Stjörnuspá lau. 24. mar. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú kemst ekki hjá því að grípa inn í atburðarás á vinnustað þínum þótt helst viljir þú hvergi koma þar nærri. Einhverra hluta vegna ertu skylduræknin uppmáluð.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú átt auðvelt með að vinna aðra til fylgis við þig og það sem meira er að þú kannt yfirleitt með þennan hæfileika þinn að fara.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Ef þú hagar þér eins og fylgismaður, er komið þannig fram við þig. Finnist þér þú vera kominn í ógöngur skaltu óhikað leita ráða hjá öðrum.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Samtöl við vini, ekki síst vinkonur, verða gefandi í dag. Reyndu að vega mál og meta og þræða hinn gullna meðalveg.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Það er hyggilegra að hugsa hlutina í gegn heldur en að bregðast við þeim án allrar fyrirhyggju. Sýndu málstað annarra þann skilning sem þú vilt mæta sjálfur.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Gættu þess að hrapa ekki að neinu því annars getur illa farið og þú setið uppi með rangar hugmyndir um menn og málefni. Sýndu að þú kunnir að meta framlag annarra.

Vog 23. september - 22. október

Ef þú ert ekki ánægður með stöðu mála er kominn tími til að gera eitthvað í því. Kannaðu undirtektir áður en þú lætur til skarar skríða.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Yfirmenn verða einstaklega ráðríkir í dag og þetta er ekki dagurinn til þess að valda einhverjum gremju. Komdu hugmyndum þínum á framfæri.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Dagurinn hentar vel til að íhuga gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika. Njóttu samræðna og samvista við fjölskylduna.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Einbeittu þér að aðalatriðunum.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Nú er komið að því að þú framkvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Viðurkenndu hvað þú virkilega vilt og fólkið sem getur veitt þér það birtist skyndilega.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú færð frábærar hugmyndir að umbótum og breytingum til batnaðar í vinnunni. Þú ert friðsæll og í góðu jafnvægi og hefur því góð áhrif á alla í kringum þig

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og