Belgía - Ísland kl. 14:30, bein lýsing

Belgía - Ísland kl. 14:30, bein lýsing

13:30 Belgía og Ísland mætast í 3. umferð 2. deildar heimsmeistaramóts karlalandsliða í íshokkí kl. 14:30 í dag. Bæði lið hafa tapað leikjum sínum í keppninni til þessa. Ísland tapaði fyrir Ástralíu, 3:0 í 1. umferð og á móti Hollandi, 11:1 í 2. umferð. Leikurinn er því afar mikilvægur upp á framhaldið í riðlinum. Meira »

Ný treyja Valsmanna

13:05 Knattspyrnudeild Vals kynnir til leiks nýja Valstreyju fyrir sumarið en hún er hönnuð og framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron. Meira »

Verðum hreinlega að vinna þennan leik

13:01 „Hann er mjög mikilvægur. Við hreinlega verðum að vinna þennan leik," sagði Sigurður Sigurðsson, liðsstjóri íslenska karlalandsliðsins í íhokkí í samtali við mbl.is fyrir leik liðsins á móti Belgíu í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg í dag. Meira »

Enginn Zlatan á HM

12:52 Nú er það orðið endanlega ljóst að Zlatan Ibrahimovic mun ekki snúa aftur í sænska landsliðið í knattspyrnu og spila með því á HM í Rússlandi í sumar. Meira »

Vill kaupa Wembley leikvanginn

12:44 Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að því hafi borist tilboð í kaup á Wembley leikvanginum.  Meira »

Breytingar á íslensku liðunum

12:35 Keppnistímabilið í íslenska fótboltanum hófst föstudaginn 9. febrúar, með fyrstu leikjum í Lengjubikar karla og 10. febrúar hófst Lengjubikar kvenna. Mbl.is fylgist með þeim breytingum sem verða á liðunum í tveimur efstu deildum karla og kvenna frá degi til dags. Meira »

Enginn skellur að spila í Egilshöll

12:23 „Í sjálfu sér yrðum við ánægðir með þetta. Það er oft eðlilegt að nýliðum sé spáð falli en í flestum spám nú er því spáð að við rétt höngum í deildinni. Þetta kemur því ekki mjög á óvart,“ segir Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. Meira »

Tillaga um gervigras samþykkt

12:11 Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt formlega beiðni Breiðbliks um að lagt verði gervigras á Kópavogsvöll, uppbygging verði á keppnis- og æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir og að gervigras á Fagralundi verði endurnýjað. Meira »

Margar gætu fagnað fyrsta

11:38 Haukar geta orðið Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta í fjórða sinn í sögunni í kvöld. Haukakonur sækja þá Valskonur heim á Hlíðarenda en þær eru 2:1 yfir í úrslitaeinvígi liðanna. Leikurinn hefst snemma, eða kl. 18. Meira »

Er hvergi nærri búið

10:42 Zinedine Zidane þjálfari Real Madrid segir að einvíginu gegn Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sé hvergi nærri lokið þrátt fyrir 2:1 útisigur í gærkvöld. Meira »

Dregið í riðla fyrir HM

12:00 Í morgun var dregið í riðla fyrir heimsmeistaramót U-20 ára landsliða kvenna í handknattleik en úrslitakeppnin fer fram í Ungverjalandi 1.-14. júlí sumar. Meira »

Markmannsvandræði hjá Víkingum

11:07 Ekki er ljóst hver mun standa á milli stanganna hjá Víkingi á laugardaginn þegar liðið tekur á móti Fylki í 1. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Meira »
Belgía Belgía 0 : 0 Ísland Ísland lýsing

Við höfum uppskorið eins og til hefur verið sáð

10:18 „Síðasti Íslandsmeistaratitill vannst 2013 og þá jafnframt deildarmeistaratitillinn. Enginn leikmaður úr því liði er að spila með Þrótti í dag. Það hefur alltaf háð okkur að leikmenn fara í burtu að loknu stúdentsprófi og það tekur tíma að byggja upp aftur. Við erum því ekkert sérlega ánægð með styttinguna á stúdentsprófinu,“ sagði Unnur Ása Atladóttir, framkvæmdastjóri blakdeildar Þróttar í Neskaupstað létt í bragði en Þróttur varð á dögunum Íslandsmeistari í blaki kvenna í níunda sinn frá 1996. Meira »

Ísland leikur mikilvægan leik í dag

10:07 Ísland mætir Belgíu í þriðja leik sínum í A-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karlalandsliða í íshokkí í Tilburg í Hollandi kl. 14:30. Leikurinn er mjög mikilvægur enda bæði lið án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Meira »

Vona að áhorfendur hafi sömu skoðun

10:00 „Þetta yrði framför frá því í fyrra, en við sem hópur viljum meira,“ segir Ágúst Gylfason sem tók við sem þjálfari Breiðabliks í vetur. Blikum er spáð 4.-5. sæti Pepsi-deildar karla í sumar. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 5 5 0 0 156:130 10
2 Svíþjóð 5 3 0 2 136:127 6
3 Króatía 5 3 0 2 147:138 6
4 Noregur 5 3 0 2 152:144 6
5 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 128:146 2
6 Serbía 5 0 0 5 131:165 0
24.01Króatía27:30Frakkland
24.01Svíþjóð25:28Noregur
24.01Serbía27:32Hvíta-Rússland
22.01Svíþjóð29:20Hvíta-Rússland
22.01Serbía30:39Frakkland
20.01Króatía32:28Noregur
20.01Svíþjóð17:23Frakkland
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Frakkland32:31Noregur
urslit.net

Þjálfari Ingvars og Emils rekinn

09:00 Norska úrvalsdeildarliðið Sandefjord, sem markvörðurinn Ingvar Jónsson og Emil Pálsson leika með, rak í gær þjálfara liðsins, Magnus Powell, frá störfum. Meira »

Verður mitt versta tímabil á ferlinum

09:29 „Nei, nei þetta eru ekkert alvarleg meiðsli. Þetta er bara smávægileg tognun í kálfanum og ég ætti að verða fljótur að ná mér,“ sagði landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í samtali við mbl.is í morgun. Meira »