Sóknarfæri fyrir Ísland í gegnum Keflavíkurflugvöll

Fyrirhugaðar eru framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli fyrir 17 milljarða í ár. Sveinbjörn Indriðason segir að meira þurfi að gera til að búa hagkerfið undir vaxandi útflutning í gegnum flugvöllinn.

Kvikmyndatónlistin eignast heimili í Hörpu

Feðgarnir Ólafur Karlsson og Gabríel tóku sig saman ásamt Bergi Þórissyni og fleiri fjárfestum og komu upp fullkomnu upptökustúdíói í Hörpu í miðjum kórónufaraldri. Nú laðar fyrirtæki þeirra, Reykjavik Recording Orchestra mörg og spennandi verkefni til landsins.

Opinberi markaðurinn mun ekki leiða þróunina

„Það kemur ekki til greina að ríkið eða sveitarfélögin skeri sig frá almenna vinnumarkaðnum þegar kemur að þróun launa“. Þetta segir Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, spurður út í hvernig hann sjái fyrir sér að kjaraviðræður á opinberum markaði muni þróast á þessu ári.

Spennandi tímar framundan á veitingamarkaði

Þrátt fyrir miklar áskoranir og hækkandi verðlag telja reynsluboltar úr veitingageiranum að spennandi tímar séu framundan. Reyna muni á markaðinn og hann leita jafnvægis þar sem lukkuriddarar séu líklegir til að heltast úr lestinni.