Pistlar:

18. júlí 2018 kl. 22:25

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Efnahagslegt fullveldi

Þegar Ísland fékk fullveldi var langþráðu marki náð í baráttunni fyrir sjálfstæði. Íslendingar voru ríflega 90 þúsund talsins á þessum tíma og ljóst að þeirra biðu mörg verkefni enda efnahagur þjóðarinnar rýr og fullveldisárið sýndi náttúra landsins allar sínar verstu hliðar. Fullveldisárið 1918 var eitt þeirra ára sem reyndi á þolgæði landsmanna. En þeir vissu að ekki var hægt annað en þrauka.full

Eftir góðæri heimastjórnartímabilsins tóku við erfiðleikar í efnahagslífinu vegna versnandi viðskiptakjara, ófullkominnar efnahagsstjórnar, einhæfs atvinnulífs og ófullburða og óstöðugs bankakerfis. Peningastefnan var ómótuð og vissara þótti að tengja íslensku krónuna þeirri dönsku. En mestu skipti að Íslendingar réðu nú sjálfir sínum markaðsmálum og viðskiptasamningum og áttu því hægar um vik að bregðast við breyttum aðstæðum. Stjórnmálabaráttan hætti að taka mið af sjálfstæðibaráttunni en snerist fremur um uppbyggingu samfélagsins og innviða þess.

Þær breytingar, sem átt hafa sér stað á Íslandi síðustu öld eru með ólíkindum, en aflvaki þeirra var sá andi bjartsýni og dugs, sem þurfti til þess að ætla að lítil þjóð á eyju norður í Atlantshafi gæti staðið á eigin fótum og öðlast fullveldi. Enginn efast um að sú ákvörðun hefur verið heilladrjúg og það var eðlilegt að reyna að heiðra það í dag. Fullveldi Íslands var staðfest með sambandslögunum sem voru í formi milliríkjasamnings milli Íslands og Danmerkur. Íslendingar voru þaðan í frá íslenskir ríkisborgarar, ekki danskir. Langþráðu marki í sjálfstæðisbaráttunni var náð. Það hefur verið glaðst yfir minna.

Í dag geta Íslendingar státað af farsælu samfélagi þó það sé vissulega ekki gallalaust frekar en önnur samfélög. Þegar kemur að almennum lífskjörum og velferð þegnanna eru Norðurlöndin fremst meðal þjóða. Íslendingar geta borið höfuðið hátt í þeim hópi. Það er sama hvaða viðmið eru notuð til að bera saman samfélög. Ísland er oftast í einu af efstu sætum eins og margoft hefur verið bent á hér í pistlum. Við skulum gleðjast yfir því í dag og heiðra minningu þeirra sem stuðluðu að þetta varð raunin.

mynd
16. júlí 2018

Merkilegt framtak hjá Kópavogsbæ

Það er ánægjulegt að fylgjast með notk­un Kópa­vogs­bæj­ar á Vísi­tölu fé­lags­legra fram­fara (VFF) en það felur í sér nýja nálg­un hjá bænum við að mæla ár­ang­ur þar sem ekki er unnið út frá efna­hags­leg­um for­send­um held­ur fé­lags­leg­um þátt­um. Kópavogur er fyrsta sveitarfélagið til að ráðast í þetta og meira
mynd
14. júlí 2018

Þjóðhagslega mikilvægt flug

Undanfarin ár hafa verið vangaveltur um hvort skilgreina bæri íslensku flugfélögin Icelandair og WOW sem þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki. Þá að einhverju leyti í líkingu við það sem var reyndin með fjármálafyrirtæki okkar fyrir hrun. Segja má að þetta hafi verið meira vangaveltur en að þessi hugsun hafi hlotið mikið brautargengi. Margir lögðu þó við hlustir yfir þessu og víst er að það yrði meira
mynd
11. júlí 2018

Réttmæt gagnrýni hjá Trump?

Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist einkar lagið að strjúka vinaþjóðum öfugt og seta hlutina í annað samhengi en menn áttu von á. Það sannaðist á morgunverðarfundi hans með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Nató, í morgun. Stoltenberg og meðreiðarsveinar hans héldu kannski að þeir væru mættir í bandaríska sendiráðið (þar fór fundurinn fram) til að spjalla. Öðru nær. Trump hjólaði strax í Nató meira
mynd
8. júlí 2018

Bjartsýn rödd á Facebook!

Gerðist nýlega þátttakandi í hópnum „heimur batnandi fer” á Facebook. Hef stundum leyft mér að taka upp slík sjónarhorn þegar svartagallsrausið virðist ætla að taka yfir. Sumum kann að þykja undarlegt að taka undir bjartsýnisleg viðhorf eða deila upplýsingum sem byggjast ekki alfarið á neikvæðustu útgáfunni af tilverunni hverju sinni. Það er í það minnsta ljóst að ekkert nýtt meira
mynd
4. júlí 2018

Heimsmarkmiðin: Mikilvægur tölulegur samanburður

Líklega verður að telja Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun einhverja mikilvægustu stefnumótun þjóða heimsins um þessar mundir. Nýlega birtu íslensk stjórnvöld stöðuskýrslu sína sem hefur einhverra hluta vegna fengið allt of litla umræðu. Skal reynt að bæta úr því hér. Heimsmarkmiðin voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Þau meira
mynd
30. júní 2018

Ólíkar leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða

Fyrir stuttu var haldin norræna ráðstefna í Helsinki um ólíkar leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sótti ráðstefnuna en að öðru leyti hefur farið lítið fyrir henni í umræðu hér heima. Þó blasir við að uppbygging samgönguinnviða og þá um leið fjármögnun þeirra er eitt af mikilvægustu úrlausnarmálum næstu ára. meira
mynd
28. júní 2018

Sósíalískur glundroði í Níkaragva

Fallið ríki er annað orð yfir sósíalískt ríki. Þetta sjáum við gleggst um þessar mundir í Venesúela sem er í svo slæmu standi að meira að segja Ríkisútvarpið sér ástæðu til að fjalla um ástandið en það hefur höfundur gert hér með reglulegu millibili undanfarin ár. Með sama hætti mætti tala um Norður-Kóreu, Kúbu og Níkaragva og reyndar ýmis önnur ríki sem ástundað hafa sósíalíska meira
mynd
24. júní 2018

Sjómannadagurinn og samkeppnishæfni

Þegar sjómannadagurinn var haldin í fyrsta skipti hátíðlegur í Reykjavík 1938 er talið að fjórðungur borgarbúa hafi mætt á hátíðarhöldin. Það er áhugavert að lesa lýsingar af deginum en hátíðarhöldin höfðu greinilega sterk áhrif á samtímamenn. Í dag virðist sjómannadagurinn vera dæmdur til að falla í skugga listahátíðar í Reykjavík. Listalífið hefur þannig tekið yfir sjómannslífið. Það er reyndar meira
mynd
21. júní 2018

Mikilvægi skóga á Íslandi

Fyrir nokkrum árum voru sex milljónir trjáa gróðursett á ári hér á landi. Í ár er áætlað að aðeins þrjár milljónir trjáa verði gróðursett. Þetta er öfugþróun í landi sem þarf að öllum líkindum að fara að kaupa heimildir til að standa við sinn hluta Kyoto-skuldbindingarinnar. Það vefst fyrir mörgum að skilja að skógrækt, almenn landgræðsla og bleyting á framræstu landi eru sársaukalitlar meira
mynd
17. júní 2018

Bankahrunið: Höfum við ekkert lært?

Ef við sláum inn setninguna: Höfum við ekkert lært? á Google þá eru flest svörin tengd bankahruninu 2008. Það er ekki óeðlilegt, slík áhrif hefur bankahrunið haft á alla umræðu í samfélaginu síðan þá. Bankahrunið og eftirköst þess hafa yfirgnæft alla umræðu í samfélaginu í bráðum að verða 10 ár. Og ekki að sjá að því sé nokkuð að linna. Framundan er 10 ára afmæli bankahrunsins og líklega leggja meira
mynd
14. júní 2018

Mikil tækifæri fylgja Sundabraut

Bæjarstjórn Akraness hefur skorað á Reykjavíkurborg og ríkið að hefja án tafar undirbúning að lagningu Sundabrautar. Yfirlýsing Akurnesinga er skorinorð og bendir á að aðgerðarleysi og „umkenningaleikur” Reykjavíkurborgar og ríkisins hefur staðið of lengi og tími sé kominn á aðgerðir með hagsmuni borgarbúa og Íslendinga allra að leiðarljósi. Þessi yfirlýsing hefði mátt fá meiri athygli meira
mynd
12. júní 2018

Haust yfir hagkerfinu

Niðurstöður nýrrar könnunar Gallup fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja landsins gefa til kynna skýra viðhorfsbreytingu meðal stjórnenda. Svo virðist sem nú hausti að í hagkerfinu. Töluvert færri en áður telja aðstæður vera góðar í atvinnulífinu og væntingar til næstu sex mánaða eru minni en frá upphafi þessara mælinga. Skortur á meira
mynd
9. júní 2018

Vika er langur tími fyrir HM!

Ísland leikur sinn fyrsta leik á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eftir viku. Mótherjinn er ekki af verri endanum, tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu. Íslenska liðið hélt að af landi brott í dag og mikið um dýrðir. Flestir reyna að stilla væntingum sínum í hóf en vitaskuld vonast menn til að fá annað ævintýri eins og átti sér stað í á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi fyrir tveimur árum. Það er meira
mynd
5. júní 2018

Íslenskur eldhúsdagur eða Jordan Peterson?

Það var forvitnilegt að sitja fyrirlestur dr. Jordan Petersons í Hörpunni í gærkvöldi. Ég gef mig ekki út fyrir að vera mesti sérfræðingur landsins í kenningum hans enda virðist manni sem þeir séu ansi margir sem hafi kynnt sér þær nokkuð ítarlega. En þessar vinsældir koma að hluta til á óvart. Hvað er það sem veldur því að miðaldra kanadískur sálfræðingur nær að kveikja svo í umræðunni að hann meira
mynd
3. júní 2018

Sjómannadagurinn: 1.331 sjómaður til að minnast

Sjómannadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur fyrir 80 árum eða árið 1938. Síðan þá hafa 1.331 sjómaður látið lífið. Þeirra minnumst við í dag á sjálfan sjómannadaginn. Það þarf ekki að taka fram að sjóskaðar voru ekki síður algengir á skútuöldinni eða á fyrri tíð þegar Íslendingar brutust út fyrir brimgarðinn á árabátum, oft í fullkominni óvissu um hvort þeir kæmust til baka. Sjórinn hefur því meira
mynd
31. maí 2018

Hagvöxtur og ferðamenn

Hlutur ferðaþjónustunnar í efnahagslífi landsins er orðin þannig að flestum er nauðsynlegt að fylgjast með þróuninni þar til að átta sig á breytingum í hagkerfinu. Breytingar á fjölda ferðamanna, minni nýting hótelherbergja og samdráttur í fjárfestingu vegna ferðaþjónustunnar eru fréttir sem skipta okkur miklu máli. Þannig er ferðaþjónustan orðin lykilþáttur í greiningu þeirra sem spá um framvindu meira
mynd
28. maí 2018

Lífeyrissjóðir fjárfesti í innviðum

Flestar þjóðir öfunda Íslendinga af öflugu lífeyriskerfi. Íslenska lífeyriskerfið skiptist í þrjá megin þætti; almannatryggingar, lífeyrissjóði og frjálsan einstaklingsbundinn sparnað. Þjóðir sem byggja lífeyriskerfi sitt á því að ríkissjóður greiði ellilífeyri, sem er fjármagnaður með sköttum, geta staðið frammi fyrir stórkostlegum vanda þegar fjöldi lífeyrisþega eykst á sama tíma og meira
mynd
24. maí 2018

Hvalárvirkjun - leikreglunum breytt

Þegar ljóst var að það yrði rifist um hverja einustu virkjanaframkvæmd á Íslandi var ákveðið að setja upp sérstakt ferli sem ætlað var að tryggja að sjónarmið sem flestra kæmust að við ákvörðun. Þannig urðu til lög um rammaáætlun. Rammaáætlun er verkfæri til að greiða úr ágreiningi um nýtingu landsins, og jafnframt samheiti yfir ákveðin lög, ferli og aðferðafræði sem hafa þróast samstíga meira
mynd
20. maí 2018

Kína: Marx frekar en Maó

Það mun ekki hafa verið síðri áhugi á brúðkaupi Harry prins og Meghan Markle í Kína en annars staðar á byggðu bóli. Heill milljarður manna fylgdist með þessari yfirstéttarskrautsýningu í beinni útsendingu og hugsanlega hefði Karl Marx snúið sér við í gröfinni ef hann hefði áttað sig á að konungsfjölskyldan er nú ekki aðeins sameiningartákn heldur skemmtir hún einnig alþýðunni! Líklega er Kína það meira