Íslendingar náðu í gull og brons

11:04 Úlfur Böðvarsson bar sigur úr býtum í 90 kg. flokki á Opna sænska meistaramóti 21 árs og yngri í júdó. Sigurinn var öruggur hjá Úlfi og lagði hann alla andstæðinga sína á ippon, þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli í öxl. Úlfur fékk svo verðlaun fyrir besta ippon kast dagsins. Meira »

Fer í betra lið en ég var í

í gær „Mig langaði að prófa eitthvað nýtt eftir að hafa verið í fjögur ár hjá Örebro. Þegar ég fékk tilboð frá liðinu á ákvað ég að slá til,“ sagði Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í blaki, sem hefur gert samkomulag um að leika með sænska úrvalsdeildarliðinu Hylte/Halmstad Volley. Meira »

„Misstum ekki taktinn“

í gær „HK er í dag að vaxa mjög mikið og í yngri flokkunum eru margir iðkendur. Ég tel að HK eigi klárlega að vera með lið sem festir sig í sessi í efstu deild,“ segir Ásgeir Marteinsson, leikmaður HK sem í dag getur tryggt sér sigur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu með því að vinna Hauka í lokaumferðinni. Meira »

Íslendingarnir á heimleið frá Spáni

í fyrradag Tveir Íslendingar tóku þátt á Evrópumótinu í einstaklingskeppni í borðtennis sem fram fer á Alicante á Spáni, dagana 18.-23. september. Magnús Jóhann Hjartarson, 20 ára, og Magnús Gauti Úlfarsson, 18 ára. Meira »

Sex Íslendingar keppa í Svíþjóð

í fyrradag Sex íslenskir keppendur verða á meðal þátttakenda á Opna sænska, cadett og junior mótinu í júdó, sem haldið er á morgun í Haninge í Svíþjóð. Keppendur U21 árs landsliðs Ísland verða þeir Árni Lund í -81 kg flokki, Grímur Ívarsson í -90 kg flokki, Oddur Kjartansson í -73 kg flokki og Úlfur Böðvarsson í -90 kg flokki. Meira »

Patrekur leitar að aðstoðarhlaupara

í fyrradag Patrekur Andrés Axelsson, blindur spretthlaupari úr Ármanni, óskar eftir að fá með sér 1-3 spretthlaupara til æfinga næsta vetur og sumar 2019. Meira »

Lyfjabanninu á Rússa aflétt

20.9. Framkvæmdanefnd alþjóðalyfjaeftirlitsins í íþróttaheiminum (WADA) hefur tekið umdeilda ákvörðun um að aflétta banni á hendur rússneska lyfjaeftirlitinu, sem sett var á eftir að ljósi var varpað á kerfisbundna lyfjamisnotkun rússneskra íþróttamanna. Meira »

Sleppir mótum vegna meiðsla

19.9. Spánverjinn Rafael Nadal sem trónir á toppi heimslistans í tennis hefur neyðst til þess að draga þátttöku sína til baka á mótum í Peking og Shanghai sem fram fara í næsta mánuði. Meira »

Kylfingur myrtur í Iowa

18.9. Spænski kylfingurinn Celia Barquin fannst látin á golfvelli í Iowa í Bandaríkjunum. Að sögn yfirvalda er búið að handtaka og ákæra mann sem er grunaður um að hafa orðið henni að bana. Meira »

Skráði nýjan kafla í júdóíþróttina

21.9. Daria Bilodid frá Úkraínu skrifaði nýjan kafla í sögu júdóíþróttarinnar í gær með því að verða yngsti heimsmeistari sögunnar í júdó en heimsmeistaramótið hófst í Baku í Aserbaídsjan í gær. Meira »

Keppa á HM í júdó í Baku

20.9. Júdókapparnir Sveinbjörn Iura og Egill Blöndal ásamt landsliðsþjálfaranum Jóni Þór Þórarinssyni verða mættir til Baku í Aserbaídsjan í kvöld en þar verða þeir fulltrúar Íslands á heimsmeistaramótinu í júdó. Meira »

Vilja halda ólympíuleikana í sameiningu

19.9. Norður- og Suður-Kórea hafa ákveðið að leggja fram sameiginlega umsókn um að halda Ólympíuleikana 2032 á Kóreuskaga, að því er fram kemur í sameiginlegri yfirlýsingu leiðtoga ríkjanna. Meira »

Landslið Íslands fyrir EM tilkynnt

17.9. Yfirþjálfarar landsliða og landsliðsþjálfarar í hópfimleikum hafa valið landslið fyrir Evrópumótið í hópfimleikum 2018. Mótið fer fram í Portúgal í október. Meira »