Pistlar:

15. janúar 2018 kl. 9:47

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sölumaðurinn Emmanuel Macron

Í nýlegri þriggja daga heimsókn sinni til Kína einbeitti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sér að viðskiptum og efnahagsmálum. Þungamiðja heimsóknarinnar snérist um að fá tækifæri til þess að snúa við óhagstæðum viðskiptajöfnuði Frakka við Kína en hann mun nú nema um 30 milljörðum evra á ári. Macron tók að sér að selja franskar vörur, ræða efnahagsmál og efla trú Kínverja á að hann sé mikilsverður bandamaður í Evrópu. Um leið sýndi Macron aukið mikilvægi Frakka á alþjóðasviðinu undir hans stjórn. Hann bauð fram auknar fjárfestingar Frakka í skiptum fyrir betra aðgengi franskra vara í Kína.macronkina

Heimsókn Macron er fyrsta heimsókn erlends þjóðarleiðtoga síðan Xi Jinping, forseti Kína, styrkti völd sín enn frekar á þingi Kommúnistaflokks Kína í október síðastliðnum. Augljóst var að Macron kom til Kína sem fulltrúi Frakklands og Evrópusambandsins. Sérfræðingar í málefnum landanna segja að að Kínverjar líti svo á að Frakkland sé lykilríki ESB um þessar mundir. Það sást af móttökunum.

Of snemmt er að segja til um hvort ferðin hafi verið vel heppnuð. Má vera að heimsókn Steingríms J. Sigfússonar og annarra forseta norrænu þinganna hafi truflað dagskránna en ef marka má fréttir Stöðvar 2 þá fékk sú heimsókn litlu minni athygli meðal kínverskra ráðamanna! Dálítið djörf nálgun, sérstaklega þegar hugsað er til þess að Kínverjar hafa fyrst og fremst áhuga á að ræða um viðskipti við erlendar sendinefndir og þar var umboð Macron miklu skýrara en umboð norrænu þingforsetana!

Flugvélasölumaður

Ekki var gengið frá neinum stórum samningum í ferðinni en Macron lýsti því yfir að samningur um sölu á 184 þotum af A320 gerðinni frá Airbus væri á lokametrunum en það eitt og sér myndi líklega réttlæta ferðina. Rétt er þó að slá varnagla við því þar sem enn er eftir að ganga frá fjármögnun kaupanna. Með tilkynningunni um flugvélakaupin var Macron að svara gagnrýni um að ferðin sjálf hefði ekki skilað mörgum áþreifanlegum samningum og hefði fremur snúist um innistæðulítið diplómatískt hjal. Í alþjóðlegum samskiptum er hjal líka mikilvægt og sérfræðingar í málefnum landanna segja að fyrst um sinn virðist ferðin hafa skilað fremur pólitískum ávinningi en efnahagslegum. Alicia Garcia-Herrero, aðalhagfræðingur Natixis bankans, benti á að kínverska neytendur hungraði í franskar vörur nú þegar kaupmáttur þeirra er að vaxa. Kínverjar framleiða í dag sjálfir meira af því sem þeir áður keyptu frá Þýskalandi og því gætu franskar lúxusvörur orðið vinsælar samhliða vaxandi neytendavörumarkaði í Kína.

Fulltrúi Frakklands eða Evrópu?

Yfirlýsingar Macron í kringum ferðina sýndu það mikla sjálfstraust sem umlykur stjórn hans til þessa. Hann byrjaði á að tilkynna að heimsókn hans sýndi að Evrópa væri að ná vopnum sínum („Europe is back”). Philippe le Corre, rannsóknarprófessor hjá Harvard Kennedy School tók undir þetta og sagði í viðtali við CNBC sjónvarpsstöðina að heimsóknin staðfesti stöðu Macron meðal leiðtoga heimsins. Hugsanlega væri hann leiðtog Evrópu þessa stundin og tekur þannig undir það sem áður hefur verið sagt á þessum vettvangi.

Macron kaus að hefja heimsókn sína í borginni Xi’an í Shaanxi héraði í miðju Kína. Þar er upphaf silkileiðarinnar fornu í Kína en Xi Jinping, forseti Kína, hefur sett endurreisn þeirrar samgönguleiðar á oddinn undir verkheitinu Belta og vegagerða frumkvæðið (e. Belt and Road Initiative (BRI)). Macron hefur sýnt talsverðan áhuga á þessari framkvæmd sem ætlað er að efla samgöngur við Kína landleiðina, risavaxið verkefni, meira að segja á kínverska mælikvarða. Áður en Macron fór til Kína höfðu verið blendin viðbrögð við framtakinu sem á að kosta 900 milljarða Bandaríkjadala. Þeim efasemdum hefur nú verið eytt en í viðtölum við kínverska fjölmiðla lýsti Macron yfir ánægju sinni með framtakið sem hann sagði að myndi styðja við verslun og viðskipti í framtíðinni.

Gaf forseta Kína hest

Macron hóf ferðina með því að færa Xi Jinping hestinn Vesuvius, 8 ára gelding. Harla óvenjuleg gjöf en hesturinn kemur úr riddaraliðssveit Frakklands og eru fréttaskýrendur ekki á einu máli um hvernig hesturinn nýtist forseta Kína. Macron sagði að gjöfinni væri ætlað að sýna einstakt samband ríkjanna um leið og hann vitnaði í de Caulle hershöfðingja sem sagði Kína elsta menningarríki heims, jafnvel eldra en mannkynssöguna. Kínverskir fréttamiðlar voru hrifnir af gjöfinni og sögðu hana í ætt við þá pöndu-diplómatíu sem Kínverjar ástunda með því að færa gestgjöfum sínum gjarnan panda unga. „Hann virðir greinilega sögu Kína,” var haft eftir Ding Yifan, sérfræðingi í frönskum málefnum hjá Kínverska rannsóknar- og þróunarsetrinu (China Development Research Centre). Hugveita sem styrkt er af kínverska ríkinu.kinamac

Það er ekki hægt annað en að rifja upp að þegar David Cameron heimsótti Kína árið 2013 þá færði hann Xi Jinping áritaða landsliðstreyju frá enska liðinu. Þegar leiðtogi kommúnistaflokksins kom til Englands 2015 færði Elísabet Bretadrottning honum bók með sonnettum Shakespeare. Samanburðurinn virðist Macron í hag en staðreyndin er sú að Kínverjar hafa að hluta til misst áhuga á Bretlandi í kjölfar Brexit. Þeir telja nú að viðskiptahagsmunum sínum sé betur borgið annars staðar í Evrópu. Staðreynd sem Macron er sér mjög meðvitaður um. Forsætisráðherra Breta, Theresa May, hefur hvað eftir annað orðið að aflýsa ferð til Kína vegna vandamála heima fyrir en nú er ráðgert að hún fari þangað í lok janúar. Sú ferð verður án efa borin saman við ferð Macron.

Margt situr eftir að lokinni heimsókn Macron. Áþreifanlegast er ákvörðun um að opna franskt menningarhús í Shanghai, einhverskonar kínversk-frönsk útgáfa af Pompidou-safninu mun vera á teikniborðinu. Einnig voru undirritaðir samningar á sviði orkumála, menningar, íþrótta- og heilbrigðismála. Viðskiptasamningar upp á um 10 milljarða evra voru einnig staðfestir. Ótvírætt er að heimsóknin styrkti stöðu Macron, bæði heima fyrir og á hinum alþjóðlega vettvangi.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
11. janúar 2018

Gervigreind: Tækifæri og ógnanir

Í kvikmyndinni Ex Machina er áhrifamikið atriði þegar ein aðalsöguhetja myndarinnar, forritarinn Caleb Smith, fyllist skyndilega miklum ótta um hver hann sé. Eftir að hafa átt mikil og náin samskipti við vélmenni hellist yfir hann tilvistarleg óvissa sem leiðir til þess að hann ákveður að skera í hold sitt til að þess að athuga hvort undir yfirborðinu leynist vél. Á því augnabliki gerir hann engan meira
mynd
7. janúar 2018

Pólitík Emmanuel Macron

  Sumir pólitískir skýrendur segja að Emmanuel Macron hafi komist til valda í Frakklandi með því að segja fólki það sem það vildi heyra. Pólitík hans sé samsuða upp úr vinsældalistum umræðunnar, hann sé því nokkurskonar samnefnari hinnar pólitísku réttu umræðu hverju sinni. Meiri verði popúlisminn ekki. Það er nokkuð til í þessu en eins og oft áður segir það ekki alla söguna. Emmanuel Macron meira
mynd
4. janúar 2018

Haglýsing í upphafi árs

Óhætt er að fullyrða að efnahagslíf landsins standi með óvenju miklum blóma nú í upphafi árs. Allar helstu hagtölur eru hagfeldar, atvinnuleysi í lágmarki, hagvöxtur í hámarki og það án þess að verðbólgan láti á sér kræla en hún var undir 2% allt síðasta ár. Með hverjum mánuðinum sem líður lengist það tímabil sem verðbólgan hefur verið innan 2,5% verðbólgumarkmiða Seðlabankans, sem er líka met. meira
mynd
31. desember 2017

Hafið er hætt að taka

Það ætti að vera íslenskri þjóð sérstakt fagnaðarefni um hver áramót ef ekki hefur orði sjóslys sem kostar mannslíf. Saga þjóðarinnar er mörkuð alvarlegum sjóslysum sem hafa kostað mörg mannslíf í gegnum aldirnar. En það hefur breyst sem betur fer, þökk sé breyttum atvinnuháttum, kvótakerfinu og þó ekki síst þrotlausu starfi við að bæta öryggi sjómanna. Þetta veldur því að nú stöndum við þegar meira
mynd
27. desember 2017

Nýr leiðtogi Evrópu?

Því er haldið fram að allt frá tímum stjórnarbyltingarinnar hafi Frakkar haft þá trú að að réttindi safnist upp og verði bara betri og betri og lífið um leið. Undanfarna áratugi hafa færri og færri lagt trúnað á þetta. Staðreyndin er sú að miklir erfiðleikar steðja að Frakklandi og svo mjög að efasemdir eru um að sjálf þjóðfélagsgerðin haldi. Þetta eru ekki bara alvarleg tíðindi fyrir Frakka meira
mynd
23. desember 2017

Betra að veifa röngu tré en öngvu!

Skógrækt á það sameiginleg með tónlist að fara fram í tíma sem líður. Hljómur, sproti. Ekkert nema von sem á að þróast. Vonandi vex þetta.   Ljósmynd af skógi: dásamleg þversögn. Ljósmynd: dauðakyrrt augnablik, kyrrsetning mikillar hreyfingar sem glöggt má finna fyrir.   Skógur, tónlist: hvílík starfsemi! Alltaf að, alltaf að ...   Kannski þess vegna sem ljósmyndir af hljóðfæra- meira
mynd
18. desember 2017

Bókadómur: Erlendur landshornalýður?

Í bókinni Erlendur landshornalýður? skrifar sagnfræðingurinn Snorri G. Bergsson um erlenda gesti sem komið hafa hingað til lands, ímynd þeirra og hlutverk og viðhorf Íslendinga til þeirra frá miðri nítjándu öld fram til hernámsins 1940. Hér er tekið fyrir efni sem hefur ekki áður verið til í samstæðri heild en Snorri hefur viðað að sér gríðarlegum heimildum enda byggir bókin á áralangri meira
mynd
14. desember 2017

Fjárlögin: Gerbreytt skuldastaða ríkissjóðs

Síðustu ár hafa verið ís­lensku þjóðarbúi hag­stæð á flesta vegu. Á síðasta ári var hag­vöxt­ur 7,4% og vöxt­ur­inn hef­ur haldið áfram í ár sem er þá sjö­unda árið í röð sem lands­fram­leiðslan eykst. Í nóvemberhefti Peningamála birti Seðlabankinn nýja þjóðhagsspá þar sem gert var ráð fyrir 3,7% hagvexti í ár. Þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar meira
mynd
12. desember 2017

Peningar streyma í gervigreindina

Gervigreind er án efa sú grein tækniiðnaðarins sem mesta eftirtekt vekur um þessar mundir og fjármunir streyma inn í rannsóknir og þróun á því sviði. Í hugum fjárfesta er þetta heitasti staðurinn til að vera á (nema ef menn hafa smekk fyrir Bitcoin!) Staðreyndin er sú að gríðarlegir fjármunir streyma nú í gervigreindarrannsóknir hverskonar, mest þó fyrir tilstyrk tæknirisanna Alphabet (Google) meira
mynd
7. desember 2017

Vitvélin tekur yfir skákheiminn

Óhætt er að segja að skákheimurinn sé dolfallinn þessa stundina eftir að tvö skákforrit leiddu saman hesta sína á miðvikudaginn. Annars vegar var það skákforritið Stockfish og hins vegar AlphaZero sem kemur frá DeepMind, því dótturfyrirtæki Google sem fæst við gervigreind. Nú er það svo að það er ekkert nýtt að tölvur tefli og allt síðan tölvan Djúpblá sigraði ríkjandi heimsmeistara, Garry meira
mynd
6. desember 2017

Heimsmeistaramót í fjáraustri

Þegar vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Sotsjí (e. Sochi) við Svartahafsströnd Rússlands fyrir tveimur árum var kostnaðurinn við undirbúning þeirra jafn mikill og kostnaðurinn við alla vetrarólympíuleika fram að því. Ekki nóg með það - leikarnir í Sotsjí urðu dýrustu ólympíuleikar allra tíma og eru þá sumarleikar meðtaldir. Af þessu má sjá að í Rússlandi Pútíns er ekki horft í aurinn meira
mynd
1. desember 2017

Er lágvaxtalandið Ísland til?

Greiningardeild Arion banka bauð til fundar í morgun þar sem íslenska vaxtaumhverfið var til umræðu. Yfirskrift fundarins var: „Lágvaxtalandið Ísland: Hvenær kemur þú?” Líklega hefði það einhvertímann þótt saga til næsta bæjar að ræða Ísland í samhengi við lága vexti en þannig er það nú samt. Verðtryggð húsnæðislán eru nú með 2,77% vexti og munar um minna þegar verðbólgan er ekki meira
mynd
29. nóvember 2017

Sjávarútvegurinn og tækniframfarir

  Þær atvinnugreinar sem vaxið hafa hægt og bítandi upp í tengslum við útgerð og fiskvinnslu hérlendis hafa ekki fengið mikla athygli. Þetta á meðal annars við um tæknifyrirtæki sem þjóna sjávarútvegi. Nú, þegar umræða um brottkast hefur blossað upp er ekki óeðlilegt að setja það í samhengi við þá tækni sem sjávarútvegurinn hefur yfir að ráða eða stendur til boða. Sjávarútvegurinn íslenski er meira
mynd
23. nóvember 2017

Bókadómur: Framfarir eða bjartsýni?

Tímarnir eru nú erfiðir og heimurinn orðinn gamall og vondur. Stjórnmálin eru spillt. Börn bera ekki lengur virðingu fyrir foreldrum sínum. Rist í stein í Kaldeu. 3800 f. Kr.270 Þessi fornu spakmæli má finna í upphafi eftirmála bókarinnar Framfarir sem kom út á íslensku fyrir skömmu. Í bókinni reynir sænski sagnfræðingurinn Johan Norberg að gefa lesendum innsýn í það hvernig málum vindur fram í meira
mynd
19. nóvember 2017

Arfleifð Robert Mugabe

  Það skiptir kannski litlu hvort menn viðurkenni formlega að völdunum hafi verið rænt í Zimbabwe eða ekki. Öllum er ljóst að valdatíð Robert Mugabe er lokið en hann hefur ríkt í landinu síðan 1980, með vægast sagt döprum árangri. Mestu skiptir að valdaskiptin núna verði sæmilega friðsöm. Líklega er nær að tala um valdabaráttu en stjórnarbyltingu. Herinn hefur þó tekið völdin og mikil meira
mynd
12. nóvember 2017

Jeff Bezos - ríkastur allra

Jeff Bezos, forstjóri og stofnandi Amazon, er nú ríkasti maður í heimi. Auður hans er nú talin nema um 95 milljörðum Bandaríkjadala en samkvæmt tímaritinu Forbes náði hann efsta sætinu á þessum eftirsótta auðmannalista í júlí síðastliðnum. Það voru nokkur tíðindi enda hefur Bill Gates, stofnandi Microsoft, verið þar þaulsetin í um tveggja áratuga skeið. Nokkrum vikum síðar náði meira
mynd
8. nóvember 2017

Arðgreiðslur Landsvirkjunar

Samanlagðar arðgreiðslur Landsvirkjunar á árunum 2020-2026 geta að öllu óbreyttu numið um 110 milljörðum króna eða tæplega 16 milljörðum króna á ári. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarsonar forstjóra Landsvirkjunar á opnum haustfundi fyrirtækisins í Hörpu í síðustu viku. Hörður sagði að stefnt væri að því að byrja að auka arðgreiðslur hægt og rólega, þegar á næsta ári. Það er mikil breyting frá meira
mynd
3. nóvember 2017

Ungverjaland: Mikil saga - óljós stefna

Saga ríkja Mið- og Austur-Evrópu er saga endalausra innrása, undirokunar og hernáms. Þessi lönd hafa í gegnum tíðina verið í miðju fólksflutninga og endurtekið orðið fyrir barði innrásaherja að austan og vestan. Saga Ungverjalands er engin undantekning frá þessu en þjóðflokkur Magjara er talin hafa hreiðrað um sig á þessum stað fyrir ríflega 1000 árum. Hestafólk af gresjunum í austri og meira
mynd
27. október 2017

Skógrækt og loftslagsmál

  Fyrir stuttu var sagt frá því að á Skeiðarársandi væri að vaxa upp sjálfsáin birkiskógur sem væri um 30 ferkílómetrar að flatarmáli. Þeir náttúrufræðingar sem lýstu fyrirbærinu voru vægast sagt undrandi á þessum sprengikrafti náttúrunnar. Margt kemur til. Nýtt land hefur birst eftir að jökull tók að hopa og jökulár hafa breytt framburði sínum. En einnig urðu tilteknar aðstæður að vera til meira