Pistlar:

16. febrúar 2020 kl. 21:57

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Álverið í Straumsvík á tímamótum?

Á síðasta ári var þess minnst að hálf öld var liðin frá því að álframleiðsla hófst á Íslandi og eðli málsins samkvæmt var um leið 50 ára afmæli álversins í Straumsvík. Þess var getið rækilega í pistlum hér á síðasta ári enda ríkti ágæt bjartsýni um framtíð áliðnaðarins. Nú eru blikur á lofti með álverið í Straumsvík en rekstrarerfiðleikar undanfarinna ára og lágt álverð hafa eðlilega áhrif. Eftir alvarleg atvik í rekstri á síðasta ári og samdrátt í framleiðslu hafa eigendur álversins ákveðið að óska eftir endurskoðun á orkusamningum við Landsvirkjun. Fyrir nokkrum misserum var ákveðið að hætta tengingu orkuvers við álverð sem gerir það að verkum að einn sveiflujöfnunarþáttur var tekin út úr rekstri álversins. Til skamms tíma virkaði þetta skynsamlegt fyrir Landsvirkjun en kannski síður fyrir áliðnaðinn hér á landi. Hafa má í huga að Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu árið 2015 en saga áliðnaðarins og Landsvirkjunar er samofin.

Við tímamótin á síðasta ári var rifja upp að eftir 50 ára starf nam heildarframlag áliðnaðar, með óbeinu framlagi til íslenskrar verðmætasköp­unar, 1.150 milljörðum króna. Yfir 2000 manns hafa með beinum hætti atvinnu af álframleiðslu hér á landi og 5000 manns ef afleidd störf eru talin. Augljóslega er áliðnaðurinn okkur mikilvægur og þeir sem segja annað verða að útskýra betur hvað þeir eiga við enda áliðnaðurinn mikilvæg útflutningsgrein. Upphaf álframleiðslu markaði einnig tímamót í atvinnusögu Íslands enda hefur álframleiðsla orðið ein af undirstöðum íslensks efnahagslífs eins og oft hefur verið vikið að í pistlum hér.straumsv

Umhverfismálin

Hér verður ekki stoppað við um áhrif álverslins á loftslagsmál en vert að rifja upp þessi ummæli sem höfð voru eftir Roelfien Kuijpers í viðtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku. Þar segir hún um tækifæri Íslands: „Landið er einstakt að því leytinu til að orkuframleiðsla landsins er sjálfbær og þjóðin getur virkilega skapað fordæmi í málaflokknum. Ekki bara í Evrópu, heldur einnig alþjóðlega. Stóru atvinnugreinar landsins geta gert margt til þess að skera sig úr og þjóðin getur lagt áherslu á að eignasöfn þeirra endurspegli sjálfbær gildi.“

Roelfien Kuijpers var í haust valin ein af 25 áhrifamestu konum heims í fjármálum af American Banker. Hún hefur á 35 ára ferli sínum verið leiðandi í umræðunni um mikilvægi sjálfbærni, fjölbreytileika og jafnrétti á fjármálamörkuðum. Í dag er hún yfirmaður ábyrgra fjárfestinga og stefnumótandi tengsla hjá DWS Group á Írlandi, Skandinavíu og Bretlandi. Hún sagði í viðtalinu að hún væri bjartsýn fyrir komandi kynslóðir og telur Ísland geta sett stórt fordæmi í málaflokknum. Trúum við því sjálf?

Tvisvar skipt um eigendur

Álverið í Straumsvík hefur tvisvar skipt um eigendur. Það var svissneska álfyrirtækisins Alusuisse sem stóð að stofnun þess en seldi það til Alcan sem síðan seldi það núverandi eiganda, Rio Tinto. Lengi hefur verið skrafað um að Rio Tinto vill selja og sala til Norsk Hydro mun hafa verið komin langt áleiðis þegar snuðra hljóp á þráðinn. Ólíklegt er að af sölu verði úr þessu.

Í samtali við Morgunblaðið við tímamótin í fyrra áætlaði Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi, að álverið hafi þá verið búið að framleiða um 6,2 milljónir tonna af áli frá gangsetningunni 1969. Miðað við tölur Evrópsku álsamtakanna séu þrír/fjórðu álsins enn í umferð. Framleiðslan jókst úr 33 þúsund tonnum fyrsta starfsárið 213 þúsund tonn eða sjöföldun, (þessi tala var sett fram áður en stöðvun varð á rekstri þess í fyrra vegna óhappa). En þessi framleiðsluaukning mun vera í takt við þróun annars staðar í heiminum en ál hefur orðið stöðugt mikilvægara þau 50 ár síðan Straumsvíkur-verið fór af stað. En álframleiðslan er ekki síður mikilvæg fyrir efnahag Íslands en samdráttur í ferðaþjónustu sýnir okkur hve mikilvægt er að hafa stoðir í efnahagslífinu sem sveiflast minna og öðru vísi. Höfum í huga að innlendur kostnaður álvera á Íslandi nam 86 milljörðum króna árið 2018, en útflutningur alls um 230 milljörðum.

Aukin sjálfvirkni og uppbygging

Núverandi byggingar álversins voru upphaflega hannaðar fyrir 150 þúsund tonna framleiðslu á ári. Með aukinni sjálfvirkni og þjálfun starfsfólks hefur tekist að auka framleiðsluna. Steypuskáli álversins er nú mjög fullkominn á heimsmælikvarða, að hluta tölvustýrður og sjálfvirkur.

Frá árinu 2012 hafi þar verið framleiddir boltar sem skila álverinu meiri tekjum. Öll framleiðslan er nú eftir sérpöntunum sem skili auknum virðisauka af framleiðslunni í Straumsvík. Forstjóri Ísals, Rannveig Rist, benti á í afmælisviðtalinu að með álverinu í Straumsvík komu ýmsar nýjungar til landsins, bæði hvað varðar atvinnusögu og öryggismál. Það er þó ekki síður mikilvægt að álverið hefur eflt mjög tæknimenntun í landinu og þróun hennar að hafa möguleikann á að starfa hérna. Margir starfsmenn hafa hér kynnst tækni og síðan menntað sig á þeim sviðum.

Frá upphafi hefur talsverður fjöldi tæknimenntaðra Íslendinga starfað hjá Ísal en frá árinu 1997 hafa Íslendingar séð alfarið um rekstur álversins. Það er ekki lítið skref og ekki síður sú staðreynd að nú flytja Íslendingar út þekkingu tengda áliðnaðinum.

Afleiddu störfin um 1.500

Hjá Ísal starfa um 450 manns og má ætla að afleidd störf vegna starfseminnar í Straumsvík gætu verið í kringum 1500, miðað við áætlanir Samáls á heildarfjölda afleiddra starfa í greininni. Skiptast þau milli verktaka og fyrirtækja sem þjónusta álverið.

„Á þessum 50 árum hefur Ísland þróast með okkur. Margt af því sem álverið varð að gera sjálft í gamla daga er nú hægt að kaupa sem þjónustu, t.d. ýmsa sérhæfða smíða- og viðhaldsvinnu. Við þurftum í meira mæli að gera við tæki sjálf, eða jafnvel senda þau til útlanda í viðgerð. Nú eru komin verkstæði á Íslandi sem ráða við flókin búnað og mikla sjálfvirkni. Iðnaðurinn hefur þróast og við höfum markvisst stuðlað að því. Fyrirtækin hafa þróað búnað fyrir áliðnaðinn sem við höfum prófað. Þau hafa svo flutt búnaðinn út og selt öðrum verksmiðjum,“ sagði Rannveig í samtali við Morgunblaðið í tilefni 50 ára afmælisins. Þetta er merkileg þróun, álverið hefur sannarlega aukið verkþekkingu Íslendinga.

mynd
15. febrúar 2020

Nýsköpunarkraftur íslensks sjávarútvegs

Það virðist heldur vanþakklátt hlutverk að fjalla um íslenskan sjávarútveg og reyna að benda á þá miklu möguleika sem í honum felast. Hin daglega umræða virðist snúast um helst um neikvæða þætti honum tengdan sem virðist vera eftirköst þeirra byggða- og samfélagsbreytinga sem urðu samfara nútímavæðingu hans og breytingu á stjórnun fiskveiða. Hér í pistlum hefur oft verið reynt að andhæfa gegn meira
mynd
13. febrúar 2020

Bandarísk blaðaútgáfa í vanda

Það er ekki margt til þess að gleðjast yfir í bandarískri blaðaútgáfu þessi misserin. Flest dagblöð eiga í verulegum rekstrarvanda, áskrifendum fækkar og auglýsingatekjur fallandi. Því er mætt með uppsögnum og versnandi þjónustu. New York Times er eitt fárra blaða sem hefur náð að andhæfa gegn þessari þróun sem virðist ætla að hafa langvarandi áhrif á blaðaútgáfu. Hér var sagt frá því fyrir meira
mynd
11. febrúar 2020

Buffett yfirgefur fjölmiðlaheiminn

Hagfræðingar geta verið ágætir sagnfræðingar en þeir eru ómögulegir að spá fyrir um hið óorðna var einu sinni haft eftir fjárfestinum Warren Buffett en sumir telja að hann sjái betur og dýpra en aðrir þegar kemur að breytingum og þróun í efnahagslífinu. Svo mjög að hann er kallaður véfréttin frá Omaha og aðdáendur hans þyrpast á aðalfund fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway Inc.’s og meira
mynd
8. febrúar 2020

Fiskeldi: Ný og áhugaverð útflutningsgrein

Fiskeldi hefur vaxið mikið á undanförnum árum og voru um 26 þúsund tonn eldisafurða flutt út í fyrra. Þá nam útflutningsverðmæti afurðanna um 25 milljörðum króna sem er hvorki meira né minna en 89,4% aukning frá 2018. Fiskeldi hefur verið að festa rætur hér á landi eftir brösugar tilraunir í fortíðinni. Þarna er að verða til ný og áhugaverð útflutningsgrein sem getur, ef rétt er haldið á meira
mynd
4. febrúar 2020

Merkileg nálgun í Sundabrautarmálinu

Ný tillaga til lausnar á þeirri pattstöðu sem nú er uppi í Sundabrautarmálinu kom fram í grein eftir þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Þórarinn Hjaltason í Morgunblaðinu í gær. Vilhjálmur er fyrrverandi borgarstjóri og Þórarinn er umferðarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarverkfræðingur í Kópavogi. Það er eðlilegt að leggja við hlustir þegar menn með þeirra reynslu koma að málum en hér á þessum meira
mynd
2. febrúar 2020

Nauðsynlegt að efla Reykjavíkurflugvöll

Reykjavíkurflugvöllur var gerður að umræðuefni í pistli hér fyrir skömmu. Jarðhræringar á Reykjanesinu kallar á nýja sýn í flugöryggismálum hér á landi og þá sérstaklega á suðvesturhorninu. Ljóst er að öll áform um að leggja Reykjavíkurflugvöll af hljóta að vera sett á ís og málið skoðað rækilega upp á nýtt. Nú gæti einhver freistast til þess að spyrja: Er ekki búið að rannsaka það nóg og meira
mynd
31. janúar 2020

Kína: Af kolunum skulið þið þekkja þá

Einn galli við bók Andra Snæs Magnasonar, Um tímann og vatnið, er að hann fjallar lítið sem ekkert um áhrif Kínverja á umhverfismál. Í raun tekur það broddinn úr umfjölluninni þar sem öllum er ljóst að engin ein þjóð hefur í dag meiri áhrif á loftslagsbreytingar og flest bendir til þess að þau áhrif munu aukast verulega næstu árin. Kínverjar nota í dag mesta orku á heimsvísu og það sem verra er meira
mynd
28. janúar 2020

Öryggisbrestir: Reykjavíkurflugvöllur og Sundabraut

Undanfarið höfum við verið minnt rækilega á hve náttúruöflin geta verið varasöm. Fyrst með snjóflóði á varnargarðanna við Flateyri og nú síðast með landrisi við Grindavík. Báðir þessir atburðir sýna mikilvægi þess að sýna fyrirhyggjusemi við skipulag mannvirkja og tryggja að innviðir landsins séu rétt uppbyggðir þannig að flóttaleiðir séu tryggðar, öryggis sé gætt og að unnt sé að grípa til meira
mynd
27. janúar 2020

Þegar Svíar lögðu af ofurskatta

Sumt er fyrirsjáanlegt í umræðunni. Credit Suisse gefur út árlega skýrslu um auðsæld á heimsvísu og nokkrum dögum seinna koma samtökin Oxfam með sína skýrslu um vaxandi ójöfnuð í heiminum. Þessar skýrslur lýsa oft ólíkum veruleika en ef marka má Oxfam hefur ójöfnuður verið að aukast á heimsvísu nokkurn veginn linnulaust síðan samtökin hófu mælingar sínar. Viðbrögðin eru nokkuð fyrirsjáanleg meira
mynd
24. janúar 2020

Stórasti þjóðgarður í heimi

Svo virðist að ein helsta röksemd umhverfis- og auðlindaráðherra þegar kemur að nýjum hálendisþjóðgarði sé sú að hann verði stærsti þjóðgarður Evrópu, gott ef ekki „stórasti“ þjóðgarður í heimi. Þessi vísun í stærð virðist hugsuð út frá markaðssetningu hans gagnvart umheiminum í framtíðinni. Af þessu mætti halda að þjóðgarðurinn sé fremur hugsaðu með landkynningu í huga en þarfir meira
mynd
23. janúar 2020

Stöðugleiki, kyrrstaða eða afturför?

Þegar rýnt var í áramótaávörp og þau svör og viðbrögð sem birtust um stöðu efnahagsmála er erfitt að átta sig á ástandi mála í hagkerfinu núna. - Sem endranær myndi einhver segja. Við blasir að margt er varðar stærri myndina (macro-efnahagsmál á vondri íslensku) er í ágætu lagi en síður það er tengist smærri myndinni (micro-efnahagsmál á jafn vondri íslensku!) Hvað er átt við? Jú, staða meira
mynd
20. janúar 2020

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland

Ekkert banaslys varð til sjós við Ísland í fyrra. Þetta er þriðja árið í röð sem enginn ferst við störf um borð í íslensku fiskiskipi. Síðasta banaslys til sjós varð árið 2016, þegar tveir menn fórust. Ég hef bent á þetta nokkuð ítarlega í pistlum hér en það var fyrst árið 2008 sem enginn sjómaður lést við störf til sjós hér við land. Það vakti furðu litla athygli en þessi ánægjulegu tíðindi meira
mynd
19. janúar 2020

Ástríða umhverfisráðherrans

Í málfarshorni Morgunblaðsins í gær mátti lesa að líf mannsins skiptist í fjögur æviskeið. Á því fyrsta trúir þú á jólasveininn; á öðru skeiðinu ertu hættur að trúa á jólasveininn; á því þriðja ertu jólasveinninn og á því fjórða ertu alveg eins og jólasveinninn! Erfitt er að sjá með áreiðanlegum hætti á hvaða æviskeiði núverandi umhverfisráðherra er margt bendir til þess að hann sé á þriðja meira
mynd
15. janúar 2020

Að sækja gull í greipar Ægis

Í umræðu um sjávarútveg hefur undanfarið verið mikið vitnað til þróunarinnar síðustu áratugi og þá oft hlaupið hratt yfir sögu og mikilvægra þátta ekki getið. Til að gera langa sögu stutta má benda að aflakvóta í botnfiski var fyrst úthlutað árið 1983 en áður hafði síldin verið kvótasett. Sóknarmark var frá 1978 til 1983 en kvóti var settur á með lögum árið 1983 og kom til framkvæmda 1984. Þá var meira
mynd
13. janúar 2020

Tesla er verðmætasta bílamerkið

Athafnamaðurinn Elon Musk hefur nokkrum sinnum verið til umræðu hér í pistlum enda einstaklega litríkur og kraftmikill maður. Hann er í raun ekki einhamur og tengist nú mörgum stórum verkefnum sem geta haft veruleg áhrif á líf almennings um allan heim. Undanfarið hefur hann verið í fréttum á viðskiptalegum forsendum og einni persónulegum. Hvað það síðarnefnda varðar þá mun hann eiga von á barni meira
mynd
12. janúar 2020

Sjósköðum fækkaði með tilkomu kvótakerfisins

Í umræðu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrir hádegi sagði formaður Sósíalistaflokks Íslands að engir útgerðarmenn hefðu látist við sjósókn hér við land. Þau orð lýsa ekki mikilli þekkingu á útgerðarsögu landsins. Lengst fram eftir síðustu öld voru útgerðarmenn gjarnan við stjórn eigin báta og þoldu sömu örlög og sjómenn sem þar voru um borð. Segja má að eftir að kvótakerfið kom til sögunnar meira
mynd
9. janúar 2020

Áhugaverð fyrirtæki: Naust Marine og Curio

Velgengnissögur í íslensku atvinnulífi hafa verið raktar hér í nokkrum greinum. Sem betur fer finnast þær margar og eru sjálfsagt fleiri en margir halda. Ekki er vanþörf á að segja frá því jákvæða sem þar er að gerast. Hér verður stuttlega tæpt á sögu tveggja fyrirtækja sem eigi það sameiginlegt að án íslensks sjávarútvegs hefðu þau ekki orðið til. Velta félagsins Naust Marine hf. er áætluð meira
mynd
8. janúar 2020

Fólksflutningar og fólksfjölgun

Við Íslendingar höfum vanist því að lifa fá í til þess að gera stóru landi. Lengst af var það okkur erfitt, landið var harðbýlt og farartálmar svo miklir að nánast lá við að heilu landshlutarnir væru einangraðir. Enn erum við að reyna að brjóta af okkur þau landfræðilegu vistarbönd sem fósturjörðin setur á okkur. Samgöngur eru sem fyrr erfiðar og dýrar í okkar fámenna landi og augljóslega meira
mynd
2. janúar 2020

Mannfjöldaþróun: Hvað á að gera við allt þetta fólk?

Á veraldarvefnum er haldið úti síðu sem gefur sig út fyrir að reikna mannfjöldaþróun, nokkurskonar fæðingaklukka heimsins (World Population Clock). Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um fólksfjölgun í heiminum, sumar í rauntíma (sic!) aðrar með heldur raunverulegri blæ. Allar þessar tölur minna okkur á að fjölgun mannkynsins er hröð og við blasir að hún mun leggja aukna áraun á vistkerfi meira