Stjörnuspá fim. 13. des. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er ósköp notalegt að finna það að aðrir geta glaðst yfir velgengni annarra. Þú rekur smiðshöggið á framkvæmdirnar á heimilinu.

Naut 20. apríl - 20. maí

Ný kynni færa þér ferskar hugmyndir og breytingar á reglubundinni rútínu gera daginn eftirminnilegan. Hristu af þér slenið og gakktu í verk sem þarf að klára.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Sestu nú niður og gerðu áætlun um að gera draum þinn að veruleika. Þú sérð oft sóknarfæri þar sem aðrir sjá ekki neitt. Nýttu þér þennan hæfileika.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þér finnst aðrir vilja ráðskast um of með þín mál. Hlustaðu á hjartað einu sinni, ekki bara horfa á exel-skjalið sí og æ. Ekki spenna bogann þó of hátt.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þér líður betur en oft áður. Sníddu þér stakk eftir vexti og ekki ætla of knappan tíma í verkefni. Þú færð storminn í fangið í stuttan tíma, svo kemur logn.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þér tekst að miðla málum ef þú kemur til dyranna eins og þú ert klædd/ur. Þér líður frábærlega nú þegar þú ert búin að skila verkefnum og málið er úr þínum höndum.

Vog 23. september - 22. október

Þótt þú skiljir ekki lífið til fulls er engin ástæða til þess að láta hugfallast. Nýir siður fylgja oft nýju ári. Ertu búin/n að ákveða hvað þú gerir eða breytir?

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Ástvinir átta sig ekki á því hvað þú ert að fara eða misskilja þig alfarið. Fylgdu straumnum og sjáðu hvert hann leiðir þig.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Taktu þér frí frá áhyggjunum, þær bæta hvort sem er ekki neitt og breyta engu. Þú hefur alltaf verið veik/ur á svellinu þegar kemur að kræsingum, gættu hófs, þá fer allt vel.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Hamingjan er alls staðar í dag. Fólk á sömu línu og þú gleðst með þér og finnst að þú ættir að slá upp veislu. Sópaðu verkefnum undir teppið í bili.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þú þarft að læra að notfæra þér betur þá góðu strauma sem leika um þig. Forðastu að taka mikilvægar ákvarðanir hvað varðar börn í dag. Gæfan eltir þig á röndum.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Láttu hrokann ekki ná yfirhöndinni í samskiptum þínum við aðra. Sendu þakkarbréf, hringdu eða hugsaðu til fólks með þakklæti í hjarta. Hugur þinn er fullur af lausnum og úrbótum.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og