Williams upp um 153 sæti

15:05 Bandaríska tenniskonan Serena Williams fór upp um 153 sæti á heimslistanum þrátt fyrir að hún tapaði fyrir Angelique Kerber í úrslitaleik Wimbledon-mótsins um nýliðna helgi. Meira »

Pacquiao hvergi nærri hættur

09:49 Manny Pacquiao, einn vinsælasti hnefaleikamaður heims, varð heimsmeistari í nótt er hann vann öruggan sigur á Lucas Matthysse í Kúala Lúmpúr í Malasíu. Pacquiao er hvergi nærri hættur þótt hann sé 39 ára gamall. Meira »

Tveggja ára bið á enda

08:40 Serbinn Novak Djokovic varð í gær Wimbledon-meistari í tennis eftir að hafa lagt Suður-Afríkumanninn Kevin Anderson í úrslitaleik, 6:2, 6:2, 7.6. Þetta er fyrsti sigur Djokovic á einu af stórmótunum fjórum í tvö ár eða allt síðan hann fagnaði sigri á leikvellinum á Opna franska meistaramótinu vorið 2016. Meira »

Thelma skákaði Ásdísi

07:40 Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum var haldið í 92. sinn á Sauðárkróki um helgina.  Meira »

Hörð samkeppni á meðal vinkvenna

07:10 „Þetta er holl samkeppni. Við ýtum hvor annarri áfram í keppni og á æfingum,“ sagði spretthlauparinn og Evrópumeistari 18 ára og yngri, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, um Tiönu Ósk Whithworth í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Með fleiri hæðarmetra í farteskinu nú

Í gær, 22:45 „Ég er búin að vera að hlaupa markvisst í um 20 ár og keppa aðallega í götuhlaupum. Ég hef alltaf aðeins tekið utanvegahlaup með en hef verið að gera meira af því undanfarin tvö til fjögur ár,“ segir Rannveig Oddsdóttir. Hún náði besta tíma íslenskrar konu frá upphafi í Laugavegshlaupinu í gær. Meira »

Endurkoman hafin hjá Djokovic

í gær Serbinn Novak Djokovic stóð uppi sem sigurvegari á Wimbledon-mótinu í tennis í fjórða skipti eftir öruggan sigur á Suður-Afríkumanninum Kevin Anderson. Djokovic vann leikinn 3:0; 6:2, 6:2 og 7:6 (7:3 í upphækkun). Meira »

Æðislegt að sjá þessar ungu stelpur

í gær „Kalt! Það er þannig sem ég geri þessa helgi upp,“ sagði skælbrosandi Ásdís Hjálmsdóttir í samtali við mbl.is í dag. Ásdís hafnaði í öðru sæti í kringlukasti á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum í dag. Hún vann spjótkast og kúluvarp í gær. Meira »

Sentimetri skildi efstu menn að

í gær Jón Bjarni Bragason varð Íslandsmeistari í kringlukasti er hann kastaði 43,82 metra á Meistaramóti Íslands á Sauðárkróki í dag en hann kastaði einum sentímetra lengra en Mímir Sigurðsson sem varð annar. Vilhjálmur Árni Garðarsson hafnaði svo í þriðja sæti. Meira »

McGregor hrifinn af Putin

Í gær, 22:39 Hinn umdeildi UFC-bardagakappi Conor McGregor lætur sér fátt um finnast hvað öðrum finnst um hann og syndir gjarnan gegn straumnum. Meira »

ÍR-ingar sterkastir í boðhlaupum

í gær Sveit ÍR er Íslandsmeistari í 4x400 metra hlaupi kvenna eftir að hún kom fyrst í mark á Meistaramótinu á Sauðárkróki í dag. Sigurtíminn var 4:01,80 mínútur. Sveitina skipuðu Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn Björg Arnaldsdóttir, Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Meira »

Úrvalsstemning á Ingólfstorgi

í gær Stuðningsmenn Frakka, Króata og aðrir áhugamenn um fótbolta eru samankomnir á HM-torginu á Ingólfstorgi og þar var stemningin mikil, enda úrslitaleikur HM í Rússlandi í fullum gangi og leikurinn líflegur framan af. Meira »

Æfði eins og ég gat á meðgöngunni

í gær „Þetta er búið að vera skemmtilegt. Það er alltaf gaman að koma á Meistaramótið. Við hefðum getað verið heppnari með veður en maður vinnur bara með þetta,“ sagði Hafdís Sigurðardóttir, tvöfaldur Íslandsmeistari, í samtali við mbl.is í dag. Meira »