Brighton - Chelsea, staðan er 0:1

Brighton - Chelsea, staðan er 0:1

12:35 Brighton tekur á móti Chelsea í fyrsta leik 24. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kl. 12:30. Fylgst er með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is. Meira »

„Ekki þannig að ég sé einhver titlasjúk kona“

12:00 „Ég verð í hóp en ég get náttúrlega ekki neitt. Maður þarf alveg mánuð í það. Þetta er bara redding nú þegar ein er ólétt, að fá aðra beint úr barneignarleyfinu,“ segir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, hógværðin uppmáluð. Þessi 32 ára gamla handknattleikskona, sem meðal annars hefur landað 6 Íslandsmeistaratitlum, er mætt aftur á Hlíðarenda og hefur samið við Val til sumarsins 2019. Meira »

„Miklu stærra batterí“

11:30 Aron Pálmarsson náði að koma sér fyrir ásamt fjölskyldunni í Barcelona áður en hann fór í EM-undirbúninginn með landsliðinu. Morgunblaðið spjallaði við hann um Barcelona í Split á dögunum. Meira »

Enginn asi í þjálfaramálum

11:15 Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segir að stjórn sambandsins ætli að gefa sér tíma til þess að fara yfir málin áður en ákvörðun verður tekin um hvort gerður verður nýr samningur við Geir Sveinsson landsliðsþjálfara í handknattleik karla, eða ekki. Meira »

Vonast til að mæta í mars

11:00 Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik og leikmaður Fram, segir að endurhæfing og uppbygging gangi vel hjá sér. Hún sleit hásin í viðureign Fram og Stjörnunnar í Meistarakeppni HSÍ í byrjun september. Meira »

Alfreð klár í afar mikilvægan leik

10:51 Alfreð Finnbogason, landsliðsframherji í knattspyrnu, snýr aftur í leikmannahóp Augsburg í dag þegar liðið sækir Borussia Mönchengladbach heim í afar mikilvægum leik í 19. umferð þýsku 1. deildarinnar í knattspyrnu. Meira »

Langþráður sigur Toronto á Miami

10:13 Kyle Lowry skoraði 24 stig og DeMar DeRozan 21 fyrir Toronto Raports sem vann San Antonio Spurs 86:83 í gærkvöldi í stórleik umferðarinnar í NBA-deildinni í körfuknattleik er sjö leikir fóru fram. Meira »

Jóhann mætir United

09:56 Átta leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.  Meira »

Carrick í þjálfarateymi United í sumar

Í gær, 23:57 José Mourinho knattspyrnustjóri Manchester United skýrði frá því í kvöld að Michael Carrick, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, myndi leggja skóna á hilluna í vor og koma inn í þjálfarateymi félagsins. Meira »

Dönsk stemning í Egilshöll

Í gær, 23:10 KR og Víkingur skildu jöfn, 2:2, í öðrum leik sínum í Reykjavíkurmóti karla í fótbolta í Egilshöllinni í kvöld. Danir sáu um að gera þrjú af mörkunum fjórum. Morten Beck kom KR yfir á 45. mínútu en Nikolaj Hansen jafnaði fyrir Víking á 63. mínútu. Kennie Chopart kom KR aftur yfir á 76. mínútu en Logi Tómasson skoraði jöfnunarmark Víkinga á 86. mínútu og þar við sat. Meira »

Guðmundur og Dagur saman í milliriðli

09:37 Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Barein, og Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Japan í handknattleik, munu mætast í milliriðlum Asíumótsins í handknattleik eftir úrslit dagsins. Meira »

Norðfirðingar voru sterkari

Í gær, 23:47 Þróttarar úr Neskaupstað skildu Aftureldingarmenn eftir á botni Mizuno-deildar karla í blaki með því að sigra þá 3:1 fyrir austan í kvöld. Meira »

Albert gæti fengið fleiri tækifæri

Í gær, 22:55 Framherjinn Jürgen Locadia er orðinn dýrasti leikmaðurinn í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Brighton. Enska félagið keypti hann á 14 milljónir punda í kvöld af hollenska félaginu PSV Eindhoven. Meira »

Mikilvægur sigur Ægis og félaga

Í gær, 22:48 Ægir Þór Steinarsson og félagar hans í spænska körfuboltaliðinu Tau Castello lögðu Palencia á útivelli í B-deild Spánar í körfubolta í kvöld. Ægir skoraði fjögur stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar í leiknum. Meira »

Góður leikur Martins ekki nóg

Í gær, 22:29 Martin Hermannsson og félagar í Chalons-Reims þurftu að gera sér stórt tap að góðu er það mætti Bourg á heimavelli sínum í efstu deild Frakklands í körfubolta í kvöld. Martin var stigahæstur í sínu liði með 18 stig. Meira »

Úrslitaleikir fyrir tilveru okkar í körfubolta

Í gær, 22:25 „Nú er það þannig að hver einasti leikur er úrslitaleikur fyrir tilveru okkar í körfubolta, það er bara þannig,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, hundsvekktur eftir stórtap gegn Grindavík, 85:60, í 14. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld. Keflavík er nú í 8. sæti deildarinnar. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Svíþjóð 2 2 0 0 65:56 4
2 Frakkland 2 2 0 0 64:56 4
3 Noregur 3 2 0 1 96:87 4
4 Króatía 3 2 0 1 88:80 4
5 Hvíta-Rússland 3 0 0 3 76:90 0
6 Serbía 3 0 0 3 74:94 0
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Frakkland32:31Noregur
20.01 17:15Svíþjóð:Frakkland
20.01 19:30Króatía:Noregur
22.01 17:15Serbía:Frakkland
22.01 19:30Svíþjóð:Hvíta-Rússland
24.01 15:00Serbía:Hvíta-Rússland
24.01 17:15Svíþjóð:Noregur
24.01 19:30Króatía:Frakkland
urslit.net

Ekki að fara út bara til að fara út

Í gær, 20:25 Orri Sigurður Ómarsson mun að öllu óbreyttu vera leikmaður norska úrvalsdeildarfélagsins Sarpsborg á næstu dögum. Sarpsborg hefur samið um kaupverð við Val á varnarmanninum og mun hann halda út á næstu dögum til að gangast undir læknisskoðun og semja um kaup og kjör. Meira »

Danskur sigur í spennandi leik

Í gær, 21:16 Danir höfðu betur gegn Slóvenum, 31:28, í fyrsta leik liðanna í milliriðli 2 á Evrópumóti karla í handbolta sem fram fer í Króatíu um þessar mundir. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann og staðan í hálfleik 16:14. Meira »

Williams ræður Sírotkín

16.1. Williamsliðið hefur valið rússneska nýliðann Sergei Sírotkín til að aka við hlið Lance Stroll á komandi keppnistíð. Stóð valið að lokum milli hans og pólska ökumannsins Robert Kubica. Meira »

Formaður GA hættir og vantrausti vísað frá

11.1. Aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar var haldinn í félagsheimili klúbbsins að Jaðri í kvöld, en fullt var út úr dyrum á fundinum enda hefur mikið gustað um klúbbinn síðustu vikur. Nýr formaður var kosinn á fundinum. Meira »

Einherjar fá heimsókn frá Austurríki

í gær Þann 10. febrúar næstkomandi munu Einherjar, eina íslenska ruðningsliðið, (amerískur fótbolti) mæta austurríska liðinu Carinthean Lions í Egilshöllinni. Ljónin leika í næstefstudeild í Austurríki. Meira »