Hvað má læra af því að dansa flamenco?

Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Ég brá mér til Spánar á haustmisseri þar sem ég dvaldi við skrif í hinni fögru Granada. Til þess að liðka mig og standa upp frá tölvunni skráði ég mig í tíma í flamenco dansi. Ég mætti í íþróttaskóm og hækkaði meðalaldur um alla vega þrjátíu ár. Meira »

Heyrir þú í mér?

Hulda Björk Svansdóttir
Það er almennt talað mest um drengina sem lifa með Duchenne en sannleikurinn er sá að stelpur geta líka fengið Duchenne. Það er reyndar afar sjaldgæft og sennilega þess vegna sem fáir vita um það. Ég verð að viðurkenna að ég veit ekki mikið um þetta en Meira »

Er hægt að tækla breytingaskeiðið?

Ásdís Ósk Valsdóttir
Ég var á báðum áttum hvort að ég ætti að skella í þennan pistil. Kannski bíða í nokkra daga á meðan mesta hormónasveiflan og úrillan var að ganga yfir en svo hugsaði ég FOKKIT. Hann fangar líklega aldrei betur augnablikið og líðanina en akkúrat núna. Ég Meira »

Er smástreita að eyðileggja svefninn og drepa gleðina í lífi þínu?

Ágústa Johnson
Erum við almennt nógu vel vakandi gagnvart ýmsum streituvöldum og/eða streitueinkennum eða þekkjum við einkennin yfir höfuð? Margir álíta sem svo að streita sé ekkert til að hafa áhyggjur af nema þegar stór áföll dynja á okkur s.s. andlát nákominna, Meira »

Hollari valkostir fyrir óholla ánægju

Júlía heilsumarkþjálfi
Hvernig smakkast hollari valkostir á þínum uppáhalds sætindum? Veist þú hver eru stærstu mistökin hjá fólki þegar það byrjar heilbrigðan lífsstíl? Það einblínir á það sem “ekki má”. Mögulega hefur þú gert sömu mistök og upplifir takmarkanir í Meira »

Óttinn er versti óvinur mannsins

Sara Pálsdóttir
Hann gerir okkur kvíðin. Hann drepur drauma okkar. Heldur okkur niðri. Brýtur niður sjálfstraustið. Lætur okkur afplána lífið í stað þess að njóta þess. Býr til viðvarandi streituástand sem bitnar á heilsu okkar og líðan. Á endanum lætur eitthvað undan. Meira »

Umhyggja á óvissutímum

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Á síðustu misserum höfum við Íslendingar svo sannarlega sýnt og sannað að við erum stórasta þjóð í heimi þegar kemur að því að sýna umhyggju gagnvart okkar samlöndunum á erfiðum tímum. Við höfum sungið fyrir þá eldri sem einangruð eru, við höfum sungið Meira »

SAFFRAN - ljósið í myrkrinu

Guðrún Kristjánsdóttir
Vissir þú að þarf 75.000 blómstrandi saffranblóm í ½ kíló af saffranakryddi. Það kemur því ekki á óvart að saffran sé verðmætasta krydd veraldar. Saffran jurtin gefur ekki bara matnum dásamlegt bragð og lit, hún er líka mikils metin lækningajurt af ætt Meira »

17 leiðir til að öðlast innri frið

Guðrún Bergmann
Við megum vænta mikils titrings í pólitík, í Jörðinni og samfélögum heims í þessum mánuði. Framundan eru kannski mestu breytingar sem við eigum eftir að ganga í gegnum á lífsleiðinni. Þá er gott að vera í innra jafnvægi og halda innri ró sinni. Meira »

Ertu leið/ur á vinnustaðnum þínum?

Hildur Jakobína Gísladóttir
Flestir ganga til liðs við vinnustaðinn sinn fullir af áhuga og drifkrafti. Í fyrstu hlakkar þig til að fá að sýna hvað í þér býr og hverju þú getur afkastað. Þessu má líkja við nýju sambandi við annan einstakling. Spennan og eftirvæntingin er mikil og Meira »

Hefurðu velt orðinu forsjá fyrir þér? 

Barnaheill - Save the Children á Íslandi
Í daglegu tali heyrist enn til fólks tala um að foreldrar hafi forræði yfir börnum sínum. Mörg ár eru síðan hætt var að nota orðið forræði í lögum. Hið rétta er að nota orðið forsjá. Orðið forræði lýsir gömlum gildum um að foreldrar ráði yfir börnum Meira »

Litrík seigla

Guðrún Arnalds - Darshan
Þegar haustar er nóg að gera við að koma öllu í skorður og finna taktinn upp á nýtt. Ég þarf að hafa mig alla við að að setja tímanum mörk og ætla mér ekki of mikið. Að ýta til hliðar og forgangsraða. Ég tala við verkefnin og segi þeim að þau þurfi að Meira »

Dúndur forréttur - Serranóvafin hörpuskel með brenndu salvíusmjöri

Ragnar Freyr Ingvarsson
Hörpuskel er kjörið að bera fram sem forrétt til að tendra bragðlaukana. Hana má ekki elda lengi, annars er hætta á að hún verði gúmmíkennd og jafnvel seig undir tönn. Serranóskinka kemur frá Spáni og er einstaklega bragðgóð. Auðvitað væri hægt að nota Meira »

Haltu þér á tánum!

Lára Guðrún Sigurðardóttir
Þótt árin færast yfir er hugurinn ekkert endilega að fylgja tímatalinu. Þess vegna kemur alltaf jafn mikið á óvart þegar líkamleg einkenni öldrunar gera vart við sig. Fyrir nokkrum árum bankaði eitt slíkt upp á hjá okkur hjónum og sýndi ekkert fararsnið. Meira »

Vilhjálmur og Katrín í 10 ár

Guðný Ósk Laxdal
Núna eru komin 10 ár síðan Vilhjálmur bretaprins giftist Kate Middleton í Westminster Abbey. Því er um að gera að fara yfir 10 staðreyndir um hertogahjónin af Cambridge og brúðkaupið þeirra í tilefni dagsins. Nýtt nafn Kate gekk inn í kirkjuna sem Kate Meira »

Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu

Unnur Pálmarsdóttir
Sjö skref í innleiðingu á heilsustefnu Á breytingatímum sem þessum er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnanna að huga vel að andlegri og líkamlegri heilsu starfsmanna. Mannauðurinn felst í heilsu starfsfólks, kjarnafærni og því er það ábyrgð Meira »

Þegar áföllin banka upp á

Marta María Jónasdóttir
Það gengur ýmislegt á í lífi fólks og hingað til hef ég ekki hitt neina lifandi manneskju sem hefur siglt lygnan sjó og ekki upplifað sorgir og áföll. Áföll fólks eru misstór og einhvern tímann heyrði ég sérfræðing halda því fram að það skipti ekki Meira »

Hvaða sparnaðartýpa ert þú? (gjöf fylgir)

Edda Jónsdóttir
Mikið er rætt um sparnað nú á tímum kórónaveirufaraldursins. Ýmsir hafa þurft að draga saman seglin og aðrir upplifa að á óvissutímum sé skynsamlegt að spara. En staðreyndin er sú að fólk á misauðvelt, eða kannski réttara sagt, miserfitt með að spara. Meira »

Striginn málaður

Appreciate The Details
Loksins mættir aftur, sumarið á enda og haustið mætt í allri sinni dýrð. Eftir nokkra mánaða vinnu með pásum inn á milli, fullt af hugmyndum og smá fram og tilbaka pælingum þá er stofan loksins tilbúin. Við lögðum af stað með ákveðnar hugmyndir og Meira »

5 mínútna heimaæfing!

Anna Eiríksdóttir
Frábær æfingalota sem einblínir á að styrkja rass- og lærvöðva. Tilvalið er að taka þessa æfingu eftir t.d. góðan göngutúr og ég mæli með að gera hana 3x í viku. Verum dugleg að hreyfa okkur því það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur líka þá Meira »

Sykurlaus september eða?

Gunna Stella
Haustið er oft tími til að gera breytingar, fara aftur í rútínu og huga að heilsunni. Við íslendingar erum rosa góð í að fara í “átak” og reyna þannig að gera róttækar breytingar. Kona sem ég þekki sem kemur upphaflega frá Noregi hló af því Meira »

Maskne - hvað er það?

Baldur Rafn Gylfason
Ég fékk snyrtifræðimeistarann og húðumhirðu snillinginn hana Hildi Elísabetu Ingadóttur til að setjast niður með mér til að fræða okkur um eitthvað sem fólk um allan heim er að kynnast í dag...„Maskne“! Maskne er stytting á ensku orðunum mask Meira »

Ósambúðarhæfa kynslóðin

Hrefna Óskarsdóttir
Því hefur verið fleygt fram í gamni – þó glöggt megi skynja beiskan og grámyglaðan undirtón – að tíðni skilnaða muni ná hámarki eftir Covid-19 ævintýri heimilanna. Ég er ein af þessum „heppnu“ sem þarf ekki að spá í þessu. Heppnu Meira »

Tvö Ár

Sigvaldi Kaldalóns
Tvö Ár Tvö ár og við lifðum það af. Í upphafi þegar við Jóhanna ræddum þetta sumarið 2017 að flytja út, þá vissum við að við mundum aldrei gera það fyrir minna en 2 ár. Núna í dag, 30.desember 2019 eru árin tvö liðin. Þvílíkt sem tíminn líður, ótrúlega Meira »

Já ég mjókkaði en það er aukaatriði. Hvað er aðalatriði?

Linda Rún Traustadóttir
Undanfarið hef ég fengið mýmörg skilaboð í gegnum samfélagsmiðil sem ég held úti. Ástæðan er að ég birti mynd af mér í rauðum jakka sem ég tók um verslunarmannahelgina 2018 og mynd af mér í sama jakka sem var tekin ári síðar. Ástæðan fyrir þessari Meira »

Svuntuaðgerð, afmæli og Ðe Lónlí Blú Bojs

Jóna Á. Gísladóttir
Þessi pistill hefði átt að líta dagsins ljós á sunnudaginn en ég var ofsalega upptekin. Aðallega við að vera í nettu kvíðakasti yfir því að litla barnið mitt (21 árs frá því á laugardaginn) var ekki heima á afmælinu sínu. Kvíðakastið tók sem sagt alla Meira »

Afi í Palestínu

Valgeir Magnússon
Ég fæddist frjáls en kvarta samt ég fæddist í friði með allt sem ég þarfnast en kvarta samt kvarta yfir veðrinu, vöxtunum og verðinu En hvað ef ég fengi steikjandi hita, engar afborganir og lægra verð? Yrði ég þá ánægður? Eins og landlausi maðurinn sem Meira »

Hjartað er lygamælir

Hildur Eir Bolladóttir
Ég hef nú oft sagt frá því bæði í ræðu og riti að þegar ég fermdist árið 1992 hafi ég fengið Íslendingasögurnar að gjöf frá foreldrum mínum. Það þótti að vonum nokkuð sérstakt að fjórtán ára gamall unglingur hefði svo brennandi áhuga á fornsögunum Meira »

Ert þú útbrunninn?

Valdimar Þór Svavarsson
Ertu útbrunninn? Ég man eftir því að sitja fyrir framan vinkonu mína sem vinnur sem ráðgjafi og var að segja henni frá því að ég væri að upplifa óstjórnlegan kvíða, hreinlega skalf yfir daginn og lítið þurfti til að auka kvíðann verulega, svo mikið að ég Meira »

Má ég eiga við þig orð om sykur?

Þorbjörg Hafsteins næringarþerapisti
Ég hef verið í heilsubransanum, svo kallaða, í næstum 30 ár. Já ég veit, þetta er ótrúlega langur tími og reyndar er hann lengri. Ef ég reikna með árin mörgu sem fóru í að vera heilsuspillandi sykurfíkill. Þakklæti samt, því þrátt fyrir það sem Meira »

ER GÓÐ HÖNNUN LÚXUS?

Halla Bára Gestsdóttir
Er góð hönnun lúxus? Hvað er það sem virkilega nær til þín, hefur áhrif á þig, þegar þú hugsar um umhverfi þitt út frá hugtakinu hönnun? Spáir þú einhvern tímann í hugtakið hönnun? Allir tilbúnir hlutir í kringum okkur eru hannaðir. Upphaflega búnir til Meira »

Ert þú búin/nn að klikka á áramótaheitinu?

MUNUM
Margir nýta áramótin til þess að setja sér markmið fyrir komandi ár og sumir kannast jafnvel við það að setja sér sama markmiðið endurtekið mörg ár í röð en ná einhverra hluta vegna ekki að fylgja því eftir. Í raun er stór nmeirihluti fólks búið að Meira »

Frekjukast í flugtaki

Ásdís Ásgeirsdóttir
Sumar auglýsingar vekja athygli, þótt þær hitti alls ekki í mark. Icelandair auglýsti nýlega „heimili þitt í háloftunum“ í krúttlegum sjónvarpsauglýsingum. En sannleikurinn er sá að ef það er einhver staður þar sem mér líður ekki neitt eins Meira »

Hey, förum í útilegu!

Vilborg Arna Gissurardóttir
Það að gista í tjaldi er frábær upplifun þegar manni líður vel, að sofa í náttúrinni og anda að sér fersku súrefni fær mann til að vakna endurnærður á líkama og sál. Að sama skapi getur upplifunin orðið neikvæð ef manni er kalt eða nær ekki að festa Meira »

HUGAÐU AÐ ÞARMAFLÓRUNNI

Birna G. Ásbjörnsdóttir
Flestir upplifa óþægindi út frá meltingarvegi einhverntíman á lífsleiðinni. Það veltur á einkennum og hversu oft þau koma hversu mikil áhrif þau hafa á lífsgæði. Uppþemba, brjóstsviði, harðlífi, niðurgangur, ristilkrampar og iðraólga (IBS) eru dæmi. Við Meira »

RVKfit og meistaramánuður

RVKfit
RVKfit er hópur sem samanstendur af sjö vinkonum sem hafa það sameiginlegt að hafa áhuga á hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Í um tvö ár hafa þær verið í þjálfun saman þar sem þær eru að gera fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar. Sú hugmynd myndaðist Meira »

Ævintýrinu er lokið...

Jóhanna Lúvísa Reynisdóttir
Þá er þessu Smartlands ævintýri því miður lokið en lokahnykkurinn var í dag þegar við skvísurnar mættum í myndatöku. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri og að hafa verið valin í þessa lífstílsbreytingu hjá Mörtu og Lilju. Þó að Meira »

Augnmeðferð, dekur og jólaát

Eyja Bryngeirsdóttir
Nú er sko heldur betur komin tími á nýja færslu frá konunni, það er orðið aðeins of langt síðan síðast. En það hefur verið nóg að gera svo sem,skólinn, leikfimin, matarræðið já og yndislega fjölskyldan mín sem styður svo vel við bakið á mér í þessu öllu Meira »