Pistlar:

16. nóvember 2018 kl. 17:59

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Rafbílar miklu einfaldari í framleiðslu

Bílaumboðið BL var að afhenda 1000 rafbílinn sinn í gær en þeir hófu að selja rafbíla árið 2013. Þetta er kannski ekki svo mikið en leitnin er augljós. Í ár hefur sala nýrra bíla dregist saman um 13% en sala rafbíla aukist um 50%. Rafbílar eru þó ekki nema 1% af íslenska bílaflotanum en er augljóslega að fjölga hratt þessi misserin. Við eigum nokkuð í land að ná Norðmönnum á þessu sviði en þar er 50% nýskráðra bíla rafbílar. Samkvæmt upplýsingum frá BL eru þeir með 68% hlutdeild í sölu hreinna rafbíla. Þeir njóta þess að Nissan náði forskoti með Laufinu (Leaf) og hafa fylgt því vel eftir. Áhugaverðum rafbílum fjölgar í hverjum mánuði og kaupendur standa frammi fyrir stöðugt fleiri valkostum.

Rafbíllinn virðist í dag hin augljósi kostur hér á Íslandi þegar bílaeigendur vilja ráðast í orkuskipti. Það spillir ekki fyrir að rafbílar eru ansi áhugaverðir og skemmtilegir að aka. Það er ekki langt síðan maður hlustaði á marga umboðsaðila tala gegn rafbílum, allt eftir því hvaða áherslur framleiðendur lögðu á í orkuskiptum. Þannig virtust sumir framleiðendur telja að vetni yrði kostur en það er í raun aðeins geymsluaðferð á orkunni og hefur í för með sér talsvert meira orkutap en rafbíl. En þó að rafbíll sé hinn augljósi kostur hér á landi þá hafa menn lengi vel talið að það yrði ekki annars staðar. Þar gæti etanól, vetni eða aðrir orkugjafar allt eins leyst jarðefnaeldsneyti af hólmi. Nú virðast bílaframleiðendur horfa stíft til rafbíla. Það er reyndar rétt að það komi fram að þegar dæmið er reiknað í heild sinni þá má enn hafa efasemdir um mengunaráhrif rafbíla en þetta er skrifað í þeirri trú að framleiðendur muni leysa það vandamál og rafbílar verða þarfasti þjónninn í framtíðinni.

Volkswagen stóreykur rafmagnsbílaframleiðslu

Því var athyglisvert að lesa frétt í Morgunblaðinu í gær þar sem sagt var frá umskiptum Volkswagen, stærsta bílaframleiðanda heims. Volkswagen hefur framleitt áhugaverða rafbíla til þessa en nú hyggst fyrirtækið auka framleiðslu þeirra umtalsvert. Greint var frá því að rekstr­ar­ráð Volkswagen muni hitt­ast á föstu­dag til að greiða at­kvæði um til­lög­ur um yf­ir­grips­mikl­ar breyt­ing­ar sem gætu leitt til þess að fyrirtækið flýtti áætl­un­um sín­um um að auka fram­boðið á raf­­bíl­um. Félagið íhugar nú að flýta end­ur­nýjun tveggja verk­smiðja Volkswagen í Þýskalandi; aðra í Emd­en og hina í Hanno­ver, svo að þar verði hægt að hefja fram­leiðslu raf­­bíla í upp­hafi næsta ára­tug­ar.

Rafbílar miklu einfaldari í framleiðslu

Sam­kvæmt grein­ing­u Goldm­an Sachs eru þriðjungi færri íhlut­ir í raf­bíl en hefðbundn­um bíl. Þar af leiðandi hefur það að skipta yfir í fram­leiðslu raf­bíla þau áhrif að minnka þörf­ina fyr­ir vinnu­afl verulega. Stjórn­end­ur Volkswagen gera sér grein fyr­ir því að færsla yfir í fram­leiðslu raf­bíla mun þýða að fækka þarf starfs­fólki. Framleiðendur hafa sagst vilja ráðast í niður­skurðinn með ábyrg­um hætti svo að þeir tug­ir þúsunda starfs­manna fé­lags­ins sem eru í eldri kant­in­um geti sest í helg­an stein frek­ar en þeim verði sagt upp störf­um.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að VW mun ráðstafa 20 millj­örðum evra í fram­leiðslu 50 gerða af raf­bíl­um og 30 gerða af ten­gilt­vinn­bíl­um fram til árs­ins 2025. Þá verða 50 millj­arðar evra til viðbót­ar notaðir til að tryggja nægj­an­legt fram­boð af raf­hlöðum. Er ætl­un­in að árið 2025 muni fyr­ir­tækið selja að jafnaði 2-3 millj­ón­ir raf­magns­bíla ár hvert. Einurð VW sýnir að rafbíllinn er að sigra.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

14. nóvember 2018

Hnignun ítalska hagkerfisins

Ítalía er fjórða stærsta hagkerfi Evrópusambandsins og færist upp í þriðja sæti við útgöngu Breta á næsta ári. Ítalir hafa lengstum verið til þess að gera þægir meðlimir þó að tilteknir flokkar þar í landi hafi vissulega daðrað við útgöngu og notið nokkurs fylgis. Nú virðist hins vegar hafa færst aukin alvara í slíkar umræðu og núverandi ríkisstjórn hefur innan sinna raða fólk sem hefur áhuga á að meira
11. nóvember 2018

Skógrækt - fljótvirkasta leiðin

Flestum má vera ljóst að brýnt er að taka rösk­lega til hend­inni við fram­leiðslu á plönt­um til að hægt verði að gróður­setja í sam­ræmi við mark­mið sem stjórn­völd hafa kynnt um aukna skóg­rækt til að auka kol­efn­is­bind­ingu. Í frétt í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að í ár er fram­leiðslan svipuð og hún var um 1990, en mark­miðið meira
mynd
8. nóvember 2018

Björguðu efnahagsmálin Trump?

Það er engum blöðum um það að fletta að nýjar tölur um efnahaginn í Bandaríkjunum hjálpuðu Donald Trump og repúblikanaflokknum í kosningunum á þriðjudaginn. 250 þúsund ný störf í október, minnkandi atvinnuleysi, meiri launahækkanir en höfðu sést í áratugi og góður hagvöxtur. Menn geta endalaust gagnrýnt Donald Trump fyrir framgöngu og orðbragð en hann virðist vera að ná einhverjum árangri á meira
mynd
5. nóvember 2018

Venesúela: Land götubarna og hungurs

Inni á fréttasíðu BBC má nú finna dagsgamalt fréttainnslag sem segir frá því að mæður í Venesúela skilji börnin sín eftir - nánast setji þau út á guð og gaddinn - af því að þær geta ekki séð þeim farboða. Í fréttinni er rætt við nokkur þessara barna sem reyna að komast af með betli og ránum eða einhverju enn verra en það. Fréttin er lýsandi fyrir það ástand sem nú ríkir í Venesúela og hefur meira
mynd
2. nóvember 2018

Goðsögnin um vonda leigumarkaðinn

Um 16–18% landsmanna 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnunum sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæma. Upplýsingar um þetta birtust í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs sem kynnt var í tengslum við Húsnæðisþing fyrir stuttu. Skýrslan er athyglisverð lesning en þar kemur fram ýmislegt sem ætti kannski aðeins að róa þá ruglingslegu umræðu meira
mynd
31. október 2018

Heilbrigðiskerfið: Einkarekstur undanskilin?

Heil­brigðisráðherra hef­ur boðað til heil­brigðisþings á Grand hót­eli á föstu­dag­inn þar sem drög að nýrri heilbrigðisstefnu verða kynnt og rædd. Sér­fræðilækn­ar fengu kynn­ingu á drög­un­um í síðustu viku en samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag er ekki gert ráð fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu utan rík­is­stofn­ana í drög­um meira
mynd
29. október 2018

Pólitísk umskipti í Brasilíu

Um helgina var gengið til kosninga í Brasilíu, fjölmennasta og stærsta ríki Suður-Ameríku. Eins og búist var við sigraði hægri maðurinn Jair Bolsonaro og batt þannig enda á valdatíð Verkamannaflokksins sem haldið hefur um valdataumanna í Brasilíu í 20 ár. Gengið var til tvennra kosninga áður en Bolsonaro var lýstur sigurvegari þannig að umboð hans er skýrt en hann fékk 55% atkvæða í seinni meira
mynd
27. október 2018

Háskinn í hagkerfinu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði eitt sinn að íslenska hagkerfið væri eitt það sveigjanlegasta í heimi. Nú er margt sem bendir til þess að það reyni á þann sveigjanleika. Undanfarið höfum við séð að pólitísk óvissa hefur aukist í íslensku samfélagi og það sem einu sinni voru talin sósíalísk jaðarviðhorf eru að færast inn í meginstraum verkalýðs- og launabaráttu á Íslandi. Umræðan hefur orðið meira
mynd
25. október 2018

Minnst hætta á fátækt á Íslandi

Ísland er það land í Evr­ópu þar sem fæst­ir eiga á hættu að lenda í fá­tækt eða fé­lags­legri út­skúf­un. Aðeins Tékkland stendur jafn vel og Ísland. Þetta kom fram í frétt sem Morgunblaðið birti í vikunni og hefur fengið furðu litla athygli. Þessar upplýsingar byggjast á nýj­um töl­um frá Hag­stofu Evr­ópu (Eurostat) sem skoðaði hverjir byggju við meira
mynd
22. október 2018

Eystrasaltslöndin - fullveldi betra en ESB aðild?

Staða Íslands og tengsl við umheiminn er til stöðugrar skoðunar og hugsanlega áhugaverðara að gera það nú á 100 ára afmæli fullveldisins en oft áður. Alþjóðleg samskipti eru okkur Íslendingum mikilvæg, bæði á sviði efnahags-, öryggis-, menningar- og stjórnmála. Hvernig þessum samskiptum er háttað er hluti af stöðugri umræðu, einfaldlega vegna þess að umheimurinn breytist og hagsmunir okkar líka. Í meira
mynd
18. október 2018

Ítalska skuldafangelsið

Hægt er að segja að ný fjárlög ítölsku ríkisstjórnarinnar hefi lent með hvelli á borðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur hent út fyrri loforðum til handa ESB um að draga úr fjárlagahallanum. Þess í stað hyggst ríkisstjórn Guiseppe Conte, sem samanstendur af popúlískum flokkum hægra megin við miðju og Fimm stjörnu flokknum, (i.Movimento 5 Stelle meira
mynd
17. október 2018

Vaxandi svartsýni á efnahagsástandið

Flestir sem rýna í íslenska hagkerfið um þessar mundir gera ráð fyrir því að krónan muni veikjast, verðbólga aukast og vextir hækka á komandi mánuðum. Hafi Íslendingar kynnst stöðugleika undanfarið þá er ljóst að hann er í hættu. Sumir tala reyndar eins og stöðugleikin sé einskis virði. Þeir vita ekki hvað er framundan. Þau viðhorf, sem voru rakin hér að framan, komu fram í óformlegri könnun sem meira
mynd
15. október 2018

Landbúnaður á tímamótum

Það var áhugavert að heimsækja landbúnaðarsýninguna sem var í Laugardalshöllinni um helgina. Vel var að sýningunni staðið og hún sýndi ágætlega þá fjölbreyttu starfsemi sem tengist landbúnaði í landinu en stundum finnst manni örla á því að fólk taki matvælaframleiðslu hér við heimskautsbaug sem sjálfsögðum hlut. Matvælaframleiðsla er sem gefur að skilja ein af grunnþáttum samfélagsins. Vert er að meira
mynd
13. október 2018

Hvað er svona merkilegt við WOW?

Er þjóðhagslega óhagkvæmt að fyrirtæki sem tapar fé leggi upp laupana? Sjálfsagt mótast svarið að einhverju leyti af því hvaða fyrirtæki er um að ræða en taprekstur gengur ekki til lengdar, ja, nema hjá hinu opinbera en það er annar handleggur. Undanfarið hefur verið mikil umræða um það hvort íslensku flugfélögin Icelandair og WOW séu þjóðhagslega mikilvæg og hér hefur verið vikið að því meira
mynd
8. október 2018

Hagfræðiverðlaun Nóbels: Loftslagsmál og nýsköpun

Sænska Nóbelsverðlaunanefndin ákvað að fara heldur óvenjulegar leiðir við verðlaunin í hagfræði þetta árið. Hún veitti þeim William D. Nordhaus frá Yale University og Paul M. Romer frá New York University’s Stern School of Business verðlaunin þetta árið. Annars vegar fyrir að innleiða langtímahugsun í loftslagsmálum og tengja það við hagfræðikenningar og svo hins vegar fyrir að gefa gaum að meira
mynd
4. október 2018

Útsvarsgreiðendur blæða á barnum

Það er hægt að undrast margt þegar kemur að opinberum framkvæmdum. En grundvallarspurningin hlýtur alltaf að lúta að því hvort framkvæmdin hafi yfir höfuð verið nauðsynleg? Sú spurning á sérstaklega vel við um end­ur­bæt­ur á göml­um bragga við Naut­hóls­vík í Reykja­vík sem hef­ur farið langt fram úr kostnaðaráætl­un. Fram­kvæmd­irn­ar hafa til meira
mynd
30. september 2018

Réttur prófessor um ranga skýrslu

Þegar skýrsla dr. Hannesar H. Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 er skoðuð undrast maður helst að hún skyldi ekki vera skrifuð fyrr og að það skyldi þurfa frumkvæði Hannesar til þess að hún væri skrifuð. Skýrslan setur íslenska bankahrunið í alþjóðlegt samhengi um leið og ljósi er varpað á samskipti við erlend stjórnvöld í kringum hrunið. Sláandi er að sjá meira
mynd
30. september 2018

Klúður með legu Sundabrautar

Nú er ljóst að end­ur­skoða þarf fram­kvæmd fyr­ir­hugaðrar Sunda­braut­ar. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að all­ar til­lög­ur um þver­un Klepps­vík­ur eru orðnar margra ára­tuga gaml­ar. Frá þeim tíma að þær voru sett­ar fram hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar og ýms­ar for­send­ur meira
mynd
28. september 2018

Þvættingur um peningaþvætting

Engir bankar í heiminum hafa verið rannsakaðir jafn mikið og ítarlega eins og íslensku bankarnir sem féllu haustið 2008. Fjármálaeftirlitið, sérstakur saksóknari og erlend rannsóknarfyrirtæki hafa farið rækilega í gegnum bækur íslensku bankanna. Svo virðist sem ekkert í þessum rannsóknum hafi sýnt fram á þátttöku þeirra í alþjóðlegu peningaþvætti eða að fjármunum hafi verið stungið undan. Þetta er meira