Minnir okkur harkalega á hvað lífið er brothætt

Jón Gunnar Geirdal varð heimsfrægur á Íslandi þegar hann vann á FM957 í gamla daga enda með eindæmum orðheppinn. Svo orðheppinn að það var hringt í hann við gerð Næturvaktarinnar til að fá heitustu frasana fyrir Ólaf Ragnar, sem leikinn var af Pétri Jóhanni Sigfússyni. Næsta miðvikudag verður Jarðarförin mín frumsýnd í Sjónvarpi Símans en serían fjallar um dauðvona mann sem ákveður að skipuleggja sína eigin jarðarför. Jón Gunnar á hugmyndina að þessari seríu og skrifar hana í samstarfi við aðra en hann er á öðru ári í ritlist í Háskóla Íslands. Meira.