Atvinnulífið stendur ótrúlega sterkt

Þrátt fyrir skakkaföll í íslensku efnahagslífi á síðastliðnu ári er ekki fyrir fækkun á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki hjá Creditinfo. Fyrirtæki virðast leggja talsvert á sig til þess að haldast inni á listanum en veran þar getur aukið samkeppnishæfni þeirra.

Þjóðmálin: Ríkisstjórnarmyndun og stjórnsýsla

Endurnýjað stjórnarsamstarf er efst á baugi stjórnmálanna þessa dagana, þar á meðal verkaskipting við ríkisstjórnarborð og mögulegar stjórnsýsluumbætur. Það er meðal þess, sem þingkonurnar Helga Vala Helgadóttir og Hildur Sverrisdóttir ræða í Dagmálum í dag.

Notar frumlegar aðferðir við víngerðina

Höskuldur Hauksson er enginn venjulegur vínbóndi en á ekrum hans í Sviss galdrar hann fram hefðbundin og óhefðbundin vín sem njóta sífellt meiri vinsælda þar í landi og heimalandinu, Íslandi.

Þjóðmálin: Eftirmál kosninga

Í Dagmálum í dag ræðir Andrés Magnússon við þrjá starfsmenn stjórnarandstöðuflokka um úrslit og eftirmál kosninganna, þau Sigurð Má Jónsson, Stefaníu Sigurðardóttur og Kristján Guy Burgess.