Firmað ritar
Firmað ritar fjallar um bækur sem breyttu heiminum. Kjartan Örn Sigurðsson og Kolbeinn Marteinsson kynntust í Háskóla Íslands í kringum aldamótin og fóru síðan að afloknu námi í viðskipti og í að þróa sinn starfsframa. Nú hafa þeir snúið bökum saman reynslunni ríkari að eigin sögn. Hér ræða þeir til skiptis bækur sem hafa gagnast þeim undanfarin 20 ár, í viðskiptum, rekstri, einkalífi eða einfaldlega veitt þeim innblástur og gleði. Firmað ritar er því fyrir öll þau sem vilja bæta sig og vonandi um leið læra eitthvað nýtt. Nýr þáttur kemur í loftið á gjalddaga staðgreiðslu launa 15. hvers mánaðar og við mánaðarlok þegar laun eru greidd.