Pistlar:

30. september 2020 kl. 21:21

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Unity-ævintýrið og ójöfnuður

Íslenskir fjölmiðlar hafa undanfarið fylgst með gengi hlutabréfa Unity Software af vaxandi áhuga. Félagið var skráð í kauphöll New York 18. september síðastliðinn. Útboðsgengið var 52 Bandaríkjadalir og hefur virði hlutabréfanna því hækkað um 90% síðan þá. Lengst af var það fyrst og fremst Viðskiptablaðið sem sýndi þessu áhuga en nú hafa aðrir og alvöruminni fjölmiðlar tekið við boltanum. Ástæðan er þátttaka Davíðs Helgasonar í þessu Unity-ævintýri en hann er einn af þremur stofnendum félagsins. Hann á um fjögur prósenta hlut í félaginu eða um 10,4 milljónir hluta. Miðað við hæsta gengi bréfanna var hlutur hans virði um 144 milljarða króna. Það rokkar sjálfsagt til um tugi milljarð á dag þessar vikurnar!unity

Í einum fjölmiðli var sagt að Davíð Helgason sé ríki Íslendingurinn sem fæstir hafa heyrt um áður! Hann hafi ekki verið sérstaklega áberandi á Íslandi og hefur verið þekktastur hingað til fyrir að vera hálfbróðir Egils Helgasonar sjónvarpsmannsins góðkunna. En Davíð er líklega næstríkastur allra núlifandi Íslendinga og er kominn inn á lista tímaritsins Forbes um ríkasta fólk heims. Davíð er einn stofnenda Unity sem framleiðir hugbúnað fyrir tölvuleiki en hlutabréfin hafa hækkað gífurlega eftir að viðskipti með þau hófust.

Félagið Unity var stofnað í Kaupmannahöfn og starfaði Davíð sem forstjóri í nær 12 ár eða frá árinu 2003 til 2014 og þá var félagið orðið verðmætasta netfyrirtæki Danmerkur. Í dag er Unity Technologies metið á 126 milljarða Bandaríkjadala eða andvirði um 3.600 milljarða króna. Það hefur 45-faldast í verði síðan 2017.

Ójöfnuðurinn

Þetta er í raun ótrúlegt ævintýri en hefur því miður eina skuggahlið. Eignaaukningin hefur sett Gini-stuðulinn í Danmörku á hliðina! Félag eins og Unity er í raun dæmi um hvernig reiknireglur Gini-stuðulsins geta virkað. Þarna hefur orðið til fyrirtæki á um það bil 20 ára tímabili sem lengst af var bara að veita nokkrum frumherjum vinnu. Smám saman óx það, fjárfestar komu inn í félagið, tekjur jukust en það hafði ekkert markaðsvirði. Jú, sjálfsagt hafa fjárfestar metið það nokkuð í viðskiptum sínum en með ákveðinni einföldun þá fer það úr því að vera verðlaust í að vera 3600 milljarða virði. Nánast á einni nóttu. Og nú geta frumherjarnir, eins og Davíð Helgason, hlegið alla leiðina í bankann og hæglega selt hluta af eign sinni og hafa sjálfsagt gert það í gegnum skráningaferlið. Óréttlátt? Já, svona virkar kapítalisminn, það sem áður hafði takmarkað verðmæti hefur nú verðmæti á virkum hlutabréfamarkaði þar sem hlutir ganga kaupum og sölum.

Tilfallandi kringumstæður

Heimspekingurinn Immanúel Kant sagði: „Því ójöfnuður í velmegun manna stafar einungis af tilfallandi kringumstæðum. Ef ég er ríkur þá get ég bara þakkað það því að kringumstæður hafa verið hagstæðar mér eða einhverjum fyrirrennara mínum. Óháð öllum kringumstæðum verður að hugsa um heildina." (Über Pädagogik, 1803)

Hvað fellur undir tilfallandi kringumstæður getur verið erfitt að segja en vaxandi ójöfnuður í heiminum getur verið til marks um vöxt félaga eins og Unity. Við getum í raun tekið öll verðmætustu félög Bandaríkjanna (og Kína) í dag og sagt að þau hafi fengið markaðsverðmæti á síðustu 20 árum. Það sem var þrautarganga frumherjanna verður nú að seljanlegu verðmæti sem eykur um leið ójöfnuð samkvæmt reiknireglu Gini-stuðulsins (e. Gini-index) sem mælir í einni tölu milli 0 og 100 hvernig samanlagðar ráðstöfunartekjur á neyslueiningu allra einstaklinga í landinu dreifast. Hann væri 100 ef sami einstaklingur hefði allar tekjurnar en 0 ef allir hefðu jafnar tekjur.

Við getum huggað okkur við að þetta er ekki að gerast á Íslandi því söluhagnaður er hverfandi hluti tekna fólks hér á landi og fjárfestar líða enn eitt skipti þjáningar kreppu og samdráttar. Sem auðvitað dregur úr ójöfnuði því sælt er sameiginlegt skipbrot!

mynd
27. september 2020

Ísrael: Gamalt land - mikil nýsköpun

Fá lönd í heiminum eru meira í fréttum en Ísrael við botn Miðjarðarhafsins. Landið er ekki nema einn fimmti af flatarmáli Íslands og þar búa um 10 milljónir manna. Ræktanlegt land og vatn er fágætt í þessum heimshluta, öfugt við það sem við þekkjum hér á Íslandi. Þetta mótar samskipti þjóða í bland við menningarleg og trúarleg átök, sem ná þúsundir ára aftur í tímann. Allt ratar þetta rækilega í meira
mynd
24. september 2020

Seðlaprentun í þágu sveitarfélaganna

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er í brennidepli nú í miðju COVID19 fárinu. Ljóst er að veikleikar í fjármálastjórn margra þeirra hitt þau illa fyrir á erfiðum tíma. Sveitarfélögin hafa lítið reynt til þess að lækka skuldir undanfarin góðærisár og öfugt við ríkið hafa þau fæst borð fyrir báru nú þegar þrengir að. Akureyringar hafa brugðist við með því að mynda þjóðstjórn og taka þannig sameiginlega meira
mynd
22. september 2020

Í leit að betra lífi

Mannkynssagan geymir frásagnir af margvíslegum þjóðflutningum, landnámi nýrra landa og tilraunum fólks á öllum tímum til að bæta líf sitt með því að færa sig um set. Í dag búa tæplega átta milljarðar manna á jörðinni og þó að mannfjöldaspár hafi breyst verulega undanfarin misseri og gefi vísbendingar um að fólksfjölgun steypi ekki mannkyninu í glötun þá er víða þröngt hjá fólki og erfitt að lifa. meira
mynd
20. september 2020

Völd og áhrif lífeyrissjóðanna

Það er eðlilegt að velta fyrir sér stærð og umfangi íslenska lífeyrissjóðskerfisins og þá ekki síst hvernig ákvarðanir eru teknar nú í kjölfar hlutafjárútboðs Icelandair. Lífeyrissjóðirnir hafa nú yfir að ráða um 5500 milljörðum króna og þurfa að fjárfesta fyrir um 300 milljarða króna á hverju ári. Stærð þeirra í hagkerfinu er um margt einstök og blasir við að þeir eru í lykilhlutverk á íslenskum meira
mynd
18. september 2020

Almenningur mættur í kauphöllina

Helsta niðurstaða hlutafjárútboðs Icelandair er sú að almenningur er farin að fjárfesta á ný í hlutabréfum hér á landi. Niðurstaða útboðsins er glæsileg og rós í hnappagat stjórnenda sem hafa lagt nótt við dag í undirbúning útboðsins og reynt að sannfæra væntanlega fjárfesta um ágæti áætlana sinna. Það virðist hafa tekist. Um leið er augljóst að úrtöluraddir þjóðfélagsins fengu ekki meira
mynd
16. september 2020

Sjávarútvegurinn og auðlindaarðurinn

Enn og aftur erum við minnt á hve útbreidd vanþekking er hér á landi um málefni sjávarútvegsins. Hugsanlega er það gjaldið sem við þurfum að greiða fyrir að hafa byggt upp borgarhagkerfi þar sem stór hluti íbúanna hefur ekki lengur innsýn í hvað fellst í verðmætasköpun grunnatvinnuvega. Við stærum okkur af því að hafa byggt upp öflugt velferðakerfi og sinna menningu- og listum af alúð en höfum um meira
mynd
13. september 2020

Þekkingarleysi formannsins um Sundabraut

Það var sérkennilegt að fylgjast með framgöngu Sigurborgar Ósk Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata og formanns skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, í Silfrinu í dag. Þegar kom að málefnum Sundabrautar var hreinlega eins og hún hefði ekki sett sig inn í hvað Sundabraut gengur útá. Þá virtist formaðurinn þekkja lítið þá umræðu sem hefur verið um lagningu Sundabrautar í bráðum 35 ár og hefur meira
mynd
12. september 2020

Haglýsing í september

Átökin í hagkerfinu kristallast þessa daganna um stöðu krónunnar. Hún hefur gefið eftir um einn fimmta síðan COVID19 faraldurinn kom til sögunnar og er nú svo komið að þessi veiking er farin að skapa verðbólguþrýsting. Á sama tíma virðist íbúðamarkaðurinn njóta þess að vextir hafa aldrei verið lægri. Samspilið þarna á milli getur birst í því að vextir taki að hækka og sá stóri hópur meira
mynd
8. september 2020

Pilsfaldakapítalismi á tíma farsóttarinnar

Mörgum finnst gaman þessa daganna að taka sér í munn orðið pilsfaldakapítalismi. Að ástandið nú í miðjum faraldri hafi afhjúpað veikleika markaðsþjóðfélagsins og nú sé það upp á ríkið, hina sameiginlegu sjóði, að bjarga því sem bjargað verður. Þau fyrirtæki sem veltast um í ólgusjó stjórnvaldsákvarðana, hafta, sóttkvía og almennra takmarkanna og glepjast til þess að nýta sér þau úrræði sem boðið meira
mynd
6. september 2020

Chicago, óeirðir og sagan

Á síðu Wikipedíu um bandarísku stórborgina Chicago segir að lengst af á 20. öldinni hafi borginni verið stjórnað af demókrötum og að hún hafi verið undirlögð af skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu. Margir hafa hugsanlega talið að ástandið hafi batnað við dauða Al Capone (1899-1947) en því miður er það svo enn að Chicago er sögð vera spilltasta borg Bandaríkjanna. Er talið að meira
mynd
4. september 2020

Félagsleg yfirboð

Eins og á hinum Norðurlöndunum ríkir góð sátt um að reka traust og öruggt velferðarkerfi á Íslandi. Þannig styðji samfélagið við þá sem minna mega sín eða lenda í tímabundnum áföllum. Við getum kallað þetta öryggisnet eða samfélagslega tryggingu en hugmyndin er sú að allir hafi rétt til mannsæmandi lífs óháð hvaða aðstæðum sem þeir lenda í. En þó að sátt ríki um þetta getur verið ágreiningur um meira
mynd
30. ágúst 2020

Sundabraut aftur og aftur

Þeir sem hafa lesið pistla mína hér hafa væntanlega tekið eftir að Sundabraut hefur verið alloft til umræðu og hér ítrekað verið bent á mikilvægi þess að ráðast í lagningu hennar. Segja má að málefni Sundabrautar hafi legið í láginni þar til Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri gerði hana að umræðuefni á opnum fjarfundi efnahags- og viðskiptanefndar um skýrslu peningastefnunefndrar Seðlabanka meira
mynd
27. ágúst 2020

Lionel Messi í tölum

Það er ekki aðeins á fótboltavellinum sem tölur og tölfræði í kringum Lionel Messi eru forvitnilegar. Vissulega hefur hann unnið gullknöttinn (Ballon d’Or) sex sinnum eða oftar en nokkur leikmaður. Hann hefur orðið spænsku meistari 10 sinnum, spænskur bikarmeistari sex sinnum og með hann innanborðs hefur Barcelóna orðið Evrópumeistari fjórum sinnum. Það er erfitt að hugsa sér liðið án hans meira
mynd
25. ágúst 2020

Þjóðverjar gera tilraun með borgaralaun

Í Þýskalandi er að hefjast tilraun með borgaralaun og hyggjast rannsakendur þar greiða 120 manns 1200 evrur á mánuði næstu þrjú árin eða sem svarar 195 þúsund krónum. Greiðslan verður án skilyrða en þátttakendur fallast á að vera hluti af samanburðarannsókn en lífshlaup þeirra verður þá borið saman við það hvernig öðrum 1.380 þegnum vegna sem ekki fá borgaralaunin. Sem fyrr eru rökin þau að meira
mynd
24. ágúst 2020

Innan og utan vinnumarkaðar

Stóra myndin á íslenskum vinnumarkaði um þessar mundir er þannig að um 20.000 manns eru án atvinnu. Þeim fjölgar hratt og geta hugsanlega nálgast 30.000 í haust. 22.000 manns eru á örorkubótum hér á landi og fjölgar hratt. Hjá hinu opinbera starfa um 60.000 manns og fjölgar einnig umfram fólksfjölgun. Þá má geta þess að um 20.000 manns taka alfarið ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Enginn meira
mynd
22. ágúst 2020

Borgar borgin brúsann?

  Þeir sem tala um fjármál Reykjavíkurborgar eru dálítið eins og í hlutverki gleðispillisins. Þess sem hringir á lögregluna þegar hávaðinn fer upp úr öllu valdi eða vill ekki taka þátt í fylliríinu með glaðværa nágrannanum á neðri hæðinni. Og af hverju ætti að vera að ræða alvöru ábyrgar fjármálastjórnar við þá sem vilja alltaf vera að gera góðverk fyrir annarra manna fé. Þegar meira
mynd
19. ágúst 2020

Í bakgarði borgarstjórans

Á meðan fjármál Reykjavíkurborgar stefna hraðbyr til heljar geta Reykvíkingar stytt sér stundir við að rífast um skipulagsmál. Þar kennir margra grasa eins og þeir segja sem koma að Bragganum í Nauthólsvík. En við, sem ekki lifum beinlínis í miðbæ Reykjavíkur, fáum stundum að lykta af réttunum og njóta framkvæmdagleði meirihlutans á miðbæjarsvæðinu eða því sem fellur líklega undir að vera 101 meira
mynd
17. ágúst 2020

Sigurvegararnir í veirukreppunni

Í heimi viðskipta er oft farsælt að vitna í fjárfestinn Warren Buffett og fleyg eru þau orð hans að „í heimi viðskiptanna gefur baksýnisspegillinn alltaf skýrari mynd en ef horft er út um framrúðuna.“ Buffett er maður sem græðir þegar aðrir fjárfestar tapa og hefur yfirleitt haft næman skilning á þeim tækifærum sem felast í kreppu, þegar eignarverð fellur og sá stendur best að vígi sem meira
mynd
13. ágúst 2020

Haglýsing á haustdögum

Nú þegar haustið nálgast allt of hröðum skrefum þá blasir við að efnahagsleg áhrif veirufaraldursins (SARS-CoV-2 veirunni) ætla að verða meiri og langvinnari á heimsvísu en séð var fyrir. Að hluta til sést það hvað skýrast í því hvaða afstöðu fjárfestar þurfa að taka gagnvart hlutafjárútboði Icelandair sem nú er farið að styttast í. Morgunblaðið minnir réttilega á það í leiðara í dag að meira