Pistlar:

23. mars 2019 kl. 17:03

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Farandverkamannalandið Ísland

Í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs er vakin athygli á því að 16.000 ný störf í hafa orðið til í ferðaþjónustu síðustu 10 ár. Um leið hefur ferðaþjónustan verið stærsti drifkraftur fordæmalausrar fjölgunar erlendra ríkisborgara. Frá 2010 hefur launþegum af erlendum uppruna fjölgað um 14.000 segir í skýrslunni. Af þessu má sjá að uppgangurinn í ferðaþjónustunni hefur að stórum hluta orðið til vegna innflutnings vinnuafls. Sjálfsagt má sjá svipaða þróun í byggingaiðnaðinum. Hér á landi vinna tugþúsundir fólks af erlendum uppruna. Mikilvæg viðbót við okkar vinnumarkað og hafa gefið honum ákveðin sveigjanleika sem meðal annars er ætlað að vinna gegn sveiflum sem að endingu leiða til óstöðugleika og verðbólgu.kjara

Senda 50 þúsund krónur heim á mánuði

Skýrsluhöfundar telja það öfugsnúið að kjarabaráttan á Íslandi snúi öðru fremur að þeirri atvinnugrein sem hefur skapað flest störf, laðað til landsins fólk í leit að betra lífi sem sendir að meðaltali 50.000 krónur heim í hverjum mánuði og greiðir ein hæstu laun í þessum iðnaði á heimsvísu sé skotspónninn í yfirstandandi kjaradeilum.

„Með því eru fetaðar hættulegar slóðir með lífskjör landsmanna enda er deginum ljósara að í ferðaþjónustu sem og víða annars staðar í atvinnulífinu er lítið svigrúm til launahækkana um þessar mundir. Síðast reyndist vissulega vera meira svigrúm en talið var, enda féll flest með efnahagslífinu árin 2015–2017, og átti það inni kjarabætur eftir batann í kjölfar hrunsins. Ekkert bendir til þess að það sé raunin í dag og hlutirnir eru frekar að snúast gegn okkur,“ segir í skýrslunni.

Þessa daganna erum við minnt á hve skjótt hlutirnir geta snúist gegn okkur ef ekki er farið að með gát. Þetta eru ekki ný sannindi, allir vita hve dýrkeypt verkföll geta verið en enn dýrari eru samningar sem engin innistæða er fyrir. Samningar sem leiða til verðbólgu er versta niðurstaða kjarasamninga fyrir verkafólk. Til viðbótar þarf það erlenda farandverkafólk sem hér er að huga að því að veiking krónunnar getur orðið því dýrkeypt. Samningar sem hafa í för með sér verðbólgu og veikingu krónu draga úr getu fólksins til að senda peninga heim til sín. Kaupeyririnn - íslenska krónan - rýrnar og þá fæst minna fyrir hana erlendis. Að ekki sé talað um ef kemur til uppsagna. Þá er hætt við að farandverkafólkið finni fyrst fyrir því eins og gerðist í kjölfar bankahrunsins 2008.

Aðferðafræði þjóðarsáttarinnar hent

Til að koma í veg fyrir óraunhæfa samninga, kollsteypur og vond vinnubrögð við kjarasamningagerð hefur undanfarna áratug verið reynt að byggja upp samskiptakerfi á vinnumarkaði með það að markmiði að byggja upp traust, skýrari markmiðssetningu, nákvæmari vinnureglur og stefnumörkun sem horfir frekar til kaupmáttar en krónutöluhækkana. Svona norræna útgáfan af þjóðarsáttinni, segja menn gjarnan. Þar er horft til þess að kaupmáttur hefur aukist hægt og jafnt í Skandinavíu undanfarna áratugi. Kröfugerð og nálgun sem við sjáum nú á íslenskum vinnumarkaði en því einstök og vekur furðu.

Þegar nýr formaður var kosinn hjá VR, stærsta verka­lýðsfé­lag lands­ins, var hann spurður um fram­hald Salek-sam­komu­lags­ins og vinn­unn­ar í kring­um það mód­el. Hann boðaði strax breytingar. „Úrslit­in eru kýr­skýr. Ég fer ekki að vinna að nor­rænu samn­inga­mód­eli þegar ég er kos­inn til að gera það ekki,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson í samtali við Morgunblaðið fyrir tveimur árum þegar hann var kosinn. Frá formanni Eflingar hafa komið enn undarlegri yfirlýsingar enda virðist hún taka stríð fram yfir frið sé það í boði. Afraksturinn birtist nú í kjaradeilu sem nýtur augljóslega minni og minni stuðnings á meðan höfuðpaurarnir forherðast.

Lögmál hagfræðinnar verða ekki rofin. Samningar sem ekki byggja á framleiðniaukningu eða betri rekstri munu að endingu leiða til verðbólgu, verðmætarýrnunar og lakari kjara þegar upp er staði.

mynd
19. mars 2019

Venesúela: Sósíalistar á heimavelli

Þrátt fyrir að margir sósíalistar á Íslandi hefi reynst ófærir um að sýna nokkra samúð með alþýðu manna í Venesúela þá versnar ástandið í landinu stöðugt og við erum daglega minnt á það. Ekki bætir úr skák að Maduro-stjórnin virðist ætla að standa gegn öllum tilraunum til að lina þjáningar fólks og hefur hafnað erlendri aðstoð. Andstaðan við aðstoð gengur svo langt að kveikt hefur verið í meira
mynd
17. mars 2019

Voru Kínverjar sigurvegarar Kalda stríðsins?

Nýlega velti sagnfræðinginn Odd Arne Westad því fyrir sér í fyrirlestri við LSE háskólann hvort Kínverjar hefðu verið hinir raunverulegu sigurvegarar Kalda stríðsins? Westad er prófessor við Harvard og sérhæfir sig í samskiptum Bandaríkjanna og Asíu en hann hefur nýlega gefið út bókina The Cold War: A World History. Westad hefur komið með nýja sýn á Kalda stríðið sem felur í sér að í stað þess að meira
mynd
15. mars 2019

Kína: Þar sem allt miðast við þarfir fjöldans

Það er stundum erfitt að skilja þann uppgang sem hefur átt sér stað í Kína undanfarna áratugi. Á síðasta ári munu 40 milljónir Kínverja hafa færst úr fátækt til bjargálna. Þetta er búið að gerast ár eftir ár enda hefur efnahagir Kína vaxið svo undrum sætir og talið er að 800 milljónir manna hafi hafist upp úr fátækt þar síðan uppgangurinn hófst upp úr 1980. Helsta auðlegð landsins er vinnuaflið og meira
mynd
12. mars 2019

Efnahagslegar undirstöður heimilanna áfram traustar

Sá sem skuldar er ekki frjáls og þess ánægjulegra er að sjá að í Þjóðhagsspá Hagstofunnar er talið að efnahagslegar undirstöður heimilanna verði áfram traustar. Staðreyndin er sú að skuldastaða íslenskra heimila er traust og hefur ekki verið betri í áraraðir. Ljóst er að íslenska millistéttin heldur áfram að greiða niður skuldir fremur en að taka áhættu í fjárfestingum. Um leið virðist fólk meira
mynd
10. mars 2019

Þjóðhagsspá: Bætt skuldastaða og lægri vextir

Heildarskuldastaða atvinnufyrirtækja hefur haldist í um 84% af vergri landsframleiðslu síðustu þrjú ár, en svo lágt hefur hlutfallið ekki verið frá árinu 1999. Ísland er í svipaðri stöðu og önnur Norðurlönd en þar var hlutfallið fyrir atvinnufyrirtæki að jafnaði um 90% í lok árs 2017 samkvæmt Hagstofu Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Hagstofunnar sem heldur lítil umræða meira
mynd
7. mars 2019

Jóhönnustjórnin framlengdi kreppuna

Í bók sinni Lífið í lit - sem kom út fyrir stuttu - lítur Helgi Magnússon, iðnrekandi og fjárfestir, um öxl og fer yfir margt forvitnilegt í íslensku samfélagi. Hér er ætlunin að skoða það sem hann segir um vinstri stjórnina sem hér sat 2009 til 2013, Jóhönnustjórnina. Augljóslega er Helgi mjög gagnrýnin á það sem hann kallar glæfralegar yfirlýsingar um háskalega stöðu þjóðarbúsins sem hann segir meira
mynd
5. mars 2019

Heilbrigði og hamingja á Íslandi

Mitt í kjarasamningaumræðunni kýs Morgunblaðið að kasta olíu á eldinn með því að rifja upp tvær nýlegar úttektir sem sýna að Íslendingar eru í efstu sætum þegar kemur að heilbrigði og hamingju! Hver trúir því? Tvær mínútur í kommentakerfi sósíalistaflokksins duga til að afsanna þetta rækilega. En í grein Morgunblaðsins er bent á að tiltölulega fámennar þjóðir eru að verða heilbrigðastar allra meira
mynd
3. mars 2019

Kjaraviðræðurnar: Aðgerðir fremur en samninga?

Það er sjálfsagt margt til í því sem kom fram hjá Þorsteini Pálssyni í Silfrinu fyrr í dag að vinnubrögð eða kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar nú eru hvorki ný né frumleg. Þó má greina ný áhersluatrið, meðal annars í því gengdarlausa áróðursstríði sem háð er í kringum kjarasamningana. Einnig er augljóst að vinnubrögð eru önnur og harðskeyttari á ýmsum sviðum og pólitískur og allt að því meira
mynd
28. febrúar 2019

Versalasamningur Íslendinga

Það er ástæða til að hvetja fólk til að lesa viðtal Morgunblaðsins við Carl Bau­den­bacher, fyrr­ver­andi for­seti EFTA-dóm­stóls­ins, í blaðinu dag en hann segir þar að upp­haf­legu Ices­a­ve-samn­ing­arnir - Svavars-samningurinn - hafi verið skrifaður á máli Versala-samn­ing­anna. Fyrir sagnfræðilega minnugt fólk þarf kannski ekki meira
mynd
26. febrúar 2019

Brestir í stjórnsýslunni

Seðlabanki Íslands hefur farið þess á leit við rík­is­sjóð að þær sekt­ir og sátta­greiðslur sem lagðar voru á ein­stak­linga og lögaðila á ár­un­um 2009 til 2011 vegna meintra brota gegn lög­um og regl­um um gjald­eyr­is­höft, verði end­ur­greidd­ar. Það gerir Seðlabankinn núna þegar ljóst er að skort hafi á heim­ild­ir í meira
mynd
24. febrúar 2019

Horfin hagvöxtur, verðbólga og verkföll

Undanfarið hafa spár um hagvöxt hér á landi verið lækka en horfur eru nú taldar á að hann verði vel innan við 2% á yfirstandandi ári. Vitaskuld eru þetta alvarleg tíðindi en um er að ræða minnsta hagvöxt sem mælst hefur í landinu síðan 2012. Slíkur hagvöxtur gerir lítið annað en að halda í við mannfjöldaþróun hér á landi. Því má segja, að ef fer sem horfir, þá muni jafnvel landsframleiðsla á mann meira
mynd
21. febrúar 2019

Sameiginlegt skipbrot

Hvernig er hægt að líta á þá niðurstöðu kjarasamningaviðræðna sem nú blasir við öðru vísi en sameiginlegt skipbrot? Og það gerist þrátt fyrir að undanfarin misseri hafi kaupmáttur launa aukist, regluverk í kringum samningaviðræður verið bætt til að gera þær skilvirkari og markvissari og um leið hafa samningsaðilar aðgengi að miklum og nákvæmum upplýsingum um hvað eina er varðar landshag. Við meira
mynd
18. febrúar 2019

Óhófleg skattlagning á stofnun félaga

Stundum fer ekki mikið fyrir fréttum sem skipta okkur miklu. Ein slík var í laugardagsblaði Morgunblaðsins. Þar var gerður stuttur samanburður milli landa á kostnaði við stofn­un einka­hluta­fé­laga. Þar kom í ljós að sá kostnaður er meira en tíu sinn­um meiri á Íslandi en í Dan­mörku. Þetta eru í raun ótrúlegar tölur en við Íslendingar höfum löngum stært okkur af meira
mynd
16. febrúar 2019

Hver man eftir loðnunni?

Líklega munu allir umræðuþættir helgarinnar hefjast á umræðu um laun bankastjóra í landinu. Það er kannski til marks um það hvaða áherslur eru nú í samfélagsumræðunni. Atvik í samskiptum fólks er annar áherslupunktur þar sem það getur orðið að stórfrétt ef fólk hittist fyrir utan bar og sendir hvert öðru tóninn. Hálfan veturinn hefur þjóðin lagt það á sig að býsnast yfir upptökum af rausi á öðrum meira
mynd
14. febrúar 2019

Evrópa handan við Brexit

Þetta er ekki pistill um Brexit og líklega ekki vænlegt að vísa á nokkurn hátt til þess þó að skilnaðardagurinn, 29. mars, nálgist óþægilega. Það var nokkuð til í því sem Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins, sagði við Egil Helgason um síðustu helgi að einn höfuðgalli Brexit væri að það yfirtæki alla umræðu, bæði í Bretlandi og víða annars staðar, meira að segja hér á Íslandi sýnist meira
mynd
12. febrúar 2019

Bankinn sem næstum felldi Bretland

Á síðasta ári kom út heimildarmynd á vegum BBC um stærsta banka Skotlands The Royal Bank of Scotland Group (RBS). Myndin heitir, Bankinn sem næstum felldi Bretland (The Bank That Almost Broke Britain) og er upprifjun á sögu bankans sem leiddi til þess að breska ríkið varð að koma honum til bjargar með stærsta björgunarpakka sem einstakur banki hefur fengið frá breskum stjórnvöldum. Þegar myndin er meira
mynd
10. febrúar 2019

Venesúela - hverju ber að trúa?

Það hefur ekki farið framhjá neinum að málefni Venesúela hafa verið mikið til umræðu undanfarið en það eru allmörg ár síðan pistlaskrifari byrjaði að fjalla um ástandið þar. Lengst af án þess að neinn gæfi því sérstakan gaum. Það er reyndar merkilegt til þess að hugsa að það er búið að ríkja neyðarástand í landinu í allmörg ár án þess að það fengi sérstaka athygli en um leið og pólitísk meira
mynd
7. febrúar 2019

Trump og Bezos - forsetinn og auðmaðurinn

Átök stjórnmála og viðskiptalífs eru þekkt um allan heim en sumum kann að koma á óvart að núverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, skuli standa í orðaskaki og kýtingum við auðugasta mann heims. Eða hvað! Kannski kemur það ekki svo á óvart að Trump sé í kýtingum en vissulega má velta fyrir sér ýmsum þáttum þessa máls, svo sem því að engin hefur auðgast meira undir forsetatíð Donalds Trump en meira
mynd
4. febrúar 2019

General Electric: Risi á fallanda fæti

Af þeim 3.080 fyrirtækjum sem stofnuð voru árið 2012 voru 1.271 fyrirtæki enn virkt árið 2017, sem jafngildir því að nálægt 60 prósent fyrirtækja lögðu upp laupana á þessum fimm árum. Þetta sést í gögnum Hagstofu Íslands um lýðfræði fyrirtækja sem birt voru í síðasta mánuði. Þessar tölur segja okkur að það er ekki á vísan að róa þegar kemur að rekstri fyrirtækja. Stór hluti þeirra kemst aldrei á meira