Ljúffengur bröns með milljón dollara útsýni

Ómótstæðilega girnilegir réttirnir á brönsseðli Bryggjunnar Brugghús við Grandagarð.
Ómótstæðilega girnilegir réttirnir á brönsseðli Bryggjunnar Brugghús við Grandagarð. Samsett mynd

Ein af mínum uppáhaldsmatarupplifunum og samverustundum með fjölskyldunni er að fara í saman í dögurð eða bröns eins og margir nefna það. Ég fer reglulega með fjölskyldu minni í dögurð um helgar og ef ekki býð ég gjarnan heim í dögurð. Á næstu vikum er stefnan að heimsækja nokkra staði sem bjóða upp á dögurð eða bröns og smakka hvað í boði er.

Milljón dollara útsýni er við Bryggjuna.
Milljón dollara útsýni er við Bryggjuna. Samsett mynd

Milljón dollara útsýni

Á dögunum heimsótti ég Bryggjuna Brugghús við Grandagarð 8 og fór í smakk á glænýjum brönsseðil staðarins. Nýir eigendur tóku við Bryggjunni fyrir skömmu síðan og hafa farið í miklar breytingar á matseðlum staðarins og áherslum á drykkjaseðli og bjórframreiðslu. Eftir breytingarnar er einnig lögð áhersla er að bjóða upp á ljúfa fjölskyldustemningu um helgar í hádeginu og brönsseðil þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í fallegu umhverfi við höfnina. Útsýnið við bryggjuna er milljón dollara virði og stórbrotið að sitja við gluggann og njóta útsýnisins sem er síbreytilegt líkt og lifandi málverk.

Salurinn er í anda staðsetningarinnar og passar vel við höfnina.
Salurinn er í anda staðsetningarinnar og passar vel við höfnina. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Árstíðabundið hráefni

Brönsseðill Bryggjunnar Brugghús er innblásinn af árstíðabundnu hráefni og kokkarnir leggja áherslu á að nota besta fáanlega hráefni hverju sinni, hvort sem er af landi eða láði eins og þeir orðuðu það þegar ég spurði um hráefnavalið. Það var gaman að upplifa og sjá að kokkarnir í eldhúsinu eru óhræddir við að taka áhættu og  prófa mismunandi samsetningar hráefnis og bragðs.

Hægt er að fá Egg Benedict með ýmsum útfærslum á …
Hægt er að fá Egg Benedict með ýmsum útfærslum á brönsseðlinum. Ljósmynd/Sjöfn

Þvílíkur unaður fyrir bragðlaukana að njóta

Brönsseðillinn er hinn girnilegasti og er með frönsku og belgísku ívafi tvista við íslenskt hráefni á frumlegan hátt. Aðaláherslan er lögð á Egg Benedict sem borið er fram með mismunandi kræsingum sem leika við bragðlaukana. Ég smakkaði allar tegundirnar þar sem hleypt egg var í forgrunni ásamt Bryggju Hollandaise-sósan sem var einstaklega góð. Hleypt egg eru hreinn unaður fyrir bragðlaukana að njóta og parast vel með kaldri Mímósu sem hægt er að fá bæði óáfenga eða áfenga. Fyrir þá sem elska öl er hægt að panta bjórsmakk og fara í ævintýraför með öli.

Avókadó á ristuðu súrdeigsbrauði borið fram með tómatsalsa, klettasalati, basil-pestó …
Avókadó á ristuðu súrdeigsbrauði borið fram með tómatsalsa, klettasalati, basil-pestó og hleyptu eggi. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Ég byrjaði á Egg Benedict með leturhumri borið fram á bricochebrauði, með hleyptu eggi, döðlupestó, klettasalati og aspas. Samsetningin var eftirminnileg og bragðaðist ótrúlega velt. Síðan smakkaði ég Egg Benedict með hunangsskinku og íslenska ostinum Feyki en þetta var borið fram á bricochebrauði ásamt sama meðlæti og líkt fyrri rétturinn, alveg dásamleg gott. Í boði voru líka argentínskar risarækjur sem bornar eru fram á bricochebrauði með salsa verde, fennelsalati og Hollandaise-sósu sem var bæði létt og froðukennd. Ómótstæðilega góð samsetning og passar vel saman.

Bleikja á bricochebrauði borin var fram með hleyptu eggi og …
Bleikja á bricochebrauði borin var fram með hleyptu eggi og Hollandaaise-sósu. Ljósmynd/Sjöfn

Síðan smakkaði ég avókadó á ristuðu súrdeigsbrauði sem var borið fram með tómatsalsa, klettasalati, basil-pestó og hleyptu eggi sem bráðnaði í munni. Það er líka hægt að fá avókadó súrdeigsbrauðið án eggs ef vill. Þessi bragðsamsetning og áferð gleður í upphafi dags. Matarmiklar belgískar vöfflur með kjúklingalæri bornar fram með sterkri hunangssósu eru jafnframt í boði og eru syndsamlega góðar og duga manni út daginn. Loks fékk ég smakk af bleikju á bricochebrauði sem borin var fram með hleyptu eggi og þessari dásamlegu Hollandaise-sósu sem er ein sú besta sem ég hef smakkað. Áferðin á sósunni er svo létt og froðukennd og leyfir hráefninu eins og bleikjunni að njóta sín meira fyrir vikið.

Matarmikli belgísk vaffla með kjúklingalæri borin fram með sterkri hunangssósu …
Matarmikli belgísk vaffla með kjúklingalæri borin fram með sterkri hunangssósu sem bragð er af. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir

Eftirréttirnir á brönsseðlinum eru ekki síðri og það sem heillaði mig mest voru íslensku pönnukökurnar með bræddu súkkulaði og nutella, algjört sælgæti.

Fjölskylduvænt umhverfi

Það sem heillaði mig við staðinn var þetta fjölskylduvæna umhverfi, lögð er áhersla á að fjölskyldur geti komið saman að njóta og að vel fari um alla. Þjónustan var til fyrirmyndar og allir réttirnir stóðust mínar væntingar og glöddu mitt matarhjarta.

Egg Benedict með leturhumri borið fram á bricochebrauði, með hleyptu …
Egg Benedict með leturhumri borið fram á bricochebrauði, með hleyptu eggi, döðlupestó, klettasalati og aspas. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Réttirnir eru allir fallega framsettir og fanga augað.
Réttirnir eru allir fallega framsettir og fanga augað. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Köld Mímósa parast vel með brönsinum.
Köld Mímósa parast vel með brönsinum. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Útsýnið er stórfenglegt yfir höfnina og er síbreytilegt.
Útsýnið er stórfenglegt yfir höfnina og er síbreytilegt. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Hægt er að panta sína eigin bjórtunnu fyrir hópinn.
Hægt er að panta sína eigin bjórtunnu fyrir hópinn. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Bjórsmakk er afar vinsælt á Bryggjunni Brugghúsi.
Bjórsmakk er afar vinsælt á Bryggjunni Brugghúsi. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Fjölskyldustemning ríkir á staðnum.
Fjölskyldustemning ríkir á staðnum. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Í eldhúsinu gerast töfrarnir.
Í eldhúsinu gerast töfrarnir. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Teymið í eldhúsinu Hjálmar, Unai, Ritcy og Alfreð.
Teymið í eldhúsinu Hjálmar, Unai, Ritcy og Alfreð. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Íslensku pönnukökurnar steinliggja í lokin.
Íslensku pönnukökurnar steinliggja í lokin. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
Yngri kynslóðin kann vel að njóta á Bryggjunni.
Yngri kynslóðin kann vel að njóta á Bryggjunni. Ljósmynd/Rebekka Rut Marinósdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert