Viðar næstmarkahæstur

08:38 Viðar Örn Kjartansson er orðinn næstmarkahæstur í ísraelsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir að hann skoraði tvö marka Maccabi Tel Aviv í 3:1-útisigri liðsins gegn Maccabi Haifa í gærkvöld. Meira »

Simone Biles: Nassar misnotaði mig

Í gær, 23:09 Bandaríska fimleikakonan Simone Biles, margfaldur gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum, segir að hún hafi verið kynferðislega misnotuð af Larry Nassar, fyrrverandi lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. Meira »

Hrafnhildur er hætt – „Best að hætta á toppnum“

í fyrradag Þau óvæntu tíðindi bárust í dag að sundkonurnar Hrafnhildur Lúthersdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, afrekskonur úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, væru hættar. Meira »

KA jók forskotið

13.1. KA náði í dag sjö stiga forystu á toppi Mizuno-deildar karla í blaki með því að vinna öruggan sigur á Þrótti austur í Neskaupstað, 3:0. Meira »

Nuddarinn gekk of langt

12.1. Spjótkastarinn og afreksíþróttamaðurinn Ásdís Hjálmsdóttir á eina af frásögnunum sem íþróttakonur birtu í gær vegna kynbundins ofbeldis í þeirra garð. Atvikið sem um ræðir gerðist á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Moskvu árið 2013, tveimur dögum áður en hún átti að keppa fyrir Íslands hönd. Meira »

Yfirlýsing ÍSÍ: „Ofbeldi verður ekki liðið!“

12.1. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, ÍSÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að margar íþróttakonur hafa stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér. Meira »

Fræðslustarf innan HSÍ tekið til skoðunar

11.1. Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, er meðvitaður um hvers efnis frásagnir kvenna í íþróttum eru sem birtar voru í dag en hefur sjálfur ekki komist í að lesa þær. Umræða um yfirlýsinguna, áður en hún birtist, hefur átt sér stað innan HSÍ en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig bregðast eigi við. Meira »

Knattspyrnuhreyfingin mun bregðast við

11.1. „Við verðum að taka þetta alvarlega og við munum gera það og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma í veg fyrir svona áreitni eða ofbeldi í framtíðinni. Það verður okkar afstaða,“ segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, í samtali við mbl.is. Meira »

Þjálfarinn var ógeðslegur

11.1. „Ég vil ekki halda of lengi utan um þig, þá verð ég graður,“ sagði þjálfari Hólmfríðar Magnúsdóttir sem þjálfaði hana í Noregi sumarið 2015. Hólmfríður er ein 62 íþróttakvenna sem birta frásagnir af kyn­bund­inni mis­mun­un, kyn­ferðis­legri áreitni og kyn­ferðis­legu of­beldi. Meira »

Hátterni í andstöðu við gildi UMFÍ

12.1. Ungmennafélag Íslands, UMFÍ, hefur sent frá sér yfirlýsingu í framhaldi af því að margar íþróttakonur hafa stigið fram og greint frá hræðilegum brotum gegn sér. Meira »

Fanndís og Birgir íþróttafólk Kópavogs

11.1. Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, og Fanndís Friðriksdóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2017. Meira »

Öruggur sigur KA-manna

11.1. KA vann öruggan sigur á Þrótti frá Neskaupstað, 3:0, þegar liðin áttust við í Mizuno-deild karla í blaki í gærkvöldi.  Meira »

Sögulega góð byrjun Shiffrin

10.1. Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin virðist afskaplega sigurstrangleg í svigi og stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Pyeongchang 12. febrúar. Meira »