Byrjunarlið Íslands - Albert byrjar

Byrjunarlið Íslands - Albert byrjar

01:32 Heimir Hallgrímsson hefur valið þá ellefu leikmenn sem byrja inn á í vináttuleiknum gegn Mexíkó í Santa Clara í Bandaríkjunum í nótt. Albert Guðmundsson er í byrjunarliðinu en hann spilaði mjög vel með landsliðinu í Indónesíu í janúar. Meira »

Mexíkó - Ísland kl. 02:30, í beinni

01:20 Mexíkó og Ísland mætast í vináttulandsleik í Santa Clara í Kaliforníu klukkan 19.00 á föstudagskvöldi að staðartíma, eða klukkan 02.00 að nóttu á Íslandi. Fylgst er með gangi mála hér á mbl.is. Meira »

„Það brosa allir í Skagafirði“

Í gær, 23:06 Axel Kárason hefur heldur betur hitt á góða leiki í úrslitakeppninni í körfubolta. Hann skoraði úr fjórum þriggja stiga skotum í kvöld þegar Tindastóll lagði Grindavík 84:81 á Sauðárkróki. Einvígið unnu Stólarnir 3:0 og nú er að sjá hvaða lið verður næsti andstæðingur þeirra. Axel kom í stutt spjall eftir leikinn í kvöld. Meira »

Stjarnan í undanúrslit eftir oddahrinu

Í gær, 22:56 Stjarnan er komin í undanúrslit Íslandsmóts kvenna í blaki eftir 3:2-sigur á KA í öðrum leik liðanna í 2. umferðinni í kvöld. Stjarnan komst í 2:0, en KA neitaði að gefast upp og jafnaði. Stjörnukonur voru hins vegar sterkari í oddahrinunni. Meira »

Íslenskur stórsigur í fyrsta leik

Í gær, 22:47 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri fór vel af stað í undankeppni heimsmeistaramótsins, en riðill Íslands er leikinn í Vestmannaeyjum. Ísland vann stórsigur á Makedóníu í dag, 35:20. Meira »

73 ára skoraði af línunni

Í gær, 22:20 Sveinbjörn Sævar Ragnarsson, hinn 73 ára gamli markmaður Hvíta riddarans, gerði sér lítið fyrir og skoraði eitt af mörkum liðsins í 34:21-tapi gegn Þrótti í lokaumferð Grill 66 deild karla í handbolta í kvöld. Hann fékk að spila síðustu sókn liðsins og var hann ekki lengi að láta að sér kveða. Meira »

„Við gáfum allt í leikinn“

Í gær, 22:08 Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindvíkinga í körfubolta, þurfti að bíta í það súra epli í kvöld að tapa þriðja leiknum í röð gegn Tindastóli. Þar með var ljóst að Grindvíkingar væru úr leik í úrslitakeppninni og farnir í snemmbúið sumarfrí. Meira »

Argentína hitaði upp með sigri á Ítalíu

Í gær, 21:54 Undirbúningur argentínska landsliðsins í fótbolta fyrir HM í Rússlandi í sumar er kominn af stað og hafði fyrsti mótherji Íslands á mótinu betur gegn Ítalíu, 2:0, er þjóðirnar mættust á Etihad-vellinum í Manchester í kvöld. Éver Banega, leikmaður Sevilla og Manuel Lanzini, leikmaður West Ham skoruðu mörkin. Meira »

Fjölnir í úrslitaeinvígið

Í gær, 21:42 Fjölniskonur eru komnar í úrslitaeinvígi um sæti í efstu deild kvenna í körfubolta eftir 67:52-sigur á Þór Ak. fyrir norðan í dag. Fjölnir náði forystunni strax í byrjun og hélt henni allan leikinn. Meira »

Hamar leikur aftur til úrslita

Í gær, 21:27 Hamar leikur til úrslita um sæti í efstu deild karla í körfubolta eftir 104:98-sigur á Snæfelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í kvöld. Hamar lék einnig til úrslita á síðustu leiktíð, en tapaði þá fyrir Val í oddaleik. Meira »

Keflavík enn á lífi í einvíginu gegn Haukum

Í gær, 21:07 Keflavík er enn á lífi í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik eftir 81:78-sigur á Haukum í þriðja leik liðanna á Ásvöllum í kvöld. Staðan er 2:1 fyrir Haukum og munu liðin mætast aftur í Keflavík á mánudaginn kemur. Meira »

„Létum þá fara í hausinn á okkur“

Í gær, 21:48 „Það vantaði svolítið neistann í okkur framan af og svo hungrið til að klára leikinn,“ sagði svekktur Kári Jónsson við mbl.is eftir 81:78-tap Hauka gegn Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Meira »

Ekki eitthvað sýningarlið fyrir Haukana

Í gær, 21:35 „Það var hrikalega mikilvægt fyrir okkur að vinna þennan leik, annars værum við bara komnir í sumarfrí,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir 81:78-sigur á Haukum í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Meira »
Ólafía í Kaliforníu 2. hringur lýsing
Tindastóll Tindastóll 84 : 81 Grindavík Grindavík lýsing
Haukar Haukar 78 : 81 Keflavík Keflavík lýsing
Mexíkó Mexíkó 0 : 0 Ísland Ísland lýsing

Akureyri aftur upp í efstu deild

Í gær, 21:11 Akureyri tryggði sér sæti í efstu deild karla í handbolta með 26:20-heimasigri á HK í síðustu umferð Grill 66 deildarinnar í kvöld. Akureyri var með 14:10-forystu í hálfleik og alltaf líklegri aðilinn til að vinna leikinn. Meira »

Tindastóll sópaði Grindavík úr keppni

Í gær, 20:59 Þriðji leikur Tindastóls og Grindavíkur í úrslitakeppninni í körfubolta fór fram í kvöld á Sauðárkróki. Tindastóll var með 2:0 forustu í einvígi liðanna fyrir leikinn. Krókódílarnir höfðu unnið fyrsta leikinn eftir farmlengingu og þann seinni með 31 stigs mun í Grindavík. Meira »

Ólafía búin og bíður fregna

Í gær, 20:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttur kemst líklegast í gegnum niðurskurðinn á Kia Classic-mótinu í golfi eftir að hún lék á 71 höggi í dag, eða einu höggi undir pari á öðrum hring sínum. Hún lék á 73 höggum í nótt og er hún samanlagt á parinu. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 5 5 0 0 156:130 10
2 Svíþjóð 5 3 0 2 136:127 6
3 Króatía 5 3 0 2 147:138 6
4 Noregur 5 3 0 2 152:144 6
5 Hvíta-Rússland 5 1 0 4 128:146 2
6 Serbía 5 0 0 5 131:165 0
24.01Króatía27:30Frakkland
24.01Svíþjóð25:28Noregur
24.01Serbía27:32Hvíta-Rússland
22.01Svíþjóð29:20Hvíta-Rússland
22.01Serbía30:39Frakkland
20.01Króatía32:28Noregur
20.01Svíþjóð17:23Frakkland
18.01Króatía25:23Hvíta-Rússland
18.01Serbía27:32Noregur
16.01Króatía31:35Svíþjóð
16.01Frakkland32:25Hvíta-Rússland
14.01Noregur33:28Hvíta-Rússland
14.01Serbía25:30Svíþjóð
12.01Króatía32:22Serbía
12.01Frakkland32:31Noregur
urslit.net

Valsmenn leika til úrslita

Í gær, 20:02 Valur tryggði sér sæti í úrslitaleik Lengjubikars karla í fótbolta í kvöld með 3:1-sigri á Stjörnunni á Valsvellinum. Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Val. Meira »

Höfum farið lengra en í Safamýri til að taka víti

Í gær, 13:34 FH-ingar eru með skemmtilega twitter-færslu á síðu sinni í kjölfarið á frétt þess efnis að Selfyssingar hafa kært framkvæmd leiks Fram og ÍBV í Olís-deildinni í handknattleik í fyrrakvöld. Meira »

Vonast eftir rigningu

Í gær, 09:00 Veðurfræðingar segja líkur á rigningu í Melbourne um helgina, ekki síst í tímatökunni á morgun, laugardag. Því fagnar Max Verstappen hjá Red Bull. Meira »

Birgir Leifur á pari en það dugði skammt

Í gær, 14:29 Birgir Leifur Hafþórsson var að ljúka öðrum hringnum á Barclays-mót­inu í golfi í Ken­ía en þetta er fyrsta mótið í Áskor­enda­mótaröðinni á þessu tíma­bili. Meira »

Gylfi sá eini á Pepsi

Í gær, 11:04 Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er eini leikmaðurinn í heiminum sem fær að taka þátt í nýrri auglýsingaherferð Pepsi, sérstaklega í sínu heimalandi. Hann kemur þó ekki fram í sjónvarpsauglýsingu en mynd af honum verður á dósum og flöskum gosdrykksins. Meira »