SR komið í toppsætið

Í gær, 22:18 SR náði í kvöld þriggja stiga forystu í Hertz-deild karla í íshokkí með því að sigra Björninn, 7.4, í Reykjavíkurslag í Skautahöllinni í Laugardal. Meira »

Líkamsræktarhátíð í Höllinni

í fyrradag „Þetta er festival, þetta er meira en bara eitthvert fitnessmót,“ segir Konráð Valur Gíslason mótshaldari um Iceland Open sem verður í Laugardalshöll 15. desember. Þar verður keppt á fjórum alþjóðlegum mótum: í kraftlyftingum, vaxtarrækt, brasilísku jiu-jitsu á vegum Mjölnis og Nocco-þrautabraut. Meira »

KA vann grannaslaginn og fór á toppinn

í fyrradag KA vann góðan 3:0-sigur á Völsungi er liðin mættust í Mizuno-deild kvenna í blaki í gær. Fyrstu tvær hrinurnar voru jafnar, 25:21 og 25:21 en KA sigldi öruggum sigri í þriðju hrinu, 25:14, og eru norðankonur með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Meira »

Í bann fyrir skæri, blað, stein

14.11. Knattspyrnudómara í úrvaldsdeild kvenna í Bretlandi hefur verið vikið frá störfum í þrjár vikur eftir að upp komst að hann notaðist ekki við venjulegt hlutkesti í upphafi leiks, heldur notaði þess í stað leikinn „Skæri, blað, steinn“ til að skera úr um hvort liðið fengi að byrja með boltann. Meira »

Brást ekki við skipunum flugmannsins

14.11. Þyrla Vichai Sri­vadd­hanapra­bha, eiganda knattspyrnufélagsins Leicester City, brást ekki við skipununum flugmannsins þegar hún hrapaði fyrir utan heimavöll félagsins í lok síðasta mánaðar. Þetta eru niðurstöður frumrannsóknar á tildrögum slyssins að því er BBC greinir frá. Meira »

Íbúar í Calgary höfnuðu gestgjafahlutverkinu

14.11. Íbúar í Calgary felldu í atkvæðagreiðslu þá hugmynd að borgin sækist eftir því að halda Vetrarólympíuleikana árið 2026.   Meira »

SR vann Björninn í framlengingu

13.11. Patrik Podsendnicek tryggði SR dýrmætan sigur gegn Birninum í framlengdum leik í Hertz-deildinni í íshokkí í kvöld en leiknum lauk með 7:6-sigri SR. SR byrjaði leikinn mun betur og var staðan 4:0 eftir fyrsta leikhluta þar sem þeir Bjarki Jóhannesson, Andri Sverrisson, Patrik Podsendnicek og Styrmir Friðriksson skoruðu mörk SR. Meira »

Vetrarólympíuleikar á vergangi

12.11. Alþjóðaólympíunefndin hefur lagt blessun sína yfir þrjár umsóknir um að halda Vetrarólympíuleikana árið 2026. Stokkhólmur, Calgary og Mílanó eru í pottinum. Efasemdaraddir virðast þó í öllum borgunum og ekki útilokað að einhverjar dragi framboð sitt til baka enda hrýs mörgum hugur við kostnaðinum. Meira »

Ellert B. Schram heiðraður

12.11. Framkvæmdastjórn Evrópusambands ólympíunefnda (EOC) samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum að sæma Ellert B. Schram, heiðursforseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, heiðursviðurkenningunni EOC Laurel Award – lárviðarsveig EOC. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþrótta- og ólympíusambandinu. Meira »

„Ég er ekki búin“

14.11. „Þetta er búið að vera allt of langdregið vesen. Það tekur mjög mikið á, bæði líkamlega og andlega, að geta ekki sinnt íþróttinni sinni 100 prósent,“ segir sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir við Morgunblaðið. Meira »

Fer á HM eftir áskorun í afmæli

13.11. Flestir hefðu sjálfsagt haldið að það væri nauðsynlegt að æfa sund til þess að komast á heimsmeistaramót í sundi. Það á þó eiginlega ekki við í tilviki Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur úr SH sem varð þrefaldur Íslandsmeistari í 25 metra laug um helgina og tryggði sér sæti á HM í Kína í næsta mánuði með því að fara 50 metra baksund á 27,95 sekúndum. Meira »

Fjögur af fimm nýta HM-réttinn

12.11. Fimm keppendur tryggðu sér þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í 25 metra laug þegar Íslandsmeistaramótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði um helgina. Meira »

Nær varla tímamótasigrinum

12.11. Svissneska goðsögnin Roger Federer mun tæplega ná sínum hundraðasta sigri á móti á atvinnumannaferlinum á þessu ári. Federer tapaði í fyrstu umferð á síðasta mótinu sem hann ætlar að taka þátt í árið 2018 og þótti óvenjupirraður. Meira »