Minnir á Bakkabræður

Minnir á Bakkabræður

Í gær, 20:18 Veiðigjöld á útgerðir eru ósanngjörn og gríðarlegur munur er á veiðigjöldum eftir fisktegundum, segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda og eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Meira »

Hafa fengið nærri tvo milljarða

Í gær, 19:22 Eftir því hefur verið tekið hve vel Íslendingum gengur að sækja fé í sameiginlega rannsóknar- og þróunarsjóði Evrópusambandsins. Þetta segir Andrés Vallés Zariova hjá spænsku ráðgjafarstofunni Inspiralia. Meira »

Styttri vinnuvika hjá Hugsmiðjunni

K100 Í gær, 18:57 Minni vinna og allir vinna segir Margeir Ingólfsson, stjórnarformaður Hugsmiðjunnar sem hefur gengið mjög langt í vegferð jafnréttis með því að stytta vinnuviku starfsfólks fyrirtækisins úr átta í sex. Mælingar sýna meiri framleiðni, færri veikindadaga og aukna starfsánægju starfsfólksins. Meira »

Sjónarmiða hagsmunaaðila leitað

Í gær, 17:57 Samkeppniseftirlitið leitar nú sjónarmiða hagsmunaaðila vegna kaupa Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf. Með samrunanum hyggjast samrunaaðilar sameina dreifikerfi sín fyrir dagblöð, tímarit og fjölpóst undir Póstmiðstöðinni. Meira »

Fiskeldi í Reyðarfirði fyrir dóm

Í gær, 17:50 Mál málsóknarfélagsins Náttúruverndar 2 á hendur Matvælastofnun og Löxum fiskeldi ehf. verður flutt fyrir Héraðsdómi Reykjaness 15. nóvember. Meira »

Skoða hvort Tekjur.is teljist fjölmiðill

Í gær, 11:29 Meginmunur á vefsíðunni Tekjur.is og Tekjublaði Frjálsrar verslunar og DV, sem birt hafa upplýsingar um laun einstaklinga um árabil, er að þær upplýsingar sem aðgengilegar eru á Tekjur.is flokkist ekki undir fjölmiðlun vegna þess hversu mikið magn upplýsinga er aðgengilegt á vefnum. Meira »

Fellur frá máli á hendur Jóhannesi

Í gær, 11:11 Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz hefur hætt við mál sitt gegn lögmanninum Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni. Sakaði Tchenguiz Jóhannes, sem starfaði fyrir slitastjórn Kaupþings, um að hafa ásamt bresku end­ur­skoðun­ar­skrif­stof­unni Grant Thornt­on, blekkt bresku efna­hags­brota­lög­regl­una, Ser­i­ous Fraud Office (SFO), til að hefja árið 2011 rann­sókn á viðskipt­um hans og Vincent bróður hans við Kaupþing. Meira »

Stjórn HB Granda fundar í dag

Í gær, 10:42 Stjórn HB Granda, sem hugðist funda síðastliðinn fimmtudag vegna bréfs frá framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Reykjavíkur, frestaði fundinum. Verður hann þess í stað haldinn í dag, samkvæmt tilkynningu sem HB Grandi hefur sent kauphöllinni. Meira »

Sears óskar eftir greiðslustöðvun

Í gær, 06:51 Bandaríska verslunarkeðjan Sears, sem eitt sinn var stórveldi, hefur óskað eftir greiðslustöðvun. Saga Sears nær aftur til ársins 1886. Meira »

Þorskurinn vítamínsprauta og stuðpúði

í fyrradag Verðmæti útfluttra þorskafurða frá aldamótum jafngildir um 20 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Önnur lönd saxa smám saman á gæðaforskot Íslands. Meira »

Kvartanir vegna tekjusíðunnar hjá Persónuvernd

í fyrradag Alls höfðu níu erindi borist til Persónuverndar vegna vefsíðunnar tekjur.is sem opnaði á föstudag. Þetta segir forstjóri Persónuverndar í samtali við mbl.is. Vefsíðan veitir gegn greiðslu aðgang að upplýsingum um tekjur allra einstaklinga á árinu 2016 samkvæmt gögnum ríkisskattstjóra. Meira »

Arion með aukin veð í eignum Andra

í fyrradag Ferðavefurinn Túristi kveðst hafa heimildir fyrir því að Arion banki nú fengið allsherjarveð í eignum Primera Travel Group, það er húseign Heimsferða, vörumerkjum Heimsferða og Terra Nova og lénum ferðaskrifstofanna. Arion banki var einn af viðskiptabönkum Primera Air og sendi frá sér afkomuviðvörun eftir að Primera Air fór fram á greiðslustöðvun í byrjun mánaðarins. Meira »

Fara fram á að sitja fundinn

13.10. Ef til fundar kemur á milli fulltrúa Stakksbergs ehf. og bæjarstjórnar Reykjanesbæjar næstkomandi mánudag, fara fulltrúar íbúasamtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík fram á að fá að vera viðstaddir fundinn ásamt lögmanni samtakanna. Meira »

Mikil fjölgun í golfferðum Íslendinga

13.10. Mikill áhugi Íslendinga á golfi og golfferðum til útlanda er ekki nýtilkominn en svo virðist sem hann sé engu að síður enn að aukast. Meira »

Óska eftir fundi áður en kosið verður

13.10. Stakksberg ehf. vill funda með bæjarstjórn Reykjanesbæjar áður en hún samþykkir að synja fyrirtækinu um að vinna tillögu að deiliskipulagi á kísilverinu í Helguvík. Stakksberg er félag í eigu Arion banka sem keypti starfsemina af þrotabúi United Silicon. Meira »

Kaupir ferðaskrifstofur Primera

13.10. Travelco hefur keypt allar ferðaskrifstofur Primera Travel Group og tekið yfir skuldir við Arion banka. Travelco er nýtt eignarhaldsfélag og er Andri Már Ingólfsson, eigandi flugfélagsins Primera Air, stærsti hluthafi félagins. Meira »

Ný Skipaskrá mun kosta 30 milljónir

12.10. Upplýsingatækni Upplýsingatæknifyrirtækið Advania varð hlutskarpast í útboði Ríkiskaupa á smíði nýrrar skipaskrár fyrir Samgöngustofu. Meira »

Fyrsta ár H&M „algjörlega frábært“

12.10. Í dag var þriðja verslun fatakeðjunnar H&M opnuð hér á landi. Jafnframt er um að ræða fyrstu H&M verslunina hér á landi sem selur húsbúnað og þá er verslunin sú fyrsta sem opnar á nýju Hafnartorgi, en þar hefur mikil uppbygging verið í gangi undanfarið sem nú sér fyrir endann á. Meira »

Gert að greiða 223 milljónir króna

12.10. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag félagið Sjöstjörnuna, sem er fasteignafélag í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar í Subway, til þess að greiða þrotabúi félagsins EK1923 ehf. tæpar 223 milljónir króna auk dráttarvaxt. Meira »

720 milljóna þrot Fáfnis Holding

12.10. Gjaldþrot Fáfnis Holding, félags sem var í eigu fyrrverandi forstjóra Fáfni Offshore og hélt utan um eignarhlut hans í félaginu, nam um 720 milljónum króna. Lýstar kröfur í búið námu 734 milljónum, þar af 170 milljónir sem veðkröfur. Fengust 12,7 milljónir upp í veðkröfurnar, en ekki var tekin afstaða til almennra krafna. Meira »

Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert

12.10. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,6% hækkun á vísitölu neysluverðs milli mánaða. Gangi spáin eftir hækkar ársverðbólgan úr 2,7% í 2,9%. Bankinn segir að verðbólguhorfur næstu mánaða hafi versnað umtalsvert. Meira »

Heimila að bergbrot hefjist á ný

12.10. Bergbrot (e. fracking) til að vinna leirsteinsgas hefur nú verið heimilað á ný í Bretlandi, í fyrsta skipti frá því að slík vinnsla var bönnuð árið 2011 vegna vísbendinga um að hún gæti ollið jarðskjálftum. Var það dómari í hæstarétti Lancashire sem úrskurðaði að vinnsla geti hafist. Meira »

Keppa við Harvard á HM

12.10. Frumkvöðlafyrirtækið Go ARGuide er nú statt í Danmörku þar sem það keppir um heimsmeistaratitil háskólanema í nýsköpun, University World Cup. Meira »

Biðu óþreyjufull í H&M-biðröð

12.10. Um fimmtíu til sjötíu manns biðu óþreyjufullir í biðröð eftir því að komast inn í verslanirnar H&M og H&M Home sem voru opnaðar á Hafnartorgi klukkan 12. Meira »

Dýrast í Iceland en ódýrast í Bónus

12.10. Iceland er dýrasta matvöruverslunin samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ sem framkvæmd var 10. október. Í 60% tilfella eða 53 af 89 var Iceland með hæsta verðið. Bónus var oftast með lægsta verðið eða í 54 tilfellum af 89 eða 61% tilfella. Meira »

Víðtæk áhrif lægra gengis

12.10. Gengi krónu hefur gefið eftir undanfarið og kostaði evran 134 krónur í gær. Gengislækkunin er sögð styrkja stöðu ferðaþjónustunnar. Meira »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir