Baltasar frumsýndi í Los Angeles

Baltasar frumsýndi í Los Angeles

10:35 Baltasar Kormákur frumsýndi nýjustu mynd sína, Adrift, í Los Angeles í gær. Stjörnur myndarinnar þau Shailene Woodley og Sam Claflin létu sig ekki vanta. Meira »

Tónlistarferlinum að ljúka vegna aldurs

11:40 Gwen Stefani segist vera að klára ferðalag sitt sem tónlistarmaður og segir aldurinn vera ástæðuna. Stefani sem hefur ekki breyst í 20 ár verður fimmtug á næsta ári. Meira »

Segir móður sína ofbeldisfulla og ver Allen

10:05 Moses Farrow sonur leikkonunnar Miu Farrow og leikstjórans Woody Allen birti langa bloggfærslu þar sem hann fer fögrum orðum um Allen en segir móður sína beitt systkini hans ofbeldi. Meira »

Voru dauðþreytt í myndatökunni

07:00 Ljósmyndarinn Al­exi Lu­bom­irski lýsti því í viðtali við BBC hvernig var að taka brúðkaupsmyndirnar af Harry og Meghan, hertogahjónunum af Sussex. Meira »

Stefndi á forsetastólinn

Í gær, 21:51 Eftir að Meghan kynntist Harry sagði hún vini að hún vildi verða forseti Bandaríkjanna. Draumurinn blundaði lengi í Meghan sem hefur þó líklega þurft að breyta framtíðarplönum sínum eftir að hún gekk í hjónaband. Meira »

Will Smith gefur út lag fyrir HM

Í gær, 14:56 Svo virðist sem bandaríski leikarinn og rapparinn Will Smith muni koma að gerð og flutningi á lagi heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem hefst eftir rúmar þrjár vikur. Meira »

Erfitt að halda sambandi við börnin

Í gær, 14:30 Caitlyn Jenner er mikið ein og segir að börnin sín hafi haldið áfram með líf sitt án hennar. Jenner hefur þó hundinn Berthu til þess að halda sér félagsskap. Meira »

Biðst afsökunar á kremfrauði í brúðarkjól

í gær Þýskur sælgætisframleiðandi hefur nú birt afsökunarbeiðni vegna mynda sem birtar voru af svo nefndum negrakossum, súkkulaði húðuðu kremfrauði, í brúðarkjól á brúðkaupsdegi þeirra Harry Bretaprins og Meghan Markle að því er BBC greinir frá. Meira »

Er að missa hárið

í gær Jada Pinkett Smith hefur sést með túrban upp á síðkastið en ástæðan er sú að leikkonan hefur verið að missa hárið. Pinkett Smith opnaði sig um vandamálið í Facebook-þætti sínum. Meira »

Það er gott að búa á Íslandi

K100 í gær Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Logi Pedro gaf út plötu á dögunum en hún ber heitið Litlir svartir strákar. Þetta er fyrsta sólóplata Loga en hann hefur fram að þessu verið í hljómsveitinni Retro Stefson og auk þess unnið með Sturla Atlas og 101 Boys. Meira »

Sveinbjörg Birna kynnti lag á K100

K100 í gær „Ef þetta er Tarzan lag þá er ég bara Jane,“ sagði Sveinbjörg Birna á inngangskafla lagsins Tarzan Boy með Baltimora í Magasíninu á K100. Meira »

Vill þrisvar sinnum hærri upphæð frá Spears

í gær Kevin Federline er orðinn of gamall til að dansa og telur sig þéna minna en eitt prósent af því sem Britney Spears, fyrrverandi eiginkona hans, þénar. Meira »

Bjóða ríkjum Miðausturlanda í Eurovision

í gær Ísraelar ætla að bjóða ríkjum Miðausturlanda og Norður-Afríku að taka þátt í Eurovision á næsta ári. Frá þessu greinir blaðamaðurinn Julien Bahloul á Twitter og Escxtravefurinn, sem sérhæfir sig í fréttum tengdum söngvakeppninni, tekur málið upp. Meira »

Björk söng í sjónvarpi í fyrsta sinn í átta ár

í gær Björk Guðmundsdótttir tók lagið í sjónvarpsþættinum Later... With Jools Holland á bresku sjónvarpstöðinni BBC Two í gær, þriðjudag. Meira »

Sama um skoðun fólks á 32 ára aldursmuninum

í gær Söruh Paulson er sama þó svo aðrir telji hana skrítna að eiga 75 ára gamla kærustu. Paulson og Holland Taylor hafa verið saman í þrjú ár. Meira »

Philip Roth látinn

í gær Einn helsti rithöfundur Bandaríkjanna, Philip Roth, er látinn 85 ára að aldri. Roth er meðal annars handhafi Pulitzer-, National Book Award- og Man Booker-verðlaunanna á ferlinum. Meira »

Góða veðrið komið fyrir 17. júní

í fyrradag Sigurður Þ. Ragnarsson stendur í stórræðum þessa dagana enda leiðir hann lista Miðflokksins í Hafnarfirði. Hann gaf sér þó tíma til að kíkja í Magasínið til að fara yfir veðrið næstu daga. Sigurður Þ., eða Siggi Stormur líkt og landinn þekkir hann, segir ekki góðviðri beint í kortunum næstu vikur. Meira »

Fjórða sería af Peaky Blinders komin

í fyrradag Veistu ekkert hvað þú átt að gera af þér í rigningunni? Ef svo er skaltu ekki örvænta því fjórða serían af Peaky Blinders er komin á Netflix. Meira »

Meghan og Harry mætt til vinnu

í fyrradag Nýgiftu hertogahjónin af Sussex komust ekki strax í brúðkaupsferð þar sem Karl Bretaprins hélt upp á snemmbúna afmælisveislu við Buckingham-höll í dag. Meira »