Stjörnuspá lau. 2. des. 2023

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Gefðu þér svo tíma til að vera með því fólki sem skiptir þig öllu máli. Hvernig var með heilsuátakið? Það er aldrei of seint að byrja.

Naut 20. apríl - 20. maí

Horfðu á broslegu hliðarnar. Það kemur alltaf nýr dagur eftir þennan. Áhyggjur bæta akkúrat engu við lífið.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Forðastu rifrildi við manneskju sem þykist vita allt. Þig hefur lengi langað á námskeið í vissu fagi, drífðu þig, eftir hverju ertu að bíða?

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það er afar brýnt að þú standist allar freistingar um að kaupa eitthvað í dag. Þú hefur áhyggjur af vini, en mál hans fá farsælan endi.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú ert mikils metinn í vinnunni og þér liður vel með það. Taktu engu í lífinu sem gefnum hlut og mundu að æfa þakklæti fyrir það góða í þínu lífi.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú ættir að þiggja hjálp ef þér býðst hún. Þú finnur fyrir vaxandi streitu vegna jólaundirbúnings, mundu bara að jólin koma og fara þrátt fyrir allt.

Vog 23. september - 22. október

Ekki vera feiminn við að útskýra mál þitt í vinnunni. Fylgstu með viðbrögðum vina til að kanna hvort þeir séu á sama máli og þú.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Stígðu fyrsta skrefið og láttu þá sem eru hjálpar þurfi vita að þú sért tilbúinn til aðstoðar. Þú ert á leiðinni til útlanda og gætir ekki verið spenntari.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Það hefur hver sinn djöful að draga. Best er að anda djúpt og trúa því að allt fari vel að lokum.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú ert ekki sá sem allt snýst um, þótt þér finnist að svo eigi að vera. Þú mættir æfa þolinmæði þína og þrautseigju aðeins betur.

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Þetta er góður dagur til að lyfta sér upp. Ekki reyna að stjórna öðrum, það hleyptir bara illu blóði í viðkomandi.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Varastu að gagnrýna aðra um, enginn er fullkominn. Þér verður boðið á deit fljótlega. Framhaldið á eftir að kæta þig næstu árin.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og