Pistlar:

3. ágúst 2020 kl. 11:25

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Leiksoppar sögunnar

Rómverjinn Sallust skrifaði eftirfarandi hugleiðingu um 40 árum fyrir Krists burð: „Það virðist náttúrulögmál að i öllum ríkjum öfunda hinir auralausu þá auðugu, lofsyngja þá óánægðu, hata gamla kerfið og þrá breytingar. Vegna fyrirlitningar á eigin örlögum eru þeir tilbúnir að umbylta öllu. Áhyggjulausir nærast þeir á uppreisnum og uppþotum, því fátæktin er eign sem enginn þarf að hafa áhyggjur af að tapa.“

Sagan er full af endurtekningum og þó að heimurinn virðist á stundum standa á hugmyndafræðilegum tímamótum þá er það ekkert nýnæmi. Skilgreiningin sem virðist eiga svo vel við í dag verður að öllum líkindum úrelt á morgun. Sá sem þetta skrifar ætti að vita það, hve oft hefur maður ekki skipt um skoðun eða býsnast yfir því sem er og verður, án sýnilegs árangurs. Dags daglega dynja á okkur umfjöllunarefni sem virðast byggja á einhverskonar hugmyndafræðilegri afmörkun eða skilgreiningu á því hvað hefur átt sér stað þennan eða hinn daginn. Með tilkomu samfélagsmiðlana hefur sjónarhornunum fjölgað, svo mjög að þau leiða óhjákvæmilega yfir okkur nokkurskonar afstæðishyggju sem skilar okkur því að sá sem hefur hæst og lætur mest verður meira ágengt í baráttunni um sálirnar. Fær flest like, svo vitnað sé í hinn eina sanna mælikvarða. Í dag eru fréttir beinlínis skrifaðar með þetta í huga og þannig hafa samfélagsmiðlar breytt fréttamatinu.romv

Því er það svo að maðurinn mun enn á ný þurfa að bregðast við breyttum aðstæðum og lífsskilyrðum á sinn óútreiknanlega hátt. Nýir ismar og stefnur munu líta dagsins ljós og gera vart
við sig þegar síst varir. Við Íslendingar vitum að ef til vill tekur eldfjallið að gjósa á ný og jörðin að skjálfa. Er það nýjabrum eða viðvarandi ástand í landi sem státar af meiri eldvirkni en önnur? Er það ekki frávik frá hinu hefðbundna ef ekki gýs? Ekki einu sinni heimskingi getur spáð fyrir um það og þó hefur hann eigin fullvissu að vopni. Er yfir höfuð einhver leiðsögn í vísindum og listum og getur sagnfræðin sagt okkur nokkuð? „Sagnfræði er ekki vísindi, heldur list. Þar skiptir ímyndunaraflið mestu máli“ sagði Anatole France, franskur rithöfundur, sem var heiðraður með Nóbelsverðlaununum í bókmenntum 1921. Ekki kannski mikið lesin uppi á Íslandi í dag enda er annað hvert skáld að drepa mann og annan í bókmenntaheimi sem er undirlagður af glæpasögum.

Að leika sér með sannleikann

Er einhver leiðsögn í sagnfræði? Um það má deila. „Margir í hinum póstmóderníska tíma leika sér með sannleikann,“ sagði prófessor í sagnfræði í viðtali á Rás 1 fyrir skömmu. Hann ætti að vita það, hafandi hafið einsöguna upp til skýjanna, sögu hins smáa sem hafði legið í láginni. Litla fólkið átti mikla sögu, kannski miklu fremur en fólkið sem miklaðist af sögu sinni. En þurfum við þá að endurskoða allt? Hefur sagan sem við höfum stuðst við og endurmetið þegar nýjar upplýsingar (heimildir) krefjast þess í raun afvegaleitt okkur og fært okkur fjær sannleikanum? Er ekki blekking að halda að við höfum betri innsýn eða vitneskju í þróun sögunnar þó sjónarhornið breytist?

Þór Stefánsson heimspekingur birti þetta áhugaverða kvæði í Morgunblaðinu fyrir stuttu og kallaði það Leiksoppar:

Við erum ekki

leiksoppar sögunnar.

Við sköpum söguna.

Hvert okkar um sig

með sínu fábreytta lífi

er lóð á vogarskálar

réttlætis, fegurðar

og jöfnuðar.

Verum minnug þess

að frelsi hvers og eins

takmarkast alltaf

við frelsi allra annarra.

Að hluta til er þetta áminning um að við sjálf sköpum okkur söguna, svona exístensíalísk vissa um að við erum það sem við gerum úr okkur sjálf en um leið erum við leiksoppar. Það dynur eitthvað yfir okkur í umhverfinu sem við ráðum ekkert við, er ekki farsóttin skýrasti vitnisburður þess? Þá reynir sem áður á stefnufestu og þrek hvers og eins. Undanfarið hef ég verið að lesa ævisögur útgerðarmanna frá fyrri hluta 20. aldar. Þó þeir hafi náð þeirri stöðu að tilefni var til að skrifa ævisögu þeirra virðist þeim helst vera í mun um að skilja rætur sínar og verja oft furðu löngum tíma í æskuárin, þar sem alsleysið ríkti. Um þessa menn má segja að þeir gerðu allt úr engu, öfugt við þá sem gera allt að engu. Skyldi vera að fjölga í síðarnefnda hópnum, hópnum sem sannarlega eru leiksoppar sögunnar.

mynd
30. júlí 2020

Kauphöllin: Hvar eru skemmtilegu fyrirtækin?

Í Viðskiptablaðinu í dag er sagt frá fyrirtækinu AEX Gold sem á gullnámu á Grænlandi auk gullleitarleyfa. AEX Gold hyggst hefja framleiðslu á gulli eftir 18 mánuði. Fyrirtækið fór nýverið í hlutafjárútboð þar sem það sótti sér 7,45 milljarða króna. „Þetta hlutfjárútboð hafði mikla þýðingu fyrir okkur. Til þess að geta ráðist í framleiðslu og vera félag sem er í vaxtarfasa þá þurfum við mikið meira
mynd
28. júlí 2020

Minni fjölgun - færra fólk

Það sem af er ári hefur mannkyninu fjölgað um riflega 46 milljónir manna, það er nokkurn veginn mannfjöldi Spánar. Á veraldarvefnum er haldið úti síðu sem gefur sig út fyrir að reikna mannfjöldaþróun, nokkurskonar fæðingaklukka heimsins (World Population Clock) eins og vakið var athygli á í pistli hér í upphafi árs. Lætur nærri að mannfjöldi í heiminum nemi nú um 7,8 milljörðum manna. Augljóslega meira
mynd
26. júlí 2020

Er þá draumurinn um Þjóðarsjóðinn liðinn?

Deila Rio Tinto fyrirtækisins og Landsvirkjunar um orkuverð er uppgjör við hið liðna og sýnir um leið að margt er að breytast í heimi orkunnar. Þar höfum við Íslendingar talið okkur standa traustum fótum, svo mjög að ekki er nema misseri síðan að við töldum okkur geta fært mikla fjármuni yfir í svokallaðan Þjóðarsjóð og þannig tekið norska nágrana okkur til fyrirmyndar. Það skal staðfest að meira
mynd
23. júlí 2020

Leeds: Sigurvegari án peningaausturs

Margir Íslendingar á miðjum aldri og þar á meðal pistlaskrifari fagna því nú að enska knattspyrnufélagið Leeds United sigraði í ensku 2. deildinni (nú Championship). Þetta er í fjórða skiptið í sögu félagsins sem liðið vinnur 2. deildina en Leeds hefur orðið enskur meistari þrisvar. Liðið var án efa það öflugasta í Englandi um og í kringum 1970, varð tvisvar enskur meistari en varð stundum að meira
mynd
22. júlí 2020

Yngsti þingmaðurinn - elsti forsetinn?

Nú eru rétt rúmlega þrír mánuðir í forsetakosningar í Bandaríkjunum og eins og staðan er núna eru mestar líkur á að öldungadeildarþingmaðurinn Joseph R. Biden, Jr, frambjóðandi demókrata, verði kosinn og taki við sem 46. forseti Bandaríkjanna. Á sínum tíma var hann einn yngsti maðurinn til að taka sæti í öldungadeild Bandaríkjanna en hann var 30 ára, 1 mánaða og 14 daga þegar hann tók sæti þar í meira
mynd
20. júlí 2020

Á ríkið að bjarga Icelandair?

Helgin reyndist undirlögð af málefnum Icelandair en það fór eins og sagt var fyrir um í pistli hér á föstudaginn að enginn getur leyst launaþrætur félagsins nema starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins. En samningurinn sem nú liggur á borðinu minnir á fyrri samning sem flugfreyjur felldu og því óvíst að málið sé komið í höfn. En hvað hefur breyst? Jú, nú er félagið búið að semja við allar meira
mynd
17. júlí 2020

Tímavél bjargar ekki Icelandair

Það geta allir haft skoðun á stöðu samningamála hjá Icelandair en það getur engin leyst deiluna milli flugfreyja og félagsins nema samningsaðilar sjálfir. Og deilan virkar óleysanleg, einfaldlega vegna þess að margra ára aðlögum að breyttu samkeppnisumhverfi dynur yfir félagið á einu andartaki. Það er í raun skiljanlegt að samningsaðilar geti ekki tekist á við þann raunveruleika sem flugrekstri er meira
mynd
15. júlí 2020

Peningarnir streyma til Obama-hjónanna

Það eru ekki launin sem draga fólk að embætti forseta Bandaríkjanna. Vissulega eru þau ágæt og eftirlaunin reyndar sérlega ríkulega en stóru tölurnar koma annars staðar frá. Eftir að embættisferli lýkur hafa flestir forsetanna náð að afla sér ríkulegra tekna, einfaldlega með því að vera fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Barack Obama er engin undantekning frá því en auður þeirra Obama-hjóna hefur meira
mynd
13. júlí 2020

Hagkerfið í aðlögun

Þessa daganna reyna landsmenn að ná sem mestu út úr stuttu sumri. Augljóslega verða Íslendingar á faraldsfæti innanlands og helgarferð til Vestmannaeyja sýndi manni hvað það er hægt að fá mikla ánægju og upplifun úr því. Líklega mun þetta hafa halda lífinu í ferðaþjónustunni innanlands í sumar þó að augljóslega muni um það að erlendir ferðamenn eru sárafáir. Neyslan mun breytast, Íslendingar á meira
mynd
8. júlí 2020

Tesla er verðmætasti bílamerkið

Daginn fyrir þjóðhátíðardag Bandaríkjanna varð Tesla rafmagnsbílaframleiðandinn verðmætasta bílamerkið í heiminum en þá tók Tesla fram úr Toyota sem þá var metið á 208 milljarða Bandaríkjadala. Á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna tilkynnti Tesla að félagið væri að ná markmiðum sínum um afhendingu bíla og við það hækkaði verðmæti félagsins enn frekar eða upp í um 225 milljarða Bandaríkjadala eða um meira
mynd
6. júlí 2020

Biden eða Trump - báðir að falla á tíma

Nú þegar fjórir mánuðir eru í forsetakosningar í Bandaríkjunum blasir við að staða sitjandi forseta er ekki sterk. Í upphafi árs virtist flest vera að falla með Donald Trump, hann naut ásættanlegs fylgis í könnunum þrátt fyrir óvenju andsnúna fjölmiðlaumræðu sem hann virðist að hluta til þrífast á. Markaðir voru á fleygiferð og atvinnuþátttaka í hæstu hæðum. Ýmsir minnihlutahópar upplifðu meira
mynd
3. júlí 2020

Haglýsing á miðju ári - á bleiku skýi

Enn eru hagspekingar að reyna að átta sig á því hve djúp og alverlega kreppan sem nú ríður yfir þjóðfélagið er. Hver kreppa eða niðursveifla hefur sína gerð og sitt lag og sú von sem margir báru í brjósti í upphafi um að hún yrði V-laga núna hefur ekki ræst. Þvert á móti, við erum að sigla inn í langvinna niðursveiflu og spárnar verða alvarlegri með hverri vikunni eins og hefur verið bent meira
mynd
30. júní 2020

Nýsköpun og nýsköpunarstjórnir

Stundum detta orð í fangið á okkur sem verða töm í umræðunni án þess að við skiljum þau til fullnustu. Það á til dæmis við um samsetta orðið nýsköpun. Hvernig skilur þú það, var ég spurður í framhaldi af pistli hér fyrir stuttu. Hvernig getur sköpun verið annað en ný? Já, það má velta fyrir sér af hverju við tökum allt í einu orð eða hugtak og teljum það allra meina bót? Jú, af því að á bak meira
mynd
29. júní 2020

Brot úr sögu sjómennsku og útgerðar

Það stundum ótrúlegt að skoða hvernig staðið var að fiskveiðum hér á árum áður. Pistlaskrifari gerir sér það oft að verkefni á ferðalögum innanlands að skoða hvernig útræði var háttað og reynir að gera sér í hugarlund hvernig verbúðalífi fyrri alda var í raun og veru. Stutt heimsókn í Öndverðarnes, yst á Snæfellsnesinu um helgina sýndi glögglega að þetta líf var ekki heiglum hent. Á Öndverðarnesi meira
mynd
26. júní 2020

Hið risavaxna Borgarlínuverkefni

Þegar einstaklingar taka ákvarðanir sem augljóslega munu hafa mótandi áhrif á líf þeirra í framtíðinni er eðlilegt að þeir stoppi við og endurmeti og endurskilgreini þarfir sínar og íhugi næstu skerf. Þetta á líka að felast í opinberri stefnumótun og öll ákvarðanataka á að taka mið af þessu. Er framkvæmdin til hagsbóta fyrir almenning og bætir hún lífsgæði borgaranna, er fjármununum sem í meira
mynd
23. júní 2020

Borgarlínan - lausnin sem enginn skilur

Eftir að hafa lagst gegn allri þróun í samgöngumálum höfuðborgarinnar undanfarin áratug er komið að því að ráðast í risastóra lausn sem í raun engin veit hvað á að kosta. Borgarlína virðist sérkennileg niðurstaða fyrir höfuðborgarsvæðið sem telur á bilinu 200 til 250 þúsund manns og er því örlítið í öllu tilliti og nánast undarlegt að hafa tekist að gera samgöngumál að eilífu vandamáli hér í meira
mynd
22. júní 2020

Nýsköpun: Áhættufé og erlent fjármagn

Því er haldið fram að öll stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna í dag hafi orðið til um í kjölfar netbólunnar sem sprakk með nokkrum látum um aldamótin 2000. Eldri eru þessi fyrirtæki ekki, Facebook er stofnað 2004 og talsvert skemmra er síðan Elon Musk hóf sinn fyrirtækjarekstur sinn. Amazon var stofnað 1994 en þá fyrst og fremst um bóksölu á netinu en síðan hefur meira
mynd
18. júní 2020

Fullveldið og lúxushorn heimsins

Það var vel til fundið Jóni G. Haukssyni ritstjóra að fá Ólaf Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseta, til liðs við sig í þætti sínum á Hringbraut sem sendur var út að kvöldi dags, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Ólafur Ragnar hefur næman skilning á mikilvægi fullveldisins og því að við Íslendingar getum ráðið málum okkar sjálfir. Þó eru sjálfsagt ekki til meiri alþjóðasinnar en Ólafur Ragnar eða meira
mynd
14. júní 2020

Lífeyrissparnaður einn sá mesti innan OECD

Við Íslendingar fórum þá leið að reka söfnunarsjóðkerfi í kringum lífeyrissjóði okkar en ekki gegnumstreymiskerfi og samkvæmt gögnum OECD nemur lífeyrissparnaður á vegum íslenskra lífeyrissjóða, samtryggingar og séreignar, um 167% af vergri landsframleiðslu (VLF). Það styttist í að við eigum tvöfalda landsframleiðslu í formi lífeyrissparnaðar. Svona fljótt á litið gæti það virkað skynsamlegri leið meira