Stjörnuspá fim. 18. ágú. 2022

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þér verður hrósað mikið fyrir árangur þinn í starfi og átt það svo fyllilega skilið. Leggðu þig fram um að sýna sjónarmiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa.

Naut 20. apríl - 20. maí

Hagaðu máli þínu svo að enginn sé í vafa um hvað þú vilt. Greindu kjarnann frá hisminu og einbeittu þér að aðalatriðunum.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú átt auðvelt með að ná til annarra og það hjálpar þér til að koma þínum málum fram. Hóf er best á hverjum hlut og það á líka við um það sem gert er í eigin þágu.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Viðkvæmt mál ber á góma og þótt þér sé mikil raun að ræða álit þitt á því verðurðu að gera það. Hertu upp hugann og reyndu að halda þínu striki.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Það kann eitt og annað að koma þér á óvart í dag. Það getur valdið misskilningi ef þú ferð of hratt fram með þín mál.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Sláið öllum þýðingarmiklum samningaviðræðum á frest því þetta er ekki rétti dagurinn til þess að standa í ströngu. Dragðu bara djúpt andann og taktu eitt skref í einu.

Vog 23. september - 22. október

Það vefst fyrir þér að ganga frá máli sem þér hefur verið falið að leiða til lykta. Það er hætt við að samskipti þín við fólk í valdastöðum gangi ekki nógu vel í dag.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú er rómantísk manneskja og í dag verður þessi eiginleiki þinn áberandi. Öll samskipti þín við aðra ganga að óskum í dag.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Forðastu allar skyndiákvarðanir sérstaklega á sviði fjármála. Hlustaðu á það sem sagt er við þig, það gæti komið þér að góðum notum.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Það er engin ástæða til þess að fela allar sínar tilfinningar. Temdu þér virðingu fyrir sjónarmiðum annarra þó þau samrýmast ekki alltaf þínum eigin.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Sumt af því sem þú ert að reyna að afreka er mjög djarft, kannski af því að þú veist að það mun hefja keðjuverkun og líf þitt verður aldrei samt. Fylgdu innsæi þínu.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Láttu ekki þörfina fyrir félagsskap blinda þig svo að þú sýnir ekki aðgæslu í umgegngi við ókunnuga. Smá samkeppni gæti valdið uppþoti.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og