Kynlífsstellingar sem auka unaðinn á Konudaginn

Hvernig ætlar þú að gleðja konuna á Konudaginn?
Hvernig ætlar þú að gleðja konuna á Konudaginn? Ljósmynd/Unsplash

Konudagurinn, dagur tileinkaður konum landsins, er á morgun, sunnudag. Margir nýta tækifærið og gera vel við konuna í lífi sínu, bæði í orði og verki, en dagurinn endar oft á eldheitum nótum í svefnherberginu. Hér eru nokkrar stellingar sem færa unaðinn á annað stig fyrir hana.

Þröng trúboðastelling

Trúboðastellingin er án efa sú stelling sem flestir þekkja, enda einföld og klassísk. Í þröngri trúboðastellingu liggur konan á bakinu og dregur hnén að sér. Það getur reynst gott að nota kodda til að gera þetta sem þægilegast og ánægjulegast. Kostir þessarar stellingar eru að hún gefur gott tækifæri á örvun á sníp og konan er í afslappaðri stellingu og fær að njóta sín.

Standandi

Bæði standa, þar sem makinn kemur sér fyrir annað hvort aftan frá eða framan á. Er stellingin sögð góð ekki aðeins vegna þess að auðvelt er að örva snípinn heldur býður hún upp á mikla nánd og augnsamband.

Innkoma aftan frá

Konan er á fjórum fótum og makinn fer inn aftan frá. Þessi stelling, betur þekkt sem hundastelling, er góð að því leyti að getnaðarlimurinn kemst mjög djúpt og eykur örvun á g-blettinum. Það er mikilvægt að leyfa konunni að ráða ferðinni, en varast þarf að fara of djúpt. Þetta er góð stelling fyrir þær sem þjást af bakverkjum.

Skeiðin

Skeiðarstellingin er mjög vinsæl. Parið liggur þétt saman í svokallaðri „kúrstellingu“. Makinn fer inn aftan frá og getur örvað snípinn með höndunum. Stellingin býður upp á mikla líkamlega snertingu sem eykur nánd og tengsl. Notalegt er að sofna í þessari stellingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál