Rupert Stadler, stjórnarformaður þýska bílsmiðsins Audi, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á nýju útblásturshneyksli í Þýskalandi. Meira »

Bera ábyrgð á þriðjungi seinkana

06:54 Um þriðjungur allra seinkana á flugi í Evrópu er vegna verkfalla franskra flugumferðarstjóra og úr sér gengnum búnaði sem þeir hafa yfir að ráða í starfi, samkvæmt frétt Le Parisien. Meira »

Ríkið má styrkja einkarekna fjölmiðla

05:30 Eftirlitsstofnun fríverslunarsamtakanna EFTA, ESA, hefur staðfest að ríkisstyrkir til einkarekinna fjölmiðla séu löglegir.  Meira »

Oliver og Heiða halda í sjávarútveginn

Í gær, 19:12 Rekjanleiki á fiski er grunnhugmynd á nýju vörumerki sem verður dreift í Bandaríkjunum undir heitinu Niceland. Það mun endanlegur kaupandi í matvörubúð eða á veitingastað geta séð hvaðan fiskurinn er veiddur og hvenær það var. Meira »

Vilja liðka fyrir leigu á húsnæði

í gær Fjártæknifyrirtækið Leiguskjól hefur um nokkurt skeið boðið leigjendum og leigusölum upp á húsaleiguábyrgð, sem komið getur í stað þess að leigjandi leggi fram hefðbundna tryggingu í formi tveggja eða þriggja mánaða leigu. Í sumar tekur fyrirtækið þátt í Startup Reykjavík á vegum Arion banka og verður tækifærið notað til að skoða grundvöll ýmissa nýrra fjármálaafurða tengdra leigumarkaðnum. Meira »

Hefur stuðlað að nýsköpun í ferðamennsku

í fyrradag Hugbúnaðarfyrirtækið Bókun hyggst meira en tvöfalda starfsmannafjölda sinn nú í sumar í kjölfar þess að það var selt í apríl til TripAdvisor, stærsta söluaðila í ferðaþjónustu í heiminum. Meira »

Áhaldahúsið víkur fyrir íbúðabyggð

16.6. Unnið er að niðurrifi áhaldahúss Kópavogs þessa dagana, en á reitnum er áformað að 43 íbúða hús rísi á komandi misserum. Er um að ræða síðasta byggingarreitinn í fyrsta uppbyggingaáfanga Glaðheimasvæðisins í Kópavogi, en á reitnum verða samtals 10 hús með 326 íbúðir. Meira »

Kínverjar kalla Trump kjána

16.6. Fjölmiðlar í Kína hafa gert grín að ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um að settur yrði 25% tollur á vörur frá Kína. Þær vörur sem tollarnir ná til eru að verðmæti um 50 milljarðar Bandaríkjadala. Fjölmiðlarnir segja að „skynsamir menn byggja brýr, en kjánar veggi“. Meira »

Freistuðust í torfærur í fyrstu tilraun

16.6. Ari Arnþórsson stendur á bakvið fyrsta fjöldaframleidda íslenska bílinn, Ísar Torveg, sem fór í sína fyrstu prufukeyrslu á dögunum. „Ég er búinn að vera með þetta í höfðinu og síðan í höndunum í meira en áratug. Svo er þetta orðið að bíl og það kemur í ljós að hann gerir það sem maður vonaðist til.“ Meira »

„Slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur“

16.6. „Ef stjórnvöld gera ekkert í breytingum á vörugjöldum bifreiða fyrr en við gerð fjárlagafrumvarps á haustþingi, þá mun væntanlega ekkert gerast fyrr en um áramót og það eru slæmar fréttir fyrir bifreiðakaupendur,“ segir Jón Trausti Ólafsson, formaður Bílgreinasambandsins. Meira »

Eini rúbluhraðbankinn tæmdur

16.6. „Þegar við pöntuðum fyrstu sendinguna þá renndum við svolítið blint í sjóinn því við vissum ekki hver eftirspurnin yrði og við töldum að þessi fyrsta sending myndi duga,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbankanum. Meira »

Kollagen úr íslensku fiskroði

16.6. Framleiðsla er hafin á íslensku kollageni á vegum lífræknifyrirtækisins Protis, sem er í eigu FISK Seafood á Sauðárkróki.   Meira »

Tvær stöðvar fyrir vetnisbíla opnaðar

15.6. Orkan opnaði tvær afgreiðslustöðvar fyrir vetnisbifreiðar í dag. Önnur stöðin erstaðsett að Vesturlandsvegi í Reykjavík og hin að Fitjum í Reykjanesbæ. Meira »

Nýta íslenska þekkingu við eftirlit

15.6. Fiskveiðieftirlitskerfi frá íslenska hátæknifyrirtækinu Trackwell hefur orðið fyrir valinu í opnu útboði ástralskra fiskveiðiyfirvalda um kerfi til eftirlits í þessari þriðju stærstu lögsögu heims. Með tækni fyrirtækisins verður hægt að fylgjast í rauntíma með ferðum þeirra 7.000 skipa sem tilheyra áströlsku lögsögunni, sem spannar 8,2 milljónir ferkílómetra. Meira »

Lúxushótel opnar í Borgarnesi

15.6. Nýtt fjögurra stjörnu hótel, B59 hotel, opnar dyr sínar í Borgarnesi í dag. Á hótelinu, sem saman stendur af 81 hótelherbergi, er að finna þrjár tæplega 50 fermetra hótelsvítur auk átta annarra herbergja með einstöku útsýni. Meira »

Öll kjötvara uppseld hjá Víði

15.6. Öll kjötvara seldist upp í rýmingarsölu þrotabús Víðis en skiptastjóri ákvað að selja allar vörur þrotabúsins á hálfvirði. Rýmingarsalan hófst í gær í Víðisversluninni í Garðabæ og frá hádegi í dag bæði í Skeifunni og Garðabæ. Meira »

Hjá Höllu með hagstæðasta tilboðið

15.6. Veitingastaðurinn Hjá Höllu í Grindavík var með hagstæðasta tilboðið í útboði fyrir útleigu á aðstöðu undir veitingaþjónustu á annarri hæð í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Sandra Hlíf nýr framkvæmdastjóri hjá Eik

15.6. Sandra Hlíf Ocares hefur verið ráðin í nýtt starf framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Eikar fasteignafélags hf. Viðskiptaþróun mun sjá um nýja tekjuöflun með það að markmiði að nýta betur það sem eignasafnið hefur upp á að bjóða. Sandra lauk BA-gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og mag.jur-gráðu frá sama skóla árið 2009. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir