Mourinho alls ekki sáttur eftir sigurinn

Mourinho alls ekki sáttur eftir sigurinn

Í gær, 22:22 „Frammistaðan var ekki góð. Úrslitin voru mun betri en frammistaðan," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United við enska fjölmiðla eftir 2:0-sigurinn á Brighton í átta liða úrslitum enska bikarsins í kvöld. Meira »

Hvað gerðu Íslendingarnir?

Í gær, 22:03 Íslenskir knattspyrnumenn voru á ferðinni með liðum sínum víðsvegar um Evrópu í allan dag. Mbl.is færði lesendum sínum þá nýbreytni að geta fylgst með þeim öllum á sama stað, í þessari frétt sem var uppfærð jafnt og þétt í allan dag eftir því sem leikjum Íslendinganna lauk í hinum ýmsu deildum og löndum. Meira »

Fínn leikur Martins ekki nóg

Í gær, 22:00 Martin Hermannsson átti fínan leik fyrir Chalons-Reims í 91:77-tapi gegn Chalon/Saone í frönsku A-deildinni í körfubolta í kvöld. Martin skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar á 33 mínútum. Meira »

Grátlegt tap í fyrsta leik á HM

Í gær, 21:51 Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi mátti þola grátlegt 2:1-tap gegn Spánverjum í fyrsta leik sínum í 2. deild heimsmeistaramótsins sem fram fer í Valdemoro á Spáni. Sigurmarkið kom 49 sekúndum fyrir leikslok. Meira »

United gerði nóg gegn Brighton

Í gær, 21:41 Manchester United er komið í undanúrslitin í enska bikarnum í fótbolta eftir 2:0-sigur á Brighton á Old Trafford í kvöld. Romelu Lukaku og Nemanja Matic skoruðu mörkin í sitt hvorum hálfleiknum. Meira »

Sigurmark Arons (myndskeið)

Í gær, 20:53 Aron Pálmarsson skoraði sigurmark Barcelona gegn Atlético Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í handknattleik eins og fram kom á mbl.is. í dag. Meira »

Jafnt í toppslagnum í Fífunni

Í gær, 20:46 Breiðablik og Valur gerðu í dag 1:1-jafntefli í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Agla María Albertsdóttir kom Breiðabliki yfir á 8. mínútu en Ásdís Karen Halldórsdóttir jafnaði á 69. mínútu og þar við sat. Meira »

Fjögurra marka Salah hógvær

Í gær, 20:24 Mo Salah skoraði fjögur mörk og lagði upp eitt til viðbótar í 5:0-sigri Liverpool á Watford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Salah er kominn með 36 mörk á leiktíðinni og hefur verið óstöðvandi. Meira »

Rúnar skoraði stórkostlegt mark – myndband

Í gær, 20:09 St. Gallen vann góðan 2:1-heimasigur á Grasshopper í svissnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikurinn var sérstakur fyrir Rúnar Má Sigurjónsson, þar sem hann er samningsbundinn Grasshopper en á láni hjá St. Gallen. Meira »

Arnór skaut Malmö í úrslit

Í gær, 19:11 Arnór Ingvi Traustason og liðsfélagar hans hjá Malmö eru komnir í úrslitaleik sænska bikarsins í fótbolta eftir 1:0-sigur á Östersund í undanúrslitunum í dag. Arnór skoraði sigurmarkið á 80. mínútu. Meira »

Arnór enn og aftur með stórleik

Í gær, 20:23 Arnór Þór Gunnarsson og liðsfélagar hans í Bergischer höfðu betur gegn Eisenach á heimavelli sínum í þýsku B-deildinni í handbolta í dag, 38:24. Arnór er búinn að leika mjög vel á leiktíðinni og skoraði hann átta af mörkum Bergischer, sem er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar. Meira »

Salah skoraði fjögur í stórsigri

Í gær, 19:12 Mo Salah er kominn með 36 mörk fyrir Liverpool á leiktíðinni, en hann skoraði fjögur mörk í 5:0-stórsigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enginn hefur skorað eins mikið á sinni fyrstu leiktíð með Liverpool. Meira »
Liverpool Liverpool 5 : 0 Watford Watford lýsing
Man. Utd Man. Utd 2 : 0 Brighton Brighton lýsing

Stjarnan bikarmeistari í hópfimleikum

Í gær, 18:40 Stjarnan er bikarmeistari kvenna í hópfimleikum eftir keppni við Gerplu á WOW-bikarmótinu í Hafnarfirði í dag. Stjarnan átti titil að verja á meðan Gerpla er ríkjandi Íslandsmeistari. Að lokum munaði fjórum stigum á liðunum. Keppni á gólfi var mjög jöfn, en Stjarnan hafði betur á trampólíni og fjaðurdýnu. Meira »

Cantona hitti forseta Íslands

Í gær, 18:37 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hitti franska knattspyrnumanninn fyrrverandi Eric Cantona á Bessastöðum í gær og ræddi við hann um íþróttir á Íslandi á eftirtektarverðan árangur Íslendinga á alþjóðavettvangi, ekki síst í knattspyrnu. Meira »

Stjarnan setti pressu á Skallagrím

Í gær, 18:23 Stjarnan er komin í góða stöðu í Dominos-deild kvenna í körfubolta eftir 69:65-heimasigur gegn Snæfelli í dag. Stjörnukonur eru í 4. sæti, síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni, með fjögurra stiga forskot á Skallagrím, en Borgnesingar eiga leik til góða. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 5 5 0 0 156:130 10
2 Svíþjóð 5 3 0 2 136:127 6
3 Króatía 5 3 0 2 147:138 6
4 Noregur 5 3 0 2 152:144 6
5 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 128:146 2
6 Serbía 5 0 0 5 131:165 0
24.01Króatía27:30Frakkland
24.01Svíþjóð25:28Noregur
24.01Serbía27:32Hvíta-Rússland
22.01Svíþjóð29:20Hvíta-Rússland
22.01Serbía30:39Frakkland
20.01Króatía32:28Noregur
20.01Svíþjóð17:23Frakkland
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Frakkland32:31Noregur
urslit.net

Stjarnan mætir Val í undanúrslitum

Í gær, 16:28 Stjarnan og Valur mætast í undanúrslitum Lengjubikars karla í fótbolta. Þetta varð ljóst eftir 2:0-sigur Stjörnunnar á Leikni R. í Kórnum í dag. Með sigrinum tryggði Stjarnan sér sigur í riðli 3, eftir baráttu við Víking Ó., Keflavík og Fjölni. Meira »

Eva í umspil og Birna í frí

Í gær, 17:58 Lokaumferð í dönsku A-deildar kvenna í handbolta fór fram í dag og voru tvær íslenskar handboltakonur í eldlínunni. Eva Björk Davíðsdóttir og liðsfélagar hennar í Ajax, hafna í neðsta sæti deildarinnar með aðeins þrjú stig og leika við liðið sem hafnar í 3. sæti í B-deildinni um áframhaldandi veru í deildinni. Meira »

Räikkönen hélt merkinu á lofti

9.3. Annan daginn í röð réði Ferrari ferðinni við bílprófanir í Barcelona í dag en hann var aðeins 39 þúsundustu úr sekúndu frá brautarmetinu sem félagi hans Sebastian Vettel setti í gær. Meira »

Afturelding svaraði KA

Í gær, 17:14 Afturelding jafnaði undanúrslitaeinvígi sitt gegn KA í Mizuno-deild karla í blaki í 1:1 með 3:1-sigri í Mosfellsbæ í dag. KA vann fyrstu hrinuna en Afturelding næstu þrjár og leikinn í leiðinni. Meira »