Stjörnuspá þri. 16. júl. 2019

Hrútur 21. mars - 19. apríl

Láttu ekki draga þig inn í ómerkilegar deilur þótt nákomnir aðilar eigi þar hlut að máli. Þú breytir ekki öðrum, bara þér.

Naut 20. apríl - 20. maí

Það er eitt varðandi hið fullkomna samband, það er ekki til. Þú hefur gott af einveru í dag.

Tvíburar 21. maí - 20. júní

Það er erfitt að meta hvenær maður gefur of mikið. Líttu inn á við og skoðaðu hvað má lagfæra í samskiptum þínum við aðra.

Krabbi 21. júní - 22. júlí

Þér leiðist í dag. Það er ekkert hættulegt og gott að upplifa það af og til. Þú færð beiðni í dag sem á eftir að valda þér heilabrotum.

Ljón 23. júlí - 22. ágúst

Gerðu ráð fyrir að rekast á alls konar fólk úr fortíðinni næstu vikurnar. Hugsaðu þig um og leyfðu tímanum að vinna með þér í ákvarðanatöku.

Meyja 23. ágúst - 22. september

Ástvinir kynna hugmyndir fyrir þér sem eru svo langt frá því sem þér hugnast. Gerðu bara það allra nauðsynlegasta í dag.

Vog 23. september - 22. október

Ef þér finnst uppástungur þínar fá tregar undirtektir skaltu bara nálgast hlutina úr annarri átt. Haltu bara þínu striki og þú munt ná þínu takmarki.

Sporðdreki 23. október - 21. nóvember

Hlauptu í átt að tækifærunum, tilbúin/n til að taka ákvörðun. Þú ættir að þakka meira fyrir það sem þú hefur.

Bogmaður 22. nóvember - 21. desember

Þú ert nú að taka til í eigin garði og sérð hvað undir býr. Ef engin svör er að finna verður þú að halda áfram að leita.

Steingeit 22. desember - 19. janúar

Ekki vænta of mikils af maka þínum eða vinum í dag. Þú átt það til að ofhlaða á þig verkefnum, það veldur streitu sem er ekki holl.

Vatnsberi 20. janúar - 18. Febrúar

Þegar við vitum hvað við viljum þá fara allar tafir afskaplega í taugarnar á okkur. Gættu þess að stíga ekki á tærnar á öðrum.

Fiskar 19. febrúar - 20. mars

Erfiðleikar hafa svo sannarlega látið á sér kræla upp á síðkastið. Frelsið til þess að eltast við drauma sína er hið endanlega takmark þitt.

Hvernig eiga merkin saman?

Veldu stjörnumerki úr valgluggunum að neðan og smelltu svo á Birta.

og