Veitingastaðurinn á Holtinu lokar

5.12. Friðgeir Ingi Eiríksson, eigandi veitingastaðarins Gallery Restaurant á Hótel Holti, hyggst loka veitingastaðnum á Holtinu um áramótin en til stendur að opna nýjan og glæsilegan veitingastað á næsta ári. Meira »

Carnitas - alvöru bragð af Mexíkó

2.12. Alexis Tavera hjá Taquería La Poblana kokkar mat frá heimalandi sínu Mexíkó. „Við erum hér með heimalagað salsa sem við búum til á hverjum morgni og breytum á hverjum degi einhverju, því við bjóðum upp á nýja rétti daglega,“ segir Alexis. Meira »

Íslensk grillmenning á Kröst

1.12. „Þetta er skemmtileg tilraun á matarmarkaðinum,“ segir Böðvar Darri Lemacks, yfirkokkur og einn af eigendum Krösts á Hlemmi. „Hér er íslensk grillmenning, við erum að vinna með heitt prótein og kalt meðlæti.“ Meira »

Smá Köben fílingur á Hlemmi

29.11. Bryndís Sveinsdóttir hjá Rabbar Barnum var önnum kafin að afgreiða ljúffenga súpu og samlokur ofan í gestina en gaf sér tíma til að rabba. Meira »

Skyndibiti á góðu verði

28.11. „Þessi staður hefur verið í eitt og hálft ár á Ægisíðunni og svo þegar kom tækifæri að opna hér útibú var stokkið á það. Hér er ítalskt, eða Miðjarðarhafsþema, í matseðlinum og hvað varðar hráefni, í bland við íslenskt.“ Meira »

Vel heppnaðar breytingar á Rústik

23.11. Matgæðingar landsins geta glaðst því nýverið opnaði veitingastaðurinn Rústik við Ingólfstórg þar sem Uno var áður til húsa.  Meira »

Tók eldhúsinnréttingu afa síns með

6.11. Veitingastaðurinn Sumac hefur vakið athygli fyrir framandi mat en matreiðslan er undir áhrifum frá Marokkó og Líbanon.  Meira »

Nýr veitingastaður opnar í Sjóminjasafninu

25.10. Í kvöld opnar nýr fiskistaður úti á Granda sem sérhæfir sig í hlaðborði af fiskipönnum. Staðurinn er í eigu Jóns Mýrdal og er í raun stóri bróðir veitingahússins Messans í Lækjargötu. Meira »

Kokteilflipp fyrir ananasunnendur

6.10. Jónas Heiðarr, kokteilsnillingur á Apótekinu, henti í þetta gúmmelaði fyrir okkur og ójá, þetta er vel þess virði að sigta og vesenast! Sírópið í drykknum er einnig dúndur út á ís. Meira »

Veitingahúsarýni: Essensia

3.10. Essensia er eftirtektarverður staður fyrir margra hluta sakir. Maðurinn á bak við staðinn er Hákon Már Örvarsson sem hefur verið áberandi í íslensku veitingalífi í mörg ár. Meira »

Uppselt á gamlárskvöld

16.9. „Jólin eru líka farin að bókast mikið hjá okkur og dagsetningar orðnar þéttar og þá aðallega í kringum mánaðamótin nóvember og desember. Um áramótin verðum við með klassískan hátíðarmat, reyktan og grafinn lax og grafna gæs svo dæmi séu tekin.“ Meira »

Hvar eru ljósin?

23.11. Veitingastaðurinn MAR hefur ákveðið að skipta um nafn og heitir núna RIO. Það er kannski ekkert óeðlilegt þar sem töluverðar breytingar eiga sér stað um þessar mundir þar sem áherslan verður á suðurameríska matargerð með asísku tvisti. Meira »

„Á svona stað þarf að vera fjölbreytni.“

1.11. Á kaffihúsum þarf að vera hlýlegur bragur og heimilisleg stemning. Gólfflöturinn hér er ekki stór en á móti kemur að hér er hlýlegt andrúmsloft og góð stemning. Meira »

Sjoppan fær frábærar viðtökur

12.10. Nýjasta viðbótin í veitingaflóru borgarinnar er fiskisjoppan Fisherman eins og hún er kölluð. Ekki eru allir með á hreinu hvað felst í orðinu fiskisjoppa en það er í raun sáraeinfalt. Þú velur þér þinn fisk, þitt meðlæti og þína sósu - færð salat frítt með - og ræður hvort þú eldar sjálfur heima eða borðar á staðnum. Nokkurs konar bland í poka fyrir lengra komna. Meira »

„Skilur enginn af hverju við erum að selja“

4.10. „Þetta er búið að fara fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Linda Björg Björsdóttir en hún ásamt Gylfa Bergmanni Heimissyni standa á bak við einn heitasta matarbílinn á markaðinum í dag. Meira »

Sælkeraborgin Brighton fer vel með veskið

2.10. Ferðir sem þessar þurfa ekki að vera dýrar, ég fékk flug fyrir innan við 20 þúsund til London Gatwick og við leigðum okkur nokkrar saman íbúð á airbnb.com sem kostaði um 8 þúsund á manninn nóttin. Meira »

Mathöllin heldur áfram að slá í gegn

15.9. Hrifning okkar á Mathöllinni ætlar engan endi að taka og í þetta skipti er það mexíkóski veitingastaðurinn Taquería la Poblana sem skoraði hátt. Staðurinn framreiðir dásamlegan mexíkóskan mat að hætti Juan Carlos Peregrina Guarneros sem töfrar þar fram mat eins og mamma hans og amma kenndu honum. Meira »