Með sykursætt nærfatasett í tilefni Valentínusardags

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. DIMITRIOS KAMBOURIS

Fatamerki raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian, SKIMS, hefur verið á allra vörum alveg frá því það leit dagsins ljós snemma árs 2018. Fatamerkið hefur sætt harðri gagnrýni, þá aðallega fyrir óraunhæfar stærðir frá byrjun, en þrátt fyrir það hefur SKIMS haldið ótrautt áfram og gaf út á dögunum eggjandi nærfatalínu í tilefni Valentínusardags. 

Kardashian-systirin fékk söngkonuna Lönu Del Rey til að sitja fyrir í nýrri auglýsingaherferð, en söngkonan situr meðal annars eins og silkivafinn súkkulaðimoli á einni mynd klædd fallegum blúndu samfesting.

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

Þema nýju línunnar er ást og eru flestar flíkurnar bleikar og rauðar á lit, skreyttar hjörtum eða fallegri blúndu. Eitt nærfatasettið hefur þó vakið sérstaka athygli og ef til vill ekki fyrir klæðileika. SKIMS býður áhugasömum upp á sykursætt nærfatasett, en það er gert úr gamla góða nammi hálsmeninu (e. candy choker) og getur verið ljúffengur endir á þessum ástríðufulla degi. 

View this post on Instagram

A post shared by SKIMS (@skims)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál