Stjörnuspá sun. 22. júl. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Gefðu þér tíma til að vera með fjölskyldunni og rifja upp gamlar minnningar. Bíttu á jaxlinn í smá stund í viðbót, takmarkið er innan seilingar.

Naut 20. apríl - 20. maí

Dagurinn hentar vel til skemmtunar. Nýttu þér það og skapaðu ánægjulegar minningar fyrir framtíðina. Gættu aðhalds í fjármálunum.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Leitaðu leiða til þess að örva huga og hönd því annars áttu það á hættu að staðna. Línur eru að skýrast í búsetumálum.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Eitthvað sem þú ert að spá í er sennilega ekki mjög góð hugmynd. Hvernig væri að bjóða góðum vinum sem þú hefur ekki heyrt í lengi, í mat?

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Láttu þér ekki bregða þótt gömul mál dúkki upp og þú þurfir að eyða tíma í að koma þeim á hreint. Þér finnst þú ekki ná sambandi við unglinginn þessa dagana.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Það er óþarfi að taka alla hluti svo bókstaflega. Ekki ganga á bak orða þinna, það veit ekki á gott. Það er eins og að hella olíu á eldinn ef þú skiptir þér af nágrannadeilum.

Vog 23. september - 22. október

Að vera vinsæll hefur bæði sína kosti og galla. Þú átt við þann lúxusvanda að stríða að vera boðin/n í fleiri partí en þú kemst yfir að mæta í.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Það er ástæðulaust að ganga með eitthvert steinbarn í maganum frá fornri tíð. Skelltu þér á hlut á útsölu sem þú hefur lengi haft augastað á.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Leggðu þig fram um að sýna þínar bestu hliðar svo að þér takist að vinna aðra til fylgis við málstað þinn. Þú hefur ráð undir rifi hverju.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Gefðu þér tíma til að rækta líkama og sál. Þú ert með stjörnur í augunum yfir nýjum vini. Hafðu vaðið fyrir neðan þig í fasteignaviðskiptum.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Rómantíkin liggurí loftinu í dag og gleður hjarta þitt. Raunsæi og fyrirhyggja eru af hinu góða og þeim þarf umfram allt að fylgja glaðværð og jákvæðni.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Vinur gæti valdið þér vonbrigðum í dag. Það duga stundum engin vettlingatök í uppeldinu.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og