Stjörnuspá fim. 2. júl. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þér kann að finnast þú eiga fullt í fangi með að halda í við aðra en í reynd stendur þú þig ágætlega. Núna er tími til að gera breytingar til hins betra.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það er eins og allt leiki í höndunum á þér og því skaltu nýta þér byrinn. Sæktu því í einveruna og skoðaðu vandlega hug þinn. Ný sambönd verða tilfinningarík og eftirminnileg.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Það eru líklegt að þú lendir í nýju ástarævintýri eða að það færist aukin ástríða í eldra samband. Komdu þér í keppnisskap, en kepptu bara um það sem er þess virði.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú getur gefið þér tíma til að stunda félagslífið svo framarlega að þú hafir afgreitt þau mál er varða heimilið. Hertu upp hugann, þótt hann hafi verið langvarandi.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það getur alltaf eitthvað farið úrskeiðis á ferðalögum svo þú skalt vera við öllu búinn. Notaðu daginn fyrir þig, gerðu hluti sem færa þér innri frið og auka vellíðan.

Vog 23. september - 22. október

Nú er rétti tíminn til að sækjast eftir því sem þú vilt í vinnunni. Hálfnað er verk, þá hafið er og kemst, þótt hægt fari.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú stendur nú á nokkrum tímamótum og þarft að taka ákvarðanir, sem geta skipt sköpum fyrir framtíð þína. Biddu einhvern að kenna þér það sem þú vilt læra.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú mátt búast við því að eignast nýjan vin í dag. Líttu á þetta sem tækifæri til að læra eitthvað mikilvægt. Sem betur fer þarf ekki lengur að hafa áhyggjur af vinum, sem héldu aftur af þér.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Það er margt sem liggur fyrir í dag og þú mátt hafa þig allan við ef þú ætlar að komast yfir öll verkefni dagsins.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Það eru einhver atriði sem þú þarft að fara betur í gegnum áður en þú tekst á við ný verkefni. Vinna þín er undir smásjá.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þið þurfið að huga að því hvernig þið getið deilt einhverju með öðrum. Gefðu þér tíma til að hafa samband við þá sem málið varðar.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og