Stjörnuspá mán. 30. mar. 2020

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú ert í miðjum umbrotatíma og þarft að hafa þig allan við til þess að koma heilskinnaður út úr breytingunum. Forðastu að vera með stóryrtar yfirlýsingar um líf annarra.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þér er eiginlegt að sýna umhyggju þar sem þér þykir verulega vænt um þína nánustu. Núið er aldrei of snemmt ef út í það er farið, því maður veit aldrei hvort "á morgun" er of seint.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Nú þarftu að líta til baka, það skiptir miklu máli. Sýndu því tillitssemi og virtu tilfinningar annarra.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Hafðu ekki áhyggjur þótt pyngjan sé létt því þú hefur svo mikið að gefa öðrum af sjálfum þér. Bjartsýnt viðhorf laðar aðra að manni.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Láttu ekki aðra stela hugmyndum þínum því þær eiga eftir að reynast þér gott veganesti til frekari starfsframa. Láttu þínar þarfir ganga fyrir núna til tilbreytingar.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Ef þú færð tækifæri til þess að hafa áhrif á eða vingast við erfiða manneskju áttu að grípa tækifærið og hafa hraðann á. Gerðu það.

Vog 23. september - 22. október

Viðvarandi jákvæðni í hugsun á eftir að færa þér allt sem þú óskar þér. Vertu skilningsríkur við aðra og hlustaðu vandlega á ráð þeirra.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þér er það svo mikið í mun að sannfæra aðra um þínar eigin skoðanir að hið andstæða gæti gerst. Reyndu að láta ekki drunga og leiðindi annarra smita þig.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Leiddu hugan að því hvar þú kýst að vera eftir nokkur ár og hvað þú þarft að gera til að komast þangað. Vertu þolinmóður því þú hefur allt með þér.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Það er mikil hætta misskilningi í dag. Lausnin felst í því að finna leið til að samræma viðhorf þín og viðhorf annarra.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þú gætir lent í óþægilegri aðstöðu er þú leitast við að aðstoða vin í vanda. Ef allir leggjast á eitt og vinna saman gengur allt betur.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Það er ástæðulaust að fá sektarkennd yfir öllu sem þú gerir fyrir sjálfan þig. Gamall vinur leitar til þín og á það inni hjá þér að þú hjálpir honum.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og