Pistlar:

4. júlí 2025 kl. 10:15

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Er sjávarútvegurinn búinn að vera í kauphöllinni?

Efnahagslegar afleiðingar veiðigjaldafrumvarpsins hafa furðu lítið verið í umræðu en þær eru þegar orðnar umtalsverðar og geta orðið enn meiri í framtíðinni. Þrjú sjávarútvegsfyrirtæki eru skráð í Kauphöll Íslands og þar af tvö þeirra, Ísfélagið og Síldarvinnslan, til þess að gera nýskráð. Gengi bréfa þessara fyrirtækja hefur lækkað um 20 til 25% það sem af er ári og augljóslega hefur dregið verulega úr áhuga fjárfesta. Þeir sem fjárfestu í útboðum þessara félaga hefðu betur sett sig inn í þá pólitísku áhættu sem fylgir fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi. Þá hafa Samtök skattgreiðenda bent á hið mikla tjón sem lífeyrissjóðirnir hafa orðið fyrir.jul

Velta má fyrir sér hvort ekki sé búið að spilla eða jafnvel eyðileggja möguleika þess að skrá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki. Það er undarleg niðurstaða þar sem skráning eykur gagnsæi varðandi starfsemi þeirra en ekki síður gerir hún samkeppnisstöðu þeirra við erlend skráð sjávarútvegsfyrirtæki betri. Það gleymist í hinni einfölduðu og hatrömmu auðlindagjaldaumræðu hér á landi að íslenskur sjávarútvegur á í harðskeyttri baráttu á erlendum mörkuðum, oft við skráð félög sem eru margfalt stærri en íslenskir samkeppnisaðilar þeirra.

Á að opna á erlendar fjárfestingar?

Það er reyndar umhugsunarvert hvort ástæða sé til að endurskoða bann við fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum eins og Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq, hefur stungið upp á. Stærð þessara erlendu samkeppnisaðila gæti mælt á móti því en hugsanlega þarf íslenskur sjávarútvegur að endingu að hafa aðgang að meira fjármagni. Þetta helst í hendur við það hvernig sjávarútvegsfyrirtækjunum reiðir af á næstunni. Niðurstaða þessa máls mun síðan senda skilaboð til atvinnulífsins því hver getur fullyrt að aðrar atvinnugreinar, svo sem ferðaiðnaðurinn, fái ekki sömu meðferð.

Fleiri og fleiri í atvinnulífinu velta nú því fyrir sér hvort nægi­lega vel hafi verið metið hvaða áhrif aukn­ar álög­ur og skatta­hækk­an­ir á sjáv­ar­út­veg geti haft á verðmæta­sköp­un í land­inu.

Dregur strax úr fjárfestingum

Morgunblaðið benti á hið augljósa í frétt í gær en þar var sagt frá því að áform um skatta­breyt­ing­ar og aukn­ar álög­ur á sjáv­ar­út­veg hafi þegar haft áhrif á fjár­fest­ing­ar og verk­efni fyr­ir­tækja sem þjón­usta grein­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins hafa nokk­ur fyr­ir­tæki, sem sér­hæfa sig í tækni, búnaði og lausn­um fyr­ir út­gerðir og vinnsl­ur, orðið vör við að verk­efn­um hafi verið frestað og eft­ir­spurn dreg­ist sam­an. Þetta kemur heim og saman við það sem fólk og fyrirtæki úti á landi upplifa en sjávarútvegsfyrirtækin hafa í mörgum tilvikum sett fjárfestingar á ís enda komið á daginn að útfærsla hækkunar veiðigjalda var um margt óljós. Það er ekki nema von að menn segi núna að „leiðréttingin“ standi undir nafni, svo oft er búið að leiðrétta veiðigjaldafrumvarpið.fiskur

Breytt rekstr­ar­skil­yrði

Morgunblaðið segir í frétt sinni að sér­fræðing­ar í grein­inni bendi á að fjár­fest­ing­arþörf hafi byggst upp á und­an­förn­um árum, ekki síst eft­ir erfitt tíma­bil með hátt vaxta­stig. Merki hafi verið um aukna eft­ir­spurn eft­ir tækni­lausn­um og sjálf­virkni í upp­hafi árs­ins, en óvissa vegna breyttra rekstr­ar­skil­yrða og fyr­ir­hugaðra skatta­breyt­inga hafi haft áhrif á þró­un­ina.

„Við höf­um klár­lega orðið vör við þetta. Mörg­um verk­efn­um hef­ur annaðhvort verið slegið á frest eða hrein­lega fallið niður,“ seg­ir Óskar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri tæknifyr­ir­tæk­is­ins Klaka, í samtali við Morgunblaðið en Klaki sér­hæf­ir sig í sjálf­virkni­væðingu fyr­ir sjáv­ar­út­veg. Haft er eftir Óskari að haustið líti út fyr­ir að verða ró­legra en ella og að fyr­ir­tæki þurfi í aukn­um mæli að færa fókus sinn annað vegna þess­ar­ar þró­un­ar.

Hag­kvæmt en slegið af

Það er sláandi að lesa það sem haft er eftir Óskari en hann nefn­ir dæmi um verk­efni sem Klaki hef­ur haft lengi í und­ir­bún­ingi og búið er að leggja mikla hönn­un og þróun í sem hætt hafi verið við. „Þetta var verk­efni sem var aug­ljós­lega hag­kvæmt fyr­ir viðkom­andi fyr­ir­tæki til lengri tíma litið, en áhyggj­ur af rekstr­ar­um­hverf­inu og aukn­um álög­um hafa orðið til þess að ekki er ráðist í fjár­fest­ing­una,“ seg­ir Óskar. Morgunblaðið hefur eftir honum að þessi þróun geti grafið und­an sam­keppn­is­hæfni ís­lensks sjáv­ar­út­vegs á alþjóðamarkaði.

„Þetta er ekki flókið. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er eina al­vöru ­magn­fram­leiðslu­grein­in sem við höf­um á Íslandi. Hún verður ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæf er­lend­is nema fram­leiðslan sé eins sjálf­virk og mögu­legt er. Ef fyr­ir­tæk­in hafa ekki tök á því að sjálf­virkni­væða fram­leiðsluna sína verða þau ekki sam­keppn­is­hæf,“ seg­ir Óskar. Allt þetta hefuir verið til umræðu á Alþingi þó það henti stjórnarliðum að segja að þetat snúist bara um málþóf.

mynd
3. júlí 2025

Sósíalistar og varðstaðan um arfleifðina

Saga sósíalista og kommúnista á Íslandi hefur lengst af verið saga sundrungar. Eftir því sem fylkingarnar færast lengra til vinstri því meiri er sundrungin og átökin og þar taka flokksbrot og sellur við af hefðbundnu flokksstarfi. Átök innan Sósíalistaflokks Íslands þessa dagana eru af slíkum toga. Það er ekki endilega mikið í húfi, hvorki eru atkvæðin mörg né fjárhæðirnar háar. En brigslin og meira
mynd
1. júlí 2025

Kjarnorkuvopn og Íran

Hvernig á að skilja þær aðgerðir sem Bandaríkjamenn og Ísraelar hafa efnt til gagnvart Íran? Hvaða skoðun sem menn hafa á framkvæmdinni verður að svara því hvort heimurinn getur sætt sig við að klerkastjórnin Íran eignist kjarnorkuvopn? Í þeirri upplýsingaóreiðu sem ríkir hafa margir reynt að tala niður möguleika þess en staðreyndin er sú að Íran bjó yfir því sem kallað er kjarnorkuleynd eða meira
mynd
29. júní 2025

Sósíalistar allra landa, sundrist!

Sósíalistar boða að þeir séu byltingarafl í þjóðfélaginu en eftir tíðindi helgarinnar innan Sósíalistaflokks Íslands spyrja menn enn á ný: Étur byltingin börnin sín? Sósíalistaflokkurinn stendur nú ljósum logum og það er búið að skrúfa fyrir vatnið á Samstöðinni og smiðurinn Þorvaldur Þorvaldsson, sem alla jafnan var kallaður Albaníu-Valdi, er búin að negla fyrir einhverjar hurðir í húsakynnum meira
mynd
28. júní 2025

Pólitísk áhætta og sjávarútvegurinn

Til að þurfa ekki að hefja þessa grein á skammstöfun má minna á að ekki er alltaf betra að flækja hlutina. Eins furðulegt og það er þá koma slíkar ábendingar oft frá erlendum skammstöfunum svo sem AGS og OECD, kannski þó síður NATO! En nú vorum við Íslendingar að fá niðurstöðu af úttekt OECD sem stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development á ensku, sem á íslensku þýðir meira
mynd
26. júní 2025

Fjórar eða fjórtán fjölskyldur?

Forsætisráðherra hélt því fram í Kastljósi á mánudagskvöldið að tvöföldun veiðigjalda hefði bara áhrif á fjórar til fimm fjölskyldur í landinu og hagsmunabaráttan í málinu snérist um þessar fjölskyldur. Ummælin eru athyglisverð en þarna má segja að Kristrún Frostadóttir hafi gengið inn í þekktan kenningaheim sem gengur út á að auðugar og áhrifamiklar fjölskyldur stýri stórum hluta auðs og meira
mynd
24. júní 2025

Verður slökkt á vestfirska efnahagsævintýrinu?

Forsætisráðherra heimsótti Vestfirði í síðustu viku í von um að slá á óánægju Vestfirðinga með fyrirhugaða hækkun á auðlindagjaldi sjávarútvegsins. Sumum kann að þykja þetta samráð heldur seint fram komið því stjórnarliðar hafa boðað að frumvarpinu verði ekki breytt og hafa dæmt alla umræðu um veiðigjöldin í þinginu sem málþóf. Þegar forsætisráðherra mætti vestur blöstu staðreyndir við henni. meira
mynd
20. júní 2025

Ógnir og tækifæri íslensks sjávarútvegs

Í hinni miklu umræðu um hækkun veiðigjalds má sjá þá fullvissu hjá stuðningsmönnum hækkunar að ekkert geti snert íslenskan sjávarútveg. Sjávarútvegsfyrirtækin séu það stór og sterk (og aflögufær) að þau geti nánast rekið sig út í það óendanlega óháð því sem gerist í umhverfinu hér heima og erlendis. Ekkert er fjarri lagi. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að sjávarútvegurinn standi frammi meira
mynd
19. júní 2025

Hin arabíska Evrópa

Mörg teikn eru um að yfirstandandi mannfjöldaþróun muni breyta Evrópu hratt á næstu áratugum. Sumt af því verður framhald af þeim breytingum sem hafa átt sér stað síðustu áratugina en nokkrir þættir standa upp úr. Fæðingartíðni heimamanna hefur fallið hratt en um leið hefur innstreymi fólks annars staðar frá aukist. Fæðingartíðni meðal innflytjenda er há og það, ásamt meiri innflutningi fólks, mun meira
mynd
18. júní 2025

Ísland í dag og framtíðin

Ef fyrirtæki taka rangar ákvarðanir varðandi framtíðina verða þau fljótt gjaldþrota. Því byggir fyrirtækjarekstur á stefnumótun sem þarf stöðugt að breyta og aðlaga í samræmi við óskir neytenda eða breytta samkeppni. Öðruvísi háttar með ríkisrekstur sem er formaður inn í hefðir og lög og stundum furðu lítið í tengslum við þær breytingar sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Svo háttar til að meira
mynd
16. júní 2025

Menningarlegt auðmagn og Sigmundur Davíð

Þann 17. júní 2014 var ég starfsmaður í forsætisráðuneytinu og sýslaði þá við ýmislegt tengt deginum í ráðuneytinu. Að því loknu gekk ég niður á Austurvöll til að hlusta á ræðu forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Þar sem ég stend norðan megin við ræðupallinn tek ég eftir því að Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður, kemur gangandi með sínum meira
mynd
12. júní 2025

Enginn vill afganska flóttamenn

Brottflutningur Afgana frá Pakistan hefur verið umfangsmikið og umdeilt ferli allt frá árinu 2023 þegar pakistönsk stjórnvöld hófu stórfelldar aðgerðir í þeim tilgangi að vísa óskráðum afgönskum flóttamönnum úr landi. Pakistan hefur hýst milljónir afganskra flóttamanna sem margir flúðu til landsins vegna stríðsins í Afganistan, einkum eftir innrás sovéska hersins 1979 og síðar vegna valdatöku meira
mynd
10. júní 2025

Glæpur og refsing á Íslandi

Innan dómskerfisins má gjarnan heyra þá skoðun að það sé ekki farsælt að fjölga fangaklefum því þeir hafi bara tilhneigingu til þess að fyllast. Með öðrum orðum, fleiri og stærri fangelsi þýða einfaldlega fleiri fanga en það að fangelsa fólk er bæði dýr og oft óskilvirk leið til að meðhöndla glæpamenn. En réttarvörslukerfið hefur fá önnur úrræði þegar menn fremja alvarlega glæpi. Íslensk meira
mynd
8. júní 2025

Breytt umræða í útlendingamálum

Á sinn hátt var merkilegt að hlusta á umræðu um útlendingamál á Sprengisandi í dag. Hugsanlega sýnir umræðan þar hvaða breytingar eru að verða í almennri umræðu um þessi mál, vonum seinna. Lengst af hefur verið lokað á umræðu eins og þá sem fór fram í þættinum í dag og reyndar einnig í öðrum þáttum Bylgjunnar. Þessi ritstjórnarstefna hefur einnig birst í umræðu hjá Ríkisútvarpinu þar sem meira
mynd
7. júní 2025

Trump, Musk og skuldafjallið

Málsmetandi hagfræðingar innan Bandaríkjanna hafa um árabil haft áhyggjur af vaxandi skuldasöfnun ríkisins. Einn þeirra sem mælt hafa fram helstu varnaðarorðin er David M. Walker, sem var ríkisendurskoðandi Bandaríkjanna (Comptroller General of the United States) frá 1998 til 2008. Walker hefur ítrekað varað við skuldasöfnun Bandaríkjanna og efndi meira að segja á tímabili til fundaherferðar um meira
mynd
4. júní 2025

Afstaða til flóttamanna breytist

Könnun Maskínu sem Morgunblaðið greindi frá í upphafi vikunnar verður að teljast allnokkur tíðindi. Mikill meirihluti landsmanna, alls 72%, telur að vandamál fylgi þeim sem fengið hafa hælisvist hér landi. 61% telur að of margir umsækjendur um alþjóðlega vernd fái hæli hér á landi og 69% aðspurðra töldu að of mikill kostnaður hlytist af því að veita þessum fjölda hæli. Þessar tölur afhjúpa að meira
mynd
3. júní 2025

Veiðigjaldafrumvarp í ógöngum

Þegar sjómannadagurinn var haldinn í fyrsta skipti hátíðlegur í Reykjavík árið 1938 er talið að fjórðungur borgarbúa hafi mætt á hátíðarhöldin. Það er áhugavert að lesa lýsingar frá deginum en hátíðarhöldin höfðu greinilega sterk áhrif á samtímamenn enda var sjómannadagurinn lengst af stór viðburður um land allt. Nú á tímum virðist sjómannadagurinn vera dæmdur til að falla í skugga ýmissa annarra meira
mynd
28. maí 2025

Góðir og vondir gestir

Fyrir stuttu var sagt frá þeim vin­kon­um Ngan, Dönu og Di­önu sem all­ar fengu viður­kenn­ingu fyr­ir náms­ár­ang­ur við út­skrift Fjöl­brauta­skól­ans í Ármúla. Í frétt Morgunblaðsins sagði að þær töluðu allar reiprenn­andi ís­lensku en fyr­ir þrem­ur árum töluðu þær varla stakt orð í tungu­mál­inu. Ngan meira
mynd
27. maí 2025

Hlustar ríkisstjórnin á Vestfirðinga?

Segja má að ríkisstjórnin hafi kastað sprengju inn í íslenskan sjávarútveg og í raun íslenskt atvinnulíf með tillögum sínum um tvöföldun veiðigjalda. Ekki aðeins með þeirri hækkun sem í tillögunum felst heldur ekki síður með þeirri aðferðafræði sem málið hefur verið kynnt og rekið áfram. Smám saman hefur myndin náð að skýrast og áhrif tillagnanna orðið ljósari. Engum dylst að tillögurnar hafa meira
mynd
26. maí 2025

Hver gætir landamæra landsins?

Á árunum 1999 til 2003 fékk einn flóttamaður hæli hér á landi af þeim 264 einstaklingum sem sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn. Ísland þess tíma var ekki tilbúið að opna landamæri sín fyrir flóttafólki. Það hefur breyst undanfarin áratug án þess að þjóðin hafi nokkurn tímann verið spurð um það. Á tímabili töldust árlegir flóttamenn í þúsundum og þjóðlífið er gerbreytt á eftir. Enn vita meira