Stjörnuspá fös. 30. okt. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Stundum ertu svo þrjósk/ur að það gengur út í öfgar. Þú ættir að gera eitthvað í því, það nennir enginn að standa í stappi við þig til lengri tíma.

Naut 20. apríl - 20. maí

Það sem þú aðhefst núna hefur áhrif á það sem þú átt ógert. Eftir alla sigra þína í lífinu er ekki nema von að leitað sé til þín.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú græðir lítið á því að láta alla hluti fara í taugarnar á þér. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú getur mætt hvaða áskorun sem er ef þú nýtir hæfileika þína til fulls. Nýttu allan þann tíma sem þú getur til að hvíla þig og safna kröftum.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Forðastu loforð og skuldbindingar í einhvern tíma. Einhver kemur óvænt til þín og biður um hjálp eða álit á einhverju.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Hlutirnir eru þér hliðhollir og þér eru allir vegir færir.

Vog 23. september - 22. október

Hlustaðu fyrst og fremst á þína innri rödd, jafnvel þótt hún sé ekki hávær. Slökun í hvaða formi sem er það sem gildir fyrir þig næstu vikur.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Það býr sofandi eldfjall í okkur öllum. Þú sérð stundum eftir því sem þú segir, æfðu þig í að telja upp að tíu áður en þú talar.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú hefur nú beðið nógu lengi eftir tækifærinu til þess að láta til skarar skríða. Mundu þó að Róm var ekki byggð á einum degi.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú ert óvenju örlát/ur í dag og því er hætt við að þú eyðir um efni fram. Orð þín geta valdið misskilningi.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Einhver gefur þér góð ráð varðandi fjármálin í dag. Reynið að líta hlutina jákvæðum augum.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú ert hrókur alls fagnaðar og allir vilja vera nálægt þér. Brettu upp ermarnar, þú verður kraftmeiri en endranær á næstu vikum

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og