Pistlar:

15. september 2021 kl. 21:27

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Áhrif norsku kosninganna hér á landi?

Eins og víðast annars staðar í Skandinavíu eru norsk stjórnmál nokkuð rækilega blokkaskipt. Þannig skiptir ekki svo miklu máli að flokkarnir eru margir, þeir skiptast nokkuð jafnt yfirleitt á milli hægri og vinstri blokk. Ljóst er að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hættir núna eftir átta ár á valdastóli. Sem er lengri tími en henni var spáð í upphafi en hún tapaði 8 sætum og er nú með 37 þingmenn. Hægri, flokkur Solberg, og Framfaraflokkur töpuðu báðir verulegu fylgi. Ljóst er að kosningarnar eru áfall fyrir Evrópusambandssinna í Noregi og getur hugsanlega ýtt undir kröfur um endurskoðun EES-samningsins.erna

Flest bendir til þess að leiðtogi Verkamannaflokksins (AP), Jonas Gahr Störe, taki við sem forsætisráðherra. Ekki af því að Verkamannaflokkurinn hafi endilega sigrað heldur af því að vinstri vængurinn bætti við sig og mun Störe líklega setja saman vinstri/miðju-stjórn. Flokkur Störe er þó mun minni en var áður fyrr og bætti ekki við sig í kosningunum nú. Hann er með 48 þingmenn af 169 á norska þinginu. Af því leiðir að það þarf 88 þingmenn til að halda minnsta meirihluta. Breska blaðið The Guardian segir að nú blasi við einhverskonar vinstra/grænt bandalag en það sé langt í frá ljóst hvernig því verði háttað. Það getur vafist fyrir mönnum að útskýra niðurstöðuna núna og fremur hláglegt að lesa greiningu Þóru Tómasdóttur, upplýsingafulltrúa Advania, sem hefur starfað sem fréttaritari fyrir TV2 og norska ríkisútvarpið. Hún taldi niðurstöðuna sigur fyrir Verkamannaflokkinn í fréttaskýringu Fréttablaðsins í dag.

Stórsigur Miðflokksins

Það var hins vegar Miðflokkurinn í Noregi (SP) sem vann stórsigur í kosningunum og var sá sem bætti mestu við sig með 3,3% aukningu, 13,5% atkvæða og 28 þingmenn kjörna. Eitt af því sem hefur styrkt Miðflokkinn mest er umræða flokksins um orkumálin og barátta flokksins gegn innleiðingu á orkustefnu ESB, fyrst orkupakka 3 og nú orkupakka 4, sem kominn er fyrir norska þingið. Í því ljósi er eðlilegt að menn geri eins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins hæer heima, og spyrji hvar sú umræða sé í kosningabaráttunni hér heima. „Eru bara allir búnir að gleyma valdaframsalinu sem felst í innleiðingunni. Er öllum sama þó við höldum áfram á þeirri braut að gefa valdið yfir orkuauðlindunum frá okkur í þessum smáskömmtum sem orkupakkarnir eru?“ spurði Sigmundur Davíð í færslu á Facebook.

Loftslagsmálin urðu ekki að því kosningamáli sem margir væntu í Noregi en Erna hafði lagt talsvert á sig við að uppfæra stefnu Hægri í þeim málum. Ungt fólk reyndi að mótmæla olíuvinnslu en Norðmenn eru raunsærri en svo að þeir séu tilbúnir að ræða það að hætta henni enda stendur hún undir 14% landsframleiðslunnar og 40% af útflutningi Norðmanna. Audun Bjørlo Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, vill draga saman breiðfylkingu á vinstri vægnum en segir við Tha Guardian að viðræður verði erfiðar. Sósíalíski vinstriflokkurinn vill hætta olíuleit en Græningjar, sem fengu 7 þingmenn, vilja ganga enn lengra og hætta alfarið vinnslu árið 2035. Að sumu leyti var þetta talið svo fráleitt að kjósendur leiddu þetta hjá sér.

Uppgangur Miðflokksins skýrist að hluta til af landsbyggðaóánægju og umræða meðal annars um orkupakkana og ESB samstarfið. Verkamannaflokkurinn reyndist vera andvígur fjórða orkupakkanum þegar fulltrúar hans voru spurðir út í það. Því draga sumir þá ályktun að næsta ríkisstjórn Noregs sé líkleg til að hafna honum.

Breytt afstaða gagnvart ESB?

Gengi Miðflokksins norska og sú umræða sem hann stóð meðal annars fyrir mun líklega hafa áhrif í þá veru að Norðmenn færast lengra frá Evrópusambandinu. Miðflokkurinn var með þá stefnu að skipta EES út fyrir fríverslunarsamning og er í raun enn, en síðustu vikur hafa forystumenn flokksins þó eitthvað dregið í land, segja að þeir muni leggja mesta áherslu á að reyna að nýta neitunarvaldið og fá skýrslu um valkosti við EES. Líklega til þess að reyna að brúa bilið yfir til Verkamannaflokksins en Miðflokkurinn sagði í lok kosningabaráttunnar að hann vilji helst minnihlutastjórn með krötunum.

En gengi annarra flokka staðfestir en frekar þessa andspyrnu gegn ESB. Þannig bætti Sósíalíski vinstriflokkurinn (SV) við sig og er með 13 þingmenn en hann og er einnig á móti ESB og vill meira að segja upp EES-samstarfinu. Rauði flokkurinn náði þriðja besta árangrinum í kosningunum. Þar er allt á sömu bókina lært; gegn ESB og út með EES. Það er því ekki nema von að sumir stjórnmálaskýrendur leiði líkur að því að það mun eitthvað gerast í Noregi varðandi EES-samninginn á næsta kjörtímabili. Það er eitthvað fyrir Íslendinga að skoða. Því er það svo að þrír af fimm flokkum í vinstriblokkinni vilja að Noregur fari úr EES. Hvað skyldu Samfylkingin og Viðreisn lesa í það?störe

Ferill auðmannsins Störe

Hinn 61 árs gamli Störe hefur lengi verið áhrifamikill í sínum flokki eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins rifjar upp. Hann var helsti ráðgjafi Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra og síðar lengi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Jens Stoltenbergs sem missti völdin árið 2013. En hann lenti í skakkafölum og Erna Solberg náði völdum í átta löng ár fyrir Störe. Alskonar vandamál hafa herjað á hann Við tímamótin eru vandræðamál úr ráðherratíð Störe rifjuð upp. Morgunblaðið rifjar upp að það vakti deilur að Störe hafði sem utanríkisráðherra árið 2011 verið í sambandi við Khaled Meshaal, foringja Hamas, sem bæði Bandaríkin og ESB skilgreindu sem hryðjuverkahóp. Það flækti málið að Störe neitaði öllu slíku í fyrstu, en óskaði svo eftir að fá að breyta yfirlýsingum sínum.

Erna Solberg lenti í þungri ágjöf fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur og bauð þó aðeins nánustu ættingjum. Støre hefur glímt við alvarlegri hluti en hann lá undir gagnrýni árið 2017 þegar upplýstist að hann hefði haft handverksmenn í vinnu við sumarhús sitt án þess að greiða viðeigandi skatta og virðisaukaskatt. Þá var Störe gagnrýndur (2015) af ritara nefndar um Friðarverðlaun Nóbels fyrir að reyna í tíð sinni sem utanríkisráðherra (2010) að stöðva að andófsmaðurinn Liu Xiaobo fengi þau, þar sem Störe óttaðist að það yrði til þess að gera samskipti Kína og Noregs stirð. Og þá olli það Störe erfiðleikum sem leiðtoga Verkamannaflokks að hann er talinn auðmaður (eignir metnar á einn og hálfan milljarð í íslenskra króna) sem hann erfði. Það myndi líklega kalla á einhverja umræðu hér hjá öfundarkórnum.

mynd
12. september 2021

Sóun og þjáningar í heilbrigðiskerfinu

Það er augljóst að heilbrigðismálin eru ofarlega í hugum fólks núna skömmu fyrir kosningar. Margt stuðlar að því en í grunninn upplifa margir landsmenn að ákveðið stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum undanfarin ár, stefnuleysi sem birtist í því að mikilvægum þáttum sé ekki sinnt og stórir sjúklingahópar orðið útundan. Þetta er dálítið merkilegt því á sama tíma eru Íslendingar í miðju kafi við meira
mynd
9. september 2021

Áliðnaðurinn aldrei sterkari á Íslandi?

Ef það er einhver markaður á heimsvísu sem Íslendingar ættu að fylgjast með, þá er það álmarkaðurinn. Á Íslandi eru þrjú álver sem skipta miklu fyrir hagkerfið okkar eins og margoft hefur verið rakið í pistlum hér. Margir hafa horn í síðu þessarar starfsemi, fyrst af því þeir töldu að hún hentaði ekki Íslandi og að orkan væri gefin, þetta byggðist á einhverri andkapítalískri hugsun. Síðar var meira
mynd
5. september 2021

Flóttamenn sem vopn

Undanfarnar vikur hefur ríkt neyðarástandi við landamæri Lettlands og Hvíta-Rússlandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin. Með því að lýsa yfir neyðarástandi heimiluðu lettnesk yfirvöld lögreglu og landamæravörðum að beita valdi, ef þörf krefur, til að snúa flóttamönnum við á landamærunum. Auk þess hefur þessi yfirlýsing þau áhrif að þeim er ekki skylt að meira
mynd
3. september 2021

Umsátursástand endalausra framkvæmda innan um veikt fólk

Samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru í gildi er gert ráð fyr­ir að kostnaður við bygg­ingu nýs Land­spít­ala verði 79,1 millj­arður króna og hafa áætlan­ir varðandi verk­efnið hækkað veru­lega á síðustu árum. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kostnaðinn og ummæli flestra sem tjá sig um málið bendir til þess að þeir trúa engum tölum þegar kemur að meira
mynd
31. ágúst 2021

Íþyngjandi útboðsreglur stækka báknið

Eitt helsta umræðuefni flestra kosninga í vestrænum lýðræðisríkjum snýst með einum eða öðrum hætti um stærð og umfang ríkisvaldsins. Hve stór hinn sameiginlegi rekstur á að vera og til hve margra anga samfélagsins hann á að ná til. Niðurstaðan af því hefur svo áhrif á rekstur hinna sameiginlegu sjóða og skattheimtuna. Þetta gæti litið úr út sem klippt og skorið en mörk ríkisrekstrar og meira
mynd
30. ágúst 2021

Hvað býr að baki rekstri sjávarútvegsfyrirtækis?

Það eru margir sem starfa í miðbæ Reykjavíkur sem brenna fyrir því að breyta sjávarútvegi í landinu. Sjávarútvegi, sem er að mestu stundaður úti á landi og býr við margar og ólíkar forsendur þegar kemur að rekstrarumhverfi og starfsemi. Allt nokkuð sem getur verið erfitt að setja sig inní. Um helgina var fróðlegt fylgiblað með Morgunblaðinu, 200 mílur, sem sagði margar sögur úr sjávarútveginum. meira
mynd
28. ágúst 2021

Mun áskrift bjarga fjölmiðlum?

Eitthvert þreyttasta umræðuefni undanfarinna ára er rekstrarstaða fjölmiðla Það varð ekki til að gera umræðuefnið skemmtilegra þegar ríkisstyrkjakerfi var komið á og nú geta fjölmiðlamenn endalaust þráttað um hvernig eigi að dreifa þeim 400 milljónum króna sem eru í pottinum ár hvert. Sumir telja augljóslega að þeir eigi að hafa forgang að þessum fjármunum og auðvitað verða allar úthlutunarreglur meira
mynd
25. ágúst 2021

Orkustefna - grænir en hversu vænir?

Loftslagsmálin hafa gripið umræðuna undanfarið í kjölfar nýrrar skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Það er gjarnan sagt í upphafi umræðu um hana að viðkomandi hafi nú ekki lesið skýrsluna en þrátt fyrir það eru margir tilbúnir að leggja út af henni. Meðal annars með það að markmiði að flýta öllum markmiðssetningum Íslands sem og annarra landa í loftslagsmálum. Til þessa hafa ekki meira
mynd
23. ágúst 2021

Öfund á tímum tekjulistanna

Íslendingum er austurlensk speki ekki mjög töm þó vissulega hafi mörg ágæt rit þar um verið gefin út. Mörgum væri án efa hollt að kynna sér speki kínverska heimspekingingsins Laó Tse sérstaklega núna þegar tekjulistar þekja síður fjölmiðla í bland við myndir og frásagnir af fræga, fallega og ríka fólkinu. Laó Tse sagði að þegar þú ert ánægður með sjálfan þig og þá gerir þú ekki samanburð við aðrir meira
mynd
19. ágúst 2021

Einokun á framleiðslu lækna

Líklega ríkti neyðarástand á læknamarkaði ef Háskóli Íslands hefði áfram haldið einokunaraðstöðu sinni við að útskrifa lækna. Eins og flestir muna þá var læknadeild HÍ sú eina sem bauð upp á læknisfræðinám hér á landi og sárafáir reyndu lengst af að freista gæfunnar erlendis. Fjöldatakmarkanir (numerus clausus) einkenndu læknadeildina og þess voru dæmi að nemendur með fyrstu einkunn yrðu að meira
mynd
16. ágúst 2021

30 vörubílar á dag og loftslagsmálin

Morgunblaðið greindi frá því um helgina að fyrirhugað er að ráðast í mikið vikurnám við Hafursey á Mýrdalssandi. Þegar vinnslan verður komið í fullan gang verða flutt út um milljón tonn af vikri á ári. Umfangið er gífurlegt og af allt annarri stærðargráður en útflutningur á Hekluvikri sem lengi hefur verið stundaður og við þekkjum vel. 30 stórir vörubílar verða í stöðugum flutningum til meira
mynd
14. ágúst 2021

Svissnesk sýn á íslenska matvælaframleiðslu

Glöggt er gests augað, segir máltækið. Við Íslendingar höfum oft í smæð okkar reynt að fiska upp úr erlendu fólki hvernig því líkar landið okkar. Dálítið heimóttalegt og af því eru til margar spaugilegar frásagnir en það er samt svo að það getir verið áhugavert og forvitnilegt að fá útlistun á því sem gengur vel og illa hér. Í Morgunblaðinu í dag er merkileg frásögn svissneskra hjóna, þeirra meira
mynd
12. ágúst 2021

Fótboltasirkusinn að hefjast

Heilbrigð sál í hraustum líkama heyrðist gjarnan frá kappsömum meðlimum ungmennafélaganna í eina tíð. Íslendingar höfðu gaman af sögum um fornkappa og hraustir menn og konur hafa gjarnan orðið tilefni frásagna og munnmæla. Heimur íþrótta er í dag hluti af alþjóðlegum afþreyingariðnaði og við sem erum áhugasömum um sprikl og hopp hverskonar höfum getað stytt okkur stundir í sumar við að fylgjast meira
mynd
11. ágúst 2021

Andstæður skerpast fyrir kosningarnar

Undanfarin misseri höfum við séð umtalsverða hækkun markaðseigna í íslenska hagkerfinu eins og vikið var að hér í pistli fyrir skömmu. Þó að hugsanleg bóla í eignaverði væri þar útgangspunkturinn þá er það svo að ýmsir þættir hafa stuðlað að þessari hækkun og flestir ágætlega þekktir í hagfræðinni. Samhliða þessu hefur eignafólki farnast nokkuð vel, bæði þeim sem treysta á hækkun á mörkuðum meira
mynd
5. ágúst 2021

Haglýsing í ágúst

Nú er ljóst að kórónuveirufaraldurinn mun móta hagkerfi heimsins í allavega tvö ár og líklega lengur. Það á einnig við um Ísland. Áhrifin hafa reynst minni á hagkerfið en verstu spár sögðu til um en eru eigi að síður veruleg og sumar atvinnugreinar eru illa skaðaðar. Þar stendur ferðaþjónustan verst að vígi en það er gríðarlega erfitt að gera nokkrar áætlanir um þróun mála næstu vikur og meira
mynd
3. ágúst 2021

Sumarlandið Ísland

Annað sumarið í röð þurfa Íslendingar eins og aðrir að þola það að kórónaveiran hefur hertekið samfélagið. Daglegar fréttir af veirunni yfirtaka allt og hún stýrir samskiptum fólks í stóru sem smáu. Engu að síður reyna flestir að gera sem best úr þessu og aftur eru Íslendingar að ferðast innanlands. Það ætti ekki að vera neinum vorkunn og nú getum við notið þeirrar miklu uppbyggingar sem hér meira
mynd
26. júlí 2021

Byggingastíll og mannlíf

Það er ekki hægt annað en dáðst að elju fólks um allt land sem hefur lagt ómælda vinnu í að endurbyggja og lagfæra gömul hús og er nú svo komið að heildstæð mynd er farin að birtast í sumum sveitarfélögum, þar sem gömul og niðurnídd hús eru nú bæjarprýði. Sjálfsagt eru nokkrir áratugir síðan þetta starf hófst af krafti og ljóst að margir einstaklingar hafa lagt gríðarlega mikið á sig til að koma meira
mynd
24. júlí 2021

Samkeppni og verðbólga

Fyrir stuttu átti pistlaskrifari samtal við mann sem hafði ákveðið að bjóða út tryggingapakka sinn sem var nokkuð ríflegur, talsvert meiri en hjá meðalmanninum og því full ástæða til að kanna hvaða kjör fengust. Skemmst er frá því að segja að tilboð tryggingafélaganna voru nánast samhljóða, svo samhljóða að viðkomandi gat ekki annað en brosað að þessari samkeppni ef samkeppni skyldi kalla. Hann meira
mynd
22. júlí 2021

Kúba - er lykilríki sósíalismans að falla?

„Það er sósíalismi sem hefur kallað 62 ár af eymd yfir Kúbúbúa, sagði Alejandra Franganillo í samtali við hlaðvarp Þjóðmála í vikunni. Alejandra túlkar þá hörðu gagnrýni sem yfirvöld á Kúbu sitja nú undir um leið og þau reyna með harðri hendi að berja niður mótmæli íbúa í landinu. Framferði þeirra er mótmælt um allan heim, meðal annars á Íslandi og margir vona að nú sé komið að meira