Stjörnuspá lau. 17. nóv. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Í dag er hætt við togstreitu við fólk með völd. Eðlileg sanngirni er sjálfsögð en svo þurfa menn að passa sitt. Gættu orða þinna.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú hefur hugsjónir og vilt vinna að umbótum í heiminum. Þú býrð bæði yfir frumleika og hugmyndaauðgi og kannt að meta frelsi.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það er einhver fiðringur í þér. Leitaðu eftir hverju tækifæri til að gjalda góðmennsku sem þér hefur verið sýnd nýlega.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þótt hart sé gengið eftir svari frá þér, skaltu taka því rólega og velta hlutunum vandlega fyrir sér. Það getur tekið tímann sinn að vinna aðra á sitt band.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Samskipti þín við vini þína gætu gengið eitthvað stirðlega í dag. Reyndu að leysa vandamálið með því að prófa nýja aðferð.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú þarft að standa á rétti þínum en gæta þess um leið að gera ekki meira úr hlutunum en nauðsyn krefur.

Vog 23. september - 22. október

Gættu þess að ganga ekki svo harkalega fram að þú eigir á hættu að fá allt saman í hausinn aftur. Eldmóðurinn gæti breyst í óánægju.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Þótt bjartsýni sé góð máttu ekki láta hana leiða þig í gönur.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Gefðu þér tíma til þess að velta fyrir þér samböndum þínum og vina þinna. Vandamálin munu gufa upp og sambönd þín við yfirmenn þína og samstarfsfólk batna.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Láttu ekki smáatriðin taka þig heljartökum þannig að þú náir ekki að klára nokkurn skapaðan hlut. Vertu bjartsýnn en hafðu varan á þér.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Ef þú gætir þess að hafa allt á hreinu, þá máttu vænta þess að þér verði umbunað fyrir vel unnin verk. Leyfðu lífsgleði þinni að njóta sín.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú vektur athygli annarra hvað sem þú tekur þér fyrir hendur í dag. Skoðaðu vandlega þau tilboð sem þér hafa borist.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og