Stjörnuspá mið. 21. nóv. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú verður gáskafullur í dag og fullur lífskrafta, nýtur þess að spjalla við fólk. Þú ert ákafur og ástríðufullur og hrífur aðra með þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú þarft á öllum þínum kröftum að halda nú þegar þér falið óvenju erfitt verkefni. Gættu þess að láta skapið ekki verða þér fjötur um fót og sýndu öðrum þolinmæði.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þótt þér hafi tekist að leggja fyrir að undanförnu ættirðu ekki láta ginnast af gylliboðum um skjótfenginn gróða. Gættu þess að gera ekki meiri kröfur til annarra en sjálfs þín.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú ættir að íhuga hvort eirðarleysið sem hrjáir þig sé merki um óuppfylltar þarfir þínar. Oft fylgir heppni fyrirhyggju svo þú skalt gefa þér góðan tíma til þess að ráða fram úr hlutunum.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Nú er ekki rétti tíminn til þess að taka ákvarðanir um skiptingu eigna. Hlustaðu vandlega á þá ráðgjöf sem þú færð og berðu hana saman við það sem þér finnst sjálfum.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Eitthvað veldur þér kvíða og hann þarftu að losna við. Reyndu að leiða hjá þér efasemdir um sjálfan þig sem láta á sér kræla.

Vog 23. september - 22. október

Hugsanlegt er að þú lendir í útistöðum í dag enda finnst þér sumir bæði hrokafullir og einstrengingslegir í viðmóti. Vertu skilningsríkur og hlustaðu vandlega á sjónarmið annarra.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Í dag er notalegt að rækta vinskap og blanda geði við aðra. Eyddu tíma með þeim vinum sem kunna að meta litlu skrítnu uppátækin þín.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Dagurinn er þess eðlis að þú verður að leggja mikla vinnu á þig til þess að ná árangri. Það er aldrei hægt að gera svo að öllum líki né segja það sem allir samþykkja.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Farðu varlega í vinnunni í dag, einhver reynir hugsanlega að beita þig blekkingum. Dyttaðu að heima og lagfærðu það sem bilað er.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þótt þú standir klár á þínu er ekki víst að það sama gildi um aðra. Losaðu þig við það sem miður er og temdu þér aðrar og betri venjur.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Reyndu að falla ekki í þá gryfju að líta á þá sem standa þér næst sem sjálfsagða. Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og