Pistlar:

21. september 2021 kl. 15:29

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Kosið um hver leiðir verðmætasköpun

Kosningar til Alþingis eru sannarlega mikilvægar en kjósendur eru að velja þá til valda sem munu hafa áhrif á framvindu samfélagsins og skapa leikreglurnar. En stundum er eins og við séum of mikið að horfa á leikreglurnar en ekki leikinn sjálfan. Hann gengur nefnilega út á þau þau þekktu sannindi að það er raunhagkerfið sem býr til þau verðmæti sem skipta máli, verðmæti sem útvega okkur mikilvægan gjaldeyri og eru undirstaða hina sameiginlegu verka sem ríkisvaldið tekur að sér. Án þess að fólk gangi til starfa sinna daglega og reyni að skapa og bæta hag sinn um leið gerist fátt.

Það er ágætlega minnt á þetta í fróðlegri frétt á forsíðu Fréttablaðsins í dag en þar er fjallað um áhugaverða breytingu hjá iðnaðinum í landinu. Af því tilefni segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins: „Fyrsti áratugur aldarinnar var áratugur fjármálageirans, annar áratugurinn var áratugur ferðaþjónustunnar. Þriðji áratugurinn getur svo sannarlega verið áratugur hugverkaiðnaðar og nýsköpunar. Við erum í dauðafæri en það er háð því að réttar ákvarðanir verði teknar á næstu vikum og mánuðum.“

Sannarlega áhugaverð sýn á verðmætasköpun í samfélaginu og hvernig það getur tekið breytingum. Þegar landsframleiðsla er metin eru að sjálfsögðu ótal þættir sem koma með framlag til hennar en útflutningsgreinar skipta sköpum þegar kemur að lífsgæðum.kerecis

Breytingin 2013

Fréttin í Fréttablaðinu gengur út á að að benda á að útflutningstekjur vegna fyrirtækja í hugverkaiðnaði hafi numið 160 milljörðum króna í fyrra, sem er orðið 16 prósent af öllum útflutningi frá Íslandi og tvöföldun frá árinu 2013. Frá árinu 2013, hvað gerðist þá? - Jú ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók til starfa og lagði höfuðáherslu á að endurræsa hagkerfið, samfara leiðréttingu til þeirra sem orðið höfðu fyrir órétti í bankahruninu en síðast en ekki síst, að gera upp við kröfuhafa hrundins og skapa stöðugleika á ný án fjármagnshafta.

En víkjum aftur að breytingunum innan hugverkaiðnaðarins, sem allt eins má kalla iðnað því ekki verður séð annað en að þau fyrirtæki sem tínd eru til í greininni séu okkar þekktustu iðnfyrirtæki, sem auðvitað byggja á tækniþekkingu og hugverkalausnum. En í fréttinni er bent á að fyrirtæki sem fengu endurgreiðslu vegna rannsókna- og þróunarverkefna fóru úr rúmlega 200 í rúmlega 300 á milli áranna 2019 og 2020. Það er auðvitað eftirtektarverð aukning.

Haft er eftir Sigurði Hannessyni að ef rétt er haldið á spöðunum geti hugverkaiðnaðurinn orðið ein stærsta útflutningsgreinin í íslensku hagkerfi. „Þetta sýnir svart á hvítu að jarðvegurinn er frjór. Það er mikil gróska í gangi. Það eru fleiri og fleiri fyrirtæki sem eru að taka verulega vaxtarkippi, eins og Controlant, Nox Medical og Kerecis. Hugverkaiðnaðurinn hefur alla burði til að vera langöflugasta útflutningsgreinin á Íslandi ef rétt er á málum haldið. Hann getur orðið mikilvægari en ferðaiðnaðurinn og orkuiðnaðurinn og aðrar greinar,“ segir Sigurður.Controlant-Family-600x600

Nýsköpun og sjávarútvegur

Hér í pistlum hefur margoft verið bent á áhugaverð fyrirtæki, mörg þeirra hefjast uppúr sjávarútvegnum og njóta tengsla og samskipta við hann enda hefur sjávarútvegurinn stutt mjög við nýsköpun. Þess njóta fyrirtæki eins og Marel, Kerecis og Valka svo fáein séu nefnd. Einnig mætti nefna Hampiðjuna og Skaginn3X sem nú hefur verið selt til erlendra aðila en öll eiga þau áhugaverða sögu.

Á árum áður hafi verið talið að á hverjum áratug myndi eitt fyrirtæki ná verulegri stærð eins og Össur, Marel og jafnvel CCP en nú sé slíkum fyrirtækjum að fjölga. Sigurður bendir réttilega á að það getur dregið verulega úr sveiflum í hagkerfinu að skapa öflugan innlendan iðnað, hvort sem hann fellur beint undir útflutning eða fyrst og fremst innlenda starfsemi. Undir það skal tekið hér.

mynd
20. september 2021

Viðvörunarorð seðlabankastjóra

Kosningar eru áhugvert tækifæri til að setja fram nýjar hugmyndir og nýjar lausnir. Eðlilega horfa menn á það sem var og það sem getur orðið, í senn eru kjósendur að meta gerðir fortíðar og um leið trúverðugleika frambjóðenda þegar kemur að því sem þarf að gera í framtíðinni. Með hátíðlegra orðalagi má segja að kosningar geti verið val á framtíð en oft er það nú svo að leiðtogar þurfa að aðlaga meira
mynd
19. september 2021

Álið farið að skila sínu aftur

Tonnið af áli í kauphöllinni með málma í London (LME) er nú um 2.900 dalir en þessi hækkun verða að teljast ánægjuleg tíðindi fyrir íslenskan áliðnað, orkufyrirtækin sem selja þeim orku og íslenskt hagkerfi sem nýtur góðs af þessu öllu. Hækkað álverð þýðir að afkoma ISAL er réttum megin við strikið sem er breyting eftir mikið tap undanfarin ár. Tapið þá var umtalsvert eins og rakið var í meira
mynd
15. september 2021

Áhrif norsku kosninganna hér á landi?

Eins og víðast annars staðar í Skandinavíu eru norsk stjórnmál nokkuð rækilega blokkaskipt. Þannig skiptir ekki svo miklu máli að flokkarnir eru margir, þeir skiptast nokkuð jafnt yfirleitt á milli hægri og vinstri blokk. Ljóst er að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hættir núna eftir átta ár á valdastóli. Sem er lengri tími en henni var spáð í upphafi en hún tapaði 8 sætum og er nú með 37 meira
mynd
12. september 2021

Sóun og þjáningar í heilbrigðiskerfinu

Það er augljóst að heilbrigðismálin eru ofarlega í hugum fólks núna skömmu fyrir kosningar. Margt stuðlar að því en í grunninn upplifa margir landsmenn að ákveðið stefnuleysi hafi ríkt í málaflokknum undanfarin ár, stefnuleysi sem birtist í því að mikilvægum þáttum sé ekki sinnt og stórir sjúklingahópar orðið útundan. Þetta er dálítið merkilegt því á sama tíma eru Íslendingar í miðju kafi við meira
mynd
9. september 2021

Áliðnaðurinn aldrei sterkari á Íslandi?

Ef það er einhver markaður á heimsvísu sem Íslendingar ættu að fylgjast með, þá er það álmarkaðurinn. Á Íslandi eru þrjú álver sem skipta miklu fyrir hagkerfið okkar eins og margoft hefur verið rakið í pistlum hér. Margir hafa horn í síðu þessarar starfsemi, fyrst af því þeir töldu að hún hentaði ekki Íslandi og að orkan væri gefin, þetta byggðist á einhverri andkapítalískri hugsun. Síðar var meira
mynd
5. september 2021

Flóttamenn sem vopn

Undanfarnar vikur hefur ríkt neyðarástandi við landamæri Lettlands og Hvíta-Rússlandi vegna fjölda flóttamanna frá Mið-Austurlöndum sem hafa komið yfir landamærin. Með því að lýsa yfir neyðarástandi heimiluðu lettnesk yfirvöld lögreglu og landamæravörðum að beita valdi, ef þörf krefur, til að snúa flóttamönnum við á landamærunum. Auk þess hefur þessi yfirlýsing þau áhrif að þeim er ekki skylt að meira
mynd
3. september 2021

Umsátursástand endalausra framkvæmda innan um veikt fólk

Samkvæmt þeim áætlunum sem nú eru í gildi er gert ráð fyr­ir að kostnaður við bygg­ingu nýs Land­spít­ala verði 79,1 millj­arður króna og hafa áætlan­ir varðandi verk­efnið hækkað veru­lega á síðustu árum. Undanfarið hefur verið nokkur umræða um kostnaðinn og ummæli flestra sem tjá sig um málið bendir til þess að þeir trúa engum tölum þegar kemur að meira
mynd
31. ágúst 2021

Íþyngjandi útboðsreglur stækka báknið

Eitt helsta umræðuefni flestra kosninga í vestrænum lýðræðisríkjum snýst með einum eða öðrum hætti um stærð og umfang ríkisvaldsins. Hve stór hinn sameiginlegi rekstur á að vera og til hve margra anga samfélagsins hann á að ná til. Niðurstaðan af því hefur svo áhrif á rekstur hinna sameiginlegu sjóða og skattheimtuna. Þetta gæti litið úr út sem klippt og skorið en mörk ríkisrekstrar og meira
mynd
30. ágúst 2021

Hvað býr að baki rekstri sjávarútvegsfyrirtækis?

Það eru margir sem starfa í miðbæ Reykjavíkur sem brenna fyrir því að breyta sjávarútvegi í landinu. Sjávarútvegi, sem er að mestu stundaður úti á landi og býr við margar og ólíkar forsendur þegar kemur að rekstrarumhverfi og starfsemi. Allt nokkuð sem getur verið erfitt að setja sig inní. Um helgina var fróðlegt fylgiblað með Morgunblaðinu, 200 mílur, sem sagði margar sögur úr sjávarútveginum. meira
mynd
28. ágúst 2021

Mun áskrift bjarga fjölmiðlum?

Eitthvert þreyttasta umræðuefni undanfarinna ára er rekstrarstaða fjölmiðla Það varð ekki til að gera umræðuefnið skemmtilegra þegar ríkisstyrkjakerfi var komið á og nú geta fjölmiðlamenn endalaust þráttað um hvernig eigi að dreifa þeim 400 milljónum króna sem eru í pottinum ár hvert. Sumir telja augljóslega að þeir eigi að hafa forgang að þessum fjármunum og auðvitað verða allar úthlutunarreglur meira
mynd
25. ágúst 2021

Orkustefna - grænir en hversu vænir?

Loftslagsmálin hafa gripið umræðuna undanfarið í kjölfar nýrrar skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. Það er gjarnan sagt í upphafi umræðu um hana að viðkomandi hafi nú ekki lesið skýrsluna en þrátt fyrir það eru margir tilbúnir að leggja út af henni. Meðal annars með það að markmiði að flýta öllum markmiðssetningum Íslands sem og annarra landa í loftslagsmálum. Til þessa hafa ekki meira
mynd
23. ágúst 2021

Öfund á tímum tekjulistanna

Íslendingum er austurlensk speki ekki mjög töm þó vissulega hafi mörg ágæt rit þar um verið gefin út. Mörgum væri án efa hollt að kynna sér speki kínverska heimspekingingsins Laó Tse sérstaklega núna þegar tekjulistar þekja síður fjölmiðla í bland við myndir og frásagnir af fræga, fallega og ríka fólkinu. Laó Tse sagði að þegar þú ert ánægður með sjálfan þig og þá gerir þú ekki samanburð við aðrir meira
mynd
19. ágúst 2021

Einokun á framleiðslu lækna

Líklega ríkti neyðarástand á læknamarkaði ef Háskóli Íslands hefði áfram haldið einokunaraðstöðu sinni við að útskrifa lækna. Eins og flestir muna þá var læknadeild HÍ sú eina sem bauð upp á læknisfræðinám hér á landi og sárafáir reyndu lengst af að freista gæfunnar erlendis. Fjöldatakmarkanir (numerus clausus) einkenndu læknadeildina og þess voru dæmi að nemendur með fyrstu einkunn yrðu að meira
mynd
16. ágúst 2021

30 vörubílar á dag og loftslagsmálin

Morgunblaðið greindi frá því um helgina að fyrirhugað er að ráðast í mikið vikurnám við Hafursey á Mýrdalssandi. Þegar vinnslan verður komið í fullan gang verða flutt út um milljón tonn af vikri á ári. Umfangið er gífurlegt og af allt annarri stærðargráður en útflutningur á Hekluvikri sem lengi hefur verið stundaður og við þekkjum vel. 30 stórir vörubílar verða í stöðugum flutningum til meira
mynd
14. ágúst 2021

Svissnesk sýn á íslenska matvælaframleiðslu

Glöggt er gests augað, segir máltækið. Við Íslendingar höfum oft í smæð okkar reynt að fiska upp úr erlendu fólki hvernig því líkar landið okkar. Dálítið heimóttalegt og af því eru til margar spaugilegar frásagnir en það er samt svo að það getir verið áhugavert og forvitnilegt að fá útlistun á því sem gengur vel og illa hér. Í Morgunblaðinu í dag er merkileg frásögn svissneskra hjóna, þeirra meira
mynd
12. ágúst 2021

Fótboltasirkusinn að hefjast

Heilbrigð sál í hraustum líkama heyrðist gjarnan frá kappsömum meðlimum ungmennafélaganna í eina tíð. Íslendingar höfðu gaman af sögum um fornkappa og hraustir menn og konur hafa gjarnan orðið tilefni frásagna og munnmæla. Heimur íþrótta er í dag hluti af alþjóðlegum afþreyingariðnaði og við sem erum áhugasömum um sprikl og hopp hverskonar höfum getað stytt okkur stundir í sumar við að fylgjast meira
mynd
11. ágúst 2021

Andstæður skerpast fyrir kosningarnar

Undanfarin misseri höfum við séð umtalsverða hækkun markaðseigna í íslenska hagkerfinu eins og vikið var að hér í pistli fyrir skömmu. Þó að hugsanleg bóla í eignaverði væri þar útgangspunkturinn þá er það svo að ýmsir þættir hafa stuðlað að þessari hækkun og flestir ágætlega þekktir í hagfræðinni. Samhliða þessu hefur eignafólki farnast nokkuð vel, bæði þeim sem treysta á hækkun á mörkuðum meira
mynd
5. ágúst 2021

Haglýsing í ágúst

Nú er ljóst að kórónuveirufaraldurinn mun móta hagkerfi heimsins í allavega tvö ár og líklega lengur. Það á einnig við um Ísland. Áhrifin hafa reynst minni á hagkerfið en verstu spár sögðu til um en eru eigi að síður veruleg og sumar atvinnugreinar eru illa skaðaðar. Þar stendur ferðaþjónustan verst að vígi en það er gríðarlega erfitt að gera nokkrar áætlanir um þróun mála næstu vikur og meira
mynd
3. ágúst 2021

Sumarlandið Ísland

Annað sumarið í röð þurfa Íslendingar eins og aðrir að þola það að kórónaveiran hefur hertekið samfélagið. Daglegar fréttir af veirunni yfirtaka allt og hún stýrir samskiptum fólks í stóru sem smáu. Engu að síður reyna flestir að gera sem best úr þessu og aftur eru Íslendingar að ferðast innanlands. Það ætti ekki að vera neinum vorkunn og nú getum við notið þeirrar miklu uppbyggingar sem hér meira