Pistlar:

18. nóvember 2019 kl. 17:55

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Efnahagsmálin að falla með Trump?

Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, áttar sig á því sem er að gerast þegar hann varar samflokksmenn sína við afleiðingum þess að Demókrataflokkurinn halli sér of langt til vinstri í komandi forkosningum. Benti Obama á að það verði að leita inn á miðjuna í leit að forsetaefni til að eiga möguleika í komandi forsetakosningum. Obama veit að meðalmaðurinn í Bandaríkjunum telur ekki að það þurfi að rífa niður „kerfið“ og fara í pólitíska óvissuferð eins og róttækustu frambjóðendur demókrata segja. Miðjan í bandarískum stjórnmálum, fólkið sem í raun velur forseta, vill frekar sjá hægfara umbætur hér og þar eins og leiðarahöfundur Morgunblaðsins benti réttilega á í dag.

Það vefst fyrir stjórnmálaskýrendum að sjá hvernig hið pólitíska landslag í Bandaríkjunum leggur sig þessa daganna en víða er nú verið að kjósa í fylkjunum, bæði fylkisstjóra og til fylkisþinga. Í sumum tilvikum hafa niðurstöður þess ekki verið sérstaklega hagstætt fyrir Donald Trump (þó ekki eins slæmt og margir fjölmiðlar andsnúnir forsetanum vilja vera láta) sem hefur um leið tekist að vera áberandi í forkosningum demókrata, einkum framan af og það veit ekki á gott fyrir demókrata. Sjálfsagt óttast ráðsettir demókratar að Elízabeth Warren verði valin til að berjast við Trump, en hún er talin vera of langt til vinstri fyrir hinn venjulega kjósanda. Berni Sanders er of gamall, veikur og vinstrisinnaður til að eiga möguleika, þó aldurinn greini hann ekki frá Warren. En hugsanlega er Obama að reyna að rétta fyrrum varaforseta sínum, Joseph R. Biden, hjálparhönd en svo virðist sem allur vindur sé úr honum og kosningabaráttu hans. Alla jafnan hefði Biden verið líklegastur til að ná til miðjufylgisins sem demókratar þurfa svo nauðsynlega.trumoefn

Ekki minna atvinnuleysi í 50 ár

En á sama tíma fær Trump upp í hendurnar tölur sem hann hefur án efa gaman af því að flagga. Einhver almikilvægasti hagvísir Bandaríkjanna er fjölgun nýrra starfa. Nýjustu tölur segja að atvinnuleysi í Bandaríkjunum hafi ekki mælst svo lágt í 50 ár. Það ætti að létta á áhyggjum sem hafa heyrst undanfarið af versnandi efnahag og áhrifum viðskiptastríðsins við Kína sem hefur nú staðið í á annað ár. Fyrir mánuði síðan sömdu bandarísk og kínversk yfirvöld um vopnahlé í tollastríðinu sem hafði vaxið stig af stigi. Óvíst hvernig samkomulagið heldur en bandarískur hlutabréfamarkaður hefur tekið tíðindunum vel.

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist nú 3,5% en var 3,7% mánuðinn á undan. 136.000 ný störf urðu til í síðasta mánuði. Um leið voru birtar leiðréttar tölur fyrir ágúst, nýjum störfum hafði þá fjölgað um 168.000 en ekki 130.000 eins og fyrri tölur gáfu til kynna. Áhyggjuefni er þó að störfum í framleiðsluiðnaði fækkaði í september en sú þróun hefur verið um skeið og veldur mönnum ugg.tefna

Bandarísk hlutabréf í hæstu hæðum

Það sem af er ári hafa bandarísk hlutabréf hækkað áberandi meira en annars staðar á Vesturlöndum. Í slíku ástandi byrja greinendur gjarnan að tala um bólumyndun en það árar vel í fyrirtækjaheiminum í Bandaríkjunum og vextir sögulega séð lágir. Bandarísk fyrirtæki hafa hins vegar aldrei verið hlutfallslega jafn dýr miðað við landsframleiðslu. Hvernig nákvæmlega fyrirtækin eiga að uppfylla væntingar fjárfesta er erfitt að segja þar sem hagvaxtahorfur um allan heim eru heldur daprar. Þó að hagvöxtur sé einna skástur í Bandaríkjunum þá mótast afkoma stærstu fyrirtækjanna af hinu alþjóðlega ástandi. Varanleg lausn í deilunni við Kínverja gæti haft jákvæð áhrif en það er fullkomlega óvíst hvernig deilunni vindur fram.

Allt þetta skiptir eðlilega miklu máli fyrir forkosningar og kosningarnar í Bandaríkjunum. Trump hefur lagt mikið undir þegar kemur að bandarísku efnahagslífi, segir gjarnan að aldrei hafi gengið eins vel eins og hans háttur er. Kjósendur eru fljótir að refsa honum ef hann hættir að geta staðið við stóru orðin. Þetta veit Obama og óttast augljóslega að skattastefna Warrens fæli frá þegar og ef hún tekur slaginn við Trump.

mynd
17. nóvember 2019

Gustav Klimt: Frá list til listiðnaðar

Af öllum þeim mörgu frábæru listamönnum sem gengið hafa um götur Vínarborgar er hvað ánægjulegast að fá að uppgötva listmálarann Gustav Klimt sem dó í febrúar 1918, 55 ára að aldri. Þó að Klimt hafi vissulega notið nokkurrar frægðar í lifanda lífi þá er hann einn þeirra listamanna sem hafa endurfæðst til seinnitímafrægðar og áhrif hans á menningu og mannlíf Vínarborgar í dag ná langt út fyrir meira
mynd
14. nóvember 2019

Eþíópía: Bætt vistkerfi og meiri hagvöxtur

Við höfum verið minnt á það undanfarið að Afríka hefur mörg andlit. Það kemur sjálfsagt ekki neinum á óvart að hún sé tengd við spillingu en ekki er síður erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar og fréttir þaðan. Lýðræði stendur víða veikum fótum, stofnannauppbygging vanþróuð og efnahagur og atvinnulífið veikburða. Afríka er næst fjölmennasta heimsálfan en þar býr ríflega milljarður manna í 56 meira
mynd
12. nóvember 2019

Umræða um umhverfismál

Víða á samfélagsmiðlum má finna umræðuhópa um umhverfismál. Erfitt er að átta sig á hvort þetta endurspeglar umræðuna almennt í þjóðfélaginu en þeir virðast hafa tilhneigingu til þess að skiptast upp í hópa þeirra sem eindregið trúa á loftslagsbreytingar af mannavöldum og hinna sem virðast enn ala með sér efasemdir um að spárnar, sem fyrri hópurinn trúir á, verði að veruleika. Þessir hópar meira
mynd
7. nóvember 2019

Nýir landsmenn og nýjar þarfir

Þegar nýjar tölur um mannfjölda á Íslandi eru skoðaðar sést að íslenskt fæddum landsmönnum fækkar á meðan aðfluttum íbúum landsins fjölgar hratt. Í lok 3. ársfjórðungs 2019 bjuggu 362.860 manns á Íslandi, 186.220 karlar og 176.640 konur þannig að karlar eru 10 þúsund fleiri en konur. Landsmönnum fjölgaði um 2.470 á ársfjórðungnum. Kannski ekki mikið þegar hugsað er til þess að mannkyninu fjölgar meira
mynd
4. nóvember 2019

Ofurskattar og reglugerðafargan

Engum blöðum er um það að fletta að alskyns skattar og álögur skerða samkeppnisstöðu íslensks viðskiptalífs um þessar mundir. Ljóst er að mjög skortir á skilningi á mikilvægi þess að íþyngja ekki fyrirtækjum með reglugerðum og kostnaði. Ef menn gæta ekki að sér er mjólkurkúm hagkerfisins slátrað. Ef fyrirtækin rísa ekki undir kvöðunum fara þau á hausinn og allir eru verr settir. Það þýðir ekki að meira
mynd
2. nóvember 2019

Tæknibreytingar í orkuþyrstum heimi

Að sjá fyrir og rýna í hugsanlegar breytingar er vandasamur leikur en þó eiga margir allnokkuð undir því að vera framsýnir og forsjálir. Það á við um bæði rekstur fyrirtækja og í einkalífi. En heimurinn hefur tilhneigingu til að koma fólki á óvart og breyturnar sem geta haft áhrif á framtíðina eru óendanlegar. Við sjáum það í dag að margir deila þeirri framtíðarsýn að ef ekkert verði að gert í meira
mynd
31. október 2019

Ljómandi ljúfur samdráttur!

Það er augljóst að það er samdráttur í hagkerfinu en flestir virðast nokkuð sannfærðir um að hann sé hvorki illvígur né muni hann verða langvarandi. Eiginlega sé hann alveg ljómandi ljúfur og þægilegur! Við erum því að skoða óvenju bjartsýnar svartsýnisspár í efnahagslífinu! Auðvitað er tilbreyting í því að nú þegar harðnar á dalnum og dregur úr hagvexti skuli ekki allt við það að vera á vonarvöl meira
mynd
29. október 2019

Íslandsbankamálið: Fyrirtæki í leit að tilgangi

Það er tvennt sem hefur vakið sérstaka athygli í tengslum við þau áform Íslandsbanka að beita fjölmiðla sérstökum viðskiptaþvingunum ef starfsemi þeirra fellur ekki að samfélagsmarkmiðum bankans. Í fyrsta lagi sú staðreynd að bankinn skuli telja sér skylt og jafnvel nauðsyn að grípa til slíkra aðgerða sem fela í sér að hann í krafti fjármagns hyggst knýja aðra til að ganga til móts við meira
mynd
26. október 2019

Vínaróperan - stóriðjuver listarinnar

Það er eftirtektarvert að skoða hin mikilfenglegu húsakynni sjálfrar Vínaróperunnar þar sem hún er staðsett í hjarta Vínar. Þetta risavaxna hús er eins og stóriðjuver ef notast má við svo óheflaða samlíkingu. Í húsinu vinna um eitt þúsund starfsmenn og sýningarnar eru keyrðar áfram nánast daglega frá lokum september fram í júlí. Dagskráin er svo þéttriðin að gæta þarf að öllu verklagi þegar meira
mynd
23. október 2019

Í hjarta Evrópu

Það virkar tilgangslítið að ræða um aldur heimsborgarinnar Vínar sem kúrir á sléttu í Austurríki og hefur verið skurðpunktur átaka og menningarstrauma í Evrópu svo lengi sem menn muna. Rómverjar höfðu hér virki og Habsborgara-ættin réði ríkjum í 700 ár og þó hún reyndi að halda landinu utan við ófrið hafði Austurríki tilhneigingu til að dragast inn í átök, ýmist í vörn eða sókn. Lengi þurftu meira
mynd
19. október 2019

Rosa miklir peningar í samgöngur, takk!

Nánast daglega berast nýjar fréttir af því að miklir fjármunir séu að fara að streyma í innviðafjárfestingar hér á landi. Einstaka daga virðast haldnir fleiri en einn fundur þar sem þetta er tilkynnt. Stundum gengur svo mikið á að ekki næst að tilkynna öllum ráðherrum hvað er í gangi og svo virðist sem framkvæmdamennirnir hafi haft vit á að blanda ekki fjárveitingavaldinu í málið til að spara sér meira
mynd
16. október 2019

Sjávarútvegurinn: Minna fryst, meira ferskt

Furðumiklar breytingar eru að eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi og hafa í raun gert það alla þessa öld. Það ætti kannski ekki að koma á óvart þegar horft er til breyttra neysluvenja að útflutningsverðmæti ferskra afurða hefur aukist verulega og nam verðmæti þeirra rúmlega 25% af útflutningsverðmæti sjávarafurða í heild á árinu 2018 samanborið við um 11% um síðustu aldamót. Þetta er gríðarleg meira
mynd
15. október 2019

Friðarverðlaunahafi í miðju góðæri

Það var vel til fundið að láta Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fá friðarverðlaun Nóbels í ár. Þetta er í hundraðasta skipti sem friðarverðlaun Nóbels eru veitt og annað árið í röð sem Afríkumaður hlýtur þau en læknirinn Denis Mukwege frá Kongó hlaut þau á síðasta ári. Svo virðist að Afríkumenn fái sinn skerf af friðarverðlaununum en Abiy Ahmed er tólfti Afríkubúinn til að hljóta þau. Aðrir meira
mynd
13. október 2019

Útskýringar og loftslagsbreytingar

Það er ekki langt síðan að margir töldu að stríðið í Sýrlandi mætti að hluta til rekja til loftslagsbreytinga sem síðustu misseri hafa orðið að hamfarahlýnun í munni þeirra háværustu. Nú virðist tilfærsla Bandaríkjaforseta á 1.000 hermönnum í þessum ólgusjó átaka í Miðausturlöndum skipta sköpum. Báðar þessar kenningar útskýra lítið þá flóknu atburðarrás sem stuðlaði að stríðinu í Sýrlandi og meira
mynd
11. október 2019

Áhugaverð fyrirtæki: Orf og Nox Medical

Á þessum vettvangi hafa stundum verið raktar velgengnissögur úr íslensku atvinnulífi. Sem betur fer finnast þær víða og sjálfsagt eru þær fleiri en margir halda. Fyrir ekki löngu síðan voru nokkrar líkar sögur tíundaðar og tímabært að koma með fleiri. Hér í dag er rakin stuttlega saga líftæknifyrirtækisins Orf sem hefur á til þess að gera skömmum tíma skapað áhugvert vöruframboð og svo meira
mynd
7. október 2019

Haglýsing í október

Flest bendir til þess að það verði enginn hagvöxtur á Íslandi á þessu ári. Sé leiðrétt fyrir fólksfjöldaþróun má gera ráð fyrir samdrætti. Færri krónur á hvern landsmann og því talsverðar breytingar að eiga sér stað í íslenska hagkerfinu. Versnandi efnahagsþróun hefur komið niður á bæði heimilum og fyrirtækjum, neysla dregst saman sem síðan hefur aftur áhrif á hagvöxt. Áhrifin birtast meðal annars meira
mynd
5. október 2019

Mín vísindi eru betri en þín!

Í eina tíð var hent að því gaman við Háskóla Íslands að fræðimenn yrðu að bíða með nýjar kenningar þar til forveri þeirra í fræðunum væri látinn. Þannig væri tryggt að ekkert rask kæmist á fræðaheiminn og eftirmaðurinn erfði einfaldlega sína stöðu og gott skikk var á vísindunum! Auðvitað er þessi saga meira til gamans en hitt en áður en Háskóli Íslands fékk almennilega samkeppni frá nýjum háskólum meira
mynd
2. október 2019

Samfélagsleg ábyrgð í Grundarfirði

Það er alltaf merkilegt að komast í snertingu við atvinnulífið úti á landi og hvernig það grundvallast á færni og þekkingu sem hefur byggst upp kynslóð fram af kynslóð. Maður fær þetta sterklega á tilfinninguna þegar Grundarfjörður er heimsóttur en eins og glöggir lesendur muna hugsanlega eftir gerði ég atvinnulíf þar að umfjöllunarefni fyrr á árinu í tilefni af opnun einnar nútímalegustu meira
mynd
29. september 2019

Björgun og Sundabraut

Fyrirtækið Björgun hefur hætt starfsemi í Sævarhöfða í Reykjavík og undirbýr flutning að Álfsnesvík á Álfsnesi, gegnt Þerney innst í Kollafirði eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins í vikunni. Björgun og Reykjavíkurborg undirrituðu 3. júní síðastliðin samkomulag um að Björgun fengi þessa lóð en miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir fylgja því að fyrirtækið haslar sér völl á nýjum stað. Um er að meira