Pistlar:

25. september 2018 kl. 10:36

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Ísland skorar vel í lífsgæðum

Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar (SPI) sem var kynntur fyrir nokkrum dögum. Ísland var í 3. sæti á listanum í fyrra. Norðurlöndin raða sér í efstu sæti sem fyrr; Noregur er í efsta sæti listans, Finnland í 4. sæti og Danmörk í 5. sæti. Svíþjóð er í 11. sæti. Ísland og Noregur eru einu Norðurlöndin sem hækka sig á listanum milli ára, hin þrjú löndin lækka.

Á þessum vettvangi hefur oft verið fjallað um SPI mælikvarðann en vísitalan segir til um hæfni samfélaga til að mæta grunnþörfum borgaranna, stuðla að og viðhalda lífsgæðum þeirra og veita einstaklingnum tækifæri til betra lífs. Þetta er í fimmta skipti sem Social Progress Imperative birtir lista sem byggður er á vísitölu félagslegra framfara. Það er athyglisvert að Ísland hefur verið vettvangur fyrir marga af helstu fundum SPI og ástæða til að vekja athygli á því að í fyrramáli verður haldin morg­un­verðar­fundur SPI á Íslandi í Ari­on­banka þar sem niður­stöður og sam­an­b­urður við helstu þjóðir verða kynnt­ar. Sérstaklega verður forvitnilegt að heyra af árangri Kópavogsbúa sem hafa tekið upp aðferðafræði SPI, fyrstir íslenskra sveitarfélaga.

Íslend­ing­ar eru fremst­ir í 12 flokk­um

Ef niðurstaðan núna er skoðuð kemur í ljós að Íslend­ing­ar eru fremst­ir í 12 flokk­um af 51 á list­an­um. Hér á landi er til dæmis vannær­ing minnst, ung­barnadauði og dán­artíðni mæðra við fæðingu einnig minnst og þá er á Íslandi best aðgengi að drykkjar­vatni. Íslend­ing­ar standa einnig öðrum fram­ar í já­kvæðu viðhorfi til sam­kyn­hneigðra auk þess sem umb­urðarlyndi gagn­vart minni­hluta­hóp­um er hvergi í heim­in­um meira.

Þegar kemur að um­hverf­is­gæðum er Ísland í 17. sæti og veg­ur þar þungt meðhöndl­un frá­veitu sem og slök frammistaða við vernd­un líf­rík­is­ins en þar er Ísland í 84. sæti. Íslend­ing­ar ættu að geta gert bet­ur í ýms­um flokk­um, þar á meðal þegar kem­ur að aðgengi að lág­marks­hrein­læti, en þar er Ísland í 32. sæti. Ætla má að þar sé auðvelt að bæta úr.progress

Meðaleinkunn lækkar

Úttektin 2018 sýnir niðurstöður fyrir 146 þjóðar alls staðar í heiminum byggða á 51 vísi sem allir byggja á útkomu og segja til um hvernig okkur hefur tekist uppi. Hér er horft til þeirra breytinga sem orðið hafa frá upphafi mælinga 2013. Það eru vonbrigði að meðaleinkunn á 2017 listanum er 63.46 og lækkar milli ára, var 64.85 í fyrra. Sé litið á heim­inn í heild bæta 133 þjóðir af 146 sig á milli ára. Mest­ar eru fram­far­irn­ar í Asíu og í Afr­íku sunn­an Sa­hara. Aft­ur­för er hins veg­ar hjá Tyrklandi og Banda­ríkj­un­um. 75 af 146 þjóðum sýna merki um versn­andi þróun borg­ara­legra rétt­inda.


Áherslur á félagslegar umbætur og framfarir sem taka til fleiri þátta en efnahagslegra verðmæta einna hafa aukist verulega á síðustu árum og sennilega aldrei verið mikilvægari. Enda krafa fólks um aukin lífsskilyrði stöðugt að aukast. Því er mikilvægt að horfa til annarra mælikvarða en fjárhagslegra mælikvarða. Vísitala félagslegra framfara endurspeglar heildstæða mynd af samfélagslegum og umhverfislegum þáttum og aðgreinir sig með því frá öðrum mælikvörðum. Vísitalan sýnir einungis útkomu, dregur fram hvar þarf að forgangsraða og hvernig skal nýta fjármuni með markvissari hætti til frekari umbóta og uppbyggingar. Hún er vísir að einstökum mælikvarða til að gera raunverulegan samanburð á milli ríkja og einstakra svæða.

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

mynd
21. september 2018

Danske Bank setur met í peningaþvætti

Það er ekki bjart yfir starfsemi Danske Bank, stærsta banka Danmerkur, um þessar mundir. Bankastjórinn farinn, stjórnarformaðurinn á leið út og búið að kæra hóp millistjórnenda bankans til lögreglu. Bæði Fjármálaeftirlitið og fjármáladeild rannsóknalögreglunar eru að skoða starfsemi bankans sem virðist hafa flækst í eitt stærsta peningaþvættismál sögunnar. Talið er að 200 millj­arðar evra hafi meira
mynd
16. september 2018

Ítalía - enn í skugga mafíunnar

Það er alltaf tilhlökkun að heimsækja Ítalíu og nú er stefnan sett þangað eina ferðina enn. Saga landsins og fegurð er einstök og fólkið gott. Maturinn dásamlegur. Það hvílir hins vegar stór skuggi yfir landinu. Hann birtist í umfangi skipulegrar glæpastarfsemi. Hún virðist samofin þjóðlífinu og dregur því miður draga máttinn úr hagkerfinu og spillir samfélaginu, sérstaklega í suðurhluta landsins. meira
mynd
11. september 2018

Varúðarmerki í nýrri orkuspá

Íslendingar ganga nokkurn veginn út frá því að hér sé ávallt til staðar nægjanleg orka, hún sé framleidd með umhverfisvænum hætti, afhendingaröryggi sé nánast fullkomið og umfram allt; hún sé ódýr. Flest þetta á við í dag en er ekki eins sjálfgefið og margir halda. Umræða um nýja orkutilskipun Evrópusambandsins og hugsanlega innleiðingu hennar hefur orðið fyrirferðamikil undanfarið en umræða um meira
mynd
9. september 2018

Ræningjabarónar nútímans

Um leið og hefðbundnum fjölmiðlum hér á landi og erlendis blæðir út fitna samfélagsmiðlar sem aldrei fyrr. Engum dylst að þarna er beint samhengi á milli. Samfélagsmiðlarnir fá efnið frá gömlu miðlunum ókeypis og taka síðan alla auglýsingasöluna. Svona rétt eins og Morgunblaðið birtir minningagreinarnar á meðan Fréttablaðið selur dánartilkynningarnar. Í leiðara Morgunblaðsins um helgina var vakin meira
mynd
5. september 2018

Amazon á flugi

Markaðsvirði Amazon hefur hækkað ótrúlega síðustu 12 mánuði og er nú félagið metið á eina bill­jón Banda­ríkja­dala (e. trilli­on doll­ars). Upphæð sem getur verið erfitt að meðtaka en ekki er langt síðan markaðsvirði Apple náði þessum hæðum eins og fjallað var hér um í pistli fyrir stuttu. Það gerðist hins vegar á mun lengri tíma og uppsveifla sem markaðurinn hefur séð á meira
mynd
31. ágúst 2018

Sýning um sögu fullveldisins

Það er engin ein leið við að segja söguna, hún á sér ótalmarga farvegi og ótalmörg sjónarhorn. Sá er hér heldur á penna hefur gjarnan vitnað til enska sagnfræðingsins R.G. Collingwood (1889-1943) sem benti á að sagnfræðingar fengjust ekki aðeins við atburði heldur einnig hegðun. Fyrir söguna er markmiðið ekki atburðurinn sjálfur heldur sú hugsun sem hann lýsir. Að uppgötva þessa hugsun er að meira
mynd
28. ágúst 2018

Trump og Kínverjarnir

Eins og margt annað í hinum alþjóðlega heimi þá lesum við að viðskiptaátök Bandaríkjanna og Kínverja séu Donald Trump Bandaríkjaforseta að kenna. Vissulega er það svo að upphaf átakanna má rekja til ákvarðanna Trump. Í maí síðastliðnum birtist listi með 140 kröf­um sem rík­is­stjórn Trump tók sam­an í fyrstu fundalot­unni við Kínverja. Þegar listinn er skoðaður sést að meira
mynd
26. ágúst 2018

Helstu hagstærðir aldrei jafn hagstæðar

„Lífskjör á Íslandi eru góð, með þeim bestu meðal OECD-ríkja, og ójöfnuður lítill í alþjóðlegum samanburði. Fátækt mælist einnig lítil í slíkum samanburði. Hagkerfið hefur náð sér eftir áfallið árið 2008 og helstu hagstærðir hafa aldrei verið jafn hagstæðar og um þessar mundir.” Þannig hefst ritgerð Gylfa Zoega, prófessors við Háskóla Íslands, sem nú má finna á heimasíðu meira
mynd
23. ágúst 2018

Verður ókeypis olía Ortega að falli?

Óhætt er að segja að fall Daniel Ortega, forseta Níkaragva, hafi verið óvenju skjótt. Í byrjun árs virtist allt leika í lyndi og vinsældir hans meiri en hjá nokkrum öðrum leiðtoga í Mið- og Suður-Ameríku. Nú sameinast landsmenn um það að kalla eftir afsögn hans. Fyrstu merki um vaxandi óvinsældir birtust þegar stúdentar hófu að mótmæla slökum vinnubrögðum stjórnarinnar í kringum skógaelda í apríl meira
mynd
21. ágúst 2018

Hrun Venesúela heldur áfram

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Soniu Petros, ís­lenska kona af venesú­elsk­um upp­runa, um ófremd­ar­ástandið sem nú rík­ir í hennar gamla heimalandi. Lýsingar hennar eru sláandi enda segist hún ekki skilja ástandið þar frekar en aðrir. „Ástandið verður klikkaðra með hverj­um deg­in­um og verðið hækk­ar stöðugt,“ segir Sonia sem reynir að meira
mynd
17. ágúst 2018

Ferðalangur í München

Sagt er að München sé nyrsta borg Ítalíu en aðrir segja hana vera stærsta sveitaþorp Þýskalands. Hvað sem hæft er í því þá er München um margt notaleg borg og ágæt heim að sækja. Um eina og hálf milljón íbúa lifa í borginni og hún er því að nokkru leyti á pari við Kaupmannahöfn. München er höfuðborg sambandsríkisins Bæjaralands og íbúar eru kaþólskir og pistlaskrifari hitti einmitt á frídag sem meira
mynd
15. ágúst 2018

Túristagildra geðveiks konungs

Stundum tekur maður skrítnar ákvarðanir á ferðalögum. Að heimsækja ævintýrakastalann Neuschwanstein telst hugsanleg til slíkra ákvarðanna en þangað er um tveggja tíma akstur suður af München. Þangað fer engin nema skipuleggja sig fyrirfram því til Neuschwanstein sækja þúsundir manna á hverjum degi. Það er líklega umhverfið sjálft sem skapar ævintýraumgjörðina frekar en kastalinn eins ágætur meira
mynd
12. ágúst 2018

Hitadagar í München

Hér í München er búið að vera heitt í sumar. Þegar við mættum hingað í gær var okkur tjáð að hér hefði 17 daga í röð hitinn farið yfir 30 gráður. Og það er heitt, tjáði gestgjafi okkar heldur raunamæddur á svip. Það var svo sem ekkert raunamætt við hann, ung stúlka sem býr hér á neðri hæðinni með móður sinni og leigir fallega uppgerða þakíbúð til að drýgja tekjurnar í gegnum Airbnb. Við búum rétt meira
mynd
8. ágúst 2018

Tré til bjargar heiminum?

Pakistan hyggst planta einum milljarði trjáa á næstu árum og hefur reyndar þegar plantað út 750 milljónum trjáa og þannig útvegað um hálfri milljón manna tímabundna atvinnu. Kína hyggst planta út skógi sem samsvarar Írlandi að stærð og hefur fengið 60 þúsund hermenn í verkið. Indland plantaði út 66 milljónum trjáplantna á aðeins 12 tímum á síðasta ári en ein og hálf milljón manna tók þátt í meira
mynd
6. ágúst 2018

Mikilvægi nýs hafrannsóknarskips

Á hátíðar­fundi Alþing­is á Þing­völl­um 18. júlí síðastliðinn var samþykkt að ríkið léti 3,5 millj­arða króna renna til hönn­un­ar og smíði nýs haf­rann­sókna­skips. Upphæðin mun dreifast á næstu þrjú ár. Nýja skipið kem­ur í stað rann­sókna­skips­ins Bjarna Sæ­munds­son­ar RE 100 sem smíðað var árið 1970 og þykir komið mjög til meira
mynd
3. ágúst 2018

Velgengni Apple

Banda­ríska tæknifyr­ir­tækið Apple varð í gær fyrsta fyr­ir­tækið í heim­in­um sem er skráð á al­menn­an hluta­bréfa­markað sem er metið á yfir eina bill­jón Banda­ríkja­dala (e. trilli­on doll­ars). Ein bill­jón sam­svar­ar millj­ón millj­ón­um. Apple náði þess­um áfanga í viðskipt­um í meira
mynd
31. júlí 2018

Sundabraut er nauðsynlegur hlekkur

Sundabraut er nauðsynlegur hlekkur í stofnbrautakerfi höfuðborgarsvæðisins samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 – 2024 eins og kemur fram í skýrslu á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar frá árinu 2004. Hér hefur aftur og aftur verið vakin athygli á mikilvægi Sundabrautar, ekki bara sem mikilvægrar samgöngubótar heldur ekki síður sem mikilvægs þróunarverkefnis fyrir byggð meira
mynd
29. júlí 2018

Er Trump að skila sínu?

Efna­hag­ur Banda­ríkj­anna óx um 4,1% á öðrum fjórðungi þessa árs, end­ur­reiknað miðað við árs­grund­völl, og hef­ur ekki vaxið hraðar síðan í þriðja ársfjórðungi 2014. Vöxt­ur­inn er knú­inn áfram af aukinni einka­neyslu, fjár­fest­ing­um í viðskipt­um og óvæntri aukn­ingu í út­flutn­ingi. Þetta er auðvitað til að meira
mynd
26. júlí 2018

Selfoss: Nýr miðbær eða hvað?

Þann 18. ágúst næstkomandi munu íbúar Árborgar kjósa um nýjan miðbæ á Selfossi. Áður hefur verið vikið að þeirri óvenjulegu stöðu sem Selfyssingar eru í en þeir eru eitt fárra sveitarfélaga í landinu sem geta skipulagt og hannað miðbæ sinn frá grunni. Fyrir liggur tillaga að skipulagi sem hefur verið í þróun í mörg ár en hún byggist á því að reisa heilt hverfi með yfirbragði eldri byggðar. Hönnun meira