Pistlar:

23. mars 2018 kl. 9:44

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Miðaldaborgaskipulag

Eftir nokkra daga í borg sem skipulögð er eftir lögmálum miðaldanna er ekki hægt að verjast þeirri hugsun að nútímamanninum hafi ekki tekist sem skyldi að skipuleggja þéttbýli dagsins í dag. Eins og áður hefur komið fram í pistli hér áður er Siena hér í Toskana skipulögð á 12. til 15. öld. Skipulögð, segi ég. Nær væri að segja að hún hafi orðið til eftir því sem íbúum fjölgaði. Ekki skal gert lítið úr verkfræðiþekkingu þeirra tíma, bæði byggingar og önnur mannvirki bera þessum síðmiðaldamönnum fagurt vitni í þeim efnum. Hér verða jarðskjálftar þannig að hús þurfa að þola ýmislegt. Við Piazza del Campo stendur ríflega 100 metra hár turn úr hlöðnu efni sem hefur haldið reisn sinni frá því á 13. öld.agangur

Umferð er þannig háttað hér að bílar eru ekki leyfðir í miðbænum þó með rúmum undantekningum. Þannig er vanalega komin bíll á eftir manni þegar þröngar göturnar eru gengnar en þó aldrei svo að það sé eins og umferð, heldur einn og einn ökumaður að sinna brýnum erindum. Inn á milli þeysist unga fólkið á vespum fram og til baka. Hér er lítið um rafbíla en hef þó séð hleðslustöðvar fyrir rafhjól. En þéttleiki byggðarinnar gerir það að verkum að gangandi maður er fljótur að fara endanna á milli. Líklega tekur það innan við 45 mínútna röskan gang að fara frá einu borgarenda til annars. Því er það svo að fólk gengur til flestra sinna erinda innan borgarmúranna. Já borgarmúranna, hér eru borgarmúrar enda þurftu Sienabúar að verja sig fyrir ágengum nágrönum. Þessi ítölsku borgríki voru alltaf að kljást eitthvað. Ég nefndi það áður að hér búa 60 þúsund manns á reiti sem samsvarar Viðey en í þeirri tölu getur verið skekkja því ekki er ljóst hve margir búa rétt utan múranna en teljast þó til borgarbúa. Líklega fer talan aldrei undir 50 þúsund manns þannig að hér er búið þétt. Húsin eru flest þriggja til fimm hæða, liggja saman og þegar fólk kemur út á morgnanna hittir það nágrana sinn og báðir ganga til sinna verka. Ég bý í 600 ára gömlu húsi með litlu porti, þrjár hæðir og þrjár íbúðir á hverri hæð. Nýting á plássi er góð.

Einföld og skilvirk sorphirða

En þessi þéttleiki gerir líka þjónustu og innviðauppbyggingu ódýrari. Það sést til dæmis á sorphirðu hér í Siena en það virðist vandað til verka. Tók eftir því þegar ég kom út fyrsta morguninn að það var búið að sópa götuna - og þá meina ég sópa! Allt mjög snyrtilegt, hvorki svifryk né venjulegt ryk skilið eftir. Bara öllu sópað í burtu. Og hér kemur sorpbíl daglega sem tekur lífrænan úrgang sem fólk setur út fyrir dyr í svörtum poka. Blandaður úrgangur einnig. Engar tunnur. Og svo tvisvar í viku eru dósir, gler og annað hirt. Í sömu ferð er allur pappírsúrgangur tekin. Virðist nokkuð skilvirkt. Við þetta eru notaðir til þess að gera litlir bílar og þetta virðist ganga hratt fyrir sig. Fólk og fyrirtæki virðast óhikað skilja eftir ýmislegt við útidyrnar sem við Reykvíkingar þurfum að keyra með út í Sorpu. Þar nefni ég stórar pappírsumbúðir og timbur. Sorpbílarnir hér taka þetta bara. Og fólk er meðvitað um umhverfi sitt hér. Hérna sjást búðaeigendur sópa fyrir utan verslanir sínar. Það segir sig sjálft að kostnaður við annað í innviðum er minna þegar búið er þétt, svo sem við gatna- og raflagnakerfi en raflagnir eru hér gjarnan utanáliggjandi, nokkuð sem við getum ekki leyft okkur á Íslandi.

Aðkoma að borginni mótast vitskuld af þessu bíllausa skipulagi. Hitti hér Englending sem var í viðskiptaferð og hafði komið keyrandi til Siena. Hann varð að skilja bílinn eftir í útjaðri borgarinnar og var ekki hress með það að það tók hann klukkustund að komast á hótelið með töskuna í eftirdragi. Sjálfsagt að einhverju leiti ókunnugleiki en hér eru bílastæði í útjaðri borgarinnar eins og sést af meðfylgjandi mynd þar sem fólk á að skilja bílana eftir. Þar eru rútu og lestarstöðvar líka.samgöngur

En er einhver lærdómur af þessu öllu fyrir þá sem hafa áhuga á skipulagsmálum á Íslandi. Jú mannlífið mótast af skipulaginu. Það breytist með nándinni og flestir sækjast eftir því. Á hinn bóginn verður klukkunni ekki snúið við, í dag þurfa skipulagsyfirvöld að taka aðrar ákvarðanir þó grunnþarfirnar séu þær sömu. Þéttingastefna eins og rekin er í Reykjavík á lítið skylt við það mannlíf sem er hér í miðaldabæjum Ítalíu. Ef menn vilja fara þá leið þá verður að gera það af meiri skilningi á þörfum fólks, meðal annars fyrir samgöngum á Íslandi og veðurfarinu þar. Það er hins vegar sjálfsagt að hugsa hlutina í víðara samhengi með það að markmiði að auðga og bæta mannlífið.


Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
21. mars 2018

Siena - bíllaus miðaldaborg

Þegar dvalist er í ítölskum bæ eins og Siena hér í Toskana-héraði á Ítalíu er ekki hægt annað en að velta fyrir sér byggðamynstrinu og hvernig það mótar bæjarlífið. Sérstaða Toskana hefur löngum verið staðfest af þeim fjölda ferðamanna sem hingað leggja leið sína. Um leið má segja að Heimsminjaskrá UNESCO hafi varðveit annað hvert hús og þó sérstaklega lagt áherslu á að heildaryfirbragðið sé meira
mynd
19. mars 2018

Allir vegir liggja til Rómar

Nútímamaðurinn er alltaf á ferð og flugi. Pistlahöfundur er þar meðtalinn. Er núna staddur í Siena á Ítalíu og er strax byrjaður að hugsa um samgöngur. Ferðalag frá Reykjavík til Siena tók 20 tíma, frá því maður vaknaði á Langholtsveginum og þangað til komið var að Dimora Storica við Via del Giglio í miðbæ Siena. Þetta er svo miðsvæðis að drengurinn sem keyrði okkur á ofsahraða frá Flórens til meira
mynd
15. mars 2018

Ný sýn á Sundabraut

Flestum Íslendingum er ákveðin framfaratrú ásköpuð, við vitum að það þurfti vélar og tækniframfarir til að gera landið byggilegt og samgöngur voru einn lykilþáttur þess. Þegar byrjað var að brúa stórfljót og ár í kringum aldamótin 1900 fór fyrst að verða grundvöllur byggðar víða um land. Flutningar margfölduðust og hægt var að hefja nýtingu landsins í sinni fjölbreyttustu mynd. Enn þann dag í dag meira
mynd
12. mars 2018

Norski olíusjóðurinn - á í 9146 félögum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er stefnt að stofnun stöðugleikasjóðs sem er eitt afbrigði af þjóðarsjóði (e. Sovereign wealth fund). Slíkur sjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Ríki heims hafa sett á laggirnar slíka sjóði í margvíslegum tilgangi. meira
mynd
10. mars 2018

Alvarleg tíðindi úr sjávarútveginum

Tekj­ur í sjáv­ar­út­vegi dróg­ust sam­an um 25 millj­arða króna milli ár­anna 2015 og 2016, eða sem nem­ur 9%. EBITDA sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja lækkaði um 22% á sama tíma­bili, en þó náðu þau að ein­hverju marki að vega upp nei­kvæða tekjuþróun með lækk­un kostnaðar. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur meira
mynd
7. mars 2018

Sundabraut er nauðsyn

Það er ein ástæða öðrum fremri þegar kemur að því að rökstyðja lagningu Sundabrautar. Það er almannavá. Eins og ástandið er núna er bara ein leið út úr borginni í austur og norður og það er um Ártúnsbrekkuna. Það er auðvitað ekki viðunandi ef kemur upp hættuástand á höfuðborgarsvæðinu, hvað þá ef leiðin til vesturs myndi loka. Annað sem styður Sundabraut er að hún styttir verulega leiðina vestur á meira
mynd
4. mars 2018

Gróður hindrar svifryksmengun

Nú þegar svifrykstímabilið er að taka við í höfuðborginni er vert að rifja upp að gróður getur verið mikilsverð vörn gegn svifryki. Þetta segja rannsóknir sem Þröstur Þorsteinsson, prófessor í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands hefur framkvæmt. Rannsóknir Þrastar sýna að gróður getur virkað eins og sía á svifryksagnir og virkar best gagnvart minnstu ögnunum, sem eðli málsins samkvæmt meira
mynd
28. febrúar 2018

Selfoss - bærinn við brúna

Hrökk við fyrir stuttu þegar sjónvarpsmaðurinn kunni Egill Helgason sagði að Selfoss væri „sögulítill" bær enda alinn þar upp í miðju söguleysinu ef svo má segja. Hef reyndar stundum sagt að það að búa á Selfossi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hafi verið eins og að vera hluti af sögusviði American Graffiti kvikmyndarinnar sem ég sá einmitt í Selfossbíói, líklega 1974. Myndin gerði meira
mynd
27. febrúar 2018

Nýr miðbær á Selfossi

Skipulagsmál hafa verið í brennidepli höfuðborgarbúa undanfarið og líklegt að þau verði talsvert í umræðu í aðdraganda kosninga. Þéttingastefna núverandi meirihluta setur aukið álag á grónar byggðir og margir sjá fram á að ný hús leysi gamalt útsýni af hólmi. En það er ekki bara í höfuðborginni sem skipulagsmál eru í brennidepli. Aukin ferðamannastraumur kallar á nýja tegund af þjónustu og hefur meira
mynd
24. febrúar 2018

Skógrækt til bjargar

Það vefst fyrir mörgum en skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar að­gerð­ir í loftslagsmálum og til þess að gera ódýrar. Þá er líklegt að þær séu fljótvirkustu leiðirnar til að koma í veg fyrir að Ísland þurfi að kaupa heimildir til að standa við sinn hluta Kyoto- skuldbindingarinnar. Það hefur margoft komið fram hjá ráðamönnum í landbúnaði að meira
mynd
21. febrúar 2018

Íslenskur sjávarútvegur 2017 - nokkrar staðreyndir

Var að glugga í blað sem heitir Sóknarfæri sem barst inn um lúguna hjá mér á föstudaginn, hefur sjálfsagt verið dreift með Morgunblaðinu. Blaðið gefið út af Athygli og er fjármagnað með auglýsingum. Kannski ekki hápunktur blaðamennskunnar en forvitnilegt samt að lesa í gegnum blaðið sem fjallar mikið um tækni og fjárfestingar í sjávarútvegi. Nokkuð sem almennt er ekki mikið í umfjöllun nema í meira
mynd
18. febrúar 2018

Bókadómur: Gunnar Birgisson – ævisaga

Gunnar I. Birgisson ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum sem fylgst hefur með þjóðmálaumræðunni hér á Íslandi undanfarna áratugi. Hann hefur verið áberandi á vettvangi stjórnmála og ýmissa afskipta af félagsmálum. Óhætt er að segja að Gunnar hafi verið umdeildur vegna starfa sinna en um leið er hann forvitnilegur persónuleiki. Því má segja að það hafi verið vel til fundið að setja meira
mynd
14. febrúar 2018

Verður nóg til í ellinni?

Þetta er ekki beinlínis spennandi umræðuefni en eftir því sem fólk eldist því oftar ber það á góma. Við Íslendingar höfum vanist þeirri hugsun að lífeyrismálin séu í ágætu standi hér á landi. Sjóðstreymiskerfið sjái til þess að þær kynslóðir sem nú eru að hefja töku lífeyris muni ganga að þokkalegum sjóðum sem tryggi ásættanlegt líf. En allt er breytingum undirorpið. Ekki eru mörg ár síðan menn meira
mynd
10. febrúar 2018

74 milljarðar á silfurfati!

Hagvöxtur árið 2016 tók flestum árum fram og almennt var það ár einstaklega gott til sjávar og sveita. Þrátt fyrir að fjármagnshöft hefðu verið afnumin þá styrktist krónan fremur en hitt. Uppgjörið við kröfuhafa og afnám fjármagnshafta var einstaklega vel heppnuð aðgerð, aðgerð sem engan gat rennt í grun að myndi takast svo vel. Margur spekingurinn taldi að eina leiðin til að afnema höft væri að meira
mynd
7. febrúar 2018

Einkavæðing geimsins!

Það var hreint út sagt magnað að fylgjast með Falcon Heavy-geim­flaug SpaceX fyrirtækisins skjótast út í geim í gærkvöldi en henni var skotið á loft kl. 20:45 að íslenskum tíma. Hægt var að fylgjast með geimskotinu í beinni útsendingu og að því loknu höfum við getað fylgst með flauginni mjaka sér út í geiminn í lifandi útsendingu á netinu. Já, svona er heimurinn í dag en geimskotið eitt og sér meira
mynd
4. febrúar 2018

Merk iðnfyrirtæki hverfa

  Að margra dómi voru ein helstu tíðindi liðinnar viku uppsögn 86 starfsmann hjá prentsmiðjunni Odda. Þeir sem tóku að sér að rifja upp tíðindi vikunnar í fjölmiðlum helgarinnar virtust reyndar að mestu búnir að gleyma uppsögnunum en þarna hafa sannarlega orðið tíðindi. Sársaukafyllst er auðvitað fyrir alla þessa starfsmenn að missa vinnuna enda er þetta með fjölmennari uppsögnum sem við meira
mynd
31. janúar 2018

Íbúðamarkaðurinn í sviðsljósinu

Segja má að ástandið á íbúðamarkaðinum sé nú upphaf og endir flestra vangaveltna um íslenskt efnahagslíf næstu misserin. Verðbólga reyndist 2,4% í janúar 2018 og hefur ekki mælst meiri síðan í júlí 2014. Sú verðbólga sem nú er að láta á sér kræla verður helst rakin til verðþróunar íbúða úti á landi en þar hækkar íbúðaverð sem aldrei fyrr. Um leið er ljóst að gríðarlegur húsnæðisskortur er meira
mynd
29. janúar 2018

Don­ald Trump fer til Dav­os

Fyrir helgi hélt Don­ald Trump, forseti Bandaríkjanna, til Dav­os en síðustu tvo ára­tugi hef­ur fundarhaldara ekki tek­ist að lokka for­seta Banda­ríkj­anna á fund­inn. Bill Clinton er síðasti forsetinn til að heimsækja Davos en það var árið 2000. Sumum íslenskum fjölmiðlum fannst það forvitnilegast að einhverjir púuðu á Trump en margir leggja á sig talsvert meira
mynd
25. janúar 2018

Vandinn við Facebook og Google

Óhætt er að segja að flestir þeir sem nota netið að einhverju marki noti Google eða Facebook. Stærð þeirra er yfirþyrmandi og nú er vaxandi þrýstingur á að þau og aðra samfélagsmiðla um að koma í veg fyrir að þeir séu notaður til að dreifa villandi upplýsingum. Um leið hafa höfundarréttaramál brotist fram en það er ekkert leyndarmál að fjölmiðlaheimurinn telur sig fara mjög halloka þar sem eru meira