Stjörnuspá fös. 1. des. 2023

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Nú verður þú að hrökkva eða stökkva því ekkert annað getur þokað málum þínum áfram. Af hverju að bíða fram í næstu viku þegar hægt er að grípa tækifærin í dag?

Naut 20. apríl - 20. maí

Allt það sem þú gerir til að bæta heilsu þína í dag mun skila góðum árangri. Ekki reyna að gera allt upp á eigin spýtur í dag.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Vertu óhræddur við að láta í þér heyra þegar rædd eru málefni sem eru þitt hjartans mál. Ekki fara á límingunum þó einhver sé ekki á sama máli og þú.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Ef þú þarft að breyta samkomulagi, gerðu það þá hið fyrsta. Láttu þig ekki dreyma um að ganga að skilmálum annara athugasemdalaust.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Til þess að skilja það mál, sem vefst fyrir þér nú, þarftu að kafa til botns og velta upp öllum tiltækum staðreyndum. Hvort sem ástarsamband þitt er gott eða slæmt þá áttu eitthvað ósagt.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Lífið er líkt og leiksvið og þú kemst ekki af öðruvísi en að þekkja leikritið og kunna þitt hlutverk. Farðu varlega þar til hlutirnir komast í eðlilegt horf.

Vog 23. september - 22. október

Nýjar upplýsingar leiða til þess að þú átt erfitt með að taka ákvörðun. Hafðu bara þitt á hreinu því við þér hreyfir enginn eins og stendur.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Reyndu að halda í jákvæðnina jafnvel þegar á móti blæs. Gerðu sem minnst í kvöld. Best er að launa illt með góðu.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Ekki mála skrattann á vegginn þótt þér finnist fólk afundið. Einhver er að gera þig gráhærðan, teldu upp að tíu áður en þú segir eitthvað.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Farðu þér hægt í að velja nýjar leiðir því það er í mörg horn að líta og engin ástæða til breytinga breytinganna vegna. Það kemur sér vel að eiga góða samstarfsmenn í dag.

Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Ekki á hlusta á þá sem segja að draumar þínir geti aldrei ræst. Láttu fjölskylduna hafa forgang. Láttu slag og skelltu þér í námið sem þig hefur lengi langað til.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú ert staðráðinn í að leggja mikið á þig til þess að auka tekjurnar. Einhvers konar bilanir gætu einnig sett strik í reikninginn hjá þér.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og