Stjörnuspá mið. 20. mar. 2019

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú lætur aðgerðir annarra fara í taugarnar á þér og þarft að hafa hugfast að aðrir verða að ráða sínum málum. Reyndu að ýta þessu frá þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú þarft að leggja hart að þér til þess að tryggja starfsframa þinn. Engar efasemdir! Rétta lausnin er ekki endilega sú sem liggur í augum uppi.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Í dag væri upplagt að spjalla við vini, maka og fólk almennt. Hafi maki þinn ekki þénað mikið á udanförnum árum, mun það breytast núna.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Notaðu daginn til þess að sinna viðgerðum á heimilinu og lagaðu það sem er bilað. Styddu allt sem þér dettur í hug, líka þær hugmyndir sem þú skilur ekki alveg.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeim finnst. Valdamiklir einstaklinga munu hugsanlega setja sig upp á móti fyrirætlunum þínum í dag.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það sem þig vantar birtist eins og skotmark - hringurinn í skífunni er merktur þér. Léttu af þér áhyggjunum með því að leita til fagfólks sem getur gefið þér góð ráð.

Vog 23. september - 22. október

Maður þarf ekki alla þessa hluti sem maður heldur sig þurfa. Hlustaðu því á þá eldri og dragðu lærdóm af því sem þeir segja. Forðastu allt baktal í dag.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Með því að taka höndum saman við aðra geturðu breytt stefnunnni í lífi þínu. Gakktu í þau verk sem mestu skipta og kláraðu þau, en leyfðu smáhlutunum að dragast.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Það geta komið upp alls konar eftirmál þegar fólki finnst það ekki ná fram vilja sínum. Betri vinnuaðstaða gæti verið á næsta leiti.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Vertu stoltur af starfi þínu þótt einhverjum finnist ekki mikið til þess koma. Hugsaðu um aðstæður, fólk og hluti sem gleðja þig, og leyfðu tilfinningunni að lýsa þinn veg.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Samvinna skilar oft betri árangri en einstaklingsframtakið. Og þótt málavextir virðist allir ljósir þá er skynsamlegt að skyggnast undir yfirborðið.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Ágreiningur er partur af lífinu - hagaðu seglum eftir vindi. Mundu að engir tveir einstaklinga eyða peningum á sama hátt.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og