Stjórnmálin í stóra samhenginu

Stjórnmálin í stóra samhenginu

Það dregur senn til kosninga og framboðin komin á fullt við liðskönnun og liðsskipan. Andrés Magnússon fékk stjórnmálaspekingana Friðjón R. Friðjónsson og Stefán Pálsson til þess að fara vítt og breitt yfir stjórnmálaviðhorfið.

Börn virtust hafa efni á kókaíni fyrir Covid

Börn virtust hafa efni á kókaíni fyrir Covid

Guðmundur Fylkisson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þekktur sem lögreglumaðurinn sem leitar að týndum börnum. Í Dagmálum fer hann meða annars yfir hvernig leitað er að börnum á höfuðborgarsvæðinu, hver þróunin hefur verið í málaflokknum frá því að hann tók við honum árið 2014 og hvernig neysla ungmenna hefur breyst í Covid.

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er gestur í Þjóðmálunum í dag. Þar ræðir Andrés Magnússon við hann um nýútkomna bók hans um 24 hugsuði frjálslyndrar íhaldsstefnu, allt frá Snorra Sturlusyni til Roberts Nozick, og samfylgd hennar með vestrænni siðmenningu og borgaralegs þjóðskipulags.

Síra Sveinn Valgeirsson og Kristrún Heimisdóttir

Síra Sveinn Valgeirsson og Kristrún Heimisdóttir

Andrés Magnússon ræðir við síra Svein Valgeirsson dómkirkjuprest og Kristrúnu Heimisdóttur lögfræðing um skil hins andlega og veraldlega, gildi trúar og samfélaga fólks á dögum félagsfirrðar og félagsmiðla.