Pistlar:

14. febrúar 2018 kl. 19:10

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Uppáhalds "boutique" stöðvarnar mínar í New Yor

New York er ein af uppáhalds borgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds "boutique" stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Þessar stöðvar eru allar litlar og oft bara með einn sal og hægt að kaupa sér stakan tíma sem er ótrúlega þægilegt.

SOUL CYCLE er keðja sem býður upp á hörku hjólatíma, maður bókar hjól og fær hjólaskó á staðnum. Hægt að velja kennara eða tímasetningu sem hentar manni og svo er bara að skella sér í stuðið.

THE BAR METHOD býður upp á barretíma sem eru frábærir styrktartímar þar sem unnið er mikið við balletstöng, rólegir en svakalega lúmskir tímar.

ORANGE THEORY FITNESS eru mjög skemmtilegir tímar þar sem unnið er á hlaupabretti, róðrarvél og svo með lóð/TRX bönd o.fl til þess að styrkja líkamann. Þátttakendur eru með púlsmæli og hvattir til þess að vinna á ákveðnu álagi. Mjög hvetjandi og skemmtilegir tímar.

EXHALE SPA eru mjög smart litlar stöðvar þar sem boðið eru upp á barretíma og jóga.

BARRY'S BOOTCAMP er uppáhaldið mitt en þetta eru snilldartímar þar sem unnið er á hlaupabrettum og gerðar styrktaræfingar á móti með teygjur, lóð, palla o.fl.  Ótrúlega skemmtilegir og krefjandi tímar.

4. febrúar 2018 kl. 20:17

Dúndur eftirbruni

Margir eru mikið á ferð og flugi, vinna jafnvel óreglulega, ferðast mikið vegna vinnu eða bara sér til skemmtunar. Þrátt fyrir mikil ferðalög og óreglulega rútínu þá er afar mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og finna sér stað og stund til þess að æfa. Það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur einnig andlega því manni líður svo ótrúlega vel eftir að hafa tekið smá æfingu. Æfingarnar meira
28. janúar 2018 kl. 10:06

Stinnir rassvöðvar og sterk miðja

Þetta myndband gefur þér hugmynd að góðum æfingum sem hjálpa þér að styrkja rass- og kviðvöðva. Hver æfing er gerð eins oft og þú getur í 30 sekúndur og næsta æfing er gerð í beinu framhaldi án þess að hvíla á milli. Frábært er að gera lágmark tvær umferðir hvora hlið eða samtals fjórar umferðir en velkomið er að gera meira. Það þarf ekki alltaf að gera mikið til þess að æfingin skipti sköpum meira
mynd
23. janúar 2018 kl. 18:09

Fimm hugmyndir að millimáli

Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.  Fimm hugmyndir að millimáli Flatkaka með hummus og papriku Tvö Finn Crisp meira
23. janúar 2018 kl. 18:07

Fimm magnaðar kviðæfingar

Flestir landsmenn eru í miklum heilsugír núna eftir jólin sem mér finnst afar jákvætt því við ættum alltaf að hugsa vel um heilsu okkar. Til þess að hjálpa fólki að halda sér í góðum gír þá ætla að ég að gefa reglulega hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera hvar sem er, nota til að koma sér í gang eða bæta við sína æfingarútínu. Það er hægt að gera æfingarnar heima í stofu, fríinu, ræktinni eða meira
23. janúar 2018 kl. 18:03

Áramótaheit

Núna er nýtt ár að hefjast og margir eflaust að velta fyrir sér hvaða áramótaheit þeir eigi að setja sér. Hérna koma nokkur ráð fyrir þá sem vilja setja sér heilsutengd áramótaheit. Settu þér markmið fyrir árið en settu þér einnig smærri markmið fyrir hvern mánuð fyrir sig. Ekki setja líf þitt á hvolf því þú ætlar þér um of, nauðsynlegt er að gera litlar raunhæfar breytingar á hreyfingu og meira
Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira