Pistlar:

12. maí 2022 kl. 19:59

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Skipulagsslys í Vogabyggð

Eins og kemur fram í frétt í Fréttablaðinu í dag er komið upp ófremdarástand í nýjustu byggð Reykjavíkur, Vogabyggð. Þar hafa íbúar brugðið á það ráð að safna undirskriftum þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi íbúa í byggðinni sem er eins og eyland innan Sæbrautarinnar einnar umferðaþyngstu götu borgarinnar.

Það er kunnara en frá þurfi að segja, að besta vegstæðinu fyrir Sundabraut var fórnað fyrir hluta af þessari byggð sem mun hækka kostnað vegna Sundabrautar um gríðarháar tölur, líklega einhverja tugi milljarða króna. Mismunurinn skýrist af því að í stað þess að geta lagt veginn á fyllingum og brú innarlega í Elliðavogi þarf að ráðast í gríðarlega flóknar, kostnaðarfrekar og erfiðar framkvæmdir en ekki er enn með fullu ljóst hvort byggð verður brú eða grafin jarðgöng. Allar rannsóknir sýna gríðarlega hagræði Sundabrauta sem meirihlutinn í Reykjavík hefur helst ekki viljað setja á dagskrá eins og hefur verið rakið hér í pistlum.sund

Íbúðum fjölgað en samgöngur óleystar

Frá því áform um Vogabyggð voru fyrst kynnt hefur verið ljóst að umferðamál inn í hverfið eru vandamál. Jafnt og þétt hefur verið unnið að því að stækka byggðina og er nú talað um að þarna rísi í það minnsta 2.000 íbúðir. Skóli á að rísa þar í framtíðinni (og pálmatré!) en þangað til verða íbúar að koma börnum sínum sjálfir í skóla annars staðar. Vogaskóli er næstur en Sæbrautin er á milli og enginn sendir börn þar yfir enda gatnamót Sæbrautar og Skeiðavog einstaklega erfið.

Til að bjarga þessu klúðri hefur fæðst hugmynd um að setja Sæbraut í stokk og virðast margir telja það hina bestu lausn. Yfir vestasta hluta stokksins færi síðan Borgarlínan. Þessi áform um stokk fæddust í raun ekki fyrr en eftir að búið var að skipuleggja Vogabyggð. Ekkert liggur fyrir um hvenær verður ráðist í gerð stokksins en á efni frá Reykjavíkurborg má sjá að framkvæmdatími standi árin 2021-2022 sem augljóslega mun ekki gerast, hvað þá að kostnaður verði 2,2 milljarðar króna eins og þar stendur.

Eins og áður segir þá var Sæbrautarstokkur kynntur til sögunnar eftir að íbúar voru farnir að flytja inn í Vogahverfið og menn sáu að samgöngur við hverfið voru í ólestri. Kostnaður við hann hlýtur að verða gríðarlegur en Reykjavíkurborg hyggst láta ríkið um það (stokkurinn er ekki á neinni áætlun) og selja svo byggingaland ofaná honum. Með því að klúðra bestu legu Sundabrautar og knýja á um Sæbrautarstokk er Reykjavík að kosta ríkissjóð tugi milljarða króna.

Enn hefur enginn áttað sig á því hvernig gríðarleg umferð flutningabíla frá Sundahöfn á að komast áfram en hún stíflar nú gatnamót Sæbrautar og Skeiðavogs langar stundir á álagstíma. Margir hafa efasemdir um að hægt sé að beina þessari umferð flutningabíla ofan í stokkinn, það eitt og sér kosta verulegar fjárhæðir.sæbr

Göngubrú lofað en það svikið

En nú þegar er mikill fjöldi fólks fluttur í hverfið og stendur nú ráðalaust gagnvart þessu skipulagsslysi. Eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag hafa íbúar í Vogabyggð staðið í bréfasendingum til borgaryfirvalda og ráðherra en Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra mun hafa lofað að ræða við borgina um göngubrú yfir Sæbraut sem væri þá bráðabirgðalausn þar til stokkurinn dýri kæmi. Fyrirhyggjuleysi, gæti einhver sagt. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins hefur Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, svarað íbúum því að brúin sé ekki lengur á teikniborðinu!

Íbúar eru auðvitað ráðalausir. „Þessu var lofað þegar byrjað var að hanna hverfið en það hefur verið svikið,“ segir í bréfi íbúanna sem fylgir undirskriftalista þar sem skorað er á Reykjavíkurborg að grípa til tafarlausra aðgerða til að tryggja öryggi íbúa í Vogabyggð. „Börn innan hverfisins eru í sérstakri hættu frá bílaumferð og þungaumferð frá hafnarsvæðinu þar sem flutningabílar keyra ítrekað yfir á rauðu ljósi og ljósin við Sæbrautina eru oft biluð,“ segir í bréfinu þar sem bent er á að börn í hverfinu sæki skóla, leikskóla, íþróttir, tómstundir og vini yfir Sæbraut. Framkvæmdaleysi, rangar ákvarðanir og svik kosta sitt.vogab

Keypti tálsýn borgarinnar

Í Fréttablaðinu er haft eftir aðstandendum undirskriftalistans að í besta falli verði hægt að setja Sæbraut í stokk á þremur árum sem telja 1.100 daga. „Það eru dagar sem börnin mín og annarra hér í hverfinu eru í lífshættu því þau þurfa að fara yfir Sæbraut,“ segir Steinunn E. Benediktsdóttir sem stendur að undirskriftalistanum. Fáir trúa því að stokkur sem hefur ekki gengið í gegnum skipulagsferli verði komin eftir þrjú ár.

Steinunn segir við Fréttablaðið að henni þyki eins og hún hafi keypt tálsýn borgarinnar því það er ekki farið að reisa skóla og göngubrúin sé horfin af borðinu. Íbúar segja að ástandið í
hverfinu sé óboðlegt og að leysa þurfi úr vandanum sem fyrst. Hverfið var markaðssett sem paradís með Elliðaárdal í bakgarðinum en það kemst enginn þangað nema að fara yfir Sæbraut og stefna öryggi sínu og barna sinna í hættu.

mynd
11. maí 2022

Þarf að horfa á rekstrartölur sveitarfélaga?

Ekkert þróað hagkerfi lætur laun opinberra starfsmanna leiða launaþróun. Menn þurfa ekki að hafa lært mikið í hagfræði til að skilja það eins ágætir og opinberir starfsmenn þó eru, grunnur framleiðslugetu hagkerfisins byggist á öðrum þáttum. Þá vita flestir að það er ekki góð lexía að láta fjölgun opinberra starfsmanna vera meiri en á starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Að endingu myndu allir þá meira
mynd
9. maí 2022

Fjölmiðlafrelsi á Norðurlöndunum

Noregur er í efsta sæti þegar fjölmiðlafrelsi er mælt í heiminum samkvæmt lista samtakanna Frelsis án landamæra sem gefin er út árlega (The World Press Freedom Index). Danmörk og Svíþjóð eru í öðru og þriðja sæti og Finnland í fimmta sæti. Ísland er í 15.sæti, á efir löndum eins og Jamaica og Seychelles-eyjar, mitt á milli Sviss og Þýskalands. Noregur fær 92,65 stig af 100 mögulegum, Ísland er meira
mynd
6. maí 2022

Staða fjölmiðlafrelsis á Íslandi

Síðustu ár hafa verið stöðugar fréttir um að Ísland sé að færast niður á alþjóðlegum lista sem mælir fjölmiðlafrelsi. Nú er svo komið að Ísland vermi 15. sæti á þessum lista (The World Press Freedom Index), mitt á milli Sviss og Þýskalands, en neðstir Norðurlanda. Færumst þó upp um eitt sæti frá síðasta ári. Listinn er tekin saman af samtökunum Frelsis án landamæra (Reporters Without Borders meira
mynd
4. maí 2022

Nú reynir á hagstjórnina

Úr hagkerfinu berast margvísleg skilaboð þessa mánuðina, í kjölfar farsóttar og stríðs. Stýrivaxtahækkun Seðlabankans í dag sýnir að hann er að hlusta á þessi skilaboð og beitir nú tækjum sínum og tólum (og sannfæringakrafti) til þess að reyna að stýra ólgandi hagkerfi þar sem ólíkir kraftar togast á og hafa áhrif hvor á annan. Það er ekki til að auðvelda hagstjórnina að á hinu pólitíska sviði meira
mynd
30. apríl 2022

Samfylking um framkvæmdaleysi

Eftir tvær vikur verða sveitarstjórnakosningar um allt land. Kjósendur velja þá á milli fjölmargra lista í hinum ýmsu sveitarfélögum en áherslumál í sveitarstjórnarmálum eru eðlilega aðrar en í landsmálum. Verkefni sveitarfélaga eru að stórum hluta bundin í lög en undir þau falla meðal annars grunnskólar, málefni fatlaðra og umhverfis og skipulagsmál. Samspil sveitastjórna og landsstjórna eru meira
mynd
28. apríl 2022

Hreinsunareldur nútímamannsins

Sagt er að á þriðju öld hafi kristnir menn verið réttdræpir í Rómarríki en öld seinna var það dauðasök að vera ekki kristinn. Á fyrsta kirkjuþinginu í Níkeu í Litlu-Asíu árið 325 var ákveðið að Jesú væri guð en smám saman varð sömuleiðis til vissa um að hann væri einnig maður og á þeim grunni er kristni boðuð í dag. Í Níkeu ver einnig hafin vinna við að taka til í guðspjöllunum og sum leyfð og meira
mynd
25. apríl 2022

Elon Musk tókst að næla sér í Twitter

Ef auðugasti maður heims vill kaupa eitthvað verður hann líklega ekki svo létt stöðvaður. Það eru stjórnendur Twitter búnir að uppgötva en 11 manna stjórn fyrirtækisins samþykkti nauðug viljug yfirtökutilboð Elon Musk í samfélagsmiðilinn eftir langan næturfund. Elon Musk greiðir 38% álag ofan á dagslokaverð frá því áður en hann tilkynnti um tæplega 10% stöðu sína í fyrirtækinu. Þrátt fyrir meira
mynd
24. apríl 2022

Kapítalismanum mótmælt

Það ríkti hálfgerð karnilvalstemmning meðal mótmælenda á Austurvelli í gær. Veðrið lék við þá og þeir virtust margir hverjir þekkjast vel þegar myndir voru skoðaðar enda kannski dálítið sami hópur sem mætir þarna. Sumir voru að grínast með það að þarna væri einstaka mótmælandi að mæta á tímamótamótmæli, jafnvel sín þúsundustu á Austurvelli! Það er auðvitað svo að fólk af vinstra litrófi meira
mynd
21. apríl 2022

Samhæfingarstjóri réttlátra umskipta

Forsætisráðuneytið auglýsir með heilsíðuauglýsingu í dag eftir leiðtoga til að leiða samhæfingu verkefna á sviði „sjálfbærrar þróunar og réttlátra umskipta“. Í auglýsingunni kemur fram að um er að ræða nýtt starf og að viðkomandi hafi tækifæri til að koma að mótun verkefnisins. Útlistun starfsins birtist í þessum orðum: „Meðal áhersluatriða er mótun stefnu stjórnvalda um meira
mynd
19. apríl 2022

Páskauppreisnin í Svíþjóð

Svo virðist sem sænska lögreglan hafi misst tökin á nokkrum bæjum í Svíþjóð um páskana og orðið að láta undan síga fyrir æstum múgnum um tíma. Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla virðast hátt í 30 lögreglumenn hafa slasast og margir mótmælendur einnig. Tugir lögreglubíla voru eyðilagðir. Hátt í 50 manns hafa verið handteknir. Eignatjón var umtalsvert en kveikt var í bílum í nokkrum bæjum og þá meira
mynd
17. apríl 2022

Auðmaðurinn og umræðutorg heimsins

Bandaríski viðskiptaheimurinn hefur staðið á öndinni nú yfir páskanna í framhaldi af tilraun ríkasta manns heims til að taka yfir samfélagsmiðilinn Twitter. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvað Elon Musk gangi til með tilboði sínu upp á 43 milljarða dala í Twitter en hann er talinn eiga 273 milljarða dala samkvæmt nýjasta verðmati. Ekki er langt síðan hann spurði fylgjendur sína á Twitter meira
mynd
15. apríl 2022

Stjórnarskrár þekkingarinnar

Áður en ritaður texti birtist fyrir sjónum almennings getur margt farið úrskeiðis. Stafsetninga- og málsfarsvillur eru því miður algengar í bland við einfaldar innsláttarvillur og svo geta efnisatriði og staðreyndir máls vitaskuld skolast til. Í gegnum tíðina hafa fjölmiðlar reynt að vinna gegn þessu, á flestum fjölmiðlum starfa prófarkalesarar sem hafa yfirleitt nóg að gera og pistlahöfundur meira
mynd
13. apríl 2022

Aðför að heilsu kvenna - engin pólitísk ábyrgð?

Fyrir stuttu birtist frétt sem vakti furðu litla athygli. Þar var sagt frá því að það væri álit starfshóps, sem skipaður var af Læknafélagi Íslands, að yfirfærsla leghálsskimana frá Krabbameinsfélaginu, þar sem hún hafði verið í meira en hálfa öld, hafi ekki verið vel rökstudd, ekki vel framkvæmd og hafi ekki tekist sem skyldi þegar hún var framkvæmd á síðasta ári. „Stjórnunaraðilum í meira
mynd
7. apríl 2022

Þegar raunsæið rauf einangrun Kína

Í febrúar síðastliðnum voru 50 ár liðin frá því að Richard Nixon Bandaríkjaforseti heimsótti Kína og markaði þar með upphaf að auknum og betri samskiptum við þetta fjölmennasta ríki heims. Rauða Kína, eins og það var kallað, var í raun fullkomlega einangrað ríki, bjó við mikla fátækt og á þeim tíma var allsendis óvíst hvaða hlutverki það kæmi til með að gegna í heimspólitíkinni. För Nixon var að meira
mynd
5. apríl 2022

Gamla Evrópa og nýir öryggisbrestir

Engum dylst að stríðið í Úkraínu mun hafa veruleg áhrif á alþjóðastjórnmálin og öryggis- og varnarstefnu flestra ríkja heims. Ekki bara í Evrópu, áhrifin eru allstaðar eins og hefur verið vikið að hér í pistlum. Síðan Sovétríkin hrundu og Kalda stríðnu lauk hefur aðeins verið eitt risaveldi, Bandaríkin. En það fylgir því að vera risaveldi að stöðugt þarf að endurmeta og endurskoða áherslur í meira
mynd
30. mars 2022

Alþingi spjallar um fjölmiðla

Efnt var til sérstakrar umræðu um fjölmiðla á Alþingi fyrr í dag en tilefnið var umhverfi fjölmiðla. Það gerði þátttakendum í umræðunni kleyft að nálgast málið frá mörgum sjónarhornum en kastljósið hefur verið á rekstrarstöðu fjölmiðla og starfsskilyrði fjölmiðlamanna. Nokkuð sem hefur verið vikið að oft í pistlum hér á þessum vettvangi. Það verður að segjast eins og er að umræðan var nokkuð meira
mynd
29. mars 2022

Öryggismál: Erfiðir nágrannar Japana

Japanir eru að reyna að sætta sig við þá hugsun að þeir verði að taka meiri ábyrgð á eigin vörnum. Eins og vikið var að hér í pistli fyrir stuttu þá er það krafa hins lýðræðissinnaða heims að öxulveldin gömlu, Þýskaland og Japan, auki verulega framlög sín til varnarmála. Fyrir báðar þjóðir er það erfitt enda eru þær enn að vinna úr skömm seinni heimsstyrjaldarinnar. Bæði samfélögin hafa meira
mynd
27. mars 2022

Öxulveldin hervæðist á ný

Hildarleikurinn í Úkraínu kallar á endurskoðun og endurmat á flestum þáttum alþjóðlegs samstarfs á sviði öryggismála. Margt bendir til þess að Bandaríkjamenn muni fara fram á meiri og öflugari skuldbindingu af hálfu Vestur-Evrópuríkja þegar kemur að hinni sameiginlegu öryggisstefnu Nató. Margir eru þó þeirrar skoðunar að ekkert geti komið í stað þess að hafa bandaríska hermenn á svæðinu. meira
mynd
23. mars 2022

Lóðaskortur og afneitun meirihlutans

Samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins mætti byggja 7.000 íbúðir samkvæmt samþykktu skipulagi á auðum lóðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem langflestar, eða rúmlega 4.500 íbúðir, rúmist á samþykktum lóðum í Reykjavík. Þrátt fyrir það munu lóðir fyrir 7.000 íbúðir aðeins rúma tæpan fjórðung þess fyrirhugaða íbúafjölda sem fram komi í spá Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2014. Samkvæmt meira