Pistlar:

11. nóvember 2018 kl. 21:40

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Tónaðir handleggir

Ef þig langar að styrkja efri hluta líkamans, prófaðu þá að gera þessar æfingar þrisvar sinnum í viku, 3 umferðir í hvert skipti í nokkrar vikur og finndu muninn!

Ef þig langar að komast í flott form fyrir jól, taktu þá 30 daga áskorun með mér, sjá HÉR.

23. október 2018 kl. 16:32

Buttlift

Þetta 10 mínútna myndband einblínir á að styrkja og móta rass- og lærvöðva. Gott er að gera það 3x í viku eftir t.d. góðan göngutúr, hlaup, sund eða skokk. Þú getur sett það í gang og fylgt mér allan tímann þar sem ég útskýri hverja æfingu með tali og geri hana með þér allan tímann. Engin áhöld notuð og því hægt að gera æfingarnar hvar sem er. Prófaðu að æfa með mér strax í dag!   Fullt meira
mynd
10. október 2018 kl. 15:11

Góð ráð til þess að komast í form

Vertu ávallt með markmið - það hjálpar manni að halda sér á beinu brautinni Ekki gleyma litlu sigrunum - mikilvægt er að verðlauna sig á góðan hátt þegar markmiði er náð því það er svo hvetjandi Finndu hreyfingu sem hentar þér - við ættum öll að hreyfa okkur á hverjum degi og því nauðsynlegt að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtilegt að stunda Margt smátt gerir eitt stórt - æfingarnar meira
26. ágúst 2018 kl. 21:13

Viltu sterka kviðvöðva?

Ef þú vilt styrkja kviðvöðvana þína þá mæli ég með því að þú bætir þessum æfingum við þína hreyfingu 3x í viku. Þær eru krefjandi en frábærar og reyna á svo miklu meira en bara kviðvöðvana. Það munar um allt þegar hreyfing er annars vegar og gott að hafa í huga að margt smátt gerir eitt stórt og því gott að byrja í rólegheitunum og bæta jafnt og þétt fleiri æfingum við þína hreyfingu.   meira
mynd
17. ágúst 2018 kl. 18:04

4 ráð til þess að komast í æfingagír fyrir haustið

1. Settu þér markmiðÞessi vísa verður aldrei of oft kveðin. Það skiptir ótrúlega miklu máli að setja sér mælanleg markmið sem stefnt er að ná með markvissum hætti. Einnig er gott að búta markmiðin niður í smærri sigra og verðlauna fyrir hvert skref að stóra markmiðinu, þannig verður leiðin að því viðráðanlegri og skemmtilegri.2. Finndu æfingafélagaSumir eru mjög sjálfstæðir og agaðir þegar kemur meira
4. júní 2018 kl. 17:48

Fit í sumar

Núna er sumarið loksins komið og margir að fara að detta í sumarfrí. Mikilvægt er að huga vel að heilsunni og halda áfram að hreyfa sig en það er hægt að gera svo mikið af æfingum hvar sem er því æfingar með eigin líkamsþyngd eru frábærar til að halda okkur í góðu formi.  Í þessu myndbandi gef ég ykkur hugmynd að stuttri æfingu sem hægt er að gera úti á palli, við sundlaugarbakkann, í meira
14. maí 2018 kl. 16:18

9 vikna hlaupaáætlun

Sumarið er framundan og margir spenntir fyrir því að hreyfa sig meira úti. Hlaup eru frábær hreyfing sem hægt er að stunda hvar sem er en mörgum finnst erfitt að byrja. Ég setti saman 9 vikna hlaupaáætlun sem hjálpar þér vonandi að komast upp úr sófanum og með tímanum að geta hlaupið 5 km samfleytt.   Mikilvægt er að fylgja æfingaplaninu og hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt, byrjaðu á meira
22. apríl 2018 kl. 22:14

Viltu fá kúlurass?

Ef þú vilt fá kúlurass þá skaltu skoða þetta myndband og bæta þessum æfingum inn í þína rútínu annan hvern dag. Þær virka einstaklega vel til þesss að móta rassvöðvana og styrkja lærvöðvana. Þær gefa þér hugmynd að æfingum sem þú getur gert heima hjá þér eða bara hvar sem er og þú finnur þær í nýjasta æfingaplaninu mínu Fit21 - í form á 21 mínútu sem ég setti saman fyrir þá sem vilja ekki eyða of meira
26. mars 2018 kl. 20:48

Fjórar hörkugóðar æfingar

Í þessu myndbandi sýni ég fjórar hörkugóðar æfingar sem eru frekar krefjandi en gætu verið skemmtileg viðbót í æfingaplanið þitt. Gerðu hverja æfingu í 45 sekúndur á eins góðum hraða og þú getur, þú metur það svo hvort þú farir strax í næstu æfingu eða takir þér smá pásu á milli. Frábært er að gera æfingarnar eina umferð en flott alveg upp í fjórar ef þú getur, ef þú vilt eignast hörkugóða æfingu meira
14. mars 2018 kl. 9:06

Stinnur og sterkur líkami

Það eru ótal ávinningar af því að gera styrktaræfingar en má þar nefna t.d aukinn efnaskiptahraða, bætta líkamsstöðu, aukna orku, minni vöðvarýrnun, minni meiðslahættu, minni líkur á beinþynningu og lengi mætti telja. Í þessu myndbandi sýni ég fimm góðar æfingar sem styrkja allan líkamann en frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, þrjár til fjórar umferðir. Það er í góðu lagi meira
mynd
4. mars 2018 kl. 19:40

Sterkur kjarni

Sterkur kjarni skiptir ótrúlega miklu máli í allri þjálfun og í daglega lífinu. Þetta eru vöðvar í kringum spjaldhrygg, neðra bak, mjaðmir og kvið og hjálpa þessi vöðvar okkur við að halda góðri líkamsstöðu og má segja að grunnurinn að allri þjálfun sé sterkur kjarni. Veikleiki í þessum vöðvum lýsir sér oft í bakverkjum og getur leitt til lélegrar líkamsstöðu. Til þess að sporna gegn þessu er meira
25. febrúar 2018 kl. 16:13

Fjórar æfingar til að fá stinn læri

Í þessu myndbandi sýni ég þér fjórar æfingar sem styrkja vel rass- og lærvöðva. Frábært er að gera tuttugu endurtekningar af hverri æfingu, fjórar umferðir í heildina. Ef þú gerir þetta þrisvar sinnum í viku þá muntu finna mun á þér eftir nokkrar vikur. Gott er að byrja smátt og bæta svo fleiri æfingum við eða bæta þessum æfingum við núverandi æfingar þínar. Kíktu endilega á síðuna mína meira
14. febrúar 2018 kl. 19:10

Uppáhalds "boutique" stöðvarnar mínar í New Yor

New York er ein af uppáhalds borgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds "boutique" stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Þessar stöðvar eru allar litlar og oft bara með einn sal og hægt að kaupa meira
4. febrúar 2018 kl. 20:17

Dúndur eftirbruni

Margir eru mikið á ferð og flugi, vinna jafnvel óreglulega, ferðast mikið vegna vinnu eða bara sér til skemmtunar. Þrátt fyrir mikil ferðalög og óreglulega rútínu þá er afar mikilvægt að hugsa vel um heilsuna og finna sér stað og stund til þess að æfa. Það er ekki bara gott fyrir líkamlega heilsu heldur einnig andlega því manni líður svo ótrúlega vel eftir að hafa tekið smá æfingu. Æfingarnar meira
28. janúar 2018 kl. 10:06

Stinnir rassvöðvar og sterk miðja

Þetta myndband gefur þér hugmynd að góðum æfingum sem hjálpa þér að styrkja rass- og kviðvöðva. Hver æfing er gerð eins oft og þú getur í 30 sekúndur og næsta æfing er gerð í beinu framhaldi án þess að hvíla á milli. Frábært er að gera lágmark tvær umferðir hvora hlið eða samtals fjórar umferðir en velkomið er að gera meira. Það þarf ekki alltaf að gera mikið til þess að æfingin skipti sköpum meira
mynd
23. janúar 2018 kl. 18:09

Fimm hugmyndir að millimáli

Margir vandræðast aðeins með það hvað þeir eigi að fá sér milli mála sem er ekki of hitaeiningaríkt og hjálpar manni við að halda góðu jafnvægi á blóðsykrinum. Hérna eru nokkrar hugmyndir að léttu en góðu millimáli sem gott er að grípa í milli stóru máltíðanna sem eru morgunverður, hádegisverður og kvöldverður.  Fimm hugmyndir að millimáli Flatkaka með hummus og papriku Tvö Finn Crisp meira
23. janúar 2018 kl. 18:07

Fimm magnaðar kviðæfingar

Flestir landsmenn eru í miklum heilsugír núna eftir jólin sem mér finnst afar jákvætt því við ættum alltaf að hugsa vel um heilsu okkar. Til þess að hjálpa fólki að halda sér í góðum gír þá ætla að ég að gefa reglulega hugmyndir að æfingum sem hægt er að gera hvar sem er, nota til að koma sér í gang eða bæta við sína æfingarútínu. Það er hægt að gera æfingarnar heima í stofu, fríinu, ræktinni eða meira
23. janúar 2018 kl. 18:03

Áramótaheit

Núna er nýtt ár að hefjast og margir eflaust að velta fyrir sér hvaða áramótaheit þeir eigi að setja sér. Hérna koma nokkur ráð fyrir þá sem vilja setja sér heilsutengd áramótaheit. Settu þér markmið fyrir árið en settu þér einnig smærri markmið fyrir hvern mánuð fyrir sig. Ekki setja líf þitt á hvolf því þú ætlar þér um of, nauðsynlegt er að gera litlar raunhæfar breytingar á hreyfingu og meira
Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira