Ný mímósa tryllir Vesturbæinn

8.3. Mímósur hafa lengi vel glatt heimsbyggðina og þá sérstaklega sem hluti af hinni geysivinsælu bröns-menningu. Mímósa er eins og flestir vita freyðivín og ávaxtasafi til helminga. Yfirleitt appelsínusafi. Meira »

Danska kjötið ljúft undir tönn

1.3. Á Frakkastíg má finna veitingastaðinn Reykjavík Meat, sem eins og nafnið gefur til kynna býður upp á eðalsteikur. Kjötið er keypt víða að úr heiminum og rennur ljúflega ofan í landann. Meira »

Nautalund að hætti RVK meat

1.3. Hrópum við ekki halelúja þegar okkur áskotnast uppskrift að nautalund frá steikarstaðnum RKV meat. Með þessa uppskrift að vopni er nánast óhugsandi að eitthvað klikki. Meira »

Stærsta og dýrasta eldavél landsins komin í hús

26.2. Stærsta og þyngsta eldavél landsins svo vitað sé var flutt með krana inn í kjallara Laugavegar 77 þar sem Landsbankinn var áður til húsa. Þar er nú verið að leggja lokahönd á nýjan veitingastað Eiriksson Brasserie sem mun opna á næstu vikum. Meira »

Fjórir íslenskir veitingastaðir fá Michelin viðurkenningu - einn dettur út

20.2. Eins og fram hefur komið missti veitingastaðurinn Dill Michelin stjörnuna sína í fyrradag sem var að vonum mikið áfall. Ekki er þó öll nótt úti enda fjölgaði nokkuð á listanum yfir þá veitingastaði hér á landi sem Michelin mælir með en allt bættust fjórir við á meðan einn datt út. Meira »

Áfall fyrir íslenska veitingageirann

19.2. Þrátt fyrir að Íslendingar státi af framúrskarandi matreiðslufólki og veitingastöðum varð íslenski veitingageirinn fyrir áfalli í gær þegar Dill, eini íslenski veitingastaðurinn sem hafði hlotið Michelin-stjörnu, missti stjörnuna. Meira »

Grillmarkaðurinn lokar í hádeginu

8.2. Rekstraraðilar Grillmarkaðarins hafa ákveðið að loka tímabundið í hádeginu. Segja þeir ástæðuna vera breytt rekstrarumhverfi veitingastaða. Meira »

Hjartað slær í Hafnarfirðinum

21.12. Hið gamalgróna veitingahús A. Hansen hefur fylgt Hafnfirðingum í fjölda ára en nú kveður við nýjan tón í þessu sögufræga húsi þar sem hin brasilíska Silbene Dias hefur tekið við stjórnartaumunum. Meginþemað er steikur í bæði hefðbundnum og svo mjög áhugaverðum og spennandi búningi. Meira »

Minnsti veitingastaður landsins tilnefndur til The Nordic Prize-verðlaunanna

4.12. Veitingastaðurinn ÓX, sem alla jafna er nefndur minnsti veitingastaður landsins, hefur verið tilnefndur til hinna virtu Nordic Prize-verðlauna. Meira »

Geggjaður forréttur úr smiðju Grillmarkaðsins

30.11. Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins. Meira »

Tveggja stjörnu Michelin-staður yfirtekur minnsta veitingastað landsins

14.11. Það eru stórtíðindi í pípunum en hinn rómaði veitingastaður Kadeau sem skartar tveimur Michelin stjörnum mun yfirtaka minnsta veitingastað landsins. Meira »

La Primavera kominn til að vera vegna fjölda áskorana

14.2. Hinn margrómaði ítalski veitingastaður La Primavera var nýlega enduropnaður í Marshallhúsinu úti á Granda, en La Primavera á sér langa sögu og fjölmarga aðdáendur sem syrgðu hann sárt þegar hann lagðist til svefns árið 2011. Meira »

Nafnlausa pítsustaðnum lokað

5.1. Þau sorgartíðindi berast frá Hverfisgötunni að Nafnlausa pizzastaðnum verði lokað og verður síðasti möguleiki á að gæða sér á gourmet pítsunum þaðan í kvöld. Meira »

The Guardian mælir með jólaglögg á Veðurbarnum

21.12. The Guardian fjallar um þekkta jóladrykki víða um heim og ef glöggt er að gáð má sjá þar íslenksa Veðurbarinn meðal þeirra sem blaðið útlistar sem 10 bestu jóladrykki heims. Meira »

Slátraði sínu fyrsta hreindýri 12 ára gömul án aðstoðar

30.11. Samíski hreindýrahirðirinn og sjónvarpskokkurinn Maret Ravdna verður gestur í Norræna húsinu helgina 7. - 8. desember. Ravdna leggur mikla áherslu á hvernig fullnýta megi hreindýrið og aðra villibráð. Meira »

Jón Arnar og Ingibjörg opna í Gerðarsafni

29.11. Veitingastaðurin Pure Deli hefur opnað í Gerðarsafni í Kópavogi, en staðurinn er jafnframt í Urðarhvarfi þar sem hann hefur notið mikilla vinsælda meðal hverfisbúa. Meira »

Brikk opnar á Mýrargötunni

13.11. Þær gleðifregnir berast að hafnfirska bakaríið Brikk muni opna á Mýrargötunni á næstunni. Brikk opnaði á Strandgötu í Hafnarfirði í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda. Meira »