Pistlar:

18. febrúar 2018 kl. 20:18

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Bókadómur: Gunnar Birgisson – ævisaga

Gunnar I. Birgisson ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hér á Íslandi undanfarna áratugi. Hann hefur verið áberandi á vettvangi stjórnmála og ýmissa afskipta af félagsmálum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi verið umdeildur vegna starfa sinna en um leið er hann forvitnilegur persónuleiki. Því má segja að það hafi verið vel til fundið að setja saman ævisögu hans en til verksins var fengin Orri Páll Ormarsson blaðamaður á Morgunblaðinu.Gunnar-Birgis-500x740

Að mörgu leyti hefur tekist vel til. Frásögnin er fjörleg og upplýsandi, ekki bara um ævi og störf Gunnars heldur ekki síður um margt það sem hefur verið að gerast í íslensku samfélagi undanfarna áratugi. Það er Gunnar sem talar og þetta er hans saga. Talsverðum tíma er varið í að rekja bernsku Gunnars og er fengur að þeim frásögnum. Í seinni hluta bókarinnar rekur hann samskipti við marga samferðamenn, nánast undir formerkjum palladóma og verða þá frásagnir fjörlegar en að sjálfsögðu umdeildar. Bókin er brotin upp með innskotsköflum sem ýmsir samferðamenn og ættingjar skrifa. Gaman var að lesa frásagnir þeirra Davíðs Oddssonar og Guðmundar Oddssonar en Guðmundur var líklega einn helsti pólitíski andstæðingur Gunnars í Kópavogi og gekk þá oft mikið á eins og kemur fram í bókinni. Þá eru frásagnir dætra Gunnars til að dýpa skilning á persónunni Gunnari og hvaðan hann kemur.

Ólst upp við lítil efni

Líf Gunnars Birgissonar hefur ekki verið neinn dans á rósum. Hann ólst upp við lítil efni og var hálfgerður einstæðingur; átti fjölda hálfsystkina og uppeldissystkina en var meira og minna á eigin vegum frá unglingsaldri. Agnes dóttir hans lýsir áhrifum þess með eftirfarandi hætti:

„Æska hans var margslungin og ég tel að hann hafi ekki náð að vinna úr mörgu sem hann fékk að reyna sem drengur og unglingur. Hann upplifði kærleik en hins vegar tel ég að hann hafi aldrei getað fest rætur sínar almennilega. … Hann átti engar rætur. Þess vegna skiptir fjölskyldan hann svona ofboðslega miklu máli.” (bls. 246)

Gunnars elst upp hjá afa sínum og ömmu í móðurætt, en móðir hans var ung að árum þegar hann fæddist. Faðir Gunnars siglir um heimsins höf og stoppar helst hér á landi til að geta börn. Gunnar á 15 hálfsystkini en engin alsystkini. Hann lýsir samskiptunum innan fjölskyldunnar af hreinskilni og væntumþykju, án beiskju. Lífið var ekki auðvelt en Gunnar telur að samfélagið hafi verið sterkt eins og þessi kafli sýnir:

„Þrátt fyrir mikla stéttaskiptingu var gott að búa í hverfinu og samheldnin mikil. Menn héldu hverjir utan um aðra og ætti einhver erfitt uppdráttar var hjálpast að. Enginn var skilinn eftir á vonarvöl. Væri einhver blankur reyndu aðrir að stinga einhverju að honum, eftir getu. Eftir á að hyggja var þetta félagsþjónusta þeirra daga. Þetta mótaði mig fyrir lífstíð og ég hef alltaf litið á það sem skyldu mína að hjálpa þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Fátækt getur stafað af slysum, veikindum, missi á fyrirvinnu, óreglu og öllu mögulegu. Því miður er þessi hugsun að miklu leyti horfin.

Það voru forréttindi að alast upp í þessu samfélagi.
Á þessum árum fólst virðing ekki síst í því að vera duglegur til handanna. Menn voru yfirleitt ekki mikið menntaðir en kunnu flestir eitthvað fyrir sér. Virðingarstiginn hjá almúganum var fólgin í verklagninni. Möguleikar fólks til að ganga menntaveginn jukust hratt eftir 1950 og á því græddi mín kynslóð. Svo um munaði.” (bls. 28)

Verkmaðurinn Gunnar

Í bókinni er lögð mikil áhersla á að Gunnar sé hamhleypa til verka og svo sem engin ástæða til að efast um það. Þannig vill Gunnar lýsa sjálfum sér og verkin eru sannarlega mörg. Merkilegt er að lesa lýsingar hans á því þegar hann braust til mennta og hægt er að taka undir að þegar hann fann fjölina sína sem verkfræðingur og síðar stjórnmálamaður hafi fátt orðið til að stöðvað hann. Rót unglingsáranna verður til þess að Gunnar lýkur ekki stúdentsprófi fyrr en 25 ára að aldri. Í framhaldi af því lýkur hann prófi í verkfræði og fer til náms erlendis. Hann lýkur M.Sc.-próf í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg 1978 og svo doktorspróf í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri 1983. Samhliða náminu erlendis er Gunnar að vasast í verktakavinnu og kýs augljóslega að vera eigin herra. Hann rekur verktakaferil sinn með fyrirtækjunum Klæðningu og Gunnari og Guðmundi og stundum heldur maður að það séu fleiri klukkutímar í sólarhringnum hjá honum en öðrum.

Pólitík og palladómar

Alla jafnan talar Gunnar af sanngirni um fólk en það breytist þegar hann talar um suma er hann hefur átt í samskiptum út af pólitík. Þá stendur ekki á palladómum. Þeir eru svo sem gamall siður í íslenskum stjórnmálum og gera frásögnina vissulega fjöruga þó eðlilegt sé að setja þann fyrirvara að þarna er um frásögn Gunnars að ræða. Og hann á svosem inni nokkurn andmælarétt enda fáir stjórnmálamenn fengið aðrar eins gusur í gegnum tíðina. Gunnar hefur sjálfur lýst því svo að ástæða þess að hann steig úr víglínu stjórnmálanna hafi verið vegna fjölskyldu hans en Gunnar var ásakaður um óeðlileg afskipti af viðskiptum Kópavogsbæjar við fyrirtæki í eigu dóttur hans. Það mál og ýmis önnur mótuðu afstöðu margra til hans, með réttu eða röngu.

Í lok bókarinnar fjallar hann um störf sín sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Óvæntar sviptingar urðu til þess að hann var ráðinn þvert á flokkslínur. Ekki hefur heyrst annað en að vel hafi tekist til og Gunnar reynst sveitarfélaginu góður liðsauki á þeim uppgangstímum sem þar ríkja blessunarlega. Hugurinn er greinilega allur við uppbygginguna þar. Um það segir Gunnar:

„Fjallabyggð býr sig undir fólksfjölgun, bæði á Siglufirði og á Ólafsfirði, og skortur á lóðum mun ekki standa upp á bæjarfélagið. Það verður allt saman klárt þegar á þarf að halda. Húsunum hefur fjölgað hægt hægt á umliðnum árum en af fyrirspurnum að dæma er ekki langt í að það breytist. Við þurfum ekki að fara lengra en til Dalvíkur til að finna stað þar sem allar lóðir fara í hvelli. Útgerðarfélagið Samherji ber ríka ábyrgð á því. Það er mikil bjartsýni á Dalvík og vonandi smitast hún til okkar.

Helstu skilyrði fyrir því að þessi frægu göng gegnum Héðinsfjörð voru gerð var það að þessi tvö sveitarfélög myndu sameinast og um það var einhugur, beggja vegna ganganna. Sameiningin hefur að langmestu leyti gengið vel en hún breytir ekki því að það er ennþá talsverður rígur milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar sem fer gífurlega í taugarnar á mér. Ef maður setur 100 milljónir í eitthvað á Siglufirði er þess krafist að maður setji um leið 100 milljónir í eitthvað á Ólafsfirði. Ég hlusta ekki á svona lagað enda jafnast þetta alltaf út á endanum. Í dag þarf að eyða meiri peningum á Siglufirði en á Ólafsfirði á morgun. Nota þarf peningana þar sem þeirra er þörf og þeir koma flestum að gagni. Þetta er svo sem ekkert nýtt fyrir mér, það var líka hverfarígur í Kópavogi. Það er mest eldra fólkið sem nennir að standa í svona skkaki, yngra fólkið gefur ekkert fyrir þetta. Ætli það taki svona fimm til tíu ár að útrýma þessu að fullu og ekkert mun flýta meira fyrir því en aukning á atvinnutækifærum og fjölgun íbúa í Ólafsfirði. Um leið og lífsskilyrði fólks batna hættir það að öfundast út í fólk.” (bls. 268)

Þegar bókin var á lokametrunum veiktist Gunnar alvarlega en hefur náð sér bærilega að því er best er vitað. Hann lætur að því liggja að hugsanlega sé bæjarstjóravafstri hans að ljúka með kosningum í vor en þá hyggst hann hella sér út í eitthvað annað. Það er dálítið í takt við þennan mikla framkvæmdamann.

Gunnar Birgisson – ævisaga
Höfundur: Orri Páll Ormarsson
Útgefandi: Veröld
272 bls.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
14. febrúar 2018

Verður nóg til í ellinni?

Þetta er ekki beinlínis spennandi umræðuefni en eftir því sem fólk eldist því oftar ber það á góma. Við Íslendingar höfum vanist þeirri hugsun að lífeyrismálin séu í ágætu standi hér á landi. Sjóðstreymiskerfið sjái til þess að þær kynslóðir sem nú eru að hefja töku lífeyris muni ganga að þokkalegum sjóðum sem tryggi ásættanlegt líf. En allt er breytingum undirorpið. Ekki eru mörg ár síðan menn meira
mynd
10. febrúar 2018

74 milljarðar á silfurfati!

Hagvöxtur árið 2016 tók flestum árum fram og almennt var það ár einstaklega gott til sjávar og sveita. Þrátt fyrir að fjármagnshöft hefðu verið afnumin þá styrktist krónan fremur en hitt. Uppgjörið við kröfuhafa og afnám fjármagnshafta var einstaklega vel heppnuð aðgerð, aðgerð sem engan gat rennt í grun að myndi takast svo vel. Margur spekingurinn taldi að eina leiðin til að afnema höft væri að meira
mynd
7. febrúar 2018

Einkavæðing geimsins!

Það var hreint út sagt magnað að fylgjast með Falcon Heavy-geim­flaug SpaceX fyrirtækisins skjótast út í geim í gærkvöldi en henni var skotið á loft kl. 20:45 að íslenskum tíma. Hægt var að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu og að því loknu höfum við getað fylgst með flauginni mjaka sér út í geiminn í lifandi útsendingu á netinu. Já, svona er heimurinn í dag en geimskotið eitt og sér meira
mynd
4. febrúar 2018

Merk iðnfyrirtæki hverfa

  Að margra dómi voru ein helstu tíðindi liðinnar viku uppsögn 86 starfsmann hjá prentsmiðjunni Odda. Þeir sem tóku að sér að rifja upp tíðindi vikunnar í fjölmiðlum helgarinnar virtust reyndar að mestu búnir að gleyma uppsögnunum en þarna hafa sannarlega orðið tíðindi. Sársaukafyllst er auðvitað fyrir alla þessa starfsmenn að missa vinnuna enda er þetta með fjölmennari uppsögnum sem við meira
mynd
31. janúar 2018

Íbúðamarkaðurinn í sviðsljósinu

Segja má að ástandið á íbúðamarkaðinum sé nú upphaf og endir flestra vangaveltna um íslenskt efnahagslíf næstu misserin. Verðbólga reyndist 2,4% í janúar 2018 og hefur ekki mælst meiri síðan í júlí 2014. Sú verðbólga sem nú er að láta á sér kræla verður helst rakin til verðþróunar íbúða úti á landi en þar hækkar íbúðaverð sem aldrei fyrr. Um leið er ljóst að gríðarlegur húsnæðisskortur er meira
mynd
29. janúar 2018

Don­ald Trump fer til Dav­os

Fyrir helgi hélt Don­ald Trump, forseti Bandaríkjanna, til Dav­os en síðustu tvo ára­tugi hef­ur fundarhaldara ekki tek­ist að lokka for­seta Banda­ríkj­anna á fund­inn. Bill Clinton er síðasti forsetinn til að heimsækja Davos en það var árið 2000. Sumum íslenskum fjölmiðlum fannst það forvitnilegast að einhverjir púuðu á Trump en margir leggja á sig talsvert meira
mynd
25. janúar 2018

Vandinn við Facebook og Google

Óhætt er að segja að flestir þeir sem nota netið að einhverju marki noti Google eða Facebook. Stærð þeirra er yfirþyrmandi og nú er vaxandi þrýstingur á að þau og aðra samfélagsmiðla um að koma í veg fyrir að þeir séu notaður til að dreifa villandi upplýsingum. Um leið hafa höfundarréttaramál brotist fram en það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlaheimurinn telur sig fara mjög halloka þar sem eru meira
mynd
22. janúar 2018

Bílaiðnaðurinn á tímamótum

Auðvitað er klisja að segja að bílaiðnaðurinn sé á tímamótum. Þessi fyrirferðamesti neytendaiðnaður í heimi þarf stöðugt að endurskoða og endurmeta framleiðsluvörur sínar og markaðsstarf um leið og hann þarf að halda í við tækniþróun sem oft stjórnast af því sem stjórnvaldsákvarðanir krefjast. Undanfarna áratugi hefur bílaiðnaðurinn orðið að aðlaga sig stöðugt umsvifameiri og harðari meira
mynd
19. janúar 2018

Sósíalískt þjóðfélag sem ekki má gleyma

Ein af forvitnilegri bókum síðustu bókavertíðar var bók Kristínar Jóhannsdóttur, Ekki gleyma mér. Kristín hélt til náms austur fyrir járntjald 1987, tveimur árum áður en múrinn féll. Hún kallar sögu sína minningasögu en í bókinni rifjar hún upp þann tíma sem hún bjó í Austur-Þýskalandi eða Þýska alþýðulýðveldinu eins og heimamenn kölluðu það. Ástarsamband hennar við austur-þýskan blaðamann er í meira
mynd
15. janúar 2018

Sölumaðurinn Emmanuel Macron

Í nýlegri þriggja daga heimsókn sinni til Kína einbeitti Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sér að viðskiptum og efnahagsmálum. Þungamiðja heimsóknarinnar snérist um að fá tækifæri til þess að snúa við óhagstæðum viðskiptajöfnuði Frakka við Kína en hann mun nú nema um 30 milljörðum evra á ári. Macron tók að sér að selja franskar vörur, ræða efnahagsmál og efla trú Kínverja á að hann sé meira
mynd
11. janúar 2018

Gervigreind: Tækifæri og ógnanir

Í kvikmyndinni Ex Machina er áhrifamikið atriði þegar ein aðalsöguhetja myndarinnar, forritarinn Caleb Smith, fyllist skyndilega miklum ótta um hver hann sé. Eftir að hafa átt mikil og náin samskipti við vélmenni hellist yfir hann tilvistarleg óvissa sem leiðir til þess að hann ákveður að skera í hold sitt til að þess að athuga hvort undir yfirborðinu leynist vél. Á því augnabliki gerir hann engan meira
mynd
7. janúar 2018

Pólitík Emmanuel Macron

  Sumir pólitískir skýrendur segja að Emmanuel Macron hafi komist til valda í Frakklandi með því að segja fólki það sem það vildi heyra. Pólitík hans sé samsuða upp úr vinsældalistum umræðunnar, hann sé því nokkurskonar samnefnari hinnar pólitísku réttu umræðu hverju sinni. Meiri verði popúlisminn ekki. Það er nokkuð til í þessu en eins og oft áður segir það ekki alla söguna. Emmanuel Macron meira
mynd
4. janúar 2018

Haglýsing í upphafi árs

Óhætt er að fullyrða að efnahagslíf landsins standi með óvenju miklum blóma nú í upphafi árs. Allar helstu hagtölur eru hagfeldar, atvinnuleysi í lágmarki, hagvöxtur í hámarki og það án þess að verðbólgan láti á sér kræla en hún var undir 2% allt síðasta ár. Með hverjum mánuðinum sem líður lengist það tímabil sem verðbólgan hefur verið innan 2,5% verðbólgumarkmiða Seðlabankans, sem er líka met. meira
mynd
31. desember 2017

Hafið er hætt að taka

Það ætti að vera íslenskri þjóð sérstakt fagnaðarefni um hver áramót ef ekki hefur orði sjóslys sem kostar mannslíf. Saga þjóðarinnar er mörkuð alvarlegum sjóslysum sem hafa kostað mörg mannslíf í gegnum aldirnar. En það hefur breyst sem betur fer, þökk sé breyttum atvinnuháttum, kvótakerfinu og þó ekki síst þrotlausu starfi við að bæta öryggi sjómanna. Þetta veldur því að nú stöndum við þegar meira
mynd
27. desember 2017

Nýr leiðtogi Evrópu?

Því er haldið fram að allt frá tímum stjórnarbyltingarinnar hafi Frakkar haft þá trú að að réttindi safnist upp og verði bara betri og betri og lífið um leið. Undanfarna áratugi hafa færri og færri lagt trúnað á þetta. Staðreyndin er sú að miklir erfiðleikar steðja að Frakklandi og svo mjög að efasemdir eru um að sjálf þjóðfélagsgerðin haldi. Þetta eru ekki bara alvarleg tíðindi fyrir Frakka meira
mynd
23. desember 2017

Betra að veifa röngu tré en öngvu!

Skógrækt á það sameiginleg með tónlist að fara fram í tíma sem líður. Hljómur, sproti. Ekkert nema von sem á að þróast. Vonandi vex þetta.   Ljósmynd af skógi: dásamleg þversögn. Ljósmynd: dauðakyrrt augnablik, kyrrsetning mikillar hreyfingar sem glöggt má finna fyrir.   Skógur, tónlist: hvílík starfsemi! Alltaf að, alltaf að ...   Kannski þess vegna sem ljósmyndir af hljóðfæra- meira
mynd
18. desember 2017

Bókadómur: Erlendur landshornalýður?

Í bókinni Erlendur landshornalýður? skrifar sagnfræðingurinn Snorri G. Bergsson um erlenda gesti sem komið hafa hingað til lands, ímynd þeirra og hlutverk og viðhorf Íslendinga til þeirra frá miðri nítjándu öld fram til hernámsins 1940. Hér er tekið fyrir efni sem hefur ekki áður verið til í samstæðri heild en Snorri hefur viðað að sér gríðarlegum heimildum enda byggir bókin á áralangri meira
mynd
14. desember 2017

Fjárlögin: Gerbreytt skuldastaða ríkissjóðs

Síðustu ár hafa verið ís­lensku þjóðarbúi hag­stæð á flesta vegu. Á síðasta ári var hag­vöxt­ur 7,4% og vöxt­ur­inn hef­ur haldið áfram í ár sem er þá sjö­unda árið í röð sem lands­fram­leiðslan eykst. Í nóvemberhefti Peningamála birti Seðlabankinn nýja þjóðhagsspá þar sem gert var ráð fyrir 3,7% hagvexti í ár. Þjóðhags­spá Hag­stof­unn­ar meira
mynd
12. desember 2017

Peningar streyma í gervigreindina

Gervigreind er án efa sú grein tækniiðnaðarins sem mesta eftirtekt vekur um þessar mundir og fjármunir streyma inn í rannsóknir og þróun á því sviði. Í hugum fjárfesta er þetta heitasti staðurinn til að vera á (nema ef menn hafa smekk fyrir Bitcoin!) Staðreyndin er sú að gríðarlegir fjármunir streyma nú í gervigreindarrannsóknir hverskonar, mest þó fyrir tilstyrk tæknirisanna Alphabet (Google) meira