Eggert biðlar til fólks að hætta að „eggja“ húsið sitt

Eggert Unnar Snæþórsson og kærasta hans Sigrún May Sigurjónsdóttir hafa …
Eggert Unnar Snæþórsson og kærasta hans Sigrún May Sigurjónsdóttir hafa verið að lenda í því að eggjum er kasta í húsið þeirra. Samsett mynd

Eggert Unnar Snæþórsson, streymari og efnissmiður, birti á dögunum myndband á TikTok-reikningi sínum þar sem hann biðlar til fólks að hætta að kasta eggjum í húsið sitt. 

„Ég var búin að ákveða að ég ætlaði ekki að gera vídjó um þetta en „here we go“. Upp á seinustu eina og hálfa viku er búið að vera reglulega að eggja húsið mitt,“ segir Eggert í byrjun myndbandsins. 

Því næst fer Eggert út og tekur myndband af einum af gluggum hússins sem eggjum hefur verið kastað í. „Ókei, svona í alvörunni talað, þetta er orðið fáránlega þreytt. Þetta hérna er alveg einstaklega lítið fyndið. Þetta er semsagt frá því í gær hérna, einn þarna uppi líka. Hérna inni er ég að „streama“ og það er reglulega verið að kasta á mig,“ segir hann. 

Eggert segist ekki ætla að þrífa eggin í þetta skiptið. „Ég ætla að gefa viðkomandi séns á að koma og þrífa þetta og biðjast afsökunar því þetta er ekki fyndið. Þú veist, það er alveg fyndið að taka símaat og kannski dingla og hlaupa í burtu, þú veist „whatever“, allt í gúddí. En þegar það er eitthvað svona sem er ógeðslega leiðinlegt að þrífa og bara, þú veist, ég er með nágranna sem þurfa að sjá þetta sko. Mér finnst þetta persónulega einu skrefi of langt,“ útskýrir Eggert. 

„Í guðanna bænum krakkar, nennið þið að hætta þessu,“ bætir hann við að lokum. 

@eggertunnar

Vonandi gerir þetta ekki illt verra en svona í alvöru, þroskast aðeins og sleppa eggja hús takk ❤️‍🔥

♬ original sound - EggertUnnar
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg