Pistlar:

25. júlí 2024 kl. 13:35

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Fjölmenningarharmleikurinn í Hollandi

Í janúar 2000 birti pólitíski álitsgjafinn Paul Scheffer greinina „Fjölmenningarharmleikurinn“ (Het multiculturele drama) í NRC Handelsblad, virtu síðdegisblaði í Hollandi. Greinin var strax á allra vörum í landinu og allir höfðu skoðanir á henni. Í grein sinni sagði Scheffer að í landinu hefði orðið til ný lágstétt innflytjenda sem hefði einangrað sig um of. Þessi nýja lágstétt hafnaði þeim gildum sem hnýttu saman hollenskt samfélag og hefði skapað nýjan, skaðlegan aðskilnað milli þeirra sem fyrir voru og aðkomufólksins. Um leið gagnrýndi Scheffer að það væri ekki nóg áhersla lögð á aðlögun innflytjenda: kennarar drægju meira að segja í efa gagnsemi þess að kenna innflytjendabörnum hollenska sögu og heil kynslóð slíkra barna væri afskrifuð frá hollenskum gildum undir yfirskini umburðarlyndis. Scheffer sagði að í Hollandi væri ekkert pláss fyrri menningu sem hafnaði aðskilnaði ríkis og trúar og almennum mannréttindum, svo sem réttindum kvenna og samkynhneigðra.amsterdam1

Í grein sinni spáði Paul Scheffer að innflytjendastefnan myndi skapa ófrið í Hollandi. Hvort sem það var grein Paul Scheffer eða annað, þá má segja að umræða um innflytjendamál hafi tekið stakkaskiptum í Hollandi í framhaldinu eins og rakið er í bókinni Frjáls eftir sómölsku baráttukonuna Ayaan Hirsi Ali. Smám saman fór að koma í ljós hinn huldi heimur óheftrar innflytjendastefnu sem skilaði inn í landið fólk sem ýmist vildi ekki eða gat ekki aðlagast samfélaginu. Það var gríðarlegt áfall fyrir hið umburðalinda samfélag Hollands að komast að þessu. Við höfum nýleg dæmi um hvernig málefni innflytjenda geta haft endaskipti á ýmsu í umræðunni. 

Innflytjendamál og stjórnmálin

Þetta breytti einnig stjórnmálunum í Hollandi og smám saman fóru innflytjendamál að hafa marktæk áhrif á stjórnmálin, stjórnmálafræðingum þar (eins og annars staðar) til undrunar. Stjórnmálamaðurinn Pim Fortuyn var þar í fararbroddi en hann var á margan hátt skrautlegur maður. Hann vakti athygli á mörgum vandamálum í Hollandi, sérstaklega þegar kom að innflytjendum og afstöðunni til íslams sem hann var mjög gagnrýnin á. Pim Fortuyn var prófessor við Erasmus háskólann í Rotterdam en snéri að viðskiptum og var ráðgjafi hollenskra stjórnvalda. Hann varð síðan áberandi í Hollandi sem dálkahöfundur, rithöfundur og fjölmiðlaskýrandi áður en hann snéri sér að stjórnmálum. Á yngri árum var hann marxisti en snérist í stjórnmálum, sérstaklega vegna vaxandi áhrifa íslam í Hollandi sem hann sagði bera með sér afturhvarf til trúarlegrar- og menningarlegrar kúgunar.

Fortuyn var myrtur í kosningabaráttunni 2002 af Volkert van der Graaf, vinstrisinnuðum umhverfis- og dýraverndunarsinna og allir fundu að hollenskt samfélag var að taka miklum breytingum en fram að þessu höfðu hollenskir stjórnmálamenn getað hjólað óáreittir um götur borga og bæja. Í réttarhöldunum yfir honum sagði van der Graaf að hann hefði myrt Fortuyn til að koma í veg fyrir að hann gerði múslima að blóraböglum fyrir því sem úrskeiðis færi í samfélaginu. Flokkur Fortuyn fékk nokkra samúð í kjölfarið og náði öðru sætið í kosningunum en átti litlu láni að fagna upp frá því.

Fleiri ofbeldisverk - Theo van Gogh myrtur

En hollensk stjórnmál voru að breytast og ofbeldi gegn fólki sem gagnrýndi íslam var þar með ekki lokið í Hollandi eins og hér hefur áður verið fjallað um. Einn góðan veðurdag í nóvember 2004 var Theo van Gogh á leið til vinnu sinnar í kvikmyndafyrirtæki sem hann átti í Amsterdam. Hann tók fram gamla reiðhjólið sitt og hélt leiðar sinnar niður götuna. Í dyragætt á leiðinni beið hans marokkóskur maður, vopnaður skammbyssu og tveimur slátrarahnífum.

Múhameð Bouyeri steig fram þegar Theo hjólaði niður Linnaeusstratt. Hann tók fram byssuna og skaut Theo nokkrum sinnum. Theo datt af hjólinu og skjögraði yfir götuna og hné svo niður. Bouyeri elti hann. Theo grátbað hann: „Getum við ekki rætt málið?“, en Bouyeri skaut hann fjórum sinnum í viðbót. Því næst tók hann annan slátrarahnífinn og skar Theo á háls. Með hinum festi hann fimm síðna bréf í brjóst Theos. Bréfið var stílað á Ayaan Hirsi Ali þar sem henni var hótað sömu örlögum en þessi frásögn er einmitt í inngangi bókar hennar Frjáls, stórbrotin saga hugrakkrar konu, sem kom út í íslenskri þýðingu árið 2007 og nokkuð hefur verið fjallað um hér í pistlum.Ayaan Hirsi Ali

Ayaan Hirsi Ali flýr Holland

Ayaan Hirsi Ali fæddist í Sómalíu og alin upp í múslímskri fjölskyldu í Sómalíu, Sádi Arabíu, Eþíópíu og Kenýa. Hún hlífir hvorki fjölskyldu sinni né íslamska samfélaginu í bók sinni og hefur æ síðan verið ötul talskona gegn áhrifum íslams. Hún komst á þing í Hollandi, var samstarfskona Theos og fékk lífverði eftir morðið á honum og var ekið um í brynvörðum bíl. En hollensk yfirvöld treystu sér ekki til að hafa hana í landinu. Í apríl 2006 skipaði hollenskur dómstóll henni að flytja úr griðastað sínum, íbúð sem hún leigði af ríkinu. Dómarinn úrskurðaði nágrönnum hennar í vil en þeir töldu að sér stafaði hætta af veru hennar í húsinu enda bjó hún við ítrekaðar hótanir íslamista. Hún flutti að lokum til Bandaríkjanna og hefur haldið baráttu sinni gegn íslam áfram þó hún búi við stöðugar hótanir.

Sjálfsagt dregur það ekki úr ofsóknunum að Ayaan Hirsi Ali greindi frá því að hún væri orðin kristin en lengst af hefur hún kynnt sig sem trúleysingja. Rök hennar fyrir trúskiptunum eru að mestu leyti pólitísk, þó hún taki einnig fram að trúleysi gæti ekki fært henni „merkingu og tilgang lífsins“.amsterdam2

Innflytjendur einangraðir

Hirsi Ali hefur bent á að niðurstaðan af innflytjendastefnu Hollendinga hafi verið sú að innflytjendur lifðu út af fyrir sig, lærðu út af fyrir sig, umgengust hverjir aðra. Þeir sóttu sérstaka skóla, sérstaka múslímaskóla eða venjulega skóla í borgunum sem aðrar fjölskyldur síðan flúðu. Um það skrifar hún í bók sína:

„Þessi meðaumkun með innflytjendum og vanda þeirra í nýju landi leiddi hins vegar til viðhorfa og stefnumótunar sem ól á grimmd og viðhélt henni. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að þúsundum múslímskra kvenna og barna var misþyrmt kerfisbundið. Litlar stúlkur voru umskornar á eldhúsborðum - þetta vissi ég frá Sómölum sem ég þýddi fyrir. Stelpur sem völdu sér sjálfar kærasta voru nánast barðar til bana eða hreinlega drepnar; enn fleiri sættu reglulegum barsmíðum. Þessar konur liðu ólýsanlegar þjáningar. Og á meðan Hollendingar voru rausnarlegir í framlögum sínum til alþjóðlegra hjálparsamtaka, litu þeir framhjá þöglum þjáningum múslímskra kvenna og barna í þeirra eigin landi.

Fjölmenningarstefna Hollands - virðing þeirra fyrir lífsháttum múslíma - skilaði engum árangri. Hún svipti margar konur og börn réttindum sínum. Hollendingar vildu vera umburðarlyndir og sáttfúsir en sú sátt var innantóm. Menning innflytjenda var varðveitt og það voru konurnar og börnin sem supu seyðið af því, auk þess sem ekkert varð úr aðlögun innflytjenda að hollensku samfélagi. Margir múslímar lærðu enga hollensku og höfnuðu hollenskum gildum á borð við umburðarlyndi og einstaklingsfrelsi. Þeir gengu að eiga ættingja úr heimaþorpum sínum og endursköpuðu á hollenskri grund lítin skika af Marokkó eða Mogadishu.“(bls.325)paul-scheffer

Paul Scheffer hefur starfað sem prófessor víða en árið 2007 kom út bók hans, Het land van anjamming, sem kom út á ensku árið 2011 undir heitinu „Innflytjendaþjóðir“ (Immigrant Nations) sem fjallar um skörun fjölmenningar í Hollandi og innflytjenda til landsins. Í bókinni reynir hann að grafast fyrir um hvað gerist innan fjölmenningar en meginhugsun bókarinnar er að „innflytjendur hafi alltaf skapað ferli firringar fyrir bæði nýbúa og innfædda“.

mynd
24. júlí 2024

Verðbólga í samdráttarhagkerfi

Enginn sem kemur að hagstýringu vill vera að fást við hagkerfi í samspili samdráttar og verðbólgu eins og íslenska hagkerfið er nú að sigla inní. Á ensku er þetta kallað „stagflation“ en orsakavaldarnir geta verið margskonar. Staðreyndin er sú að það er óvenju margt að trufla takt hagkerfisins og í raun talsverð óvissa framundan sem getur fyrr en varið náð yfir á hið pólitíska svið meira
mynd
22. júlí 2024

Diljá, María Lilja og vestræn menning

„Stærsta ógnin við vestræna menningu er vestræn menning sjálf,“ sagði sómalska baráttukonan Ayaan Hirsi Ali, sem hefur helgaði sig baráttu gegn kúgun múslimakvenna, þegar hún mætti á hádegisfund á vegum alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar í Reykjavík í september 2007. Hirsi Ali var þá gestur hátíðarinnar í tilefni af því að sjálfsævisaga hennar var  nýútkomin á íslensku undir heitinu meira
mynd
21. júlí 2024

Fjölþjóðaríki Evrópu dæmd til að falla?

Síðustu 150 árin eða svo höfum við séð stór fjölþjóðaríki leysast upp í Evrópu og stórt ríkjabandalag rísa. Hér er hægt að tína til Ottómanveldið, Austurrísk-ungverska keisaradæmið, Sovétríkin og síðast Júgóslavíu þó það sé sýnu minnst. Því má halda fram að Evrópusambandið hafi tekið upp merkið sem ríkjabandalag sem stefnir óðum að því að lúta einni stjórn, þróun sem sagan getur sýnt ýmsar hliðar meira
mynd
12. júlí 2024

Ólympíuleikar hryðjuverkanna

Heimurinn hefur þurft að aðlaga sig að vaxandi hryðjuverkaógn og nú eru stórir viðburðir ekki skipulagðir svo að ekki sé mikill viðbúnaður eða fram fari ítarlegt öryggismat áður en þeir eiga sér stað. Fyrir stuttu var hér í pistli sagt frá undirbúningi vegna Ólympíuleikanna í París sem hefjast eftir nokkra daga en þar er þegar fallið met í öryggisgæslu. En það var einmitt á meira
mynd
9. júlí 2024

Pútín fer sínu fram

Um leið og Nató heldur upp á 75 ára afmæli sitt í Washington í Bandaríkjunum er heimurinn minntur á að Vesturlönd eru að kikna undan kostnaði við að halda úti stríði í Úkraínu. Þrátt fyrir almennan skilning á mikilvægi þess að styðja við Úkraínumenn þá virðist Vladimir Pútin fara sínu fram og varla að sjá bilbug á honum í stríðsrekstrinum þrátt fyrir ótæpilegt mannfall. Fyrir nokkrum dögum fór meira
mynd
8. júlí 2024

Í skotlínu íslamista

Margir sögðu eftir morðið á hollenska stjórnmálamanninum Pim Fortuyn að Evrópa yrði aldrei söm. Pim Fortuyn var á margan hátt skrautlegur maður og vakti athygli á mörgum vandamálum í Hollandi, sérstaklega þegar kom að innflytjendum og afstöðu til íslams. Pim Fortuyn var prófessor við Erasmus háskólann í Rotterdam en snéri að viðskiptum og var ráðgjafi hollenskra stjórnvalda. Hann varð síðan meira
mynd
6. júlí 2024

Um hvað er kosið í Frakklandi?

Það dylst engum að um þessar mundir er sterk undiralda í frönskum stjórnmálum og tekist á um ýmis grundvallaratriði svo sem frönsk gildi, öryggi borgaranna, utanríkismál og samleiðina með Evrópusambandinu þar sem Frakkland er annað tveggja lykilríkja ásamt Þjóðverjum. Þróun velferðarkerfisins og ekki síst fyrirkomulag lífeyrismála eru einnig undir í kosningabaráttunni sem og efnahagsmál í sinni meira
mynd
4. júlí 2024

Jarðgöng í stað stokka

Skipulagsmál í höndum meirihlutans í Reykjavík hafa byggst á mikilli óskhyggju sem hefur leitt til þess að engar stefnumarkandi ákvarðanir eru teknar og frestun á óhjákvæmilegum framkvæmdum sem þarf til að tryggja eðlilegar samgöngur í Reykjavík. Verst er að í þessu ferli öllu hefur verið stundaður mikil blekkingaleikur sem felst í því að reyna að selja íbúum Reykjavíkurborgar fullkomlega meira
mynd
2. júlí 2024

Kosningakvíði vinstri manna í Frakklandi

Eftirtektarverðar kosningar eru nú víða um hinn vestræna heim og fréttaflutningur af því mikil og stöðugur eins og gefur að skilja. Það er oft forvitnilegt að fylgjast með umfjöllun Ríkisútvarpsins af kosningum erlendis og hvernig þær eru túlkaðar fyrir áhorfendum. Sjónvarpsmaðurinn kunni, Egill Helgason, sagði frá því í fyrra að kosning Donalds Trump 2016 hefði haft veruleg áhrif á andlega meira
mynd
30. júní 2024

Misbeiting hugtaka og íslamófóbía

Menningarstríð hins vestræna heims setur sem vonlegt er mark sitt á kosningabaráttuna í Bretlandi en þar er tekist á um framtíð samfélagsins í mörgum málaflokkum, meðal annars í stefnunni í útlendingamálum. Bretland er fjölbreytt þjóðfélag en þetta gamla nýlenduveldi hefur lagt sig eftir að taka við íbúum frá fyrrum nýlendum breska heimsveldisins. Ríflega hálfrar aldar aðlögun að þessum breytingum meira
mynd
28. júní 2024

Flugklasi og flughermar

Flug hefur eins og gefur að skilja verið okkur Íslendingum mikilvægt og segja má að millilandaflug hafi frá upphafi verið tengt fullveldi landsins. Það var því engin tilviljun að slíkt flug hófst einmitt þjóðhátíðardaginn 17. júní 1947. Þá fór fyrsta flugvélin, sem Íslendingar keyptu til millilandaflugs, Hekla, í eigu Loftleiða hf. í sína fyrstu áætlunarferð til útlanda. Það þurfti mikinn stórhug meira
mynd
26. júní 2024

Orkumál: Með vindinn í fanginu

Orkustofnun er með til meðferðar virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar en þar hefur Landsvirkjun lagt fram ósk um að fá að reisa 120 MW vindmyllugarð sem yrði sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi. Vindmyllur finnast ekki hér fyrir utan þær tvær sem hafa verið endurreistar í Þykkvabæ. Líklegt verður að telja að Landsvirkjun fái virkjunarleyfi vegna Búrfellslundar innan tíðar og þar með verði meira
mynd
24. júní 2024

Róttæka vinstrið á lausu?

Það blæs ekki byrlega fyrir Vinstrihreyfingunni – grænt framboð (VG) sem fagnaði nýlega 25 ára afmæli sínu. Kannanir sýna að fylgi flokksins dansar nú í kringum hin örlagaríku 5% sem þarf til að ná jöfnunarsæti. VG er hætt að leiða ríkisstjórnina sem var forsenda fyrir því að hún var mynduð á sínum tíma. Óvíst er hver mun leiða VG í framtíðinni og áhrifafólk í flokknum hefur sagt sig úr meira
mynd
19. júní 2024

Runn­ing Tide og loftslagsiðnaðurinn

Í þriðju þáttaröðinni af hinum vinsælu norsku þáttum Útrás (Exit) fá fjórmenningarnir siðblindu augastað á nýrri tegund af útrás og viðskiptum. Þeir snúa sér að grænu orkunni og sjá tækifæri í vaxandi starfsemi á vindmyllum. „Allt sem fram kemur í þessari seríu er alveg eins og það er í Noregi í vindmyllubransanum. Einhverjir spaðar eins og þessir gaurar, hafa séð sér leik á borði, eru búnir meira
mynd
18. júní 2024

Gleymdu stríðin í Jemen og Súdan

Stundum er talað um gleymd stríð sem eru þá stríð sem einhverra hluta vegna fá ekki athygli heimsins. Fyrst koma upp í hugann til þess að gera nýleg stríð í Jemen og Súdan en sjálfsagt eru þau fleiri. Í báðum þessum löndum hafa geisað mannskæð átök sem hafa haft í för með sér miklar hörmungar fyrir landsmenn. Í tilfelli Súdan er óhætt að segja að ástandið sé einstakt en í kjölfar meira
mynd
15. júní 2024

Fiskeldið sem klýfur þjóðina

Við venjulegar aðstæður ættu landsmenn að geta glaðst yfir því að útflutningsverðmæti eldisafurða nam rúmlega 3,2 milljörðum króna í maí síðastliðnum en það er hvorki meira né minna en 80% aukning frá sama mánuði í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum ársins er verðmætið eldisafurða komið í 22,2 milljarða króna, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Í greiningu Radarsins, sem SFS stendur fyrir, er meira
mynd
14. júní 2024

Nvidia og gervigreindarkapphlaupið

Í liðinni viku gerðist það að fyrirtækið Nvidia fór framúr úr Apple þegar litið er til markaðsvirðis. Félagið náði þeim tímamótum að vera metið á þrjú þúsund milljarða Bandaríkjadala og komst fyrir vikið í heldur fágætan hóp. Það er auðvitað merkilegt að markaðsvirði Nvidia sé það sama og Apple þar sem velta og hagnaður Apple er mun meiri, enda eitt eftirsóttasta vörumerki heims. Rekstrartölur meira
mynd
12. júní 2024

Amsterdam: Frjálslyndasta borgin

Hollendingar eru þjóða fremstir í að nema land úr sjó en um tveir þriðju landsins er undir sjávarborði. Amsterdam, hvers nafn vísar til stíflu, er þremur metrum undir sjávarmáli og Schiphol flugvöllur tveimur metrum betur. Einu löndin sem komast í hálfkvisti við Holland í því að nema land úr sjó eru smáríki eins og Mónakó og Singapore en um 25% af furstadæminu við Miðjarðarhafið er á landfyllingum meira
mynd
9. júní 2024

Gustar um Donald Trump

Steve Bannon er einn margra pólitískra ráðgjafa Donalds Trump til að hljóta dóm. Nú hefur Bannon verið gert að gefa sig fram við fangelsisyfirvöld og hefja fljótlega fjögurra mánaða afplánun. Sakirnar virðast ekki miklar en Bannon var sakfelldur í október árið 2022 fyrir að vanvirða þingnefnd þegar hann neitaði að bera vitni í tengslum við rannsókn hennar á innrás stuðningsmanna Trumps í þinghús meira