Play heldur stíft í áætlanir um vöxt

Í sumar verður Play með um 300 starfsmenn og sex vélar í rekstri. Þrátt fyrir ýmis gylliboð á flugvélamarkaði ætlar félagið ekki að hvika frá fyrri áætlunum og verður vélum fjölgað í 10 á næsta ári og 15 árið 2023.

Hinir betur borgandi ferðamenn

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu, og Haukur B. Sigmarsson, framkvæmdastjóri Eleven Experience á Íslandi, ræða um mikilvægi fágætisferðaþjónustu hér á landi og hvaða þýðingu það hefur að fá til landsins betur borgandi ferðamenn. Þau segja að Ísland hafi allt til að bera til að standa undir þeim kröfum sem slíkir ferðamenn gera.

Framboðsvandi í ferðaþjónustu

Mikil eftirspurn er eftir því að koma til Íslands á þessu ári en ferðaþjónustan þarf að hafa mikið fyrir því að taka á móti öllu því fólki. Erfið misseri að baki valda því. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF.

Fjölbreyttara atvinnulíf skapar aukna hagsæld

Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, og og Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, ræða um stöðuna og horfur í hagkerfinu, komandi kjaraviðræður, stöðuna á fasteignamarkaði, aukna verðbólgu og aðra þætti hagkerfisins.