Pistlar:

21. janúar 2019 kl. 15:50

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Vaxandi efasemdir um evruna

Ashoka Mody er engin venjulegur hagfræðingur. Óhætt er að segja að hann hafi verið innsti koppur í búri hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, virtur hagfræðingur sem var einn valdamesti maður sjóðsins í Evrópu og stýrði aðgerðum hans á Írlandi eftir bankahrunið. Hann hefur undanfarið verið í fylkingarbrjósti þeirra hagfræðinga sem gagnrýna samrunaferli Evrópusambandsins hvað harðast og þó einkum framkvæmd og stefnumótun varðandi eitt myntsvæði eða evruna.Eurotragedy

Á síðasta ári kom út bók hans Eurotragedy: A Drama in Nine Acts, sem hefur hlotið mikla athygli. Þar fer hann yfir söguna og forsendur að baki því að ákveðið var að setja evruna á flot en hún fagnaði 20 ára afmæli sínu um nýliðin áramót. Meðfylgjandi graf sýnir þróun evrunnar gagnvart Bandaríkjadalnum síðan 1. janúar 1999. Merkilegt að krossinn núna er nánast sá sami og í upphafi. Evran náði hámarki sínu fyrir bankakreppu en hefur lækkað jafnt og stöðugt síðan sem gæti verið vísbending um að hin alþjóðlegi fjármálaheimur óttast áframhald evrukreppunnar. Í dag nota hins vegar 340 milljónir manna í 19 löndum evruna.

Pólitísk mynt

En víkjum aftur að Ashoka Mody en í bók sinni rekur hann rækilega söguna á bak við tilurð evrunnar. Hann segir að þegar sagan sé skoðuð hafi fremur pólitískar en efnahagslegar ástæður ráðið því að ákveðið var að taka upp sameiginlegan gjaldmiðli. Útbreiðsla hans hafi síðan verið önnur mistök og hann er mjög gagnrýnin á að lönd Suður-Evrópu skyldu taka upp evruna enda hafi komið á daginn að hún henti engan vegin hagkerfum þeirra. Sérstaklega hefur hann beint sjónum sínum að Ítalíu sem er með 8 sinnum stærra hagkerfi en Grikkland. Hann bendir á að áframhaldandi vandræði í ítalska bankakerfinu geti farið að hafa áhrif á lánshæfi annarra evru-landa.

Hin sögulega nálgun hans er án ef einn helsti kostur bókarinnar en hann dregur upp mjög skýra mynd af áhrifum Helmut Kohl, kanslara Þýskalans, og hvernig hann gekk gegn öllum ráðleggingum hagfræðinga þegar hann samþykkti þátttöku Þjóðverja í evrunni. Á þeim tíma hafi völd Kohl og áhrif verið óvenjuleg og framkvæmdavaldið drottnað yfir Þýskalandi sem alla jafnan tekur stjórnskipun sína alvarlega. Því fór sem fór.evra

Evra betri en franki

Mody bendir á að það hafi verið Frakkar sem fóru að ýta á eftir sameiginlegum gjaldmiðli, meðal annars í kjölfar margendurtekinnar niðurlægingar franska frankans sem stöðugt varð að gefa eftir gagnvart þýska markinu. Þetta þoldu Frakkar ekki og hófu baráttu fyrir sameiginlegum gjaldmiðli, að hluta til studdir af Benelux-löndunum. Mody telur að eins skynsamlegt og það hafi verið að setja upp eitt efnahagssvæði þá hafi það verið einstaklega óskynsamlegt að setja upp eitt myntsvæði og hugmyndin um sameiginlega peningastefnu gangi ekki upp. Til að fá Þjóðverja til að samþykkja evruna hafi þurft að gefa þeim vald yfir Evrópska seðlabankanum (ECB) sem beiti peningastefnu sinni fyrst og fremst að því að halda verðbólgu í skefjum enda hefur það verið kjarninn í allri peningastefnu Þjóðverja. Það henti hins vegar ekki framleiðni margra hagkerfa innan evrusvæðisins sem glími við atvinnuleysi og skort á fjárfestingum. Að þessu leyti sé til dæmis stefna ECB allt önnur en bandaríska seðlabankans.

Mody segir að hver og ein þjóð verði að taka ábyrgð á peningastefnu sinni og ná um leið tökum á hallarekstri eigin ríkissjóðs og skuldasöfnun. Hann hefur haldið því fram að eina leiðin til að bjarga Grikklandi sé að afskrifa skuldir ríkisins. Nokkuð sem hann telur að hefði átt að gera strax árið 2010 enda frá upphafi verið ljóst að skuldirnar voru Grikkjum ofviða.

Það verður fjallað meira um kenningar Modys síðar.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
19. janúar 2019

Ísland í öfundsverðri stöðu

Í síðasta pistli gerði ég að umtalsefni jákvæða þróun viðskiptajöfnuðar en þar virðast vera að eiga sér stað straumhvörf án þess að sjá megi mikla umræðu þar um. Því má segja að rekstur landsins sé kominn í góða stöðu að því leyti sem viðskiptajöfnuður tákni hana. Nýjar upplýsingar um skuldastöðu landsins renna enn frekari stoðum undir það að efnahagurinn sé líka góður. Getur verið að Ísland meira
mynd
15. janúar 2019

Einstök breyting á viðskiptajöfnuði

Viðskiptajöfnuður hefur aldrei á lýðveldistímanum verið hagstæðari en undanfarin ár. Yfirstandandi áratugur sker sig algerlega úr hvað varðar viðvarandi viðskiptaafgang á sama tíma og hagvöxtur hefur verið myndarlegur og raungengi krónu farið hækkandi. Góðar líkur eru á að samspil þessara stærða verði áfram hagfelldara en raunin var undanfarna áratugi. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá meira
mynd
13. janúar 2019

Af hverju gleyma allir Venesúela?

Er Venesúela hið gleymda land? Þannig má spyrja þegar horft er til þeirra hörmunga sem sósíalistastjórn landsins er búin að leiða yfir það. Nú er Nicolás Maduro, forseti Venesúela, að hefja sitt annað kjörtímabil í kjölfar kosninga sem allir vita að voru falsaðar. Hann lætur myrða stjórnarandstæðinga og blaðamenn, þrjár milljónir landsmanna hafa flúið og verðbólga síðasta árs var stjarnfræðileg. meira
mynd
11. janúar 2019

Sala ríkisbanka - verkefni ársins

Fyrir hrun bankanna 2008 var stærð þeirra yfirþyrmandi í öllu samhengi. Nú er stærð þeirra í ríkisreikningnum einnig yfirþyrmandi en það er helst eins og ekki megi benda á það. Undanfarið hefur farið fram umræða um hversu fráleitt það sé að íslenska ríkið eigi megnið af bankakerfinu, þar á meðal nánast Landsbanka og Íslandsbanka að fullu. Margt bendir til þess að eignarhaldið verði eitt helsta meira
mynd
9. janúar 2019

Stóra fréttin sem allir missa af

Ekk­ert bana­slys hefur orðið á ís­lensk­um fiski- og flutn­inga­skip­um tvö síðustu ár og mun það vera í fyrsta skipti sem ekk­ert bana­slys verður meðal lög­skráðra sjó­manna tvö ár í röð. Það er til marks um tíðarandann að Íslendingar virðast taka þessu sem sjálfsögðum hlut og fréttir um þetta vekja næsta litla athygli. Í eina tíð hjó Ægir stór skörð meira
mynd
8. janúar 2019

Horfðu jákvæður um öxl

Áramótin eru tilefni til að staldra við og horfa til fortíðar og einnig fram á veg. Þó það sé komið fram yfir Þrettándann þá er enn hægt að velta upp þeim hlutum sem geta varpað ljósi á stöðu okkar á þessum tímamótum, þá í senn sem einstaklingar, Íslendingar, en þó kannski ekki síst sem íbúar á Móðir jörð en ég leyfi mér hér að láta fljóta með mynd af samnefndri styttu Ásmundar Sveinssonar meira
mynd
2. janúar 2019

Byltingarafmæli á Kúbu og einkaframtakið heldur innreið sína

Nú um áramót voru 60 ár liðin frá því að bylting kommúnista undir stjórn Fidel Castro átti sér stað á Kúbu. Vissulega eru það nokkur tímamót þó erfitt sé að meta með sanni hvers er að minnast núna. Castró-ættin er nú ekki lengur formlega við völd og heldur hefur verið slakað til á efnahagssviðinu en efnahagur landsmanna hefur verið bágborinn mest allan tímann undir stjórn sósíalista. meira
mynd
30. desember 2018

2018 - ár framfara?

Það er vandasamt að nota orðið framfarir. Í flestu sjáum við einhverskonar framþróun en það þýðir ekki endilega framfarir. Við getum sett upp ótal mælikvarða til að hjálpa okkur að meta hvernig málum miðar, ýmist í okkar eigin lífi eða í því þjóðfélagi sem við lifum í. Nú, aðrir vilja skoða þetta heildrænt og meta þannig ástandið á heimsvísu. Yfir hátíðarnar er stækkun mittismálsins ekki meira
mynd
28. desember 2018

Hin pólitíska síld

Hér var fyrir stuttu vikið að sögu Jóns Gunn­ars­sonar sem var á sinni tíð áhrifa- og um­svifa­mik­ill í ís­lensku viðskipta­lífi, stýrði Síld­ar­verk­smiðju rík­is­ins og byggði síðan upp fisk­sölu­fyr­ir­tæki vest­an hafs sem varð stærsta fyr­ir­tæki Íslend­inga í út­lönd­um. Bók­in um Jón er því meira
mynd
26. desember 2018

Brotinn spegill - þýskt fréttahneyksli

Þýskt fréttatímarit Der Spiegel (Spegillinn) hefur varla séð dekkri tíma. Þetta flaggskip þýskrar blaðamennsku berst nú við að endurheimta trúverðugleika sinn eftir að í ljós kom að einn af þekktustu blaðamönnum þess, hinn 33 ára gamli Claas Relotius, hafi í langan tíma skáldað upp fréttir og viðtöl og þegið margvíslegan heiður fyrir eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þegar er vitað um 14 frásagnir meira
mynd
24. desember 2018

Framfarir, friður og hamingja

Ísland er friðsamasta land í heimi og hefur verið það síðustu 10 ár samkvæmt samantekt Friðar og efnahagsstofnunarinnar (Institute for Economics and Peace) sem heldur úti friðarvísitölunni Global Peace Index (GPI). Eitt augnablik verður maður stoltur yfir þessu en svo koma vangaveltur um hvað þetta raunverulega þýðir. Jú, það sem við Íslendingar teljum svo sjálfsagt að við varla gefum því gaum meira
mynd
20. desember 2018

Jón Gunnarsson - áhugaverð ævisaga

Það er margt sem vekur furðu manns við lestur ævisögu Jóns Gunnarssonar (1900-1973) sem kom út nú fyrir jólin. Í fyrsta lagi spyr maður sig; hver er Jón Gunnarsson? Þegar maður áttar sig á því þá vaknar spurningin; af hverju vissi ég ekki meira um hann? Jú, má vera að svarið liggi í því að atvinnusaga Íslands er ekki eins mikið á hraðbergi og önnur saga og ævi- og störf athafnamanna fá ekki sömu meira
mynd
19. desember 2018

Salernisvæðing ensku knattspyrnunnar!

Enska knattspyrnan á óvenju sterk ítök hér á landi og varla finnst sá íslenskur knattspyrnuáhugamaður sem ekki á sér uppáhaldslið þar. Þessi áhugi verður oft til á unga aldri og þá getur ráðið úrslitum hvernig gengur hjá viðkomandi liði. Þannig eiga lið eins og Derby, Wolverhampton Wanderers og Leeds stuðningsmenn í hópi sem er nú að skríða yfir á sjötugsaldurinn en þessi lið áttu öll meira
mynd
16. desember 2018

Eru veggjöld að verða staðreynd?

Veggjöld virðast vera að fá nokkuð víðtækan stuðning á Alþingi og svo virðist sem þau verði staðfest í janúar næstkomandi, eða þannig má skilja samkomulagið sem gert var á Alþingi nú fyrir helgi og tryggði að þingmenn komust í jólafrí. Veggjöld eru ekki með öllu óþekkt hér á landi en þau voru nýlega lögð af í Hvalfjarðargöngunum en þar stóðu þau undir framkvæmdinni. Veggjöld verða í meira
mynd
12. desember 2018

Nauðsynlegt að hemja skattmann

Í síðustu tveimur pistlum hef ég tekið skattheimtu til umfjöllunar, meðal annars í ljósi nýlegs samanburðar OECD um hlutfall skattheimtu af landsframleiðslu í einstökum löndum. Ljóst er af ýmsum viðbrögðum að margir eru tortryggnir á slíkan tölulegan samanburð milli landa. Að hann sé oftar en ekki villandi og gefi þar af leiðandi engan veginn rétta mynd af ólíkri stöðu einstakra landa. Það er meira
mynd
10. desember 2018

Hver á að gæta hagsmuna skattgreiðenda?

Í ritstjórnarpistli í Morgunblaðinu í dag er spurt hvar tals­menn skatt­greiðenda í hópi þing­manna hafi verið undanfarið? Hvers vegna heyr­ist svo sjald­an og lítið í þeim? Þetta á svo sem ekki bara við um Alþingi, það er eins og raddir þeirra sem vilja tala fyrir aðhaldssemi í opinberum rekstri og hófsemd í skattamálum séu ekki virtir mikils dagsdaglega. Hvað þá þeirra sem meira
mynd
8. desember 2018

Skatthlufallið hækkar

Morgunblaðið vakti athygli á því í vikunni að skatt­ar á Íslandi sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu hafa hækkað milli ára. Í nýj­um töl­um Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar í Par­ís, OECD, kem­ur fram að hlut­fall skatta af lands­fram­leiðslu á Íslandi var 37,7% árið 2017, og hækkaði um 1,3 prósentustig. Ísland er í meira
mynd
4. desember 2018

Kemur fiskurinn aftur í Kauphöllina?

Það er skiljanlegt að fjármálafyrirtæki og greiningaraðilar velti fyrir sér þeim möguleikum að sjávarútvegsfyrirtæki verði á ný í lykilhlutverki í íslensku kauphöllinni. Fyrir tveimur áratugum var allt að 40% af markaðsvirði hlutafjár í Kauphöllinni í sjávarútvegi. Segja má að hápunktinum hafi verið náð 1999/2000 þegar 24 íslensk sjávarútvegsfyrirtæki voru skráð í kauphöll. Á þessum tíma nýttu meira
mynd
2. desember 2018

Geor­ge H.W. Bush 1924-2018

Fyrr­ver­andi for­seti Banda­ríkj­anna, Geor­ge H.W. Bush, er lát­inn 94 ára að aldri en hann fædd­ist árið 1924 í Milt­on, Massachusetts. Fjöl­skylda hans var auðug og áhrifa­mik­il á stjórn­mála­sviðinu þar. Hann reyndi að skrá sig strax í herinn við árás Japana á Perluhöfn (Pearl Harbour) en varð að bíða þar til hann varð 18 ára. meira