Stjörnuspá mið. 20. jún. 2018

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Forðastu að eiga viðskipti við þá, sem þú getur ekki treyst. Taktu þér tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni.

Naut 20. apríl - 20. maí

Eftir rólega siglingu á lygnum sjó dregur allt í einu til tíðinda hjá þér. Skyldurnar hvíla á þér eins og mara og þér finnst þær íþyngjandi.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Þótt ábyrgð þín sé mikil og krefjist langra vinnudaga, máttu ekki gleyma sjálfum þér í öllum önnunum. Viðskipti dagsins munu færa þér hagnað og ánægju í framtíðinni.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þú verður að sýna þolinmæði þegar nota þarf tækni á vinnustað þínum. Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Þú sérð heiminn með augum vina þinna núna og þeir gera það sama gegnum þig. Aðrir öfunda þig af því að allt skuli vera þér í hag núna.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Sýndu foreldrum þínum og nánum vinum sérstaka þolinmæði í dag. Einhvern misskilning þarf að leiðrétta strax svo ekki hljótist af skaði.

Vog 23. september - 22. október

Veltu áföllum lífsins fyrir þér, sama hversu óþægileg eða vandræðaleg þau eru. Spurðu bara réttu spurninganna.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Lífið er til þess að lifa því. Hafðu í huga að þú ert hluti af fjölskyldu sem er mannkynið, það þrá allir ást og hamingju.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Það er eitt og annað í þínum eigin garði sem þarfnast athugunar og úrbóta. Vertu raunsær og þá leysast málin farsællega. Samt blasir allt öðruvísi veröld við því.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Allar breytingar eru eðlilegur þáttur af tilverunni svo taktu þeim fagnandi. Bíddu í nokkra daga og sjáðu hverju fram vindur.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þér finnst þú hafa komið ár þinni vel fyrir borð og átt því að hafa eitthvað aflögu handa öðrum. Hristu upp í hlutunum og leyfðu hugmyndafluginu að njóta sín.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Þú ert óvenju uppreisnargjarn í dag og ákveðinn í að fara þínu fram. Gerðu það að forgangsverkefni að gera eitthvað skemmtilegt.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og