Stjörnuspá mán. 23. maí. 2022

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Farðu þér hægt í erfiðum málum því flas er ekki til fagnaðar. Eitthvað sem áður virtist á gráu svæði, er núna spurning um rétt eða rangt í þínum augum.

Naut 20. apríl - 20. maí

Menn líta til þín um lausn mála, sem reynast öðrum ofviða. Áhyggjur af því að breyta rangt eiga eftir að draga úr ráðvendni þinni í vinnunni.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Bjartsýni þín leiðir þig langt og þegar sá gállinn er á þér njóta samstarfsmenn þínir einnig góðs af. Leyfðu öðrum að njóta sannmælis þegar til kastanna kemur.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Til þess að komast áleiðis með verkefni þarftu að mynda ný sambönd og það er best að gera í anda léttúðar, léttleika og þokka. Mundu að gæði og magn fara ekki endilega saman.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú þarft að sýna hugkvæmni svo sambönd þín við vini og vandamenn staðni ekki. Slakaðu hvergi á því þú þarft á öllu þínu að halda allt til enda.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það er mikilvægt að þú haldir áfram að einfalda hlutina í lífi þínu. Allt slugs kemur í bakið á þér og þá verður ekki létt að bjarga málunum.

Vog 23. september - 22. október

Ræddu hugmyndir þínar við aðra og athugaðu hvað gerist. Í einörðum samræðum kunna að koma upp mál sem ekki er þægilegt að ræða en verður samt að leysa.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Skipulagning er allt sem þarf til að þú getir klárað þau verkefni sem bíða þín. Hringdu í klárustu manneskjuna sem þú þekkir og byrjaðu hugmyndavinnuna.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Það er svo margt, sem þig langar að gera, að þér fallast eiginlega hendur. Gættu að því að láta metnaðinn ekki hlaupa með þig í gönur.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Varastu öll gylliboð, sem eiga að færa þér hamingju og auðæfi í einu vetfangi. Fólk lítur lífið misjöfnum augum og þér er frjálst að velja þá sýn sem hentar þér best.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Gættu þín að ganga ekki of langt þegar vinir þínir vilja gera þér greiða. Það er eitt og annað sem þú hefur trassað heima fyrir.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú munt fá góðar hugmyndir varðandi tekjuöflun. Reyndu að gleðja einhver nákominn með einhverjum hætti sem veitir ykkur báðum ánægju.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og