Messi náði í stig en Argentína á botninum

Messi náði í stig en Argentína á botninum

07:25 Lionel Messi kom Argentínu til bjargar þegar liðið mætti Paragvæ í Ameríkubikarnum í knattspyrnu í nótt. Hann tryggði liðinu stig með marki úr vítaspyrnu en lokatölur urðu 1:1. Meira »

„Nánast fullkomið ár“

07:02 Ég sá það alltaf fyrir mér að ég myndi spila í toppliði í þýsku deildinni þannig að innst inni var þetta alltaf markmiðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, sem frá og með sumrinu 2020 verður leikmaður Magdeburg í Þýskalandi. Meira »

Lampard skrifar undir í lok vikunnar

Í gær, 23:00 Frank Lampard verður næsti knattspyrnustjóri Chelsea en það eru enskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í kvöld.  Meira »

Skagastúlkur áfram taplausar

Í gær, 22:25 ÍA er áfram taplaust í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, eftir 1:0-sigur gegn Haukum á Akranesvelli í 5. umferð deildarinnar í kvöld. Meira »

„Þetta var bara algjört stórslys“

Í gær, 21:56 Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Vals, var að vonum ósáttur eftir 3:2-tap gegn KR í Frostaskjóli í kvöld en Valsarar komust í tveggja marka forystu. Meistararnir hafa farið brösuglega af stað á Íslandsmótinu og eru í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar eftir níu umferðir. Meira »

Stefn­um alltaf á titil­inn í Vest­ur­bæn­um

Í gær, 21:44 Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, var sigurreifur eftir frábæran 3:2-sigur á Íslandsmeisturum Valsara í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar lentu 2:0 undir í kvöld en sneru taflinu við í stórskemmtilegum leik. Meira »

Valdimar skaut Fjölni í efsta sætið

Í gær, 21:25 Fjölnir er kominn í efsta sæti 1. deildar karla í knattspyrnu, Inkasso-deildarinnar, eftir 1:0-sigur gegn Þrótti á Eimskipsvellinum í Laugardal í kvöld. Meira »

Handtaka í tengslum við andlát Sala

Í gær, 21:25 Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í tengslum við andlát argentínska knattspyrnumannsins Emiliano Sala. Hann lést í flugslysi á leið frá Nantnes til Cardiff í janúar. Meira »

Þrjú íslensk mörk í sigri gegn toppliðinu

Í gær, 21:20 Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði tvívegis fyrir B-deildarlið Álasund og Aron Elís Þrándarson eitt mark þegar liðið vann ótrúlegan 4:0-sigur gegn úrvalsdeildarliði Molde í 32-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í dag. Meira »

Ótrúleg endurkoma á Meistaravöllum

Í gær, 21:06 KR vann ótrúlegan 3:2-sigur á Íslandsmeisturum Vals í stórleik 9. umferðar Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu á Meistaravöllum í kvöld. KR-ingar lentu 2:0 undir en sneru taflinu sér í vil og skelltu sér jafnframt á topp deildarinnar með glæstum sigri. Meira »

Hilmar Smári búinn að semja við Valencia

Í gær, 19:42 Hilm­ar Smári Henn­ings­son, körfu­boltamaður­inn stór­efni­legi í liði Hauka sem var valinn besti ungi leikmaðurinn í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, er búinn að semja við spænska stórliðið Valencia. Meira »

Áttum baulið ekki skilið

Í gær, 18:30 Thiago Silva, fyrirliði brasilíska landsliðsins í knattspyrnu, var ósáttur með stuðningsmenn liðsins eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Venesúela í Ameríkukeppninni í nótt. Meira »

United í viðræðum við Napoli

Í gær, 17:30 Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur sett sig í samband við Napoli vegna hugsanlegra kaupa enska liðsins á Elseid Hysaj en það er Sky á Ítalíu sem greinir frá þessu. Meira »

White tryggði Englandi efsta sætið

Í gær, 20:55 Ellen White reyndist hetja enska kvennalandsliðsins í knattspyrnu en hún skoraði bæði mörk Englands í 2:0-sigri liðsins gegn Japan í A-riðli heimsmeistaramótsins í Nice í kvöld. Meira »

Giampaolo nýr stjóri AC Milan

Í gær, 19:00 Marco Giampaolo hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri AC Milan en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni í dag  Meira »

Schalke hefur áhuga á miðjumanni Liverpool

Í gær, 18:00 Þýska knattspyrnufélagið Schalke hefur mikinn áhuga á Rafael Camacho, miðjumanni Liverpool, en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Meira »

Þriggja leikja bann fyrir Instagram-færslu

Í gær, 17:00 Neymar, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins PSG, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann í Meistaradeildinni eftir ummæli sem hann lét falla á samfélagsmiðlinum Instagram. Meira »

Mourinho vill taka við landsliði

Í gær, 16:10 Knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho vill gerast landsliðsþjálfari en þetta staðfesti hann í samtali við portúgalska fjölmiðla á dögunum. Meira »

Fékk afmælisgjöf frá uppeldisfélaginu

Í gær, 15:45 Ragnar Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, á afmæli í dag en hann fékk veglega afmælisgjöf frá uppeldisfélagi sínu Fylki í dag. Meira »

Teitur á leið til OB

Í gær, 15:15 Teitur Magnússon er að ganga til liðs við danska knattspyrnufélagið OB en það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.   Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Frakkland 4 3 0 1 12:3 9
2 Tyrkland 4 3 0 1 9:2 9
3 Ísland 4 3 0 1 5:5 9
4 Albanía 4 2 0 2 5:3 6
5 Moldóva 4 1 0 3 2:10 3
6 Andorra 4 0 0 4 0:10 0
11.06Ísland2:1Tyrkland
11.06Albanía2:0Moldóva
11.06Andorra0:4Frakkland
08.06Tyrkland2:0Frakkland
08.06Moldóva1:0Andorra
08.06Ísland1:0Albanía
25.03Frakkland4:0Ísland
25.03Andorra0:3Albanía
25.03Tyrkland4:0Moldóva
22.03Moldóva1:4Frakkland
22.03Andorra0:2Ísland
22.03Albanía0:2Tyrkland
07.09 16:00Ísland:Moldóva
07.09 18:45Frakkland:Albanía
07.09 18:45Tyrkland:Andorra
10.09 18:45Moldóva:Tyrkland
10.09 18:45Frakkland:Andorra
10.09 18:45Albanía:Ísland
11.10 18:45Andorra:Moldóva
11.10 18:45Ísland:Frakkland
11.10 18:45Tyrkland:Albanía
14.10 18:45Moldóva:Albanía
14.10 18:45Ísland:Andorra
14.10 18:45Frakkland:Tyrkland
14.11 17:00Tyrkland:Ísland
14.11 19:45Frakkland:Moldóva
14.11 19:45Albanía:Andorra
17.11 19:45Moldóva:Ísland
17.11 19:45Albanía:Frakkland
17.11 19:45Andorra:Tyrkland
urslit.net

Hættur sem þjálfari spænska landsliðsins

Í gær, 14:18 Luis Enrique hefur látið af störfum sem þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hann óskaði eftir því að láta af störfum af persónulegum ástæðum vegna fjölskyldumála. Meira »

Ómar Ingi semur við Magdeburg

Í gær, 10:43 Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska félagið Magdeburg. Hann gengur í raðir félagsins frá danska meistaraliðinu Aalborg næsta sumar. Meira »

Alonso sigrar annað árið í röð í Le Mans

16.6. Fernando Alonso fór með sigur annað árið í röð í sólarhringskappakstrinum í Le Mans í Frakklandi í dag. Með honum óku Toyotabílnum þeir Sebastien Buemi og Kazuki Nakajima. Meira »

Kepptu á sterkasta áhugamannamóti heims

Í gær, 11:50 Fjórir íslenskir kylfingar tóku þátt á einu sterkasta áhugamannamóti heims, Opna áhugamannamótinu sem fram fer á hinu sögufræga golfsvæði við Portmarnock á Írlandi. Það dregur að sér sterkustu áhugakylfinga heims að því er segir á heimasíðu Golfsambands Íslands. Meira »