Þrír íslenskir spjótkastarar á EM?

09:00 Svo gæti hæglega farið að Íslendingar muni eiga þrjá íslenska spjótkastara á EM í frjálsum íþróttum í Berlín í ágúst.   Meira »

Stjarnan bikarmeistari í hópfimleikum

Í gær, 18:40 Stjarnan er bikarmeistari kvenna í hópfimleikum eftir keppni við Gerplu á WOW-bikarmótinu í Hafnarfirði í dag. Stjarnan átti titil að verja á meðan Gerpla er ríkjandi Íslandsmeistari. Að lokum munaði fjórum stigum á liðunum. Keppni á gólfi var mjög jöfn, en Stjarnan hafði betur á trampólíni og fjaðurdýnu. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

Í gær, 18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Afturelding svaraði KA

Í gær, 17:14 Afturelding jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt gegn KA í Mizuno-deild karla í blaki í 1:1 með 3:1-sigri í Mosfellsbæ í dag. KA vann fyrstu hrinuna en Afturelding næstu þrjár og leikinn í leiðinni. Meira »

Sindri stórbætti sig og náði EM-lágmarki

Í gær, 16:38 Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, stórbætti í gær sinn besta árangur í spjótkasti er hann kastaði spjótinu 80,49 metra á fyrsta háskólamóti sumarsins hjá Utah State University. Meira »

Hilmar í þrettánda sæti

í gær Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í 13. sæti af 40 keppendum í svigi í standandi flokki á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Pyeongchang í Suður-Kóreu í morgun. Meira »

HK vann eftir maraþonleik

í fyrradag HK er komið í kjörstöðu í einvígi sínu gegn Þrótti Neskaupstað í undanúrslitum Íslandsmóts karla í blaki, eftir 3:2-útisigur í maraþonleik í kvöld. Úrslitin réðust í oddahrinu eftir æsispennu. Meira »

Landsliðsmarkvörður í Selfoss

í fyrradag Emma Higgins, landsliðsmarkmaður Norður-Íra, hefur skipt yfir til Selfoss frá Grindavík. Higgins kom fyrst til Íslands árið 2010 og lék þá með Grindavík í tvö ár, áður en hún skipti yfir til KR þar sem hún lék í eitt ár. Meira »

Átta þjóðir eiga lið

16.3. Arsenal vann einvígi sitt við AC Milan samtals 5:1 og kom sér þannig í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í gær. Arsenal var með vænlega stöðu eftir fyrri leik liðanna, 2:0-útisigur, en lenti undir í fyrri hálfleik í gær. Danny Welbeck jafnaði metin eftir afar strangan, eða rangan, vítaspyrnudóm, og þeir Granit Xhaka og Welbeck bættu við mörkum í seinni hálfleiknum. Meira »

Sýndu að ég þarf að fórna miklu

í gær Fljótasti maður Íslandssögunnar stendur frammi fyrir stórri ákvörðun. Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason hefur bætt Íslandsmetið í 100 metra hlaupi tvö síðustu sumur en sex vikna æfingatörn í byrjun árs með mörgu af allra besta frjálsíþróttafólki heims, úrvalshópnum Altis í Phoenix í Arizona, skýrði betur hve miklu hann þarf enn að kosta til svo að draumurinn um Ólympíuleikana í Tókýó 2020 rætist. Meira »

Víkingur Íslandsmeistari í borðtennis

í fyrradag Raflandsdeildinni í borðtennis lauk í kvöld með 3:0-sigri Víkings gegn BH og eru Víkingar Íslandsmeistarar. Fyrsta viðureignin, sem fór fram á heimavelli Víkings, fór 3:2 fyrir BH, önnur viðureignin fór fram á strandgötu heimavelli BH og þar vann Víkingur 3:2. Meira »

Hafdís í landsliðið á ný

í fyrradag Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið hóp íþróttamanna í landsliðshóp sinn fyrir komandi keppnistímabil utanhúss en m.a. er framundan þátttaka í Evrópubikarkeppni landsliða. Athygli vekur að Íslandsmeistarinn í langstökki kvenna, Hafdís Sigurðardóttir, er í hópnum en hún hefur nýverið hafið keppni á nýjan leik eftir barnsburð. Meira »

Engin spútník hönnun

16.3. „Mér finnst þetta ekkert slæm niðurstaða, en maður hefur alveg séð þetta áður,“ sagði Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, í Magasíniniu á K100. Hún harmar þó að íslenskir hönnuðir hafi ekki verið fengnir að hönnun búningsins. Meira »