Pistlar:

20. nóvember 2018 kl. 21:22

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Hinir einu sönnu já-menn

Þessi pistill á ekki að fjalla um orkupakka þrjú enda ærið margir sem leggja þar orð í belg. Hann fjallar kannski meira um umræðuna um pakkann og hvernig menn nálgast ákvörðun eins og þá sem er verið að ýta að Íslendingum núna. Fyrir þá sem styðja Evrópusambandið og vilja helst vera aðilar að því virðist þessi ákvörðun vera jafn einföld og allar aðrar ákvarðanir sem varða Evrópusambandið; þeir eru tilbúnir að skrifa undir um leið og pappírinn kemur. Með glöðu geði, fullkomlega sáttir að því er virðist. Sumir vildu gjarnan fá að selja slíku fólki notaðan bíl eða jafnvel bara fara í hnífakaup við það. Þessir stuðningsmenn Evrópusambandsins virðast vera miklir andstæðingar samningaviðræðna þar sem menn eða lönd með ólíka hagsmuni takast á. Það gæti því komið einhverjum á óvart að sami hópur virðist vera þess fullviss að Bretar séu að gera vondan samning við Evrópusambandið. Hugsanlega myndu þeir fagna honum ef Íslendingar ættu í hlut! En þetta er nú kannski ekki nógu málefnalegt. Ekki frekar en pistill sem birtist í leiðaraopnu Morgunblaðsins í dag og hengdi þjóðernismerkimiðann á alla þá sem eru ósammála höfundinum. 

Er einhver fullorðin heima?

Undanfarið hefur sá er þetta ritar verð að lesa bók Yanis Varoufakis, hagfræðiprófessors og fyrrverandi fjármálaráðherra Grikkja. Bókin Adults in the Room kom út á síðasta ári og rekur hún þróunina í Grikklandi undanfarin áratug með sérstaka áherslu á ráðherratíð Varoufakis sem stóð ekki nema í 165 daga. Grískur kunningi minn sagði að bókin hefði ekki fengið mikinn lestur í Grikklandi enda Varoufakis að mörgu leyti verið vinsælli utan Grikklands en heima fyrir. Engin er spámaður í sínu heimalandi. Varoufakis var einn af forystumönnum Syriza stjórnmálaflokksins sem ruddist fram á sjónarsviðið þegar Grikkir voru búnir að fá nóg af gömlu flokkunum. Hann entist stutt í embætti og sagði af sér frekar en að skrifa undir lánasamninga sem hann taldi að færðu Grikkjum meiri erfiðleika en þeir leystu. Í bók sinni rifjar hann upp frásögn af föður sínum sem var handtekin og barinn af grísku lögreglunni strax eftir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Þarna í árdaga kaldastríðsins gat hann keypt sér frelsi með því að skrifa undir yfirlýsingu um að hann væri ekki kommúnisti. Sjálfum þætti mér það ekki tiltökumál en kringumstæður voru auðvitað óviðunandi frjálsum manni og því neitaði faðir Yanis Varoufakis að skrifa undir og þoldi frekar harðræði í vörslu lögreglunnar.grikkl

Samningar við þríeinan þurs

En þessi pistill átti öðrum þræði að snúast um samningagerð og hve viljugir menn eru að skrifa undir. Varoufakis var ekki viljugur til að skrifa undir samninga við Evrópusambandið eða troikuna svokölluðu, hinn þríeina þurs sem samanstóð af Evrópusambandinu, Evrópska seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þursinn þríeini (eða þríeykið eins og sumir kölluðu hann) taldi að Grikkjum væri fyrir bestu að taka á sig gríðarlegan skuldaklafa sem átti að forða landinu frá greiðsluþroti, ella yrði allsherjar sjóðþurrð í landinu þar sem Grikkjum yrðu ekki afhentar fleiri evrur. Varoufakis og fleiri töldu að aðgerðin snérist öðru fremur um að bjarga evrópska bankakerfinu sem hangir nú allt saman á einum gjaldmiðli, einni peningastefnu en 19 mismunandi efnahagsstefnum. Til að geta staðið undir skuldunum varð að reka hin gríska ríkissjóð með umtalsverðum afgangi miðað við landsframleiðslu. Allir sem vildu skilja áttuðu sig á því hve miklar hörmungar slíkt myndi færa þjóðinni. Varoufakis sætti sig ekki við það og sagði af sér. Allt betra en að skrifa undir, meira að segja að skera af sér höndina eins og haft var eftir honum í frægum ummælum.

Er ekki fremur ástæða til að treysta þeim fyrir hagsmunum þjóðarinnar sem skrifa ekki viðstöðulaust undir alla samninga sem útlandið sendir þeim? Jafnvel þó að þeir séu kallaðir þjóðernissinnar af já-mönnunum? Við sáum það í Icesave-málinu að farsælast var að hafna afarkostum, spyrja spurninga og reyna að meta afleiðingar samningana. Til hvers að halda á fullveldi ef við gefum það alltaf frá okkur þegar í harðbakkann slær?

Það skal tekið fram að þau viðhorf sem birtast í þessum pistli eru eingöngu höfundar og á hans ábyrgð.

16. nóvember 2018

Rafbílar miklu einfaldari í framleiðslu

Bílaumboðið BL var að afhenda 1000 rafbílinn sinn í gær en þeir hófu að selja rafbíla árið 2013. Þetta er kannski ekki svo mikið en leitnin er augljós. Í ár hefur sala nýrra bíla dregist saman um 13% en sala rafbíla aukist um 50%. Rafbílar eru þó ekki nema 1% af íslenska bílaflotanum en er augljóslega að fjölga hratt þessi misserin. Við eigum nokkuð í land að ná Norðmönnum á þessu sviði en þar er meira
14. nóvember 2018

Hnignun ítalska hagkerfisins

Ítalía er fjórða stærsta hagkerfi Evrópusambandsins og færist upp í þriðja sæti við útgöngu Breta á næsta ári. Ítalir hafa lengstum verið til þess að gera þægir meðlimir þó að tilteknir flokkar þar í landi hafi vissulega daðrað við útgöngu og notið nokkurs fylgis. Nú virðist hins vegar hafa færst aukin alvara í slíkar umræðu og núverandi ríkisstjórn hefur innan sinna raða fólk sem hefur áhuga á að meira
11. nóvember 2018

Skógrækt - fljótvirkasta leiðin

Flestum má vera ljóst að brýnt er að taka rösk­lega til hend­inni við fram­leiðslu á plönt­um til að hægt verði að gróður­setja í sam­ræmi við mark­mið sem stjórn­völd hafa kynnt um aukna skóg­rækt til að auka kol­efn­is­bind­ingu. Í frétt í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að í ár er fram­leiðslan svipuð og hún var um 1990, en mark­miðið meira
mynd
8. nóvember 2018

Björguðu efnahagsmálin Trump?

Það er engum blöðum um það að fletta að nýjar tölur um efnahaginn í Bandaríkjunum hjálpuðu Donald Trump og repúblikanaflokknum í kosningunum á þriðjudaginn. 250 þúsund ný störf í október, minnkandi atvinnuleysi, meiri launahækkanir en höfðu sést í áratugi og góður hagvöxtur. Menn geta endalaust gagnrýnt Donald Trump fyrir framgöngu og orðbragð en hann virðist vera að ná einhverjum árangri á meira
mynd
5. nóvember 2018

Venesúela: Land götubarna og hungurs

Inni á fréttasíðu BBC má nú finna dagsgamalt fréttainnslag sem segir frá því að mæður í Venesúela skilji börnin sín eftir - nánast setji þau út á guð og gaddinn - af því að þær geta ekki séð þeim farboða. Í fréttinni er rætt við nokkur þessara barna sem reyna að komast af með betli og ránum eða einhverju enn verra en það. Fréttin er lýsandi fyrir það ástand sem nú ríkir í Venesúela og hefur meira
mynd
2. nóvember 2018

Goðsögnin um vonda leigumarkaðinn

Um 16–18% landsmanna 18 ára og eldri eru nú á leigumarkaði samkvæmt könnunum sem leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs lét rannsóknarfyrirtækið Zenter framkvæma. Upplýsingar um þetta birtust í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs sem kynnt var í tengslum við Húsnæðisþing fyrir stuttu. Skýrslan er athyglisverð lesning en þar kemur fram ýmislegt sem ætti kannski aðeins að róa þá ruglingslegu umræðu meira
mynd
31. október 2018

Heilbrigðiskerfið: Einkarekstur undanskilin?

Heil­brigðisráðherra hef­ur boðað til heil­brigðisþings á Grand hót­eli á föstu­dag­inn þar sem drög að nýrri heilbrigðisstefnu verða kynnt og rædd. Sér­fræðilækn­ar fengu kynn­ingu á drög­un­um í síðustu viku en samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag er ekki gert ráð fyr­ir heil­brigðisþjón­ustu utan rík­is­stofn­ana í drög­um meira
mynd
29. október 2018

Pólitísk umskipti í Brasilíu

Um helgina var gengið til kosninga í Brasilíu, fjölmennasta og stærsta ríki Suður-Ameríku. Eins og búist var við sigraði hægri maðurinn Jair Bolsonaro og batt þannig enda á valdatíð Verkamannaflokksins sem haldið hefur um valdataumanna í Brasilíu í 20 ár. Gengið var til tvennra kosninga áður en Bolsonaro var lýstur sigurvegari þannig að umboð hans er skýrt en hann fékk 55% atkvæða í seinni meira
mynd
27. október 2018

Háskinn í hagkerfinu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sagði eitt sinn að íslenska hagkerfið væri eitt það sveigjanlegasta í heimi. Nú er margt sem bendir til þess að það reyni á þann sveigjanleika. Undanfarið höfum við séð að pólitísk óvissa hefur aukist í íslensku samfélagi og það sem einu sinni voru talin sósíalísk jaðarviðhorf eru að færast inn í meginstraum verkalýðs- og launabaráttu á Íslandi. Umræðan hefur orðið meira
mynd
25. október 2018

Minnst hætta á fátækt á Íslandi

Ísland er það land í Evr­ópu þar sem fæst­ir eiga á hættu að lenda í fá­tækt eða fé­lags­legri út­skúf­un. Aðeins Tékkland stendur jafn vel og Ísland. Þetta kom fram í frétt sem Morgunblaðið birti í vikunni og hefur fengið furðu litla athygli. Þessar upplýsingar byggjast á nýj­um töl­um frá Hag­stofu Evr­ópu (Eurostat) sem skoðaði hverjir byggju við meira
mynd
22. október 2018

Eystrasaltslöndin - fullveldi betra en ESB aðild?

Staða Íslands og tengsl við umheiminn er til stöðugrar skoðunar og hugsanlega áhugaverðara að gera það nú á 100 ára afmæli fullveldisins en oft áður. Alþjóðleg samskipti eru okkur Íslendingum mikilvæg, bæði á sviði efnahags-, öryggis-, menningar- og stjórnmála. Hvernig þessum samskiptum er háttað er hluti af stöðugri umræðu, einfaldlega vegna þess að umheimurinn breytist og hagsmunir okkar líka. Í meira
mynd
18. október 2018

Ítalska skuldafangelsið

Hægt er að segja að ný fjárlög ítölsku ríkisstjórnarinnar hefi lent með hvelli á borðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel. Ný ríkisstjórn Ítalíu hefur hent út fyrri loforðum til handa ESB um að draga úr fjárlagahallanum. Þess í stað hyggst ríkisstjórn Guiseppe Conte, sem samanstendur af popúlískum flokkum hægra megin við miðju og Fimm stjörnu flokknum, (i.Movimento 5 Stelle meira
mynd
17. október 2018

Vaxandi svartsýni á efnahagsástandið

Flestir sem rýna í íslenska hagkerfið um þessar mundir gera ráð fyrir því að krónan muni veikjast, verðbólga aukast og vextir hækka á komandi mánuðum. Hafi Íslendingar kynnst stöðugleika undanfarið þá er ljóst að hann er í hættu. Sumir tala reyndar eins og stöðugleikin sé einskis virði. Þeir vita ekki hvað er framundan. Þau viðhorf, sem voru rakin hér að framan, komu fram í óformlegri könnun sem meira
mynd
15. október 2018

Landbúnaður á tímamótum

Það var áhugavert að heimsækja landbúnaðarsýninguna sem var í Laugardalshöllinni um helgina. Vel var að sýningunni staðið og hún sýndi ágætlega þá fjölbreyttu starfsemi sem tengist landbúnaði í landinu en stundum finnst manni örla á því að fólk taki matvælaframleiðslu hér við heimskautsbaug sem sjálfsögðum hlut. Matvælaframleiðsla er sem gefur að skilja ein af grunnþáttum samfélagsins. Vert er að meira
mynd
13. október 2018

Hvað er svona merkilegt við WOW?

Er þjóðhagslega óhagkvæmt að fyrirtæki sem tapar fé leggi upp laupana? Sjálfsagt mótast svarið að einhverju leyti af því hvaða fyrirtæki er um að ræða en taprekstur gengur ekki til lengdar, ja, nema hjá hinu opinbera en það er annar handleggur. Undanfarið hefur verið mikil umræða um það hvort íslensku flugfélögin Icelandair og WOW séu þjóðhagslega mikilvæg og hér hefur verið vikið að því meira
mynd
8. október 2018

Hagfræðiverðlaun Nóbels: Loftslagsmál og nýsköpun

Sænska Nóbelsverðlaunanefndin ákvað að fara heldur óvenjulegar leiðir við verðlaunin í hagfræði þetta árið. Hún veitti þeim William D. Nordhaus frá Yale University og Paul M. Romer frá New York University’s Stern School of Business verðlaunin þetta árið. Annars vegar fyrir að innleiða langtímahugsun í loftslagsmálum og tengja það við hagfræðikenningar og svo hins vegar fyrir að gefa gaum að meira
mynd
4. október 2018

Útsvarsgreiðendur blæða á barnum

Það er hægt að undrast margt þegar kemur að opinberum framkvæmdum. En grundvallarspurningin hlýtur alltaf að lúta að því hvort framkvæmdin hafi yfir höfuð verið nauðsynleg? Sú spurning á sérstaklega vel við um end­ur­bæt­ur á göml­um bragga við Naut­hóls­vík í Reykja­vík sem hef­ur farið langt fram úr kostnaðaráætl­un. Fram­kvæmd­irn­ar hafa til meira
mynd
30. september 2018

Réttur prófessor um ranga skýrslu

Þegar skýrsla dr. Hannesar H. Gissurarsonar prófessors um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins 2008 er skoðuð undrast maður helst að hún skyldi ekki vera skrifuð fyrr og að það skyldi þurfa frumkvæði Hannesar til þess að hún væri skrifuð. Skýrslan setur íslenska bankahrunið í alþjóðlegt samhengi um leið og ljósi er varpað á samskipti við erlend stjórnvöld í kringum hrunið. Sláandi er að sjá meira
mynd
30. september 2018

Klúður með legu Sundabrautar

Nú er ljóst að end­ur­skoða þarf fram­kvæmd fyr­ir­hugaðrar Sunda­braut­ar. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í vikunni kom fram að all­ar til­lög­ur um þver­un Klepps­vík­ur eru orðnar margra ára­tuga gaml­ar. Frá þeim tíma að þær voru sett­ar fram hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar og ýms­ar for­send­ur meira