Pistlar:

25. október 2024 kl. 17:58

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Söngvar til sársaukans eða hnípin þjóð í vanda

Fyrir stuttu kom út ný ljóðabók eftir Valdimar Tómasson sem ber heitið Söngvar til sársaukans. Valdimar var í viðtali við helgarblað Morgunblaðsins þar sem rætt var um ljóðabókina. Þar sagði Valdimar: „Þetta er ljóðaflokkur þar sem fjallað er um þann tilvistarlega og tilfinningalega sársauka sem nútímamaðurinn virðist lifa við. Maður opnar varla fjölmiðil eða útvarp án þess að þar séu hörmungafréttir, stríð og átök og tilvistarangist,“ sagði Valdimar sem var tæp fjögur ár að vinna ljóðaflokkinn. Þetta virðist tímabært heiti því íslensk þjóð virðist talsvert upptekin af sársaukanum, bæði hinum innri og ytri.aaa

Það er erfitt að segja hvað veldur. Hugsanlega er fólk meira tilbúið að úttala sig um eigin mál og hvaða erfiðleikum það hefur lent í sem er að sumu leyti ágætt. Það er engum hollt að byrgja of mikið inni og ágætt að létta á sér gagnvart þeim sem eru traustsins verðir. Það er hins vegar annað mál að fara með sín persónulegu vandamál í fjölmiðla. Það getur þó verið að það skipti máli að fjölmiðlar landsins, eða það sem eftir er af þeim, séu tilbúnari nú en áður að segja slíkar sögur. Það gæti verið freistandi að segja að það tengist því að fleiri konur eru nú að vinna við fréttir og þær virðast hafa meiri áhuga á slíku umfjöllunarefni. Þetta hefur verið sérlega áberandi með Stöð 2 þar sem ungar fréttakonur fylla fréttatímana af slíkum fréttum og stundum af loftslagskvíða þegar því er að skipta. Heimir Már er síðan með fréttir af pólitík, Kristján Már af verklegum framkvæmdum og flugmálum og Magnús Hlynur svo léttar fréttir, oftast um dýrin stór og smá.

Þetta er auðvitað einföldun og allt getur þetta haldist í hendur við það að margt hefur verið að koma upp á yfirborðið sem fortíðin ber ábyrgð á. Nægir þar að vísa til uppgjörsins við vistheimili fortíðarinnar en það uppgjör hefur nú staðið í á annan áratug og virðist varla sjá fyrir endann á því. Úrræði ríkisvaldsins á þeim tíma skildu eftir sig mikinn sársauka sem skattgreiðendur nútímans greiða fyrir. Það er nú lífsins gangur þó enginn semji ljóð um það.

Pirr­andi þessi væll í þjóðinni

Einn þekkt­asti geðlækn­ir þjóðar­inn­ar vinn­ur mikið með fólki sem glím­ir við ótta og kvíða. Þannig var geðlæknirinn Óttar Guðmunds­son kynntur til leiks í spjalli hjá Eggert Skúlasyni fréttamanni í Dagmálum mbl.is í vikunni. Ráð læknisins voru einföld og hann sagði mik­il­vægt að lifa í nú­inu og nýta dag­inn. „Núna er ég hætt­ur í megr­un,“ sagði hann við Eggert og glöddust þeir báðir.

Geðlæknirinn Óttar hef­ur verið viðloðandi fjöl­miðla ára­tug­um sam­an og hef­ur krufið þjóðarsál­ina og heil­brigði henn­ar. „Þetta væl í þjóðinni er mjög skrítið,“ seg­ir hann núna, sérstaklega vegna þess að við höf­um það betra en nokkru sinni fyrr. Hann seg­ir þetta pirra sig en í viðtalinu fór Óttar um víðan völl og ræddi meðal annars marg­vís­legar grein­ing­ar sem nú tíðkast, kuln­un, ADHD og margt fleira.

Óttar telur að fólki líði almennt betur en það segir, það sé hins vegar lenska að barma sér og segja allt vera á helveg, sem sé skrítið þar sem þjóðin hafi aldrei haft það betra en núna og ber hann þar saman lífskjör þjóðarinnar núna og á 19. öldinni en Óttar sagði sig sérfræðing í henni.aaottar

„Aumingi vikunnar“

Í viðtalinu ásakar geðlæknirinn fjölmiðla fyrir að gera út á þessa þjáningu og segir að það pirri hann þegar fyrsta frétt dag eftir dag sé um einhvern sem hefur þurft að bíða einhversstaðar, á slysadeild eða bráðamóttökunni. Alltaf sé verið að finna blóraböggla fyrir því að fólki líði illa. Hann sagði að þetta snérist um að finna „aumingja vikunnar“. Játar um leið að það sé ekki til vinsælda fallið að tala svona. Hann sagði að það væri verið að sjúkdómsvæða sorgina. Um leið komi ný tilfelli til sem valdi fólki kvíða, svo sem kulnun sem leiðir til þess að fólk geti ekki sinnt vinnu sinni, foreldrahlutverki eða heimilinu. Það auki svo kvíða fólks.

Margt nýtt veldur fólki áhyggjum og Eggert spurði Óttar hvort fólk með loftslagskvíða væri að sækja til hans. Óttar sagðist ekki verða mikið var við slíka kvíðasjúklinga, það séu frekar þeir sem séu lofthræddir eða hræddir við kóngulær sem leiti til geðlækna. Óttar tók hins vegar undir að mikið sé verið reyna að ala á loftslagkvíða, nú síðast með umræðu um að golfstraumurinn væri að hverfa.

Kvíði í stað hamingju

Að lokum benti Óttar á að kvíði sé eðlilegur en ekki þegar hann fer að stjórna fólki. Allir séu með einhvern kvíða en hann sé að verða meira áberandi þegar greiningum á honum heftur verið breytt.

Undir margt af þessu má taka og sumt af þessu stangast á við þá staðreynd að oftast hafa Íslendingar mælst nokkuð háir þegar hamingja er mæld þó sjálfsagt megi velta fyrir sér hversu áreiðanlegt það sé. Það væri kannski verst ef fólk hættir að trúa því að hægt sé að leita að hamingjunni þó að ástæða sé til að rifja upp að margir trúa því að hamingjuleit verði alltaf að vera á einstaklingsgrunni eins og þessi orð heimspekingsins Immanúels Kants sýna: „Hamingjan er ekki hugsjón skynseminnar heldur ímyndunaraflsins.“ Kannski er þetta allt ímyndun og tálsýn?

mynd
23. október 2024

Sósíalistar í útgerð

Það fer ekki framhjá neinum að það eru kosningar framundan og frambjóðendur eru farnir að leggja stefnu sína og sýn á þjóðfélagið fyrir kjósendur. Sósíalistaflokkur Íslands býður nú fram í annað sinn á landsvísu og virðist ætla að taka við af Vinstri hreyfingunni – grænu framboði (VG) sem forystuafl þess sem stundum er kallað „vilta vinstrið“ og túlkar ýtrustu sýn og meira
mynd
18. október 2024

Um hvað snýst kosningabaráttan?

Kosningar hellast yfir landsmenn með skömmum fyrirvara en kosið verður eftir 43 daga. Þriggja flokka stjórn hverfur af vettvangi og fátt bendir til annars en að stjórnarmyndun verði flókin eftir kosningar og ný ríkisstjórn krefjist aðkomu að minnsta kosti þriggja flokka. Hugsanlega er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks árið 2013 síðasta tveggja flokka stjórn landsins, þó auðvitað sé meira
mynd
16. október 2024

Veruleiki íslenska hagkerfisins

Í gær voru tveir fundir sem fjölluðu um íslenskt efnahagslíf, samkeppnishæfni landsins og þau tækifæri sem eru framundan. Að því leyti voru þessir fundir dálítið á skjön við fyrsta kosningafundinn í aðdraganda kosninga sem fór fram í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu kvöldið á undan. Á meðan pólitísk óvissa hefur helst yfir landsmenn reynir atvinnulífið að meta ástand og horfur út frá efnahagslegum meira
mynd
14. október 2024

Glæpir og innflytjendur í Marseille

Fyrir stuttu fór frétt um það að 15 ára piltur í frönsku borginni Marseille í Frakklandi hefði verið stunginn 50 sinnum og brenndur til bana eins og eldur um sinu um hinn vestræna heim. Tengd atburðarás leiddi til þess að 14 ára leigumorðingi drap 36 ára gamlan bílstjóra sem átti sér einskis ills von. Þegar málið var skoðað kom í ljós að svæsin glæpaalda gengur yfir í borginni og morð og meira
mynd
10. október 2024

Að segja söguna um Icesave

Það kom mörgum á óvart að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherrann, skyldi birtast í pólitíska spjallþættinum Silfrinu á mánudagskvöldið. Þar hrukku margir við þau ummæli hans að Icesave-málið hefði í raun aldrei verið neitt mál, þrotabú Landsbankans hefði greitt útistandandi innistæður eins og allir hefðu vitað allan tímann! Þetta er reyndar ekki með öllu ný fullyrðing og hefur meira
mynd
8. október 2024

Sögublinda og sögulegir tímar

Í gær var ár liðið frá því átökin hófust fyrir botni Miðjarðarhafsins með árás Hamas-liða inn í Ísrael þar sem mikill fjöldi fólks var drepinn á hroðalegan hátt. Þar með var friðurinn rofinn og átök síðasta árs hafa nánast yfirtekið heimsfréttirnar. En dagurinn í gær var að sumu leyti minningardagur þess að átökin eins og þau eru núna hófust og einnig þess sem dundi yfir íbúa Ísraels. Það var meira
mynd
7. október 2024

Gáleysisstefna í hælisleitendamálum

Það vakti nokkra athygli þegar Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, sagði ekki ráðlegt að taka við fleira flóttafólki á meðan innviðir landsins anna ekki þörfum þeirra sem hingað leita. Það eigi ekki síst við um húsnæði sagði þessi nýi liðsmaður Viðreisnar. Jón taldi einnig að regluverk og mannskapur yrði að vera til staðar og taldi hann að of geyst hefði verið farið í málefnum meira
mynd
4. október 2024

Frakkland: Skattahækkanir og niðurskurður

Það getur verið tilviljunarkennt hvaða rata í fjölmiðla hér á Íslandi, sérstaklega þegar kemur að frönskum stjórnmálum. Síðasta þriðjudag hélt Michel Barnier forsætisráðherra Frakka sína fyrstu stefnuræðu á franska þinginu (Assemblée Nationale) og flutti löndum sínum heldur harðan boðskap. Niðurskurður og skattahækkanir eru nauðsynlegar til að þetta lykilríki Evrópusambandsins geti staðist þau meira
mynd
2. október 2024

Hassan Nasrallah og íslamismi

Drápið á Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah, markar þáttaskil í átökunum í Miðausturlöndum að mati margra sérfræðinga. Bæði Nasrallah og samtökin sem hann stýrði voru hert í áratuga átökum innan Líbanon, fyrst í stríði gegn Ísrael og síðar í Sýrlandi. Bæði Nasrallah og Hezbollah hafa verið öflug pólitísk og félagsleg öfl með mikil áhrif innan Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafsins þó að meira
mynd
1. október 2024

Skuldaráðuneytið það þriðja stærsta

Í kjölfar afnáms gjaldeyrishafta, uppgjörs við kröfuhafa gömlu bankanna þar sem þeir voru knúnir til að fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og afhenda íslenskar eigur sínar gerbreyttist skuldastaða ríkissjóðs. Ríkissjóður varð nánast skuldlaus árið 2016. Það kann að hafa skapað andvaraleysi hjá ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem brá á það ráð að láta ríkissjóð taka yfir stóra hluta meira
mynd
30. september 2024

Skattgreiðendur fá reikninginn

Framundan er kosningavetur, síðasti vetur fyrir alþingiskosningar sem fyrirhugaðar eru á næsta ári. Enginn veit þó hve lengi stjórnin lifir, hún er ekki það burðug að hún geti staðið af sér mikið mótlæti og þegar svo háttar í stjórnmálum geta smávægileg atvik sett af stað atburðarás sem forystumenn stjórnarinnar ráða ekki við. Eitt er þó víst, veturinn verður skattgreiðendum dýr, það mun birtast í meira
mynd
26. september 2024

Kattasmölun og hundaát í forsetakosningum

„Það er krefjandi að leiða alla demókrata saman. Við sögðum í Albany að þetta væri eins og að smala köttum,“ sagði Eric Adams borgarstjóri New York-borgar við flokkssystkini sín í Demókrataflokknum í upphafi kosningabaráttu Kamala Harris og varaforsetaefnis hennar, Tim Walz, ríkisstjóra Minnesota. Við Íslendingar þekkjum vel söguna af erfiðleikum Jóhönnu Sigurðardóttur við að smala meira
mynd
25. september 2024

Sænskar glæpaklíkur gera strandhögg

Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra upplýsti fyrir stuttu að sænsk­ir glæpa­hóp­ar hefðu verið send­ir gagn­gert til Íslands til að fremja af­brot. Þar var dómsmálaráðherra að vísa til atviks þegar kveikt var í bíl lög­reglu­manns fyr­ir utan heim­ili hans í ág­úst á síðasta ári. Það atvik fól í sér ákveðna stigmögnun meira
mynd
23. september 2024

Uppljóstrarar og gervigreind

Áhyggjur af hugsanlegum skaða vegna gervigreindar hafa verið til staðar í áratugi en velgengni gervigreindarinnar síðustu ár hefur að sumu leyti aukið þann ótta og skilið eftir spurningar um hvernig eigi að takast á við þau tækifæri og þær ógnanir sem fylgja tækniframförum sem þessum. Þó að gervigreindarfyrirtækin hafi opinberlega heitið að þróa tæknina á öruggan hátt, hafa vísindamenn og einstaka meira
mynd
21. september 2024

Að lokinni sjávarútvegssýningu

Í gær átti ég þess kost að fara á sjávarútvegssýninguna sem haldin var í Smáralind í Kópavogi. Það er alltaf fróðlegt að fara á sjávarútvegssýningar og sjá hvað menn hafa fram að færa í nýjustu tækni og búnaði. Sýningin var vel heppnuð og margt að sjá sem vekur forvitni enda mörg fyrirtæki að kynna vörur sínar. Að þessu sinni var ég með gest með mér, mann frá Filippseyjum, sem meðal annars hefur meira
mynd
18. september 2024

Af hverju styðja Íslendingar eingöngu demókrata?

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mældist Kamala Harris, frambjóðandi Demókrataflokksins, með 91% fylgi meðal Íslendinga. Mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, mælist aðeins með 9% fylgi. Fleiri konur en karlar styðja Harris en hvorki fleiri né færri en 96% íslenskra kvenna segjast myndu kjósa Harris en 85% karla. Þetta er í takt við aðrar slíkar kannanir á afstöðu íslenskra kjósenda til bandarískra meira
mynd
17. september 2024

Valdamesti maður hins ófrjálsa heims

Eftir nokkrar vikur verða forsetakosningar í Bandaríkjunum þar sem valdamesti maður hins frjálsa heims verður kosinn. En hver skyldi vera valdamesti maður hins ófrjálsa heims? Þar er eðlilegt að stoppa fyrst við Xi Jinping, leiðtoga Kínverska kommúnistaflokksins. Alla jafna er hann ekki mikið í fréttum og eins og hefur verið bent á hér áður í pistlum þá er helsti kosturinn við Kína fyrir meira
mynd
16. september 2024

Öryggishætta samfara gervigreind

Mótun og framþróun gervigreindar fellur ekki undir öryggismat íslenskra stjórnvalda. Það á ekki við um önnur lönd og í mars síðastliðnum kom út skýrsla á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins sem dregur upp heldur hrollvekjandi mynd af þeirri þjóðaröryggisáhættu sem stafar af örri þróun gervigreindar. Í skýrslunni er varað við því að tíminn sé að renna út fyrir alríkisstjórnina ef eigi að meira
mynd
12. september 2024

Dragi-skýrslan afhjúpar veikleika ESB

Í byrjun vikunnar kynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, nýja skýrslu sem samin var undir forystu Mario Draghi, sem er hagfræðingur, bankamaður en þó mest um vert, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Á yfir 400 síðum gerir Dragi tilraun til að greina styrkleika og veikleika Evrópu í alþjóðlegri samkeppni, þó sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Óhætt er að segja að meira