Pistlar:

19. október 2019 kl. 10:08

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Rosa miklir peningar í samgöngur, takk!

Nánast daglega berast nýjar fréttir af því að miklir fjármunir séu að fara að streyma í innviðafjárfestingar hér á landi. Einstaka daga virðast haldnir fleiri en einn fundur þar sem þetta er tilkynnt. Stundum gengur svo mikið á að ekki næst að tilkynna öllum ráðherrum hvað er í gangi og svo virðist sem framkvæmdamennirnir hafi haft vit á að blanda ekki fjárveitingavaldinu í málið til að spara sér tíma!

Allt er þetta gott og blessað. Vitað var að nauðsynlegt er að taka til hendinni í samgöngumálum eins og oft hefur verið fjallað um í pistlum hér. Í raun er merkilegt að fylgjast með umræðunni núna og þeim yfirlýsingunum sem fylgja og átta sig á að lítið sem ekkert hefur verið gert í samgöngumálum í höfuðborginni undanfarna tvo áratugi og lítið yfir höfuð á höfuðborgarsvæðinu. Að því slepptu að reiðhjólastígar hafa verið lagðir sem er vel en kom þó ekki í veg fyrir að bíllausi dagurinn var haldinn á akveg. Var það ekki óþarfi?

Það er eðlilegt að styðja við almenningssamgöngur og hjólreiðar. En Reykjavík verður aldrei á pari við þær borgir sem menn vilja miða sig við í þeim efnum, svo sem Kaupmannahöfn og Amsterdam. Annað veðurfar, aðrar þarfir. Viðameiri úrlausnir eins og Borgarlína virðast enn furðu ómótaðar, illa skilgreindar og með óburðuga kostnaðaráætlun. Lengst af hafa Íslendingar treyst á bílinn og svo virðist enn. Staðbundin vandræði ættu ekki að þurfa að spilla því og áfram verðum við fámenn þjóð í stóru landi. Bíllinn verður áfram þarfasti þjónninn og með hverju árinu koma nýjar og sparneytnari tegundir.borgarlína

Miklubrautarstokkurinn

En vitaskuld blasir við að höfuðborgarbúar eiga eftir að upplifa mikil óþægindi og rask næstu árin á meðan verið er að vinna þau verk sem hafa verið boðuð. Tekið skal dæmi. Nú er sagt að færa eigi Miklubraut í stokk. Fyrst að norðanverðu, á svæðinu við Landspítalann, sem er loksins í uppbyggingarfasa þó að flestir viti að það er of seint og á vitlausum stað. En spyrja má sig hvernig í ósköpunum á að leiða umferðina framhjá á meðan Miklabraut verður sett í stokk? Jarðgöng um Hlíðarfót gátu á einum tíma virkað sem hjáleið fyrir hluta umferðarinnar sem fer um Miklubraut en hún sést hvergi á dagskrá núna. Hver verður hjáleiðin þegar ráðist verður í framkvæmdina á einhverjum umferðaþyngsta stað borgarinnar og tímasetningar benda til þess að verkið geti skarast við uppbyggingu nýja Landspítalans, gengur það? Fyrir utan að hægt er að undrast að vegaspotti sem hefur nýlega verið tekin í gegn og kostaði myndarlegar fjárhæðir skuli nú aftur tekin upp. Ekki mikil fyrirhyggja það.

Sæbraut í stokk

Annað sem ég hef verið að undra mig á sem íbúi í Vogahverfi er að nú á að setja Sæbraut í stokk hér fyrir neðan okkur á Langholtsveginum og settur verðmiði upp á 10 milljarða króna á verkið. Gott og vel, en aftur spyr maður sig; hver verður hjáleiðin? Hvert fer umferðin á meðan? Eins og áður er allt gert í vitlausri tímaröð. Nú er hafin uppbygging í Vogabyggð og húsin rísa hratt þar núna þó mér sé tjáð að treglega gangi að selja. Þarna er ætlunin að rísi 1300 íbúðir og því ljóst að veruleg umferð mun fylgja svæðinu. Þarna hefðu geta verið hjáleiðir á meðan framkvæmdum við stokkin verður, en það er líklega of seint núna. Vissulega mun Sæbrautarstokkur bæta umferðaflæðið því eins og staðan er nú þá mun enginn komast frá Vogabyggðasvæðinu og fráleitt að halda að Skeiðavogur geti flutt umferð þaðan. Ætlunin er að flytja börn úr Vogabyggð í Vogaskóla í sérstökum rútum. Vogabyggð hefur líklega í för með sér um 20 til 30 milljarða króna hækkun á kostnaði við Sundabraut, þannig að það er ekki nema von að borgaryfirvöld séu að reyna rukka innviðagjald af byggðinni þar. Lagalegur grundvöllur að þeirri gjaldtöku er vægast sagt óviss og er nú komin til dómstóla.umferð

Skattar, innviðagjöld eða eitthvað annað

Útsvarsgreiðendur í Reykjavík hafa verið seinþreyttir til vandræða en framúrkeyrsla ólíklegust smáverka vekja ugg meðal þeirra. Kostnaðaráætlanir framkvæmdanna vekja eðlilega tortryggni og þegar fréttamenn spurðu borgarstjóra beint um málið niðri í Ráðhúsi í vikunni vék hann sér undan að svara. Það er ekki einu sinni hægt að segja að hann hafi vikið sér fimlega undan því heldur setti hann bara á einræðu um annað. Þó var hann spurður einfaldrar spurningar (sem hafði verið til umræðu inni í borgarstjórn) um það hver ætti að greiða ef áætlanir stæðust ekki. Eðlileg spurning þar sem verkin byggjast á einhverjum reiknireglum um skiptingu kostnaðar milli ríkisvaldsins og borgarinnar. Það trúir því engin að kostnaðaráætlanir stórra og flókinna verka standist og því eðlilegt að fá botn í hvernig uppgjörinu verður háttað.

Þá er engin leið fyrir almenning í landinu að átta sig á hvað verður hægt að gera af þeim fjölmörgu framkvæmdum sem settar hafa verið fram til þessa því enn vantar skýra framkvæmdaáætlun. Þá er með öllu óljóst hvernig verður greitt fyrir framkvæmdirnar og hvaða auka álögur verða lagðar á ökumenn. Efasemdir um lögmæti innviðargjaldsins eru nú orðnar að dómsmálum og mikil andstaða við að leggja á sérstök vegagjöld innan höfuðborgarsvæðisins og þannig tvírukka í sumum tilvikum. Flýtigjöld eiga ekki við um framkvæmdir sem fólk hefur orðið að bíða eftir í áratugi. Í pistlum hér hefur verið bent á að Sundabraut beri veggjöld vegna eðlis framkvæmdarinnar. Það á tæpast við um flestar aðrar framkvæmdir hér í og við höfuðborgina.

mynd
16. október 2019

Sjávarútvegurinn: Minna fryst, meira ferskt

Furðumiklar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi og hafa í raun gert það alla þessa öld. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þegar horft er til breyttra neysluvenja að útflutningsverðmæti ferskra afurða hefur aukist verulega og nam verðmæti þeirra rúmlega 25% af útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild á árinu 2018 samanborið við um 11% um síðustu aldamót. Þetta er gríðarleg meira
mynd
15. október 2019

Friðarverðlaunahafi í miðju góðæri

Það var vel til fundið að láta Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta er í hundraðasta skipti sem friðarverðlaun Nóbels eru veitt og annað árið í röð sem Afríkumaður hlýtur þau en læknirinn Denis Mukwege frá Kongó hlaut þau á síðasta ári. Svo virðist að Afríkumenn fái sinn skerf af friðarverðlaununum en Abiy Ahmed er tólfti Afríkubúinn til að hljóta þau. Aðrir meira
mynd
13. október 2019

Útskýringar og loftslagsbreytingar

Það er ekki langt síðan að margir töldu að stríðið í Sýrlandi mætti að hluta til rekja til loftslagsbreytinga sem síðustu misseri hafa orðið að hamfarahlýnun í munni þeirra háværustu. Nú virðist tilfærsla Bandaríkjaforseta á 1.000 hermönnum í þessum ólgusjó átaka í Miðausturlöndum skipta sköpum. Báðar þessar kenningar útskýra lítið þá flóknu atburðarrás sem stuðlaði að stríðinu í Sýrlandi og meira
mynd
11. október 2019

Áhugaverð fyrirtæki: Orf og Nox Medical

Á þessum vettvangi hafa stundum verið raktar velgengnissögur úr íslensku atvinnulífi. Sem betur fer finnast þær víða og sjálfsagt eru þær fleiri en margir halda. Fyrir ekki löngu síðan voru nokkrar líkar sögur tíundaðar og tímabært að koma með fleiri. Hér í dag er rakin stuttlega saga líftæknifyrirtækisins Orf sem hefur á til þess að gera skömmum tíma skapað áhugvert vöruframboð og svo meira
mynd
7. október 2019

Haglýsing í október

Flest bendir til þess að það verði enginn hagvöxtur á Íslandi á þessu ári. Sé leiðrétt fyrir fólksfjöldaþróun má gera ráð fyrir samdrætti. Færri krónur á hvern landsmann og því talsverðar breytingar að eiga sér stað í íslenska hagkerfinu. Versnandi efnahagsþróun hefur komið niður á bæði heimilum og fyrirtækjum, neysla dregst saman sem síðan hefur aftur áhrif á hagvöxt. Áhrifin birtast meðal annars meira
mynd
5. október 2019

Mín vísindi eru betri en þín!

Í eina tíð var hent að því gaman við Háskóla Íslands að fræðimenn yrðu að bíða með nýjar kenningar þar til forveri þeirra í fræðunum væri látinn. Þannig væri tryggt að ekkert rask kæmist á fræðaheiminn og eftirmaðurinn erfði einfaldlega sína stöðu og gott skikk var á vísindunum! Auðvitað er þessi saga meira til gamans en hitt en áður en Háskóli Íslands fékk almennilega samkeppni frá nýjum háskólum meira
mynd
2. október 2019

Samfélagsleg ábyrgð í Grundarfirði

Það er alltaf merkilegt að komast í snertingu við atvinnulífið úti á landi og hvernig það grundvallast á færni og þekkingu sem hefur byggst upp kynslóð fram af kynslóð. Maður fær þetta sterklega á tilfinninguna þegar Grundarfjörður er heimsóttur en eins og glöggir lesendur muna hugsanlega eftir gerði ég atvinnulíf þar að umfjöllunarefni fyrr á árinu í tilefni af opnun einnar nútímalegustu meira
mynd
29. september 2019

Björgun og Sundabraut

Fyrirtækið Björgun hefur hætt starfsemi í Sævarhöfða í Reykjavík og undirbýr flutning að Álfsnesvík á Álfsnesi, gegnt Þerney innst í Kollafirði eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í vikunni. Björgun og Reykjavíkurborg undirrituðu 3. júní síðastliðin samkomulag um að Björgun fengi þessa lóð en miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir fylgja því að fyrirtækið haslar sér völl á nýjum stað. Um er að meira
mynd
26. september 2019

Loftslagsmál - orð og efndir

Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna að þýsk yfirvöld ætluðu að loka kjarnorkuverum Þýskalands innan tveggja ára en kolaorkuverunum landsins ekki fyrr en árið 2038. Þeir sem hafa einhvern skilning á því sem er að gerast í loftslagsmálum átta sig fljótt á því að betur hefði farið á því að hún hefði haft framkvæmdaröðina á hinn veginn. Lokað kolaorkuverunum meira
mynd
24. september 2019

Ísland - ekki svo slæmt

Ísland er í sjötta sæti af 149 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt Social Progress Imperative (SIP) listanum sem birtur var fyrir stuttu. Noregur trónir á toppnum, annað árið í röð en listinn er kunnuglegur þar sem öll Norðurlöndin eru í sex efstu sætunum. Einu undantekningarnar felast í því að Sviss skýst upp í þriðja sætið og Nýja Sjáland í það sjöunda. meira
mynd
22. september 2019

Skógrækt - hagkvæmasta og besta lausnin

Þýsk stjórnvöld hafa sett fram aðgerðaáætlun til þessa að berjast gegn loftslagsbreytingum sem mun kosta 60 milljarða evra. Vandinn er að fáir hafa beinlínis trú á aðgerðunum en óttast að þær munu skaða samkeppnishæfni þýsks efnahagslífs, leggja óþarfa álögur á þýskan almenning og skattgreiðendur. En aðgerðaráætlunin er sett fram til þess að berjast gegn áhrifum loftslagsbreytinga og fleiri ríki meira
mynd
19. september 2019

Borgarlínan - nýju Vaðlaheiðargöngin?

Eftir að hafa fylgst með hverri uppákomunni á fætur annarri í tengslum við framkvæmdir hér í Reykjavík er ekki nema von að menn hafi varann á sér gagnvart borgarlínuframkvæmdinni. Augljóslega er verið er að reyna að draga sveitastjórnarmenn annars staðar að af höfuðborgarsvæðinu með inn í framkvæmdina. Um leið er knúið á um að ríkisvaldið komi að málum til að tryggja fjármagn. Það er meira
mynd
17. september 2019

Álþjónustufyrirtæki í útrás

Álver á Íslandi sköpuðu um 228 milljarða króna í gjaldeyristekjur árið 2018, þar af námu innlend útgjöld alls 86 milljörðum króna. Á ársfundi Samáls í maí 2019, sem hér var fjallað um, kom fram að álverin höfðu keypt vörur og þjónustu hér á landi fyrir um 23 milljarða króna og var áætlað að raforkukaup næmu um 40 milljörðum króna. Þegar þessar tölur eru skoðaðar skilst vel af hverju meira
mynd
15. september 2019

Sundabraut enn og aftur

Sundabraut kom til umræðu í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu í dag. Þar var bent á þá augljósu staðreynd að öryggis vegna er hún nauðsynleg. Það er í raun ótrúlegt að fylgjast með vandræðaganginum í kringum Sundabraut en hún hefur komið æði oft til umræðu í pistlum hér. Bent hefur verið á að það er skammsýni að horfa á framkvæmdina eina og sér og þann kostnað sem henni fylgir. Kostirnir og tækifærin meira
mynd
14. september 2019

Útgönguútúrsnúningar ESB

Það er sérkennilegt að sjá yfirmann samninganefndar Evrópusambandsins í Brexit-málinu tala eins og ESB beri enga ábyrgð á að ekki náist að ljúka útgöngunni með samningi. Til hvers halda menn að 50 greinin hafi yfir höfuð verið sett inn í sáttmála ESB ef ekki til þess að hún gegndi einhverju hlutverki við þegar þjóð kýs að ganga úr sambandinu? Eðlilega hvarflar það að manni að greinin hafi meira
mynd
10. september 2019

Fjárlagafrumvarpið - mótvægi við hagsveifluna?

Í fjárlagafrumvarpi næsta árs segir að það eigi að endurspegla markmið ríkisstjórnarinnar um að vinna gegn skammvinnri niðursveiflu í hagkerfinu í kjölfar samdráttar í ferðamennsku og loðnubrests. Tekið er fram að það eigi að gerast án þess að hverfa þurfi frá áformum um uppbyggingu innviða og grunnþjónustu ríkisins. Þetta er gert með því að slaka á í ríkisfjármálum og dregið verður úr áður meira
mynd
7. september 2019

Robert Mugabe (1924-2019)

Þá er Robert Mugabe allur en hann varð 95 ára í febrúar síðastliðnum. Mugabe var forsætisráðherra Zimbabwe (sumir nota íslenska ritháttinn Simba­bve) frá 1980 til 1987 en síðan forseti landsins frá 1987 til 2017 þegar hann missti völdin. Réttast væri að lýsa því þannig að völdin hafi lekið frá honum en að lokum tók herinn yfir enda var Mugabe augljóslega búinn að missa tökin á eigin flokki og meira
mynd
4. september 2019

Stórveldi í heimsókn

Sjö klukkustunda stopp Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hér á landi minnir okkur á tilvist stórveldisins í vestri. Óhætt er að fullyrða að heimsóknin hafi sett allt á annan enda og flestir landsmenn hafa fylgst með för varaforsetans. Svona eru þá stórveldi gæti einhver sagt. Viðbúnaðurinn er ótrúlegur, hátt í 300 öryggisverðir frá Bandaríkjunum koma til landsins, herskip dóla úti fyrir meira
mynd
2. september 2019

Haglýsing í september

Nú þegar haustlægðirnar fara að sigla inn er eins og ákveðin lægð sé yfir íslenska hagkerfinu. Það er satt best að segja ekki mikla eftirvæntingu að finna í hagkerfinu eða á mörkuðum og helst að greiningaraðilar og aðrir sem rýna í stöðuna telji það markverðast að ástandið sé ekki verra. Nú virðist það hagkerfinu helst til framdráttar að það er mjög vel búið að taka við niðursveiflu! Þó er það meira