„Ég trúi þessu ekki“

08:22 Argentínumaðurinn Juan Martin del Potro batt endi á sigurgöngu Svisslendingsins Roger Federer þegar þeir mættust í úrslitaleik á Indian Wells tennismótinu í gærkvöld. Meira »

Sveik ekki foreldrana

08:00 „Það er náttúrlega alger heiður. Ég hef keppt á stórmótum í yngri aldursflokkum en ekki komist á fullorðinsmótin hingað til og því alger snilld að vera kominn á það stig. Að vera kominn þangað er ný staða enda sér maður þar alla þessa bestu,“ sagði Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans til Bandaríkjanna og spurði hvernig tilhugsun það væri að keppa á stórmóti. Meira »

Afturelding rauf sigurgöngu Keflavíkur

Í gær, 23:15 Afturelding varð um helgina Íslandsmeistari í taekwondo í fyrsta skipti og rauf áralanga sigurgöngu Keflvíkinga í íþróttinni en Íslandsmótið var haldið í Keflavík. Meira »

Guðlaug átjánda í Las Palmas

Í gær, 20:10 Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hafnaði í kvöld í 18. sæti á fyrsta móti sínu á tímabilinu, Evrópubikarmóti í sprettþraut sem fram fór í Las Palmas á Kanaríeyjum. Meira »

Júlían og Ragnheiður stigahæst

Í gær, 19:58 Júlían Jóhann Karl Jóhannsson úr Ármanni og Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir úr Kraftlyftingafélagi Reykjavíkur sigruðu í stigakeppni karla og kvenna á Íslandsmótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fór í dag í umsjón Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Meira »

HK í úrslit eftir mikinn viðsnúning

Í gær, 16:33 HK leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í blaki eftir að hafa snúið blaðinu hressilega við í þriðja leiknum gegn Þrótti frá Neskaupstað í undanúrslitunum í Fagralundi í dag. Meira »

Þrír íslenskir spjótkastarar á EM?

í gær Svo gæti hæglega farið að Íslendingar muni eiga þrjá íslenska spjótkastara á EM í frjálsum íþróttum í Berlín í ágúst.   Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

í fyrradag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Sindri stórbætti sig og náði EM-lágmarki

í fyrradag Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti er hann kastaði spjótinu 80,49 metra á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Meira »

Yngsti heimsbikarmeistarinn

Í gær, 14:07 Norðmaðurinn Johannes Høsflot Klæbo varð í dag yngsti karlmaðurinn sem verður heimsbikarmeistari samanlagt í skíðagöngu.  Meira »

Stjarnan bikarmeistari í hópfimleikum

í fyrradag Stjarnan er bikarmeistari kvenna í hópfimleikum eftir keppni við Gerplu á WOW-bikarmótinu í Hafnarfirði í dag. Stjarnan átti titil að verja á meðan Gerpla er ríkjandi Íslandsmeistari. Að lokum munaði fjórum stigum á liðunum. Keppni á gólfi var mjög jöfn, en Stjarnan hafði betur á trampólíni og fjaðurdýnu. Meira »

Afturelding svaraði KA

í fyrradag Afturelding jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt gegn KA í Mizuno-deild karla í blaki í 1:1 með 3:1-sigri í Mosfellsbæ í dag. KA vann fyrstu hrinuna en Afturelding næstu þrjár og leikinn í leiðinni. Meira »

Hilmar í þrettánda sæti

17.3. Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 13. sæti af 40 keppendum í svigi í standandi flokki á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu í morgun. Meira »