Pistlar:

7. maí 2024 kl. 20:40

Sigurður Már Jónsson (sigurdurmar.blog.is)

Sprengju-kveikur í Kastljósinu

Áhorfendur Ríkisútvarpsins hafa nú séð umfjöllun um viðskipti Reykjavíkurborgar við olíufélögin vegna lóðarmála. Viðskipti sem kalla má „gjafagjörning.“ Eins kunnugt er þá var þátturinn tekinn af dagskrá fréttaskýringaþáttarins Kveiks, en undir þeim formerkjum birtir fréttastofa Ríkisútvarpsins rannsóknarblaðamennsku sína.

Mikla athygli vakti þegar ritstjóri Kveiks, Ingólfur Bjarni Sigfússon, ákvað að taka þáttinn af dagskrá með þeim orðum að þátturinn uppfyllti ekki gæðakröfur Kveiks. Um leið virtist hann telja að María Sigrún Hilmarsdóttir ætti ekki heima í teymi rannsóknarblaðamanna Kveiks, sagði hæfileika hennar ekki vera á sviði rannsóknarblaðamennsku heldur frekar við að lesa fréttir. Ummæli sem hafa vakið talsverða athygli enda þykir mörgum þar grilla í ákveðna tegund karlrembu. Nú þegar búið er að sýna þáttinn bíða margir spenntir eftir því að Ingólfur Bjarni Sigfússon, ritstjóri Kveiks, útskýri hvað það var í vinnubrögðum Maríu Sigrúnar sem ekki stóðst hinar stífu gæðakröfur hans.kveikur

Í fréttaskýringarþættinum kemur fram að meirihlutinn í Reykjavík, undir forystu Dags B. Eggertssonar, hélt illa á hagsmunum borgarbúa þegar ákveðið var að breyta nýtingarrétti 12 bensínstöðvalóða í Reykjavík til að þar mætti rísa íbúðabyggð. Það sjá allir að við þá ákvörðun að breyta nýtingarétti lóðanna skapast um leið mikil verðmæti sem virðast renna að nær öllu leyti til lóðarhafa. Skiptir þá engu að lóðaleigusamningar hafi í sumum tilvikum verið útrunnir eða nærri því. Reykjavíkurborg var því í lófa lagið að leysa til sín þær lóðir og selja þær hæstbjóðanda í opnu gagnsæu ferli.

Breytingar á nýtingarrétti lóða hafa verið í gangi í Reykjavík um langt skeið undir formerkjum þéttingar byggðar. Engum dylst að margir lóðareigendur hafa hagnast á þessum breytingum. Líklega hefur það þó ekki áður birst með jafn skýrum hætti að borgarstjórnarmeirihluti Dags var ekki að gæta hagsmuna borgarbúa eins og í þessu máli. Reyndar afhjúpar þátturinn vandræðagang borgarstjóra sem reyndir að villa um með óljósu orðalagi í samtali því sem er hér mynd af úr þættinum. Ég fæ ekki betur séð en að hann sé þarna hreinlega staðinn að því að fara með staðlausa stafi. Athugasemd frá almannatengslateymi borgarinnar sem birtist í morgun er í þessum anda og hefur verið hrakin í svörum Maríu Sigrúnar og stjórnenda Kastljóssins.kveikur

Hver stöðvaði fréttina?

Hver verða eftirmálin? Margir eru undrandi og bíða eftir frekari rannsókn fjölmiðla. Við sjáum að með þessari uppákomu, sem varð í fyrir sýningu þessa þáttar, að fréttastofu Ríkisútvarpsins er illa treystandi til að fylgja þessu máli eftir. Ekki verður annað séð en að Dagur hafi náð að beita afli sínu til að taka fréttina úr umferð. Vafalaust naut hann þar tengsla sinna við yfirstjórn Ríkisútvarpsins. María Sigrún á heiður skilinn fyrir að vekja athygli á þessari tilraun til þöggunar, og náði með harðfylgi að halda sínu og sjá til þess að fréttaskýringaþátturinn yrði sýndur.

En hvað með aðra fjölmiðla? Munu þeir fylgja þessu máli eftir. Boltinn er nú hjá þeim. Skemmst er að minnast að hinn þaulreyndi blaðamaður Vísis, Jakob Bjarnar Grétarsson, hóf málið með því að segja frá þögguninni á fréttinni. Nú, reynir á fréttamat og afl annarra miðla. Eða þykir þeim þetta kannski ekki frétt? Ef svo er þá er það á skjön við viðbrögð almennings og reyndar orðræðu á samfélagsmiðlum, bæði hjá lærðum sem leiknum.

Það vakti athygli pistlaskrifara að í vikulegu spjalli Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra, Heimildarinnar, á Rás eitt í morgun var ekki vikið orði að þessu máli og það þótt öll umræðan væri helguð fjármálum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Augljóslega taldist Kastljósumfjöllunin ekki fréttnæm í huga ritstjóra Heimildarinnar, sem vel að merkja er einmitt í miklu persónulegu vinfengi við ritstjórn Kveiks, í nútíð og fortíð. „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi? Og enn þarf að spyrja hvernig á því standi að ritstjórn Kveiks hafi ekki fyrir löngu síðan tekið þetta furðulega hneykslismál til umfjöllunar. Er til of mikils ætlast að ritstjórn Kveiks svari þessu opinberlega,“ spyr Ögmundur Jónasson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu í pistli. Ögmundur hefur fjallað mikið um málið og gagnrýnt yfirstjórn Ríkisútvarpsins harðlega.maria

Valkvætt fréttamat

Þetta þöggunarmál varpar kastljósinu á rannsóknarfréttamennsku Ríkisútvarpsins. Margir hafa hampað stofnuninni fyrir þessa stefnu enda hefur hún staðið að mörgum stórum fréttamálum. En er fréttamatið þar á bæ valkvætt? Hefur flokkapólitík áhrif á fréttamatið ríkisstofnunarinnar? Borgarstjóri er fyrirferðamikill í stjórnmálum og honum er ætlað stórt hlutverk í Samfylkingunni, er hugsanlega ráðherraefni. Ef grannt er skorað er þetta síður en svo í fyrsta sinn sem hann er tengdur umdeildum ákvörðunum í lóðarmálum. Má þar sem dæmi nefna að bæði Baltasar Kormákur og Runólfur Ágústsson hafa ekki verið látnir gjalda vinskapar við borgarstjórann og urðu umsvifamiklir lóðarhafar í Reykjavík. Smáfréttir hafa verið sagðar af því hér og þar en þeir hrista þær vandlega af sér af því að rannsóknarblaðamenn, meðal annars þeir hjá opinberu stofnuninni, hafa ekki áhuga á málinu.

Þetta þöggunarmál sýnir að rannsóknarblaðamennska Ríkisútvarpsins lýtur engri stefnumörkun eða stjórnsýslu. Fréttamatið eða stefnan er í höndum þeirra sem taka sér það vald hverju sinni, hvort sem þeir heita Ingólfur Bjarni Sigfússon, Helgi Seljan eða Jóhannes Kr. Kristjánsson. Þannig hefur Ríkisútvarpið efnt til samstarfs við fjölmiðla innanlands sem erlendis án þess að um það ríki stefna eða ákvörðun af yfirstjórn. Rannsóknarblaðamennirnir gera bara það sem þeim sýnist eins og gerðist í Panamamálinu þegar Ríkissjónvarpinu var stýrt inn í umfjöllun sem tekin var ákvörðun um erlendis. Þá var ákvörðunin um að veitast að forsætisráðherra Íslands í fréttinni var tekin á sameiginlegum ritstjórnarfundi erlendis þegar verið var að stilla upp umfjölluninni um Panama-skjölin til að sem mest athygli fengist. Um það var almenningur ekki upplýstur fyrr en síðar þegar blaðamennirnir sjálfir í hégómleika sínum gerðu heimildarþátt um „hetjulega framgöngu sína“ í málinu og afhjúpuðu þá um leið sjálfa sig.

Eins og áður sagði á María Sigrún heiður skilið fyrir að láta ekki stöðva frétt sína og opinbera málið á Facebook-síðu sinni. Allir vita að það að slíkt framferði er alvarleg atlaga að ritstjórnarlegu frelsi blaðamanna. Breytir litlu að þeir háværustu í þeirra stétt séu furðu fámálir núna. Framhald málsins er prófsteinn á hvar trúnaður blaðamanna liggur, við almenning eða við stéttina?

mynd
5. maí 2024

14 ára bið Verkamannaflokksins að ljúka

Flest bendir til þess að breski Verkamannaflokkurinn vinni kosningarnar í Bretlandi þegar þær verða haldnar en það getur í síðasta lagi orðið í janúar á næsta ári. Í nýafstöðnum sveitastjórnarkosningum vann Verkamannaflokkurinn mikinn sigur. Flokkurinn bætti við sig 180 sætum og vann meirihluta í mörgum kjördæmum. Á sama tíma galt Íhaldsflokkurinn afhroð í kosningunum og tapaði ríflega 470 meira
mynd
3. maí 2024

Virkjum Bessastaði!

Orkumál eru í fyrsta skipti kosningamál í forsetakosningum á Íslandi og spurning hvort slagorð Ástþórs Magnússonar um virkjun Bessastaða verði loksins að veruleika! Erfitt er að segja nákvæmlega hvað veldur þessari tengingu, það að orkumálastjóri er í framboði eða staða orkumála á Íslandi þar sem stefnir í orkuskort? Sjálfsagt hafa báðir þessir þættir áhrif þó með ólíkum hætti sé. Við Íslendingar meira
mynd
2. maí 2024

Gist og snætt í Porto

Undanfarin ár hefur Porto verið vinsæll áfangastaður Íslendinga en þangað er um fjögurra tíma flug og borgin falleg og áhugaverð. Ekki of stór sem sumum kann að þykja þægilegt en íbúafjöldi Porto er um 250 þúsund manns en Stór-Porto svæðið telur vera um eina milljón. Rétt eins og á við um höfuðborgarsvæðið hér á Íslandi þá verða mörk millii sveitarfélaga óljós og fyrir aðkomumenn þá rennur þetta meira
mynd
30. apríl 2024

Kosturinn við Kína er fjarlægðin

Það að formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins lofi og prísi kínverskt stjórnarfar ætti að vera nokkur viðvörun í báðum löndum en í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti lesa frásögn af miklum áhuga kínverskra yfirvalda á að efla tengsl við Ísland. Þá rifjast upp, að fyrir okkur Íslendingar er fjarlægðin líklega helsti kosturinn við Kína og má hafa í huga kínverska málsháttinn meira
mynd
22. apríl 2024

Fólksfækkun, flokksræði og velferðakerfi Kína

Fólki fækkaði í Kína annað árið í röð í fyrra og um leið dróst landsframleiðsla saman. Kínversk stjórnvöld horfa nú fram á verulegar áskoranir í viðleitni sinni til að stýra nánast öllum breytingum í þessu fyrrum fjölmennasta ríki heims. Talið er að milli 1,5 til 2 milljónir manna hafi látist af áhrifum kóvid-faraldursins í landinu en það eru smámunir einir miðað þær miklu breytingar sem hafa meira
mynd
20. apríl 2024

Lamaðir innviðir vegna flóttamanna

Í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í vikunni kom fram að rúmur fjórðungur leik- og grunnskólakennara sér ekki fyrir sér að vera í sama starfi eftir fimm ár, samkvæmt niðurstöðum viðhorfskönnunar Kennarasambands Íslands. Ástæðan er meðal annars rakin til flókinna nemendahópa og að börn sem ekki hafa íslensku að móðurmáli auki álagið á kennara. Nefnt var sem dæmi að þess fyndust dæmi að 90% nemenda í meira
mynd
19. apríl 2024

Grettistak í menntun lækna

Það verður að telja augljóst að Íslendingar ættu að drífa sig í því að heiðra sérstaklega Runólf Oddsson, ræðismann Slóvakíu á Íslandi. Segja má að Runólfur hafi lyft grettistaki við að mennta íslenska heilbrigðisstarfsmenn undanfarinn áratug og þannig bjargað íslenska heilbrigðiskerfinu frá miklum hörmungum. Augljóslega stefndi í óefni með menntun lækna hér á landi áður en námsmenn fóru að leita meira
mynd
16. apríl 2024

Haglýsing á tímum stöðugleikastjórnar

Ný ríkisstjórn er mynduð um þá viðleitni að varðveita stöðugleika í landi sem er eins og önnur lítil hagkerfi ekki þekkt fyrir mikið efnahagslegt jafnvægi. Því gat það verið skynsamlegt að tryggja í það minnsta pólitískan stöðugleika þó því geti stundum fylgt stöðnun á öðrum sviðum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur fékk í heimamund árið 2017 góða stöðu ríkissjóðs og munaði þar mestu um einstakan meira
mynd
15. apríl 2024

Trúarleg skautun Miðausturlanda

Um öll Miðausturlönd má sjá hlutfall kristinna manna meðal íbúa fara lækkandi sem er skýrt merki um að hin trúarlega skautun í þessum heimshluta sé að aukast verulega. Tölurnar vekja undrun. Það má fyrst nefna að kristnum mönnum hefur fækkað jafnt og þétt í Tyrklandi síðan seint á 19. öld þegar þeir voru á milli 20% og 25% íbúanna. Í þá daga var þetta svæði hluti af Ottómanveldinu sem stundum var meira
mynd
13. apríl 2024

Óhreinu börn velferðakerfisins

Ef fjölskylda fíknisjúklings fær upphringingu frá lögreglunni eða heilbrigðisþjónustunni um að sjúklingurinn sé í höndum þeirra er fjölskyldan undantekningalaust beðin um að taka við viðkomandi. Skiptir litlu í hvaða ástandi hann er. Þegar svo er komið, treysta fæstir í fjölskyldunni sér til þess enda er að baki áralöng saga sem hefur yfirtekið líf viðkomandi fjölskyldu. Stundum getur fólk ekki meira
mynd
11. apríl 2024

Evrópska flóttamannavirkið

Á nánast hverjum einasta degi ársins koma bátar hlaðnir flóttamönnum upp að ströndum Evrópu. Upp úr bátunum stekkur fólk, stundum innan um sólbaðsdýrkendur og reynir að hlaupa í felur. Sumum tekst það, öðrum ekki. Ekki komast allir bátarnir að strönd og Atlantshafið og sérstaklega Miðjarðarhafið verða vot gröf margra flóttamanna sem flestir koma frá Afríku. Þetta er fátækt fólk sem hefur lagt í meira
mynd
9. apríl 2024

Glæpir gegn mannkyninu

Í bók sinni um Miðausturlönd áætlar Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor að um tvær og hálf milljón manna hafi látist í stríðum Miðausturlanda síðustu 50 ára eða svo. Því til viðbótar hafi um 8 milljónir manna lagt á flótta. Bók Magnúsar kom út 2018 og síðan hefur fólk haldið áfram að deyja á þessu svæði, nú síðast ríflega 30 þúsund manns á Gaza. Á sama tíma hefur fjöldi fólks dáið í Sýrlandi og meira
mynd
6. apríl 2024

Latir Íslendingar

Stundum geta stuttar fréttir sagt mikla sögu, jafnvel um breytingar á samfélaginu sem ekki blasa við og þarf þá ekki endilega að byggja á einhverskonar vísindalegri aðferðafræði. Í Morgunblaðinu í gær mátti lesa frétt um að Íslendingar séu hættir að nenna að vinna erfiða líkamlega vinnu. Þetta er haft eftir fulltrúa dekkjaverkstæðis og ályktun sína byggir hann á því að fyrir skömmu hafi fyrirtækið meira
mynd
4. apríl 2024

Bókadómur: Seðlabankinn gegn Samherja - Eftirlit eða eftirför?

Í hlaðvarpinu Þjóðmálum var Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, spurður af hverju hann hefði tekið slaginn við Seðlabankann út af því máli sem bókin Seðlabankinn gegn Samherja – Eftirlit eða eftirför?, fjallar um. Þorsteinn Már svaraði því til að það hefði skipt miklu að hann gat það. Að fyrirtæki hans væri það stórt og stöndugt og að hann hefði getað barist við það sem fyrir meira
mynd
2. apríl 2024

Óþekka stúlkan Giorgia Meloni

Allajafnan hefði ég eytt dymbilvikunni á Ítalíu í lífslangri tilraun til að meðtaka anda þessa fagra lands og grípa hluta af menningunni sem er svo yfirþyrmandi að það verður ekki gert almennilega nema með rauðvíni og pasta. En það varð ekki að þessu sinni. Það breytir því ekki að Ítalía er alltaf í huga þeirra sem þangað hafa komið og nú eru ferðirnar komnar á vel á annan tug og sumum hefur verið meira
mynd
1. apríl 2024

Vaxandi ofsóknir gegn kristnum mönnum

Á páskunum minnast kristnir menn dauða og pínu Krists en fylgjendur hans mynda stærsta söfnuð heims. Páskarnir eru reyndar gömul hátíð gyðinga en kristnir menn hafa að hluta til slegið eign sinni á þá. Það er hins vegar ekki öllum ljóst að nú er talið að kristnir menn séu opinberlega ofsóttir í hvorki fleiri né færri en 139 löndum. Þúsundir kristinna manna falla í ofsóknum á hverju ári um víða meira
mynd
29. mars 2024

Hælisleitendur úr fjarlægu sólkerfi

Undanfarið hefur þáttaröðin Vandkvæði himintunglanna (sem er dálítið frjálsleg þýðing á ensku samsetningunni The Three-Body Problem) verið til sýnis á Netflix streymisveitunni og hefur notið mikilla vinsælda. Þættirnir byggja á sögu eftir kínverska verkfræðinginn og vísindaskáldsagnahöfundinn Liu Cixin og er fyrsta sagan í Remembrance of Earth's Past þríleiknum. Þættirnir lýsa atburðarás þar sem meira
mynd
26. mars 2024

Frakkar yfirgefa Afríku

Eftir margra alda viðveru í Afríku eru Frakkar að yfirgefa álfuna og þar með má hugsanlega setja punktinn aftan við nýlendustefnu þeirra í álfunni. Sú saga er ekki alltaf falleg en brottförin núna er að sumu leyti við válegar aðstæður þar sem ófriðlegt er nú í mörgum þeim löndum sem Frakkar tengjast. Hér hefur áður verið fjallað um ástandið á Sahel-svæðinu, sunnan Sahara-eyðimerkurinnar meira
mynd
23. mars 2024

Mannfækkun af manna völdum

Þegar við skoðum sögu Íslands er okkur tamt að horfa til þess hve margir bjuggu í landinu frá einum tíma til annars og metum gjarnan landshagi út frá því hvernig mannfjöldaþróuninni reiddi af. Samfélagið var lengst af staðnað og fyrir kom að það nánast þurrkaðist út og það var ekki fyrr en kom fram á seinni hluta 19. aldar sem landsmönnum tók að fjölga að einhverju ráði, þróun sem hélt áfram meira