Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

Viðræður um Boeing-bætur standa yfir

Í gær, 15:36 Ekkert liggur fyrir um fjárhæð þeirra bóta sem Icelandair mun fá frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing vegna galla í Boeing 737 Max-vélunum, sem hafa verið kyrrsettar síðan í mars. Meira »

Skoða flug frá Kína til Íslands

Í gær, 13:20 Kínverska flugfélagið Tinajin Airlines hefur sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir næsta vetur. Gert er ráð fyrir flugi frá kínversku borginni Wuhan til Helsinki og þaðan rakleiðis til Íslands. Meira »

Myndirnar kortlagðar gaumgæfilega

Í gær, 11:49 Með því að samþykkja skilmála og persónuverndarstefnu FaceApp gefa notendur snjallforritinu víðtækan rétt til að nota myndir þeirra og nöfn. Það getur forritið gert í hvaða tilgangi sem er eins lengi og það vill. Þá er réttur forritsins jafnframt endalaus og óafturkallanlegur. Meira »

Leiðtogar óttast Zuckerberg

Í gær, 11:31 G7-ríkin, sjö helstu iðnríki heims, hafa sett Facebook ströng skilyrði sem þau ætlast til að rafmyntin libra, sem Facebook vill koma á koppinn, uppfylli. Ætlunin er að libra verði undir sömu sökina seld og aðrir gjaldmiðlar. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

Í gær, 05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

Í gær, 05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Segir vaxtaákvarðanir ólöglegar

í fyrradag Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum, segir vaxtaákvarðanir lífeyrissjóða ekki hafa tekið mið af yfirlýstum viðmiðum. Það skili sér í 108 þúsund kr. hærri vaxtagreiðslu á ári hjá fjölskyldu með 40 milljóna lán. Meira »

Þróa nýtt öryggistæki fyrir báta

í fyrradag Hefring nefnist nýtt fyrirtæki sem hyggst miðla upplýsingum í rauntíma til skipstjóra um þá þyngdarkrafta sem skip þeirra eru undirorpin á hafi úti. Meira »

Leggja til að breyta nafni HB Granda

í fyrradag Stjórn HB Granda samþykkti á fundi sínum í dag að leggja til við hluthafafund að breyta nafni og vörumerki félagsins í Brim og Brim Seafood. Fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar að nýtt vörumerki og nafn sé einfalt og þjált og sé þekkt á alþjóðamörkuðum fyrir sjávarafurðir. Meira »

Fjárfestasvik hafa nær tvöfaldast

í fyrradag Málafjöldi vegna fjárfestasvika hér á landi hefur nú þegar aukist um 77% frá fyrra ári þrátt fyrir að árið 2019 sé aðeins rétt ríflega hálfnað. Í flestum tilvikum er um að ræða gylliboð um kaup á verðmætum af einhverju tagi. Oft er einstaklingum boðið „besta tækifæri ársins“ til að fjárfesta í fyrirtæk Meira »

Þéttingastefnan í miðborginni komin í öngstræti

17.7. Ekki er vænlegt að þétta miðborgina meira en orðið er með uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Ekki er næg eftirspurn eftir dýru húsnæði á því svæði. Þetta er mat Vignis S. Halldórssonar hjá MótX. Meira »

Hjólarisi horfir til Reykjavíkur

17.7. Stöðvalaus hlaupahjól frá fyrirtækinu Bird verða að líkindum komin á götur Reykjavíkur í lok sumars að sögn umboðsaðila.  Meira »

Með lúxushótel á teikniborðinu

17.7. Vincent Tan, nýr eigandi Icelandair Hotels, sér mikil tækifæri á íslenskum hótelmarkaði og kannar nú möguleika á því að reisa nýtt hágæðalúxushótel sem bætast myndi í eignasafn fyrirtækisins. „Ég tel að það sé pláss á markaðnum fyrir alvöru lúxushótel og við erum að kanna möguleika á að bæta slíkri einingu inn í eignasafnið hjá Icelandair Hotels.“ Meira »

Íbúðaverð í fjölbýli hækkar um 3,4%

17.7. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,2% á milli maí og júní samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands. Fram kemur í frétt á vef Íbúðalánasjóðs að árshækkun vísitölu íbúðaverðs mælist nú 3,2%,samanborið við 3,9% árshækkun í maí og 5,2% í júní í fyrra. Meira »

Milljarður í viðbættum veruleika

17.7. Directive Games, tölvuleikjafyrirtækið sem Atli Már Sveinsson stýrir í Kína, er í vexti um þessar mundir. Samstarf þess við Apple og fleiri stóra aðila hefur skilað auknum áhuga á fyrirtækinu og starfsmönnum hefur fjölgað ört, bæði á skrifstofunni hér á Íslandi sem og í Kína og annars staðar. Félagið skilaði Meira »

Skora á Magnús að mæta fyrir dóm

17.7. Skorað er á Magnús Ólaf Garðarsson, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United silicon, í Lögbirtingablaðinu að mæta fyrir Héraðsdóm Reykjaness í september vegna kröfumáls í tengslum við gjaldþrotaskipti Sameinaðs sílikons hf., sem rak kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

17.7. Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Breytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins

16.7. Jóhanna Helga Viðarsdóttir tekur við af Ingibjörgu Pálmadóttur sem framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. Ingibjörg, sem er annar eigandi blaðsins, er nú stjórnarformaður Torgs. Meira »

Lækkar óverðtryggða vexti um eitt prósentustig

16.7. Stjórn Lífeyrðissjóðs verzlunarmanna (LV) ákvað í gær að lækka fasta óveðrtryggða vexti fasteignalána sjóðsfélaga úr 6,12% í 5,14%, að því er fram kemur í tilkynningu á vef lífeyrissjóðsins. Meira »

Nova og Síminn semja um dreifingu enska boltans

16.7. Nova og Síminn hafa samið um dreifingu á enska boltanum í gegnum Nova TV appið og þurfa notendur appsins ekki myndlykil til að vera með áskrift að enska boltanum, sem verður aðgengilegur í Apple TV. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova. Meira »

Gerð klár fyrir eigendaskiptin

16.7. Togskip Gjögurs hf. á Grenivík, Áskell EA 748 og Vörður EA 748, eru nú í Slippnum í Reykjavík. Er unnið að því að pússa og mála skipin áður en þau verða afhent nýjum eiganda, FISK á Sauðárkróki, fyrir mánaðarlokin. Meira »

Ryanair lokar bækistöðvum vegna Boeing

16.7. Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur tilkynnt að það muni loka nokkrum bækistöðvum sínum vegna væntanlegra tafa á afhendingu Boeing á 737 MAX-flugvélum til félagsins. Meira »

Hefring náð samkomulagi um fjármögnun

15.7. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Hefring ehf. hafa gengið frá samkomulagi um fjármögnun og mun sjóðurinn eignast tæplega fjórðungshlut í félaginu. Meira »

Aflinn dregist saman um þriðjung

15.7. Íslensk fiskiskip lönduðu 31,7 tonnum af afla í júní, eða heilum þriðjungi minna en á sama tíma í fyrra.  Meira »

Alan Turing á nýjum 50 punda seðli

15.7. Andlit stærðfræðingsins Alan Turing mun prýða nýjan 50 punda seðil Breta. Þetta tilkynnti Englandsbanki, en seðillinn birtist almenningi fyrr í dag. Ráðgert er að seðillinn verði að fullu kominn í gagnið árið 2021.Alan er oft á tíðum kallaður faðir tölvunarfræðinnar ásamt því að vera einn af upphafsmönnum gervigreindar. Meira »

Georg ráðinn til Íslandspósts

15.7. Georg Haraldsson hefur verið ráðinn til Íslandspósts sem forstöðumaður stafrænnar þjónustu, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. Georg tekur til starfa í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Meira »

Frá Arion í framkvæmdastjórn Íslandsbanka

15.7. Riaan Dreyer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslandsbanka. Riaan hefur störf hjá bankanum í september. Hann hefur undanfarið verið forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Arion banka. Meira »

Ætti að banna 10 evra flugferðir

14.7. Carsten Spohr, forstjóri þýska flugfélagsins Lufthansa, segir að banna ætti flugfélögum að selja farmiða á undir 10 evrur, um 1.400 krónur. Óábyrgt sé að selja slíka miða út frá efnahags-, umhverfis- og stjórnmálasjónarmiðum. Meira »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir