Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Rúrik kom niðurbrotinn frá Belgíu

13.9. Rúrik Gíslason fótboltamaður prýðir forsíðu íslenska Glamour sem kemur út í dag. Í viðtalinu segir hann frá því þegar yfirgaf Ísland 15 ára gamall til þess að spila fótbolta í Belgíu. Í viðtalinu segir hann frá því að hann hafi snúið aftur heim niðurbrotinn. Meira »

Þórunn Ívars eignaðist dóttur

11.9. Þórunn Ívarsdóttir bloggari og Harry Sampsted eignuðust dóttur 9. september. Móður og barni heilsast vel þrátt fyrir langa og erfiða fæðingu. Meira »

Forvitnin leiddi hann út í heim

10.9. Kristján Steinsson hélt út í heim þegar kennaraverkfall skall á þegar hann var 18 ára. Síðan þá hefur hann ferðast um öll heimsins höf. Meira »

Björk setti sjálfa sig á forsíðuna

5.9. Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN fer óhefðbundna leið og situr sjálf fyrir á forsíðu tímaritsins. Hún segist hafa verið efins um að gera þetta. Meira »

Róbert Wessman trúlofaður

5.9. Róbert Wessman fjarfestir og forstjóri Alvogen er trúlofaður kærustu sinni, Kseniu Shakhmanovu. Smartland sagði frá sambandi þeirra í fyrra. Meira »

Tekur bara einn dag í einu

4.9. Jákvæð orka streymir frá Ásdísi Rán sem lætur ekki þyrluflugmannsprófið duga heldur stefnir nú á að ná sér í einkaþjálfunarréttindi. Meira »

Hildur Björns og Jón Skafta gifta sig

3.9. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Jón Skaftason forstjóri ætla að ganga í hjónaband næsta sumar.   Meira »

Nína Björk og Aron giftu sig um helgina

3.9. Nína Björk Gunnarsdóttir ljósmyndari og Aron Karlsson gengu í hjónaband á laugardaginn. Athöfnin fór fram í Langholtskirkju og var það séra Hjörtur Magni Jóhannsson sem gaf brúðhjónin saman. Hjónin völdu Langholtskirkju því þau horfa á hana út um gluggann á hverjum degi. Meira »

Þar sem við tengjum við upprunann

1.9. Ósk Vilhjálmsdóttir er myndlistarmaður og fjallageit að eigin sögn. Hún er haldin mikilli ferðaþrá og er forvitin um ómælisvíddir veraldar. Hér ræðir hún áhugavert námskeið sem hún er með um handverk og menningu í Marokkó. Meira »

Eftirsóknarverðustu einhleypu mennirnir

31.8. Lesendur Smartlands völdu eftirsóknarverðustu einhleypu menn landsins. Þessir komust á lista.   Meira »

Sjáðu Jón Jónsson syngja fyrir brósa og frú

30.8. Jón Jónsson söngvari og Olgalilja tóku lagði í brúðkaupi Friðriks Dórs og Lísu Hafliðadóttur sem fram fór í dag á Ítalíu.   Meira »

Friðrik Dór og Lísa giftast á Ítalíu

29.8. Hópur fólks er mættur til Toskana á Ítalíu til að vera viðstödd þegar Friðrik Dór og Lísa Hafliðadóttir ganga í hjónaband. Einhverjir munu segja að þetta sé meira en tímabært því hann hefur sungið mikið um stóru ástina í lögum sínum. Meira »

Þórunn mætti með kærasta í afmæli pabba

27.8. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir hefur raðað sér á lista eftirsóknarverðustu einhleypu einstaklinga landsins en nú er hún komin á fast. Meira »

Yngingarleyndarmál Kristen Bell

25.8. Leikkonan Kristen Bell lítur vel út og á bak við það er ýmislegt sem Bell hefur tileinkað sér. Hún er grænmetisæta, hugsar vel um húðina og einbeitir sér að stuttum æfingum með mikilli ákefð. Meira »

Lísa og Friðrik Dór orðin hjón

30.8. Friðrik Dór Jónsson og Lísa Hafliðadóttir gengu í hjónaband í Toskana á Ítalíu í dag. Hún var í hvítum síðum kjól en hann í ljósgráum jakkafötum. Meira »

„Ég fíla Gísla Martein í botn“

30.8. Björg Magnúsdóttir hefur fylgst með Gísla Marteini Baldurssyni um margra ára skeið og segist fíla hann í botn en á laugardaginn byrja þau formlega að vinna saman. Meira »

Halldór Baldurs og Una giftu sig

28.8. Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson og barnsmóðir hans, Hlíf Una Bárudóttir, gengu í hjónaband á laugardaginn var.   Meira »

Anna Svava og Gylfi giftu sig um helgina

26.8. Anna Svava Knútsdóttir og Gylfi Þór Valdimarsson gengu í hjónaband í gær. Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og rithöfundur gaf hjónin saman. Meira »

Prófessor snýr sér að glæpum

24.8. Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum fornbókmenntum, sýnir á sér óvænta hlið í jólabókaflóðinu í haust. Hann leggur nú lokahönd á glæpasögu sem nefnist Útlagamorðin. Sagan hefst á því að ungur maður sem enginn veit hver er finnst látinn í húsagarði í litlum bæ sem nefnist Reykir. Meira »

Segir kórinn vera aðra fjölskyldu sína

23.8. Söngkonan Gógó, sem syngur með kirkjukór Lindakirkju, segir að það hafi hjálpað sér mikið að ganga í kórinn. Hún syngur á tónleikum í Lindakirkju annað kvöld. Meira »

Hilary Swank gifti sig í risafuruskógi

23.8. Leikkonan Hilary Swank og Philip Schneider gengur í það heilaga í gullfallegum risafuruskógi í Kaliforníu um helgina.  Meira »

Hermann Hreiðars skráir sig í samband

22.8. Hermann Hreiðarsson er búinn að skrá sig í samband á Facebook með Alexöndru Fanneyju Jóhannsdóttur.  Meira »

Guðmundur Th. og Harpa nýtt par

21.8. Guðmundur Th. Jónsson, fasteignasali á Fasteignamarkaðnum, og Harpa Guðjónsdóttir, flugfreyja og skartgripahönnuður, eru nýtt par. Meira »

Eva Laufey segir frá fósturmissinum

21.8. Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir missti fóstur á dögunum. Hún segir að fólk eigi ekki bara að deila gleðistundum á samfélagsmiðlum heldur líka þegar fólk gengur í gegnum erfiðleika. Meira »

Kylie í fyrsta skipti á forsíðu Vogue

20.8. Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner prýðir forsíðu ástralska Vogue í september. Kendall Jenner, systir hennar, tók viðtalið og spjalla þær um móðurhlutverkið og snyrtivöruheiminn. Meira »

Hélt upp á 46 ára afmælið á ströndinni

18.8. Leikkonan Angie Harmon varð 46 ára í vikunni. Hún hélt upp á afmælið í sundfatnaði sem virðist vera það nýjasta á meðal hinna frægu í dag. Meira »

Milla Ósk og Einar skrá sig í samband

17.8. Einar Þorsteinsson, fréttamaður hjá RÚV, hefur skráð sig í samband á Facebook. Sú heppna heitir Milla Ósk Magnúsdóttir og er fréttamaður hjá RÚV. Meira »

Á bak við tjöldin í forsíðumyndatöku Beyoncé

15.8. Myndbandið af forsíðumyndatöku Beyoncé fyrir Vogue er draumkennt en þar má sjá börnin hennar og Jay-Z, Blue og tvíburana Sir og Rumi, leika sér á meðan mamma þeirra situr fyrir. Meira »

Skipti yfir í plöntufæði og missti 9 kíló

14.8. Tónlistarmaðurinn Will.I.Am missti 9 kíló með því að skipta yfir í plöntufæði og bæta svefninn, en hann hafði þyngst mikið og var ekki við góða heilsu. Meira »

Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

10.8. Að vera frjáls eins og fuglinn og geta gert allt sem hugurinn girnist án þess að það sé nein fyrirstaða er eftirsótt staða. Þessar konur komust á lista yfir eftirsóttustu einhleypu konur landsins. Meira »

Ágústa Eva landaði risahlutverki hjá HBO

8.8. Leik- og söngkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir mun leika aðalhlutverkið í nýrri seríu HBO sem tekin verður upp í Noregi og Litháen. Hún var valin úr nokkur hundruð umsækjendum. Meira »

Skúli hélt upp á daginn í bleikum fötum

7.8. Skúli Mogensen forstjóri Wow Air verður 50 ára 18. september en ákvað að taka forskot á sæluna og bauð í glæsiveislu í Hvammsvík um helgina. Þemað var breskur aðalsstíll og var afmælisbarnið klætt upp í þeim anda. Meira »

Gengur hún of langt?

5.8. Breska fyrirsætan og sjónvarpskynnirinn Kelly Brook ratar reglulega á síður fjölmiðlanna fyrir frjálslegar myndir sem hún birtir af sér og lífstíl sínum sem er í anda konu sem gerir út á kynþokka sinn og fegurð. Meira »