Viðskipti
20. september 2023
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, fjallar um þá kyrrstöðu sem ríkir í orkumálum hér á landi og gagnrýnir meðal annars Orkustofnun fyrir hæpnar forsendur sem stofnunin hefur kynnt um orkuskipti. Þá er fjallað um þær afleiðingar sem kyrrstaðan hefur, hvort rekja megi ástæður hennar til villandi umræðu og margt fleira sem snýr að frekari orkuframleiðslu á Íslandi.