Stjörnuspá sun. 23. sep. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er fátt eins skemmtilegt og að sjá störf sína bera góðan ávöxt. Notaðu tækifærið og ræddu þýðingarmikil mál við aðra, ekki síst systkini.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þér finnst að þér sótt úr mörgum áttum og allir vilji ná athygli þinni í einu. Farðu út og gerðu eitthvað allt annað því á morgun er nýr dagur og þá mun fólk bregðast öðruvísi við.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú hefur margt betra við tímann að gera en sitja og finna upp á verkefnum. Þér gefast mörg tilefni til upplyftingar en vertu vandlátur og veldu þér skemmtun við hæfi.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Hugsaðu um starfsframann, þótt fjölskyldan geri miklar kröfur til þín þessa dagana. Skilgreindu mörkin og mundu að eigir þú að geta hjálpað öðrum þarft þú fyrst að hugsa um þig.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þér kann að finnast að þú ráðir vart við þær kröfur sem gerðar eru til þín dags daglega. Vertu þolinmóður og umburðarlyndur og mundu að öðrum getur liðið eins gagnvart þér.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það er óvenju margt á borðinu hjá þér svo þú þarft að skipuleggja daginn mjög vel. Fáðu einhvern til þess að fara í gegnum málin með þér því þá færðu betri yfirsýn og hlutirnir

Vog 23. september - 22. október

Vertu viðbúinn því að eitt og annað komi upp á í dag og trufli áætlanir þínar. Gættu þess bara að tala ekki of mikið og sýndu öðrum tillitssemi og skilning og haltu þínu striki.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Það er margt sem byrgir manni sýn dags daglega. Þú hefur lagt mikið á þig til að komast að því hverjir standa með þér og hverjir ekki. Vinur veldur þér hugsanlega vonbrigðum í dag.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú átt góða möguleika á að ná takmarki þínu, ef þú sýnir dugnað og hefur öryggið í fyrrúmi. Samræður við yfirmann þinn eða annan áhrifamann geta einnig haft hvetjandi áhrif á þig.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Alvarlegar samræður um hugarefni þín geta skilað góðum árangri í dag. Allt hefst með einni hugsun og ef þú hugsun er jákvæð, þá verður framhaldið það líka.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Mundu að rannsaka málin áður en þú ákveður til hvaða ráðstafana sé rétt að grípa. Þú þarft að setja hlutina í forgangsröð og fylgja þeim svo fast eftir.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Það má alltaf græða á samtali við góðan mann, einkum ef hann deilir áhugamálum með þér. Samstarfsmenn sýna meiri samstarfsvilja og tækifæri gefast til að bæta sig í starfi.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og