Stjörnuspá þri. 19. nóv. 2019

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Einhver sem þú þekkir þarf á þér að halda núna. Það dregur ský fyrir sólu í stutta stund. Stundum þarf maður að synda á móti staumnum.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú þarft að leggja áherslu á að tjá þig skýrt og skorinort svo enginn þurfi að efast um skoðun þína. Hægðu aðeins á þér, þó ekki nema til að vera kurteis.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Mundu að sátt innan fjölskyldunnar stuðlar að hamingju og heilbrigði. Einhver heillar þig upp úr skónum.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Tafir á ferðaáætlunum fara í taugarnar á þér. Vertu eins óhefðbundin/n og þig langar til. Ekki láta þér bregða þótt makinn sé eitthvað fjarlægur þessa dagana.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þótt hugmyndir þínar séu óhefðbundnar, eru þær einstaklega hagnýtar. Sláðu skjaldborg um ættingja sem glímir við veikindi.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú ert allra vinur þessa stundina og ættir að láta þér vel líka í flestum tilvikum. Stór samningur er í kortunum.

Vog 23. september - 22. október

Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að deila við aðra. Láttu ekkert draga úr þér kjark, þú ert sterkari en þú heldur.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú færð hugsanlega óvænt tækifæri til þess að ferðast meira eða mennta þig. Leitaðu ráða hjá þeim sem hafa farið sömu braut.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú ert vinsæll meðal vina þinna og þeir leita skjóls hjá þér þegar þeir þurfa á að halda. Ekki stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að fjármálunum.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Einhverra hluta vegna fara samstarfsmenn þínir í taugarnar á þér þessa dagana. Bíttu í tunguna á þér. Það er í lagi að gera ekki neitt.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Eitthvað verður til þess að gamlar minningar koma upp, bæði góðar og sárar. Reyndu að skipuleggja þig betur en þú hefur gert hingað til.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Reyndu að gera eitthvað skemmtilegt með börnunum í kvöld. Það eru ýmis ljón í veginum í lífi þínu um þessar mundir en með seiglunni tekst þér allt.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og