Ef ég gæti aðeins stoppað tímann

Hulda Björk Svansdóttir
Getið þið ímyndað ykkur að líða þannig að þegar maður horfir á barnið sitt að það sé eins og þú sért að horfa á sand renna í gegnum fingurna á þér? Þú getur ekkert gert til að hægja á rennslinu og þér finnst tíminn vera að fara allt of hratt frá þér. Meira »

Hvað er kvíði, hvað veldur honum og hvernig upprætum við hann?

Sara Pálsdóttir
Reynsla mín, bæði persónuleg og í starfi mínu sem dáleiðari og orkuheilari, er sú að rót þess sem plagar okkur er yfirleitt alltaf ein, tvær eða allar af þessum þremur: Streita Neikvæð orka sem hefur fests innra með okkur, t.d. neikvæðar tilfinningar Meira »

Frelsandi að vera óháður útkomum

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Eitt það dásamlegasta sem ég hef uppgötvað á minni göngu í lífinu er að læra að sleppa tökunum og vera óháð útkomum í lífinu, leyfa semsagt öllu að hafa sinn gang eða vera eins og því var ætlað að vera eða þróast hverju sinni. Hér áður var ég mjög háð Meira »

7 leiðir til að styrkja ónæmiskerfið

Guðrún Bergmann
Nú er mikið rætt um annan faraldur af Covid-19, sem virðist þó ekki vera jafn skæður og sá fyrri, því hvorki er fjallað um margar sjúkrahúsinnlagnir né fólk í öndunarvélum, sem er frábært. Ég fjallaði fyrr á þessu ári um nokkrar leiðir sem geta stuðlað Meira »

Viltu komast aftur í gírinn?

Anna Eiríksdóttir
Ef þú ert ein/n af þeim sem ætlaðir að taka vel á því í ræktinni í sumar en gerðir það ekki og ert algjörlega dottin/n úr æfingagírnum þá eru hér fjögur einföld ráð sem hjálpa þér að komast aftur í gírinn. 1. Settu þér markmið Þessi vísa verður aldrei of Meira »

10 hlutir sem næra líkama og sál yfir Covid

Júlía heilsumarkþjálfi
Það er svo frískandi að skella sér aðeins út í náttúruna. Mér fannst ég mjög heppin að geta yfirhöfuð farið út úr húsi, hvað þá að fara út í fallegu náttúruna okkar. Við erum öll mjög lánsöm hvað Ísland er að jafna sig vel eftir þennan heimsfarald sem er Meira »

Vertu snillingur í narti!

Guðrún Kristjánsdóttir
Flest erum við meistarar í fjölbeitingu eða í því að múltítaska. Nart er drjúgur partur af þeim lífsstíl. Oft nörtum við í það sem hendi er næst sem getur verið allt frá skyndibitum til þeytinga og frá orkustykkjum til nammis. Þetta gerum við auðvitað Meira »

Greining samskiptavanda og eineltis á vinnustöðum

Hildur Jakobína Gísladóttir
Þegar verið er að greina samskipta-hegðunarvanda eða einelti á vinnustöðum þarf að gæta að heildstæðri nálgun. Vinnustaðamenning getur ýtt undir að einelti eigi sér stað en að sama skapi getur hún líka ýtt undir það að um samskiptavanda sé að ræða t.d. Meira »

Hvernig mælum við kvenleika?

Ásdís Ósk Valsdóttir
Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Margir þekkja þennan texta úr laginu Vertu þú sjálfur sem Helgi Björnsson söng með SSSól. Hversu frábært og auðvelt væri lífið ef við gætum haft þetta að leiðarljósi? Að allir Meira »

Kominn í fríið - eldsnögg nautasteik með gullostasósu, bökuðum kartöflum og salati ala Villi Bjarki

Ragnar Freyr Ingvarsson
"Ég fer í fríið, ég fer í fríið, ég fer í fríið" - Loksins er komið að því! Langþráð sumarleyfi hefst eftir nokkuð annasaman vetur. Ég held að ég hafi aldrei þurft á fríi að halda eins og nákvæmlega núna. Og mikið hlakka ég til. Ætla að nota leyfið til Meira »

Gifti sig í kjól drottningarinnar

Guðný Ósk Laxdal
Seinastliðinn fimmtudag var það tilkynnt af Buckinghamhöll að Beatrice, prinsessa í Bretlandi og eldri dóttir Andrésar prins, hefði gifst Edo Mapelli Mozzi fyrr um morguninn í leyni. Átti brúðkaupið sér stað í Windsor og voru um 20 gestir viðstaddir. Meira »

Er þetta sannleikur eða lygi?

Gunna Stella
Fyrir nokkrum árum síðan var dóttir mín að æfa fimleika. Á æfingu gerði hún stökk sem hún var vön að gera en þegar hún var að lenda stökkinu rakst hún með hnéð í trampólínið sem hún hafði byrjað stökkið á. Hún fékk stóran skurð á hnéð og þurfti að fara á Meira »

Langir dagar, stuttar nætur og sólskin

Baldur Rafn Gylfason
Eins og flest allir íslendingar, þá elska ég sól og sumar en hef með árunum orðið meðvitaðri um skaðlegu áhrif blessuðu sólarinnar. Mig langaði til þess að deila með ykkur þessum mikilvægu upplýsingum og fékk hana Hildi Elísabetu snyrtifræðing til þess Meira »

Réttur barna til vinnuverndar og verndar gegn arðráni

Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Í tilefni þrjátíu ára afmælis Barnasáttmálans, á árinu 2019, tóku Barnaheill, Unicef og umboðsmaður barna höndum saman um að gera einstökum þáttum Barnasáttmálans skil með mánaðarlegum greinaskrifum. Við greinaskrifin var stuðst við almennar athugasemdir Meira »

Hlýjir tónar í svefnherberginu - fyrir og eftir

Appreciate The Details
Þá er sumarið komið, við búnir með meirihlutann af íbúðinni og getum við loksins farið að sýna ykkur öll rýmin. Eftir Covid og allt sem hefur gengið á að þá hafði það líka áhrif á okkur þó að við hefðum meiri tíma í að vinna í íbúðinni. Seinkanir á Meira »

Best klædda kennitalan í LÖKE

Marta María Jónasdóttir
Fyrir um tveimur áratugum var Tinna Aðalbjörnsdóttir (sem prýðir forsíðu þessa blaðs) ein af dægurstjörnum næturlífsins í miðbæ Reykjavíkur. Hún bar af hvað stíl og smekklegheit varðar og eftir því var tekið. Á þessum árum var mesta fjörið á Kaffibarnum Meira »

Covid og hvað svo?

Ágústa Johnson
Margt og mikið höfum við vafalaust lært á kórónuveirutímabilinu undanfarnar vikur og mánuði og upplifað veruleika sem fáir ef nokkur átti von á að gæti orðið raunin. Að nánast heimurinn allur gæti svo til farið í biðstöðu mætti ætla að væri efni í Meira »

Fjármál á tímum kórónaveirunnar

Edda Jónsdóttir
Nú á tímum COVID-19, standa margir frammi fyrir afkomuótta. Sumir hafa fengið skilaboð um að tekjurnar muni lækka og eru jafnvel í hlutastarfi um óákveðinn tíma. Aðrir hafa þegar misst vinnuna eða lífsviðurværið, að minnsta kosti á meðan á ástandinu Meira »

Er sólarvörn hættuleg?

Lára Guðrún Sigurðardóttir
Húðin á mörgum hér í Kaliforníu er eftirtektarverð, þá einkum miðaldra ljóst hörund sem fengið hefur að baða sig árum saman í Kaliforníusólinni. Húðin verður þurr, líflaus, leðurkennd, með mikið af línum og brúnum litaflekkjum. Sömu áhrif sjást eftir Meira »

Að mæta á bryggjuna.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Þegar pabbi minn var unglingur mætti hann niður á bryggju í Keflavík og fór í röð annarra sem biðu eftir því að vera valinn til að fá vinnu þann daginn. Hann var oftast valinn enda duglegur og sterkur strákur sem mokaði salti af kappi til að geta fengið Meira »

Þögn hjartans

Guðrún Arnalds - Darshan
Ég glími við hugann minn alla daga. Hann er stundum eins og sólargeisli sem lýsir upp alla mína dimmustu kima. En það er bara stundum. Þess á milli er hann alls konar. Stundum rásar hann um allar trissur og engin leið að hemja hann. Þá á ég erfitt með að Meira »

Ósambúðarhæfa kynslóðin

Hrefna Óskarsdóttir
Því hefur verið fleygt fram í gamni – þó glöggt megi skynja beiskan og grámyglaðan undirtón – að tíðni skilnaða muni ná hámarki eftir Covid-19 ævintýri heimilanna. Ég er ein af þessum „heppnu“ sem þarf ekki að spá í þessu. Heppnu Meira »

Tvö Ár

Sigvaldi Kaldalóns
Tvö Ár Tvö ár og við lifðum það af. Í upphafi þegar við Jóhanna ræddum þetta sumarið 2017 að flytja út, þá vissum við að við mundum aldrei gera það fyrir minna en 2 ár. Núna í dag, 30.desember 2019 eru árin tvö liðin. Þvílíkt sem tíminn líður, ótrúlega Meira »

Já ég mjókkaði en það er aukaatriði. Hvað er aðalatriði?

Linda Rún Traustadóttir
Undanfarið hef ég fengið mýmörg skilaboð í gegnum samfélagsmiðil sem ég held úti. Ástæðan er að ég birti mynd af mér í rauðum jakka sem ég tók um verslunarmannahelgina 2018 og mynd af mér í sama jakka sem var tekin ári síðar. Ástæðan fyrir þessari Meira »

Svuntuaðgerð, afmæli og Ðe Lónlí Blú Bojs

Jóna Á. Gísladóttir
Þessi pistill hefði átt að líta dagsins ljós á sunnudaginn en ég var ofsalega upptekin. Aðallega við að vera í nettu kvíðakasti yfir því að litla barnið mitt (21 árs frá því á laugardaginn) var ekki heima á afmælinu sínu. Kvíðakastið tók sem sagt alla Meira »

Afi í Palestínu

Valgeir Magnússon
Ég fæddist frjáls en kvarta samt ég fæddist í friði með allt sem ég þarfnast en kvarta samt kvarta yfir veðrinu, vöxtunum og verðinu En hvað ef ég fengi steikjandi hita, engar afborganir og lægra verð? Yrði ég þá ánægður? Eins og landlausi maðurinn sem Meira »

Hjartað er lygamælir

Hildur Eir Bolladóttir
Ég hef nú oft sagt frá því bæði í ræðu og riti að þegar ég fermdist árið 1992 hafi ég fengið Íslendingasögurnar að gjöf frá foreldrum mínum. Það þótti að vonum nokkuð sérstakt að fjórtán ára gamall unglingur hefði svo brennandi áhuga á fornsögunum Meira »

Ert þú útbrunninn?

Valdimar Þór Svavarsson
Ertu útbrunninn? Ég man eftir því að sitja fyrir framan vinkonu mína sem vinnur sem ráðgjafi og var að segja henni frá því að ég væri að upplifa óstjórnlegan kvíða, hreinlega skalf yfir daginn og lítið þurfti til að auka kvíðann verulega, svo mikið að ég Meira »

6 ástæður til að forðast sykur

Unnur Pálmarsdóttir
Jólin er sá tími árs þegar að sykurátið tekur völdin og því er gott að passa enn betur upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Jólaboð og hittingar eru margir, tíminn hverfur frá okkur og við grípum í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það Meira »

Má ég eiga við þig orð om sykur?

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti
Ég hef verið í heilsubransanum, svo kallaða, í næstum 30 ár. Já ég veit, þetta er ótrúlega langur tími og reyndar er hann lengri. Ef ég reikna með árin mörgu sem fóru í að vera heilsuspillandi sykurfíkill. Þakklæti samt, því þrátt fyrir það sem Meira »

ER GÓÐ HÖNNUN LÚXUS?

Halla Bára Gestsdóttir
Er góð hönnun lúxus? Hvað er það sem virkilega nær til þín, hefur áhrif á þig, þegar þú hugsar um umhverfi þitt út frá hugtakinu hönnun? Spáir þú einhvern tímann í hugtakið hönnun? Allir tilbúnir hlutir í kringum okkur eru hannaðir. Upphaflega búnir til Meira »

Ert þú búin/nn að klikka á áramótaheitinu?

MUNUM
Margir nýta áramótin til þess að setja sér markmið fyrir komandi ár og sumir kannast jafnvel við það að setja sér sama markmiðið endurtekið mörg ár í röð en ná einhverra hluta vegna ekki að fylgja því eftir. Í raun er stór nmeirihluti fólks búið að Meira »

Frekjukast í flugtaki

Ásdís Ásgeirsdóttir
Sumar auglýsingar vekja athygli, þótt þær hitti alls ekki í mark. Icelandair auglýsti nýlega „heimili þitt í háloftunum“ í krúttlegum sjónvarpsauglýsingum. En sannleikurinn er sá að ef það er einhver staður þar sem mér líður ekki neitt eins Meira »

Hey, förum í útilegu!

Vilborg Arna Gissurardóttir
Það að gista í tjaldi er frábær upplifun þegar manni líður vel, að sofa í náttúrinni og anda að sér fersku súrefni fær mann til að vakna endurnærður á líkama og sál. Að sama skapi getur upplifunin orðið neikvæð ef manni er kalt eða nær ekki að festa Meira »

HUGAÐU AÐ ÞARMAFLÓRUNNI

Birna G. Ásbjörnsdóttir
Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni. Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi. Við Meira »

RVKfit og meistaramánuður

RVKfit
RVKfit er hópur sem samanstendur af sjö vinkonum sem hafa það sameiginlegt að hafa áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Í um tvö ár hafa þær verið í þjálfun saman þar sem þær eru að gera fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Sú hugmynd myndaðist Meira »

Ævintýrinu er lokið...

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir
Þá er þessu Smartlands ævintýri því miður lokið en lokahnykkurinn var í dag þegar við skvísurnar mættum í myndatöku. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að hafa verið valin í þessa lífstílsbreytingu hjá Mörtu og Lilju. Þó að Meira »

Augnmeðferð, dekur og jólaát

Eyja Bryngeirsdóttir
Nú er sko heldur betur komin tími á nýja færslu frá konunni, það er orðið aðeins of langt síðan síðast. En það hefur verið nóg að gera svo sem,skólinn, leikfimin, matarræðið já og yndislega fjölskyldan mín sem styður svo vel við bakið á mér í þessu öllu Meira »