Pistlar:

19. október 2020 kl. 10:35

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Cambridge Analytica: Gamalt samsæri jarðað

Þessa daganna verða flestir varir við öfluga áróðursherferð Stjórnarskrárfélagsins svokallaða sem í nokkurn tíma hefur eytt allnokkrum fjármunum á degi hverjum í auglýsingar á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum til þess að kynna undirskriftasöfnun sína fyrir nýrri stjórnarskrá. Þessum auglýsingum virðist vera sérstaklega beint að ungu fólki og konum. Söfnunin minnir okkur á áhrifamátt samfélagsmiðla þegar kemur að því að setja mál á dagskrá og fá athygli fjölmiðla. Þessir stjórnarskrárliðar eru enda snjallir að skapa fjölmiðlauppákomur og virðast eiga auðvelt með að koma skoðunum sínum á framfæri og aðgengi þeirra að fjölmiðlum er með ágætum. Formaður félagsins fær þannig óáreitt að halda eldmessur þegar henta þykir og það verður ekki af henni tekið að mælsk er hún. En er þessi herferð Stjórnarskrárfélagsins og víðfeðm umfjöllun félagsmanna á samfélagsmiðlum að breyta skoðunum fólks í raun og veru? Er sá hópur sem hefur skrifað undir ekki sá hópur sem hvort sem er var tilbúinn að leggja við hlustir? Það er erfitt að segja enda getur verið vandasamt að setja sig inn málið, bæði ferlið og sjálfa stjórnarskrárvinnuna. Öllu þessu er því erfitt að svar svo fullnægjandi sé og enn erum við að læra og skilja áhrifamátt samfélagsmiðla sem geta vissulega haft áhrif þó við vitum ekki alveg hve djúpstæð eða víðfeðm þau eru. Síðustu misseri hafa tvö mál verið öðrum þekktari þegar kemur að samfélagsmiðlum og áhrifamætti þeirra. Annars vegar eru það meint áhrif Rússa á síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum og svo hins vegar baráttuna fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit.1280px-Cambridge_Analytica_and_Facebook

Krónur og aurar Rússanna

Að sumu leyti má segja að umræða um áhrif óskilgreinds hóps Rússa á forsetakosningarnar hafi fjarað út. Þrátt fyrir allmiklar rannsóknir er ekkert sem hefur beinlínis stutt þessar sögur. Þegar upp er staðið er talið að Rússar hafi hugsanlega varið í kringum 100.000 Bandaríkjadölum og það er erfitt að trúa því að það hafi áhrif þegar forseti Bandaríkjanna er valinn. Sérstaklega þegar haft er í huga að auðmaðurinn Michael Bloomberg, sem er einn af tuttugu ríkustu mönnum heims, náði ekki að komast í gegnum forkosningar demókrata fyrir ári síðan þó hann hafi eytt á milli 300 og 400 milljónum dala til þess. Þegar samhengið er skoðað sést að það getur verið erfitt að kaupa sér pólitískan stuðning þó menn hafi bæði auð og vilja til þess.

Hitt tilvikið lýtur að Brexit. Fyrir stuttu lauk þriggja ára langri rannsókn Information Commissioner, breskrar eftirlitsstofnunar, á verkefnum hins mjög svo umdeilda fyrirtækis Cambridge Analytica en starfsmenn fyrirtækisins voru sakaðir um að hafa komist yfir upplýsingar um tugmilljónir notenda Facebook og notað þær til að fá Bretar til að styðja í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu. Höfum hugfast að 52% þeirra sem kusu studdu útgöngu eða 17.410.742 kjósendur, nærri 1,3 milljón fleiri en voru á móti. Til að bæta um betur voru einnig ásakanir um að Cambridge Analytica hefði lagt sitt af mörkum til að tryggja Donald Trump sigur í forsetakosningum í Bandaríkjunum. Það er í dag álíka trúverðugt og afskipti Rússa.

Um tíma ríkti mikil dulúð yfir Cambridge Analytica og ekki síður spunadoktornum Dominic Mckenzie Cummings og bæði fjölmiðlar og afþreyingaiðnaður stökk á vagninn. Nú fyrir nokkrum dögum endursýndi Ríkissjónvarpið myndina Brexit - Blekkingar og bolabrögð (Brexit - The Uncivil War) sem er leikin mynd „byggð á sönnum atburðum“ eins og segir í dagskrárkynningu Ríkissjónvarpsins. Má ekki efast aðeins um það? En myndin er annars bráðskemmtileg. Um leið vekur athygli að Ríkissjónvarpið hefur ekki fundið tíma til að sýna Panorama-þáttinn um gyðingahatur innan breska Verkamannaflokksins (Is Labour Anti-Semitic?) en ásakanir um gyðingahatur höfðu talsverð áhrif á að Jeremy Corbyn missti leiðtogasætið.

En öll þessi umræða um Cambridge Analytica og Dominic Cummings var hávær um tíma og margir hikuðu ekki við að fullyrða að þar hefðu lög og sáttmálar samfélagsins verið brotin. Sjálft lýðræðið hafi verið sveigt af leið af einstaklega óprúttnu fólki. En nú blasir semsagt við að niðurstöðurnar eru ekki í samræmi við ásakanirnar á sínum tíma. Niðurstaðan er sú að Cambridge Analytica hefði ekki haft afskipti af atkvæðagreiðslunni um Evrópusambandsaðildina ef undan eru skildar athuganir á afstöðu fólks á fyrstu stigum. Rannsóknin var þó ekki án árangurs, en bæði Facebook og tvenn samtök, sem börðust fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (Vote Leave og Leave.EU), voru sektuð.

Hlutverk fjölmiðla

Andrés Magnússon, ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu, skrifar athyglisverða grein um þetta í blaðið í síðustu viku. Þar segir hann. „Að því leyti má kannski spyrja hvort þeir, sem hæst létu um áhrif Cambridge Analytica á sínum tíma, hafi ekki verið of auðtrúa á mátt tækninnar. Og þá kannski ekki síður hvort það lýsi ekki nokkru yfirlæti, að ætla almenningi það að láta heilaþvo sig svo auðveldlega, en eiginlega aðeins til „rangrar“ skoðunar. Þar léku sumir fjölmiðlar stórt hlutverk, mjög sennilega vegna þess að þeir studdu hinn málstaðinn og áttu erfitt með að trúa því að kosningin hefði ekki tapast með einhverjum vélabrögðum. Mögulega einnig vegna þess að þeir vildu vera með umfjöllun um ógnir alnetsins og upplýsingasöfnun. The Observer, systurblað Guardian, var þannig með greinaflokk um „Cambridge Analytica-skjölin“, svona eins og fjallað var um helstu gagnaleka um svipað leyti.“

Þetta er semsagt niðurstaðan, eftir langa rannsókn sést að þetta skipti í raun engu máli og samsæriskenningar fjölmiðla eins og The Observer og Guardian voru ekki byggðar á miklu. Ekki þar fyrir, fjölmargir aðrir fjölmiðlar stukku á vagninn og reyndar hálf sérkennilegt að horfa á þess uppákomu í baksýnisspeglinum. Sé þetta uppreist æru fyrir Cambridge Analytica þá kemur hún of seint, félagið er gjaldþrota og því bara hluti af sagnfræði í dag. Kannski var aðalglæpur þeirra að láta of drýgindalega um getu sína! Þegar upp var staðið voru þeir bara að gera það sem allir eru að gera, meðal annars Stjórnarskrárfélagið í dag.

Nú bregður svo við að við erum að sjá ný og stórfelldari inngrip í skoðanaumræðuna þegar samfélagssíðurnar Twitter og Facebook eru beinlínis farnar að hindra hvað flæðir um síður þeirra í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Þá er eðlilegt að menn spyrji sig hvort sé verra: tilfallandi falsfréttir vitleysinganna eða skipuleg ritstýring þeirra sem telja sig vita betur? Hvað segir dæmið um Cambridge Analytica okkur?

mynd
16. október 2020

Aldrei nægilega heilbrigður

Það liggur einhvern veginn í hlutarins eðli, að þegar fólk er spurt hvort það vilji verja meiru fé til heilbrigðismála, segir það einfaldlega já. En þannig háttar til að það er eiginlega aldrei hægt afmarka hve miklu eigi að verja til heilbrigðismála því þarfirnar eru endalausar. Gamansamur læknir sagði eitt sinn að skilgreiningin á heilbrigðum manni væri sú að það væri einfaldlega maður sem ekki meira
mynd
14. október 2020

Fiskeldi í örum vexti

Það er vinsælt umræðuefni að benda á að Íslendingar þurfa að renna fleiri stoðum undir atvinnulíf landsins. Þetta hefur verið gert í nokkrum skrefum en áfram má þó auka við. Lengst af voru það fyrst og fremst landbúnaður og sjávarútvegur sem stóð undir atvinnulífinu og síðar var það fyrst og fremst sjávarútvegsins að afla landsmönnum gjaldeyristekna, svona fyrir utan það tillegg sem barst með meira
mynd
11. október 2020

Bændur og lífstíll

Það vekur óneitanlega athygli hve sterk viðbrögð ummæli Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra, um að bændur hafi valið sér starfið, hafa vakið. Hann klykkti út með að benda á að margir bændur segja sauðfjárbúskap vera frekar spurningu um lífsstíl en um afkomu. Kristján Þór er sannarlega ekki fyrsti Íslendingurinn til að benda á sumt í starfi bóndans minnir á sjálfvalinn lífstíl. meira
mynd
6. október 2020

Misheppnað kvótauppboð í Namibíu

Nú er að verða liðið ár síðan Ríkisútvarpið hóf umfjöllun sína um meint spillingarmál sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja í Namibíu. Mikið af gögnum voru lögð á borðið og uppljóstrari sem var öllum hnútum kunnugur sagði söguna. Frásögnin hafði eðlilega mikil áhrif á landsmenn og síðan má segja að Samherji hafi verið í mikilli vörn í málinu sem hefur verið rannsakað af yfirvöldum í Namibíu og meira
mynd
4. október 2020

Farsóttarbylgjur efnahagslífsins

Fjárlagafrumvarpið liggur nú fyrir og búið er að setja Alþingi. Um leið er verið að herða samskiptahöft í landinu vegna COVID-19 faraldursins. Við erum stödd í bylgju þrjú og farsóttarlæknir talar um að bylgja fjögur hringi inn jólin. Því miður koma fáar góðar fréttir úr þeirri áttinni um þessar mundir. Eftir því sem farsóttarbylgjunum fjölgar er hætt við að fólk missi móðinn, sérstaklega þegar meira
mynd
2. október 2020

Gullið í Ghana til sölu

Það var alltaf ævintýrabragur yfir nafngiftinni Gullströndin þegar maður rakst á það í skáldsögum eða sögubókum. Nafnið vísar til þess óheyrilega magns af gulli sem Evrópubúar komust í tæri við í þessum hluta Afríku í kjölfar þess að Portúgalar fóru að gera sig heimakomna þar á tímum landafundanna miklu. Auðvitað þekktu heimamenn undur gullsins og frægar sögur eru af auði kónga þar um slóðir. meira
mynd
30. september 2020

Unity-ævintýrið og ójöfnuður

Íslenskir fjölmiðlar hafa undanfarið fylgst með gengi hlutabréfa Unity Software af vaxandi áhuga. Félagið var skráð í kauphöll New York 18. september síðastliðinn. Útboðsgengið var 52 Bandaríkjadalir og hefur virði hlutabréfanna því hækkað um 90% síðan þá. Lengst af var það fyrst og fremst Viðskiptablaðið sem sýndi þessu áhuga en nú hafa aðrir og alvöruminni fjölmiðlar tekið við boltanum. Ástæðan meira
mynd
27. september 2020

Ísrael: Gamalt land - mikil nýsköpun

Fá lönd í heiminum eru meira í fréttum en Ísrael við botn Miðjarðarhafsins. Landið er ekki nema einn fimmti af flatarmáli Íslands og þar búa um 10 milljónir manna. Ræktanlegt land og vatn er fágætt í þessum heimshluta, öfugt við það sem við þekkjum hér á Íslandi. Þetta mótar samskipti þjóða í bland við menningarleg og trúarleg átök, sem ná þúsundir ára aftur í tímann. Allt ratar þetta rækilega í meira
mynd
24. september 2020

Seðlaprentun í þágu sveitarfélaganna

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er í brennidepli nú í miðju COVID19 fárinu. Ljóst er að veikleikar í fjármálastjórn margra þeirra hitt þau illa fyrir á erfiðum tíma. Sveitarfélögin hafa lítið reynt til þess að lækka skuldir undanfarin góðærisár og öfugt við ríkið hafa þau fæst borð fyrir báru nú þegar þrengir að. Akureyringar hafa brugðist við með því að mynda þjóðstjórn og taka þannig sameiginlega meira
mynd
22. september 2020

Í leit að betra lífi

Mannkynssagan geymir frásagnir af margvíslegum þjóðflutningum, landnámi nýrra landa og tilraunum fólks á öllum tímum til að bæta líf sitt með því að færa sig um set. Í dag búa tæplega átta milljarðar manna á jörðinni og þó að mannfjöldaspár hafi breyst verulega undanfarin misseri og gefi vísbendingar um að fólksfjölgun steypi ekki mannkyninu í glötun þá er víða þröngt hjá fólki og erfitt að lifa. meira
mynd
20. september 2020

Völd og áhrif lífeyrissjóðanna

Það er eðlilegt að velta fyrir sér stærð og umfangi íslenska lífeyrissjóðskerfisins og þá ekki síst hvernig ákvarðanir eru teknar nú í kjölfar hlutafjárútboðs Icelandair. Lífeyrissjóðirnir hafa nú yfir að ráða um 5500 milljörðum króna og þurfa að fjárfesta fyrir um 300 milljarða króna á hverju ári. Stærð þeirra í hagkerfinu er um margt einstök og blasir við að þeir eru í lykilhlutverk á íslenskum meira
mynd
18. september 2020

Almenningur mættur í kauphöllina

Helsta niðurstaða hlutafjárútboðs Icelandair er sú að almenningur er farin að fjárfesta á ný í hlutabréfum hér á landi. Niðurstaða útboðsins er glæsileg og rós í hnappagat stjórnenda sem hafa lagt nótt við dag í undirbúning útboðsins og reynt að sannfæra væntanlega fjárfesta um ágæti áætlana sinna. Það virðist hafa tekist. Um leið er augljóst að úrtöluraddir þjóðfélagsins fengu ekki meira
mynd
16. september 2020

Sjávarútvegurinn og auðlindaarðurinn

Enn og aftur erum við minnt á hve útbreidd vanþekking er hér á landi um málefni sjávarútvegsins. Hugsanlega er það gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir að hafa byggt upp borgarhagkerfi þar sem stór hluti íbúanna hefur ekki lengur innsýn í hvað fellst í verðmætasköpun grunnatvinnuvega. Við stærum okkur af því að hafa byggt upp öflugt velferðakerfi og sinna menningu- og listum af alúð en höfum um meira
mynd
13. september 2020

Þekkingarleysi formannsins um Sundabraut

Það var sérkennilegt að fylgjast með framgöngu Sigurborgar Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, í Silfrinu í dag. Þegar kom að málefnum Sundabrautar var hreinlega eins og hún hefði ekki sett sig inn í hvað Sundabraut gengur útá. Þá virtist formaðurinn þekkja lítið þá umræðu sem hefur verið um lagningu Sundabrautar í bráðum 35 ár og hefur meira
mynd
12. september 2020

Haglýsing í september

Átökin í hagkerfinu kristallast þessa daganna um stöðu krónunnar. Hún hefur gefið eftir um einn fimmta síðan COVID19 faraldurinn kom til sögunnar og er nú svo komið að þessi veiking er farin að skapa verðbólguþrýsting. Á sama tíma virðist íbúðamarkaðurinn njóta þess að vextir hafa aldrei verið lægri. Samspilið þarna á milli getur birst í því að vextir taki að hækka og sá stóri hópur meira
mynd
8. september 2020

Pilsfaldakapítalismi á tíma farsóttarinnar

Mörgum finnst gaman þessa daganna að taka sér í munn orðið pilsfaldakapítalismi. Að ástandið nú í miðjum faraldri hafi afhjúpað veikleika markaðsþjóðfélagsins og nú sé það upp á ríkið, hina sameiginlegu sjóði, að bjarga því sem bjargað verður. Þau fyrirtæki sem veltast um í ólgusjó stjórnvaldsákvarðana, hafta, sóttkvía og almennra takmarkanna og glepjast til þess að nýta sér þau úrræði sem boðið meira
mynd
6. september 2020

Chicago, óeirðir og sagan

Á síðu Wikipedíu um bandarísku stórborgina Chicago segir að lengst af á 20. öldinni hafi borginni verið stjórnað af demókrötum og að hún hafi verið undirlögð af skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu. Margir hafa hugsanlega talið að ástandið hafi batnað við dauða Al Capone (1899-1947) en því miður er það svo enn að Chicago er sögð vera spilltasta borg Bandaríkjanna. Er talið að meira
mynd
4. september 2020

Félagsleg yfirboð

Eins og á hinum Norðurlöndunum ríkir góð sátt um að reka traust og öruggt velferðarkerfi á Íslandi. Þannig styðji samfélagið við þá sem minna mega sín eða lenda í tímabundnum áföllum. Við getum kallað þetta öryggisnet eða samfélagslega tryggingu en hugmyndin er sú að allir hafi rétt til mannsæmandi lífs óháð hvaða aðstæðum sem þeir lenda í. En þó að sátt ríki um þetta getur verið ágreiningur um meira
mynd
30. ágúst 2020

Sundabraut aftur og aftur

Þeir sem hafa lesið pistla mína hér hafa væntanlega tekið eftir að Sundabraut hefur verið alloft til umræðu og hér ítrekað verið bent á mikilvægi þess að ráðast í lagningu hennar. Segja má að málefni Sundabrautar hafi legið í láginni þar til Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði hana að umræðuefni á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndrar Seðlabanka meira