Stjörnuspá fös. 26. feb. 2021

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Góðvild þín er eitthvað sem vinir þínir mega ekki taka sem sjálfsagðan hlut. Láttu til þín taka í forvarnarstarfi.

Naut 20. apríl - 20. maí

Það er ekki gott að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur. Einhver læðist að þér eins og þjófur að nóttu. Farðu varlega í ástamálunum.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú ert afar þrautseig/ur, það er bæði blessun og bölvun. Makinn er eitthvað úti á þekju, reyndu að komast að af hverju.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Gættu þess að hugsa ekki svo mikið um eigin hag að þú gleymir þeim sem næst þér standa. Barn reynir á þolrifin.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú munt eiga ánægjuleg samskipti í dag. Kauptu eitthvað sem þér líst vel á og kemur að notum heima hjá þér. Það má alltaf réttlæta þannig kaup.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Sumt er of gott til að vera satt. Taktu ákvarðanir fljótt og án þess að hika. Þú bíður frétta með öndina í hálsinum.

Vog 23. september - 22. október

Nýttu þér meðbyrinn í verkefnavinnu en mundu að skjótt skipast veður í lofti. Einhver vinur hefur áhyggjur af þér sem er hinn mesti óþarfi og það veistu best.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú átt á hættu að hitta einhvern sem nær tökum á þér og heillar þig upp úr skónum. Til að eignast nýja vini þarftu fyrst og fremst að sýna öðrum vinsemd.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú ert vinsæl/l meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Hugsaði um hvað barninu er fyrir bestu.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Varastu flókinn málatilbúnað því einfaldleikinn er oft áhrifamestur. Ekki ráðast í framkvæmdir sem þú veist að þú ræður ekki við.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Bjartsýni, kraftur og áhugi á lífið og tilveruna einkennir þig. Einhver sendir þér skilaboð en þú veist ekki hverju þú átt að svara.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Einhver gerir þér greiða sem þú kannt mjög vel að meta.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og