c

Pistlar:

10. mars 2020 kl. 20:55

Anna Eiríksdóttir (annaeiriks.blog.is)

Æfðu heima í sóttkví!

Ég setti saman 10 mínútna æfingamyndband sem hægt er að vinna eftir heima í stofu þar sem margir eru nú í sóttkví. Það er um að gera að huga að heilsunni sinni eftir bestu getu en vera skynsamur og fylgja ráðleggjum landlæknis og halda sig heima fyrir ef maður hefur fengið fyrimæli um það eða treystir sér ekki út meðal fólks og þá er gott að geta fylgt góðu æfingaplani heima í stofu.

Þetta myndband þjálfar þol og kjarnavöðvana en hver æfing er unnin í 45 sekúndur, hvíld í 15 sekúndur á milli. Ef þú ert í góðu stuði og vilt lengri æfingu þá er um að gera að rúlla 2-3x í gegnum það og lengja þannig æfinguna.

FRÍ BUTTLIFT ÆFING HÉR

Ég á fullt af góðum heimaæfingum inn á www.annaeiriks.is sem ég hvet þig til þess að skoða vel en þannig er hægt að nýta tímann vel og hreyfa sig þrátt fyrir að komast ekki út úr húsi. Um að gera að senda mér línu á annaeiriks@annaeiriks.is ef þig vantar ráðleggingar varðandi hvaða æfingaplan hentar þér best!

Gangi þér vel!

Anna Eiríksdóttir

Anna Eiríksdóttir

Deildarstjóri í Hreyfingu. Íþróttakennari, einkaþjálfari og eigandi annaeiriks.is sem er vefur fyrir konur sem býður uppá metnaðarfulla fjarþjálfun, uppskriftir, blogg o.fl. Meira