Hélt það væri langt í þetta þegar ég sleit krossband

Hélt það væri langt í þetta þegar ég sleit krossband

Í gær, 22:00 „Ég var samningslaus og Elísabet vissi af bæði því og áhuga mínum á að fara utan og spila. Hún hafði samband og spurði hvort ég vildi koma til Svíþjóðar,“ sagði knattspyrnukonan Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir um stuttan aðdraganda að félagsskiptum hennar til sænska úrvalsdeildarliðsins Kristianstad, sem Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað frá 2009. Meira »

Portúgal tryggði sér efsta sætið

Í gær, 21:45 Portúgal tryggði sér efsta sæti 3. riðils A-deildar Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Ítalíu á San Siro-vellinum í Mílanó. Leikurinn var afar tíðindalítill en Ítalir voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu tíu marktilraunir gegn fjórum marktilraunum Portúgals. Meira »

Svekkjandi tap Nanterre

Í gær, 21:10 Haukur Helgi Pálsson hafði hægt um sig og skoraði 3 stig fyrir Nanterre þegar liðið tapaði með 18 stigum á útivelli fyrir Limoges í frönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag. Leiknum lauk með 80:62-sigri Limoges en liðið er í harðri fallbaráttu. Meira »

Balingen upp í þriðja sætið

Í gær, 20:30 Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk úr þremur skotum fyrir Balingen þegar liðið skaust upp í þriðja sæti þýsku B-deildarinnar í handknattleik í dag eftir 36:29-útisigur gegn Wilhelmshavene. Oddur átti fínan leik en öll mörk hans komu af vítalínunni. Balinger er komið í þriðja sæti deildarinnar með 21 stig. Meira »

Dagur stoðsendingahæstur í tapi

Í gær, 20:00 Dagur Kár Jónsson átti fínan leik fyrir Flyers Wels og var stoðsendingahæsti leikmaður liðsins gegn Vienna Timberwolves í austurrísku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í dag en leiknum lauk með 101:85-útisigri Vienna Timberwolves. Meira »

Granqvist hélt vonum Svía á lífi

Í gær, 19:50 Varnarmaðurinn Andreas Granqvist reyndist hetja Svía þegar hann skoraði sigurmark liðsins gegn Tyrkjum í B-deild Þjóðadeildar UEFA í knattspyrnu í Tyrklandi í dag en leiknum lauk með 1:0-sigri Svíþjóðar. Meira »

Aron frábær í öruggum sigri

Í gær, 19:40 Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona og átti frábæran leik þegar liðið vann öruggan átta marka sigur gegn stórliði Vardar Skopje í Meistaradeildinni í handknattleik á Spáni í dag en leiknum lauk með 34:26-sigri Barcelona. Meira »

Þriðji sigurleikur Stjörnunnar í röð

Í gær, 19:30 Sveinbjörn Pétursson átti stórleik í marki Stjörnunnar og varði 23 skot þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð í deildinni gegn Akureyri í 9. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Garðabænum í dag en leiknum lauk með 29:26-sigri Stjörnunnar. Meira »

Stórleikur Óðins skilaði sigri

Í gær, 19:10 Óðinn Þór Ríkarðsson átti stórleik fyrir GOG og skoraði átta mörk þegar danska liðið vann fimm marka sigur gegn serbneska liðinu Vojvodina í 3. umferð EHF-bikarsins í handknattleik í Serbíu í dag en leiknum lauk með 32:27-sigri GOG. Meira »

Teresa skoraði þrennu í stórsigri

Í gær, 18:50 Teresa Snorradóttir fór mikinn fyrir Skautafélag Akureyrar og skoraði þrjú mörk þegar liðið öruggan sigur gegn liði Reykjavíkur í 3. umferð Íslandsmóts kvenna í íshokkí, Hertz-deildinni, á Akureyri í dag en leiknum lauk með 7:0-sigri SA. Meira »

Erfitt verkefni fram undan á Selfossi

Í gær, 18:40 Stórleikur Selfyssingsins Einars Sverrissonar dugði ekki til þegar liðið mætti Azoty-Pulawy frá Póllandi í 3. umferð EHF-bikars karla í handknattleik í dag en leiknum lauk með sjö marka sigri pólska liðsins, 33:26. Meira »

Íslenskir leikmenn þurfa meiri ábyrgð

Í gær, 18:30 „Við vorum fljót að hengja haus í lokin," sagði Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvennaliðsins í körfubolta eftir 82:52-tap fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag. Slóvakía stakk af í fjórða leikhluta en Ísland skoraði aðeins sex stig í honum. Meira »

Búið að vera sagan hjá okkur

Í gær, 18:17 Helena Sverrisdóttir, landsliðkona í körfubolta, var svekkt eftir 52:82-tap fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag. Slóvakía stakk af í fjórða leikhluta, þar sem íslenska liðið skoraði aðeins sex stig. Meira »

Vörnin var geggjuð

Í gær, 18:47 „Við vildum svara fyrir frammistöðuna á móti Fram á fimmtudaginn þegar við náðum okkur ekki fullkomlega á strik. Og okkur tókst sýna mikið betri leik núna,“ sagði Sandra Erlingsdóttir, leikmaður Vals, eftir stórsigur liðsins á Haukum, 30:16, í Olís-deild kvenna í handknattleik. Með sigrinum endurheimti Valur efsta sæti deildarinnar. Meira »

Hræðilegur leikur hjá okkur

Í gær, 18:34 „Frá upphafi var eins og við hefðum enga trú á að við gætum unnið leikinn,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, daufur í bragði eftir 14 marka tap liðsins, 30:16, fyrir Val í Olís-deild kvenna í handknattleik í Schenkerhöllinn á Ásvöllum í dag. Meira »

Kristianstad tapaði stórt

Í gær, 18:20 Ólafur Andrés Guðmundsson og Arnar Freyr Arnarsson áttu fínan leik fyrir Kristianstad þegar liðið tapaði með níu mörkum fyrir ungverska liðinu Veszprém á útivelli í Meistaradeildinni í handknattleik í dag en leiknum lauk með 36:27-sigri Veszprém. Meira »

Megum berja meira frá okkur

Í gær, 18:09 „Við hefðum ekki átt að missa þær svona frá okkur í lokin. Við vorum með þær í 10-12 stigum stærstan hluta leiks. Það var fúlt að fá ekki fleiri stopp og skora aðeins meira," sagði Hildur Björg Kjartansdóttir, landsliðskona í körfubolta eftir 52:82-tap fyrir Slóvakíu í undankeppni EM í Laugardalshöll í dag. Meira »

Slóvakía fór illa með Ísland í Höllinni

Í gær, 17:39 Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta er enn án sigur í A-riðli undankeppni Evrópumótsins eftir 82:52-tap fyrir Slóvakíu í Laugardalshöll í dag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en slóvakíska liðið náði forskoti um miðbik fyrsta leikhluta sem það hélt út allan leikinn. Meira »

Thomsen á leiðinni í Vesturbæinn

Í gær, 17:30 Knattspyrnumaðurinn Tobias Thomsen er á leiðinni í KR en það er knattspyrnumiðillinn fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag. Tobias varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hann fékk ekki mikið að spila í sumar. Samningur hans við Val rann út í október en hann hann er danskur sóknarmaður. Meira »

Fjórtán marka sigur Vals

Í gær, 17:25 Valur endurheimti efsta sæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á Haukum, 30:16, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag í 10. umferð deildarinnar. Leikurinn var einstefna af hálfu Vals frá upphafi til enda. Liðið hefur nú 15 stig í efsta sæti eins og ÍBV. Haukar eru í fjórða sæti með 12 stig en liðið hafði unnið fimm leiki í röð þar til kom að leiknum í dag. Meira »

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk Stig
1 Þór Ak. 6 5 0 1 581:486 10
2 Vestri 6 5 0 1 546:461 10
3 Höttur 5 4 0 1 455:405 8
4 Hamar 6 4 0 2 579:535 8
5 Fjölnir 6 4 0 2 576:499 8
6 Selfoss 6 2 0 4 481:479 4
7 Sindri 7 0 0 7 541:709 0
8 Snæfell 6 0 0 6 367:552 0
16.11Snæfell61:96Þór Ak.
16.11Vestri92:85Hamar
16.11Fjölnir87:91Höttur
15.11Selfoss86:70Sindri
10.11Selfoss96:51Snæfell
09.11Hamar116:118Þór Ak.
09.11Sindri83:117Fjölnir
28.10Vestri96:74Sindri
27.10Vestri97:70Sindri
26.10Fjölnir84:73Selfoss
26.10Snæfell60:86Hamar
26.10Þór Ak.87:88Höttur
20.10Sindri84:103Þór Ak.
19.10Höttur92:93Hamar
19.10Selfoss84:89Vestri
19.10Fjölnir111:78Snæfell
12.10Vestri92:101Fjölnir
12.10Snæfell70:83Höttur
12.10Hamar109:92Sindri
12.10Þór Ak.95:61Selfoss
05.10Höttur101:68Sindri
05.10Fjölnir76:82Þór Ak.
05.10Vestri80:47Snæfell
04.10Selfoss81:90Hamar
22.11 19:15Höttur:Selfoss
23.11 19:15Sindri:Snæfell
23.11 19:15Hamar:Fjölnir
24.11 14:00Þór Ak.:Vestri
28.11 20:00Sindri:Höttur
30.11 19:15Snæfell:Vestri
30.11 19:15Þór Ak.:Fjölnir
30.11 19:15Hamar:Selfoss
06.12 19:15Höttur:Snæfell
06.12 19:15Selfoss:Þór Ak.
07.12 19:15Sindri:Hamar
07.12 19:15Fjölnir:Vestri
14.12 19:15Snæfell:Fjölnir
14.12 19:15Vestri:Selfoss
14.12 19:15Þór Ak.:Sindri
14.12 19:15Hamar:Höttur
20.12 19:15Höttur:Þór Ak.
21.12 19:15Hamar:Snæfell
21.12 19:15Sindri:Vestri
21.12 19:15Selfoss:Fjölnir
11.01 18:00Fjölnir:Sindri
11.01 19:15Snæfell:Selfoss
11.01 19:15Vestri:Höttur
11.01 19:15Þór Ak.:Hamar
17.01 19:15Höttur:Fjölnir
18.01 19:15Þór Ak.:Snæfell
18.01 19:15Hamar:Vestri
18.01 19:15Sindri:Selfoss
24.01 19:15Selfoss:Höttur
25.01 19:15Vestri:Þór Ak.
25.01 19:15Snæfell:Sindri
28.01 18:00Fjölnir:Hamar
01.02 19:15Vestri:Snæfell
01.02 19:15Fjölnir:Þór Ak.
01.02 19:15Selfoss:Hamar
01.02 19:15Sindri:Höttur
08.02 19:15Snæfell:Höttur
08.02 19:15Hamar:Sindri
08.02 19:15Þór Ak.:Selfoss
08.02 19:15Vestri:Fjölnir
18.02 19:15Fjölnir:Snæfell
18.02 19:15Selfoss:Vestri
18.02 19:15Sindri:Þór Ak.
18.02 19:15Höttur:Hamar
22.02 18:00Fjölnir:Selfoss
22.02 19:15Snæfell:Hamar
22.02 19:15Þór Ak.:Höttur
01.03 19:15Selfoss:Snæfell
01.03 19:15Sindri:Fjölnir
01.03 19:15Höttur:Vestri
01.03 19:15Hamar:Þór Ak.
02.03 15:00Höttur:Vestri
08.03 19:15Snæfell:Þór Ak.
08.03 19:15Vestri:Hamar
08.03 19:15Selfoss:Sindri
08.03 20:00Fjölnir:Höttur
15.03 19:15Sindri:Snæfell
15.03 19:15Höttur:Selfoss
15.03 19:15Hamar:Fjölnir
15.03 19:15Þór Ak.:Vestri
urslit.net

Valur fær öflugan liðsstyrk

Í gær, 17:04 Knattspyrnufélag Vals hefur samið við tvo sterka og reynda leikmenn fyrir næsta tímabil í efstu deild kvenna en það eru Ásgerður Stefanía Baldursdóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir. Meira »

Hamilton málaður á bíl

15.11. Listmálari að nafni Paul Karslake hefur fagnað fimmta heimsmeistaratitli Lewis Hamilton í formúlu-1 með óvenjulegum hætti.  Meira »

Tiger hrífst af golfsveiflu Curry

í fyrradag Bandaríski netmiðillinn Bleacher Report fékk næstsigursælasta kylfing sögunnar, Tiger Woods, til þess að kíkja á golfsveiflu NBA-meistarans Stephens Curry sem er mjög frambærilegur kylfingur. Tiger hreifst mjög af sveiflunni. Meira »