Pistlar:

10. júní 2021 kl. 17:47

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hákarlalýsi og sauðasala sköpuðu auðinn

Þegar gengið er um götur Flateyrar sést að elstu húsin eru undantekningalaust byggð af hákarlaskipstjórum. Augljóst er að á seinni helmingi 19. aldar hafa hákarlaveiðar skapað mikla atvinnu á þessum slóðum og hagnað sem gerði mönnum kleift að byggja ágætlega myndarleg hús. Í bókinni Sjósókn og sjávarfang eftir Jón Þ. Þór sagnfræðing segir að á 17. og 18. öld hafi Vestfirðingar og Norðlendingar verið mestir hákarlaveiðimenn hér á landi. Veiðarnar náðu svo hámarki á 19. öldinni þegar þilskip komu til sögunnar auk áraskipanna. Fyrsta þilskipið kom til Flateyrar 1815 sama ár og Vínarfundurinn stillti af Evrópu eftir Napóleonsstyrjaldirnar. Upphaflega var þilskipunum trúlega ætlað að veiða þorsk og hákarl jöfnum höndum en þegar kom fram yfir 1830 voru hákarlaveiðarnar orðnar burðarás þilskipaútgerðarinnar. Olli þar mestu að verð á lýsi hækkaði hlutfallslega gagnvart fiskverði.flat1

Lifrin úr hákarlinum var brædd í landi og lýsið flutt út og notað sem ljósmeti til að lýsa upp borgir Evrópu. Lýsisverðið hækkaði ár frá ári vegna aukinnar eftirspurnar. Hákarlaveiðarnar gáfu mikinn og skjótfengan gróða og sköpuðu fyrsta umtalsverða uppgangsskeiðið í sögu íslensks sjávarútvegs á síðari öldum, segir Jón Þ. Þór í bók sinni. Þegar best lét gátu eigendur þilskipanna greitt kaupverð skipanna eftir eina vertíð. Margir tugir þilskipa stunduðu þessar veiðar. Þessa sögu má sjá þegar gengið er um götur Flateyrar en vikið var að bænum í síðasta pistli. Þar sést líka að fyrsta steypta húsið í bænum var byggt árið 1922 og var það bakarinn sem stóð að því en húsið hýsti bakaríið og heimili bakarans. En þá höfðu hákarlaveiðar að mestu liðið undir lok. Ekki þurfti lengur hákarlalýsi til að lýsa upp borgir Evrópu. Eyfirðingar segja gjarnan sögur af Hákarla-Jörundi sem gerði út frá Hrísey og var bæði fengsæll og kynsæll. Honum græddist mikið fé af veiðunum og gerði á tímabili út nokkur skip til hákarlaveiða.flat2

Sauðasala til Englands

En um svipað leyti og hákarlaveiðar voru í hvað mestum blóma hljóp á snærið hjá bændum landsins þegar sauðasala hófst til Englands. Sú sala stóð í á þriðja áratug og varð þess valdandi að margir bændur fengu greitt í beinhörðum gjaldmiðli í fyrsta sinn á ævinni. Í ævisögu Bjargar Þorláksdóttur, sem varð fyrst íslenskra kvenna að klára doktorsgráðu, kemur fram að foreldrar hennar gátu fjármagnað nám hennar vegna hagnaðar af sauðasölu.

Sauðasalan var á tímabili mjög umfangsmikil, eitt árið voru sent úr landi 80 þúsund fjár. Víða komust jarðir aftur í byggð vegna þessa og sauðasalan hafði mikil áhrif á íslenskt samfélag og er stofnun kaupfélaga rakin til hennar. Lög sem sett voru í Bretlandi árið 1896 bundu endi á þessa sölu en þá var bannað að flytja inn lifandi fé en breskir bændur höfðu gjarnan tekið sauðina og fitað þá fram að slátrun. Lok sauðasölunnar var mikið áfall víða og olli kreppu í landbúnaði á Íslandi.

Þessi tvö dæmi úr atvinnusögu okkar Íslendinga gleymast oft þegar saga landsins er rakin. Þrátt fyrir erfiðleika og óáran gátu dugmiklir einstaklingar nýtt sér aðstæður og glugga sem opnuðust á hinum fjárlægu mörkuðum. Þá sem nú skiptir máli að fólk nýti sér tækifæri og hafi athafnafrelsi til þess eins og var með þá sem seldu sauði og veiddu hákarl og efnuðust af því.

mynd
9. júní 2021

Flateyri horfir fram á veginn

Það er upplifun að ferðast um Vestfirðina. Í senn undrast maður stórbrotna náttúruna sem er að taka við sér um leið og skammvinnt sumar er framundan, sumar sem verður að duga íbúum Vestfjarða til að safna í forða fyrir næsta vetur. Fuglar himinsins hamast við að koma upp ungum og safna orku fyrir vetrarstöðvarnar. Gróðurinn dafnar og búsmalinn fær langþráða útiveru, sama á við um mannfólkið. meira
mynd
3. júní 2021

Tíðindi frá Danmörku

Danska þingið samþykkti í dag lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu á meðan þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Þegar er búið að semja við Afríkuríkið Rúanda og viðræður eru við fleiri ríki, þar á meðal Túnis, Eþíópíu og Egyptaland. Þar með segja Danir að þeir hælisleitendur sem banka á dyrnar hjá þeim geti allt eins farið með næstu flugvél meira
mynd
31. maí 2021

Atvinnuþróun og stærri myndin

Í skýrslu Viðskiptaþings 2021, sem Viðskiptaráð gefur út, er vikið að skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey, Charting a Growth Path for Iceland, sem kom út árið 2012 og hefur haft mikil áhrif á stefnumótun Viðskiptaráðs og atvinnulífsins og reyndar einnig hjá stjórnvöldum. Óhætt er að fullyrða að til þeirrar skýrslu hafi verið mikið vitnað og hún gjarnan ratað inn í ræður meira
mynd
29. maí 2021

Kúba og harðstjórn sósíalista

Ríkisstjórn Kúbu kúgar almenning og refsar fyrir alla gagnrýni og ágreining. Stjórnvöld víla ekki fyrir sér að beita öllum þeim ofbeldismeðölum sem finnast í bókum harðstjórnar, meðal annars barsmíðum, opinberum niðurlægingum, ferðatakmörkunum, fangelsun til lengri og skemmri tíma, sektum, einelti á netinu, eftirlit og þvinguðum starfslokum. Kúbversk lög takmarka tjáningarfrelsi meira
mynd
27. maí 2021

Klukknahringingar í Kauphöllinni

Hlutabréf Síldarvinnslunnar voru skráð í Kauphöllina í dag með hefðbundnum klukknahringingum. Þar með eru tvö sjávarútvegsfyrirtæki skráð á hlutabréfamarkað sem er kannski ekki alveg vísbending um stöðu sjávarútvegsins í íslensku samfélagi. Með réttu ættu þau að vera fleiri en skráning Síldarvinnslunnar markar þó ákveðin tímamót og virðist hafa styrkt stöðu Brims sem var skráð fyrir. Bréf meira
mynd
23. maí 2021

Jöfn tækifæri og örlögin

Eitt af því mikilvægasta sem hvert samfélag þarf að huga að er tryggja öllum tækifæri. Að samfélagið og þjóðfélagið allt sé þannig að allir hafi tækifæri til að komast til þroska óháð uppruna eða félagslegri aðstöðu. Það gerum við með því að reka skóla og aðrar stofnanir og tryggja að fólk frá efnaminni heimilum geti stundað langskólanám kjósi það svo. Nú eða komist til þroska á þann hátt sem meira
mynd
21. maí 2021

Hversu umhverfisvænt er íslenska kvótakerfið?

Í nýrri skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi (sem virðist ætla að fá furðu litla umfjöllun) kemur fram að íslensk stjórnvöld leggja mikla áherslu á að draga enn frekar úr losun gróðurhúsalofttegunda í fiskveiðum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um mikilvægi þess en áður hefur verið vikið að góðum árangri við að draga úr olíunotkun fiskveiðiflotans hér í pistlum. Í nýlegu viðtali við meira
mynd
18. maí 2021

Dráp og pyntingar í Venesúela

Ekkert lát er á þeirri neyð sem ríkir í Venesúela en landið þarf á mikilli aðstoð að halda þar sem milljónir landsmanna geta ekki nálgast grunnþjónustu og fullnægjandi næringu. Þá hefur takmarkaður aðgangur að öruggu vatni á heimilum og heilsugæslustöðvum stuðlað að útbreiðslu kórónuveirunnar (Covid-19). Ástandið í Venesúela er eitthvert það alvarlegasta sem þekkist í heiminum þó alla jafnan sé meira
mynd
16. maí 2021

Kjöraðstæður á hlutabréfamarkaði

Augljóslega eru nú kjöraðstæður fyr­ir fy­ritæki hér á landi að sækja fé á hluta­fjár­markað. Mikið fé er í um­ferð og fjár­mögn­un hluta­bréfa virðist ganga greiðlega fyr­ir sig og útlit er fyrir að árið 2021 verði sögulegt á íslenskum hlutabréfamarkaði. Augljóslega er eft­ir­spurn eft­ir nýj­um kost­um á markaðinum en síðustu ár hefur meira
mynd
12. maí 2021

Ný skýrsla: Styrkur sjávarútvegsins staðfestur

Mikil tækifæri eru til vaxtar í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum og mögulegt að auka útflutningsverðmæti þessara atvinnugreina verulega á næstu árum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um stöður og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. Að gefnum forsendum, sem lýst er nánar í skýrslunni, gæti virði framleiðslu allra þessara greina aukist í um 440 milljarða króna árið 2025 og í meira
mynd
11. maí 2021

Frakkland: Þriðja skuldugasta ríki heims

Frakkar ganga til forsetakosninga á næsta ári og þó að flestir hallist að því að Emmanúel Macron verði endurkjörin ríkir margvísleg óvissa í frönsku þjóðlífi eins og vikið hefur verið að hér í pistlum upp á síðkastið. Engin vafi er á því að efnahagslegir þættir munu gegna veigamiklu hlutverki í kosningabaráttunni og að sögn Matthew Lynn, pistlahöfundar hjá The Telegraph, er vandi fransks meira
mynd
7. maí 2021

Ris og fall indverskra auðmann

Á Netflix má finna skemmtilega heimildarþáttaseríu sem kallast Bad Boy Billionaires: India. Eins og nafnið gefur til kynna þá er þar fjallað um nokkra heldur djarfa indverska athafnamenn og ris og fall þeirra rakið. Mest hafði pistlahöfundur gaman af sögu Vijay Mallya sem efnaðist gríðarlega og stofnaði flugfélagið Kingfisher Airlines árið 2005. Félagið náði góðri markaðsstöðu sem meira
mynd
5. maí 2021

Hvað gerir Seðlabankinn 19. maí?

Næsta stýrivaxtaákvörðun verður eftir tvær vikur (19. maí) og augljóslega bíða margir eftir að sjá hvaða leið peningastefnunefnd Seðlabankans velur. Fljótt á litið virðast markaðsaðilar tvístígandi - að öllu jöfnu ætti Seðlabankinn að stíga inn og hækka vexti en hann virðist enn ætla að láta reyna á önnur úrræði sem hann hefur til að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn enda spurning hvað knýr meira
mynd
2. maí 2021

Haglýsing í byrjun maí

Nú eru liðnir um 14 mánuðir síðan kórónuveiran fór að gera vart við sig í íslensku samfélagi og óhætt er að segja að veiran og viðbrögð við henni hafi mótað allt samfélagið, bæði mannlífið og ekki síður efnahagslífið. Nú þegar staðfestar bólusetningaráætlanir liggja fyrir og tímasetning hjarðónæmis hefur verið gefin út blasir við að það þarf að fara að horfa aftur til venjulegra viðmiða um ástand meira
mynd
29. apríl 2021

Róstur og ókyrrð í frönsku þjóðlífi

Frakkland er og hefur verið lykilríki Evrópusambandsins og það birtist með enn skýrari hætti nú þegar Bretar eru gengnir úr sambandinu. Á næsta ári eru fyrstu forsetakosningar landsins síðan Brexit átti sér stað og þó að það hafi einhver áhrif á kosningabaráttuna þá er það ekki lykilþáttur nú þegar Emmanuel Macron reynir að ná endurkjöri. Takist honum það verður hann fyrsti forseti Frakklands til meira
mynd
27. apríl 2021

Carbfix-tæknin - ein allsherjar lausn?

Vísindi og tækni komu okkur í þessi vandræði og hugsanlega geta vísindi og tækni komið okkur út úr þeim! Svona gæti verið áhugavert að nálgast nýjasta innlegg Íslendinga í loftslagsmálum en fyrir stuttu var kynnt með pompi og prakt risavaxið loftslagsverkefni sem byggir á svokallaðri Carbfix-tækni sem landsmenn hafa fylgst með í þróun hjá Orkuveitu Reykjavíkur undanfarin ár. Við hefur meira
mynd
22. apríl 2021

Fiskeldi: 100 milljarða verðmæti?

Á síðasta ári var slátrað ríflega 40 þúsund tonnum af eldisfiski og útflutningsverðmæti hans nam tæplega 30 milljörðum króna eða heldur meira en langþráð loðnuvertíð skilaði okkur. Þegar horft er til þess að verðmæti útfluttra sjávarafurða nam um 270 milljörðum króna á síðasta ári þá sést að gríðarleg tækifæri eru í fiskeldi. Ekki er fráleitt að ætla að heildarútflutningsverðmæti þeirra verði meira
mynd
20. apríl 2021

Tæknifyrirtækin: Of stór til að ráða?

Það er ekki alltaf ljóst hvað menn eiga við þegar rætt er um tækniheiminn en vissulega geta stærstu tæknifyrirtæki heims fallið þar undir, en það eru fyrirtækin sem í dag hafa líklega hvað mest áhrif á daglegt líf fólks um allan heim. Þau eru í eigu ríkustu manna heims sem í öllum tilvikum eru frumkvöðlar sem hafa skapað óvenjuleg fyrirtæki sem veita einstaka þjónustu á heimsvísu. Um það hefur meira
mynd
19. apríl 2021

Ofurdeild - versta hugmynd í heimi?

Síðustu misserin hafa stærstu knattspyrnulið Evrópu lagt á ráðin, hugleitt, hist og velt endalaust fyrir sér möguleikum á að stofna nokkurskonar ofurdeild sem tryggir þeim öruggt tekjuflæði án afskipta Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) sem tekur í dag drjúgan hluta þess penings sem kemur inn í meistaradeild Evrópu og dreifir því til smærri liða og einsakra landa. Þrátt fyrir þessar vangaveltur meira