Stjörnuspá lau. 18. jan. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er ekki við aðra að sakast, þótt allt virðist ganga á afturfótunum. Sýndu fólki léttari hlið á þér. Hugsaðu áður en þú talar.

Naut 20. apríl - 20. maí

Það getur verið bæði fræðandi og skemmtilegt að hlusta á það sem eldra fólk hefur til málanna að leggja. Hugmyndir þínar um umbætur falla ekki í kramið heima.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það sitja allir um þig og vilja hafa áhrif á ráðagerðir þínar. Aðrir eruþó tilbúnir til þess að hlusta á þig. Þér eru allir vegir færir.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það hefur ekkert upp á sig að fresta málum sem verður að vinna. Stuttar vinnuferðir munu einkenna næstu mánuði.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Einhver er að reyna að ná sambandi við þig, opnaðu augun. Mundu að mannorðið er meira virði en efnahagslegur ávinningur.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Stundum þarf að vita hvenær á að henda sér út í djúpu laugina. Láttu góðvild þína ekki verða á þinn eigin kostnað.

Vog 23. september - 22. október

Óvænt áform um ferðalög gætu komið þér á óvart. Þú færð glaðning frá góðum vini. Ekki setja öll eggin í sömu körfu.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Samband þitt við makann er afar gott núna. Vertu opin/n og óhrædd/ur við að takast á við nýja og spennandi hluti.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Hvort sem þú trúir því eður ei þá er þetta rétti tíminn til að halda út á nýjar brautir. Taktu einn dag í einu, ekki hugsa um framtíðina.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Deilur um eignir eða peninga geta spillt vináttu. Ekki hugsa þig um tvisvar þegar vinur býður þér í óvissuferð.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Notaðu daginn til þess að sinna skapandi verkefnum og vinna með börnum. Samvera styrkir sambönd svo nú er rétti tíminn til að skipuleggja ferðalag með makanum.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Allt hefur sinn stað og stund og nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið þegar það gefst. Lífið leikur við þig og þér hefur aldrei liðið betur.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og