Mættu með sjö táninga og töpuðu 20:0

Mættu með sjö táninga og töpuðu 20:0

Í gær, 21:46 Pro Piacenza, botnlið C-deildarinnar á Ítalíu, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum og búið að missa átta stig vegna þessa. Félagið hefur þurft að gefa síðustu leiki sína, þar sem nánast allir leikmenn félagsins eru búnir að rifta samningi sínum. Meira »

Viggó skoraði tíu gegn toppliðinu

Í gær, 21:04 Íslendingaliðið West Wien mátti þola 25:29-tap á móti toppliði Kremst í efstu deild Austurríkis í handbolta í kvöld.   Meira »

Barcelona valtaði yfir Íslendingaliðið

Í gær, 20:41 Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans fóru illa með sænsku meistarana í Kristianstad á heimavelli sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Barcelona vann ójafnan leik, 43:26. Meira »

Ramos bætti óeftirsóknarvert met

Í gær, 19:47 Sergio Ramos bætti vont met í dag er hann fékk rautt spjald á lokamínútunni í leik Real Madríd og Girona í spænsku A-deildinni í fótbolta. Ramos er nú búinn að fá 25 rauð spjöld á ferlinum og þar af 20 í spænsku deildinni. Meira »

María Rún og Ísak báru sigur úr býtum

Í gær, 19:07 Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum. Fimmtarþraut kvenna lauk í gær þar sem María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH sigraði með 3.927 stig. Irma Gunnarsdóttir úr Breiðabliki varð í öðru sæti með 3.481 stig og Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers sem einnig keppir fyrir Breiðablik varð í þriðja sæti með 3.150 stig. Meira »

Fyrsta stig Stjörnunnar kom gegn Þór/KA

Í gær, 18:35 Stjarnan fékk sitt fyrsta stig í Lengjubikar kvenna í fótbolta í dag. Stjarnan heimsótti þá Þór/KA í Bogann og skildu liðin jöfn, 1:1. Meira »

Hákon tryggði Fylki stig

Í gær, 18:28 Fylkir og Þróttur úr Reykjavík skildu jöfn, 1:1, í Lengjubikar karla í fótbolta í Egilshöllinni í dag. Þróttur komst yfir í fyrri hálfleik en Fylkir jafnaði leikinn í seinni hálfleik. Meira »

Palace og Brentford í átta liða úrslit

Í gær, 18:11 Crystal Palace og Brentford eru komin áfram í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir sigra í 16-liða úrslitunum í dag. Swansea vann sannfærandi 4:1-sigur á Brentford á meðan Crystal Palace hafði betur á móti C-deildarliði Doncaster. Meira »

Stefán og Szeged sneru taflinu við

Í gær, 17:50 Stefán Rafn Sigurmannsson og liðsfélagar hans í ungverska liðinu Pick Szeged unnu sætan sigur á Motor Zaporizhzhya frá Hvíta-Rússlandi á heimavelli sínum í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag, 30:29. Meira »

Óðinn og félagar með fullt hús

Í gær, 17:02 Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar hans í danska handboltaliðinu GOG eru með fullt hús stiga í D-riðli EHF-bikarsins í handbolta eftir 34:26-heimasigur á spænska liðinu Granollers í dag. Meira »

Sara gat ekki komið í veg fyrir fyrsta tapið

Í gær, 16:40 Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Wolfsburg máttu þola 4:2-tap á útivelli fyrir Bayern München í toppslag þýsku 1. deildarinnar í fótbolta í dag. Tapið er það fyrsta hjá Wolfsburg á tímabilinu. Meira »

Rakel skaut Reading í átta liða úrslit

Í gær, 16:24 Rakel Hönnudóttir var hetja Reading er liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins í fótbolta í dag. Rakel skoraði sigurmark Reading á 82. mínútu í 2:1-sigri á Birmingham, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Meira »

Anfield er versti völlurinn

Í gær, 15:39 Arjen Robben, leikmaður Bayern München, segir Anfield vera versta völl sem hann hefur spilað á. Robben heimsótti Anfield reglulega er hann var leikmaður Chelsea og hefur hann í þrígang fallið úr leik á Anfield í Meistaradeildinni. Meira »

Arnór markahæstur í endurkomunni

Í gær, 16:54 Arnór Þór Gunnarsson er búinn að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á HM í Þýskalandi og Danmörku og lék hann með Bergischer í 26:22-sigri á Wetzlar á heimavelli í 1. deild Þýskalands í handbolta í dag. Meira »

Sturla féll úr leik í fyrri ferðinni

Í gær, 16:32 Sturla Snær Snorrason er úr leik í svigi á HM í alpagreinum þar sem honum mistókst að komast í seinni ferðina í lokakeppninni í svigi í dag. Sturla féll úr leik eftir nokkur hlið í fyrri ferðinni. Meira »

Martin hársbreidd frá bikarmeistaratitli

Í gær, 16:06 Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Alba Berlín voru hársbreidd frá því að verða þýskir bikarmeistarar í körfubolta í dag. Þeir þurftu hins vegar að sætta sig við 83:82-tap fyrir Brose Bamberg, en sigurkarfan kom tveimur sekúndum fyrir leikslok. Meira »

Úlfarnir áfram eftir nauman sigur

Í gær, 15:09 Úrvalsdeildarliðið Wolves er komið áfram í átta liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir nauman 1:0-útisigur á Bristol City sem leikur í B-deildinni. Meira »

Fyrsta tap Kiel í fimm mánuði

Í gær, 14:36 Þýska handboltaliðið Kiel tapaði sínum fyrsta leik síðan í september er liðið lá gegn Magdeburg, 25:28, á heimavelli í 1. deild Þýskalands í dag. Staðan í hálfleik var 14:13, Magdeburg í vil. Meira »

Táningur sló 22 ára gamalt heimsmet

Í gær, 13:47 Samuel Tefera frá Eþíópíu sló í gær 22 ára gamalt heimsmet Marokkómannsins Hicham El Guerrouj í 1.500 metra hlaupi innanhúss á heimsbikarmóti í Birmingham. Hann hljóp á 3:31,04 mínútum og bætti metið um 14 hundraðshluta. Tefera er aðeins 19 ára gamall. Meira »

Jón Dagur sá rautt í fyrri hálfleik

Í gær, 13:22 Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Vendsyssel sem mætti Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Jón Dagur spilaði hins vegar aðeins 34 mínútur þar sem hann fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 34. mínútu. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Þór Ak. 17 14 0 3 1685:1384 28
2 Höttur 15 11 0 4 1433:1179 22
3 Fjölnir 16 11 0 5 1498:1368 22
4 Vestri 16 10 0 6 1411:1276 20
5 Hamar 16 10 0 6 1582:1492 20
6 Selfoss 16 7 0 9 1320:1309 14
7 Sindri 18 1 0 17 1349:1779 2
8 Snæfell 16 1 0 15 992:1483 2
15.02Sindri81:99Þór Ak.
11.02Vestri88:67Fjölnir
10.02Hamar103:67Sindri
08.02Þór Ak.92:78Selfoss
08.02Snæfell36:122Höttur
01.02Sindri76:139Höttur
01.02Vestri105:63Snæfell
01.02Selfoss94:97Hamar
01.02Fjölnir100:98Þór Ak.
28.01Fjölnir113:98Hamar
25.01Snæfell89:79Sindri
25.01Vestri89:85Þór Ak.
24.01Selfoss77:75Höttur
18.01Sindri62:82Selfoss
18.01Hamar109:108Vestri
18.01Þór Ak.97:62Snæfell
17.01Höttur94:78Fjölnir
12.01Vestri60:87Höttur
11.01Snæfell58:72Selfoss
11.01Þór Ak.107:93Hamar
11.01Fjölnir103:61Sindri
21.12Sindri66:86Vestri
21.12Hamar105:70Snæfell
21.12Selfoss81:85Fjölnir
20.12Höttur98:111Þór Ak.
14.12Þór Ak.124:52Sindri
14.12Vestri74:77Selfoss
14.12Hamar98:99Höttur
13.12Snæfell67:84Fjölnir
07.12Fjölnir98:93Vestri
07.12Sindri98:104Hamar
06.12Höttur84:67Snæfell
06.12Selfoss93:113Þór Ak.
03.12Sindri74:100Höttur
03.12Snæfell72:91Vestri
30.11Þór Ak.87:81Fjölnir
30.11Hamar94:88Selfoss
24.11Þór Ak.91:71Vestri
23.11Sindri92:41Snæfell
23.11Hamar102:113Fjölnir
22.11Höttur80:97Selfoss
16.11Fjölnir87:91Höttur
16.11Vestri92:85Hamar
16.11Snæfell61:96Þór Ak.
15.11Selfoss86:70Sindri
10.11Selfoss96:51Snæfell
09.11Hamar116:118Þór Ak.
09.11Sindri83:117Fjölnir
28.10Vestri96:74Sindri
27.10Vestri97:70Sindri
26.10Fjölnir84:73Selfoss
26.10Þór Ak.87:88Höttur
26.10Snæfell60:86Hamar
20.10Sindri84:103Þór Ak.
19.10Fjölnir111:78Snæfell
19.10Selfoss84:89Vestri
19.10Höttur92:93Hamar
12.10Vestri92:101Fjölnir
12.10Hamar109:92Sindri
12.10Þór Ak.95:61Selfoss
12.10Snæfell70:83Höttur
05.10Vestri80:47Snæfell
05.10Höttur101:68Sindri
05.10Fjölnir76:82Þór Ak.
04.10Selfoss81:90Hamar
18.02 19:15Fjölnir:Snæfell
18.02 19:15Selfoss:Vestri
18.02 19:15Höttur:Hamar
22.02 18:00Fjölnir:Selfoss
22.02 19:15Þór Ak.:Höttur
22.02 19:15Snæfell:Hamar
01.03 19:15Hamar:Þór Ak.
01.03 19:15Höttur:Vestri
01.03 19:15Sindri:Fjölnir
01.03 19:15Selfoss:Snæfell
02.03 15:00Höttur:Vestri
08.03 19:15Snæfell:Þór Ak.
08.03 19:15Vestri:Hamar
08.03 19:15Selfoss:Sindri
08.03 20:00Fjölnir:Höttur
15.03 19:15Þór Ak.:Vestri
15.03 19:15Höttur:Selfoss
15.03 19:15Hamar:Fjölnir
15.03 19:15Sindri:Snæfell
urslit.net

Vandræðalegt tap hjá Real Madríd

Í gær, 13:10 Real Madríd tapaði mjög óvænt fyrir Girona á heimavelli í spænsku 1. deildinni í fótbolta í dag, 2:1. Real Madríd komst yfir í fyrri hálfleik en Girona sneri taflinu við í seinni hálfleik. Meira »

Kostulegt atvik (myndskeið)

Í gær, 08:00 Einn af lærisveinum Aðalsteins Eyjólfssonar hjá Erlangen í þýska handboltanum reyndi á kostulegan hátt að hylma yfir brot og komast hjá refsingu í leik gegn Minden á dögunum. Meira »

Ferrari í klassísku útliti

15.2. Ferrari brást ekki unnendum sínum er það frumsýndi formúlubíl sinn í ár. Vitaskuld var hann eins og þeir flestir hafa verið; rauður frá hvirfli til ilja. Meira »

Í fótspor Axels

15.2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði á Mediter Real Estate Masters- mótinu í golfi sem fram fór í Katalóníu á Spáni. Meira »

Björninn vann meistarana í vítakeppni

í fyrradag Björninn hafði betur gegn SA í Hertz-deild karla í íshokkíi í kvöld eftir framlengdan leik og vítakeppni. Falur Guðnason reyndist hetja Bjarnarins þar sem hann skoraði eina mark vítakeppninnar. Meira »