Pistlar:

11. apríl 2021 kl. 15:30

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Umboðið fyrir ESB og Cocoa Puffs

Nú þegar hálft ár er til kosninga er ekki með öllu ljóst hver fer með Evrópusambandsumboðið á Íslandi. Tveir flokkar gera væntanlega tilkall til þess í ljósi þess að bæði Samfylkingin og Viðreisn telja að það sé best fyrir framtíð landsins að ganga inn í Evrópusambandið. Hér er rétt að nota orðið innganga en ekki hið hógværa orð aðild. Þegar inn er komið yrðum við Íslendingar orðnir hluti af þessum 27 þjóða klúbbi sem reynir að reka sig sem eina heild gagnvart utanaðkomandi aðilum. Að margra dómi er þarna um að ræða heldur gamaldags tollabandalag, rekið af þunglamalegu og miðstýrðu embættismannakerfi. Látum það liggja milli hluta að sinni.

Undanfarið hefur Viðreisnar-fólkið sótt það fastar að tryggja sér umboðið fyrir Evrópusambandið. Satt best að segja er erfitt að átta sig á áhuga Samfylkingarfólks þessa stundina enda flokkurinn að endurraða frambjóðendum sínum og endurskilgreina áherslur sínar. En Viðreisnarfólk segir stundum að það sé synd að innganga í Evrópusambandið skuli ekki verða að kosningamáli. Rétt væri að þjóðin tæki almennilega afstöðu til þess, rétt eins og að kosningar séu einhvers konar skoðanakönnun. En nú hefur semsagt þingflokkur Viðreisnar gefið upp boltann og lagt fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Sumir hentu að því gaman að þetta gerðist daginn fyrir 1. apríl, sama dag og það spurðist út að regluverk frá Evrópusambandinu, sem gildir hér á landi vegna EES-samningsins, hefði orðið til þess að vinsælt morgunkorn væri að hverfa af borðum landsmanna.cocap

Verður ESB aðild að kosningamáli?

En er það einlæg ósk Viðreisnar að gera aðild að Evrópusambandinu að kosningamáli? Sannarlega er það svo stórt mál í allri stjórnskipun landsins að ef það er til umræðu ætti það með réttu að fá athygli. En eru þingmenn Viðreisnar sjálfir nógu áhugasamir að þeir vilji í raun gera þetta að kosningamáli? Til þess þurfa þeir nefnilega að útskýra hvaða merkingu málið hefur í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. Þegar á reynir hefur Viðreisn verið tilbúin að víkja þessu baráttumáli til hliðar fyrir ráðherrastóla, rétt eins og Samfylkingin kaus að gera þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árið 2007. Tveimur árum síðar sveik síðan Vinstrihreyfingin - grænt framboð eigið kosningaloforð um að fara ekki í inngönguviðræður við Evrópusambandið, þá komin í stjórn með Samfylkingunni. Af þessu sést að þegar á reynir þá eru þeir flokkar sem segjast vilja setja inngöngu í Evrópusambandið á oddinn ekki tilbúnir að ganga alla leið. Önnur lögmál taka einfaldlega yfir við myndun ríkisstjórna. Þetta gæti útskýrt tregðu ESB-sinna við að gera inngöngu að kosningamáli. Þegar á reynir vilja þeir ekki að það bindi sig.

Mikilvægar viðræður við Breta

Frá 1. janúar 2021 gilda evrópskar reglur um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjónustustarfsemi og fjármagnsflutninga því ekki lengur milli Bretlands og ESB – og þar með ekki heldur EES eða Íslands. Í framhaldi af útgöngu Breta þurfa íslensk stjórnvöld að semja við Breta um áframhaldandi samstarf. Í grein sem Gunnar Þór Þórarinsson, lögmaður í Bretlandi, skrifaði í Morgunblaðið fyrir helgi kom fram að hann telur margvísleg tækifæri í viðræðum við Breta og mikilvægt að leggja við hlustir en Gunnar Þór hefur starfað í Bretlandi um árabil. Hann telur óhjákvæmilega að þessu fylgi breytingar á viðskiptum gagnvart Bretlandi og bætir við. „En breytingum fylgja jafnan ný tækifæri. Aldalöng saga samskipta og viðskipta Íslendinga og Breta og sérstaða þjóðanna innan Evrópu vekur vonir um að þau kaflaskil sem mörkuð voru með útgöngu Breta úr ESB geti eflt viðskipti og samskipti þjóðanna enn frekar.“

Undir þetta má taka en hafa verður í huga að um leið og Bretar fara úr Evrópusambandinu má gera ráð fyrir að sambandið taki breytingum enda hafa Bretar í gegnum tíðina hvað harðast staðið gegn stöðugri tilraun Brussel-valdsins til að auka hið yfirþjóðlega vald. Því gæti hæglega orðið enn meiri samruni innan sambandsins eftir útgöngu Breta með tilheyrandi aukinni miðstýringu og reglugerðafrumskógi enda voru Bretar helstu talsmenn frjálslyndis og viðskiptafrelsis innan þess. Samruninn verður auðveldari í framhaldinu.

Hverjum er treystandi fyrir fullveldinu?

En allt þetta vekur líka upp spurningar um hverjum sé í raun að treysta þegar kemur að því að halda á hagsmunum íslensku þjóðarinnar, bæði í áframhaldandi samskiptum (og hugsanlega viðræðum) við Evrópusambandið og þeim samningaviðræðum sem eru framundan við Breta. Þegar helstu talsmenn Evrópusambandsaðildar innan Viðreisnar ræða um fullveldi Íslands þá setja þeir gjarnan gæsalappir utan um orðið fullveldið. Er slíku fólki treystandi til að gæta hagsmuna Íslands ef þeir hafa ekki einu sinni fullveldið með þegar sest er að samningaborðinu? Hvernig getur ein þjóð samið við aðra (nú eða ríkjasamband) ef samningamennirnir trúa ekki á eigið fullveldi? Við þekkjum nýleg og slysaleg dæmi um slíka nálgun í samningaviðræðum um Icesave - einmitt hjá þeirri ríkisstjórn sem taldi sig vera sesta við samningsborðið um inngöngu í Evrópusambandið. Er það ekki eitthvað til að horfa til verði Viðreisn að ósk sinni um að innganga í Evrópusambandið verði kosningamál 25. september næstkomandi?

mynd
8. apríl 2021

Að vera á móti kvótakerfinu - þekking eða blekking?

„Tæp 60 prósent Íslendinga eru andvíg núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi. Afstaða almennings virðist ekki breytast mikið milli aldurshópa en töluverður munur er á afstöðu kvenna og karla til kvótakerfisins.“ Þannig kynnti Vísir nýlega könnun sem Maskína gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sem framkvæmd var um miðjan marsmánuð. Var þar meðal annars spurt út meira
mynd
6. apríl 2021

Ísland - grænast í heimi?

Hún var ekki stór fréttin í Fréttablaðinu síðasta laugardag en hún greindi frá því að Ísland væri nú í efsta sæti yfir umhverfisvænustu lönd heims. Hvernig fundu menn það út? Jú, reiknaður var stuðull byggður á kolefnislosun, orkuskiptum, grænum lífsstíl, nýsköpun og umhverfisstefnu stjórnvalda. Ísland skoraði 6,45 á stuðlinum, ögn hærra en Danmörk. Á meðal annarra hæstu landa sem skoruðu hátt má meira
mynd
3. apríl 2021

Eru þið búnir að borga frúnni?

Fyrir stuttu heyrði pistlaskrifara frásögn af því þegar nokkrir viðskiptamenn frá Íslandi voru komnir alla leiðina til Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva til að efna til viðskipta á sviði jarðvarmavirkjana. Á móti þeim tók hópur embættismanna sem flestir höfðu lært sitt fag við Jarðhitaháskóla Sameinuðu þjóða hér á Íslandi en sú starfsemi hefur eflt þekkingu og styrkt samskipti Íslendinga við meira
mynd
30. mars 2021

Hvað á að gera við Ríkisútvarpið?

Ríkisútvarpið er óvenjulegur kvistur í stofnanatré ríkisins. Það hefur háværa rödd sem á að hljóma almenningi til uppfræðslu og ánægju. Um það gilda nefnilega sérstök lög sem taka til aðskiljanlegustu þátta. Þau bera yfirskriftina „Lög um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu“ en þar er einnig að finna ýmsar aðrar sérreglur sem eru að mörgu leyti strangari en hinar almennu reglur meira
mynd
29. mars 2021

Macron tekur á aðskilnaðarstefnu íslamista

Engum dylst að Emmanúel Macron, forseti Frakklands, mun setja baráttu fyrir menningarlegu sjálfstæði Frakklands á oddinn í sinni kosningabaráttu en eins og vikið var að hér í síðasta pistli verður kosið í Frakklandi að ári. Eins og síðast er gert ráð fyrir að Macron þurfi að berjast við Marine Le Pen leiðtoga Þjóðfylkingarinnar (Rassemblement nationa) sem hefur mælst sterk í könnunum meira
mynd
27. mars 2021

Macron að hefja kosningabaráttuna

Bretland er heimsveldi, Þýskaland land og þjóð, en Frakkland lífvera, sagði franski sagnfræðingurinn Jules Michelet (1798-1874). Frakkland er annað meginríki Evrópusambandsins og hefur að sumu leyti mótað hinar stjórnsýslulegu leiðir þess. Leiðir sem að sumu leyti hafa verið undir gagnrýni í kjölfar baráttunnar við kórónuveiruna innan sambandsins. Öxulinn Berlín - París er valdamiðjan sem meira
mynd
23. mars 2021

Bólusetningarhjáleigan Ísland

Það getur engin haldið því fram að það gangi vel að bólusetja við kórónuverunni hér á Íslandi. En það eru augljóslega margar útskýringar á því og á það virðast stjórnvöld geta treyst. Þau verða ekki beinlínis hönkuð fyrir eitthvað. Það er ekki einu sinni hægt að ásaka þau um vanhæfni. Til að vera sakaður um vanhæfni þarftu helst að hafa reynt að gera eitthvað en það hafa íslensk stjórnvöld ekki meira
mynd
22. mars 2021

Má almenningur ekki sjá gosið?

Það er stundum þungt undir rassinn á pistlaskrifara og ég er ekki einn af þeim sem hlaupa til þegar eitthvað gerist nýtt eða óvenjulegt. En ég hef mikinn skilning á því að fólk skuli hafa viljað berja þetta nýjasta náttúrundur augum sem nú blasir við í Geldingadölum á Reykjanesi. Sú staðreynd að þetta eldgos gerist nánast við bæjardyrnar hér á þéttbýlasta stað landsins og er þar að auki meira
mynd
21. mars 2021

Fossvogsskóli og ábyrgð opinberra aðila

Mygla greindist í Fossvogsskóla í byrjun árs 2019. Síðan hefur verið farið í miklar framkvæmdir sem hafa kostað í kringum 500 milljónir króna og skólanum lokað um tíma. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast í skólanum og börn enn að veikjast. Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til stjórnenda Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar meira
mynd
19. mars 2021

Sérstök umræða um landsins gagn og nauðsynjar

Á Alþingi í gær var sérstök umræða um landbúnaðarmál sem Sigurður Páll Jónsson, þingmaður norðvesturkjördæmis, stóð fyrir. Hann er einn af þeim þingmönnum sem Ríkisútvarpið kýs að tala ekki við. Það er hugsanlega af því að hann talar fyrir hönd sinna kjósenda á landsbyggðinni en þar er hann kannski ekki síst að berjast fyrir tilvist grunnatvinnuvega landsins, landbúnaðar- og sjávarútvegs. Svo meira
mynd
15. mars 2021

Fjarvinna og Borgarlínan

Allir þeir sem gefa sig út fyrir að rýna í framtíðina og hið óorðna reyna nú að meta hvaða áhrif kórónuveirufaraldurinn hefur á líf okkar og samfélag þegar mesta fárinu slotar. Eitt virðast flestir sammála um og það er að vinnuumhverfi fólks mun breytast. Það mun síðan hafa veruleg áhrif á byggðaþróun og samgöngur. Um langt skeið hafa menn verið að velta fyrir sér og spá fyrir um að starfsstöð meira
mynd
11. mars 2021

Regluverksmúrar ESB

Um þessar mundir er að komast skýrari mynd á það hvað felst í útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem varð að veruleika um síðustu áramót. Augljóslega fylgja því margvíslegar áskoranir og sumt hefur orðið óþægilegra en séð var fyrir enda ljóst að Evrópusambandið hafði engan áhuga á því að láta líta út sem Bretar hefðu ávinning af útgöngunni. Um leið virðist helstu fylgjendum Evrópusambandsins vera meira
mynd
7. mars 2021

Hvað varð um sveiflujöfnunina?

Bráðabirgðatölur Hagstofunnar segja að landsframleiðsla hafi minnkað minna vegna kórónuveirunnar en spáð var, eða um 6,6%. Það er reyndar meiri samdráttur en spáð var í upphafi þegar margir vonuðust til þess að veiran færi í gegnum þjóðfélagið í formi V-laga ferils. En þetta er sannarlega minna en menn óttuðust og það er ánægjulegt. Hins vegar er rétt sem Ragnar Árnason, prófessor emeritius meira
mynd
3. mars 2021

Coumo er fallandi stjarna demókrata

Segja má að ástandið í bandarískum stjórnmálum og fjölmiðlaumfjöllun þeim tengd einkennist af eftirköstum baráttunnar við Donald Trump, svona nokkurskonar post-Trump tímabil segja sumir stjórnmálaskýrendur og við blasir að menn eru enn að meta það sem gekk á og skilja atburðarásina. Uppákomur tengdar kórónuverunni vega þar þungt en segja má að hún hafi öðru fremur stuðlað að falli Donalds Trumps meira
mynd
1. mars 2021

Hvað varð um kínverska sendiherrann?

„Svona alræðisríki kemst upp með allt. Eins og þetta með Ma Jisheng sendiherra,“ segir Unnur Guðjónsdóttir ferðamálafrömuður í helgarblaðsviðtali við Fréttablaðið. Blaðamaðurinn sem tekur viðtalið segist verða að viðurkenna að hann kemur af fjöllum. Hvað með hann, spyr blaðamaðurinn forviða? Og Unnur svarar. „Hann var sendiherra hér í upphafi síðasta áratugar. Ég hef alltaf átt meira
mynd
27. febrúar 2021

Versnandi ástand í Nikaragva

Síðustu þrjú ár hefur ríkt hálfgerð óöld í Mið-Ameríkuríkinu Nikaragva eins og fjallað var um í pistli hér fyrir nokkru. Efnahagur landsins hefur versnað til muna og Nikaragva nú eitt fátækasta land Mið-Ameríku. Nýleg skýrsla Amnesty International sýnir að mannréttindi eiga mjög undir högg að sækja og landið er á svörtum lista samtakanna og annarra þeirra sem láta sig meira
mynd
25. febrúar 2021

ESB og viðskipti Íslendinga við Nígeríu

Hvað eiga Evrópusambandið og viðskipti Íslendinga við Nígeríu sameiginlegt? Því er fljótsvarað, nákvæmlega ekkert. Eigi að síður er Nígería í hópi mikilvægustu markaðslanda Íslendinga og eini markaðurinn fyrir þær þurrkuðu fiskafurðir sem við framleiðum. Það sem meira er, tilraunir til að leita nýrra markaða fyrir þurrkaðar fiskafurðir hafa lítinn árangur borið, við sitjum uppi með meira
mynd
22. febrúar 2021

Gullregn og spilling

Fyrir stuttu voru þættirnir Gullregn sýnd í Ríkissjónvarpinu en þeir fjalla um „kerfissérfræðinginn“ Indíönu Georgíu sem lifir á bótum og reynir um leið að ala upp aðra kynslóð bótaþega. Bótasvikin eru þó ekki kjarni þessarar ágætu þáttaraðar heldur lygin sem fólkið býr við og eitrar líf þess og dregur að lokum allan dug úr þeim. En svikin við sjálfan sig og samfélagið eru samt meira
mynd
21. febrúar 2021

Mikilvæg sýn á innviðauppbyggingu

Allt síðan bankahrunið dundi yfir árið 2008 hefur verið rætt um að hinir aðskiljanlegustu innviðir á Íslandi séu í lélegu ástandi eða jafnvel ónýtir. Auðvitað má alltaf deila um þarfirnar en staðreyndin er sú að stundum verður þróunin í hagkerfinu þannig að þarfirnar skapast áður en þeim er fullnægt. Þannig má segja að straumur ferðamanna hingað til lands hafi kallað á ákveðin viðbrögð í meira