Pistlar:

12. júlí 2024 kl. 10:40

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Ólympíuleikar hryðjuverkanna

Heimurinn hefur þurft að aðlaga sig að vaxandi hryðjuverkaógn og nú eru stórir viðburðir ekki skipulagðir svo að ekki sé mikill viðbúnaður eða fram fari ítarlegt öryggismat áður en þeir eiga sér stað. Fyrir stuttu var hér í pistli sagt frá undirbúningi vegna Ólympíuleikanna í París sem hefjast eftir nokkra daga en þar er þegar fallið met í öryggisgæslu. En það var einmitt á Ólympíuleikunum í München árið 1972 sem heimurinn vaknaði upp við nýja ógn.muenchen-olympia-100-1920x1080

Leikarnir í München áttu að vera leikar gleði og friðar. Þjóðverjum var mikið í mun að sýna aðra og betri hlið á sér eftir hersýninguna sem Hitler setti upp 1936. Allir voru innstilltir inn á að leikarnir í München yrðu leikar „friðar og gleði,“ bæði gestgjafarnir og gestir. Þetta voru stærstu og umsvifamestu Ólympíuleikarnir til þessa en 7.134 keppendur frá 121 landi voru mættir á opnunarhátíðina á nýjum og glæsilegum Ólympíuleikvangi í München þar sem 80 þúsund áhorfendur gátu tekið þátt í hátíðarhöldunum.

Allt átti að vera opið og afslappað, nánast „dásamlegt“ eins og einn ísraelsku íþróttamanna hafði sagt. Ísraelska liðið hafði heillast af andrúmsloftinu eins og aðrir og keppendur frá hinum ólíku löndum voru hvattir til að spjalla og eiga jákvæð samskipti. Ísraelsmaðurinn Andre Spizer hafði sagt við eiginkonu sína að þetta væru leikarnir sem allir vildu. Hann var nokkrum dögum síðar einn síðasti Ísraelsmaðurinn til að deyja fyrir byssukúlum hryðjuverkamannanna. Þá var hann sallaður niður af hryðju kúlna úr vélbyssu þar sem hann sat með hendur bundnar fyrir aftan bak.

PLO æfði sig í Líbíu

Fyrir leikana höfðu PLO (Palestinian Liberation Organistions) sent bréf til Alþjóða ólympíunefndarinnar og óskað eftir að fá að taka þátt á leikunum. Óskin var algerlega hundsuð og PLO ákvað að vera með á eigin forsendum. Aðgerðarhópurinn gekk undir nafninu Svarti september og undirbúningur PLO var strangur. Nokkrir liðsmenn samtakanna strituðu og puðuðu í líbýsku eyðimörkinni og undirbjuggu sig undir sína útgáfu af leikunum. Hærra, hraðar og lengra, voru líka einkunnarorð þeirra þar til þeir voru reiðubúnir fyrir München. Að komast í gegnum hindranir var þeirra sérhæfing.muenchen-zweiundsieb

Þegar upp var staðið reyndust girðingar litlar hindranir. Öryggisgæsla var nánast engin og það voru að endingu drukknir Bandaríkjamenn sem hleypti PLO mönnunum inn í búðir keppenda þann 5. september. Þeir höfðu séð hryðjuverkamennina reyna að komast yfir girðingar og ákváðu bara að hjálpa þeim inn, fullkomlega andvaralausir.

Atburðarásin varð síðan hröð, fyrsta líkinu var hent fram af svölunum á íbúðablokkinni klukkan hálf sex um morguninn og með fylgdi skæðadrífa pappírsmiða sem tilkynntu kröfurnar. Frelsa átti 234 gísla í ísraelskum fangelsum, ella yrði einn gísl skotinn á klukkustunda fresti. Þáverandi forsætisráðherra Ísraels, Golda Meir, hafnaði þegar kröfunum enda myndi þær hafa í för með sér að engin Ísraelsmaður væri öruggur og þetta væri þvingun af verstu tegund.

Klúður Þjóðverja

Ísraelsmenn buðust til að senda björgunarsveit til að aðstoða vestur-þýsk yfirvöld. Því var hafnað og þá bað Golda Meir Zvi Zamir, yfirmann Mossad leyniþjónustunnar að fara til München til að fylgjast með því hvernig Þjóðverjum gengi að bjarga þeirra fólki. Í eftirmælum sem tímaritið The Economist skrifaði um Zvi Zamir í byrjun árs kom fram að Þjóðverjar voru ekki ánægðir með heimsóknina enda sögur gengið af honum. Zvi Zamir hafði hafist til metorða innan ísraelska hersins áður en hann gekk til liðs við Mossad. Nærvera hans truflaði Þjóðverja en hann hélt sínu striki og fylgdist með aðgerðunum. Hann sá að þýska lögreglan lagði upp með flókna björgunaráætlun en undirbjó sig slaklega.

Áætlun Þjóðverja gekk út á að þykjast ganga að kröfum PLO og að þeir fengju að fljúga í burtu eins og þeir höfðu krafist. Ætlunin var að sitja fyrir þeim við flugvélina. Hryðjuverkamennirnir fóru því næst með gíslana og Zamir fylgdist með í þeirri trú að Þjóðverjar vissu hvað þeir væru að gera. En áætlunin reyndist byggð á sandi. Leyniskytturnar voru ekki í skotheldum vestum eða með hjálma og myrkur var á svæðinu. Zamir sagði að nauðsynlegt hefði verið að baða svæðið í ljósum. Hann fylgdist með áætluninni fara í vaskinn frá fyrstu stundu. Þyrlan sprakk í loft upp og gíslarnir féllu í vélbyssuskothríð, blóðið flæddi um flugvöllinn. Eftir lágu ellefu gíslar, ein þýskur lögreglumaður og fimm af átta hryðjuverkamönnunum.munchen

Til að bæta gráu ofan á svart var fyrsta fréttin röng, sagt var að gíslarnir hefðu bjargast. Zamir hringdi í Goldu Meir og sagði að hann hefði vondar fréttir.

Reiði guðs

Árásin í München breytti öllu, bæði fyrir Ólympíuleikana en ekki síður fyrir Ísraelsmenn. Þeir hættu að sitja hjá og treysta á aðra. Þeir tóku alla öryggisgæslu í sínar hendur. Um leið skipulagði Zamir aðgerðaráætlun sem hét „reiði guðs“. Allir sem komu að árásinni voru eltir upp og drepnir. Margt fór líka úrskeiðis þar og saklaust fólk féll líka fyrir reiði guðs. Heimurinn var breyttur.

mynd
9. júlí 2024

Pútín fer sínu fram

Um leið og Nató heldur upp á 75 ára afmæli sitt í Washington í Bandaríkjunum er heimurinn minntur á að Vesturlönd eru að kikna undan kostnaði við að halda úti stríði í Úkraínu. Þrátt fyrir almennan skilning á mikilvægi þess að styðja við Úkraínumenn þá virðist Vladimir Pútin fara sínu fram og varla að sjá bilbug á honum í stríðsrekstrinum þrátt fyrir ótæpilegt mannfall. Fyrir nokkrum dögum fór meira
mynd
8. júlí 2024

Í skotlínu íslamista

Margir sögðu eftir morðið á hollenska stjórnmálamanninum Pim Fortuyn að Evrópa yrði aldrei söm. Pim Fortuyn var á margan hátt skrautlegur maður og vakti athygli á mörgum vandamálum í Hollandi, sérstaklega þegar kom að innflytjendum og afstöðu til íslams. Pim Fortuyn var prófessor við Erasmus háskólann í Rotterdam en snéri að viðskiptum og var ráðgjafi hollenskra stjórnvalda. Hann varð síðan meira
mynd
6. júlí 2024

Um hvað er kosið í Frakklandi?

Það dylst engum að um þessar mundir er sterk undiralda í frönskum stjórnmálum og tekist á um ýmis grundvallaratriði svo sem frönsk gildi, öryggi borgaranna, utanríkismál og samleiðina með Evrópusambandinu þar sem Frakkland er annað tveggja lykilríkja ásamt Þjóðverjum. Þróun velferðarkerfisins og ekki síst fyrirkomulag lífeyrismála eru einnig undir í kosningabaráttunni sem og efnahagsmál í sinni meira
mynd
4. júlí 2024

Jarðgöng í stað stokka

Skipulagsmál í höndum meirihlutans í Reykjavík hafa byggst á mikilli óskhyggju sem hefur leitt til þess að engar stefnumarkandi ákvarðanir eru teknar og frestun á óhjákvæmilegum framkvæmdum sem þarf til að tryggja eðlilegar samgöngur í Reykjavík. Verst er að í þessu ferli öllu hefur verið stundaður mikil blekkingaleikur sem felst í því að reyna að selja íbúum Reykjavíkurborgar fullkomlega meira
mynd
2. júlí 2024

Kosningakvíði vinstri manna í Frakklandi

Eftirtektarverðar kosningar eru nú víða um hinn vestræna heim og fréttaflutningur af því mikil og stöðugur eins og gefur að skilja. Það er oft forvitnilegt að fylgjast með umfjöllun Ríkisútvarpsins af kosningum erlendis og hvernig þær eru túlkaðar fyrir áhorfendum. Sjónvarpsmaðurinn kunni, Egill Helgason, sagði frá því í fyrra að kosning Donalds Trump 2016 hefði haft veruleg áhrif á andlega meira
mynd
30. júní 2024

Misbeiting hugtaka og íslamófóbía

Menningarstríð hins vestræna heims setur sem vonlegt er mark sitt á kosningabaráttuna í Bretlandi en þar er tekist á um framtíð samfélagsins í mörgum málaflokkum, meðal annars í stefnunni í útlendingamálum. Bretland er fjölbreytt þjóðfélag en þetta gamla nýlenduveldi hefur lagt sig eftir að taka við íbúum frá fyrrum nýlendum breska heimsveldisins. Ríflega hálfrar aldar aðlögun að þessum breytingum meira
mynd
28. júní 2024

Flugklasi og flughermar

Flug hefur eins og gefur að skilja verið okkur Íslendingum mikilvægt og segja má að millilandaflug hafi frá upphafi verið tengt fullveldi landsins. Það var því engin tilviljun að slíkt flug hófst einmitt þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947. Þá fór fyrsta flugvélin, sem Íslendingar keyptu til millilandaflugs, Hekla, í eigu Loftleiða hf. í sína fyrstu áætlunarferð til útlanda. Það þurfti mikinn stórhug meira
mynd
26. júní 2024

Orkumál: Með vindinn í fanginu

Orkustofnun er með til meðferðar virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar en þar hefur Landsvirkjun lagt fram ósk um að fá að reisa 120 MW vindmyllugarð sem yrði sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Vindmyllur finnast ekki hér fyrir utan þær tvær sem hafa verið endurreistar í Þykkvabæ. Líklegt verður að telja að Landsvirkjun fái virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar innan tíðar og þar með verði meira
mynd
24. júní 2024

Róttæka vinstrið á lausu?

Það blæs ekki byrlega fyrir Vinstrihreyfingunni – grænt framboð (VG) sem fagnaði nýlega 25 ára afmæli sínu. Kannanir sýna að fylgi flokksins dansar nú í kringum hin örlagaríku 5% sem þarf til að ná jöfnunarsæti. VG er hætt að leiða ríkisstjórnina sem var forsenda fyrir því að hún var mynduð á sínum tíma. Óvíst er hver mun leiða VG í framtíðinni og áhrifafólk í flokknum hefur sagt sig úr meira
mynd
19. júní 2024

Runn­ing Tide og loftslagsiðnaðurinn

Í þriðju þáttaröðinni af hinum vinsælu norsku þáttum Útrás (Exit) fá fjórmenningarnir siðblindu augastað á nýrri tegund af útrás og viðskiptum. Þeir snúa sér að grænu orkunni og sjá tækifæri í vaxandi starfsemi á vindmyllum. „Allt sem fram kemur í þessari seríu er alveg eins og það er í Noregi í vindmyllubransanum. Einhverjir spaðar eins og þessir gaurar, hafa séð sér leik á borði, eru búnir meira
mynd
18. júní 2024

Gleymdu stríðin í Jemen og Súdan

Stundum er talað um gleymd stríð sem eru þá stríð sem einhverra hluta vegna fá ekki athygli heimsins. Fyrst koma upp í hugann til þess að gera nýleg stríð í Jemen og Súdan en sjálfsagt eru þau fleiri. Í báðum þessum löndum hafa geisað mannskæð átök sem hafa haft í för með sér miklar hörmungar fyrir landsmenn. Í tilfelli Súdan er óhætt að segja að ástandið sé einstakt en í kjölfar meira
mynd
15. júní 2024

Fiskeldið sem klýfur þjóðina

Við venjulegar aðstæður ættu landsmenn að geta glaðst yfir því að útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí síðastliðnum en það er hvorki meira né minna en 80% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins er verðmætið eldisafurða komið í 22,2 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Í greiningu Radarsins, sem SFS stendur fyrir, er meira
mynd
14. júní 2024

Nvidia og gervigreindarkapphlaupið

Í liðinni viku gerðist það að fyrirtækið Nvidia fór framúr úr Apple þegar litið er til markaðsvirðis. Félagið náði þeim tímamótum að vera metið á þrjú þúsund milljarða Bandaríkjadala og komst fyrir vikið í heldur fágætan hóp. Það er auðvitað merkilegt að markaðsvirði Nvidia sé það sama og Apple þar sem velta og hagnaður Apple er mun meiri, enda eitt eftirsóttasta vörumerki heims. Rekstrartölur meira
mynd
12. júní 2024

Amsterdam: Frjálslyndasta borgin

Hollendingar eru þjóða fremstir í að nema land úr sjó en um tveir þriðju landsins er undir sjávarborði. Amsterdam, hvers nafn vísar til stíflu, er þremur metrum undir sjávarmáli og Schiphol flugvöllur tveimur metrum betur. Einu löndin sem komast í hálfkvisti við Holland í því að nema land úr sjó eru smáríki eins og Mónakó og Singapore en um 25% af furstadæminu við Miðjarðarhafið er á landfyllingum meira
mynd
9. júní 2024

Gustar um Donald Trump

Steve Bannon er einn margra pólitískra ráðgjafa Donalds Trump til að hljóta dóm. Nú hefur Bannon verið gert að gefa sig fram við fangelsisyfirvöld og hefja fljótlega fjögurra mánaða afplánun. Sakirnar virðast ekki miklar en Bannon var sakfelldur í október árið 2022 fyrir að vanvirða þingnefnd þegar hann neitaði að bera vitni í tengslum við rannsókn hennar á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghús meira
mynd
5. júní 2024

Parísarleikarnir - met slegið í öryggisgæslu

Ólympíuleikarnir í París eru stærsti íþróttaviðburður sögunnar í Frakklandi og mikið undir að vel takist til. Ljóst er að öryggisráðstafanir vegna leikanna verða umfangsmeiri en áður hefur sést. Tony Estanguet, yfirmaður undirbúningsnefndar vegna leikanna, hefur látið hafa eftir sér að leikarnir verði verndaðir með „fordæmalausum“ öryggisráðstöfunum. En það er ekki aðeins í meira
mynd
4. júní 2024

Stóriðjuöldin - til góðs eða ills?

Það er stundum undarlegt að hlusta á þá umræðu að stóriðja og virkjanir hafi litlu skilað til íslenska þjóðarbúsins en nú styttist í að það verði 60 ár síðan Íslendingar hófu virkjanaframkvæmdir á Þjórsársvæðinu og stóriðjuöldin hélt innreið sína. Rifja má upp að álverið í Straumsvík var fyrsta stóriðjuframkvæmdin á Íslandi og með því hófst í raun skeið stórframkvæmda hér á landi. Um líkt meira
mynd
3. júní 2024

Efnahagslegar raunir í kjölfar forsetakosninga

Íslendingar hafa kosið sér forseta sem mun taka við embætti eftir tvo mánuði og hugsanlega mun nýr forseti fá stjórnarkreppu í morgungjöf því ljóst er að ríkisstjórnin á erfiða tíma fyrir höndum. Ríkisstjórnarsamstarf þriggja flokka var talið velta á forsætisráðherranum fyrrverandi, Katrínu Jakobsdóttur, sem lengst af var mun vinsælli en ríkisstjórnin sem hún stýrði. Hún virtist hins vegar draga meira
mynd
26. maí 2024

Þjóðflutningar Miðausturlanda

Menn grípa gjarnan til sögunnar til að reyna að skilja það sem gengur á fyrir botni Miðjarðarhafsins en engum dylst að átökin þar eiga sér djúpstæðar sögulegar- og trúarlegar forsendur. Það virðist tilviljunum háð hve langt menn fara aftur til að rökstyðja landakröfur sínar en stundum eru menn komnir aftur á slóðir Biblíunnar eða jafnvel enn lengra aftur í tímann. Svæði það sem nú fellur undir meira