„Mamma er heltekin af útlitinu“

í gær Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

„Ég er ekki góður feministi“

14.3. „Ég er ekki góður femínisti - en ekki misskilja mig, ég styð fullkomlega jafnréttisstefnu í launamálum, ráðningamálum, menntamálum og öðrum málum þar sem konur og karlar koma jafnt að hlutunum. Ég hafna líka ofbeldi gegn konum og í raun ofbeldi gegn allt og öllum og krefst virðingar fyrir persónu minni og annarra.“ Meira »

Flestir hugsa um kynlíf með fyrrverandi

13.3. Kynórar fólks eru misjafnir en ekki eru þeir allir jafn villtir og einhver myndi halda þegar talað er um kynferðislegar langanir fólks. Meira »

Sér hræðilega eftir framhjáhaldinu

13.3. „Ég get ekki hætt að hugsa um hana og ég var meira að segja byrjaður að skoða trúlofunarhringa og ég vildi og vil ekkert meira en að vera með henni,“ segir maður sem hélt fram hjá kærustu sinni. Meira »

Búinn að sofa hjá tengdaföður sínum

12.3. „Ég hitti nýlega foreldra hennar og þegar hádegismaturinn var hálfnaður áttaði ég mig á að ég hafði sofið hjá föður hennar.“  Meira »

Hvernig er líf eftir skilnað?

12.3. „Ég er raunar mjög fegin að hafa ekki vitað fyrirfram hversu mikill sársauki það er að ganga í gegnum hjónaskilnað. Nú nokkrum mánuðum eftir að ég stóð sjálf frammi fyrir þeim tímamótum er ég guðslifandi fegin að geta einmitt ekki séð inn í framtíðina, það væri alltof ógnvekjandi.“ Meira »

Maðurinn borðar sig út úr hjónbandinu

11.3. „Hann er í ofþyngd og hefur verið að þyngjast mikið en mig grunar að hann eigi við matarfíkn að ræða og hann viðurkennir það. Samt sem áður skammast hann sín og borðar enn meira. Ég hef reynt allt, ég er sjálf mjög meðvirk með honum.“ Meira »

Hvernig fæ ég áhuga frá henni aftur?

11.3. Ég hef ótrúlega oft reynt að sýna henni ást og löngun en hún ýtir mér í burtu og segir „ekki núna“. Mig langar svo að við séum hamingjusöm og stundum reglulegt og gott samlíf því eftir það er allt miklu betra og sambandið miklu sterkara fyrir vikið. Meira »

Kærastinn glápir á aðrar konur á kvöldin

8.3. Um daginn fór ég í sund og sá eina af þessum konum. Hún er týpan sem er rosa mjó og flott á Instagram, en mér brá frekar mikið að sjá hana í sundi, þar sem hún var frekar venjuleg og alls ekki eins og myndirnar sem hún er að setja út í loftið af sér. Meira »

Dreymir blauta drauma um föður og bræður

5.3. „Mig hefur hefur dreymt sama drauminn um föður minn og jafnvel bræður mína. Þeir eru kynferðislegir og í þeim virðist öllum sama.“ Meira »

Ég hugsa og þess vegna er ég

4.3. Þeir sem þjást af kvíða og þunglyndi til dæmis gera sér oft ekki grein fyrir því hversu margar neikvæðar hugsanir fara um koll þeirra dag hvern og því síður gera þeir sér grein fyrir því að þeir geta haft áhrif á líðan sína með því að breyta hugsunum sínum með markvissum hætti sem er ekki nema von þar sem sjálfvirkar hugsanir eru líklega fyrirferðarmestar og valda truflun. Meira »

Góð ráð fyrir pör í fjarsambandi

23.2. Það getur verið erfitt að vera í fjarsambandi, en dæmið ekki bókina af kápunni og tileinkið ykkur heldur þessi ráð.   Meira »

Íslensk kona er að gefast upp á manninum

9.3. „Ég er að kafna. Eiginmaður minn er alveg að drepa mig úr leiðindum. Í fyrsta lagi þá er hann eins og sogklukka á mér allan liðlangan daginn. Hvar ertu? Hvað ertu að gera? Saknarðu mín? Þetta fæ ég að heyra daginn út og inn á meðan ég er að reyna að vinna.“ Meira »

Hvers vegna eru íslenskir menn gúgú?

7.3. „Dæmigert fyrir mig er að ég fer út með vinkonunum og þar hitti ég mann sem reynir við mig. Hann reynir að fá mig með sér heim. Ég er reyndar hætt að gera slíkt því þá heyrir maður bara í þeim eftir einhverjar vikur.“ Meira »

Þessu halda konur leyndu um kynlíf sitt

4.3. Segist konan aldrei stunda sjálfsfróun eða hún þurfi ekki að nota neitt sleipiefni? Getur verið að hún sé kannski ekki að segja allan sannleikann? Meira »

Hjónalífið leiðinlegt, er trekantur lausnin?

2.3. „Ég og eiginmaður minn stundum afar sjaldan kynlíf og hann segir það leiðinlegt þegar við gerum það. Hann vill að við förum í trekant.“ Meira »

Andlegt ofbeldi? Ég hef sögu að segja...

21.2. „Aldrei fengið kvartanir né lent í neinu á öllum þessum vinnustöðum eins og ég upplifði hjá Fjármálaeftirlitinu. Þótt oft hafi gengið mikið á. Segir það ekki eitthvað?“ Meira »

Kynlífið er alltaf eins

20.2. „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

20.2. Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

19.2. Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Geirvörtufullnæging kemur oftast óvænt

17.2. Fólk er með misnæmar geirvörtur en sumar konur upplifa fullnægingu eftir að gælt er við geirvörtur þeirra.   Meira »

Pör sem gera þetta eru hamingjusamari

17.2. Sambandsráð geta verið misgóð en það er líklega óþarfi að draga það í efa að það sé slæmt að tala um líðan sína við maka sinn. Meira »

Svona gerir þú munngælurnar betri

16.2. Flestir menn veita ekki konum sínum munnmök vegna þess að þeir hafa enga hugmynd um hvað þeir eru að gera þarna niðri.   Meira »

„Ég held við konu, hvað er til ráða?“

16.2. „Ég kynntist konu fyrir 3 árum sem er gift. Ég hef verið viðhaldið hennar síðan þá. Hún hefur alltaf sagt mér að ég sé henni allt og hún vilji bara framtíð með mér. Hún segir að hún sé að skilja og eiginmaður hennar sé að flytja út.“ Meira »

Hvernig kveiki ég í sambandinu aftur?

15.2. Ég er í vanda stödd. Maki minn sem ég er búin að vera með í fjölmörg ár fer svo mikið í taugarnar á mér núna að ég veit ekki hvernig ég á að haga mér. Innst inni, ef ég gref nógu langt, veit ég að ég elska hann en við erum samt eins og vinir – ekki par. Meira »

Konan búin að missa kynhvötina

13.2. „Ég veit að kynhvötin getur breyst en hún sýnir engin áform um að takast á við vandamálið. Ég hef boðist til þess að hjálpa en hún sýnir því ekki mikinn áhuga.“ Meira »

Fyrrverandi maður orðinn besta vinkonan

13.2. „Fólk hafði skoðanir á öllu. Eins og til dæmis að það væri undarlegt að hún hefði bara fyrst áttað sig á þessu þegar við vorum úti í Svíþjóð. Að hún hlyti að hafa gert það fyrr, örugglega strax í æsku, bara rétt eins og það vissi miklu betur um hennar líðan en hún sjálf. Að hún hefði örugglega verið í afneitun og bælt þetta niður. Auðvitað veit enginn neitt um þetta nema hún sjálf.“ Meira »

Fæla sterkar konur karlmennina frá sér?

12.2. „Nú nýverið las ég grein þar sem fram kom að karlar vilji ekki sterkar vel gefnar konur sem maka þrátt fyrir að þeir beri mikla virðingu fyrir þeim alla jafna,“ segir Linda Baldvinsdóttir. Meira »

Erfi ég tengdaforeldra mína?

11.2. „Ég missti konuna mína fyrir einu ári. Við vorum gift og áttum þrjú börn saman sem eru öll undir lögaldri. Hálfu ári síðar lést tengdaforeldri mitt sem sat í óskiptu búi. Er það rétt að eingöngu börnin mín erfi hlut konunnar minnar úr búi foreldra hennar?“ Meira »

Langur fegurðarblundur bráðnauðsynlegur

10.2. „Við þurfum á fegurðarblundinum að halda, það er vísindaleg staðreynd,“ segir Elle Macpherson. Ofursætan kann að gera góðan svefn enn betri. Meira »

Hvernig hollast er að horfa á sambönd

10.2. Ekki reyna að halda of fast í þann sem þú elskar. Elskaðu sjálfan þig fyrst og elskaðu svo aðra án skuldbindinga.  Meira »