Pistlar:

15. mars 2018 kl. 16:24

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Ný sýn á Sundabraut

Flestum Íslendingum er ákveðin framfaratrú ásköpuð, við vitum að það þurfti vélar og tækniframfarir til að gera landið byggilegt og samgöngur voru einn lykilþáttur þess. Þegar byrjað var að brúa stórfljót og ár í kringum aldamótin 1900 fór fyrst að verða grundvöllur byggðar víða um land. Flutningar margfölduðust og hægt var að hefja nýtingu landsins í sinni fjölbreyttustu mynd. Enn þann dag í dag eru samgöngur nauðsynlegar og í raun forsenda byggðar og mannlífs.

Okkur Íslendingum hefur hins vegar ekki tekist að tengja samgöngur almennilega við umbreytingu, þróun og mótun samfélagsins. Ef rétt er staðið að samgönguverkefnum geta þau stutt við framþróun samfélagsins og skapað verðmæti ein og sér. Við sjáum þetta ágætlega með Hvalfjarðargöngunum, sem hafa fært okkur samfélagslegan ávinning langt umfram þær samgöngubætur sem í mannvirkinu felast. Við sjáum líka að Keflavíkurflugvöllur er að breytast í gríðarlega mikilvægt atvinnusvæði, langt umfram það sem nokkur gat ímyndað sér fyrir 10 árum. Því miður horfðu menn ekki nógu langt fram í tímann þegar Flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð og nú er hönnun hennar dragbítur á stækkun og þróun vallarins. Athyglisverðar áskoranir bíða okkar og mig langar að beina athyglinni aftur að Sundabraut sem var hér til umræðu fyrir stuttu.

Dæmi frá Suður-Kóreu

En beinum fyrst augum okkar til Suður-Kóreu. Nýlega skrifaði Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms Háskólans í Reykjavík, athyglisverða grein í Viðskiptablaðið. Greinin er skrifuð í tilefni ferðalags Helga til Suður-Kóreu í haust en þar sótti hann heim fimmtu alþjóðlegu rannsóknaráðstefnu Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga (IPMA). Í Suður-Kóreu skoðaði Helgi Incheon-brúna sem tengir saman borgina Incheon og Yengjong eyju, þar sem alþjóðaflugvöllur er staðsettur. Brúin er 21 km að lengd, hún var tekin í notkun 2009 og þá hófst strax gríðarleg uppbygging á svæðinu. Mynd af henni fylgir hér með. Incheon

Helgi bendir á að við fyrstu sýn virðist sem Incheon-brúin sé tiltölulega einfalt framkvæmdaverkefni. Við skoðun sést hins vegar að það hefur mjög marga fleti og við undirbúning og framkvæmd var kappkostað að gæta jafnvægis og passa hagsmuni fólksins sem býr í nærsamfélaginu, og huga að því að öllum umhverfissjónarmiðum væri fullnægt. Í kynningu á þessu verkefni hefur það verið borið saman við hina 16 km löngu Eyrarsundsbrú á milli Danmerkur og Svíþjóðar. Samanburðurinn er áhugaverður að mati Helga. Byggingartíminn var sambærilegur, kostnaðurinn við Incheon-brúna var 50% af kostnaði við Eyrarsundsbrúna, brúartollurinn er 3,5 evrur á Incheon brúnni en 35 evrur á Eyrarsundsbrúnni. Í grein Helga bendir hann á að áætlaður fjárhagslegur samfélagslegur ávinningur af Incheonbrúnni sé margfalt meiri en af Eyrarsundsbrúnni.

Lærdómur fyrir Sundabraut

En hvað getum við lært af þessu hér á landi, spyr Helgi. Jú hugur hans leitar til Sundabrautar sem verið hefur lengi í umræðunni. Helgi segist trúa því að Sundabrautin sé gott verkefni sem gæti haft mikil áhrif á Íslandi, rétt eins og Incheon-brúin hafði í Suður Kóreu. Um það segir Helgi:

„Vissulega er um að ræða stóra og dýra framkvæmd en hvað með öll möguleg jákvæð áhrif Sundabrautar? Hvað með þjóðhagslegan sparnað af styttingu leiða og öll sóknarfærin sem skapast þegar til verður verðmætt byggingarland við brúarsporðinn, álag minnkar af Vesturlandsvegi og ný tækifæri opnast til uppbyggingar milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar og allt upp á Kjalarnes? Hvernig væri að taka höndum saman og horfa til framtíðar,” segir Helgi og tekur þannig undir hugleiðingar pistlahöfundar frá því fyrir stuttu um Sundabraut. Hér fylgir mynd sem sýnir hvernig Sundabraut gæti til dæmis legið, yfir Álfsnes, Gunnunes, Geldinganes og skapað ný uppbyggingarsvæði.sundabr

Lífeyrissjóðirnir fjármagni Sundabraut

Fjárfestar Incheon-brúarinnar munu fá ásættanlega ávöxtun í gegnum þátttöku í hinni gríðarlegu uppbyggingu á svæðum sem hafa blómstrað eftir að brúin var tekin í notkun. Er þetta ekki lærdómur fyrir okkur?

Líf­eyr­is­sjóðir og ríkið ættu að skoða betur hvernig nýta má fjár­muni líf­eyr­is­sjóða og rekstr­ar­form fram­taks­sjóða til að fjár­festa í innviðum, sagði Þor­kell Sig­ur­laugs­son, stjórn­ar­for­maður Fram­taks­sjóðs Íslands, í nýlegu viðtali við Morgunblaðið og bætti við:

„Ríkið hef­ur ekki burði til þess að fjár­festa nægi­lega í vega- og raf­orku­kerf­inu ásamt öðrum innviðum, sam­hliða því að greiða niður skuld­ir, nema með stór­auk­inni skatt­heimtu, sem er óskyn­sam­legt,“ sagði Þorkell og benti réttilega á Hval­fjarðargöng­in sem vel­heppnaða fjár­fest­ingu líf­eyr­is­sjóða í innviðum. Það er hægt að taka undir með Þorkeli og Helga og skoða alvarlega samstarf á víðum grunni um upp­bygg­ingu Sunda­braut­ar með samfélagsleg markmið að leiðarljósi. Það tókst vel með Hvalfjarðargöng á sínum tíma. Því ekki að reyna aftur?

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
12. mars 2018

Norski olíusjóðurinn - á í 9146 félögum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að stofnun stöðugleikasjóðs sem er eitt afbrigði af þjóðarsjóði (e. Sovereign wealth fund). Slíkur sjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Ríki heims hafa sett á laggirnar slíka sjóði í margvíslegum tilgangi. meira
mynd
10. mars 2018

Alvarleg tíðindi úr sjávarútveginum

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna milli ár­anna 2015 og 2016, eða sem nem­ur 9%. EBITDA sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lækkaði um 22% á sama tíma­bili, en þó náðu þau að ein­hverju marki að vega upp nei­kvæða tekjuþróun með lækk­un kostnaðar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur meira
mynd
7. mars 2018

Sundabraut er nauðsyn

Það er ein ástæða öðrum fremri þegar kemur að því að rökstyðja lagningu Sundabrautar. Það er almannavá. Eins og ástandið er núna er bara ein leið út úr borginni í austur og norður og það er um Ártúnsbrekkuna. Það er auðvitað ekki viðunandi ef kemur upp hættuástand á höfuðborgarsvæðinu, hvað þá ef leiðin til vesturs myndi loka. Annað sem styður Sundabraut er að hún styttir verulega leiðina vestur á meira
mynd
4. mars 2018

Gróður hindrar svifryksmengun

Nú þegar svifrykstímabilið er að taka við í höfuðborginni er vert að rifja upp að gróður getur verið mikilsverð vörn gegn svifryki. Þetta segja rannsóknir sem Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands hefur framkvæmt. Rannsóknir Þrastar sýna að gróður getur virkað eins og sía á svifryksagnir og virkar best gagnvart minnstu ögnunum, sem eðli málsins samkvæmt meira
mynd
28. febrúar 2018

Selfoss - bærinn við brúna

Hrökk við fyrir stuttu þegar sjónvarpsmaðurinn kunni Egill Helgason sagði að Selfoss væri „sögulítill" bær enda alinn þar upp í miðju söguleysinu ef svo má segja. Hef reyndar stundum sagt að það að búa á Selfossi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi verið eins og að vera hluti af sögusviði American Graffiti kvikmyndarinnar sem ég sá einmitt í Selfossbíói, líklega 1974. Myndin gerði meira
mynd
27. febrúar 2018

Nýr miðbær á Selfossi

Skipulagsmál hafa verið í brennidepli höfuðborgarbúa undanfarið og líklegt að þau verði talsvert í umræðu í aðdraganda kosninga. Þéttingastefna núverandi meirihluta setur aukið álag á grónar byggðir og margir sjá fram á að ný hús leysi gamalt útsýni af hólmi. En það er ekki bara í höfuðborginni sem skipulagsmál eru í brennidepli. Aukin ferðamannastraumur kallar á nýja tegund af þjónustu og hefur meira
mynd
24. febrúar 2018

Skógrækt til bjargar

Það vefst fyrir mörgum en skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar að­gerð­ir í loftslagsmálum og til þess að gera ódýrar. Þá er líklegt að þær séu fljótvirkustu leiðirnar til að koma í veg fyrir að Ísland þurfi að kaupa heimildir til að standa við sinn hluta Kyoto- skuldbindingarinnar. Það hefur margoft komið fram hjá ráðamönnum í landbúnaði að meira
mynd
21. febrúar 2018

Íslenskur sjávarútvegur 2017 - nokkrar staðreyndir

Var að glugga í blað sem heitir Sóknarfæri sem barst inn um lúguna hjá mér á föstudaginn, hefur sjálfsagt verið dreift með Morgunblaðinu. Blaðið gefið út af Athygli og er fjármagnað með auglýsingum. Kannski ekki hápunktur blaðamennskunnar en forvitnilegt samt að lesa í gegnum blaðið sem fjallar mikið um tækni og fjárfestingar í sjávarútvegi. Nokkuð sem almennt er ekki mikið í umfjöllun nema í meira
mynd
18. febrúar 2018

Bókadómur: Gunnar Birgisson – ævisaga

Gunnar I. Birgisson ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hér á Íslandi undanfarna áratugi. Hann hefur verið áberandi á vettvangi stjórnmála og ýmissa afskipta af félagsmálum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi verið umdeildur vegna starfa sinna en um leið er hann forvitnilegur persónuleiki. Því má segja að það hafi verið vel til fundið að setja meira
mynd
14. febrúar 2018

Verður nóg til í ellinni?

Þetta er ekki beinlínis spennandi umræðuefni en eftir því sem fólk eldist því oftar ber það á góma. Við Íslendingar höfum vanist þeirri hugsun að lífeyrismálin séu í ágætu standi hér á landi. Sjóðstreymiskerfið sjái til þess að þær kynslóðir sem nú eru að hefja töku lífeyris muni ganga að þokkalegum sjóðum sem tryggi ásættanlegt líf. En allt er breytingum undirorpið. Ekki eru mörg ár síðan menn meira
mynd
10. febrúar 2018

74 milljarðar á silfurfati!

Hagvöxtur árið 2016 tók flestum árum fram og almennt var það ár einstaklega gott til sjávar og sveita. Þrátt fyrir að fjármagnshöft hefðu verið afnumin þá styrktist krónan fremur en hitt. Uppgjörið við kröfuhafa og afnám fjármagnshafta var einstaklega vel heppnuð aðgerð, aðgerð sem engan gat rennt í grun að myndi takast svo vel. Margur spekingurinn taldi að eina leiðin til að afnema höft væri að meira
mynd
7. febrúar 2018

Einkavæðing geimsins!

Það var hreint út sagt magnað að fylgjast með Falcon Heavy-geim­flaug SpaceX fyrirtækisins skjótast út í geim í gærkvöldi en henni var skotið á loft kl. 20:45 að íslenskum tíma. Hægt var að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu og að því loknu höfum við getað fylgst með flauginni mjaka sér út í geiminn í lifandi útsendingu á netinu. Já, svona er heimurinn í dag en geimskotið eitt og sér meira
mynd
4. febrúar 2018

Merk iðnfyrirtæki hverfa

  Að margra dómi voru ein helstu tíðindi liðinnar viku uppsögn 86 starfsmann hjá prentsmiðjunni Odda. Þeir sem tóku að sér að rifja upp tíðindi vikunnar í fjölmiðlum helgarinnar virtust reyndar að mestu búnir að gleyma uppsögnunum en þarna hafa sannarlega orðið tíðindi. Sársaukafyllst er auðvitað fyrir alla þessa starfsmenn að missa vinnuna enda er þetta með fjölmennari uppsögnum sem við meira
mynd
31. janúar 2018

Íbúðamarkaðurinn í sviðsljósinu

Segja má að ástandið á íbúðamarkaðinum sé nú upphaf og endir flestra vangaveltna um íslenskt efnahagslíf næstu misserin. Verðbólga reyndist 2,4% í janúar 2018 og hefur ekki mælst meiri síðan í júlí 2014. Sú verðbólga sem nú er að láta á sér kræla verður helst rakin til verðþróunar íbúða úti á landi en þar hækkar íbúðaverð sem aldrei fyrr. Um leið er ljóst að gríðarlegur húsnæðisskortur er meira
mynd
29. janúar 2018

Don­ald Trump fer til Dav­os

Fyrir helgi hélt Don­ald Trump, forseti Bandaríkjanna, til Dav­os en síðustu tvo ára­tugi hef­ur fundarhaldara ekki tek­ist að lokka for­seta Banda­ríkj­anna á fund­inn. Bill Clinton er síðasti forsetinn til að heimsækja Davos en það var árið 2000. Sumum íslenskum fjölmiðlum fannst það forvitnilegast að einhverjir púuðu á Trump en margir leggja á sig talsvert meira
mynd
25. janúar 2018

Vandinn við Facebook og Google

Óhætt er að segja að flestir þeir sem nota netið að einhverju marki noti Google eða Facebook. Stærð þeirra er yfirþyrmandi og nú er vaxandi þrýstingur á að þau og aðra samfélagsmiðla um að koma í veg fyrir að þeir séu notaður til að dreifa villandi upplýsingum. Um leið hafa höfundarréttaramál brotist fram en það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlaheimurinn telur sig fara mjög halloka þar sem eru meira
mynd
22. janúar 2018

Bílaiðnaðurinn á tímamótum

Auðvitað er klisja að segja að bílaiðnaðurinn sé á tímamótum. Þessi fyrirferðamesti neytendaiðnaður í heimi þarf stöðugt að endurskoða og endurmeta framleiðsluvörur sínar og markaðsstarf um leið og hann þarf að halda í við tækniþróun sem oft stjórnast af því sem stjórnvaldsákvarðanir krefjast. Undanfarna áratugi hefur bílaiðnaðurinn orðið að aðlaga sig stöðugt umsvifameiri og harðari meira
mynd
19. janúar 2018

Sósíalískt þjóðfélag sem ekki má gleyma

Ein af forvitnilegri bókum síðustu bókavertíðar var bók Kristínar Jóhannsdóttur, Ekki gleyma mér. Kristín hélt til náms austur fyrir járntjald 1987, tveimur árum áður en múrinn féll. Hún kallar sögu sína minningasögu en í bókinni rifjar hún upp þann tíma sem hún bjó í Austur-Þýskalandi eða Þýska alþýðulýðveldinu eins og heimamenn kölluðu það. Ástarsamband hennar við austur-þýskan blaðamann er í meira
mynd
15. janúar 2018

Sölumaðurinn Emmanuel Macron

Í nýlegri þriggja daga heimsókn sinni til Kína einbeitti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sér að viðskiptum og efnahagsmálum. Þungamiðja heimsóknarinnar snérist um að fá tækifæri til þess að snúa við óhagstæðum viðskiptajöfnuði Frakka við Kína en hann mun nú nema um 30 milljörðum evra á ári. Macron tók að sér að selja franskar vörur, ræða efnahagsmál og efla trú Kínverja á að hann sé meira