Stjörnuspá mið. 20. okt. 2021

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Það er engin ástæða til þess að láta aðra komast upp með að borga ekki skuldir sínar. Hikaðu ekki við að segja hvernig þér líður. Ekki láta plata þig upp úr skónum.

Naut 20. apríl - 20. maí

Leitaðu til vina þinna um aðstoð og viðbrögð þeirra munu koma þér skemmtilega á óvart. Dagurinn verður góður en kvöldið enn betra.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Öllu máli skiptir að mæta vel undirbúin/n til leiks því þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af úrslitunum. Ekki hafa allir sömu skoðanir og viðhorf til lífsins og þú.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Fólk treystir því að þú látir skynsemina ráða þótt það segi það ekki. Allt er gott sem endar vel. Farðu varlega í umferðinnil.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Skemmtilegar fréttir berast þér frá gömlum vini. Settu þér markmið, skrifaðu þau niður og kíktu á þau af og til, einn daginn hefurðu náð þeim öllum.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Þú átt ótrúlega auðvelt með samskipti við alls konar fólk. Hentu því sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir á heimilinu og komdu skipulagi á hlutina.

Vog 23. september - 22. október

Stundum er nauðsynlegt að halda fólki í ákveðinni fjarlægð. Stundum er gott að telja upp að tíu áður en maður opnar munninn.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Þér finnst hægt miða með starfsframann en vertu róleg/ur. Allt hefur sinn tíma. Þig þyrstir eftir réttlæti í vissu deilumáli.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Láttu eirðarleysið ekki ná tökum á þér. Ef þitt hlutverk er að slökkva elda núna, þá skaltu koma þér sem fyrst að verki.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Sá sem fer með mannaforráð, verður umfram allt að vera sanngjarn/gjörn. Farðu á staði sem þú hefur áhuga á.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Það er aldrei hægt að gera svo að öllum líki né segja það sem allir samþykkja. Hugsaðu út fyrir boxið og láttu vaða.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Brettu upp ermarnar. Gakktu óhrædd/ur til móts við nýja tíma því upplag þitt er gott veganesti fyrir framtíðina. Einbeittu þér að því að öðlast hugarró.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og