Meistararnir skoruðu níu

Í gær, 22:36 Íslandsmeistarar SA voru í stuði er SR heimsótti þá í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld og skoruðu níu mörk, en lokatölur urðu 9:2, SA í vil. Meira »

Farah gæti snúið aftur

Í gær, 16:28 Breski langhlauparinn Mo Farah gæti mætt til leiks á Ólympíuleikana í Tokyo 2020 og keppt í 10.000 metra hlaupi. Farah hætti hlaupi á braut í lok síðasta árs, en hann hefur gert það afar gott í maraþonhlaupum síðan. Meira »

Frjálsíþróttafólk ársins tilnefnt

Í gær, 14:15 Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilnefnt þau sem koma til greina í vali á frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarli ársins 2018 en valið verður kunngert í hófi 4. desember. Meira »

Drukknum ólympíumeisturum sópað burt

í fyrradag Íþróttamenn í fremstu röð geta eins og aðrir farið út af sporinu og því fékk ólympíusigurvegari í krullu að kynnast á dögunum. Hafði hann þá ásamt liðsfélögum sínum látið öllum illum látum á svellinu og voru þeir augljóslega drukknir. Meira »

Goðsögn fórnarlamb hatursglæps

18.11. Gareth Thomas, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Wales í rugby, greinir frá því á Twitter að hann hafi orðið fyrir líkamsárás í Cardiff og fullyrðir að kynhneigð hans hafi verið ástæða árásarinnar. Meira »

Góð þáttaka á þriðja Grand Prix mótinu

18.11. Þriðja Grand Prix mót Karatesambandsins í aldursflokkum 12 til 17 ára fór fram í Fylkisselinu í gær en keppt var í bæði kata og kumite. 108 keppendur voru skráðir til leiks frá flestum félögum á landinu. Meira »

Teresa skoraði þrennu í stórsigri

17.11. Teresa Snorradóttir fór mikinn fyrir Skautafélag Akureyrar og skoraði þrjú mörk þegar liðið öruggan sigur gegn liði Reykjavíkur í 3. umferð Íslandsmóts kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, á Akureyri í dag en leiknum lauk með 7:0-sigri SA. Meira »

Líkamsræktarhátíð í Höllinni

15.11. „Þetta er festival, þetta er meira en bara eitthvert fitnessmót,“ segir Konráð Valur Gíslason mótshaldari um Iceland Open sem verður í Laugardalshöll 15. desember. Þar verður keppt á fjórum alþjóðlegum mótum: í kraftlyftingum, vaxtarrækt, brasilísku jiu-jitsu á vegum Mjölnis og Nocco-þrautabraut. Meira »

Í bann fyrir skæri, blað, stein

14.11. Knattspyrnudómara í úrvaldsdeild kvenna í Bretlandi hefur verið vikið frá störfum í þrjár vikur eftir að upp komst að hann notaðist ekki við venjulegt hlutkesti í upphafi leiks, heldur notaði þess í stað leikinn „Skæri, blað, steinn“ til að skera úr um hvort liðið fengi að byrja með boltann. Meira »

Enginn áhugi á kaffibolla með Neville

18.11. Xherdan Shaqiri, sóknarmaður enska knattspyrnufélagsins Liverpool, hefur ekki áhuga á því að setjast niður með Gary Neville, fyrrverandi fyrirliða Manchester United og núverandi sparkspekingi hjá Sky Sports, og ræða málin yfir kaffibolla. Meira »

SR komið í toppsætið

16.11. SR náði í kvöld þriggja stiga forystu í Hertz-deild karla í íshokkí með því að sigra Björninn, 7.4, í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal. Meira »

KA vann grannaslaginn og fór á toppinn

15.11. KA vann góðan 3:0-sigur á Völsungi er liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í gær. Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar, 25:21 og 25:21 en KA sigldi öruggum sigri í þriðju hrinu, 25:14, og eru norðankonur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Meira »

Brást ekki við skipunum flugmannsins

14.11. Þyrla Vichai Sri­vadd­hanapra­bha, eiganda knattspyrnufélagsins Leicester City, brást ekki við skipununum flugmannsins þegar hún hrapaði fyrir utan heimavöll félagsins í lok síðasta mánaðar. Þetta eru niðurstöður frumrannsóknar á tildrögum slyssins að því er BBC greinir frá. Meira »