Stjörnuspá þri. 16. jan. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er stundum erfitt að greina kjarnann frá hisminu en það er nauðsynlegt að þú gerir það. Nú er rétti tíminn til að víkka sjóndeildarhringinn og læra eitthvað nýtt.

Naut 20. apríl - 20. maí

Gættu þess að fara ekki yfir strikið í samskiptum við vini eða fjölskyldu, ekki síst við börn eða sakleysingja.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þú átt í samskiptum við sterkar persónur, og það finnst þér sérlega spennandi. Undirbúðu þig vandlega og vertu málefnalegur.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú finnur hjá þér sterka hvöt til þess að sýna þitt rétta andlit. Hugmyndir hans eru djarfar og hann hikar ekki við að koma þeim áleiðis.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Flestir fá 1-2 frábærar hugmyndir á dag - þú færð alla vega fimm. Ekki stinga þeim lengur undir stól því þær hverfa ekki.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Gefðu þér tíma til að leysa málin áður en þau vaxa þér yfir höfuð. Einhver ákveður að stappa fætinum í gólfið og standa með sjálfum sér.

Vog 23. september - 22. október

Einhvern tímann var sköpunarþráin þín kæfð af jarðbundinni manneskju sem skildi þig ekki. Stattu því klár á því hvað það er sem þú vilt.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Aflaðu þér upplýsinga um yfirmanninn eða fyrirtækið, þú færð stöðuhækkun með því að sýna frumkvæði. Allt sem viðkemur fjölskyldu og heimili fer senn að ganga betur.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Einhver færir þér hugsanlega gjöf í dag sem gerir þér kleift að sækja námskeið eða setjast aftur á skólabekk.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Vertu miðlari, þeir semja ekki aðeins um frið, heldur njóta alls þess besta sem lífið hefur að bjóða. Farðu þangað sem hugmyndirnar streyma að þér.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Nú máttu beinlínis ekki byrgja sköpunarþrána lengur inni. Notaðu orðið ómögulegt eins lítið og þú getur, eða helst alls ekki.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Einhver í fjölskyldunni mun sennilega koma þér á óvart í dag. Reyndu að sýna vini, sem fer í taugarnar á þér, þolinmæði.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og