Stjörnuspá sun. 5. feb. 2023

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það lítur út fyrir að þú sitjir uppi með hálfgert leiðindaverk í dag. Gagnrýni er holl, en við erum flest að reyna að gera eins vel og við getum.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þið ættuð að drífa ykkur út og hreyfa ykkur svolítið því innisetan er óholl. Mundu að allir hafa eitthvað til síns ágætis.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Eins og það er notalegt að búa að sínum gömlu og góðu vinum, þá er líka hollt að heyra hljóðið í nýjum félögum. Horfðu djúpt inn í hjarta annarra.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Notaðu gaman til þess að rjúfa veggina milli fólks. Reyndu að láta strauminn bera þér tækifæri sem þú getur notað.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Láttu ekki umkvartanir annarra tefja þig eða breyta starfsáætlun þinni heldur haltu þínu striki. Hikaðu ekki við að fá aðra til liðs við þig svo allt verði í lagi.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Sú manneskja sem dregur fram í þér hvatvísina pg lífsgleðina er sannur vinur. Fólk hlustar á þig eins og í leiðslu.

Vog 23. september - 22. október

Dagurinn einkennst af óraunsæjum draumórum. Þú getur ekki haft nein áhrif á umhverfi þitt, ef þú stígur ekki fram og lætur til þín heyra.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Ekkert starf er betra eða verra en annað - það fer allt eftir hvernig maður nálgast það. Nýjar umbætur og stórtækar breytingar eru líklegar.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Sá sem vill ólmur koma skoðunum sínum á framfæri við aðra verður að vera viðbúinn gagnrýni. Sýndu fyrirhyggju og vertu frjálslegur.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú munt sjá að samvinna skilar betri árangri en að hver sé í sínu horni. Einhver sem þú þekkir getur leitt þig til allra réttu aðilanna.

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Þú hefur lagt hart að þér og átt svo sannarlega skilið að njóta launanna. Ekki velta þér upp úr því hvers vegna eitthvað gaf þér eitt sinn ánægju en gerir það ekki lengur.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Nú standa öll spjót á þér svo það er eins gott að þú takir til hendinni og leggir þinn hlut af mörkum. Sýndu þolinmæði og þá munu allir hlutir leysast að lokum.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og