Flest með færri en tíu starfsmenn

Flest með færri en tíu starfsmenn

10:15 Flest fyrirtæki landsins eru með færri en tíu starfsmenn samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Íslands fyrir árið 2017 eða 94% þeirra. Meira »

Gætu haft áhrif á stöðugleika

09:56 Mikill stöðugleiki ríkir á íslenskum vinnumarkaði en hópuppsagnir kunna að setja strik í reikninginn. Þetta gefa niðurstöður vinnumarkaðskönnunar Hagstofunnar til kynna sem fjallað er um í nýrri Hagsjá Landsbankans. Meira »

Enn færir LVMH út kvíarnar

08:02 Franska munaðarvörufyrirtækið LVMH er að kaupa hótelkeðjuna Belmond, sem meðal annars á og rekur Copocabana Palace í Rio de Janeiro og Cipriani Feneyjum. Meira »

Mikilvægt að skoða málið heildstætt

Í gær, 21:00 Meðal þess sem fram kemur í hvítbók stjórnvalda um fjármálakerfið er tillaga um að sú leið verði skoðuð að gera kröfu til lífeyrissjóðanna um að bein íbúðalán þeirra verði opin öllum sem uppfylla lánshæfismat, óháð því hvort viðkomandi sé sjóðsfélagi eða ekki. Meira »

Horfa til sérhæfðari lánsfjármögnunar

Í gær, 20:30 Fjármögnunarfyrirtækið Alísa stígur inn á markað þar sem lítil hreyfing hefur verið á markaðsaðilum á síðustu árum.  Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Icelandair stækki ef WOW air minnki

Í gær, 17:50 Hækkun bréfa í Icelandair í dag eru viðbrögð markaðarins við tíðindum af rekstri WOW air. Markaðsaðilar velta fyrir sér hver viðbrögð Icelandair verða í framhaldinu. Meira »

Apple reisir 53 hektara þekkingarþorp

Í gær, 15:51 Apple kynnti í dag áform um að margfalda starfsemi sína í Austin í Texas. Fyrirtækið hyggst meðal annars fjárfesta einum milljarði Bandaríkjadala í byggingu nýs risaútibús í Austin. Meira »

Gaf engin fyrirheit um lán

Í gær, 14:55 Fram kemur í yfirlýsingu frá Arion banka að þó að viðræður hafi verið í gangi hafi hvorki lánsloforð né fyrirheit um lánveitingu til flugfélagsins Primera Air legið fyrir áður en flugfélagið fór í þrot, en í frétt Viðskiptablaðsins í dag er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, sem stýrði félaginu, að það væri enn í rekstri ef bankinn hefði veitt brúarfjármögnun líkt og staðið hafi til. Meira »

Icelandair hækkar áfram í Kauphöllinni

Í gær, 12:20 Bréf Icelandair hafa haldið áfram að hækka eftir að fréttir bárust um uppsagnir og breytingar í rekstri hjá WOW air í dag. Strax eftir að fréttir bárust af uppsögnum hækkuðu bréf félagsins um 7%. Nú hafa bréf Icelandair hækkað um 11,5% í 292 milljóna viðskiptum. Meira »

„Þetta hefur verið dýrkeypt lexía“

Í gær, 12:13 Skúli Mogensen, eigandi WOW air, segist harma þær aðgerðir sem ráðist var í í dag, en 111 fastráðnum starfsmönnum félagsins var sagt upp og tilkynnt var um fækkun flugvéla í flotanum. Í samtali við mbl.is segir hann að um eina stóra aðgerð hafi verið að ræða og að nú verði horft til framtíðar. Meira »

Málið komið inn á borð VR

Í gær, 11:48 „Við erum komin með málið inn á borð til okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í samtali við mbl.is vegna frétta af fjölda uppsagna hjá flugfélaginu WOW air, en fyrirtækið hefur sagt upp samtals 350 starfsmönnum. Þar af 111 fastráðnum. Meira »

Markaðssetning sumra lyfja eins og þróunaraðstoð

Í gær, 11:30 Sú staðreynd að meirihluti allra lyfjabirgða Íslendinga er geymdur í vöruhúsi í miðbæ Garðabæjar er líklega ekki á allra vitorði en er engu að síður sannleikur. Meira »

Uppsagnir hjá WOW air og vélum fækkað

Í gær, 10:57 Fjölda starfsfólks hjá WOW air hefur verið sagt upp. Þetta herma heimildir mbl.is. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, gat ekki staðfest uppsagnirnar þegar mbl.is hafði samband við hana. Hún vildi heldur ekki neita fréttunum. Meira »

Hlutabréf Icelandair hækka um 7%

Í gær, 10:56 Verð hlutabréfa Icelandair hafa hækkað um rúm 7% það sem af er degi í kauphöllinni en alls nema viðskipti með félagið 110 milljónum króna. Meira »

Bríet eignast 270 ÍLS-íbúðir

Í gær, 10:40 Leigufélagið Bríet mun taka yfir eignarhald og rekstur á fasteignum Íbúðalánasjóðs.  Meira »

Reykjavík og Airbnb í samstarf

í gær Reykjavíkurborg og bókunarvefurinn Airbnb eru komin í samstarf um birtingu á skráningarnúmerum fyrir þá sem leigja út fasteignir sínar. Er þetta hugsað til að auðvelda útleigjendum að fylgja íslenskum reglum og er skrefið það fyrsta í yfirstandandi viðræðum milli Reykjavíkur og Airbnb. Meira »

Studdi ekki óbreyttan meirihluta í stjórn VÍS

í gær Stjórnarkjör Tilnefningarnefnd VÍS leggur það til við hluthafafund sem koma mun saman síðdegis á morgun að í stjórn verði kjörin þau Gestur B. Gestsson, Marta Guðrún Blöndal, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Valdimar Svavarsson og Vilhjálmur Egilsson. Meira »

Segir tapið nema fimm milljörðum

í gær Ferðaskrifstofur Travelco, áður Primvera Travel, töpuðu fimm milljörðum króna á falli flugfélagsins Primera Air, að sögn Andra Más Ingólfssonar, eiganda félaganna. Meira »

Iceland Seafood á aðalmarkað

í fyrradag Stjórn Iceland Seafood International hefur ákveðið að félagið hefji undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands á næsta ári. Félagið hefur verið skráð á First North-markað síðan 25. maí árið 2016 en markmiðið með skráningu félagsins á þeim tíma var að breikka eigendahópinn og stuðla að aukinni sókn félagsins. Meira »

ÍLS stofnar leigufélagið Bríeti

í fyrradag Íbúðalánasjóður hefur stofnað nýtt leigufélag undir nafninu Bríet. Mun félagið taka við flestum þeim fasteignum sem eru á hendi sjóðsins í dag og reka leiguþjónustu með sérstaka áherslu á landsbyggðina. Ákvörðun um þetta var tekin á stjórnarfundi sjóðsins í dag. Meira »

KPMG og Deloitte reka meðeigendur í Bretlandi

í fyrradag Endurskoðunarfyrirtækin KPMG og Deloitte í Bretlandi hafa losað sig við samtals 27 meðeigendur eftir rannsóknir sem leiddu í ljós óviðeigandi hegðun þeirra, meðal annars kynferðislega áreitni og einelti, á síðustu fjórum árum. Meira »

Nýtt verklag FME við framkvæmd vettvangsathugana

í fyrradag Fjármálaeftirlitið hefur tekið upp nýtt og endurbætt verklag við framkvæmd vettvangsathugana. Verklagið er í anda þess sem stuðst er við víða í Evrópu og felur m.a. í sér að vettvangsathuganir verða framkvæmdar í meira mæli á starfsstöð eftirlitsskylds aðila. Meira »

„Feykilega mikið púður í tunnunni“

í fyrradag Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagðist engar áhyggjur hafa af væntanlegu frumvarpi um að losa um fjármagnshöft enn frekar með því að heimila aflandskrónueigendum að losa aflandskrónueignir sínar að fullu. Sagði hann Seðlabankann hafa nóg „púður í tunnunni“ til að mæta mögulegu útstreymi. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir