Pistlar:

18. september 2024 kl. 16:58

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Af hverju styðja Íslendingar eingöngu demókrata?

Í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup mældist Kamala Harris, frambjóðandi Demókrataflokksins, með 91% fylgi meðal Íslendinga. Mótframbjóðandi hennar, Donald Trump, mælist aðeins með 9% fylgi. Fleiri konur en karlar styðja Harris en hvorki fleiri né færri en 96% íslenskra kvenna segjast myndu kjósa Harris en 85% karla. Þetta er í takt við aðrar slíkar kannanir á afstöðu íslenskra kjósenda til bandarískra stjórnmála. Á sínum tíma þegar Barack Obama atti kappi við Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana, kom í ljós að hvergi í heiminum fannst meiri stuðningur við Obama en á Íslandi en þá sögðust 98% aðspurðra ætla að kjósa hann.harris-trump

Eðlileg staða?

Auðvitað kýs fólk á Íslandi ekki forseta Bandaríkjanna. Það er hins vegar fróðlegt að velta því fyrir sér af hverju fulltrúar Demókrata, og þá sérstaklega Obama þá og Harris núna, njóti slíks yfirburðastuðnings hér á landi. Sérstaklega þegar horft er til þess að í Bandaríkjunum skiptast atkvæði mjög jafnt á milli þessara forsetaframbjóðendanna. Þeir sem skrifa fréttir um þennan mikla mun virðast lítið kippa sér upp við það. Ef til vill telja íslenskir blaðamenn að þetta sé eðlileg niðurstaða. Enginn virðist spyrja hinnar augljósu spurningar: Hvað veldur þessum ótrúlega mun á frambjóðendunum?

Getur verið að svarið liggi einmitt hjá þessum sömu fréttamönnum? Að þessar niðurstöður komi algerlega heim og saman við þeirra eigin skoðanir og heimssýn? Er þetta ekki sönnun þess að ennþá geti hefðbundnir fjölmiðlar haft talsverð áhrif við að móta skoðanir almennings.

Bergmálshellir meginstraumsmiðla

Nú í seinni tíð höfum við vanist umræðu um að skoðanamyndandi áhrif hefðbundinna fjölmiðla (meginstraumsmiðla eins og þeir eru stundum kallaðir) séu þverrandi. Fólk leiti sér frekar upplýsinga á samfélagsmiðlum eða minni persónulegum miðlum, svo sem hlaðvörpum. Út af þessu hafa menn óttast að það verði til bergmálshellar, fólki sé eiginlegt að leita til þeirra sem deili með því sameiginlegri lífssýn og skoðunum. Fyrir vikið verði umræðan fátæklegri og meira eintóna. Einhverjir myndu jafnvel segja að þetta gæti ógnað lýðræðislegri umræðu.

En getur þá verið að íslenskum fjölmiðlum hafi tekist að búa sér til sinn eigin bergmálshelli þegar kemur að bandarískum stjórnmálum? Ríkisútvarpið er með drottnandi stöðu á fjölmiðlamarkaði. Óhætt er að segja að umræðan þar um bandarísk stjórnmál sé heldur eintóna. Hefur einhver heyrt eða séð Ríkisútvarpið flytja frétt út frá sjónarhóli Repúblikanaflokksins? Þar virðist sem allar fréttir komi beint frá kosningavél Demókrata. Í því ljósi er 91% stuðningur við frambjóðendur Demókrata skiljanlegur (þótt líklega sé hann 100% á Fréttastofu Ríkisútvarpsins).harris trump

Frásögn demókrata ræður

Verra er að einkamiðillinn Vísir er eins og útibú frá Ríkisútvarpinu þegar kemur að fréttaflutningi af bandarískum stjórnmálum. Þar eru allar fréttir um Trump byggðar á kosningataktík og hagsmunum demókrata sem meðal annars gengur út á að láta þá Donald Trump og J.D. Vance, varaforsetaefni hans, líta út sem skrítna (weird) en Tim Walz, varaforsetaefni Kamala Harris, hefur verið sérstaklega áhugasamur um að heyja þannig baráttu. Vissulega er þetta gamalkunn taktík sem byggist á að geta stýrt sögunni eða frásögninni (narrative) um pólitíska andstæðinga. Íslenskir álitsgjafar í fjölmiðlum um Bandaríkin virðast vera valdir til þess að styðja við þessa frásögn demókrata. Þau þrjú fyrirferðamestu eru Silja Bára Ómarsdóttir, Friðjón Friðjónsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Öll eru þau harðir stuðningsmenn Demókrataflokksins eins og hefur verið vikið að hér áður.

Fremur en fyrri daginn virðast Íslendingar ekki geta reitt sig á hlutlausan fréttaflutning af bandarískum stjórnmálum. Það áhugaverða er að líklega finnst engum á Vísi og Ríkisútvarpinu sú vera raunin. Þar sé þetta bara barátta milli hins góða og hins illa, og auðvitað stöndum við með hinu góða.

mynd
17. september 2024

Valdamesti maður hins ófrjálsa heims

Eftir nokkrar vikur verða forsetakosningar í Bandaríkjunum þar sem valdamesti maður hins frjálsa heims verður kosinn. En hver skyldi vera valdamesti maður hins ófrjálsa heims? Þar er eðlilegt að stoppa fyrst við Xi Jinping, leiðtoga Kínverska kommúnistaflokksins. Alla jafna er hann ekki mikið í fréttum og eins og hefur verið bent á hér áður í pistlum þá er helsti kosturinn við Kína fyrir meira
mynd
16. september 2024

Öryggishætta samfara gervigreind

Mótun og framþróun gervigreindar fellur ekki undir öryggismat íslenskra stjórnvalda. Það á ekki við um önnur lönd og í mars síðastliðnum kom út skýrsla á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins sem dregur upp heldur hrollvekjandi mynd af þeirri þjóðaröryggisáhættu sem stafar af örri þróun gervigreindar. Í skýrslunni er varað við því að tíminn sé að renna út fyrir alríkisstjórnina ef eigi að meira
mynd
12. september 2024

Dragi-skýrslan afhjúpar veikleika ESB

Í byrjun vikunnar kynnti Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, nýja skýrslu sem samin var undir forystu Mario Draghi, sem er hagfræðingur, bankamaður en þó mest um vert, fyrrverandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu. Á yfir 400 síðum gerir Dragi tilraun til að greina styrkleika og veikleika Evrópu í alþjóðlegri samkeppni, þó sérstaklega við Bandaríkin og Kína. Óhætt er að segja að meira
mynd
11. september 2024

Gervigreind og dómsdagssinnar

Það er auðvelt að hrífast af framþróun gervigreindarinnar. Nú þegar hefur hún haft gríðarleg áhrif og flestir átta sig á að við erum rétt á árdögum getu hennar. En hvernig getur hún þróast og hvaða áhrif mun hún hafa? Sem gefur að skilja eru menn ekki á eitt sáttir um það en segja má að afstaða manna skiptist í tvö horn, einhvers konar framfarasinna og síðan efasemdamenn, jafnvel dómsdagssinna. meira
mynd
9. september 2024

Sumarauki í Kaupmannahöfn

Jónshús í Kaupmannahöfn verður bráðlega miðpunktur í heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta Íslands til Danmerkur. Eins og hefðin segir til um er fyrsta heimsókn nýs forseta til Danmerkur, svona sem áminning um sterk og söguleg tengsl landanna. Svo vill til að þessi heimsókn verður einnig fyrsta opinbera þjóðhöfðingjamóttaka Friðriks tíunda sem varð konungur í Danmörku í byrjun árs þegar móðir hans meira
mynd
3. september 2024

Loðnubresturinn litar uppgjörin

Það er ekki víst að allir átti sig á því að það var engin loðnuvertíð í ár. Satt best að segja var enginn héraðsbrestur og sá vandi sem fylgir loðnubresti lenti ekki á borði stjórnvalda og kallaði ekki á sértækar aðgerðir, styrki til byggðalaga eða fyrirtækja eins og átti sér stað fyrir tíma kvótakerfisins. Með kvótakerfinu má segja að það sé búið að útvista áhyggjum af loðnubresti. Hann kemur að meira
mynd
2. september 2024

Leikir, listir og erlent vinnuafl

Þegar fréttir berast af vinnuslysi gera flestir ráð fyrir því að þar sé um erlendan starfsmann að ræða. Þannig er Ísland í dag, stór hluti erfiðisvinnustarfa hér á landi er unninn af erlendum starfsmönnum sem hingað koma tímabundið. Flestir sem hafa þurft að kaupa sér vinnu iðnaðarmanna þekkja þetta, stundum er samið við íslenskan fagmann en verkin síðan unnin af útlendingum. Íslensk bygginga- og meira
mynd
29. ágúst 2024

Stjórnleysi, íslam og Sómalía

Í reynd er hægt að segja að í nokkrum ríkjum Austur-Afríku sé langvarandi mannúðarkrísa sem engan endir sér á. Þar má fyrst nefna lönd eins og Súdan, Suður-Súdan og Sómalíu en vandamál þessara ríkja smitast yfir landamærin til nágrannaríkjanna. Í reynd hefur aldrei tekist að byggja upp vísi að stjórnkerfi í þessum löndum eða innleiða þau lýðræðislegu eða stjórnskipulegu tæki sem þarf til að meira
mynd
27. ágúst 2024

Gullhúðað íslenskt eftirlitsþjóðfélag

Nú þegar landsmenn eru að meta orsakir slyssins í íshellinum í Breiðamerkurjökli um helgina horfa margir til þess hvernig koma eigi í veg fyrir að slíkt gerist. Sýndu ferðaþjónustuaðilar gáleysi eins og lesa má úr orðum vísindamanna? Og ef svo er, hvernig er hægt að koma í veg fyrir að fólk sé sett í hættu því tæpast er hægt að ætlast til að ferðamenn geti metið áhættuna. Þarf eftirlit til þess meira
mynd
26. ágúst 2024

Martröð vegtolla skellur á höfuðborgina

Um 63% íbúafjölda landsins bjó á Stór-Reykjavíkursvæðinu 1. janúar 2024, í samfelldri byggð frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar, alls 239.733 manns. Þar af um 140 þúsund í Reykjavík. Segja má að hvorki höfuðborgarsvæðið né Reykjavík sé nógu stórt til að ráðast í varanlegar samgöngubætur eins og jarðlestakerfi en svæðið er eigi að síður það stórt að samgöngur verður að leysa með miðstýrðum hætti í meira
mynd
23. ágúst 2024

Um hvað er barist í Bandaríkjunum?

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að það verður kosið í Bandaríkjunum í haust og leiðtogi hins frjálsa heims valinn, svo vitnað sé til vinsællar klisju. Bandaríkin eru mikið land, það þriðja stærsta að flatarmáli og mannfjölda. Þar búa nú um 340 milljónir manna í ríkasta hagkerfi heims. Við höfum vanist fullyrðingunni um að allt sé stórt í Ameríku og það á sannarlega við. Bandaríkin eru meira
mynd
22. ágúst 2024

Menningarkristni í trúlausum heimi

Stjörnufræðingar sjá lengra en aðrir inn í framtíðina og hafa spáð því að Vetrarbrautin okkar og Andrómeduvetrarbrautin muni lenda í árekstri eftir svo sem fjóra milljarða ára! Þetta verður sjónarspil því þegar vetrarbrautirnar renna saman munu þær að öllum líkindum mynda stóra vetrarbraut í laginu eins og egg eða kúla. Á Stjörnufræðivefnum er okkur sagt að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur meira
mynd
20. ágúst 2024

Tyrkjaránið og saga þrælahalds

Í hvert skipti sem Vestmannaeyjar eru heimsóttar rifjast Tyrkjaránið óhjákvæmilega upp. Atburðurinn hafði slík áhrif á íslenskt samfélag að sagt er að landsmenn hafi beðið almættið um vernd frá ránsmönnum næstu hundrað árin á eftir. Tyrkjaránið og Eyjagosið 1973 eru tveir stærstu atburðirnir í sögu Vestmannaeyja og bærinn gerir margt til að halda þessari sögu á lofti. Nýir atburðir í meira
mynd
18. ágúst 2024

Alvotech á flug?

Í tilkynningu sem lyfjaþróunarfélagið Alvotech sendi frá sér fyrir helgi kom fram að félagið skilaði mettekjum og metframlegð á öðrum ársfjórðungi og á fyrri helmingi ársins. Viðbrögð fjárfesta voru mjög jákvæð og bréf félagsins hækkuðu mikið og ekki er laust við að vellíðunarstuna hafi farið um íslenskan fjárfestaheiminn vegna afkomunnar. Svo virðist sem þetta verðmætasta félag íslensku meira
mynd
15. ágúst 2024

Er eitthvað vit í hlutabréfum?

Hvernig á að horfa á hlutabréfamarkaðinn íslenska sem er alltaf svolítið eins og hann sé rétt að slíta barnsskónum? Varla er hægt að segja að hann sé búinn að jafna sig eftir bankahrunið fyrir ríflega 15 árum, já fjárfestar geta verið langminnugir. Eða ekki! Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi var undir miklum þrýstingi árið 2023, og lækkaði um um 7% vegna efnahagslegra áskorana og aukins vaxtaálags. meira
mynd
12. ágúst 2024

Bretland: Fjölmenningarlegt eða fjölþjóðlegt?

Það er fróðlegt að sjá hvernig sagnfræðingurinn David Starkey bregst við nýjustu mótmælum og óeirðum víða um Bretland í nýlegu viðtali við GB sjónvarpsstöðina. Starkey gagnrýndi Keir Starmer, nýjan forsætisráðherra Breta, harðlega fyrir viðbrögð hans við mótmælunum og sagði Verkamannaflokkinn hafa endanlega misst traust hvíts fólks úr verkamannastétt. David Starkey, sem er ekki þekktur fyrir meira
mynd
9. ágúst 2024

Alþjóðavæðing glæpaheimsins og Norðurlönd

Nýlega var sagt frá því í fréttum Ríkisútvarpsins að lögregla í Danmörku hafi upplýst að glæpamenn þar í landi séu í auknum mæli teknir að fá sænsk ungmenni til að fremja ódæði fyrir sig. Tilefni ummælanna voru þau að tveir unglingar voru í haldi vegna tilrauna til manndráps. Unglingspiltarnir eru sænskir ríkisborgarar, sextán og sautján ára gamlir. Annar var handtekinn í Kolding á meira
mynd
7. ágúst 2024

Bretland: Sannleikurinn er ekki rasískur

Bretland er í hópi þeirra landa sem flestir Íslendingar heimsækja og við teljum okkur þekkja breska menningu mjög vel, hvort sem það er á sviði tónlistar eða kvikmynda. Þá höfum við gríðarlegan áhuga á ensku knattspyrnunni, svo mjög að margir eiga í tilfinningasambandi við enska liðið sitt. Þá eru margir virkir stuðningsklúbbar enskra liða á Íslandi. Við þekkjum einnig vel breska sögu og stjórnmál meira
mynd
6. ágúst 2024

Barnamorð og útlendingahatur

Síðustu daga hafa átt sér stað óeirðir í mögum borgum Bretlands. Þeim hafa fylgt alvarlegar árásir á lögregluna. Miklar fréttir eru fluttar af þessu. Sumir reyna að draga upp einfalda mynd af ástandinu á meðan aðrir telja dýpri þjóðfélagsbreytingar að baki. Breskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum undanfarna áratugi. Þótt margt gerist í stóru landi þá má segja að hnífstunguárásin í Southport á meira