Stjörnuspá fim. 26. apr. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Undanfarið hefurðu efast um hvað þú eigir skilið. Þú þarft að gefa sjálfum þér tíma þessa dagana. Takirðu fagnandi á móti breytingum hefurðu byrinn með þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Þú þarft að taka þér tak og gera eitthvað fyrir heilsu þína. En þar sem þú vilt fá heildarmynd af hlutunum, skaltu bíða fram til morguns með að hrinda þeim í framkvæmd.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Annað slagið skjóta upp kollinum mál úr fortíðinni sem þarf að takast á við. Það er úr vöndu að ráða þegar staðið er frammi fyrir mörgum möguleikum.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Fastheldni þín á alla hluti stendur þér fyrir þrifum. Njóttu alls kyns afþreyingar og skemmtunar og njóttu þess að leika þér með smáfólkinu.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Umhverfið hefur meiri áhrif á þig en aðra og ræður líðan þinni. Fólk gerir miklar kröfur til þín og þú þarft að gæta þess að fá tíma fyrir sjálfan þig.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú hefur lagt hart að þér að undanförnu og ert þú að uppskera laun erfiðis þíns. Nú máttu verðlauna sjálfan þig svolítið.

Vog 23. september - 22. október

Hinir hæfileikaríku, áköfu og skrýtnu í vinahópnum þínum hafa góð áhrif á þig núna. Einbeittu þér að því að gefa og þiggja og koma til móts við aðra.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þú hikar ekki við að taka málstað annarra og færð tækifæri til þess að láta í þér heyra í dag. Það er alveg hægt að rökræða við fólk án þess að allt fari í hund og kött.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Mikill tilfinningahiti getur orðið þess valdandi að samræður fari úr böndunum í dag. Reyndu ekki að fela mistök heldur bættu úr þeim með bros á vör.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Þú getur ekki lengur vikist undan því að hafa frumkvæði að lausn mála. En til að forðast allan misskilning skaltu samt ræða málið við alla málsaðila.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þú vilt halda um stjórnartaumana í samskiptum þínum við aðra í dag og telja þá á þitt band. Ræddu það sem þig langar til þess að gera, fólk skilur þig núna.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú þarft að hafa augun hjá þér svo áætlun þín fari ekki öll úr skorðum. Ef þú missir af tækifæri fyrir hádegi, færðu annað í kvöld.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og