Pistlar:

1. mars 2021 kl. 21:46

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hvað varð um kínverska sendiherrann?

„Svona alræðisríki kemst upp með allt. Eins og þetta með Ma Jisheng sendiherra,“ segir Unnur Guðjónsdóttir ferðamálafrömuður í helgarblaðsviðtali við Fréttablaðið. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segist verða að viðurkenna að hann kemur af fjöllum. Hvað með hann, spyr blaðamaðurinn forviða? Og Unnur svarar.

„Hann var sendiherra hér í upphafi síðasta áratugar. Ég hef alltaf átt alveg sérstaklega góð samskipti við sendiráðið hérna á Íslandi. Hann Ma Jisheng var búinn að koma hingað heim til mín og sendiráðið búið að gefa mér ægilega fallega jólagjöf, ekta silkiefni. Svo hélt ég upp á kínverska nýárið hér heima árið 2014, eins og ég geri alltaf, og var búin að bjóða þeim hjónum hingað skriflega,“ segir Unnur í viðtalinu og bætir við: „Ég var alltaf að bíða eftir að sendiherrabíllinn kæmi en þau létu aldrei sjá sig, sem var mjög ólíkt þeim. Þá er ekki annað en ég kemst að því seinna, hvort það var þennan sama dag eða daginn áður, að þá fóru þau úr landi. Og það hefur ekki spurst til þeirra síðan.“

Hvað varð um Ma Jisheng?

Nú? Ekki heldur úti? - spyr blaðamaður og Unnur svarar: „Þeir í Kína segja ekki neitt. En það fóru svo að berast fréttir af þessu og ég held að það hafi einmitt verið Fréttablaðið sem skrifaði í september „Hvað varð um Ma Jisheng?“. Sagt er að þau hafi verið tekin föst fyrir njósnir fyrir Japan. Það þýðir bara eitt,“ segir Unnur og dregur nú vísifingurinn þvert yfir
hálsinn á sér, væntanleg heldur óhugnanlegt fyrir blaðamanninn.org

En svona er þetta. Ma Jisheng var sannarlega kynntur hér til leiks sem sendiherra og svo bara hvarf hann. Það er talsvert til af fréttum af honum fram í september 2014 en svo hættir það bara, það er meira að segja Wikipedíu-síða með upplýsingum um hann. En engar fréttir eftir 2014 að því manni sýnist. Vitaskuld urðu fréttaskrif um hvarfið, heima og erlendis. Hann var tengdur við njósnir við Japan einhverra hluta vegna en þar hafði hann verið sendifulltrúi. En svo bara hvarf hann og fjölskyldan líka. Nýr sendiherra birtist, hélt heljarinnar veislu og allir gleymdu Ma Jisheng. Svona er lífið í alræðisríki eins og Unnur bendir á en hún þekkir þetta alræðisríki öðrum betur eins og kemur fram í viðtalinu. En auðvitað er þetta hvarf Ma Jisheng sérstakt og ekki verður séð að helstu Kínasérfræðingar landsins geri það að umtalsefni, ekki einu sinni fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson, sem þó fjallar mikið um Kína í bók sinni, Sögur handa Kára.

Fólk á leið í aftökur

En frásagnir Unnar hljóta að vekja athygli enda hafði hún mikil samskipti við Kína. Þannig rifjar hún upp atvik úr ferð sinni þangað árið 1991 og tiltekur að það atvik hafi setið í henni. Þá horfði hún upp á lest hertrukka keyra í gegnum borgina Lanzhou með fanga á leið til aftöku. Hún smellti mynd af þessum hjálparvana sálum sem pistlaskrifari leyfir sér að birta hér með.trukkar

Unnur rekur söguna: „Þeir eru teknir af lífi fyrir eiturlyfjabrask. Þeir eru látnir bera skömmina utan á sér og þess vegna eru þeir með þetta skilti um hálsinn. Fyrir ofan er greint frá glæpnum en nafnið þeirra er fyrir neðan. Svo er keyrt með þá í gegnum bæinn til að vara aðra við,“ segir Unnur í viðtalinu og bætir við: „Þeir eru ekki með þessar sýningar í dag, enda ekki vinsælar í hinum vestræna heimi, en taka samt jafn hart á þessum brotum enn þá.“

Þessar frásagnir minna á hve mannréttindi standa höllum fæti í Kína. Á það hefur verið bent í pistlum hér áður. Þó hægt sé að gleðjast yfir efnahagslegum uppgangi í Kína og því að algerri örbirgð hefur verið útrýmt eiga Kínverjar enn eftir að sýna fram á vilja sinn til að virða mannréttindi. Það hlýtur að móta öll samskipti við þá.

mynd
27. febrúar 2021

Versnandi ástand í Nikaragva

Síðustu þrjú ár hefur ríkt hálfgerð óöld í Mið-Ameríkuríkinu Nikaragva eins og fjallað var um í pistli hér fyrir nokkru. Efnahagur landsins hefur versnað til muna og Nikaragva nú eitt fátækasta land Mið-Ameríku. Nýleg skýrsla Amnesty International sýnir að mannréttindi eiga mjög undir högg að sækja og landið er á svörtum lista samtakanna og annarra þeirra sem láta sig meira
mynd
25. febrúar 2021

ESB og viðskipti Íslendinga við Nígeríu

Hvað eiga Evrópusambandið og viðskipti Íslendinga við Nígeríu sameiginlegt? Því er fljótsvarað, nákvæmlega ekkert. Eigi að síður er Nígería í hópi mikilvægustu markaðslanda Íslendinga og eini markaðurinn fyrir þær þurrkuðu fiskafurðir sem við framleiðum. Það sem meira er, tilraunir til að leita nýrra markaða fyrir þurrkaðar fiskafurðir hafa lítinn árangur borið, við sitjum uppi með meira
mynd
22. febrúar 2021

Gullregn og spilling

Fyrir stuttu voru þættirnir Gullregn sýnd í Ríkissjónvarpinu en þeir fjalla um „kerfissérfræðinginn“ Indíönu Georgíu sem lifir á bótum og reynir um leið að ala upp aðra kynslóð bótaþega. Bótasvikin eru þó ekki kjarni þessarar ágætu þáttaraðar heldur lygin sem fólkið býr við og eitrar líf þess og dregur að lokum allan dug úr þeim. En svikin við sjálfan sig og samfélagið eru samt meira
mynd
21. febrúar 2021

Mikilvæg sýn á innviðauppbyggingu

Allt síðan bankahrunið dundi yfir árið 2008 hefur verið rætt um að hinir aðskiljanlegustu innviðir á Íslandi séu í lélegu ástandi eða jafnvel ónýtir. Auðvitað má alltaf deila um þarfirnar en staðreyndin er sú að stundum verður þróunin í hagkerfinu þannig að þarfirnar skapast áður en þeim er fullnægt. Þannig má segja að straumur ferðamanna hingað til lands hafi kallað á ákveðin viðbrögð í meira
mynd
18. febrúar 2021

Einsleitni í boði Ríkisútvarpsins

Fáir sem starfa við fjölmiðla eru ánægðir með þá þróun að þeir séu komnir á opinbert framfæri. En ömurleg rekstrarstaða þeirra hefur ekki farið framhjá neinum og því hugsa margir að það sé skárra að taka við þessum 30 aurum silfurs en að snúa upp tánum. En hverfur ekki ljóminn af frjálsum fjölmiðlum þegar þarf að senda stöðugt inn bókhaldsgögn til ríkisins til að fá allt mögulegt endurgreitt? meira
mynd
13. febrúar 2021

Laxinn verður stöðugt mikilvægari

Margir muna án efa eftir fyrirtækinu Stofnfiski sem stofnað var árið 1991 til þess að framleiða hrogn. Í dag er fyrirtækið í eigu erlendra fjárfesta og starfar undir nafninu Benchmark Genetics Iceland. Síðasta ár var gott fyrir rekstur fyrirtækisins og stöðug aukning í sölu á hrognum og hrognkelsum eins og kemur fram í viðtali fylgirits Morgunblaðsins, 200 mílur, við Jónas Jónasson meira
mynd
11. febrúar 2021

Bóluefnaklúður Evrópusambandsins

Í gær var haft eftir Ursulu von der Leyen, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, að sam­bandið hafi verið of lengi að samþykkja bólu­efni við kórónuveirunni. „Við erum ekki á þeim stað þar sem við vilj­um vera,“ sagði hún í ræðu á Evr­ópuþing­inu. Þessi játning kom ekki af sjálfu sér og var ekki óvænt enda hafði hún meira
mynd
9. febrúar 2021

Kína og mannréttindi

Síðustu áratugi hafa kínversk yfirvöld veitt fjölmennustu þjóð heims ótrúlega hagsæld. Það er í raun stórmerkilegt að sjá stóran hluta mannkyns hefjast úr sárri fátækt til bjargálna á innan við einni mannsævi. Efnahagslegur uppgangur í Kína hefur verið ævintýralegur en þar hefur einkaframtakið fengið að blómstra innan miðstýrðrar hagstjórnar. Að baki þessu býr pólitískt einræði og borgurum í Kína meira
mynd
6. febrúar 2021

Hefja þarf hönnun Sundarbrautar strax

Allir ættu að fagna þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um Sundabraut en hér í pistlum hefur í mörg ár verið hvatt til þess að ráðist yrði í framkvæmdina. Hér er um að ræða einstaka samgöngubót sem getur um leið stuðlað að bættu öryggi, minni mengun, hagræðingu og skapað ný tækifæri til búsetu og atvinnulífs. Það má því taka undir með samgönguráðherra þegar hann segir að meira
mynd
4. febrúar 2021

Óljósar væntingar í veiruhagkerfinu

Það er merkilegt að venju að rýna í íslenska hagkerfið og þá kannski sérstaklega eins og það birtist í fyrirtækjaumhverfinu þessa daganna. Enn heldur kauphallarvísitalan áfram að hækka og flest félög þar hafa hækkað umtalsvert frá því kórónufaraldurinn skall á okkur fyrir ári síðan. Á sama tíma hefur ferðaiðnaðurinn, okkar helsta útflutningsgrein, nánast stöðvast. Stóran hluta af síðasta ári meira
mynd
31. janúar 2021

Sósíalistar á þotuöld

Forbes tímaritið bandaríska skrifaði iðulega um byltingaleiðtogann Fidel Castro sem auðmann, líklega frekar til stríða honum og öðrum sósíalistum, fremur en að þeir teldu hann eignamann í hefðbundnum skilningi. En blaðið setti hann á lista yfir auðmenn í hinum kapítalíska heimi og gerði það reyndar við fleiri leiðtoga sósíalista. Í sjálfu sér hagaði Fidel sér ekki endilega sem slíkur, hann vildi meira
mynd
28. janúar 2021

Debet og kredit í heilbrigðiskerfinu

Með reglulegu millibili er heilbrigði þjóðarinnar metið eftir þeim tölum sem varið er til málaflokksins. Hér á landi hafa meira að segja verið settir af stað undirskriftalistar til þess að styrkja þá kröfu að meiri fjármunum sé varið til heilbrigðismála, og þá gjarnan stuðst við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Margir virðast telja að þau verði ekki í lagi nema hlutfallið sé norðan megin við meira
mynd
23. janúar 2021

Sannleikurinn og sögumaðurinn

Það er óhætt að fullyrða að nútímamaðurinn þurfi að fást við fáheyrt áreiti frá degi til dags. Alheimskliður frétta og fullyrðinga dynur á honum sé hann á annað borð tengdur inn í hið stóra samtal sem netið (í eina tíð kallað alnetið) býður uppá. Auðvitað er misjafnt hve mikið fólk leggur sig eftir að hlusta en augljóslega er áreiti samfélagsmiðla að hafa töluverð áhrif á yngri kynslóðirnar. Þeir meira
mynd
21. janúar 2021

Bandaríkin: Tékkinn er á leiðinni í pósti!

Joe Biden, 46 forseti Bandaríkjanna, ákvað 14. janúar síðastliðin, nokkrum dögum áður en hann tók við embætti, að senda öllum skattgreiðendum í Bandaríkjunum 1.400 dollara til að örva hagkerfið og styðja við almenning. Þetta jafngildir 180 þúsund íslenskum krónum. Þetta kostar um 1.900 milljarða Bandaríkjadala og er þriðji örvunarpakkinn (stimulus check proposal) sem stjórnvöld hafa samþykkt til meira
mynd
18. janúar 2021

Ofbeldi gagnvart stjórnmálamönnum

Á Facebook má finna myndband af því þegar skiltakarlarnir svokölluðu mæta heim til Sigríðar Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, til að afhenda henni í háðungarskyni verðlaun fyrir að vera spilltasti stjórnmálamaðurinn. Verðlaun sem þeir virðast sjálfir halda úti en hér er um að ræða tvo menn á eftirlaunum, þá Ólaf Sigurðsson og Leif Benediktsson, sem gera sig gildandi í meira
mynd
14. janúar 2021

Viska samfélagsumræðunnar

Þegar notkun stærstu samskiptamiðla heims er skoðuð sést hve gríðarleg ítök samfélagsmiðlar og önnur samskiptaforrit hafa á daglegt líf fólks. Segja má að heimurinn bindist böndum í gegnum þessa miðla sem eru nánast upphaf og endir alls í umræðunni. Allir eru að skrifa og tjá sig og allt er vistað í gagnabankanna. Sumu dreifir fólk af fúsum og frjálsum vilja, annað er dregið fram og varðveitt. meira
mynd
11. janúar 2021

Erfitt að starfa hjá ríkinu?

Starf ráðuneyta snertir alla landsmenn og sérfræðingar í ráðuneytum gegna mikilvægum skyldum gagnvart ráðherra og í verkefnum ráðuneyta. Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta hér á landi og að þar þurfi að huga betur að stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál meira
mynd
9. janúar 2021

Vald til að slökkva á umræðunni

Það er hægt að hafa mörg orð um þau undarlegheit sem undanfarna daga hafa átt sér stað í bandarískum stjórnmálum. Ofbeldisfull mótmæli fóru úr böndunum og lita síðustu valdadaga fráfarandi forseta sem hverfur úr embætti fullkomlega einangraður. Það er einstakur atburður að uppvöðslusamur skríll (pro-Trump mob skrifar The New York Time) skyldi komast inn í bandaríska þinghúsið en það er líklega meira
mynd
7. janúar 2021

Bóluefnaraunir heimsins

Eins og horfur eru nú í framleiðslu og bólusetningu getur það tekið allt upp í tvö ár að þurrka út áhrif kórónuverufaraldursins á heimsbúskapinn. Rétt eins og við Íslendingar erum að uppgötva er þetta kapphlaup í heimi þar sem er ónógt bóluefni og stjórnmálaleiðtogar flestra ríkja leita nú leiða til að fá bóluefni, í það minnsta ekki seinna en aðrir. Það sést kannski best á því að meira