Stjörnuspá lau. 12. jún. 2021

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Vinur þinn er ósammála þér í einhverju sem tengist sameiginlegum eigum. Aðstæður sem valdið hafa spennu lagast loksins.

Naut 20. apríl - 20. maí

Slíðraðu sverðin og láttu ekki ómerkilegar kritur eyðileggja ágætan dag. Aðrir eru tilbúnir til þess að hlusta á þig.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast þótt allt virðist ekki ganga upp. Hugsaðu um hvert langtímamarkmiðið er og hagaðu þér eftir því.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Reyndu að halda öllu í sem bestu jafnvægi svo þú eigir auðveldar með að ráða fram úr þeim vandamálum, sem banka upp á.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Ástvinir hafa sínar eigin hugmyndir um skemmtanir og reyna að fá þig með í eitthvað sem passar þér alls ekki. Reyndu að ganga frá lausum endum áður en þú ræðst í eitthvað nýtt.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það gæti komið þér á óvart að komast að því að einhver er fjáðari en þig grunaði. Hvað sem þú tekur á hendur í dag verður með miklum ofsa.

Vog 23. september - 22. október

Félagslegar aðstæður geta verið streituvaldandi þó að þú þekkir alla á staðnum. Búðu þig undir að rekast á gamla vini.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þér ætti að ganga vel að vinna með vinum þínum og kunningjum í dag. Þú munt uppskera laun erfiðisins þíns fyrr en seinna.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Það er ekki hægt að njóta nýrra hluta, ef hugurinn er uppfullur af gömlum gildum. Með innsæið að vopni, og með því að reyna að vera næmur á tilfinningar annara, öðlastu virðingu.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú átt erfitt með að gera það upp við þig hvort þú eigir að setja sjálfa/n þig eða aðra í forgang í dag. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þegar taka þarf stórar ákvarðanir er best að taka eitt skref í einu. Stattu fastur fyrir og láttu engan ganga á rétt þinn í hvaða mæli sem er.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist ganga á afturfótunum þessa dagana. Einhver er tilbúinn til að aðstoða þig í málefnum er varða ferðalög, lögin eða menntun á háskólastigi.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og