Stjörnuspá mán. 10. maí. 2021

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Þú hefur einstakt tækifæri til að bæta samskipti þín við systkini þín á næstu mánuðum. Þú bíður í ofvæni eftir fréttum af vissri persónu.

Naut 20. apríl - 20. maí

Reyndu að sjá það góða í öðrum. Nýttu tækifærið og reyndu að ganga frá lausum endum í alls konar málum.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Umhverfi þitt skiptir þig mjög miklu máli og fjölskyldan er kjölfestan í lífi þínu. Reyndu að komast að samkomulagi við þann sem þú átt í deilum við.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Sumir dagar eru bara þannig að þeir eiga að fá að líða hjá sem fyrst. En á morgun muntu fá frábærar fréttir sem snerta fjölgun í stórfjölskyldunni.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Taktu ekki þátt í þrætum af neinu tagi og láttu aðra um að finna lausn á sínum málum. Þú ert frábær kennari og ættir kannski að feta þá braut.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þér tekst yfirleitt að laða að þér hluti, í stað þess að eltast við þá. Hafðu ekki áhyggjur því tíminn vinnur með þér.

Vog 23. september - 22. október

Fátt er eins dýrmætt og að eiga sér góðan sálufélaga sem hægt er að deila með gleði sinni og sorgum. Hafðu það í huga þegar þú velur þér vini.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú þarft að setja þér markmið og reyna að ná þeim á einhverjum vissum tíma. Gamall vinur hefur samband og tilfinningarnar blossa upp.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Allt það jákvæða sem þú framkvæmir gleður samferðafólk þitt.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Sýndu varfærni á öllum sviðum ekki síst í peningamálunum því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mistök á því sviði. Láttu ekki undan þrýstingi.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar heima hjá þér. Gerðu kostnaðaráætlun. Einhver vinur gengur óvænt í hnapphelduna.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Óvænt ferðalag er framundan og þar muntu hitta áhugaverða manneskju. Stundum þarf að telja upp að tíu áður en maður segir eitthvað.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og